Félagið Fish Partner sem leigir ýmis veiðisvæði hefur greint frá því að félagið hafi tekið við rekstri á ION urriðasvæðinu í Þingvallavatni. Svæðið er eitt þekktasta urriðasvæði á Íslandi og jafnvel í heiminum.
„Um er að ræða samstarfsverkefni á milli ION Fishing og Fish Partner þar sem við sjáum um söluna,“ sagði Kristján Páll Rafnsson sem er aðalsprautan í Fish Partner.
Í tilkynningu frá Fish Partner segir að nú ráði félagið yfir mörgum af helstu svæðum Þingvallavatns og tilgreina þar Kárastaði, Villingavatnsárós, Villingavatn og Kaldárhöfða. Jafnframt er áhugasömum bent á að nú verði boðið upp á að veiða ION svæðið í skiptingu. Það þýðir að veiðimenn geta keypt sér pakka til að veiða á hinum ýmsu svæðum félagsins í og við Þingvallavatn.
„Jú. Það verður hægt að kaupa ION sér alveg eins og verið hefur en það er líka skemmtilegur möguleiki á að rótera á nokkur veiðisvæði ef menn kaupa sér nokkra daga veiðipakka í Þingvallavatni,“ staðfesti Kristján Páll í samtali við Sporðaköst.
Veiði á ION svæðinu hefst í apríl og stendur fram til15. september.
Heitar uppsprettur í Þorsteinsvík, sem er hluti ION svæðisins gerir svæðið að einstöku veiðisvæði þegar urriðinn á í hlut. Svæðið hefur verið mjög misjafnt milli ára. Fyrir nokkrum árum veiddist ótrúlegt magn af stórfiski í Þorsteinsvíkinni og Ölfussvatnsárósi. Síðustu ár hefur verið meira af smærri fiski en öllum fiski á svæðinu er sleppt og vonandi stækkar hann áfram og bráðum komi aftur stórfiskaár.
| Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
|---|---|---|---|
| 100 cm | Hrútafjarðará | Jón Tómas Rúnarsson | 23. september 23.9. |
| 102 cm | Ytri Rangá | Skjöldur Pálmason | 21. september 21.9. |
| 100 cm | Miðá í Dölum | Eyrún Ýr Guðmundsdóttir | 21. september 21.9. |
| 100 cm | Grímsá | Jón Jónsson | 18. september 18.9. |
| 101 cm | Miðsvæðið Laxá í Aðaldal | Helgi Jóhannesson | 17. september 17.9. |
| 105 cm | Hofsá | Sveinn Blöndal | 15. september 15.9. |
| 106 cm | Laxá í Aðaldal | Sigvaldi A. Lárusson | 14. september 14.9. |