Tíunda árið í röð undir meðaltali

Lax þreyttur á Reynivallaeyrum í Laxá í Kjós undir lok …
Lax þreyttur á Reynivallaeyrum í Laxá í Kjós undir lok veiðitíma. Þegar Hafrannsóknastofnun hefur dregið frá veiði á laxi í hafbeitaránum og leiðrétt fyrir veiða og sleppa segir stofnunin tölur sína að 2025 sé lakasta ár frá upphafi skráninga þegar kemur að veiði á villtum laxi. Ljósmynd/Laxá í Kjós

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hafrannsóknastofnunar um laxveiði var nýliðið sumar það lélegasta frá því að skráningar hófust árið 1974. Stofnunin segir heildarveiði villtra laxa nema 18.300 löxum. Þá hefur verið leiðrétt fyrir löxum sem veiðast í hafbeitarám og einnig leiðrétt fyrir endurveiddum löxum. Bent er á að sambærileg til í fyrra hafi verið um 35 þúsund laxar. Það er rétt rúmlega helmingur af því sem veiddist í fyrra.

Stofnunin í frétt á heimasíðu sinni að heildarfjöldi laxa sem veiddir voru á stöng í sumar hafi verið um 33 þúsund. Það sé 24% minni veiði en í fyrra.

Sumarið í sumar er tíunda árið í röð þar sem laxveiðin er undir meðaltali þegar horft er aftur til ársins 1974. Aukning varð þegar horft er til þeirra áa sem byggja sína veiði á sleppingu gönguseiða. 1.600 fleiri laxar hafa veiðst í þeim ám til þessa, en veiði líkur í þessum ám á Suðurlandi á mánudag. Í frétt Hafrannsóknastofnunar segir:

„Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir allir laxar sem veiðast, jafnvel þeim sem sleppt er aftur (veitt og sleppt). Einnig laxar með uppruna úr sleppingum gönguseiða, en þeir voru alls um 8.900 sumarið 2025, sem er um 1.600 löxum fleiri en veiddust 2024.

Við samanburð á veiðitölum úr stangveiði milli ára eða tímabila, þarf að taka tillit til aukinnar veiði vegna gönguseiðasleppinga og þeirra fiska sem veiðast aftur eftir að hafa verið sleppt í stangveiði (veitt og sleppt). Til að fá samanburð veiði til lengri tíma er leiðrétt fyrir þessum þáttum, þ.e. ekki taldir með þeir laxar sem ættaðir eru úr gönguseiðasleppingum til hafbeitar og áætlaður fjöldi endurveiddra laxa (veitt og sleppt). Þannig er heildarstangveiði villtra laxa árið 2025 um 18.300 laxar sem er lægsta skráða tala til þessa. Árið 2024 var þessi hluti veiðinnar um 35.000 laxar,“ segir í umfjöllun Hafrannsóknastofnunar.

Hér má sjá samantekt Hafrannsóknastofnunar aftur til 1974. Tíu síðustu …
Hér má sjá samantekt Hafrannsóknastofnunar aftur til 1974. Tíu síðustu ár eru öll undir meðaltali. Punkturinn fyrir 2025 er sá neðsti af þeim öllum. Línurit/Hafrannsóknastofnun

Samkvæmt tölum stofnunarinnar er um að ræða lakasta ár í veiði á villtum laxi í hálfa öld. Það er grafalvarleg staða en kallast á við þá staðreynd að í Noregi var lélegasta veiði sem skráð hefur verið á villtum laxi í fyrra. 

„Fjöldi þeirra laxa sem ganga í ár er annarsvegar háður fjölda seiða sem ganga úr ánum til sjávar og hinsvegar hversu margir lifa sjávardvölina af og skila sér til baka í árnar. Almennt hefur dánartala laxa í sjó í Norður Atlantshafi farið hækkandi síðustu ár, en ástæður þess eru ekki þekktar. Bent hefur verið á þætti eins og loftslagsbreytingar, meðaflaveiði, áhrif fiskeldis og breytingar á búsvæðum í fersku vatni.

Athygli vekur að hlutfallslega var minni samdráttur var milli ára í fjölda stangveiddra laxa á Suðurlandi en á Norðurlandi. Ástæða er til að skoða þann þátt nánar, sem og vísbendingar um að veiðihlutfall í stangveiði hafi verið lækkandi á síðustu árum a.m.k. í einhverjum ám.

Verið er að vinna að samantekt veiði og eru veiðiréttarhafar hvattir til að skila veiðitölum til Hafrannsóknastofnunar sem fyrst, en lokatölur um veiði verða gefnar út að samantekt lokinni,“ skrifar Hafrannsóknastofnun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Hrútafjarðará Jón Tómas Rúnarsson 23. september 23.9.
102 cm Ytri Rangá Skjöldur Pálmason 21. september 21.9.
100 cm Miðá í Dölum Eyrún Ýr Guðmundsdóttir 21. september 21.9.
100 cm Grímsá Jón Jónsson 18. september 18.9.
101 cm Miðsvæðið Laxá í Aðaldal Helgi Jóhannesson 17. september 17.9.
105 cm Hofsá Sveinn Blöndal 15. september 15.9.
106 cm Laxá í Aðaldal Sigvaldi A. Lárusson 14. september 14.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert