Fiskar Bjarna synda til hægri

Feðgarnir í nýju lopapeysunum. Bjarni Benediktsson og Benedikt Bjarnason. Handverkskonan …
Feðgarnir í nýju lopapeysunum. Bjarni Benediktsson og Benedikt Bjarnason. Handverkskonan Esther Guðjónsdóttir er á milli þeirra. Þeir hafa mokveitt í nýju peysunum segir Esther. Ljósmynd/Esther Guðjónsdóttir

Stóra–Laxá í Hreppum var opnuð af einvalaliði í gær. Fremstur í flokki fór fyrrum forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson. Bjarni tók við sérprjónaðri peysu áður en haldið var til veiða. Hann og sonur hans Benedikt tóku þá við glæsilegum lopapeysum með laxamynstri sem Esther Guðjónsdóttir handverkskona og formaður Veiðifélags Stóru–Laxár hafði prjónað. „Fiskarnir á peysunum þeirra synda til hægri. Nei það er ekki tilviljun,“ hló Esther þegar Sporðaköst náðu tali af henni þar sem hún er að veiða urriða í Laxárdal fyrir norðan.

Svona byrjaði svo dagur tvö. Fallegur lax og ljóst að …
Svona byrjaði svo dagur tvö. Fallegur lax og ljóst að Bjarni mun alltaf vera í þessari peysu, þar sem fiskarnir synda til hægri, við veiðar. Ljósmynd/Atli Finnsson

„Hann er að mokveiða í nýju peysunni. Þeir byrjuðu klukkan fjögur í gær og hann setti í fyrsta laxinn fimm mínútum síðar á Hólmabreiðu og landaði honum. Það var 78 sentímetra hrygna og henni var landað tíu mínútum síðar,“ upplýsti Esther. Hún segir að þeir feðgar hafi verið í bullandi aksjón og veit hún til þess að þeir settu í þrjá fiska fljótlega á eftir að þeim fyrsta var landað.

Bjarni Benediktsson með fyrsta laxinn úr Stóru-Laxá sumarið 2025. Fiskapeysan …
Bjarni Benediktsson með fyrsta laxinn úr Stóru-Laxá sumarið 2025. Fiskapeysan sannaði sig strax. Þessi lax veiddist á Hólmabreiðu. Ljósmynd/Atli Finnsson

Samkvæmt því sem Sporðaköst komast næst var átta fiskum landað á opnunarvaktinni í Stóru–Laxá í gær. Allir voru þeir í efra, eða það sem kallað var svæði fjögur áður en svæðaskiptingu var breytt í efra og neðra svæði.

Áfram var stuð á þeim feðgum í morgun og landaði Bjarni Benediktsson 80 sentímetra hrygnu og áfram í nýju lopapeysunni. Það má alveg heyra að Esther er stolt af nýju peysunum. „Margir hafa verið að biðja um uppskrift að peysunum og hvort hægt sé að fá eins peysur. En svarið við því er nei. Þessar peysur eru einstakar og ég mun ekki prjóna fleiri svona peysur. En ég er alltaf að prjóna fiskapeysur og þær verða bara aðeins öðruvísi.“

Þeir feðgar eru komnir með fjóra laxa, en samtals er hollið komið þrettán. Átta í gær og fimm á land í dag. Slatti misstur. „Við erum báðir búnir að ná tveimur. Ég hef reyndar misst fleiri en hann,“ svaraði Benedikt Bjarnason spurningunni; Er kallinn að kafveiða þig?

Er hann ekki feginn að vera hættur í pólitíkinni?

„Jú. Guð minn góður,“ hló Benedikt.

Það hefur sem sagt gengið vel á efra svæðinu í Stóru-Laxá en það sama verður ekki sagt um neðra svæðið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert