Enn eru að veiðast eldislaxar

Að öllum líkindum eldislax. 78 sentímetra lax sem veiddist í …
Að öllum líkindum eldislax. 78 sentímetra lax sem veiddist í Fljótaá í dag. Hann verður sendur til Hafrannsóknastofnunar til rannsóknar. Ljósmynd/Vigfús Orrason

Afar líklegur eldislax veiddist í Fljótaá í Fljótum í dag. Vigfús Orrason var að veiða í ánni og fyrst og fremst að leita að bleikju. Í Berghyl, sem er einn af þekktari veiðistöðum í Fljótaá kastaði hann þeirri gjöfulu silungaflugu Squirmy Wormy. Stór fiskur tók ormalíkinguna og sá Vigfús tökuna.

Eftir mjög stutta baráttu sem hann áætlar að hafi ekki staðið nema í fimm mínútur landaði hann 78 sentímetra laxi. Grunsemdir vöknuðu strax hjá Vigfúsi enda afar reyndur veiðimaður. Við nánari skoðum má sjá að bakuggi er illa farinn og fiskurinn er hauslítill og minnir um flest á eldislaxana sem óðu um allt í haust sem leið, ættaðir frá Arctic Fish.

Bakugginn er eitt af mörgum útlitseinkennum sem kemur upp um …
Bakugginn er eitt af mörgum útlitseinkennum sem kemur upp um eldislaxana. Þessi er dæmigerður fyrir eldislax. Ljósmynd/Vigfús Orrason

Laxinn verður frystur og því næst komið til Hafrannsóknastofnunar til rannsóknar. Aðspurður hvort hann héldi að fiskurinn hefði verið í ánni í vetur eða komið nýlega viðurkenndi Vigfús að hann væri ekki viss. „Fiskarnir sem við sáum í fyrra voru feitari, en hann er mjög hreisturlaus. Það verður forvitnilegt að heyra hvað Hafrannsóknastofnun segir,“ svaraði Vigfús.

Hauslítill eins og þessir fiskar eru gjarnan. Vigfús er ekki …
Hauslítill eins og þessir fiskar eru gjarnan. Vigfús er ekki viss hvort þetta er fiskur sem mætti nýlega eða hefur verið í ánni í vetur. Rannsókn mun leiða það í ljós. Ljósmynd/Vigfús Orrason

Þetta er þriðji meinti eldislaxinn sem veiðist í vor. Hafrannsóknastofnun hefur beðið veiðimenn um að vera vakandi fyrir þessum óboðnu gestum og eins og dæmin sýna er ekki vanþörf á. 

Talið er að 3,500 laxar hafi sloppið úr eldiskví Arctic Fish síðasta haust. Tæplega fimm hundruð hafa veiðst í laxveiðiám. Þá vantar ríflega þrjú þúsund fiska. Eitthvað af þeim getur hafa drepist en fyrir því eru engar sannanir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert