Hnúðlaxinn mættur og virðist vel haldinn

Fyrsti hnúðlaxinn veiddist í morgun í Laxá í Dölum. Ekki …
Fyrsti hnúðlaxinn veiddist í morgun í Laxá í Dölum. Ekki var hægt að fá staðgöngufyrirsætu þannig að þessi mynd er af ritstjóranum sem varð fyrir því láni að landa þeim fyrsta. Ljósmynd/Sporðaköst

Fyrsti hnúðlax sumarsins veiddist í morgun í Laxá í Dölum. Ritstjóri Sporðakasta varð fyrir því láni að setja í hnúðlaxinn í Matarpolli og var honum landað eftir snarpa baráttu. 2025 er hnúðlaxaár eins og vitað hefur verið.

Það er ekki markmið mbl.is eða Sporðakasta að blaðamenn séu fréttaefni en í þessu tilviki er ekki hjá því komist þar sem undirritaður fékk laxinn. Þeir sem voru með í för harðneituðu að halda á fiskinum, því fór sem fór.

Þetta er mjög snemmt fyrir hnúðlax, að hann veiðist í júní. Vissulega hafa borist fréttir af því að hnúðlaxinn er farinn að ganga í ár í Noregi, í nyrstu árnar. Hnúðlax gengur á oddatöluári eins og núna og hafa menn búið sig undir að von sé á honum. Aukning hefur verið í göngu hnúðlaxa í íslenskar ár þennan áratuginn og staðfest er að hann hrygnir orðið hér í fjölmörgum ám.

Alltaf að vanda myndatökur af löxum. Þessi lax fer til …
Alltaf að vanda myndatökur af löxum. Þessi lax fer til Hafrannsóknastofnunar til rannsóknar. Ljósmynd/Sporðaköst

Laxá í Dölum er í dag í þeirri stöðu að jafn margir hnúðlaxar og Atlantshafslaxar hafa veiðst. Einn af hvorri tegund. Töluvert er af fiski í Sjávarfljóti en hann er hikandi við að leggja í ferskvatnið.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kasta fyrir hnúðlax þá bar þessi veiði til með þeim hætti að hálftommu Collie dog áltúba hreif hann. Flugan var á dauðareki þegar hinn íturvaxni hængur réðst á hana. Var laxinum landað og hann drepinn og hann verður færður Hafrannsóknastofnun til rannsóknar. Stofnunin hefur hvatt veiðimenn til að greina frá þessum afla og skrá hnúðlaxa skilmerkilega. Þá vill Hafró fá slík eintök til rannsókna. Hjá mörgum hefur það verið feimnismál að veiða hnúðlax, en hér er tónninn gefinn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert