Það var enginn annar en Tóti tönn, gamli meistarinn sem landaði fyrsta laxinum úr Kjarrá í morgun þegar hún opnaði. Þórarinn Sigþórsson var mættur á slaginu klukkan átta að ánni og kastaði fyrstur á sínu svæði. Mjög fljótlega setti Tóti í lax og var honum landaði klukkan 8:10.
Það var 80 sentímetra hrygna sem Tóti landaði og spegilbjört eins og myndin ber með sér.
Tóti er einn ötulasti veiðimaður í Kjarrá áratugum saman og fáir þekkja hana jafn vel. Við höfum ekki fengið fréttir af hvernig morguninn gekk að öðru leiti þar efra enda símasamband af skornum skammti við Kjarrá. En við flytjum ykkur frekari fréttir af gengi í opnuninni þegar þær berast.
Sama á við um Miðfjarðará og Laxá í Kjós en þar byrjuðu menn að veiða í morgun.
Laxinn sem Tóti fékk gerir það að verkum að tannlæknirinn sem hið alþjóðlega veiðisamfélag þekkir, sem The dentist, er að nálgast 22 þúsund laxa á ferlinum. Tóti er 87 ára og ekki margir á hans aldri sem geta veitt Kjarrá sem er á köflum mikill gangur og klifur upp brattar brekkur. En það er við hæfi að gamli meistarinn opnaði Kjarrá enn eina ferðina.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
103 cm | Miðfjarðará | Eduardo | 2. júlí 2.7. |
100 cm | Sandá í Þistilfirði | Eiður Pétursson | 24. júní 24.6. |
Veiðiárið 2024: | |||
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |