Greinar miðvikudaginn 19. apríl 1995

Forsíða

19. apríl 1995 | Forsíða | 119 orð

Chirac í sókn

FLÓTTI virðist vera að koma í lið stuðningsmanna Edouards Balladurs forsætisráðherra Frakklands. Í gær gáfu þau Charles Pasqua innanríkisráðherra og Simone Veil félagsmálaráðherra í skyn að þau teldu líklegt að Jacques Chirac myndi sigra í fyrri umferð forsetakosninganna, sem fram fer á sunnudag. Meira
19. apríl 1995 | Forsíða | 270 orð

Frakkar hóta að draga gæslusveitir frá Bosníu

FRAKKAR lögðu í gær til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti nýja ályktun um Bosníu sem kvæði á um framlengingu vopnahlés og nýjar tilraunir til þess að stilla til friðar í landinu með samningum. Meira
19. apríl 1995 | Forsíða | 116 orð

Gervihnattadiskarnir fjarlægðir

ÍRÖNSK yfirvöld hafa fyrirskipað að frá og með næsta laugardegi verði gervihnattadiskar teknir niður af húsþökum þar í landi til að hamla á móti vestrænni menningarinnrás, að sögn Ali Mohammad Besharati innanríkisráðherra. Meira
19. apríl 1995 | Forsíða | 133 orð

Hátíðarhöld undirbúin

MIKIL hátíðarhöld eru nú í undirbúningi í Rússlandi til að minnast þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að sigur vannst á innrásarliði Þjóðverja. Unnu verkamenn í gær við að koma fyrir risavaxinni styttu í Sigurgarðinum í miðborg Moskvu. Meira
19. apríl 1995 | Forsíða | 206 orð

Norskt sauðfé enn geislavirkt

TÆPLEGA níu árum eftir Tjernóbil-slysið eiga norskir sauðfjárbændur enn í vandræðum vegna geislavirkrar mengunar sem barst yfir Noreg vorið 1986. Samkvæmt nýrri skýrslu frá norska landbúnaðarráðuneytinu varð að sérfóðra 64 þúsund ær og lömb fyrir slátrun á síðasta ári. Var ástæðan sú að sesíum-magn í kjötinu reyndist fyrir ofan viðmiðunarmörk stjórnvalda. Meira
19. apríl 1995 | Forsíða | 125 orð

Pólitískt hitamál á Spáni

SAMNINGUR Kanada og Evrópusambandsins um grálúðuveiðarnar við Nýfundnaland er orðinn að miklu, pólitísku hitamáli á Spáni. Á það einkum við um Galisíu, þaðan sem flestir úthafsveiðitogararnir eru gerðir út, en þar líta menn á samkomulagið sem uppgjöf og svik. Meira

Fréttir

19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 173 orð

1% Bandaríkjamanna á 40% eigna

MUNUR á milli stétta er meiri í Bandaríkjunum en í nokkru öðru iðnríki, að sögn dagblaðsins New York Times. Vitnar blaðið í óbirtar hagfræði- og tölfræðiskýrslur, þar sem segir að samkvæmt nýjustu tölum, sem eru frá árinu, 1989, eigi 1% þjóðarinnar 40% eigna. Eignir eignir þeirra sem fylla hóp þeirra ríkustu eru að minnsta kosti 2,3 milljarðar dala. 20% Bandaríkjamanna, sem eiga 180. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Áhersla á myndun fjögurra flokka stjórnar

KRISTÍN Ástgeirsdóttir, oddviti Kvennalistans, sagði þegar hún og Kristín Halldórsdóttir komu af fundi með forseta Íslands í gær, að þær hefðu gert það að tillögu sinni að Halldór Ásgrímsson fengi umboð til að reyna myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar í samræmi við það sem kvennalistakonur hefðu hug á. "Við viljum leggja mjög mikla áherslu á það að sá möguleiki verði reyndur," sagði hún. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 264 orð

Árás undirbúin í tvö ár

19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 262 orð

Árás undirbúin í tvö ár JAPANSKA lögreglan te

JAPANSKA lögreglan telur að sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinri Kyo (Æðsti sannleikur) hafi komið á fót hópi vísindamanna fyrir tveimur árum til að framleiða taugagasið sarin, sem notað var í eiturefnatilræði á járnbrautarstöðvum í Tókýó í síðasta mánuði. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Bakki kaupir ekki nema skuldbreyting fáist

EKKERT verður af kaupum Bakka hf. í Hnífsdal á bréfum Bolungarvíkurbæjar í Ósvör, nema fyrirvarar um skuldbreytingar verði uppfylltir. Framvinda málsins gæti ráðist á stjórnarfundi í Byggðastofnun á næstunni. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 161 orð

Barnaskemmtun í Vinab

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Barnaskemmtun í Vinabæ

ÞINGSTÚKAN og Vinabær, Skipholti 33, bjóða öllum krökkum og foreldrum á skemmtun á sumardaginn fyrsta kl. 15. Margir góðir gestir koma til að heilsa upp á börnin og í þeim hópi eru meðal annarra: Undrastúlkan Bella (Edda Björgvinsdóttir) er kynnir og henni til aðstoðar verður Túrhilla Júhanson frá Færeyjum ef veður leyfir. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 431 orð

Búist við að Davíð fái umboð til stjórnarmyndunar

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, baðst í gær lausnar fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Búist er við að forseti Íslands veiti Davíð umboð til stjórnarmyndunar í dag. Meira
19. apríl 1995 | Óflokkað efni | 138 orð

Byrjað að moka Breiðadalsheiði

VEGAGERÐIN hófst í gær handa við snjómokstur á Breiðadalsheiði í fyrsta skipti síðan í febrúar. Að öllu jöfnu á að moka heiðina þrisvar í viku en vegna þeirrar fádæma ótíðar sem verið hefur í vetur hefur heiðin ekki verið opnuð síðan í febrúar. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 129 orð

Dóttir Brandos svipti sig lífi

CHEYENNE Brando, 25 ára gömul dóttir leikarans Marlo Brando, stytti sér aldur á heimili móður sinnar á Tahítí á páskadag, fimm árum eftir að hálfbróðir hennar, Christian Brando, banaði unnusta hennar. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 330 orð

Erfitt samstarf á 6. áratugnum

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur störfuðu saman í tveimur tveggja flokka ríkisstjórnum sem sátu frá 14. mars 1950 til 24. júlí 1956. Eftir kosningar árið 1949 tókst ekki að mynda ríkisstjórn sem hefði stuðning meirihluta Alþingis. Ólafur Thors myndaði minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins og tók hún við völdum 6. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 207 orð

ESA hefur rannsókn á norskri ríkisaðstoð

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur ákveðið að hefja rannsókn á ríkisaðstoð til fyrirtækisins PLM Moss Glassverk A/S, sem framleiðir glerumbúðir, þar sem stofnunin telur að með þeim sé verið að brengla eðlilega samkeppni. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 764 orð

Fáum eina til tvær fyrirspurnir á viku

PÉTUR Tyrfingsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1953. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974, las síðan stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og félagsfræði, hugmynda- og lærdómssögu við Háskólann í Lundi frá 1975­1981 en lauk aldrei prófi. Hann stundaði verkamannavinnu frá 1981­86 og hefur starfað við áfengismeðferð hjá SÁÁ síðastliðin níu ár. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fimm ára drengur drukknaði í sjónum við Vestmannaeyjar

FIMM ára drengur, Alexander Örn Jónsson, til heimilis að Dverghamri 26 í Vestmannaeyjum, fannst látinn í sjónum vestan við Heimaey laust fyrir klukkan hálfþrjú á sunnudaginn, en leit að honum hafði þá staðið frá því fyrir hádegi. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fimmtán milljónir til níu umsækjenda

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu umhverfismálaráðs Reykjavíkur um úthlutun lána úr Húsverndarsjóði fyrir árið 1995. Samtals voru veitt 15 milljónir til níu umsækjenda en ellefu sóttu um lán úr sjóðnum. Hæsta lán var veitt Jóni Sigurðssyni, Sóleyjargötu 11, eða 2,9 milljónir. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 266 orð

Fjögur skip hafa stöðvast í verkfallinu

VIKULANGT verkfall undirmanna á kaupskipaflotanum, sem hófst á annan páskadag, hefur þegar stöðvað siglingu fjögurra skipa. Jónas Garðarson, formaður Sjómannasambands Reykjavíkur, segir að fleiri skip komi til hafnar í dag. Hann segir allsherjarverkfall inni í myndinni, þokist ekkert í viðræðum. Verkfallinu lýkur aðfaranótt næstkomandi sunnudags. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Forsætisráðherra biðst lausnar

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gekk á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands í gær og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Vigdís ræddi í gær við leiðtoga stjórnmálaflokkanna og búist er við að hún veiti Davíð í dag umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Í kjölfarið hefjist formlegar viðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Meira
19. apríl 1995 | Miðopna | 2820 orð

Framsókn varð að hrökkva eða stökkva

FORYSTA Framsóknarflokksins taldi sig ekki eiga annarra kosta völ, þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir kosningar um vilja til að mynda vinstri stjórn, en að samþykkja boð sjálfstæðismanna um stjórnarmyndunarviðræður um páskana. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 215 orð

Fundir um framtíð norræns samstarfs

GEIR H. Haarde, forseti Norðurlandaráðs, situr nú fundi í Kaupmannahöfn með dönskum ráðamönnum um framtíð hins norræna samstarfs og væntanlegar breytingar á því segir í frétt frá Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Danir hafa nú á hendi forystu í Norðurlandasamtarfinu á vettvangi ríkisstjórnanna. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Fyrirlestur um innúðalyf

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Fyrirlestur um innúðalyf

SIGRÍÐUR Jakobsdóttir, MPH, flytur fyrirlesturinn Erfiðleikar fólks við að nota innúðalyf og áhrif fræðslu á rétta notkun, í málstofu í hjúkrunarfræði. Málstofan verður haldin mánudaginn 24. apríl kl. 12.15 í stofu 5 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34 og er öllum opin. Meira
19. apríl 1995 | Landsbyggðin | 163 orð

Förin yfir hálendið gengið að óskum

Egilsstöðum- Fjórir Bretar hafa gengið á skíðum yfir hálendi Ísland, frá ysta odda Snæfellsness í vestri til Gerpis í austri. Á páskadag fóru þeir um Egilsstaði og voru þá á 44. degi göngunnar. Að sögn Simons Barnes, upplýsingafulltrúa hópsins, hefur ferðin gengið mjög vel og ljúka þeir henni fyrr en áætlað var. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 193 orð

Gengu frá Eyjafirði til Þórsmerkur

TVEIR menn, Hörður V. Haraldsson, 25 ára, og Norðmaðurinn Peter Istad, 27 ára, fóru á gönguskíðum úr Eyjafirði til Þórsmerkur á þrettán dögum. Göngukapparnir lögðu af stað 5. apríl úr Þórmóðsstaðadal og voru komnir 17. apríl til Þórsmerkur. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Gjábakka gefnar leikfimidýnur

FÉLAG eldri borgara gaf á dögunum Félagsheimilinu Gjábakka í Kópavogi 20 leikfimidýnur og voru þær afhentar með athöfn í viðurvist félagsmálastjóra og yfirmanns öldrunarmála í Kópavogi og var myndin tekin við það tækifæri. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

Gömlum dagblöðum safnað saman

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

Gömlum dagblöðum safnað saman

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tilraun verði gerð til að safna saman gömlum dagblöðum í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að gámum verði komið fyrir á 20 stöðum í borginni, sem næst verslunarkjörnum og stærri gámar verði í Breiðholtshverfum. Græn ílát og gámar Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 404 orð

Halldór gekk á bak orða sinna

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að Halldór Ásgrímsson hafi gengið á bak orða sinna með því að ákveða að ganga til viðræðna við Davíð Oddsson um stjórnarmyndun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Meira
19. apríl 1995 | Miðopna | 1029 orð

HALLDÓR LÍKLEGUR UTANRÍKISRÁÐHERRA

GENGIÐ er út frá því, bæði í herbúðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, að flokkarnir muni hafa því sem næst helmingaskipti á ráðherrum og ráðuneytum, takist þeim að mynda stjórn saman. Þannig er gert ráð fyrir að hvor flokkur fái fimm ráðherra. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Hátíðarhöld í Kópavogi

HÁTÍÐARHÖLD sumardagsins fyrsta í Kópavogi hefjast kl. 10.30 með skátaguðsþjónustu í Digraneskirkju. Prestur er sr. Þorbergur Kristjánsson og ræðumaður nýkjörinn skátahöfðingi, Ólafur Ásgeirsson. Ritningarlestur er í höndum skáta. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Hátíð í vesturb

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hátíð í vesturbæ

SUMARDAGINN fyrsta verða hátíðarhöld í vesturbænum á vegum félagsmiðstöðvarinnar Frostaskjóls og KR. Skrúðgangan fer frá Melaskóla kl. 13.30 og verður gengið að KR- svæðinu. Þar verður boðið upp á skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna: Hljómsveitin Páll Óskar og milljónamæringarnir spila, Lúðrasveit verkalýðsins, fimleikasýning, danssýning frá Dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar, Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Húsgögnum stolið úr gámum

STOLIÐ var leðurhúsgögnum úr þremur gámum á lóð húsgagnaverslunarinnar Valhúsgagna í Ármúla. Talið er að brotist hafi verið inn í gámana á tímanum frá laugardegi til þriðjudags. Verðmæti þýfisins er hátt á aðra milljón króna. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Húsgögnum stolið úr gámum

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Hverfishátíð í Seljahverfi

Á SUMARDAGINN fyrsta verða sameiginleg hátíðarhöld í Seljahverfi á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, Seljakirkju, ÍR og Skátafélagsins Seguls í samvinnu við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Hverfishátíð í Seljahverfi

19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 117 orð

Írakar hafna tilboði SÞ

FJÖLSKYLDA í Bagdad kaupir í matinn á útimarkaði á sunnudag. Talsmenn Íraksstjórnar fóru í gær hörðum orðum um tilboð Sameinuðu þjóðanna er vilja slaka á viðskiptabanninu og leyfa Írak að selja olíu fyrir allt að tvo milljarða dollara næstu sex mánuði til að kaupa brýnar nauðsynjar, mat og lyf. Segja Írakar að tilboðið sé ógnun við sjálfstæði og einingu ríkisins. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Júlíus og Magnús í landsliðsflokk

JÚLÍUS L. Friðjónsson og Magnús Pálmi Örnólfsson unnu sér sæti í landsliðsflokki í skák með því að ná 1.-2. sæti í áskorendaflokki á Skákþingi Íslands, sem lauk á mánudag. Júlíus og Magnús hlutu 6 vinning af 9 mögulegum. Í 3. sæti í áskorendaflokki varð Arnar Þorsteinsson, með 6 vinninga. Í opnum flokki sigraði Bergsteinn Einarsson, hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum. Í 2. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 400 orð

Kjarasamningur í samræmi við ASÍ samninginn

STARFSMANNAFÉLAG ríkisstofnana skrifaði undir kjarasamning við fjármálaráðherra, með fyrirvara um samþykki félagsmanna, þann 12. apríl. Sigríður Kristinsdóttir, formaður félagsins, segir samninginn í samræmi við kjarasamning ASÍ. Samningurinn gildir til 31. desember árið 1996 og gerir ráð fyrir 2.700 kr. launahækkun 1. apríl sl. og aftur 1. janúar 1996. Lægstu laun hækka um 1.000 kr. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Lokakeppni svæðamótsins hefst í dag

LOKAKEPPNI Norðurlanda- svæðamótsins í skák fer fram dagana 19.­23. apríl. Keppnin fer fram að Grand Hótel í Reykjavík og hefst kl. 16 miðvikudaginn 19. apríl. Keppendur eru 6, þ.e. þeir sem urðu jafnir í 3. sæti í svæðamótinu sem fram fór fyrr í þessum mánuði. Þeir tefla um réttinn til að komast áfram á millisvæðamót sem fram fer seinna á þessu ári. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Lómur stjórnlaus við Garðskaga

FLUTNINGASKIPIÐ Lómur varð stjórnlaust vestur af Garðskaga á páskadag þegar skipið missti stýrið skyndilega. Lómur var á leið austur á firði til þess að lesta loðnumjöli og óskaði strax eftir aðstoð samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldu. Björgunarbátur Slysavarnafélags Íslands í Sandgerði, Hannes Þ. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 161 orð

Lómur stjórnlaus við Garðskaga

19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 187 orð

Lækka bílar vegna nýrra reglna?

TALIÐ er að verð á fólksbifreiðum í Evrópusambandinu geti lækkað um 10-15%, verði frjálsræði í bíla- og varahlutaviðskiptum aukið og bílaverzlunum leyft að hafa fleiri en eina tegund bíla á boðstólum. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur hvatt ESB til að afleggja núverandi undanþágu bíla- og varahlutaverzlunar frá evrópskum samkeppnisreglum. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 796 orð

Málefnaafstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks

Málefnaafstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks HÉR á eftir fer yfirlit yfir grundvallarstefnu Framsóknarflokksins annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar í níu mikilvægum málaflokkum. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Málþing um ferðamál

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Málþing um ferðamál

FÉLAG háskólamenntaðra ferðamálafræðinga boðar til málþings síðasta vetrardag, 19. apríl. Málþingið ber yfirskriftina Samkeppnisstaða íslenskrar ferðaþjónustu og verður haldið í Norræna húsinu í Reykjavík frá kl. 14-18. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 207 orð

Meginatriði samkomulagsins í grálúðudeilunni

Eftirfarandi eru meginatriði samkomulagsins, sem Evrópusambandið, ESB, og Kanadastjórn gerðu með sér um grálúðuveiðar utan fiskveiðilögsögunnar við Nýfundnaland: Heildargrálúðukvótinn má ekki vera umfram 27.000 tonn á þessu ári en ESB-skipum verður leyft að veiða 5.013 tonnum meira á árinu en þau hafa þegar gert. Meira
19. apríl 1995 | Landsbyggðin | 400 orð

Norðlensk innrás á Hótel Ísland

Sauðárkróki-Hótel Ísland hefur á undanförnum misserum verið annað heimili þeirra norðlensku skemmtikrafta sem sótt hafa Reykvíkinga heim og hefur það sérstaklega átt við um karlakórinn Heimi, sem verið hefur á undanförnum árum með skemmtanir á þessum glæsilega veitingastað. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 383 orð

Nýr meirihluti áður en viðræðum var slitið

JÓN Baldvin Hannibalsson segir að Davíð Oddsson hafi átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Halldór Ásgrímsson á páskadagskvöld, áður en stjórnarmyndunarviðræðum Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks var slitið. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Ný útfararstofa opnuð í Reykjavík

ÚTFARARSTOFA Þorbergs Þórðarsonar á Akranesi hefur hafið starfsemi í Reykjavík. Þórbergur Þórðarson, útfararstjóri á Akranesi, hefur ákveðið að bjóða þessa þjónustu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Jafnframt mun hann áfram þjónusta á Vesturlandi. Gengið hefur til liðs við Þórberg fyrrum umsjónarmaður útfara kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, Ólafur Örn Pétursson. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 946 orð

Oft stuðst við nauman þingmeirihluta

RÍKISSTJÓRNIR hér á landi hafa iðulega þurft að styðjast við nauman þingmeirihluta. Ef litið er yfir þær ríkisstjórnir sem setið hafa að völdum á lýðveldistímanum kemur þannig í ljós, að það ríkisstjórnarsamstarf sem langlífast hefur verið, samstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks á viðreisnarárunum svonefndu frá 1959-71 eða í tólf ár, studdist ætíð við mjög nauman þingmeirhluta. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Opið hús í garðyrkjuskólanum

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Opið hús í garðyrkjuskólanum

Á SUMARDAGINN fyrsta verður opið hús í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum, Ölfusi, frá kl. 10­18. Það eru nemendur skólans sem standa fyrir þessu opna húsi. Hægt verður að kynna sér þær brautir sem eru í boði í skólanum, umhverfi skólans, hægt verður að skoða gróðurhúsin og ýmsar óvæntar uppákomur verða allan daginn. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Rannsóknardagur Borgarspítalans í dag

RANNSÓKNARDAGUR Borgarspítalans verður haldinn í dag en tilgangur þessa rannsóknardags er að gefa þeim sem vinna að rannsóknum tækifæri til að kynna þessa vinnu fyrir samstarfsfólki á Borgarspítala og öðrum. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 121 orð

Reuter Írakar hafna tilboði S

19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 314 orð

Reynir að efla tengsl við Kína

SIR LEON Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, kom í gær í opinbera heimsókn til Kína, þá þriðju á hálfu öðru ári. Brittan lýsti því yfir í upphafi heimsóknarinnar að ESB og Kína þyrftu að koma sér saman um "nýtt upphaf" og "ný viðhorf" í samskiptum sínum. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 175 orð

Rússar standa ekki við samning

19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 174 orð

Rússar standa ekki við samning PAVEL Gra

PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússa, sagði um helgina að Rússar gætu ekki staðið við alla skilmála Samnings um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu, fyrr en stríðinu í Tsjetsjníju lyki. Gratsjov sagði í samtali við Interfax- fréttastofuna að rússnesk stjórnvöld vildu að ákvæði samningsins yrðu endurskoðuð en hann setur m.a. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Síðasta vetrargangan

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Síðasta vetrargangan

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í síðustu vetrargöngu sína í kvöld, miðvikudagskvöldið 19. apríl. Gengið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 þá leið sem HGH fór oftast í vetur, upp Grófina, með Tjörninni, um Vatnsmýrina og skógargötu Öskjuhlíðar að Lyngbergi. Þaðan um sólarlagsbil með ströndinni eftir nýja göngustígnum að Sundskálavík og til baka um Grímsstaðaholtið og Háskólahverfið niður að Höfn. Meira
19. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Síðasti vetrardagurinn?

19. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Síðasti vetrardagurinn?

ÍSLENDINGAR fagna á morgun sumardeginum fyrsta og víst er að fáir verða jafn fegnir sumarkomunni og íbúar norðanlands og vestan þar sem hafa verið miklar vetrarhörkur um langt skeið. Fátt benti til að vetur konungur ætlaði að lina tökin á íbúum þessara landshluta, hann sýndi klærnar í gær, sennilega til að sýna að hans tími væri ekki liðinn enn. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Sjókælikerfi í Beiti NK

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Sjókælikerfi í Beiti NK

UNNIÐ er að uppsetningu sjókælikerfis um borð í Beiti NK, en áhugi á sjókælingu síldar- og loðnuafla um borð í fiskiskipum fer nú vaxandi hér á landi. Sjókæling hefur verið notuð lengi við Noreg, Írland og Hjaltland og er nú forsenda þess að fiskurinn fáist keyptur til manneldis eða vinnslu á hágæðamjöli. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Skátamessa í Hallgrímskirkju

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Skátamessa í Hallgrímskirkju

SKÁTAMESSA verður í Hallgrímskirkju sumardaginn fyrsta og hefst hún kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson mun þjóna til altaris og predikari verður Hallfríður Helgadóttir. Organisti verður Hörður Áskelsson. Að aflokinni messu verður selt kaffi í sal Skátasambands Reykjavíkur á þriðju hæð Skátahússins að Snorrabraut 60. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 554 orð

Skipan aðstoðarráðherra veldur erfiðleikum

NÝRRI ríkisstjórn Paavos Lipponens, forsætisráðherra í Finnlandi, virðist þrátt fyrir góð áform ætla að ganga erfiðlega að semja um verkaskiptingu. Öðru fremur eru það fimm aðstoðarráðherraembætti sem standa í mönnum. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Sleginn í höfuðið með byssu

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

Sleginn í höfuðið með byssu

TIL ryskinga kom í samkvæmi á sveitabæ vestan við Borgarnes aðfaranótt laugardags sem enduðu með því að maður var sleginn í höfuðið með byssu. Í fyrstu var talið að hleypt hefði verið af byssunni en nú þykir það ósennilegt. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sluppu með skrekkinn

LEIÐINDA veður, rok og skafrenningur á köflum, var á Holtavörðuheiði í fyrradag, annan dag páska. Mikil hálka var á heiðinni vestanverðri. Þar snerist Lada Sport-bifreið og lenti á hliðinni utan vegar. Mikil umferð var um veginn og kom fjöldi vegfarenda fljótlega til aðstoðar. Hjónum með barn var hjálpað upp úr bílnum og hann síðan réttur við þannig að fólkið gat haldið sína leið. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 1066 orð

Stjórnarmyndunin jafnan flókin og tímafrek

Þegar gengið var til alþingiskosninga 23. apríl 1983 sat við völd ríkisstjórn sú sem Gunnar Thoroddsen hafði myndað 8. febrúar 1980 með tilstyrk nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins ásamt Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 864 orð

Stóðum frammi fyrir tveimur kostum

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að eftir fund hans og Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, á mánudag eftir kosningar hefði það verið hans mat að Framsóknarflokkurinn ætti aðeins tvo kosti varðandi ríkisstjórnarmyndun, annars vegnar að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki eða hins vegar að vera í stjórnarandstöðu. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 312 orð

Stytti sér leið og steytti á skeri

RANNSÓKN hófst í gær á orsökum þess að franska ferjan Saint Malo, sem er tvíbytna, sigldi utan í sker í Ermarsundi með þeim afleiðingum að mikil slagsíða komst á skipið og 300 farþegar urðu að fara frá borði. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sumardagsskemmtun í Grafarvogi

SKEMMTIDAGSKRÁ verður kl. 14­17 á sumardaginn fyrsta fyrir íbúa í Grafarvogi. Skrúðgangan leggur af stað frá OLÍS-bensínstöðinni við Gullinbrú kl. 14. Gengið verður austur Fjallkonuveg að félagsmiðstöðinni Fjörgyn og þar hefst fjölskyldudagskrá kl. 14.30 og stendur til kl. 17. Meðal skemmtiatriða er að skólahljómsveit Grafarvogs spilar kl. 14. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sumardagsskemmtun í Grafarvogi

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Sumargleði Barnabókaráðs

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sumargleði Barnabókaráðs

SUMARGLEÐI Barnabókaráðs verður haldin í Norræna húsinu 19. apríl, sumardaginn fyrsta, og hefst hún kl. 15. Dagskráin verður sem hér segir: Afhending viðurkenninga Barnabókaráðsins fyrir framlag til barnamenningar, sumarsaga, Gegnum holt og hæðir. Leikið og sungið úr leikriti Herdísar Egilsdóttur, flytjendur eru börn og unglingar úr Mosfellsbæ undir stjórn Bjarneyjar Lúðvíksdóttur. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sumarkomu fagnað í Árseli

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Sumarkomu fagnað í Árseli

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN í Árseli gengst í ár í áttunda skiptið í röð fyrir fjölskylduskemmtun í Árbæjarhverfi á sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Dagskráin er miðuð við alla fjölskylduna og hefst með skrúðgöngum frá Selásskóla og Ártúnsskóla klukkan 13.30. Göngurnar mætast við Ársel. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Sögupróf á páskum

HÁTT í 200 stúdentsefni þreyttu sögupróf í Menntaskólanum í Reykjavík annan páskadag. Guðni Guðmundsson, rektor, segir að aldrei hafi verið farin sú leið að prófa á páskum áður. Hann sagði að nemendur hefðu beðið um að einu prófi yrði flýtt til að létta á sjálfum prófatímanum. "Sagan er ein þriggja greina sem kenndar eru í sama magni í öllum deildum. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 365 orð

Talið móta nýja stefnu ábyrgrar veiðistjórnar

STJÓRNVÖLD í Kanada og Evrópusambandið, ESB, leystu grálúðudeiluna á sunnudag með samningi, sem hvorirtveggju fögnuðu sem miklum sigri. Annars vegar munu Kanadamenn hætta afskiptum af veiðum skipa á alþjóðlegu hafsvæði og hins vegar verður fiskveiðistjórnunin og eftirlit með veiðunum stórhert. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Táragasi sprautað á lögreglumenn

FLYTJA varð fjóra menn á slysadeild, þar af tvo lögreglumenn, eftir að sprautað hafði verið í andlit þeirra úr táragasbrúsa snemma á laugardagsmorgunn. Atburðurinn varð þegar lögreglan var kvödd að húsi á Langholtsvegi vegna ítrekaðs ónæðis. Meira
19. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 712 orð

Umbætur í lífskjörum hafa forgang

UTANRÍKISRÁÐHERRA Kína og einn af aðstoðarforsætisráðherrum landsins, Qian Qichen og fylgdarlið hans héldu af landi brott síðdegis á laugardag áleiðis til New York þar sem Qian tekur þátt í afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrann ræddi við fréttamenn á Hótel Sögu á laugardagsmorgun. Er hann svaraði spurningum fréttamanna um gagnrýni á mannréttindastefnu Pekingstjórnarinnar kom m.a. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 794 orð

Úr dagbók lögreglunnar13.-18. apríl ­ páskahelgin

FRÁ skírdegi til þriðjudags eftir páska voru 539 færslur í dagbókina. Í 23 umferðaróhöppum urðu meiðsli á fólki í 5 tilvikum og í tveimur öðrum er grunur um að ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis. Auk þeirra eru ellefu ökumenn grunaðir um ölvunarakstur um hátíðirnar. Tæplega 40 einstaklingar gistu fangageymslurnar á tímabilinu. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Vélhjól lögreglu í árekstri við lögreglubíl

LÖGREGLUMAÐUR meiddist á fæti þegar hann ók vélhjóli sínu aftan á lögreglubíl á Hverfisgötu sl. laugardag. Tilkynning hafði borist um að bensínþjófar væru á ferð og veitti lögreglan grunsamlegum mönnum í bíl eftirför eftir Hverfisgötu þegar óhappið varð. Meira
19. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 258 orð

Vorkoma í Eyjafjarðarsveit

VORKOMA í Eyjafjarðarsveit er yfirskrift fimm daga hátíðarhalda sem efnt er til í Eyjafjarðarsveit og hefst í dag, miðvikudaginn 19. apríl. Dagskráin hefst í Blómaskálanum Vín í kvöld kl. 21.00 þar sem veitt verða verðlaun í ljóðasamkeppni, sem haldin var af þessu tilefni, ljóðaupplestur, kennarar í Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika og hagyrðingar leggja sitt af mörkum. Meira
19. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 273 orð

Vorkoma í Eyjafjarðarsveit

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 216 orð

Vorvaka Emblu í Stykkishólmi

EINN af fyrstu vorboðunum í Stykkishólmi er kvöldvaka Málfreyjuklúbbsins Emblu. Þessa skemmtun nefna þær vorvöku og bjóða upp á fjölbreytta menningarlega dagskrá. Vorvakan fór nú fram í Stykkishólmkirkju miðvikudaginn 5. apríl sl. Að venju var margt í boði. Söngkonan Ingibjörg Marteinsdóttir söng mörg lög við undirleik Láru Rafnsdóttur og fengu þær mjög góðar undirtektir. Meira
19. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Yfirbugaður með táragasi

LÖGREGLAN á Akureyri yfirbugaði mann á Ráðhústorgi um helgina með því að nota táragas. Lögreglan ætlaði að hafa afskipti af manni vegna óláta, félagar mannsins komu honum til aðstoðar og nokkurt öngþveiti varð af sem leiddi til þess að gripið var til táragasbrúsans. Meira
19. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Yfirbugaður með táragasi

19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Yfir milljón stolið í Ólafsvík

BROTIST var inn í verslunina Kassann í Ólafsvík aðfaranótt þriðjudagsins og höfðu þjófarnir yfir eina milljón króna upp úr krafsinu í peningum og ávísunum og líklega annað eins í varningi. Miklar skemmdir voru unnar á versluninni. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 1416 orð

Þarf að mynda sterka tveggja flokka stjórn

DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, tilkynnti formlega á ríkisstjórnarfundi sem hófst kl. 9.30 í gærmorgun að hann myndi biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sátu fundinn að Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra undanskildum, sem var fjarverandi vegna veikinda. Meira
19. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 305 orð

Þjóðvaki varaði við þessu

JÓHANNA Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, sagði að loknum fundi með forseta Íslands í gær að hún hefði enga beina tillögu gert við forseta um hver ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar en bent á ákveðna kosti. Meira

Ritstjórnargreinar

19. apríl 1995 | Staksteinar | 426 orð

»Óvænt stefnu breyting Fjallað er um stjórnarmyndunarviðræður í forystug

Fjallað er um stjórnarmyndunarviðræður í forystugrein DV í gær og sagt að þær hafi tekið óvænta stefnu um páskana. Hefur leiðarahöfundur efasemdir um ágæti stjórnarsamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Íhaldssöm stjórn Meira
19. apríl 1995 | Leiðarar | 797 orð

VIÐREISN OG VARADEKK

VIÐREISN OG VARADEKK JÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Alþýðuflokkur hafa starfað saman í tveggja flokka ríkisstjórnum tvisvar sinnum á lýðveldistímanum. Í hið fyrra skipti stóð samstarf þeirra í nær 13 ár eða frá 1959 til 1971. Það var eitt mesta, ef ekki mesta, umbótaskeið í sögu lýðveldisins. Í seinna skiptið stóð samstarf þeirra í fjögur ár þ.e. Meira

Menning

19. apríl 1995 | Menningarlíf | 113 orð

30 ára söngafmæli

Selfossi-Vortónleikar Karlakórs Selfoss verða haldnir í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun sumardaginn fyrsta klukkan 21.00. Fjölbreytt efnisskrá verður á tónleikunum sem eru liður í tónleikaröð kórsins í apríl. Stjórnandi kórsins er Ólafur Sigurjónsson og undirleikari Stefán Jónsson. Meira
19. apríl 1995 | Bókmenntir | 1240 orð

Af bókmenntum og biblíu

Ritnefnd: Gunnlaugur A. Jónsson (ritstjóri), Einar Sigurbjörnsson og Pétur Pétursson. Guðfræðistofnun - Skálholtsútgáfan. Reykjavík 1994. Á UNDANFÖRNUM árum hefur samgangur orðið meiri en áður milli fræðigreina. Á þetta ekki síst við um hugvísindi. Meira
19. apríl 1995 | Myndlist | 608 orð

Birta og ylur

Samsýning.Opið alla daga kl. 14-19 til 23. apríl. Aðgangur kr. 300. SAMSÝNINGAR listamanna eru af ýmsu tagi, og ekki síður erfiður vettvangur myndlistar en önnur form. Á stórum samsýningum þarf að marka rammann vel, því annars er hætt við að þar ægi saman afar ólíkum hlutum, og gæðamunur reynist hinum veikari erfiður hjalli að yfirstíga; þeir hverfa í skuggann. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 214 orð

Frönsk flaututónlist

19. apríl 1995 | Menningarlíf | 206 orð

Frönsk flaututónlist

TÓNLEIKAR á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða haldnir á sumardaginn fyrsta í nýju safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju kl. 17. Um er að ræða tónleika í tónleikaröð sem skólinn gengst fyrir þar sem kennarar og í sumum tilfellum gestir halda tónleika til styrktar efnilegum nemendum við skólann. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 124 orð

19. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 103 orð

Í víkingaskapi á Íslandi

DANSKA rokksveitin D:A:D kom hingað til lands fyrir nokkru og tók upp myndband við lagið "Reconstrucdead". Það var einn af kynningarstjórum sveitarinnar Torleif Hoppe sem fékk hugmyndina þegar hann millilenti á Íslandi og baðaði sig í Bláa lóninu. Frásögn af Íslandsferðalagi D:A:D er í nýjasta hefti danska tónlistartímaritsins Mix og spannar þrjár síður af texta og myndum. Meira
19. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 106 orð

Í víkingaskapi á Íslandi

19. apríl 1995 | Tónlist | 730 orð

Jóhannesarpassían

Kór Langholtskirkju, einsöngvarar og hljómsveit, undir stjórn Jóns Stefánssonar fluttu Jóhannesarpassíuna í leikrænni gerð. Föstudagur 14. apríl 1995. SÚ AÐFERÐ, að sviðsetja atburði skrásetta í Bilbíunni, er rakin aftur til miðalda og naut þetta tilstand mikilla vinsælda og svo er enn. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 1199 orð

Komið inn úr kuldanum

"SNORRI Sturluson skrifaði bók um heiminn og kallaði Heimskringlu", sagði Guðbergur Bergsson á umræðufundi í Madríd um það að skrifa í norðri og skrifa í suðri. Með því vildi hann leggja áherslu á að meðal fjarlægra þjóða væri líka áhugi á heiminum, en ekki tómar sveitabókmenntir. Meira
19. apríl 1995 | Bókmenntir | 600 orð

Ljósið innra

eftir Rögnvald FinnbogasonForlagið,1995-107 bls. NÚ Á dögum setja menn gjarnan saman ljóð til að túlka innstu veru sína og skilgreina innri mann. Þau eru því oft leið til sjálfsþekkingar. Í nýútkominni bók Rögnvalds Finnbogasonar, Hvar er land drauma, setur hann fram ofurlítið játningarkenndar vangaveltur um innstu rök og tengsl við guð, menn og sköpunarverkið. Meira
19. apríl 1995 | Bókmenntir | 349 orð

Ljós og skuggar

eftir Þórarin Guðmundsson. Kápumynd: Þórarinn Már Baldursson. Útgefandi höfundur - Akureyri 1995. ÞÓTT Ljós og skuggar sé fyrsta bók höfundar er auðfundið að hann er enginn nýgræðingur í ljóðlist. Enda hafa ljóð eftir hann birst í blöðum og tímaritum gegnum langa tíð. Einkenni ljóðanna í heild er huglægt viðhorf. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 161 orð

Lokapróf einsöngvara og sellóleikara

TVENNIR lokaprófstónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í kvöld og á morgun. Fyrri tónleikarnir eru í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20.30 og eru þeir síðari hluti einleikaraprófs Sigurðar Bjarka Gunnarssonar, sellóleikara. Krystyne Cortes leikur með á píanó. Á efnisskrá eru Svíta fyrir einleiksselló eftir J.S. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 96 orð

Málverk litógrafíur og útskornar myndir SÝNING á verkum danska listamannssins Niels Macholms hefur verið sett upp í anddyri

SÝNING á verkum danska listamannssins Niels Macholms hefur verið sett upp í anddyri Norræna hússins. Á sýningunni eru málverk, litógrafíur og útskornar myndir. Niels fæddist 1915 og verður því áttræður á þessu ári. Hann rak Macholms Kunsthandel í Rolighedsvej í Kaupmannahöfn 1943-1952 og hélt sína fyrstu sýningu hjá Kunstnernes Efterårsudstilling 1944. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 71 orð

Nýjar bækur

NÝLEGA kom út bókin Prakkarar, eftir Eggert E. Laxdal, á vegum Laxdalsútgáfunnar. Bókin er full af gamansögum, glensi og gamanmálum. Bókin er ekki ætluð neinum sérstökum aldurshóp, heldur fólki á öllum aldri. Þetta er níunda bók höfundar, en hann er kunnastur fyrir ljóðabækur sínar og bækur fyrir yngstu kynslóðina. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 108 orð

Pappírssamsetningar í Úmbru BANDARÍSKA listakonan Marcia Widenor opnar sýningu í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu á morgun,

BANDARÍSKA listakonan Marcia Widenor opnar sýningu í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu á morgun, fimmtudaginn 20. apríl kl. 17. Þar sýnir hún það sem hún kallar pappírs- samsetningar eða Paper Quilts. Meira
19. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 119 orð

Parísartíska í Reykjavík

19. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 110 orð

Parísartíska í Reykjavík

EFNT var til forsýningar á mynd Roberts Altmans, Parísartískunni eða Pret-a-Porter, fyrir nokkru. Af því tilefni var ýmsum þeim sem lifa og hrærast í tískuheiminum hérlendis boðið í bíó. Við komuna fengu dömurnar rós frá blómabúðinni Dögg í Hafnarfirði og sýnishorn af snyrtivörum frá Clarins. Meira
19. apríl 1995 | Tónlist | 546 orð

Páskabarokk

Marta G. Halldórsdóttir sópran; Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir, barokkflautur; Örnólfur Kristjánsson barokkselló; Christine Lecoin, semball. Föstudagur 14. apríl. SEMBALLINN, sem dagaði uppi nokkru fyrir 1800, var fyrst "upphaflegra" hljóðfæra til að koma aftur inn úr kuldanum. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 98 orð

Skagfirska söngsveitin í Langholtskirkju

SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík heldur árlega vortónleika fyrir styrktarfélaga sína og aðra velunnara í Langholtskirkju á sumardaginn fyrsta og laugardaginn 22. apríl kl. 17. Á efnisskránni eru meðal annars íslensk lög eftir Sigfús Einarsson, Emil Thoroddsen, Sigurð Þórðarson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Sigvalda Kaldalóns, en söngstjóri hefur útsett syrpu af lögum hans. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 76 orð

Söngur í Oddakirkju

19. apríl 1995 | Menningarlíf | 72 orð

Söngur í Oddakirkju HIÐ ÁRLEGA tónlistarkvöld verður í Oddakirkju á Rangárvöllum á sumardaginn fyrsta kl. 20.30. Meðal efnis á

HIÐ ÁRLEGA tónlistarkvöld verður í Oddakirkju á Rangárvöllum á sumardaginn fyrsta kl. 20.30. Meðal efnis á dagskránni verður söngur Reykjalundarkórsins undir stjórn Lárusar Sveinssonar, kór eldri félaga úr Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði syngur svo og kirkjukór Oddakirkju undir stjórn Halldórs Óskarssonar. Meira
19. apríl 1995 | Tónlist | 473 orð

Trúartónlist á dymbilvöku

Þórunn Guðmundsdóttir, sópransöngkona, Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari, Eydís Franzdóttir, óbóleikari. Flutt voru söngverk eftir Barber, Vaugham-Willams, Jón Leifs og Brahms. Miðvikudaginn 12. apríl, 1995. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | 583 orð

Verð alltaf með annan fótinn á Íslandi

MAGNEA Tómasdóttir, sópran, efnir til fyrstu einsöngstónleika sinna í Gerðubergi í kvöld klukkan 20.30. Mario Ramón Garcia, píanóleikari frá Mexíkó, mun annast undirleik og í raun má segja að yfirbragð tónleikanna sé alþjóðlegt því á efnisskránni eru ljóð eftir Haydn, Lizt, Strauss, Grieg og Jón Ásgeirsson. Meira
19. apríl 1995 | Menningarlíf | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Nýjar sunnlenskar þjóðsögurnefnist bók sem nýlega kom út. Í bókinni eru 100 gamansögur af körlum og konum á Suðurlandi. Á bókarkápu segir að sögurnar komi sín úr hverri áttinni og víða að af Suðurlandi. Um er að ræða sögur sem lifað hafa um nokkra hríð í munnmælum og verið sagðar til skemmtunar við ýmis tækifæri. Meira

Umræðan

19. apríl 1995 | Velvakandi | 405 orð

Athugasemd

VEGNA umræðna sem urðu á fundi borgarstjórnar í Reykjavík fimmtudaginn 6. apríl vil ég taka fram: Ég sótti um afleysingastarf borgarminjavarðar vegna þess að það var auglýst og á þeirri forsendu að ég hef menntun á því sviði sem starfið lýtur að og reynslu sem ég tel að gæti komið Árbæjarsafni, sem er aðal starfsvettvangur borgarminjavarðar, að gagni. Meira
19. apríl 1995 | Velvakandi | 651 orð

Auðvelt fyrir Ísland að standa við skuldbindingar Ríó-samningsins

EINS OG allir vita er koltvísýringur hættulegur vegna gróðurhúsaáhrifanna. Bruninn á jarðefnum eins og þeim sem unnin eru frá olíulindum veldur mikilli mengun og sú mengun getur umbylt þeim lífsskilyrðum sem nú ríkja á jörðinni. Eins er það áhyggjuefni margra að þessar auðlindir eru tæmanlegar, þar sem það tekur mjög langan tíma að mynda olíu við ákveðnar aðstæður. Meira
19. apríl 1995 | Aðsent efni | 1207 orð

Fiskveiðistjórnun á Íslandi ­ horft til framtíðar

Þessi grein er ætluð sem innlegg í þá umræðu sem farið hefur fram um fiskveiðistjórnun á Íslandi. Mikilvægt er hins vegar að ef nokkurt gagn á að verða af slíkum skoðanaskiptum að samkomulag sé meginmarkmið fiskveiðistjórnunarinnar. Í skýrslu "Tvíhöfðanefndar" til sjávarútvegsráðherra frá april 1993 kemur fram að markmiðin með fiskveiðistjórnun séu eftirfarandi: 1. Meira
19. apríl 1995 | Aðsent efni | 389 orð

Hamlet í sjónvarpi

Á föstudaginn langa sýndi ríkissjónvarpið kvikmynd þá sem gerð er á vegum brezka útvarpsins undir stjórn Rodneys Bennetts eftir leikriti Shakespeares, Hamlet. Meðal leikara sem þar fara á kostum er snillingurinn Derek Jacobi í titilhlutverkinu og Claire Bloom sem leikur Gertrude drottningu, svo aðeins sé getið tveggja af aðalleikurunum. Meira
19. apríl 1995 | Aðsent efni | 1220 orð

Íþróttaháskóli Íslands á Akureyri

FYRIR skemmstu var opinberuð sú hugmynd nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins að sameina skyldi nokkra uppeldislega skóla á háskólastigi í Reykjavík. Meðal þeirra sem ætlað er að lendi í þeirri sameiningu er Íþróttakennaraskóli Íslands að Laugarvatni. Meira
19. apríl 1995 | Aðsent efni | 639 orð

Jörðin stynur

EF GOLFSTRAUMURINN breytir um stefnu og ósonlagið þynnist varanlega, getum við lent á dálitlum vandræðum. Hugleiðingar vísindamanna um þennan möguleika, jafnvel á næstu árum, valda okkur Íslendingum þó ekki ýkja miklum áhyggjum. Íslendingar hafa ekki áhyggjur af morgundeginum. Þeir lifa fyrir líðandi stund. Þeir sjá lífið í nærmynd og samanburði. Meira
19. apríl 1995 | Velvakandi | 442 orð

kjótt skipuðust hin pólitísku veður í lofti yfir páskahe

kjótt skipuðust hin pólitísku veður í lofti yfir páskahelgina, fyrir utan að hinir raunverulegu veðurguðir börðu á mönnum af fullri hörku um helgina norðanlands og á hálendinu. Meira
19. apríl 1995 | Velvakandi | 511 orð

Leiftursýn fjölmiðlarans

ÞAÐ er athyglisvert að stóru sögulegu viðburðirnir skuli vera ósýnilegir atvikarýni fjölmiðlanna. Fjölmiðlarnir uppfræða okkur um milljónir atburða líðandi stundar og nánustu orsakir þeirra. En þeim er fyrirmunað að sjá í hvað stefnir eða hvers vegna. Hið liðna er fjölmiðlamanninum aftur á móti deginum ljósara. Meira
19. apríl 1995 | Velvakandi | 305 orð

Listvinsamlegur dýravinsamlegur?

HINN 9. apríl sl. birtist í Morgunblaðinu viðtal undir fyrirsögninni "Lít á mig, sem listvinsamlegan mann", við einn aðalleikarann í nýrri íslenskri kvikmynd. Við gerð myndarinnar segir hann að sér hafi orðið sérstaklega minnisstætt atriðið, þegar hann átti að reka hundinn út úr húsi með hávaða og látum en hundurinn leitaði alltaf skjóls undir kvikmyndatökuvélinni. Meira
19. apríl 1995 | Aðsent efni | 807 orð

Sigurinn var Davíðs

NÝAFSTAÐNAR kosningar eru um margt eftirtektarverðar. Í fyrsta lagi eru þær til vitnis um að með Davíð Oddssyni hafi Sjálfstæðisflokkurinn eignast foringja sem hefur burði til þess að leiða flokkinn í anda Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Í öðru lagi sýnast íslensk stjórnmál nú siðlegri og málefnalegri en áður. Meira

Minningargreinar

19. apríl 1995 | Minningargreinar | 176 orð

Baldur Stefánsson

Þeir eru ekki fáir sem fetuðu sig í gegnum unglingsárin að töluverðu leyti undir handarjaðri Baldurs. Sjálfur var ég meðal síðustu krakkanna sem voru í sveit á sumrin á Hvammbóli hjá Baldri, Helgu og Árnýju ömmu minni. Ég var níu ára þegar ég kom til að dvelja sumarlangt í fyrsta skipti; það var fyrir 20 árum. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 570 orð

Baldur Stefánsson

Nú er Baldur móðurbróðir minn fallinn frá. Þeim manni á ég margt að þakka. Fyrstu æviár mín bjuggum við undir sama þaki hjá móðurforeldrum mínum í Litla-Hvammi og framyfir fermingu varði ég hverju sumri og sérhverri frístund á heimili hans. Af honum lærði ég öðrum fremur til verka. Það veganesti hefur nýst mér allar götur síðan. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 379 orð

Baldur Stefánsson

Þegar ég man fyrst eftir var Baldur kominn á miðjan aldur. Hann var ömmubróðir minn og kom mér fyrst fyrir sjónir sem sérlega barngóður maður. Það bera allir vott um sem dvalið hafa á heimili hans á sínum yngri árum. Framsýnn virtist hann mér, hafði snemma á bílaöldinni fest kaup á vörubifreið í félagi við systurson sinn. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 383 orð

Baldur Stefánsson

Elskulegur og góður frændi minn, Baldur Stefánsson, er látinn. Ósjálfrátt leita gamlar minningar á hugann þegar ég kveð hann hinstu kveðju. Minningar frá Litla-Hvammi og Hvammbóli en þar var hann einn þeirra sem studdu mig út í lífið. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 156 orð

BALDUR STEFÁNSSON

BALDUR STEFÁNSSON Baldur Stefánsson fæddist í Litla-Hvammi í Mýrdal 22. nóvember 1911. Hann lést á dvalarheimili aldraðra, Hjallatúni í Vík, 10. apríl sl. Foreldrar Baldurs voru Steinunn Helga Árnadóttir húsfreyja, f. 12.09. 1881, d. 20.08. 1964, og Stefán Hannesson kennari og bóndi í Litla-Hvammi, f. 16.03. 1876, d. 30.12. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 367 orð

Gerald Häsler

Mig langar að minnast Geralds frænda míns með nokkrum orðum og þakka fyrir okkar kynni. Eins og mín fyrstu kynni voru af honum fannst mér hann vera strangur og frekar hastur þegar hann talaði til mín á mínum yngri árum. Og ekki fannst mér við eiga skap saman, en þegar ég varð eldri fékk ég annað álit á honum. Þetta var honum eðlilegt, að byrsta sig svolítið og vilja hafa aga á öllu. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 136 orð

Gerald Häsler

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 541 orð

Gerald Häsler

Ég vil með nokkrum fátæklegum orðum minnast mágs míns og vinar sem fallinn er nú frá. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir 10 ára dreng sem lifði áhyggjulausu lífi að sjá föður sinn tekinn til fanga og fluttan í fangabúðir, þar sem hann var hafður í haldi til stríðsloka sökum þess að hann var þýskur ríkisborgari. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 776 orð

Gerald Häsler

Mig langar að skrifa hér nokkur kveðju- og minningarorð um móðurbróður minn, Gerald Häsler. Starfs- og æviferill hans var fjölbreyttur og athafnasemi hans voru lítil takmörk sett. Gerald stundaði sjómennsku framan af, var á skaki, síldveiðum og togurum, m.a. Sólborginni. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 252 orð

GERALD HÄSLER

GERALD HÄSLER Gerald Hans Rainhold Häsler var fæddur á Ísafirði 28. september 1929. Hann lést í Inzell í Þýskalandi 25. mars sl. Foreldrar hans voru hjónin Gertrud Henriette Häsler og Hans Georg Häsler bakarameistari. Systur hans eru Ilse Anderson, búsett í Connecticut, og Guðrún Á. Jónsson, búsett á Ísafirði. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 344 orð

Guðjón Kristjánsson

Ég heyri vorið vængjum blaka og vonir mínar undir taka, því ég er barn með sumarsinni og sólarþrá í vitund minni. Nú er hann farinn til fegri heima, elskulegur vinur okkar og skólabróðir, Guðjón Kristófersson, barn með sumarsinni og sólskinið í kring um sig. Það rifjast upp æskudagar í Vestmannaeyjum. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 536 orð

Guðjón Kristófersson

Árið 1933 kom ég fjögurra ára gamall til Eyja, og var Gaui fyrsti strákurinn sem ég kynntist. Óhætt er að segja að hann hafi verið mér kærari vinur en nokkur annar upp frá því, ekki er ég að gera neitt lítið úr öðrum vina minna þó að ég segi þetta, því allir vorum við leikfélagar. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 127 orð

GUÐJÓN KRISTÓFERSSON

GUÐJÓN KRISTÓFERSSON Guðjón Kristófersson húsgagnasmiður var fæddur 26. desember 1929 í Vestmannaeyjum. Hann lést í Víðistaðaspítala 9. apríl sl. Foreldrar Guðjóns voru Þórkatla Bjarnadóttir frá Grindavík, f. 25.2. 1895, d. 13.7. 1975, og Kristófer Guðjónsson líkkistusmiður frá Oddsstöðum, Vestmannaeyjum, f. 27.5. 1900, d. 11.4. 1981. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 249 orð

Guðný Guðmundsdóttir

Tengdamóðir mín, Guðný Guðmundsdóttir, er látin eftir erfið vekindi. Þegar ég kynntist Guðnýju varð mér fljótt ljóst að þar fór góðhjörtuð og ósérhlífin kona, sem var ávallt var reiðubúin að greiða götu þeirra sem þess þurftu. Heimili Guðnýjar og Nikulásar stóð alla tíð opið jafnt börnum sem fullorðnum, í lengri eða skemmri tíma því hennar eigin hagsmunir komu ætíð á eftir þörfum annarra. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 143 orð

Guðný Guðmundsdóttir

Elsku amma. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allt það sem þú gafst okkur með lífi þínu. Þú varst okkur alltaf svo kær og kenndir okkur svo margt. Við munum alltaf minnast þín með þakklæti og virðingu. En nú vitum við að þér líður vel og hvílir í friði hjá góðum Guði. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 195 orð

GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Guðný Guðmundsdóttir fæddist í Brautarholti í Haukadal, Dýrafirði, 10. maí 1928, en fluttist á þriðja ári að bænum Húsatúni og ólst þar upp. Hún lést í Landspítalanum 9. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Jóns Jónssonar, f. 2.6. 1888, d. 19.1. 1945, og Sigríðar Katrínar Jónsdóttur f. 27. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 367 orð

Jóhanna Þóra Jónsdóttir

Öll vitum við að lifið er ekki endalaust og enginn lifir að eilífu, samt vonum við að þeir sem við elskum mest séu alltaf til staðar. Þannig er það víst ekki. Nú þegar vor er í lofti yfirgefur hún amma okkur eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún var aðdáunarverð í veikindum sínum, brosti og sagði ávallt að henni liði bara vel. Yfirveguð, róleg og með frið í hjarta beið hún eftir kalli drottins. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 96 orð

JÓHANNA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR

JÓHANNA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR Jóhanna Þóra Jónsdóttir fæddist í Lækjarhúsum, Borgarhöfn í Suðursveit, hinn 22. apríl 1917. Hún lést í Landspítalanum 7. apríl sl. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson og Vilborg Eyjólfsdóttir og var hún yngst fjögurra systra. Sonur Þóru og Cleon McIntyre (dáinn 9. nóvember 1944) er Jón Cleon Sigurðsson, f. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 147 orð

Jón Pétursson

Ég vil setja niður nokkur orð til að minnast látins vinar míns og fyrrverandi tengdaföður, Jóns Péturssonar. Það er mjög erfitt að trúa því að svona góður maður eins og hann Jón sé tekinn frá okkur með þessum hætti. Það var mjög gott að eiga Jón að og er ég stolt af því að hafa þekkt hann og fengið að deila þeim stundum með honum. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 575 orð

Jón Pétursson

Elsku Nonni frændi. Hvílík gæfa að verða þess aðnjótandi að eiga þig að. Minningarnar um þig eru ótalmargar og allar góðar. Hversu oft sátum við systkinin óþreyjufull á sunnudagsmorgnum og þráspurðum "fer ekki Nonni frændi að koma?". Og fyrr en varði renndir þú í hlaðið, annaðhvort á jeppa eða "rúgbrauði" og fylltir hann af börnum. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 1124 orð

Jón Pétursson

Nú er skarð fyrir skildi. Ekki grunaði okkur þegar Jón Pétursson kvaddi okkur í síðasta mánuði að það yrði síðasta kveðjan og aldrei framar kæmi hann skröltandi á Lödunni, liti inn um eldhúsgluggann meðan hann gekk upp tröppurnar og síðan heyrði maður kallað: Hæ, er nokkur í bænum? Það lýsti ef til vill Jóni best að hann, öfugt við margt af þessari "eldri kynslóð", Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 159 orð

JÓN PÉTURSSON

JÓN PÉTURSSON Jón Pétursson var fæddur 4. mars 1918 að Hauksstöðum í Jökuldal. Hann lést í Borgarspítalanum 8. apríl sl. Foreldrar hans voru þau Pétur Guðmundsson, bóndi á Hauksstöðum, og Aðalbjörg Jónsdóttir kona hans. Jón var elstur af 8 systkinum, en auk þess átti hann eina hálfsystur, Ingunni Pétursdóttur. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 757 orð

Ottó Jónsson

Þegar mér barst sú fregn að vinur minn og frændi Ottó Jónsson væri látinn kom það mér ekki á óvart. Hann hafði átt við langvinn veikindi að stríða mánuðum saman, og þegar ég heimsótti hann á Borgarspítalann fyrir nokkrum dögum mátti glöggt sjá að hverju dró. Við fráfall þessa vinar míns og frænda er margs að minnast bæði frá æsku- og fullorðinsárum sem vert væri að geta og þakka fyrir. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 447 orð

Ottó Jónsson

"Ánægjulegt og gleðiríkt líf verður ekki rakið til ytri aðstæðna. Innan frá og líkt og úr lind streymir glaðværð og kæti í líf mannanna." Þegar ég las þessi orð í lítilli bók um gríska speki varð mér hugsað til tengdaföður míns. Líklega var það vegna þess að hann átti þetta einstaka bros sem geislaði af glaðværð og hlýju. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 384 orð

OTTÓ JÓNSSON

OTTÓ JÓNSSON Ottó Jónsson fæddist á Dalvík 1. janúar 1921. Hann andaðist á Borgarspítalanum 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón L. Halldórsson bátsformaður og Jóhanna Þorleifsdóttir húsmóðir. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 486 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Pétur J. Thorsteinsson var tvímælalaust í hópi merkustu sendiherra, sem störfuðu í þágu Íslendinga frá því er þeir tóku meðferð utanríkismála sinna í eigin hendur. Til þess lágu margar ástæður, að honum tókst að sinna starfi sínu með fágætum ágætum. Hann var gæddur miklum og alhliða gáfum. Menntun hans var víðtæk, og einmitt á þeim sviðum, er nýttust honum vel í verkum sínum. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 497 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Pétur J. Thorsteinsson var ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins er ég kynntist honum og var ráðinn í utanríkisþjónustuna í byrjun júní árið 1970. Hann sagði mér er hann ræddi ráðningu mína, að hann vildi ekki já-menn í kringum sig, menn ættu að setja fram sínar skoðanir og rökstyðja þær, allar góðar hugmyndir væru vel þegnar og til umræðu. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 1280 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Ísland ­ þessu orði var líf Péturs J. Thorsteinssonar vígt. Farinn að heilsu og þrotinn að kröftum, að afloknu löngu og drjúgu lífsverki, lagði hann augun aftur og lést í svefni. Hann safnaði aldrei kröftum heldur gaf sig allan í vinnu, taldi að til þess hefði hann lífskraftinn að beina honum til samfélagsins, nýta krafta sína til fulls í þágu landa sinna og þess lands sem hann unni. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 628 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Það var ekki auðvelt fyrir rétt tvítugan íslenzkan stúdent að lenda óforvarandis ­ eins og sendiherra frá Júpíter ­ í sovétsamfélagi sjötta áratugarins, sem svo gersamlega var ólíkt öllu því, sem hann hafði fram að því kynnzt. Þá skipti það miklu máli að eiga athvarf í sendiráði Íslands í Moskvu. Þar réðu ríkjum þau Pétur J. Thorsteinsson og kona hans Oddný Björgúlfsdóttir. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 1019 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Pétur Jens Thorsteinsson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1917, á degi rússnesku byltingarinnar. Það var auðvitað tilviljun ein, en þó að einu leyti merkileg, því Pétur átti eftir að hefja hinn langa og farsæla starfsferil sinn í íslensku utanríkisþjónustunni einmitt í Moskvu, sumarið 1944, eftir að hafa starfað í utanríkisráðuneytinu hér frá því í júníbyrjun sama ár. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 537 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Einn af máttarstólpum íslenskrar utanríkisþjónustu um áratugaskeið, Pétur J. Thorsteinsson, sendiherra, er látinn. Ungur nam hann við Háskóla Íslands, viðskiptafræði og lögfræði. Að námi loknu, í þann mund sem Ísland vvarð lýðveldi 1944, hóf hann störf í utanríkisþjónustunni, sem Íslendingar höfðu þá tekið í sínar hendur af stríðsástæðum. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 2028 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Með Pétri J. Thorsteinssyni sendiherra er fallinn í valinn einn af merkustu embættismönnum íslenska lýðveldisins á 50 ára ferli þess. Starfsferill hans í utanríkisþjónustunni spannaði rúm 43 ár og þá tóku við fimm ára ritstörf líka í hennar þágu. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 349 orð

PÉTUR JENS THORSTEINSSON

PÉTUR JENS THORSTEINSSON Pétur Jens Thorsteinsson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1917. Hann lést á heimili sínu 12. apríl sl. Foreldrar hans voru Katrín Pétursdóttir Thorsteinsson, Péturs J. Thorsteinssonar kaupmanns, og Eggert Briem, bóndi í Viðey. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 505 orð

Pétur J. Thorsteinsson - viðb.

Með Pétri J. Thorsteinssyni, sendiherra og ráðuneytisstjóra, er látinn einn af hæfustu embættismönnum þjóðarinnar, máttarstólpi í íslenskri utanríkisþjónustu, maður sem lagði sig allan fram um að efla veg og virðingu Íslands út á við. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar eru fulltrúar íslenskra hagsmuna á erlendri grund. Það starf hafa fáir stundað af meiri kostgæfni og áhuga en Pétur gerði. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 433 orð

Svanhildur Guðmundsdóttir

Þegar hún Svanhildur kveður þetta jarðlíf finnst mér ekki nema sjálfsagt, að ég skrifi minningargrein um hana. Það oft hafði ég verið inni á gafli á heimili hennar á liðnum aldarfjórðungi. Mér finnst eins og ég hafi misst nákominn ættingja, þegar Svanhildur er ekki lengur meðal okkar. Meira
19. apríl 1995 | Minningargreinar | 218 orð

SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR

SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Svanhildur Guðmundsdóttir var fædd í Litlu-Sandvík í Sandvíkurhreppi, Árnessýslu, 7. janúar 1906. Hún andaðist í Landsspítalanum 7. apríl 1995. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorvarðarson, hreppstjóri í Sandvíkurhreppi, og kona hans, Sigríður Lýðsdóttir, hreppstjóra í Hlíð í Gnúpverjahreppi. Meira

Viðskipti

19. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 189 orð

55 millj. munur á tilboðum

ÓVENJUMIKILL munur var á tilboðum í útgáfu á tveimur bæklingum um Ísland sem Ríkiskaup buðu út nýlega fyrir hönd Ferðamálaráðs. Þannig hljóðaði tilboð frá fyrirtækinu Bláu striki hf. upp á 46-55 milljónir króna meðan Nesútgáfan bauðst til að taka að sér verkefnið án endurgjalds. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir tekjum af sölu auglýsinga sem verktaki þarf að annast. Meira
19. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Fríverslunarsamningur við Lettland

FRÍVERSLUNARSAMNINGUR milli Íslands og Lettlands var undirritaður þann 4. apríl sl. Af hálfu Íslands undirritaði Björgvin Guðmundsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu samninginn, segir í frétt frá ráðuneytinu. Meira
19. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Macintosh-samhæfðar tölvur á markað

POWER Computing Corp., fyrsta fyrirtækið til að framleiða Macintosh-samhæfðar tölvur, hyggst selja þær á 20% lægra verði en hinar eiginlegu Macintosh-tölvur frá Apple. "Okkar stefna er, að viðskiptavinurinn fái meira fyrir minna," sagði Stephen Kahng, aðalframkvæmdastjóri Power Computing, Meira
19. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 425 orð

Metsala páskaeggja

FRAMLEIÐENDUR páskaeggja voru uppiskroppa með páskaegg síðustu dagana fyrir páska. Þeir segja að um metsölu hafi verið að ræða í ár, án þess að hægt sé að fá nánari upplýsingar um framleiðslu einstaka framleiðanda. Meira
19. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Tilboðið í Chrysler talið raunhæft

TILBOÐ bandaríska auðjöfursins Kirks Kerkorians í meirihluta hlutafjár í Chrysler-bílaverksmiðjunum hefur vakið mikla athygli en það er alls upp á 22,8 milljarða dollara. Eru fjármálasérfræðingarnir í Wall Street að komast á þá skoðun, að hann geti staðið við boðið verði látið á það reyna. Meira
19. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 103 orð

USA Today inn á net

FRÉTTIR bandaríska dagblaðsins USA Today voru í fyrsta skipti sendar inn á tölvunetið World Wide Web á mánudag. Til þess að geta nýtt sér þjónustuna verða notendur að hafa aðgang að sérstökum hugbúnaði blaðsins og vera tengdir við CompuServe-netið. Meira

Fastir þættir

19. apríl 1995 | Fastir þættir | 998 orð

Aukakeppnin hefst í dag

19.-23. apríl SEX keppendur urðu jöfn í þriðja til áttunda sæti á Skákþingi Norðurlanda í Reykjavík um daginn. Þau þurfa að tefla aukakeppni um eitt sæti á millisvæðamóti FIDE og hefst hún í dag á Grand Hótel í Reykjavík við Sigtún. Meira
19. apríl 1995 | Fastir þættir | 89 orð

Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Nú er loki

Nú er lokið Barómeterkeppni deildarinnar með sigri Óskars Karlssonar og Þóris Leifssonar sem hlutu 357 stig. Halldór Þorvaldsson ­ Kristinn Karlsson342Halldór B. Jónsson ­ Eyjólfur Bergþórss.282Friðjón Margeirss. ­ Valdimar Sveinsson244Árni Magnússon ­ Anton Sigurðsson199Nicolai Þorsteinsson ­ Logi Pétursson179 Bestu skor þ. 10. apríl sl. Meira
19. apríl 1995 | Fastir þættir | 34 orð

Hlutavelta

19. apríl 1995 | Fastir þættir | 31 orð

HlutaveltaÞESSAR stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrkta

ÞESSAR stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Hjálparsjóði Rauða kross Íslands og varð ágóðinn 1.154 krónur. Þær heita Steinunn Björt, Heiðrún Anna, Kristín Svava og Bryndís Soffía. Á myndina vantar Söru Jami. Meira
19. apríl 1995 | Fastir þættir | 376 orð

Miklir yfirburðir Landsbréfa í úrslitakeppninni

12. til 15. apríl SVEIT Landsbréfa sigraði með yfirburðum í úrslitakeppni Íslandsmótsins sem lauk sl. laugardag. Sveitin hlaut samtals 191,5 stig af 225 mögulegum, gerði eitt jafntefli og vann 8 leiki. Í sveitinni spiluðu Jón Baldursson, Sævar Þorbjörnsson, Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson og Sverrir Ármannsson. Meira
19. apríl 1995 | Fastir þættir | 568 orð

Vor í lofti

ÓMAR klukkna Garðakirkju hljóma inn um opnar svaladyrnar, það er vor í lofti, þrestir syngja við undirspil kirkjuklukknanna. Í fjarska óma milliraddir máfanna, sem eru mættir vestan til á holtið, bassarödd krumma er líka í kórnum, sem boðar komu kærkomins vors. Í dag minnast kristnir menn innreiðar Jesú í Jerúsalem og mannfjöldinn fagnaði "Hósíanna syni Davíðs. Meira
19. apríl 1995 | Fastir þættir | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

TVÍTUG Ghanastúlka með áhuga á jazz-tónlist, kvikmyndum og dansi: Grace A. Mansah, Cape Vars, P.O. Box 017, Cape Coast, Ghana. ÞRÍTUG dönsk stúlka með áhuga á menningu, náttúru, tónlist og tungumálum: Helene Christensen, Hejreskov Alle 2B, 2.TV, 3050 Humlebæk, Danmark. Meira

Íþróttir

19. apríl 1995 | Íþróttir | 131 orð

32 leikja sigurganga Nantes stöðvuð

LEIKMENN Nantes máttu þola sitt fyrsta tap á keppnistímabilinu, 0:2, gegn Strasbourg. Þar með endaði sigurganga Nantes, sem hafði leikið 32 leiki án þess að tapa, sem er met í Frakklandi. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 375 orð

AÐSTAÐA »Akureyrskir knatt-spyrnumenn geta ekkitalist öfundsverðir

Sumarið hefst á morgun samkvæmt viðurkenndum almanökum. Sunnlendingar trúa því vonandi, enda er grasið tekið að grænka á suðvesturhorninu. Knattspyrnumenn eru þar löngu komnir á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir alvöruna, Íslandsmótið, sem hefst í lok maí og kylfingar meira að segja farnir að arka um suma velli. Mér segir hins vegar svo hugur að margir aðrir landsmenn, t.d. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 153 orð

Alfreð heiðursgestur á úrslitaleik Bidasoa í Evrópukeppninni

ALFREÐ Gíslason, þjálfari bikarmeistara og silfurliðs 1. deildar liðs KA í handknattleik, var heiðursgestur á fyrri úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða þegar Bidasoa tók á móti Badel frá Zagreb í Króatíu. Leikurinn fór fram í Irun á Spáni í fyrrakvöld og unnu heimamenn 30:20 eftir að staðan hafði verið 12:12 í hálfleik. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 313 orð

Ármenningar íefstu sætunum

AXEL Þórhannesson og Jóhanna Sigmundsdóttir urðu Unglingameistarar í áhaldafimleikum en mótið fór fram í Laugardalshöll síðustu helgina fyrir páska. Á mótinu var einnig keppt í drengja og stúlknaflokki og þar urðu þau Birgir Björnsson og Erna Sigmundsdóttir hlutskörpust. Meistararnir eru allir í Ármanni. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 242 orð

Baggio tryggði Juventus sigur

Roberto Baggio lék aðalhlutverkið hjá Juventus, sem færðist nær ítalska meistaratitlinum með því að leggja Reggiana að velli 2:1 á laugardaginn. Baggio skoraði bæði mörk Juventus, sem hefur ellefu stiga forskot á Parma þegar sjö umferðir eru eftir á Ítalíu. Juventus hefur ekki orðið meistari síðan 1986. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 289 orð

BIRGIR Sigurðsson,

BIRGIR Sigurðsson, línumaður úr Víkingi, lék sinn 100. landsleik gegn Japan í Smáranum og bætti síðan um betur á Ísafirði. ÞORBERGUR Aðalsteinsson,landsliðsþjálfari, hefur fækkað um þrjá leikmenn í landsliðshóp sínum. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 63 orð

Blikastúlkur á opið Norðurlandamót

ÍSLANDSMEISTARAR Breiðabliks í kvennaknattspyrnu taka þátt í opnu Norðurlandamóti, sem verður í Þrándheimi í Noregi 20.-23. júlí í sumar. Fjögur til sex lið taka þátt í keppninni, sem er vísir að Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Fyrirhugað er að á næsta ári taki átta lið þátt í keppninni en þá er ætlunin að bæta við liðum frá Hollandi, Englandi og Þýskalandi. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 74 orð

Boston Maraþon Haldið í Boston annan í páskum:

Haldið í Boston annan í páskum: Karlar:klst. 1. Cosmas Nditi (Kenýu)2:09.22 2. Moses Tanui (Kenýu)2:10.22 3. Luiz A. Santos (Brasilíu)2:11.02 4. Lameck Aguta (Kenýu)2:11.03 5. Paul Yego (Kenýu)2:11.13 6. Alberto Juzdado (Spáni)2:12.04 7. Jae-Ryong Kim (Kóreu)2:12.15 8. Sammy Nyangincha (Kenýu)2:12. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 710 orð

Boston nálgúrslitakeppnina

BOSTON Celtics færðist skrefi nær úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigri gegn New Jersey Nets, 98:96, á mánudaginn. Ekki þótti boðið upp á áferðarfallegan körfuknattleik eða skemmtilegan, en "það skiptir ekki máli - þetta var sigur," sagði Dino Radja, sem gerði 16 stig fyrir Boston. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 424 orð

England

Leikir annan dag páska: Blackburn - Man. City2:3 Alan Shearer (7.), Hendry (39.) - Keith Curle - vsp., Uwe Rösler (57.), Walsh (71.). Aston Villa - Arsenal0:4 - (Hartson 31., 87., Wright 33., 72. - vsp). 32.005. Ipswich - West Ham1:1 (Thomsen 11.) - (Böre 90.). 19.099. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 256 orð

GERRY Francis,

GERRY Francis, framkvæmdastjóri Tottenham, segir að J¨urgen Klinsmann hafi hug á að vera áfram hjá félaginu næsta keppnistímabil. "Hann verður áfram í herbúðum Tottenham næsta keppnistímabil," sagði Francis. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 339 orð

Glæsilegt mark hjá Sammer

MATTHIAS Sammer var hetja Dortmund - þegar hann skoraði sigurmark liðsins, 2:1, gegn Karlsruhe með skoti af 25 m færi þegar fjórar mín. voru til leiksloka. Dortmund, sem stefnir á sinn fyrsta meistaratitil frá 1963, var undir 0:1 þegar fimmtán mín. voru til leiksloka. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 710 orð

Grundarfjörður fagnaði tveimurÍslandsmeistaratitlum í blaki

UNGMENNAFÉLAG Grundarfjarðar eignaðist sína fyrstu Íslandsmeistara í hópíþróttum þegar tveir stúlknaflokkar í félaginu stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu í blaki. Úrslitakeppnin var haldin í Íþróttahúsi Seljaskólans í Reykjavík síðustu dagana fyrir páska. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 326 orð

Hár meðalhraði í risasviginu

UNGLINGAMEISTARAMÓT Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta í flokki 13 til 14 ára var haldið í Oddskarði helgina 8. til 10. apríl síðastliðinn. 150 keppendur voru skráðir til leiks og komu þeir víðs vegar að af landinu. Keppt var m.a. í risasvigi og er það í fyrsta sinn sem þessi aldurshópur gerir það á meistaramóti. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 723 orð

HK-stúlkur meistarar í fyrsta sinn

ÞAÐ var hreinn úrslitaleikur í Víkinni á laugardaginn þegar Víkingsstúlkur mættu HK í fimmta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Leikurinn varð fjórar hrinur og var í heildina mjög jafn, en úrslitin fengust eftir 111 mínútna leik þar sem úrslitin réðust á æsispennandi lokakafla í fjórðu hrinunni sem endaði 17:16 og kvennalið HK fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 722 orð

Hvernig leiðÖNNU G. EINARSDÓTTURfyrirliða HK í úrslitaleiknum gegn Víkingi?Með háan hita í byrjun leiks

ANNA G. Einarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara HK í blaki byrjaði að æfa ellefu ára gömul þegar hún villtist inn á æfingu hjá HK, eftir að Albert Valdimarsson núverandi formaður blakdeildar félagsins kynnti íþróttina í skólanum. Síðan þá, hafa leiðir Önnu, Alberts og HK verið óaðskiljanlegar. Hún er 22 ára og leiddi lið sitt til sigurs í Íslandsmóti kvenna í fyrsta skipti nú um páskana. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 191 orð

Hvernig skyldi sambúðin vera?

KARL Sigurðsson, þolfimimaður, og þjálfari kvennaliðs Víkings bjó við einkennilega aðstöðu í sjálfum úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Hann er unnusti Heiðbjartar Gylfadóttur leikmanns með HK, og menn hafa verið að velta því fyrir sér hvernig samkomulagið hafi verið á meðan á sjálfri úrslitakeppninni stóð, en Víkingur og HK þurftu að leika fimm leiki. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 172 orð

Ísland - Japan23:18

Íþróttahúsið Torfnesi á Ísafirði, fimmtudaginn 13. apríl 1995. Fyrsti landsleikurinn á Ísafirði. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 6:3, 8:4, 9:8, 11:19, 12:10, 12:11, 13:12, 14:14, 16:14, 18:16, 20:17, 22:18, 23:18. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 345 orð

Íslenskur sigur í fyrsta landsleiknum á Ísafirði

"JAPANIR létu ekki plata sig tvisvar í röð og léku vörnina af miklu meiri skynsemi en í fyrri leiknum. Við lékum að vísu ekki eins vel í þessum leik og þeim fyrri, en við höfðum sigur," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, eftir sigurleik gegn Japan 23:18 í fyrsta landsleiknum sem hefur verið leikinn á Ísafirði, fimmtudaginn 13. apríl. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 81 orð

Judith Estergal skipti úr ÍBV í Hauka

JUDITH Estergal gekk frá félagaskiptum úr ÍBV í Hauka um páskana að sögn Þorgeirs Haraldssonar, formanns handknattleiksdeildar Hauka. Judith hefur leikið stórt hlutverk hjá Eyjastúlkum undanfarin ár en hún bjó í Reykjavík í vetur og vildi breyta til, að sögn Þorgeirs. Hann sagði að Haukaliðið væri skipað ungum og efnilegum stúlkum, stúlkum sem hefðu verið sigursælar í 2. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 183 orð

NM 20 ára og yngri

Norðurlandamót kvenna (Polar Cup), stúlkur fæddar 1976 og yngri, styrktar með þremur eldri leikmönnum. Mótið var haldið í Finnlandi 14. - 16. apríl 1995. Ísland - Finnland57:82 Stig Íslands: Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 13, Helga Þorvaldsdóttir 13, Inga Dóra Magnúsdóttir 7, Linda Stefánsdóttir 7, Elísa Vilbergsdóttir 7, Anna María Sveinsdóttir 6, Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 59 orð

Oddaleikur um sænska meistaratitilinn

REDBERGSLID vann Drott 26:23 í gærkvöldi og jafnaði þar með metin í úrslitakeppni liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Drott vann 40:24 í fyrsta leiknum en Redbergslid svaraði með 26:21 sigri á heimavelli. Drott hafði betur í þriðja leiknum, 26:21, en Redbergslid sigraði aftur heima í gærkvöldi og verður hreinn úrslitaleikur á heimavelli Drott á morgun. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 201 orð

Ólafur tvöfaldur meistari í sjöunda sinn

Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði varð tvöfaldur Íslandsmeistari í skíðaíþróttum um helgina er hann sigraði í stökki og norrænni tvíkeppni. Keppnin átti upphaflega að fara fram samhliða Skíðamóti Íslands á Ísafirði, en ákveðið að var að færa þessar greinar til Ólafsfjarðar þar sem allir keppendurnir eru frá Ólafsfirði og stökkpallur þar til staðar. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 427 orð

Papin vill aftur til Marseille

FRANSKI landsliðsmaðurinn Jean- Pierre Papin, sem leikur með Bayern M¨unchen, vill fara aftur til Frakklands og leika með Marseille. "Ég vil leika með Marseille, jafnvel þó að liðið leiki í annari deild," sagði Papin í viðtali við franska knattspyrnublaðið France Football í gær. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 258 orð

Real Madrid Evrópumeistari

Real Madrid frá Spáni varð Evrópumeistari í körfuknattleik á fimmtudaginn var. Spænska stórveldið sigraði Olympiakos frá Grikklandi í úrslitaleiknum, 73:61, og varð þar með Evrópumeistari í fyrsta skipti í 15 ár. Stærð og kraftur Litháans frábæra Arvidas Sabonis í liði Real gerði gæfumuninn í leiknum. Úrslit Evrópukeppni meistaraliða fóru að þessu sinni fram í Zaragoza á Spáni. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 238 orð

Real Madrid gefur ekkert eftir

IVAN Zamorano, landsliðsmiðherji Chile, skoraði bæði mörk Real Madrid, þegar liðið lagði nágrannaliðið Atletico Madrid að velli, 2:0. Real gefur ekkert eftir í meistarabaráttunni - er með sex stiga forskot á La Coruna og ætlar sér fyrsta meistaratitilinn frá 1990. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 138 orð

Reykjavíkurmótið

Haldið á skíðasvæði Ármanns, sl. laugardag. Stórsvig 9 ára drengir: 1. Gunnar L. Gunnarsson, Ármanni1.05,12 2. Kristinn S. Kristjánsson, KR1.07,43 3. Andri Gunnarsson, KR1.09,36 9 ára stúlkur: 1. Linda Björg Sigurjónsd., Árm.1.02,93 2. Elína Arnarsdóttir, Ármanni1.04,37 3. Berglind Hauksdóttir, ÍR1. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 15 orð

Reykjavíkurmótið

Reykjavíkurmótið A-deild ÍR - Þróttur1:2 Enes - Hreiðar Bjarnason, Sigfús Kárason. Víkingur - ÍR0:1- Guðjón Jóhannesson. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 484 orð

Rice "sjóðandi heitur" gegn Orlando GL

GLEN Rice, leikmaður Miami Heat, var "sjóðandi heitur" eins og körfuknattleiksmenn orða það, er lið hans sigraði Orlando Magic á laugardaginn, 123:117. Rice var nánast óstöðvandi og gerði 56 stig, sem er það besta sem leikmaður hefur gert í NBA í vetur. Þar af gerði hann 19 stig í fjórða og síðasta leikhluta. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 434 orð

Roberto Baggio tryggði "ítalskan" úrslitaleik

Roberto Baggio gerði gull af marki í gærkvöldi sem tryggði Juventus 2:1 sigur gegn Borussia Dortmund og jafnframt tvo úrslitaleiki við Parma í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Juve og Dortmund gerðu 2:2 jafntefli í fyrri leiknum en Sergio Porrini skoraði með skalla fyrir ítalska liðið á 7. mínútu í Dortmund. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 128 orð

Skíðastökk

Íslandsmótið Stökkkeppni og norræn tvíkeppni Skíðalandsmóts Íslands fór fram á Ólafsfirði sl. laugardag. Sjö keppendur tóku þátt í stökkinu og þrír í norrænni tvíkeppni og voru þeir allir frá Ólafsfirði. Stökkstig 1. Ólafur Björnsson, Ólafsf.231,7 (fyrra stökk 44,0 - síðara 42,5)2. Magnús Þogeirsson, Ólafsf. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 145 orð

Stelpur sýna blaki meiriáhuga heldur en strákar

Ég held að stelpur hafi almennt miklu meiri áhuga á blaki heldur en strákarnir, það er eins og þeim þyki þetta eitthvað hallærisleg íþrótt, þeir eru meira fyrir fótbolta og körfubolta," sagði Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, spilari með Fylki en Árbæjarfélagið stofnaði blakdeild sl. haust. Sólveig er ásamt Margréti Ingvarsdóttur fyrirliði í 3. flokki. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 118 orð

Steve Davis tapaði í 1. umferð HM

STEVE Davis, sexfaldur heimsmeistari í snóker, tapaði óvænt í fyrstu umferð heimsmeistarakeppninnar í Sheffield í Englandi í gærkvöldi. Bretinn Andy Hicks, sem tekur þátt í HM í fyrsta sinn, gerði sér lítið fyrir og vann kappann 10-7. "Ég var sem sofandi í fyrradag og það var dýrkeypt," sagði Davis sem var 6-3 undir eftir fyrri keppnisdaginn. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 622 orð

Titilvörn hjá ÍRHaukum og KR

ÞRJÚ lið af fjórum í öðrum og þriðja aldursflokki vörðu Íslandsmeistaratitla sína í handknattleik en úrslitakeppninni í þessum aldursflokkum lauk sunnudaginn 9. apríl. Hjá stúlkunum urðu Haukar meistarar í öðrum flokki og KR í þriðja flokki og hjá piltunum varð ÍR-meistari 3. flokks en Valur í 2. flokki. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 104 orð

Tíu tíma akstur á mótsstað

Guðmundur Árnþórsson og Elsa Sæný Valgeirsdóttir þurftu að dvelja í langferðabíl í tíu klukkustundir til að leika á Íslandsmótinu en þau eru frá Neskaupstað og leika með liði Þróttar í fimmta flokki. "Ætli uppgjafirnar séu ekki erfiðastar, þær mistakast stundum en eru mjög mikilvægar," sagði Guðmundur aðspurður um hvað væri erfiðast að læra. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 214 orð

Þorvaldur gerði sigurmark Stoke

Þorvaldur Örlygsson skoraði sigurmark Stoke á útivelli gegn Swindon í 0:1 sigri 1. deild ensku knattspyrnunnar á mánudaginn. Stoke sigraði einnig í leik sínum gegn Bristol City, 2:1, sl. laugardag og er nú úr fallhættu. Þorvaldur og Lárus Orri Sigurðsson léku báða leikina um páskahelgina. Þorvaldur skoraði markið gegn Swindon á 35. mínútu leiksins. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 759 orð

Þýskaland

Hamburg - Freiburg1:2 (Letchkov 43.) - (Spies 35., 84.). 28.083. Bayer Uerdingen - Leverkusen0:1 - (Völler 18. - vsp). 14.157. Dortmund - Karlsruhe2:1 (Zorc 75. - vsp., Sammer 86.) - (Metz 40.). 42.800. Kaiserslautern - Dynamo Dresden3:1 (Kuntz 25., 86., Brehme 80. - vsp. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 172 orð

(fyrirsögn vantar)

Alþjóðlegt mót Alþjóðlegt FIS-mót (Icelandair Cup) haldið á Dalvík 14. apríl. Stórsvig kvenna: Ásta Halldórsdóttir, Ísaf.2.11,47 (1.00,93 - 1.10,54)Fis-stig44,34 Hildur Þorsteinsdóttir, Akureyri2.17,52 (1.03,87 - 1.13,65)80,23 Theódóra Matthiesen, KR2.18,07 (1.03,87 - 1. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 136 orð

(fyrirsögn vantar)

Helstu úrslit á unglingameistaramóti 13-14 ára í alpagreinum á skíðum sem haldið var í Oddsskarði dagana 8:-10: apríl. Svig stúlkna Helga Jóna Jónasdóttir, Sey.1:20,32Sandra Sif Morthens, Árm.1:24,04Bryndís Haraldsdóttir, Árm. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

19. apríl 1995 | Íþróttir | 585 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslandsmóti yngri flokka í handknattleik lauk þann 9. apríl sl. Helstu úrslit urðu þessi í 2. og 3. aldursflokki. 2. FLOKKUR KVENNAA-riðill [stig]: Stjarnan 4, FH 4, ÍBV 4, Selfoss 0. Stjarnan og FH komast áfram á betri markamun en ÍBV. B-riðill: [stig]: Haukar 6, Víkingur 4, Valur 2, ÍR 0. Meira
19. apríl 1995 | Íþróttir | 263 orð

(fyrirsögn vantar)

Miðvikudagur: Atlanta - Washington90:82 Charlotte - New Jersey105:77 Detroit - Chicago113:124 Minnesota - Golden State109:123 Phoenix - San Antonio115:111 Sacramento - La Lakers109:99 Fimmtudagur: Boston - Orlando119:114 Miami - Cleveland85:84 New York - Washington110:100 Philadelphia - New Meira

Úr verinu

19. apríl 1995 | Úr verinu | 278 orð

Aukinn áhugi á sjókælingu

ÁHUGI á sjókælingu síldar- og loðnuafla um borð í fiskiskipum fer nú vaxandi hér á landi. þessi aðferð hefur verið notuð í fjölmörg ár við Noreg, Írland og Hjaltland með góðum árangri og er nú forsenda þess, að fiskurinn fáist keyptur til manneldis eða vinnslu á hágæðamjöli. Nú er unnið að uppsetningu á RSW-kerfi frá Teknotherm í Beiti NK. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 440 orð

Fiskaflinn 1993 meiri en nokkru sinni áður

FISKAFLINN í heiminum náði nýju hámarki í 101,4 milljónum tonna árið 1993 samkvæmt nýjum upplýsingum frá FAO, landbúnaðar- og matmælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu FAO kemur fram að aukingin er nær öll úr eldi ýmissa sjávar- og ferskvatnsfiska, en fiskeldið á árinu 1993 nam alls um 16 milljónum tonna. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 401 orð

Fordæma vinnubrögð við verðlagningu sjávarafla

SKIPSTJÓRA- og stýrimannafélagið Aldan mótmælir harðlega þeim aðferðum sem notaðar eru við úreldingu fiskiskipa. Félagið færdæmir einnig vinnubrögð, sem viðhöfð eru við verðlagningu fersks sjávarafla og átelur stjórnvöld fyrir hringlandahátt í setningu reglurgerða um notkunar seiðaskilju við rækjuveiðar. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 98 orð

Færeyingar búnir með kvótann sinn

FÆREYINGAR hafa þegar veitt upp kvóta sinn þetta árið innan norsku fiskveiðilögsögunnar, alls 5.800 tonn. Fimm togarar hafa verið að veiðum undan ströndum Norður-Noregs, en þeir eru nú lagðir af stað heim. Reiknað er með því að næst haldi færeysku togararnir í Barentshafið, en þeir eiga 900 tonna kvóta á verndarsvæðinu við Svalbarða og hafa aðeins tekið 100 tonn af honum. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 161 orð

Gengi hlutabréfa í SÍF hækkandi

GENGI hlutabréfa í SÍF hefur hækkað mikið frá því viðskipti hófust með þau á opna tilboðsmarkaðnum fyrrihluta árs 1993. Gengið var sett á 1 í upphafi, en lítil viðskipti með bréfin áttu sér stað fyrsta árið og lækkaði gengið þá töluvert og fór niður í um 0,6. Síðan þá hefur gengi þeirra stöðugt hækkað og var nú í byrjun apríl 1,45. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 64 orð

GOTT NETAÚTHALD

STRÁKARNIR á Þóri SF 77 gera sig klára fyrir rækjuveiðarnar að lokinni ágætis netavertíð, en aflaverðmætið var um 35 millj. á 10 vikna tímabili og er það þó nokkur aukning milli ára. Þar ræður mestu um aukin ufsaveiði og betra verð á bæði þorski og ufsa. Betri horfur eru með verð á rækju á þessu ári svo vonandi veiðist eitthvað af henni. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 384 orð

Grálúða fyrir 65 milljónir

ÞERNEY RE, frystiskip Granda hf., kom til hafnar í gær með frysta grálúðu að verðmæti 65 milljónir kr. eftir fjögurra vikna túr. Skipið hætti veiðum í fyrradag þegar ís rak yfir svæðið og þá voru komin þangað 20 skip, að sögn Þórðar Magnússonar skipstjóra. Þórður sagði í samtali við Morgunblaðið að ágætlega hefði gengið á grálúðunni. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 257 orð

Ingimundur lætur smíða nýtt í Noregi

NÚ er endanlega frá því gengið að Ingimundur hf. lætur smíða fyrir sig nýtt frystiskip í Noregi, en ekki hér á landi. Skipið er ætlað til veiða á rækju. Þaðan bárust 5 tilboð í smíðina og eitt innlent, frá Slippstöðinni Odda hf. Ármann Ármannsson, framkvæmdastjóri Ingimundar hf. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 266 orð

Í SÍLDARSMUGUNA

Ágætis úthald hefur verið hjá Jónu Eðvalds SF 20, nýja nótaskipi Skinneyjar hf., síðan það kom til landsins í janúar, en aflaverðmæti stendur nú í 44 millj. eftir 8 vikna útgerð. Sem kunnugt er er Jóna útbúin RSW-sjókælitönkum sem halda aflanum við kjörhitastig, sem er nýjung hér á landi og því spennandi að fylgjast með notkun þeirra í raun. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 188 orð

Ítalskur búri

19. apríl 1995 | Úr verinu | 187 orð

Ítalskur búri

KRISTÓFER Ásmundsson í fiskbúðinni við Nethyl hefur verið áhugasamur um kynningu á ýmsum lítt þekktum fisktegundum í búðinni. Hann kennir þá viðskiptavinum sínum að matreiða "furðufiskana" um leið, því það getur vafizt fyrir fólki fyrst í stað. Verið hefur fengið frá honum uppskrift að búra, sem hann nefnir Ítalskur búri. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 206 orð

Kynna troll úr ofurtógi

ÍRSKA netagerðin Swan Net kynnti þróun nýrra botntrolla gerðra úr ofurtógi á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Aberdeen í Skotlandi. Ofurtógið, Dyneema, er afar sterkt og þolir mikið átak. Það hefur hins vegar verið vandamál að hnútar vilja renna til við átak og möskvar því riðlast. Það dregur töluvert úr fiskni trollsins og veldur ýmsum öðrum erfiðleikum, svo sem við möskvamælingar. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 134 orð

Logið til um stærð véla fiskiskipanna?

BRESKA stjórnin ætlar að krefjast þess hjá Evrópusambandinu, að rannsakað verði hvort spænskir útgerðarmenn segi rangt til um vélarafl í skipum sínum til fela með því sóknargetuna. Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum hafa tugir skipa verið skráðir á Spáni með vélarafl, sem ekki passar við það, sem skipasmíðastöðvarnar hafa gefið upp við Skipaskrá Lloyd's. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 191 orð

Mest af þorski unnið í landi

RÁÐSTÖFUN aflans á þessu ári var með svipuðum hætti og sama tímabil í fyrra. Bróðurparturinn af þorskinum fer til vinnslu í landi, eða tæp 40.000 tonn af 49.000 tonnum. 9.300 tonn voru unnin um borð í vinnsluskipum og afgangurinn, sem var um 330 tonn, fór utan óunninn. Botnfiskaflinn varð alls 117.000 tonn þetta tímabil og fóru 85.000 tonn af því til vinnslu í landi. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 204 orð

Mikið fyrir borð í Norðursjónum

Í NÝRRI skýrslu, sem unnin var á vegum Evrópusambandsins, er lagt til, að ákveðin svæði í Norðursjó verði friðuð fyrir öllum veiðum til að kanna megi áhrif ýmiss konar togveiðifæra á vistkerfið og lífríki botnsins. Verður skýrslan lögð fyrir Norðursjávarráðstefnuna í Esbjerg 5. júní næstkomandi. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 142 orð

Námskeið HÍ um fiskihagfræði og stjórn fiskveiða

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir nánskeiði um fiskihagfræði og stjórnkerfi fiskveiða mánudag og þriðjudag í næstu viku. Námskeiðið er ætlað stjórnendum fiskveiða, stjórnendum í sjávarútvegsfyrirtækjum og sölusamtökum, fiskifræðingum, hagfræðingum, starfsfólki sérfræðistofnana í sjávarútvegi, starfsfólki stjórnarráðsins, alþingismönnum og öðrum, sem áhuga hafa. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 253 orð

Norska rækjan gaf 10 milljarða á síðasta ári

RÆKJUIÐNAÐURINN í Noregi er nokkuð umfangsmikil atvinnugrein en talið er, að hann veiti um 3.000 manns atvinnu á sjó og í landi. Rækjuverksmiðjurnar eru 17 talsins og veiðarnar eru stundaðar á 130 skipum, sumum smáum með einum eða tveimur mönnum um borð og á verksmiðjuskipum með allt að 15 manns í áhöfn. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 479 orð

Perúmenn leggja aukna áherzlu á lýsingsveiðar

MIKIL áherzla er nú lögð á það í Perú að auka veiðar og vinnslu á fiski til manneldis. Það er gert bæði til að auka verðmæti útfluttra sjávarafurða og til að draga úr þrýstingi á stækkun nótaveiðiflotans. Nú afla Perúmenn um 10 milljóna tonna af fiski árlega, mest til fiskmijölsframleiðslu, en þeir eru mestu fiskimjölsframleiðendur í veröldinni. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 671 orð

Rányrkjan er alvarleg ógnun við þróunarríkin

VERULEG hætta steðjar að afkomu og fæðuöflun margar þriðjaheimsríkja vegna minnkandi fiskafla og rányrkju, sem erlendir togarar stunda á miðum þeirra. Kemur þetta fram í nýrri Panos- skýrslu en í henni segir, að 60% heimsaflans komi frá þróunarríkjunum. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 172 orð

Rækjuverð í Noregi hækkandi

VERÐ á rækju upp úr sjó hækkaði um 15 krónur á kíló í Noregi í byrjun apríl. Lágmarksverð fyrir hráa rækju til pillunar, 231 til 250 stykki í kílói er nú um 130 krónur. Fyrir minnstu rækjuna til pillunar fást nú tæpar 100 krónur á kílóið en 154 fyrir þá stærstu. Fyrir allra stærstu rækjuna, sem soðin er um borð fást 350 krónur, en aðeins um 82 fyrir þá smæstu. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 883 orð

Skuldbreyting forsenda kaupanna á Ósvör

LJÓST er að verði þeir fyrirvarar sem Bakki hf. í Hnífsdal gerði um skuldbreytingar og fleira í tilboði sínu í hlutabréf bæjarsjóðs Bolungarvíkur hf. í Ósvör hf. ekki uppfylltir að meginefni munu kaupin ekki fara fram. Kemur þetta fram í minnispunktum Bakka hf. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 1111 orð

Sóun í smábátaútgerð

Í DAG fylgir sú kvöð á útborgun úreldingarstyrkja smábáta að bátar sem úreltir eru sannanlega eyðilagðir eða fluttir úr landi. Margt bendir til þess að þetta séu óþarfar aðgerðir, til þess eins fallnar að grafa undan trausti sjómanna og almennings á aðgerðum stjórnvalda og umborðsmanna þeirra, sem framfylgja þessum reglum. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 115 orð

STYÐJA KANADA Í GRÁLÚÐUSTRÍÐINU

BREZKIR sjómenn hafa verið einhuga í stuðningi sínum við Kanada í grálúðudeilunni við Evrópusambandið, einkum Spánverja. Spánverjar njóta afar takmarkaðra vinsælda á Bretlandseyjum og Írlandi. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 42 orð

TREG BYRJUN Á GRÁSLEPPUNNI

FREMUR tregt hefur verið fyrstu daga vertíðarinnar hjá grásleppukörlum á Raufarhöfn. Netin eru lögð alveg frá Rifstanga og inn í Þistilfjörð. Myndin var tekin þegar bræðurnir á Rögnvaldi Jónssyni, Jón og Eiríkur Guðmundssynir, tóku grásleppunetin úr geymslu. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 729 orð

Vaxandi áhugi á sjókælingu

ÁHUGI á sjókælingu síldar- og loðnuafla um borð í fiskiskipum fer nú vaxandi hér á landi. þessi aðferð hefur verið notuð í fjölmörg ár við Noreg, Írland og Hjaltland með góðum árangri og er nú forsenda þess, að fiskurinn fáist keyptur til manneldis eða vinnslu á hágæðamjöli. Meira
19. apríl 1995 | Úr verinu | 531 orð

Viðhalda góðri ímynd

FRÉTTABRÉF SÍF, Saltarinn, er nýkomið út. Kennir þar margra grasa, en meðal efnis er þar að finna kynningu fjögurra starfsmanna, sem hér fer á eftir: Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri hjá sölu- og markaðsdeild SÍF, hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan í ársbyrjun 1988. Meira

Viðskiptablað

19. apríl 1995 | Viðskiptablað | 141 orð

CompuServe býður Internethugbúnað

BANDARÍSKA tölvunotendaþjónustan CompuServe ætlar að útvega áskrifendum sínum ókeypis hugbúnað til að gera þeim kleift að rekja sig um Veraldarvef Internetsins. Þriggja klukkustunda aðgangur að Internetinu verður innifalinn í mánaðargjaldi CompuServe, en það er nú 9,95 dollarar (650 krónur). Meira
19. apríl 1995 | Viðskiptablað | 178 orð

Macmillan-forlagið selt?

19. apríl 1995 | Viðskiptablað | 179 orð

Macmillan-forlagið selt?

MACMILLAN-fjölskyldan í Bretlandi mun líklega bjóða bókaforlag það sem við hana er kennd til sölu á næstu mánuðum að sögn brezka blaðsins Financial Times. Blaðið spáir því að mörg erlend útgáfufyrirtæki, sem vilji auka umsvif sín í Bretlandi, muni keppast um að komast yfir Macmillan-forlagið. Macmillan er stærsta óháða bókaútgáfan í Bretlandi. Meira
19. apríl 1995 | Viðskiptablað | 61 orð

Matsushita selur myndgeislaspilara

JAPANSAKA rafeindafyrirtækið Matsushita markaðssetur á næsta ári nýjan diskspilara, sem verður hægt að nota fyrir nýja myndgeisladiska og venjulega geisladiska. Matsushita segir að notuð verði sérstök ljósdós", sem geti numið nýja, stafræna myndgeisladiska (DVD) og venjulega geisladiaka. Meira
19. apríl 1995 | Viðskiptablað | 228 orð

Rýrnar lánstraustið enn?

MIDLAND Bank í Bretlandi segir vaxandi hættu á því að lánstraust Svía minnki enn nema því aðeins að sænska stjórnin grípi til strangra ráðstafana sem fyrst. Bankinn telur þó ólíklegt að það verði gert. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.