Fyrsti veiðidagur rjúpnaveiðitímabilsins er í dag. Veiðimenn hugsa sér gott til glóðarinnar enda gott útlit í flestum landshlutum. Víða hefur sést mikið af rjúpu og þá einkum á Norðausturlandi en einnig á vestanverðu landinu. Það er helst Suðurlandið þar sem talningar benda til þess að fækkun hafi orðið.
Mikil fækkun fálka síðari ár dregur úr afföllum úr rjúpnastofninum eins og lesa má í viðhengdri frétt hér að neðan.
Veiðitímabilið er mislangt eftir landshlutum en byrjar um allt land í dag. Styst er tímabilið á Suðurlandi en lengst á Austurlandi.
Austurland 45 dagar. Hefst 24. október til 22. desember.
Norðausturland 30 dagar. Hefst 24. október til 2. desember.
Norðvesturland 20 dagar. Hefst 24. október til 18. nóvember.
Suðurland 15 dagar. Hefst 24. október til 11. nóvember.
Vesturland 30 dagar. Hefst 24. október til 2. desember.
Vestfirðir 20 dagar. Hefst 24. október til 18. nóvember.
Ekki er heimillt að veiða miðvikudaga og fimmtudaga og gildir það á öllum landssvæðum. Þá er rétt að benda á að sölubann er á rjúpu.
Í dag er kvennaverkfall og því líklegt að margir karlar séu bundnir heima í dag að sinna þriðju vaktinni. Það er þó í anda jafnréttisbaráttunnar að þeir geti farið á morgun og um helgina.
Sporðaköst senda baráttukveðjur til kvenna sem ætla að fjölmenna í miðbæinn í dag og víða um land.
Við munum heyra hljóðið í veiðimönnum um helgina og taka stöðuna á veiðinni í öllum landshlutum. Rétt er að minna menn á tilmæli um að skjóta ekki meira en menn þurfa. Þó er það þannig að ef stofninn er óvenju stór gæti veiðin orðið meiri en mörg síðari ár.
| Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
|---|---|---|---|
| 100 cm | Hrútafjarðará | Jón Tómas Rúnarsson | 23. september 23.9. |
| 102 cm | Ytri Rangá | Skjöldur Pálmason | 21. september 21.9. |
| 100 cm | Miðá í Dölum | Eyrún Ýr Guðmundsdóttir | 21. september 21.9. |
| 100 cm | Grímsá | Jón Jónsson | 18. september 18.9. |
| 101 cm | Miðsvæðið Laxá í Aðaldal | Helgi Jóhannesson | 17. september 17.9. |
| 105 cm | Hofsá | Sveinn Blöndal | 15. september 15.9. |
| 106 cm | Laxá í Aðaldal | Sigvaldi A. Lárusson | 14. september 14.9. |