Greinar fimmtudaginn 18. maí 1995

Forsíða

18. maí 1995 | Forsíða | 235 orð

ESB á móti einhliða aðgerðum

EVRÓPUSAMBANDIÐ, ESB, hefur snúist hart gegn Bandaríkjamönnum í viðskiptastríði þeirra við Japani. Segir Sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórninni, að einhliða aðgerðir á borð við refsitoll á japanskar lúxusbifreiðar séu ógnun við hina nýju skipan viðskiptamála í heiminum. Japansstjórn fór í gær fram á tafarlausar viðræður við Bandaríkjastjórn um deilu ríkjanna. Meira
18. maí 1995 | Forsíða | 361 orð

Heitir að sameina frönsku þjóðina

JACQUES Chirac tók í gær við embætti Frakklandsforseta af François Mitterrand. Áður en hann sór embættiseið sinn sem forseti átti hann fund með Mitterrand, sem greindi honum frá ríkisleyndarmálum og afhenti honum dulmálslykla vegna kjarnorkuvopna Frakka. Meira
18. maí 1995 | Forsíða | 70 orð

Lengsta orðið hverfur

LENGSTA orð, sem notað hefur verið í þýsku, mun brátt heyra sögunni til, þar sem austurríska fjármálaráðuneytið ætlar að hætta rekstri Dónár-gufuskipafélagsins. Skipstjórar gufuskipanna eru titlaðir "Donaudampfschiffahrtsgesellschaftkapitän" en það er lengsta orð þýskrar tungu og oft notað til að reyna á stafsetningarhæfileika ungra austurrískra og þýskra skólabarna. Meira
18. maí 1995 | Forsíða | 87 orð

Minning ar athöfn um fórnarlömb

TUGIR þúsunda tóku þátt í minningarathöfn um þá 104 menn er fórust í námuslysi í Orkney í Suður-Afríku í síðustu viku. Desmond Tutu erkibiskup hvatti fólk til að hafa það hugfast að þegar Suður-Afríka yrði velmegandi land væri það vegna þeirra "hugrökku manna" er störfuðu í námum landsins. Starfsemi lá niðri í fjölmörgum námum í landinu í gær vegna minningarathafnarinnar. Meira
18. maí 1995 | Forsíða | 243 orð

Þungavopnabann þverbrotið

HARÐIR bardagar geisuðu skammt sunnan við Sarajevo í gær, annan daginn í röð, og þungavopnum var beitt þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna við slíkum vopnum á svæðinu. Sprengjuárásir voru einnig gerðar á "griðasvæði" Sameinuðu þjóðanna í Bihac og bosníski stjórnarherinn náði serbneska bænum Ripac á sitt vald. Meira

Fréttir

18. maí 1995 | Landsbyggðin | 180 orð

34 tónlistarnemar á Klaustri

Kirkjubæjarklaustri-Skólaslit Tónlistarskólans á Kirkjubæjarklaustri fóru fram 12. maí sl. Kom fram í máli Birnu Bragadóttur, skólastjóra Tónlistarskólans, að nemendur hafa verið 34 í vetur. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Allt að 4 ferðir á dag til Hafnar

18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Allt að 4 ferðir á dag til Hafnar

FLUGLEIÐIR fljúga 22 ferðir á viku til Kaupmannahafnar í sumar, eða allt að fjórar ferðir á dag. Stjórn Flugleiða hefur ákveðið að taka á leigu Boeing 737-400 vél, sem er í eigu japanska fyrirtækisins Diamond Leasing. Vélin kemur hingað til lands í næstu viku og fer þá í skoðun, en reiknað er með að hún verði tekin í notkun um miðjan júní. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 297 orð

Atlantsálsverkefnið lifir góðu lífi

GR¨ANGES, álframleiðandinn sænski, hefur ekki horfið frá áformum um að byggja álver á Keilisnesi ásamt hinum fyrirtækjunum í Atlantsálshópnum svokallaða, Hoogovens í Hollandi og Alumax í Bandaríkjunum. Forstjóri Gr¨anges segir að þótt áætlunum hafi ekki verið kastað, sé ekki þar með sagt að ákvarðanir um að byggja hafi verið teknar. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Aukinn hlutur krókabáta dregur úr hagræðingu

ÆTLI stjórnvöld eina ferðina enn að auka hlutdeild krókabáta í þorskafla á kostnað annarra í sömu atvinnugrein, mun slík mismunum auka óvissu í sjávarútvegi og draga úr allri hagræðingu, stjórnvöld munu missa stuðning annarra útgerða við kvótakerfið og með því grafa undan eigin markmiðum í fiskveiðistjórnuninni. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 744 orð

Ábyrgð á varðveislu menningarverðmæta

FALÞJÓÐADAGUR safna er í dag, fimmtudaginn 18. maí. Alþjóðaráð safna, International Concil of Museum, var stofnað árið 1946 en þar er um að ræða samtök safna og safnafólks víða um heiminn. Íslandsdeild þessara samtaka var stofnuð árið 1985. Stofndagur samtakanna er 18. maí og hefur verið haldið upp á hann sem alþjóðlegan safnadag frá árinu 1977. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 425 orð

Álitamál að þingmenn séu jafnframt ráðherrar

ÓLAFUR G. Einarsson, nýkjörinn forseti Alþingis, sagði á Alþingi í gær að styrkja þyrfti stöðu Alþingis í stjórnkerfinu og sú skoðun mætti ekki festast í sessi að þingið sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn á hverjum tíma. Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 341 orð

Blóð úr hinum myrtu á heimili Simpsons

BLÓÐSLETTUR á hanska, sem fannst á heimili bandaríska íþróttakappans O.J. Simpsons, eru úr fyrrverandi eiginkonu hans, Nicole Brown Simpson, og vini hennar, Ronald Goldman, en Simpson er sakaður um að hafa myrt þau. Kom þetta fram í máli DNA-sérfræðings, sem bar vitni í málinu í fyrrakvöld. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Boðið í Borgarkringluna

18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Boðið í Borgarkringluna

BOÐSKVÖLD fyrir viðskiptavini Borgarkringlunnar verður í kvöld. Allar verslanir hússins verða opnar og ýmis sértilboð í gangi. KK og Ellen Kristjánsdóttir flytja tónlist, boðið verður upp á tískusýningu og ýmsir listamenn sækja Borgarkringluna heim. Betra líf verður með skyggnilýsingu, Demantahúsið með skartgripasýningu og Whittard of London stofnar kaffiklúbb. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 188 orð

Borgarráð samþykkir tillögur um sparnað

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögur nefndar um 260 milljón króna sparnað í rekstri borgarinnar. Nefndinni var falið að leita leiða til að draga úr útgjöldum borgarinnar og ná fram varanlegri hagræðingu og sparnaði í rekstri. Var henni falið að lækka rekstrarútgjöld borgarsjóðs um 2,7%. 260 milljóna gat Meira
18. maí 1995 | Landsbyggðin | 192 orð

Breyting á grunnskóla í Hornafirði

BÆJARSTJÓRN Hornafjarðar hefur samþykkt breytingar á skipulagi grunnskólans í Hornafirði og er megin breytingin fólgin í að þrískipta grunnskólanum eftir aldri nemenda, koma á einsetnum skóla og bjóða upp á heildagsskóla. Gert er ráð fyrir að nýta næsta ár til að vinna að frekari útfærslu á skipulaginu sem tekur gildi haustið 1996. Meira
18. maí 1995 | Landsbyggðin | 53 orð

Brúðubíllinn heimsækir Egilsstaði

TVÖ brúðuleikrit voru flutt á vegum Brúðubílsins í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, "Í útilegu" og "Eggið sem hvarf". Voru það Lilli og félagar úr Stundinni okkar sem sýndu sig undir stjórn Helgu Steffensen. Börn fjölmenntu með foreldrum og rifjuðu upp gömlu, góðu brúðustemmninguna sem þau þekktu úr sjónvarpinu. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Davíð Scheving ráðinn til Hveragerðisbæjar

Hveragerði-Davíð Scheving Thorsteinsson hefur verið ráðinn til Hveragerðisbæjar til að sinna tímabundnum verkefnum á sviði atvinnumála. Á fundi bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sl. fimmtudag var ákveðið að ráða Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi iðnrekanda, sem atvinnuráðgjafa fyrir bæinn til áramóta. Meira
18. maí 1995 | Landsbyggðin | 278 orð

Eggjatínslumenn á leið í Hælavíkurbjarg Fyrstu svartfuglseggin koma á markað um aðra helgi

Ísafirði-Senn líður að því að Ísfirðingar fái að bragða á fyrstu svartfuglseggjunum í ár, því fyrstu eggjatökumennirnir ráðgera að fara í Hælavíkurbjarg um næstu helgi. Meðal þeirra er Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur á Ísafirði, en hann hefur um árabil sigið í Hornbjarg ásamt félaga sínum, Einari Val Kristjánssyni, húsasmíðameistara á Ísafirði. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 302 orð

Ekki fæðst stúlkubarn í 58 ár

Í 58 ÁR hafa aðeins fæðst sveinbörn í fjölskyldu nokkurri í Reykjavík. Fyrir nokkrum vikum fæddist tólfti drengurinn frá 1937, sonarsonarsonur Jóhönnu Sigurjónsdóttur frá Vestmannaeyjum og Sigurðar Guðmundssonar frá Núpi undir Eyjafjöllum. Þau eru bæði látin. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 310 orð

Ekki fæðst stúlkubarn í 58 ár

18. maí 1995 | Miðopna | 2323 orð

ENGAR UNDANÞÁGUR FYRIR ÍSLENDINGA

Þarf að flytja inn 53% alls fisks Hef ég aldrei beitt aðferðum Machiavelli Þeir vildu einfaldlega meira en þeim bar Nauðsynlegt er að byggja upp fiskistofnana á ný ENGAR UNDANÞÁGUR FYRIR ÍSLENDINGA Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

ESB sættir sig ekki við útfærslu lögsögu

EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir í viðtali við Morgunblaðið að ESB muni ekki sætta sig við frekari útfærslu fiskveiðilögsögu strandríkja, en rætt hefur verið um slíkar aðgerðir t.d. í Noregi, Kanada og á Íslandi, náist ekki niðurstaða á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fljótlega. Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 235 orð

EÞ vill takmarka neitunarvald

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær skýrslu, þar sem áherzlum þingsins fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins á næsta ári er lýst. EÞ leggur meðal annars til að neitunarvald aðildarríkjanna í ráðherraráðinu verði takmarkað við mjög fáa málaflokka. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 270 orð

Fallið frá samræmingu staðaruppbótar að sinni Heilbrigðisráðherra vísar deilu við hjúkrunarfræðinga til stjórna sjúkrahúsa

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur sent stjórnum sjúkrahúsanna á landsbyggðinni bréf þar sem þær eru hvattar til að leysa deilu við hjúkrunarfræðinga. Um 200 hjúkrunarfræðingar ætla að hætta störfum um næstu mánaðamót ef ákvörðun um uppsögn á staðaruppbót verður ekki endurskoðuð. Meira
18. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Fleiri á ferðinni en handboltamenn

Morgunblaðið/Rúnar Þór Fleiri á ferðinni en handboltamenn ÞAÐ eru fleiri á ferðinni á Akureyri en handboltamenn, þótt þeir hafi óneitanlega sett svip sinn á bæinn undanfarna daga. Eldri borgarar á Akureyri hafa í vetur hist reglulega, farið í leikfimi eða gönguferðir. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 328 orð

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7

CALYPSO Í EYJUM Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Karma. Hljómsveitina skipa Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, söngkona, Ólafur Þórarinsson, Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 330 orð

Framkvæmdastjórnin er ekki óvinur

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu á kjöldverðarfundi hjá samtökum breska iðnaðarins á þriðjudag að framkvæmdastjórnin hefði engin "leynileg markmið", sem Bretar þyrftu að óttast. Hann vísaði einnig á bug gagnrýni um of mikið skrifræði í Brussel. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 287 orð

Frísvæði ekki raunverulegur kostur hér

FRÍSVÆÐI eru ekki raunverulegur eða fýsilegur kostur hér á landi og ekki til þess fallin að laða að erlenda fjárfestingu, efla útflutning eða skapa atvinnu, að því er fram kemur í skýrslu Einars Kristins Jónssonar, rekstrarhagfræðings, sem hann vann fyrir Aflvaka Reykjavíkur hf. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fundað um græna ferða mennsku

NÁMSSTEFNA undir heitinu: Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu ­ græna ferðamennsku verður haldin í Odda stofu 101, Háskóla Íslands á morgun, föstudag. Námsstefnan er haldin í samvinnu við Goethe - Institut á Íslandi og Endurmenntunarstofnunar HÍ. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fundað um græna ferða mennsku

18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Hundrað ferðir hjá Útivist

RÉTT tæplega 100 ferðir eru á dagskrá Útivistar í sumar frá byrjun júní til ágústloka. Fimmtudagskvöldið 18. maí kynnir félagið ferðir sumarsins og verður ferðakynningin á skrifstofu félagsins að Hallveigarstíg 1 og hefst kl. 20. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 224 orð

Hundrað ferðir hjá Útivist

18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 209 orð

Hvar hvílir banamaður Lincolns?

ER það líkami John Wilkes Booths, sem liggur í kirkjugarði í Baltimore, eða er það lík annars manns, nokkurs konar þátttakanda í 130 ára gömlu samsæri um að fela það, sem raunverulega gerðist þegar Booth skaut Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjanna, til bana? Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 757 orð

Hvetur Chirac til að stjórna "í friði og með réttlæti"

JACQUES Chirac tók í gær við embætti forseta Frakklands við látlausa athöfn í Elyseé-höll. Rauðir dreglar, hátíðleg tónlist og glæsilegir hátíðasalir, voru á sínum stað en ræðurnar sem fluttar voru af þessu tilefni voru stuttar og skrautið í lágmarki. Meira
18. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 820 orð

Keppnin mikil upplyfting fyrir bæjarfélagið

MIKIL vinna er fólgin í því að sjá um sex keppnislið í rúma viku sem og dómara. Auk þess þurftu norðanmenn að taka á móti nýjum liðum vegna 16- og 8-liða úrslita og fara yfir sömu atriði með nýjum mönnum. Það þurfti að sjá þeim fyrir gistingu og fæði, skipuleggja æfingar og sinna ýmsum sérkröfum, útbúa fréttamannamiðstöð og dreifa upplýsingum úr öllum leikjum um leið og þær bárust. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kínakáli plantað á Garði

ÞRÁTT fyrir að Vetur konungur vilji ógjarnan sleppa taki sínu af landinu norðanverðu, þá eru vorverkin hafin víða, til dæmis hjá garðyrkjubændum sunnanlands. Ekki er enn farið að setja niður kartöfluútsæði, enda ætlar frostið seint að láta undan síga, en þó styttist óðum í það. Á bænum Garði í Hrunamannahreppi var unnið að því að planta út kínakáli í vikunni. Meira
18. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 281 orð

Kveðjutónleikar Ingvars Jónssonar

18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 132 orð

Kvenlögmenn í síðbuxur

BRESKAR konum í lögmannsstétt unnu í gær langþráðan sigur er þær öðluðust rétt til að vera í síðbuxum í réttarsal. Yfirdómari lávarðadeildarinnar, Taylor lávarður, sagði í yfirlýsingu í gær að hann hefði ekkert við "viðeigandi buxnadragtir" að athuga. Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 268 orð

Lagst gegn frið arsamningnum

MEIRIHLUTI þingmanna jórdanska þingsins hvatti í gær stjórnina til að stöðva framkvæmd friðarsamningsins við Ísraela eða jafnvel rifta honum vegna áforma þeirra um að taka 53 hektara lands í Austur-Jerúsalem eignarnámi. Meira
18. maí 1995 | Landsbyggðin | 136 orð

Lofsvert forvarnarstarf hjúkrunarfræðinga

Húsavík-Á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí sl. heimsóttu hjúkrunarfræðingar þrjár matvöruverslanir á Húsavík og buðu bæjarbúum mælingu á blóðþrýstingi. Undirtektir voru góðar og alls mældu þær á fjórða hundrað Þingeyinga. Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 374 orð

Lögmaður efast um gildi játningarinnar

TIMOTHY McVeigh, sem ákærður hefur verið fyrir sprengjutilræðið í Oklahomaborg í síðasta mánuði, hefur viðurkennt óopinberlega að standa að baki því, að því er sagði í frétt The New York Times í gær. Lögmaður McVeighs kvaðst hins vegar efast um að játningar hans myndu standast lagalega séð, þar sem McVeigh játaði ekki við yfirheyrslur auk þess sem hann efaðist um sannleiksgildið. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Lögreglan slökkti á sjónvarpinu

LÖGREGLAN í Reykjavík var síðdegis í fyrradag kölluð í hús í austurbænum vegna heimilisófriðar. Ágreiningur var meðal fjölskyldufólks um hvaða sjónvarpsstöð ætti að horfa á. Deilt var um hvort horfa ætti á beina útsendingu frá leik í heimsmeistarakeppninni í handbolta á Ríkissjónvarpinu, eða horfa á framhaldsþáttinn Nágranna, sem sýndur var á sama tíma á Stöð 2. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Maður féll sjö metra

18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Maður féll sjö metra

MAÐUR slasaðist á höfði þegar hann féll niður af nýbyggingu á þriðjudag, um sjö metra fall. Maðurinn var að vinna við að losa steypufleka í nýbyggingu við Nesveg. Færa átti flekann með krana, en flekinn losnaði, maðurinn féll niður og flekinn einnig en snerti ekki manninn í fallinu. Maðurinn hlaut meiðsl á höfði, en ekki er vitað hversu alvarleg þau eru. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Merkingarnar málaðar

Á MEÐAL vorverka starfsmanna bæjarfélaga og vegagerðar er að mála vegamerkingar á götur og vegi. Þessir starfsmenn Kópavogskaupstaðar voru að mála merkingar um hámarkshraða á götur þar í bæ í gær. Bæjarstarfsmenn hafa á orði að ökumenn séu stundum óþolinmóðir vegna þrenginga og lokana á götunum, á meðan verið sé að merkja götur og gera við. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Minjar í Laugardal varðveittar

UNDANFARIÐ hefur verið unnið að framkvæmdum við minjar tengdar heitu laugunum í Laugardal, til að stuðla að varðveizlu þeirra og greiðum aðgangi almennings. Að sögn Jóhanns Pálssonar, garðyrkjustjóra Reykjavíkur, er annars vegar um að ræða þvottalaugarnar, sem eru mikilvægar minjar um atvinnusögu kvenna í Reykjavík, en þangað fóru konur oft um langa vegalengd til þvotta. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 925 orð

Minni nýting á smærri hótelum vegna HM

Minni nýting hefur verið á smærri hótelum í Reykjavík það sem af er maímánuði en á sama tíma í fyrra. Ýmsir þeirra sem Guðjón Guðmundsson ræddi við í gær, telja að HM 95 í handbolta hafi haft þau áhrif að draga úr viðskiptum á þessu tímabili. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 276 orð

Næstæðsti yfirmaðurí heimsókn hér

HJÁLPRÆÐISHERINN á Íslandi er nú 100 ára en hann hóf starf sitt hér á landi með útisamkomu á Lækjartorgi þann 12. maí 1895. Í tilefni af þessum áfanga efnir Hjálpræðisherinn til hátíðarhalda dagana 19.­21. maí. Gestir koma víða að, meðal annars 36 manna lúðrasveit frá Skotlandi, Clydebank Citadel Band, og margir fyrrverandi deildarstjórar og aðrir foringjar og hermenn. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ódýrari tómatar og gúrkur

18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ódýrari tómatar og gúrkur

HEILDSÖLUVERÐ á tómötum og agúrkum lækkaði um 100 kr. kílóið í gær og segir Kolbeinn Ágústsson, innkaupastjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, að framleiðslan hafi gengið vel í blíðunni að undanförnu. Segir Kolbeinn að heildsöluverð á tómötum hafi lækkað í 399 krónur og í 199 krónur á agúrkum í gær. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 350 orð

Ólafur hefur störf í Reykholti 1. júní

ÓLAFUR Þ. Þórðarson segir að fyrri yfirlýsingar sínar um að hefja störf við Reykholtsskóla að nýju standi. Hann kannast ekki við að hafa borið kennara í Reykholtsskóla þeim sökum sem þeir lýsi í yfirlýsingu sinni. Kennararnir vísa til viðtals við Ólaf um málefni Reykholtsskóla í Morgunblaðinu á föstudag. Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 299 orð

Óttast viðbrögð Kínverja

DALAI Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, lýsti því yfir á sunnudag að Panchen Lama hefði endurholdgast í sex ára dreng. Panchen Lama gengur næst Dalai Lama að völdum og sá síðasti lést árið 1990. Uppi eru raddir um að Dalai Lama hafi verið helst til fljótur á sér, Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 340 orð

Óvissa um hvert síldin stefnir

ALGJÖR óvissa ríkir um það hvaða stefnu íslenska vorgotssíldin kann að taka á næstunni, að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Skipið er nú við rannsóknir á útbreiðslu og aðstæðum vorgotssíldarinnar austan við landið, og í gær var það um 60 sjómílur suðvestur af þeim stað sem íslensku skipin voru við veiðar innan færeysku lögsögunnar. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Ráðstefna um málrækt og skáldskap

HALDIN verður ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Íslenskrar málnefndar og Rithöfundasambands Íslands þar sem fjallað verður um málrækt og skáldskap föstudaginn 19. maí. Ráðstefnustjórar verða Kristján Árnason, formaður Íslenskrar málnefndar og Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins. Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 128 orð

Robinson vill efla þróunarhjálp ESB

MARY Robinson, forseti Írlands, sagði í ræðu á Evrópuþinginu í gær að Evrópusambandið yrði að leggja meira af mörkum til þess að hjálpa fátækum Afríkuríkjum að hrinda í framkvæmd efnahagslegum umbótum. Hún sagðist andvíg boðuðum niðurskurði á útgjöldum ESB til þróunarhjálpar. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 513 orð

Rætt um Reykjanesskóla og Núp í Dýrafirði

SÚ hugmynd hefur skotið upp kollinum að flytja opinn framhaldsskóla í umsjón Odds Albertssonar, skólastjóra í Reykholti, í ónotað skólahúsnæði annars staðar á landinu. Oddur segir að Reykjanesskóli í Ísafjarðardjúpi og skólahúsnæði á Núpi í Dýrafirði hafi verið nefndir í því sambandi. Einar K. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Rætt við bændur um stækkun lóns

STJÓRNARMENN Landsvirkjunar áttu í gærkvöldi viðræður við samráðsnefnd sveitarfélaga og oddvita á Blöndusvæðinu, og var þar meðal annars farið yfir það hvernig staðið yrði að samningum um stækkun uppistöðulónsins við Blönduvirkjun vegna álversframkvæmda. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Samstarf um rækjumjölsvinnslu

STOFNFUNDUR Mjölvinnslunnar hf. á Hvammstanga var haldinn s.l. þriðjudag. Aðalmarkmið félagsins er að reka mjölverksmiðju, sem framleiðir mjöl úr rækjuúrgangi frá rækjuvinnslustöðvum við Húnaflóa og Skagafjörð. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Samtök ungra evrópusinna

FRAMHALDSSTOFNFUNDUR Ungra evrópusinna verður á Sólon Íslandus á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Í fréttatilkynningu segir að Ungir evrópusinnar séu samtök ungs fólks úr öllum flokkum og óflokksbundinna ungmenna. Samtökin eru aðili að samevrópskum samtökum ­ JEF (Young European Federalists) sem telja 15.000 meðlimi í 25 löndum víðsvegar um Evrópu. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Samtök ungra evrópusinna

18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 224 orð

Sérstök hætta á út breiðslu efnaog sýklavopna

RÁÐHERRAR frá 27 Evrópuríkjum eru sammála um að heimsbyggðinni stafi mikil hætta af hugsanlegri útbreiðslu kjarnorku- en þó aðallega efna- og sýklavopna. Ákváðu þeir að hefja samstarf í því markmiði að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna af þessu tagi. Var það niðurstaða fundar Vestur-Evrópusambandsins, sem fulltrúar 17 ríkja utan sambandsins sátu ásamt ráðherrum aðildarríkjanna tíu. Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 135 orð

Skaðabótamál gegn McNamara

FJÓRIR bandarískir bræður, sem börðust í stríðinu í Víetnam, hafa höfðað skaðabótamál gegn Robert McNamara, fyrrverandi varnarmálaráðherra, vegna játninga hans þess efnis að stríðsreksturinn í Víetnam hefði verið "herfileg mistök". Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Sól hyggst framleiða mjólkurafurðir

PÁLL KR. Pálsson forstjóri Sólar hf. sagði á fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna í gærkvöldi um úreldingu Mjólkursamlags Borgarness að fyrirtæki sitt mundi innan skamms hefja viðræður við Osta- og smjörsöluna sf. og Mjólkursamsöluna um kaup á hráefni til að hefja framleiðslu, á viðbiti og öðrum mjólkurafurðum, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Þverholti. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Stjórnarandstaðan í forsæti í 3 nefndum

STJÓRNARANDSTAÐAN á Alþingi fær formennsku í þremur þingnefndum á yfirstandandi þingi, sjávarútvegsnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og félagsmálanefnd. Frá þessu var gengið í gær fyrir kosningar í nefndirnar. Össur Skarphéðinsson, Alþýðuflokki verður formaður heilbrigðis- og trygginganefndar, Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista verður formaður félagsmálanefndar og Steingrímur J. Meira
18. maí 1995 | Landsbyggðin | 158 orð

Unnið við að breikka brú yfir Uxafótarlæk

Fagradal-"Krafa nútímans er að allar brýr á þjóðvegi 1 verði tvíbreiðar en það mun minnka til muna slysahættu á þjóðvegum landsins, því mörg alvarleg slys hafa orðið þegar bílar hafa ætlað að mætast á þröngum brúm," sagði Jón Valmundsson, yfirbrúarsmiður í Vík í Mýrdal. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 277 orð

Veiðigjald talið meðal áhættuþátta

FORRÁÐAMENN Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað telja hugsanlegt að gjald fyrir veiðiréttindi verði tekið upp í framtíðinni samhliða batnandi afkomu útgerðarinnar. Þetta kemur fram í útboðslýsingu vegna hlutafjárútboðs félagsins þar sem m.a. er fjallað um áhættuþætti í rekstrinum. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 970 orð

"Við lærðum aldrei neitt á kerfið"

FUNDARMÖNNUM á fundi um kynbundinn launamun var mikið í mun að virk umræða um jafnréttismál fyrir kosningar skilaði sér, að því er fram kemur í frásögn Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur. Skorað var á stjórnvöld að grípa án tafar til aðgerða gegn hróplegu misrétti í launamálum. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Vinafélag Blindrabókasafnsins fundar í Gerðarsafni

AÐALFUNDUR Vinafélags Blindrabókasafns Íslands verður haldinn fimmtudaginn 18. maí í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, Digranesvegi 4. Í upphafi fundar kynnir forstöðumaður safnsins, Guðbjörg Kristjánsdóttir, listasafnið og gefst kostur á að skoða sýningu á verkum Leifs Breiðfjörð sem uppi er í safninu og listamaðurinn nefnir Yfirsýn. Meira
18. maí 1995 | Erlendar fréttir | 110 orð

Whitewater-mál veldur útgjöldum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Hillary Rodham Clinton, skulda nú lögfræðingum sínum eina til tvær milljónir dollara, 63-126 milljónir króna, vegna rannsóknar Whitewater-málsins. Einnig hefur þurft að greiða fyrir vörn í máli sem Paula Jones, fyrrverandi ríkisstarfsmaður í Arkansas, höfðaði gegn forsetanum vegna meintrar kynferðislegrar áreitni. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 1032 orð

Yfirlýsing frá Útvegsmannafélagi Reykjavíkur

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: Stjórn Útvegsmannafélags Reykjavíkur kom í dag, 17. maí 1995, á framfæri við þingmenn Reykjavíkur og sjávarútvegsráðherra, eftirfarandi athugasemdum vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða samkvæmt svokallaðri "Verkefnaskrá sjávarútvegsráðuneytisins", frá 20. apríl 1995: I. Aflamark Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 1346 orð

Þú réttir ekki reiðum manni bók

Um fimmtungur ekki fundið sig í skólakerfinu Í Héraðsskólanum Reykholti, sem oftast er kallaður Framhaldsskólinn í Reykholti, eru unglingar á aldrinum 16-18 ára. Þar er boðið upp á tveggja ára framhaldsnám að loknu grunnskólaprófi. Meira
18. maí 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Ættarmót Lambanesættar úr Fljótum

AFKOMENDUR Sigurlaugar og Kristjáns í Lambanesi, munu halda ættarmót, að þessu sinni að Logalandi í Reykholtsdal, dagana 7., 8. og 9. júlí í sumar. Ættmenni nær og fjær eru beðin að taka tímann frá og mæta á mótið vel og hressilega, segir í fréttatilkynningu. Meira
18. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 271 orð

(fyrirsögn vantar)

INGVAR Jónsson víóluleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 21. maí kl. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms, Wolfgang Amadeus Mozart og Jón Nordal sem samdi sérstaklega verk fyrir Ingvar af þessu tilefni. Meira

Ritstjórnargreinar

18. maí 1995 | Leiðarar | 696 orð

FRAMLEIÐNI Í FYRIRTÆKJUM RAM KEMUR í niðurstöðum könnunar,

FRAMLEIÐNI Í FYRIRTÆKJUM RAM KEMUR í niðurstöðum könnunar, sem gerð var meðal evrópskra fyrirtækja, að stjórnendur fyrirtækja á Íslandi telja þróun framleiðni og arðsemi lakari hér á landi en hjá keppinautum þeirra í Evrópu. Þetta kom fram á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins í fyrradag. Meira
18. maí 1995 | Staksteinar | 382 orð

»Frjálslyndur fjármálaráðherra EINN valdamesti ráðherrann í nýrri ríki

EINN valdamesti ráðherrann í nýrri ríkisstjórn Frakklands, sem kynnt verður í dag, verður væntanlega Alain Madelin, sem líklega verður falin yfirumsjón með fjármálum Frakklands. Madelin þykir mjög frjálslyndur og er einn helsti hugmyndafræðingur franskra hægrimanna í þeim efnum. Hann hefur tvívegis áður setið í ríkisstjórn, en aldrei áður í jafnvaldamiklu embætti. Meira

Menning

18. maí 1995 | Myndlist | 420 orð

"Aðrir kostir"

Opið frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Til 21. maí. Aðgangur ókeypis. ÖLL vitum við, að skúffur hafa sitthvað að geyma, eða allt frá hlutum hvunndagsins eins og undirfötum og sokkaplöggum til mikilvægra skjala og leyndarmála, almennra bréfa sem ástarjátninga. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 154 orð

Grafíkkjallarinn

18. maí 1995 | Menningarlíf | 150 orð

Grafíkkjallarinn

GRAFÍKKJALLARINN er opið grafíkverkstæði, þar sem sex myndlistarmenn vinna að list sinni. Þeir eru allir útskrifaður úr Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og vinna myndverk með ýmsum aðferðum sem flokkast undir grafík, auk þess að vinna að fleiri tegundum myndlistar. Meira
18. maí 1995 | Myndlist | 515 orð

18. maí 1995 | Menningarlíf | 783 orð

Mikill tilfinningahiti í heitum dönsum

Heitir dansar. Sólardansar, Til Láru, Adagietto, Carmen. Danshöfundar Lombros Lambrou, Per Jonsson, Charles Czarny og Sveinbjörg Alexanders. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Listdansstjóri: María Gísladóttir. 17. maí 1995. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 52 orð

Nóttin gleypir

ÞEGAR nóttin gleypti mig er fyrsta ljóðabók Björns Harðarsonar. Ljóðin eru ort á tímabilinu 1989-1994. Björn Harðarson fæddist í Reykjavík 1971. Hann stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Þegar nóttin gleypti mig er 64 bls. Káputeikning er eftir Jón Emil Cl. Guðbrandsson. Útgefandi er höfundur. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 186 orð

Nýjar bækur

18. maí 1995 | Menningarlíf | 179 orð

Nýjar bækur

ÚT eru komnar þriðja og fjórða bók um spæjaramunkinn bróður Cadfael, Líkþrái maðurinn og Athvarf öreigans. Fyrstu tvær bækurnar komu út í janúar, Líki ofaukið og Bláhjálmur. Bækurnar um bróður Cadfael eru sérstakur bókaflokkur þar sem aðalhetjan er munkurinn Cadfael, spæjari í sérflokki. Hver bók er sjálfstæð saga og gerist á 12. Meira
18. maí 1995 | Fólk í fréttum | 163 orð

Sambíóin sýna myndina Tvöfalt líf

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýningar kvikmyndina "Separate Lives" eða Tvöfalt líf eins og hún heitir í íslensku. Lauren Porter er virtur sálfræðiprófessor og mjög yfirveguð á allan hátt, en innst inni er hún mjög trufluð. Hún biður einn af nemum sínum Tom Beckwith, fyrrum lögreglumann um furðulegan greiða, að fylgjast með sér. Það gerir hann og kemst að því að hún lifir tvöföldu lífi. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Sérvalin verk nemenda UM helgina verður opnuð í Norræna húsinu sýning á sérvöldum verkum nemenda við Myndlista- og handíðaskóla

UM helgina verður opnuð í Norræna húsinu sýning á sérvöldum verkum nemenda við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Sýningin opnar á laugardag kl. 14 og stendur til 5. júní. Nemendur sem sýna á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera allir að ljúka námi frá skólanum. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 101 orð

Skúlptúrar Guðbjargar Hlífar SÝNING á skúlptúrum Guðbjargar Hlífar Pálsdóttur opnar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg næstkomandi

SÝNING á skúlptúrum Guðbjargar Hlífar Pálsdóttur opnar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg næstkomandi laugardag. Guðbjörg er fædd á Siglufirði 1944. Hún stundaði m.a. nám við Myndlistaskólann í Reykjavík, og lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, skúlptúrdeild. Guðbjörg Hlíf hefur meðal annars stundað myndlistarkennslu. Meira
18. maí 1995 | Myndlist | -1 orð

Sundurlaus stíldæmi

Opið mánud. - laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 20. maí. Aðgangur ókeypis ÞAÐ hefur verið fremur hljótt um sýningarhald í Listhúsinu í Laugardal það sem af er árinu, þó þar hafi verið stöðug starfsemi í gangi. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 60 orð

Sönglög frá 15. öld og íslensk þjóðlög SAMKÓR Trésmíðafélags Reykjavíkur heldur sína árlegu vortónleika í Bústaðakirkju

SAMKÓR Trésmíðafélags Reykjavíkur heldur sína árlegu vortónleika í Bústaðakirkju sunnudaginn 21. maí kl. 20. Söngskráin spannar sönglög allt frá 15. öld til nútíma útsetninga á íslenskum þjóðlögum. Þann 24. maí heldur kórinn síðan til Þýskalands í 90 ára afmælisboð TGS-kórsins í Dietzenbach. Formaður kórsins er Karl Baldursson og söngstjóri Ferenc Utassy. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 1097 orð

Tónlist án hljóðs

Skoski slagverksleikarinn Evelyn Glennie, sem meðal annars hefur starfað með Björk Guðmundsdóttur, mun leika einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Orri Páll Ormarsson hitti hana að máli en mörgum þykir frami hennar tíðindum sæta þar sem listakonan hefur verið heyrnarlaus frá 12 ára aldri. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 650 orð

Vettvangur fyrir vaxtarbrodda

Listaklúbbur Leikhúskjallarans hefur staðið fyrir fjölbreyttri dagskrá í vetur og efndi í fyrsta sinn til klassískra tónleika fyrr í vikunni. Orri Páll Ormarsson upplifði stemninguna á staðnum. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 56 orð

Viðar í Safnahúsinu Húsavík. Morgunblaðið. VIÐAR Breiðfjörð hélt nýlega fyrstu einkasýningu sína á málverkum í Safnahúsinu á

VIÐAR Breiðfjörð hélt nýlega fyrstu einkasýningu sína á málverkum í Safnahúsinu á Húsavík. Hann er borinn og barnfæddur Húsvíkingur, en fluttist ungur til Vestmannaeyja 1983 og hefur búið þar síðan. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 112 orð

Æfingabúðir fyrir Jasshátíð

Egilsstöðum-Arnís-jasskórinn undir stjórn Árna Ísleifs jassfrömuðar var nýverið í æfingabúðum í Hallormsstað. Kórinn samanstendur af níu manns eftir endurskipulagningu á honum en 5 manns eru nýir. Meira
18. maí 1995 | Menningarlíf | 404 orð

(fyrirsögn vantar)

LEIKHÚSSAFNIÐ í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn opnaði nýlega sýningu um feril leikarans Ebbe Rode. Sýndar verða myndir og teikningar, búningar ofl. þar sem rakinn er leikferill Rodes frá árinu 1931 er han sté fyrst á svið. Þá eru sýnd verk eftir Rode en hann hefur fengist við ritstörf og myndlist. Sýningin er í tilefni 85 ára afmælis Ebbe Rode þann 10. maí. Meira

Umræðan

18. maí 1995 | Aðsent efni | 178 orð

Álfasala fyrir unga fólkið

MIKIL og þörf vakning hefur verið síðustu misseri um nauðsyn þess að stemma stigu við áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Foreldrar, skólafólk, lögregla, starfsfólk heilbrigðisstofnana og aðrir hafa vaxandi áhyggjur af neikvæðri þróun í þessum efnum. Einstaklingar og félagasamtök hafa skipað sér í fremstu víglínu baráttunnar og bent á að þetta er mál sem varðar okkur öll. Meira
18. maí 1995 | Aðsent efni | 115 orð

Áskorun frá Álfi um álfa Hagnaðurinn, segir Álfur Ketilsson, rennur til forvarnarstarfs. DAGS daglega erum við ekki nema þrír

DAGS daglega erum við ekki nema þrír Íslendingarnir sem berum nafnið Álfur. Einu sinni á ári verður hins vegar hressileg fjölgun á nöfnum okkar, þegar sölufólk SÁÁ býður landsmönnum að kaupa álfa til styrktar starfsemi sinni. Um næstu helgi verður álfasala SÁÁ. Hagnaðinum af henni verður varið til forvarnarstarfs. Meira
18. maí 1995 | Aðsent efni | 592 orð

Kirkjulistin fær sjálfstæða athygli

KIRKJULISTAHÁTÍÐ er nú haldin í Reykjavík í fimmta sinn. Þór Jakobsson, þáverandi formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju, spáði því árið 1989 að um aldamótin 2000, á þúsund ára afmæli Íslandskristni, yrði kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju væntanlega föst í sessi og talin til ungra hefða. Flest bendir til þess að hann reynist sannspár. Meira
18. maí 1995 | Aðsent efni | 955 orð

Konur og karlar

Einhvers staðar hef ég séð því haldið fram, að fimm af hverjum hundrað karlmönnum gætu haft gaman af að klæðast kvenmannsfötum. Þetta sel ég ekki dýrar en ég keypti. Hitt er alkunna, að eitthvert ámóta hlutfall karlmanna býr yfir einhverju af því sem löngum hefur verið kallað kveneðli. Flestir munu bæla það með sér, ýmist af ástæðulausri blygðun eða af vonleysi að geta notið þess. Meira
18. maí 1995 | Velvakandi | 625 orð

Nauðsyn ber til að uppræta spillinguna

ÉG las nýlega í Morgunblaðinu mjög vel skrifaða grein um pólitíska spillingu, eftir Einar Vilhjálmsson, Garðabæ. Þar kemur fram í viðtali við Sverri Hermannsson bankastjóra í Morgunblaðinu 10.5. 1994, að offjárfesting, óráðsía og gegndarlaus eyðsla væri orsök kreppunnar á Íslandi. Meira
18. maí 1995 | Velvakandi | 203 orð

Opið bréf til aðstandenda Stuttmyndadaga og Reykjavíkurborgar

DAGANA 2., 3. og 4. maí síðastliðinn fór fram stuttmyndakeppni, "Stuttmyndadagar í Reykjavík", á vegum Kvikmyndafélagsins. Undirritaðir voru meðal 50 þátttakenda og vilja varpa fram nokkrum spurningum til aðstandenda keppninnar og styrktaraðila hennar, Reykjavíkurborgar. Meira
18. maí 1995 | Velvakandi | 402 orð

Svar til Jóns Magnússonar hrl.

ÞAKKA þér fyrir tilskrifið hér í blaðinu í gær. Mér er ljúft og skylt að reyna að svara. Á fundi Lögmannafélagsins sagði ég orðrétt: "Þeir fyrirsvarsmenn almannahagsmuna sem málið á undir, dómsmálaráðherrann og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tengjast forsvarsmönnum vátryggingafélaga nánum fjölskylduböndum. Meira
18. maí 1995 | Velvakandi | 562 orð

Ungir Evrópusinnar

MEÐ AUKINNI tækni hefur maðurinn sigrast á fjarlægðinni. Samskipti manna frá öllum hornum og afkimum heimsins eru orðin það tíð og yfirgripsmikil að það lætur ekkert okkar afskipt. Gagnkvæm áhrif ríkja eru orðin það mikil að ekkert ríki ræður sínum málum sjálft. Heimsþorpið er orðið að veruleika og þjóðríkið ræður ekki við hlutverk sitt lengur. Meira
18. maí 1995 | Aðsent efni | 1111 orð

Úrelding eða ekki

FÁTT er okkur velunnurum Borgarfjarðarhéraðs ógeðfelldari tilhugsun í dag, en úrelding og lokun Mjólkursamlags Borgfirðinga. En eins og Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferjukoti sagði svo skemmtilega í sjónvarpsviðtali, reiknimeistarar hafa komist að þessari niðurstöðu, að úrelding MSB sé fjárhagslega hagkvæm, sem hagræðingaratriði fyrir landbúnaðinn. Meira
18. maí 1995 | Velvakandi | 490 orð

yrir nokkru rak á fjörur skrifara grein, sem birtist í des

yrir nokkru rak á fjörur skrifara grein, sem birtist í desember í Stavanger Aftenblad í Noregi þar sem fjallað er um síldveiðar Norðmanna við Ísland fyrr á árum. Fyrirsögn þessarar frásagnar er "Þeir tæmdu firði Íslands" og er hún byggð á grein í árbók byggðasafnsins í Karmsund. Meira
18. maí 1995 | Aðsent efni | 912 orð

Þjóðminjasafnið opnað á ný

AÐ undirlagi ICOM, alþjóðasambands safna, var ákveðið fyrir nokkrum árum, að 18. maí skyldi vera alþjóðlegur safnadagur og að þá skyldu menningarsöguleg söfn aðildarlanda kynna sérstaklega starfsemi sína auk hinna venjulegu sýninga. Meira

Minningargreinar

18. maí 1995 | Minningargreinar | 787 orð

Alma Sigurðardóttir

Þar sem ég nú fletti gömlu sálmabókinni hennar ömmu, sé ég að merkt hefur verið við þetta vers og fleiri í þessari bók, það stendur "próf" og ég veit að það var hún Alma frænka mín sem nú er látin, sem hefur merkt við. Hún var að læra fyrir biblíusögutíma vel og samviskusamlega eins og allt sem hún gerði, það skyldi vera vel af hendi leyst. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 1003 orð

Alma Sigurðardóttir

VORIÐ er sá tími ársins er nýtt líf kviknar alls staðar í náttúrunni. Allt lifnar við, bæði menn, dýr og gróður. Þegar vorið kemur, hlýnar manni líka um hjartarætur og það er eins og birti til í sálinni. Það eru margar minningar um hana mömmu sem koma upp í huga mér þar sem ég sit hérna á þessum fallega vordegi í maí og hugsa til baka. Þetta eru bæði góðar og ljúfar minningar. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 43 orð

Alma Sigurðardóttir

Elsku amma! Við þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur, þökkum fyrir alla blíðuna þína, hlýju faðmlögin og umhyggjuna þína sem var einstök. Við trúum því að þér líði vel hjá Jesú núna. Þín barnabörn, Helga Heiðdís, Hilmar Rafn, Hinrik Örn. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 353 orð

Alma Sigurðardóttir

Mig langar til að minnast hennar Ölmu með nokkrum fátæklegum orðum. Þegar ég var að alast upp, leit ég alltaf á Ölmu sem frænku mína, af því að hún var konan hans Magga móðurbróður míns. En eftir að ég fór fyrir tæpum tíu árum að vinna í verslun sem er rétt hjá húsinu sem Alma og Maggi áttu heima í, og ég hitti hana flesta daga sem ég var að vinna, fór ég að líta á hana sem vinkonu mína. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 248 orð

Alma Sigurðardóttir

Það verða þung spor og hjörtu full saknaðar, nú þegar við fylgjum Ölmu síðasta spölinn á þessari jörð. Þó er það huggun að hún hefur nú fengið hvíld og er komin heim til Drottins. Biblían kennir okkur að Jesús hafi sagt: Sá sem trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Hann segir líka: Ég fer burt að búa yður stað. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 49 orð

Alma Sigurðardóttir

Ég mun sakna vinkonu minnar Ölmu. Þrátt fyrir vissar hindranir í samskiptum okkar vegna tungumálaerfiðleika var vinátta okkar góð. Kærleikur Krists tengdi okkur saman. Ég mun sakna þessarar yndislegu konu, en ég veit að hún er núna glöð og ánægð í félagsskap frelsara okkar Jesú Krists. Shirley Bradley. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 1015 orð

Alma Sigurðardóttir

18. maí 1995 | Minningargreinar | 105 orð

Alma Sigurðardóttir

Nú kveð ég Ölmu mína í bili. Ég er alin upp við fagran fjörð, Dýrafjörð, með fjöllin allt um kring eins og öryggisverði. Alma var mér eins og fjöllin, svo örugg, traust og mér svo góð. En nú er komið skarð og fegursta fjallið horfið. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 192 orð

ALMA SIGURÐARDÓTTIR

ALMA SIGURÐARDÓTTIR Alma Sigurðardóttir fæddist 15. desember 1929 á Norðfirði. Hún lést 10. maí sl. í Sjúkrahúsi Suðurnesja. Foreldrar hennar voru Helga Davíðsdóttir frá Bændagerði í Eyjafirði og Sigurður Magnússon úr Leiru (á Suðurnesjum). Hálfsystir Ölmu var Sigríður Sigurðardóttir sem nú er látin. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 169 orð

Elínborg Tómasdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar Ellu frá Seljalandi, sem hún var lengstum kennd við. Foreldrar mínir leigðu mörg árin á Seljalandi, þar ólst ég upp með þessum systkinum og hafa ávallt verið mikil tengsl við þau. Gestrisni var mikil hjá þeim hjónum. Þegar foreldrar mínir fluttu þaðan fannst mér engin jól nema vera á Seljalandi. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 636 orð

Elínborg Tómasdóttir

Það var í júnímánuði árið 1959 að ég, sem þetta skrifa, leiddi hjólgarm minn frá Sjúkraskýlinu á Flateyri niður á bryggju þar sem Skjaldbreið lá, eitt skipa þáverandi Skipaútgerðar ríkisins. Ferðinni var heitið til Reykjavíkur með viðkomu á all flestum fjörðum þar vestra. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 203 orð

Elínborg Tómasdóttir

Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur. Ég vil kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir alla umhyggjuna sem þú sýndir okkur systkinunum. Mér er minnisstætt þegar ég dvaldi hjá þér og Ingibjörgu sumarlangt, á mínu þrettánda aldursári, við brölluðum margt saman og var þá oft glatt á hjalla, því hún amma mín var ákaflega glaðlynd kona. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 620 orð

Elínborg Tómasdóttir

Handartakið slitnar, sem þakkaði kynni samvistir allar og síðasta fund. Sálirnar tengjast við tillitið hinsta taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samverustundunum frá. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 869 orð

Elínborg Tómasdóttir

Elínborg ólst að mestu leyti upp hjá föðurbróður sínum og föðurömmu. Sökum fátæktar gat Elínborg ekki alist up með móður sinni en þess í stað gekk föðuramma hennar henni í móður stað. Með þeim langmæðgum var ætíð mikill kærleikur og dáði Elínborg ætíð ömmu sína. Elínborg var af traustum alþýðuættum en í þessari grein verða ekki raktar ættir hennar. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 259 orð

ELÍNBORG TÓMASDÓTTIR

ELÍNBORG TÓMASDÓTTIR Elínborg Tómasdóttir fæddist 16. september 1906 á Reykjum í Staðarhreppi, V- Hún. Hún lést í Hrafnistu 9. maí sl. Foreldrar hennar voru Þórey Kristjánsdóttir Fjelsteð og Tómas Jörgensson frá Borðeyri. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 278 orð

ELÍSABET ÞORSTEINSDÓTTIR

Elísabet Þorsteinsdóttir var fædd á Djúpalæk í Bakkafirði 6. febrúar 1900. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Eiríksson, f. 1874 á Djúpalæk, d. 1917, og Ölveig Benediktsdóttir, f. 1879 á Fremri Nýpum í Vopnafirði, d. 1945. Þau bjuggu á Djúpalæk. Systkini Elísabetar eru: Anna, f. 1902, Eiríkur, f. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 392 orð

Elísabet Þorsteinsdóttir - viðb

Þegar Elísabet og Guðjón fluttu til Þórshafnar, var þar ekki fjölmennt. Lítið var um stöðuga atvinnu og flestir björguðu sér með fiskveiðum og öðrum veiðum. Margir áttu eina eða tvær kýr og nokkrar kindur. Mannlífið var nokkuð gott og fólkið hjálpaðist að eftir þörfum. Bærinn var ekki í vegasambandi, en skip komu þar öðru hvoru og var fólk og varningur flutt milli skips og lands með bátum. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 136 orð

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Nýjubúð í Eyrarsveit 13. mars 1919. Hún lést í Landspítalanum 10. maí 1995. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, bóndi í Nýjubúð, f. 21. janúar 1891, d. 1988 og Jensína Ingibjörg Níelsdóttir, f. 29. desember 1883, d. 1939. Systkini Guðrúnar voru Guðmundur, f. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 544 orð

Guðrún Guðmundsdóttir - viðb

Með Guðrúnu Guðmundsdóttur er gengin yndisleg kona sem hafði trúmennsku, sanngirni, hógværð og glaðlyndi að leiðarljósi í lífinu. Hún var umfram allt sjálfri sér samkvæm. Fyrir um það bil 25 árum vorum við fjölskyldan svo lánsöm að kynnast Guðrúnu, það var fyrir milligöngu Kristólínu systur hennar, sem nú er látin. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 1073 orð

Ingunn Gunnlaugsdóttir Margrét Gunnlaugsdóttir

Systur tvær, frænkur mínar, hafa látist með nokkurra daga millibili. Ég finn hjá mér hvöt til að minnast þeirra beggja með nokkrum orðum, þó af vanefnum sé. Ekki voru þó náin tengsl samskipta milli mín og þeirra á lífsleiðinni, en bönd vináttu og frændsemi tengdu mig við þær frá því ég fór að muna eftir mér og það var gagnkvæmt frá þeirra hálfu. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 175 orð

INGUNN GUNNLAUGSDÓTTIR MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR

INGUNN GUNNLAUGSDÓTTIR MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR Ingunn Gunnlaugsdóttir var fædd 4. jan. 1910 í Reynhólum í Miðfirði. Hún lést 6. maí síðastliðinn. Margrét var fædd á sama stað 3. ágúst 1912. Hún lést 19. apríl síðastliðinn. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 336 orð

JÓHANNA SVEINSDÓTTIR

Jóhanna Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur, fæddist í Reykjavík 25. júní 1951. Hún lést af slysförum í Frakklandi 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Sveinn B. Hálfdanarson vélstjóri og Gerða R. Jónsdóttir húsmóðir, Hvassaleiti 147, Reykjavík. Bræður Jóhönnu eru Hjalti Jón Sveinsson, f. 5. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 362 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Á maídögum þegar vorið boðar komu sína eftir langan og kaldan vetur berast þær napurlegu fregnir hingað heim að kær æskuvinkona sé öll. Okkur gömlu vinina úr Vesturbænum setur hljóða. Fyrir tæpum fjórum áratugum, á árunum í Mela- og Hagaskóla, bundumst við þeirri vináttu sem alltaf er. Við vorum svo heppnar að fá að vera í sama bekk öll þessi ár frá 7 ára aldri til 16 ára aldurs. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 163 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Við, Jóhanna Sveinsdóttir og ég, höfðum allar ástæður til að vera góðir vinir. Lengi samkennarar við MH, hún var "frönskumanneskja" og bæði vorum við mikið áhugafólk um ljúffengan mat. Jóhanna heimsótti okkur í hvert sinn sem hún kom til landsins, ég reyndi að elda sæmilegan kvöldmat, sem við renndum niður með flösku af rauðvíni. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 1176 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Eitt sinn hringdi þrettán ára stúlka með kolsvart og sítt hár dyrabjöllu við útidyrnar í heimahúsi í vesturbænum og hélt fast í höndina á bróður sínum sem hallaði sér að mjöðm stúlkunnar um leið og hann leit upp til hennar fullur lotningar og eftirvæntingar. "Komdu sæl, gaaaman að sjá þig," sagði skólasystir stúlkunnar þegar hún lauk upp dyrunum. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 612 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Skömmu fyrir síðustu jól hitti ég Jóhönnu Sveinsdóttur í síðasta sinn. Hún var í mikilli uppsveiflu. Fyrsta ljóðabók hennar "Guð og mamma hans" var nýkomin út og hún var langt komin með annan mikinn ljóðabálk, "Spegill undir fjögur augu". Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 331 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Í hvíta, græna og gyllta eldhúsinu hennar Jóhönnu á 63 rue Lamarck eru stórir sólfíflar, eða sólblóm, á vegg. Út um opinn enda á gamalli gullmálaðri gasleiðslu upp við loft teygir sig eitt skondið sólblóm niður að vaskinum og lífgar upp á þetta gamla eldhús. Gott ef það fær ekki súrrealískt yfirbragð fyrir vikið. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 201 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Við kynntumst Jóhönnu á Ítalíu veturinn 1992 þar sem við vorum ýmist við nám eða störf. Það tókst góð vinátta með okkur fimmmenningunum þrátt fyrir töluverðan aldursmun. En Jóhanna var ung í anda og féll því vel inn í hópinn. Jóhanna var okkur góður vinur, hún var sérstök og skemmtileg og lá ekki á skoðunum sínum, því var oft glatt á hjalla í þessum litla hópi. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 83 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb Með Jóku í Róm, hlæjandi rauðhettu með bakpoka og bók. Blómatorgið tekið með stæl, kíkt á

Með Jóku í Róm, hlæjandi rauðhettu með bakpoka og bók. Blómatorgið tekið með stæl, kíkt á Friðarbarinn, Jóka kynnt heimilisbörum og köttum hverfisins. Einn lítinn hér og annan þar, smakkað, prófað, nýtt bragð, ný lykt. Malað og talað og hlegið endalaust. Seinna á mexíkanska sýningu að kaupa silkisjal handa Hönnu, augun ennþá geislandi og hláturinn smitandi. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 461 orð

KRISTÍN ÁGÚSTA INGIBJARTSDÓTTIR

Í dag kveðjum við ástkæra ömmu okkar, Kristínu Ágústu Ingibjartardóttur. Þótt söknuðurinn sé mikill, þá kom andlát hennar ekki að óvörum enda hafði hún átt við mikinn heilsubrest að stríða síðustu mánuðina. Þegar okkur er hugsað til ömmu nú á þessari stundu, þá er efst í huga okkar þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta návistar hennar á uppvaxtarárum okkar. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 204 orð

KRISTÍN ÁGÚSTA INGIBJARTSDÓTTIR

Kristín Ágústa Ingibjartardóttir var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð 17. nóvember 1907. Hún lést á Hrafnistu Hafnarfirði 12. maí síðastliðinn. Foreldar hennar voru Sesselja Margrét Magnúsdóttir, húsmóðir, ættuð frá Hlíðarhúsum í Reykjavík, f. 20. júlí 1877, d. 4. janúar 1963, og Ingibjartur Valdimar Sigurðsson, skipstjóri, fæddur á Arnarnúpi, Dýrafirði, 25. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 221 orð

MARIE LIOBA

Systir Marie Lioba (skírnarnafn: Luzia Antonia Schnase) fæddist 13. júní 1903 í Flötenstein, þorpi í Vestur- Prússlandi. Hún lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Schnase (f. Selke) og Johann Schnase. Var hún fjórða barna þeirra af níu. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 431 orð

Marie Lioba - viðb

Það var mikið lán, að Regla St. Jósefssystra festi rætur hér á landi laust fyrir síðustu aldamót og hóf um leið hjúkrun sjúkra og kennslu fyrir börn. Eftir að Landakotsspítali var vígður 1902 og skólinn í Landakoti fullbúinn 1909 keypti kaþólska trúboðið Jófríðarstaðaeignina í Hafnarfirði 1922 í því skyni að byggja þar spítala, hefja skólastarf í bænum og trúboðsstarfsemi. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 298 orð

Marie Lioba - viðb

Látin er í hárri elli Marie Lioba af st. Jósefsreglu. Hún kom til Íslands ung systir árið 1932 og tók við kennslu í Landakotsskóla. Áður hafði hún starfað við skóla Jesúíta í Danmörku. Talaði hún oft um hve mikla og góða þjálfun hún hefði fengið í þeirri kröfuhörðu stofnun. Enda var systir Lioba afar vel menntaður og fær kennari. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 564 orð

Marie Lioba - viðb

Þegar ég var sjö ára gömul, lét pabbi mig hefja nám í Landakotsskóla. Þangað var stutt að fara því við áttum þá heima við Ásvallagötu. Þar hófust kynni mín við systur Liobu, sem varð mér kærust allra manna utan fjölskyldu minnar. Hún kenndi þar handavinnu, reikning og fleira. Ég hændist fljótt að henni því hún bar af öðru fólki. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 510 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Elsku afi og tengdapabbi. Nú ertu horfinn okkur, við söknum þín mikið, og finnst sárt að hafa ekki náð að kveðja þig. En þótt við séum víðsfjarri núna, þá er hugurinn heima á Íslandi. Það verður tómlegt að koma í Breiðagerði í sumar og sjá þig ekki þar lengur. Þú varst alltaf tilbúinn að spjalla og gantast við börnin. Þú kenndir þeim svo ótalmargt, þó mest að meta náttúruna og dýrin. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 118 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Að dyrum dauði barði, Það dimmdi fyrr en varði, svo heima nú er hljótt. Sá hneig er hlífa skyldi og hlýja okkur vildi. Oft viðsjál reynist vetrarnótt. Af sterkum stofni var hann og storma lífsins bar hann með styrkri hönd og hug. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 1138 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Reynir Alfreð Sveinsson Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu, og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum, og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 178 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Mig langar að minnast tengdaföður míns með örfáum orðum. Reynir var alveg einstakur maður, fyrir um það bil tuttugu árum er ég kynntist honum var mér strax tekið eins og ég væri hans eigin dóttir og þannig hefur það verið síðan. Reynir var mikið náttúrubarn eins og bæði garðurinn hans heima og að Vatnsenda bera vitni um. Hann hafði yndi af trjárækt og margar plönturnar sá maður dafna hjá honum. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 1070 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Þetta látlausa en fallega ávarp þjóðskáldsins kemur ósjálfrátt upp í hugann á kveðjustund tengdaföður míns Reynis Alfreðs Sveinssonar, svo elskur var hann að íslenskri náttúru. Hann lést að morgni 11. maí síðastliðins kominn langt á sjötugasta og níunda aldursárið. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 199 orð

REYNIR ALFREÐ SVEINSSON

REYNIR ALFREÐ SVEINSSON Reynir Alfreð Sveinsson var fæddur á Eskifirði 3. júlí 1916. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson, f. 16.3. 1879, d. 8.9. 1966, og Júlíana Guðrún Tómasdóttir f. 18.2. 1889, d. 11.11. 1966. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 807 orð

Sigurður Gíslason

Stofnfélagi okkar og heiðursfélagi, Sigurður Gíslason, fyrrum formaður FH, lést sl. fimmtudag 83 ára að aldri, vel ern, sprækur og sívinnandi fram á síðasta dag. Sigurður var alla tíð mjög virkur félagi í FH. Hann kom reyndar víða við í félagsmálum Hafnfirðinga, en hér verður aðeins nefndur viss þáttur hans að framgangi í FH. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 1189 orð

Sigurður Gíslason

Fimmtudaginn 27. apríl bárust mér þau tíðindi frá dóttur minni að Sigurður frændi hefði lent í alvarlegu umferðarslysi í Reykjavík. Áreksturinn var það harður að Sigurður sat fastur í bifreið sinni. Menn frá Slökkvistöð Reykjavíkur mættu fljótlega á staðinn með sjúkrabifreið og einnig tækjabifreið slökkviliðsins og urðu þeir að skera bifreið Sigurðar til að ná honum út. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 413 orð

Sigurður Gíslason

Þegar okkur barst sú fregn að góður frændi og vinur Sigurður Gíslason væri látinn, kom það okkur ekki á óvart, því hann hafði lent í bílslysi 27. apríl og slasast mjög mikið. Við fráfall frænda míns er margs að minnast, bæði frá æsku og fullorðinsárum, sem vert væri að geta og þakka. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 179 orð

SIGURÐUR GÍSLASON

SIGURÐUR GÍSLASON Sigurður Gíslason fæddist í Hafnarfirði 30. september 1911. Hann lést 4. maí sl. á Borgarspítalanum. Faðir hans var Gísli Gunnarsson frá Rofum í Mýrdal, f. 14.11. 1876, dáinn í desember 1962. Móðir hans var Guðríður Ólafsdóttir frá Merkinesi í Höfnum, f. 19.12. 1879, d. 5.1. 1930. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 117 orð

TAAGE AMMENDRUP

Tage Ammendrup var fæddur í Reykjavík 1. febrúar 1927. Hann lést á Borgarspítalanum 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Samúelsdóttir Ammendrup, f. 14.9. 1903, d. 30.6. 1975, kaupkona, og Povl Chr. Ammendrup, f. 7.2. 1896, d. 12.11. 1978, klæðskera- og feldskerameistari. Systir Tage var Jane Ammendrup, f. 14.1. 1934, d. 14.6. 1935. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 827 orð

Taage Ammendrup - viðb

Það er tregt tungu að hræra þegar góður vinur og venslamaður fellur frá, og breytir þar engu þótt vitað hafi verið vikum saman að hverju drægi. Dauðinn virðist með einhverjum hætti þeim eiginleika búinn, að koma alltaf á óvart ­ eins þótt hann hafi gert boð á undan sér. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 293 orð

Taage Ammendrup - viðb

Tage er látinn. Ég trúi því ekki. Ég hreinlega vil ekki trúa því, þó svo ég hafi fylgst með vonlitlu stríði hans síðustu vikurnar. Ég minnist Tage sem ástríks tengdaföður, sem allt vildi fyrir okkur gera. Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur, var engin fyrirhöfn of mikil og enginn kostnaður of hár til þess að hann reyndi ekki að hjálpa okkur, ef það þá stóð í mannlegu valdi. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 559 orð

Taage Ammendrup - viðb

Á árinu 1995 eru liðnir þrír áratugir síðan fyrstu starfsmenn voru ráðnir til dagskrárgerðar- og tæknistarfa hjá Ríkisútvarpinu til þess að undirbúa útsendingar Sjónvarpsins. Þetta var ekki stór hópur og meðalaldurinn ekki hár. Tage Ammendrup var í þessum hópi, aðeins eldri en flestir, og á þessum tíma þegar orðinn þjóðkunnur maður fyrir dagskrárgerð í útvarpi og útgáfustarfsemi. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 405 orð

Taage Ammendrup - viðb

Í dag er kvaddur Tage Ammendrup, upptökustjóri Sjónvarpsins og einn af elstu starfsmönnum þess. Fyrir nokkrum vikum veiktist hann skyndilega er hann var að stjórna veigamikilli upptöku fyrir Sjónvarpið. Tage var tónlistarmenntaður og átti tónlistin jafnan mikið rúm í huga hans. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 1212 orð

Taage Ammendrup - viðb

Látinn er ástkær tengdafaðir minn, Tage Ammendrup, aðeins 68 ára að aldri. Hann og Marsý kona hans tóku mér opnum örmum þegar ég kom inn í fjölskyldu þeirra árið 1984. Eftir því sem kynnin urðu nánari við hjónin, styrktust vináttuböndin og er óhætt að segja að heimili þeirra hafi verið mitt annað heimili frá þeim tíma. Tage var gæddur einstökum persónueiginleikum sem fáum eru gefnir. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 384 orð

Tage Ammendrup - viðb

Kær vinur er látinn. Hans er sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Þó viljum við trúa því að hann hafi aðeins flutt frá þessu jarðneska lífi til betra lífs hjá Guði. Við Tage kynntumst fyrst þegar við fórum að spila í Mandólínhljómsveit Reykjavíkur, sem starfaði á árunum 1946­1950. Það tókst strax mikil vinátta milli okkar og hefur sú vinátta haldist æ síðan. Meira
18. maí 1995 | Minningargreinar | 78 orð

Tage Ammendrup - viðb

Í dag kveðja starfsmenn Sjónvarpsins einstaklega góðan dreng og samstarfsmann. Tage Ammendrup starfaði hjá Sjónvarpinu frá upphafi og var einn af frumherjum íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi og mjög afkastamikill dagskrárgerðarmaður og upptökustjóri. Tage var hvers manns hugljúfi, sérlega léttur í skapi og stutt var í glettnina, enda leið fólki vel í návist hans. Meira

Daglegt líf

18. maí 1995 | Neytendur | 211 orð

Sérverslun með franskan barnafatnað

BARNAFATAVERSLUNIN Du pareil au m^eme opnar í dag á Laugavegi 17. Du pareil au m^eme, sem er frönsk barnafataverslunarkeðja stofnuð árið 1986, starfrækir 43 verslanir í Frakklandi og er óðum að færa út kvíarnar. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Sigrún Guðmundsdóttir og Rodolphe Giess. Meira
18. maí 1995 | Neytendur | 704 orð

Tannsilfrið amalgam ekki heilsuspillandi

ÚTBREIDDASTA tannfyllingarefni heims, amalgam eða tannsilfur, er ekki heilsuspillandi að sögn Arne Hensten Pettersen forstöðumanns samnorrænnar stofnunar (NIOM) sem hefur eftirlit með efnum og áhöldum sem notuð eru á tannlæknastofum. Meira
18. maí 1995 | Neytendur | 186 orð

Tilboð fyrir safnkorthafa

FRÁ klukkan 15-16 virka daga fram að helgi býðst safnkorthöfum Esso að kaupa bensín á sértilboði á bensínstöð Esso við Geirsgötu. Venjulega fá safnkorthafar 80 aura inn á safnkortreikning sinn fyrir hvern bensínlítra, en fá nú 1,80 kr. eða 2,80 kr. ef þeir dæla sjálfir á bíla sína. Sértilboðið er liður í samstarfsverkefni Esso og Kolaportsins, en frá 1. Meira

Fastir þættir

18. maí 1995 | Dagbók | 186 orð

Þjóðminjasafn Íslands

Þjóðminjasafn ÍslandsALÞJÓÐADAGUR safna er í dag 18. maí entil hans var stofnað árið 1977 og hefur hannminnt þjóðir heims á gildi þess og mikilvægiað varðveita verðmæti og sögulegar minjar.Í dag mun Þjóðminjasafnið opna eftir tæplega heilsárs lokun vegna viðgerða. Meira

Íþróttir

18. maí 1995 | Íþróttir | 591 orð

Afmælisbarnið gaf tóninn

Magnus Andersson átti 29 ára afmæli í gær og fékk afmælistertu með kertum af því tilefni eftir hádegismat Svíanna. Hann hélt frekar upp á daginn með því að koma liði sínu í gang gegn Tékkum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar, þegar hann átti snilldarsendingu á Pierre Thorsson. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 113 orð

Aldrei meiri umfjöllun í Svíþjóð

SÆNSKUR handbolti hefur ávallt átt undi rhögg að sækja í samkeppni við aðrar íþróttagreinar en nú ber svo við að umfjöllun um landsliðið hefu aldrei verið meiri í sænskum fjölmiðlum. Íbúar Svíþjóar eru um átta milljónir en Andrés Kristjánsson sagði við Morgunblaðið að mikill áhugi væri á beinum útsendingum frá leikjum Svíþjóðar og samkvæmt könnunum hefðu allt að 900. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 271 orð

Aldrei séð dómara fá rautt!

Eins og þið sáuð fengu báðir þjálfarar liðanna rautt spjald fyrir frammistöðu sína, en ég hef aldrei séð dómara fá rautt spjald fyrir sína frammistöðu. Þessir dómarar hafa elt þýska liðið í keppninni og dæmt þeim í hag þegar á hefur þurft að halda," sagði Maxímov þjálfari Rússa eftir að Þjóðverjar höfðu slegið heimsmeistarana út í 8-liða úrslitum í gærkvöldi. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 140 orð

Allt af!

18. maí 1995 | Íþróttir | 136 orð

Allt af!TÉKKUM var ekki spáð

TÉKKUM var ekki spáð góðu gengi á HM en sem kunnugt er var það ósk íslenska liðsins að mæta þeim í 16 liða úrslitum. Tékkar bjuggust heldur ekki við miklu og áður en liðið hélt til Íslands hét Frantisek Cejnar, aðalfararstjóri, því að hann skyldi láta krúnuraka sig ef liðið kæmist í átta liða úrslit. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 82 orð

Björklund og Brolin ekki með

Joachim Björklun og Thomas Brolin verða ekki með Svíum er þeir leika gegn Íslendingum í Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Stokkhólmi 1. júní. Björklund er í leikbanni og Thomas Brolin hefur verið meiddur á ökkla og hefur lítið leikið með Parma að undanförnu. Um sl. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 137 orð

Charlton velur landsliðshóp Írlands fyrir EM-leiki

Jack Charlton, landsliðseinvaldur Írlands, hefur valið 19 ára innherja frá Liverool, Mark Kennedy, í landsliðshóp sinn fyrir Evrópuleik gegn Liechenstein 3. júní og Austurríki átta dögum síðar. Kennedy kom til Liverpool frá Millwall fyrir tveimur mánuðum. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 425 orð

Dino Baggio skaut gömlu félögunum ref fyrir rass

ÍTALSKI landsliðsmaðurinn Dino Baggio, sem Parma keypti frá Juventus þegar HM stóð yfir í Bandaríkjunum, hefur heldur betur skotið sínum gömlu félögum ref fyrir rass - hann skoraði jöfnunarmark Parma, 1:1, gegn Juventus í seinni úrslitaleik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í gærkvöldi og færði liðinu þar með UEFA-bikarinn. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 172 orð

Eigum það til að hrökkva í hlutlausan

"MÉR virðist sem við getum ekki spilað góða vörn og góða sókn í sama leiknum. Sóknin var góð framan af en datt niður í síðari hálfleiknum. Við vorum samt inn í leiknum lengst af en einhvern veginn virðist liðið eiga það til að hrökkva í hlutlausan gír og hvorki komast afturábak né áfram. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Eins og létt æfing hjá Frökkum

FRAKKAR rúlluðu yfir Sviss í fyrta leik 8-liða úrslitanna í gær, sigruðu 18:28 og hefði sigurinn allt eins getað verið helmingi stærri. Frakkar þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum og greinilegt var að leikmenn Sviss voru alls ekki tilbúnir í þennan slag. Frakkar byrjuðu með tveimur mörkum og strax var ljóst í hvað stefndi. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 233 orð

Fimm leikmenn í leikbanni

FJÓRIR Skagamenn og einn leikmaður KR taka út leikbann, þegar þeir mætast í Meistarakeppni KSÍ. Skagamennirnir eru Sturlaugur Haraldsson, Sigursteinn Gíslason, Zoran Miljkovic og Stefán Þórðarson, sem er að taka út sinn fyrsta leik í þriggja leikja banni. KR-ingurinn er Heimir Guðjónsson, sem var rekinn af leikvelli í síðasta leik KR í 1. deildarkeppninni í fyrra. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 120 orð

Formaður HSÍHef ekki misst

"SAMNINGUR Þorbergs er runninn út. Hann gilti þar til þátttöku okkar lyki í heimsmeistarakeppninni, og rann því út í kvöld," sagði Ólafur B. Schram, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Morgunblaðið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi, síðasta leik íslenska liðsins á HM að þessu sinni. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 125 orð

Fær Evrópa 12 sæti í Japan?

Tólf Evrópuþjóðir verða meðal þátttökuþjóða á HM í Japan 1997. Álfurnar fjórar eiga allar þrjú sæti á HM'97 eða samtals tólf. Gestgjafarnir, Japan, eiga eitt sæti víst og hugsanlega Eyjaálfa annað og síðan hafa Egyptar tryggt Afríku eitt sæti til viðbótar. Þá eru eftir níu sæti sem koma í hlut Evrópu. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 86 orð

GOLFKynningardagur hjá GKG Laugarda

Laugardaginn, 20. maí, verður kynningardagur hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG. Félagar í klúbbnum munu þá taka á móti íbúum í Kópavogi og Garðabæ, sem áhuga hafa á golfíþróttinni. Kylfur og golfboltar verða lánaðir þeim sem óska og leiðsögn veitt. Þá verða veitingar á boðstólum í golfskálanum á velli félagsins, sem er níu brautir. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 126 orð

Grant og Hill nýliðar ársins í NBA

GRANT Hill framherji Detroit Pistons og Jason Kidd bakvörður Dallas Mavericks voru í gær útnefndir nýliðar ársins í NBA-deildinni. Hill og Kidd fengu báðir 43 stig af 105 mögulegum frá íþróttafréttamönnum og sjónvarpsmönnum um öll Bandaríkin. Glenn Robinson frá Milwaukee sem fyrstur var valinn í háskólavalinu varð þriðji í kjörinu með fimmtán atkvæði. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 98 orð

Hálfgert andleysi hjá báðum liðunum

"ÉG var búinn að fylgjast með skotmönnum þeirra í fyrri hálfleiknum og hvar þeir skutu á markið," sagði Bergsveinn Bergsveinsson sem kom inn í liðið eftir leikhlé og varði vel. Greinilegt var að Bersveinn var ekki ánægður með vörnina fyrir framan sig en hann vildi hins vegar ekki gefa umsögn um hvað hefði verið að. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 297 orð

"Held að þetta hafi engin áhrif á handboltann"

Höggið að tapa í fyrrakvöld í 16 liða úrslitum var mikið og menn settu alla þá orku sem til var í þann leik. Það var því erfitt að rífa okkur upp í morgun og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum. Sóknarleikurinn rúllaði ágætlega í fyrri hálfleik og við gerðum fimmtán mörk sem er mjög gott. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 59 orð

HM Í HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/Sverrir

HM Í HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/Sverrir Þátttöku Íslands í HM lokiðÍSLENSKA landsliðið tapaði fyrir Hvít-Rússum 23:28 í Laugardalshöll í gærkvöldi og lauk þar með keppni á heimsmeistaramótinu og endaði í 13. - 16. sæti. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 672 orð

"Hraðinn alltof mikill"

FYRSTA rall ársins fer fram á Suðurnesjum á laugardaginn og er það liður í Íslandsmótinu í rallakstri. Meðal keppenda verða feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323, en þeir eru handhafar meistaratitilsins. Rallið hefst við Fjörukrána í Hafnarfirði kl. 8.30, liggur um sérleiðir á Suðurnesjum og lýkur við Fjörukrána kl. 16.00. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 144 orð

Ísland - Hvíta-Rússland23:28 Laugardalshöll, HM í handknattleik, leikur um 9. - 16. sæti, miðvikud. 17. maí 1995. Gangur

Laugardalshöll, HM í handknattleik, leikur um 9. - 16. sæti, miðvikud. 17. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:4, 5:6, 8:9, 9:9, 9:11, 13:11, 14:12,14:15, 15:15, 16:15, 16:17, 18:18, 18:21, 20:21, 20:23, 21:26,23:27, 23:28. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 197 orð

Íslendingar þurfa að erfiða helmingi meira

"LAUGARDALSHÖLL virðist vera lukkustaður fyrir okkur, við höfum leikið þrjá leiki hér og verið heppnir, unnið tvo leiki af þremur. Við vorum í erfiðum riðli á Akureyri og álagið á leikmenn hefur verið mikið í langan tíma. Ég er því ánægður með mína menn og það er heiður að vinna Íslendinga á Íslandi. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 391 orð

Jabbar í heiðursflokkinn

SJÖ körfuknattleikshetjur komust í "heiðursflokk" NBA nú í vor og ber þar hæst Kareem Abdul-Jabbar, stigahæsta leikmann NBA frá upphafi. Leikmennirnir Vern Mikkelsen, Anne Donovan og Cheryl Miller, þjálfararnir John Kundla og Aleksandr Gomelsky ásamt dómaranum Earl Strom fengu 18 atkvæði af 24 hjá "heiðursflokksráðinu" og komast einnig í "flokkinn" - Hall of fame á ensku. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 70 orð

Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða Mílanó: Juventus - Parma1:1 Gianluca Vialli (33.) - Dino Baggio (53.). 80.750. Þetta var

Evrópukeppni félagsliða Mílanó: Juventus - Parma1:1 Gianluca Vialli (33.) - Dino Baggio (53.). 80.750. Þetta var seinni leikur liðanna og Parma vann samanlagt 2:1. Vináttulandsleikur Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 222 orð

Kóreumenn sterkari

Fulltrúar Afríku og Asíu mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær og sigruðu Suður-Kóreumenn lið Alsír 33:25. Þeir eru því enn með í baráttunni um 9.-10. sætið. Stórskyttan Yoon hélt áfram að raða inn mörkum fyrir Kóreu, 11 að þessu sinni, en hann stefnir ótrauður á markakóngstitilinn. Það var hins vegar Park félagi hans sem var besti maður vallarins. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 735 orð

Lakers heldur áfram að koma á óvart

LOS Angeles Lakers og meistararnir í Houston Rockets náðu að halda sér inni í úrslitabaráttu bandarísku NBA deildarinnar í körfuknattleik með sigrum í framlenginu í fyrrinótt, en bæði lið voru undir 1-3 fyrir leiki sína. Lakers gegn San Antonio, en Houston á móti Phoenix. Orlando átti hinsvegar ekki í vandræðum með Chicago Bulls og hefur nú 3-2 forskot. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 71 orð

Landsbankahlaupið

Hið árlega Landsbankahlaup fer fram í 10. sinn laugardaginn 20. maí 1995. Hlaupið er samstarfsverkefni Landsbanka Íslands og Frjálsíþróttasambands Íslands og er haldið á 34 stöðum á landinu. Krakkar á aldrinum 10 - 13 ára geta tekið þátt og stendur skráning yfir í útibúum Landsbanka Íslands um land allt. Hlaupið hefst kl. 11.00 á flestum stöðum á landinu. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 55 orð

Markahæstir

Kyung-shin Yoon, S-Kóreu63 Dmítrí Fílíppov, Rússlandi51 Carlos Reynaldo Perez, Kúbu49 Erik Hajas, Svíþjóð44 Míkhaíl Jakímovítsj44 Freddy Suarez Herrera, Kúbu44 Hammou Salim Nedjel, Alsír41 Irfan Smajlagic, Króatíu40 Roman Pungatnik, Slóveníu39 Mohamed Madi, Túnis39 Rolando Urios Fonseca, Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 505 orð

Málin verður að kryfja

ÞAÐ er fátt að segja um þennan leik. Það sem hefur farið úrskeiðis í síðustu leikjum fór einnig úrskeiðis nú gegn Hvít-Rússum. Smá glæta kviknaði í fyrri hálfleik um að úr væri að rætast í sóknarleiknum, en í byrjun síðari hálfleiks slokknaði á henni og sama tuggan var tugginn og í fyrri leikjum, því miður, ástæðuna veit ég ekki," sagði Páll Ólafsson, Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 62 orð

Meistarar Breiðabliks fá KR í heimsókn

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Breiðabliks í kvennaknattspyrnu leika gegn KR í Meistarakeppni kvenna að Ásvöllum kl. 20. Breytingar hafa verið á liðunum frá sl. keppnistímabili. Olga Færseth, sem skoraði 24 mörk fyrir Breiðablik í 1. deild sl. keppnistímabil, er gengin til liðs við KR, en Ásthildur Helgadóttir, sem skoraði 19 mörk fyrir KR, er komin í herbúðir Breiðabliks. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 557 orð

Meistarar Skagamanna taka á móti KR-ingum

ÍSLANDSMEISTARAR Skagamanna undanfarin þrjú ár og bikarmeistarar KR-inga fá það hlutverk að hefja knattspyrnuvertíðina formlega - þegar þeir mætast í Meistarakeppni KSÍ á grasvellinum á Akranesi kl. 20 í kvöld. Skagamenn fögnuðu sigri í meistarakeppninni í fyrra, en KR-ingar fögnuðu fyrir 26 árum, þegar fyrst var leikið í meistarakeppninni 1969. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 253 orð

Menn enn í sárum

Okkur gekk frekar vel til að byrja með en það virtist vanta neista. Þetta er búið að vera vægast sagt hryllilegt hjá okkur og menn líklega ennþá í sárum eftir tapið í gær en því fór sem fór. Við ætluðum að berjast til síðasta blóðdropa og reyndum það að vísu en margir eru búnir að spila í um sex hundruð mínútur og eru líklega þreyttir. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 1537 orð

Mjög gaman og gagnlegt

Andrés Kristjánsson er leiðsögumaður sænska landsliðsins á HM. Í því felst að fylgja liðinu eftir hvert fótmál og sagði hann við Steinþór Guðbjartsson að þetta væri mjög skemmtilegt auk þess sem hann lærði mikið og gæti notað margt af því við þjálfunina hjá Irsta í Svíþjóð. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 162 orð

Óeirðir meðal áhorfenda í Grikklandi

Yfir þrjú þúsund lögreglumenn hafa verið kvaddir til starfa á úrslitaleikinn í gríska körfuboltanum, þegar Panathinakikos mæta Olympiakos, eftir að stuðningsmaður var myrtur í síðustu viku. Að sögn lögregluyfirvalda eru þetta mestu varúðarráðstafanir vegna á körfuboltaleik í Grikklandi enda ástandið talið mjög eldfimt. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 124 orð

Rúmenía áfram með

Rúmenar áttu ekki vandræðum með að leggja Túnismenn að velli og tryggja sér einn leik í viðbótar á heimsmeistarakeppninni. Lokatölur voru 33:25 eftir að staðan hafði verið 17:13 í hálfleik. Sóknarleikurinn var í aðalhlutverki hjá leikmönnum beggja liða og sat því varnarleikurinn á hakanum. Rúmenar náðu fljótlega forystunni í leiknum og leiddu með 3 - 5 mörkum allan leiktímann. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 149 orð

Rúmlega mark á mínútu

Þessi leikur var mjög erfiður fyrir okkur, liðið er enn þreytt eftir viðureignina við Frakka á Akureyri í gærkvöldi og flugið suður í morgun, sagði þjálfari Spánverja, Iriarte Crus Ibero eftir sigur á Kúbu í miklum markaleik í Hafnarfirði í gærdag. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 103 orð

Rússar kæra

18. maí 1995 | Íþróttir | 98 orð

Rússar kæra

RÚSSAR kærðu úrslitin í leik sínum við Þjóðverja í gær. Ástæðan er sú að þegar Börresen og Strand, hinir norsku dómarar leiksins, vísuðu Arno Ehret þjálfara Þjóverja upp í stúku í fyrri hálfleik gleymdu dómararnir að láta taka einhvern þýskan leikmann útaf eins og reglur gera ráð fyrir. Nefnd á vegum IHF kemur saman kl. 9 árdegis í dag og úrskurðar um kæruna. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 91 orð

Rússland17 Þýskaland20

Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:5, 5:6, 7:8, 7:12,11:12, 15:15, 15:18, 16:18, 16:20, 17:20. Mörk Rússlands: Oleg Koúletsjov 6/4, LevVoronín 4, Vasílíj Kudínov 2, Dmítríj Fílíppov2/2, Dmítíj Torgovanov 1, Víatsjeslív 1, O.Grebnev 1. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 87 orð

Seaman brotinn

18. maí 1995 | Íþróttir | 79 orð

Seaman brotinn

DAVID Seaman, markvörður Arsenal, varð fyrir því óhappi að ökkli hægri fótar brotnaði þegar Arsenal lék vináttuleik í Peking í gær. 40.000 áhorfendur sáu Guo An vinna Arsenal 2:1. Seaman ökklabrotnaði á 59. mín. þegar hann var að hlaupa með knöttinn inn í vítateig, þegar hann missteig sig - og missti knöttinn til Lu Jun, sem skoraði. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 206 orð

Slaney ætlar að vera með í Atlanta

Hlaupadrottningin bandaríska, Mary Decker Slaney, sem var upp á sitt besta fyrir 10 árum, náði aldrei að vinna sigur á Ólympíuleikum og ætlar enn að reyna að láta drauminn rætast. Hún ætlar að hlaupa 5.000 metrana í Atlanta á næsta ári og ná 20 ára markmiði sínu með sigri. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 351 orð

Spánn - Kúba32:29 Gangur leiksins: 3:0, 6:5, 8

Gangur leiksins: 3:0, 6:5, 8:5, 8:7, 9:9, 12:12, 12:15, 14:15, 18:16, 18:18, 19:20, 24:20, 25:22, 27:22, 28:26, 31:26, 32:27, 32:29. Mörk Spánar: Mateo Garralda Larumbe 8, Jordi Fernandez Perez 7/1, Juan Dominguez Munaiz 5, Aitor Etxaburu Castro 4, Talant Dujsebaev 2, Luis Carcia Lopez 2, Ignacio Ordonez Manas 2, Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 349 orð

STAN Collymore

STAN Collymore lék geysilega vel fyrir Nottingham Forest í vetur, en var þó ekki sagður sérlega ánægður með vistina og vill fá hærri laun. Honum hefur verið boðinn nýr samningur sem færir honum 10.000 pund í vikulaun - rúmlega milljón kr. - en geri hann sig ekki ánægðan með það tilboð verður hann settur á sölulistann. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 555 orð

Stór dagur fyrir þýskan handbolta

ÞJÓÐVERJAR tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar með því að leggja heimsmeistara Rússa að velli 17:20 í vægast sagt dramatískum leik. "Þetta er stór dagur fyrir þýskan handbolta," sagði Andreas Thiel markvörður og fyrirliði Þjóðverja eftir leikinn. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 81 orð

Stuðningsmenn ÍA og KR í siglingu

STUÐNINGSMENN Skagamanna og KR-inga ætla að fara siglandi með skemmtibátnum Andreu á leik liðanna í meistarakeppninni á Akranesi í dag. Lagt verður frá hvalbátabryggjunni klukkan 18.30 og ef vel tekst til, er ætlunin að standa fyrir slíkum ferðum á leiki Skagamanna í sumar. Ferðin tekur klukkustund og verður lagt af stað til Reykjavíkur eftir leik. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 109 orð

Sviss - Frakkland18:28

Laugardalshöll, miðvikudaginn 17. maí 1995. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 4:4, 4:10, 5:14, 7:15, 7:17, 11:18, 11:24,16:26, 18:28. Mörk Sviss: Roman Brunner 7, Daniel Spengler 7/1, Martin Rubin2, Stefan Sch"arer 1, Carlos Lima 1. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 134 orð

Svíar eins og heima hjá sér

SÆNSKA landsliðinu líður mjög vel á Akureyri og þakkaði fyrir að þurfa ekki að fara suður fyrr en eftir átta liða úrslitin í gærkvöldi. Þegar Svíarnir hafa æft í Íþróttahöllinni þar sem leikirnir fara fram, hafa þeir skilið æfingafötin sín eftir í búningsklefanum. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 127 orð

Svíþjóð - Tékkland21:17

Íþróttahöllin á Akureyri, 8 liða úrslit í heimsmeistarakeppninni í handknattleik,miðvikudaginn 17. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 4:2, 7:4, 7:6, 9:7, 9:9, 9:10, 10:10, 10:11, 13:11,13:13, 14:14, 17:14, 17:15, 21:15, 21:17. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 417 orð

ti er ævintýri

18. maí 1995 | Íþróttir | 408 orð

Úti er ævintýri

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik lauk keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gærkvöldi með því að tapa fyrir Hvít-Rússum 23:28 í slökum leik. Þar með er HM-ævintýrið úti hjá okkar mönnum. Íslenska liðið vann fyrstu þrjá leikina en tapaði síðustu fjórum leikjum sínum í keppninni og olli frammistaða þess miklum vonbrigðum. Leikurinn í gærkvöldi var engin undantekning þar á. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 231 orð

Valdimar handarbrotinn

18. maí 1995 | Íþróttir | 227 orð

Valdimar handarbrotinn VALDIMAR Grímsson varð að fylgjast með úr áhorfendastúkunni því hann handarbrotnaði í leiknum gegn Rússum

VALDIMAR Grímsson varð að fylgjast með úr áhorfendastúkunni því hann handarbrotnaði í leiknum gegn Rússum í gær. Hann var að fara inn úr horninu í fyrsta sinn þegar hann lenti illa á gólfinu og braut bein í hnúa. Ruglaðist spákonan í ríminu? Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 468 orð

Vandræðin byrjuðu með Kóreuleiknum

"Ef ég ætti val um að fá að spila einn leik upp á nýtt, þá væri það leikurinn við Suður - Kóreu því að vandræði okkar byrjuðu með þeim leik," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska liðsins og að margra mati besti leikmaður liðsins í heimsmeistarakeppninni. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 47 orð

Vormót ÍR í dag

Vormót ÍR verður haldið á Laugardalsvelli í dag, fimmtudaginn 18. maí, og hefst kl. 18:30. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Karlar: 100 m, 800 m og 3.000 m hlaupum, kringlukasti og spjótkasti. Konur: 100 m, 400 m, 1.500 m hlaupum, hástökki, langstökki og kúluvarpi. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 641 orð

Þjálfarar í heiðursstúku

Það er ekki á hverjum degi sem þjálfarar beggja liða í handboltaleik eru reknir upp í stúku, en það gerðist í stórleik Rússa og Þjóðverja í 8-liða úrslitunum í Laugardalshöllinni í gær. Fyrstur fauk Arno Ehret, þjálfari Þjóðverja og hafði leikurinn þá aðeins staðið í rúmar þrettán mínútur. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 189 orð

Þrjár skiptingar leyfðar

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 29. apríl sl. að heimila þrjár inn á skiptingar í hverjum leik í meistaraflokki karla og kvenna í sumar. Geir Þorsteinsson, skrifstofustjóri KSÍ, sagði að þessi ákvörðun væri í samræmi við nýjustu ákvarðanir FIFA, sem eiga að taka gildi alls staðar í heiminum 1. júlí. "KSÍ vildi stíga skrefið strax, áður en Íslandsmótið hæfist," sagði Geir. Meira
18. maí 1995 | Íþróttir | 2 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGALOTTÓ:81220213841/313643 » Meira

Úr verinu

18. maí 1995 | Úr verinu | 172 orð

Ákveðið að auglýsa eftir fiskvinnsluhúsum til úreldingar

STJÓRN Þróunarsjóðs sjávarútvegsins hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki til úreldingar fiskvinnsluhúsa. Stjórnin hefur þegar ákveði að taka þátt í úreldingu tveggja húsa. Stjórn Þróunarsjóðs hefur að undanförnu unnið að setningu vinnureglna um úreldingu fiskvinnsluhúsa í samræmi við lög um sjóðinn. Nokkrar umsóknir hafa verið til umfjöllunar. Meira
18. maí 1995 | Úr verinu | 216 orð

Bolfiskvinnsla hafin á ný í Stykkishólmi

Stykkishólmi - Ekki hefur verið unnin fiskur í Stykkishólmi í nokkur ár. Allur bolfiskafli sem á land berst hefur verið fluttur burtu til vinnslu annarsstaðar. Það hefur mörgum þótt slæm þróun og fundist sárt að sjá á eftir aflanum og þeirri vinnu sem fylgir fiskvinnslu. En nú virðist ætla að verða breyting á. Meira
18. maí 1995 | Úr verinu | 61 orð

Nýir netagerðarmenn

Fjórir netagerðarmenn voru útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðastliðinn laugardag. Piltarnir höfðu áður lokið undirbúningsnámi við aðra skóla, en luku sérgreinunum vegna fagsins í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem þeir tóku lokaprófið. Meira

Viðskiptablað

18. maí 1995 | Viðskiptablað | 247 orð

Afkoman í járnum á síðasta ári

Kaupfélag Húnvetninga skilaði liðlega 100 þúsund króna hagnaði á síðasta ári samanborið við um 17 milljóna tap árið áður. Afkoman batnaði í flestum deildum auk þess sem fjármagnskostnaður lækkaði milli ára. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 191 orð

Árgjöld aðildarfélaga drógust saman

TAP varð á rekstri Vinnuveitendasambands Íslands á seinasta ári sem nam um 2,7 milljónum kr. samanborið við 5,8 millj. kr. hagnað á árinu á undan. Megin ástæðan er sú að tekjur sambandsins af félagsgjöldum hafa dregist saman en árgjöld aðildarfélaga minnkuðu úr um 72,5 millj. kr. á árinu 1993 í 71,3 millj. á seinasta ári. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 686 orð

Áætlar að hagnast um 73 milljónir í ár

SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaupstað hefur boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 56 milljónir króna. Bréfin voru boðin á genginu 2,57 á fyrsta söludegi á þriðjudag en miðað við það er söluandvirði þeirra um 144 milljónir króna. Tekið er fram í útboðslýsingu að gengi bréfanna geti breyst á sölutímabilinu ef breytingar verði á markaðsaðstæðum. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 466 orð

Bónustölvur verða BT tölvur

FORRÁÐAMENN Tæknivals hf. hafa ákveðið að breyta heiti Bónustölva tímabundið í BT tölvur í framhaldi af lögbanni sem sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti á mánudag á notkun fyrrnefnda heitisins. Er nú beðið eftir því að Bónus höfði mál fyrir héraðsdómi á hendur Tæknivali til staðfestingar lögbanninu. Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals hf. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 696 orð

Bækur aðgengilegri og meira rými fyrir ritföngin

BÓKAVERSLUN Jónasar Tómassonar á Ísafirði er meðal elstu sérverslana landsins með bækur og ritföng og verður 75 ára í ágúst. Á henni eru þó engin ellimerki og nýlega var öllu skipulagi innandyra breytt og innréttingar endurnýjaðar. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 370 orð

Eigandi Heilsuhússins gagnrýnir Hagkaup fyrir "hugmyndastuld"

MIKIL gagnrýni kemur fram á starfshætti Hagkaups í bréfi sem Örn Svavarsson, eigandi Heilsu hf., sendi stjórn Húsfélagsins Kringlunnar og verslunareigendum í Kringlunni. Heilsa hf. rekur verslunina Heilsuhúsið í Kringlunni og í bréfi sínu gagnrýnir Örn hvernig forsvarsmenn Hagkaups stóðu að samkeppni við þá verslun. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 188 orð

Endurmenntunarstofnun

Kerfisbundin hugbúnaðargerð: ESPITI ­ Software Professional Tutorial. 22. og 23. maí kl. 8.30­12.30 og 24. maí kl. 8.30­16.30. Leiðbeinendur: Prófessor Pasi Kuvaja, Háskólanum í Oulu, Finnlandi og Adriana Bicego, Etnoteam, Mílanó, Ítalíu. Námskeiðið er hluti af ESPITI (European Software Process Improvement Training Initiative) verkefninu á vegum ES. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 351 orð

Er samstarf bankanna í kjaramálum á enda?

SVERRIR Hermannsson, bankastjóri, segist vel getað hugsað sér að samstarf bankanna í samningum við starfsfólk sitt hafi runnið sitt skeið á enda, enda þótt ýmsir verklýðskappar séu komnir í lið með yfirvöldum bankanna að semja við fólkið. Þetta kom fram á fundi starfsmanna Landsbankans í Háskólabíó í gær þar sem útibúum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 13 orð

FLUGJóhannes til Atlas Air /4

FLUGJóhannes til Atlas Air /4 SJÓÐIRHeildsalar í lánakerfinu /6 FJÖLMIÐLUNMurdoch í margmiðlun / Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 812 orð

Geta Íslendingar lært af þeim?

Fjárfestinga- og viðskiptaskrifstofa Portúgals, Investimentos, Comércio e Turismo de Portugal (ICEP), var stofnuð árið 1949 og heyrir undir viðskipta- og ferðamálaráðuneyti Portúgals. Stofnunin hefur það markmið að kynna Portúgal og portúgölsk fyrirtæki erlendis og einbeitir sér einkum að eftirtöldum sviðum: Útflutningi á Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 292 orð

Gæðastjórnunarverkefni að ljúka

NÝLEGA lauk gæðastjórnunarverkefni nokkurra verktakafyrirtækja sem miðar að innleiða ISO 9000 staðla. Þetta eru Íslenskir aðalverktakar, Ístak hf., Ármannsfell hf. og Jarðboranir hf. en að auki tók Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins (Rb) þátt í verkefninu, segir í frétt frá Rb. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 2024 orð

Heildsalarnir í lánakerfinu

Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um endurskoðun á stöðu fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna. Sumir spyrja hvort fjárfestingarlánasjóðir séu hreinlega tímaskekkja í breyttu rekstrarumhverfi þar sem aðrar Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 1201 orð

Hlutverk félagskjörinna skoðunarmanna Sjónarhorn

Fyrir þinghlé fyrir síðustu áramót samþykkti Alþingi tvenn lög um bókhaldsmál. Annars vegar voru sett lög um ársreikninga hlutafélaga, samvinnufélaga og stærri sameignarfélaga og hins vegar ný lög um bókhald, en í þeim lögum er einnig kafli um ársreikninga hvers konar félaga, sjóða og stofnana, sem ekki falla undir fyrrgreind ársreikningslög. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 176 orð

Íslandsgáttin sett upp í Bandaríkjunum

AUGLÝSINGASTOFA Reykjavíkur hf. sem rekur gagnagrunn á Internetinu, hefur í undirbúningi að setja upp svokallaðan "spegil" (server) í Bandaríkjunum í samvinnu við þarlent tölvufyrirtæki. Í honum verður fólgin nákvæm spegilmynd af gagnagrunni auglýsingastofunnar, Íslandsgáttinni," að því er fram kemur í frétt. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 98 orð

Japanskir bílar á hátollalista

BANDARÍSK yfirvöld segja að 100% tollar verði lagðir á 5.9 milljóna dollara bílainnflutning frá Japan 20. maí. Ráðstöfunin kemur ekki endanlega til framkvæmda fyrr en 28. júní þegar opinberar umræður hafa farið fram um málið. Hér fer á eftir listi yfir þá 13 japönsku lúxusbíla, sem bandarískir tollar verða lagðir á: HONDA: Acura Legend; Acura 3. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 822 orð

Keypti réttar flugvélar á réttum tíma

JÓHANNES Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Cargolux, situr ekki með hendur í skauti þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaun hjá félaginu eftir langan starfsaldur. Daginn eftir að hann lét af störfum hjá Cargolux í febrúar var hann komin til starfa hjá bandarísku flugfélagi, Atlas Air, sem sérhæfir sig í leigu á fragtflugvélum. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 609 orð

Lífið getur legið við

GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN er þrjátíu ára um þessar mundir. Þar ræður ríkjum Ásgeir Þ. Óskarsson. Fyrirtækið spannst upp úr því, að árið 1960 hóf Ásgeir störf hjá fyrirtækinu Grandaveri hf, en aðaleigandi þess var Óli Barðdal forstjóri Seglagerðarinnar Ægis, en hann er nú látinn. Fimm árum síðar, árið 1965 keypti Ásgeir fyrirtækið og breytti nafninu þá í Gúmmíbátaþjónustuna. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 519 orð

Murdoch setur stefnuna á margmiðlunina

RUPERT Murdoch hefur unnið enn einn sigurinn í keppninni um yfirráðin í fjölmiðlaheiminum og að þessu sinni með samningunum, sem tekist hafa milli fyrirtækis hans, News Corporation, og MCI Communications, næststærsta fjarskiptafyrirtækis í Bandaríkjunum. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 124 orð

Mærsk pantar 6 Boeing 737-500

MÆRSK-flugfélagið í Danmörku hefur pantað sex Boeing 737-500 þotur að verðmæti um 186 milljónir dollara að sögn flugvélaverksmiðjanna. Mærsk á einnig kauprétt á sjö Boeing 737-500 til viðbótar. Afhending á fyrri Boeing 737-500 þotunum sex hefst í ársbyrjun 1996 og afhendingunni verður haldið áfram allt árið. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 1228 orð

Olíuríkið Líbýa

Landsvæði það, sem nú heitir Líbýa, hefur frá fornu fari verið undir ýmissa stjórn. Í fornöld réðu Fönikíumenn þar ríkjum, þá Karþagómenn og síðar Grikkir og Rómverjar. Vandalir réðu eitt sinn svæðinu, en á miðöldum réðu þar ýmist Egyptar, Túnisíumenn, Spánverjar eða Maltariddarar. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 103 orð

Ráðinn lögfræðingur Iðnlánasjóðs

TÓMAS Sigurðsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Iðnlánasjóðs. Hann erfæddur árið 1966og útskrifaðist fráLagadeild Háskóla Íslands vorið 1994. Áðurstarfaði hann semfulltrúi hjá LögfræðistofunniÁrmúla 13A hf. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 316 orð

Reglur gegn verðmismunun

VEIKA stöðu dreifbýlisverslunar má að stórum hluta rekja til mismunandi kjara í formi afslátta hjá framleiðendum og innflytjendum, að mati kaupmanna í dreifbýli sem funduðu um hagsmunamál sín síðasta föstudag á vegum Kaupmannasamtakanna. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 135 orð

Ríkið býður út gistingu innanlands

RÍKISKAUP hafa boðið út alla gistingu innanlands fyrir ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki. Stefnt er að því að gera rammasamninga við gististaði um allt land sem gilda munu í tvö ár. Ráðgert er að samningarnir taki gildi næsta haust og verður þá hætt að greiða ríkisstarfsmönnum dagpeninga vegna gistingar en þess í stað verður sá kostnaður settur á reikning. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 584 orð

Skorað á ráðherra

DAGVÖRUKAUPMENN hafa ekki haft árangur sem erfiði í málarekstri sínum gegn Hagkaupum og Bónus hjá samkeppnisyfirvöldum. Hefur Samkeppnisráð hafnað öllum kröfum þeirra um að grípa til íhlutunar vegna viðskiptakjara sem Baugur hf., Bónus sf. og Hagkaup hf. njóta hjá heildsölu- og framleiðslufyrirtækjum. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 728 orð

Stórfyrirtæki í skjóli hafta og ríkisstyrkja

STÓRVELDIN tvö í Suður-Kóreu, Samsung og Hyundai, bítast hart sín í milli og bæði hafa þau óspart leitað inn á svið hvort annars. Samsung hefur hrint af stokkunum fimm milljarða dollara áætlun um bílaframleiðslu og Hyundai er að færa út kvíarnar í rafeindaiðnaðinum. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 403 orð

Taka á leigu Boeing 737 vél frá Japan

STJÓRN Flugleiða hf. ákvað á fundi sínum á þriðjudag að ganga til samninga við japanska fyrirtækið Diamond Leasing um leigu á einni Boeing 737-400 flugvél. Vélin kemur hingað til lands í næstu viku og verður þá tekin til skoðunar í flugskýli félagsins í Keflavík. Reiknað er með að hún verði tekin í notkun um miðjan júní. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 596 orð

Torgið Skorað á ráðherra

18. maí 1995 | Viðskiptablað | 158 orð

Útlán einstakra fjárfestingarlánasjóða

Í milljónum króna Staða í lok árs Breytingar á milli ára 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1993 1994Fjárfestingarsjóðir atvinnuveganna, samtals 42.257 56.707 57.406 60.216 67. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 234 orð

Útskrift hjá ViðskiptaskólaStjórnunarfélagsins og Nýherja

ALLS 66 nemendur voru úrskrifaðir frá Viðskiptaskóla Stjórnunarfélagsins og Nýherja í Reykjavík þann 5. maí sl. Þar af útskrifuðust 12 nemendur úr fjármála- og rekstrarnámi, 16 úr markaðs- og sölunámi og 38 úr almennu skrifstofunámi. Skólinn býður upp á stutt og hnitmiðað starfsnám með það að markmiði að skila eftirsóttum starfskröftum út á vinnumarkaðinn. Það hefur tekist. Meira
18. maí 1995 | Viðskiptablað | 348 orð

Varað við samþjöpp un innan verslunar

KAUPMANNASAMTÖK Íslands vara við þeirri samþjöppun sem orðin er innan íslenskrar smásöluverslunar og beinir þeirri kröfu til alþingismanna að löggjöf um samkeppni verði endurskoðuð þannig að komið verði í veg fyrir að fáir aðilar ráði verði og dreifingu í smásölu hér á landi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna á laugardag. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

18. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 242 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
18. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 687 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
18. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 540 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
18. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 555 orð

Steinskr nr. 41,7

18. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 257 orð

Yfirlit: Nor

Yfirlit: Norður við Lófót er 987 mb lægð sem þokast norður. Vestur af Grænlandi er 1027 mb hæð og þaðan hæðarhryggur til suðvesturs. Spá: Norðankaldi og dálítil slydda eða snjóél við norðausturströndina. Annars verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri. Meira

Ýmis aukablöð

18. maí 1995 | Dagskrárblað | 886 orð

Mikilvægasta listgreinin

VLADIMIR Íljítsj Lenín lét þau orð falla eitt sinn að kvikmyndin væri mikilvægasta listgrein hins nýja ríkis bolsévikka og átti þá við kvikmyndina sem áróðurstól; sem tæki til að bera á borð átakanlega hörmungar öreiganna undir áþján kapítalismans, eða stappa stálinu í landsmenn og eggja til að standa saman gegn heimsvaldasinnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.