Gæðunum verulega misskipt í vorveiðinni

Guðmundur Birgisson með 91 sentímetra birting úr Tungulæk í morgun. …
Guðmundur Birgisson með 91 sentímetra birting úr Tungulæk í morgun. Sá stærsti til þessa þar á bæ, það sem af er veiðitímabilinu. Ljósmynd/Theodór K. Erlingsson

Eins og oft áður hefur gæðunum verið afskaplega misskipt í sjóbirtingsveiðinni á fyrstu dögum veiðitímans. Munurinn nú er þó meiri en oft áður þegar kemur að fjölda fiska. Tungulækur er enn og aftur með afbragðsveiði að vori. Þar voru á hádegi í dag komnir í bók 326 birtingar og það á þrjár stangir á átta og hálfum degi. Það lætur nærri að vera þrettán fiskar á stöng á dag og það er hlutfall sem þykir gott hvar sem er í heiminum.

Veiðin í Geirlandsá byrjaði af krafti og opnunarhollið var með góða veiði. Vatnamótin hafa verið að gefa hörku veiði síðustu daga eftir að enginn fiskur var skráður þar fyrstu dagana, hver sem ástæðan kann að vera fyrir því.

Ef við horfum til Eldvatnsins og Tungufljóts þá er byrjunin þar mjög róleg. Sérstaklega í Eldvatninu í Meðallandi. Einungis 33 sjóbirtingar eru bókaðir þar fyrstu átta dagana. Miðað við sex stangir í átta daga nær það ekki fiski á dag á stöng. Vissulega spilar margt inn í og enn getur veiðin glæðst. Óvenju mildur mars og apríl getur líka haft áhrif og fiskurinn verið kominn neðarlega í vatnakerfið.

Tungufljót er að sama skapi mikill eftirbátur Tungulækjar. Þar var í gærkvöldi búið að bóka ríflega áttatíu fiska. Það lætur nærri að gefa veiði upp á 2,5 fiska á dagsstöngina.

Eftir því sem Sporðaköst komast næst er veiðin í Geirlandsá í kringum 180 fiskar sem er þá mun betri veiði en bæði í Tungufljóti og Eldvatni, en langt á eftir Tungulæk sem virðist enn og aftur í sérflokki þegar kemur að vorveiði. En þetta er staðan í dag og hún getur hæglega tekið breytingum þegar líður á mánuðinn.

Dagarnir í Tungulæk hafa verið mjög misjafnir. Opnunardagurinn gaf 69 fiska en aflahæsti dagurinn til þessa var 4. apríl með samtals 72 birtinga. Svo hafa komið rólegri dagar og til að mynda í gær veiddust aðeins fimm birtingar. En svo er þetta spurning um magn eða gæði. Þannig veiddist 91 sentímetra birtingur í Holunni í morgun. Sá stærsti til þessa í Tungulæk og einn af þremur stærstu birtingum í byrjun veiðitímans, sem við vitum um. Guðmundur Birgisson fékk hann á Green Dumm sem virðist vera ríkisflugan í Tungulæk. Af ríflega þrjú hundruð fiskum hafa 125 tekið Green Dumm.

Stærsti fiskurinn til þessa veiddist í Tungufljóti og skráður 100 sentímetrar þó að ekki sé um staðfesta mælingu að ræða. Þá hafa veiðst tveir 91 sentímetra fiskar, annar í Tungulæk og hinn í Eyjafjarðará.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert