Fjórir laxar á fyrstu vakt í Þverá

Andrés Eyjólfsson með þann fyrsta úr Þverá sumarið 2024. Glæsilegur …
Andrés Eyjólfsson með þann fyrsta úr Þverá sumarið 2024. Glæsilegur fiskur sem mældist 87 sentímetrar og veiddist í Ármótakvörn. Ljósmynd/Starir

Veiði hófst í Þverá í Borgarfirði í morgun. Opnunin í Þverá er alltaf spennandi dagur. Norðurá hefur farið ágætlega af stað og nokkuð er liðið frá því að fyrsti laxinn sást í Klettsfljóti í Þverá.

Fjórir laxar veiddust í morgun. Þann fyrsta fékk Andrés Eyjólfsson yfirleiðsögumaður í Þverá. Fáir þekkja Þverá jafn vel og Andrés og fór vel á því að hann setti í og landaði fyrsta laxinum í sumar. Fiskurinn var fallegur stórlax sem mældist 87 sentímetrar og veiddist í Ármótakvörn.

Egill Ástráðsson, staðarhaldari í Þverá sagði nokkurn lit í ánni og sólina í essinu sínu. Hófstilltar vonir eru hjá veiðimönnum um seinni vaktina enda nokkur snjóbráð við þessar aðstæður.

Lúsugur smálax veiddist í Brennunni í morgun og snemmgenginn smálax er alltaf áhugaverð veiði. Brennan er ósasvæði Þverár þar sem hún mætir Hvítá. Hafi smálaxinn ekki verið einn á ferð gætu félagar hans glatt veiðimenn í Þverá í fyrramálið. Þá eru fjórar laxveiðiár formlega búnar að opna. Norðurá, Blanda, Urriðafoss og nú Þverá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert