Vivvi fékk annan eldislax - myndband

Vigfús Orrason, sem flestir veiðimenn þekkja sem Vivvi fékk í dag annan eldislax í Fljótaá. Við sögðum frá því í gær að hann hefði veitt eldislax í ánni og mældist sá 78 sentímetrar. Í dag ákvað Vivvi að leita að eldislaxi og fór um ána vopnaður þungri Frances túbu. „Já. Ég var hreinlega að leita af mér allan grun og í Stöðvarhyl fékk ég annan svona fisk. Hann var miklu mjóslegnari en sá sem fékk í gær og þetta er greinilega niðurgöngulax,“ sagði Vivvi í samtali við Sporðaköst.

Annar eldislaxinn á tveimur dögum sem veiðist í Fljótaá. Þessi …
Annar eldislaxinn á tveimur dögum sem veiðist í Fljótaá. Þessi mældist 77 sentímetrar sá sem veiddist í gær var 78. Ljósmynd/Vigfús Orrason

Stöðvarhylur er efsti veiðistaður í Fljótaá og afar líklegt verður að teljast að þessi lax hafi hrygnt í vetur. Útlitið er ekki að hjálpa honum. Bakuggi mikið skemmdur og annar eyrugginn snúinn og mjög lítill.

Með þessari frétt fylgir myndband sem Vivvi tók í gær þegar hann veiddi fyrri eldislaxinn. Hann stillti upp símanum sínum og ætlaði að taka upp myndband sem sýndi hversu auðvelt væri að setja í bleikju í Fljótaánni. Í nánast fyrsta kasti setur hann í fisk en ó nei. Það var ekki bleikja heldur eldislax. Myndbandið sýnir alla viðureignina og allt þar til laxinn er rotaður. Reyndar nokkuð oft af hljóðinu að dæma.

Bakuggi á eldislaxinum. Þeir báðir til Hafrannsóknastofnunar og telur Vigfús …
Bakuggi á eldislaxinum. Þeir báðir til Hafrannsóknastofnunar og telur Vigfús eðlilegt að þeir fái flýtimeðferð svo skorið verði úr um hvort þetta er hluti af Patró sleppingunni eða eitthvað nýtt slys. Ljósmynd/Vigfús Orrason

Hann mun fara með báða laxana til Hafrannsóknastofnunar í lok vikunnar og vonast eftir flýtimeðferð á rannsókn. „Það hlýtur að liggja á að fá það á hreint hvort þessir fiskar eru úr Patró sleppingunni eða hvort að þetta sé eitthvað nýtt slys sem við þurfum upplýsingar um.“

Á næstu dögum opna fjölmargar laxveiðiár og margir veiðimenn óttast þá martröð að eldislaxar veiðist í opnunum. Fljótaá er talandi dæmi um að þær martraðir geta orðið að veruleika.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert