Landssamband veiðifélaga hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra. Gunnar Örn Petersen hefur gengt því starfi síðastliðin fjögur ár og lætur af störfum í haust.
Aðspurður segir Gunnar að kominn sé tími fyrir nýjar áskoranir hjá sér eftir fjögur góð ár hjá Landssambandinu. Hann segist þó ekki farinn enda muni hann vera í starfi fram á haust. „Síðustu ár hafi verið mjög viðburðarrík í starfi sem er bæði fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Það sem þó stendur upp úr sé gott samstarf og góð kynni við félagsmenn, stjórn Landssambandsins og fólk úr fjölmörgum náttúruverndarsamtökum og fjölmiðlum. „Ég hef eignast marga nýja vini á þessum árum enda snýst starfið fyrst og fremst um samtal og samskipti við félagsmenn, stjórnvöld og alla þá sem láta sig verndun laxastofna varða,“ sagði Gunnar Örn Petersen í samtali við Sporðaköst.
Þó Gunnar sé að hverfa til annarra verkefna þá segir hann alveg ljóst að hann muni láta sig verndun laxastofna varða um ókomna tíð.
Auglýsing, þar sem leitað er eftirmanns Gunnars er birt á heimasíðu Landssambandsins, angling.is. Umsóknarfrestur er til 23. júní.
Um Landssamband veiðifélaga segir í auglýsingunni. Landssamband veiðifélaga er landssamtök allra veiðifélaga á Íslandi og starfar á grundvelli 5. mgr. 4. gr. laga um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006.
Landssamband veiðifélaga var stofnað árið 1958 og hlutverk þess er að gæta sameiginlegra hagsmuna veiðifélaga á Íslandi. Hlutverk þess er einnig að koma fram fyrir hönd þeirra gagnvart hinu opinbera, efla starfsemi veiðifélaga og auka samstarf þeirra, stuðla að bættri stjórn veiðimála og auka þekkingu á málefnum veiðifélaga.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
100 cm | Miðsvæðið Laxá í Aðaldal | Helgi Jóhannesson | 15. júlí 15.7. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 7. júlí 7.7. |
103 cm | Miðfjarðará | Eduardo | 2. júlí 2.7. |
100 cm | Sandá í Þistilfirði | Eiður Pétursson | 24. júní 24.6. |
Veiðiárið 2024: | |||
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |