Greinar fimmtudaginn 4. maí 1995

Forsíða

4. maí 1995 | Forsíða | 137 orð

Íhaldsmenn hart gagnrýndir

ÁÆTLANIR bresku ríkisstjórnarinnar um að skattleggja atvinnulausa húseigendur vöktu hörð viðbrögð í gær, daginn fyrir sveitarstjórnarkosningar þar í landi. Kemur það sér einkar illa fyrir John Major forsætisráðherra þar sem kosningarnar kunna að ráða úrslitum um pólitíska framtíð hans. Meira
4. maí 1995 | Forsíða | 178 orð

Keðjugengi endurreist í Alabama

KEÐJUGENGI, refsifangar hlekkjaðir saman til vinnu utan fangelsismúra, birtust á ný í gær í Alabama, í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Þykir það til marks um herta stefnu bandarískra ráðamanna gagnvart glæpastarfsemi og ásetning þeirra að sýna skattgreiðendum í verki, að ekki er dekrað við glæpamenn. Meira
4. maí 1995 | Forsíða | 330 orð

Serbar í Króatíu fallast á vopnahlé

LEIÐTOGAR Serba í Króatíu féllust á vopnahlé í gær eftir að hafa haldið áfram eldflaugaárásum á Zagreb til að hefna árásar Króata inn á yfirráðasvæði þeirra. Yasushi Akashi, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, samdi drög að vopnahléssamkomulaginu og sagði að tryggja ætti að serbneskir hermenn og óbreyttir borgarar fengju að fara frá Vestur-Slavoníu undir vernd friðargæsluliða til Bosníu. Meira
4. maí 1995 | Forsíða | 310 orð

Sigur blasir við Chirac eftir jafntefli í kappræðu

FRANSKIR stjórnmálaskýrendur voru á einu máli í gær, um að jafntefli hefði orðið í sjónvarpskappræðum forsetaframbjóðendanna, Jacques Chiracs borgarstjóri í París og sósíalistans Lionels Jospins, í fyrrakvöld. Það væri sama og ósigur fyrir Jospin sem verið hefði 8-10% prósentustigum fylgisminni en Chirac fyrir einvígið. Meira

Fréttir

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 328 orð

18 stúlkur keppa um titilinn

FEGURÐARSAMKEPPNI Íslands 1995 verður haldin á Hótel Íslandi miðvikudaginn 24. maí nk. 18 stúlkur taka þátt í keppninni og koma þær víðs vegar af landinu. Keppnin verður með nokkuð öðru sniði en áður. Keppnin mun styðja baráttuna gegn alnæmi með fjárframlögum. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

255 millj. tap á gjaldþroti Saltfélagsins

SKIPTUM er lokið í þrotabúi Íslenska saltfélagsins hf., sem varð gjaldþrota 4. maí í fyrra. Alls var lýst 267 millj. kr. kröfum í búið en rúmum 12 milljónum króna var úthlutað til kröfuhafa. 12 milljónirnar runnu allar til forgangskröfuhafa og nægðu fyrir 37% höfuðstóls þeirra krafna, sem samkvæmt því námu alls um 32 milljónum króna. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

30 lágu á göngum

RÚMLEGA 30 sjúklingar þurftu að liggja á göngum Borgarspítalans dag einn fyrir skömmu. Sama dag vantaði 54 vaktir hjúkrunarfræðinga. Rekstur spítalans er á öryggismörkum að sögn Sigríðar Snæbjörnsdóttur hjúkrunarforstjóra. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

900 bátar og skip á sjó

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

900 bátar og skip á sjó

SJÓSÓKN í gær var sú mesta, það sem af er þessu ári. Um hádegisbilið voru 770 bátar á sjó samkvæmt upplýsingum Tilkynningarskyldunnar, en þar á bæ töldu menn að alls kæmu um 900 bátar og skip á skrá frá upphafi gærdagsins til loka hans. Krókabátar voru fjölmennir á sjó, enda trillukarlar óþolinmóðir eftir langvarandi banndaga og ógæftir. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 300 orð

Aldrei kvartað undan hanagali fyrr

"ÉG FÉKK hænurnar og hanana í kaupbæti með húsinu. Hérna hafa verið hænsni í mörg ár og ég ætla mér að hafa þau áfram. Það hefur aldrei verið kvartað fyrr en nú, en þá heyrðist gal í öðrum hananum, þar sem gleymst hafði að loka hlera, svo hann komst út í netgirðingu," segir Hafþór Kristjánsson, íbúi við Hverfisgötu 8 í Hafnarfirði. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 287 orð

Allsherjarstríð ólíklegt í Króatíu

ÞRÁTT fyrir eldflaugaárásirnar á Zagreb telja stjórnarerindrekar í króatísku höfuðborginni ólíklegt að Serbar hætti á allsherjarstríð gegn stjórnarhernum í Króatíu. Króatar hafa stóreflt her sinn frá stríðinu árið 1991 þegar Serbar náðu þriðjungi landsins á sitt vald og stjórnarerindrekarnir sögðu ólíklegt að serbnesku hersveitirnar treystu sér til að heyja stríð gegn honum. Meira
4. maí 1995 | Landsbyggðin | 148 orð

Almenningsíþróttadeild í Hveragerði

Hveragerði-Almenningsíþróttadeild var stofnuð við Íþróttafélagið Hamar, Hveragerði, nýverið. Tilgangur deildarinnar er að skapa vettvang fyrir fólk til íþróttaiðkunar sem ekki vill takast á við harðar æfingar annarra deilda. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 38 orð

Alþingi sett 16. maí

FORSETI Ísland hefur að tillögu forsætisráðherra stefnt Alþingi saman til fundar þriðjudaginn 16. maí næstkomandi. Athöfnin hefst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni nefndan dag kl. 13.30 og verður Alþingi sett að henni lokinni. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 40 orð

Alþingi sett 16. maí

4. maí 1995 | Landsbyggðin | 189 orð

Alþýðuskólinn á Eiðum sameinast Menntaskólanum á Egilsstöðum

Egilsstöðum-Alþýðuskólinn á Eiðum hefur sameinast Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nokkur fækkun hefur orðið á aðsókn nemenda í Alþýðuskólann á síðustu árum, en á meðan hafa ekki allir komist að hjá Mennstaskólanum á Egilsstöðum, sem sótt hafa um skólavist. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 293 orð

Áform um að hefja karfavinnslu á ný

SKAGFIRÐINGUR hf., Fiskiðja Sauðárkróks hf. og Djúphaf hf. hafa verið sameinuð í eitt fyrirtæki. Einar Svansson hefur stýrt fyrirtækjunum og verður framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis. Fyrirtækið verður rekið undir nafninu Fiskiðjan Skagfirðingur og eru starfsmenn um 250. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 282 orð

Árbæjarsafn eignast fágæt landbúnaðartæki

ÁRBÆJARSAFNI hafa verið gefnir tveir hestvagnar, herfi, plógur og handverkfæri frá búskapartíð í Vatnsmýrinni. Helgi Sigurðsson, safnvörður, segir gjöfina sérstaklega ánægjulega því sams konar tæki og stærri tækin hafi ekki verið til á safninu. Helgi segir að um dæmigerð millistríðsára landbúnaðartæki sé að ræða. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 239 orð

Barátta gegn reykingum unglinga

ELLEFTI reyklausi dagurinn á vegum Tóbaksvarnarnefndar er í dag, 4. maí. Ragnhildur Zo¨ega, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, segir þema dagsins af hverju unglingar byrji að reykja. Tveir unglingar byrja að reykja á hverjum degi að meðaltali. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Beiðni um uppgröft hafnað

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Beiðni um uppgröft hafnað

SÝSLUMAÐURINN á Höfn hefur hafnað beiðni lögfræðings um að grafnar verði upp líkamsleifar manns, til að færa sönnur á hverjir lögerfingjar hans séu. Í málinu er tekist á um hvort hinn látni hafi verið faðir tiltekinnar konu og þar með afi barna hennar, sem nú gera tilkall til arfs eftir hann. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 551 orð

Borgarráð samþykkir breytta stjórnsýslu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra til borgarráðs um stjórnsýslu borgarinnar. Gert er ráð fyrir að stjórnsýslunni verði skipt í fjögur svið, stjórnsýslu og atvinnumál og fjármál sem heyri undir borgarritara. Menningar-, uppeldis- og félagsmál, framkvæmdir og skipulag, sem heyri undir borgarstjóra. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Borgarspítali 30 lágu á göngum

4. maí 1995 | Smáfréttir | 136 orð

BREYTING hefur orðið á starfsemi Ljósmyndarans í Mjóddinni. J

BREYTING hefur orðið á starfsemi Ljósmyndarans í Mjóddinni. Jóhannes Long ljósmyndari hefur flutt sig um set og opnað ljósmyndastofu í Ásholti 2, gengið inn frá Laugavegi. Aðaláhersla er lögð á svart/hvítar portrett-myndatökur, fyrirtækjaþjónustu, hópmyndir o.fl. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 146 orð

Brittan sakar Kanada um "fallbyssubátadiplómatí"

JEAN Chrétien aflýsti í gær fyrirhuguðum fundi sínum með Sir Leon Brittan, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, vegna ummæla þess síðarnefnda um að Kanada hefði beitt "fallbyssubátadiplómatí" í fiskveiðideilunni við ESB. Meira
4. maí 1995 | Landsbyggðin | 175 orð

Byggt við gistihús Mosfells á Hellu

Í gistihúsinu við Þrúðvang eru fyrir 20 herbergi og borðsalur fyrir 100 manns. Á sumarhúsasvæði Mosfells eru 25 hús af mismunandi stærð með svefnaðstöðu fyrir 90 manns og þar eru einnig matsalir fyrir 100 manns og góð aðstaða fyrir tjaldgesti. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Dýrasta teppið fór á 135 þús. kr.

PERSNESKT Nain með silki, 360X240 cm, var slegið á 135.000 kr. á fyrsta teppauppboði, sem Gallerí Borg antik hélt í fyrrakvöld í húsnæði verslunarinnar við Faxafen. Annað teppi, Kasmir Kechan með mynstrinu "Lífsins tré", 315X213 cm, var slegið á 102.000 krónur. Önnur teppi og mottur voru slegin á bilinu 7.000-97.000 kr. en matsverð þeirra var 15.000- 330.000 kr. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 452 orð

Fjármálaráðuneytið telur ekki um mismunun að ræða

INDRIÐI H. Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, vísar þeirri fullyrðingu Baldvins Valdimarssonar, framkvæmdastjóra Viking hf. á Akureyri, á bug að ríkið niðurgreiði innfluttan bjór. Baldvin sagði í Morgunblaðinu í gær að ríkið greiddi götu innflutts bjórs á óeðlilegan hátt, m.a. með fyrirkomulagi á flutningi. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 743 orð

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7 Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Forseti Íslands flytur ávarp

FORSETI Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður viðstödd upphaf kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking, sem hefst 4. september næstkomandi. Frú Vigdís mun flytja ræðu við setningu ráðstefnunnar, en á ráðstefnunni verður jafnframt lögð fram skýrsla sem hún flutti á kvennaráðstefnu Evrópuráðsins í febrúar síðastliðnum og verður hún framlag Evrópuráðsins á ráðstefnunni. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fyrirlestur um sjálfsvíg

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fyrirlestur um sjálfsvíg

NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, gengst fyrir fyrirlestri um sjálfsvíg í Gerðubergi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur, mun fjalla í fyrirlestri sínum um sjálfsvíg ungs fólks og áhrif þess á aðstandendur. Einnig mun hann vitna í rannsókn sem gerð hefur verið á vegum Landlæknisembættisins. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 518 orð

Gæti komið til mjólkurskorts í lok næstu viku

KOMI verkfall mjólkurfræðinga til framkvæmda eru horfur á að skortur verði á mjólkurvörum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í lok næstu viku. Möguleikar Mjólkur-samsölunnar í Reykjavík og Mjólkursamlags KEA til að bregðast við verkfallinu eru takmarkaðir því að mjólkurfræðingar hafa boðað yfirvinnubann frá og með næsta föstudegi. Meira
4. maí 1995 | Landsbyggðin | 175 orð

Handverk í Grundarfirði

Grundarfirði-Þrátt fyrir allt er lífið í Grundarfirði ekki eintómur fiskur. Ef grannt er skoðað leynist hérna framleiðslustarfsemi sem ekki heyrir undir fisk. Fyrirtækið "Ingi Hans Handverk" er dæmi um þetta, en þar eru smíðaðir verðlaunagripir og sérsmíðuð gjafavara. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Hádegisverðarfundur um matvælamarkaðinn í Bandaríkjunum

AMERÍSK-íslenska verslunarráðið heldur hádegisverðarfund fimmtudaginn 4. maí á Háteigi í Grand Hótel í Sigtúni 38. Þar fjalla Magnús Gústafsson, forstjóri Iceland Seafood Corporation og fyrrverandi formaður Íslensk- ameríska verslunarráðsins í Bandaríkjunum, um efnið: Matvælamarkaðurinn í Bandaríkjunum - staða íslenskra fyrirtækja, horfur og möguleikar. Fundurinn stendur milli kl. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 301 orð

Heiti sígauna breytt

4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 298 orð

Heiti sígauna breytt RÚMENSKA stjórnin hefur b

RÚMENSKA stjórnin hefur breytt opinbera heitinu á sígaunum. Kallast þeir nú "Tigan", sem er bein þýðing á orðinu sígauni í stað "Romani" til að koma í veg fyrir að þeim verði ruglað við Rúmena. Sígaunaleiðtogar hafa sagt þessa breytingu ætlaða til að ýta undir mismunun og sé niðurlægjandi fyrir sígauna. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 1788 orð

Hlutverkaskipti í kurteislegum kappræðum

Undanfarna tvo áratugi hafa kappræður frambjóðendanna tveggja fyrir síðari umferð forsetakosninganna gegnt lykilhlutverki í kosningabaráttunni. Þrátt fyrir allt hafa þó ekki nema fjórar slíkar umræður farið fram undanfarið 21 ár, þar sem kjörtímabil Frakklandsforseta er sjö ár. Allt í föstum skorðum Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Hnífsdælingar hittast á Sögu

HNÍFSDÆLINGAR, búsettir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, ætla að koma saman á Hótel Sögu föstudaginn 12. maí. Hátíð Hnífsdælinga hefst með borðhaldi kl. 20 en húsið verður opnað kl. 19. Miðar verða seldir á Mímisbar Hótels Sögu laugardaginn 6. maí milli kl. 14 og 18. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hnífsdælingar hittast á Sögu

4. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 176 orð

Íslandsmót í dorgveiði

ÍSLANDSMÓT í dorgveiði verður haldið í Ólafsfjarðarvatni helgina 6.­7. maí næstkomandi. Mótið er liður í hátíðahöldum vegna fimmtíu ára afmælis Ólafsfjarðarkaupstaðar sem er á þessu ári. Mjög verður vandað til mótsins í tilefni af afmælinu. Keppt verður á laugardegi og sunnudegi í tveimur flokkum, unglinga og fullorðinna, og eru vegleg verðlaun í boði. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 53 orð

Kaldir hverir

Í RÚMENÍU finnast mjög sérstæð, jarðfræðileg fyrirbæri, sem kölluð eru "eldfjöll" þótt þau séu ekki nema frá einum metra og upp í tíu metra há. Upp úr þeim vellur eðjan en hún er ekki heit eins á hverasvæðum, heldur köld. Ekki er vitað um neitt þessu líkt annars staðar í Evrópu. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Krísuvíkurskóli

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Krísuvíkurskóli Í DAG fer fram söfnun á Rás 2 til að st

Krísuvíkurskóli Í DAG fer fram söfnun á Rás 2 til að standa straum af framkvæmdum við nýja borholu sem Krýsuvíkursamtökin þurfa áað halda til þess að hita húsnæði sitt. Samtökin voru stofnuðárið 1986 og keyptu skólahúsnæðið ári síðar fyrir 7,2 milljónirtil að reka þar meðferðarheimili. Meira
4. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Kvennaskólaævintýrið vekur mikla lukku

LEIKRIT Böðvars Guðmundssonar, Kvennaskólaævintýrið, sem sýnt hefur verið undanfarnar vikur í Freyvangsleikhúsinu, hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá áhorfendum og hefur verið uppselt á flestar sýningar. Um síðustu helgi voru fjórar sýningar, þar af ein miðnætursýning á laugardagskvöldið. Uppselt var á þá sýningu eins og hinar þrjár. Meira
4. maí 1995 | Miðopna | 1009 orð

Langþráður draumur myndlistarmanna rætist

Upplýsingamiðstöð myndlistar hefur verið sett á laggirnar á Íslandi og hefur verið auglýst eftir starfskrafti til að sinna daglegri framkvæmd verkefnisins. Sólveig Eggertsdóttir sem á sæti í verkefnisstjórn segist í samtali við Orra Pál Ormarsson binda miklar vonir við framtakið enda hafi upplýsingar um íslenska myndlist verið óaðgengilegar til þessa. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 159 orð

Lögreglan leitar enn að félaga McVeighs

TVEIR menn, sem handteknir voru í Missouri í fyrradag og yfirheyrðir vegna vitneskju eða aðildar að hryðjuverkinu í Oklahomaborg, voru látnir lausir í gær. Bandaríska lögreglan leitar enn hugsanlegs samverkamanns Timothy McVeighs en hann er ennþá sá eini, sem grunaður er um ódæðið. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Með vopn úr plasti

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Með vopn úr plasti

LÖGREGLAN í Reykjavík afvopnaði mann í gær, eftir að henni bárust ábendingar um að hann væri gyrtur skammbyssu. Byssan sú reyndist vera leikfang úr plasti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan tekur leikföng af fullorðnum mönnum. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 507 orð

Meginkrafa sjómanna er breytt verðmyndun á fiski

SJÓMANNASAMBAND Íslands og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hafa boðað til verkfalls frá og með miðnætti aðfaranótt 25. maí. Vélstjórafélag Íslands hefur boðað til verkfalls frá hádegi 25. maí. Verkfallið nær til sjómanna á öllum fiskiskipaflotanum utan Vestfjarða. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 151 orð

Meirihluti Svisslendinga vill ESB-aðild

MEIRIHLUTI Svisslendinga vill ganga í Evrópusambandið, samkvæmt könnun sem birt er í vikublaðinu Cash. Alls sögðust 52% svarenda hlynntir aðild, 37% voru andvígir og afgangurinn óákveðinn. Úrtakið var 1.000 manns. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Merkið málað á Höllina

HEIMSMEISTARAKEPPNIN í handknattleik hefst á Íslandi á sunnudaginn en úrslitin ráðast í 88. og síðasta leik keppninnar 21. maí. Leikirnir fara fram á Akureyri, í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík. Íslenska landsliðið leikur alla leiki sína í Laugardalshöllinni og er hún hin glæsilegasta eftir gagngerar breytingar. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Merkið málað á Höllina

4. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Mokfiskur í firðinum

4. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Mokfiskur í firðinum

ÞEIR eru að fá þetta allt upp í fjögur tonn á dag, trillukarlarnir sem róa frá Sandgerðisbótinni á Akureyri en síðustu daga hefur verið einkar líflegt í bótinni. Grétar Gíslason var í gær að mála bátinn sinn en þeir eru margir að dytta að bátunum, gera þá klára fyrir sumarið. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Myndakvöld um Ódáðahraun

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Myndakvöld um Ódáðahraun

EFNI myndakvölds Útivistar fimmtudaginn 4. maí í Fóstbræðraheimilinu verður "Innviðir Ódáðahrauns". Kári Kristjánsson sem starfað hefur sem landvörður í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju sl. sumar mun leiða gesti um Ódáðahraun og gera grein fyrir helstu útgönguleiðum ofanjarðar sem neðan. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 192 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveimur námskeiðum í skyndihjálp. Fyrra námskeiðið hefst sunnudaginn 7. maí kl. 11 og verður kennt til kl. 17. Einnig verður kennt sunnudaginn 14. maí. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 197 orð

Námskeið í skyndihjálp

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 658 orð

Ótvírætt brot á höfundarrétti Á málverkasýningu nýverið voru myndir málaðar eftir ljósmyndum sem birst höfðu opinberlega. Guðjón

KNÚTUR Bruun hrl., lögmaður Myndstefs, hagsmunasamtaka á sviði höfundarréttar að myndverkum, segir að þrjú málverk Jóhönnu Hákonardóttur, sem stundað hefur nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, og hafa verið á sýningu á Kaffi Læk, séu ótvíræð brot á höfundarrétti. Myndirnar málaði Jóhanna eftir ljósmyndum Kristins Ingvarssonar ljósmyndara á Morgunblaðinu sem birst hafa í blaðinu. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 132 orð

Rabin segir Sýrland vilja frið

YITZHAK Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær, að Sýrlandsstjórn hefði fallist á þær meginkröfur Ísraela, að með friðarsamningum milli landanna yrðu landamærin opnuð og stjórnmálaleg samskipti tekin upp. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Reiðhjól hverfa

REIÐHJÓL eru farin að hverfa frá réttmætum eigendum sínum, en á vori hverju fara reiðhjólaþjófar á kreik um leið og sést til hjólanna á ný eftir ófærð vetrarins. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að fingralangir hjólreiðamenn séu augljóslega komnir á stjá í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík, Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Reiðhjól hverfa

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 475 orð

Rekstur spítalans á öryggismörkum

FAGSTJÓRNENDUR Borgarspítalans hitta heilbrigðisráðherra í dag til að gera honum grein fyrir vaxandi vinnuálagi á spítalanum og óviðunandi starfsumhverfi, en að sögn Sigríðar Snæbjörnsdóttur, hjúkrunarforstjóra, er rekstur spítalans nú á öryggismörkum. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 57 orð

Reuter Kaldir hverir

4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 317 orð

Riina fellur vel að mafíuímyndinni

SALVATORE Riina mafíuleiðtogi sýnir engin svipbrigði við réttarhöld sem hófust á þriðjudag yfir honum og ellefu öðrum mafíufélögum. Þykir Riina falla vel að þeirri ímynd mafíuforingja sem kvikmyndir hafa skapað og er þá skemmst að minnast Guðföðurs Marlons Brandos. Félagar Riina á bekk sakborninga eru hins vegar öllu órólegri og sýna sumir merki um að þeir séu að fara á taugum. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 336 orð

Rætt um aðgang blindra að upplýsingum og menningu

Samstarfsnefnd norrænu blindrafélaganna NSK stendur fyrir ráðstefnu um aðgang blindra og sjónskertra að menningu og upplýsingum á Hótel Sögu dagana 4.-7. maí. Blindrafélagið hér á landi sér um undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 241 orð

Síldin veiðist í færeyskri landhelgi

TVEIR færeyskir bátar fengu síld í gær, á milli fimmtu og sjöttu lengdargráða, um fjörutíu mílur sunnan marka færeysku landhelginnar og Síldarsmugunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Útgerðarmannafélagi Færeyja voru það skipin Júpíter og Finnur fríði, sem höfðu fengið sæmilega góð köst. Að minnsta kosti tveir bátar til viðbótar ætla á miðin í dag. Meira
4. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Sjö sækja um að stjórna Giljaskóla

SJÖ umsóknir bárust um stöðu skólastjóra við Giljaskóla, en skólinn tekur til starfa næsta haust í Giljahverfi á Akureyri. Þeir sem sóttu um eru Andri Marteinsson, Hafnarfirði, Garðar Karlsson, Mývatnssveit, Halldóra Haraldsdóttir, Akureyri, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Þelamörk, Jón Einar Haraldsson, Eiðum, Rainer Lorenz Jessen, Akureyri, og Sveinbjörn M. Njálsson, Dalvík. Meira
4. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Sjö sækja um að stjórna Giljaskóla

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 330 orð

Skorað á félög að segja upp samningum

VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur telur að samningsforsendur kjarasamninganna sem undirritaðir voru 21. febrúar síðastliðinn séu brostnar. Á aðalfundi verkalýðsfélagsins sl. fimmtudag var samþykkt áskorun á samtök launafólks að segja upp núgildandi kjarasamningi, þannig að hann verði laus um næstu áramót. Betri samningar einstakra hópa Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Starfsmenntunarsjóður fyrir ungar konur

ÁRSÞING Bandalags kvenna í Reykjavík sem haldið var nýlega samþykkti stofnun Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna. Í fréttatilkynningu segir m.a. að sjóðnum sé ætlað það hlutverk að hvetja og styðja við bakið á ungum konum til þess að leita sér aukinnar menntunar. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

Stjórn ÍS ræðir hlutafjárkaup í FH

ÞAÐ MUN að öllum líkindum ráðast um eða eftir næstu helgi hvort samningar takast á milli eigenda Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og stjórnenda Íslenskra sjávarafurða hf. um hlutafjáraukningu í FH. Stjórn ÍS kemur saman til fundar á morgun og eftir þann fund mun Einar Njálsson, bæjarstjóri og stjórnarformaður FH, ræða við stjórnendur ÍS í Reykjavík um málið. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 110 orð

Stökkbreytingar í veirum

BRESKIR vísindamenn sem rannsaka krabbamein segjast hafa fundið eina af ástæðum þess að leghálskrabbamein vex hratt í sumum konum. Að sögn þeirra nær varnarkerfi líkama sumra kvenna ekki að snúast gegn krabbameinsveirunni vegna þess að í stökkbreyttri gerð hennar er prótín sem svonefndar t-frumur þekkja ekki sem óvin og ráðast því ekki gegn. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 402 orð

Sum ríki tilbúin fyrir árið 2000

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins samþykkti í gær hinn pólitíska hluta "hvítbókar" um skilyrði þau, sem Austur- og Mið-Evrópuríki verða að uppfylla til að geta fengið aðild að sambandinu. Mario Monti, sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórninni, og Hans van den Broek, sem er ábyrgur fyrir utanríkismálum, Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 315 orð

Talsvert mikið ber enn í milli

LAUSN í viðræðum Íslendinga, Norðmanna, Rússa og Færeyinga um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum var ekki í sjónmáli í gærkvöldi þegar fundi lauk í Borgartúni 6 eftir langa setu. Bar þá enn mikið í milli. Hvorki Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra né Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra vildu í gærkvöldi tjá sig um viðræðurnar efnislega. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 386 orð

Telja Mussolini alls ekki njóta sannmælis

ALESSANDRA Mussolini, barnabarn ítalska einræðisherrans Benitos Mussolinis, er 32 ára gamall þingmaður fyrir Napólí, fyrrverandi læknanemi og leikkona. Hún er afar hreykin af ferli afa síns og telur að hann hafi ekki notið sannmælis. "Sagan er rituð af sigurvegurunum. Ítalía tapaði. Það voru gerð mistök en margt var vel gert. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Tólf sækja um stöðu læknis

TÓLF umsóknir bárust um stöðu tryggingayfirlæknis en umsóknarfresturinn rann út 30. apríl síðastliðinn. Umsækjendur eru Gauti Arnþórsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Halldór Baldursson, Hrafn V. Friðriksson, Kristján Baldvinsson, Ólafur Hergill Oddsson, Sigurður Thorlacius, Vigfús Magnússon, Þorsteinn Njálsson og Þórarinn Ólason. Tveir umsækjenda óska nafnleyndar. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Tvær konur í stjórn þingflokks

GEIR H. Haarde var í gær endurkjörinn formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Anna Þórðardóttir var kosin varaformaður og Sólveig Pétursdóttir var kosin ritari þingflokksins. "Það var samstaða um nýja stjórn þingflokksins og allir kjörnir samhljóða," sagði Geir H. Haarde. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Tvær konur í stjórn þingflokks

4. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 325 orð

Um 1.400 íbúar um hverja stöð

SÓTT hefur verið um lóðir eða aðstöðu til að setja upp þrjár bensínstöðvar á Akureyri. Áður hefur aðalskipulagi verið breytt til að hægt yrði að setja bensínstöð upp við Hlíðarbraut þannig að innan tíðar gætu fjórar nýir bensínsölustaðir risið í bænum og yrðu þeir þá ellefu alls. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

ungur fótur í léttri færð

4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 169 orð

Upptaka með Jagger og Richards boðin upp

ELSTA upptaka sem vitað er um með rokkurunum Mick Jagger og Keith Richards verður boðin upp hjá Christie's uppboðinu síðar í mánuðinum og er búist við að allt að 90.000 dalir fáist fyrir hana, um 5,7 milljónir kr. ísl. Upptakan er frá árinu 1961 og er 30 mínútna löng. Á henni eru 13 lög sem sum hver urðu heimsfræg í flutningi Rolling Stones, hljómsveitar Jaggers og Richards, m.a. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 771 orð

Vantar fimm milljónir fyrir borholu

SNORRI Welding fæddist 16. apríl 1947. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og stundaði einnig nám við viðskipta- og lögfræðideild Háskóla Íslands. Hvarf hann síðan frá námi og varð formaður Krýsuvíkursamtakanna árið 1987. Sem stendur er Snorri skráður í nám í sálfræði í félagsvísindadeild Háskóla Íslands með starfinu. Meira
4. maí 1995 | Erlendar fréttir | 71 orð

Yfirmaður Smithsonian hættur

MARTIN Harwit, yfirmaður Smithsonian-safnsins í Washington, hefur hætt störfum. Ástæðan er deila sem upp kom vegna fyrirhugaðrar sýningar á B-29 sprengjuflugvélinni Enola Gay, sem notuð var til varpa kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima í síðari heimsstyrjöld. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Zorbas hjá Grikklandsvinum

4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Zorbas hjá Grikklandsvinum

Á FUNDI hjá Grikklandsvinafélaginu Hellas, sem fram fer fimmtudagskvöldið 4. maí kl. 20.30 í Litlu Brekku, Bankastræti 2, verður fjallað um gríska rithöfundinn Níkos Kazantzakís (1883­1957) og verk hans, einkum söguna um grallarann og ævintýramanninn Alexís Zorbas, sem kom fyrst út árið 1943 og hlaut mikla frægð, ekki síst eftir að hún var kvikmynduð árið 1964 af M. Meira
4. maí 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Þungur fótur í léttri færð

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga, enda segin saga að bensínfótur ökumanna þyngist eftir því sem færðin léttist. Frá þriðjudagsmorgni fram á miðvikudagsmorgun voru yfir 100 ökumenn stöðvaðir fyrir umferðarlagabrot og höfðu flestir farið of geyst. Meira

Ritstjórnargreinar

4. maí 1995 | Leiðarar | 479 orð

REYKUR SJÚKDÓMA OG DAUÐA

REYKUR SJÚKDÓMA OG DAUÐA ANNSÓKNIR vísindamanna og bitur reynslan sýna, að reykingar valda mun meiri og víðtækari skaða á líkamsstarfseminni en áður var talið. Meðal sjúkdóma, sem reykingar valda, eru krabbamein í lungum, munni, koki, vélinda, nýrum og þvagblöðru. Auk þess valda þær hjarta-, heila- og æðasjúkdómum. Meira
4. maí 1995 | Staksteinar | 369 orð

Tollar og viðskiptahindranir

Norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren fjallar í forystugrein um nýlegan tollasamning Noregs og Evrópusambandsins. Ísland og ESB hafa enn ekki samið um tollfrjálsan kvóta fyrir síld og fleiri afurðir. Tollar bitna á mikilvægum afurðum Meira

Menning

4. maí 1995 | Tónlist | 451 orð

Af innri glóð

Verk eftir J.S. Bach, Paganini, Mozart, Ysaye og Sarasate. Sigurbjörn Bernharðsson, fiðla; Kristinn Örn Kristinsson, píanó. Laugardaginn 29. apríl. SIGURBJÖRN Bernharðsson er ekki virtúós. Enn þá. En með sama áframhaldi fer að styttast í það. Ef það er þá markmiðið. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 85 orð

Aukasýning á Fávitanum

4. maí 1995 | Menningarlíf | 81 orð

Aukasýning á Fávitanum AUKASÝNING á Fávitanum eftir Dostojevskí var sunnudaginn 30. apríl sl. og komust færri að en vildu.

AUKASÝNING á Fávitanum eftir Dostojevskí var sunnudaginn 30. apríl sl. og komust færri að en vildu. Þjóðleikhúsið hefur því ákveðið að bæta við einni sýningu enn, fimmtudaginn 4. maí nk. Þetta er 25. sýning en vegna þrengsla í húsinu er ekki hægt að hafa sýningar fleiri þó að full ástæða væri til, því uppselt hefur verið á flestar þeirra. Meira
4. maí 1995 | Tónlist | 388 orð

Árnesingakórinn

Píanóleikari: Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Stjórnandi: Sigurður Bragason. Langholtskirkja, sunnudagurinn 30. apríl 1995. ÁRNESINGAKÓRINN er einn af mörgum átthagakórum sem starfa með miklum blóma í Reykjavík og hefur um árabil haldið sína tónleika í vaxandi sólskini komandi sumars. Sigurður Bragason söngvari hefur stjórnað kórnum og þar unnið upp vel syngjandi kór. Meira
4. maí 1995 | Tónlist | 281 orð

Ástríðuþrunginn flutningur

Óperan La traviata eftir Verdi. Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Kolbeinn Ketilsson og Bergþór Pálsson. Hljómsveitarstjóri: Garðars Cortes. Sunnudaginn. 30. apríl, 1995. ÓPERUSÝNING er margbrotið fyrirbæri er byggist á góðri tónlist, góðum söng, góðum leik, Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 58 orð

Bollar og bagall

4. maí 1995 | Menningarlíf | 55 orð

Bollar og bagall ÞÓRA Sigurþórsdóttir leirlistarkona opnar sýningu í verslun Jens Guðjónssonar gullsmiðs á Skólavörðustíg 20 í

ÞÓRA Sigurþórsdóttir leirlistarkona opnar sýningu í verslun Jens Guðjónssonar gullsmiðs á Skólavörðustíg 20 í Reykjavík laugardaginn 6. maí. Þóra útskrifaðist úr leirlistardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1990 og hefur undanfarin ár rekið eigin vinnustofu á Álafossi í Mosfellsbæ. Sýningin verður opin á verslunartíma til 28. maí. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 157 orð

Deilt um safn Schönbergs

ERFINGJAR tónskáldsins Arnolds Schönbergs hyggjast flytja safn skjala hans, nótnablaða og húsgagna frá háskóla Suður-Kaliforníu, USC, vegna mikilla deilna sem staðið hafa á milli erfingjanna og háskólans, að sögn The Los Angeles Times. Meira
4. maí 1995 | Tónlist | 370 orð

Fuglsins dæmi

Lög eftir Montani, Kaldalóns, Gunnar Þórðarson, Jóh. Strauss, Magnús Eiríksson, Atla Heimi Sveinsson, Reger, Schubert, Rodgers o.fl. Kvennakór Suðurnesja, undirleikari: Ragnheiður Skúladóttir. Stjórnandi: Sigvaldi Snær Kaldalóns. Sunnudaginn 30. apríl. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 270 orð

Fyrsta bókin um íslenskar kvikmyndir

Á ÞESSU ári eru hundrað ár frá því að fyrsta kvikmyndin var sýnd í heiminum. Þess er minnst víða um heim með alls konar uppákomum og hér á landi verður mikið um að vera, þegar líða tekur á árið. Í undirbúningi er farandsýning gamalla íslenskra kvikmynda, bæði heimildarmynda og leikinna kvikmynda. Þar á meðal er mynd eftir sögu Indriða G. Meira
4. maí 1995 | Myndlist | 1065 orð

Hið ólgandi flæði

ÞAÐ eru ýmsar spurningar sem vakna við skoðun málverka Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Spurningar sem koma ekki almennri umfjöllun og listrýni við heldur vísa til fortíðar og þeirrar þróunar sem átti sér stað á fimmta og sjötta áratugnum og nefnt hefur verið tímabil abstrakt málverksins. Meira
4. maí 1995 | Tónlist | 285 orð

Hver á sér fegra...

Drengjakór Laugarneskirkju. Undirleikari: Ástríður Haraldsdóttir. Stjórnandi: Friðrik S. Friðriksson. Laugarneskirkja, mánudaginn 1. maí, 1995. DRENGJAKÓR Laugarneskirkju er eini starfandi drengjakór landsins og hefur hann þegar getið sér gott orð fyrir góðan söng. Meira
4. maí 1995 | Fólk í fréttum | 295 orð

Í þá gömlu góðu daga

4. maí 1995 | Fólk í fréttum | 284 orð

Í þá gömlu góðu daga

MARGIR kölluðu hátíðina sem haldin var á Hótel Íslandi á sunnudag undir yfirskriftinni "Í þá gömlu góðu daga" knattspyrnuveislu aldarinnar. Veislustjóri var Hermann Gunnarsson en tónlistarstjóri Rúnar Júlíusson. Kvöldið hófst á því að Halldór Einarsson bauð gesti velkomna og setti hátíðina en auk þess ávörpuðu þeir Bjarni Guðnason, Ellert B. Schram og Magnús V. Pétursson gesti. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 106 orð

Kertalog á Hvolsvelli

4. maí 1995 | Menningarlíf | 101 orð

Kertalog á Hvolsvelli LEIKFÉLAG Rangæinga er nú að setja upp annað leikverkið á þessu leikári, leikrit Jökuls Jakobssonar,

LEIKFÉLAG Rangæinga er nú að setja upp annað leikverkið á þessu leikári, leikrit Jökuls Jakobssonar, Kertalog, og verður frumsýning í kvöld 4. maí kl. 20.30. Sýnt er í húsi saumastofunnar Sunnu á Hvolsvelli. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 140 orð

Náttúrustemmningar Nínu

NÚ líður að lokum sýningar á afstraktmyndum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Á sýningunni má sjá margar helstu afstraktmyndir listakonunnar en kveikjan að þeim er íslensk náttúra. Myndirnar gerði hún á árunum 1957- 1967, síðasta áratuginn sem hún lifði, en hún lést árið 1968, aðeins 55 ára að aldri. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 143 orð

Náttúrustemmningar Nínu

4. maí 1995 | Menningarlíf | 177 orð

Ný alþjóðleg bókaverðlaun

ÁKVEÐIÐ hefur verið að koma á fót nýjum alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum, sem verða afhent í fyrsta sinn á næsta ári. Það eru írskir bókasafnsfræðingar í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Impac, sem standa að verðlaununum, sem nema um 10 milljónum ísl. kr. Frá þessu var sagt í norska blaðinu Aftenposten. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 354 orð

Pólskur hljómsveitarstjóri og japanskur einleikari

TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitarinnar verða í Háskólabíói í kvöld, 4. maí, kl. 20. Hljómsveitarstjóri er Jerzy Maksymiuk, einleikari Izumi Tateno. Á efnisskrá eru Benjamin Britten: Prelúdía og fúga. Aram Khatsjatúrjan: Píanókonsert. Ludvig van Beethoven: Sinfónía nr. 4. Hljómsveitarstjórinn Jarzy Maksymiuk er fæddur í Póllandi. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 48 orð

Rangæingakórinn með afmælistónleika AFMÆLISTÓNLEIKAR Rangæingakórsins í Reykjavík verða haldnir í Fella- og Hólakirkju,

AFMÆLISTÓNLEIKAR Rangæingakórsins í Reykjavík verða haldnir í Fella- og Hólakirkju, fimmtudaginn 4. maí kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög. Meira
4. maí 1995 | Fólk í fréttum | 169 orð

Regnboginn sýnir myndina Austurleið

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á gamanmyndinni Austurleið eða "Wagons East". Í aðalhlutverki er John Candy, en þetta var síðasta mynd kanadíska gamanleikarans. Einnig leikur grínistinn Richard Lewis og leikstjóri er Peter Markle. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 147 orð

Samkór Oddakirkju með tónleika

SAMKÓR Oddakirkju var stofnaður í janúar s.l. en hann skipa 46 manns víðs vegar úr Rangárvallasýslu, úr Fljótshlíð, V-Landeyjum, Hvolsvelli, Rangárvallahreppi og Holta- og Landsveit. Stjórnandi kórsins er Halldór Óskarsson. Kórinn stefnir á utanlandsferð í apríl á næsta ári og er ferðinni heitið til Edinborgar í Skotlandi. Meira
4. maí 1995 | Fólk í fréttum | 471 orð

Skrítin samsuða

BRESKI rokkarinn Micky Jupp mun halda ferna tónleika á Kaffi Reykjavík frá og með kvöldinu í kvöld og fram á sunnudagskvöld. Hann hefur einu sinni áður komið hingað til lands, en það var árið 1993 þegar hann fór í tveggja vikna tónleikaferð um landið. Jupp er spurður hvernig standi á því að hann venji komur sínar til Íslands. Meira
4. maí 1995 | Fólk í fréttum | 480 orð

Skrítin samsuða

4. maí 1995 | Menningarlíf | 154 orð

Sögur handa unglingum

4. maí 1995 | Menningarlíf | 74 orð

Söngfélag Skaftfellinga og Húnakórinn SÖNGFÉLAG Skaftfellinga og Húnakórinn halda tónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 6.

SÖNGFÉLAG Skaftfellinga og Húnakórinn halda tónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 6. maí kl. 16. Stjórnandi Söngfélagsins er Violeta Smid, en stjórnandi Húnakórsins Sesselja Guðmundsdóttir. Undirleikari kóranna er Pavel Smid. Á efnisskrá kóranna eru innlend og erlend kórlög ásamt dægurlögum. Kórarnir syngja bæði hvor í sínu lagi og saman. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 89 orð

Tónleikar barna- og stúlknakórsins Seljakirkju BARNA- og stúlknakór Seljakirkju er nú að ljúka 3. starfsárinu, en kórinn var

BARNA- og stúlknakór Seljakirkju er nú að ljúka 3. starfsárinu, en kórinn var stofnaður í september 1992. Kórinn heldur lokatónleika föstudaginn 5. maí kl. 20 í Seljakirkju. Fram koma bæði yngri og eldri deild. Yngri deild er skipuð börnum á aldrinum 6-9 ára, en eldri deild stúlkum á aldrinum 10-14 ára. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 76 orð

Tónleikar í Hafnarfirði

4. maí 1995 | Menningarlíf | 73 orð

Tónleikar í Hafnarfirði VORTÓNLEIKAR strengjadeildar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða í kvöld kl. 20 í Hafnarborg, þar sem

VORTÓNLEIKAR strengjadeildar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða í kvöld kl. 20 í Hafnarborg, þar sem bæði yngri og eldri sveitir skólans leika. Fimmtudaginn 4. maí verða síðan tónleikar söngdeildarinnar og eru þeir líka í Hafnarborg kl. 20. Föstudaginn 5. maí eru síðan vortónleikar forskólans í Hafnarborg. Þeir hefjast kl. 20 en á tónleikunum verður m.a. Meira
4. maí 1995 | Menningarlíf | 91 orð

Vorsveifla Kvennakórsins

4. maí 1995 | Menningarlíf | 89 orð

Vorsveifla Kvennakórsins KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur vortónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 20.30 og á laugardag kl. 17.

KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur vortónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 20.30 og á laugardag kl. 17. Auk kórfélaga koma fram smærri hópar, þ.m.t. Vox Feminae og Gospelsystur ásamt Signýju Sæmundsdóttur sópran. Svana Víkingsdóttir leikur undir á píanó. Meira

Umræðan

4. maí 1995 | Aðsent efni | 1361 orð

Félögin vilja ekki gefa umbeðnar upplýsingar

SVO sem athugulum lesendum Morgunblaðsins er kunnugt hafa fyrirsvarsmenn vátryggingafélaga átt erfiða daga hér á síðum blaðsins eftir að Hæstiréttur staðfesti með dómi 30. mars sl., að svonefndar verklagsreglur þeirra frá nóvember 1991 um fjártjón slasaðra manna ættu enga stoð í lögum. Grein minni þann 22. apríl sl. Meira
4. maí 1995 | Velvakandi | 779 orð

Hinn mildi maður

Á meðan fulltrúinn afgreiddi málefni okkar á sinn kvenlega hátt, með því að benda á vegvillur okkar í smáa letrinu og með því að ítreka fyrir forsvara okkar hina sjálfsögðu refsingu, þá sátum við vindhanarnir frammi á gangi og hlustuðum á vísindalegar niðurstöður mælinga á heilastarfsemi karla og kvenna. Meira
4. maí 1995 | Velvakandi | 546 orð

Hugleiðingar í tilefni 1. maí göngunnar

1. MAÍ bernsku minnar stendur upp úr í huga mínum sem sérstakur hátíðisdagur, janfvel meiri hátíð en jólin voru. 1. maí var dagur gleðinnar og samstöðu manna. Þá klæddu allir sig í bestu fötin sín, fengu jafnvel gjarnan ný föt í tilefni dagsins. Svo fylktu þeir liði kringum rauðu fánana. Meira
4. maí 1995 | Aðsent efni | 491 orð

Hvað er snuff eða snus?

Á SAMA tíma og dregið hefur úr reykingum fullorðinna og reyklausum heimilum hefur fjölgað þá hefur tóbaksnotkun unglinga aukist og þá sérstaklega reykingar 15­16 ára stráka. Ástæðurnar eru eflaust margar og sem dæmi má nefna tilkomu bjórsins, auknar reykingar í kvikmyndum og snuff-neyslu. Meira
4. maí 1995 | Velvakandi | 178 orð

Hvað hefur mest áhrif á árangur af fræðslu?

Í KENNARAVERKFALLINU á dögunum féllu mörg þung orð frá kennurum í garð ráðamanna menntamála og núverandi þingmeirihluta vegna skilningsleysis þeirra á gildi peningaútláta til skólamála. Mikið var vitnað til útlanda í þessum efnum og valin dæmi tekin. Meira
4. maí 1995 | Aðsent efni | 617 orð

Karlar eru ekki óvinurinn

Í KJÖLFAR myndunar nýrrar ríkisstjórnar hafa orðið miklar umræður um jafnréttismál og stöðu kvenna innan stjórnmálaflokkanna. Það er út af fyrir sig ánægjulegt, hve fjölmiðlar hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga þó forsendurnar fyrir málflutningi flestra þeirra séu ansi hæpnar. Gömul viðhorf og ný Meira
4. maí 1995 | Aðsent efni | 585 orð

Réttur kjósenda

ALMENNUR kosningaréttur er grundvallaratriði lýðræðisþjóðfélags. Flestir gera sér ljóst hve mikilvægur þessi réttur er og má nánast segja að honum fylgi sú skylda að neyta hans og láta sig með því varða þjóðarhag. Vissulega vegur atkvæði hvers og eins lítið þegar á heildina er litið. Meira
4. maí 1995 | Aðsent efni | 634 orð

Röddin og reykingar

Í ÞEIM áróðri sem við notum gegn reykingum hættir okkur til að gleyma því að einn versti óvinur raddarinnar er reykingar. Þeir unglingar sem ætla að velja lífsstarf eða áhugamál þar sem starfið krefst þess að röddin sé í lagi, ættu að hafa þetta í huga. Góð rödd og reykingar eiga ekki saman. Meira
4. maí 1995 | Aðsent efni | 954 orð

Sérframboð sjálfstæðiskvenna?

STJÓRNARMYNDUN er lokið undir forystu hins farsæla stjórnmálamanns Davíðs Oddssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn vann stóran varnarsigur í kosningunum eftir ríkisstjórnarþátttöku sl. fjögur ár með 25 þingmenn, þar af fjórar konur. Ráðherrastólum hefur verið úthlutað, en enginn stóllinn kom í hlut kvenna í þingliði flokksins. Meira
4. maí 1995 | Aðsent efni | 793 orð

Tóbaksvarnir ­ allra mál

4. MAÍ er reyklaus dagur. Hvað merkir það í raun? Jú, með honum er viðurkennt mikilvægi reykleysis fyrir heilsufar og vellíðan. Alvarlegar afleiðingar tóbaksfíkninnar réttlæta þennan baráttudag um allan heim. Meira
4. maí 1995 | Aðsent efni | 760 orð

Úthafsveiðar á Norður -Atlantshafi

Úthafsveiðar á Norður -Atlantshafi Úthafsveiðar á Norður- Atlantshafi eiga að lúta sameiginlegri stjórn umlykjandi ríkja, segir Önundur Ásgeirsson.Ekki á að gera sérsamninga við Noreg um skipan slíkra veiða samkvæmt núverandi hugmyndum um alþjóðarétt. Meira

Minningargreinar

4. maí 1995 | Minningargreinar | 461 orð

Björney Hallgrímsdóttir

Ég kynntist Björneyju ungur drengur að sniglast í kringum litla fallega húsið á Öldugötu 12 austur undir Hamrinum í Hafnarfirði. Ég bjó á Brekkugötu vestan í Hamrinum. Í húsi hennar var fallegasta stúlkan í Hafnarfirði! "Komdu sæll og komdu innfyrir, hún Steinunn er hjá Unnu. Fáðu maltsopa og flatbrauð - já þú ert sonur hennar Maríu Víðis!" Og svo var spjallað og spurt. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 272 orð

BJÖRNEY HALLGRÍMSDÓTTIR

BJÖRNEY HALLGRÍMSDÓTTIR Björney Jakobína Hallgrímsdóttir fæddist 26. apríl 1904 að Baldursheimi í Mývatnssveit. Hún lést á Landspítalanum laugardaginn 22. apríl sl. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Jónsson sjómaður í Holti í Mjóafirði, f. 7. okt. 1875, d. 6. júní 1910 og Sigríður Björnsdóttir, f. 11. nóv. 1881, d. í Hafnarfirði 5. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 536 orð

Eyþór Einarsson

Nú hefur Eyþór frændi kvatt þennan heim og við treystum því að hann sé nú í góðu yfirlæti hjá afa Jónsa. Þegar Eyþór yfirgefur okkur skyndilega, rifjar maður upp atburði og stundir tengdar Eyþóri sem verða fallegri og innilegri en maður gerið sér nokkurn tímann grein fyrir. Og þó það geti verið erfitt að eiga svona barn, fylgja því gjafir sem ekki er alltaf auðvelt að koma auga á. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 30 orð

EYÞÓR EINARSSON

EYÞÓR EINARSSON Eyþór Einarsson fæddist í Hjarðarhaga í Aðaldal 19. apríl 1964. Hann lést á Húsavík 17. mars síðastliðinn. Útför hans var gerð frá Neskirkju í Aðaldal 25. mars sl. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 119 orð

FRIÐJÓN JÓHANNSSON

Friðjón Jóhannsson var fæddur á Skálum á Langanesi, 11. júní 1910. Hann lést í Reykjavík 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Stefánsson bóndi á Skálum og María Friðriksdóttir og áttu þau sautján börn. Friðjón kvæntist Sigurveigu Gunnarsdóttur og áttu þau fimm börn. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 130 orð

Friðjón Jóhannsson - viðb

Elsku afi, við vissum alltaf að sá tími mundi koma að þú færir frá okkur en þó var okkur mjög brugðið þegar sá tími kom og eigum við erfitt með að trúa því að þú sért farinn. Þú talaðir aldrei mikið um tilfinningar þínar, þó vissum við að þér þótti vænt um okkur, því að þú sýndir okkur það með hegðun þinni. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 728 orð

Guðfinna Jóhannesdóttir

Að kveldi 26. apríl barst mér sú frétt að amma mín Guðfinna væri látin. Það fyrsta sem kom upp í huga minn voru allar þær góðu samverustundir sem við höfum átt saman í gegnum árin, ásamt frásögnunum þínum af minnistæðum atburðum í lífi þínu. Á mínum barns- og unglingsárum var það næstum því fastur liður að koma til Siglufjarðar um sumar og páska til að heimsækja þig og afa. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 400 orð

Guðfinna Jóhannesdóttir

Góð kona hefir lokið lífshlaupi sínu. Langur vinnudagur er að baki. Þreyttum er hvíldin hæg og gott að sofna vitandi það að hafa skilað sínum hlut og aldrei brugðist skyldu sinni. Lífið á Ísafirði upp úr síðustu aldamótum var enginn dans á rósum, allir urðu að vinna hörðum höndum þegar vinnu var að hafa. Guðfinna byrjaði að vinna þegar aldur og kraftar leyfðu. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 118 orð

GUÐFINNA JÓHANNESDÓTTIR

GUÐFINNA JÓHANNESDÓTTIR Guðfinna Jóhannesdóttir fæddist 4. apríl 1902 að Engidal í Skutulsfirði en ólst upp að Seljalandi í Skutulsfirði. Hún lést á elliheimilinu Grund 26. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðfinna Sigurðardóttir og Jóhannes Guðmundsson á Seljalandi. Systkinin voru þrjú. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 60 orð

HANNA ÞORLÁKSDÓTTIR

HANNA ÞORLÁKSDÓTTIR Hanna Þorláksdóttir fæddist á Siglufirði 11. júní 1937. Hún lést á Borgarspítalanum 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásta Júlíusdóttir og Þorlákur Þorkelsson. Systkini hennar eru Sigurður, Stella, Valbjörn, Anna (tvíburi við Hönnu) og Róbert. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 350 orð

Hanna Þorláksdóttir - viðb

Kveðja frá KFUK Kær KFUK-félagi, Hanna Þorláksdóttir, er látinn eftir erfið veikindi. Andlátsfregnin barst í þann mund er afmælisfundur félags okkar hófst þriðjudaginn 25. apríl síðastliðinn. Þetta var síðasti fundur vetrarins og sannkallaður hátíðarfundur. Við andlátsfregnina sló á gleðina, en orð Jesú: "Ég lifi og þér munuð lifa", veittu huggun og frið. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 240 orð

Hanna Þorláksdóttir - viðb

Kær vinkona, Hanna Þorláksdóttir, er látin. Að morgni fyrsta sumardags hringdi Hanna með sumarkveðju á vörum, bjartsýn að vanda og taldi sig vera að ná sér á strik eftir mikil veikindi og að brátt mundum við sjást á ný. Nokkrum dögum síðar slitnaði lífsþráður Hönnu og hún kvaddi sátt við allt og alla. Hanna var fædd á Siglufirði og ólst þar upp fyrstu árin. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 285 orð

Hanna Þorláksdóttir - viðb

Þegar ég frétti andlát Hönnu vinkonu minnar hvarflaði hugur minn mörg ár aftur í tímann heim á Siglufjörð. Ég fór með móður minni Sigurbjörgu út á sjúkrahús í heimsókn. Í einu rúminu lá lítil stúlka sem orðið hafði fyrir bíl. Þaðan í frá steig þessi litla stúlka aldrei í fæturna og var bundinn við rúmið og síðar hjólastól upp frá því. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 225 orð

Hanna Þorláksdóttir - viðb

Í dag kveðjum við hinsta sinni vinkonu okkar og samherja Hönnu Þorláksdóttur, sem er látin eftir langvarandi veikindi. Hanna ólst upp á Siglufirði í stórum systkinahópi við hið glaðværa og áhyggjulausa líf æskunnar. Ský dró þó fyrir sólu er hún aðeins 12 ára gömul lenti í bílslysi og var bundin við hjólastól upp frá því. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 170 orð

Inga Birna Pétursdóttir

Sú harmafregn barst okkur að morgni 19. apríl að Inga Birna væri dáin. Baráttunni var lokið. Við verðum að trúa því að henni hafi verið ætlað hlutverk annars staðar og það stórt hlutverk. Inga Birna heimsótti okkur til Húsavíkur um síðustu jól, þá mjög frísk og þá töldum við að hún væri komin yfir þessi erfiðu veikindi. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 481 orð

Inga Birna Pétursdóttir

Englar drottins yfir þér vaki enginn svo þig skaði saki, verði þér ætíð vært og rótt. Sá er krossinn bar á baki, blessi þig og að sér taki. Guð gefi þér góða nótt. Harður og erfiður vetur er að baki og hafa miklar fórnir verið færðar bæði af landi og sjó. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 221 orð

Inga Birna Pétursdóttir

Elsku Inga Birna mín. Þá er komið að leiðarlokum. Líkamar okkar fjarlægjast hvor annan, en hugur okkar og hjörtu munu ávallt slá saman, þar getur dauðinn engu ráðið um. Við höfum alltaf verið sem ein persóna, við ólumst upp saman, bæði í sveitinni minni og á Jaðarsbrautinni hjá ömmu og afa. Það voru ófá skiptin sem við eyddum á Jaðarsbrautinni og á Langasandi við leik. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 27 orð

INGA BIRNA PÉTURSDÓTTIR

INGA BIRNA PÉTURSDÓTTIR Inga Birna Pétursdóttir fæddist á Akranesi 4. desember 1977. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. apríl sl. og var jarðsungin frá Akraneskirkju 27. apríl. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 182 orð

Ísafold Jónatansdóttir

Þann 22. janúar síðastliðinn lést ástkær amma mín, Ísafold Jónatansdóttir, eftir baráttu við illvigan sjúkdóm. Þótt mér þyki það mjög sárt að hafa misst hana svona fljótt þá veit ég að vel hefur verið tekið á móti henni og nú líður henni vel. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 428 orð

Ísafold Jónatansdóttir

Elskuleg amma mín, Ísafold Jónatansdóttir, lést 22. janúar síðastliðinn eftir hetjulega baráttu gegn veikindum sínum. Ég bjóst aldrei við að þurfa skrifa minningargrein um ömmu mína og hvað þá svona snemma. Það er því stórt tómarúm sem hún skilur eftir í hjarta mínu, tómarúm sem aldrei hverfur. Amma var hjartahlýjasta og heiðarlegasta manneskja sem ég hef kynnst og hún var gædd miklum mannkostum. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 317 orð

Ísafold Jónatansdóttir

Elskuleg amma mín, Ísafold Jónatansdóttir, lést 22. janúar síðastliðinn. Það er eins og ég hafi ekki bara mist ömmu mína heldur besta vin minn líka. Ég man fyrst eftir ömmu þegar ég var pínulítill strákur og átti heima í Norðurgötunni, það var stutt að fara yfir til hennar því hún bjó í Ægisgötu 11. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 25 orð

