Greinar miðvikudaginn 26. apríl 1995

Forsíða

26. apríl 1995 | Forsíða | 278 orð

Chirac reynir að sameina hægrimenn

ÓLJÓST var í gærkvöldi hvort af sáttafundi þeirra Jacques Chiracs borgarstjóra í París og Edouards Balladurs forsætisráðherra yrði í dag vegna skilyrða sem Balladur setti. Fulltrúar Chiracs og sósíalistans Lionels Jospins, frambjóðendanna tveggja, sem kosið verður um í seinni umferð frönsku forsetakosninganna, biðluðu í gær til kjósenda hægri öfgamannsins Jean- Marie Le Pen. Meira
26. apríl 1995 | Forsíða | 36 orð

Minnast falls fasista á Ítalíu

Minnast falls fasista á Ítalíu ANDSTÆÐINGAR fasista minntust þess á Ítalíu í gær, að þá voru liðin 50 ár frá falli stjórnar fasista við lok seinna stríðsins 1945. Var myndin tekin á Feneyjatorginu í Róm. Meira
26. apríl 1995 | Forsíða | 147 orð

Mótmæla ásökunum um stríðsglæpi

HÁTTSETTUR embættismaður í utanríkisráðuneyti Rússlands sagði í gær að sú yfirlýsing stríðsglæpadómstólsins í Haag að draga bæri leiðtoga Bosníu-Serba fyrir rétt vegna gruns um stríðsglæpi gæti stofnað friðarumleitunum í hættu. Meira
26. apríl 1995 | Forsíða | 74 orð

Mótmæla morði á andstæðingi barnaþrælkunar

UM eitt þúsund börn efndu til mótmæla í Lahore í Pakistan í gær þar sem þau mótmæltu barnaþrælkun og morði á 12 ára dreng, Iqbal Masih, sem vakið hafði athygli á alþjóðavettvangi fyrir baráttu sína gegn barnaþrælkun í Pakistan. Fyrir börnunum fór 14 ára systir hans, Anjila, sem hér steytir krepptum hnefa. Meira
26. apríl 1995 | Forsíða | 321 orð

Tsjernomýrdín boðar flokksstofnun

VIKTOR Tsjernomýrdín, forsætisráðherra Rússlands, ætlar að standa fyrir myndun nýrra stjórnmálasamtaka fólks er vill koma á "stöðugleika og gæða Rússland styrk og sjálfsöryggi á ný". Ráðherrann tjáði fréttamönnum í gær að flokkurinn myndi bjóða fram í þingkosningum í desember. Meira
26. apríl 1995 | Forsíða | 118 orð

Tyrkir kalla heim hluta herliðs

TYRKIR kváðust í gær hafa kallað 20 þúsund hermenn heim frá norðurhluta Íraks en þangað sendu þeir 35.000 manna herlið 20. mars til þess að uppræta starfsemi kúrdískra skæruliða. Nýlega drógu Tyrkir 3.000 menn frá Írak og því er þar eftir 12.000 manna herlið. Meira

Fréttir

26. apríl 1995 | Landsbyggðin | 68 orð

100 krakkar tóku þátt í KH-mótinu

HIÐ árlega KH-mót í frjálsum íþróttum, fyrir börn í 1.-7. bekk grunnskóla, var haldið um helgina á Blönduósi. Um 100 börn tóku þátt í mótinu eitt fyrir hvert ár Kaupfélagsins en það verður 100 ára á þessu ári. Allir krakkar fengu sérmerkta boli frá kaupfélaginu. Mörg barnanna voru að keppa í fyrsta sinn á móti og hljóta sín fyrstu verðlaun. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

15.000 tonn of mikið

NORSKIR fjölmiðlar höfðu í gær eftir Oddmund Bye, formanni heildarsamtaka norska sjávarútvegsins, Norges Fiskarlag, að 15.000 tonna kvóti til Íslendinga í Smugunni væri alltof mikill. Bye sagði í samtali við NTB að hann hefði heyrt sögusagnir um að bjóða ætti Íslandi 10.000 tonn og það teldi hann of mikið. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

28 umsækjendur

28 UMSÓKNIR hafa borist lögreglustjóranum í Reykjavík um stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns við umferðardeild en Magnús Einarsson, sem gegndi starfinu hefur tekið við stöðu yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 330 orð

2 ára fangelsi fyrir brot gegn tveimur telpum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 54 ára gamlan mann, Hrafnkel Egilsson, í 2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur telpum, 10 og 11 ára gömlum. Þá var hann dæmdur til að greiða 500 þúsund krónur í miskabætur til hvorrar telpunnar. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 213 orð

91 millj. kr. víkjandi lán

STJÓRN Byggðastofnunar samþykkti í gær tillögu starfshóps um aðstoð við sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum, svokallaðrar Vestfjarðanefndar, um að veita væntanlegu sameinuðu útgerðarfyrirtækinu í Bolungarvík 91 milljónar króna víkjandi lán. Stjórnin heimilar ekki nafnabreytingu á lánum sem Bolungarvíkurbær er greiðandi að nema boðin verði jafnörugg trygging í staðinn. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 199 orð

Alþjóðleg ljósmyndasamkeppni S

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Alþjóðleg ljósmyndasamkeppni SÞ

Í TILEFNI af 50 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna á næsta ári efnir Umhverfistofnun SÞ til alþjóðlegrar ljósmyndasamkeppni. Ljósmyndirnar eiga með einum eða öðrum hætti að snerta umhverfismál. Keppnin verður í þrem flokkum, 1. flokki atvinnuljósmyndara, 2. flokki áhugaljósmyndara og 3. flokki barna og unglinga. Auk þess verða veitt ýmiss konar aukaverðlaun m.a. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Arnarfell hf. með lægsta tilboð

ARNARFELL hf. átti lægsta tilboð í efnisvinnslu á Austurlandi, en alls bárust Vegagerðinni sex tilboð í verkið. Tilboð Arnarfells hljóðaði upp á rúmlega 28,3 milljónir króna, en kostnaðaráætlun var tæplega 46,8 milljónir. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð

Ávöxtunin 5,72-5,82%

VIÐSKIPTI með spariskírteini voru lífleg á Verðbréfaþingi Íslands í gær og seldust skírteini fyrir tæpar 122 milljónir króna við svipaðri ávöxtunarkröfu og var á mánudag þegar engin viðskipti urðu. Til samanburðar hafa viðskipti með spariskírteini á Verðbréfaþinginu fram til dagsins í gær samtals numið rúmum 588 milljónum það sem af er þessu ári. Meira
26. apríl 1995 | Smáfréttir | 92 orð

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur sitt síðasta námskeið á þessari önn

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur sitt síðasta námskeið á þessari önn og ber það heitið Guð faðir, skapari minn. Leitað verður m.a. svara við spurningum eins og Hver er Guð? Er Guð persónulegur? Hver eru tengsl hans við sköpunina? Fjallað verður einnig um samfélagið við Guð, vilja hans, boðorð, náð og trú o.fl. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Borgarverk hf. með lægsta tilboð

BORGARVERK hf. í Borgarnesi átti lægsta tilboð í klæðningar á Norðurlandi vestra og hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á rúmlega 20,3 milljónir króna. Er það 63% af kostnaðaráætluninni sem var 32,5 milljónir. Alls bárust Vegagerðinni fjögur tilboð í verkið. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 360 orð

Bundið við tvær ættir

MERKUR áfangi hefur nýlega náðst í rannsókn á augnsjúkdómi í íslenskum ættum sem nefndur hefur verið arfgeng sjónu- og æðuvisnun. Eftir tveggja ára rannsóknarstarf í erfðafræðideild Blóðbankanas hefur tekist að kortleggja meingenið, sem veldur sjúkdóminum, á efri hluta litnings nr. 11. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Bæjarráð fjallar um ósk SH í dag

STJÓRN Fiskiðjusamlags Húsavíkur samþykkti á fundi í gærmorgun að skipa sérstaka viðræðunefnd til að ræða við Íslenskar sjávarafurðir vegna viljayfirlýsingar ÍS um að taka þátt í fyrirhugaðri 100 milljóna króna hlutafjáraukningu Fiskiðjusamlagsins. Meira
26. apríl 1995 | Miðopna | 1831 orð

Eiga "Vesturlönd" sér framtíð?

CHRISTOPHER Coker, sem er með virtari fræðimönnum Breta á sviði alþjóðamála, flutti sl. laugardag erindi á hádegisverðarfundi SVS og Varðbergs. Coker hefur kennt stjórnmálafræði við London School of Economics and Political Science frá árinu 1982. Meira
26. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 173 orð

Einkarekinn leikskóli hefur starfsemi

26. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Einkarekinn leikskóli hefur starfsemi

LEIKSKÓLINN Ársól, Móasíðu 1, hóf starfsemi á þriðjudag. Mikil endurnýjun hefur verið gerð á húsnæðinu síðustu vikur. Leikskólinn er ætlaður börnum frá 6 mánaða aldri til 6 ára. Hann er einkarekinn og verður hver klukkustund seld á 150 krónur. Leikskólinn verður með sveigjanlegan dvalartíma frá kl. 7.00 til 17.30, en ekki verður hægt að kaupa færri en 80 klukkustundir á mánuði. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 248 orð

Ekki tímabært að nefna tölur

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir ekki tímabært að nefna einhverjar tölur um kvóta til handa Íslendingum í Smugunni. Greint var frá í Morgunblaðinu í gær að norskir og rússneskir embættismenn hafi viðrað þær hugmyndir við íslenska embættismenn að Íslendingar fengju yfir 15.000 tonna kvóta í Smugunni til að greiða fyrir lausn deilunnar. Meira
26. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 390 orð

Erfiðasti vetur í aldarfjórðung

EINN erfiðasti vetur í rekstri skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli í aldarfjórðung er nú að baki. Skíðasvæðið verður opið áfram næstu tvær helgar og þá gæla menn við að hafa einnig opið helgina 6. og 7. maí því nægur og góður snjór er í fjallinu. Lokað í 33 daga Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Erfiður vetur í Hlíðarfjalli

EINN erfiðasti vetur í rekstri skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli í aldarfjórðung er nú að baki, að sögn Ívars Sigmundssonar, forstöðumanns Skíðastaða, en svæðið hefur samtals verið lokað 33 daga í vetur. Það viðraði hins vegar vel til skíðaiðkunar um helgina. Skíðasvæðið verður opið áfram næstu tvær helgar og þá gæla menn við að hafa einnig opið helgina 6. og 7. Meira
26. apríl 1995 | Landsbyggðin | 169 orð

Fengu siglingaréttindi á 30 tonna bát

Kennari var Vilhjálmur Pálsson en hann hefur stjórnað slíkum námskeiðum undanfarin 15 ár í samvinnu við Gagnfræðaskólann og síðar Framhaldsskólann á Húsavík og hefur þetta verið einn þáttur skólanna í því að tengja nám við atvinnuvegina og telja forráðamenn að þetta hafi borið góðan árangur. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fjörður hf. með lægsta tilboð

FJÖRÐUR sf. á Sauðárkróki átti lægsta tilboð í gerð Skagafjarðarvegar, tæplega 21,1 milljón króna, og reyndist tilboðið vera 67% af kostnaðaráætlun, sem var rúmlega 31,3 milljónir króna. Alls bárust Vegagerðinni fimm tilboð í verkið. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 405 orð

Flokkun í fyrirtækjum gæti sparað 60-80 millj.

STJÓRN Sorpu hefur ákveðið að taka ókeypis á móti pappír til endurvinnslu frá og með næstu mánaðamótum gegn því að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu komi með hann flokkaðan til móttökustöðvarinnar í Gufunesi. Þeir sem koma með stærri sendingar af flokkuðum bylgjupappa, eða meira en 250 kíló, fá greiddar 500 krónur fyrir tonnið. Meira
26. apríl 1995 | Landsbyggðin | 225 orð

Flutningamiðstöðin tekur við umboði

Vestmannaeyjum-Flutningamiðstöð Vestmannaeyja hf. tók nýverið við umboði Íslandsflugs í Eyjum. Samfara yfirtöku umboðsins voru gerðar breytingar á afgreiðslutíma skrifstofu Íslandsflugs á Vestmannaeyjaflugvelli og verður þar framvegis opið allan daginn. Meira
26. apríl 1995 | Landsbyggðin | 260 orð

Forseti Íslands tekur fyrstu skóflustunguna

Ísafirði-Uppbygging nýrrar byggðar í Súðavík hefst nk. sunnudag kl. 14 með því að forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tekur fyrstu skóflustunguna á hinu nýja byggingarsvæði. Síðan mun sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur flytja blessunarorð en ráðgert er að hátt í þrjú hundruð manns verði viðstödd athöfnina. Meira
26. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 337 orð

Fundi Íslands og ESB um tollamál frestað

NOREGUR og Evrópusambandið hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir norskar fiskafurðir, sem aukatollur lagðist á við inngöngu þriggja EFTA-ríkja í ESB um síðustu áramót. Viðræðufundi Íslands og ESB um tollamál, sem halda átti síðastliðinn föstudag í Brussel, var frestað þar til niðurstaða lægi fyrir í samningum Noregs við sambandið. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Fyrirlestur um umbætur í skólamálum

DR. GERARD van den Hoven flytur fimmtudaginn 27. apríl kl. 16.30 fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist: Umbætur í skólamálum. Dr. Gerard hefur mikla reynslu á sviði skólastarfs og skólaþróunar og starfar sem forstöðumaður APS stofnunarinnar í Hollandi sem er stærsta skólaþróunarstofnun þar í landi. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fyrsti fundur ríkisstjórnar

NÝ RÍKISSTJÓRN kom saman til síns fyrsta fundar í gær. Á dagskrá fundarins voru átta mál. Meðal þeirra var að taka ákvörðun um að vorþing kæmi saman 15. maí og stæði í u.þ.b. tíu daga. Ráðherrum var falið að leggja fram lista yfir allra nauðsynlegustu mál, sem leggja þyrfti fyrir þingið. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fyrsti fundur ríkisstjórnar

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Fyrstu styrkir úr Minningarsjóði

FYRSTU styrkir voru veittir úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar á sumardaginn fyrsta en sjóðurinn var stofnaður árið 1990. Þrír styrkir voru veittir úr sjóðnum en auglýst var eftir umsóknum. Haraldur Helgason fékk 100 þúsund króna styrk til að afla gagna og skrá gögn arkítektafélaganna á Íslandi. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 308 orð

Gerð undirganga undirbúin

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 300 orð

Gerð undirganga undirbúin

NÚ ER unnið að gerð undirganga gegnum Vesturlandsveg við Viðarhöfða í Reykjavík. Viðarhöfði mun tengja saman iðnaðarhverfin ofan og neðan Vesturlandsvegar í gegnum göngin en að auki verður hægt að komast frá Viðarhöfða inn á Vesturlandsveg í átt að miðbænum. Vesturlandsvegur var rofinn í síðustu viku og fer umferðin nú um bráðabirgðaframhjáhlaup við Hestháls. Meira
26. apríl 1995 | Landsbyggðin | 135 orð

Góð þátttaka á "opnum degi" björgunarsveita á Suðurnesjum

Garði-Milli 40 og 50 manns fóru vítt um Suðurnesin sl. laugardag í boði svæðisstjórnar 2 sem gekkst fyrir "Opnum degi" björgunarsveita. Til skoðunarferðarinnar var boðið fulltrúum Almannavarna ríkisins sem og fulltrúum Almannavarna á Suðurnesjum, félögum í landsstjórn og svæðisstjórnum, sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum lögreglu og brunaliðs. Meira
26. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 30 orð

Harður árekstur

HARÐUR árekstur varð ámótum Þingvallastrætis ogByggðavegar um fimm leytiðí gær og valt önnur bifreiðinvið áreksturinn. Tveir vorufluttir á slysadeild, en þeir erutaldir lítið meiddir samkvæmtupplýsingum lögreglunnar. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 523 orð

Heildarkostnaður 880 milljónir

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær lista yfir þær langtímaskuldbindingar, sem ríkissjóður hefur tekið á sig á árinu. Samtals er um skuldbindingar fyrir um 880 milljónir króna að ræða ef gert er ráð fyrir heildarkostnaði við þau verkefni, sem byrjað hefur verið á. Meira
26. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 238 orð

Herforingjar vilja viðhalda banninu

BRESKU stjórnmálaflokkarnir og yfirmenn hersins eru að búa sig undir átök um það hvort núgildandi bann við herþjónustu samkynhneigðra skuli standa áfram. Hefur Verkamannaflokkurinn heitið að nema það úr gildi komist hann til valda en Malcolm Rifkind, varnarmálaráðherra Íhaldsflokksins, og yfirmenn í hernum ætla að berjast fyrir óbreyttu ástandi með öllum ráðum. Meira
26. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 309 orð

Hlé á bardögum í Tsjetsjníju BÚIST var við

BÚIST var við því í gær að Borís Jeltsín Rússlandsforseti myndi fyrirskipa hlé á bardögum í Tsjetsjníju á meðan hátíðahöld standa í tilefni þess að hálf öld er liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Ástæðan er þrýstingur frá leiðtogum á Vesturlöndum, sem munu vera viðstaddir hátíðahöldin, m.a. í Moskvu. Ekki er ljóst hversu lengi verður gert hlé á bardögum. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 774 orð

Hús nærri sinusvæðum í ákveðinni hættu

Áróður í skólum gegn sinuíkveikjumHús nærri sinusvæðum í ákveðinni hættu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík, Lögreglan og Garðyrkjustjóri Reykjavíkur efna þessa dagana til átaks í grunnskólum landsins þar sem fræðsla um skaða vegna sinuelda er skýrð fyrir nemendum. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 655 orð

Íslendingar geta veitt 60.000 t í Smugunni

JÓHANN A. Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar segir að hugmyndir Norðmanna og Rússa um 15-20 þúsund tonna þorskvóta handa Íslendingum í Smugunni að uppfylltum vissum skilyrðum sé alltof lítill kvóti. Hann segir að það sitt mat að íslensku skipin geti veitt 50-60 þúsund tonn í Barentshafi með flottrolli. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Íslensk loðna í sædýragörðum

KARLKYNS loðna af Íslandsmiðum hefur heldur betur fengið uppreisn æru en hún hefur á undanförnum árum orðið að láta í minni pokann fyrir kvenkyns loðnu sem Japanir eru ólmir í og hafa keypt dýrum dómum frá Íslandi. Markaður hefur nú opnast fyrir karlkyns loðnuna í sjávardýragörðum í Flórída og víðar um Bandaríkin. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Leiguflug komi til verkfalls

VON er á um 600 þátttakendum og starfsmönnum í tengslum við heimsmeistarakeppnina í handbolta sem hefst 7. maí næstkomandi. Að sögn Hákons Gunnarssonar, framkvæmdastjóra framkvæmdanefndar keppninnar, er hluti þeirra væntanlegur til landsins þá daga sem Flugfreyjufélagið hefur boðað til vinnustöðvunar, þ.e. 2.-5. maí. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 47 orð

Loftpressa ofhitnaði

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var síðdegis á mánudag kallað að Lyfjaverslun Íslands í Borgartúni en þar hafði viðvörunarkerfi farið í gang. Í ljós kom að loftpressa í loftræstiherbergi hafði ofhitnað og frá henni lagði reyk. Við það fór viðvörunarkerfi í gang. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið með innanhússviftum. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Loftpressa ofhitnaði

26. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 317 orð

Mahathir spáð yfirburðasigri

FYRSTU tölur úr þingkosningunum sem fram fóru í Malasíu í gær bentu til yfirburðasigurs Þjóðfylkingar Mahathirs Mohamads forsætisráðherra. Er búið var að telja í 20 af 192 kjördæmum þjóðþingsins hafði fylkingin sigrað í þeim öllum. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Margar umsóknir bárust um laus prestsembætti

BISKUP Íslands auglýsti nýlega fjögur embætti laus til umsóknar með umsóknarfresti til 20. apríl sl. Umsækjendur eru þessir: Um Seyðisfjarðarprestakall í Múlaprófastsdæmi sækir Ólafur Þórisson, guðfræðingur Reykjavík. Um Digranesprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sækja eftirtaldir: Sr. Gunnar Sigurjónsson, Skeggjastöðum, sr. Hannes Björnsson, Patreksfirði, sr. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Mesta loftvægi í fjögur ár

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Mesta loftvægi í fjögur ár

LOFTVOGIR Veðurstofu Íslands mældu rúmlega 1045 millibara loftvægi á fjórum stöðum á Norðurlandi og Vestfjörðum í fyrradag. Er það mesta loftvægi sem mælst hefur hér á landi frá 15. apríl 1991. Þá stóð loftvog í 1050 millibörum, sem er mesti loftþrýstingur sem mælst hefur á þessum árstíma á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 606 orð

Misnotaði á engan hátt aðstöðu sína

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Kristján Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumann hagdeildar Búnaðarbanka Íslands, sem hagnaðist á rúmlega 2 ára tímabili um 27,9 milljónir króna á millifærslum milli 5 gjaldeyrisreikninga í bankanum, af ákæru um að hafa gerst sekur um umboðssvik og brot í opinberu starfi. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 41 orð

Nagladekkin undan

Lögreglan í Reykjavík vill koma þeirri ábendingu á framfæri að samkvæmt reglugerð er leyfilegt að aka á nagladekkjum til 15. apríl og nú þegar vel horfir til með veður er ökumönnum bent á að skipta yfir á sumardekkin. Meira
26. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 413 orð

Nálykt leggur af rústunum

YFIRVÖLD í Oklahoma sögðu í gær að tala þeirra sem enn væri saknað eftir sprengingu í stjórnsýsluhúsi í Oklahomaborg, kynni að fara yfir 200 manns. Björgunarmenn fundu á mánudagskvöld nítján lík til viðbótar í rústunum en hafa ekki getað flutt þau öll úr húsinu. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 549 orð

Norðmenn segjast bjartsýnir

NORSK stjórnvöld hafa ekki viljað tjá sig um efni viðræðna þeirra, sem hefjast í Ósló í dag milli Noregs, Íslands og Rússlands um veiðar íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi. Talsmenn stjórnvalda segjast hins vegar vænta árangurs af fundunum. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ólafur G. fundaði með kjördæmisráði

ÓLAFUR G. Einarsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi boðaði til fundar í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, og að sögn Ernu Nielsen, formanns kjördæmisráðsins, gerði hann fundarmönnum grein fyrir aðdraganda þess að hann vék úr starfi sem menntamálaráðherra. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ólafur Stephensen á Kringlukránni

TRÍÓ Ólafs Stephensen leikur miðvikudaginn 26. apríl á Kringlukránni. Tríóið hefur gefið út einn disk sem seldist vel og fékk góða dóma. Ólafur heldur sig að miklu leyti við "bíbob"-tímabilið í djasssögunni ásamt því að slá á léttari strengi og djassa upp íslensk dægurlög. Með Ólafi leika þeir Tómas R. Einarsson, bassaleikari og Guðmundur R. Einarsson, trommuleikari. Meira
26. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 253 orð

Ólíklegt að áfengisslöggjöf verði breytt

SEX vikna frestur, sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), gaf íslenskum stjórnvöldum til að afnema einkaleyfi á áfengisinnflutningi, rann út fyrir nokkru. Ætlaði stofnunin að taka ákvörðun að þeim tíma loknum um hvort að Íslendingar yrðu kærðir til EFTA-dómstólsins vegna málsins. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Ólína yfir gefur Þjóðvaka

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Ólína yfir gefur Þjóðvaka

ÓLÍNA Þorvarðardóttir, einn af stofnendum og forystumönnum Þjóðvaka hefur sagt sig úr Þjóðvaka. Ólína baðst undan því að svara spurningum um ástæður úrsagnarinnar að öðru leyti en því að hún sagðist hafa orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum með skipulag, uppbyggingu og starfshætti Þjóðvaka. Hún sagði að óánægja sín beindist ekki gegn stefnuskrá Þjóðvaka eða upphaflegum hugsjónum hreyfingarinnar. Meira
26. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Pollamót Þórs og Bautabúrsins

HIÐ árlega Pollamót Þórs og Nýja Bautabúrsins fyrir leikmenn 30 ára og eldri verður haldið á félagssvæði Þórs við Hamar dagana 30. júní til 1. júlí næstkomandi. Vegna fjölda liða sem sækjast eftir þátttöku eru forsvarsmenn íþróttafélaga hvattir til að skrá lið til þátttöku hjá framkvæmdastjóra Þór í Hamri sem fyrst og eigi síðar en 15. maí næstkomandi. Meira
26. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Pollamót Þórs og Bautabúrsins

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Sameining um mitt ár

SAMNINGAR tókust á mánudag um kaup Þróunarfélags Íslands hf. á 65% hlutafjár fjárfestingarfyrirtækisins Draupnissjóðsins hf. af Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði. Er stefnt að því að sameina félögin um mitt þetta ár. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 517 orð

Samningafundur stóð fram á nótt

SAMNINGAFUNDUR í flugfreyjudeilunni stóð fram yfir miðnætti í nótt, en flugfreyjur hafa boðað fjögurra daga verkfall sem á að koma til framkvæmda 2. maí hafi samningar ekki tekist. Samningafundur hófst kl. 17 og fóru viðræður hægt af stað. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 308 orð

Seldu fyrir 1,5 milljarð kr. í janúar og febrúar

SVEITARFÉLÖG hafa í auknum mæli sótt inn á innlendan verðbréfamarkað til að afla sér lánsfjár en heildarsala á skuldabréfum sveitarfélaga á verðbréfamarkaði í fyrra nam 5,9 milljörðum króna, sem er nær tvöföldun frá árinu á undan. Mikill halli var á rekstri sveitarfélaga á seinasta ári og er hann áætlaður tæpir fimm milljarðar króna. Meira
26. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 275 orð

Sitja um síðustu hútúana

HERMENN stjórnarhersins í Rúanda neita síðustu hútúmönnunum í Kibeho-flóttamannabúðunum um vatn og mat í von um að geta neytt þá þannig til uppgjafar en talið er, að nokkrar þúsundir manna hafi fallið þegar stjórnarherinn lét sprengjunum rigna yfir búðirnar um helgina. Hollenska stjórnin hefur hvatt Evrópusambandið til að hætta stuðningi við ríkisstjórnina í Rúanda. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Skemmtiganga með höfninni

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

Skemmtiganga með höfninni

Í FYRSTU kvöldgöngu sumarsins miðvikudaginn 26. apríl stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð um hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar. Farið verður kl. 20 frá akkerinu í Hafnarhúsaportinu niður á útivistarsvæði Reykjavíkurhafnar á miðbakka. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Skipt um hjarta og lungu í Íslendingi

ELÍSABET Jóhannsdóttir frá Ísafirði gekkst undir hjarta- og lungnaskiptaaðgerð á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg síðastliðinn laugardag. Að sögn Jóns Dalbús Hróbjartssonar, sendiráðsprests í Gautaborg, líður Elísabetu eftir atvikum vel, en aðgerðin stóð fram á aðfaranótt sunnudags. Meira
26. apríl 1995 | Miðopna | 1236 orð

Skuldasöfnun á markaði þrýstir á vexti

Búskapur sveitarfélaga hefur hríðversnað á undanförnum misserum og tekjuhalli þeirra í fyrra nam tæpum 5 milljörðum króna. Versnandi afkoma hefur í auknum mæli þrengt að lánsfjármarkaði. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 145 orð

Smugan gaf um fimm milljarða

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

Smugan gaf um fimm milljarða

VEIÐAR íslenskra skipa í Barentshafi og á Flæmska hattinum skiluðu nálægt fimm milljörðum króna í þjóðarbúið á síðasta ári. Þetta er um 5,5% af verðmæti útflutningframleiðslunnar. Þessar veiðar eiga stærsta þáttinn í þeirri aukningu sem varð á útflutningsverðmæti sjávarafurða á síðasta ári. Meira
26. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 232 orð

Snjónum blásið burt

"ÞETTA eru auðvitað afleitar aðstæður," sagði Áskell Gíslason í stjórn knattspyrnudeildar Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, en um helgina var unnið að því að blása burtu um 1 metra af jafnföllnum snjó af KA-vellinum á Lundartúni. Þá var klakinn eftir og bíða KA-menn þolinmóðir eftir að hann bráðni, völlurinn þorni og hægt verði að spila þar fótbolta. Meira
26. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 338 orð

Starfsmönnum hefur fjölgað um sjötíu

STARFSMÖNNUM Útgerðarfélags Akureyringa hefur fjölgað um 70 á undanförnum misserum, voru 400 en á liðnu ári störfuðu 470 manns hjá fyrirtækinu. Skiptingin er nokkuð jöfn milli starfsfólks á sjó og í landi. Launagreiðslur ÚA á árinu námu um 1.159 milljónum króna. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 461 orð

Svipaður hagvöxtur á Íslandi og hjá OECD

HAGVÖXTUR á Íslandi á mælikvarða landsframleiðslu var 2,8% á síðasta ári, en það er sami hagvöxtur og var að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Að mati Þjóðhagsstofnunar verður hagvöxtur hér á landi einnig svipaður á þessu ári og hjá OECD. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 184 orð

Tekist á um formennsku í fjárlaganefnd

FRAMSÓKNARFLOKKURINN og Sjálfstæðisflokkurinn sækjast báðir eftir formennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Það mun ráðast á allra næstu dögum hvor flokkurinn fær formann nefndarinnar. Valgerður Sverrisdóttir, nýkjörinn formaður þingflokks framsóknarmanna, sagði að Framsóknarflokkurinn sæktist eftir formennsku í fjárlaganefnd. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Tveir sérfræðingar ráðnir

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að fara að tillögum Veðurstofunnar um viðbúnað vegna snjóflóða. Tveir sérfræðingar verða ráðnir til að sinna snjófljóðaverkefnum. Þriðji starfsmaðurinn verður ráðinn tímabundið til að byggja upp gagnagrunn. Heildarkostnaður verkefnisins, að frátöldum launakostnaði, er talinn nema 4,2 milljónum króna. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 839 orð

Tvöföldunarreglan komi ekki til framkvæmda

Í VERKEFNASKRÁ sjávarútvegsráðuneytisins sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lagði fram á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um að lög um stjórn fiskveiða verði þegar endurskoðuð. Meðal atriða sem stefnt er að er að tryggja að afkastageta fiskiskipaflotans aukist ekki og heimilað verði að nýta skip sem úrelt hafa verið til annarrar atvinnustarfsemi en fiskveiða. Meira
26. apríl 1995 | Landsbyggðin | 146 orð

Tæpar 10 milljónir í snjómokstur á Húsavík

Húsavík-Mikið var mokað af snjó í vetur og ekki sjá menn eftir annað en þægindi fyrir þá miklu peninga sem Húsavíkurbær hefur kostað til snjómoksturs í vetur en það eru 9,7 milljónir en á síðasta ári kostaði snjómoksturinn 4,8 milljónir. Fjáhagsáætlun bæjarins gerði ráð fyrir 5,3 millj. kr. allt árið svo mikið mun verða fram yfir áætlun. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Undirgöng á Vesturlandsvegi

NÚ ER unnið að gerð undirganga gegnum Vesturlandsveg við Viðarhöfða í Reykjavík. Göngin eiga að tengja saman iðnaðarhverfin ofan og neðan Vesturlandsvegar, en að auki verður hægt að komast frá Viðarhöfða inn á Vesturlandsveg í átt að miðbænum. Vesturlandsvegur var rofinn í síðustu viku og fer umferðin nú um bráðabirgðaframhjáhlaup við Hestháls. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Undirgöng á Vesturlandsvegi

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 386 orð

Ungir hugvitsmenn menn verðlaunaðir

UNGIR hugvitsmenn voru verðlaunaðir í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag. Þá afhenti borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verðlaun í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Nemendur úr 20 grunnskólum tóku þátt í keppninni. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Valgerður formaður

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Valgerður formaður

VALGERÐUR Sverrisdóttir var kjörinn formaður þingflokks Framsóknarflokksins í gær. Hún er fyrst kvenna til að gegna þessu embætti fyrir hönd flokksins. Valgerður tekur við embættinu af Finni Ingólfssyni sem tekið hefur við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Vegvísar vegna HM95

UNDANFARNA daga hafa verið settir upp vegvísar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við heimsmeistaramótið í handbolta og vísa þeir veginn að þeim íþróttahúsum þar sem keppnin mun fara fram. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Vegvísar vegna HM95

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Veiðieftirlit með gervitunglum kannað

Í VERKEFNASKRÁ sjávarútvegsráðuneytisins sem lagt var fram á ríkisstjórnarfundi í gær er kveðið á um að veiðieftirlit verði eflt og í því sambandi sérstaklega kannað hvort eftirlit með gervitunglum sé vænlegur kostur. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að það sé kannað hvort unnt sé að nýta sér þessa tækni við veiðieftirlit. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 643 orð

"Vilja senda mig héðan sem fyrst"

"LÆKNARNIR segja að það sé mjög varasamt fyrir mig að fara heim í þessu ástandi því það er mikil hætta á sýkingu í fætinum," segir Alexander Melnikov sem lenti í vinnuslysi um borð í rússneska togaranum Oscher 19. þessa mánaðar. Meira
26. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 236 orð

Þjóðverjar sakaðir um sviðssetningu

RÚSSNESKA orkuráðuneytið ítrekaði á sunnudag fyrri fullyrðingar um, að þýska leyniþjónustan hefði sett á svið plútonsmygl til að klekkja á rússneskum stjórnvöldum. Fannst plútonið um borð í flugvél, sem kom til M¨unchenar frá Moskvu á síðasta ári. Meira
26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Æfingaskólinn meistari

26. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Æfingaskólinn meistari

SVEIT Æfingaskóla KHÍ varð Íslandsmeistari grunnskólasveita í skák 1995. Sveitin mun verja Norðurlandameistaratitil á Norðurlandamótinu sem fer fram í Danmörku í haust. Yfir 100 keppendur í 22 sveitum tókum þátt að þessu sinni. Sigursveitina skipuðu: Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson, Davíð Ingimarsson, Óttar Norðfjörð og Bjarni Kolbeinsson sem var varamaður. Meira

Ritstjórnargreinar

26. apríl 1995 | Leiðarar | 570 orð

HALLAREKSTUR SVEITARFÉLAGA

HALLAREKSTUR SVEITARFÉLAGA ÍKISBÚSKAPURINN hefur um langt árabil verið rekinn með gífurlegum halla - og tilheyrandi áhrifum á skuldastöðu ríkisins og vaxtastig í landinu. Öðru máli gegndi um sveitarfélögin. Á heildina litið var rekstur þeirra í jafnvægi fram á tíunda áratuginn. Síðan hefur sigið verulega á ógæfuhliðina. Meira
26. apríl 1995 | Staksteinar | 322 orð

Verr settir í vinnu

26. apríl 1995 | Staksteinar | 312 orð

»Verr settir í vinnu STÓR hluti fólks er verr settur í vinnu en á bótum að

STÓR hluti fólks er verr settur í vinnu en á bótum að því er segir í grein Guðna Nielsar Aðalsteinssonar hagfræðings í "Af vettvangi", fréttabréfi VSÍ. Þessu veldur umfang bótakerfisins og samspil þess og skattakerfisins. Samspil bóta- og skattakerfis Meira

Menning

26. apríl 1995 | Menningarlíf | 262 orð

Aldamótaelexír

ÆFINGAR standa nú yfir hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar á nýju leikverki eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikritið er samið að beiðni Leikfélags Seyðisfjarðar í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins í ár. Iðunn og Kristín eru sjálfar Seyðfirðingar og þekkja því vel til mála, en ljóst er af verkinu að þær hafa lagt mikla vinnu í rannsóknir. Meira
26. apríl 1995 | Tónlist | 504 orð

Á fljúgandi ferð

Verk eftir J.S. Bach, Boyd, Jolivet, Roussel, Atla Ingólfsson og Prokofiev. Hallfríður Ólafsdóttir, flauta; Miklós Dalmay, píanó.Laugardaginn 22. apríl. DAGSKRÁ þeirra Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara og Miklósar Dalmays píanóleikara í menningarmiðstöðinni Gerðubergi síðdegis á laugardaginn var reyndist hin vandaðasta. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 287 orð

"Býr Íslendingur hér" frumsýnt í Berlín

Á MÁNUDAGSKVÖLD var frumsýnt í Berlín íslenska leikritið "Býr Íslendingur hér?" Leikritið var sett á svið í Maxim Gorky-leikhúsinu sem er í gamla miðbæ Berlínar, og mættu nokkur hundruð manns á frumsýninguna. Þeirra á meðal voru gamlir samfangar Leifs Mullers. Meira
26. apríl 1995 | Tónlist | 379 orð

Exultate, jubilate

Flytjendur: Kór Hafnarfjarðarkirkju Kammersveit: konsertmeistari Hildigunnur Halldórsdóttir. Einsöngvarar: Margrét Bóasdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir, Guðlaugur Viktorsson og Valdimar Másson. Orgelleikari: Marteinn H. Friðriksson. Stjórnandi Helgi Bragason. Miðvikudagur 24. apríl 1995. Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 80 orð

Fjölmennir ÍsMús tónleikar

26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 76 orð

Fjölmennir ÍsMús tónleikar

RÍKISÚTVARPIÐ stóð fyrir fjórðu ÍsMús hátíðartónleikunum í Hallgrímskirkju á föstudaginn var. Þar fluttu Hamrahlíðarkórinn og Konsertkórinn frá Whitefish Bay í Wisconsin fylki Bandaríkjanna Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein. Í hlutverki stjórnanda var bandaríski hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Lukas Foss. Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 140 orð

FÓLK Óperudraugur opnar

26. apríl 1995 | Menningarlíf | 48 orð

Gallerí Allra handa, Akureyri BJARNI JÓNSSON listmálari og Astrid Ellingsen prjónahönnuður opna sýningu á málverkum og

BJARNI JÓNSSON listmálari og Astrid Ellingsen prjónahönnuður opna sýningu á málverkum og prjónafatnaði í Galleríi Allra handa, Heklusalnum, Akureyri, laugardaginn 22. apríl kl. 14. Síðan verður opið um helgar og rúmhelga daga kl. 14-19. Á sama tíma sýnir Bjarni litlar myndir í Blómaskálanum Vin. Meira
26. apríl 1995 | Myndlist | -1 orð

Grannar á Akureyri

Opið frá 14-18 alla daga nema mánudaga. Til 29 apríl. Aðgangur ókeypis. NÆSTU nágrannar okkar í norðri og suðri eru ótvírætt Grænlendingar og Færeyingar og ber okkur að vera vel meðvitaðir um það. Færeyingar hafa oft kynnt myndlist sína á Íslandi og við höfum vel kunnað að meta það, en minna hefur farið fyrir Grænlendingum enda er list þeirra og þjóðmenning harla ólík okkar. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 359 orð

Guðgeir sýndi í Akóges

Vestmannaeyjum-Guðgeir Matthíasson listmálari var með málverkasýningu í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum um páskahelgina. Á sýningunni voru 45 verk, öll unnin í olíu og hlaut Guðgeir góðar viðtökur hjá þeim tæplega 500 gestum sem sóttu sýningu hans. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Heiður og hefnd

SJÖTTI fundur Vísindafélags Íslendinga á þessu starfsári verður haldinn í Norræna húsinu í kvöld og hefst kl. 20.30. Helgi Þorláksson sagnfræðingur flytur erindi sem hann nefnir Heiður og hefnd. Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

Hestadagur Gaflarans

HESTADAGUR Gaflarans var haldinn annað árið í röð í Reiðskemmunni í Hafnarfirði á laugardaginn var. Fjölmörg atriði voru á dagskrá, meðal annars sýndu ungar stúlkur dans, fjölmargir léku listir sínar á hestbaki og fram fór hundasýning frá Hundaskólanum að Bala á Álftanesi. Hestaáhugamenn létu sig ekki vanta og tókst að vonum vel til með hestadaginn. Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 77 orð

Hestadagur Gaflarans

26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 199 orð

In Bloom út úr bílskúrnum

HLJÓMSVEITIN In Bloom ferðaðist nýlega utan til Bandaríkjanna og tók upp myndband við lagið Deceived, en það kemur út í byrjun sumars á safnplötu á vegum Spors hf. Tvö laga sveitarinnar hafa áður komið út á safnplötum. Lagið Pictures kom út á Ýktu bösti síðastliðið sumar og Tribute kom út á Poppfárinu um síðustu mánaðamót. Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 203 orð

In Bloom út úr bílskúrnum

26. apríl 1995 | Myndlist | -1 orð

"Í hlutarins eðli"

Opið frá 10­18 daglega. Til 7. maí. Aðgangur 700 kr. Ellilífeyrisþegar ókeypis. Sýningarskrá 1.600 kr. MENNINGARMÁLANEFND Kjarvalsstaða hefur tekið upp á þeirri nýbreytni, að kynna húsagerðarlist, líkt og t.d. ljóðlist var kynnt áður, og hefur valið Studio Granda til að ríða á vaðið, en vinnuhópurinn var stofnaður árið 1987 af þeim Margréti Harðardóttur og Steve Christer. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 43 orð

Jón Jónsson sýnir í Eden NÚ STENDUR yfir sýning á málverkum eftir Jón Jónsson, en hann hefur verið meðlimur í Myndlistaklúbbi

NÚ STENDUR yfir sýning á málverkum eftir Jón Jónsson, en hann hefur verið meðlimur í Myndlistaklúbbi Hvassaleitis í 15-20 ár. hann hefur haldið sýningar með klúbbum og einnig haldið nokkrar einkasýningar. Sýningin stendur til 7. maí. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 179 orð

Kirkjulistahátíð 1995

26. apríl 1995 | Menningarlíf | 177 orð

Kirkjulistahátíð 1995

KIRKJULISTAHÁTÍÐ 1995 stendur frá 3.­18. júní í sumar. Á hátíðina kemur margt góðra gesta. Þar má telja þrjá organista, Gillian Weir frá Englandi, François-Henri Houbart frá Frakklandi og Edgar Krapp frá Þýskalandi. Meira
26. apríl 1995 | Kvikmyndir | 362 orð

Kraftaverkið í Macon

Leikstjóri og handritshöfundur: Peter Greenaway. Aðalhlutverk: Julia Ormond, Ralph Fiennes, Philip Stone. BRESKI leikstjórinn Peter Greenaway er nokkuð vel kynntur hér á landi í gegnum kvikmyndahús og sjónvarp miðað við aðra listræna kvikmyndagerðarmenn Evrópu en líklega þekkja flestir mynd hans Kokkurinn, þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 69 orð

Listmunahúsið

26. apríl 1995 | Menningarlíf | 67 orð

Listmunahúsið ÞESSA dagana stendur yfir kynning í listmunahúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 á verkum Helgu Magnúsdóttur og

ÞESSA dagana stendur yfir kynning í listmunahúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 á verkum Helgu Magnúsdóttur og Sigurðar Þóris. Á sýningunni eru málverk, pastel og vatnslitamyndir ásamt pennateikningum. Efnistök listamanna eru ólík, en það sem tengir þau saman er að landið og náttúran kemur fyrir í verkum þeirra. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 190 orð

Maríusögur í Nemendaleikhúsinu

Í NEMENDALEIKHÚSINU verður frumsýnt á morgun, fimmtudag, nýtt íslenskt leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson, leikhússtjóra Vasaleikhússins og höfund Skilaboðaskjóðunnar. Í Maríusögum, sem er sprenghlægilegur harmur, lygilegur raunveruleiki og andstyggilegur unaður, Meira
26. apríl 1995 | Myndlist | 459 orð

Mild blæbrigði

Birgir Snæbjörn Birgisson. Opið alla daga frá 14­18. Til 30. apríl. Aðgangur ókeypis. ÞAR SEM áður hét Portið í Hafnarfirði, og var sýningarsalur í tveim hlutum, sem hægt var að tengja saman, er nú komið nýtt listhús undir nafninu Hamarinn. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 188 orð

Mærudagar á Húsavík

Húsavík-Mærudagar nefna Húsvíkingar lista- og menningardaga sem með sumarkomu voru haldnir á Húsavík og hófust síðasta vetrardag með ávarpi bæjarstjóra, Einars Njálssonar, Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 94 orð

Nýjar plötur

SKÍFAN hf. hefur gefið út nýju geislaplötuna Núna með átta lögum sem Björgvin Halldórsson hefur sungið í Söngvakeppnum Sjónvarpsins frá upphafi, en alls hefur Björgvin sungið ellefu lög í keppnunum. Auk þessara átta laga er á nýju plötunni titillagið Núna sem er framlag Íslands í Eurovision-keppninni sem framundan er í Dublin 13. maí nk. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 98 orð

Nýjar plötur

26. apríl 1995 | Menningarlíf | 88 orð

Nýtt tímarit

26. apríl 1995 | Menningarlíf | 85 orð

Nýtt tímarit VORBLAÐ Tímaritsins Húsfreyjunnar er komið út. Meðal efnis er viðtal við leikkonuna Guðrúnu Ásmundsdóttur, "Ástin

VORBLAÐ Tímaritsins Húsfreyjunnar er komið út. Meðal efnis er viðtal við leikkonuna Guðrúnu Ásmundsdóttur, "Ástin hefur engan kvóta" og einnig er viðtal við unga athafnakonu, Aðalheiði Héðinsdóttur, en hún rekur kaffibrennslu í Njarðvík. Þá fjallar dr. Eiríkur Örn Arnarson um svefnleysi og svefntruflanir og bendir á úrræði án lyfja. Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 121 orð

Opið hús í Óperunni

ÍSLENSKA óperan var með opið hús á sumardaginn fyrsta og notuðu margir tækifærið til að komast inn úr kuldanum og kynnast starfsemi óperunnar. Þar gátu gestir skoðað gamlar blaðaúrklippur, fylgst með förðun og hárgreiðslu söngvara, kíkt í öll skúmaskot og fengið sér kaffi og kleinur. Börnin fengu að máta bæði búninga og grímur og mörg þeirra létu mynda sig. Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 128 orð

Opið hús í Óperunni

26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 130 orð

Óperudraugur opnar

SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld var opnaður nýr veitingastaður undir nafninu Óperudraugurinn sem er til húsa undir veitingastaðnum Cafe Óperu í Lækjargötu. Veitingastaðirnir eru báðir undir sömu eigendum og framkvæmdastjóra. Í tilefni af opnuninni var efnt til glaðnings þar sem gestum var boðið upp á léttar veitingar. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 110 orð

Sápa á sumarkvöldum KAFFILEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að brydda upp á þeirri nýjung að standa fyrir síðkvöldssýningu á Sápu tvö nú

KAFFILEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að brydda upp á þeirri nýjung að standa fyrir síðkvöldssýningu á Sápu tvö nú þegar sumarið er gengið í garð. Næstkomandi föstudagskvöld, 28. apríl, verður fyrsta sýningin og hefst hún kl. 22.30. Húsið er opnað kl. 20 og verður, sem fyrr, boðið upp á ljúffengan kvöldverð úr eldhúsi Steinunnar Bergþórsdóttur, fyrir sýningu. Laugardaginn 29. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 425 orð

Skemmtileg sýning sem kemur á óvart

JÖFN og góð aðsókn er að Listasafninu á Akureyri og þangað hafa fjölmargir lagt leið sína síðustu daga til að skoða sýningu á verkum eftir grænlenska og færeyska listamenn. Flest grænlensku verkanna, sem eru af ýmsum toga bæði eldri listaverk og ný, en færeysku verkin eru einkum í Deiglunni, gengt Listasafninu og eru þau flest ný af nálinni, Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 132 orð

Skólaári Tónlistarskóla Rangæinga að ljúka

FRÁ Tónlistarskóla Rangæinga hafa 75 nemendur lokið stigsprófum á ýmis hljóðfæri og í einsöng og fyrsti nemandinn hefur lokið 8. stigi frá skólanum, en það er Anna Magnúsdóttir sem því lauk á píanó með tónleikum sem hún hélt í sal skólans 10. apríl síðastliðinn. Einnig lauk einn nemandi 6. stigi á píanó og sjö nemendur luku 5. stigi, þrír á píanó, þrír í söng og einn á þverflautu. Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 129 orð

Stígandi 50 ára

26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 119 orð

Stígandi 50 ára

FÉLAGAR í Hestamannafélaginu Stíganda í Skagafirði minntust fimmtíu ára afmælis félagsins með veglegri afmælishátíð í Miðgarði síðasta vetrardag. Að vanda var glatt á hjalla hjá Skagfirðingum, enda eru samfagnaðir þeirra þekktir fyrir fjölmenni og gleðskap. Í tilefni dagsins var gefið út afmælisrit undir yfirskriftinni "Stígandi 50 ára, frá Vallarbökkum til Vindheimamela". Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 206 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Ódauðleg ást

STJÖRNUBÍÓ sýnir nú kvikmyndina Ódauðleg ást eða "Immortal Beloved" með Gary Oldman, Isabellu Rossellini, Jeroen Krabbé, Valeriu Golino og Jóhönnu Ter Steege. Myndin segir frá stormasömu og viðburðarríku lífi tónskáldsins Ludwigs van Beethoven. Leikstjóri er Bernard Rose. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 105 orð

Stuttmyndadagar

STUTTMYNDADAGAR í Reykjavík 1995 verða haldnir dagana 2., 3. og 4. maí á Hótel Borg. Alls bárust 39 nýjar stuttmyndir í keppnina sem keppa til verðlauna sem Reykjavíkurborg gefur fyrir 1., 2. og 3. sætið, 200, 100 og 50 þúsund krónur. Auk þess verða veittar viðurkenningar fyrir 4. og 5. sætið og einnig verðlaun fyrir bestu mynd að mati áhorfenda. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 107 orð

Stuttmyndadagar

26. apríl 1995 | Menningarlíf | 133 orð

Útileikhús á Egilsstöðum

Í SUMAR sýnir Útileikhúsið "Hér fyrir austan" aftur í Selskógi við Egilsstaði. Ákveðið hefur verið að lækka verðið á aðalsýningar og til barna, og nú er orðinn til sérstakur afsláttur fyrir eldri borgara og fatlaða. Meira
26. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 94 orð

Við borgum ekki í Borgarleikhúsinu

SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur leikritið Við borgum ekki eftir Dario Fo í Borgarleikhúsinu. Það voru Guðrún Ægisdóttir og Ingibjörg Briem sem þýddu verkið, en leikstjóri sýningarinnar er Þröstur Leó Gunnarsson. Þetta er frumraun hans á því sviði. Meira
26. apríl 1995 | Menningarlíf | 128 orð

"Við minnumst þeirra" á Vopnafirði

LJÓSMYNDASÝNINGIN Við minnumst þeirra, sem sett var upp á Kaffihúsinu Mokka í síðasta mánuði, er nú á leið til Vopnafjarðar og verður á Hótel Tanga frá 27. apríl til 4. maí. Í fréttatilkynningu segir: "Sýningin sem er minning um þá 27 Íslendinga sem látist hafa úr alnæmi var unnin í tengslum við sjóðinn Ísland gegn alnæmi, Meira
26. apríl 1995 | Tónlist | 531 orð

Öræfaljóð

Verk eftir Britten, Purcell, H¨andel, Bizet, Gounod, Mahler, Webern, Somers og Floyd. Valdine Anderson sópran, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó.Laugardaginn 22. apríl. GÓÐAN gest bar að garði sl. laugardag, þegar vestur-íslenzka óperusöngkonan Valdine Anderson hélt tónleika ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Skv. Meira

Umræðan

26. apríl 1995 | Velvakandi | 390 orð

100 ára afmæli Hjálpræðishersins og ráðhúsið

VEGNA þess að mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um 100 ára afmæli Hjálpræðishersins og samskipti okkar við borgarstjórn, tel ég rétt að koma nokkrum upplýsingum á framfæri til að leiðrétta leiðan misskilning. Ég ritaði borgarstjóra bréf þann 27.09.94, þar sem ég kem með nokkrar fyrirspurnir og óskir í sambandi við 100 ára hátíðahöldin í maí. Meira
26. apríl 1995 | Velvakandi | 116 orð

Að feðra rétt Halldóri Jónssyni: Í MENNINGARKÁLFI Morgunblaðsins um síðustu helgi er frétt um að "Norðmaðurinn Mariss Janson,

Í MENNINGARKÁLFI Morgunblaðsins um síðustu helgi er frétt um að "Norðmaðurinn Mariss Janson, stjórnandi Oslóarfílharmoníunnar", hafi verið skipaður stjórnandi sinfóníunnar í Pittsburgh. Hið rétta er að Mariss Jansons, eins og hann heitir, fæddist í Riga 1943. Fyrir nokkrum dögum var ung söngkona að ræða um hið ágæta tónskáld Arvo P¨art á einni af nýjustu útvarpsstöðunum með sígildri tónlist. Meira
26. apríl 1995 | Aðsent efni | 425 orð

Á mörkum hins boðlega

MÉR, SEM hluthafa í Lyfjaverslun Íslands hf., barst um daginn bréf frá stjórn félagsins. Það var mér í fyrstu gleðiefni að fá fréttir frá félaginu. Það var mér hins vegar ekki jafn mikið gleðiefni að sjá innihald bréfsins og tilgang þess. Meira
26. apríl 1995 | Velvakandi | 363 orð

Dingl ­ gott og gilt vísindalegt hugtak

ÍSLENSKIR málfræðingar hafa nú byrjað mikla sókn fyrir varðveislu og hreinleika íslenskrar tungu og er gott til þess að vita að tungumál okkar sem hefur verið svo ógnað af erlendum áhrifum (einkum í hópi menntamanna) skuli nú verða bjargað frá tortímingu. Er það vel. En stundum ganga þeir nokkuð langt sem hafa heita hugsjón að berjast fyrir. Meira
26. apríl 1995 | Aðsent efni | 935 orð

Ekki mitt barn

Á SÍÐASTLIÐNUM vetri rakst ég á vinkonu og fyrrverandi samstarfskonu mína á Laugaveginum. Við höfðum ekki sést lengi svo að við ákváðum að tylla okkur á kaffihús og eiga þar saman stutt spjall. Þegar kaffið var komið á borðið dró þessi heiðurskona upp sígarettu. Satt best að segja hélt ég að hún væri löngu hætt að reykja. Meira
26. apríl 1995 | Aðsent efni | 1283 orð

Flugmálastjórn á villigötum

Fyrri greinInngangur MORGUNBLAÐIÐ fjallaði 12. apríl sl. um mál flugmanna með bandarísk atvinnuflugmannsréttindi, sem erfiðlega hefur gengið að fá viðurkennd hér á landi, nema með því að gangast undir stöðupróf flugmálastjórnar. Meira
26. apríl 1995 | Aðsent efni | 948 orð

Heilsurækt í dag II

Börn og unglingar, hreyfing og heilsa Ekki er ég nú gömul en hef samt áður séð miklar breytingar síðastliðin 20 ár eins og allir þeir sem eitthvað eru komnir yfir tvítugt. Hver man ekki eftir því að hafa verið "úti að leika sér" daginn út og daginn inn? Maður hékk a.m.k. Meira
26. apríl 1995 | Velvakandi | 341 orð

Íslandsferð Engströms

HULDA Valtýsdóttir skrifaði margt rétt og vel í Morgunblaðið 26. febrúar sl. um lýsingar Alberts Engströms á ferð hans til Íslands 1911. En henni láðist að geta þess, að ferðalýsing Engströms, sem kom út í Svíþjóð 1913 undir heitinu Åt H¨acklefj¨all, birtist í íslenskri þýðingu Ársæls Árnasonar í um hundrað tölublöðum dagblaðsins Vísis á árunum 1913­1914. Meira
26. apríl 1995 | Velvakandi | 455 orð

Sál sjúkrahúsa

HJÁLMAR Jónsson, 19. aldar skáldið snjalla og kraftmikla, bjó að því alla sína löngu og þyrnum stráðu ævi, að fyrstu tólf árin sín, var hann á heimili sem veitti honum vinsemd og öryggi. Upp úr fermingu tók við Veröld full af kulda og allsleysi. Þá var hann nýbúinn að missa Sigríði fóstru sína, einu manneskjuna sem hann unni. Meira
26. apríl 1995 | Aðsent efni | 841 orð

Skerðing veðurþjónustu í útvarpi

ENGIN þjóð hefur meiri þörf en Íslendingar fyrir nákvæmar og tíðar veðurfregnir. Af völdum veðurs á sjó og landi týnast að jafnaði 200 mannslíf á áratug, þar af 100 í sjóslysum, 60 í umferðarslysum, 25 í flugslysum og 15 í snjóflóðum. Það hlýtur því að vekja athygli að á næstunni mun vera fyrirhugað að draga úr veðurþjónustu í útvarpi. Meira
26. apríl 1995 | Velvakandi | 848 orð

Um tóbaksnotkun unglinga

Í FEBRÚAR síðastliðnum var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um tóbaksvarnir þar sem meðal annars var lagt bann við innflutningi á fínkorna nef- og munntóbaki. Vegna mikils málþófs tókst ekki að fá þetta frumvarp afgreitt sem lög og munum við ekki rekja það mál hér. Meira
26. apríl 1995 | Velvakandi | 395 orð

ÝJUSTU tíðindi af verkfallsáformum flugfreyja, sem bresta

ÝJUSTU tíðindi af verkfallsáformum flugfreyja, sem bresta munu á, ef af verður, á sama tíma og mikill straumur ferðamanna, fréttamanna og keppnismanna í handbolta eru væntanlegir til landsins vegna HM í handbolta, eru ekki til þess fallin, að auka samúð manna með baráttu flugfreyja. Meira

Minningargreinar

26. apríl 1995 | Minningargreinar | 73 orð

Ása Hjaltested

Elsku Ása frænka. Okkur langar til að þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Það var svo gaman að fá þig og ömmu í heimsókn til okkar í Englandi síðastliðið haust. Þú varst svo ánægð þegar þið amma sátuð í sólstofunni með tebollana og rifjuðuð upp gamlar minningar og hundurinn okkar, hún Lady, trítlaði í kringum ykkur. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 743 orð

Ása Hjaltested

Eins og allir vita er saga Suðurgötu 7 að mörgu leyti samofin sögu Reykjavíkur. Þar var fyrst lítið einlyft hús sem í tímans rás breyttist í það hús sem nú gistir á byggðasafninu við Árbæ. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í barnahópinn, sem fæddist þar upp úr aldamótum. Þá bjuggu tvær fjölskyldur í Suðurgötu 7, fjölskyldur bræðranna Péturs og séra Bjarna Hjaltested. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 126 orð

ÁSA HJALTESTED

ÁSA HJALTESTED Ása Hjaltested fæddist í Reykjavík 6 október 1910. Hún lést 18. apríl sl. Foreldrar Ásu voru séra Bjarni Hjaltested og Stefanie Hjaltested. Eldri systkini hennar voru Birna, sem varð níræð 4. apríl síðastliðinn, og Erlingur sem nú er látinn. Yngri systur Ásu eru Guðríður og Anna Lísa. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 521 orð

Ásta Kristín Guðjónsdóttir

Nú hefur elskuleg amma okkar kvatt þennan heim. Hún lagði aftur augu sín í rúminu sínu heima á Vallargötu að kvöldi skírdags, 13. apríl sl. Var það hennar æðsta ósk að fá að sofna þar og vera heima þar til ævi hennar væri öll. Guð bænheyrði ömmu, en hún var trúuð kona og sótti alltaf huggun sína og hjálp í bænina. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 1178 orð

Ásta Kristín Guðjónsdóttir

Það er farið að vora fyrir vestan samkvæmt tímatalinu þótt ekki sjái þess mikinn stað í náttúrunni. Við vitum þó samkvæmt reynslunni að jörðin mun aftur verða iðjagræn áður en varir og blómskrúð klæða dýrfirska dali. Hringrás lífsins er sannkölluð hringrás, án upphafs og endis og er mannlífið þar engin undantekning. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 234 orð

Ásta Kristín Guðjónsdóttir

Elsku amma. Nú eru geislar sólar þinnar endanlega hættir að skína um Dýrafjörð en rétt farnir að sýna sig á þeim stöðum sem við mannfólkið sjáum ekki til. Allir verkirnir eru farnir og í staðinn fær fögur sál að njóta sín. Við virðumst vera ósköp smá gagnvart guði og gagnvart því sem lífið sjálft býður okkur upp á. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 325 orð

ÁSTA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR

ÁSTA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR Ásta Kristín Guðjónsdóttir var fædd á Arnarnúpi í Keldudal í Dýrafirði hinn 30. ágúst 1916. Hún lést á heimili sínu, Vallargötu 29, Þingeyri, að kvöldi 13. apríl sl. Ásta var yngst í hópi þrettán barna hjónanna Elínborgar Guðmundsdóttur, f. 30. september 1875, d. 22. janúar 1959, og Guðjóns Þorgeirssonar, f. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 724 orð

Bergþóra Magnúsdóttir

Á föstudag var til moldar borin í kyrrþey elsta hálfsystir mín, Bergþóra, 74 ára gömul, og varð fyrst af níu systrum mínum til að kveðja jarðvistina, en sjö bræður voru áður horfnir af heimi. Eftirlifandi eru fimmtán systkin samfeðra. Bergþóra var elsta dóttir föður míns og fyrstu konu hans, Jónu Ágústínu Ásmundsdóttur, sem lést 28 ára gömul árið 1923. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 394 orð

BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR

BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR Bergþóra Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 27. janúar 1921. Hún lést 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Jónsson frá Selalæk, f. 8. júlí 1893, d. 19. júní 1959, og Jóna Ágústína Ásmundsdóttir, f. 26. maí 1895, d. 8. nóvember 1923. Eftirlifandi systir, sammæðra, er Áslaug Hrefna Sigurðardóttir, f. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 843 orð

Valgerður Tryggvadóttir

Útför Valgerðar Tryggvadóttur verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. Hún var önnur í aldursröð sjö systkina í Laufási við Laufásveg, en sú fyrsta þeirra sem kölluð er burt. Hún Dista, eins og hún var oftast kölluð, átti ljúfa æsku á Laufásveginum. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 561 orð

Valgerður Tryggvadóttir

Þegar mér bárust fréttir af andláti Valgerðar birtust minningar í huga mínum frá þeim tíma sem ég dvaldi hjá henni og eiginmanni hennar Hallgrími Helgasyni föðurbróður mínum að heimili þeirra Vogi við Ölfusá. Þannig var mál með vexti að í gegnum tíðina hafði Hallgrímur tekið að sér að kenna ungum frændum sínum bæði þýsku og íslensku og Valgerður dönsku ef svo bar undir. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 662 orð

Valgerður Tryggvadóttir

Eftir að Valgerður móðursystir mín, sem var jafnan kölluð Dista af fjölskyldunni, skildi við aðfaranótt föstudagsins langa, sátum við systurnar og rifjuðum upp samverustundirnar með henni. Ína systir mín man hana heima í Laufási. Þá var hún á fertugsaldri, glæsileg kona sem sópaði að hvar sem hún kom. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 439 orð

Valgerður Tryggvadóttir

Nú þegar Valgerður mágkona mín er fallin frá þótti mér rétt að minnast hennar með fáum línum. Þau Hallgrímur bróðir minn og hún festu ráð sitt árið 1960 og bjuggu því saman í nær 34 ár, þar til Hallgrímur féll frá í september sl. Valgerður var merkiskona fyrir margra hluta sakir. Hún var forkur dugleg, vel skipulögð og kunni að ganga þannig til verka að árangur varð af. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 2122 orð

Valgerður Tryggvadóttir

Valgerður Tryggvadóttir, mágkona mín, var merk kona og þykir mér því ástæða til að minnast hennar með nokkrum orðum. Andlát hennar bar að svala aprílnótt um líkt leyti og fyrsta vorlóan tyllti fæti á gamla Laufástúnið, sem teygir sig að Tjörninni. Dauðinn kvaddi dyra í Laufási í sama mund og lífið boðaði komu sína. "Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi enga bið," yrkir Hallgrímur Pétursson. Meira
26. apríl 1995 | Minningargreinar | 141 orð

VALGERÐUR TRYGGVADÓTTIR

VALGERÐUR TRYGGVADÓTTIR Valgerður Tryggvadóttir fæddist á Hesti í Borgarfirði 21. janúar 1916. Hún lést í Landspítalanum 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar Valgerðar voru Anna Guðrún Klemensdóttir húsmóðir og Tryggvi Þórhallsson prestur, ritstjóri, forsætisráðherra og bankastjóri. Systkini Valgerðar eru: Klemens, f. 1914, Þórhallur, f. Meira

Viðskipti

26. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Erlend lán greidd upp fyrir gjalddaga

ERLENT lánsfé banka og sparisjóða til endurlána lækkaði á síðasta ári um 12,6 milljarða króna og vitað er að innlend fyrirtæki sem greiddu upp erlend lán í gegnum bankana gerðu það jafnvel fyrir gjalddaga. Þetta kom fram á ársfundi Seðlabankans. Meira
26. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Gengi krónunnar seig um 1,72% í fyrra

GENGI íslensku krónunnar seig um 1,72% á árinu 1994 og einkenndist þróunin af jafnri lækkun gengisins allt tímabilið. Frá þessu voru þó undantekningar þegar Seðlabankinn greip til þess að styrkja sérstaklega gengi krónunnar og tryggja þannig að gengisvísitalan víki ekki of langt frá miðgenginu. Þetta kom fram á ársfundi Seðlabankans á mánudag. Meira
26. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Hagnaður banka og sparisjóða 750 milljónir

RÚMLEGA 750 milljóna hagnaður varð hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum á síðastliðnu ári. Þetta er mikill bati frá árinu 1993 þegar 167 milljóna tap varð hjá þessum stofnunum eða neikvæð arðsemi eiginfjár um 0,9%. Meira
26. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Lítils er vænst af iðnríkjafundi

GENGI dollarans hækkaði nokkuð í gær vegna fundar iðnríkjanna sjö í Washington en búist er við, að þar verði ræddar leiðir til að styrkja hann. Á móti kemur, að viðskiptahallinn í Bandaríkjunum á þessu ári verður líklega sá mesti, sem um getur, og í nýrri skýrslu eru stjórnvöld hvött til að gera ekkert til að hækka gengi gjaldmiðilsins. Meira
26. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 637 orð

Sjóðir hafa tapað á erlendum fjárfestingum

ÝMSIR lífeyrissjóðir hafa tapað á því að hafa fjárfest í skuldabréfum með lágum vöxtum í Bandaríkjunum í upphafi árs 1994 ef bréfin væru gerð upp nú og bréfin metin á markaðsvirði. Á þessu tímabili hafa vextir hækkað í Bandaríkjunum eins og reyndar á ýmsum öðrum erlendum mörkuðum og gengi Bandaríkjadals lækkað. Bókhaldsfyrirkomulag lífeyrissjóðanna leiðir þetta tap hins vegar ekki í ljós. Meira
26. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Tilboði Kerkorians hafnað

STJÓRN Chrysler-bílaverksmiðjanna hafnaði í gær 22,8 milljarða dollara boði auðkýfingsins Kirks Kerkorians í fyrirtækið og lét svo ummælt, að hún efaðist stórlega um getu hans til að standa við það. Meira

Fastir þættir

26. apríl 1995 | Fastir þættir | 91 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Nú er lokið þremur kvöldum af sex í Primaveratvímenningi félagsins og hafa Óskar Karlsson og Þórir Leifsson náð nokurri forystu á næstu pör. Meira
26. apríl 1995 | Fastir þættir | 258 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

Aðalsveitakeppni félagsins lauk um helgina 21. og 22. apríl með úrslitakeppni, þar sem fjórar efstu sveitirnar úr forkeppninni spiluðu um, allir við alla. Og lauk henni með yfirburðasigri sveitar Heiðars Agnarssonar með fullt hús stiga, 75 af 75 mögulegum. Auk Heiðars eru í sveitinni Pétur Júlíusson, Arnór Ragnarsson, Karl Hermannsson, Gísli Torfason og Jóhannes Sigurðsson. Meira
26. apríl 1995 | Fastir þættir | 129 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Re

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag 19. apríl hófst Aðaltvímenningurinn sem er Barómeter með þátttöku 58 para og eru spiluð þrjú spil í umferð. Meira
26. apríl 1995 | Fastir þættir | 219 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Skagfirðingum

Spilað var í einum riðli þriðjudaginn 18. apríl í peningakeppni Skagfirðinga. Úrslit urðu: Guðlaugur Nielsen - Óli Björn Gunnarsson268Lárus Hermannsson - Sævin Bjarnason244Sigtryggur Sigurðsson - Magnús Torfason235Halla Ólafsdóttir - Ingunn Bernburg230 Næstu þriðjudaga er framhald á peningakeppni hjá Skagfirðingum. Meira
26. apríl 1995 | Fastir þættir | 112 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vetrar Mitchell BSÍ

Föstudaginn 21. apríl var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. 38 pör spiluðu 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 420 og efstu pör voru: NS: Halla Bergþórsdóttir ­ Lilja Guðnadóttir492Kristófer Magnússon ­ Albert Þorsteinsson488María Ásmundsdóttir ­ Steindór Meira
26. apríl 1995 | Fastir þættir | 31 orð

Hlutavelta

26. apríl 1995 | Fastir þættir | 28 orð

HlutaveltaÞESSAR stúlkur þær Sandra Bjarnadóttir og Klara Jóhanna E

HlutaveltaÞESSAR stúlkur þær Sandra Bjarnadóttir og Klara Jóhanna Einarsdóttir héldu hlutaveltu nýlega, ásamt Sigurrós Ösp, sem vantar á myndina, til styrktar átakinu "Börnin heim" og varð ágóðinn 1.900 krónur. Meira
26. apríl 1995 | Fastir þættir | 751 orð

Kasparov sigraði í Riga

um Mikhail Tal,fyrrum heimsmeistara GARY Kasparov, heimsmeistari atvinnumannasambandsins PCA, sigraði örugglega á stórmóti í Riga í Lettlandi sem PCA hélt til minningar um Mikhail Tal. Kasparov samdi um jafntefli við Boris Gulko í síðustu umferð og tryggði sér þar með sigur. Meira

Íþróttir

26. apríl 1995 | Íþróttir | 159 orð

Danmörk - Ísland20:22

Íþróttahöllin í Nyköbing í Falster í Danmörku, 2. umferð Bikubenmótsins í handknattleik, þriðjudaginn 25. apríl 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 4:3, 5:5, 6:6, 8:6, 8:8, 10:8, 10:10, 12:10, 12:11,16:11, 16:14, 18:14, 20:15, 20:18, 22:18, 22:20. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 260 orð

Duishebajev fór á kostum

TALANT Duishebajev, handknattleiksmaðurinn frábæri og fyrrum landsliðsmaður Rússlands, lék í fyrsta skipti með spánska landsliðinu í fjögurra landa keppni í Sviss um sl. helgi, en leikmaðurinn, sem nú leikur með Teka á Spáni, öðlaðist nýlega spánskan ríkisborgarrétt. Duishebajev lék mjög vel með sínum nýju félögum og sýndi gamalkunnug tilþrif. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 155 orð

Frost mætir með Dani

Norðurlandamótið í badminton verður haldið hér á landi í fjórða sinn um næstu helgi í húsum TBR við Gnoðarvog. Flestir bestu badmintonmenn Norðurlandanna mæta til leiks og má þar nefna, bronsverðlaunahafa síðustu Ólympíuleika, Thomas Stuer Lauritsen frá Danmörku, einn sterkasta einliðaleiksspilar heims sl. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 183 orð

Hert viðurlög við brotum á HM á Íslan

DÓMARANEFND Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, er að ganga frá reglum vegna heimsmeistarakeppninnar í handknattleik á Íslandi 7. til 21. maí. Þessar reglur verða kynntar í næstu viku en þar er að finna harðari viðurlög við brotum en áður var. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 847 orð

Íþróttir ogmataræði

MARGIR hafa haft samband við mig og þakkað fyrir þá hvatningu sem þeir fengu í síðasta pistli. "Það er hollt og gott að hreyfa sig, en ekki ætlar þú að taka frá okkur allan góða matinn í næsta pistli. Allt sem er óhollt er svo gott!" sagði fimmtugur, of þungur kunningi minn. Já, vaninn er góður, sagði ég og bað hann að krossleggja handleggina öðruvísi en hann er vanur. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 129 orð

KNATTSPYRNA/HM U-21Brasi

ARGENTÍNA og Brasilía leika til úrslita á hemsmeistaramóti leikmanna 21s árs og yngri í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Qatar. Í gær sigraði Brasilía lið Portúgals með einu marki gegn engu í hörkuleik sem var framlengdur. Mark Brasilíu skoraði Caio á fjórðu mínútu framlengingar. Mikil harka var í leiknum og misstu Portúgalir tvo leikmenn út af með rautt spjald, þann fyrri á 84. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 101 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deild: Fram - Víkingur2:0 Ágúst Ólafsson, Atli Einarsson.

Reykjavíkurmótið A-deild: Fram - Víkingur2:0 Ágúst Ólafsson, Atli Einarsson. Undankeppni EM U-21s árs liða 3. riðill: Debrecen, Ungverjalandi: Ungverjaland - Svíþjóð2:1 Karoly Szanyo (43. - vsp.), Gabor Egressy (69.). - Mattias Thylander (22.). 10.000. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 581 orð

Kristján var elstur keppenda og sigraði

MEISTARAMÓT Glímusambandsins fór fram á Laugum í Þingeyjarsýslu sl. sunnudag og fór í alla staði vel fram. Keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í fimm aldurs- og þyngdarflokkum kvenna og sex karlaflokkum. Keppendur voru 67 talsins og var víða hart barist. Flestir Íslandsmeistaratitlar féllu í hlut heimamanna í HSÞ sem hlutu sex eða rúmlega helminginn. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 66 orð

Lauflétt hjá Svíum

26. apríl 1995 | Íþróttir | 64 orð

Lauflétt hjá Svíum SVÍAR hreinlega rúl

SVÍAR hreinlega rúlluðu yfir slaka Pólverja í 2. umferð Bikubenmótsins í Nyköbing í gærkvöldi. Evrópumeistararnir voru sem einir í heiminum í fyrri hálfleik og náðu þá 12 marka forskoti, 17:5, en slökuðu á eftir hlé. 34:17 sigur segir samt meira um Pólverja en Svía sem hvíldu fjóra lykilmenn frá leiknum við Íslendinga, þá Staffan Olsson, Erik Hajas, Ola Lindgren og Pierre Thorsson. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 280 orð

Lékum með hjartanu

ÍSLENDINGAR sigruðu Dani, 22:20, á fjögurra þjóða mótinu í handknattleik í Danmörku í gærkvöldi. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, var allt annað en ánægður eftir Svíaleikinn en tók gleði sína á ný í gærkvöldi þegar öruggur sigur gegn Dönum var í höfn. "Við lékum með hjartanu," sagði hann við Morgunblaðið. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 67 orð

Lærisveinar Kristjáns í Evrópukeppni?

BAYER Dormagen, sem Kristján Arason þjálfar í Þýskalandi, leikur við Hameln um sæti í Borgarkeppni Evrópu í handknattleik næsta vetur. Þar sem þýska félagið Niederw¨urzbach sigraði í úrslitum keppninnar um helgina kemst það sjálfkrafa í hana næsta vetur og því fá Þjóðverjar annað lið í keppnina. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 111 orð

Ókeypis í Höllina á síðasta æfingaleikinn

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kemur heim frá Danmörku á föstudaginn og leikur þá strax um kvöldið landsleik gegn Austurríkismönnum í íþróttahúsinu í Kaplakrika kl. 20. Daginn eftir mætast þjóðirnar aftur og að þessu sinni í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl. 16. Þetta verður fyrsti leikurinn í Laugardalshöllinni eftir endurbætur sem staðið hafa þar yfir á undanförnum mánuðum. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 174 orð

Óvissa með fram-haldið hjá Júlíusi

Júlíus Jónasson var ekki í 12 manna leikmannahópnum sem mætti Dönum á Bikubenmótinu í handknattleik í Nyköbing í gærkvöldi. Eins og greint var frá í blaðinu í gær meiddist hann á þumalfingri hægri handar í leiknum gegn Svíum í fyrrakvöld og var bólginn og aumur í gær. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 71 orð

Röber og Höness reknir frá Stuttgart

J¨URGEN Röber, þjálfari Suttgart og Dieter Höness, framkvæmdastjóri liðsins, voru báðir reknir frá félaginu í gær vegna slakrar frammistöðu liðsins að undanförnu. Stuttgart, sem varð þýskur meistari árið 1992, er nú í 11. sæti deildarinnar og hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum. Fyrrum þjálfari félagsins, J¨urgen Sundermann, tekur við liðinu út þetta tímabil. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 627 orð

Samhentir og samstíga í frábærum leik gegn Dönum

ÍSLENSKU landsliðsmennirnir gengu ánægðir af velli í höllinni í Nyköbing í gærkvöldi og það máttu þeir svo sannarlega. Strákarnir tóku sig saman í andlitinu eftir skellinn gegn Svíum í 1. umferð Bikubenmótsins í handknattleik í fyrrakvöld og lögðust allir á eitt að standa sig gegn Dönum. Leikgleðin var til staðar og menn voru samtaka í því sem þeir voru að gera. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 221 orð

Spánverjar fengu þrjá af fjórum Evróputitlum

Spánska meistaraliðið Bidasoa, með sænska markvörðinn Thomas Svensson sem besta mann, sigraði um helgina í Evrópukeppni meistaraliða. Spánska liðið mætti Badel frá Zagreb í Króatíu í úrslitum og sigraði örugglega, 30:20, á heimavelli í fyrri leiknum - og var það fyrst og fremst stórbrotin frammistaða Svíans í markinu sem gerði það að verkum að sigurinn var svo stór. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 261 orð

SVÍAR leika

SVÍAR leika gegn Ungverjumí Búdapest í undankeppin Evrópumóts landsliða í kvöld. Svíar verða án Brolins og Henriks Larssons, sem eru meiddir og einnig án Martins Dahlins og Joakims Björklunds sem taka út leikbann. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 95 orð

Tútskíjn með

ALEXANDR Tútskíjn, vinstrihandar skyttan frábæra, sem lengi var talinn besti handknattleiksmaður heims þegar hann var upp á sitt besta í eftirminnilegu liði fyrrum Sovétríkjanna, lýsti því yfir um helgina að hann ætlaði sér að vera með Hvít-Rússum á HM á Íslandi í næsta mánuði. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 106 orð

Tútskíjn með á HM

26. apríl 1995 | Íþróttir | 363 orð

Ætlaði að standa mig

Jóhann Ingi Gunnarsson sér um sálfræðilegu þjálfunina hjá íslenska landsliðinu og var kátur eftir sigurinn gegn Dönum í gærkvöldi. "Þetta er rosaleg breyting frá Svíaleiknum. Strákarnir trúðu því sem þeir voru að gera en það er mikilvægt að menn trúi að allt sem er verið að æfa skili sér í HM. Svíaleikurinn var mikill lærdómur fyrir hópinn og hann skerpti á mönnum að þessu sinni. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 200 orð

(fyrirsögn vantar)

STEPHEN Hendry frá Skotlandi tryggði sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í snóker með því að vinna Englendinginn Ronnie O'Sullivan 13-8. Hendryá því möguleika á að verða heimsmeistari í fimmta sinn á sex árum. Meira
26. apríl 1995 | Íþróttir | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍSHOKKÍ/HM Morgunblaðið/Reuter Rússar burstuðu SvisslendingaRÚSSAR unnu Svisslendinga 8:0 á HM í íshokkí sem fram fer í Svíþjóð í gærkvöldi. Rússneska liðið varð þó fyrir áfalli því framherjinn Oleg Belov meiddist og leikur ekki fleiri leiki íkeppninni. Meira

Úr verinu

26. apríl 1995 | Úr verinu | 172 orð

Aflaverðmæti 3,5 milljarðar á 20 árum

SKUTTOGARINN Haraldur Böðvarsson AK 12 verður 20 ára á þessu ári. Á þeim 20 árum, sem hann hefur verið gerður út af eigendum sínum HB hf. er aflinn orðinn 78.677 tonn og framreiknað aflaverðmæti 3,5 milljarðar. Samkvæmt því má áætla útflutningsverðmæti afurða unninna úr afla hans upp á 7 milljarða króna. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 149 orð

Ari kjörinn í stjórn SÍF

ARI Þorsteinsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri, var kosinn í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf. á aðalfundi félagsins sl. föstudag. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 169 orð

Ásgeir Þór Jónsson stjórnarformaður í Ósvör

ÞRÍR nýir menn voru kosnir í stjórn útgerðarfélagsins Ósvarar hf. í Bolungarvík á hluthafafundi sem nýlega var haldinn í þeim tilgangi að afturkalla umboð fyrri stjórnar og kjósa nýja. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur ákveðið að selja hlut sinn í félaginu til Bakka hf. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 562 orð

ESB enn í vanda þrátt fyrir grálúðusamning

ÞÓTT deilum Kanada og Evrópusambandsins, ESB, sé lokið með undirritun samkomulags eiga ESB-ríkin sjálf eftir að leysa úr ýmsum vandamálum varðandi það sín í milli. Er þar helst að nefna hvernig skipta skuli grálúðukvótanum á milli Spánverja og Portúgala, Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 146 orð

Framboð á fiski eykst

FRAMBOÐ á sjávarafurðum í heiminum hefur farið vaxandi undanfarin ár og náði hámarki 1993 í rúmlega 101 milljón tonna samkvæmt nýjustu tölum frá FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Aukningin er fyrst og fremst tilkomin vegna aukins eldis á ýmis konar fiski og skeldýrum. Aukningin milli ára er um 3,3 milljónir tonna. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 61 orð

GOTAN SÖLTUÐ

26. apríl 1995 | Úr verinu | 59 orð

GOTAN SÖLTUÐ

SJÓMENN halda víða þeim góða gamla sið að hirða gotuna á hryngingartímanum. Hrognin hefur áhöfnin oftast fyrir sig, en þau eru söltuð í tunnur úti á sjó og síðan seld til vinnslu, þegar í land kemur. Sigurjón Helgason, skipverji á Árbaki EA, stendur hér yfir fullri tunnu af hrognum, en nú fer þeirri vertíð að ljúka. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 816 orð

Hvað er fiskverð?

ALLTAF er hægt að deila um fiskverð. Fiskverð ræðst af framboði og eftirspurn, þegar um er að ræða verslun milli tveggja óskyldra aðila, þ.e. veiðiskips annarsvegar og fiskkaupanda hinsvegar. En þá er hægt að fá verð sem er hærra en þegar landað er í vinnslu hjá útgerðinni, því þá er oftast um að ræða fast verð sem er ekki í neinu samræmi við það sem fæst í gegnum fiskmarkaði. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 1105 orð

Hæg en stöðug aukning á sölu íslenzkrar bleikju í Bandaríkjunum

BANDARÍKIN eru erfiður markaður fyrir eldisbleikju og kostnaður við markaðssetningu er hár en bestu hugsanleg gæði og stöðlun framleiðslunnar gefur það verð sem þarf. Þetta kemur fram í erindi eftir Marion Kaiser forstjóra Aquanor Marketing í Boston sem flutt var á ráðstefnu um bleikjueldi á Íslandi sem haldin var á dögunum en fyrirtækið hefur unnið að markaðssetningu á bleikju vestan hafs í Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 494 orð

Japanir ekki byrjaðir að kaupa úthafskarfa

JAPANIR halda enn að sér höndum við kaup á úthafskarfa. Miklar birgðir hafa verið af Rússakarfa þar í landi og talið er að kaupendur hafi verið að bíða með kaup til að skapa sér betri samningsstöðu þar sem búist hefur verið við mikilli sóknaraukningu í karfann. Það sem af er vertíð hefur hins vegar verið minni afli en á sama tíma undanfarin ár. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 128 orð

Japan í banni hjá ESB

SNEMMA í apríl ákvað Evrópusambandið, ESB, að banna allan innflutning sjávarafurða frá Japan en þá höfðu eftirlitsmenn sambandsins úrskurðað, að hreinlætisaðstæður hjá sex japönskum framleiðendum fyrir Evrópumarkað væru ónógar. Átti það sérstaklega við um eina hörpudiskvinnslu í Norður-Japan. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 311 orð

JC-hreyfingin dreifir myndefni um hval- og selveiðar í erlenda skóla

JC-HREYFINGIN á Íslandi hefur hrundið úr vör söfnun á fé vegna dreifingar 10.000 eintaka af kvikmyndum Magnúsar Guðmundssonar til erlendra menntastofnana, einkum Bandarískra háskóla. Myndir Magnúsar fjalla um baráttu íbúa ýmissa landa, einkum á norðurhvelinu fyrir því að fá að veiða sjávarspendýr, hvali og seli. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 230 orð

Margir sýna í Brussel

MIKIL þátttaka verður á Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel í Belgíu nú fyrrihluta maímánaðar. Þetta er þriðja árið, sem sýningin er haldin og er hún nú tvöfalt stærri en fyrsta árið og verður gólfflötur hennar um 16.000 fermetrar. Skotar eru með stærsta sýningarsvæðið, en þátttaka Íslendinga er einnig umtalsverð. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 563 orð

Mikil þátttaka á sýningu í Brussel

MIKIL þátttaka verður á Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel í Belgíu nú fyrrihluta maímánaðar. Þetta er þriðja árið, sem sýningin er haldin og er hún nú tvöfalt stærri en fyrsta árið og verður gólfflötur hennar um 16.000 fermetrar. Skotar eru með stærsta sýningarsvæðið, en þátttaka Íslendinga er einnig umtalsverð. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 808 orð

Minna var selt á Fiskmarkaði Suðurnesja en verðmæti meiri

SALA á Fiskmarkaði Suðurnesja á síðasta ári varð heldur minni en árið áður, en verðmæti selds fiskafla jukust. Samráttur í magni reyndist um 2% en heildarverðmæti jókst um 9%. Það, sem af er þessu ári, eru breytingar litlar í heildina frá sama tíma í fyrra. Hins vegar hefur sala á þorski dregizt saman um 45% og sala á ufsa er einni mun minni nú. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 355 orð

Ný sjálfvirk þvottavél fyrir fiskikassa- og kör

NÝ sjálfvirk þvottavél fyrir fiskikassa er nú komin á almennan markað. Vélin er hugarsmíð Alexanders Sigurðssonar, vélahönnuðar til 30 ára. Vélsmiðja Húnvetninga hefur hafið framleiðslu á henni og er þegar komin nokkur reynsla á hana en Óðinn vélar hf., Nýbýlavegi 20, Kópavogi, mun annast sölu á vélinni. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 361 orð

Páskastopp

PÁSKASTOPPIÐ setur svip sinn á sjósókn um þesar mundir. Aðeins 26 bátar stærri en 10 tonn lönduðu afla í síðustu viku og svipaða sögu er að segja af annarri sjósókn. Grásleppuveiðar eru leyfðar í páskastoppi, en þær hafa farið afar hægt af stað, dauft hefur verið yfir úthafskarfaveiði og óvenju fá skip voru á rækju í síðustu viku. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 362 orð

Páskastopp

26. apríl 1995 | Úr verinu | 80 orð

R SKÓLA Á SJÓINN

26. apríl 1995 | Úr verinu | 313 orð

Síldarhrogn á þara rándýr vara í Japan

NORÐMENN gera sér vonir um, að síldarhrogn á þarablaði geti orðið nýr útflutningur til Japans. Þar í landi er þessi réttur kallaður Kazunokokombu og í Tókýó er hann seldur á hvorki meira né minna en 6.500 kr. kílóið. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 158 orð

Smjörsteikt rauðspretta með ferskum ávöxtum

RAUÐSPRETTAN er algengur fiskur við Ísland og þykir mörgum hún herramanns matur, en bragðið af henni er nokkuð sérstakt. Rauðsprettuafli við landið er um 10.000 til 12.000 tonn árlega, samkvæmt kvóta og er hún flutt utan með ýmsum hætti, ísuð heil, haus- og skorðskorin, flökuð og í neytendapakkningum. Við Íslendingar erum vanir því að borða hana steikta eða soðna. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 29 orð

TÓGIÐ SPLÆST

26. apríl 1995 | Úr verinu | 27 orð

TÓGIÐ SPLÆST

TÓGIÐ SPLÆST ÞAÐ eru mörg handtökin við sjómennskuna. Magnús Magnússon, skipstjóri á Fanney SH á Grundarfirði er hér að splæsa tógið í langþráðri blíðu fyrir vestan. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 164 orð

Trostan hf. hefur rekstur á Bíldudal

TROSTAN hf. á Bíldudal, nýstofnað fyrirtæki Eiríks Böðvarssonar framkvæmdastjóra á Ísafirði, hefur fengið afhentar eignir Sæfrosts hf. á Bíldudal. Eiríkur hyggst hefja þar rekstur. Eignir Sæfrosts hf. voru slegnar Fiskveiðasjóði á nauðungaruppboði fyrr á árinu. Um er að ræða frystihús með tækjabúnaði og lítilli fiskmjölsverksmiðju. Rekstur Sæfrosts hf. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 176 orð

Um 40% bolfisks á markaðinn

UM 40% alls bolfisks, sem landað hefur verið á Suðurnesjum undanfarin fjögur ár, hafa verið seld á Fiskmarkaði Suðurnesja. Aflinn í heildina hefur farið minnkandi, en markaðurinn hefur nokkurn veginn haldið sama hlutfalli þetta tímabil. Árið 1993 sker sig þó nokkuð úr, en þá lönduðu nánast allir vertíðarbátar í Grindavík fiski sínum inn á markaðinn, en úr því hefur dregið á þessu ári. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 78 orð

ÚR SKÓLA Á SJÓINN

ÞÓRDÍS Þórðardóttir var ekkert að tvínóna við hlutina í kennaraverkfallinu. Hún dreif í túr með frystitogaranum Vestmannaey og er hér önnum kafin við að pakka ýsuflökunum. Henni líkaði svo vel um borð, að þar er hún enn, en skólinn bíður síðari tíma. Að jafnaði eru fjórar stúlkur í áhöfn Vestmannaeyjar, tvær á hvorri vakt og hefur svo verið lengi og reynzt vel. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 952 orð

Vertíðarandinn nær inn í umbúðaframleiðsluna

Vertíðarandinn nær inn í umbúðaframleiðsluna Íslenski umbúðamarkaðurinn nýtur ekki lengur þeirrar fjarlægðarverndar sem hann lengi gerði. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 192 orð

Þorskurinn á 950 krónur í Boston

FISKVERÐ í Bandaríkjunum breytist dag frá degi eftir framboði, en hefur þó farið hækkandi undanfarið. Helst hefur þorskur hækkað og má rekja það til veiðibanns á stórum hluta Georgsbanka. Fiskverð er nú orðið svo hátt að við liggur að almenningur veigri sér við að kaupa fisk. Meira
26. apríl 1995 | Úr verinu | 39 orð

ÞORSKURINN BLÓÐGAÐUR

ÞAÐ er oft meira en nóg að gera á frystitogurunum og taka þá allir til hendinni. Hér hafa þeir brugðið sér í blóðgunina, Björn Guðjónsson, yfirvélstjóri og Þorvaldur Guðmundsson, bátsmaður, en þeir eru á frystitogaranum Vestmannaey VE. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

26. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 313 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
26. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 688 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
26. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 235 orð

Yfirlit: All

Yfirlit: Allvíðáttumikil, en heldur minnkandi 1.045 mb háþrýstisvæði er fyrir norðan land og þaðan hæðarhryggur suðvestur á Grænlandshaf. Spá: Austlæg og norðaustlæg suðaustan, kaldi en stinningskaldi norðvestantil á landinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.