Er Ratcliffe að ýta Íslendingunum út?

Sporðaköst hér á mbl.is gera upp veiðisumarið sem nú er liðið, næstu vikurnar. Fyrsti gestur í þessari upprifjun er Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Iceland sem sir Jim Ratcliffe á. Fyrir utan umfjöllunina um veiðisumarið, bæði á landsvísu og í ám Six Rivers tökum við fyrir stöðu Ratcliffe og þá umræðu sem orðið hefur um hann. Gísli Ásgeirsson svarar þar ýmsum álitamálum og gagnrýni sem hefur komið fram. Fyrirsögn greinarinnar vitnar einmitt í eina af þeim spurningum.

Gísli kemur víða við og ræðir endalok laxveiðinnar, sem vísindamenn spá að verði seint á þessari öld. Hann svarar einnig spurningum sem lúta að því að Six Rivers hefur hug á taka fleiri ár á leigu hér á landi.

Skyldu leiðsögumenn í ám Six Rivers ber líka á góma en þar hafa ýmsir talað um veiðilöggur.

Manchester United ber einnig á góma og Gísli telur einsýnt að komi liðið til Íslands og spili hér æfingaleik þá mun sá leikur fara fram á Vopnafirði en ekki á Laugardalsvelli. Það yrði forvitnilegur leikur. Manchester United gegn Einhverja.

Hér er á ferðinni fimmtíu mínútna langt viðtal við Gísla þar sem horft er til veiðisumarsins á Íslandi í sumar sem leið. Six Rivers árnar eru skoðaðar en mesta púðrið fer í Ratcliffe og umræðuna um þennan valdamikla mann. 

Gísli segist skilja það að ákveðin tortryggni spretti upp þegar svo aflmikill maður hreiðrar um sig á Íslandi. Viðskiptaveldi Ratcliffe veltir ellefuföldum fjárlögum íslenska ríkisins.

Sett hafa verið lög honum til höfuðs og breytti sú lagasetning áformum sem þegar var verið að vinna í. Áhugaverður þáttur fyrir veiðifólk og líkast til fleiri. Hér svarar Gísli öllum óþægilegu spurningunum og gagnrýninni sem hefur komið fram.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Hrútafjarðará Jón Tómas Rúnarsson 23. september 23.9.
102 cm Ytri Rangá Skjöldur Pálmason 21. september 21.9.
100 cm Miðá í Dölum Eyrún Ýr Guðmundsdóttir 21. september 21.9.
100 cm Grímsá Jón Jónsson 18. september 18.9.
101 cm Miðsvæðið Laxá í Aðaldal Helgi Jóhannesson 17. september 17.9.
105 cm Hofsá Sveinn Blöndal 15. september 15.9.
106 cm Laxá í Aðaldal Sigvaldi A. Lárusson 14. september 14.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert