Miðfjarðará gaf þrjá en Kjósin bíður

Rafn með lax úr Spenastreng sem kom eftir hádegi. Honum …
Rafn með lax úr Spenastreng sem kom eftir hádegi. Honum til halds og trausts er Stefán Ákason. Fyrsta laxinum var hins vegar landað í Kambsfossi og var það Valgarður Ragnarsson sem fékk hann. Ljósmynd/Jóhann Birgisson

Þrír fyrstu laxarnir í Miðfjarðará komu á land eftir hádegi. Einn í Kambsfossi og tveir veiddust í Spenastreng í Austurá. „Þeir koma,“ sagði Rafn Valur Alfreðsson leigutaki í samtali við Sporðaköst, eftir morgunvaktina og var alveg rólegur. Og þeir komu.

Rafn veiddi sjálfur annan af löxunum sem veiddust í Spenastreng. Hinn laxinn fékk Hilmir Víglundsson og Valgarður Ragnarsson landaði laxi í Kambsfossi. Laxinn var á hreyfingu og sást fjölga fiskum til dæmis undir Kambsfossi. 

Hilmir Víglundsson með nýrenning úr Spenastreng. Alls komu þrír laxar …
Hilmir Víglundsson með nýrenning úr Spenastreng. Alls komu þrír laxar úr Miðfjarðará á opnunardegi. Ljósmynd/Rafn Alfreðsson

Sama var uppi á teningnum í Kjarrá. Tveimur löxum var landað þar seinnipartinn, þannig að opnunardagurinn gaf samtals sjö laxa. Sett var í laxa á öllum svæðum nema því efsta. Veiðimenn sem voru á neðsta svæði árinnar urði varir við mikið líf. Aðstæður voru með þeim hætti að það var glampandi sól og hæg norðanátt. Þegar klukkan var að nálgast sjö í kvöld mældist hitastig Kjarrár sextán gráður. Það kólnaði hratt þegar leið á kvöld og þá var veiðinni sjálfhætt. En góður dagur, að mati Ingólfs Ásgeirssonar.

Í Laxá í Kjós var óbreytt staða fram eftir kvöldi. Stífur vindur úr vestri og ekki náðist fyrsti laxinn. „Það kemur á morgun,“ sagði Haraldur Eiríksson, leigutaki í lok dags.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert