Veiddi sömu bleikjuna aftur ári síðar

Aron er öflugur veiðimaður og þekkir Eyjafjarðarána inn og út.
Aron er öflugur veiðimaður og þekkir Eyjafjarðarána inn og út. Ljósmynd/Aron Sigurþórsson

Aron Sigurþórsson lenti í skemmtilegu ævintýri í Eyjafjarðará í sumar. Þann 2. ágúst var hann að veiða á efsta svæðinu og fékk flottan bleikjuhæng í stað sem heitir Úlfárskrókar eða Tjaldbakkar. Hængurinn mældist 66 sentímetrar og tók púpu sem Aron kallar Trúðinn. Eitthvað fannst honum kunnuglegt við fiskinn en hann var með afgerandi ör á stirtlunni rétt við sporðinn. 

Aron hafði einmitt veitt veglegan hæng á svipuðum slóðum í fyrra og hann rak minni til þessa og fletti upp myndum frá veiðiferðinni á þennan stað sumarið 2023. Það stóð heima að þetta var bleikjuhængurinn sem hann hafði veitt 9. ágúst í fyrra. Þá var þessi sami hængur mældur 65 sentímetrar. Hann hafði því bætt einum sentímetra við lengdina. Í fyrra tók þessi stóri hængur Krókinn. Þegar myndirnar eru bornar saman má sjá að örið er til staðar á báðum myndunum.

Bleikjuhængur veiddur í Úlfárskrókum 2. ágúst í sumar. Mældist 66 …
Bleikjuhængur veiddur í Úlfárskrókum 2. ágúst í sumar. Mældist 66 sentímetrar og tók púpu sem Aron kallar Trúðinn. Ljósmynd/Aron Sigurþórsson
9. ágúst sumarið 2023. Bleikjuhængur úr Úlfárskrókum. Tók Krókinn. Þegar …
9. ágúst sumarið 2023. Bleikjuhængur úr Úlfárskrókum. Tók Krókinn. Þegar myndirnar eru skoðaðar sést örið á stirtlunni greinilega og það leynir sér ekki að þetta er sami fiskurinn. Í fyrra mældist hængurinn 65 sentímetrar. Ljósmynd/Aron Sigurþórsson



Það er ljóst að þessum hæng varð ekki meint af veiði og sleppingu í fyrra og var væntanlega kominn á nýjan leik til að taka þátt í partýi með bleikjuhrygnum, sem framundan er. 

Aron hefur ekki lent í því áður að veiða sama fiskinn sitt hvort árið. Hins vegar lenti hann í því að veiða sömu hrygnuna í Tjaldbökkum bæði fyrir og eftir hádegi. Fyrir hádegi var hún til í Pheasant Tail. Hún mældist 66 sentímetrar. Hlussu bleikja. Eftir hádegi var Aron aftur á ferð í Tjaldbökkum og setti undir Squirmy wormy. Fékk þessa líka rosa töku og þar var hún aftur mætt 66 sentímetra hrygnan.

66 sentímetra hrygna tekin á Pheasant Tail fyrir hádegi í …
66 sentímetra hrygna tekin á Pheasant Tail fyrir hádegi í Úlfárskrókum. Ljósmynd/Aron Sigurþórsson
Sami fiskur eftir hádegi. Þá féll hún fyrir Squirmy wormy. …
Sami fiskur eftir hádegi. Þá féll hún fyrir Squirmy wormy. Aron hefur lent í því áður að veiða sama fisk tvisvar í sömu veiðiferð, en ekki sama daginn. Ljósmynd/Aron Sigurþórsson



Í þessari ferð í byrjun ágúst gerði Aron flotta veiði, eins og þessar myndir bera með sér. Þá gaf Jökulsbreiðan honum fína veiði og landaði hann þar bleikjum upp í 68 sentímetra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert