Greinar föstudaginn 12. maí 1995

Forsíða

12. maí 1995 | Forsíða | 262 orð

"Gjöf okkar til næstu kynslóðar"

RÁÐSTEFNA Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti í gær að framlengja ótímabundið alþjóðasamning um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT), sem verið hefur í gildi sl. 25 ár en endanlegt takmark hans er alger útrýming kjarnorkuvopna. Ekki kom til atkvæðagreiðslu um málið en undanfarnar vikur hefur verið deilt hart um orðalag markmiðsyfirlýsingar ráðstefnunnar. Meira
12. maí 1995 | Forsíða | 112 orð

Í mál við framleiðanda áburðar

FJÖGUR fórnarlömb sprengjutilræðisins í Oklahomaborg í síðasta mánuði hafa höfðað mál á hendur framleiðanda áburðarins sem notaður var til að gera sprengjuna. Hún varð 166 manns að bana og um 400 særðust. Meira
12. maí 1995 | Forsíða | 332 orð

Kútsjma meðmæltur stækkun NATO

LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseta, sem kom í tveggja daga heimsókn til Kíev í gær, að hann væri hlynntur stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs. Clinton fór lofsamlegum orðum um kjarnorkuafvopnun Úkraínumanna og umbætur þeirra í átt til markaðsbúskapar og bauð þeim efnahagsaðstoð til að halda áfram á þeirri braut. Meira
12. maí 1995 | Forsíða | 114 orð

Mannskætt námaslys

UM 100 manns fórust í námaslysi í Vaal Reefs-gullnámunni í Suður-Afríku í fyrrinótt. Tólf tonna þung málmgrýtislest féll niður um lyftuop og ofan á tveggja hæða lyftu, sem féll síðan 500 metra. Þar lagðist hún saman og þegar björgunarmenn komu á vettvang var aðkoman skelfilegri en orð fá lýst. Meira
12. maí 1995 | Forsíða | 112 orð

Spánverjar vilja bæta ímynd sína

TALSMAÐUR spænska sjávarútvegsráðuneytisins sagði í gær, að hart yrði lagt að spænskum sjómönnum, sem veiða á fjarlægum miðum, að fylgja öllum reglum um fiskveiðistjórn auk þess sem eftirlit með erlendum skipum innan spænskrar lögsögu yrði eflt. Meira

Fréttir

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 396 orð

600 börn á ellefu einkareknum leikskólum

ELLEFU einkareknir leikskólar eru starfandi í Reykjavík auk þess sem sjúkrahúsin reka átta leikskóla fyrir starfsfólk. Þá er starfandi leikskóli á vegum Styrktarfélags vangefinna og Sjómannadagsráð, DAS, rekur einnig leikskóla fyrir sitt starfsfólk. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 279 orð

Áherzla á áframhaldandi samráð í alþjóðastofnunum

FRAMHALD norrænnar samvinnu á vettvangi ýmissa alþjóðlegra stofnana var aðalviðfangsefni fundar utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni. Jafnframt fjölluðu ráðherrarnir um evrópsk utanríkis- og öryggismál og ræddu tengingu Norðurlandasamstarfsins við Schengen-samkomulagið. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 274 orð

Átök vegna einkavæðingar í Danmörku

DANSKA vinnuveitendasambandið hefur beðið Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra að miðla málum í sérkennilegri vinnudeilu, sem sett hefur svip sinn á danskt þjóðlíf undanfarnar vikur. Ástæðan er uppsögn 82 strætisvagnabílstjóra í Esbjerg í kjölfar einkavæðingar, sem hefur leitt til verkfalla og átaka, en ástæða verkfallanna er kvíði vegna vaxandi einkavæðingar í dönskum bæjarfélögum. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 48 orð

Bíll Mussolinis á uppboð

STARFSMWENN uppboðsfyrirtækis bóna Alfa Romeo 6C 2300 sem var í eigu ítalska fasistaleiðtogans Benitos Mussolinis áður en bifreiðin var boðin upp í Lundúnum. Var búist við að allt að 13 milljónir kr. fengjust fyrir gripinn en hann hefur ekki sést opinberlega í fimmtíu ár. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 185 orð

Bush úr byssufélaginu

GEORGE Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt sig úr Samtökum byssueigenda, NRA (National Riffle Association), en þau eru einn öflugasti þrýstihópurinn í landinu. Gerði hann það í mótmælaskyni við bréf í nafni samtakanna, sem birt var eftir hryðjuverkið í Oklahoma, en þar er lögreglumönnum alríkisins líkt við þrjóta. Meira
12. maí 1995 | Óflokkað efni | 142 orð

Fáir nota 7 stafa símanúmer

"Þeir sem senda símbréf frá útlöndum þurfa að fá upplýsingar um hvernig númerin breytast, því faxtækin munu ekki skilja lesin skilaboð úr símsvara. Sending að utan mun því ekki komast til skila ef reynt er að senda gegnum gamla símanúmerið. Við komumst ekki hjá því að vita af breytingunni, en þeir sem búa erlendis þarf ekki að vera kunnugt um breytingarnar. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 100 orð

Flóð í Lousiana

BILL Clinton Bandaríkjaforseti lýsti í gær þau svæði í Lousiana og Mississippi hörmungasvæði, sem verst hafa orðið úti í fellibyljum, ofsaroki og flóðum. Vatnsyfirborð hækkaði mjög skammt frá New Orleans vegna úrhellis og voru um 1.000 manns flutt frá heimilum sínum. Í gær hafði úrkoma þar mælst rúmir 60 sm frá því á mánudag. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 359 orð

Forseti Alþingis fær 75.000 kr. álagsþóknun

FORSETI Alþingis fær 75 þúsund krónur í álagsþóknun á mánuði ofan á föst mánaðarlaun sín og hefur því samtals um 271 þúsund krónur í föst mánaðalaun. Að auki á forseti rétt á að fá greiddan ferðakostnað og dagpeninga búi hann ekki í Reykjavík. Þá fær forseti Alþingis þriðjung af launum forseta Íslands þann tíma sem hann er handhafi forsetavalds. Meira
12. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 334 orð

Forseti Íslands sér Guð/jón

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 290 orð

Fór að láta ófriðlega

TÍKINNI Mistý er svo fyrir að þakka að ekki fór verr en raun varð á í fyrrinótt þegar kviknaði í ruslatunnum við Þórsgötu 10. "Klukkan um hálffimm í nótt fór hundurinn að láta mjög ófriðlega og ég vaknaði og fann að það var eitthvað óeðlilegt á seyði," sagði eigandi Mistýjar, Örn Hafsteinn Baldvinsson, í samtali við Morgunblaðið í gær, Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 523 orð

Gengið verði að tilboði ÍS-hópsins

Á FUNDI bæjarráðs Húsavíkur í gær voru lagðar fram tillögur meirihluta bæjarstjórnar til stjórnar Framkvæmdalánasjóðs bæjarins um að taka tilboði Íslenskra sjávarafurða hf. um kaup á hlutafé í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Málið var ekki afgreitt á fundinum, sem var frestað til kl. 17 í dag að beiðni fulltrúa minnihlutans, sem vildu kynna sér tillögurnar. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Hallgrímur B. Geirsson ráðinn framkvæmdastjóri Morgunblaðsins

Á FUNDI stjórnar Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, í gær var ákveðið að ráða Hallgrím B. Geirsson, hæstaréttarlögmann, viðtakandi framkvæmdastjóra Morgunblaðsins og tekur hann við því starfi á næstu mánuðum. Haraldur Sveinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Morgunblaðsins frá árinu 1968, lætur jafnframt af því starfi, en hann verður sjötugur á þessu ári. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Handavinnusýning og kaffisala á Hlíf

HANDAVINNUSÝNING hjá eldri borgurum á Hlíf, íbúðum aldraðra á Ísafirði, verður haldin sunnudaginn 14. maí kl. 15 í salnum á 2. hæð. Þar verður sýnishorn af því sem aldraðir hafa verið að gera í tómstundastarfinu á Hlíf og heima í vetur. Einnig verður selt kaffi og vöfflur með rjóma og rennur ágóðinn í ferðasjóð aldraðra. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 309 orð

Hátíðarblær á bænum

FYRSTI síldarfarmurinn í tæplega þrjá áratugi barst til Siglufjarðar í gær. Hólmaborgin SU landaði þá 1.580 tonnum sem bræða á hjá SR-mjóli á Siglufirði. Síðast var brædd síld á Siglufirði árið 1968. Hátíðarstemmning ríkti í hugum margra bæjarbúa í gær þegar Hólmaborgin sigldi inn fjörðinn, drekkhlaðin síld og var því fjölmenni á bryggjunni til þess að fagna komu síldarinnar. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

Hiti í jörðu flýtir slætti

ÞÓ VETUR konungur hafi enn ekki sleppt takinu af fjölmörgum byggðum á norðanverðu landinu, þá hefur hann mátt undan láta sunnanlands. Óvíða er orðið sumarlegra en í Hveragerði og þar eru menn jafnvel farnir að slá túnbletti sína. Það er fátítt að byggð myndist í kringum hverasvæði eins og gerst hefur í Hveragerði. Meira
12. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Hjólin óspart notuð

TVÍBURABRÆÐURNIR Friðrik og Samúel hafa tekið reiðhjólin sín út úr geymslunni og notað þau óspart til að fara allra sinna ferða þessa fyrstu vordaga norðan heiða. Morgunblaðið/Rúnar Þór Meira
12. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Hjólin óspart notuð

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

Hugur kominn út í sjöunda sinn

HUGUR, tímarit Félags áhugamanna um heimspeki, er komið út og er þetta sjöundi árgangur ritsins. Sjö greinar eftir jafnmarga höfunda eru í ritinu, sem er 152 síður að stærð, og er meginefni ritsins að þessu sinni gervigreind. Aðalfundur Félags áhugamanna um heimspeki verður haldinn á morgun, laugardaginn 13. maí í stofu 101 í Odda. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 145 orð

Hugur kominn út í sjöunda sinn

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 610 orð

Hundrað ár liðin frá fyrstu samkomu Hersins á Torginu

UPPHAF Hjálpræðishersins má rekja til trúboðs Englendinga í Austurlöndum 1865, en nafnið Salvation Army fékk hann 1878, og þá fyrst fór hann að breiðast út til annarra landa. Að sögn Daníels Óskarssonar, yfirforingja Hjálpræðishersins á Íslandi og Færeyjum, var frumkvöðullinn að stofnun Hjálpræðishersins hér á landi Þorsteinn J. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 303 orð

Húsið sýnt og hugmyndum safnað

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að Korpúlfsstaðir verði opnaðir almenningi til skoðunar í byrjun júní og safnað verði hugmyndum um framtíðarhlutverk og notkun hússins. "Það er jafnframt ljóst að Golfklúbbur Reykjavíkur hefur áhuga á að komast þarna inn í tengslum við golfvöllinn sem verið er að gera. Meira
12. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Hætta vegna aurbleytu

VEGURINN yfir Mývatnsheiði hefur verið allt að því ófær vegna aurbleytu eftir að snjóa leysti í vor. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á alþingismenn, samgönguráðherra og Vegagerðina að bregðast við því ástandi sem skapast hefur á veginum. Stórhættulegur vegarkafli Meira
12. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 232 orð

Koma kvíarinnar mun líklega tefjast um viku

KOMA flotkvíarinnar sem Akureyrarhöfn hefur fest kaup á og var afhent í Litháen í liðinni viku tefst um einhvern tíma, líklega viku. Ástæðan er sú að sögn formanns hafnarstjórnar, Einars Sveins Ólafssonar, Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 280 orð

Kostnaður á bilinu 1.100 til 2.700 kr.

PÓSTUR og sími hefur sent umsjónarmönnum bréfasíma tilmæli um að breyta símanúmerum í svonefndum nafngjafa tækjanna áður en ný símanúmer taka gildi 3. júní. Eftir þann tíma mun símbréf sem sent er á gamla símanúmerið ekki komast til skila. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 172 orð

Krafa um afvopnun sögð óaðgengileg

MARTIN McGuinness, einn helsti forsprakki Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins (IRA), sagði í gær, að kröfur bresku stjórnarinnar um afvopnun IRA væru óraunhæfar og útilokað að verða við þeim. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 249 orð

Krömdust til bana eftir 500 m fall

UM 100 manns fórust í námaslysi í Suður-Afríku í fyrrinótt. Vildi það þannig til, að málmgrýtislest féll niður um lyftuop og ofan á tveggja hæða lyftu, sem féll síðan 500 metra. Þar lagðist hún saman og þegar björgunarmenn komu á vettvang var aðkoman skelfilegri en orð fá lýst. Frá 1911 til 1994 hafa 69.000 manns týnt lífi í s-afrísku námunum og meira en milljón manna slasast. Meira
12. maí 1995 | Landsbyggðin | 151 orð

Kuldatíð í byrjun sauðburðar

Laxamýri-Sauðburður er hafinn á flestum bæjum en nokkrir bændur eru farnir að láta fyrstu ærnar bera eftir miðjan maí vegna tíðarfars sem oft hefur verið risjótt á vorin undanfarin ár. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 351 orð

Kvartað yfir tómlæti í garð Rússa

RÚSSNESKIR stjórnarandstöðuleiðtogar sögðu á morgunverðarfundi með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í gær að mörgum Rússum fyndist að Vesturlandabúar kærðu sig kollótta um efnahagsþrengingar þeirra. Clinton ræddi við tíu stjórnarandstöðuleiðtoga áður en hann hélt til Úkraínu eftir þriggja daga heimsókn til Moskvu, Meira
12. maí 1995 | Landsbyggðin | 77 orð

Kvenfélagið Bláklukkan gefur gjafir

Á FUNDI hjá kvenfélaginu Bláklukkunni á Egilsstöðum nýlega afhentu kvenfélagskonur tvö gjafabréf til Egilsstaðabæjar. Annað var ætlað til kaupa á búnaði og tækjum við nýju sundlaugina, og tengjast á umönnun og öryggi ungbarna, að upphæð 150.000 kr. Hitt bréfið hljóðaði upp á 80.000 kr. og skal sú upphæð renna til Leikskólans Tjarnarlands og notast til kaupa á útileiktækjum. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 394 orð

Kynningarefni um jarðhita á margmiðlunardiski

FORSVARSMENN Verkfræðistofunnar Rafhönnunar binda miklar vonir við útflutning á íslenskri verkfræðivinnu og hugviti og vísa til Danmerkur í því sambandi, þar sem þriðjungur allrar verkfræðivinnu er fluttur út. Hefur fyrirtækið í kynningarskyni látið útbúa margmiðlunardisk í samvinnu við ýmsa aðila, þar sem m.a. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 205 orð

Landsþing ITC hefst á morgun

10. LANDSÞING ITC á Íslandi verður haldið á Hótel Loftleiðum dagana 13. og 14. maí. ITC stendur fyrir International Training in Communication og eru þetta alþjóðleg þjálfunarsamtök. Nú eru 17 ITC-deildir starfandi á Íslandi og starfa þær vítt og breitt um landið og er fólk mjög áhugasamt um að nýta sér þá möguleika er þátttaka í ITC-starfinu gefur. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 212 orð

Landsþing ITC hefst á morgun

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 196 orð

Lýst eftir vitnum og stolnum bílum

EKIÐ var á hvítan Subaru fólksbíl, R-19985, við Framnesveg 44 á þriðjudagskvöld. Bílnum var lagt við gangstéttarbrún og var ekið á annað afturhorn hans. Sá sem það gerði, eða vitni að óhappinu, eru beðin að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 200 orð

Lýst eftir vitnum og stolnum bílum

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 727 orð

Málamiðlun hafnað á fundi frambjóðenda

Barátta er í uppsiglingu fyrir formannskosningarnar í Alþýðubandalaginu og í samantekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að Steingrímur J. Sigfússon og fylgismenn reyndu að fá Margréti Frímannsdóttur til að hætta við formannsframboð gegn stuðningi í varaformannsembættið, en Margrét kannast ekki við nein tilboð. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Málþing um endurhæfingarhjúkrun

MÁLÞING um endurhæfingarhjúkrun verður haldið á Reykjalundi 13. maí kl. 9­15. Á dagskránni verða eftirtalin efni: Endurhæfing hjartasjúklinga. Endurhæfing helftarlamaðra. Hæfing í dag. Ferli lungnasjúklinga í endurhæfingu. Endurhæfingarhjúkrun á geðsviði. Kynning á bakskóla. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í verkjateymi. Fyrirspurnir og umræður í lok hvers fyrirlestrar. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Mikil eftirspurn eftir íslenskum hænum

SVO virðist sem áhugi á gamla íslenska hænsnakyninu sé að aukast og í Þingeyjarsýslu tekst ekki að anna eftirspurn. Ástæðan fyrir því að norræna genabankanefndin vill að þessum stofni sé haldið við er sú að vefjaflokkagreining hefur sýnt að um 72% af þeim vefjagerðum, sem hafa verið rannsakaðar, þekkjast ekki í hænsfuglum öðrum og gerir það stofninn því áhugaverðan. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 498 orð

"Mikill heiður að koma fram fyrir Íslands hönd"

EUROVISION-KEPPNIN verður haldinn í 40. sinn annaðkvöld í Dublin á Írlandi og er þetta þriðja skiptið í röð sem keppnin fer þar fram. Björgvin Halldórsson mun syngja lagið Núna eftir sjálfan sig og Ed Welch, en íslenskur texti er eftir Jón Örn Marinósson. Talið er að um 380 miljónir áhorfenda um alla Evrópu muni fylgjast með útsendingunni í þetta skiptið. Meira
12. maí 1995 | Miðopna | 1808 orð

Mikilvægt skref í átt til öryggis í heiminum

ÞORRI allra ríkja heims samþykkti á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York í gær að framlengja ótímabundið sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnavopna (Non-Proliferation Treaty, NPT). Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Náðust á hlaupum eftir innbrot

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Náðust á hlaupum eftir innbrot

TVENNT, maður og kona á þrítugsaldri, náðist á hlaupum í fyrrinótt eftir að hafa brotist inn í fjóra bíla á bílastæði við Asparfell. Til ungmennanna sást þar sem þau voru að fara inn í mannlausan bíl á bílastæðinu og var lögregla látin vita. Lögreglumenn komu á staðinn en þegar ungmennin urðu þeirra vör tóku þau til fótanna en náðust á hlaupum. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 556 orð

Nágrenni Kópavogskirkju verði menningarsvæði

FJÖLBREYTT dagskrá var í Kópavogi í gær í tilefni 40 ára afmælis kaupstaðarins. Hátíðin hófst síðasta laugardag og verður haldið upp á afmælið á ýmsan hátt langt fram eftir ári. Bæjarstjórn ákvað á hátíðarfundi að umhverfi Kópavogskirkju, svokallaður Vesturbakki, verði menningarsvæði og þar rísi engar byggingar sem ekki hýsi starfsemi tengda menningu. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Nýr biskupsritari 1. ágúst

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Nýr biskupsritari 1. ágúst

SÉRA Baldur Kristjánsson, sóknarprestur á Höfn í Hornafirði, tekur við starfi biskupsritara 1. ágúst næstkomandi. Hann tekur við starfinu af séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, sem gegnt hefur því síðastliðin fimm ár, en hann tekur aftur við starfi sóknarprests á Borg á Mýrum. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Opinn fundur um fræ- og kornrækt

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Opinn fundur um fræ- og kornrækt

OPINN fundur um fræ- og kornrækt verður haldinn sunnudaginn 14. maí nk. að Hlíðarenda, Hvolsvelli, kl. 15.30 í tilefni þess að þann dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Klemenzar Kr. Kristjánssonar, tilraunastjóra á Tilraunastöðinni á Sámsstöðum. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 353 orð

Óvænt viðbrögð læknaráðsins

GUNNAR Ingi Gunnarsson, læknir, sem á sæti í stjórnarnefnd Ríkisspítala, segir að sér komi viðbrögð læknaráðs Landspítala við skipun Þorvalds Veigars Guðmundssonar í embætti framkvæmdastjóra lækninga við Ríkisspítalana sérstaklega á óvart. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 506 orð

Rannsakar eðli segulstorma í jónahvolfinu

FRANSKAR rannsóknarstofnanir og Raunvísindastofnun Háskólans vígja í dag með formlegum hætti nýja ratsjá við Stokkseyri, sem hefur það hlutverk að rannsaka eðli jónahvolfsins. Rannsóknirnar miða m.a. að því að skilja eðli segulstorma, en þeir valda oft á tíðum truflunum á fjarskiptum. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 325 orð

Ráðherra telji Ólafi hughvarf

FIMM nemendur Reykholtsskóla afhentu Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra í gær bréf og lista með undirskriftum nemenda skólans. Lýsa þeir óánægju sinni með endurráðningu Ólafs Þ. Þórðarsonar, fyrrverandi þingmanns, í stöðu skólameistara og biðja ráðherra um, að fá Ólaf til að endurskoða ákvörðun sína. Einnig hafa foreldrar barna við skólann hafið undirskriftasöfnun. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Ráðstefna í Þykkvabæ um suðurströndina

ÁRLEG ráðstefna Oddafélagsins, Oddastefna, verður haldin laugardaginn 20. maí nk. í Félagsheimili Djúpárhrepps, Þykkvabæ, Rangárþingi, kl. 13­16. Ráðstefnustjóri verður Friðjón Guðröðarson sýslumaður, en ráðstefnan hefst með Oddaerindi sem Þór Jakobsson veðurfræðingur heldur að þessu sinni: Um hafís við Suðurland. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 100 orð

Reuter Balladur segir af sér

12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 97 orð

Reuter Balladur segir af sér

FRANCOIS Mitterrand, fráfarandi forseti Frakklands, féllst í gær á afsagnarbeiðni Edouards Balladurs forsætisráðherra en bað hann um að gegna embættinu til bráðabirgða þar til Jacques Chirac, nýkjörinn forseti, myndar nýja stjórn. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 103 orð

Reuter Flóð í Lousiana

12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 65 orð

Reuter Santer í Austurríki

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 525 orð

Samninganefnd mælir ekki með tillögunni

ÓSKAR Sefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, segist ekki ætla að mæla með samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram í fyrrinótt. Samninganefnd Sleipnis er sömu skoðunar og Guðmundur Jóelsson, varaformaður félagsins, segist ætla að segja af sér ef félagsmenn samþykkja miðlunartillöguna. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 63 orð

Santer í Austurríki

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk opinberri heimsókn sinni til Austurríkis í gær. Austurríki varð aðili að ESB um áramótin. Hann útilokaði þar í ræðu að hvikað yrði frá markmiðunum um peningalegan samruna ESB- ríkjunum. Það væri stórhættulegt að taka upp Maastricht-sáttmálann að nýju. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 232 orð

Segja lögregluembætti láta lögbrot óátalin

FRAMKVÆMDASTJÓRI átaksins Stöðvum unglingadrykkju, Valdimar Jóhannesson, hefur sent dómsmálaráðherra bréf með kröfu um að ráðuneytið hafi afskipti af aðgerðaleysi lögregluembætta, eins og það er orðað. Tilefnið er áfengisauglýsingar á HM í handbolta. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 438 orð

Síldin gæti gefið 2 milljarða í útflutningstekjur

SAMTALS var búið að landa um 32.550 tonnum af síld úr norsk- íslenska síldarstofninum á átta löndunarstöðum hér á landi í gær. Veiði íslensk síldveiðiskip um 200 þúsund tonn gæti útflutningsverðmæti síldarinnar numið um tveimur milljörðum króna. Hólmaborgin landaði í gær um 1.570 tonnum af síld á Siglufirði, sem líklega er mesti afli sem komið hefur upp úr íslensku veiðiskipi. Meira
12. maí 1995 | Miðopna | 978 orð

Skólameistari snýr aftur eftir 15 ár Engin bein lagaákvæði eru um rétt ríkisstarfsmanna til leyfis á meðan þeir gegna

ÓLAFUR Þ. Þórðarson fyrrverandi alþingismaður hefur fengið staðfest hjá menntamálaráðuneytinu að hann eigi rétt á sinni gömlu skólastjórastöðu við Reykholtsskóla og að hann hefji störf þar á ný, eftir fimmtán ára hlé, hinn 1. júní næstkomandi. Meira
12. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 218 orð

Skútustaðahreppur seldi einstaklingum tjaldstæði

Skútustaðahreppur seldi einstaklingum tjaldstæði SKÚTUSTAÐAHREPPUR seldi í gær Gísla Sverrissyni og fleiri Mývetningum tjaldsvæði hreppsins við Reynihlíð fyrir 25 milljónir króna. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 222 orð

Stefnir í danska aðild að VES

DANSKA stjórnin hyggst hugleiða aðild að Vestur-Evrópusambandinu (VES), þar sem sambandið stefnir ekki í að verða Evrópuher heldur friðargæslusamband, er gæti tekið að sér aðgerðir, sem Atlantshafsbandalagið með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar hafa ekki áhuga á að styrkja. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

Styrkir Flugleiðir á stærstu svæðunum

SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða hf., segir að samstarfssamningur SAS og Lufthansa skapi félaginu aukna möguleika og styrki það á stærstu markaðssvæðum þess. "Við gerum ráð fyrir að halda áfram samstarfinu við SAS og þróa það frekar t.d. vegna vildarkorta félaganna og fargjaldasamninga," sagði Sigurður. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Suzuki Baleno frumsýndur

SÝNING verður á nýjum fólksbíl, Suzuki Baleno, hjá Suzuki-bílum hf. í Skeifunni um helgina. Baleno er stærsti fólksbíllinn sem Suzuki hefur framleitt og er nýkominn á markað í Evrópu. Bíllinn er boðinn sem þrennra dyra hlaðbakur og fernra dyra stallbakur með tveimur vélarstærðum, 1,3 og 1,6 lítra, 86 og 99 hestafla. Hann er fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. Baleno kostar frá 1. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Suzuki Baleno frumsýndur

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Tap gegn Georgíu

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tap gegn Georgíu

ÍSLENSKA skáksveitin tapaði í gær viðureign sinni gegn Georgíu 1­3 á Ólympíuskákmóti barna og unglinga yngri en 16 ára á Kanaríeyjum. Jón Viktor og Bragi gerðu jafntefli, en Bergsteinn og Björn töpuðu skákum sínum. Júgóslavar eru efstir á mótinu með 12 vinninga, Georgíumenn eru með 11 vinning, Ungverjar 10, Englendingar 10 og Íslendingar og Norðmenn eru í 5.­6. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

Trjónukrabbi í skelskiptum

TRJÓNUKRABBINN er á ýmsan hátt einkennisdýr Reykjavíkurhafnar. Hann veiðist þar í gildrur allan ársins hring meðan önnur dýr leita mikið út úr höfninni yfir veturinn. Þá er trjónukrabbinn vinsælasta botndýrið í sælífskerjunum á Miðbakka vegna útlits síns og atferlis. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Trjónukrabbi í skelskiptum

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Um 40 fyrirtæki taka þátt í Byggingadögum

SAMTÖK iðnaðarins efna til Byggingadaga á morgun og sunnudag. Dagskráin verður fjölbreytt og þátttökufyrirtækin sýna margs konar nýjungar. Sýndar verða íbúðir og hús á öllum byggingastigum, framleiðendur kynna vörur sínar og ráðgjöf verður veitt á ýmsum sviðum svo sem varðandi fjármál og viðhald húsa og garða. Meira
12. maí 1995 | Landsbyggðin | 90 orð

Umhverfið í okkar höndum

Egilsstöðum-Fræðslufundur um umhverfismál var haldinn á Egilsstöðum nýverið. Guðlaugur Gauti Jónsson frá umhverfisráðuneyti flutti erindi um þróun umhverfismála á Íslandi og Anna Margrét Jóhannesdóttir verkefnisstjóri UMFÍ kynnti umhverfisverkefni UMFÍ 1995. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 269 orð

Varp rænt við Mýrar

NYTJAVARP í eyjum undan Mýrum hefur verið rænt undanfarna daga. Að sögn Svans Steinarssonar, eins þeirra sem á og nytjar eyjarnar, hafði verið farið í flest hreiður þegar hann kom til eftirlits í eyjarnar á þriðjudagsmorgun. Svanur sagði að m.a. hefði verið farið í Þormóðssker og einnig í varp í landi Straumfjarðar og fleiri eyjar við Mýrar. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 275 orð

Varp rænt við Mýrar

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 33 orð

Verslanir Laugavegs opnar lengur

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 32 orð

Verslanir Laugavegs opnar lengur

Verslanir Laugavegs opnar lengur Í TILEFNI svokallaðra vertíðarloka hafa kaupmenn við Laugaveginn ákveðið að hafa opið til kl. 20 í dag, föstudag og ýmsar vörur verða fáanlegar á tilboðsverði föstudag og laugardag. Meira
12. maí 1995 | Erlendar fréttir | 289 orð

Vilja leyfa gæsluliðum sjálfsvörn

VÆNTANLEG ríkisstjórn í Frakklandi vill að gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í lýðveldum gömlu Júgóslavíu verði leyft að endurgjalda árásir með því að skjóta á móti. Alain Juppé utanríkisráðherra, sem margir telja að verði forsætisráðherra í næstu stjórn, skýrði frá þessu í gær. Meira
12. maí 1995 | Landsbyggðin | 161 orð

Víkurprjón hf. flytur í nýtt húsnæði

Fagradal-Víkurprjón hf. flutti núna í byrjun maí í nýtt 100 fermetra iðnaðarhúsnæði og er það staðsett við hliðina á Víkurskála. Nýja húsið sameinar alla starfsemi Víkurprjóns hf. á einn stað þ.m.t. sokkaprjón, peysuframleiðslu og ferðamannaverslun. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Vordagar Húsasmiðjunnar

VORDAGAR Húsasmiðjunnar hefjast í dag, föstudaginn 12. maí og standa fram á laugardaginn 27. maí. Vordagar höfða til allra sem huga á einhverjar framkvæmdir í sumar, allt frá því að snyrta trén úti í garði upp í það að reisa sér sumarhús. Kynningar verða bæði innan- og utandyra í verslunum í Skútuvogi og Hafnarfirði. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Vordagar Húsasmiðjunnar

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 33 orð

Vorverkin

IÐNAÐARMENN eru hvarvetna teknir til við þau útiverk sem ávallt fylgja sumrinu. Skólahús Menntaskólans í Reykjavík fær andlitslyftingu nú í sumar og eru málararnir þegar byrjaðir að hressa upp á útlit þess. Meira
12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 34 orð

Vorverkin

12. maí 1995 | Innlendar fréttir | 647 orð

Þjóðarauður veltur á heilbrigði kvenna

ÁSTA Möller fæddist í Reykjavík 12. janúar 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1976 og BSc-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1980. Ásta starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítala 1980­82 og gegndi stöðu deildarstjóra 1984­86. Meira
12. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 327 orð

(fyrirsögn vantar)

Forseti Íslands sér Guð/jón FORSETI Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður heiðursgestur á síðustu sýningu á leikverkinu Guð/jón í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld og hefst sýningin kl. 20.00. Meira

Ritstjórnargreinar

12. maí 1995 | Leiðarar | 736 orð

BREYTINGAR Á HÚSNÆÐISKERFI

BREYTINGAR Á HÚSNÆÐISKERFI ITT af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum er að breyta fyrirkomulagi húsbréfalána á þann veg, að boðið verði upp á sveigjanlegan greiðslutíma lánanna. Nú eru húsbréfalán til 25 ára en samkvæmt hugmyndum Páls Péturssonar félagsmálaráðherra yrði lánstími breytilegur frá 15 til 40 ára. Meira
12. maí 1995 | Staksteinar | 373 orð

»Ríkissjóðshallinn og veiðileyfagjaldið FRJÁLS verzlun segir það alvarle

FRJÁLS verzlun segir það alvarleg mistök hjá nýrri ríkisstjórn, hverrar meginverkefni sé að ná hallalausum ríkisbúskap, að taka ekki upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Ekki sé hægt fyrir eiganda sjávarauðlindarinnar, þjóðina, að horfa upp á að farið sé að greiða eigna- og erfðaskatta af kvótanum. Verðleggjum fiskimiðin Meira

Menning

12. maí 1995 | Menningarlíf | 821 orð

200 milljóna króna leikrit fær mesta skell í sögu Broadway

"ON THE Waterfront" átti að verða eitt íburðarmesta leikrit, sem sett hefur verið upp á Broadway í New York. Uppfærslan kostaði að talið er þrjár milljónir dollara (tæpar 200 milljónir ÍSK). Nú er talað um að þetta sé mesti skellur, sem leikrit hefur fengið í sögu Broadway. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 48 orð

Arafat verður pabbi

LEIÐTOGI Palestínuaraba, Yassir Arafat, sem er 65 ára, á von á barni í sumar með eiginkonu sinni Souha, sem er 34 árum yngri en hann eða 31 árs. Arafat og Souha gengu í það heilaga árið 1991 og við sama tækifæri tók Souha upp íslamska trú. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 182 orð

Beethoven og Rachmaninov í Nýja tónlistarskólanum

TVEIR nemendur Nýja tónlistarskólans úr píanódeild halda tónleika í sal skólans á morgun, laugardag kl. 14. Aðeins tvö verk eru á efnisskránni. Píanósónata op. 110 í As- dúr, er ein sérstæðasta píanósónata Beethovens og hana leikur Sigmar Karl Stefánsson, en hann er nemandi Ragnars Björnssonar. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 108 orð

Burtfarartónleikar í Áskirkju

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar gengst fyrir tónleikum í Áskirkju laugardaginn 13. maí kl. 14. Einleikari á tónleikunum er Guðjón Steingrímur Birgisson gítarleikari og eru þetta burtfarartónleikar hans frá Tónskólanum. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 59 orð

Ciccolina fékk forræðið

ÍTALSKA klámmyndastjarnan og þingmaðurinn fyrrverandi Ciccolina hefur fengið forræði yfir Ludwig Maximilian, sem er tveggja ára sonur hennar og bandaríska listamannsins Jeffs Koons. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 45 orð

Clinton Úkraínumaður

SKOPMYND í svart-hvítu af Bill Clinton forseta Bandaríkjanna er á forsíðu eins af vikublöðum Úkraínu sem fjallar um hvað er á döfinni þar í landi. Við myndina stendur "Leiðtogi Bandaríkjanna verður Úkraínumaður í einn dag", en Clinton er þar í heimsókn um þessar mundir. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 126 orð

Crawford plumar sig vel

CINDY Crawford þykir standa sig með ágætum í hasarmyndinni Fair Game. Svo vel reyndar að Warner hefur þegar gert samning við hana um að leika í annarri mynd og mun hún fá rúmar hundrað og tuttugu milljónir króna fyrir sinn snúð. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða mynd verður fyrir valinu. Auk þess hefur hún sýnt tilboði frá Fox um að leika hasarmyndahetju "áhuga". Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 192 orð

Dagskráin í maí

LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarans hefur ákveðið dagskrá sína fyrir maímánuð. Mánudaginn 15. maí mun gítarleikararnir Hinrik Bjarnason og Rúnar Þórisson leika spænska og suður-ameríska tónlist og Sophie Schoonjans og Guðrún Birgisdóttirsaman á hörpu og flautu. Mánudaginn 22. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 36 orð

Ferre heiðraður

LIZA Minelli kyssir ítalska fatahönnuðinn Gianfranco Ferre til hamingju síðastliðinn miðvikudag. Hún hafði þá afhent honum viðurkenningu frá átaksnefnd í Los Angeles sem berst gegn úbreiðslu eyðni. Hann var heiðraður fyrir framlag sitt til baráttunnar. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 158 orð

Flæði og fræhús

MYNDLISTARSÝNING Evu Benjamínsdóttur, sem ber heitið Flæði & fræhús verður opnuð á laugardag kl. 14 í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Þetta er þriðja einkasýning Evu á 12 árum. Hún sýndi 1983 í Ásmundarsal og 1988 í Gallerí Evu á Miklubraut 50 sem var einnig heimili Evu. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 164 orð

Flæði og fræhús

12. maí 1995 | Menningarlíf | 93 orð

Græna smiðjan

12. maí 1995 | Menningarlíf | 90 orð

Græna smiðjan HANDVERKSHÚSIÐ Græna smiðjan, Breiðumörk 26, í Hveragerði heldur upp á eins árs afmælið sunnudaginn 14. maí. Þá

HANDVERKSHÚSIÐ Græna smiðjan, Breiðumörk 26, í Hveragerði heldur upp á eins árs afmælið sunnudaginn 14. maí. Þá gefst kostur á að fylgjast með handverksfólki að störfum og sjá meðal annars pappírsgerð og körfugerð, boðið verður upp á íslenskt jurtate og gulrótarkökur. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 109 orð

Harpa í Sverrissal

12. maí 1995 | Menningarlíf | 101 orð

Harpa í Sverrissal HARPA Björnsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum í Sverrissal í Hafnarborg laugardaginn 13. maí kl. 14.

HARPA Björnsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum í Sverrissal í Hafnarborg laugardaginn 13. maí kl. 14. Myndirnar í Hafnarborg eru í hinum mörgu litbrigðum af rauðu og eru samsettar úr fleiri einingum. Í myndunum teflir Harpa saman tilvísunum og táknmyndum, sem eru hver á sinn hátt lífstákn. Þetta er tólfta einkasýning Hörpu og stendur hún til 28. maí. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 183 orð

Háskólabíó frumsýnir Star Trek kynslóðir

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á ævintýramyndinni Star Trek kynslóðir en hún er vinsælasta geimævintýramynd síðari ára og hefur slegið út öll aðsóknarmet Star Trek í heiminum, segir í fréttatilkynningu. Með aðalhlutverk fara Patrick Stewart, William Shatner, Malcolm McDowell og Whoopi Goldberg. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 76 orð

Heiðar Jónsson skemmti í Mýrdal

HEIÐAR Jónsson, snyrtir, skemmti með 2 tíma skemmtun í nýja veitingasalnum á ferðaþjónustubænum Höfðabrekku í Mýrdal í byrjun maí. Mikill áhugi var hjá Mýrdælingum fyrir því að heyra í Heiðari og var fullt í sætum eða 70 manns. Þetta var hin besta skemmtun því Heiðar var í góðu stuði svo og áhorfendur. HEIÐARbregður á leik. Meira
12. maí 1995 | Myndlist | 682 orð

12. maí 1995 | Menningarlíf | 89 orð

Innlend og erlend lög

12. maí 1995 | Menningarlíf | 84 orð

Innlend og erlend lög VORTÓNLEIKAR Kórs Átthagafélags Strandamanna verða sunnudaginn 14. maí í Seljakirkju og hefjast þeir kl.

VORTÓNLEIKAR Kórs Átthagafélags Strandamanna verða sunnudaginn 14. maí í Seljakirkju og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskránni eru innlend og erlend lög. Einig leikur Malcolm Holloway á trompet. Kór Átthagafélags Strandamanna hefur starfað nær óslitið síðan 1958 og eru kórfélagar nú 36. Meira
12. maí 1995 | Tónlist | 397 orð

Í Víðihlíð

Reykjalundarkórinn flutti íslensk þjóðlög og ýmis erlend lög. Raddþjálfari: Unnur Jensdóttir Undirleikari: Hjördís Elín Lárusdóttir Stjórnandi: Lárus Sveinsson NÚ FER kóravertíðinni að ljúka en sá þáttur menningarstarfs er með ólíkindum fjölbreyttur hér á landi, því segja má, að öll átthagafélög og stærri vinnustaðir hafi sinn kór og eins og einn tónleikagesta sagði, Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 65 orð

Jóhann sýnir 27 listaverk JÓHANN Torfason opnar listsýningu í sýningarsalnum Við Hamarinn, Strandgötu 50, á laugardag. Á

JÓHANN Torfason opnar listsýningu í sýningarsalnum Við Hamarinn, Strandgötu 50, á laugardag. Á sýningunni verða 27 listaverk, einkum akrýlmyndir á striga en einnig grafík og skúlptúrar. Jóhann er 30 ára Reykvíkingur, útskrifaður úr Myndlista- og handíðaskólanum 1989 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölda sýninga. Sýningin opnar kl. 16 og stendur til 28. maí. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 72 orð

Jónasarsyrpan í Bæjarleikhúsinu ÁLAFOSSKÓRINN heldur sína árlegu tónleika í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ, sunnudaginn 14. maí kl.

ÁLAFOSSKÓRINN heldur sína árlegu tónleika í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ, sunnudaginn 14. maí kl. 20.30. Söngstjóri er Helgi R. Einarsson og undirleikari Daníel Arason. Á efnisskránni eru innlend og erlend dægurlög, ættjarðarlög, negrasálmar og Jónasar-syrpan "lífið er lotterí" Álafosskórinn er á leið til Danmerkur í júní og mun syngja í ýmsum borgum t.d. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 158 orð

Leikarar í fyrirsætustörfum

"TOPPFYRIRSÆTUR hafa margar hverjar haslað sér völl í kvikmyndum, en nú er þetta að snúast við," segir leikkonan Molly Ringwold, en hún gerði nýlega samning um að sitja fyrir í væntanlegri auglýsingaherferð Barneys í New York. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 73 orð

Leyndir draumar

12. maí 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Leyndir draumar LEIKFÉLAGIÐ Leyndir draumar var nýlega stofnað, en hópurinn sem stendur að félaginu varð til í Kramhúsi Hafdísar

LEIKFÉLAGIÐ Leyndir draumar var nýlega stofnað, en hópurinn sem stendur að félaginu varð til í Kramhúsi Hafdísar Árnadóttur haustið 1992. Þá stóð Hlín Agnarsdóttir fyrir leiklistarnámskeiði fyrir fullorðið fólk. Leyndir draumar hafa þegar sett upp tvær sýningar. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 59 orð

Listasafnið lokað

12. maí 1995 | Menningarlíf | 55 orð

Listasafnið lokað LISTASAFN Íslands verður lokað um mánaðartíma frá og með 15. maí n.k. vegna endurbóta á glerhvelfingu

LISTASAFN Íslands verður lokað um mánaðartíma frá og með 15. maí n.k. vegna endurbóta á glerhvelfingu tengibyggingar. Plasthvelfingar í þaki verða endurnýjaðar og sett í gler sem dregur úr innrauðri og útfjólublárri geislun sólarljóssins inn í tengibygginguna. Verktaki er Álstoð hf. en arkitekt er húsameistari ríkisins. Framkvæmdasýsla ríkisins sér um eftirlit með framkvæmdinni. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 95 orð

Listnemar heimsækja Ólafsfjörð og Dalvík ÞAR sem nemendur Myndlistarskólans á Akureyri koma víðsvegar að, hefur í ár verið

ÞAR sem nemendur Myndlistarskólans á Akureyri koma víðsvegar að, hefur í ár verið ákveðið að brydda upp á þeirri nýjung að vera með farandsýningu í nágrannabæjum Akureyrar. Nemendur fornámsdeildar, fyrsta og annars árs grafískrar hönnunar og málunardeildar sýna þar verk sín. Meira
12. maí 1995 | Leiklist | 693 orð

"Mara kvíðans mannkyn treður"

Leikfélag Akureyrar. GUÐ/jón. Handrit, útlit og leikstjórn: Viðar Eggertsson. Tónlistarstjórn: Rósa Kristín Baldursdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. LEIKFÉLAG Akureyrar hefur gengið til liðs við kirkjuna í höfuðstað Norðurlands og frumsýnt athyglisvert leikverk í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Er það einn af mörgum þáttum kirkjulistaviku, sem stendur frá 7. til 14. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 58 orð

"Með lífið í lúkunum" á Vopnafirði LEIKFÉLAGAR á Vopnafirði frumsýna leikritið "Með lífið í lúkunum", trylli í tveim þáttum

LEIKFÉLAGAR á Vopnafirði frumsýna leikritið "Með lífið í lúkunum", trylli í tveim þáttum eftir Ira Levin, í félagsheimilinu Miklagarði í kvöld kl. 20.30. Önnur sýning verður 14. maí og hin þriðja 15. maí. Allar sýningarnar hefjast kl. 20.30. Þá er fyrirhuguð sýning á Borgarfirði eystra laugardaginn 20. maí. Leikstjóri er Aldís Baldvinsdóttir. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 241 orð

Mikill áhugi á starfi Leikfélags Selfoss

Selfossi-Á síðustu 5 árum hefur Leikfélag Selfoss frumsýnt sjö leikrit þar af sex í fullri lengd. Frá 1958 hefur Leikfélag Selfoss sett upp 45 leikverk. Á nýliðnum vetri sýndi félagið þrjú leikrit, tvö fyrir fullorðna og eitt fyrir börn. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 59 orð

Mæður í Hollywood

"HANN stækkaði og stækkaði og varð þessi líka yndislega manneskja," segir Leah Adler um son sinn Steven Spielberg. Eins og sjá má eiga fleiri kvikmyndastjörnur mæður sem passa upp á börnin sín í hinum harða og oft miskunnarlausa heimi Hollywood. OPRAH Winfrey ogVernita Lee. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 112 orð

Náttúrustemmningar Nínu

12. maí 1995 | Menningarlíf | 108 orð

Náttúrustemmningar Nínu NÚ LÍÐUR að lokum sýningar á afstraktmyndum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands, en sýningin hefur

NÚ LÍÐUR að lokum sýningar á afstraktmyndum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands, en sýningin hefur verið framlengd um viku vegna mikillar aðsóknar og fjölda óska. Á sýningunni má sjá margar glæsilegustu afstraktmyndir listakonunnar. Nína dvaldi oft á Íslandi á sumrin og sótti innblástur til íslenskrar náttúru. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 58 orð

rjár myndlistarsýningar

12. maí 1995 | Menningarlíf | 61 orð

rjú málverk á striga

12. maí 1995 | Menningarlíf | 61 orð

Samsýning tíu

12. maí 1995 | Menningarlíf | 58 orð

Samsýning tíu SAMSÝNING tíu myndlistarmanna sem staðið hefur yfir í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, lýkur nú á sunnudag 14. maí.

SAMSÝNING tíu myndlistarmanna sem staðið hefur yfir í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, lýkur nú á sunnudag 14. maí. Listamennirnir sem sýna eru; Ásdís Kalmann, Dósla, Erla Sigurðardóttir, Guðrún Einarsdóttir, Iðunn Thors, Magnús S. Guðmundsson, Margrét Sveinsdóttir, Ólafur Benedikt Guðbjartsson, Sesselja Björnsdóttir og Torfi Ásgeirsson. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 80 orð

Síðasta sýningarhelgi Sigrúnar í Norræna húsinu SÝNINGU Sigrúnar Eldjárn í Norræna húsinu lýkur sunnudaginn 14. maí kl. 19. Á

SÝNINGU Sigrúnar Eldjárn í Norræna húsinu lýkur sunnudaginn 14. maí kl. 19. Á sýningunni eru 32 olíumálverk, máluð á síðustu þremur árum. Þetta er 14. einkasýning Sigrúnar, en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Mörg opinber söfn og stofnanir eiga verk eftir Sigrúnu. Hún starfar bæði sem myndlistarmaður og rithöfundur. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 50 orð

Símakórinn í Seljakirkju

12. maí 1995 | Menningarlíf | 47 orð

Símakórinn í Seljakirkju SÍMAKÓRINN, kór félags íslenskra símamanna, heldur vortónleika í Seljakirkju á laugardag 13. maí kl.

SÍMAKÓRINN, kór félags íslenskra símamanna, heldur vortónleika í Seljakirkju á laugardag 13. maí kl. 17. Auk hans koma fram á tónleikunum kór MFA, menningar og fræðslusamband alþýðu og Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar. Stjórnendur kóranna eru Kjartan Sigurjónsson og Kjartan Ólafsson, en undirleikari Hólmfríður Sigurðardóttir. Meira
12. maí 1995 | Myndlist | -1 orð

Sneglur í leir

Opið virka daga kl. 12-18 og kl. 10-14 um helgar til 13. maí. Aðgangur ókeypis LISTHÚSIÐ í rauða húsinu á horni Klapparstígs og Grettisgötu hefur nú verið starfrækt um nær fjögurra ára skeið, og lifað af erfiða tíma í listheiminum á undangengnum árum. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 999 orð

Spegilmynd sögunnar

Í BRÖTTUM og brakandi tréstiga vestur í bæ mæti ég Sigríði Helgadóttur, roskinni og glaðbeittri konu með ullarsjal yfir herðum; við höfðum mælt okkur mót upp á háalofti í Ellingsenshúsunum en þar er stærstur hluti tímarita- og blaðasafns föður hennar, Helga Tryggvasonar bókbindara, geymt. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 223 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Litlar konur

STJÖRNUBÍÓ er að taka til sýningar kvikmyndina Litlar konur eða "Little Women" eins og hún heitir á frummálinu. Myndin er gerð eftir sígildri sögu Louisu May Alcott og hefur hún verið kvikmynduð þrisvar áður fyrst árið 1933 undir stjórn George Cukor með Katherine Hepburn í aðalhlutverki. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 113 orð

Sumarhrollvekja Kaffileikhússins

NÚ STANDA yfir æfingar á sumarleikriti Kaffileikhússins, herbergi Veroniku, eftir Ira Levin. Leikendur eru Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Ragnhildur Rúriksdóttir og Gunnlaugur Helgason. Meira
12. maí 1995 | Leiklist | 640 orð

Svo aldrei gleymi

Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Dagbók Önnu Frank eftir F. Goodrich og A. Hackett. Þýðing: Sveinn Víkingur, endurskoðuð af Stefáni Baldurssyni. Leikstjóri og höfundur leikmyndar: Guðjón Sigvaldason. Leikendur: Halldóra M. Pétursdóttir, Soffía B. Sigurjónsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Daníel Behrend, Atli M. Sveinsson, Sigurgeir Baldursson, Sigurborg K. Hannesdóttir, Jón G. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 89 orð

Sýning á skálum

12. maí 1995 | Menningarlíf | 85 orð

Sýning á skálum ELÍSABET Haraldsdóttir opnaði í gær sýningu á skálum í Gallerí Úmbru í Bernhöftstorfu. Skálarnar eru unnar í

ELÍSABET Haraldsdóttir opnaði í gær sýningu á skálum í Gallerí Úmbru í Bernhöftstorfu. Skálarnar eru unnar í vetur sem leið en með vorkomuna í huga. Þær eru unnar í postulín og seinleir, sem myndaðist í jarðlögum löngu áður en Ísland reis úr hafi. Skálarnar eru óður til íslensks vorgróðurs með ósk um að lið listræna og notagildið haldist í hendur. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Sýningu Sossu lýkur

12. maí 1995 | Menningarlíf | 74 orð

Sýningu Sossu lýkur SÝNINGU á olíuverkum Sossu, Margrétar Soffíu Björnsdóttur, í Gallerí Fold, Laugavegi 118, lýkur nú á

SÝNINGU á olíuverkum Sossu, Margrétar Soffíu Björnsdóttur, í Gallerí Fold, Laugavegi 118, lýkur nú á sunnudag. Á sama tíma lýkur kynningu á verkum Grétu Þórsdóttur í kynningarhorni Foldar. Sossa hefur haldið nokkrar einkasýningar, flestar erlendis, og tekið þátt í mörgum samsýningum. Gréta stundaði myndlistarnám í Reykjavík og Helsingfors í Finnlandi. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 71 orð

Tímarit

HÁSKÓLI íslands hefur hafið útgáfu nýs tímarits, Sæmundur á selnum. Ritið, sem fjallar aðallega um rannsóknir sem stundaðar eru innan Háskólans, er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á íslenskum rannsóknum. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 75 orð

Tímarit

12. maí 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Tolli í Gallerí Fold

12. maí 1995 | Menningarlíf | 52 orð

Tolli í Gallerí Fold NOKKUR stór olíumálverk eftir Tolla verða til sýnis og sölu í Gallerí Fold við Rauðarárstíg, frá

NOKKUR stór olíumálverk eftir Tolla verða til sýnis og sölu í Gallerí Fold við Rauðarárstíg, frá mánudeginum 15. maí til fimmtudagsins 18. maí. Eru þetta eldri verk Tolla, þ.ám. eitt sem er tæpir átta metrar að lengd. Gallerí Fold er opið daglega kl. 10­18, nema sunnudaga kl. 14­18. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 207 orð

Verðlaunamyndir Stuttmyndadaga

STUTTMYNDADÖGUM í Reykjavík 1995 lauk fimmtudagskvöldið 4. maí. Eftirfarandi myndir unnu til verðlauna: 1. verðlaun: Two little girls and a war eftir Maríu Sigurðardóttir. 2. verðlaun: TF-3BB eftir Gunnar B. Guðmundsson og Einelti eftir Guðmund Karl Sigurdórsson. 3. verðlaun: Ég elska þig, Stella eftir Ragnar Bragason. 4. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 149 orð

Vortónleikar í Keflavík

12. maí 1995 | Menningarlíf | 143 orð

Vortónleikar í Keflavík

LÚÐRASVEITIR Tónlistarskóla Keflavíkur, yngri og eldri, halda tónleika í Félagsbíói laugardaginn 13. maí og hefjast þeir kl. 17. Stjórnendur lúðrasveitanna eru Sigrún Sævarsdóttir og Karen Sturlaugsson. Meira
12. maí 1995 | Fólk í fréttum | 289 orð

Þrjár myndir Welles á meðal tuttugu efstu

Í KÖNNUN breska blaðsins Time Out sem birtist síðastliðinn miðvikudag var frekar lítið gert úr þeim kvikmyndum sem framleiddar hafa verið í Hollywood undanfarin tuttugu ár. Rúmlega sextíu leikstjórar tóku þátt í könnuninni og þar á meðal voru John Boorman, Pedro Almodovar, Billy Wilder og Roman Polanski. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 306 orð

Þrjár myndlistarsýningar

ÞRJÁR myndlistarsýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum laugardaginn 13. maí. Yfirlitssýning í vestursal á vatnslitamyndum eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, í tilefni af aldarminningu listamannsins, sýning á teiknimyndasögum eftir Bjarna Hinriksson í vesturforsal og sýning á nýjum verkum eftir Kristján Steingrím Jónsson. Sýningarnar verða opnar daglega frá kl. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 56 orð

Þrjár myndlistarsýningar ÞRJÁR myndlistarsýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu á laugardag kl. 16. Þór Vigfússon sýnir

ÞRJÁR myndlistarsýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu á laugardag kl. 16. Þór Vigfússon sýnir málverk í neðri sölum safnsins og Anna Eyjólfsdóttir sýnir umhverfisverk í efri sölum og porti. Sýning Önnu ber heitið Hringrás. Gestur í setustofu safnsins er Jóhann Valdimarsson. Safnið er opið daglega frá kl. 14­18 og lýkur sýningunum 28. maí. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 58 orð

Þrjú málverk á striga VICTOR Guðmundur Cilia opnar myndlistarsýningu í Gallerí Sævars Karls í dag, föstudag. Victor lauk námi

VICTOR Guðmundur Cilia opnar myndlistarsýningu í Gallerí Sævars Karls í dag, föstudag. Victor lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992. Þetta er hans fjórða einkasýning, en auk þess hefur hann tekið þátt í tveimur samsýningum. Á sýningunni eru þrjú málverk unnin með olíu á striga og eru þau öll frá þessu ári. Meira
12. maí 1995 | Menningarlíf | 49 orð

(fyrirsögn vantar)

ANNAÐ tölublað bókmenntatímaritsins Andblæs er komið út. Í tímaritinu eru meðal annars birt ljóð, smásögur, örleikrit og draumbókmenntir. Meðal höfunda eru Þórður Helgason, Sigurður A. Magnússon, Þorvaldur Þorsteinsson, Kjartan Árnason, Gímaldin, Birgitta Jónsdóttir og Birgir Svan Símonarson. Meira

Umræðan

12. maí 1995 | Velvakandi | 584 orð

Að velja hjúkrun

HJÚKRUNARFRÆÐINÁM er fjögurra ára háskólanám sem lýkur með BS-gráðu. Sú gráða er alþjóðlega viðurkennd og eru möguleikar á atvinnu að námi loknu, svo og á framhaldsnámi, mjög fjölbreyttir. Vegna mikils fjölda þeirra sem vilja læra hjúkrunarfræði á móti þeim verknámsplássum sem Háskóli Íslands (HÍ) og Háskólinn á Akureyri (HA) hafa til umráða hefur orðið að taka upp samkeppnispróf (numerus clausus) Meira
12. maí 1995 | Aðsent efni | 296 orð

A/V riðill:

Þórdís Einarsdóttir ­ Birgir Magnússon104Björk Lind Óskarsdóttir ­ Arnar Eyþórsson94Einar Einarsson ­ Einar Pétursson79A/V riðill: Hjördís Jónsdóttir ­ Soffía Guðmundsdóttir91Stefán Hjaltalín ­ Einar Daði Reynisson79Markús Úlfsson ­ Agnar Guðjónsson79 Á hverjum þriðjudegi kl. 19. Meira
12. maí 1995 | Aðsent efni | 298 orð

Á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga

STÖRF hjúkrunarfræðinga hafa verið lítt áberandi í þjóðfélaginu gegnum tíðina, þar sem þau hafa að mestu leyti farið fram innan veggja sjúkrastofnana. Á síðustu árum hefur starfssvið okkar aukist til muna. Núna starfa hjúkrunarfræðingar við fleira en beina umönnun sjúkra. Meira
12. maí 1995 | Aðsent efni | 629 orð

bjornÞcentrum.is

Ekkert var að því að sitja við hlið hins nýja menntamálaráðherra á Alþingi á síðasta löggjafarþingi, þó að vart verði um hann sagt að hann sé tiltakanlega ræðinn eða gamansamur. En á því er nú skýring. Honum láðist alveg að segja mér í upphafi kynna að hann kysi heldur að hafa samband við fólk um tölvupóst en að taka þátt í innihaldslitlu skrafi. Þetta kom fyrst fram í Morgunblaðinu í gær. Meira
12. maí 1995 | Aðsent efni | 877 orð

Einkavæðing áfengissölu

12. maí 1995 | Aðsent efni | 861 orð

Einkavæðing áfengissölu

Á DÖGUNUM lauk Alþingi og voru mörg mál afgreidd síðustu daga þingsins, en ekki tókst að ljúka öllu sem fyrir lá. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórninni tókst ekki að knýja í gegn voru lög um afnám einkaréttar ÁTVR á innflutningi áfengis. Þó var reynt fram á síðustu klukkustundir þingsins. Nú á enn að reyna að knýja á framgöngu málsins á vorþingi. Meira
12. maí 1995 | Aðsent efni | 167 orð

Ég vilJón Múla aftur

Miðvikudaginn 10. maí las ég í Morgunblaðinu stutta grein eftir Vilhelm G. Kristinsson útvarpshlustanda. Yfirskrift greinarinnar er: Við viljum Jón Múla aftur. Ég tek undir þessi orð og geri þau að mínum: Ég vil fá Jón Múla Árnason aftur til að annast jassþætti í Ríkisútvarpinu, eins og hann lengi og vel hefur gert. Meira
12. maí 1995 | Velvakandi | 331 orð

Græðum upp landið og sköpum 300-500 ný störf

ÉG GET ekki lengur þagað, undanfarin 20 ár hafa garðyrkjumenn og almenningur farið með allan trjáklippuúrgang á öskuhaugana í Gufunesi. Á ári hverju hefur myndast þarna geysistórt fjall af afklippum, sem hefur verið urðað. Síðasta ár hefur verið gerð tilraun með að kurla það og reynt að gera úr því mold. Meira
12. maí 1995 | Velvakandi | 533 orð

ÍKVERJI vill ekki láta hjá líða að lýsa yfir ánægju sinni með fra

ÍKVERJI vill ekki láta hjá líða að lýsa yfir ánægju sinni með framkvæmd Heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Hún hefur tekist framar vonum. Þá ber að þakka fjölmiðlum fyrir ítarlega og góða umfjöllun. RUV hefur sýnt þrjá leiki á dag í beinni útsendingu, landsmönnum til mikillar ánægju. Meira
12. maí 1995 | Aðsent efni | 824 orð

Launakjör forseta Alþingis

LAUNAKJÖR forseta Alþingis hafa verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu og umræðan um þau farið út um víðan völl. Í þeim hefur kjarni málsins að mestu leyti farið fyrir ofan garð og neðan og ýmislegt verið fullyrt, sem á sér litla stoð eða byggist á vafasömum forsendum. Meira
12. maí 1995 | Velvakandi | 62 orð

Leiðrétt Rangur myndatexti

Í grein um meistarakeppni í samkvæmisdönsum í blaðinu í gær urðu þau mistök að rangur myndatexti birtist með einni myndinni. Þar átti að standa Atli Heimisson og Sandra J. Bernburg en ekki Þorleifur Einarsson og Hólmfríður Björnsdóttir. Þá misritaðist skammstöfun allra nemenda Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Skammstöfunin var DJÁ en átti að vera DHÁ. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
12. maí 1995 | Aðsent efni | 1309 orð

Smásöluverslun í dreifbýli ­ Hvert stefnir?

KAUPMENN á Vestfjörðum og þá sér í lagi matvörukaupmenn á Ísafirði, hafa legið undir ámæli af hálfu verkalýðsforystu Baldurs fyrir hátt vöruverð. Fyrir rúmu ári síðan kom fram í viðtali sem haft var við starfsmann Baldurs að matvörukaupmenn á Ísafirði hefðu ekki skilað virðisaukaskattslækkun sem varð á matvælum 1. janúar 1994. Meira
12. maí 1995 | Velvakandi | 40 orð

TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, kvikmyndum og bók

TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, kvikmyndum og bókalestri: Cecili Sagoe, c/o Box 390, Oguaatown, Ghana. TUTTUGU og fimm ára Ghanastúlka með áhuga áferðalögum, tímaritum og íþróttum: Felicia Lee Mensah, c/o Boison, P.O. Box 223, Cape Oguaa, Ghana. Meira
12. maí 1995 | Velvakandi | 1106 orð

Tæknin og atvinnuleysið

ATVINNUMÁLIN standa nú illa. Atvinnuleysið er komið til að vera og vex með árunum svo lengi sem það tekur að finna leiðir til úrbóta. Hús eru nú hætt að seljast af því hvað hús eru dýr í byggingu og komin langt fram úr því verðlagi sem boðið verður á næstunni. Hús þessi geta orðið um helmingi ódýrari í byggingu - og varanlegri - en nútíma hús. Meira
12. maí 1995 | Aðsent efni | 429 orð

Uppáhald íslensku þjóðarinnar

Í ÞAU 40 ár sem ég hef búið á Íslandi hef ég stöðugt orðið fyrir nýrri og óvenjulegri lífsreynslu. Eins og allir vita hef ég tekið þátt í uppbyggingu sönglistar hér á þessari eyju víðs fjarri miklum tónlistarhöllum meginlandsins. Hér hef ég fengið tækifæri til að vinna með mörgum einsöngsnemendum og kórum og hefur það starf veitt mér ómælda ánægju. Meira

Minningargreinar

12. maí 1995 | Minningargreinar | 166 orð

Árni Elíasson

12. maí 1995 | Minningargreinar | 288 orð

ÁRNI ELÍASSON

Árni Elíasson fæddist í Hólshúsum, Gaulverjabæjarhreppi í Flóa í Árnessýslu, 11. apríl 1917. Hann lést í Reykjavík 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Þórðardóttir, f. 29.8. 1885 í Hólshúsum, d. 9.3. 1969, og Elías Árnason, f. 31.12. 1884 í Vöðlakoti í sömu sveit, d. 25.9. 1966. Þau bjuggu alltaf í Hólshúsum. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 163 orð

Árni Elíasson - viðb

Elsku afi, við vissum alltaf að sá tími mundi koma að þú færir frá okkur, en þó var okkur mjög brugðið þegar sá tími kom. Síðustu ár gastu ekki tjáð þig um tilfinningar þínar, en lítið bros og glöð augu sögðu sitt. Elsku afi, það var gott að vita af þér í höndum góðs fólks á hjúkrunardeild Grundar, konurnar þar voru svo góðar við þig. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 146 orð

Hans Ernir Viðarsson

Föstudagskvöldið 28. apríl barst okkur sú harmafregn að elskulegur sonur okkar og bróðir, hann Hansi, hefði látist af slysförum. Hvað getur maður sagt, þegar ungur drengur í blóma lífsins er svo skyndilega hrifinn burt? Við sem áttum eftir að segja og gera svo margt. Samverustundirnar voru alltof fáar, en það er svo margt sem þú skilur eftir. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 271 orð

Hans Ernir Viðarsson

Nokkur kveðjuorð til æskuvinar míns sem kvaddi allt of fljótt. Svo fljótt að enginn tími gafst til að kveðja hann hinsta sinni. Við Hansi vorum leikfélagar í Snælandshverfi þegar hann var 5-9 ára en ég árinu eldri. Hann fór oftast með frumkvæðið í uppátækjum okkar og gat stundum farið svolítið mikið fyrir honum. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 133 orð

HANS ERNIR VIÐARSSON

HANS ERNIR VIÐARSSON Hans Ernir Viðarsson fæddist 10. nóvember 1974. Hann lést af slysförum 28. apríl sl. Foreldrar hans eru Guðrún Ísfold Johansen og Viðar Ernir Axelsson. Fósturfaðir hans og eiginmaður Guðrúnar er Ingi Þór Þórarinsson og eiga þau tvö börn, Guðna, f. 8. janúar 1985, og Ósk, f. 9. nóvember 1987. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 26 orð

HULDA HELGADÓTTIR

HULDA HELGADÓTTIR Hulda Helgadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hún lést á Landakotsspítala 1. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 11. maí. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 172 orð

Hulda Helgadóttir - viðb

Í júní fyrir tæpum 46 árum útskrifuðust fjörutíu ungar stúlkur úr Kvennaskólanum á Blönduósi, sem þá var stjórnað af hinni merku konu Ásdísi Sveinsdóttur frá Egilsstöðum. Þetta var hennar fyrsti vetur sem skólastjóri en hún var lítið eldri en sumar okkar, sem allar vorum áhugasamar um að efla og þroska hug og hönd til að vera betur búnar undir framtíðina. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 269 orð

Hulda Helgadóttir - viðb

Loftleiðir liggja til allra átta, og við höldum saman, Lóurnar. Við hittumst við tímamót, hópur kvenna, þeirra á meðal Hulda Helgadóttir, sem við nú kveðjum í dag. Hópurinn tók sér nafn fuglanna, sem boða vorkomu og hækkandi sól. Með okkur myndaðist vinátta, sem Hulda átti svo stóran hlut í. Með gleði sinni og hjartahlýju fegraði hún umhverfi sitt. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 116 orð

KARL KRISTJÁNSSON

Karl Kristjánsson var fæddur í Hriflu í Ljósavatnshreppi 17. apríl 1937 og andaðist 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Júlíus Jóhannesson bóndi og kona hans Kristjana Sigvaldadóttir. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 1179 orð

Karl Kristjánsson - viðb

Sorgarfréttir berast okkur árla skírdagsmorguns. Karl Kristjánsson hefur verið í olíuflutningum frá Húsavík til Þórshafnar og Vopnafjarðar daginn áður, en á heimleið hreppir hann hið versta veður, snjókomu og storm, og bíllinn festist í ófærð uppi á heiði. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR

KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR Kristín Kjartansdóttir fæddist á Staðastað á Snæfellsnesi 2. apríl 1925. Hún lést í Borgarspítalanum 30. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 11. maí. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 279 orð

Kristín Kjartansdóttir - viðb

Mig langar að minnast fyrrverandi tengdamóður minnar, Kristínar Kjartansdóttur, í fáum orðum. Þegar ég kynntist Stínu var ég fyrst hálffeimin við þessa stórglæsilegu konu en feimnin bráði af mér fljótt því Stína tók mér hlýlega og bauð mig velkomna. Stína var ákaflega gestrisin kona og naut þess að fá ættingja og vini í heimsókn. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 273 orð

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON

Sigurður Guðmundsson, málarameistari, var Árnesingur að ætterni og fæddist 9. nóvember 1912 í Reykjavík. Hann lést í Reykjavík 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðnason, skipstjóri og útgerðarmaður, og Mattína Helgadóttir húsmóðir. Guðmundur fæddist 17. júní 1878 í Traðarkoti á Stokkseyri en ólst upp að Miðfelli í Hrunamannahreppi. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 379 orð

Sigurður Guðmundsson - viðb

Það var núna um páskana, að við systurnar settumst niður og skoðuðum gamlar myndir. Myndir sem voru teknar af okkur barnabörnunum hjá afa okkar, Guðmundi, og ömmu okkar, Mattínu, á Bergstaðastrætinu. Þvílíkar minningar - þvílíkt sólskin. Húsið þeirra og garðurinn voru okkar paradís. Fátt er dýrmætara góðri ömmu og góðum afa og það áttum við svo sannarlega, öll systkinabörnin á Bergó. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 661 orð

Sigurður Guðmundsson - viðb

Það sem mér er efst í huga þegar ég kveð tengdaföður minn, Sigurð Guðmundsson, málarameistara, er þakklæti fyrir öll þau góðu kynni og umhyggju sem ég hef notið í samvistum við hann og fjölskyldu hans. Fyrir um 42 árum kynntist ég Sigurði og Ingunni, eftirlifandi eiginkonu hans, er leiðir mínar og eldri dóttur þeirra, Jónu Gróu Sigurðardóttur, lágu saman. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 633 orð

Sigurður Guðmundsson - viðb

Kaldur vetur að baki. Sá kaldasti hér í borg í 75 ár. Fjöllin skarta hvítum feldi. Það andar köldum gusti ef vindurinn lætur til sín taka. Annar sumardagur var bjartur og heiður en loftið kalt. Ég tek eftir því um morguninn að bílskúr Sigurðar er opinn, iðjumaðurinn var þar að verki að taka til og þrífa bifreið sína. Hann var einstakur eljumaður og snyrtimennska einkenndi öll hans verk. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 436 orð

Sigurður Guðmundsson - viðb

Elsku afi og langafi. Við vissum í síðustu viku, elsku afi, að best væri að kallið kæmi, en samt er alltaf erfitt að sætta sig við orðinn hlut. Þú sem varst svo hress. Þrátt fyrir að vitað væri að hjartað væri veilt þá bjuggumst við ekki við kallinu núna. Afi minn ólst upp á Bergstaðastræti 26 í Reykjavík. Systkin afa voru alls átta og eru þau öll látin. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 411 orð

Sigurður Guðmundsson - viðb

Það er vor í lofti, birtan nær yfirhöndinni, það hlýnar í lofti og fuglar lífsins leita sér að samastað fyrir væntanlegar fjölskyldur. Á þeim tíma er það sem kær móðurbróðir minn, Sigurður Guðmundsson málarameistari, kveður þennan heim. Sigurður var yngstur barna Mattínu Helgadóttur húsmóður og Guðmundar Guðnasonar skipstjóra. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 313 orð

Sigurður Guðmundsson - viðb

Nú er hann afi okkar farinn frá okkur fyrir fullt og allt - svo óvænt. Ekki gat okkur grunað þegar hann var í afmælisveislu hjá börnunum okkar, kátur og brosandi eins og alltaf, að hann myndi deyja aðeins nokkrum dögum síðar. Afa Sigga fylgdi alltaf mikill kraftur. Það var ekki fyrr en um síðustu áramót að afi hætti að vinna fullan vinnudag þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 996 orð

Sigurður Guðmundsson - viðb

Í dag kveðjum við afa minn og alnafna, Sigurð Guðmundsson málarameistara, sem lést á 83. aldursári. Börnin mín kveðja langafa sinn. Afi fæddist og ólst upp í Bergstaðastræti 26 í reisulegu húsi með samheldinni fjölskyldu. Faðir hans, Guðmundur Guðnason, stundaði sjómennsku sleitulaust í 55 ár, fyrst á skútum en síðar á togurum, ýmist sem skipstjóri eða stýrimaður. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 1316 orð

Þóra Halldórsdóttir

Þeir kveðja nú einn af öðrum, gamlir samstarfsmenn og vinir og líður naumast sú vika að eigi hverfi úr hópnum einhver, sem vekur minningar um "veröld sem var". Þess var nýlega minnst í fjölmiðlum að hálf öld væri liðin frá falli Berlínar. Þá rifjaðist upp atvik er varð minnisstætt og tengdist Þóru Halldórsdóttur. Ég rifjaði upp þátt hennar í skráningu fréttar, sem lesin var að kvöldi dags 1. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 413 orð

Þóra Halldórsdóttir

Þegar vorið kallaði allt til lífs og vaxtar lét Þóra Halldórsdóttir undan kalli dauðans og kvaddi lífið, þreytt orðin og kvalin. Þessi gamla vinkona mín og næstum fóstra hafði tilheyrt fjölskyldu minni alveg frá fyrstu dögum mínum. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 1335 orð

Þóra Halldórsdóttir

12. maí 1995 | Minningargreinar | 421 orð

Þóra Halldórsdóttir

12. maí 1995 | Minningargreinar | 144 orð

ÞÓRA HALLDÓRSDÓTTIR

ÞÓRA HALLDÓRSDÓTTIR Þóra Halldórsdóttir fæddist á Eldjárnsstöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 20. febrúar 1906. Hún lést í Reykjavík 5. maí sl. Foreldrar Þóru voru Guðrún Gísladóttir og Halldór Jóhannes Halldórsson, bóndi á Eldjárnsstöðum. Af átta börnum þeirra er Sólveig Guðrún, fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, ein á lífi. Meira
12. maí 1995 | Minningargreinar | 143 orð

ÞÓRA HALLDÓRSDÓTTIR

Viðskipti

12. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Bónustölvur opna í dag

TÆKNIVAL hf. opnar í dag eina stærstu tölvuverslun landsins á Grensásvegi 3 undir nafninu Bónustölvur. Forráðamenn Bónustölva stefna að því að bjóða almenningi og minni fyrirtækjum tölvubúnað á mun hagstæðara verði en áður hefur þekkst hér á landi. Fyrirtækið hefur fengið umboð fyrir bandaríska Packard Bell margmiðlunartölvum með "Navigator" hugbúnaði. Meira
12. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Dollar upp þrátt fyrir ugg

DOLLARINN hækkaði í gær þrátt fyrir ugg um viðskiptastríð milli Bandaríkjamanna og Japana, meðal annars vegna þess að hagstæðar hagtölur voru birtar. Verðbréf hækkuðu í verði í Evrópu, mest í London. Þar hækkuðu hlutabréf um tæplega 1% og verð þeirra hefur ekki verið hærra í 14 mánuði. Meira
12. maí 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Engin tormerki á samvinnu SAS og Flugleiða

UNDIR fánum beggja félaga á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær undirskrifuðu Jan Stenberg, framkvæmdastjóri SAS, og Jürgen Weber, formaður framkvæmdastjórnar Lufthansa, samstarfssamning félaganna tveggja. Þar með er lagður grundvöllur að viðamestu flugstarfsemi í Evrópu. Meira
12. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Lítið fylgi við refsiaðgerðir

BANDARÍKJASTJÓRN fær lítinn stuðning innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), ef hún grípur til refsiaðgerða gegn Japönum í bifreiðadeilu þeirra. Bandaríska stjórnin mun einnig eiga erfitt með að sannfæra aðildarríki WTO um að viðskiptahættir Japana heima fyrir komi að miklu leyti í veg fyrir innflutning á bandarískum bifreiðum að sögn stjórnarerindreka í Genf. Meira
12. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Markaðsskrifstofa í Singapore

NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB opnaði nýlega markaðsskrifstofu í Singapore og tengist sú ákvörðun miklum og vaxandi áhuga norrænna fyrirtækja á markaði í Asíu. Yfir 400 norræn fyrirtæki hafa nú þegar aðstöðu fyrir starfsemi í Singapore og staðsetning markaðsskrifstofu NIB í Singapore er því mikilvægur þáttur í þjónustu bankans. Meira

Fastir þættir

12. maí 1995 | Fastir þættir | 902 orð

Frábær byrjun unglingalandsliðsins

6.­15. maí. ÍSLENSKA sveitin á Ólympíumóti 15 ára og yngri í Las Palmas á Kanaríeyjum hefur fengið óskabyrjun. Í fyrstu umferð var sveit heimamanna burstuð á öllum borðum 4-0 og síðan tóku íslensku strákarnir forystuna með því að sigra Rússa 2Ã-1Ã. Meira
12. maí 1995 | Dagbók | 274 orð

Hjálpræðisherinn

12. maí 1995 | Dagbók | 253 orð

Hjálpræðisherinn

HjálpræðisherinnEINS OG komið hefur framí fréttum á Hjálpræðisherinn eitt hundrað ára afmælií dag. Í Sögu Reykjavíkursegir, Meira
12. maí 1995 | Fastir þættir | 770 orð

Innlent grænmeti ­ græðandi jurtir

VIÐ höfum stórlega vanmetið reynsluþekkingu formæðra okkar og forfeðra. Skúli Guðjónsson næringarfræðingur, sem ritaði bók um mataræði Íslendinga til forna, kemst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa kannað fornbókmenntirnar, að hörgulsjúkdóma hafa verið fátíðir hjá Íslendingum til forna, sem bendir til að þeir hafi lifað á talsvert næringarríku fæði. Meira

Íþróttir

12. maí 1995 | Íþróttir | 153 orð

Alsír í basli

Alsírsmenn átti í miklu basli með Japani í gær í einum af slakari leikjum heimsmeistarakeppninnar. Leik liðanna lyktaði 20:18 og Japanir því enn án stiga í C-riðlinum. Alsír leiddi lengst af en þrátt fyrir frumkvæðið tókst því aldrei að hrista baráttuglaða Japana af sér. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 354 orð

Alsír - Japan20:18

Smárinn, HM í handknattleik, C-riðill, fimmtudaginn 11. maí 1995. Gangur leiksins: 1:4, 7:4, 7:8, 7:9, 11:11, 13:11, 16:13, 16:15, 18:15, 20:18. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 43 orð

Anderlechtfékk skell

Anderlecht fékk stærsta skell sinn á keppnistímabilinu þegar liðið steinlá 4:0 í leik gegn Ekeren í undanúrslitum belgísku bikarkeppninnar. Pólverjinn, Tomasz Radzinski skoraði tvívegis og Jean- Marie Abeels og Simon Tahamata sitt hvort markið. Ekeren mætir Club Br¨ugge í úrslitaleiknum 28. þessa mánaðar. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 126 orð

Annað sýni lyfjaprófs skoðað

FORMAÐUR læknanefndar Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, skaust norður til Akureyrar í gær og fór síðan aftur suður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var ástæðan sú að eitthvað athugavert var við fyrra sýni lyfjaprófs sem leikmaður Kúveits fór í eftir leikinn við Egyptaland sl. þriðjudag. Seinna sýnið verður skoðað og eiga niðurstöður að liggja fyrir í dag. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 457 orð

Baráttuandann vantaði hjá Íslendingum

DANIR löguðu aðeins tölfræðina gegn Íslendingum í gærkvöldi með því að sigra 85:96 í 32. landsleik þjóðanna í körfuknattleik. Við höfum sigrað 19 sinnum en Danir 13 en þjóðirnar mættust fyrst 1959. Þjóðirnar mætst á ný í kvöld og verður þá leikið á Ísafirði. Það vantaði mikið í leik íslenska liðsins í gærkvöldi. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 93 orð

Besta lið í heimi

"VIÐ vorum að spila við besta lið í heimi og okkur er heiður að spila á móti því. Sænsku leikmennirnir gjörþekkja hver annan og vinna frábærlega saman," sagði Evtouchenko, þjálfari Kúveita, eftir leikinn gegn Svíum í gær. "Ég er ánægður með sóknarleikinn hjá mínum mönnum en þeir geta samt gert betur. Ég er hins vegar óánægður með vörnina. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 117 orð

BLAKSkipt um stjórn hjá BLÍ

BLAKSAMBAND Íslands hélt ársþing sitt fyrir skemmstu og þar var skipt alveg um stjórn. Stefán Jóhannsson frá Akureyri, sem var ritari gömlu stjórnarinnar, bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Birni Guðbjörnssyni, og hafði betur í kosningu. Þegar þau úrslit lágu fyrir ákváðu þeir sem gefið höfðu kost á sér í stjórn að hætta við og aðrir voru kjörnir í staðinn. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 98 orð

Bommer á yfir höfði sér átta vikna bann

RUDI Bommer, leikmaður og aðstoðarþjálfari Frankfurt, á yfir höfði sér átta vikna keppnisbann. Þegar Frankfurt og Bochum léku um sl. helgi, gerðist það að nuddari Bochum sparkaði í Bommer, sem svaraði fyrir sig með því að sparka hressilega í nuddarann. Fyrir það fékk Bommer að sjá rauða spjaldið - fyrsta rauða spjaldið sem hann hefur fengið að sjá á keppnisferli sínum. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 244 orð

Chicago vann í Orlando

Chicago Bulls sigraði Orlando Magic á útivelli í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta, lokatölur 104:94. Þar með er staðan 1:1 og næstu tveir leikir verða á heimavelli Chicago á föstudags og laugardagskvöld. Jordan lék hann mjög vel og skoraði 38 stig. Hittni hans í síðari hálfleik var hreint frábær, hitti úr 11 af 13 skotum sínum. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

DANMÖRK -ALSÍR 24: 25FRAKK

DANMÖRK -ALSÍR 24: 25FRAKKLAND -JAPAN 33: 20ÞÝSKALAND -RÚMENÍA 27: 19ALSÍR -FRAKKLAND 21: 23JAPAN -ÞÝSKALAND 19: 30DANMÖRK -RÚMENÍA 28: 24JAPAN -ALSÍR 18: 20ÞÝSKALAND -DANMÖRK 24: 18FRAKKLAND - Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 162 orð

Daprir Rússar

Sóknarleikur Rússa var ekki upp á marga fiska gegn Marokkó í gærkvöldi og var þeim mikið happ að andstæðingurinn er ekki meðal sterkustu handknattleiksþjóða heimsins. Vera kann að það sé skýringin á því hversu illa Rússar léku að andstæðingurinn var ekki sterkur og þeir hafi því talið sig geta farið létt í gegnum leikinn. Þessi frammistaða þeirra dugði til sjö marka sigurs, 22:15. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 132 orð

Draumur Dana að verða að martröð?

DANIR gerðu sér miklar vonir um að leika um verðlaunasæti í heimsmeistarakeppninni, jafnvel að komast í úrslitaleikinn. Vonbrigði leikmanna og ekki síður fylgismanna liðsins yfir slæmu gengi eru því mikil eins og glögglega má sjá á þessum danska áhorfenda sem fylgdist með Þjóðverjum leggja sína menn í gær. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 278 orð

Ekki hægt að vanmeta Tékka

TÉKKAR eru þrautseigir og enginn skyldi vanmeta þá, því fengu Króatar að kenna á í gær í viðureign sinni við þá. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Króatar höfðu frumkvæðið gáfu Tékkar eftir í byrjun síðari hálfleiks og allt stefndi í sigur Króata, en annað kom á daginn. Á síðustu tíu mínútunum sýndu Tékkar hvers þeir eru megnugir. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 138 orð

Erfitt að spila við Íslendinga

"VIÐ vitum að Íslendingar eru erfiðir og hafa spilað vel en við ætlum að gera okkar besta. Við munum byrja að berjast þegar leikurinn verður flautaður á og hættum ekki fyrr en flautað verður til leiksloka. Sérstaklega verður lögð áhersla á vörnina. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 60 orð

Flestar brottvísanir

Eftir þrjár umferðir:mín Ignacio Ordonez Maneas, Spáni10 Péter Kovács, Ungverjalandi10 Tsuyoshi Nakayama, Japan10 Urios Fonseca, Kúbu10 Frank Jörgensen, Danmörku8 Ales Levc, Slóveníu8 Cho Chi-hyo, S-Kóreu8 Geir Sveinsson8 Imed Debbabi, Túnis8 Martin Setlík, Tékkl. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 48 orð

Flest skot varin Vladimir Rivero, Kúbu55/4 Lee Suk-hyung, S-Kóreu

Flest skot varin Vladimir Rivero, Kúbu55/4 Lee Suk-hyung, S-Kóreu44/3 Rolf Dobler, Sviss43/3 Yukihrio Hashimoto, Japan39/6 Mark Schmosker, Bandaríkjunum39/3 Jaume Fort Mauri, Spáni37/1 Alexander Minevski, H-Rússl.35/1 Tomas Svensson, Svíþjóð33/1 Sorin Gabrel Toacsen, Rúm.33/1 Jan Holbert, Þýskal. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 56 orð

Gleraugun skotin af þjálfaranum

BRASILÍUMÖNNUM voru nokkuð mislagðar hendur í leiknum á móti Hvít-Rússum. Annar dómarinn fékk þrumuskot í kviðinn frá skyttu Brassanna en harkaði af sér. Þá fékk þjálfari Hvít-Rússa, Spartak Mironovich, boltann í höfuðið þar sem hann sat á bekknum. Gleraugu þjálfarans brotnuðu og hann hlaut áverka á gagnauga. Handboltinn er greinilega ekki hættulaus íþrótt. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 396 orð

HamskiptiJordans

MICHAEL Jordan kom öllum á óvart með því að klæðast keppnistreyju númer 23 í leiknum gegn Orlando í fyrri nótt og félag hans, Chicago, var sektað um 25.000 dollara strax í gær vegna uppátækisins, en sektin svarar til einnar og hálfrar miljónar króna. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 250 orð

HANDBOLTIÞjálfari danska kvennalan

ÞJÁLFARI danska kvennalandsliðsins í handknattleik, sem er Evrópumeistari og silfurhafi frá síðustu heimsmeistarakeppni, Ulrik Wilbek, er staddur hér á landi til að fylgjast með danska karlalandsliðinu á HM. Ætlar hann að halda fund og fyrirlestur fyrir þjálfara og forráðamenn kvennahandbolta klukkan 11. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 235 orð

Hedin á ferð og flugi

ROBERT Hedin, stórskytta í liði Svía, leikur með Dankersen í Þýskalandi og kappinn verður á ferð og flugi á næstunni. Á morgun heldur hann til Þýskalands til að leika mikilvægan leik gegn Nordhorn, en sigri Dankersen kemst liðið upp í úrvalsdeildina. Hedin heldur til Íslands strax að leik loknum og verður væntanlega mættur á Akureyri á sunnudaginn gegn Spánverjum. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 244 orð

Hedin á ferð og flugi

12. maí 1995 | Íþróttir | 38 orð

HM Í HANDKNATTLEIKBaumruk og börnin

HM Í HANDKNATTLEIKBaumruk og börninPETR Baumruk, þjálfari og leikmaður Hauka í Hafnarfirðisíðastliðið keppnistímabil, hefur fylgst grannt með löndumsínum í landsliði Tékklands í B-riðlinum í Hafnarfirði. Á myndinni er hann ásamt hafnfirska krakkahópnum, sem fylgirTékklandi að málum í riðlakeppninni. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 381 orð

H-Rússl. - Brasilía34:21

Íþróttahöllin á Akureyri, D-riðill, fimmtudaginn 11. maí 1995: Gangur leiksins: 7:0, 14:4, 15:7, 20:10, 27:14, 31:17, 31:20, 34:21. Mörk Hvít-Rússa: Andrei Parashchenko 7, Gennadi Khalepo 7, Konstantin Sharovarov 5, Andrei Barbashinski 3, Alexander Malinovski 3, Mikhail Iakimovich 3/2, Iouri Gordionok 2, Andrei Klimovets 2, Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 180 orð

Hvít-Rússar í hægagangi

Gærdagurinn var ljúfur hjá Hvít- Rússum því leikur á móti Brasilíumönnum jafngildir nánast slökun fyrir sterkari þjóðirnar, eða í mesta lagi léttri æfingu. Þeir hvíldu Tútsjkin og ekki kom að sök þótt Jakimovitsj væri tekinn úr umferð frá byrjun. Sigur Hvít-Rússa var öruggur, 34:21. Strax var ljóst hvert stefndi. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 175 orð

Hættum að spila í stöðunni fjögur e

"OKKUR gekk vel í byrjun og við komumst í fjögur eitt. Þá, allt í einu hættum við að spila, ég veit ekki af hverju, kannski vorum við hræddir við að sigra," sagði Leif Schefvert, þjálfari Dana eftir tapið gegn Þjóðverjum 18:24 í gær. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 86 orð

Inter hefur forkaupsrétt á Ronaldo

HOLLENSKA knattspyrnublaðið Voetbal International sagði frá því í gær, að ákvæði væri í samningi Inter Mílanó og PSV Eindhoven, vegna kaups hollenska liðsins á Wim Jonk, að Inter hafi forkaupsrétt á Brasilíumanninum Ronaldo eftir keppnistyímabilið 1997. Jonk, sem Inter keypti frá Ajax fyrir tveimur árum, skrifaði undir fjögurra ára samning við Eindhoven í sl. viku. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

ÍSLAND -BANDARÍKIN 27: 16S

ÍSLAND -BANDARÍKIN 27: 16SVISS -TÚNIS 26: 22S-KÓREA -UNGVERJAL. 29: 26BANDARÍKIN -UNGVERJAL. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 117 orð

Ísland - Danmörk85:96

Hlíðarendi, vináttulandsleikur í körfuknattleik, fimmtudaginn 11. maí1995. Gangur leiksins: 2:0, 5:2, 5:6, 11:9, 21:19, 27:29,28:41, 35:42, 39:44,39:49, 46:63, 61:69, 66:80, 74:88, 80:90, 85:96. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 77 orð

JAE-WON Kang

JAE-WON Kang, Kóreumaðurinn sem var aðalspautan í hrikalegri meðferð á íslenska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni í Sviss1986, er aðstoðarþjálfari liðs Kóreunú. Þegar hann var spurður um hvort sagan frá 1986 endurtæki sig í dag sagði hann: "Já, það gæti alveg gerst". Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 203 orð

JÚDÓVernharð úr leik á EM í fyrstu glímu

Þetta eru mjög mikil vonbrigði því maður hafði gert sér svo miklar vonir," sagði Vernharð Þorleifsson júdókappi í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá hafði hann nýlokið keppni í 95 kílóa flokki á Evrópumeistaramótinu í júdó í Birmingham. Vernharð lenti á móti Spánverja í fyrstu viðureign og sá spánski vann eftir tveggja mínútna viðureign. "Þetta var alveg agalegt. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 309 orð

Klinsmann fer til Bayern

Þýski landsliðsfyrirliðinn J¨urgen Klinsmann tilkynnti á blaðamannafundi í London í gær að hann væri á förum frá Tottenham og myndi skrifa undir þriggja ára samning við Bayern M¨unchen í næstu viku. Hann spilar síðasta leik sinn með Tottenham gegn Leeds á morgun. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 330 orð

Kúba - Slóvenía34:26

Kaplakriki, B-riðill, fimmtud. 11. maí 1995 Gangur leiksins: 1:0, 5:3, 9:8, 11:13, 14:15, 17:16, 22:17, 25:19, 30:20, 32:24, 34:26 Mörk Kúbu: Urios Fonseca 11, Freddy Suares Dominigues 10/5, Carlos Reynaldo Peres 4/1, Osvaldo Povea Dominques 3, Martinez Cuesta 2, Silveira Corbo 2, Felix Romero Conill 2. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 275 orð

Kúbumenn léku á als oddi

"VIÐ gerðum okkar besta og uppskárum samkvæmt því. Lið mitt fékk að ráða ferðinni og það er ástæðan fyrir öruggum sigri okkar á Slóvenum, sagði Pedro Oliveras, þjálfari Kúbumanna eftir að hans menn höfðu komið hressilega á óvart með stórsigri á Slóvenum, 34:26. Vitað var að Kúbumenn gætu verið skeinuhættir, en að þeir myndu rúlla yfir agað lið Slóvena eins og raunin varð, átti enginn von á. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 141 orð

MARIO Zagalo,

MARIO Zagalo, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir vináttuleik gegn Ísrael í Tel Aviv á miðvikudaginn kemur. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 108 orð

Miðatilboð

TIL að gera sem flestum kleyft að koma og styðja íslenska landsliðið, hefur verið ákveðið að bjóða stæðismiða á svæði L í hinni nýju viðbyggingu Laugardalshallarinnar á 1.000 krónur. Þetta gildir fyrir alla leiki í Laugardalshöll í dag, föstudag og á morgun laugardag. Verð á sætismiðum og stæðismiðum í svæði M og N verður óbreytt. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 112 orð

Miðatilboð

12. maí 1995 | Íþróttir | 247 orð

RENE Higuita,

RENE Higuita, hinn kunni fyrrum landsliðsmarkvörður Kólumbíu, skoraði með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu í deildarleik í Kólumbíu í vikunni. Hann stendur í markinu hjá Atletico Nacional, en brá sér í sóknina í leik gegn Pereira. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 320 orð

Rúmenar rufu sigurgöngu Frakka

RÚMENAR rufu sigurgöngu Frakka í fjörugum leik í Kópavoginum í gær þar sem sóknir voru rúmlega 90, sem gerir eina og hálfa sókn að meðaltali á mínútu. Frakkar geta nagað sig í handarbökin fyrir að nýta ekki sóknir sínar betur og Rúmenar sýndu, eftir tvö töp í röð, að þeir geta bitið frá sér og unnu 23:22. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

RÚSSLAND -KÚBA 21: 17TÉKKL

RÚSSLAND -KÚBA 21: 17TÉKKLAND -MAROKKÓ 25: 16KRÓATÍA -SLÓVENÍA 26: 24TÉKKLAND -KÚBA 29: 26RÚSSLAND -SLÓVENÍA 27: 22MAROKKÓ -KRÓATÍA 21: 33KÚBA -SLÓVENÍA 34: 26TÉKKLAND -KRÓATÍA 27: 25RÚSSLAND - Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 397 orð

Sá danski var ánægður með íslensku dómarana

Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson, íslenska dómaraparið á HM dæmdi sinn þriðja leik á HM í gærkvöldi, leik Þjóðverja og Dana sem fram fór í Smáranum. Leikurinn var harður, mikil barátta og leikmenn og þjálfarar voru ekki alltaf sáttir við dómgæslu Íslendinganna. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

SPÁNN -KÚVEIT 24: 21SVÍÞJÓ

SPÁNN -KÚVEIT 24: 21SVÍÞJÓÐ -H-RÚSSLAND 29: 28EGYPTALAND -BRASILÍA 32: 20BRASILÍA -SVÍÞJÓÐ 21: 29H-RÚSSLAND -SPÁNN 27: 30KÚVEIT -EGYPTALAND 21: 28H-RÚSSLAND -BRASILÍA 34: 21SVÍÞJÓÐ -KÚVEIT 37: 22SPÁNN - Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 346 orð

Spánverjar áttu í vandræðum með Egypta

SPÁNVERJAR áttu í mestu vandræðum með Egypta í skemmtilegasta leik dagsins á Akureyri - það var ekki fyrr en síðasta stundarfjórðunginn sem þeir náðu að hrista Egyptana af sér. Sigur Spánverja, 27:20, var of stór miðað við gang leiksins en agaleysi og klaufaskapur Egypta hafði sitt að segja. Þeir stóðust einfaldlega ekki álagið. S Leikurinn var í járnum til að framan af. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 865 orð

Suður-Kóreumenn ráða yfir miklum spengikrafti

Ég get ekki annað en verið ánægður með leik íslenska liðsins, sem hefur leikið þrjá góða leiki, en eins og gengur og gerist hafa komið slæmir kaflar hjá liðinu - fyrstu þrjátíu mínúturnar gegn Bandaríkjamönnum og stuttur kafli undir lokin gegn Ungverjum. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 219 orð

Sænska vélin smurð

12. maí 1995 | Íþróttir | 217 orð

Sænska vélin smurð

AKUREYRARVINIRNIR í Kúveit voru engin hindrun fyrir sænska landsliðið í gær. Svíar settu í fluggír í lokin og sigruðu með 15 marka mun, 27:22. Þetta sænska lið er með eindæmum samhæft og illviðráðanlegt en vélin getur þó hikstað þótt hún hafi verið ágætlega smurð þegar nauðsyn krafði. Leikur Svía og Kúveita var um margt líkur viðureign Hvít- Rússa og Brasilíumanna, þ.e. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 254 orð

Þjóðverjar fóru létt með Dani

MEIRI eftirvænting var fyrir leik Þjóðverja og Dana en flestöllum öðrum leikjum á heimsmeistaramótinu, ef leikir heimaliðsins eru undanskildir, enda hafa þessar nágrannaþjóðir oft barist hart. Leikurinn fer ekki í árbækurnar sem einn af betri leikjum þessara liða, til þess var mótsstaða Dana allt of lítil í síðari hálfleiknum. Þjóðverjar sigruðu 24:18 eftir að hafa verið 11:9 yfir í leikhléi. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 32 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir Robert Licu, Rúmeníu20/5 Frédéric Volle, Frakklandi18/3 Hammou Salim Nedjel, Alsír18 Mashario Sueoka, Japan17/1 Stéphane Stoecklin, Frakklandi17/11 Nikolaj Jacobsen, Danmörku15/1 Volker Zerbe, Þýskalandi14 Christian Hjermind, Danmörku14/5 Guéric Kervadec, Frakkl. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞÝSKUR ljósmyndari fráHandball Woche, vikuriti um tímarit, átti fótum sínum fjör að launa í Smáranum í gær. Ljósmyndarinn hljóp á eftir þýska landsliðinu og hugðist ná mynd af þeim eftir sigurinn gegn Danmörk. Því miður fyrir ljósmyndarinn fór hann inn á bannsvæði, svæði sem fjölmiðlafólki var ekki heimilt að fara inn á. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

Flestar stoðsendingar Eftir þrjár umferðir: 1. Andrei Parscchenko, H-Rússl.24 2. Belal Ahmed Hamdy, Egyptal.23 3. Roman Brunner, Sviss21 4. Adrian Ghimes, Rúmeníu19 5. Talant Dujshebaev, Spáni19 6. Bum-yon Cho, S-Kóreu18 7. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

Prúðustu liðin Eftir þrjár umferðir:mín. 1. Bandaríkin14 2. Frakkland18 3. Egyptland20 4. S-Kórea20 5. Ísland24 6. Svíþjóð24 7. Sviss24 8. Kúba26 9. Króatía26 10. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 49 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir Erik Hajas, Svíþjóð,20 Belal Ahmed Hamdy, Egyptal.17 B. Ahmed Hamdi, Egyptal.17/3 Mikhail Jakimovich, Hv. Rússl.17/5 A. Sameh, Egyptla.15/1 Andrei Parshchenko, H-Rússl15 Abd Elwareth Sameh, Egyptl. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 72 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardalshöll - A-riðill: Ungverjaland - Svisskl. 15.00 Ísland - Suður-Kórea17.00 Bandaríkin - Túniskl. 20.00 Hafnarfjörður - B-riðill: Tékkland - Slóveníakl. 15.00 Króatía - Rússlandkl. 17.00 Marokkó - Kúbakl. 20.00 Akureyri - D-riðill: Kúveit - H-Rússlandkl. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir Kyng-shin Yoon, S-Kóreu26/4 Valdimar Grímsson25/12 Marc Baumgartner, Sviss21/6 Mohamed Madi, Túnis21/6 Józef Eles, Ungverjal.18/3 Byung-wook Moon, S-Kóreu17/8 Attilla Kotormán, Ungverjal. Meira
12. maí 1995 | Íþróttir | 49 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir: Dimitrij Filippov, Rússlandi24/11 Carlos Reynaldo Perez, Kúbu23/3 Michal Tonar, Tékkl.23/9 Roman Pungartnik, Slóveníu20/3 Mohamed Berrajaa, Marokkó20 Urios Fonseca, Kúbu19 Freddy Suarez Herrera, Kúbu18/7 Irfan Smajlagic, Króatía16 Martin Setlik, Tékkl. Meira

Úr verinu

12. maí 1995 | Úr verinu | 83 orð

Beitir NK endurbættur

12. maí 1995 | Úr verinu | 82 orð

Beitir NK endurbættur

VIÐAMIKLAR endurbætur standa nú yfir á Beiti NK, skipi Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, í Nauta-skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi. Verið er að setja nýja brú á skipið, eins og sést á myndinni sem tekin var í skipasmíðastöðinni. Margvíslegar aðrar breytingar og endurbætur eru gerðar. Meira
12. maí 1995 | Úr verinu | 250 orð

Botnfiskafli 13 þúsund t minni í apríl

HEILDARAFLI íslenskra fiskiskipa var liðlega 70 þúsund tonn í aprílmánuði sem er lítið eitt meira en í apríl á síðasta ári er aflinn var 67 þúsund tonn. Botnfiskaflinn hefur hins vegar minnkað úr 54 þúsund tonnum í 41 þúsund tonn en á móti kemur að meiri loðnuafli var núna í apríl en í fyrra. Meira
12. maí 1995 | Úr verinu | 105 orð

Breskur togari landar á Siglufirði

Siglufirði - Breskur togari, Glenrose I, landaði 120 tonnum af þorski og ýsu hjá Þormóði ramma á Siglufirði nú í vikunni. Togarinn, sem er frá Hull, veiddi aflann við Bjarnarey, en Þormóður rammi gerði samning við útgerð skipsins um þessa löndum og vonast forráðamenn fyrirtækisins um að framhald geti orðið á viðskiptunum. Meira
12. maí 1995 | Úr verinu | 77 orð

Fimm Norðlendingar sama daginn

Fáskrúðsfirði - Fimm norðlenskir togarar lönduðu sama daginn á Fáskrúðsfirði, á þriðjudag. Aflinn var 170 tonn, aðallega grálúða og karfi, og fór hann í gáma til útflutnings. Algengt er að norðlenskir togarar landi á Fáskrúðsfirði enda er höfnin góð og þjónusta. Hins vegar er óalgengt að fimm togarar landi sama daginn. Meira
12. maí 1995 | Úr verinu | 288 orð

Rótarafli hjá Alla Vill

"HÉR er rótarafli, mok í gær og dag," sagði Oddur Hannesson á Alla Vill frá Suðureyri í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann og fleiri smábátar frá Suðureyri lentu miklum afla norður í Álkanti, utan við Ísafjarðardjúp. Fréttir hafa borist af góðum afla smábáta víða um land, m.a. á Selvogsbanka og utan við Þórshöfn. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 395 orð

Aðeins 12% nota nýju símanúmerin

ÍBÚAR á höfuðborgarsvæðinu virðast heldur seinir að tileinka sér sjö stafa símanúmerakerfið, sem verður allsráðandi frá og með 3. júní næstkomandi. Samkvæmt mælingum Pósts og síma höfðu aðeins 12% símnotenda á svæðinu vanið sig á að bæta 5 eða 55 fyrir framan númerin. Notendur farsímakerfis nota sjö stafa númer heldur meira og sömuleiðis fólk utan höfuðborgarsvæðis. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 67 orð

Beint flug til Toronto

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 64 orð

Beint flugtil Toronto

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn efnir til beinnar ferðar til Toronto í Kanada þann 15. júlí og heimferð er 4. ágúst. Verð flugferðar með sköttum er 48.600 kr. á mann. Bent er á í fréttatilkynningu SL að frá Toronto sé stutt til allra átta, bæði fyrir þá sem vilja skoða Íslendingabyggðir í Kanada eða halda til Bandaríkjanna. Borgin er við Ontariovatn á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1178 orð

Börn hugsa og læra langtum yngri en fullorðið fólk hefur talið og gert sér grein fyrir

"TIL AÐ þroska skilning barna á umhverfi sínu þarf að hafa sjónarhorn barnsins að leiðarljósi. Uppalendur, hvort sem það eru foreldrar eða kennarar þurfa að leggja sín eigin viðhorf til hliðar og hyggja að því hvernig börnin hugsa og hjálpa þeim að gera hugsanir sínar sýnilegar. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 202 orð

Farfuglaheimili í Hafnarfirði

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 196 orð

Farfuglaheimilií Hafnarfirði

UM MÁNAÐAMÓTIN tók til starfa farfuglaheimili, Arahús, í Hafnarfirði og er það í hjarta bæjarins, við Strandgötu 21. Í upphafi aldarinnar hét hús á þessari lóð því nafni. Þar er rúm fyrir 20 gesti og áætlað að bæta við fimm 2ja manna herbergjum í haust. Gisting í Arahúsi kostar frá 1.250 kr. nóttin og kostur er gefinn á morgunverði fyrir þá sem þess óska. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 328 orð

FERÐIRUM HELGINA

ÚTIVIST EFNT er til dagsferðar sunnudag 14. maí og verður þá farið í létta fjallgöngu á Miðfell, austan við Þingvallavatn. Fjallið er ekki hátt en gefur einstakt útsýni yfir Þingvallavatn, Grafning og Þingvallasveit. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára. Lagt af stað frá BSÍ kl. 10.30. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 337 orð

FERÐIR UM HELGINA ÚTIVIST

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 189 orð

Hornstrandir að lifna

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 185 orð

Hornstrandirað lifna

NÚ ER nóttin á Hornströndum að mestu orðin björt og fiðringur kominn í þá sem fyrstir leita norður í þessa náttlausu furðuveröld. Menn eru farnir að huga að húsum sínum, en óvenju snjóþungt er víða nyrðra á þessu vori. Aðrir huga að reka og nokkuð hefur verið sótt í svartfugl sem fyllir sjóinn út af björgunum. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 972 orð

Hrjóttu ekki, greyið mitt, syngdu frekar

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 959 orð

Hrjóttu ekki, greyið mitt, syngdu frekar

ÞEIR sem hrjóta kvarta frekar undan særindum í hálsi, höfuðverk, öndunarerfiðleikum og svita en þeir sem ekki hrjóta. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að leysa vandann en djúpt er á sannri lausn. The European, greindi þó nýlega frá allnýstárlegri leið, sem felst í því að syngja í 20 mínútur á dag. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 749 orð

Karlmaður útskrifast sem "smurbrauðsjómfrú"

JAKOB Jakobsson er fyrsti karlmaðurinn sem tekur sveinspróf í smurbrauðsgerð en hann útskrifaðist á danska vísu sem "smurbrauðsjómfrú" fyrir skömmu. "Upphaflega ætlaði ég í hótel-, og veitingaskóla í Danmörku en þegar ég var kominn á staðinn ákvað ég að prófa hvort Idu Davidsson vantaði ekki nema í smurbrauðsnám," segir Jakob". Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 223 orð

Kirja úr pappa og álfar úr leir

KRAKKARNIR á skóladagheimilinu Skólagerði í Kópavogi hafa unnið að líkani af Kópavogskirkju, kirkjuklukkunum, holtinu þar í kring og álfunum, frá því fyrir páska. Listaverkið var gert í tilefni 40 ára afmælis bæjarins og sýnt gestum og gangandi á afmælisdaginn, sem var í gær. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 115 orð

Mynd um efri ár Hamsuns

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 110 orð

Mynd umefri árHamsuns

Í BLAÐINU Norway segir frá því að nú standi yfir gerð myndar um síðustu æviár rithöfundarins Knuts Hamsun og Maríu konu hans sem var 25 árum yngri en hann. Það er sænski kvikmyndaleikstjórinn Jan Troell sem stendur að gerð myndarinnar. Max von Sydow fer með hlutverk Hamsuns og danska leikkonan Gita Nörby leikur konu hans. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 235 orð

Námsstefna um græna ferðamennsku

NÁMSSTEFNA sem nefnd er "Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu ­ græn ferðamennska" verður í Odda, stofu 101 í Háskólanum 19. maí nk. Námsstefnan er haldin í samvinnu við Menningarstofnun Goethe á Íslandi og Endurmenntunarstofnun HÍ og hana skipulögðu Ingiveig Gunnarsdóttir, ferðamarkaðsfræðingur og Ása María Björnsdóttir, hótel- og markaðsfræðingur. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 240 orð

Námsstefna um græna ferðamennsku

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 402 orð

SÍMI Aðeins 12% nota nýju símanúmerin

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 2007 orð

SKAMMVINNALSÆLATvöföld verkun ­ Örvandi ofskynjunarefni ­ Skyld amfetamíni­ Neyslan getur verið lífshættuleg ­ Seld á fölskum

ALSÆLA er örvandi ofskynjunarlyf í hylkjum eða pillum og oft blandað öðrum og ef til vill hættulegri efnum. Áhrifin valda því að fólk missir tilfinningu fyrir þorsta, hungri, hita, kulda og sársauka. Efnið getur þess vegna leitt til dauða, en það er í tísku og þá er úr vöndu að ráða. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 349 orð

TÍSKAN TÓNLISTIN OG FÍKNIEFNIN

12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 202 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Norðaustur-Grænlandi og Grænlandshafi er allvíðáttumikil 1.038 mb hæð, sem fer hægt minnkandi. Spá: Hæg norðan- og norðaustanátt ­ smá él á annesjum norðaustan- og austanlands ­ en víða bjartviðri annars staðar. Meira
12. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 339 orð

(fyrirsögn vantar)

HIPPAKYNSLÓÐ, pönkarakynslóð, uppakynslóð, og X-kynslóð. Þó ekki sé litið lengra aftur en til ársins fræga 1968, hafa nokkrar stefnur mótað ungt fólk með tilheyrandi fatatísku, tónlist og lífsstíl. Mismunandi vímuefni hafa fremur höfðað til einnar kynslóðar en annarrar. Hass og önnur kannabisefni virtust höfða mest til friðelskandi hippa, kókaín til velstæðra uppa, spítt, þ.e. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.