Snorri Steinn segist vera á þröskuldinum

Veiðidellan kraumar í honum segir Snorri Steinn í viðtali við …
Veiðidellan kraumar í honum segir Snorri Steinn í viðtali við Sportveiðiblaðið. Hér er hann á Þingvallavatni með flottan urriða. Snorri hnýtir sínar eigin flugur. Ljósmynd/Snorri Steinn

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik segist vera á þröskuldinum, þegar kemur að því að hella sér út í veiðina. Áhuginn er svo sannarlega til staðar og hefur verið frá því í barnæsku. Snorri Steinn stundar vissulega fluguveiði af kappi þegar stundir gefast en í viðtali í nýútkomnu Sportveiðiblaði lýsir hann því hversu mikilvægt er fyrir hann að komast til að tæma hugann. „Eini staðurinn þar sem ég hugsa ekki um handbolta er þegar ég kemst til að veiða og það er eitt það besta sem ég kemst í. Tæmi hugann og er bara einn með sjálfum mér eða elsta stráknum mínum, Bjarka og við erum saman að veiða.“

Snorri stendur í stórræðum þessa dagana að undirbúa íslenska karlalandsliðið fyrir EM næstkomandi janúar. Fyrsti leikdagur er 16. janúar eða eftir tæpa þrjá mánuði. Undirbúningur er eins og gefur að skilja kominn á fullt og landsliðið mætir Þýskalandi í vináttuleikjum um mánaðamótin. Fyrri leikurinn fer fram 30. október og sá síðari 2. nóvember.

Hann hnýtir sjálfur sínar flugur sem bleikja og urriði í …
Hann hnýtir sjálfur sínar flugur sem bleikja og urriði í Þingvallavatni virðast kunna vel við. Hér tæmir hann hugann og hvílir sig á hugsunum um handbolta. Ljósmynd/Snorri Steinn

Í viðtalinu í Sportveiðiblaðinu ræðir Snorri Steinn fortíðina og framtíðina í handboltanum. En mesta áherslan er eins og gefur að skilja á sjálfa veiðina. Þegar hann ræðir sinn veiðiáhuga segir hann; „Ég byrjaði mjög ungur að veiða í Þingvallavatni en afi átti þar sumarbústað og ég gat staðið heilu og hálfu dagana og kastað í vatnið og veitt murtu. Að vissu leiti er ég enn á þeim stað. Ég er svona á þröskuldinum að fara að henda mér út í þetta af miklum krafti. Veiðidellan alveg kraumar í mér,“ upplýsti landsliðsþjálfarinn.

Það er forvitnilegt að horfa til þess að sigursælu þjálfararnir Guðmundur Þórður Guðmundsson og Þórir Hergeirsson með norska kvennalandsliðið eru báðir forfallnir áhugamenn um veiði. Snorri Steinn er spurður út í hvort fluguveiði sé leiðin að því að vinna titla. „Ef ég fer svipaða leið og þessir tveir hvað það varðar, þá er ég bara í fínum málum. Ég skal veiða bara út í eitt ef það er leiðin,“ svarar hann í viðtalinu.

Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins ánægður með blaðið, sem er nýkomið …
Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins ánægður með blaðið, sem er nýkomið út. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

Einnig kemur fram að Snorri hnýtir mikið af flugum sjálfur og veiðir nánast eingöngu á þær þegar tími gefst til að veiða í Þingvallavatni, sem er greinilega hans heimavöllur þegar kemur að stangveiðinni.

Sportveiðiblaðið er efnismikið og kennir þar margra grasa eins og venjan er. Gunnar Bender ritstjóri er búinn að dreifa blaðinu og segist sáttur við útkomuna og viðtökurnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Hrútafjarðará Jón Tómas Rúnarsson 23. september 23.9.
102 cm Ytri Rangá Skjöldur Pálmason 21. september 21.9.
100 cm Miðá í Dölum Eyrún Ýr Guðmundsdóttir 21. september 21.9.
100 cm Grímsá Jón Jónsson 18. september 18.9.
101 cm Miðsvæðið Laxá í Aðaldal Helgi Jóhannesson 17. september 17.9.
105 cm Hofsá Sveinn Blöndal 15. september 15.9.
106 cm Laxá í Aðaldal Sigvaldi A. Lárusson 14. september 14.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert