Greinar þriðjudaginn 16. maí 1995

Forsíða

16. maí 1995 | Forsíða | 249 orð

Kleif Everest ein og án aukasúrefnis

BRESK tveggja barna móðir varð um helgina fyrst kvenna til að klífa Everest-tind án þess að nota súrefnistanka auk þess sem hún bar allan útbúnað sinn sjálf. Alison Hargreaves, sem er 33 ára, náði takmarki sínu á laugardag og sendi þá kveðju til barna sinna: "Ég er á tindinum og elska ykkur heitt." Everest-fjall er 8.848 m hátt. Meira
16. maí 1995 | Forsíða | 221 orð

Lúkashenko leyft að leysa upp þingið

ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, fékk stuðning um 80% kjósenda í þjóðaratkvæði við tillögur sínar um aukin völd og nánari tengsl við Rússland í kosningunum á sunnudag. Víða var kjörsókn of lítil í þingkosningunum, sem fram fóru samtímis, til þess að úrslit teldust gild og aðeins 17 af 260 þingmönnum hlutu kjör þegar í fyrri umferð. Meira
16. maí 1995 | Forsíða | 274 orð

Lögregluáhlaup á höfuðstöðvarnar

JAPANSKA lögreglan réðst í gærkvöldi inn í höfuðstöðvar sértrúarsafnaðar, sem er talinn hafa staðið fyrir mannskæðri taugagasárás í Tókýó fyrir átta vikum. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í árásinni á höfuðstöðvarnar, sem eru við rætur Fuji-fjalls. Þeir voru með kanarífugla og gasgrímur til að verjast hugsanlegri eiturgasárás. Meira
16. maí 1995 | Forsíða | 119 orð

Norðmenn varaðir við

JAMES Baker, sem fer með hvalveiðimál innan bandaríska utanríkisráðuneytisins, hefur sent norskum stjórnvöldum bréf með óvenju hvassri gagnrýni á hrefnuveiðar Norðmanna. Baker segir þar Norðmenn grafa undan viðræðunum við Bandaríkjamenn um hvalveiðar með því að halda áfram hrefnuveiðum sínum í andstöðu við Alþjóðahvalveiðiráðið. Meira
16. maí 1995 | Forsíða | 72 orð

Sigri Menems fagnað

CARLOS Menem náði endurkjöri í forsetakosningunum í Argentínu á sunnudag með tæpum helmingi atkvæða. Forsetinn fagnaði úrslitunum með því að lýsa yfir því að peronistaflokkur hans hefði orðið að "ósigrandi afli". "Við höfum þegar lagt óðaverðbólguna að velli. Núna ætlum við að útrýma atvinnuleysinu," sagði hann. Meira

Fréttir

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

100 skátar á landsþingi St. Georgsgilda

ST. GEORGSGILDIN á Íslandi, samtök gamalla skáta og velunnarar skátahreyfingarinnar, héldu landsþing sitt í Hafnarfirði sunnudaginn 30. apríl sl. Um eitt hundrað gildisskátar sóttu þingið og ræddu málefni samtakanna. Meira
16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 241 orð

77 látnir í Zaire

AÐ minnsta kosti 77 manns hafa látist af völdum ebóla-veirunnar í Suðvestur-Zaire, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í gær. Stofnunin hefur ekki fengið staðfest að veiran hafi stungið sér niður í Kenge, sem er miðja vegu á milli Kikwit, þar sem veiran kom fyrst upp, og höfuðborgarinnar, Kinshasa. Kapp er nú lagt á að hindra að veiran berist til Kinshasa. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

Afhent verðlaun í ljósmyndasamkeppni fréttaritara

VERÐLAUN og viðurkenningar í samkeppni um bestu myndir fréttaritara frá árunum 1993-94 voru afhent við athöfn í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1 síðastliðinn laugardag. Okkar menn, Félag fréttaritara Morgunblaðsins, efndi til samkeppninnar í samvinnu við Morgunblaðið. Sextán fréttaritarar fengu viðurkenningar. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Alfreð hættir

ALFREÐ Eyjólfsson, skólastjóri Austurbæjarskóla, hefur sagt starfi sínu lausu. Nýr skólastjóri tekur við skólanum 1. ágúst. Sigurður Helgason, deildarstjóri í starfsmannadeild menntamálaráðuneytisins, sagði að Alfreð hefði sagt starfinu lausu á fimmtudag og tæki uppsögnin gildi 1. ágúst. Alfreð verður á launum þar til 1 árs veikindafríi hans lýkur uppúr næstu áramótum. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 394 orð

Alsæla í tísku

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 388 orð

Alsæla í tísku

ALSÆLA er ekki notuð af venjulegum fíkniefnaneytendum heldur af krökkum sem ekki eru í neinum efnum, að sögn Ólafs Guðmundssonar hjá forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann segir að það þyki fínt að nota alsælu og auðvelt að nálgast efnið. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Alþingi sett í dag

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Alþingi sett í dag

ALÞINGI verður sett í dag en samkvæmt stjórnarskránni skal forseti Íslands kveða þing saman ekki síðar en 10 vikum eftir kosningar. Klukkan 13.30 ganga þingmenn úr Alþingishúsi í Dómkirkjuna þar sem þeir hlýða messu. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Andlát ÓLAFUR ÓSKARSSON

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Austurbæjarskóli Alfreð hættir

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Dalverk sf. fær Grensásæðina

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Dalverk sf. fær Grensásæðina

INNKAUPASTOFNUN Reykjavíkurborgar hefur tekið tilboði Dalverks sf. í endurnýjun Grensásæðar. Fyrirtækið átti lægsta tilboðið, 27.697.920 krónur eða 96,62% af kostnaðaráætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið. Meira
16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 109 orð

Danir uppfylla EMU-skilyrði í ár

DÖNSK stjórnvöld spá því að halli á útgjöldum hins opinbera lækki í 17,1 milljarð danskra króna á þessu ári, sem samsvarar 1,7% af vergri þjóðarframleiðslu. Í spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að á næsta ári verði hallinn 10,7 milljarðar eða 1% af þjóðarframleiðslu. Í fyrra nam hallinn 36,6 milljörðum, sem samsvarar 3,9% af þjóðarframleiðslu. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Drukknaði í Hollandi

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Drukknaði í Hollandi

TUTTUGU og sjö ára Íslendingur, Pétur Högni Möller, drukknaði, þegar seglbát hvolfdi á vatni í norðurhluta Hollands á sunnudag. Pétur Högni fæddist 23. október árið 1967, sonur Ástu Högnadóttur og Skúla Möller. Hann hafði verið búsettur í Arnhem í Hollandi í tuttugu ár og stundaði háskólanám í borginni Groningen. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 319 orð

Dæmdir í fangelsi fyrir vopnuð rán

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur nýlega dæmt 18 ára pilt í 2 ára fangelsi og 19 ára pilt í 15 mánaða fangelsi fyrir vopnuð rán sem framin voru í söluturnum í Reykjavik í febrúar sl. auk fleiri brota. Hlutdeildarmaður í öðru ráninu hlaut einnig 10 mánaða fangelsi fyrir að lána hníf, sem notaður var við verknaðinn. Fyrra ránið var framið í söluturninum Leirubakka 15. febrúar. Meira
16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Eiginhandaráritanir gefnar í gríð og erg

AKUREYRSK ungmenni hafa verið á þönum síðustu daga í leit sinni að handboltamönnum í þeim tilgangi að fá hjá þeim eiginhandaráritanir. Þau hlaupa milli hótelanna og keppnisstaðarins í Íþróttahöllinni eða hvert þangað sem vænta má að kempurnar haldi sig. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 638 orð

Ekkert bókað meðan landsleikur stóð yfir

FÖSTUDAGSMORGUNINN var fremur rólegur. Þó var tilkynnt um innbrot í bát við Grandagarð en úr honum hafði verið stolið GPS-staðsetningartæki að verðmæti 130 þúsund krónur. Um kvöldið varð umferðarslys á Vesturlandsvegi. Þrennt var flutt á slysadeild. Skömmu áður hafði orðið árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Álfheima og Ljósheima. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Eldur laus í miðbænum

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Eldur laus í miðbænum

MANNLÍFIÐ var sérstaklega fjölskrúðugt í gamla miðbænum á föstudaginn var. Eldgleypar, menn á stultum, tröll og trúðar dönsuðu í takt við trommuslátt í einstöku blíðviðri og lífguðu sannarlega upp á umhverfið. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að þar var á ferð hópur ungmenna sem nýliðnar vikur hafa lært götuleikhúsfræði á vegum Hins hússins. Meira
16. maí 1995 | Miðopna | 1226 orð

Erfðir stuðla að hjarta- og æðasjúkdómum

Þekktur bandarískur sérfræðingur í erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma, prófessor Roger R. Williams, segir að Íslendingar séu í fremstu röð í heiminum í hóprannsóknum á ýmsum sjúkdómum og í samtali við Ómar Friðriksson segir Williams að mikilla tíðinda sé að vænta þegar niðurstöður nýrrar afkomendarannsóknar Hjartaverndar, um áhrif erfða á hjarta- og æðasjúkdóma, Meira
16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Framkvæmdir í Grófargili

FRAMKVÆMDIR hafa staðið yfir í Kaupangsstræti, Gilinu svonefnda, en þar á að stækka gangstétt norðan megin götunnar. Áhersla er lögð á að hraða framkvæmdum sem kostur er fyrir Listasumar '95 sem hefst í næsta mánuði. Mikil umferð er um Gilið, aðalumferðaræðina frá miðbænum og upp á brekkuna, og þurfa menn því að hægja nokkuð ferðina á leið þar um meðan á framkvæmdum stendur. Meira
16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Framkvæmdir í Grófargili

16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 333 orð

Frjálsir demókratar tapa miklu fylgi

FLOKKUR Frjálsra demókrata (FDP) beið mikinn ósigur í kosningum í sambandslöndunum Nordrhein-Westfalen og Bremen á sunnudag. Náði flokkurinn ekki fimm prósentum atkvæða og dettur því út af þingum sambandslandanna tveggja. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 41 orð

Fundahöld í Reykholti

ÓLAFUR ÞÓRÐARSON átti í gærkvöldi fundi með nemendum og kennurum í Reykholti. Nemendur og kennarar höfðu óskað eftir fundum með Ólafi og átti hann fyrst fund með nemendum og fundur hans með kennurum átti að hefjast klukkan 22. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Fundahöld í Reykholti

16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 207 orð

Gistiheimilið Brekkusel færir út kvíarnar

HJÓNIN Helga Haraldsdóttir og Kjartan Kolbeinsson hafa rekið Gistiheimilið Brekkusel við Hrafnagilsstræti 23 á Akureyri síðustu 5 ár. Nú nýlega festu þau kaup á næsta húsi sem stendur við Byggðaveg 97 og opnuðu þar nýtt gistiheimili með sama nafni. Á Brekkuseli eru alls 14 herbergi, þar af 9 í nýja húsinu auk sameiginlegs rýmis, setustofu, eldhúss og fleira. Meira
16. maí 1995 | Miðopna | 1592 orð

Hvaða áhrif hefur félagsleg upplausn?

ÞRÓUNIN á Vesturlöndum er sú að æ fleiri eyða tímanum einir. Æ fleiri búa einir, horfa á sjónvarp einir, hlusta á tónlist í heyrnartólunum sínum, taka ekki þátt í neinni félagsstarfsemi, treysta ekki stjórnmálamönnum og treysta heldur ekki öðru fólki. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

Íslendingar Ólympíumeistarar í skák

ÍSLENDINGAR urðu Ólympíumeistarar í skák í flokki barna og unglinga yngri en 16 ára á Ólympíuskákmótinu sem lauk í Las Palmas á Kanaríeyjum í gær. Íslenska skáksveitin hlaut 19 vinninga af 28 vinningum mögulegum. "Sigurinn kom okkur talsvert á óvart," sagði Haraldur Baldursson fararstjóri í samtali við Morgunblaðið. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Keyrði á í tvígang

HARÐUR árekstur varð á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut skömmu fyrir klukkan ellefu á föstudagskvöld. Þar skullu tvær bifreiðar saman, en eftir áreksturinn var annarri bifreiðinni ekið á brott af vettvangi. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Keyrði á í tvígang

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kynbótasýning í Víðidal

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Kynbótasýning í Víðidal

BÆNDASAMTÖK Íslands boða til kynbótasýningar hrossa í Víðidal í Reykjavík. Sýningin er haldin í samvinnu við hestamannafélagið Fák. Dómar hefjast kl. 13 þriðjudaginn 30. maí nk. og standa yfir til föstudagsins 2. júní, dæmt verður í Mosfellsbæ eftir hádegi á föstudeginum en annars í Víðidal. Yfirlitssýning fer fram á Fáksvellinum í Víðidal laugardaginn 3. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Kynnt stefna í mennta-, umhverfis- og samkeppnismálum

AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands Íslands er haldinn í dag, þriðjudaginn 16. maí 1995 í þingsal 1 á hótel Loftleiðum og hefst hann klukkan 11.30. Davíð Oddsson, forsætisráðherra mun ávarpa fundinn, en auk þess verður kynnt stefnumótun Vinnuveitendasambandsins í mennta-, umhverfis- og samkeppnismálum. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Lögbann á nafnið Bónustölvur

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Lögbann á nafnið Bónustölvur

BEIÐNI Bónuss sf. um lögbann á að Tæknival hf. noti nafnið Bónustölvur á nýopnaða verslun var í gær samþykkt hjá sýslumanninum í Reykjavík. Í kjölfarið hyggjast forsvarsmenn Bónus verslananna höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Tæknivali hf. til staðfestingar lögbanninu. Meira
16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 212 orð

Major hafnar rannsókn

HART var deilt á breska þinginu í gær um andstöðu Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, við tillögur um að gerð verði rannsókn á fjármálum stjórnmálaflokka. Hafa pólitískir andstæðingar Majors þrýst mjög á um slíka rannsókn. Segja þeir hefðbundna fjáröflunarleið Íhaldsflokksins, greiðslur frá fyrirtækjum og efnuðum einstaklingum, vera án eftirlits og bjóða misnotkun heim. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 521 orð

Margir huga að námsgagnagerð

LEONARDÓ áætlun Evrópusambandins hefur verið formlega hleypt af stokkunum. Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Landsskrifstofu Leonardó, sagði að mikill hugur væri í mönnum og segist hann hafa vitneskju um 15 hugmyndir að verkefnum í tengslum við áætlunina. Margir leiti eftir samstarfsaðilum í öðrum Evrópulöndum vegna verkefna á sviði námsgagnagerðar. Meira
16. maí 1995 | Landsbyggðin | 142 orð

Meirihluti bæjarbúa vill láta meta tilboð

Húsavík-Bæjarstjórn Húsavíkur kemur saman til fundar í dag þar sem tekin verður endanleg afstaða til samnings bæjarins við Íslenskar sjávarafurðir hf. um hlutafjáraukningu í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Mikill meirihluti Húsvíkinga telur að rétt sé að fá sérfróða aðila til að skoða og meta þau tilboð sem komið hafa fram í hlutabréf Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 670 orð

Meiri sambönd eru helsti ávinningurinn

NORRÆNA menningarhátíðin á Spáni, Undir pólstjörnunni, var sett 30. mars síðastliðinn með því að forseti Íslands opnaði myndlistarsýningu í Madrid þar sem m.a. eru sýnd verk eftir Þórarin B. Þorláksson og Ásgrím Jónsson. Hátíðin er liður í auknu samstarfi þjóða í Evrópu og mun hún standa fram í júlí. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 312 orð

Mikil óánægja með aðkomuleiðir í hverfið

BORGARSTJÓRI, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hélt borgarafund með íbúum Grafarvogs og Borgarholts í Fjörgyn á fimmtudagskvöld og var hann vel sóttur. Borgarstjóri gerði grein fyrir helstu framkvæmdum í hverfinu á þessu ári, svaraði fyrirspurnum og tók við ábendingum. Auk borgarstjóra svöruðu Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, Þorvaldur S. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Mokveiði á úthafskarfamiðum

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Mokveiði á úthafskarfamiðum

MOKVEIÐI hefur verið á úthafskarfamiðum á Reykjaneshrygg undanfarna daga og er veiðigetan meiri en vinnslugetan um borð í frystitogurum. Unnt er að veiða allt að 100 tonnum á sólarhring en vinnslugetan um borð í frystitogurunum er 50-60 tonn. Vestmannaey VE landaði á laugardag í Eyjum 500 tonnum upp úr sjó, mestmegnis úthafskarfa, og hleypur verðmætið á um 32-35 milljónum kr. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Morgunfundur um launamisrétti

SKÝRSLA Jafnréttisráðs um launamyndunina og kynbundinn launamun vakti athygli þegar hún var birt í byrjun árs. Stjórnmálafólk gerði hana að umtalsefni í kosningabaráttunni og af umræðunni mátti skilja að nú væri nóg komið. Ekki yrði lengur setið hjá og horft á óréttlætið magnast ár frá ári. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Morgunfundur um launamisrétti

16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 157 orð

Mótmæla sprengingu

16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 156 orð

Mótmæla sprengingu JAPÖNS

JAPÖNSK stjórnvöld mótmæltu í gær harkalega neðanjarðarsprengingu kínverskra kjarnorkuvísindamanna í Vestur-Kína fyrr um daginn. Aðeins nokkrir dagar eru síðan forsætisráðherra Japans hvatti Kínverja til að hætta öllum tilraunasprengingum. Meira
16. maí 1995 | Smáfréttir | 91 orð

NORÐMAÐURINN Agnar Westli heimsækir dagana 17.­22. maí ýmsa kristileg

NORÐMAÐURINN Agnar Westli heimsækir dagana 17.­22. maí ýmsa kristilega söfnuði á landinu. Hann kemur frá Bergen í Noregi og er kennari á biblíuskólanum Levande Ord Bibelcenter þar sem Enevald Flåten er skólastjóri og forstöðumaður safnaðar með sama nafni. Agnar Westli talar og kynnir m.a. starfsemi biblíuskólans í Bergen í þeim söfnuðum sem hann heimsækir. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Norðmenn á Íslandi fagna 17. maí

Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI Norðmanna, hinn 17. maí, koma Norðmenn, sem búa á Íslandi, jafnan saman og halda daginn hátíðlegan. Konurnar skarta þjóðbúningum héraða sinna og Nordmannslaget í Reykjavík, félag Norðmanna og vina þeirra á Íslandi, efnir til hátíðardagskrár. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð

Norðmenn sigruðu öðru sinni

TÍUNDA framlag Íslendinga til Evrópusöngvakeppninnar, lagið Núna eftir Björgvin Halldórsson og Ed Welch, fékk 31 stig og lenti í 15. sæti eftir flutning í Dyflinni á Írlandi síðastliðið laugardagskvöld. Norðmenn báru sigur úr býtum í annað sinn í keppninni með laginuNocturne og fengu 148 stig. Meira
16. maí 1995 | Smáfréttir | 41 orð

NÚPSVERJAR ÁRG. '70­'75 ætla að hittast í Lionssalnum, Auðbrekk

ætla að hittast í Lionssalnum, Auðbrekku 25, Kópavogi, miðvikudaginn 24. maí nk. Húsið opnað kl. 20. Meðal dagskráratriða verður fjallað um átthagaverkefnið Lystigarðurinn Skrúður en einnig sjá Núpsverjar um skemmtiatriði. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Aðgangseyrir er 800 kr. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

ÓLAFUR ÓSKARSSON

ÓLAFUR Ottesen Óskarsson, útgerðarmaður og síldarsaltandi, lést á Borgarspítalanum í gærmorgun, 15. maí, 72 ára að aldri. Ólafur var fæddur í Reykjavík 18. ágúst 1922, sonur hjónanna Guðrúnar Ólafsdóttur og Óskars Halldórssonar útgerðarmanns. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 426 orð

Óselt fyrir næstum 200 milljónir

"ÉG ER ekki hissa á því að tilboðinu í Norðurá hafi verið hafnað þegar ráðgjafar veiðifélagsins leggja fram álit sitt með þeim formerkjum sem greint var frá í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Vel má vera að finna megi eitthvað í tilboðinu sem ekki sé gerlegt fyrir landeigendur að samþykkja eða þurfi að ræða nánar. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 161 orð

Óskar eftir samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn

JEGOR Gajdar, fyrrverandi forsætisráðherra og einn af helstu forystumönnum rússneskra umbótasinna, sendi Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, bréf á meðan á heimsókn Davíðs til Rússlands stóð í seinustu viku en Davíð var viðstaddur hátíðahöld í Moskvu í tilefni styrjaldarloka í Evrópu fyrir 50 árum. Meira
16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 503 orð

Óvanir að líta á sig sem sjálfstæða þjóð

HUGSANLEGT er, að kjósendur í Hvíta-Rússlandi hafi endanlega sagt skilið við hugmyndina um sjálfstætt ríki í kosningunum og þjóðaratkvæðagreiðslunni um helgina. Þá voru fjórar tillögur Alexanders Lúkashenkos, forseta landsins, samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta en þær voru um efnahagslegan samruna við Rússland, að rússneskan yrði jafn rétthá hinni deyjandi hvítrússnesku, Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 454 orð

Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald og geðrannsókn

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úrskurðaði í gær átján ára pilt í gæsluvarðhald til næstu mánaðamóta og til að sæta geðrannsókn vegna rökstudds gruns um að ákeyrsla hans á hjólreiðamann hafi ekki verið óhapp. Meira
16. maí 1995 | Landsbyggðin | 303 orð

Póls Rafeindavörur stórauka framleiðslu sína

Ísafirði-PÓLS Rafeindavörur á Ísafirði hafa stóraukið framleiðslu sína, en um 70% af framleiðslunni fer nú á erlendan markað. Hagnaður eftir skatta á síðasta ári varð 6,5 milljónir á móti 3 milljóna króna tapi árið áður. Sala og framleiðsla það sem af er þessu ári er meiri en á sama tíma og í fyrra. Meira
16. maí 1995 | Smáfréttir | 59 orð

RADÍUSBRÆÐUR munu á næstunni leggja land undir fót með tveggja klukku

RADÍUSBRÆÐUR munu á næstunni leggja land undir fót með tveggja klukkustunda skemmtidagskrá. Samanstendur hún af gamansögum, vangaveltum ýmis konar, skrýtlum, leikþáttum, söng og jafnvel dansi ef svo ber undir. Leikför Radíusbræðra hefst fimmtudaginn 18. Meira
16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 98 orð

Reuter Þúsund heimili í rúst

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 488 orð

Saksóknari vísar málinu frá sér

RÍKISSAKSÓKNARI hefur vísað frá kæru bæjarstjóra Hafnarfjarðar og formanns bæjarráðs um rannsókn á fjármálalegum samskiptum bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stjórnenda Hagvirkis-Kletts hf. Bæjarstjóri segir að málinu sé þar með lokið af hálfu meirihluta bæjarstjórnar. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Símamenn til sáttasemjara

SAMNINGANEFND ríkisins hefur vísað kjaradeilu Félags íslenskra símamanna og ríkisins til ríkissáttasemjara. Fátítt er að ríkið hafi frumkvæði að því að vísa kjaradeilu til sáttasemjara. Indriði H. Þorláksson, varaformaður samninganefndar ríkisins, segir að þetta sé gert vegna þess að mjög hægt hafi miðað í viðræðum deiluaðila. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Símamenn til sáttasemjara

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Sjómannadeilan Viðræður áfram

16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 182 orð

Skosk lúðra sveit spilar í kirkjunni

SKOSKA lúðrasveitin Clydebank Citadel Band, lúðrasveit Hjálpræðishersins í Glasgow leikur á tónleikum í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 17. maí kl. 20.30. Á fimmtudag mun hljómsveitin vera á ferðinni í miðbænum frá kl. 15.30 til 16 en þá hefjast útitónleikar á Ráðhústorgi. Loks mun hljómsveitin koma fram á tónleikum í Akureyrarkirkju á fimmutdagkvöld, 18. maí kl. 20.30. Meira
16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 119 orð

Slegizt í spænskum höfnum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins og Marokkó hófu í gær fjórðu umferð viðræðna sinna um nýjan fiskveiðisamning, sem heimilar skipum frá ESB-ríkjum veiðar í lögsögu Marokkó. Spenna fer nú vaxandi meðal spænskra fiskimanna, sem eru atvinnulausir vegna þess að gamli samningurinn er útrunninn, og var slegizt í spænskum höfnum í gær er sjómenn reyndu að hindra innflutning á fiski frá Marokkó. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

Stendur ekki til að auka kvótann

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ekki standi til að auka við þorskkvótann á yfirstandandi fiskveiðiári. Engin umræða hafi farið fram um slíkt innan ríkisstjórnarinnar. Halldór Ásgrímsson utanríkissráðherra gaf í skyn í DV í gær að svigrúm væri fyrir kvótaaukningu. Meira
16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Sumarlistaskólinn í fjórða sinn

SUMARLISTASKÓLINN verður starfandi á Akureyri í fjórða sinn í sumar, dagana 18. júní til 2. júlí. Örn Ingi Gíslason, sem rekur Sumarlistaskólann, sagði að nemendur hefðu komið víða að til að sækja skólann, en við hann eru kenndar ýmsar listgreinar, s.s. myndlist, leiklist, dans og kvikmyndagerð, en aðaláherslan var lögð á síðastnefndu greinina í fyrra. Meira
16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Sumarlistaskólinn í fjórða sinn

16. maí 1995 | Landsbyggðin | 105 orð

SUmhverfisfræðsla í leikskóla

Blönduósi-Krakkarnir í leikskólanum Barnabæ á Blönduósi hafa unnið í vetur að samnorrænu verkefni um umhverfisfræðslu. Verkefnið er unnið á öllum skólastigum frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Börnin hafa tekið fyrir ýmsa þætti í umhverfinu svo sem fjöruna, heimilið og bæjarfélagið í heild og hvað betur mætti fara í umgengni við náttúruna. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 266 orð

Sýknaðir af ákæru um áfengisauglýsingar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Pál Magnússon, fyrrum ritstjóra Morgunpóstsins, og Gunnar Bender, ritstjóra Sportveiðiblaðsins, af ákærum um að hafa brotið gegn áfengislögum og reglugerð um áfengisauglýsingar, með því að birta myndir af áfengisflöskum og umfjöllun um áfengistegundir í blöðunum. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 399 orð

Takmarka vinnu grunnskólabarna og yfirvinnu

PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, segist vera mjög ósáttur við tvær tilskipanir Evrópusambandsins í vinnumarkaðsmálum, sem Ísland mótmælti við gerð samningsins um Evrópskt efnahassvæði án þess að tekið hafi verið tillit til þess. Meira
16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

tskriftartónleikar Nicole Völu

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 290 orð

Um 30.000 gestir á Byggingadögum

MIKIL þátttaka var á Byggingadögum um síðustu helgi sem Samtök iðnaðarins stóðu að annað árið í röð. Segir Guðmundur Guðmundsson hjá Samtökum iðnaðarins að hátt í 30 þúsund gestir hafi sótt dagana. Jöfn þátttaka var hjá öllum sýnendum og hafa fyrirtækin lýst mikilli ánægju með árangurinn. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 299 orð

Um 30.000 gestir á Byggingadögum

16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 1414 orð

Utanríkisstefna á sama grunni og áður

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti fyrstu yfirlitsræðu sína um utanríkismál eftir að hann tók við embætti á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í gær. Halldór sagði þörf á að festa ríkti í íslenzkum utanríkismálum, í því mikla umróti sem nú væri um allan heim. Byggt yrði á sama grunni og lengi áður og mikilvægt væri að samskipti við bandamenn Íslands yrðu áfram traust. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

úsundir sela á hafísnum

16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Útskriftartónleikar Nicole Völu

NICOLE Vala Cariglia heldur útskriftartónleika á sal Tónlistarskólans á Akureyri annað kvöld, miðvikudagskvöldið 17. maí kl. 20.30., en hún er að ljúka 8. stigsprófi í sellóleik. Á efnisskrá hennar eru þrír kaflar úr svítu nr. 4 fyrir einleiksselló eftir J.S. Meira
16. maí 1995 | Landsbyggðin | 179 orð

Vetraríþróttir stundaðar að vori

Húsavík-Að liðnum mjög snjóþungum vetri hefur vorið verið sérstaklega kalt hér um slóðir og snjóa tekur lítið og vetraríþróttir er hægt að stunda og útlit er fyrir að svo verði fram á sumar. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Viðræður áfram

LÍTILL árangur varð á samningafundi deiluaðila í sjómannadeilunni í gær. Á fundinum, sem stóð í rúmar sex stundir, var lítið rætt um aðaldeilumálið, breytingar á verðmyndun fisks. Samningsaðilar fóru yfir ýmis önnur ágreiningsmál án þess að niðurstaða fengist. Annar fundur er boðaður á morgun kl. 9. Meira
16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 343 orð

Vilja styrkja stöðu VES

AÐILDARRÍKI Vestur-Evrópusambandsins (VES) ákváðu á ráðherrafundi í Lissabon í gær að fjölga verkefnum sambandsins, þannig að það gæti tekist á við erfiðari verkefni í framtíðinni. Helmut Schäfer, aðstoðarvarnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að á ráðherrafundinum hefði verið ákveðið að setja á laggirnar stjórnmála- og herfræðihóp til að samræma hernaðaraðgerðir í framtíðinni, Meira
16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 257 orð

Víða tveggja metra snjóskaflar á Jaðarsvelli

LANGT er þar til akureyrskir golfáhugamenn geta farið að leika á golfvellinum á Jaðri, en víða eru enn töluverðir snjóskaflar á vellinum. Guðbjörn Garðarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, sagði að búið væri að koma upp bráðabirgðaaðstöðu á Melgerðismelum, en þangað gætu menn farið "til að fá útrás fyrir mesta fiðringinn", eins og hann orðaði það. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Vorboði í Vesturbænum

NOKKRIR drátthagir nemendur í 10. bekk Hagaskóla tóku sig til í byrjun vikunnar og máluðu strætisvagnaskýlið við skólann á Dunhaga í öllum regnbogans litum. Að sögn Auðar Ólafsdóttur myndmenntakennara við skólann er þetta ekki í fyrsta sinn sem skýlið fær upplyftingu en í fyrra var það málað í tilefni af lýðveldisafmælinu. Að þessu sinni tengdist myndefnið hinum válega sjúkdómi alnæmi. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Vorboði í Vesturbænum

16. maí 1995 | Smáfréttir | 28 orð

VORFUNDUR Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla, verður haldinn miðvik

VORFUNDUR Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla, verður haldinn miðvikudaginn 17. maí á Bíldshöfða 14, Reykjavík. Aðalumræðuefnið verður umferðarslys á mótorhjólum. Boðaðir á fundinn verða fulltrúa LÍA, tryggingafélaga, Umferðarráðs, lögreglunnar og Ökukennarafélagsins. Meira
16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Vortónleikar

VORTÓNLEIKAR og einkunaafhending í Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða á starfssvæði skólans næstu daga. Fyrstu tónleikarnir verða að Melum í Hörgárdal á morgun, miðvikudaginn 17. maí kl. 20.30., síðan í Gamla skólahúsinu á Grenivík, föstudaginn 19. maí kl. 20.30, þá í Valsárskóla á Svalbarðseyri laugardaginn 20. maí kl. 16.00 og loks í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 21. Meira
16. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Vortónleikar í Mývatnssveit

VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Mývatnssveitar voru haldnir í Barnaskólanum í Reykjahlíð laugardaginn 13. maí síðastliðinn. Þar léku nemendur skólans á blásturs- og strengjahljóðfæri svo og píanó. Síðastliðinn vetur var einnig kendir Tveir nemendur sungu einsöng á tónleikunum, enn fremur söng kvartett. Síðast lék og söng átta manna hljómsveit. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 380 orð

Yfirlýsing

Við undirritaðir, bæjarfulltrúar í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs, og Magnús Jón Árnason, bæjarstjóri, sendum erindi til félagsmálaráðherra í janúar sl., þar sem kærð voru fjármálaleg viðskipti Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið Hagvirki Klett hf. árin 1992­1994. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 196 orð

yrla sótti tvo eftir útafakstur

16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 302 orð

Þakkaður mikill árangur í efnahagsmálum

CARLOS Menem, forseti Argentínu, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í landinu á sunnudag. Fékk hann tæpan helming greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans rúmlega 30%. Ýmiss konar hneykslismál hafa einkennt stjórnartíð Menems en fréttaskýrendur segja, að kjósendur hafi séð í gegnum fingur sér með þau vegna þess mikla árangurs, sem stjórnvöld hafa náð í efnahagsmálunum. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 277 orð

Þjóðverjar tilbúnir að tala máli Íslendinga

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra skýrði frá því í ræðu á fundi hjá Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergi í gær að fyrir skömmu hefði verið ákveðið á tvíhliða fundi íslenzkra og þýzkra embættismanna að auka upplýsingaflæði og skoðanaskipti milli þýzkra ráðamanna og sendiráðs Íslands í Bonn um ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst á næsta ári, og fleiri málefni ESB. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Þrír jafnir í afmælisskák í Kópavogi

AFMÆLISATSKÁKMÓTI Kópavogs lauk á sunnudag. Mótið var mjög jafnt og spennandi og talsvert um óvænt úrslit. Í 1.­3. sæti urðu Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson og Margeir Pétursson með 7 vinninga úr 9 skákum. Fjórði var Andri Áss Grétarsson með 6 vinninga og í 5.­8. sæti voru Magnús Örn Úlfarsson, Ólafur B. Meira
16. maí 1995 | Erlendar fréttir | 93 orð

Þúsund heimili í rúst

JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 6,6 stig á Richterskvarða, olli miklu tjóni í Norður-Grikklandi á laugardag og munu um eitt þúsund íbúðarhús vera ónýt. Enginn fórst en á þriðja tug slasaðist. Mörg þúsund manns hafast við í tjöldum. Allmiklir eftirskjálftar urðu á sunnudag og í gær, búist er við að virknin haldi áfram næstu vikur. Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Þúsundir sela á hafísnum

LANDHELGISGÆSLAN fór í ískönnunarflug norður af landinu í gær og sá áhöfn vélarinnar gífurlega stóra selabreiðu á hafísnum um 40 mílur norður af Horni. Sigurjón Sverrisson flugstjóri í ferðinni segist aldrei hafa séð þvílíkan fjölda af sel á þeim tuttugu árum sem hann hefur flogið fyrir Landhelgisgæsluna og sagðist áætla að þúsundir sela hafi verið á ísflekum á um það bil 15 mílna Meira
16. maí 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Þyrla sótti tvo eftir útafakstur

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gærmorgun tvo menn sem höfðu lent út af veginum í Hvalfirði í fólksbíl. Bíllinn, sem mennirnir tveir voru í, fór út af veginum skammt norðan Botnsskála í Hvalfirði. Annar mannanna gat látið vita af slysinu um farsíma. Lögreglan í Reykjavík fór á vettvang ásamt sjúkrabíl og síðan var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til. Meira

Ritstjórnargreinar

16. maí 1995 | Staksteinar | 412 orð

Nýr forseti, nýr Chirac

16. maí 1995 | Staksteinar | 403 orð

»Nýr forseti, nýr Chirac Í FORYSTUGREIN í Svenska Dagbladet á dögunu

Í FORYSTUGREIN í Svenska Dagbladet á dögunum er fjallað um úrslit forsetakosninganna í Frakklandi. Telur blaðið ljóst að miklar breytingar séu í vændum í Frakklandi en samt sem áður ólíklegt að hægt sé að uppfylla hinar miklu væntingar almennings varðandi umbætur í félagsmálum. Miklar breytingar Meira
16. maí 1995 | Leiðarar | 559 orð

ÚRSKURÐARVALD Í STJÓRNSÝSLU IÐURSTAÐAN í kærumáli oddvita n

ÚRSKURÐARVALD Í STJÓRNSÝSLU IÐURSTAÐAN í kærumáli oddvita núverandi meirihluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði á hendur fyrrverandi meirihluta vekur upp ýmsar spurningar um það hvernig úrskurðarvaldi í stjórnsýslumálefnum er háttað hér á landi. Meira

Menning

16. maí 1995 | Tónlist | 457 orð

Aðeins sá sem þekkir þrá

Þuríður Baxter, mezzosópran, Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari, fluttu ljóðasöngverk og aríur. Seltjarnarneskirkju laugardaginn 13. maí, 1996. TRÚLEGA er sú þörf að syngja og yrkja sprottin upp af sama stofni í mannssálinni, enda voru skáldin í árdaga, einnig söngvarar og enn í dag syngja menn ljóð sín. Þrátt fyrir að Þuríður Baxter hafi ekki stundað söngnám nema í u.þ.b. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 265 orð

Afmælis minnst með tónleikum

Stykkishólmi-UM þessar mundir eru 5 ár liðin frá því að kirkjan í Stykkishólmi var vígð af herra Ólafi Skúlasyni biskup og mun það hafa verið fyrsta kirkjuvígsla sem hann framkvæmdi á biskupsferli sínum. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 216 orð

Akureyrsk ungmenni í fyrirsætustörf erlendis

"ÞESSIR krakkar eru að ná alveg stórkostlegum árangri," sagði Kolbrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Skóla Johns Casablancas á Íslandi, sem m.a. hefur umboð fyrir Elite um akureyrsk ungmenni sem eru að hasla sér völl sem fyrirsætur hjá erlendum umboðsskrifstofum. Dejan Markovic, eigandi umboðsskrifstofunnar Names í Mílanó á Ítalíu, var á Akureyri fyrir skömmu og ræddi við unglinga. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 233 orð

Forsýning á teiknimyndinni Þyrnirós

BÍÓHÖLLIN og Nýjabíó í Keflavík forsýna sunnudaginn 14. maí Þyrnirós en Sambíóin halda í hina löngu hefð að sýna sígildar teiknimyndir frá Walt Disney og frumsýna teiknimyndina "Sleeping Beauty" sem er byggð á sögunni um hana Þyrnirós. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 146 orð

Frumflutt tónverk í Bústaðakirkju

ÁRLEGIR tónleikar tónfræðideildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir miðvikudaginn 17. maí kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Fluttar verða 14 nýsmíðar eftir 8 höfunda sem allir leggja stund á tónsmíðanám við tónfræðadeild. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 98 orð

Gagnfræðingar gera sér glaðan dag

SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld komu gamlir gagnfræðingar úr Vogaskóla saman í Glæsibæ og héldu upp á að tuttugu ár eru liðin síðan þeir útskrifuðust úr skólanum. Þetta voru sem von var fagnaðarfundir, enda höfðu margir hverjir ekki hist um langa hríð. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir bauð skólasystkini sín velkomin og flutti erindi og ágrip frá liðnum stundum. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 293 orð

Góðir undirbúningstónleikar í Skálholti og á Selfossi

Selfossi-Tvennir tónleikar Unglingakórs Selfosskirkju fóru fram í Skálholtskirkju 6. maí og í Selfosskirkju 9. maí. Tónleikarnir voru einn af lokaþáttunum í undirbúningi kórsins fyrir tónleikaför til Skotlands í lok mánaðarins. Tónleikarnir í Skotlandi eru haldnir á vegum skosku kirkjunnar og mun kórinn syngja á tvennum tónleikum ytra. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 1013 orð

Heitir dansar, ástir og öfund

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Heita dansa í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Á efnisskránni er meðal annars dansverkið Carmen sem Sveinbjörg Alexanders, sem starfar í Bandaríkjunum, hefur samið sérstaklega fyrir flokkinn. Orri Páll Ormarsson hitti Sveinbjörgu að máli en hún er nú stödd hér á landi til að stjórna uppfærslunni. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 90 orð

Konur fagna hækkandi sól

16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 85 orð

Konur fagna hækkandi sól

HALDIÐ var dömukvöld Kvennaklúbbs Íslands í Cafe Royale síðastliðinn laugardag til að fagna komu vorsins og hækkandi sól. Meðan á borðhaldi stóð var boðið upp á skemmtidagskrá sem fólst meðal annars í leikjum og því að boðið var upp á ýmiskonar prufur. Þá mætti Heiðar snyrtir á svæðið og skemmti dömunum með uppátækjum sínum. Meira
16. maí 1995 | Myndlist | 307 orð

Listkynning

Opið virka daga frá 10-18. Laugardaga 11-16. Lokað sunnudaga. Til 27. maí. ÞAÐ má með sanni segja, að Skólavörðustígur sé að verða að eins konar listhúsagötu, því að stöðugt fjölgar listmunaverzlunum í götunni, sem sumar eru jafnframt, eða að hluta til starfandi listhús. Meira
16. maí 1995 | Leiklist | 714 orð

List úr djúpi draumanna

Ópera í tíu atriðum fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit eftir Hjálmar H. Ragnarsson við kvæðasyrpu eftir Halldór Laxness. Leikendur og söngvarar: Jóhann Sigurðarson, Edda Heiðrún Backman, Sverrir Guðjónsson, Benedikt Ingólfsson, Bryndís Sigurðardóttir, Egill Gunnarsson, Harpa Arnardóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Hinrik Ólafsson, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Meira
16. maí 1995 | Myndlist | 352 orð

Lífið og rýmið

Opið frá kl. 14-18 alla daga til 18. maí. Aðgangur ókeypis. SÆNSKA listakonan Hjordis Johansson Becker verður að teljast mjög jarðtengd í verkum sínum, og myndefnið sækir hún öðru fremur til jarðarinnar, rýmisins og lífsins. Um þessa hverfipunkta snúast myndraðir hennar, þar sem hún gengur öðru fremur út frá einfaldleikanum og skýrri afmarkaðri hugsun. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Ljóðabókin Birta nætur ÚT er komin ljóðabókin Birta nætur. Höfundur er Ásdís Óladóttir og er þetta fyrsta verk hennar. Bókin

ÚT er komin ljóðabókin Birta nætur. Höfundur er Ásdís Óladóttir og er þetta fyrsta verk hennar. Bókin sem er gefin út í hundrað tölusettum eintökum hefur að geyma þrjátíu ljóð. Ásdís hefur áður birt efni í Lesbók Morgunblaðsins í tímariti Andblæs og afmælisriti hressingarskáns. Útgefandi er Andblær. Birta nætur er 40 bls. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 60 orð

Ljóðabókin Kyrra vatn

16. maí 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Ljóðabókin Kyrra vatn ÚT ER komin ljóðabókin Kyrra vatn eftir Ólöfu M. Þorsteinsdóttur. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar. Ólöf

ÚT ER komin ljóðabókin Kyrra vatn eftir Ólöfu M. Þorsteinsdóttur. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar. Ólöf M. Þorsteinsdóttir er fædd í Reykjavík 1960. Hún stundaði nám við HÍ, en hefur starfað hjá bókaforlögum og við blaðamennsku í nokkur ár. Kyrra vatn er 58 bls. Prentuð í Offsetfjölritun. Bókin kostar 1.026 krónur. Ólöf M. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 90 orð

Löggilt slökkvilið

16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 86 orð

Löggilt slökkvilið

FYRIR skömmu fékk slökkvilið Reykjavíkurflugvallar löggildingu við hátíðlega athöfn í nýju flugstjórnarmiðstöðinni sem tekin verður í notkun síðar á þessu ári. Flugmálastjórn, sem varð fimmtíu ára á þessu ári, starfar eftir stöðlum frá Alþjóða flugmálastofnuninni og þarf að uppfylla kröfur um löggilt slökkvilið til að flugvöllurinn sé gildur sem alþjóðaflugvöllur. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 470 orð

Mikil bók frá litlu landi

EITT kunnasta bókablað Bandaríkjanna, The New Yorker Review of Books, birtir í tölublaðinu sem út kom 11. maí langa grein sem nefnist: Mikil bók frá litlu landi. Greinin sem er eftir Brad Leithauser fjallar um Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Leithauser segir þar að skáldsaga þessa íslenska Nóbelsskálds sé bók lífs síns. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 183 orð

Myndir Friðriks Þórs í Bandaríkjunum

SÉRSTÖK yfirlitssýning á kvikmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar var hluti af dagskrá einnar helstu kvikmyndahátíðar í Bandaríkjunum, World Cinema Film Festival, sem nú stendur yfir í borginni Philadelphia. Er þetta fyrsta yfirlitssýning á myndum íslensks kvikmyndaleikstjóra í Bandaríkjunum. Meira
16. maí 1995 | Kvikmyndir | 346 orð

Nauðaómerkilegt dauðatafl

Leikstjóri og einn af handritshöfundum: Jim McBride. Aðalhlutverk: Kate Beckinsale, John Wood, Sinead Cusack og Art Malik. Ciby 2000. 1994. SÁLFRÆÐITRYLLIRINN Dauðatafl eða "Uncovered" er einhver ómerkilegasta spennumynd sem sést hefur í langan tíma. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 108 orð

Ópera hjá frú Emilíu

LEIKHÚSIÐ Frú Emilía frumsýndi óperuna Rhodymenia palmata síðastliðið föstudagskvöld. Um er að ræða frumsamda íslenska óperu í fimm þáttum fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Hún er samin við samnefndan kvæðabálk Halldórs Laxness. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 112 orð

Ópera hjá frú Emilíu

16. maí 1995 | Kvikmyndir | 351 orð

Rangir menn á röngum stað

Leikstjóri Paul Warner. Handrit Steve Alden og Paul Skemp. Kvikmyndatökustjóri Mark Gordon. Aðalleikendur Stephen Baldwin, Sheryl Lee, Mickey Rourke, Jason London, David Arquette, Jonah Blechman. Bandarísk. Capitol Films 1994. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 128 orð

Sjálfsfyrirlitning í skáldsögu

"EFNIÐ er mannfyrirlitning eða öllu heldur sjálfsfyrirlitning", skrifar norski gagnrýnandinn Kjell Olaf Jensen i Arbeidarbladet (25. apríl) í Ósló um Fyrirgefningu syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem nýkomin er út hjá Gyldendal í norskri þýðingu eftir Jon Sveinbjørn Jonsson. Gagnrýnandinn segir að frásögnin einkennist af beiskri sýn á lífið og mennina. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 192 orð

Skeiðkóngurinn í Varmadal níræður

HESTAMAÐURINN og bóndinn Jón Jónsson í Varmadal í Kjalarneshreppi er níræður í dag. Af því tilefni hélt hann vinum og vandamönnum hóf á sunnudag í Harðarbóli, félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar, en Jón er þar heiðursfélagi. Jón var á sínum tíma í fremstu röð skeiðreiðarmanna og af mörgum talinn bera af. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 114 orð

Treystir ekki karlmönnum

16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 113 orð

Treystir ekki karlmönnum

LEIKKONAN Traci Lords fékk nýlega hlutverk í hryllingsmyndinni "Skinner" sem leikstýrt er af Ivan Nagy. Hún virðist vera nálægt því að skjóta rótum í Hollywood, en hún fór með hlutverk í sjónvarpsþáttunum vinsælu Melrose Place fyrir skömmu. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 79 orð

Ungir fiskfangarar

UPPSKERUHÁTÍÐ yngstu flokka Karatefélagsins Þórshamars var haldin við Rauðavatn síðastliðinn sunnudag. Þar gátu krakkarnir notið útiverunnar og náttúrunnar, auk þess sem þau spreyttu sig á því að fanga síli. Þá var boðið upp á grillaðar pylsur og kók, sem var vitaskuld tekið fagnandi hjá fiskföngurunum ungu. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 87 orð

Ungir fiskfangarar

16. maí 1995 | Tónlist | 298 orð

Vor við Seltjörn

Selkórinn flutti kórlög frá ýmsum löndum Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 14. maí 1995 Selkórinn hefur starfað í nokkur ár og nú um skeið hefur Jón Karl Einarsson stjórnað kórnum. Efnisskráin var þrískipt, íslensk lög, negrasálmar og ungversk tónlist, öll sungin án undirleiks. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 96 orð

Ævintýri á Íslandi

ÞAÐ VIRÐIST vera að færast í aukana að erlend fyrirtæki kjósi að senda starfsmenn sína í ævintýraferðir til Íslands í staðinn fyrir sólarlandaferðir. Nýlega var staddur hér á landi sjötíu manna hópur frá Shell í Svíþjóð. Tilefnið var að þetta fólk hafði staðið sig best í átaksverkefni Shell og voru verðlaunin ævintýraferð til Íslands. Meira
16. maí 1995 | Fólk í fréttum | 99 orð

Ævintýri á Íslandi

16. maí 1995 | Menningarlíf | 215 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍSLENSKi Kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Þorvaldur víðförli er söguleg skáldsaga eftir Árna Bergmann um umbrotatíma í sögu Íslands og Evrópu. Íslendingurinn Þorvaldur víðförli, sem var uppi fyrir árþúsundi, slæst ungur í lið með Friðriki trúboðsbiskupi og lendir í mannvígum fyrir Hvítakrist á Íslandi. Meira
16. maí 1995 | Menningarlíf | 148 orð

(fyrirsögn vantar)

ARCADIA, leikrit Toms Stoppards, var valið besta nýja leikrit ársins í atkvæðagreiðslu félags leiklistargagnrýnenda í New York í síðustu viku. Besta bandaríska leikritið var valið "Love! Valour! Compassion! (Ást! Hugrekki! Samúð!) eftir Terrence McNally. Gagnrýnendurnir veittu engin verðlaun fyrir söngleiki að þessu sinni. Meira

Umræðan

16. maí 1995 | Velvakandi | 305 orð

30 milljarða verðmæti brætt í einn milljarð!

ÞAÐ er vægast sagt undarlegt að nýtingaraðferðir á Íslandssíldinni skuli ekki vekja athygli í fjölmiðlum. Í frétt í Morgunblaðinu sl. föstudag var sagt frá því í viðtali að 100 þúsund tonn af Íslandssíld gæfu í sölu einn milljarð í mjöli, lýsi, o.s.frv. Meira
16. maí 1995 | Velvakandi | 430 orð

anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið sett

anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið sett upp sýning á ljósmyndum, sem fréttaritarar blaðsins víðs vegar um landið hafa tekið og fengið hafa viðurkenningu og verðlaun af hálfu Morgunblaðsins. Hér eru skemmtilegar myndir á ferðinni og birtust sumar þeirra hér í blaðinu í fyrradag. Meira
16. maí 1995 | Aðsent efni | 827 orð

Evrópusambandið

Evrópusambandið Reynsla Finna Þótt hagsmunir Íslendinga í samskiptum við Evrópusambandið séu um margt ólíkir hagsmunum Finna, segir Þorsteinn M. Jónsson, vegna þess hversu mjög við reiðum okkur á auðlindir sjávar, má draga margvíslegan lærdóm af reynslu þeirra. Meira
16. maí 1995 | Aðsent efni | 567 orð

Frá rhbrie mÞismennt.is

Frá rhbrie mÞismennt.is Ég vildi einna síst vera án tölvunnar minnar, segir RagnheiðurBriem, af öllum tækjum heimilisins. Meira
16. maí 1995 | Velvakandi | 149 orð

Heill Magnúsi Scheving

ÞAU ánægjulegu tíðindi gerðust nú í vetur að Magnús Scheving þolfimimeistari var kjörinn íþróttamaður ársins. Margur góður íþróttamaðurinn hefur hlotið þá virðingu og er skemmst að minnast Sigurbjörns Bárðarsonar sem er þjóð sinni og íþrótt til sóma hvar sem hann fer. Magnús Scheving virðist óvenju vel gerður ungur maður. Meira
16. maí 1995 | Aðsent efni | 681 orð

Margrét formaður Alþýðubandalagsins!

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ þarf að breyta áherslum og starfsstíl til þess að ná meiri áhrifum og verða betra baráttutæki fyrir alþýðu manna í landinu en verið hefur síðastliðin tíu ár. Í haust gefst alþýðubandalagsfólki og nýjum félögum, sem ganga til liðs við bandalagið, tækifæri til þess að velja nýja forystu sem leiða á hreyfinguna inn í nýja öld. Meira
16. maí 1995 | Velvakandi | 373 orð

Meira um "vaxtaflón"

BANKASTJÓRAR Landsbankans hafa verið stóryrtir í gagnrýni sinni á þá sem þeir telja að tali af vankunnáttu um banka- og vaxtamál, m.a. í garð viðskiptaráðherra og fulltrúa launafólks. Í Morgunblaðinu 3. maí sl. var Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbankans, inntur álits á ræðum verkalýðsforingjanna við hátíðahöld 1. maí. Í máli þeirra kom m.a. Meira
16. maí 1995 | Velvakandi | 619 orð

Náttúru-heilsufræði I

GRUNDVÖLLUR Náttúru- heilsufræði er að líkaminn sjálfur leitar heilbrigði og nær því marki með því að losa sig jafnóðum við skaðleg úrgangsefni. Það er undirstaða Náttúru-heilsufræði, að líkaminn sé sjálf-hreinsandi, sjálf- læknandi og viðhaldi sér sjálfur. Mannslíkaminn er eitt stórkostlegasta sköpunarverk náttúrunnar. Ekkert jafnast á við hann að krafti, hæfileikum og aðlögunargetu. Meira
16. maí 1995 | Aðsent efni | 1029 orð

Ráðherrann vill ekki ræða kjarna málsins

ÁSTÆÐA er til að vekja sérstaka athygli manna á viðbrögðum Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra við ásökunum mínum um að hann hafi ekki gætt almannahagsmuna við setningu skaðabótalaganna nr. 50/1993. Hann reynir ekkert að svara því meginatriði málsins, hvort reikniregla laganna mæli mönnum fullar bætur fyrir fjártjón. Hann segir bara að íslensku lögin hafi verið gerð að danskri fyrirmynd. Meira
16. maí 1995 | Aðsent efni | 769 orð

Um veiðistofn þorsks

ÁRLEG ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar skiptir sköpum fyrir afkomu þeirra sem lifa af veiðum. Eðlilega stendur styr um jafn mikilvæga stofnun, og gegnum árin hefur hún oft sætt gagnrýni; bæði frá sjómönnum en einnig frá náttúrufræðingum utan stofnunarinnar. Sjálfum finnst mér sú gagnrýni oft hafa verið ómakleg. Meira

Minningargreinar

16. maí 1995 | Minningargreinar | 469 orð

Eggert G. Þorsteinsson

Eggert G. Þorsteinsson var á marga lund mjög sérstakur maður. Hann var einn þeirra fáu, sem mönnum verður hlýtt til þegar við fyrstu kynni. Viðmót hans, jafnvel við ókunnuga, var þannig, að ekki gat dulizt, að þar fór góðviljaður maður, sem vakti traust og menn vildu gjarnan eiga nánari skipti við. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 917 orð

Eggert G. Þorsteinsson

Eggert G. Þorsteinsson naut alla tíð óbrigðulla vinsælda meðal alþýðuflokksfólks og trúnaðarmanna Alþýðuflokksins á flokksþingum og í miðstjórn. Mig minnir hann hafi jafnan verið í hópi þeirra sem flest atkvæði fengu við kjör til trúnaðarstarfa í röðum flokksmanna. Og það sem meira var; mönnum bar yfirleitt saman um að þetta væru verðugar vinsældir. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 620 orð

Eggert G. Þorsteinsson

Þegar ég hef verið að hugsa um hann tengdaföður minn þessa undanfarna daga síðan hann lést þá sé ég fyrir mér nýlega fermdan strák sem stendur hjá vitanum á Vatnsnesi í Keflavík og vonar og biður um að pabbi hans komi að landi með einhverjum bátnum. Vonar kannske líka að honum hafi verið bjargað um borð í útlent skip og að hann sé lifandi. En sú von rættist ekki. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 873 orð

Eggert G. Þorsteinsson

"Tíminn hann er fugl sem flýgur hratt." Fólk sem stendur manni fyrir hugskotssjónum í blóma lífsins er fyrr en varir orðið aldurhnigið og atburðir, sem í minningunni eru eins og gerst hafi í gær, tilheyra löngu liðnum tíma. Svo hratt flýgur tímans fugl. Eggert G. Þorsteinsson, ásamt þeim Gylfa Þ. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 166 orð

Eggert G. Þorsteinsson

Eggert G. Þorsteinsson var mikill öðlingur og eðalkrati. Hugsun hans og verk beindust ávallt að hagsmunamálum alþýðunnar; jafnrétti og bættum kjörum. Hann var jafnaðarmaður í bestu merkingu þess orðs. Í stjórnmálum var hann málamiðlari og setti niður margar deilur og lagði gott til flestra mála, sem hann kom að. Við urðum samferða um þriggja áratuga skeið í stjórnmálum og á öðrum vettvangi. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 506 orð

Eggert G. Þorsteinsson

Í dag kveðjum við góðan félaga og einn af sterkustu liðsmönnum Alþýðuflokksins í marga áratugi, Eggert G. Þorsteinsson fyrrverandi ráðherra. Eggert hefði orðið sjötugur innan fáeinna vikna. Hann bar aldur sinn mjög vel, var höfðinglegur í fasi og bar með sér þann góða þokka sem bæði fylgir reisn og traust. Persónuleg kynni mín af Eggert G. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 310 orð

EGGERT G. ÞORSTEINSSON

EGGERT G. ÞORSTEINSSON Eggert Gíslason Þorsteinsson fæddist í Keflavík 6. júlí 1925. Hann lést á Landspítalanum 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Eggertsson, skipstjóri, f. 4. júní 1905 í Kothúsum í Garði, d. 23. nóv. 1940, og Margrét Guðnadóttir, f. 12. jan. 1906 í Keflavík, d. 25. sept. 1963. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 568 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Handtakið var einstaklega hlýlegt og bar mannkostunum vitni. Margir báru mikið traust til hans og sáu í honum von og bjarta framtíð. Eggert var orðinn ráðherra, þegar ég kynntist honum fyrst og persónuleikinn heillaði mig. Brosandi og spaugsamur, samt með sérstakan áhyggjusvip, þegar málefnin voru erfið. Staða Eggerts í þjóðfélaginu var nokkuð merkileg. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 540 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Mér brá þegar ég las andlátsfregn um Eggert G. Þorsteinsson í Morgunblaðinu á flugvellinum í Kaupmannahöfn sl. föstudag. Fregnin snart mig mjög. Ég var greinilega ekki reiðubúinn að sætta mig við það, að Eggert væri kallaður á brott svo fljótt. Leiðir okkar Eggerts lágu fyrst saman sumarið 1949. Hann var þá að vinna sem múrari við byggingu Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 610 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Það eru nú liðin tæp fjórtán ár síðan ég var fyrst kynntur fyrir tengdaföður mínum, Eggerti G. Þorsteinsyni. Þegar litið er til baka finnst mér kynni okkar hafa orðið á allsérstæðan hátt. Eggert hafði þá nýlega farið erlendis ásamt eiginkonu sinni, Jónu Jónsdóttur, til dvalar á heilsubótarstofnun á suðrænum slóðum. Sú ferð tók óvæntan endi er Jóna andast snögglega. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 546 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Fyrir alþingiskosningarnar 1953 ríktu óróleiki og átök innan Alþýðuflokksins. Einu sinni sem oftar hafði formaður verið felldur en nýi "karlinn í brúnni" var umdeildur að ekki sé meira sagt. Deilur stóðu um hvernig þingflokkurinn skyldi skipaður eftir kosningar og fór það eftir framboðum. Ef af bjartari minningum frá þessum dapurlega tíma er um framboðið á Seyðisfirði. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 1787 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Við andlát og útför vinar míns, Eggerts G. Þorsteinssonar, leitar hugur minn til þess tíma, er ég heyrði hans fyrst getið. Það var að vori til árið 1948, ég var 16 ára gamall og kominn í byggingarvinnu í birgðastöð, sem var verið að reisa fyrir Olíuverzlun Íslands hf. í Reykjavík. Þar var fjöldi manns að störfum, einkum verkamenn, iðnaðarmenn og námsmenn. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 502 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Það er víst óhagganlegt lögmál, að eitt sinn skuli hver deyja. Og það er víst jafnóhagganlegt, að fæstir ráða för í þeim efnum. Oft er það svo, að ferðin var alls ekki tímabær. Það finnst mér eiga við um Eggert G. Þorsteinsson. Hann Eggert fór einfaldlega allt of snemma. Það er auðvitað skarð fyrir skildi og Eggerts er sárt saknað af vinum og fyrrum samstarfsmönnum. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 313 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Hann Eddi minn er allur. Vinátta okkar Eggerts hófst sumarið 1984 er hann og móðir mín, Helga Einarsdóttir, rugluðu saman reytum og fluttu í húsið sitt að Móaflöt 59. Upphaflega höfðu þau kynnst sem unglingar. Eggert kom til Reykjavíkur til að hefja nám í múrsmíði. Hann dvaldi hjá móðursystur sinni, Ólafíu, og manni hennar, Einari Jóhannssyni, múrarameistara, sem tók hann í læri. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 223 orð

Guðjón Ásgeir Jónsson

Hann afi er dáinn. Þessi yndislegi góði maður sem aldrei gerði nokkrum neitt illt. Ég er ekki enn alveg búin að átta mig á hvað hefur gerst og ég mun líklega aldrei gera það. Aldrei get ég gleymt því hvað það var gott að koma heim á Höfðabrautina og að vera hjá ömmu og afa. Eða þegar við fórum í Undraland til Fríðu frænku. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 293 orð

Guðjón Ásgeir Jónsson

Mig langar til að kveðja þig afi í nokkrum orðum. Elsku afi minn. Þegar mér var sagt að þú hefðir yfirgefið heiminn okkar þá fannst mér ég vera svo tóm, allt svo hljótt. Ég hélt ég mundi aldrei líta glaðan dag framar því þú varst farinn. Þín verður sárt saknað. Líf mitt verður aldrei eins á ný og nú lifir maður á minningunni einni. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 178 orð

GUÐJÓN ÁSGEIR JÓNSSON

GUÐJÓN ÁSGEIR JÓNSSON Guðjón Ásgeir Jónsson var fæddur á Broddadalsá í Strandasýslu 25. desember 1914. Hann andaðist 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Jónsdóttir, húsmóðir, og maður hennar Jón Brynjólfsson, bóndi þar. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 324 orð

Guðjón Ásgeir Jónsson - viðb

Áttatíu ár er hár aldur í hugum okkar margra en einhvern veginn fannst mér það ekki eiga við Guðjón Jónsson tengdaföður minn. Allt til hinstu stundar tók hann þátt í daglegu lífi á við margan yngri mann og daginn fyrir andlátið ók hann til Reykjavíkur til að vera í afmæli hjá barnabarni sínu og eiga stund með fólkinu sínu þar. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 214 orð

Guðjón Ásgeir Jónsson - viðb

Tengdaföður mínum kynntist ég fyrst sumarið 1971 á íþróttakappleik á Akranesi. Þar var hann með yngsta syni sínum, Guðjóni, og fleirum að fylgjast með heimaliði sínu ÍA leika við Fram frá Reykjavík, en ég hafði komið á Skagann til að hvetja þá til sigurs. Þar vorum við stuðningsmenn hvor síns liðsins en í lífinu sjálfu vorum við góðir félagar og vinir. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 172 orð

HANNES KR. DAVÍÐSSON

Hannes Kristinn Davíðsson fæddist í Reykjavík 3. september 1916. Hann lést á heimili sínu á Álftanesi 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Guðmundsdóttir og Davíð Jónsson lögregluþjónn. Eftirlifandi eiginkona Hannesar er Auður Þorbergsdóttir lögfræðingur og eru börn þeirra tvö: Kristinn Tanni, verkfræðingur, f. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 337 orð

Hannes Kr. Davíðsson - viðb

Við andlát Hannesar Davíðssonar rifjast upp að senn er hálf öld liðin síðan Alþingi setti lög um Tilraunastöð Háskólans í meinafræði en fyrir þá stofnun vann Hannes sem arkitekt í áratugi. Svo hratt flýgur tíminn. Fljótlega eftir að áðurnefnd lög voru sett afhenti ríkisstjórnin Tilraunastöðinni bújörðina Keldur í Mosfellssveit og þar skyldi reisa byggingar fyrir starfsemi stofnunarinnar. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 905 orð

Hannes Kr. Davíðsson - viðb

Árið 1972. Þátturinn átti að fjalla um listina og ríkið, sköpunarandann og valdið. Hannes var forseti samtaka listamanna. Ég var ungur háskólakennari, uppreisnarmaður í pólitík, þáttagerðarmaður hjá nýstofnuðu sjónvarpi. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 1386 orð

Hannes Kr. Davíðsson - viðb

Nú er kvaddur góður vinur. Lítil stétt íslenskra arkitekta sér á bak virtum starfsbróður og traustum stéttarfélaga, sem unnið hefur mikið uppbyggingarstarf fyrir stéttina. Þegar Hannesar Kr. Davíðssonar er minnst koma fyrst upp í hugann eiginleikar, sem nutu sín í öllu hans starfi. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 152 orð

Hannes Kr. Davíðsson - viðb

Kveðja frá Hagsmunasamtökum Bessastaðahrepps Í dag kveðjum við Hannes Kr. Davíðsson í Þórukoti, nágranna okkar og samstarfsmann. Leiðirnar lágu saman fyrir níu árum þegar hópur fólks með áhuga á sveitarstjórnarmálum hittist og ákvað að tefla fram lista í fyrstu hlutbundnu kosningunum í Bessastaðahreppi. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 929 orð

Hannes Kr. Davíðsson - viðb

Það var hann Hannes sem kenndi mér á klukku; það breytti slætti klukkunnar í stofunni hjá ömmu á Bræðraborgarstígnum. Þar birtist hann mér fyrst, en mér finnst ég alltaf hafa þekkt hann. Þetta var á þeim tíma þegar fólk borðaði saman hádegismat í heimahúsum. Amma eldaði, það var grautur eða sætsúpa í eftirrétt og það var mikið reykt, Chesterfield og Pall Mall. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 1017 orð

Hannes Kr. Davíðsson - viðb

"Hús eru einn af mörgum ávöxtum hugans og eitt mikilvægasta tæki mannsins í baráttunni fyrir tilverunni." Þessi orð eru úr erindi sem Hannes Kr. Davíðsson hélt á Iðnsýningunni sem haldin var hér í borg árið 1952, en erindið var birt í Morgunblaðinu 16. október sama ár. Yfirskrift greinarinnar í Morgunblaðinu er "íbúðarhúsin séu gróðrarstöðvar til mannræktar. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 1002 orð

Hannes Kr. Davíðsson - viðb

Vart er til dýrmætari reynsla ungum arkitektum en það að fá tækifæri til að kynnast í eigin persónu þeim mönnum, sem með verkum sínum og viðhorfum hafa átt þátt í að móta framvindu húsagerðarsögunnar. Það urðu forréttindi þess sem hér skrifar að eiga þess kost að kynnast Hannesi Kr. Davíðssyni arkitekt, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Bein samskipti mín við Hannes Kr. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 269 orð

JÓN SIGURÐSSON

JÓN SIGURÐSSON Jón Sigurðsson skipstjóri var fæddur í Görðum við Skerjafjörð 6. febrúar 1906. Hann lést í Landspítalanum 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Pétursdóttir frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, f. 18. mars 1878, d. 25. maí 1962, og Sigurður Jónsson frá Skildinganesi, f. 11. mars 1865, d. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 213 orð

Jón Sigurðsson - viðb

Afi okkar, Jón Sigurðsson skipstjóri frá Görðum, er látinn. Þær eru margar minningarnar sem tengjast afa á Ægisíðunni, en þær sem standa upp úr eru þær sem tengjast fjörunni og róðrinum. Við systkinin biðum oft í fjörunni eftir að afi kæmi heim úr róðri með fullan bát af grásleppu og rauðmaga. Við fengum iðulega að hjálpa til við að sigta hrogn, selja signa grásleppu og nýjan rauðmaga. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 590 orð

Jón Sigurðsson - viðb

Maðurinn sem ég ætla að minnast í þessari grein er mér ákaflega kær. Ég átti margar ánægjustundir með honum. Hann hét Jón Sigurðsson og var skipstjóri og gekk undir nafninu Jón úr Görðum, en við fjölskyldan kölluðum hann ævinlega afa á Ægisíðu. Þar sem við vorum mjög nánir var það mér mikils virði er hann bað mig að flytja til sín fyrr á þessu ári. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 217 orð

Jón Sigurðsson - viðb

Að sjálfsögðu var mikill aldursmunur á mér og afa mínum. Hann áttatíu og níu ára og ég bara stelpa á þrettánda ári. En það var ýmislegt sem tengdi okkur saman. Hann var fastur punktur í lífi mínu og það var gott að heimsækja hann því hann var alltaf tilbúinn að taka á móti mér. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 489 orð

Jón Sigurðsson - viðb

Jón Sigurðsson, skipstjóri frá Görðum, hefur lokið lífssiglingu sinni. Kynni okkar voru ekki löng, en farsæl. Þegar flutt er á nýjar slóðir spyr maður sjálfan sig: Hvernig skyldi nú sambýlið ganga, fæ ég góða granna? Eflaust hefur Jón Sigurðsson hugsað eitthvað svipað er við hjónin og strákarnir fluttum á hæðina fyrir ofan hann að Ægisíðu 50 fyrir réttum fjórum árum. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 219 orð

KRISTJÁN S. ARNGRÍMSSON

KRISTJÁN S. ARNGRÍMSSON Kristján S. Arngrímsson fæddist á Höfða í Eyrarsveit 30. ágúst 1910. Foreldrar hans voru Arngrímur Magnússon bóndi og Anna S. Kristjánsdóttir. Systkini Kristjáns voru sex og var hann næstyngstur, en Kristensa elst, þá Óskar, Magnús, Óli Jóhann, Vilhelmína og Ingólfur. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 518 orð

Kristján S. Arngrímsson - viðb

Í dag kveðjum við afa minn, Kristján S. Arngrímsson verkamann, sem lést á 85. aldursári á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Nú þegar vor er í lofti eftir langan vetur kveður þú þennan heim. Þú hefur reyndar komið okkur öllum á óvart með hversu sterkur lífsandi þinn var, því oft töldum við að andi þinn yrði bugaður þegar þú lagðist veikur síðastliðin fimm ár. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 136 orð

ÓLAFÍA EYJÓLFSDÓTTIR

Ólafía Eyjólfsdóttir fæddist á Ferjubakka í Borgarhreppi 29. jan. 1918. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 5. maí 1995. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur Jónsson bóndi, f. 15. apríl 1885, d. 21. febr. 1970, og Guðríður Þórarinsdóttir, f. 18. sept. 1885, d. 13. des. 1979. Systkini hennar voru Guðrún, Þóra og Þorvaldur. Hinn 20. okt. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 193 orð

Ólafía Eyjólfsdóttir - viðb

Mig langar að minnast ömmu minnar með örfáum orðum. Á svona stundu lítur maður til baka og í hugann koma allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum saman. Lóa amma var alveg einstök kona sem alltaf var boðin og búin að hjálpa þyrfti þess með. Lengst af bjó hún á Reykjavíkurveginum en þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Meira
16. maí 1995 | Minningargreinar | 218 orð

Ólafía Eyjólfsdóttir - viðb

Nú er hún amma dáin, amma sem ól mig upp frá átta ára aldri, hún sem reyndist mér alltaf svo vel. Þegar minningarnar leita á hugann er af mörgu að taka. Það var oft glatt á hjalla í húsinu við Reykjavíkurveginn, margt rætt og mikið hlegið. Það var alltaf margt fólk í kringum ömmu. Meira

Viðskipti

16. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 557 orð

Atvinnurekendur vilja fjölga fólki um 0,2%

ATVINNUREKENDUR í 240 fyrirtækjum á landinu öllu töldu æskilegt að fjölga um 145 starfsmenn í apríl sem er um 0,2% af áætluðum mannafla. Hér er um að ræða veruleg umskipti frá sama tíma fyrir ári þegar atvinnurekendur vildu fækka um 365 manns. Þá er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1991 sem könnunin leiðir í ljós þörf á fjölgun starfsmanna. Áhrifin ganga í þessa átt í nær öllum greinum. Meira
16. maí 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Hagnaður Ericson jókst um nær helming

Spár símafyrirtækisins LM Ericsson í ársbyrjun um að það stefndi í gott ár hjá fyrirtækinu virðast ætla að rætast. Á fyrsta ársfjórðungi ársins jókst hagnaður þess fyrir skatt um 48 prósent, miðað við sama tímabil árið áður og er nú sem samsvarar tólf milljörðum íslenskra króna. Meira
16. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 196 orð

IRIS til atlögu gegn France Telecom

IRIS, nýtt sameignarfyrirtæki, stefnir að því að verða annað stærsta fjarskiptafyrirtæki Frakklands fyrir árið 2000 og mun keppa við France Telecom, sem er í eigu ríkisins. Fyrst um sinn mun IRIS einbeita sér að þjónustu við fyrirtæki, því að samkeppni er leyfð á því sviði í Frakklandi. Meira
16. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 578 orð

Lakeshore með þrjár kvikmyndir á prjónunum

LAKESHORE Entertainment, fimm mánaða gamalt fyrirtæki Sigurjóns Joni" Sighvatssonar, hefur ákveðið gerð þriggja kvikmynda, og þar með kemur óvenjulegur samningur þess við Paramount-kvimyndaverið (Par) til framkvæmda. Meira
16. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 224 orð

Rupert Murdoch með hræðsluáróður

VINSTRI menn hafa sakað Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, um að koma af stað umtali um að ástralski fjölmiðlakóngurinn, Rupert Murdoch, hafi hug á að kaupa sjónvarpsstöðvar hans þrjár. Meira
16. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Swiss Bank býður í Warburg

SWISS Bank Corp., þriðji stærsti banki Svisslendinga, bauð á miðvikudag 860 milljónir punda í brezka fjárfestingabankann S.G. Warburg, sem hefur staðið höllum fæti. Boðið var í dótturfyrirtæki Warburgs önnur en Mercury Asset Management (MAM). Ef viðskiptin fá samþykki hluthafa S.G. Warburg og yfirvalda kemst Swiss Bank Corp. Meira

Fastir þættir

16. maí 1995 | Fastir þættir | 1489 orð

Íslendingar Ólympíumeistarar 15 ára og yngri

6.-15. MAÍ ÍSLENSKA unglingalandsliðið sigraði glæsilega á Ólympíuskákmóti barna og unglinga yngri en 16 ára, sem lauk í Las Palmas á Kanaríeyjum um helgina. Sveitin hlaut 19 vinninga af 28 mögulegum, en Ungverjar urðu í öðru sæti með 17 vinning. Sú sveit var sigurstranglegust fyrirfram, var bæði stigahæst og með yngsta stórmeistara heims, Peter Leko, á fyrsta borði. Meira
16. maí 1995 | Fastir þættir | 218 orð

Öruggur sigur Drafnar og Ásgeirs

13.-14. maí DRÖFN Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson sigruðu nokkuð örugglega í paratvímenningnum sem spilaður var um síðustu helgi. Þau tóku forystuna nákvæmlega í miðju móti eða 26. umferð og héldu til loka. Alls tóku 52 pör þátt í mótinu víðs vegar að af landinu og spiluðu allir við alla eins og sagt er tvö spil milli para. Meira

Íþróttir

16. maí 1995 | Íþróttir | 53 orð

Arnar skoraði eitt

ARNAR Gunnlaugsson skoraði mark N¨urnberg, sem gerði jafntefli 1:1 gegn Zwickau. Ef N¨urnberg nær að halda sæti sínu í 2. deild, mun liðið fá aðstoð frá Bayer Leverkusen næsta keppnistímabil. Leverkusen mun lána N¨urnberg leikmenn. Þórður Guðjónsson lék allan leikinn með Bochum, sem tapaði fyrir Dortmund um helgina í 1. deildinni. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 56 orð

Arnar skoraði eitt

16. maí 1995 | Íþróttir | 234 orð

Álfurnar keppa um sæti á HM í Japan

ÞAÐ er að fleiru að keppa en heimsmeistaratitli á HM hér á landi því heimsálfurnar fjórar, sem Alþjóðahandknattleikssambandið notar við niðurröðun á sætum á HM, berjast hér um hversu mörg sæti hver þeirra fær á heimsmeistaramótinu í Japan 1997. Álfurnar fjórar eiga allar þrjú sæti á HM'97 þannig að þar eru farin 12 sæti og eftir eru 12. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 645 orð

Blackburn meistari ári á undan áætlun

ÞRÁTT fyrir tap gegn Liverpool á Anfield Road á sunnudag varð Blackburn Rovers enskur meistari í knattspyrnu þar sem Manchester United - meistari tveggja síðustu ára - varð að sætta sig við jafntefli gegn West Ham í Lundúnum. Spennan var gríðarlega í lokaumferðinni og í lokin munaði einu stigi. Hefði United náð að knýja fram sigur á Upton Park hefði liðið sem sagt orðið meistari. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 120 orð

Bolton tapaði

16. maí 1995 | Íþróttir | 111 orð

Bolton tapaði

GUÐNI Bergsson lék allan leikinn með Bolton er liðið tapaði, 1:2, gegn Wolves á útivelli í úrslitakeppni efstu liðanna í 1. deild um sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur. Þess má geta að gamla kempan Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, stóð í markinu hjá Bolton. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 359 orð

Brasilía-Kúveit21:24

Íþróttahöllin á Akureyri, HM í handknattleik - D-riðill, sunnudaginn 14. maí 1995: Gangur leiksins: 1:0, 1:4, 5:4, 6:9, 7:11, 13:16, 17:19, 19:23, 21:24. Mörk Brasilíu: W. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 477 orð

Dalglish: Við erum bestir

"ÞAÐ besta sem ég heyrði í dag, var þegar mér sagt að búið væri að flauta leikinn af á Upton Park," sagði Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Blackburn Rovers, eftir að lið hans tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Blackburn tapaði 1:2 á Anfield Road í Liverpool en þar sem jafntefli varð í leik West Ham og Manchester United skipti tapið ekki máli. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 252 orð

Danir loks lagðir

Íslenska körfuknattleikslandsliðið náði loks að vinna Dani í þriðja æfingaleik liðanna, 87:84, sem fram fór í Grindavík á laugardaginn, eftir að hafa haft yfir, 48:45, í leikhléi. Íslendingar höfðu frumkvæðið þó aldrei yrði munurinn meiri en 8 stig. Danir náðu að jafna rétt fyrir leikslok en Íslendingarnir bættu þá við og gerðum út um leikinn með vítaskotum. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 298 orð

Danir skoruðu ekki í 19 mín.

Leikur Danmerkur og Frakklands í Smáranum á laugardaginn var mikilvægur fyrir bæði lið. Með sigri gátu Frakkar endanlega fest sig í sessi í 16 liða úrslitum, en Danir þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að eygja möguleika á sæti í 16 liða úrslitum. Og Danir voru klaufar þeir áttu alla möguleika á krækja a.m.k. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 151 orð

Duranonahér á landi

Stórskyttan Julian Duranona frá Kúbu kom hingað til lands í gær og mun hitta forráðamenn handknattleiksdeildar KA að máli á morgun eða miðvikudag og líta á aðstæður hjá félaginu. Duranona er þrítugur að aldri og tæpir tveir metrar á hæð. Hann varð markahæstur í heimsmeistarakeppninni 1990 í Tékkóslóvakíu. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 68 orð

Egypti nefbrotnaði

16. maí 1995 | Íþróttir | 66 orð

Egypti nefbrotnaði

JÁRNKARLARNIR í liði Hvít-Rússa, Jakímovítsj, Khalepo og fleiri eru harðir viðkomu og það fékk leikmaður Egyptalands, Abd Elwareth Sameh, að reyna á sunnudag. Hann lenti í samstuði við varnarmann og varð að fara af velli með blóðnasir. Fljótlega kom í ljós að hann var nefbrotinn. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 725 orð

England Wimbledon - Nott. Forest2:2 (H

Wimbledon - Nott. Forest2:2 (Holdsworth 35., 40. vsp.) - (Phillips 14., Stone 73.) Áhorfendur: 15.341. Chelsea - Arsenal2:1 (Furlong 20., Stein 52.) - (Hartson 23.) 29.542 Coventry - Everton0:0 21.814 Liverpool - Blackburn2:1 (Barnes 64., Redknapp 90.) - (Shearer 20.) 40. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 76 orð

Englendingur til KA

ENSKUR framherji kom í gær til KA á Akureyri til viðræðna við félagið og leikur hugsanlega með því 2. deildinni í knattspyrnu í sumar. Sá sem hér um ræðir heitir Dean Martin og er 22 ára. Hann hefur verið á mála hjá West Ham, var lánaður þaðan til Colchester í vetur og fékk síðan frjálsa sölu hjá Lundúnarfélaginu í vor. Hann lék átta leiki með West Ham og gerði tvö mörk í þeim. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 77 orð

Englendingur til KA

16. maí 1995 | Íþróttir | 79 orð

Evtútsjenko ánægður

HINN litríki þjálfari Kúveita, Anatolí Evtútsjenko, var ánægður með sigurinn á móti Brasilíu, dómgæsluna og dvölina á Akureyri. "Mínir menn lögðu sig alla fram og ég er ánægður með úrslitin. Ég var mjög sáttur við dómara leiksins, sem er meira en ég get sagt um dómgæsluna í heild. Ég vil nota tækifærið til að þakka Íslendingum fyrir gestrisni þeirra og hlýtt viðmót. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 81 orð

Evtútsjenko ánægður

16. maí 1995 | Íþróttir | 85 orð

Eyjólfur vinsæll hjá Besiktas

CHRISTOPH Daum, þjálfari meistaraliðs Tyrklands segir í viðtali við þýska blaðið Kicker að markvörðurinn Raimond Aumann og Íslendingurinn Eyjólfur Sverrisson eigi stóran þátt í að Besiktas varð meistari. "Aumann var meiddur til að byrja með, en kom síðan sterkur til leiks og var besti markvörðurinn í Tyrklandi. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 517 orð

Fleiri þurfa aðspýta ílófana

ÞEGAR heimsmeistarakeppnin hófst var rætt um að undirbúningur íslenska liðsins hefði aldrei verið betri en einmitt núna. Nokkrir þjálfarar voru fengnir til að koma að þeim undirbúningi til að aðstoða Þorberg Aðalsteinsson landsliðsþjálfara og Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og handknattleiksþjálfari, var einnig fenginn til ráðgjafar. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 38 orð

Flest skot varin Vladimir R. Hernandez, Kúbu91/4 L

Flest skot varin Vladimir R. Hernandez, Kúbu91/4 Lee Suk-hyung, S-Kóreu72/3 Sorin Gabriel Toacsen, Rúmeníu65/1 Rolf Dobler, Sviss64/4 Mark Schmocker, Bandaríkjunum61/5 Tomas Svensson, Svíþjóð54/1 Yukihrio Hashimoto, Japan51/7 Alexander Minevski, H-Rússl.51/1 Jaume Fort Mauri, Spáni51/1 A. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 79 orð

Fyrsti leikur Hákons og Guðjóns

ÍSLENSKU dómararnir Guðjón Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson dæmdu sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppni á Akureyri sl. sunnudag. Frumraun þeirra fólst í því að stýra leikmönnum Brasilíumanna og Kúveita eftir settum reglum og þeir tóku hlutverk sitt greinilega alvarlega, vísuðu átta leikmönnum af velli og dæmdu fjölmörg vítaköst. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 339 orð

Guðmar Þór yfir 90 stigin í tölti

FAST var sótt í gullið í töltkeppninni á íþróttamóti Harðar á laugardag. Sævar Haraldsson sem keppti á Goða frá Voðmúlastöðum stóð efstur eftir forkeppnina en varð að gefa eftir fyrsta sætið til Sigurðar Sigurðarsonar á Kraka frá Mosfellsbæ sem ásamt Snorra Dal á Greifa sótti fast að Sævari. Varð hann í lokin að gera sér þriðja sætið að góðu. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 460 orð

HAFNARFJARÐARBÆR

HAFNARFJARÐARBÆR gaf liðunum, sem lokið hafa sínum leikjum í Firðinum, boli með mynd af bænum. Á sunnudaginn léku Marokkóbúar og Slóvenar sína síðustu leiki og afhentu stuðningskrakkarnir leikmönnum bolina. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 70 orð

HANDKNATTLEIKUR»Morgunblaðið/Bjarni

»Morgunblaðið/Bjarni Hvað gerist í kvöld?ÍSLENSKA landsliðið mætir heimsmeisturum Rússa í Laugardalshöll í kvöld í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Það lið sem sigrar heldur áfram í átta liða úrslit en tapliðið leikur um níunda til sextánda sætið. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 511 orð

Hart var barist um gullið á fjölmennu móti

EFTIR nokkur frekar mögur ár hjá íþróttadeild Fáks er nú heldur betur tekið að birta til. Þátttakan í Reykjavíkurmeistaramótinu sem félagið hélt um helgina var með allra besta móti en talið er að um met skráningu hafi verið að ræða nú. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 554 orð

Hlakka til að mæta Íslendingum

DMÍTRÍ Fílíppov rússneska leikmanninn hjá Stjörnunni hlakkar til að mæta Íslendingum í Laugardalshöllinni í kvöld þó svo hann hefði frekar kosið að Rússland hefði sigrað í riðlimum og mætt Túnis. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann byggist við góðum en erfiðum leik. Jónas Tryggvason er aðstoðarmaður Rússanna hér á landi og hann túlkaði samtalið við Fílíppov. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 496 orð

Húsasmiðjuhlaupið

Þreytt í Hafnarfirði á laugardaginn. Alls voru 248 karlar og 252 konur skráðar í 3,5 km hlaupið, eða 500 alls. 101 karl og 37 konur tóku þátt í 10 km hlaupinu, 138 alls, og 24 karlar og 4 konur voru skráðar í hálft maraþon. 3,5 kílómetrar Fyrstu karlar:mín. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 393 orð

Ísland - Sviss21:24

Laugardalshöll, 13. maí. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:2, 2:4, 4:5, 4:7, 7:7, 9:11, 10:11. 10:4, 12:14, 14:15, 14:19, 15:21, 18:21, 20:22, 20:24, 21:24. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 440 orð

Íslendingar þurfa aðeiga algjöran toppleik

VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, þekkir manna best til rússneska liðsins, enda var hann í boði Rússa í æfingabúðum með þeim og fyldist með lokaundirbúningi liðsins fyrir HM. Viggó telur ekki miklar líkur á að íslenska liðið eigi möguleika gegn Rússum, því það hljóti að koma að því að heimsmeistararnir eigi góðan leik á HM. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 1703 orð

Íþróttamót Harðar

Haldið að Varmárbökkum 11. til 13. maí. Fullorðnir Tölt 1. Sigurður Sigurðarson á Kraka frá Mosfellsbæ, 73,20. 2. Snorri Dal Sveinsson á Greifa frá Sauðanesi, 73,20. 3. Sævar Haraldsson á Goða frá Voðmúlastöðum, 77,10. 4. Kolbrún Ólafsdóttir á Frey, 71,10. 5. Berglind Árnadóttir á Snjall frá Gunnarsholti, 67,20. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 255 orð

JACK Walker,

JACK Walker, aðaleigandi og stjórnarformaður Blackburn, sem auðgaðist geysilega á stálbræðslum sem hann átti. Hann er talinn hafa lagt um 60 milljónir punda - um 1,8 milljarð króna - í félagið, síðan hann tók við rekstrinum fyrir fáeinum árum. Walker hefur haldið með Blackburn síðan í barnæsku. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 243 orð

Juventus á beinni braut

16. maí 1995 | Íþróttir | 232 orð

Juventus á beinni braut

JUVENTUS heldur sínu striki í átt til meistaratignar á Ítalíu að loknum 4:0 sigri á Genúa á laugardag. Á sama tíma lagði Parma Barí 1:0. Juventus hefur sjö stiga forskot á Parma þegar þrjár umferðir eru eftir. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 75 orð

Kristján velur HM-liðið

EFTIR úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í Laugardalshöll á sunnudaginn verður tilkynnt um val á HM-liði, eða úrvalsliði keppninnar. Það er Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, og Adidas sem standa að kjörinu. Fimm fulltrúar hafa verið valdir í sérstaka dómnefnd til að velja liðið og er Kristján Arason einn þeirra. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 251 orð

Króatar rólega af stað

Króatar fóru rólega af stað gegn Kúbverjum í Hafnarfirði á sunnudag. Þeir voru þremur mörkum undir í hálfleik, 13:16, en snéru dæminu við í síðari hálfleik og voru búnir að jafna eftir aðeins fjórar míntur 17:17. Þá var ekki aftur snúið og hægt og sígandi tóku þeir framúr og sigruðu 31:27 og tóku um leið efsta sætið í B-riðli og mæta Túnismönnum í 16-liða úrslitum. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 37 orð

Laugardagsmót HK

Laugardagsmót HK fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð sl. laugardag. Helstu úrslit: A-flokkur: Bragi Már Bragason509 Stefán Þór Jónsson484 Jóhann A. Jóhannsson480 B-flokkur: Snæbjörn Þormóðsson516 Halldór Arnarsson470 Ingvar Búi Halldórsson412 C-flokkur: Haukur Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 129 orð

Létt hjá Rúmenum

Þrátt fyrir að Rúmenar hafi aðeins verið tveimur mörkum yfir í hálfleik gegn Japönum, 13:11, þá höfðu þeir mikið meiri yfirburði í leiknum en tölurnar gefa til kynna. Í byrjun síðari hálfleiks settu Rúmenar í gír og sigruðu örugglega, 31:22. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 124 orð

Magnus Wislander meiddist

MAGNUS Wislander meiddist í leik Svíþjóðar gegn Spáni og var talið að hann hefði brákað rifbein en ekkert slæikt kom fram á röntgenmyndatöku í gær. Hins vegar var leikmaðurinn bólginn og verkirnir miklir en Bengt Johansson, þjálfari Svía, sagði við Morgunblaðið að Wislander yeði sjálfur að ákveða hvort hann spilaði með gegn Alsír í kvöld eða ekki. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 126 orð

Magnus Wislander meiddist

16. maí 1995 | Íþróttir | 187 orð

Markverðirnir hafa brugðist

Einar Þorvarðarson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sem hefur séð um markmannsþjálfun íslenska liðsins, sagðist því miður verða að viðurkenna það að markverðirnir hafi brugðist. "Markvarslan er ekki í lagi og hefur ekki verið það í keppninni. Þeir eiga mjög erfitt uppdráttar. Samstarf markvarðar og varnar er ekki til staðar og því algjört óöryggi hjá markvörðunum. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 394 orð

Martröð

16. maí 1995 | Íþróttir | 390 orð

Martröð

LEIKUR Íslendinga gegn Svisslendingum var algjör martröð fyrir áhorfendur sem fylltu Laugardalshöllina, leikmenn, þjálfara og tugir þúsunda sjónvarpsáhorfenda, sem sáu leikinn í beinni útsendingu. Andlausir Íslendingar máttu þola tap, 21:24, fyrir Svisslendingum, sem fengu að gera það sem þeir vildu. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 502 orð

MICHAEL Schumacher

MICHAEL Schumacher á Benetton, sigraði í spænska kappakstrinum í Barcelona á sunnudag. Þjóðverjinn, sem hóf keppni fyrstur, hélt forystunni allan tímann og kom í mark 52 sekúndum á undan Johnny Herbert, félaga sínum hjá Benetton, sem varð annar. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 576 orð

Nýsjálendingar sigruðu glæsilega

NÝSJÁLENSKA þjóðin er í sigurvímu eftir sigur skútustjórans Peter Blake og áhafnar hans á Svartagaldri í Ameríkubikarkeppninni í skútusiglingum. Bar hann sigurorð af bandaríska skútustjóranum Dennis Conner sem verður þar með eini Bandaríkjamaðurinn sem tvisvar tapar bikarnum, eftirsóttustu verðlaunum siglingaíþróttarinnar, úr landi. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 211 orð

Opna Rangármótið Um síðustu helgi var opna Rangármótið haldið á

Um síðustu helgi var opna Rangármótið haldið á Strandarvelli og var mótið jafnframt stigamót og urðu úrslit þessi í stigamótinu, en það er án forgjafar: Karlar Fyrri Seinni Sam- dag dag talsBjörgvin Sigurb. GK 71 70 141Björn Knútsson GK 72 73 145Helgi D. Steinss. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 79 orð

Óskar var bjargvættur Ossveil

FORRÁÐAMENN 2. deildarliðsins Ossweil óskuðu eftir því við Óskar Ármannsson, fyrrum landsliðsmann í handknattleik úr FH, kæmi til að leika þýðingarmikill leik með liðinu um helgina. Þeir kölluðu á Óskar, eftir að liðið hafði tapað fimm leikjum í röð. Óskar kom, sá og sigraði í fallbaráttuleik gegn H¨uttenberg, 24:18. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 139 orð

Raðmót FRÍ

Haldið á Varmárvelli í Mosfellsbæ 11. maí. 110 gr. karla Ólafur Guðmundsson, Selfossi15,2Þórður Þórðarson, ÍR15,4Unnsteinn Grétarsson, HSK15,9Friðgeir Halldórsson15,9Sveinn Þórarinsson, FH16,6Magnús Aron Hallgrímsson, HSK17,1100 gr. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 135 orð

Richardson með Frökkum gegn Spánverjum

JACKSON Richardson lék ekki með Frökkum gegn Þjóðverjum á sunnudag en hann var með liði sínu á æfingu í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær og verður með gegn Spánverjum í dag. Mikil barátta hefur yfirleitt einkennt leiki þessara þjóða og má fastlega gera ráð fyrir hörkuviðureign hjá þeim í dag. Frakkarnir komu til Akureyrar um hádegið í gær og fóru nánast beint í höllina. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 747 orð

Rúmenía - Japan31:22

Smárinn í Kópavogi, HM í handknattleik - C-riðill, laugardaginn 13. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 6:1, 8:4, 10:7, 13:11, 15:14, 21:16, 23:18,28:19, 31:22. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 117 orð

Rússar hafa ekki sveiflast upp

ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, horfði á Rússa vinna Tékka í Hafnarfirði á sunnudaginn, þar sem endanlega réðist hvaða mótherja íslendingar fá í 16-liða úrslitum. Möguleiki var að fá Rússa, Tékka eða Króatíumenn og Þorbergur hefði viljað annan kost: "Þetta er ekki besti kosturinn af þessum þremur. Liðin voru heldur lakari en ég bjóst við fyrirfram. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 132 orð

Skagamenn unnu Litlu bikarkeppnina

SKAGAMENN sigruðu FH 3:2 eftir framlengingu í úrslitum Litlu bikarkeppninnar sem fram fór á Akranesi á sunnudaginn. Í upphafi síðari hálfleiks var Alexander Högnasyni vikið af leikvelli fyrir brot og Skagamenn voru því einum færri eftir það. Jón Erling Ragnarsson kom FH yfir á 51. mín., Sigursteinn Gíslason jafnaði úr víti fimm mín. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 249 orð

Slóvenar úr leik

Ég er dapur því þetta er búið hjá okkur. Við lékum vel í keppninni fyrir utan skelfinguna gegn Kúbu. Ég vona að við fáum annað tækifæri á svona móti til að gera betur," sagði Miro Iozun þjálfari Slóvena mjög dapur í bragði á blaðamannafundi eftir 37:16 sigur á Marokkó á sunnudaginn. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 363 orð

Slóv. - Marokkó37:16

Kaplakriki, B-riðill heimsmeistarakeppninnar 1995, sunnudaginn 14. maí 1995. Gangur leiksins: 1:2, 4:2, 4:4, 11:4, 14:5, 16:8, 18:9, 20:10, 25:13, 32:13, 37:16. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 1169 orð

Stoltur Hvít-Rússi en fyrirkomulagið var betra í Sovét

Rússar verða í sviðsljósinu í 16 liða úrslitum í kvöld. Annarsvegar mæta heimsmeistararnir gestgjöfum Íslands og hins vegar leikur Hvíta-Rússland við Þýskaland. Almennt eru menn ekki mjög bjartsýnir fyrir hönd Íslands en Jakímovítsj sagði að nú byrjaði ný keppni og Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 208 orð

Stórleikur Egypta

Heldur óvænt úrslit urðu í síðasta leik D-riðils á sunnudag þegar Egyptar lögðu Hvít-Rússa að velli 27:26 í afar spennandi leik. Þar með náði lið Egyptalands 3. sæti í "Dauðariðlinum" en Hvít-Rússar, sem virtust vera á mikilli siglingu, enduðu í fjórða sæti. Egyptar komu ákveðnir til leiks og slógu andstæðingana út af laginu með hraða og krafti. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 81 orð

Tilboðsverð á HM-leiki

HM-NEFNDIN hefur ákveðið verð á HM-leiki dagsins í 16-liða úrslitum. Á leikina í Laugardalshöll kostar 3.900 krónur í stúku, nema á G- og D-svæði þar sem stúkumiðinn kostar 2.900 krónur. Í stæði kostar 2.200 krónur en 1.000 krónur í stæði á L- svæði sem er nýja álman í Höllinni. Á leikina í Kópavogi er hægt að fá tvo stúkumiða fyrir verð eins, eða 3.900 krónur. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 246 orð

Túnismenn sendu Ungverja heim

TÚNISMENN komust upp úr riðlakeppninni í fyrsta sinn, með sanngjörnum 25:24 sigri á Ungverjum í Hafnarfirði á sunnudaginn. "Fyrst og fremst var vilji okkar til að sigra meiri og ég er ánægður með mitt lið. Þetta var í fyrsta sinn sem við náum að spila agað; en við gerðum mistök en þau voru færri en áður," sagði Ben Anara Said, þjálfari Túnis, í skýjunum eftir leikinn. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 639 orð

"Útlitið orðið svart"

"ÞAÐ er ekki hægt að neita því að útlitið er nú orðið svart," sagði Pat Riley, þjálfari New York Knicks, eftir að lið hans tapaði fyrir Indiana Pacers, sem hefur unnið þrjá leiki, en New York einn í baráttu þeirra í 2. umferð úrslitakeppni NBA. Leikmenn New York, sem yfirspiluðu Indiana í þremur fyrstu leikjunum, en klúðruðu tveimur þeirra, náðu sér ekki á strik - töpuðu 98:84. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 302 orð

Vanmetum ekki Íslendinga

Leikurinn gegn Íslendingum verður mjög erfiður. Allir áhorfendur verða á bandi Íslendinga nema varamennirnir í mínu liði sem ekki fá að spila leikinn og það verður ekki nóg til að yfirgnæfa íslensku áhorfendurna því þeir eru frábærir," sagði Vladímír Maxímov, þjálfari heimsmeistara Rússa um leikinn gegn Íslendingum í kvöld klukkan 20 í Laugardalshöll. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 182 orð

Vildi helst mæta Rússum

Ég veit ekki við hverja ég vil helst spila á þriðjudaginn í 16 liða úrslitunum, en ætli sé ekki bara best að mæta Rússum, ef við ætlum okkur eitthvað lengra er ekki ólíklegt að við mætum þeim einhvern tíma," sagði Tae-hoon Kim þjálfari Suður-Kóreumanna eftir að lið hans hafði sigrað Bandaríkun 30:20 í síðasta leik sínum í riðlinum. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 161 orð

Vormót HSK

Haldið að Laugarvatni sunnud. 14. maí. 300 m hlaup karla: Friðrik Arnarsson Ármanni34,9 Egill Eiðsson UBK35,7 Míluhlaup, karlar Sveinn Margeirsson UMSS4:23,9 Björn Margeirsson UMSS4:24, Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 119 orð

"Vorum óheppnir gegn Kúbu"

SLÓVENAR mega gjöra svo vel að pakka niður eftir að hafa ekki komist upp úr riðli sínum en það var átta marka tap gegn Kúbu sem gerði útslagið. Liðið hefur þó sýnt góðan handknattleik í mótinu og Roman Pungarnik er einn af þeim. "Við vorum óheppnir gegn Kúbu en sýndum í hinum leikjunum að við eigum erindi í næstu umferð og þangað var stefnan sett. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 345 orð

Yoon er stórskytta

KYUNG-shin Yoon frá Suður Kóreu er markahæstur eftir riðlakeppnina, en hann gerði 44 mörk í leikjunum fimm, þar af átta úr vítaköstum. Kappinn er með 58% skotnýtingu. Hann er sannkölluð stórskytta því ef tekin eru skot frá punktalínu eða lengra frá kemst enginn nærri honum. Af löngu færi hefur hann gert 31 mark úr 55 tilraunum. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 345 orð

Yoon er stórskytta

16. maí 1995 | Íþróttir | 231 orð

Þjóðverjar með fullt hús

Þjóðverjar luku keppni í C - riðli með fullu húsi stiga eftir að hafa lagt Frakka í skemmtilegum leik, 23:22. Leikmenn Frakka hófu leikinn betur og voru á undan að skora. Þeir náðu mest þriggja marka forystu 6:9, en þá breyttu Þjóðverjar um varnaraðferð - fóru úr 6 - 0 vörn í 5 - 1 og tókst með því ætlunarverk sitt - að slá á skipulagðan sóknarleik Frakka. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 246 orð

(fyrirsögn vantar)

Við áttum í vandræðum með þá í byrjun og okkar lið var of æst en leikmenn léku betur eftir hlé," sagði Arno Ehert, þjálfari Þjóðverja eftir sigurleik gegn Alsír á laugardaginn og sá sigur tryggði Þjóðverjum sigur í riðlinum. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Danir sýndu sitt rétta andlit er þeir léku gegn Japan í síðasta leik sínum á þessu heimsmeistaramóti. Danir léku vel og keyrðu upp hraðann þannig að Japanir vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Lokatölur urðu 35:22 og það var bara í upphafi sem Japanir stóðu í færdum vorum. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

16-liða úrslit Laugardalshöll: Sviss - Kúbakl. 15.00 S-Kórea - Tékklandkl. 17.00 Ísland - Rússlandkl. 20.00 Smárinn, Kópavogi: Þýskaland - H-Rússlandkl. 15.00 Króatía - Túniskl. 17.00 Rúmenía - Egyptlandkl. 20.00 Akureyri: Frakkland - Spánnkl. 17. Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 7 orð

(fyrirsögn vantar)

GETRAUNIR:XX1 11X XX1 12XX LOTTO:210263035 (12) » Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 206 orð

(fyrirsögn vantar)

Flest víti varin Yukihiro Hashimoto, Japan7 Mark Schmocker, Bandaríkjunum5 Vladimir R. Hernadez, Kúbu5 Andrei Lavrov, Rússlandi4 Karim Hamid El-Maouhab, Alsír4 Yousef Alfadhli, Kúveit4 Andreas Thiel, Þýskalandi3 David Barrufet Bofil, Spáni3 Guðmundur Hrafnkelsson3 Jon Holbert, Meira
16. maí 1995 | Íþróttir | 236 orð

(fyrirsögn vantar)

FJÓRIR svissneskir leikmenn notuðu tækifærið á sunnudaginn og skelltu sér í golf á Hvaleyrarholtsvellinum í Hafnarfirði. Með þeim í för var einn svissneskur blaðamaður. Leikmennirnir létu vel af vellinum og frammistöðu sinni, allir nema blaðamaðurinn sem hætti leik vegna kulda. Meira

Úr verinu

16. maí 1995 | Úr verinu | 437 orð

Jökull á Raufarhöfn leitar eftir loðnuskipi til kaups

JÖKULL hf. á Raufarhöfn og sveitarstjórn bæjarins eru nú að leita eftir loðnuskipi til kaups. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, segir að í erfiðum árum eins og í vetur, þegar loðnan hafi lítið veiðzt í nálægð við Norðausturland og veður hafi hamlað siglingum skipanna, valdi hráefnisskortur við loðnubræðsluna miklu óöryggi og hefti tekjumöguleika bæjarins og íbúa hans. Meira
16. maí 1995 | Úr verinu | 101 orð

Missti kraftblökk í hafið

LOÐNUSKIPIÐ Faxi RE varð fyrir því óhappi á síldarmiðunum að hann missti kraftblökkina í hafið en hún er notuð til að draga nótina. Skipverjar á Faxa voru búnir að draga inn nótina og voru með um 600 tonna kast á síðunni. Þegar þeir voru hálfnaðir við að dæla úr nótinni brustu festingar á blökkinni og hún hvarf í hafið, ásamt síldinni sem eftir var að dæla um borð. Meira
16. maí 1995 | Úr verinu | 132 orð

Mögur ár í Barentshafi

NORSKIR hafrannsóknamenn þykjast nú nokkuð vissir um, að sjávarhiti sé að lækka í Barentshafi og framundan séu fimm mögur ár fyrir fiskinn þar. Er spáin einkum byggð á mælingum Rússa, svokölluðu Kolasniði, en þeir hafa mælt sjávarhita í Barentshafi mánaðarlega alla öldina. Meira

Ýmis aukablöð

16. maí 1995 | Dagskrárblað | 184 orð

12.55HM í handbolta. Leikur um 5. - 8.

12.55HM í handbolta. Leikur um 5. - 8. sæti. Bein útsending frá Reykjavík. 14.55HM í handbolta. Leikur um 5. - 8. sæti. Bein útsending frá Reykjavík. 17.05Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Reynir Harðarson. (146) 17.50Táknmálsfréttir 17. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 304 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Myndasafnið Filip mús, Forvitni Frikki, Blábjörn og Sammi brunavörður. Nikulás og Tryggur (37:52) Nú birtir yfir. Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Leikraddir: Guðbjörg Thoroddsen og Guðmundur Ólafsson. Tumi (15:43) Tumi spreytir sig á leiksviði. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 296 orð

9.00 Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Ran

9.00 Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Ævintýri í skóginum Nú steðjar hætta að Mekka og vinum hans. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Leikraddir: Jóhanna Jónas og Kjartan Bjargmundsson. (10:13) Við syngjum!Börn í Austurbæjarskólanum syngja og sýna teikningar. Helga Möller og Lilli api syngja um dýrin í Afríku. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 118 orð

Anna Lee og morðmálin

SJÓNVARPIÐ kl. 22.50 Á föstudagskvöld sýnir Sjónvarpið enska sakamálamynd um spæjarann Önnu Lee í London sem hefur verið á skjám landsmanna af og til í vetur. Myndin sem nú verður sýnd nefnist Framhjáhald. Önnu er falið að grennslast fyrir um meint framhjáhald matreiðslumeistara sem er giftur gamalli skólasystur hennar. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 115 orð

Bréfasafn Margrétar

RÁS 1 kl. 14.00 Þátturinn "Elskulega Margrét", sem er á dagskrá Rásar 1 kl. 14.00 á sunnudag, er unninn upp úr bréfasafni Margrétar Sigurðardóttur (1843-1899) á Stafafelli í Lóni. Bréfin sendu vinir og ættingjar til Margrétar á árunum 1869-1899 og hafa þau að geyma margvíslegan fróðleik um menn og málefni síðari hluta 19. aldar. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 114 orð

Enski bikarinn

SJÓNVARPIÐ KL. 13.00 Klukkan 14.00 á laugardag verður flautað til leiks á Wembley-leikvanginum í London þar sem lið Everton og Manchester United keppa til úrslita í ensku bikarkeppninni. Útsending Sjónvarpsins hefst klukkustund fyrir leik og verður hitað upp fyrir leikinn með því að rekja leið liðanna í úrslitaleikinn og sýna myndir úr leikjum þeirra í keppninni. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 343 orð

Föstudagur 19. maí OMEGA

16. maí 1995 | Dagskrárblað | 299 orð

Föstudagur 19. maí OMEGA 7.00

Föstudagur 19. maí OMEGA 7.00 Þinn dagur með Benny Hinn 7.30 Kenneth Copeland, fræðsluefni 8.00 Morgunstund 8.15 Lofgjörð 10.00 Morgunstund 10.15 Lofgjörð 19.30 Endurtekið efni 20.00 700 Club erlendur viðtalsþáttur. 20. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 682 orð

FÖSTUDAGUR 19. maí RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Magnús Guðjónsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Hanna G.

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Magnús Guðjónsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit 7.45 Maðurinn á götunni. 8.31Tíðindi úr menningarlífinu. 8.40 Gagnrýni. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 96 orð

Heimsmeistarakeppninni í handbolta að ljúka

SJÓNVARPIÐ kl. 11.25 Heimsmeistaramótinu í handknattleik lýkur í Reykjavík á sunnudag eftir æsispennandi keppni undanfarnar tvær vikur. Klukkan 11.25 um morguninn hefst útsending frá leiknum um bronsið. Klukkan 14.55 er er síðan komið að hápunkti keppninnar þegar úrslitaleikurinn um heimsmeistaratitilinn hefst og stuttu eftir að honum lýkur, eða klukkan 16. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 346 orð

Laugardagur 20.5. OMEGA

16. maí 1995 | Dagskrárblað | 301 orð

Laugardagur 20.5. OMEGA 7.00

Laugardagur 20.5. OMEGA 7.00 Morris Cerullo, fræðsla 7.30Kenneth Copeland, fræðsla 16.00Kenneth Copeland 16.30 Orð á síðd. 16.45 Dagskrárkynning 17.00 Hallo Norden 17.30 Kynningar 17.45 Orð á síðd. 18. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 744 orð

LAUGARDAGUR 20. maí RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Magnús Guðjónsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni. Þulur

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Magnús Guðjónsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 9.03Út um græna grundu. Þáttur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 127 orð

Meistari Marley

STÖÐ 2 kl. 24.00 Tónlistarmaðurinn Bob Marley lést árið 1981, langt um aldur fram. Lögin sem hann samdi og hljóðritaði á um það bil tveimur áratugum lifa enn meðal vor, enda eru þau tímalaus og hafa algilda skírskotun. Um þessar mundir er þess minnst um allan heim að Marley hefði orðið fimmtugur á árinu hefði hann lifað og þátturinn sem Stöð 2 sýnir er gerður af því tilefni. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 205 orð

Nýbakaður lögfræðingur milli steins og sleggju

STÖÐ 2 kl. 21.25 Tom Cruise leikur Mitch McDeere sem er kominn af fátæku fólki en hefur brotist til mennta og útskrifast frá lagadeildinni í Harvard með prýðiseinkunn. Hann fær starfstilboð frá öllum helstu lögfræðistofum í New York og Chicago en tekur besta tilboðinu sem kemur frá Bendini, Lambert & Locke. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 122 orð

Óperuskýringar

STÖÐ 2 kl. 18.00 Á næstu vikum verða áhorfendur Stöðvar 2 leiddir inn í undraheim óperunnar af leikaranum góðkunna, Charlton Heston, í tíu nýjum þáttum sem sýndir verða síðdegis á sunnudögum. Heston fjallar á aðgengilegan hátt um nokkur helstu verk óperusögunnar og má þar nefna Il Trovatore og Aidu eftir Verdi, La Boheme og Tosca eftir Puccini, og Leðurblökuna eftir Strauss. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 299 orð

Sunnudagur 21. maí OMEGA

16. maí 1995 | Dagskrárblað | 263 orð

Sunnudagur 21. maí OMEGA 14.00

Sunnudagur 21. maí OMEGA 14.00 Benny Hinn 15.00 Biblíulestur 15.30 Lofgjörðartónlist 16.30 Prédikun frá Orði lífsins 17.30 Livets Ord/ Ulf Ekman 18.00 Lofgjörðartónlist 20.00 Praise the Lord, blandað efni 22. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 603 orð

SUNNUDAGUR 21. maí RÁS 1 FM 92,4/93,5 8.07Morgunandakt: Séra Bragi Friðriksson prófastur flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni.

8.07Morgunandakt: Séra Bragi Friðriksson prófastur flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni. -Konsert í d-moll fyrir trompet og orgel eftir Tomaso Albinoni. Maurice André og Marie-Clairee Alain leika. -Strengjakvartett í C-dúr K 465 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 130 orð

Þokkagyðjan Sophia Loren

STÖÐ 2 kl. 21.45 Kvikmyndin Þvílík kona, eða That Kind of Woman, skartar ítölsku fegurðardísinni Sophiu Loren í aðalhlutverki. Söguþráðurinn er á þá leið að glæsileg dansmær hittir ungan og uppburðarlítinn hermann um borð í lest á leiðinni til New York. Þau laðast strax hvort að öðru en gallinn er sá að stúlkan er undir verndarvæng efnamanns sem hefur gert hana að frillu sinni. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 455 orð

ö09.00 Með Afa 10.15Garðabrúðan 10.45T

10.15Garðabrúðan 10.45Töfravagninn 11.10Svalur og Valur 11.35Ráðagóðir krakkar (Radio Detectives III) (1:26) 12.00Sjónvarpsmarkaðurinn 12. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 379 orð

ö16.45Nágrannar 17.10Glæstar vonir 17.30 Myrkfæ

17.10Glæstar vonir 17.30 Myrkfælnu draugarnir 17.45Frímann 17.50Ein af strákunum 18.15NBA tilþrif 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 Fréttir og veður. 20.20Eiríkur 20. Meira
16. maí 1995 | Dagskrárblað | 365 orð

ö9.00Kátir hvolpar 9.25Litli Burri 9.35Bangsar og banana

9.25Litli Burri 9.35Bangsar og bananar 9.40Magdalena 10.05Barnagælur 10.30T-Rex 10.55Úr dýraríkinu (Wonderful World of Animals) 11.10Brakúla greifi 11.35Krakkarnir frá Kapútar (20:26) 12.00Á slaginu 13. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.