Flugurnar verða að vera sexí og fallegar

Vigdís, Gunnar Bender og Marteinn útgáfustjóri fletta nýja eintakinu. Sportveiðiblaðið …
Vigdís, Gunnar Bender og Marteinn útgáfustjóri fletta nýja eintakinu. Sportveiðiblaðið orðið 43 ára. Ljósmynd/Sportveiðiblaðið

Hann Dagur Árni Guðmundsson er sérvitringur þegar kemur að veiði. Orðið sérvitringur er ekki sett fram hér í neikvæðri merkingu. Hann veiðir mest í Kaliforníu og vissulega líka á Íslandi. Hann tekur í dag Kaliforníu fram yfir Ísland þegar kemur að stangveiði. Dagur Árni er í hressilegu viðtali í nýju Sportveiðiblaði sem komið er út. Hann er ekkert að skafa af hlutunum og tekur til að mynda vorsjóbirtingsveiðina til bæna.

Viðtalið er hið skemmtilegasta enda Dagur Árni með einstaka sýn og langt í frá að vera einhvers konar klisjuveiðimaður. Hafsteinn Már Sigurðsson tekur viðtalið. Fáum eitt lítið dæmi: „Ég hef verið að hnýta svo lengi, meira að segja áður en ég byrjaði að veiða sex ára gamall, segir Dagur og hlær. Fyrir mér fylgir frelsi hnýtingunum og auðvitað miklar pælingar. Mér finnst flugurnar verða að vera sexí, fallegar og hafa einhverja tengingu við náttúruna. Ég nenni ekki að hnýta mýpúpu úr rauðu vínil ribbi þó að það virki alveg.“

Sportveiðiblaðið sem nú er komið út er fyrsta tölublað 43. árgangs. Þau eru ekki mörg tímaritin sem hafa lifað svo lengi í samfelldri útgáfu og harðandi samkeppni við samfélagsmiðla og í margháttaða afþreyingu sem í boði er.

Blaðið núna er fjölbreytt að vanda og er fjallað bæði um stang– og skotveiði. Gunnar Bender, ritstjóri og Marteinn Jónasson, útgáfustjóri ásamt Vigdísi Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra voru sátt með útkomuna þegar þau flettu fyrstu eintökunum. Útlit blaðsins hefur tekið miklum breytinum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert