Besta í 10 ár en margir áttu von á meiru

Gími, leiðsögumaður í Kjarrá í 43 ár og í dag …
Gími, leiðsögumaður í Kjarrá í 43 ár og í dag yfirleiðsögumaður á fjallinu. Hann fékk síðasta laxinn í opnuninni og fór vel á því. Hér er hann í Hornhyl. Ljósmynd/Ingólfur Ásgeirsson

Opnun í Kjarrá lauk á hádegi í dag og stóð í þrjá og hálfan dag. Samtals veiddust 28 laxar og er það besta opnun síðan 2016, eins í Þverá. Bjartsýnustu menn áttu von á enn stærri opnun en 28 laxar er eitthvað sem allir eru í skýjunum með, að sögn Ingólfs Ásgeirssonar leigutaka.

Veiðin var jöfn flesta daga nema hvað aðeins einn fiskur veiddist í morgun, á síðustu vakt. Síðasta laxinn í opnuninni fékk Gími yfirleiðsögumaður, eða Hallgrímur Gunnarsson. Gími er lifandi goðsögn á fjallinu og hefur verið leiðsögumaður og yfirleiðsögumaður í 43 ár í Kjarrá. Hann og Ingólfur Ásgeirsson deildu stöng í opnuninni. Í morgun var för heitið í Runka þar sem sáust laxar í gær. Þar var engin stemming þannig að Gími taldi rétt að kíkja i Hornhyl. Hann kíkti í fluguboxið hjá Ingólfi og valdi flugu sem gaf vel um 1990 í Kjarrá. Fór hún vel við gömlu Sage stöngina og Hardy Marquis klassíska fluguhjólið.

Það elta ekki allir tískubylgjur. Þetta eru græjurnar hjá Gíma.
Það elta ekki allir tískubylgjur. Þetta eru græjurnar hjá Gíma. Ljósmynd/Ingólfur Ásgeirsson

 „Það sem virkaði vel hérna áður fyrr gerir það enn í dag,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson í samtali við Sporðaköst. Það var ekki að spyrja að því að Gími setti í hann og landaði 28. laxinum. Fór vel á því að yfirleiðsögumaðurinn setti punktinn aftan við i–ið.

Yfirleiðsögumaðurinn einbeittur fyrir allan peninginn. Þessi kom á land að …
Yfirleiðsögumaðurinn einbeittur fyrir allan peninginn. Þessi kom á land að lokum. Ljósmynd/Ingólfur Ásgeirsson

Ingólfur segist bjartsýnn á framhaldið og ævintýri á fjallinu. Það kemur í ljós á næstu vikum hvernig smálaxinum reiðir af. Nú styttist í hann í Borgarfirðinum og það er hann sem heldur uppi tölunum. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert