Laxveiðin í sumar í þeim veiðiám sem byggjast á göngum villtra laxa dróst saman um þriðjung miðað við árið 2024. Laxveiðin í hafbeitaránum svokölluðu, sem byggjast á sleppingum gönguseiða, jókst aftur á móti um fimmtung á milli ára. Þetta má ráða af veiðitölum Landssambands veiðifélaga sem birtar eru á vef félagsins.
Í ánum sem byggjast á göngum villtra laxa varð samdrátturinn mestur í ám á Suðurlandi og Norðvesturlandi, en sunnlensku árnar skiluðu einungis 45% af afla fyrra árs eða 699 löxum á móti 1.540 löxum 2024. Árangurinn á Norðvesturlandi var svipaður, þar gáfu árnar 46% af afla ársins 2024, 2.730 laxa í sumar, samanborið við 5.960 laxa sumarið 2024. Árnar á Vesturlandi og Vestfjörðum skiluðu 10.683 löxum á land í sumar, en í fyrra nam aflinn 15.046 löxum. Var sumarveiðin í ár því 71% af afla fyrra árs.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
| Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
|---|---|---|---|
| 100 cm | Hrútafjarðará | Jón Tómas Rúnarsson | 23. september 23.9. |
| 102 cm | Ytri Rangá | Skjöldur Pálmason | 21. september 21.9. |
| 100 cm | Miðá í Dölum | Eyrún Ýr Guðmundsdóttir | 21. september 21.9. |
| 100 cm | Grímsá | Jón Jónsson | 18. september 18.9. |
| 101 cm | Miðsvæðið Laxá í Aðaldal | Helgi Jóhannesson | 17. september 17.9. |
| 105 cm | Hofsá | Sveinn Blöndal | 15. september 15.9. |
| 106 cm | Laxá í Aðaldal | Sigvaldi A. Lárusson | 14. september 14.9. |