Fyrsti laxinn kom í fyrsta rennsli

Stefán Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Urriðafossi í morgun. Veiðisumarið …
Stefán Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Urriðafossi í morgun. Veiðisumarið er formlega hafið. Ljósmynd/Sporðaköst

Laxveiðin á Íslandi sumarið 2025 hófst formlega fyrr í morgun þegar landeigendur og leigutakar hófu veiði í Urriðafossi í Þjórsá. Stefán Sigurðsson, leigutaki tók fyrsta rennslið og eftir örfáar mínútur mátti sjá stangartopp tifa og með sífellt meiri ákefð. Stefán tók á laxinum og setti í hann. Viðureignin var stutt en snörp og fljótlega var 76 sentímetra hrygnu landað. Haraldur Einarsson landeigandi var á háfnum og fyrsti laxinn var kominn á land. 

Aðstæður eru ágætar en vatn í Þjórsá mætti vera aðeins meira til að laxinn væri á aðgengilegustu stöðunum. Fyrsti laxinn veiddist neðst í Lækjarlátri. Fiskur er á ferðinni og hafa nokkrir sýnt sig. 

Fjölskyldusameining í Urriðafossi. Harpa Hlín veiddi laxinn, Stefán Sigurðsson háfaði …
Fjölskyldusameining í Urriðafossi. Harpa Hlín veiddi laxinn, Stefán Sigurðsson háfaði og Matthías sonur þeirra veitir stuðning. Ljósmynd/Sporðaköst

Uppfært kl. 13:15 – Fimm á land

Þrír laxar voru komnir á land þegar Sporðaköst yfirgáfu svæðið laust fyrir klukkan tólf. Allt voru þetta hrygnur, frá 74 sentímetrum og upp í áttatíu. Þrír laxar voru misstir. Fiskurinn er vel haldinn og þykkur og töluvert virtist vera af fiski á ferðinni. Þannig voru fiskar að sýna sig bæði í Huldunni og einnig í Lækjalátri, en það eru gjöfulustu staðirnir í Urriðafossi. Þjórsá er heldur vatnsminni en í síðustu opnun og þá heldur Holan sem margir kannast við, tæplega fiski. Nú rétt fyrir hádegi höfðu svo tveir laxar bæst í hópinn og hefur þá morguninn gefið fimm laxa samtals. Sá stærsti var 83 sentímetra hængur sem veiddist rétt fyrir hlé.

Skýrsla um fyrsta veiðidaginn verður svo birt í kvöld.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert