Veiðitölur fyrir síðustu viku eru ekki upp á marga fiska, í orðsins fyllstu merkingu. Byrjunin á laxveiði á Íslandi, sem átti að vera svo góð er mjög róleg. Allar árnar á topp tíu listanum eru með lélegri veiði en á sama tíma í fyrra. Hér að neðan er listi yfir tíu aflahæstu árnar. Í fyrsta dálki má sjá heildarveiðina miðað við kvöld, þann 25. júní. Miðju dálkurinn segir til um vikuveiðina. Loks innan sviga er hver talan var á sama tíma í fyrra.
Tölurnar sem hér er vitnað til eru frá Landssambandi veiðifélaga sem heldur úti síðunni angling.is. Nú hefur LV tekið upp það nýmæli að sérstakur listi er birtur fyrir það sem þeir kalla gönguleiðasleppingar annars vegar og hins vegar listi fyrir villtan lax.
Sporðaköst birta einn heildarlista og merkja þær ár með stjörnu sem teljast hafbeitarár.
Urriðafoss 322 54 (410)
Þverá/Kjarrá 117 37 (171)
Norðurá 85 16 (267)
Ytri-Rangá* 37 37 (48)
Miðfjarðará 34 17 (58)
Haffjarðará 32 32 (49)
Eystri-Rangá* 29 29 (52)
Skjálfandafljót 28 21 (-)
Selá í Vopnafirði 25 25 (12)
Stóra-Laxá 21 21 (58)
Nú eru þessar tölur á frumstigi og veiuðitímabilið rétt komið af stað. Þegar bætist í púkkið og raunsannari mynd teiknast upp lengjast þessir listar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
103 cm | Miðfjarðará | Eduardo | 2. júlí 2.7. |
100 cm | Sandá í Þistilfirði | Eiður Pétursson | 24. júní 24.6. |
Veiðiárið 2024: | |||
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |