Bjóða til veiðiævintýris í janúar

A - húsin á Alphonse eru hin þægilegustu og rúmgóð. …
A - húsin á Alphonse eru hin þægilegustu og rúmgóð. Þarna verða líklega Íslendingar í janúar á nýju ári. Ljósmynd/Veiðihornið

Eitt af eftirsóttustu sjávarveiðisvæðum í heiminum eru Seychelleseyjar, þar sem meðal annars er kastað fyrir risavaxna GT eða Giant Trevally. Bandaríska veiðiferðaskrifstofan Fly Water travel bauð Óla og Maríu Veiðihornshjónum að taka að sér og leiða ferð á Alphonseyju sem er hluti af Seychelleseyjaklasanum. Þetta er ekki ódýr ferð og fá sæti í boði. Veitt er í viku á nýju ári, dagana 9. til 17. janúar. Óli segir verðið þó ekki skáka kostnaði við góða laxveiði á Íslandi þegar allt er talið.

Ævintýri í bígerð. Litirnir þarna eru svo magnaðir.
Ævintýri í bígerð. Litirnir þarna eru svo magnaðir. Ljósmynd/Veiðihornið

„Við þekkjum þetta svæði orðið vel og elskum það. Okkur þótti mjög vænt um þegar Fly Water Travel leituðu til okkar og þurftum ekki að hugsa okkur um. Við vorum klár. Það eru tíu stangir á Alphonse og við erum með fimm laus pláss,“ sagði Ólafur Vigfússon í samtali við Sporðaköst.

Hvernig hafa undirtektirnar verið?

„Við höfum fyrst og fremst fengið fyrirspurnir frá erlendum vinum okkar sem ætla að koma með en við viljum endilega fá sem flesta íslendinga í svona ævintýri.“

Það eru alls konar fiskar sem eru í boði við …
Það eru alls konar fiskar sem eru í boði við Alphonse. Stórir og litlir og litskrúðugir. Ljósmynd/Veiðihornið

Þið eruð að „hosta“ þessa ferð. Hvað felst í því?

„Jú, við höfum umsjón með fólkinu okkar sem veiðir með okkur, leiðbeinum því en erum þó ekki gædar í þeim skilningi. Við tökum á málum sem kunna að koma upp. 

Við sjálf höfum stundað „saltwater“ veiði á veturna í fjöldamörg ár. Ég segi stundum við vini mína, „Þegar þú ert að skafa bílrúðurnar í myrkrinu og skítakulda heima er ég einhversstaðar á stuttbuxunum að velta fyrir mér hvaða flugu ég eigi að setja næst undir.
Það er fjör að veiða stóra fiska.
Það er fjör að veiða stóra fiska. Ljósmynd/Veiðihornið
Þó við séum að undirbúa þessa ferð í janúar um þessar mundir erum við þó með hugann við næstu ferð okkar sem verður farin í október en þá ætlum við að heimsækja Pirarucu í Brasilíu að kasta fyrir stærsta ferskvatnsfisk sem tekur flugu. Á þeim slóðum er Arapaima en hann getur orðið allt að 200 kíló. Ég er að panta flugur fyrir þá ferð þessa dagana og æfa hnútana.“
En ertu alveg hættur að veiða hér heima?
Nei, síður en svo. Ég kýs samt fremur að hjálpa íslenskum veiðimönnum og miðla af minni reynslu og þekkingu á sumrin, þegar okkar vertíð stendur yfir en fara svo á vit ævintýranna þegar selsíusinn fellur hér heima. Satt best að segja elska ég að standa á búðargólfinu og miðla af minni reynslu og gefa góð ráð.“
Óli og María með þann stóra. GT er fiskur sem …
Óli og María með þann stóra. GT er fiskur sem marga veiðimenn dreymir um. Ljósmynd/Veiðihornið

Hversu sérstakt er að fara til Alphonse?
„Það er algert ævintýri og einstök upplifun. Bæði í veiði og svo öllu hinu. Við búum í A–húsum og ferðumst um eyjuna á reiðhjólum. Svæðið þar sem fólk kemur saman í morgun- og kvöldmat er ævintýralega fallegt. Þjónustan er frábær og maturinn, maður minn.
Á kvöldin er slakað á og rætt um ævintýri dagsins.
Á kvöldin er slakað á og rætt um ævintýri dagsins. Ljósmynd/Veiðihornið

Það er hægt að gera meira þarna heldur en „bara“ að veiða. T.a.m. er boðið upp á köfun, eða snorkl og ýmsar skoðunarferðir og fróðleik um þennan stað sem er stórmerkilegur fyrir dýralíf.“
Óli og María hafa veitt flesta fiska sem bjóðast á Alphonse en eiga þó enn eftir að bæta einhverjum í safnið.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert