Bölvað hark en vonin enn til staðar

Halldór Sigurðsson fékk þennan fallega 2ja ára lax í Víðidalsá …
Halldór Sigurðsson fékk þennan fallega 2ja ára lax í Víðidalsá fyrir skemmstu. Þeir stórlaxar sem eru mættir eru fallegir en mættu vera fleiri. Ljósmynd/SH

Þær eru ekki stórkostlegar veiðitölurnar í laxveiðinni fyrir síðustu viku. Eins og einn viðmælandi Sporðakasta orðaði það svo ágætlega, „Þetta er bölvað hark en við höldum enn fast í vonina um að hann sé bara seinni en oft áður. 

Það er ýmislegt sem vekur athygli í nýjum vikutölum sem miðast við lok dags í gær. Í listanum hér að neðan má sjá heildarveiðina og í mið dálknum er vikuveiði á viðkomandi veiðisvæði. Í síðasta dálkinum, í sviga er svo að finna tölu yfir hvernig staðan var á sama tíma í fyrra. Það er samanburður sem er ekki hagstæður mörgum ám, að þessu sinni. Þó má sjá að árnar fyrir austan, Selá í Vopnafirði og Jökla eru töluvert yfir veiðinni í fyrra. Hofsá er líka skammt undan.

Annað sem við tökum eftir er að nokkur af stóru nöfnunum komast ekki á listann, sem að þessu sinni miðar við ár sem gefið hafa tuttugu laxa eða fleiri. Þarna söknum við stórra nafna á borð við Laxá á Ásum, Laxá í Kjós og Laxá í Dölum.

Það sem blasir líka við er döpur veiði á vestanverðu landinu. Margar ár þar eru ekki hálfdrættingar í samanburði við sumarið 2024. Áberandi besta vikuveiðin var í Þverá/Kjarrá eða 94 laxar. Næst kemur Urriðafoss með 83 laxa. Aðrir vikutölur voru lægri og flestar miklu lægri.

Tölurnar sem hér er vitnað til eru frá Landssambandi veiðifélaga sem heldur úti síðunni angling.is. Nú hefur LV tekið upp það nýmæli að sérstakur listi er birtur fyrir það sem þeir kalla gönguleiðasleppingar annars vegar og hins vegar listi fyrir villtan lax.

Sporðaköst birta einn heildarlista og merkja þær ár með stjörnu sem teljast hafbeitarár.

Urriðafoss            405           83         (491)

Þverá/​​Kjar­rá        211           94         (339)       

Norðurá               139           54         (451)

Ytri-Rangá*          102           65         (133)

Selá í Vopnafirði    72            47          (48)

Haffjarðará           67           35          (126)

Eystri-Rangá*       60           31          (104)

Miðfjarðará           58           24          (123)

Jökla                    52           37           (30)

Brennan                51           19          (89) 

Skjálfandafljót       51           23            (-)

Elliðaár                 36           19          (104)

Straumar              34           21           (42)

Hofsá í Vopnaf.     30            25           (35)          

Víðidalsá              28            15           (41)

Langá á Mýrum     27            13          (107)

Vatnsdalsá            26            (-)           (48)

Grímsá                 22            13           (96)

Stóra Laxá            21            21          (103)**

Laxá í Aðaldal       20             9            (37)                       

** Vantar uppfærðar tölur á angling.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Miðfjarðará Eduardo 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistilfirði Eiður Pétursson 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert