Greinar fimmtudaginn 13. apríl 1995

Forsíða

13. apríl 1995 | Forsíða | 161 orð

Grálúðudeila óleyst enn

FRESTURINN, sem Kanadastjórn hafði gefið Evrópusambandinu, ESB, til að leiða til lykta grálúðudeiluna, rann út í gær án þess að samningar næðust. Spánverjar ætla að senda þriðja varðskipið á miðin undan Nýfundnalandi en ESB vonast til, að samningaviðræðum verði haldið áfram. Meira
13. apríl 1995 | Forsíða | 316 orð

Hundruð félaga í Hamas og Jihad handteknir

MIKIL spenna ríkti á Gazasvæðinu í gær milli Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) og samtaka íslamskra öfgamanna en af beggja hálfu var því mótmælt að borgarastyrjöld væri yfirvofandi. Diab Al-Louh, háttsettur leiðtogi PLO og upplýsingastjóri sjálfstjórnarinnar, sagði í viðtali við útvarp ísraelska hersins, Meira
13. apríl 1995 | Forsíða | 127 orð

Öruggt um aðild að ESB og NATO

DOUGLAS Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, fullvissaði stjórnvöld í Póllandi um það í gær, að ekkert myndi koma í veg fyrir aðild landsins að Evrópusambandinu, ESB, og Atlanthafsbandalaginu, NATO. Lech Walesa, forseti Póllands, fagnaði því og sagði, að það tækifæri, sem nú byðist til að sameina Evrópu, mætti ekki fara forgörðum. Meira

Fréttir

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

62,3 milljónir fyrir lagningu Suðuræðar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 62,3 milljón króna tilboði lægstbjóðanda, Víkurverks hf., í lagningu áfanga B, Suðuræðar fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Þrettán tilboð bárust í verkið. Tilboð lægstbjóðanda er 65,3% af kostnaðaráætlun. Næsta lægsta tilboð átti Loftorka Reykjavík hf., sem bauð 69,33% af kostnaðaráætlun. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

AFMÆLISFUNDUR AA-samtakanna verður haldinn að venju á

AA-samtakanna verður haldinn að venju á föstudaginn langa, 14. apríl, í Háskólabíói kl. 21 og eru allir velkomnir. Þar tala nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-anon samtökunum sem eru samtök aðstandenda alkóhólista. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. AA-samtökin á Íslandi voru stofnuð á föstudaginn langa 1954 eða fyrir 41 ári. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Albanir leita aðstoðar Atlanta

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Albanir leita aðstoðar Atlanta

ALBANIR hafa kannað möguleika á því að Arngrímur Jóhannsson eigandi Atlanta hf. aðstoði við að koma á laggirnar almennum flugrekstri í Albaníu, og hefur einn viðræðufundur um málið þegar átt sér stað. Að sögn Arngríms er algengt að honum berist fyrirspurnir hvaðanæva að á borð við þessa. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 110 orð

Áfram með hárkollur

BRESKIR málafærslumenn verða sem fyrr að setja upp gráa hárkollu, gerða úr hrosshári, í réttarsalnum. Þetta er úrskurður Mackay lávarðar sem er yfirmaður málefna stéttarinnar en meirihluti liðsmanna hennar mun vera hlynntur því að hárkollurnar verði kvaddar. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 246 orð

Á gönguskíðum norður yfir Kjöl

SIGURSTEINN Baldursson, 23 ára, lagði af stað í gærkvöldi í göngu á skíðum yfir Kil. Sigursteinn, sem er reyndur fjallamaður, ætlar að vera 10 daga á leiðinni og kveðst hann hafa besta fáanlegan búnað meðferðis. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Árangurslaus samningafundur

ENGIN árangur varð á samningafundi Sjómannafélags Reykjavíkur og vinnuveitenda í gær. Engar nýjar tillögur voru lagðar fram til lausnar deilunni. Fundurinn stóð aðeins í rúma tvo klukkutíma. Næsti fundur hefur verið boðaður nk. laugardag kl. 17. Boðað verkfall Sjómannafélagsins kemur til framkvæmda á miðnætti daginn eftir, sunnudaginn 16. apríl, hafi samningar ekki tekist. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Árangurslaus samningafundur

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

ÁRLEGT Meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði er nýhafið

Meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði er nýhafið á Reynisvatni og er keppt um stærstu fiskana sem víðast í vetur. Keppnin er öllum opin og þeir sem kaupa leyfi verða sjálfkrafa þátttakendur í mótinu. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin eru: 1. verðlaun veiði og viðleguútbúnaður frá Seglagerðinni Ægi, 2. verðlaun flugustöng með hjóli ásamt flugukastkennslu og 3. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Átta til boð í gatnagerð

13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Átta til boð í gatnagerð

ÁTTA tilboð bárust í gatnagerð og frárennslislagnir við orlofshús við Kjarnaskóg á Akureyri. Samið hefur verið um smíði húsanna og er stefnt að því að fyrstu gestirnir geti dvalið í þeim síðsumars. Kostnaðaráætlun ráðgjafa gerði ráð fyrir að verkið kosti um 10,5 milljónir króna. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 598 orð

Ávinningurinn samsvaraði 400 ára framlagi Íslands

HÓPUR íslenskra vísindamanna hefur sótt um til alþjóðaverkefnisins Ocean Drilling Program (ODP) að boraðar verði tvær djúpar borholur og teknir kjarnar úr svokölluðu Tjörnestrogi norðan við Ísland, en það er um 140 km langt og 40-50 km breitt. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

BARNAKÓR Biskupstungna heldur tónleika í Skál

Biskupstungna heldur tónleika í Skálholtskirkju 2. páskadag, 17. apríl, kl. 21. Öllum er frjáls ókeypis aðgangur að tónleikunum en sérstaklega væri ánægjulegt ef þeir fjölmörgu sem styrkt hafa kórinn til farar á evrópskt kóramót í Danmörku 20.­23. apríl nk. sæju sér fært að hlýða á söng barnanna, segir í fréttatilkynningu. Kórstjóri er Hilmar Örn Agnarsson. Meira
13. apríl 1995 | Fréttaskýringar | 1985 orð

Bellman MEÐ ÞEIRRA NEFI Sjónvarpið sýnir í kvöld þátt Hrafns Gunnlaugssonar Bellman með þeirra nefi þar sem ýmsir listamenn

CARL MICHAEL Bellman fæddist í Stokkhólmi í febrúar 1740, elstur fimmtán systkina. Foreldrar hans voru vel bjargálna og af góðum ættum. Hann stundaði nám við háskólann í Uppsölum en vann síðar við ríkisbankann sænska, fram til 1763 að hann varð að flýja land um stundarsakir til að forðast skuldafangelsi. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

BÍLASÝNING verður um páskana í Bílahúsinu Vitatorgi v

verður um páskana í Bílahúsinu Vitatorgi við Skúlagötu á vegum Kvartmíluklúbbsins. Sýndir verða bílar sem keppa í kvartmílu, sandspyrnu, rallykrossi, Go-kart, rallí, torfæru og einnig verða sýnd mótorhjól. Valin verða fallegustu og áhugaverðustu tækin í sex flokkum. Meira
13. apríl 1995 | Óflokkað efni | 2 orð

Blandað í beðin

13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 85 orð

Chirac bætir við sig

JACQUES Chirac, borgarstjóri Parísar, hefur bætt nokkuð við fylgi sitt fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi, samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Kannanir undanfarna daga hafa bent til þess að helstu andstæðingar Chiracs, þeir Edouard Balladur forsætisráðherra og Lionel Jospin, frambjóðandi sósíalista, væru að sækja í sig veðrið. Meira
13. apríl 1995 | Fréttaskýringar | 177 orð

Donovan Leitch

Donovan segist hafa lítið þekkt til Bellmans þegar Hrafn bað hann um að vera með. "Hrafn sagði mér að ég væri eins og Bellman, og þegar ég fór að kynna mér hann sá ég að hann hafði á réttu að standa. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Dorgveiðidagur fjölskyldunnar

DORGVEIÐIDAGUR fjölskyldunnar verður haldinn á Ólafsfjarðarvatni á laugardaginn fyrir páska, 15. apríl frá kl. 10.00 til 15.00. Þetta er liður í hátíðarhöldum vegna 50 ára afmælis Ólafsfjarðarbæjar sem haldið verður upp á með margvíslegum hætti í ár. Dorgveiðidagurinn er hugsaður sem skemmtun fyrir alla fjölskylduna og verða veitt verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 335 orð

Fangar fá páskaegg

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 327 orð

Fangar fá páskaegg

STÓRHÁTÍÐIR fara ekki framhjá fangelsum landsins. Einar J. Gíslason og Hafliði Kristinsson í Fíladelfíu fóru í vikunni með páskaegg til fanganna á Litla-Hrauni og voru þá búnir að dreifa páskaeggjum í fangelsi í Reykjavík og Kópavogi. Þetta er 15. árið sem fangar fá páskakveðju af þessu tagi. "Þetta byrjaði 1981," sagði Einar. Meira
13. apríl 1995 | Miðopna | 376 orð

Fer í aðgerð fyrir vísindin

HJÖRDÍS Kjartansdóttir, 12 ára hjartaþegi, segist hafa það fínt í Gautaborg þar sem hún verður ásamt foreldrum sínum, Magneu Guðmundsdóttur og Kjartani Ólafssyni, fram í ágúst en hún fékk nýtt hjarta 19. janúar sl. Hjördís fer í blóðprufu annan hvern dag og í sýnatöku á fjögurra vikna fresti. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

Fimm daga samningi við SH var sagt upp

SAMNINGI Íshafs, sem rekur frystitogarann Kolbeinsey, við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um sölu afurða, var sagt upp í gær. Samningurinn tók gildi fyrir tæpri viku, 7. apríl. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík og stjórnarformaður Fiskiðjusamlags Húsavíkur og dótturfyrirtækisins Íshafs, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæða uppsagnarinnar væri sú, Meira
13. apríl 1995 | Landsbyggðin | 110 orð

Fimm togarar landa í Grundarfirði

FIMM TOGARAR landa nú afla sínum í Grundarfirði. Þrír þeirra, Runólfur, Klakkur og Drangur, eiga heimahöfn sína í Grundarfirði, en auk þeirra munu tveir erlendir togarar koma með úthafskarfa að landi. Mikil vinna hefur verið við fiskvinnslu í Grundarfirði undanfarið, og fyrirsjáanlegt er að vinnan aukist á næstunni. Í tveimur fiskvinnslustöðvum, Sæfangi hf. Meira
13. apríl 1995 | Landsbyggðin | 99 orð

Friðsemd valin íþrótta maður Rangárvallasýslu

Hvolsvelli-Friðsemd Thorarensen var valinn íþróttamaður ársins 1994 í Rangárvallasýslu. Þetta er í þriðja skiptið sem hún hlýtur þennan heiður en Friðsemd, sem er aðeins 14 ára gömul, hefur náð glæsilegum árangri í frjálsum íþróttum og á m.a. Íslandsmet í sínum aldursflokki. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fuku útaf í Kömbunum

Hellu. Hveragerði-Í óveðrinu í gær varð það óhapp að flutningabifreið á leið austur fyrir fjall fauk yfir veginn og útaf hinum megin vegarins neðarlega í Kömbunum. Miklir sviptivindar voru á þessum slóðum um miðjan dag í gær en að sögn bílstjórans, sem var á lítilli ferð niður Kamba, skipti engum togum að bíllinn tókst á loft öðrum megin, Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 284 orð

Fyrsti breytti jeppinn fluttur út til Evrópu

FYRSTI jeppinn sem fluttur er út breyttur frá Íslandi til kaupanda í Evrópu fór í skip í gær. Um er að ræða Toyota Hilux sem Toyota aukahlutir og fleiri aðilar hafa breytt fyrir fyrirtækið Ísfar sem hefur unnið að markaðssetningu breyttra bíla í Evrópu á undanförnum misserum. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 260 orð

Gasstöð reist í Straumsvík

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 255 orð

Gasstöð reist í Straumsvík

SKELJUNGUR, Olíufélagið og Ísal opna nýja þúsund rúmmetra gasstöð í Straumsvík í byrjun júní nk. Þar verður birgðastöð og áfyllingarhús, sem leysa af hólmi gasstöðvar Skeljungs í Skerjafirði, Olíufélagsins í Holtagörðum og Ísals í Straumsvík og áfyllingarstöðvar olíufélaganna. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 53 orð

Geimferja í Gorkí-garði

STARFSMENN Gorkí-garðsins í Moskvu dytta að geimferjunni Búran sem komið hefur verið fyrir í garðinum í miðborg Moskvu þar sem hún verður almenningi til sýnis. Ferjan flaug aldrei vegna fjárskorts. Í gær minntust Rússar þess að þann dag árið 1961 var Júrí Gagarín fyrstum manna skotið út í geiminn. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Gestavinnustofa

GILFÉLAGIÐ á Akureyri býður gestum og gangandi að skoða hina nýju gestavinnustofu félagsins í dag, fimmtudaginn 13. apríl, frá kl. 14.00 til 18.00. Gestavinnustofan er ætluð myndlistarmönnum, sem geta fengið hana lánaða í einn til þrjá mánuði meðan þeir vinna að list sinni. Gengið er inn í vinnustofuna um Deigluna. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Gestavinnustofa

13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Grýtubakkahreppur vill hafnasamlag með Akureyri

SVEITARSTJÓRN Grýtubakkahrepps hefur óskað eftir viðræðum við fulltrúa í hafnarstjórn Akureyrarhafnar um stofnun hafnarsamlags Akureyrar og Grenivíkur. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps sagðist telja að slíkt hafnasamlag gæti orðið báðum aðilum til góðs, en ekki þó síst Grýtubakkahreppi. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

GUÐGEIR Matthíasson, listmálari, opnar í dag klukkan

Matthíasson, listmálari, opnar í dag klukkan 14 málverkasýningu í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum. Á sýningunni eru 45 verk, öll unnin í olíu. Sýning Guðgeirs verður opin alla daga, til 17. apríl, klukkan 14.00 til 22.00. Sýning Guðgeirs er hans níunda einkasýning en auk þess hefur hann tekið þátt í þremur samsýningum. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 92 orð

Guillaume látinn

GÜNTHER Guillaume, austur- þýski njósnarinn sem batt enda á pólitískan feril Willy Brandts kanslara Þýskalands, lést á mánudag. Hann hafði verið hjartveikur um árabil og lést af völdum hjartaslags. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 94 orð

Guillaume látinn Bonn. Reuter.

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Heildarsala áfengis jókst um 4,11%

HEILDARSALA áfengis að bjór meðtöldum nam 1.990.296 lítrum fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 190.592 alkóhóllítrum. Sambærilegar tölur frá árinu 1994 eru 1.911.675 lítrar, eða 193.045 alkóhóllítrar. Aukningin milli ára er því 4,11% í lítrum en 1,27% samdráttur í alkóhóllítrum. Stafar sá samdráttur m.a. af aukinni bjórsölu, en árið 1994 var hún 1.430.180 lítrar á móti 1.527. Meira
13. apríl 1995 | Landsbyggðin | 115 orð

Hús flutt inn frá Skotlandi

Fáskrúðsfirði-Hús Loðnuvinnslunar hf. á Fáskrúðsfirði kom í vikunni með skipi frá Skotlandi þar sem það var smíðað hjá Butler verksmiðjunum. Vinna við að reisa húsið hefst eftir páska. Tæki í verksmiðjuna, sem keypt voru í Bandaríkjunum, eru komin til Fáskrúðsfjarðar og vinna við uppsetningu þeirra hefst fljótlega. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hús ÍS rís

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hús ÍS rís

FYRSTA skóflustungan að nýbyggingu Íslenskra sjávarafurðaað Sigtúni 42 var tekin í gær. Húsið verður um 2.500 fermetrarað stærð á tveimur hæðum. Arkitektar að byggingunni eru Arkitektar sf. og verkfræðiþjónusta er í hönum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Samið hefur verið við verktakafyrirtækið Ármannsfell hf. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 215 orð

Hútúar myrtir í búðum í Zaíre

VOPNAÐIR menn myrtu 31 flóttamann frá Rúanda í árás á flóttamannabúðir í Zaíre í fyrrinótt. Árásin er hin fyrsta sem gerð er á slíkar búðir frá því að alda fjöldamorða hófst fyrir réttu ári í Rúanda. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 529 orð

Höfum eignast 1% hlut með skuldajöfnun

BRAGI Ragnarsson, framkvæmdastjóri Hafnarbakka hf., dótturfélags Eimskips, sem annast innflutning og dreifingu salts, vísar því á bug að félagið sé með einhverja yfirtökutilburði gagnvart Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda (SÍF). Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Hafnarbakki og Skandia hefðu keypt hlut í SÍF. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 71 orð

ingmenn reknir út Reuter

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 236 orð

Íslenskt fyrirtæki í verkefni í S-Afríku

ÍSLENSKT fyrirtæki, Heimskaut h/f, hefur í samvinnu við suður- afrískt verktakafyrirtæki fest kaup á húseign og landi í miðborg Port Elizabeth á suð-austurströnd Suður-Afríku. Friðgeir Olgeirsson, einn fjögurra eigenda Heimskauta, segir að miklir möguleikar séu fyrir hendi fyrir íslenska verktaka í landinu. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 231 orð

Japanir hlessa á fisksölubanni

JAPÖNSK stjórnvöld sögðust í gær ætla að grípa til aðgerða þegar í stað til að hægt yrði að aflétta banni Evrópusambandsins við innflutningi á japönskum sjávarafurðum. Japanskir embættismenn sögðust mjög hissa á þessu banni og að þeir hefðu ekki verið varaðir við áður en bannið skall á. Meira
13. apríl 1995 | Fréttaskýringar | 209 orð

Júris Kulakovs "Það var s´erstaklega skemmtilegt að vinna þetta

"Það var s´erstaklega skemmtilegt að vinna þetta verk og ´eg hef aldrei eytt öðrum eins t´ma ´ ´utsetningu ´a nokkru lagi. \Eg lagði svo mikla vinnu ´ það að m´er finnst ´ dag eins og það s´e hluti af m´er; að ´eg eigi hluta ´þv´," segir Kulakovs og hlær við. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 738 orð

Kannar þörf fyrir prestsþjónustu hérlendis

MIKIL umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum innan ensku biskupakirkjunnar og mótmælendakirknanna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum um aukið samstarf. Á síðasta ári var undirrtað samkomulag kennt við borgina Porvoo í Finnlandi, þar sem kirkjudeildirnar viðurkenna hver aðra. Er það fyrsta skrefið í átt að nánari samvinnu kirkna í norðanverðri Evrópu. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 463 orð

Kannast ekki við að hafa staðfest leiguna

ÓSVÖR hf. í Bolungarvík hefur leigt frá sér tæplega 1.100 tonna kvóta síðustu þrjár vikur þrátt fyrir ítrekaða ósk bæjaryfirvalda til stjórnar félagsins um að engar slíkar ákvarðanir væru teknar á meðan verið væri að selja hlutabréf bæjarsjóðs. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 327 orð

Klassík FM hefur útvarp í dag

ÚTVARPSSTÖÐIN Klassík FM hefur útsendingar í dag kl. 14 á FM 106,8. Randver Þorláksson leikari hefur verið ráðinn dagskrárstjóri stöðvarinnar og ríður sjálfur á vaðið í dag með þátt tengdan fréttum af tónlistar- og menningarmálum í dag. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 330 orð

Klassík FM hefur útvarp í dag

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

Kristinn og Guðjón saman á Scala

KRISTINN Sigmundsson barítonsöngvari og Guðjón Óskarsson bassasöngvari munu syngja burðarhlutverk í nýrri uppfærslu á Rínargull, fyrsta hluta Niflungahrings Wagners, á La Scala í Mílanó í júní 1996. Stjórnandi verður Riccardo Muti. Þetta verður frumraun þeirra félaga á fjölum þessa nafntogaða óperuhúss en Kristján Jóhannsson hefur sungið þar og Sigurður Demetz á árum áður. Meira
13. apríl 1995 | Fréttaskýringar | 243 orð

Kristján Jóhannsson

Kristján Jóhannsson segir að hann hafi þegið boð um að syngja í þættinum um Bellman án mikillar umhugsunar. "Það leggst alltaf mjög vel í mig að vinna fyrir Hrafn, af því að erum álíka brjálaðir á jákvæðan hátt og það fer mjög vel á með okkur. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Kvöldvaka við Krossinn

KVÖLDVAKA verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði að kvöldi föstudagsins langa og hefst hún kl. 20.30. Á þessari kvöldvöku verða rifjaðir upp í tali og tónum atburðir föstudagsins langa. Kertaljós verða tendruð undir stórum krossi, fermingarbörn lesa síðustu orð Krists á krossinum og kirkjukórinn leiðir söng. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Lyftur opnar alla páskadagana

SKÍÐASVÆÐIÐ í Böggvisstaðafjalli við Dalvík verður opið alla páskadagana. Lyfturnar verða opnar frá kl. 10.00 til 17.00. Fullorðnum stendur til boða að kaupa 3ja til 5 daga lyftukort, á 1.200 til 2.000 krónur. Verð fyrir börn er helmingi lægra. Þá verða ferðir með snjótroðara á Böggvisstaðafjall og Böggvisstaðadal páskadagana. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Lyftur opnar alla páskadagana

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 47 orð

Læknirinn baðst afsökunar

SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra lagði fram formlega kæru á hendur sérfræðilækni til landlæknis vegna ummæla sem hann lét falla í síma við starfsmann ráðuneytisins. Kæran barst landlæknisembættinu í þessari viku og segir Ólafur Ólafsson að læknirinn hafi beðist afsökunar og málið verið látið niður falla. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Læknirinn baðst afsökunar

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Maður stunginn með hníf í bringu

MAÐUR á fimmtugsaldri var stunginn nokkrum stungum með hnífi á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins og var fluttur á slysadeild. Hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn var handtekinn og gisti fangageymslur þá nótt. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 224 orð

Meðalaldur þingmanna á kjördegi 45,68 ár

MEÐALALDUR þingmanna á komandi löggjafarþingi Íslendinga er 45,68 ár ef miðað er við kjördag. Elstur þingmanna er Egill Jónsson (D), 64 ára. Flokksbróðir hans Ólafur G. Einarsson er 62 ára og Kristín Halldórsdóttir (V) er elst þingkvenna, 55 ára. Yngsti þingmaðurinn að þessu sinni er Lúðvík Bergvinsson (A), sem verður 31 árs í lok mánaðar og yngst þingkvenna er Siv Friðleifsdóttir (B), 32 ára. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 37 orð

Með Stalín á kviðnum

RÚSSNESKI listamaðurinn Grígoríj Fjodorov leggur lokahönd á förðunarverk. Er það mynd af einræðisherranum Jósef Stalín sem hann málar á líkama sýningarstúlku. Hefur hann þann starfa að mála myndir á dansara í næturklúbbum Moskvuborgar. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 213 orð

Messur um páskana

AKUREYRARPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónustur í dag, skírdag kl. 10.30 og 13.30. Fyrirbænaguðsþjónusta og almenn altarisganga kl. 20.30. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00 föstudaginn langa. Messa á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16.00. Kór aldraðra syngur, organisti Sigríður Schiöth. Altarisganga kl. 19.30 sama dag vegna ferminga á skírdag. Hátíðarguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 218 orð

Messur um páskana

13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Milt regn eftir harðan vetur

13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Milt regn eftir harðan vetur

ÚRKOMAN á Akureyri síðustu mánuði hefur verið í formi snjókomu, en í gærdag brá svo óvenjulega við að það rigndi heil ósköp um tíma. Börnin voru ekki sein á sér að skella sér í gallann og út að sulla í pollunum. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Minnisblað lesenda

Slysadeild og sjúkravakt Borgarspítalans eru opnar allan sólarhringinn og sinna slysa- og neyðartilfellum. Sími slysadeildar er 696641. Læknisþjónusta Helgarvakt lækna er frá kl. 17 á miðvikudegi fyrir páska til kl. 8 á þriðjudagsmorgni eftir páska. Símanúmer vaktarinnar er 91 21230. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 181 orð

Mitterrand vill hætta sem fyrst

FRANSKA dagblaðið Le Figaroskýrði frá því í gær að François Mitterrand Frakklandsforseti vilji láta af embætti fyrr en venja er í kjölfar forsetakosninga. Síðari umferð kosninganna verður 7. maí og segir blaðið Mitterrand vilja hverfa úr embætti 10. maí en kjötímabili hans lýkur 20. maí. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Morgunblaðið/Ingibjörg

Morgunblaðið/Ingibjörg Skíðagönguveður VETUR konungur hefur sýnt á sér ýmsar hliðar í undanhaldinu síðustu daga. Skíðagöngumenn hafa heldur ekki látið segja sér tvisvar að iðka göngu þegar veður hefur gefist til. Meira
13. apríl 1995 | Landsbyggðin | 335 orð

Námskeið í útskurði á Jökuldal

Vaðbrekku, Jökuldal-Námskeið í útskurði var haldið á vegum endurmenntunardeildar Bændaskólanna á Hólum og Hvanneyri í umsjá Búnaðarsambands Austurlands, og stóð í þrjá daga. Meira
13. apríl 1995 | Fréttaskýringar | 167 orð

Nils Henning Ørsted- Pedersen Nils Henning segist hafa þekkt vel

Nils Henning segist hafa þekkt vel til Bellmans, "enda er hann hluti af norrænum t´onlistarafi, tr´ubad´urarfi. Hrafn sendi okkur lag sem hann hafði valið, ´eg leit ´a hann og svo unnum við Björn og Egill það saman, gerðum skissu, spiluðum okkur saman og það hlj´omaði svo vel að það var tekið upp. Það var afskaplega gaman að vinna þetta verk. Meira
13. apríl 1995 | Landsbyggðin | 132 orð

Níu þúsund vinningar í boði

Selfossi, Morgunblaðið- KJÖRÍS í Hveragerði kynnir þessa dagana nýjan leik sem tengist framleiðslu íspinna. Í hverjum pakka af íspinnum sem boðinn er til sölu er skafmiði ásamt þeim átta íspinnum sem í pakkanum eru. Vinningar eru yfir 9.000, í vor verður m.a. í boði fjölskylduferð og fimm heimsborgarferðir koma í pakkana seinni part sumars. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 331 orð

Pasqua styður Schengen án hiks

CHARLES Pasqua, innanríkisráðherra Frakklands, og einn helsti leiðtogi þeirra Frakka, sem hafa efasemdir um Evrópuþróunina, varði í gær opnun landamæra milli sjö ESB- ríkja. "Ég tel Schengen-samkomulagið vera skref fram á við, ekki síst þegar kemur að beiðnum um pólitískt hæli...Það er Frökkum mjög mikilvægt," sagði Pasqua í viðtali. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 317 orð

PÉTUR J. THORSTEINSSON FYRRV. SENDIHERRA LÁTINN

PÉTUR J. Thorsteinsson fyrrverandi sendiherra er látinn á 78. aldursári. Pétur var fæddur í Reykjavík, sonur Katrínar Pétursdóttur Thorsteinsson og Eggerts Briem. Pétur starfaði í utanríkisþjónustu Íslendinga frá 1944 til 1987. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 40 orð

Reuter Með Stalín á kviðnum

13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 58 orð

Reuter Svínað á lögunum?

13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

REYKJAVÍKURHÖFN í samvinnu við ýmsa aðila stendur að kynningum á sjónu

í samvinnu við ýmsa aðila stendur að kynningum á sjónum og því sem í honum býr og sambúð manns og sjávar. Frá því í marsbyrjun hefur smágerður sægróður verið að aukast í gömlu höfninni eins og í sjónum útifyrir. Það vorar fyrr í sjónum en á landi því stjórnar aukin sólarbirta, hitastigið hefur þar lítil áhrif. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Rúmar 43,2 milljónir í malbiksviðgerðir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 43,2 milljón króna tilboði lægstbjóðanda Loftorku hf., í malbiksviðgerðir í Reykjavík. Fjögur tilboð bárust gatnamálastjóra í heildarverkið en útboðsgögn gerðu ráð fyrir að hægt yrði að skipta verkinu í áfanga. Aðrir sem buðu voru Malbik og völlun hf., Halldór og Guðmundur og Hlaðbær ­ Colas hf. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 181 orð

Rússar beittu óþarfa hörku í Samashkí

ALÞJÓÐA Rauði krossinn (ICRC) hélt því fram í gær, að rússneskar hersveitir hefðu banað að minnsta kosti 250 manns, aðallega óbreyttum borgurum, er þær tóku tsjetsjensku borgina Samashkí um síðustu helgi. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 384 orð

Samningsdrögin talin viðunandi fyrir Ísland

FUNDI úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York lauk í New York í gær. Í fyrrakvöld lagði formaður ráðstefnunnar, Satya N. Nandan, fram endurskoðuð drög að væntanlegum úthafsveiðisáttmála. Helgi Ágústsson, sendiherra og formaður íslenzku sendinefndarinnar á ráðstefnunni, segir að drögin séu viðunandi fyrir Ísland. ESB olli fjaðrafoki Meira
13. apríl 1995 | Fréttaskýringar | 183 orð

Sean Keane "\Eg verð að viðurkenna að ´eg þekkti l´tið

"\Eg verð að viðurkenna að ´eg þekkti l´tið til Bellmans, en þegar ´eg f´or að skoða það sem Hrafn sendi okkur fannst m´er eins og hann heði getað verið ´rskur, hrifinn af v´ni og v´fi," segir Keane og hlær við. "Hann virðist hafa verið merkilegur maður og skemmtilegur lagasmiður, þv´lögin hans eru gr´pandi og aðgengileg. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 313 orð

Síldveiðideila við Eystrasalt

13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 311 orð

Síldveiðideila við Eystrasalt ENN ein fiskvei

ENN ein fiskveiðideilan hefur nú skotið upp kollinum er snurða hljóp á þráðinn í samningaviðræðum Eistlendinga og Litháa. Ríkin deila um veiðar í Eystrasalti, en eistneska strandgæslan segist hvað eftir annað hafa tekið litháíska togara að ólöglegum síldveiðum í Riga-flóa, sem yfirvöld í Tallin telja heyra til Eistlands. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 153 orð

Skinnaiðnaður hf. styrkir íþróttaog menningarstarf

SKINNAIÐNAÐUR hf. afhenti í gær styrki að upphæð hálf milljón króna til styrktar starfsemi á sviði íþrótta- og menningarmála. Afráðið var að veita fimm aðilum þessa styrki í stað þess að verja litlum upphæðum til margvíslegrar starfsemi. Alls bárust 19 umsókir um styrkina. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 344 orð

Skipulögðu njósnahring með Rússagulli

ÞRÍR sagnfræðingar, tveir bandarískir og einn rússneskur, greindu frá því á mánudag að bandaríski kommúnistaflokkurinn hefði ofið njósnanet, sem Sovétríkin fjármögnuðu í Bandaríkjunum. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

SKÍÐADEILDIR ÍR og Víkings standa fyrir ýmsum

ÍR og Víkings standa fyrir ýmsum uppákomum um páskana á skíðasvæðum sínum, þ.e. í Hamragili og í Sleggjubeinsskarði sem rekin eru í sameiningu sem skíðasvæðin við Kolviðarhól. Skíðakennsla verður hjá báðum félögum alla dagana og sérstök barnaleiksvæði verða útbúin. Föstudaginn langa kl. Meira
13. apríl 1995 | Fréttaskýringar | 2459 orð

Sóknarprestur á Svalbarða

ÉG HEF alltaf verið Norðurhjaramaður," segir séra Skírnir Garðarsson, nú sóknarprestur í Tempe- prestakalli í Niðarósi. Leiðir hans hafa legið víða um Norður-Noreg frá því hann flutti frá Íslandi fyrir 16 árum. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 256 orð

Stal og sveik fé af öldruðum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á mánudag 35 ára konu til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir tékkafals og fyrir að hafa svikið fé út úr öldruðu fólki. Hún fékk t.d. aldraðan mann til að afhenda sér tæpar 400 þúsund krónur, en í dóminum kom fram að hann hafi ekki gert sér grein fyrir verðgildi þess fjár sem hann afhenti. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Stækkun álvers undirbúin

9,5 milljarða lán Landsvirkjunar Stækkun álvers undirbúin HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, undirritaði á þriðjudag í London lánssamning upp á 150 milljónir dollara sem svarar til um 9,5 milljarða kr. og er sá stærsti sem íslenskur aðili hefur gert á evrópskum bankamarkaði. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Sumarkomu fagnað í Árseli

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN í Árseli gengst í ár í áttunda skiptið í röð fyrir fjölskylduskemmtun í Árbæjarhverfi á sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Dagskráin er miðuð við alla fjölskylduna og hefst með skrúðgöngum frá Selásskóla og Ártúnsskóla klukkan 13.30. Göngurnar mætast við Ársel. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sumarkomu fagnað í Árseli

13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 54 orð

Svínað á lögunum?

BREZK lögreglukona ræðir við mótmælanda gegn útflutningilifandi dýra til annarra Evrópusambandslanda fyrir utan byggingu hæstaréttar í London í gær. Í sumum brezkum höfnum hefur verið sett bann við skepnuútflutningi vegna ótta hafnaryfirvalda við mótmæli dýravina. Hæstiréttur dæmdi slíkt bann í gærólöglegt og úr gildi fallið og vildu dýravinir mótmæla dómnum. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 166 orð

"Tek fúslega að mér þetta hlutverk"

UTANRÍKISRÁÐHERRA Kína og eiginkona hans munu snæða kvöldverð á heimili Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra og eiginkonu hans á föstudagskvöld. Eiginkona utanríkisráðherra, Bryndís Schram, Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 201 orð

Tölvusímaskrá í Windows- umhverfi

TÖLVUVÆDD símaskrá fyrir Windows-umhverfið kemur út 15. júní í útgáfu Bókaútgáfunnar Aldamóta. Skráin inniheldur í fyrstu útgáfu nöfn fyrirtækja og stofnana. Auðvelt á að vera að velja og afrita upplýsingar í Tölvusímaskránni og skeyta inn í önnur forrit. Notandi getur bætt eigin upplýsingum við Tölvusímaskrána og fyrirtæki með netkerfi geta samnýtt allar upplýsingar hennar. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Upplýsingasöfnun fyrir stjórnarmyndunarviðræður

Unnið var að því í gær í ráðuneytum að safna saman upplýsingum um þau mál og málaflokka sem ræða á sérstaklega í viðræðum stjórnarflokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Búist er við að ef af samningum um áframhaldandi samstarf flokkanna verður muni stjórnarsáttmálinn í upphafi verða einfaldur og sumarið notað til að útfæra nánar stefnumálin líkt og gert var þegar Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Utanríkisráðherra Kína á Bessastöðum

UTANRÍKISRÁÐHERRA Kína, Qian Qichen, eiginkona hans, Zhou Hanqiong, og fylgdarlið heimsóttu Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, í gær. Var myndin tekin er þau ræddu saman á Bessastöðum; fyrir miðju er túlkur. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 404 orð

Vaxandi samskipti á mörgum sviðum

FRÁ því að Kína og Ísland tóku upp stjórnmálatengsl 1971 hafa samskipti ríkjanna farið stöðugt vaxandi og sama er að segja um samstarf á sviði stjórnmála og efnahagsmála, einnig í vísindum og tækni, segir í yfirlýsingu sem Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína og einn af varaforsætisráðherrum landsins, sendi frá sér við komuna hingað til lands í gær. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 1308 orð

Veðurhorfur:

Veðurhorfur: Horfur í dag: Suðvestan stinningskaldi eða allhvass og él framan af degi en heldur hægari og úrkomulítið með kvöldinu. Frost 1­3 stig. Horfur á föstudag: Vestan stinningskaldi og él. Frost 1­3 stig. Horfur á laugardag: Vestan eða suðvestan kaldi og snjó- eða slydduél. Hiti um eða rétt undir frostmarki. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Vesturhlíðarskóli ­ nýtt nafn á skóla heyrnarlausra

SKÓLI heyrnarlausra, áður Heyrnleysingjaskólinn, hefur fengið nýtt nafn: Vesturhlíðarskóli. Menntamálaráðuneytið hefur nýverið að tillögu skólastjórnenda staðfest þessa nafnabreytingu. Í fréttatilkynningu segir, að nýja nafnið sé í samræmi við nafngiftir annarra skóla sem bera örnefni og eins sé það í stíl við nöfn skóla í nágrenninu, Öskjuhlíðarskóla og Suðurhlíðarskóla. Meira
13. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 327 orð

Vikulegt sætafram boð um 1.000 sæti

EMERALD European Airways, EEA, sem stofnað var sl. haust og er í eigu íslenskra og breskra aðila, er eitt fjögurra erlenda flugfélaga sem verða með beint áætlunarflug til Íslands í sumar. Auk EEA er um að ræða SAS og Lufthansa sem hafa flogið hingað undanfarin sumur, auk þýska flugfélagsins LTD sem hefur ekki verið með beint áætlunarflug hingað áður. Meira
13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Von og vísa

13. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Von og vísa

LISTVINAFÉLAG Akureyrarkirkju efnit til tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju næstkomandi laugardag, 8. apríl kl. 17.00 en þeir bera yfirskriftina Von og vísa. Þar koma fram Anna Pálína Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson og flytja efni af geislaplötu sinni, Von og vísa sem hefur að geyma þekkta sálma í nýjum og óvenjulegum útsetningum. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 123 orð

Winnie fær uppreisn

NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, hefur ákveðið að afturkalla brottrekstur eiginkonu sinnar, Winnie Mandela, úr embætti aðstoðarráðherra til að komast hjá illvígum deilum og réttarhöldum. Henni var vikið úr embætti í lok mars. Meira
13. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 69 orð

Þingmenn reknir út

Reuter FJÖLDI hermanna braust inn í þinghúsið í Mínsk í Hvíta-Rússlandi í gær og rak út þingmenn sem þar höfðu verið í hungurverkfalli til þess að lýsa vanþóknun sinni á Alexander Lúkashenko forseta, sem sækist eftir auknum vödlum. Forsetinn hefur hótað að leysa þingið upp samþykki það ekki að efna til þjóðaratkvæðis um ný stjórnlög. Meira
13. apríl 1995 | Miðopna | 1334 orð

Öll þýsk börn lesa sögurnar um Nonna

HÉR Á LANDI voru staddir um síðustu helgi þeir dr. Winfried Gellner frá menningarmálaráði Kölnarborgar í Þýskalandi og Horst Adam frá menningarmálaráði þýsku borgarinnar Bielefeld til þess að undirbúa þátttöku íslenskra listamanna í íslenskri menningarhátíð í Þýskalandi, sem fram mun fara í fjórum þýskum borgum í sumar, Bonn, Köln, Bielefeld og Krefeld. Meira

Ritstjórnargreinar

13. apríl 1995 | Leiðarar | 685 orð

SAMFÉLAGSVANDI OG TRÚ FREK mannsandans á öld vísinda og tæk

SAMFÉLAGSVANDI OG TRÚ FREK mannsandans á öld vísinda og tækni hafa stundum orðið til þess að maðurinn hefur gleymt því að hann er sjálfur hluti af sköpunarverkinu og sett sjálfan sig í hlutverk skaparans, fundizt Guð óþarfur. Meira

Menning

13. apríl 1995 | Menningarlíf | 83 orð

Barnakór í hátíðarmessu SKÓLAKÓR Kópavogs undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra syngur hátíðarsöngva Bjarna

SKÓLAKÓR Kópavogs undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra syngur hátíðarsöngva Bjarna Þorsteinssonar í hátíðarmessu í Kópavogskirkju kl. 11 á páskadag og mun þetta vera í fyrsta sinn sem barnakór syngur heila hátíðarmessu hér á landi. Rík áhersla verður lögð á fagra tónlist í Kópavogskirkju á páskadag. Meira
13. apríl 1995 | Kvikmyndir | 374 orð

Bágt er heimskum að breyta rétt

Leikstjóri Charles Russell. Aðalleikendur Jim Carrey, Jeff Daniels, Teri Garr. Bandarísk. New Line Cinema 1994. ÞAÐ fer ekki á milli mála að ný stjarna í gamanleik er fædd. Jim Carrey hefur sannað það í örfáum myndum að hann er kominn til að vera. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 1304 orð

Birta og kvöl í Madríd

Í BYRJUN apríl í Madríd er allt orðið grænt sem á að verða það. Útvarpsmaður vitnar í Svefngönguljóð García Lorca um ástina á grænkunni, þrána eftir græna litnum. Dagurinn er heitur, borgin stór en friðsæl. Rithöfundar undir vaxandi mána Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 227 orð

Einar Már og Thor á ensku

SKÁLDSÖGURNAR Englar alheimsins og Grámosinn glóir eftir verðlaunahöfundana Einar Má Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson hafa verið þýddar á ensku og koma út í Englandi á þessu ári. Grámosinn glóir, sem kemur í bókaverslanir ytra seinni hlutann í maí, hefur hlotið nafnið Justice Undone en verk Einars, sem gefið verður út í október, kallast einfaldlega Angels of the Universe. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 667 orð

Einsöngvararnir í essinu sínu

FAGNAÐARLÁTUNUM ætlaði aldrei að linna eftir óperutónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands með einsöngvurunum Kristjáni Jóhannssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar í troðfullu KA-húsinu á Akureyri í gærkvöld. Áhorfendum dugði ekki minna en þrjú aukalög eftir að langþráðum tónleikunum lauk, en mikil eftirvænting var í bænum fyrir tónleikana. Meira
13. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 112 orð

Fimm ára afmæli Glaumbars

13. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 104 orð

Fimm ára afmæli Glaumbars

HALDIÐ var upp á fimm ára afmæli Glaumbars síðastliðið laugardagskvöld. Í tilefni dagsins var gestum boðið upp á fríar veitingar í tvo tíma. "Acid"-djassband staðarins sá um að halda uppi stemmningu í afmælisveislunni fram að miðnætti, en þá tók "Föstudagsfiðringurinn" Maggi Magg við og var með diskótek fram undir morgun. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 246 orð

Geisladiskar Sinfóníuhljómsveitarinnar fá góða dóma

GEISLADISKAR Sinfóníuhljómsveitar Íslands halda áfram að vekja eftirtekt og aðdáun í erlendum blöðum og tímaritum. Í marshefti tímaritsins Grammaphone er tekinn til umfjöllunar diskur SÍ með tónlist eftir Hugo Alfvén undir stjórn Petri Sakari, sá sami og áður hefur fengið hina bestu dóma. Meira
13. apríl 1995 | Kvikmyndir | 296 orð

Gulur stelur senunni

Leikstjóri og handritshöfundur: Phillip Borsos. Aðalhlutverk: Mimi Rogers, Bruce Davison, Jesse Bradford, Tom Bower. 20th Century Fox. 1994. BARNA- og fjölskyldumyndin Týndir í óbyggðum er hin þokkalegasta skemmtun um ungan dreng sem týnist í óbyggðum með hundinum sínum og bjargar sér sem best hann getur. Meira
13. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 148 orð

Háskólabíó frumsýnir Barnið frá Macon

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni Barnið frá Macon eftir breska leikstjórann Peter Greenaway sem frægastur er fyrir listaverkið Kokkurinn, þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar. Í aðalhlutverkum eru Ralph Fiennes og Julia Ormond. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Hlæðu, Magdalena, hlæðu

11. VERK leikársins verður frumsýnt í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum mánudaginn 17. apríl. Það er tvíleikurinn Hlæðu, Magdalena, hlæðu eftir Jökul Jakobsson. Þetta verk samdi Jökull árið 1975 og er það eitt af síðustu verkum hans, en hann lést árið 1978. Meira
13. apríl 1995 | Myndlist | 521 orð

Hrærigrautur

Pétur Örn Friðriksson Opið mánud.­fimmtud. kl. 13­19 og föstud.­sunnud. kl 13­16 til 23. apríl.Aðgangur ókeypis. ÁHUGI listamanna á vísindum er sjálfsagt jafngamall listinni. Leonardo da Vinci var vissulega hvoru tveggja í senn, listamaður og vísindamaður, eins og vel er þekkt af fjölmörgum skissubókum hans. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 818 orð

Í forgarði dýrðarinnar

4. tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands starfsárið 1994-1995. Konsertmeistari: Szymon Kuran. Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónverk á efnisskrá eftir tónskáldin: Bizet: úr óperunni Carmen ­ forleikur og Blómaaría. Gounod: úr óperunni Rómeó og Júlíu ­ arían Dieu, quel. Meira
13. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 184 orð

Íslenskar fyrirsætur í keppni erlendis

TUTTUGU og fimm fyrirsætur með sjö leiðbeinendum frá Skóla Johns Casablanca á Íslandi munu ferðast til Bandaríkjanna á föstudaginn kemur. Þar munu fyrirsæturnar taka þátt í alþjóðlegri keppni MAAI á Waldorf Astoria-hóteli í New York. Keppnin er haldin í þrítugasta og fimmta skipti í ár og búist er við um tvö þúsund keppendum hvaðanæva úr heiminum. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 389 orð

Í tímaleysi andartaksins

"VERKIÐ gerist í tímaleysi andartaksins. Það fjallar um tvær konur sem lifðu einu sinni glæsta daga en eru orðnar gamlar fyrir aldur fram. Þær hafa eiginlega orðið eftir í tímanum og passa ekki lengur inn í þjóðfélagið," segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona sem fer ásamt stöllu sinni Höllu Margréti Jóhannesdóttur með aðalhlutverk í tvíleiknum Hlæðu, Magdalena, hlæðu eftir Jökul Jakobsson. Meira
13. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 207 orð

Kolrassa krókríðandi spreytir sig erlendis

HLJÓMSVEITIN Kolrassa krókríðandi hefur í nógu að snúast á næstunni. Hún er á leið utan til að leika á tónleikum í Danmörku og Finnlandi. Til að byrja með mun hún halda tvenna tónleika í Kaupmannahöfn, annars vegar með dönsku sveitinni Thau í klúbbnum Loppen 20. apríl og hins vegar á Stengade 30 hinn 24. apríl. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 1372 orð

Leikhús upprisu og lífs

HELGISIÐIR flestra trúarbragða eru að verulegu leyti leikræn túlkun á samskiptum manna við guðdóminn. Söfnuðinum eru gerð ljós helstu trúaratriði og oft eru sviðsett, beint eða óbeint, atvik úr helgum sögnum. Reyndar er upphaf leikhússins að finna í trúarathöfnum. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 139 orð

Leirlist í Strassburg

NÝVERIÐ lauk sýningu Ragnheiðar Í. Ágústsdóttur á leirlistmunum í sýningarsal ADEAS í Strassburg í Frakklandi. Þetta er fyrsta einkasýning Ragnheiðar, en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á meginlandi Evrópu. Um þessar mundir tekur Ragnheiður þátt í samsýningu í listamiðstöðinni "Maison de la Cheramique" í Mulhouse, Frakklandi. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 146 orð

Leirlist í Strassburg

13. apríl 1995 | Kvikmyndir | 355 orð

Mannalæti í labbakútum

Leikstjóri Penelope Spheeris. Handrit Paul Gruay, Stephen Meyers, Penelope Spheeris. Kvikmyndatökustjóri Richard Bowen. Tónlist William Ross. Bandarísk. Universal 1994. Leikstjórinn, Peneleope Spheeris, hefur víða komið við á ferlinum. Vakti fyrst athygli með Hnignun vestrænnar menningar I., og II. ("The Decline of Western Civilization I. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 184 orð

Margverðlaunaður spænskur gítaristi

SPÆNSKI gítarleikarinn Manuel Babiloni mun halda gítartónleika í Áskirkju þriðjudaginn 18. apríl og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum mun hann eingöngu spila spænska tónlist en fyrir túlkun sína á henni hefur hann unnið til ýmissa verðlauna. Hann mun spila verk eftir F. Sor, F. Tarrega, J. Turina, V. Asincio, I. Albeniz og D. Fortea. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 92 orð

Málverkasýning Gunnars Í. GUNNAR Í. Guðjónsson opnar málverkasýningu í Nesbúð á Nesjavöllum. Gunnar er fæddur í Reykjavík 1941.

GUNNAR Í. Guðjónsson opnar málverkasýningu í Nesbúð á Nesjavöllum. Gunnar er fæddur í Reykjavík 1941. Hann hélt til náms í teikningu og málaralist við skólann Excuela Marssana á Spáni 1972. Árið 1974 flutti Gunnar aftur heim til Íslands og sama ár hélt hann stóra sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Morgunblaðið/Rúnar ÞórMikil upplifun

Diddú og Kristján eða Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristján Jóhannsson voru klöppuð upp hvað eftir annað á Akureyri í á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í gærkveldi, þar sem þau voru í aðalhlutverkum, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Þau voru óspart hyllt af áhorfendum í troðfullu íþróttahúsi KA í lok tónleikann og launuðu þakklátum áheyrendum með þremur aukalögum. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 677 orð

Orðin hafa öðlast nýja merkingu

"ÞETTA á erindi við alla sem vilja upplifa píslarsögu Jesú Krists á þessum tíma," segir Jón Stefánsson stjórnandi Kórs Langholtskirkju sem setja mun Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach á svið um páskana. Kórinn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en fáum sögum fer af sviðsetningu á verkinu sem er byggt á Jóhannesarguðspjallinu. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 115 orð

Páskabarokk

13. apríl 1995 | Menningarlíf | 113 orð

Páskabarokk

LAUGARDAGINN 15. apríl næstkomandi kl. 16 verða haldnir páskatónleikar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Flutt verður tónlist eftir J.S. Bach, og Händel. Þeir sem koma fram eru Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópransöngkona, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir með barokkflautur, Örnólfur Kristjánsson með barokkselló og Christine Lecoin semballeikari, Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 116 orð

Páskasýning Myndlistarfélags Árnessýslu opnuð á skírdag

Selfossi-Páskasýning myndlistarfélags Árnessýslu verður opnuð á skírdag klukkan 14.00 í safnahúsinu við Tryggvagötu á Selfossi dagana 13.­23. apríl og verður opin milli 14 og 18 alla dagana. Um árlega sýningu er að ræða þar sem hver þátttakandi á 4­5 myndir á sýningunni. Meira
13. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 224 orð

Sambíóin sýna myndina Í bráðri hættu

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga spennumyndina "Outbreak" eða Í bráðri hættu eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Með aðalhlutverk fer Dustin Hoffman sem sést nú aftur á hvíta tjaldinu eftir nokkurt hlé. Í öðrum stórum hlutverkum eru Rene Russo, Morgan Freeman og Patrick Dempsey. Meira
13. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð

Síðbúin öskudagsskemmtun

13. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð

Síðbúin öskudagsskemmtun

VEGNA óveðra og vondrar færðar varð að fresta hefðbundinni öskudagsskemmtun í Skjöldólfsstaðaskóla seinnipart vetrar. Foreldrafélag Skjöldólfsstaðaskóla átti að standa fyrir skemmtuninni og ótækt þótti að láta ótíðina í vetur koma í veg fyrir að hún yrði haldin. Það var því nú um sumarmálin að blásið var til öskudagsfagnaðar á vegum foreldrafélagsins. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 99 orð

Styttist í Stakkaskipti

NÚ ERU æfingar langt á veg komnar á Stakkaskiptum, nýju íslensku leikriti sem frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í byrjun maí. Höfundur Stakkaskipta er Guðmundur Steinsson. Stakkaskipti fjallar um sömu fjölskyldu og sagt var frá í öðru leikriti Guðmundar, Stundarfriði, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og víðar fyrir fimmtán árum. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 103 orð

Styttist í Stakkaskipti

13. apríl 1995 | Kvikmyndir | 399 orð

Textalaus í New York

Leikstjóri: Daniel Argrant. Aðalhlutverk: Eric Stoltz, Mary- Louise Parker, Jill Clayburgh, Tony Curtis, Timothy Dalton og Kathleen Turner. Pandora. 1995. RÓMANTÍSKA gamanmyndin Nakinn í New York er fyrsta mynd leikstjórans Daniels Argrant, sem Martin Scorsese virðist hafa tekið upp á arma sína. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 104 orð

Tileinkuð Esjunni

13. apríl 1995 | Menningarlíf | 98 orð

Tileinkuð Esjunni

ANNA JÓA opnar málverkasýningu í Gallerí Greip á laugardaginn, þar sem málverkin eru tileinkuð Esjunni. Þetta er önnur einkasýning Önnu, en fyrsta einkasýning hennar var í Gallerí Sólon Íslandus sl. haust. Meira
13. apríl 1995 | Menningarlíf | 46 orð

Vatnslita- og pastelmyndir

HANS Christiansen myndlistarmaður opnar myndlistarsýningu í Safnaðarheimili Hveragerðis á morgun, föstudaginn langa, kl. 14. Á sýningunni verða vatnslita- og pastelmyndir ásamt teikningum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 til 20 og lýkur henni að kvöldi annars páskadags. Morgunblaðið/ÞorkellHans Christiansen á vinnustofu sinni. Meira

Umræðan

13. apríl 1995 | Velvakandi | 408 orð

áskar eru elzta hátíð kristinna manna og raunar mun eldri

áskar eru elzta hátíð kristinna manna og raunar mun eldri en kristnin. Rætur þeirra eru frá tímum Hebrea, sem voru hirðingjar, sem flökkuðu milli bithaga með sauðfé og geitur. Um þetta má allt lesa í Sögu daganna, sem geymir mikinn fróðleik um páska sem annað úr almanaki okkar. Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 1247 orð

Hugleiðingar að loknu verkfalli og afloknum kosningum

Hugleiðingar að loknu verkfalli og afloknum kosningum Ég skora á þá, sem koma til með að sitja í næstu ríkistjórn, segir Björk Jónsdóttir, að láta menntamál hafa forgang. KOSNINGUM til Alþingis er nú lokið og hefjast nú stjórnarmyndunarviðræður. Nýr kjararsamningur kennara hefur verið lagður fram. Meira
13. apríl 1995 | Velvakandi | 472 orð

Hvers vegna eru banka stjórar Landsbankans ekki kallaðir til ábyrgðar?

Í VIÐTALI við Sverri Hermannsson í Morgunblaðinu 10.5. 1994, er jafnframt vitnað í erindi hans á fundi hjá SH skömmu áður, þar sem hann sagði meðal annars að offjárfesting, óráðsía og gegndarlaus eyðsla væri orsök kreppunnar á Íslandi. Hann sagði einnig að kunningsskapur, fyrirgreiðsla og atkvæðakaup stjórnmálamanna hefði miklu um fjárfestingarákvarðanir ráðið. Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 692 orð

Jákvæð afstaða til byggingar tónlistarhúss fyrir aldamót!

HINN 3. apríl sl. hélt Bandalag íslenskra listamanna opinn fund um menningarmál á Hótel Sögu, þar sem fulltrúar flokkanna í menningarmálum sátu fyrir svörum. Ég leyfði mér þar að standa upp og bera fram eftirfarandi spurningu með eftirfarandi inngangi: 1.Byggt hefur verið sómasamlega yfir leiklist, myndlist og íþróttir, en ekki eitt einasta hús fyrir tónlist. 2. Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 777 orð

Köllunarákvæði laga um veitinguprestakalla og aðdragandi þeirra

SAKIR þess uppnáms, sem orðið hefur vegna ákvörðunar sóknarnefnda Hveragerðisprestakalls um að kalla sér prest án auglýsingar, skulu hér rifjuð upp nokkur atriði um aðdraganda þess, að ákvæði um köllun voru lögfest. Á hinu fyrsta kirkjuþingi, sem dr. Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 1644 orð

Rokkkóngurinn og ræturnar Þegar farið er yfir svið íslenska rokksins síðustu áratugina verður ekki horft framhjá þætti

ÞAÐ nægir ekki aðeins, að fara að vöggu dægurlagaflutnings í íslensku útvarpi, á árunum upp úr 1950, til að nálgast þær rætur, sem liggja að tónlistarmanninum Rúnari Júlíussyni, fæddum í Keflavík 13. apríl 1945. Það verður að leita víðar fanga. Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 649 orð

Sjávarútvegur er ekki bara fiskveiðar

Á UNDANFÖRNUM misserum hefur umræða um fiskveiðistjórnina farið vaxandi og hafa þær raddir verið háværastar sem vilja núverandi kerfi feigt. Það er athyglisvert, að nær allir sem krefjast breytinga á kerfinu gera það vegna eigin hagsmuna eða sérhagsmuna þeirra byggðarlaga sem þeir eru talsmenn fyrir. Í hnotskurn gengur þeim það eitt til að skara eld að eigin köku, þ.e. Meira
13. apríl 1995 | Velvakandi | 127 orð

Stúdentar í Ósló með tölvuheimilisfang

MORGUNBLAÐINU hefur borist orðsending frá stúdentum í Ósló, sem er svohljóðandi: "FISN er félag stúdenta í Ósló. Um leið og við bjóðum Íslendinga velkomna til Noregs, viljum við minna á heimilisfangið hjá FISN Gudrunarstofa, Sogn Studentby, Sognsveien 85, uppgangur 51,(hjá búðinni. Erum á efstu hæð), 0858 Oslo. Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 1328 orð

Syngjandi kirkja

ÞÓ að söngur og tónlist hafi frá öndverðu verið snar þáttur í kirkjulífi Íslendinga eða um hartnær þúsund ára skeið, var það ekki fyrr en á því Herrans ári 1941, sem embætti Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar var stofnað. Verkefni hans er eins og segir í lögum: "Að hafa með höndum yfirumsjón og skipulagningu kirkjusöngs innan þjóðkirkjunnar. Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 704 orð

"Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó"

Fyrir nokkrum árum átti ég samtal við heimilismann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Maður þessi var lífsreyndur, vel ern og hafði frá mörgu að segja. Þegar tal okkar barst að trúmálum sagði hann: "Það var skömmu eftir Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 1957 orð

Tryggð, kjarkur og staðfesta

Tryggð, kjarkur og staðfesta Fágæt barátta fyrir hesti sínum endurspeglast í lífi Haralds Haraldssonar og hestsins Kóra, sem kristallar tilfinningar margra Íslendinga til dýranna. Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 1326 orð

Umskipan sjúkrahúsamála í dreifbýli

("Gula skýrslan" er skýrsla sem gerð var að frumkvæði Sighvats Björgvinssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem hinn 30. apríl 1992 skipaði vinnuhóp um málefni sjúkrahúsa. Tillögur skýrslunnar gengu út á það að skera niður fjárframlög til dreifbýlissjúkrahúsa um 800 milljónir króna og leggja niður skurðlækningar á 5 þeirra. Meira
13. apríl 1995 | Aðsent efni | 2620 orð

Vaxandi háskóli og vísindastofnun á Norðurlandi

Háskólamenntun á Íslandi hefur tekið talsverðum breytingum á undanförnum árum. Liðin er sú tíð að hér var aðeins Háskóli Íslands því nú munu vera um 10 skólar á landinu þar sem fram fer kennsla á háskólastigi. Meira
13. apríl 1995 | Velvakandi | 1008 orð

Þakkarávarp

Í TILEFNI af áttatíu ára afmæli mínu þann 14. september síðastliðinn vil ég koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem gjörðu mér þessi tímamót mjög ánægjuleg. Með margra mánaða fyrirvara var ég búinn að hugsa um hvernig þetta ætti helst að vera. Meira

Minningargreinar

13. apríl 1995 | Minningargreinar | 326 orð

Bragi Reynir Axelsson

Sú harmafregn barst okkur á miðvikudaginn að hann Bragi hefði látist í vinnuslysi þá um morguninn. Enn sannast að maðurinn með ljáinn fellir alla að lokum að velli. En hér er stórt höggvið. Bragi bar ekki tilfinningar sínar á torg, hann var ímynd hins trausta í tilverunni. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 1121 orð

Bragi Reynir Axelsson

Mig langar til að minnast með nokkrum orðum vinar míns og fyrrum sveitunga, Braga Axelssonar frá Litlu-Brekku á Höfðaströnd, sem lést af slysförum miðvikudaginn 5. apríl sl., langt fyrir aldur fram. Við tíðindi sem þessi setur mann hljóðan og maður spyr sjálfan sig að því hver sé tilgangurinn með þessu ótímabæra fráfalli ungs manns í blóma lífsins. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 437 orð

Bragi Reynir Axelsson

"Hann Bragi er dáinn." Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Spurningarnar dundu innra með okkur, hvernig, hvenær og hvers vegna? Við kynntumst Braga fyrst fyrir um það bil 8 árum, þegar Bubba systir okkar kom með hann heim og kynnti okkur fyrir honum. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 218 orð

Bragi Reynir Axelsson

Orð sem segja ekki neitt en segja þó allt, þegar ég hugsa um mág minn, hann Braga heitinn frá Litlubrekku í Skagafirði, sem lést í vinnuslysi 5. apríl. Eins og ljós sem lýsir í myrkri og í mótlæti lífs míns og annarra vina hans. Hann var eins og stólpinn sem maður fann að tengdi mann sterku bandi, staðfastur og vandaður sem hann var í verki og ráðum. Honum haggaði ekkert nema annað væri betra. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 397 orð

Bragi Reynir Axelsson

Bragi minn, ekki átti ég von á því að skrifa eftirmæli yfir moldum þínum. Ég hélt að það yrðir þú sem ritaðir fáeinar línur til mín en ekki öfugt. En þannig er það nú samt. Að morgni miðvikudagsins 5. apríl, þar sem ég var við vinnu, var mér tjáð að áríðandi væri að ég hringdi heim. Þegar sambandi var náð sagði Hinni mér í símann að hann hefði slæmar fréttir að færa. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 156 orð

BRAGI REYNIR AXELSSON

BRAGI REYNIR AXELSSON Bragi Reynir Axelsson fæddist í Litlubrekku í Skagafirði 16. nóvember 1954. Hann lést af slysförum 5. apríl sl. Bragi var sonur Axels Þorsteinssonar, f. 28.10. 1927, og Kristbjargar Sigurjónu Bjarnadóttur, f. 13.5. 1935. Systkini hans eru Ingibjörg, f. 14.3. 1956, húsmóðir á Sauðárkróki, Bjarni, f. 30.1. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 93 orð

Bragi Reynir Axelsson Elsku Bragi, ég sakna þín og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, mömmu, Hinna og Ingu Jónu. Ég

Elsku Bragi, ég sakna þín og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, mömmu, Hinna og Ingu Jónu. Ég man eftir því þegar þú leyfðir mér að keyra bílinn og fara ofboðslega oft með þér í bíó. Einu sinni samdi ég ljóð sem ég gaf afa og ömmu, núna langar mig til þess að gefa þér það. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 104 orð

Bragi Reynir Axelsson Elsku Bragi, mig langar til að þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, Gunna og Ingu Jónu. Þú

Elsku Bragi, mig langar til að þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, Gunna og Ingu Jónu. Þú sást til þess að mér leið alltaf vel þegar ég kom í heimsókn til ykkar mömmu frá afa og ömmu úr Kópavoginum og þegar þið komuð suður brást það sjaldan að við skruppum í bíó. Þú gerðir mömmu mína hamingjusama og hjá ykkur leið mér vel. Ég sendi þér uppáhaldsljóðið þitt. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 211 orð

Eysteinn Sigurjónsson

Við fregnina um andlát Eysteins, fyrrum tengdaföður míns, streyma fram minningar frá Ásgarðsvegi 11 á Húsavík, sem í fjórtán ár var mér sem annað heimili. Í minningunni er hann og staðurinn eitt, svo góður fjölskyldufaðir og Þingeyingur sem hann var. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 362 orð

Eysteinn Sigurjónsson

Það var glaðvær hópur sem útskrifaðist úr Samvinnuskólanum lýðveldisárið 1944. Þrjátíu og tveir nemendur víðsvegar af landinu höfðu náð settu marki og fengið í hendur viðurkenningu þar um. Einn í þessum hópi var Eysteinn Sigurjónsson, bankagjaldkeri á Húsavík, er lést 4. þ.m. í Landspítalanum í Reykjavík og mun hann vera fimmti nemandinn sem burtkvaddur er úr hópi bekkjarsystkinanna. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 433 orð

Eysteinn Sigurjónsson

Elsku afi minn. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig núna, núna þegar allt átti að verða svo gott. Þú áttir að vera svo frískur eftir aðgerðina en það var bara svo margt annað sem hrjáði þig sem enginn vissi um og sá sjúkleiki hreif þig með sér yfir móðuna miklu. Þegar svona gerist sjáum við svo glögglega hvað við erum lítils megnug gagnvart hinum æðri máttarvöldum. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 357 orð

EYSTEINN SIGURJÓNSSON

EYSTEINN SIGURJÓNSSON Eysteinn Sigurjónsson fæddist 19. febrúar 1923 í Hraunkoti í Aðaldal, Suður- Þingeyjarsýslu, en ólst upp á Húsavík. Hann andaðist í Landspítalanum 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Ármannsson frá Hraunkoti, verslunarmaður, kennari og bæjargjaldkeri á Húsavík, f. 20.8. 1896, d. 30.3. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐBJÖRG STEINSDÓTTIR

Guðbjörg Steinsdóttir fæddist í Bjargarkoti í Fljótshlíð 8. apríl 1910. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli 1. apríl. Útför Guðbjargar var gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 12. apríl sl. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 1070 orð

Guðbjörg Steinsdóttir - viðb

Fyrir hugskotssjónum mínum hefst minning mín um Guðbjörgu Steinsdóttur sem sólarljós og hefur það varað lengi. Það ljós tengist sólarsumrinu 1954, er ég var 6 ára sendur að Hlíð til sumardvalar hjá Guðbjörgu og Lýð, föðurbróður mínum. Eitt af því sem fyrst merlar í minningu þessa góða sumars var sólmyrkvinn, sem gekk yfir landið. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 374 orð

Guðbjörg Steinsdóttir - viðb

Þegar fólk horfir til baka til æsku sinnar hygg ég að fyrir flestum sé myndin fyrst óljós en verði svo smám saman skýrari eftir því sem þroskinn hefur aukist. Í upphafi erum við öðrum háð að öllu leyti en verðum svo smám saman sjálfstæðari. Á þessum ferli mótast þroski okkar af þeim aðstæðum og einstaklingum sem takast á hendur að ala okkur upp. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 585 orð

Margrét Konráðsdóttir

Margrét Konráðsdóttir var langamma sona minna og einhver magnaðasti persónuleiki er ég hef kynnst. Hún var komin yfir sextugt er ég fór að fara á fjörurnar við nöfnu hennar og dótturdóttur og við fyrstu kynni heillaði hún mig uppúr skónum allt annan hátt en dótturdóttirin. Margrét var glæsileg kona, líkamleg reisn hennar mikil, en þó var innri maðurinn enn magnaðri. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 94 orð

MARGRÉT KONRÁÐSDÓTTIR

MARGRÉT KONRÁÐSDÓTTIR Margrét Konráðsdóttir fæddist 25. febrúar 1908. Hún lést 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar Konráð Andrésson, bóndi á Nýja-Bæ, Vatnsleysuströnd, og kona hans, Guðrún Kristjánsdóttir. Margrét átti þrjú systkini; Guðrúnu, er dó í æsku, Kristján og Valdimar, er einn lifir þeirra systkina. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 998 orð

Ólafur Sigurðsson

Ólafur Sigurðsson frá Eyrarbakka ­ æskuvinur minn og skólabróðir ­ er látinn eftir alvarleg veikindi hin síðustu misseri. Ég var fyrir löngu búinn að telja mér trú um að hann myndi ná a.m.k. 100 ára aldri. Fyrir örfáum árum leit hann út sem maður um fimmtugt, fallegur, glaðlegur og léttur í öllum hreyfingum, svo sem voru einkenni hans alla tíð. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 203 orð

ÓLAFUR SIGURÐSSON

ÓLAFUR SIGURÐSSON Ólafur Sigurðsson var fæddur í Guðmundarhúsi á Eyrarbakka 1. febrúar 1915. Hann lést 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Ólafsdóttir og Sigurður Guðmundsson, bæði borin og barnfædd á Eyrarbakka. Ólafur var 5. í röð 10 systkina. Þau voru: Baldur, f. 1906, Guðmundur, f. 1907, Ástríður, f. Meira
13. apríl 1995 | Minningargreinar | 131 orð

Ólafur Sigurðsson Ég er yngri af tveimur barnabarnabörnum hans langafa míns, bara 3ja ára, heiti Hrafnhildur Ása, mamma mín

Ég er yngri af tveimur barnabarnabörnum hans langafa míns, bara 3ja ára, heiti Hrafnhildur Ása, mamma mín heitir Tinna, pabbi minn Ævar og amma mín Ása, alveg eins og ég. Við Óli afi skoðuðum alltaf saman steinana sem hann og Lalla amma höfðu tínt og slípað, svo margir fallegir og mjúkir. Meira

Daglegt líf

13. apríl 1995 | Neytendur | 198 orð

Ekki verri þótt þau vökni

Í HERRAGARÐINUM, Aðalstræti og Kringlunni fást nú jakkaföt með teflonhúð sem, að sögn Sigurþórs Þórólfssonar verslunarstjóra, er nýjung í fataframleiðslu. Jakkafötin eru frá þýska fyrirtækinu Cruse og kosta 24.980. Þau eru úr 45% ull og 55% polyester. Teflonið á að hindra að hvers kyns vökvi setjist ofan í efnið og valdi blettum. Meira
13. apríl 1995 | Neytendur | 184 orð

Fullmeyrnað ungnautakjöt

KJÖTUMBOÐIÐ hefur sett á markað ungnautakjöt undir vörumerkinu Alltaf ferskt. Á umbúðum kemur fram að kjötið er fullmeyrnað og er meyrnunarferli nautakjöts útskýrt. "Okkur fannst skorta þessar upplýsingar fyrir neytendur," segir Helgi Óskarsson, framkvæmdastjóri. Meira
13. apríl 1995 | Neytendur | 293 orð

Gul páskakaka

PÁSKAKAKA ársins er með heslihnetubotni og gulu kremi, afar ljúffeng og einföld í tilbúningi. Hún er algjör hátíðakaka og ekki beint fallin til að hanga á horriminni. En hver gerir það hvort sem er um páskana, meiru skiptir ábyggilega hvað borðað er milli hátíða heldur en einmitt á þeim. Hnetukakan er eins og aðrar með svolitlum sykri og þar að auki rjóma í kreminu og eggjarauðum. Meira
13. apríl 1995 | Neytendur | 100 orð

Hægt að fá vörur frá Argos í búð

B. MAGNÚSSON hf. hefur til sölu hluta af vörum úr Argos-vörulistanum. Þær vörur sem kynntar eru í listanum og ekki eru til í versluninni, þarf að panta og getur tekið eina til tvær vikur að fá þær hingað. Meira
13. apríl 1995 | Neytendur | 256 orð

Sindrandi stjörnur á augnhárin

ÞAÐ sem glóir, hvers kyns pjátur sem stirnir á, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir, ef marka má evrópsk tískurit. Kona sem notar glansandi varalit, gylltan augnskugga eða silfraðan augnblýant tollir samkvæmt þessu í tískunni. Ekki er verra ef hún gengur í silfurlitum buxum eða stígvélum. Meira
13. apríl 1995 | Neytendur | 554 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
13. apríl 1995 | Neytendur | 583 orð

Steinskr nr. 41,7

Fastir þættir

13. apríl 1995 | Fastir þættir | 158 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Vetrar-Mitchell BSÍ

Föstudagskvöldið 7. apríl var spilaður einskvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. 34 pör spiluðu 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 420 og efstu pör voru: N/S Guðjón Sigurjónsson ­ Helgi Bogason538Eggert Bergsson ­ Þórir Leifsson524Guðlaugur Nielsen ­ Alfreð Kristjánsson457Haraldur Þ. Meira
13. apríl 1995 | Fastir þættir | 289 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hv

STARFSEMIN hefir verið lífleg í vetur, og þátttaka farið vaxandi eftir því sem liðið hefir á. Byrjað var á eins kvölds tvímenningi. Sigfús Þ. - Garðar G.134Úlfar G. - Jón G.131Ólafur St. - Guðmundur G.122 Þá hófst V.Í.S. tvímenningur sem stóð 3 kvöld. Úlfar G. - Jón G.353Kjartan Kj. - Þórður Sn.349Örn Fr. - Erlingur A. Meira
13. apríl 1995 | Fastir þættir | 97 orð

BRIDS Umsjón: Arnór R. Ragnarsosn Bridsfélagið Muninn, Sandge

Miðvikudaginn 5. apríl var spiluð 5. umferð af 7. umferðum. Fjórar efstu sveitirnar spila svo í sérstakri keppni í lokin og hart er barist um þriðja og fjórða sæti núna. Staðan sem hér segir: 1. sveit Heiðars Agnarssonar1072. sveit Karls G. Karlssonar1033. sveit Jóns Erlingssonar h/f804. sveit Björns Dúasonar725. sveit Grétars Sigurbjörns. Meira
13. apríl 1995 | Fastir þættir | 2161 orð

FERMINGAR ANNAN DAG PÁSKA FERMINGAR ANNAN DAG PÁSKA

FERMINGAR ANNAN DAG PÁSKA FERMINGAR ANNAN DAG PÁSKA FERMING í Áskirkju kl. 11.00. Fermd verða: Drengir: Bjarni Þór Árnason, Sæviðarsundi 25. Sigurður Ari Sigurjónsson, Sæviðarsundi 52. Stefán Logi Sívarsson, Skeljagranda 4. Stefán Svan Stefánsson, Langholtsvegi 173. Meira
13. apríl 1995 | Fastir þættir | 838 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 792. þáttur

792. þáttur Í 717. þætti minntist ég á ofnotkun og misnotkun orðsins flóra. Kemur til liðs við mig Björn Þórleifsson í bréfi, þar sem hann greinir frá tvennu sem nú meiðir eyru hans sýknt og heilagt: "Fyrra atriðið er notkun latneska orðsins flora, sem með okkar framburði er kallað flóra. Meira
13. apríl 1995 | Fastir þættir | 2354 orð

MESSURBænadagar og páskar

MESSURBænadagar og páskar Guðspjall dagsins: Upprisa Krists. (Mark. 16.) »ÁSKIRKJA: Skírdagur: Guðsþjónusta kl. 20.30 og í Hrafnistu kl. 14. Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 14. Guðsþjónusta í þjónustuíbúðum aldraðra v/Dalbraut kl. 15.30. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. Meira
13. apríl 1995 | Fastir þættir | 59 orð

ÞAU LEIÐU mistök urðu í vinnslu texta vegna nafna fermingarbarna að í L

ÞAU LEIÐU mistök urðu í vinnslu texta vegna nafna fermingarbarna að í Lágafellskirkju á skírdag var nafn Sunnefu Burgess þar skráð en svo átti ekki að vera. Í Borgarneskirkju féll niður nafn Kolbrúnar Gunnarsdóttur og önnur mistök sem hér verða leiðrétt: Guðbjörg Ásmundsdóttir, Skúlagötu 11. Guðmundur Snorri Benediktsson, Kveldúlfsgötu 28. Meira
13. apríl 1995 | Fastir þættir | 24 orð

Þau mistök urðu við birtingu vinningaskrár Happdrættis Háskóla Íslands

Þau mistök urðu við birtingu vinningaskrár Happdrættis Háskóla Íslands í blaðinu í gær að neðsti hluti skrárinnar féll niður. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira

Íþróttir

13. apríl 1995 | Íþróttir | 102 orð

AC Milan leikur tvo leiki á velli Reggiana

AC Milan og Genúa verða að leika tvo deildarleiki í 100 km fjarðlægð frá völlum sínum og greiða 1,9 millj. kr. ísl. í sekt. Það var ítalska knattspyrnusambandið sem ákvað þetta vegna morðsins á stuðningsmanni Genúa, sem var stunginn til bana fyrir utan völl Genúa 29. janúar - fyrir leik liðanna þar. Forráðamenn AC Milan hafa tilkynnt að liðið leiki gegn Torínó 23. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 150 orð

Allir keppendur fá verðlaunapening

VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta og er það 80. árið í röð sem hlaupið er haldið. Í tilefni afmælisins fá allir sem ljúka hlaupinu verðlaunapening. Hlaupið hefst og lýkur við ráðhúsið en hlaupið er kringum Tjörnina og í Hljómskálagarðinum, samtals um fimm kílómetrar fyrir 16 ára og eldri. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 159 orð

ANGELO Peruzzi,

ANGELO Peruzzi, markvörður Juventus, verður frá keppni í mánuð vegna meiðsla - tognaði á vöðva á fæti. Hann mun því ekki getað leikið seinni UEFA-leikinn gegn Dortmund og heldur ekki Gianluca Vialli. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 70 orð

Eyjastúlkur fá liðsstyrk

NÝLIÐARNIR í 1. deild kvenna í knattspyrnu, ÍBV, hafa fengið góðan liðsstyrk. Serbinn Svetlana Ritic, sem leikur stöðu miðvarðar, hefur gengið til liðs við Eyjastúlkur. Áður höfðu þær fengið til liðs við sig Oddnýu F. Jökulsdóttiur frá Hetti á Egilsstöðum og Sigrúnu Sigurðardóttur, sem hefur leikið með ÍBA og BÍ. Eyjamenn, sem hætti keppni í 1. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 88 orð

Fengu 32 verðlaunapeninga

ÍSLENSKU keppendurnir fengu alls 32 verðlaunapeninga Norðurlandamóti fatlaðra í sundi í Ringsted - ellefu gullverðlaun, fjórtán silfur og átta brons, og settu fjórtán Íslandsmet og tíu Norðurlandameistaramótsmet. Ólafur Eiríksson setti Norðurlandamet í 100 m skriðsundi, flokki S9 - 1.03,03 mín., Birkir R. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 237 orð

Handknattleikur Vináttulandsleikur Ísafj.:Ísland - Japankl. 16.30 Ef ekki verður flogið til Ísafjarðar verður leikið í Smáranum

Handknattleikur Vináttulandsleikur Ísafj.:Ísland - Japankl. 16.30 Ef ekki verður flogið til Ísafjarðar verður leikið í Smáranum í Kópavogi á sama tíma. EM heyrnarlausra Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 599 orð

Herbert Arnarson nýliði ársins og sá besti

HERBERT Arnarson úr ÍR var í gærkvöldi valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik og einnig besti nýliðinn. Þetta var kunngjört á lokahófi KKÍ sem fram fór í Stapanum í gær. Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík var valinn best í 1. deild kvenna og Erla Reynisdóttir, einnig úr Keflavík, besti nýliðinn í deildinni. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 401 orð

HK-menn meistari þriðja árið í röð

Leikmenn HK, kórónuðu leiktíð sína, í Íslandsmótinu í vetur og hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í þriðja sinn á þremur árum. Leikmenn HK hafa sýnt allar sýnar bestu hliðar í úrslitakeppninni og verið mun sprækari en andstæðingarnir úr Þrótti sem þó unnu deildakeppninna. Lið HK tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með glæsibrag í Digranesinu í gærkvöldi. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 83 orð

Hlynur löglegur með Örebro

HLYNUR Birgisson, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Þór, er orðinn löglegur með sænska liðinu Örebro. Þórsarar samþykktu félagaskiptin í gær og getur Hlynur því leikið næsta leik með Örebro - annan í páskum. Hlynur er fjórði leikmaðurinn sem hefur yfirgefið herbúðir Þórs frá sl. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 119 orð

Ísland - Japan39:18 Smárinn í Kó

Smárinn í Kópavogi, vináttulandsleikur 12. apríl 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 6:3, 7:5, 8:6, 14:8, 17:10, 18:11. 23:11, 27:13,30:16, 37:17, 38:18. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 199 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið B-deild: Valur - Leiknir3:1 Fjölnir - Ármann2:1 England Enska bikarkeppnin, undanúrslit: Crystal

Reykjavíkurmótið B-deild: Valur - Leiknir3:1 Fjölnir - Ármann2:1 England Enska bikarkeppnin, undanúrslit: Crystal Palace - Man. United0:2 - Bruce (30.), Pallister (41.). 17.987. United mætir Everton í úrslitum. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 64 orð

KR-ingar meistarar

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitlinn í keilu karla þegar þeir lögðu Keilulandssveitina 2265:2218 í oddaleik í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í gærkvöldi. KR-ingar unnu síðasta leikinn örugglega 774:735 og fögnuðu sigri 2:1. Hér á myndinni fyrir ofan fagna KR-ingar meistaratitlinum. Frá vinstri: Kristinn Jónsson, formaður KR, Gunnar Þ. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 145 orð

Manchester United komið á Wembley

VARNARMENNIRNIR Steve Bruce, fyrirliði og Gary Pallister gerðu mörk Manchester United með skalla og tryggðu liði sínu sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar með því að vinna Crystal Palace 2:0 í gærkvöldi. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. United mætir Everton í úrslitum á Wembley eins og árið 1985. Roy Keane var rekinn af leikvelli eftir slagsmál við Darren Patterson á 52. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 127 orð

Norðmenn féllu fyrir Belgum

BELGÍUMENN skutu Norðmönnum ref fyrir rass í Evrópukeppni landsliða í handknattleik og tryggðu sér rétt til að leika í riðlakeppni EM. Þjóðirnar voru með jafn mörg stig í undanriðli, en Belgar komust áfram með því að vinna Norðmenn 16:20 í Ósló, en Norðmenn náðu þriggja marka sigri í Belgíu, 17:20. Nú er ljóst hvernig riðlarnir verða í EM. 1. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 367 orð

Okkur tókst að keyra yfir þá

"VIÐ ákváðum að keyra eins hratt á þá eins og við mögulega gátum og það tókst. Við keyrðum hreinlega yfir þá. Það var smá vandræðagangur með smuguskotin í gegnum vörnina hjá okkur í fyrri hálfleik en við settum fyrir þann leka í síðari hálfleik. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 103 orð

Ólafur í viðræðum við Aftureldingu

ÓLAFUR Stefánsson, vinstrihandar skytta landsliðsins úr Val, hefur verið í viðræðum við Aftureldingu um að gerast leikmaður með félaginu næsta keppnistímabil. Valsmenn vilja hins vegar halda í Ólaf og reyna allt sem þeir geta til að hann verði áfram hjá félaginu. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 95 orð

Sigrún Huld með fjögur heimsmet

SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir setti fjögur heimsmet á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi, sem fór fram í Ringsted í Danmörku á dögunum. Hún setti met í 400 m skriðsundi (5.35,26 mín.), 100 m bringusundi (1.27,70), 800 m skriðsundi (11.34,37) og í opnum flokki - 50 m skriðsundi, þar sem hún synti á 32,47 sek. Í opna flokknum syntu allir án tillits til fötlunar einstaklings. Bára B. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 151 orð

SIGURÐUR Einarsson

SIGURÐUR Einarsson kastaði spjótinu 77,06 m á Sea Ray Relays í Knoxville í Tennesse og varð annar. Sigurvegari var Joakim Nilsson, sem kastaði 78,80 m. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 466 orð

Sigurganga Spurs rofin í Portland

ÞAR kom að því að San Antonio Spurs tapaði leik, en liðið hafði sigrað í 15 leikjum í röð þegar það tapaði fyrir Portland Trail Blazers, 71:91. Clifford Robinson gerði 23 stig og Otis Thorpe gerði 16 fyrir Portland. David Robinson gerði 21 stig fyrir Spurs og tók auk þess 12 fráköst. Það dugði þó skammt því leikmenn Spurs hittu aðeins úr 31% skota sinna utan af velli. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 43 orð

Valur og KR fá 400 þús. kr.

AFREKS- og styrktarsjóður Reykjavíkur hefur, fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur, veitt handknattleiksdeild Vals 400.000 krónur í styrk vegna Íslandsmeistaratitils í meistaraflokki karla í handknattleik 1995. Og sömu upphæð til KR vegna bikarmeistaratitils í knattspyrnu karla 1994. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 379 orð

"Vélbyssuskothríð" í Kópavogi

ÞAÐ var eins og maður væri staddur í skotgrafahernaði, þegar Íslendingar og Japanir mættust í Smáranum í Kópavogi - skotgleði leikmanna var svo mikil, að boðið var upp á 126 sóknarlotur, eða 2,1 sóknir á mínútu og 57 mörk á sextíu mínútum. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 273 orð

Víkingsstúlkur jöfnuðu gegn HK

Víkingsstúlkur mættu grimmar til leiks í Digranesi og léku sinn besta leik í úrslitakeppninni til þessa, þegar þær skelltu HK, 3:1. Liðin þurfa því að mætast í hreinum úrslitaleik á laugardaginn í Víkinni. Það var eins og nýtt Víkingslið væri mætt til fjórða leiks liðanna í Digranesi í gærkvöldi. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 181 orð

(fyrirsögn vantar)

VALDIMAR Grímsson var fyrirliði íslenska liðsins gegn Japan í gær í fjarveru Geirs Sveinssonarsem er meiddur í baki. Valdimar kom einu sinni inná í fyrri hálfleik til að taka víti sem hann skoraði úr og lék síðan allan síðari hálfleikinn og gerði í honum 10 mörk, þar af átta á fyrstu 20 mínútunum. Meira
13. apríl 1995 | Íþróttir | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGALOTTÓ:92731374248/212223 ENGINN VAR MEÐ SEX TÖLUR RÉTTAR » Meira

Sunnudagsblað

13. apríl 1995 | Sunnudagsblað | 2679 orð

Á HÁHÆLUM YFIR FIMMVÖRÐUHÁLS

HVERNIG líst þér á að koma með yfir Fimmvörðuháls? Fimmvörðuhvað? Það verður farið í Þórsmörk í kvöld, gist þar, vaknað í býtið og gengið yfir Fimmvörðuháls og komið að Skógum um kvöldmatarleytið og farið í sund. Eru fimm vörður á þessum Fimmvörðuhálsi? Við getum reynt að telja vörðurnar. Meira
13. apríl 1995 | Sunnudagsblað | 1354 orð

Carré eftir kalda stríðið Njósnasöguhöfundurinn John le Carré, sem áður nærðist á kalda stríðinu, hefur sent frá sér nýja bók

NÝ njósnasaga frá John le Carré sætir alltaf tíðindum. Hann hefur sent frá sér enn eina söguna sem hann kallar Leikinn okkar eða Our Game" og gerist eins og síðustu bækur hans í heimi án kalda stríðsins. Það er ekki þar með sagt að njósnarar hans eigi náðugri daga, aðeins að í gamla daga voru línurnar skýrari - ef þær voru þá einhvern tímann skýrar. Meira
13. apríl 1995 | Sunnudagsblað | 1000 orð

Dustin, Damme, Jim og félagar Kvikmyndahúsin bjóða uppá nokkrar athyglisverðar páskamyndir en þeirra á meðal eru spennumyndir

PERSÓNUR og leikendur páskamynda bíóanna, sem byrjuðu um síðustu helgi og í þessari viku, eru af ýmsum toga og myndirnar af öllum stærðum og gerðum; spennumyndir um vírusa og bardagamenn, farsi um tískuheim Parísarborgar, gamanmynd um ævintýri tveggja annálaðra heimskingja, Meira
13. apríl 1995 | Sunnudagsblað | 204 orð

Hann er upprisinn!

Páskar - Lúkas, 24,1-12. -- "En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið. Þær sáu þá, að steininum hafði verið velt frá gröfinni, og þegar þær stigu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Jesú. Þær skyldu ekkert í þessu, en þá brá svo við, að hjá þeim stóðu tveir menn í leiftrandi klæðum. Meira
13. apríl 1995 | Sunnudagsblað | 3135 orð

VIÐSKIPTI SNÚAST UM TRAUST Ferðalög hafa gildi fyrir alla, þau gera ungt fólk fullorðið og fullorðið fólk ungt. Sagan endurtekur

INGÓLFUR Guðbrandsson er löngu orðin þjóðsagnapersóna á Íslandi. Umsvif hans á sviði ferða- og tónlistarmála hafa mörgum þótt með ólíkindum mikil. Í samtali við blaðamann Morgunblaðisns segist hann lítið vera gefinn fyrir Meira

Úr verinu

13. apríl 1995 | Úr verinu | 274 orð

Hafnarey SU í Vogana

13. apríl 1995 | Úr verinu | 269 orð

Hafnarey SU í Vogana

HAFNAREY SU-110 frá Breiðdalsvík, skip Gunnarstinds hf., verður væntanlega seld til Valdimars hf. í Vogum. Kemur skipið í stað Þuríðar Halldórsdóttur GK-94 sem Valdimar hf. selur til Þorbjarnar hf. í Grindavík ef af viðskiptunum við Gunnarstind verður. Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Gunnarstinds hf. Meira
13. apríl 1995 | Úr verinu | 198 orð

Ufsinn reyndist vera þorskur

EFTIRLITSMAÐUR Fiskistofu uppgötvaði nýlega kvótasvindl í Keflavík. Með því að kanna innihald fiskikera sem áttu að vera full af ufsa komst hann að því að undir var falinn þorskur. Lögreglan var kölluð til og tók hún skýrslu af skipstjóranum og vörubílstjóranum og að sögn Þórðar Árilíussonar veiðieftirlitsmanns fer málið dómstólaleiðina. Meira

Viðskiptablað

13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 112 orð

Besta fyrirtækja afkoma í 5 ár

AFKOMA sautján fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðnum var betri á síðasta ári en árin fjögur þar á undan. Afkomubatinn milli áranna 1994 og 1993 er 413%. Í krónum talið nemur hann rúmum 2,3 milljörðum þar sem samanlagður hagnaður fór úr 561 milljón í tæpa 2,9 milljarða. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 170 orð

Breytingar hjá Nýherja

SIGURÐUR Ólafsson hefur tekið við starfi starfsmannastjóra Nýherja hf. Sigurður lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1988 og MBA prófi í rekstrarhagfræði frá Rotterdam School of Management árið 1990. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 389 orð

Einsdæmi að verðlag lækki eftir kauphækkun

LÆKKUN neysluvísitölu milli mars og apríl kemur á óvart vegna þess að sögulega hefur reynslan verið sú að kauphækkanir í kjarasamningum byrji að skila sér fljótt út í verðlagið. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 71 orð

ESB rannsakar Crédit Lyonnais

Könnunin beinist að 4,9 milljarða franka viðbótarfjármagni ríkisstjórnarinnar til bankans 1994 og nýlegri tilkynningu hennar þess efnis að hún muni ábyrgjast hugsanlegt tap upp á 50 milljarða franka samkvæmt 20 ára áætlun um endurskipulagningu. Franska stjórnin hefur mánaðarfrest til að svara beiðni framkvæmdastjórnarinnar um upplýsingar. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 98 orð

Fiskeldi Eyjafjarðar stórhuga

ÁÆTLAÐ er að framleiðsla á lúðu hjá Fiskeldi Eyjafjarðar í eldisstöð fyrirtækisins í grennd við Þorlákshöfn geti orðið um 180 tonn árið 1998. Hægt er að auka framleiðslugetu stöðvarinnar í 500 tonn með frekari framkvæmdum, segir í ársskýrslu Byggðastofnunar. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 462 orð

Fljúgandi ferðalangar

»KOMUM erlendra ferðamanna til Íslands hefur fjölgað verulega síðustu ár. Þannig komu tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári. Aukningin frá árinu áður var 14% og 25% frá árinu 1992. Um helmingur þeirra útlendinga sem lögðu leið sína til Íslands í fyrra komu utan háannatíma og er þar um að ræða árangur af nýjum áherslum í markaðssetningu á undanförnum árum. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 416 orð

Fylkingar berjast

FYRIRSJÁANLEGT er að töluverð átök muni verða á aðalfundi Lyfjaverslunar Íslands sem haldinn verður þann 29. apríl. Vitað er að fjórir af fimm núverandi stjórnarmönnum hyggjast gefa kost á sér í stjórnarkjöri og einn fulltrúi starfsmanna. Þá hefur hópur hluthafa undir forystu Jóns Þorsteins Gunnarssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrum framkvæmdastjóra Fryggjar hafið samstarf. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 126 orð

Hagnaður hjá Byggðastofnun

13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 125 orð

Hagnaður hjá Byggðastofnun

BYGGÐASTOFNUN var með 15 milljóna króna hagnað á liðnu ári að teknu tilliti til 390 milljóna framlags í afskriftarreikning útlána. Stofnunin fékk 185 milljóna framlag frá ríkissjóði á síðasta ári en að auki var veitt sérstakt framlag vegna Vestfjarðaaðstoðar að fjárhæð 67 milljónir. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 203 orð

Hagnaður Íslenskrar endurtryggingar 78 milljónir

HAGNAÐUR Íslenskrar endurtryggingar hf. var 78,3 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári. Það er sambærileg niðurstaða og árið 1993. Iðgjöld ársins hjá Íslenskri endurtryggingu voru 1.138 milljónir samanborið við 1.088 milljónir árið 1993. Tjón félagsins í fyrra námu 742 milljónum, en voru 782 milljónir í árslok 1993. Eigin iðgjöld, þ.e. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 151 orð

Hagnaður nam 148 milljónum

Eskifirði - HAGNAÐUR varð á síðasta ári af starfsemi Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. sem nam 148 milljónum króna. Í fyrra var hagnaðurinn 54 milljónir, þannig að afkomubati fyrirtækisins á milli ára er 94 milljónir. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 269 orð

ISO-staðlarnir í nýrri útgáfu

ISO 9000 staðlarnir um gæðastjórnun eru nú komnir út í endurskoðaðri útgáfu og námsefni um staðlaröðina er væntanlegt frá Iðntæknistofnun. Það er Staðlaráð Íslands sem hefur látið þýða ISO 9000 staðlana á íslensku til þess að stuðla að útbreiðslu þeirra hér á landi. Sala staðlanna hefur gengið mjög vel, að sögn Guðlaugar Richter hjá Staðlaráði, en þeir hafa nú selst í um 600 eintökum. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 255 orð

Meðferð trúnaðargagna

INNGANGUR að skjalastjórnun er yfirskrift námskeiðs sem haldið er dagana 24. og 25. apríl kl. 13.00­ 16.00 í litla sal Hótels LindarRauðarárstíg 18. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á skjalastjórnun og vilja auka þekkingu sína á þessu sviði. Kynnt verður undirstöðuatriði skjalastjórnunar, lífshlaup skjals. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 265 orð

Meðferð trúnaðargagna

13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 92 orð

Pylsustríð til kasta WTO

EITT fyrsta viðfangsefni Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) verður ef til vill gömul deila Bandaríkjanna og Suður- Kóreu, sem hófst út af pylsum upp á nokkur hundruð milljóna dollara. Ef Suður-Kórea tilkynnir ekki fyrir 30. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 1457 orð

Risavaxið þjónustuverkefni að baki Á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því myndlyklaverkefni Íslenska útvarpsfélagsins hófst

Nýtt og fullkomið myndlyklakerfi Stöðvar 2 hefur endanlega leyst úrelt kerfi af hólmi Risavaxið þjónustuverkefni að baki Á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því myndlyklaverkefni Íslenska útvarpsfélagsins hófst hafa yfir 43 þúsund áskrifendur fengið nýja myndlykla í hendur. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 244 orð

Seldi ísbúð til Svíþjóðar

FROSTVERK hf. í Garðabæ seldi í síðustu viku sérsmíðaða innréttingu og tæki fyrir ísbúð til Íslendings sem búsettur er í Jönköping í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem slík innrétting er flutt út frá fyrirtækinu en hún er afrakstur margra ára þróunarvinnu. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 112 orð

Sigurður Arngrímsson til Morgan Stanley

SIGURÐUR Arngrímsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley & Co. International í London. Morgan Stanley er eitt stærsta og virtasta verðbréfafyrirtæki heims með um 300 milljarða króna eigið fé og rúmlega 10 þúsund starfsmenn. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 112 orð

Skandia Mál Gísla Arnar Lárussonar gegn Skandia

Mál Gísla Arnar Lárussonar gegn Skandia í Svíþjóð er enn óleyst. Gerðardómur úrskurðaði í janúar sl. að kaup Skandia á hlut Gísla í tryggingarfélaginu Skandia væru ógild, en aðila greinir á um hvernig staðið skuli að málum. Skandia hefur þó nýlega greitt Gísla Erni málskostnað sem nam tíu milljónum króna. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 127 orð

Skeljungur fékk asfaltið

SKELJUNGUR hf. hefur samið við Ríkiskaup og Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar um sölu á 13.500 til 16.400 tonn af asfalti til gatnagerðar, en fyrirtækið átti hagstæðasta tilboðið að undangengnu útboði. Þá hefur félagið samið um sölu á 5.000 tonnum af asfalti til Hlaðbæs/Colas, sem þýðir að heildarinnflutningur Skeljungs verður 18.500 til 21.400 tonn. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 130 orð

Skeljungur fékk asfaltið

13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 1263 orð

Sterk staða á banka- markaði

Landsvirkjun tók 150 milljón dollara lán á bankamarkaði í London á þriðjudag vegna endurfjármögnunar og hugsanlegra raforkuframkvæmda Sterk staða á banka- markaði Landsvirkjun hefur meiri fjármuni umleikis en flest íslensk fyrirtæki því árlega þarf að endurfjármagna um 3­5 m Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 880 orð

STÖKKPALLUR INN Í EVRÓPU

HALLUR A. Baldursson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Yddu, er ásamt David Wheeler, markaðsráðgjafa frá Englandi, og Elíasi Héðinssyni, sem starfar við fjölmiðla- og markaðsrannsóknir á Yddu, höfundur kafla í væntanlegri bók John Philip Jones, Advertising: An Encyclopedia, sem kemur út í Bandaríkjunum síðar á þessu ári. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 215 orð

Söluaukning og 10 millj. hagnaður

HAGNAÐUR varð af rekstri Kaupfélags Suðurnesja í fyrra sem nam 10,3 milljónum króna, en árið 1993 nam hagnaðurinn 14,9 milljónum. Tekjur af sölu námu fyrir virðisaukaskatt 2.054 milljónum í fyrra, sem er um 12% aukning frá árinu áður, þegar salan nam 1.838 milljónum. Að teknu tilliti til lækkunar virðisaukaskatts var raunaukning í sölu ívið meiri, eða 17%. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 123 orð

Tracinda vill kaupa Chrysler

TRACINDA-fyrirtæki Kirks Kerkorians, hins kunna fjárfestis, vill kaupa Chrysler-bílafyrirtækið eins og það leggur sig. Tracinda á fyrir 10% hlut í Chrysler og fréttin hefur valdið fjaðrafoki í Detroit og Wall Street. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 64 orð

Verð á olíu hækkar enn

HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu hækkaði enn í gær vegna frétta um að birgðir af hráolíu úr Norðursjó verði minni en búizt hefur verið við í maí. Framreiknað verð í New York fór yfir 20 dollara tunnan í fyrsta sinn síðan í ágúst. Viðmiðunarverð á Norðursjávarolíu til afhendingar í maí hækkaði um 32 sent í 18,95 dollara í London. Meira
13. apríl 1995 | Viðskiptablað | 657 orð

Vottun getur greitt fyrir viðskiptum

ÁUNDANFÖRNUM árum hefur það færst mjög í vöxt að fyrirtæki sæki um vottun á að þær aðferðir sem þau beita til þess að hafa stjórn á gæðum þeirrar vöru eða þjónustu sem þau veita uppfylli kröfur alþjóðlegu staðlanna ISO 9000. Á Íslandi er starfandi slík vottunarstofa, Vottun hf., og hefur hún vottað gæðakerfi 7 íslenskra fyrirtækja á undanförnum tveimur árum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

13. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 55 orð

Gjafavöruverslun flytur

13. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 55 orð

Gjafavöruverslun flytur

VERSLUNIN E.B.A.S. gjafavörur, sem áður var til húsa að Snorrabraut 29, hefur flutt sig um set að Laugavegi 103 við Hlemm. Sem fyrr býður verslunin upp á fjölbreytt úrval af gjafavörum fyrir öll tilefni. Eigendur verslunarinnar eru Einar H. Bridde og Alda Sigurbrandsdóttir, sem hér sést á myndinni í nýju versluninni. Meira

Ýmis aukablöð

13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 272 orð

13.20Hamlet Leikrit Williams Shakespe

13.20Hamlet Leikrit Williams Shakespeares í uppfærslu BBC. Leikstjóri: Rodney Bennett. Aðalhlutverk: Derek Jacobi, Claire Bloom, Eric Porter, Patrick Stewart, Lalla Ward og Robert Swann. Skjátextar: Guðni Kolbeinsson, Ólöf Pétursdóttir og Veturliði Guðnason. Áður sýnt 25.12.1989. 17.00Fréttaskeyti 17. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 411 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.Ævintýri í skóginum Nú er það svart. Leikraddir: Jóhanna Jónasog Kjartan Bjargmundsson. (5:13) Hvað gerðist á páskunum? Irma Sjöfn Óskarsdóttir segir frá. (Frá 1989) Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 322 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.Góðan dag! Morgunleikfimi með Magnúsi Scheving. Myndasafnið Filip mús, Forvitni Frikki, Blábjörn og Sammi brunavörður. Nikulás og Tryggur Nikulás fellir tré. Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 806 orð

Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson SBÍÓBORGIN

Banvænn leikur Lögfræðiprófessor kemur dauðadæmdum fanga til hjálpar í ágætlega gerðum trylli þar sem Sean Connery er traustur sem fyrr í hlutverki hins réttláta manns. Afhjúpun Hún tælir hann í ófyrirleitnu valdatafli í tölvufyrirtæki. Fyrsta flokks afþreying í flesta staði. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 1218 orð

Blaðakóngurinn Kane og Orson Welles Ríkissjónvarpið sýnir sögufræga mynd Orsons Welles um blaðakónginn Kane á páskadagskvöld en

ÞEGAR kvikmyndagagnrýnendur hafa undanfarna áratugi valið bestu myndir sem gerðar hafa verið á kvikmyndaöldinni lendir sama myndin iðulega í fyrsta sæti og það er Citizen Kane", sem undrabarnið Orson Welles gerði í Hollywood þegar hann var aðeins 25 ára. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 675 orð

DRAMA

Gettysburg Leikstjóri Ronald E. Maxwell. Handrit Maxwell, byggt á bókinni The Killer Angels, eftir Michael Shaara. Tónlist Randy Edelman. Aðalleikendur Tom Berenger, Jeff Daniels, Martin Sheen, Kevin Conway, C. Thomas Howell, Richard Jordan, Sam Elliott. Bandarísk stuttþáttaröð. Turner Pictures 1993. Sam- myndbönd 1995. 2x100 mín. Aldurst. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 776 orð

FÖSTUDAGUR 14. apríl RÁS 1 FM 92,4/93,5 8.07 Morgunandakt: Séra Bragi Friðriksson prófastur flytur. 8.15Að morgni föstudagsins

8.07 Morgunandakt: Séra Bragi Friðriksson prófastur flytur. 8.15Að morgni föstudagsins langa Sálumessa eftir Tomas Luis de Victoria. 9.03Sjö orð Krists á krossinum. Strengjakvartett ópus 103 eftir Jósef Haydn, byggður á samnefndu kórverki tónskáldsins. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 106 orð

Gamanmynd frá Miðjarðarhafinu

SJÓNVARPIÐ kl. 23.05 Sýnd verður í Sjónvarpinu í kvöld ítalska kvikmyndin Mediterraneo, gamanmynd sem gerist við Miðjarðarhaf, eins og nafnið gefur til kynna, á tímum seinni heimsstyrjaldar. Myndin er í leikstjórn Gabriele Salvatore og hlaut Óskarsverðlaun árið 1992 sem besta erlenda myndin. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 147 orð

Gamanmynd um sjómennsku

SJÓNVARPIÐ kl. 20.30 Laggó! er ný gráglettnisleg íslensk gamanmynd sem gerist við sjávarsíðuna og úti á sjó. Söguhetjurnar eru Þór og Siggi, tveir trillukarlar sem eru í vondum málum. Þeir eru blankir, Siggi þarf að framfleyta stórri fjölskyldu, Þór er búinn að missa húsið sitt og lánleysið er svo algjört að þeir fá varla bröndu úr sjó. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 114 orð

Heimildarmynd um Skálatún

SJÓNVARPIÐ kl. 21.00 Miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum fólks til þroskaheftra á undanförnum áratugum. Í þessari nýju heimildarmynd er rakin saga þessara breytinga á Skálatúnsheimilinu sem starfrækt hefur verið í 40 ár. Heimilið var lengi rekið við kröpp kjör en þar hafa orðið byltingarkenndar breytingar í tímans rás. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 134 orð

Hvernig vegnar innflytjendum?

RÁS 1 kl. 9.03 Eru innflytjendur á Íslandi velkomnir og hvernig gengur þeim að aðlagast? Hvernig taka fjölmiðlar og yfirvöld á málum nýbúa, flóttafólks og innflytjenda hér á landi? Þjóðremba, skortur á umburðarlyndi, hræðsla við minnihlutahópa og kynþáttafordómar verða sífellt stærri vandamál í Evrópu. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 132 orð

Hæli ófrelsis

RÁS 1 kl. 13.05 Í Feneyjum varð fyrsta gyðingahverfi veraldarinnar til í byrjun sextándu aldar. Í fyrstu var um að ræða ósköp venjulegt íbúðarhverfi sem staðsett var á sömu eyju og Feneyingar steyptu fallbyssur sínar en gettó þýðir málmsteypa á mállýsku þeirra. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 327 orð

Laugardagur 15.4. OMEGA

13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 282 orð

Laugardagur 15.4. OMEGA 7.00

Laugardagur 15.4. OMEGA 7.00 Morris Cerullo, fræðsla 7.30Kenneth Copeland, fræðsla 16.00Kenneth Copeland 16.30 Orð á síðd. 16.45 Dagskrárkynning 17.00 Hallo Norden 17.30 Kynningar 17.45 Orð á síðd. 18. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 183 orð

Ný heimildarmynd um Vigdísi forseta

SJÓNVARPIÐ kl. 21.10 Saga film hefur unnið heimildarmynd um Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Umsjónarmaður og handritshöfundur er Steinunn Sigurðardóttir, stjórn upptöku var í höndum Rúnars Hreinssonar en framleiðandi er Jón Þór Hannesson. Að stærstum hluta er fjallað um starf forseta undangengið ár en inn í það er fléttað innskotum úr fortíð, þar sem m.a. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 141 orð

Skin og skúrir

STÖÐ 2 kl. 21.40 Hér er á ferðinni fjölskyldudrama frá sömu framleiðendum og gerðu Óskarsverðlaunamyndina Driving Miss Daisy. Aðalsögupersónan, Lucille Odom, kemur heim úr skóla en finnur þá bréf frá móður sinni þar sem hún tilkynnir karli sínum að hjónabandinu sé lokið og hún ætli að hefja nýtt líf. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 137 orð

Stuttur Frakki

STÖÐ 2 kl. 21.15 Íslenska bíómyndin Stuttur Frakki naut mikilla vinsælda þegar hún var frumsýnd fyrir fáum árum enda er hún bæði viðburðarík og bráðsmellin. Sagan fjallar um Fransmann sem er sendur til Íslands með það fyrir augum að kynna sér tónlistarlífið hér. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 308 orð

Sunnudagur 16.4. OMEGA

13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 267 orð

Sunnudagur 16.4. OMEGA 14.00

Sunnudagur 16.4. OMEGA 14.00 Benny Hinn 15.00 Biblíulestur 15.30 Lofgjörðartónlist 16.30 Prédikun frá Orði lífsins 17.30 Livets Ord/ Ulf Ekman 18.00 Lofgjörðartónlist 20.00 Praise the Lord, blandað efni 22. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 735 orð

SUNNUDAGUR 16. apríl

7.45Klukknahringing. 7.47Litla lúðrasveitin leikur páskasálma. 8.00 Hátíðarguðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju Séra Guðmundur Karl Ágústsson prédikar. 9.03 Tónlist á páskadagsmorgni. Verk eftir Johann Sebastian Bach. Prelúdía og fúga í f-moll. Máni Sigurjónsson leikur á orgel útvarpsins í Hamborg. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 243 orð

ö9.00Benjamín og sirkusljónið 9.45Í barnalandi

9.45Í barnalandi 10.00Leynigarðurinn (Secret Garden)Ævintýri Maríu litlu. (2:3) 10.25Töfraflautan (Magic Flute) Ævintýri með íslensku tali. (2:2) 10.45Barnagælur 11.10Sögur úr Nýja testamentinu 11. Meira
13. apríl 1995 | Dagskrárblað | 433 orð

ö9.00Kátir hvolpar 9.25Páskakanínan

9.25Páskakanínan 9.50Himinn og jörð ­ og allt þar á milli í umsjá Margrétar Örnólfsdóttur. 10.15Páskadagsmorgunn Teiknimynd með íslensku tali. 10.45Ferðalangar á furðuslóðum 11.10Davíð og Golíat 11. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.