Veiða og sleppa – kynslóðirnar mætast

Tveir af Íslands öflugustu stangveiðimönnum leiða í dag saman hesta sína og ræða stöðuna í veiðinni. Þeir eru af hvorri kynslóðinni fyrir sig og þeim greinir verulega á um ágæti þess fyrirkomulags að veiða og sleppa. Þetta eru þeir Sigþór Steinn Ólafsson og Einar Páll Garðarsson.

Þeir eru á öndverðum meiði þegar kemur að veiðinni og má segja að báðir séu þeir börn síns tíma. Palli vill fá að taka með sér fisk þegar hann fer að veiða. Sigþór Steinn segir laxinn í útrýmingarhættu og vill helst sjá að öllum laxi sé sleppt.

Þeir taka hina klassísku umræðu um verð á veiðileyfum. Palli segir þetta mjög einfalt. Laxveiðidagur ætti ekki að kosta meira en hundrað þúsund krónur á besta tíma. Þá ræða þeir breytingar á veiðireglum sem eru að ryðja sér til rúms, þar sem eingöngu er heimilt að veiða með flotlínum og á smáar flugur. Virkar það líka á haustin?

Hér er á ferðinni áhugavert spjall fyrir veiðifólk þar sem tveir reyndir veiðimenn fara yfir sviðið. Klukkutími af spjalli sem allir munu hafa skoðanir á.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert