Treystir ekki Hafró, Fiskistofu og MAST

Þetta trýni á smálaxinum sem var háfaður í laxastiganum í …
Þetta trýni á smálaxinum sem var háfaður í laxastiganum í Blöndu fyrr í dag, bendir til að hann sé strokulax. Ljósmynd/Guðmundur Haukur

Fyrr í dag var háfaður mjög líklegur strokulax úr sjókví í laxastiganum í Blöndu. Laxinn ber hefðbundin einkenni þeirra laxa sem ættaðir eru úr slíku umhverfi. Það eru nokkur atriði sem í þessu samhengi vekja verðskuldaða athygli. Laxinn er ekki nema 65 sentímetrar og er mun minni fiskur en flestir þeir sem hafa verið að veiðast og verið greindir sem strokulaxar.

Laxar af þessari stærð hafa sést í haust og hefur komið fram áður kenning um að um tvö óskyld strok sé að ræða. Það var Guðmundur Haukur Jakobsson sem háfaði laxinn, eins og svo marga áður. „Nei. Þessi lax verður ekki sendur til Hafrannsóknastofnunar til rannsóknar. Þar á bæ er manni sagt að þeim sé ekki heimilt að veita okkur upplýsingar lengur, eru það eðlileg vinnubrögð að við fáum ekki skýrslu eða niðurstöður rannsóknar af fiskum sem við sendum.“ svaraði Guðmundur Haukur, spurður hvort þessi lax færi til Hafró.

En hver bannar upplýsingagjöf?

„Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því.“

Heyra má á Guðmundi Hauki, sem er varaformaður Veiðifélags Blöndu og Svartár að menn undrast viðbrögð þeirra opinberu stofnana sem höndla þessi mál. Hann spyr: „Hvar er fræðslan? Hvar er upplýsingaflæðið. Af hverju er ekki búið að setja saman gagnagrunn og upplýsa þá sem í þessu standa – sem og veiðimenn. Hvað er áætlað að mikið af fiski hafi strokið ? Hvað voru fiskar stórir sem tengjast stroki? Getur verið að það henti ekki að láta vita hversu mikið slapp, eða vita menn það hreinlega ekki? Mér skilst að þessar þrjár stofnanir, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og MAST fundi reglulega um þessi mál en það hafa engin ítarlegri tilmæli eða erindi borist til veiðifélaganna svo mér sé kunnugt um það. Á ekki náttúran að njóta vafans? Mér sýnist í þessu máli að það sé alltaf tekin málstaður þeirra stóru. Daníel Jakobsson mætti í prinsessu viðtal hjá Stefáni Einari í Spursmálum og sagði að við vissum ekkert hvað við værum að gera. Þegar engar upplýsingar eru gefnar út þá gefur það eldisfyrirtækjunum áframhaldandi tækifæri til að hæðast að okkur. Af hverju þessi þöggun í þessum málum?“

Dæmigerður bakuggi á laxi sem dvalið hefur í sjókví. Þessi …
Dæmigerður bakuggi á laxi sem dvalið hefur í sjókví. Þessi lax verður ekki sendur til Hafrannsóknastofnunar. Laxinn mældist 65 sentímetrar og er mun minni en flestir þeir eldislaxar sem veiðst hafa í haust. Ljósmynd/Guðmundur Haukur

En það er alvarlegt ef þið treystið ekki þessum stofnunum sem fara með þessi mál.

„Við heyrum ekkert og höfum ekki fengið greitt fyrir þá ómældu vinnu sem lagt var í haustið 2023 og líka núna í haust. Í ljósi alls þessa er eitthvað skrítið að menn eigi erfitt með treysta þessum aðilum, spyr ég á móti. Ég lagði í mikla vinnu og var í miklum samskiptum við ráðuneytið líka og ráðuneytið segist ekki sjá neitt athugavert við þau vinnubrögð sem eru viðhöfð,“ upplýsir Guðmundur Haukur.

Eldislegur lax í Ytri Rangá

Strokulaxar hafa ekki sést í nokkurn tíma, enda búið að loka öllum náttúrulegum laxveiðiám. Um leið og það gerist hverfa veiðimennirnir og þá er minna fylgst með. Það er hins vegar þekkt staðreynd að eldislaxar ganga síðar en villtir laxar og hegða sér oft öðruvísi. Þannig veiddist 97 sentímetra lax í Ytri Rangá um helgina sem ber öll hefðbundin einkenni strokulaxa. Hlutfallslega lítill haus. Nánast ekkert eftir af bakugganum. Sporðurinn ótrúlega lítill og í framhaldi af þessu hafa umsjónarmenn Ytri Rangár beint því til veiðimanna að vera á varðbergi og fylgjast með þessum einkennum. Laxinn var sendur til Hafrannsóknastofnunar til greiningar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Hrútafjarðará Jón Tómas Rúnarsson 23. september 23.9.
102 cm Ytri Rangá Skjöldur Pálmason 21. september 21.9.
100 cm Miðá í Dölum Eyrún Ýr Guðmundsdóttir 21. september 21.9.
100 cm Grímsá Jón Jónsson 18. september 18.9.
101 cm Miðsvæðið Laxá í Aðaldal Helgi Jóhannesson 17. september 17.9.
105 cm Hofsá Sveinn Blöndal 15. september 15.9.
106 cm Laxá í Aðaldal Sigvaldi A. Lárusson 14. september 14.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert