Afhentu Landsbjörg rúmar 15 milljónir

30.10. Í gær tók Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, við ávísun upp á 15.444.401 krónu frá aðstandendum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon. Upphæðin er afrakstur áheitasöfnunar WOW Cyclothon þar sem keppendur og aðstandendur safna fyrir góðu málefni. Meira »

Áheitin komin yfir 8 milljónir króna

29.6. Áheitasöfnun WOW cyclothon-hjólreiðakeppninnar eru nú komin yfir átta milljónir króna. Töluverð aukning hefur orðið á fjölda áheita það sem af er degi og er greinilegt að fólk vilji heita á liðin áður en þau koma í mark. Búist er við að flest lið ljúki keppni á næstu klukkustundum en áheitakeppninni lýkur annað kvöld. Meira »

Airport Direct sigraði A-flokkinn

29.6. Liðið Airport Direct sigraði A-flokk karla í WOW cyclothon. Þeir komu í mark skammt frá Kleifavartni á tímanum 39:53:05. Í öðru sæti var liðið Harðkjarna á 39:59:29 og í þriðja sæti voru Cannondale GÁP Elite á 41:00:46. Liðin í A-flokki eru skipuð fjórum hjólreiðamönnum. Meira »

Hjóla í minningu góðs vinar

29.6. „Við héldum í upphafi að hugmyndin væri grín,“ segir Ragnar Santos, einn tíu meðlima í liðinu TeamFritz, sem nú tekur þátt í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni. Hópurinn ákvað í fyrra að taka þátt í keppninni til að heiðra minningu vinar síns, Friðjóns Fannars Hermannssonar, sem lést langt um aldur fram fyrir um tveimur árum. Meira »

Team Sensa fyrstir í WOW Cyclothon

29.6. Team Sensa sigruðu í flokki tíu manna liða í WOW Cyclothon en þeir komu í mark rétt fyrir klukkan sex í morgun á tímanum 34:54:30. Í öðru sæti varð Team Skoda á tímanum 35:06:03 og Team TRI í þriðja á tímanum 35:12:02. Meira »

Eiríkur Ingi rústaði fyrra meti

28.6. Eiríkur Ingi Jóhannsson er kominn í mark fyrstur keppenda í einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Eiríkur kom í mark á tímanum 56:12:40 og bætti hann fyrra met um tæplega sex klukkutíma en það var Matthías Ebert sem átti fyrra met á tímanum 61:53:10 frá árinu 2015. Meira »

Svartaþoka á Öxi

28.6. Hjólreiðamenn í WOW Cyclothon lentu í svartaþoku á leiðinni niður Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs. Fjöldi liða hafa nýlokið við kaflann en enn eru einhver á leiðinni niður. Meira »

Of gott veður setur strik í reikninginn

28.6. Það er ekki oft sem of gott veður setur hlutina úr skorðum á Íslandi en mótshaldarar WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninnar fengu óvænt að kenna á því þar sem of gott veður síðustu sólarhringa hefur gert það að verkum að hjólreiðamennirnir eru á undan áætlun. Meira »

Team Skoda og Sena leiða í B-flokki

28.6. Þegar fjórtán tímar eru liðnir frá ræsingu í B-flokki WOW Cyclothon leiða Team Skoda og Sena keppnina. Þau eru komin fram hjá Mývatni og eru enn hnífjöfn. Kolibri Cycling er í þriðja sæti, alveg að nálgast Mývatn og aðeins nokkur hundruð metrum þar á eftir er lið Decode XY í fjórða sæti. Meira »

Bongóblíða hjá Cyclothon-keppendum

28.6. Fyrstu liðin í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni renndu í gegnum Akureyri rétt fyrir klukkan sex í morgun en von er massanum á næstu klukkutímum. Á Akureyri er bongóblíða og er spáð góðu veðri á keppendur í allan dag; sól, hlýju og hægum vindi. Von er þó á einhverjum mótvindi við Egilsstaði. Meira »

Vanmat íslenska grjótið

27.6. Hann var furðu hress miðað við aðstæður, einn liðsmanna Expedia-hjólreiðaliðsins sem tekur þátt í WOW Cyclothoninu þegar blaðamaður mbl.is ók fram hjá honum undir botni Hvalfjarðar en sá hafði þá sprengt dekkið á reiðhjóli sínu tvisvar á malarkafla Kjósarskarðsvegar. Meira »

Yfir 5 milljónir króna hafa safnast

28.6. Í kvöld fór áheitasöfnun WOW cyclothon yfir fimm milljónir króna, en spenna hefur færst í leikinn og áheitum farið að fjölga. Söfnunin hófst í byrjun vikunnar og mun standa yfir fram á laugardagskvöld. Meira »

Búast við að Eiríkur klári undir 58 tímum

28.6. Búist er við því því að Eiríkur Ingi Jóhannsson, sem leiðir einstaklingskeppni WOW Cyclothon með töluverðu forskoti á aðra keppendur, komi í mark á milli klukkan eitt og tvö í nótt. Hann var rétt ókominn á Vík þegar keppnisstjórn heyrði í liðinu hans klukkan 14:30 í dag. Meira »

Hjónalið leiða áheitasöfnunina

28.6. 3,8 milljónir króna höfðu safnast í áheitakeppni WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninnar á hádegi annars keppnisdags. Í tilkynningu frá WOW air segir að leiðtogar áheitakeppninnar séu liðin R&R1 með 300.000 krónur safnaðar, R&R2 með 286.000 krónur og í þriðja er Emil Þór Guðmundsson með 264.000 krónur. Meira »

„Snilld að hjóla í þessu veðri“

28.6. Frábært veður hefur sannarlega sett svip sinn á WOW Cyclothon-hjólreiðakeppnina í ár en fyrir utan nokkra rigningardropa í byrjun keppninnar hafa hjólreiðamennirnir fengið dýrindisveður, stillt og bjart í nótt en hlýtt og sólríkt í dag. Meira »

Allt á áætlun en mikil ös í Hvalfirði

28.6. Halldór Þrastarson, einn liðsmanna Mannvits í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni, var brattur þegar mbl.is tók hann tali rétt upp úr miðnætti í Staðarskála í kvöld. Hann segir þreytuna ekki farna að segja til sín hjá sér, en hafði meiri áhyggjur af liðsfélaga sínum sem kom til landsins með flugi í morgun. Meira »

Tíu manna liðin farin af stað

27.6. Allir keppendur í WOW Cyclothon eru núna lagðir af stað hringinn í kringum Ísland en tíu manna liðin voru ræst af stað klukkan 19. Það er langfjölmennasti flokkur mótsins með um 720 keppendur í 72 ólíkum liðum. Meira »