ÍSAFOLD JÓNATANSDÓTTIR

ÍSAFOLD JÓNATANSDÓTTIR Ísafold Jónatansdóttir fæddist í Hrísey 21. mars 1927. Hún lést á Landspítalanum 22. janúar síðastliðinn. Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 31. janúar sl. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 574 orð

Jónas Jóhannsson

Skógar eru falleg jörð. Það sem mætti augum lítils drengs þegar hann fór að virða fyrir sér veröldina voru grasi - og víða kjarrivaxnar brekkur og ásar. Göltinn, ávalt gróið fjall bar við himin í norðri, mynni Helludals og Helluá sem liðaðist kliðmjúk milli bakka, í fjarska Hvammsfjörður með eyjum sínum og hólmum og Skógarstrandarfjöllin hinum megin fjarðar. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 65 orð

JÓNAS JÓHANNSSON

JÓNAS JÓHANNSSON Jónas fæddist að Skógum á Fellsströnd 18. des. 1899. Hann lést 25. febrúar sl. Jónas var næstelsta barn hjónanna Jóhanns Jónssonar og Júlíönu Sigmundsdóttur, sem bjuggu í Skógum allan sinn búskap. Jónas ólst upp í Skógum í stórum systkinahópi. Börn þeirra Jóhanns og Júlíönu urðu tíu, þar af eru sex á lífi. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 335 orð

Oddur Sigurðsson

Það var fyrir 35 árum að ég kynntist Oddi. Ég var 15 ára og vann hjá honum í verksmiðjunni. Ég minnist þess, þegar þessi virðulegi teinrétti og vel til hafði maður renndi í hlaðið á R39, gekk síðan um verksmiðjuna og rabbaði við okkur. Virðing okkar starfsfólksins var takmarkalaus fyrir þessum manni. Ég vissi það ekki þá, að hann yrði tengdafaðir minn fimm árum seinna. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Oddur Sigurðsson

Ég vil í fáum orðum minnast mágs míns, Odds Sigurðssonar, er andaðist 25. apríl. Kynni okkar og vinátta hafði varað hálfa öld, frá þjóðhátíðarárinu 1944 og til hinstu stundar. Oddur kom mér strax fyrir sjónir, sem sérstakt ljúfmenni í allri framkomu og samskiptum í hvívetna. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna. Þar var ávallt hlýlegt og gott andrúmsloft. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 201 orð

Oddur Sigurðsson

Fallinn er í valin eftir langvarandi veikindi Oddur Sigurðsson forstjóri og stjórnarformaður Plastos hf. Oddur hóf snemma ýmis verslunarstörf á árunum 1932­1941, var skrifstofustjóri hjá Elding Trading 1941­1958, stofnaði Plastprent 1958, var forstjóri þess til 1973. Var framkvæmdastjóri Etnu á þessu tímbili. Stofnaði Plastos hf. 1974 og var stjórnarformaður og forstjóri þess til dauðadags. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 27 orð

ODDUR SIGURÐSSON

ODDUR SIGURÐSSON Oddur var fæddur í Reykjavík 1. ágúst 1914. Hann lést á Landspítalanum 25. apríl sl. Oddur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 2. maí sl. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 265 orð

Sigurjóna Guðrún Jóhannsdóttir

Elsku amma og uppeldismamma. Hjá þér og afa ólst ég upp í nokkur ár. Svo skildust leiðir og ég fór burt í nokkurn tíma, en svo kom ég aftur og eftir það höfðum við alltaf gott samband. Þú og afi voruð mér og mínum alltaf svo góð. Gaui frændi var mér sem stóri bróðir og er hann ennþá mér sem bróðir. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 35 orð

SIGURJÓNA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR

SIGURJÓNA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Sigurjóna Guðrún Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1910. Hún lést á Landspítalanum 11. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 24. apríl Jarðsett var frá Kálfatjörn sama dag. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 482 orð

Sigurjóna Guðrún Jóhannsdóttir - viðb

Elsku amma, langamma og langalangamma okkar er dáin, hún hefði orðið 85 ára í dag, 4. maí. Það er svo skrýtin tilfinning að amma sé farin, enda hefur hugur minn reikað til þeirra stunda sem ég hef átt með Sillu ömmu. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 397 orð

Sigurjóna Guðrún Jóhannsdóttir - viðb

Með þakklæti í huga kveð ég hana langömmu mína. Þegar sumar er að ganga í garð, virðist ekkert fjær manni en dauði og hin mikla sorg. Birta og ylur sumarsins eykur manni lífsþrek og löngun til leikja og starfa sem hugur og hönd eru bundin við. En björtum degi fylgir ávallt skuggi og nótt. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 25 orð

SNÆÞÓR KRISTINN KRISTINSSON

SNÆÞÓR KRISTINN KRISTINSSON Snæþór Kristinn Kristinsson fæddist 30. apríl 1974. Hann lést 30. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kolfreyjustaðarkirkju 7. apríl. Meira
4. maí 1995 | Minningargreinar | 331 orð

Snæþór Kristinn Kristinsson - viðb

Ég hringdi í móður mína um hádegi 30. mars 1995 og þegar hún svaraði heyrði ég að eitthvað var að og ég spurði, þá fékk ég þær sorgarfréttir að elsku Snæþór frændi væri látinn, aðeins 21 árs að aldri. Meira

Daglegt líf

4. maí 1995 | Neytendur | 147 orð

Barnfóstra óskast

EINS og undanfarin ár heldur Rauði kross Íslands námskeið fyrir verðandi barnfóstrur. Markmið námskeiðanna er að þátttakendur öðlist öryggi við barnagæslu og þekkingu á börnum og umhverfi þeirra. Námskeiðin eru fjögur kvöld, þrjár klukkustundir í senn, og ætluð bæði strákum og stelpum, 11 ára og eldri. Meira
4. maí 1995 | Neytendur | 343 orð

Barn í bíl

UMFERÐARRÁÐ hefur gefið út bækling í samvinnu við Bifreiðaskoðun Íslands. Í máli og myndum er greint frá helstu atriðum sem þarf að huga að þegar börn ferðast í bílum, en allmörg ár eru nú liðin frá því lög þess efnis tóku gildi. Meira
4. maí 1995 | Neytendur | 347 orð

Barn í bíl

4. maí 1995 | Neytendur | 100 orð

Bónus stækkar

4. maí 1995 | Neytendur | 97 orð

Bónus stækkar

UM helgina var sérvörudeildin í Bónus í Holtagörðum stækkuð um 400 fermetra. Þar af leiðir að aukið verður við vöruval og má meðal annars nefna að þegar er farið að selja bresk og bandarísk tímarit í versluninni. Þá stendur til að auka úrval af fatnaði af ýmsu tagi. Þar fást núna til dæmis gallabuxur, íþróttagallar, nærfatnaður, sokkabuxur, sokkar og barnafatnaður. Meira
4. maí 1995 | Neytendur | 145 orð

Domesticationpöntunarlisti

PÖNTUNARFÉLAGIÐ hefur hafið sölu á varningi frá bandaríska verslunarfélaginu Hanover house, sem gefur út marga vörulista í Bandaríkjunum. Sá fyrsti sem kemur á markað hér á landi er Domestications með rúmteppum, gluggatjöldum og öðrum varningi fyrir svefnherbergi og stofur. Meira
4. maí 1995 | Neytendur | 81 orð

Lambakjöt á tilboðsverði

LAMBAKJÖT er víða á tilboðsverði núna, lambaframpartar í Garðakaupum kosta 299 krónur kílóið, lambalæri í 11-11 búðunum og Hagkaup á 498 krónur og lambahrygg er hægt að fá í Hagkaup á 498 krónur kílóið. Hjá Miðvangi í Hafnarfirði er lambalæri á 497 krónur kílóið, hryggir seldir á 497 krónur kílóið og súpukjötið þar kostar 340 krónur kílóið. Meira
4. maí 1995 | Neytendur | 330 orð

Munnþurrkur á veisluborði

FARIÐ VAR að nota munnþurrkur á 15. öld, en þá var tíska að binda þurrku utan um hálsinn til að vernda fellingakraga og blúndur, sem konur og karlar báru. Munnþurrkan hefur breyst í aldanna rás, var upphaflega einlitur dúkur til að hlífa fötum og þurrka sér um hendurnar, en er nú til í öllum regnbogans litum og mynstrum, úr alls kyns efnum. Meira
4. maí 1995 | Neytendur | 213 orð

Til að þinglýsa afsali á íbúð þarf að vera til eignaskiptasamningur

ÓTAL íbúar fjölbýlishúsa hafa þurft að fá sérfræðinga til að útbúa eignaskiptasamninga fyrir sig að undanförnu þar sem ekki er hægt að þinglýsa afsali hjá sýslumannsembættum nema slíkur samningur liggi fyrir. Virðist vera algengt að ekki hafi verið gerðir eignaskiptasamningar og á það sérstaklega við um fjölbýlishús sem komin eru til ára sinna. Meira

Fastir þættir

4. maí 1995 | Fastir þættir | 61 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðhol

Eftir tvær lotur í vortvímenningi félagsins er staða efstu para þessi: Lilja Guðnadóttir - Magnús Oddsson474Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson462Friðrik Jónsson - Lúðvík Wdowiak461Þóranna Pálsdóttir - Ragna Briem460María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson454Hæstu skor kvöldsins hlutu: Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Meira
4. maí 1995 | Fastir þættir | 201 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Fl

Úrslit úr firmakeppni. Steypustöðin hf.589Þórarinn Árnason, Gísli Víglundsson Smurstöðin, Geirsgötu585Friðjón Margeirsson, Valdimar Sveinsson Búnaðarbankinn570Óli Björn Gunnarsson, Jóhannes Laxdal Segull hf. Meira
4. maí 1995 | Fastir þættir | 79 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Norðurlandsmót eyst

Norðurlandamót eystra í parakeppni verður haldið í starfsmannasal KEA í Sunnuhlíð sunnudaginn 7. maí og hefst kl. 10. Keppt verður um silfurstig. Keppnisstjóri verður Páll H. Jónsson. Páll H. Jónsson, hs. 96­21695, vs. 96­12500. Haukur Jónsson, hs. 96­25134, vs. 96­11710. Þátttökugjald er kr. 1.500 á spilara og greiðist á staðnum. Meira
4. maí 1995 | Fastir þættir | 576 orð

Íslenskir tómatar Kristín Gestsdóttir óskar lesendum sínum gleðilegs sumars, en í síðasta þætti - Vorkoma, minntist hún á

FÁTT er öruggt í þessum heimi, allra síst koma sumarsins á Íslandi, en veður um sumarmálin minnti okkur rækilega áþað. Þeir sem brugðu sér til annarra landa um páskana töluðu um fegurð nýútsprunginna vorblóma, runna og trjáa, en komu svo heim í gráa kalda vorið og síðbúna páskahretið, sem skagfirska bóndakonan sem spáði í kindagarnir hafði séð fyrir. Meira
4. maí 1995 | Fastir þættir | 595 orð

Ný frímerki 5. maí

á tilkynningum Pósts og síma. Í BYRJUN næsta mánaðar verður mikið um að vera meðal íslenzkra frímerkjasafnara. Föstudaginn 5. maí koma út fjögur ný frímerki, en þann sama dag hefst frímerkjasýningin Frímsýn 95, sem þegar hefur verið sagt frá í sérstökum þætti. Meira

Íþróttir

4. maí 1995 | Íþróttir | 70 orð

Atavin mættur

VIATSJESLAV Atavin, einn þekktasti leikmaður rússneska landsliðins í handknattleik, kom ekki með rússneska hópnum til landsins í fyrradag. Ástæðan var sú að hann vildi ekki yfirgefa félagslið sitt, Granollies, á Spáni fyrr en hann hefði gengið frá áframhaldandi samningi. Nú eru þau mál komin á hreint og samningur hefur verið undirritaður. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 550 orð

Barkley kvaddi höllina í Portland með 47 stigum

ÞRJÚ lið, Indiana Pacers, Phoenix Suns og San Atnonio Spurs, tryggðu sér í fyrri nótt sæti í 2. umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Charles Barkley gerði 47 stig fyrir Phoenix í síðasta leiknum í Memorial Colisuem-íþróttahöllinni í Portland. Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls þurfa aðeins einn sigur gegn Charlotte til að komast í 2. umferð. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 114 orð

Bayern tapaði stigum vegna of margra áhugamanna í liðinu

ÞÝSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að snúa við úrslitunum í leik Bayern M¨unchen og Eintracht Frankfurt sem fram fór fyrir hálfum mánuði en Bayern vann 5:2. Meistararnir notuðu fjóra áhugamenn í leiknum og voru þeir inni á vellinum á sama tíma en samkvæmt þýsku reglunum mega aðeins þrír áhugamenn vera í liði samtímis. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 339 orð

Broddi og Árni Þór eru langt frá ólympíusætum í Atlanta

BRODDI Kristjánsson er í 129. sæti í einliðaleik karla á nýjum afrekalista Alþjóðabadmintonsambandsins. Listinn er sá fyrsti sem gefinn er út á úrtökutímabili badmintonmanna fyrir ólympíuleikana í Atlanta, en það hófst 1. apríl sl. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 356 orð

Dino Baggio skoraði og Bucci varði meistaralega

MARK frá Dino Baggio og snilldarmarkvarsla Luca Bucci dugðu Parma til sigurs á Juventus í fyrri leik liðanna í úrslitum Evrópukeppni félagsliða sem leikinn var á heimavelli Parma í gærkvöldi. Mark Parma kom á 5. mínútu þegar Gianfranco Zola sendi glæsilega fyrirgjöf á Dino Baggio sem lyfti knettinum yfir markvörð Juventus og í netið. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 98 orð

FRÍ gerir samning um fatnað

Frjálsíþróttasamband Ísland og Austurbakki hf, umboðsaðili Nike íþróttavara, undirrituðu nýlega samstarfssamning til næstu þriggja ára. Á þeim tíma mun landslið Íslands klæðast fatnaði frá Nike næsta þrjú árin, en einnig mun unglingaverkefni FRÍ 2000 njóta góðs af þessum samningi. Frjálsíþróttasambandið hefur síðustu fjögur ár verið í samstarfi við Austubakka hf. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 408 orð

Gæðunum hefur hrakað hjá öllum þeim bestu

Gæði þess handbolta sem leikinn er nú er lakari en var fyrir nokkrum árum síðan. Þetta er ekki eingöngu vandamál í Rússlandi, heldur hjá öllum bestu handboltaþjóðum heims. Þetta lýsir sér meðal annars í að það eru mikið fleiri eldri leikmenn lykilmenn í sínum liðum en áður var, minna er um unga leikmenn," sagði Maximóv, Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 73 orð

HM 95 Atavin mættur

4. maí 1995 | Íþróttir | 111 orð

Hópferð á úrslitaleik Arsenal

AÐDÁENDUR Arsenal á Íslandi hafa ákveðið að efna til hópferðar á úrslitaleik Arsenal og Real Zaragosa frá Spáni í Evrópukeppni bikarhafa sem verður í París miðvikudaginn 10. maí. Flogið verður til Lúxemborgar daginn fyrir leikdag og haldið þaðan með rútu til Parísar en heimferð er daginn eftir leik. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 50 orð

Íshokkí

Heimsmeistarakeppnin Átta liða úrslit Stokkhólmi, Svíþjóð: Tékkland - Rússland2:0(1:0, 0:0, 1:0). Jiri Kucera (8.42), Otakar Vejvoda (45.51. Tékkland mætir Finnlandi í undanúrslitum á morgun. Kanada - Bandaríkin4:1(2:0, 1:0, 1:1). Dale DeGray (14.40), Jean-Francois Jomphe (15. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 324 orð

Kári Freyr sigraði á Opna NM

KÁRI Freyr Björnsson sigraði í unglingaflokki á Opna NM í skylmingum með höggsverði, en keppnin fór fram í Kaupmannahöfn um sl. helgi. Ragnar Ingi Sigurðsson hafnaði í þriðja sæti og Kristleifur Daðason í því fimmta. Þrjár íslenskar stúlkur tóku einnig þátt á mótinu. Sigrún Erna Geirsdóttir hreppti annað sæti, Þórdís Kristleifsdóttir það þriðja og Guðríður Ásgeirsdóttir varð fjórða. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 108 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deild: Laugardalur: Fram - Þróttur20 Frjálsar

Reykjavíkurmótið A-deild: Laugardalur: Fram - Þróttur20 Frjálsar Flugleiðahlaupið Í kvöld kl.19 hefst Flugleiðahlaupið við Scandic Hótel Loftleiðir. Hlaupnir verðar 7 km í kringum Reykjavíkurflugvöll og er hlaupið öllum opið en keppendum verður skipt niður í fjóra flokka. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 133 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deild: Víkingur - KR0:6- Guðmundur Benediktsson 2, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson,

Reykjavíkurmótið A-deild: Víkingur - KR0:6- Guðmundur Benediktsson 2, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Steinar Adolfsson, Izudin Daði Dervic. KR leikur til úrslita í mótinu. Evrópukeppni félagsliða Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 298 orð

KSÍ og Sjóvá-Almennar semja til þriggja ára

Ígær var undirritaður samstarfssamningur milli Knattspyrnusambands Íslands og tryggingafélagsins Sjóvá-Almennra um að tryggingafyrirtækið styrki 1. deild karla í knattspyrnu næstu þrjú ár. Að sögn Eggerts Magnússonar formanns KSÍ fagnar knattspyrnuhreyfingin því sérstaklega að fá þetta sterka og virta fyrirtæki til samstarfs. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 39 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin 1. umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, þriðju leikir liðanna. AusturdeildAtlanta - Indiana89:105 Indiana vann samanlagt 3:0. Chicago - Charlotte103:80 Chicago hefur 2:1 yfir. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 88 orð

LeiðréttingUpplýsingar um eftirfarandi leik á Norð

Upplýsingar um eftirfarandi leik á Norðurlandamóti stúlkna, 20 ára og yngri, í Finnlandi síðari hluta apríl, voru rangar í blaðinu á sínum tíma. Þær birtast því hér aftur, réttar: Ísland - Noregur61:45 Stig Íslands: Björg Hafsteinsdóttir 16, Anna María Sveinsdóttir 14, Inga Magnúsdóttir 8, Elísa Vilbergsdóttir 5, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 5, Helga Þorvaldsdóttir 5, Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 169 orð

Rússar í boði Stjörnunnar

Rússneska landsliðið í handknattleik kom hingað til lands í fyrradag. Fram til laugardags dvelur liðið hér í boði Stjörnunnar í Garðabæ. Garðbæingar munu á þessum tíma sjá þeim fyrir gistingu, fæði og æfingaaðstöðu. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 174 orð

Rússneska landsliðið mætir úrvalsliði Viggós

Ítilefni af dvöl rússneska landsliðsins í handknattleik hér á landi í boði Stjörunnar hefur handknattleiksdeild félagsins ákveðið að slá upp handboltaveislu n.k. laugardag í íþróttahúsinu í Ásgarði. Upphitun fyrir veisluna verður í kvöld kl. 20, þegar 1. deildar lið Stjörnunnar í handknattleik mætir rússneska landsliðinu í æfingaleik. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 342 orð

Staða Crystal Palace versnar enn í ensku botnbaráttunni

Staða Crystal Palace í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar versnaði enn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3:1 fyrir Southampton. Á sama tíma náðu West Ham, Everton og Aston Villa, sem einnig eru í fallhættu, að krækja sér í stig. Mathew Le Tissier var maður leiksins hjá Southampton gegn Crystal Palace í gærkvöldi. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 149 orð

Tommy Svensson íhugar tilboð um að þjálfa Bilbao

TOMMY Svensson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar í knattspyrnu, hefur fengið tilboð um að þjálfa Bilbao á Spáni og er að skoða málið en lið félagsins er í áttunda sæti í spænsku deildinni. "Það er rétt að Bilbao bauð mér starf og vill að ég byrji 1. júlí," sagði hann við sænsku fréttastofuna TT og bætti: "Tilboð félagsins er ótrúlega gott og ég verð að hugsa alvarlega um það. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 34 orð

Uppskeruhátíð hjá Frömurum

Uppskeruhátíð unglinganefndar handknattleiksdeildar Fram verður haldin í dag kl. 17.30 í íþróttahúsi Fram við Safamýri. Farið verður yfir liðið tímabil og viðurkenningar veittar, kaffiveitingar á eftir. Allir iðkendur, foreldrar og velunnarar eru velkomnir. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 138 orð

Valur skoðar leikmann frá Slóvakíu

VALSMENN hafa fengið slóvanska leikmanninn Lubomir Horochonic til reynslu en hann er 23 ára sóknarmaður og hefur m.a. leikið með Inter Bratislava. Lubomir kom til landsins sl. fimmtudag og lék æfingaleik með Val gegn Fylki og stóð sig vel. Hann meiddist síðan á æfingu um helgina. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 142 orð

Þorvaldur skoraði hjá Peter Shilton

Þorvaldur Örlygsson var í sviðsljósinu í gærkvöldi þegar Stoke og Bolton gerðu 1:1 jafntefli í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Alan Davidson, markverði Bolton, var vikið af velli á 12. mínútu og Peter Shilton, sem er 45 ára og með 126 landsleiki að baki fyrir England, fór í markið. 996. Meira
4. maí 1995 | Íþróttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

4. maí 1995 | Íþróttir | 3 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGALOTTÓ: 11213152047+51131 » Meira

Úr verinu

4. maí 1995 | Úr verinu | 451 orð

Gætum sameinast um að dreifa afbeitunni

"ÞAÐ er bara af hinu góða að hafa þessa firði lokaða sem mest. Það er afar slæmt þegar verið er að veiða hrygningarfiskinn í snurvoð rétt fyrir hrygningu eins og við höfum séð. Það er hægt að hreinsa heilu firðina af fiski á stuttum tíma," segir Birgir Albertsson trillukarl á Stöðvarfirði. Meira
4. maí 1995 | Úr verinu | 113 orð

Nýjar afurðir kynntar

AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna verður haldinn í dag og á morgun. Samhliða fundinum verður haldin vörukynning á afurðum íslenzkra frystihúsa, sem aðild eiga að SH og dótturfyrirtækja SH í Bandaríkjunum og Bretlandi. Meira

Viðskiptablað

4. maí 1995 | Viðskiptablað | 193 orð

14 milljóna hagnaður hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga

KAUPFÉLAG Fáskrúðsfirðinga var með 14 milljóna króna hagnað af rekstrinum á síðasta ári samanborið við tap upp á 23 milljónir árið 1993. Heildarvelta kaupfélagsins í fyrra var um einn milljarður sem er svipuð velta og árið áður. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 236 orð

Afkoman var í járnum á síðasta ári

HAGNAÐUR Ármannsfells hf. á árinu 1994 var tæpar 3 milljónir króna samanborið við 8 milljóna hagnað. Rekstrartekjur á árinu voru tæplega 800 milljónir samanborið við 970 milljónir árið 1993. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 99 orð

BankiLandsbanki Íslands hefur sótt um leyf

Landsbanki Íslands hefur sótt um leyfi til byggingarnefndar Reykjavíkur til að byggja nýtt bankaútibú í Reykjavík. Nýja bankaútibúið á að rísa í Grafarvogi, nánar tiltekið á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg. Til að byrja með ætlar bankinn að byggja bráðabirgða útibú úr timbri á lóðinni. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 1314 orð

Bara rétt að byrja

ÞAÐ voru örlögin sem tóku í taumana þegar ungur ný-sjálenskur ferðalangur, Gwendolyn A. Kemp, kom til Íslands árið 1981 til þess að vinna í fiski austur á fjörðum í lok áralangrar heimsreisu. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 187 orð

Burðarás kaupir í sjávarútvegsfyrirtækjum

BURÐARÁS hf., eignarhaldsfélag Eimskips, keypti nýlega hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. í Neskaupsstað að nafnvirði 7,5 milljónir króna eða sem svarar til um 2,8% heildarhlutafjár. Seljandi bréfanna var Sæplast hf. á Dalvík. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 81 orð

Endurmenntunarstofnun

LÆRDÓMSFYRIRTÆKIÐ: "The Fifth Discipline - The Art and Practice of the Learning Organisation" er heiti námskeiðs sem Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands heldur 8. og 11. maí nk. kl. 8.30-12.30.Leiðbeinandi verður Höskuldur Frímannsson, lektor. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 83 orð

Endurmenntunarstofnun

4. maí 1995 | Viðskiptablað | 166 orð

Gates kynnir listaverk í stafrænum búningi

ÞEGAR Bill Gates, forstjóri Microsoft, tilkynnti áform um að öðlast rétt til stafrænnar útgáfu á frægum málverkum fór kuldahrollur um margan manninn í listaheiminum. Töldu sumir, að Gates hygðist nota einkaréttinn eingöngu sjálfum sér og gestum sínum til skemmtunar og aðrir óttuðust, að tölvutæknin myndi hugsanlega gera listina óþarfa. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 1299 orð

Gjaldeyrisöflun og rannsóknir Rekstur rannsóknastarfseminnar á Íslandi aflar þjóðarbúinu gjaldeyris með beinum hætti, skrifar

ÞAÐ er almennt viðurkennt að vísindarannsóknir eru órjúfanlegur hluti af menningu og menntun þróaðra þjóða auk þess sem þær leiða oft til beinna hagnýtra niðurstaðna. Á sama hátt eru hagnýtar rannsóknir og þróunarstarf hverri þjóð nauðsyn og forsenda tækniframfara og nýsköpunar, sem leiðir til aukinna þjóðartekna. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 449 orð

Hugvit eða eftirlíking

»Á síðustu árum hefur mikil umræða farið fram á alþjóðlegum vettvangi um samkeppnisstöðu þjóða. Skilgreining OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, á samkeppnisstöðu er geta þjóðar til þess að framleiða fyrir alþjóðlegan markað þannig að starfsemi í efnahagslífi viðkomandi þjóðar fari fram við skilyrði eðlilegrar og frjálsrar samkeppni. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 1034 orð

Hvenær á að uppfæra? Ekkert virðist eins víst í tölvuheiminum og það að bráðum kemur uppfærsla, segir Marinó G. Njálsson, og

ÚTGEFENDUR hugbúnaðar fyrir einmenningstölvur hittu fljótlega á töfraorðið til að hala inn tekjur: UPPFÆRSLA. Og kannski það, sem verra var, að þeir pössuðu sig á því að kaupendur gætu ekki fengið eldri útgáfur á löglegan hátt. Nýjum útgáfum er ætlað að koma til móts við þarfir notenda, mæta kröfum tímans og bæta samkeppnisstöðu hugbúnaðarfyrirtækisins. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 165 orð

4. maí 1995 | Viðskiptablað | 197 orð

Í fangelsi fyrir ólögleg forrit

FYRSTU evrópsku tölvunotendurnir, sem hafa verið fangelsaðir fyrir hugbúnaðarþjófnað, eru finnskir. Heita þeir Jyrki Liivola og Jyrki Furuholm, forstjóri og framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar J J Piirto í Helsinki. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | -1 orð

Kaupfélag Héraðsbúa snýr tapi í hagnað

Egilsstöðum - MIKIL umskipti hafa orðið í afkomu Kaupfélags Héraðsbúa frá árinu áður, þar sem hagnaður 1994 nemur 16,1 milljón á móti 59,7 milljóna tapi 1993. Aðalfundur kaupfélagsins var haldinn laugardaginn 29. apríl sl. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 134 orð

Lýsing að kaupa stóran hluta saminga Lindar

SAMNINGAR standa yfir um að Lýsing hf. kaupi af Landsbankanum stóran hluta af þeim eignarleigusamningum sem áður voru í eigu Lindar hf. Ef samningar takast má gera ráð fyrir því að eignarleigusamingar að fjárhæð 1,5 milljarðar skipti um hendur. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 363 orð

Murdoch sækist eftir Channel 5

CHANNEL 5, fimmta sjónvarpsstöðin í Bretlandi, verður boðin út á næstunni og búist er við, að slagurinn um hana verði harður. Er vitað um fjórar samsteypur, sem skiluðu inn tilboðum fyrir eindaga, 2. maí, og þar á meðal er fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch. Hafa margir af því áhyggjur og sívaxandi ítökum hans í breskum fjölmiðlaheimi. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 165 orð

Mynddiskastríð fer harðnandi

STRÍÐIÐ um forystuna í margmiðlunariðnaðinum harðnaði í gær þegar helstu keppinautarnir tilkynntu, að þeir myndu koma með sína diska á markað á næsta ári. Barist er um hverjir setji staðalinn, annaðhvort með margmiðlunargeisladiski eða stafrænum myndbandsdiski. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 127 orð

Ný stjórn Útflutningsráðs

4. maí 1995 | Viðskiptablað | 124 orð

Ný stjórn Útflutningsráðs

NÝ stjórn var kynnt á aðalfundi Útflutningsráðs Íslands á þriðjudag. Stjórnin mun sitja næstu tvö árin 1995-1997 og eru aðalmenn hennar eftirfarandi: Páll Sigurjónsson, Ístaki, formaður, Geir A. Gunnlaugsson, Marel og Vilmundur Jósefsson, Meistaranum, allir skipaðir af Samtökum iðnaðarins. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 607 orð

Rannsaka ólöglegt samráð í pappírsiðnaði

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, hóf í síðustu viku rannsókn á því hvort pappírsframleiðendur hefðu haft með sér ólöglegt samráð um að hækka verð á blaðapappír og nær hún til um 40 fyrirtækja í átta löndum. Kemur hún í kjölfar mikilla kvartana frá útgefendum en pappírskostnaður er yfirleitt um fjórðungur af heildarkostnaði við útgáfu dagblaða, samkvæmt Reuters-frétt. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | -1 orð

Rekstrarbati hjá Hótel Valaskjálf hf.

Tekjur á árinu námu 81 millj. kr. sem er álíka og 1993, og hefur aðhaldsaðgerðum í rekstri verið beitt til að snúa frá taprekstri. Árangur ársins telst því góður, með rekstrarbata um 6,6 milljónir kr. Horfur fyrir árið 1995 eru mjög góðar fyrir reksturinn og bókanir miklar. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 89 orð

Ríkisvíxlar seldir fyrir 3 milljarða

Ríkisvíxlar seldust fyrir 2.870 milljónir króna í útboði Lánasýslu ríkisins í gær en þar af keypti Seðlabankinn ríkisvíxla fyrir 955 milljónir króna á meðalverði samþykktra tilboða. Alls bárust 40 gild tilboð að fjárhæð 4.071 milljón í útboðinu. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í ríkisvíxla til 3ja mánaða að var 7,18% og hækkaði úr 7,11% frá síðasta útboði. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 94 orð

SAS fjölgar ekki ferðum

TALSMAÐUR SAS sagði í gær, að engar áætlanir væru um að fjölga ferðum til Bandaríkjanna þrátt fyrir samkomulag milli Bandaríkjanna og þriggja Norðurlanda, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, um aukið frelsi í Atlantshafsfluginu. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 310 orð

Sparisjóður Mýrasýslu með 17 millj. í hagnað

Á AÐALFUNDI Sparisjóðs Mýrasýslu, sem haldinn var nýverið, kom fram að hagnaður sparisjóðsins nam 17,2 milljónum króna á síðastliðnu ári, eftir að tekið hafði verið tillit til 18,5 milljóna króna áætlaðra tekju- og eignaskatta. Heildarinnlán sparisjóðsins jukust á síðasta ári úr 2.005 milljónum króna í 2. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 181 orð

Styrkir til nýsköpunar í smáiðnaði

Styrkir til nýsköpunar í smáiðnaði Á VEGUM iðnaðarráðuneytisins hefur sl. ár verið unnið að sérstöku nýsköpunarverkefni í formi styrkveitinga til nýjunga í smáiðnaði. Nema þær á sl. fjórum árum röskum fjörutíu milljónum. Í febrúar 1995 auglýsti iðnaðarráðuneytið í fjórða sinn eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar í smáiðnaði. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 106 orð

Svæðisstjóri hjá PC & C

ÁGÚST Einarsson hefur verið ráðinn í starf svæðisstjóra hjá danska hugbúnaðarfyrirtækinu PC&C í Kaupmannahöfn. PC&C er frumhönnuður viðskiptakerfisins Fjölnis sem verkfræðistofan Strengur hf. selur á Íslandi. Ágúst hefur gegnt starfi deildarstjóra Fjölnisdeildar hjá Streng hf. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 438 orð

Umskipti í afkomu Iðnþróunarsjóðs

MIKIL umskipti urðu á afkomu Iðnþróunarsjóðs á síðasta ári. Hagnaður sjóðsins nam alls um 85 milljónum samanborið við 167 milljóna tap árið áður. Þetta skýrist einkum af minni afskriftum útlána og yfirtekinna eigna sem námu 112 milljónum í fyrra en 372 milljónum árið 1993. Niðurstöðutala efnahagsreiknings nam alls 7.115 milljónum og ábyrgðir utan efnahagsreiknings 105 milljónum. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 261 orð

Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 26%

FYRSTU þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 29 milljarða króna en innflutningur fob nam 23 milljörðum. Afgangur af vöruskiptunum á fyrsta ársfjórðungi var því 6 milljarðar samanborið við 8,7 milljarða á föstu gengi á sama tímabili í fyrra. Meira
4. maí 1995 | Viðskiptablað | 209 orð

Vörumerking hf. eykur afkastagetu um 40%

VÖRUMERKING hf. í Hafnarfirði hefur tekið í notkun nýja prentvél sem eykur afkastagetu í límmiðaprentun um nálægt 40%. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1962 og náð liðlega helmings hlutdeild á markaði fyrir límmiða. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

4. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 710 orð

Steinskr nr. 41,7

4. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 682 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
4. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 219 orð

Yfirlit: 990

Yfirlit: 990 mb lægð suður í hafi nálgast landið. Spá: Austan strekkingur og rigning um norðanvert landið en hæg breytileg eða suðlæg átt og skúrir um sunnanvert landið. Hiti 5­11 stig. Föstudag: Snýst í norðan- og norðaustan kalda. Meira

Ýmis aukablöð

4. maí 1995 | Dagskrárblað | 805 orð

Mubb sagði m´ukurinn Munkurinn snjalli br´oðir Cadfael hefur verið heimilisgestur sj´onvarps´ahorfenda ´ vetur. \Arni

Mubb sagði m´ukurinn Munkurinn snjalli br´oðir Cadfael hefur verið heimilisgestur sj´onvarps´ahorfenda ´ vetur. \Arni Matth´asson komst að þv´ að vinsældir hans fara s´vaxandi um heim allan og ætlað heimask´ri hans hefur af honum nokkrar tekjur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.