Fyrstu tölur sýna misjafnar byrjanir

Lax háfaður í veiðistaðnum Huldu í Urriðafossi í gær. Hópurinn …
Lax háfaður í veiðistaðnum Huldu í Urriðafossi í gær. Hópurinn sem var við veiðar fékk samtals 15 laxa og er svæðið að detta í 200 fiska sem er mjög góð byrjun í fossinum. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Órjúfanlegur hluti af laxveiðisumrinu eru vikulegar tölur sem Landssamband veiðifélaga birtir. Þetta er önnur vikan sem tölur birtast á angling.is og virðast gefa til kynna svipaða stöðu og í fyrra. Blæbrigða munur er þó á en þar getur margt spilað inn í.

Þegar svo stutt er liðið á veiðitímann segja þær ekki mikið. Þó má sjá að Urriðafoss er með ívið betri veiði. Rétt er að taka fram að þessar tölur miðast við lok veiðidags þann 11. júní. Síðastliðinn miðvikudag. Samanburðartölurnar hins vegar miðast við 12. júní í fyrra. Það munar um dag á þessum fyrstu tölum. Norðurá er aðeins slakari og þar datt veiðin niður fljótlega eftir opnun. Nú horfir til betri vegar. Góð opnun í Þverá sést í tölunum.

Sogið og Vatnsdalur komnar á blað

Angling.is, vefur Landssambands veiðifélaga greinir frá því að lax hafi veiðst í Soginu og er það óvenju snemmt. Þá eru tveir laxar staðfestir á silungasvæðinu í Vatnsdalsá. Annar veiddist í ósnum á orange Nobler og mældist 84 sentímetrar. Þá fékkst annar á efri hluta silungasvæðisins og var áætlaður á bilinu 12 til 14 pund. Björn K. Rúnarsson, einn af leigutökum hefur verið að sjá laxa í Hnausastreng, undir brúnni yfir hringveginn og í Hólakvörn.

Hér að neðan má sjá lista angling.is með viðbótum. Listinn mun lengjast hratt á næstu dögum og vikum og þá fyllist jafnframt upp í þá mynd hvernig sumar verður þetta.

Veiðisvæði   Fjöldi laxa      2024

Urriðafoss      183             160

Norðurá           47              67

Þverá/Kjarrá    18                5

Blanda              2                1

Skuggi              2                -

Brennan            1                5

Sogið*              1                -

Vatnsdalsá*       2               -

*Laxveiðitímabilið ekki hafið.

Veiðifeðgarnir Stefán Sigurðsson og Matthías Stefánsson með glæsilegan nýrunninn hæng. …
Veiðifeðgarnir Stefán Sigurðsson og Matthías Stefánsson með glæsilegan nýrunninn hæng. Fyrir ofan þá er rennt í næsta lax. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Framsetning talna á vefnum angling.is býður nú upp á meiri möguleika. Boðið er upp á tvo valmöguleika undir liðnum uppruni. Þar er hægt að haka við annars vegar möguleikann Gönguseiðasleppingar og hins vegar villtur lax. Væntanlega er þetta í boði svo menn geti séð hvað hinar eiginlegu hafbeitarár á Suðurlandi eru að gefa á móti náttúrulegu ánum, hafi einhver áhuga á því. Svo má líka velta fyrir sér spurningunni. Hvaða ár eru að sleppa seiðum og grafa hrogn. Fyrir þá sem velta þessu fyrir sér eru að líkindum einungis tvær ár á Íslandi sem eru algerlega sjálfbærar og laxinn sér alfarið og einn um að koma nýrri kynslóð í mölina. Það eru Laxá á Ásum og Haffjarðará. Hér erum við vitaskuld að tala um þessar þekktari ár. 

Þá er nú hægt að sjá veiði eftir landshlutum. Listinn sem birtist á heimasíðunni er hins vegar allar ár og landið allt. Sá listi sem verið hefur við líði undanfarin ár. Sporðaköst munu birta hann vikulega í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert