Opnun í Kjarrá lauk á hádegi í dag og stóð í þrjá og hálfan dag. Samtals veiddust 28 laxar og er það besta opnun síðan 2016, eins í Þverá. Bjartsýnustu menn áttu von á enn stærri opnun en 28 laxar er eitthvað sem allir eru í skýjunum með, að sögn Ingólfs Ásgeirssonar leigutaka.
Veiðin var jöfn flesta daga nema hvað aðeins einn fiskur veiddist í morgun, á síðustu vakt. Síðasta laxinn í opnuninni fékk Gími yfirleiðsögumaður, eða Hallgrímur Gunnarsson. Gími er lifandi goðsögn á fjallinu og hefur verið leiðsögumaður og yfirleiðsögumaður í 43 ár í Kjarrá. Hann og Ingólfur Ásgeirsson deildu stöng í opnuninni. Í morgun var för heitið í Runka þar sem sáust laxar í gær. Þar var engin stemming þannig að Gími taldi rétt að kíkja i Hornhyl. Hann kíkti í fluguboxið hjá Ingólfi og valdi flugu sem gaf vel um 1990 í Kjarrá. Fór hún vel við gömlu Sage stöngina og Hardy Marquis klassíska fluguhjólið.
„Það sem virkaði vel hérna áður fyrr gerir það enn í dag,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson í samtali við Sporðaköst. Það var ekki að spyrja að því að Gími setti í hann og landaði 28. laxinum. Fór vel á því að yfirleiðsögumaðurinn setti punktinn aftan við i–ið.
Ingólfur segist bjartsýnn á framhaldið og ævintýri á fjallinu. Það kemur í ljós á næstu vikum hvernig smálaxinum reiðir af. Nú styttist í hann í Borgarfirðinum og það er hann sem heldur uppi tölunum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
103 cm | Miðfjarðará | Eduardo | 2. júlí 2.7. |
100 cm | Sandá í Þistilfirði | Eiður Pétursson | 24. júní 24.6. |
Veiðiárið 2024: | |||
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |