Síðustu árnar fá sína fyrstu gesti

Íslenskt sumar líkast til í hnotskurn. Lopahúfa og sólgleraugu. Gulli …
Íslenskt sumar líkast til í hnotskurn. Lopahúfa og sólgleraugu. Gulli með 87 sentímetra hæng úr Dælishyl í Sæmundará og þann fyrsta 2025. Ekki nýr fiskur og nokkuð síðan að þessi mætti. Ljósmynd/Angus Sloss

Síðustu veiðiárnar eru að opna þessa dagana. Sæmundará í Skagafirði fékk sína fyrstu gesti um helgina og lönduðu þeir tveimur löxum. Norðanáttin var í hressilegu aukahlutverki en í opnun laxveiðiár láta menn ekki slíka hluti á sig fá.

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, yngri fékk fyrsta laxinn á fluguna sína Halla. Gulli eins og hann er kallaður hannaði og hnýtir Halla. Þetta var í Dælishyl og sýndi laxinn sig allur þegar hann brást við flugunni. Eins og sjá má á myndinni af Gulla er þessi lax ekki glænýr og eins og í svo mörgum ám virðist hafa ganga seint í maímánuði. Laxinn mældist 87 sentímetrar. Félagi Gulla, Angus Sloss reyndi líka fyrir sér og komst hann á blað í Auðnahyl, þegar nýgenginn 75 sentímetra lax tók hjá honum fluguna Collie dog. Stutt stopp hjá þeim félögum en ákaflega árangursríkt.

Angus með einn glænýjan. Þessi mældist 75 sentímetrar og nýkominn …
Angus með einn glænýjan. Þessi mældist 75 sentímetrar og nýkominn úr sjó. Ljósmynd/GSG

Svalbarðsá í Þistilfirði er líka opin. Opnunarhollið þar landaði fimm löxum, þar af þremur fyrsta daginn í þeim virðulega veiðistað Forsetanum. Ekki síður öflugir veiðimenn tóku við af opnunarhollinu og voru þar fremstir í flokki Hilmar Hansson og Óskar Páll Sveinsson. Sá síðarnefndi var búinn að landa fallegum nýrenningi síðast þegar fréttist af stöðu mála í holli tvö. „Við lönduðum einum og misstum fjóra. Mjög grannar tökur í þessum kulda og roki,“ sagði Hilmar Hansson í samtali við Sporðaköst nú í kvöld.

Ekki láta sumarlitina á bak við Óskar Pál blekkja ykkur. …
Ekki láta sumarlitina á bak við Óskar Pál blekkja ykkur. Það var skítakuldi á þeim félögum í norðanáttinni. Laxinn er einn af fimm sem þeir settu í, en sá eini sem landaðist. Ljósmynd/Óskar Páll

Þá má segja að allar þekktustu laxveiðiárnar séu komnar í gang. Örfáar byrja ekki fyrr en aðeins er liðið á júlí, en þær ár eru teljandi á fingrum annarrar handar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert