Með hófstillta von í brjósti byrjuðu veiðimenn snemma í morgun í opnun Víðidalsár. Frétt Sporðakasta um möguleg rauð flögg á lofti í laxveiðinni fór illa ofan í menn með eggjum og beikoni. Það átti eftir að breytast fljótt og örugglega. Skemmst er frá því að segja að laxar veiddust á öllum svæði árinnar. Fyrsta laxinn fékk Rögnvaldur Guðmundsson klukkan 8:04 í Neðri Ármótum. Reyndist þar á ferð 86 sentímetra Víðidalsárhrygna. Spegilbjört og fögur. Stuttu síðar var sett í landað fiski í Kerinu í Fitjá. Annar fylgdi svo í kjölfarið. Á neðsta svæðinu fékkst einn lax í Faxabakka og sá fimmti kom á land á svæði tvö í veiðistaðnum Galtanesi. Samtals fimm laxar á fyrstu vaktinni. Engin rauð flögg í Víðidal.
Tvennt kom mönnum sérstaklega á óvart á neðsta svæðinu. Sjóbleikjan er mætt í miklu magni. „Það er bara ekki hægt að veiða Dalsárósinn fyrir bleikju,“ sagði veiðimaður í samtali við Sporðaköst um leið og hann losaði úr þeirri níundu. Allt voru þetta tveggja til þriggja punda bleikjur og gullfallegar.
Loks urðu menn varir við laxa að ganga og kíktu þeir upp úr á brotunum og köfuðu þess á milli. Aðstæður eru mjög góðar í Víðidal. Milt veður og dropar. Áin hækkaði nokkuð í morgun og það verða spenntir veiðimenn sem fara út eftir hádegi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
103 cm | Miðfjarðará | Eduardo | 2. júlí 2.7. |
100 cm | Sandá í Þistilfirði | Eiður Pétursson | 24. júní 24.6. |
Veiðiárið 2024: | |||
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |