Maríulax borgarstjóra – „Ógleymanlegt“

Heiða Björg borgarstjóri með maríulaxinn sem hún fékk í Hundasteinum …
Heiða Björg borgarstjóri með maríulaxinn sem hún fékk í Hundasteinum í gær. Hvað er meira viðeigandi en að borgarstjórinn fá sinn fyrsta lax í Elliðaánum? Ljósmynd/SVFR

Borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir landaði maríulaxinum sínum við opnun Elliðaá í gær. Það tók nokkurn tíma að ná að landa laxi, en eins og allir veiðimenn vita er þolinmæði við veiðiskap, dyggð.

„Þetta var meiriháttar upplifun. Magnað að geta staðið út í miðri á í miðri borg og horfið inn í allt annan heim,“ upplýsti Heiða Björg í samtali við Sporðaköst. Hún hélt áfram,

„Bara það eitt og sér var frábært en auðvitað enn meiri spenningur þegar beit á. Og það gerðist þó nokkru sinnum. En toppurinn var auðvitað að ná Maríulaxinum í háfinn. Sú stund verður ógleymanleg,“ sagði Heiða Björg. Þeir sem veitt hafa sinn fyrsta lax, sem kallast maríulax þekkja þessa tilfinningu sem borgarstjóri er að lýsa. Oftar en ekki kveikir þetta mikinn áhuga á veiðiskap hjá viðkomandi. Heiða Björg brosti fallegu brosi þegar hún var spurð hvort hún væri komin með delluna. Sjálfsagt þarf hún að melta þetta aðeins.

Ógleymaleg stund, sagði Heiða Björg. Spennandi tímar eru framundan í …
Ógleymaleg stund, sagði Heiða Björg. Spennandi tímar eru framundan í Elliðaánum. Ljósmynd/SVFR

Tveir laxar veiddust á opnunardegi í borgarperlunni í gær og komu þeir báðir úr veiðistaðnum Hundasteinum. Heiða Björg fékk sinn lax einmitt í þeim stað. Þriðji laxinn sem veiðist í ánni kom á land í morgun og enn voru Hundasteinar vettvangurinn.

Spennandi laxar hafa sést ganga inn í teljarann og nú síðast í morgun mátti sjá myndband af 94 sentímetra laxi sem mætti í Elliðaárnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert