Sigurvegari síðustu viku þegar kemur að tölfræði yfir laxveiði er án efa Laxá í Dölum. Með 211 laxa viku er hún að nálgast þúsund laxa óðfluga. Þetta er nánast þreföld veiði samanborið við sama tíma í fyrra. Aðeins Ytri Rangá státar af meiri veiði í síðustu viku, með 330 laxa. Miðfjarðará er ekki langt undan með rétt tæplega tvö hundruð fiska.
Jökla heldur áfram að bæta metið sitt og mun fljótlega komast í fjögurra stafa tölu í fyrsta skipti. Hún hefur þegar slegið sitt met um ríflega hundrað laxa.
Annars má merkja síðsumars takt í mörgum ánum þar sem vikuveiðin er dvínandi. Góðir sprettir geta þó komið víða og það langt fram eftir september.
Hér er listi yfir tuttugu og tvær efstu árnar. Listinn er nú farinn að taka á sig afgerandi mynd og veiðin víðast hvar betri en á sama tíma í fyrra. Í nokkrum ám er hún mun betri, jafnvel miklu betri. Fyrsti dálkurinn er talan í viðkomandi á í lok dags, 28. ágúst. Dálkur tvö, veiðin í fyrra segir til um hver talan var í loks dags 30. ágúst í fyrra. Þriðji dálkurinn er svo veiðin vikuna 21. til 28. ágúst, samkvæmt tölum frá angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga. Fjórði og síðasti dálkurinn segir til um prósentubreytingu milli ára miðað við 28. ágúst 2023 þar sem þær upplýsingar eru fáanlegar.
Vatnasvæði Í sumar 2023 Vikuveiðin Breyting í %
Ytri–Rangá 2886 2352 330 --
Þverá/Kjarará 1998 1050 89 91%
Miðfjarðará 1896 975 195 98%
Norðurá 1460 871 76 70%
Eystri–Rangá 1402 1707 148 --
Selá í Vopnafirði 1150 1058 113 12%
Langá á Mýrum 1010 498 97 103%
Laxá í Dölum 948 331 211 --
Jökla 916 444 73 109%
Hofsá 857 909 57 -4%
Laxá á Ásum 820 545 49 --
Elliðaár 760 517 70 50%
Grímsá 751 414 49 --
Haffjarðará 744 830 42 --
Urriðafoss 719* 661 -- --
Laxá í Aðaldal 714 562 63 31%
Víðidalsá 644 467 51 47%
Laxá í Kjós 614 278 23 110%
Laxá í Leirársveit 605 302 20 --
Vatnsdalsá 524 289 33 --
Stóra Laxá 500 211 49 --
Við skoðum fleiri ár á morgun og hvernig veiðin hefur gengið í þeim í sumar.
*Tala frá 24. júlí.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Richard Jewell | 9. ágúst 9.8. |