Fimm laxar í opnun á Iðu - öllum sleppt

Gunnar Pétursson með einn af fyrstu löxum sumarsins úr Hvítá …
Gunnar Pétursson með einn af fyrstu löxum sumarsins úr Hvítá við Iðu. Ljósmynd/Dolli

Fimm löxum var landað á Iðu í opnun í morgun. Allir fiskarnir voru gerðarlegir tveggja ára laxar á bilinu 80 til 87 sentímetrar. Einn af þeim sem var að veiða var Gunnar Pétursson kenndur við gamla vinnustaðinn sem var slökkviliðið. „Þetta var frábær morgun. Auðvitað aðeins ónæði og kallað var á lögregluna. Hún tók niður nöfnin okkar og ræddi við Finn Harðarson og vísaði honum svo í burtu og hann fór. Annars var þetta góður morgun og við sáttir við veiðina.

Fjölmargir úr hópi Iðuliða hefur haft samband við Sporðaköst vegna fréttar af málinu í morgun og gert athugasemdir við frétt Sporðakasta þar sem vitnað er í samning frá 1978 sem stjórn Stóru–Laxárdeildar gerði við Iðubændur. Þeim samningi var sagt upp í vetur og hafa margir athugasemdir við að stangveiðiréttur á Iðu byggi á þeim samningi. Það er að þeirra sögn ekki rétt. Er því hér með komið til skila.

Laxinn kvaddur eftir sleppingu. Væntanlega fer hann áfram þegar vatn …
Laxinn kvaddur eftir sleppingu. Væntanlega fer hann áfram þegar vatn eykst í Stóru-Laxá. Nú eða dvelur áfram í Hvítá. Ljósmynd/Dolli

Oddfríður Helgadóttir er einn þeirra Iðuliða sem Sporðaköst ræddu við í dag. Hún segist langþreytt á því ónæði sem þau hafa orðið fyrir af hálfu Finns Harðarsonar, leigutaka Stóru–Laxár. „Við höfum læst þessum vegi til að vernda bústaðina okkar og koma í veg fyrir að fólk sem á ekki erindi um þetta svæði geti komist að húsunum okkar. Þetta er paradísin okkar og ég hef nánast alist hérna upp. Mér finnst þetta nánast jafngilda innbroti, hvernig búið er að skera á lása hérna vikum saman. Það hefur ekkert með veiðirétt að gera. Þetta er búið að ganga á hér löngu fyrir að veiðitími hófst,“ sagði Oddfríður í samtali við Sporðaköst.

Deilurnar um Iðusvæðið og ós Stóru–Laxár við Hvítá hafa staðið árum saman. Nýtt ósamat er vinnslu og þá mun liggja kvitt og klárt fyrir hver veiðimörkin eru. Þar til má búast við væringum á svæðinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert