Greinar föstudaginn 2. júní 1995

Forsíða

2. júní 1995 | Forsíða | 303 orð

Herliðið eflt og búið undir hörð átök

VESTRÆN ríki vinna að því að efla friðargæslustarf Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og ætla ekki að setjast að samningaborði með Bosníu-Serbum um örlög gíslanna, sem þeir hafa tekið. Sveitir bresku friðargæsluliðanna hafa verið sameinaðar í Mið-Bosníu til að þær standi betur að vígi í hugsanlegum átökum og franska stjórnin vill, Meira
2. júní 1995 | Forsíða | 47 orð

Hljómleikar undirbúnir

BÚNAÐURINN sem notaður er á tónleikum Rolling Stones er margvíslegur. Vegfarendur og fréttamenn í Stokkhólmi virða hér fyrir sér tæki sem helst líkist risastórri eiturslöngu í vígahug. Hljómsveitin mun sækja Svía heim á laugardagskvöld og eru tónleikarnir þáttur í mikilli ferð sem nefnist Voodoo Lounge. Meira
2. júní 1995 | Forsíða | 156 orð

Líst vel á heimaland hvítra

NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, sagði í gær, að blökkumenn í landinu ættu að sýna skilning á kröfum hægrisinnaðra, hvítra manna um sérstakt heimaland. Í ræðu, sem Mandela flutti í öldungadeild þingsins, sagði hann, að þótt Constand Viljoen, einn helsti leiðtogi hvítra hægrimanna, Meira
2. júní 1995 | Forsíða | 108 orð

Rústir dauðagildranna

SEX mönnum var bjargað lifandi úr rústum Neftegorsks á Sakhalín-eyju í gær en þá voru fjórir dagar liðnir frá því flestar byggingar í bænum hrundu til grunna í öflugum jarðskjálfta. Á fjórða þúsund manns bjuggu í bænum og langflestir í 19 fimm hæða fjölbýlishúsum. Meira
2. júní 1995 | Forsíða | 101 orð

Sænsk ríkisfyrirtæki seld

STJÓRN jafnaðarmanna í Svíþjóð hefur ákveðið, að ríkisfyrirtæki og aðrar ríkiseigur fyrir 50 milljarða skr., nærri 450 milljarða ísl. kr., verði seld fyrir aldamótin. Göran Persson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, skýrði frá þessu í gær og sagði, að salan væri hluti af áætlunum stjórnarinnar til að uppfylla markmið Evrópusambandsins í efnahags- og peningamálum. Meira
2. júní 1995 | Forsíða | 125 orð

Þingið ógildir tilskipun forseta

ÚKRAÍNSKA þingið ógilti í gær tilskipun Leoníds Kútsjma forseta um þjóðaratkvæði um traustsyfirlýsingu við forsetann. Sagði í tillögu, sem samþykkt var með 252 atkvæðum gegn 9, að þjóðaratkvæðið stangaðist á við stjórnarskrána og yrði of kostnaðarsamt. Meira

Fréttir

2. júní 1995 | Landsbyggðin | 217 orð

60 ár frá byggingu íþróttasvæðisins á Akranesi

Akranesi-Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að íþróttavöllurinn á Akranesi var vígður en framkvæmdir hófust árið áður. Í fyrstu var byggður malarvöllur á þeim stað sem nú er aðalíþróttaleikvangur bæjarins. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 627 orð

Áhersla lögð á nýsköpun, börn og engla

KIRKJULISTAHÁTÍÐ verður haldin í Hallgrímskirkju í Reykjavík 3.-18. júní en hún hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1987. Að þessu sinni mun frumsamið íslenskt efni einkenna hátíðina ásamt efni fyrir og eftir börn en meginþema hátíðarinnar er englar og börn. Hátíðin verður sett laugardaginn 3. júní kl. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 301 orð

Ástarbréf til Foringjans

AF öllum þeim ritverkum sem eru nú að koma á markað í Þýskalandi í tilefni þess að fimmtíu ár eru frá lokum seinni heimsstyrjaldar eru fá jafn nýstárleg og það sem ber titilinn Ástarbréf til Adolfs Hitlers. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 246 orð

Blair vill "gæta hags Bretlands"

RÍKISSTJÓRN Verkamannaflokksins myndi gæta hagsmuna Bretlands í Evrópusambandinu, sagði Tony Blair, formaður flokksins, í ræðu í Bonn fyrr í vikunni. Blair leitaðist þar við að taka upp harðari stefnu í Evrópumálum en flokkur hans hefur gert að undanförnu. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Brotist inn í tvær íbúðir

LÖGREGLUNNI í Reykjavík var í fyrradag tilkynnt um að brotist hefði verið inn í tvær íbúðir í samliggjandi stigagöngum, Æsufelli 4 og 6. Innbrotin áttu sér bæði stað um hábjartan dag og úr báðum íbúðum var ýmissa hluta saknað, m.a. fatnaðar, skartgripa, síma, myndavélar o.fl. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 81 orð

Brotnaði við Cornwall

ÓTTAST var að þrír skipverjar hefðu drukknað er Maria Asumpta, elsta rásiglda seglskip heims, brotnaði á skerjum við mynni árinnar Camel á norðanverðum Cornwall-skaga á þriðjudag. Myndin var tekin á slysstað daginn eftir og var skipið farið að brotna. Það var smíðað á Spáni fyrir 137 árum og var endursmíðað á áttunda áratugnum. Það kom við sögu í nokkrum kvikmyndum. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 146 orð

Doktorspróf í matvælafræði

GRÍMUR Eggert Ólafsson varði 10. mars sl. doktorsritgerð í matvælafræðum frá Tækniskólanum í Lundi, Svíþjóð. Ritgerðin fjallar um áhrif matvæla á lagskiptar umbúðir með aðaláherslu á lífrænar sýrur og fitusýrur. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Drakk plöntueitur

SEX ÁRA gamall drengur, sonur íslensks föður og filippseyskrar móður, lést í Hanstholm á Jótlandi sl. sunnudag eftir að hafa drukkið plöntueitur úr gosflösku, sem geymd var í bílskúr við heimili hans. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Duo fyrir Guðna

GUÐNI Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, útskrifaði í gær síðasta stúdentahóp sinn, 201 nýstúdent. Hann hefur útskrifað hálft fimmta þúsund stúdenta á starfsferli sínum. Guðni kvaddi samferðamenn sína og óskaði Ragnheiði Torfadóttur velfarnaðar í starfi. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Eftirlit undirbúið

FORELDRAFUNDUR í Fossvogsskóla skipaði í gærkvöldi nefnd til að vinna að forvörnum og eftirliti í hverfinu. Fundurinn var haldinn vegna þrýstings frá foreldrum um að gripið yrði til aðgerða vegna endurtekinnar áreitni við börn í hverfinu. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Eir styður forvarnastarf lögreglunnar

LIONSKLÚBBURINN Eir afhenti lögreglustjóranum í Reykjavík nýlega veglega gjöf; tölvubúnað til að vinna á fræðslu- og kynningarefni í vímuvörnum. Klúbburinn hefur í tíu ár stutt fíkniefna- og forvarnadeild embættisins með fjárframlögum og tækjagjöfum. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ekki veikindalaun í verkfalli

SAMKVÆMT dómi Hæstaréttar eiga kennarar ekki rétt á veikindalaunum í verkfalli. Hið íslenska kennarafélag höfðaði mál á hendur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og krafðist þess að kennarar, sem voru óvinnufærir vegna veikinda eða slysa áður en verkfall kennara hófst 17. febrúar síðastliðinn, ættu rétt til veikindalauna í verkfalli. Meira
2. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Erlingur sýnir í Deiglunni

ERLINGUR Valgarðsson sýnir verk sín í Deiglunni í Grófargili og er hún opin daglega frá kl. 14.00- 18.00. Á sýningunni eru 19 verk, unnin í olíu, lakk og akrýl. Sýningin heitir Náttúrubrot og tengist myndefnið náttúru landsins og er það byggt á upplifun og minningabrotum listamannsins sem ferðalangs um hálendi Íslands. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 289 orð

Fannst lifandi undir látnum föður

BJÖRGUNARMENN fundu í gær fólk á lífi í rústum húsa í Neftegorsk á Sakalíneyju, fjórum dögum eftir að jarðskjálfti lagði bæinn í rúst. Meðal þeirra sem björguðust í gær var þriggja mánaða stúlkubarn. Lítil von um að fleiri finnist á lífi Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ferðaþjónustan skilaði 12%

FYRIRTÆKI og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu leggja fram 90% af þeim fjármunum sem varið er til kynningar á Íslandi sem ferðamannalandi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, segir að hlutur ríkisins, stærsta hagsmunaaðilans, af því heildarfjármagni sem varið er til landkynningar sé aðeins 10%. Meira
2. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Fermingar um hvítasunnu

LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja: Fermingarguðsþjónusta hvítasunnudag kl. 11.00. Fermd verða: Anna Margrét Sigurgeirsdóttir, Túngötu 12, Grenivík. Ármann Dan Árnason, Túngötu 21, Grenivík. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, Túngötu 20, Grenivík. Heba Björk Helgadóttir, Ægissíðu 14, Grenivík. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 219 orð

Fékk 10 í öllum fögum

DÖGG Guðmundsdóttir náði þeim ágæta árangri að fá 10 í einkunn í öllum fögum er hún útskrifaðist úr 10. bekk Breiðholtsskóla í Reykjavík í fyrradag. Dögg segist alltaf hafa átt mjög auðvelt með að læra. "Ég sit þó ekki inni öllum stundum að lesa, því mestallur minn frítími fer í að æfa á skíðum, en skólinn gengur að vísu alltaf fyrir," sagði hún. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Fiskitrönur í yfirstærð

SÍÐUSTU daga hefur mikið verið um að vera á bílastæðum Háskóla Íslands gegnt Aðalbyggingunni á gamla íþróttavellinum. Þar hafa undanfarna daga verið settar upp risastórar trönur og hafa margir vegfarendur haldið að um undirbúning vegna hátíðarhalda á 17. júní væri að ræða. Svo er ekki. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 337 orð

Fiskvinnslu víða hætt í dag vegna hráefnisskorts

FISKVINNSLU verður hætt í nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum í dag vegna hráefnisskorts. Sumsstaðar hefur tekist að halda uppi vinnslu með afla af fiskmörkuðum, rússafiski og karfa af færeyskum skipum. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 307 orð

Forgangsverk að vinna gegn slysum á ungum ökumönnum

Á SAMA tíma og færri slys verða á ungum ökumönnum í umferðinni á hinum Norðurlöndunum fer slysum á ungum íslenskum ökumönnum fjölgandi. Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs, segir forgangsverkefni að efna til aðgerða til að snúa þróuninni hér á landi við. Upplýsingarnar komu fram á ráðstefnu um umferðaröryggisstarf á Norðurlöndunum sem haldin var á Hótel Sögu í vikunni. Meira
2. júní 1995 | Landsbyggðin | 134 orð

Fyrsti sumardagurinn á Húsavík

Húsavík-Gleðilegs sumars óskuðu Húsavíkingar hver öðrum sl. miðvikudag þegar þeir komu út um morgunin í 8 stiga hita og logni, en slíkt hefur ekki gerst síðan einn fyrsta dag mánaðarins. Maímánuður hefur verið óvenju kaldur og flesta daga hefur hiti að morgni verið 0 til 3 stig og oft næturfrost. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 288 orð

Fyrstu laxarnir fengust úr Norðurá

ÞRÍR 10­11 punda laxar veiddust í Norðurá í Borgarfirði í gær þegar stangaveiðivertíðin hófst formlega. Einn lax fékkst úr Laxá í Ásum. Laxarnir úr Norðurá veiddust allir í gærmorgun neðan við Laxfoss, einn á Brotinu og tveir á Eyrinni. Áin var vatnsmikil, skoluð og aðeins 4 gráður. Það var formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, Friðrik Þ. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Gáfu öndunarvél fyrir fyrirbura

LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn hefur undanfarna mánuði safnað peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítala Hringsins. Stefnt var að kaupum á öndunarvél fyrir fyrirbura. Þörfin fyrir slíka vél var orðin brýn enda mikil og góð reynsla af eldri vél sem hefur verið í notkun í nokkurn tíma á Barnaspítalanum. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 145 orð

Glóandi símalínur hjá BSÍ

FYRSTA ferðahelgi sumarsins, hvítasunnuhelgin, er framundan og á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík fengust þær upplýsingar að síminn hafi verið glóandi í gær. Spurt væri um flesta áfangastaði og ekki kæmi í ljós fyrr en fólk færi að láta sjá sig hvert straumurinn lægi. Ekki stefnir í að mikið meira verði að gera í innanlandsflugi Flugleiða um helgina en um venjulega helgi. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Hagsýsluúttekt um miðjan mánuð

STEFNT er að því að úttekt Hagsýslu ríkisins á skólastarfinu í Reykholtsskóla verði lokið um miðjan júní. Oddi Albertssyni, fráfarandi skólastjóra, hefur verið veittur frestur til að ganga frá skólanum að loknu skólastarfi í vor. Ólafur Þ. Þórðarson tók formlega við skólastjórninni eftir nokkurra ára hlé 1. júní. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 163 orð

Hófst á rannsóknarstofu

TÆPLEGA fertugur starfsmaður á rannsóknastofu olli því að Ebolafaraldur braust út í Zaire í apríl, að sögn alþjóðlegs hóps lækna og vísindamanna. Telja þeir að Ebolaveirunnar hafi fyrst orðið vart í janúar. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 705 orð

Hógværð aðalsmerki hins menntaða manns

HÓGVÆRÐ er aðalsmerki hins menntaða manns. Þetta voru skilaboð Guðna Guðmundssonar, rektors Menntaskólans í Reykjavík, til 201 nýstúdents, síðasta stúdentahópsins sem hann brautskráir. Hann kvaddi samferðamenn sína, óskaði viðtakandi rektor, Ragnheiði Torfadóttur, velfarnaðar í starfi og gaf nýstúdentum heilræði. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Hrönn ÍS með metafla

HRÖNN ÍS, 6 tonna trilla frá Suðureyri við Súgandafjörð kom að landi síðastliðinn þriðjudag með metafla, eða 8,7 tonn. Guðni Albert Einarsson skipstjóri sagði að hann og Ólafur Gústafsson hefðu verið að veiðum þrjár mílur frá Deild, yst í Stigahlíðinni þegar allt fylltist. Guðni sagði þetta hafa verið heilmikla törn en uppistaðan í aflanum var vænn þorskur. Meira
2. júní 1995 | Miðopna | 1219 orð

Hver erlendur ferðamaður jafngildir einu þorsktonni

ERNA Hauksdóttir segir varasamt að byggja ákvarðanir í ferðaþjónustu á hausatalningu ferðamanna því töluverð aukning hefur orðið á ferðamönnum sem hafa mjög skamma viðdvöl, allt niður í nokkra klukkutíma. Meira
2. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Kartöflugarðar undir snjó

KARTÖFLUGARÐAR utan Akureyrar eru enn annaðhvort undir snjó eða mjög blautir. Garðarnir á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi vita vel á móti sólu fyrri hluta dags en sólar hefur lítið notið í vor . Eiríkur Sigfússon bóndi á Sílastöðum segir þó mest komið undir því hver hitinn verður í sumar. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Kona á áttræðisaldri rænd

TVEIR piltar rændu þrjátíu þúsund krónum af aldraðri konu á Freyjugötu í Reykjavík síðdegis í gær. Piltarnir, sem taldir eru vera tæplega tvítugir, réðust á konuna og hrifsuðu af henni veski sem í voru um þrjátíu þúsund krónur í peningum. Konan kærði málið þegar til lögreglu. Þrátt fyrir víðtæka leit fundust piltarnir ekki en veski konunnar fannst, peningalaust, síðdegis í gær. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 141 orð

Köstuðu eggjum að Karli prins

ÍRSKIR þjóðernissinnar köstuðu fjórum eggjum að Karli Bretaprins við Trinity College í Dublin í gær og munaði minnstu að eitt þeirra hæfði hann. Hópurinn sem mótmælti heimsókn Karls prins til Írlands taldi aðeins um eitthundrað manns. Til samanburðar söfnuðust mörg þúsund manns saman skammt þar frá og fögnuðu Karli og veifuðu nokkrir breskum fána er hann gekk um Dublin. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

"La Baguette" flutt í Skeifuna

VERSLUNIN "La Baguette" sem sérhæfir sig í frönskum brauðum og kökum, er flutt í Skeifuna 7, en hún var áður til húsa á Laugavegi. Verslunin flytur inn frosnar, hálfbakaðar bökunarvörur frá Frakklandi, sem neytandinn lýkur við að baka í ofninum heima sér. Er m.a. boðið upp á frönsk "baguette"- brauð, smjördeigshorn (croissants, súkkulaðibrauð (pain au chocolate) og margt annað. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 179 orð

Ljósmæðranám við Háskóla Íslands

LJÓSMÆÐRANÁM verður hluti af námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands næsta vetur og er gert ráð fyrir að kennsla í faginu hefjist við næstu áramót, að sögn Arnórs Guðmundssonar deildarsérfræðings í háskóla- og vísindadeild menntamálaráðuneytisins. Meira
2. júní 1995 | Landsbyggðin | 204 orð

Mikil þátttaka á fjölskyldudaginn

Húsavík-Á fjölskyldudeginum 27. maí sl. á Húsavík var góð þátttaka í hinum ýmsu þjálfunargreinum sem eru liður í verkefninu Heilsuefling á Húsavík, verkefni sem ætlað var að auka áhuga fólks á hreyfingu og hollari lífsháttum. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Mistök í símaskrá

ÞAU MISTÖK urðu við vinnslu nýútkominnar símaskrár að á síðu 1, þar sem eru mikilvæg símanúmer, er rangt númer skráð á slökkvistöð og sjúkrabifreiðir í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Að sögn Bergþórs Halldórssonar, yfirverkfræðings hjá Pósti og síma, verður gengið frá því á þriðjudag að notendur geti bæði hringt í gamla símanúmerið með 55 fyrir framan, þ.e. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Morgunblaðið/Golli Fyrsta stigið gegn bronsli

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu gerði 1:1 jafntefli við landslið Svía í Evrópukeppninni í Stokkhólmi í gærkvöldi. Svíar, sem urðu í þriðja sæti í Heimsmeistarakeppninni í fyrra, máttu hirða boltann úr netinu hjá sér þegar á fjórðu mínútu eftir að Arnar Gunnlaugsson hafði skorað beint úr aukaspyrnu af um 20 metra færi. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Morgunblaðið/Þorkell Glatt á hjalla á Tj

HEIMILISMENN og velunnarar Tjaldanesheimilisins í Mosfellsdal fögnuðu 30 ára starfsafmæli heimilisins á fimmtudag. Eins og hér sést var glatt á hjalla á afmælishátíðinni enda höfðu heimilismenn lagt kapp á að gera hana sem best úr garði. Tjaldanesheimilið heyrir undir félagsmálaráðuneytið og starfar undir stjórn svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Á lóð heimilisins er m.a. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 191 orð

Murayama hótar stjórnarslitum

TOMIICHI Murayama, forsætisráðherra Japans, hótaði á miðvikudag að slíta stjórnarsamstarfinu ef samstarfsflokkur hans á hægri væng stjórnmálanna reyndi áfram að koma í veg fyrir að Japanir bæðust formlega afsökunar á framferði sínu í heimsstyrjöldinni síðari. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Mörg stéttarfélög enn með lausa samninga

TALSVERT mörg stéttarfélög eru með lausa samninga og eiga ósamið eða standa í samningaviðræðum. Til ríkissáttasemjara er búið að vísa kjaradeilum sjómanna, bankamanna, starfsmanna álversins, félags náttúrufræðinga og félags framreiðslumanna. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð

Neytendur hafa verið blekktir

NEYTENDASAMTÖKIN telja að GATT-frumvarpið, sem lagt var fyrir Alþingi á mánudag, þjóni ekki hagsmunum neytenda og segir Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, að neytendur hafi verið blekktir. Neytendum hefði verið lofaður jólapakki sem síðan hafi reynst vera tómur þegar hann var opnaður. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Ný bensínstöð í Grafarvogi

SKELJUNGUR hf. opnar í dag nýja bensínstöð við Gylfaflöt í Grafarvogi í Reykjavík. Auk bensíns fást á stöðinni ýmsar vörur fyrir bifreiðaeigendur og aðstaða verður fyrir bíleigendur til að þvo og bóna bíla sína. Einnig verða seldar margs konar grill- og gasvörur, matvara, mjólkurvörur, gos og sælgæti. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

Nýjar tillögur sjómanna ræddar

FORYSTUMENN sjómannasamtakanna lögðu sameiginlega tillögu sína til lausnar sjómannadeilunni fyrir forystumenn Landssambands íslenskra útvegsmanna í gærkvöldi. Viðræður milli forystumanna beggja aðila um hvort tillagan myndaði grundvöll til formlegs sáttarfundar stóðu enn yfir um miðnætti. Meira
2. júní 1995 | Landsbyggðin | 129 orð

Nýr íþróttasalur á Stokkseyri

Stokkseyri-Nýr íþróttasalur var tekinn í notkun við hátíðlega athöfn á Stokkseyri 28. maí sl. Athöfnin hófst með því að Grétar Zophoníasson, sveitarstjóri Stokkseyrarhrepps, bauð gesti velkomna. Að því loknu rakti Jón Gunnar Ottósson sögu hússins, en í upphafi var það notað sem veiðarfærageymsla hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 239 orð

Óttast að Grikkir færi út lögsögu sína

TYRKIR hófu í gær umfangsmiklar heræfingar í Eyjahafi, sem standa munu í tvær vikur. Ríkir mikil spenna í samskiptum Tyrkja og Grikkja eftir að gríska þingið staðfesti Hafréttarsáttmálann sl. fimmtudag. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 836 orð

Póstur frá Brussel

Ekki er hægt að taka undir að Páll Pétursson hafi brotið lög með því að mæla fyrir frumvarpi sem byggist á EES- samningnum. Miklu raunhæfara, segir Páll Þórhallsson, er að velta fyrir sér siðferðisvanda ráðherrans - og þingmanna yfirleitt STJÓRNARANDSTÖÐUÞINGMENN hafa gagnrýnt félagsmálaráðherra, Pál Pétursson, Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 66 orð

Reuter

Reuter Hundrað þúsund rúblur Hundrað þúsund rúblna seðlar hafa verið gefnir út í Rússlandi vegna þess hve verðbólga í landinu er gífurleg. Upphæðin samsvarar um 13 þúsund íslenskum krónum. Rússar gátu þó huggað sig við að rúblan hækkaði um 1,5% á mörkuðum í gær. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 680 orð

Róðrardagakerfi komið á í haust

Nokkrir stjórnarþingmenn vilja frekari breytingar á sjávarútvegsfrumvarpinu Róðrardagakerfi komið á í haust MIKLAR umræður og deilur urðu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða á Alþingi í gær þegar fyrsta umræða um frumvarpið fór fram. Meira
2. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Samúel sýnir á Café Olsen

Í SUMAR verða verk eftir Samúel Jóhannsson til sýnis á veggjum Café Olsen við Ráðhústorg á Akureyri. Þetta er þrettánda einkasýning Samúels, en síðast sýndi hann í Listhúsinu Þingi í vetur. Hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga á undanförnum árum. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 430 orð

Sektir við ólöglegri notkun á myndlyklum

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um bann við gerð og notkun myndlykla til þess að fá aðgang að læstum útvarpssendingum án greiðslu áskriftargjalds. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 61 orð

Sjómenn í hlutverki sjóræningja

SPÆNSKIR sjómenn hafa undanfarna viku lokað mörgum höfnum á Spáni og truflað siglingar á milli Evrópu og Norður- Afríku. Sjómennirnir á myndinni huldu andlit sín með plastpokum, ruddust inn í farþegaferju og neyddu skipstjóra hennar til að breyta áætlun sinni. Vilja sjómennirnir með þessum aðgerðum mótmæla áformum Marokkó um að draga úr fiskveiðikvótum Spánverja í lögsögu þeirra. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Sjúkraflug á Reykjaneshrygg

ÞYRLA frá varnarliðinu sótti í gær slasaðan sjómann á miðin á Reykjaneshrygg, tæpar 450 sjómílur undan landi. Tilkynning um að sjómaður á togaranum Haraldi Kristjánssyni, sem Sjóli í Hafnarfirði gerir út, hefði slasast barst Landhelgisgæslunni skömmu fyrir kl. 12 á hádegi í gærdag. Fyrsta mat læknis var að sækja þyrfti manninn og vegna fjarlægðar var varnarliðið fengið til þess. Meira
2. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Steingrímur sýnir í Gamla Lundi

SÝNING á málverkum eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson listmálara stendur yfir um þessar mundir í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri. Þetta er 79. einkasýning málarans og 7. sýning hans í fæðingarbæ sínum. Um 60 verk eru á sýningunni, næstum öll ný og þá hyggst Steingrímur bæta við nýjum verkum á sýninguna, sem hann tileinkar Akureyri, daglega. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 262 orð

Sumarstarfið hafið í Viðey

SUMARSTARFIÐ í Viðey hefst nú um hvítasunnuhátíðina. Á laugardag kl. 14.15 verður gönguferð á Austureyna með viðkomu í skólanum. Á hvítasunnudag verður staðarskoðun heima við kl. 15.15. Annan í hvítasunnu flytur sr. Hjalti Guðmundsson hátíðarmessu kl. 14.00, en svo verður staðarskoðun að messu lokinni. Á þriðjudagskvöld kl. 20.30 verður svo kvöldganga með staðarhaldaranum um Viðey. Meira
2. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 363 orð

Sýningarí Lista-safninu

TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 3. júní, kl. 16.00. Í austur- og miðsal eru verk eftir Hauk Stefánsson og í vestursal eru "ný aðföng," verk sem Listasafnið á Akureyri hefur nýlega eignast, m.a. eftir Erró, Guðmund Thoroddsen, Jón Laxdal og Jónas Viðar. Listaverkabók Meira
2. júní 1995 | Smáfréttir | 58 orð

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarnámskeiði um næstu helgi, 1.

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarnámskeiði um næstu helgi, 1.­5. júní. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. Fyrstu tvær umferðirnar verða með 30 mín. umhugsunartíma en fimm síðari með 1 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Til sjós og lands á Höfn

SÝNING á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins hefur verið sett upp á Hótel Höfn í Hornafirði. Myndirnar eru í sal á efri hæð hótelsins. Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, efndi fyrr á árinu til samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara frá árunum 1993 og 1994. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Tíu tilboð í Drangsnesveg

ALLS bárust Vegagerð ríkisins 10 tilboð í gerð Drangsnesvegar um Selströnd milli Fagurgalavíkur og Úrsulukleifar. Lægsta tilboðið var frá Vinnuvélum Jóa Bjarna á Hellu, tæpar 32,6 milljónir króna, en það er 75% af kostnaðaráætlun. Hagvon hf., Króksfjarðarnesi, var með næstlægsta tilboðið, en það hljóðaði upp á tæplega 34 milljónir. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Unnustan er breskkínversk

PRINS Jóakim, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar, opinberaði á miðvikudag trúlofun sína með Alexöndru Christinu Manley, sem er af bresk-kínverskum ættum. Sambandið hefur farið leynt, svo blaðamenn vissu ekki hvað til stóð, þegar boðað var til blaðamannafundar í Fredensborgarhöll í gær. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 263 orð

Upphafsins minnzt og nýr áfangi hafinn

UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins koma saman í ítölsku borginni Messina í dag til að minnast þess að fjörutíu ár eru liðin frá Messinafundinum, þar sem aðildarríki Kola- og stálbandalags Evrópu ákváðu að stofna með sér efnahagsbandalag og sameina markaði sína. Á morgun hefst svo fundur "hugleiðingarhópsins" svokallaða í nágrannabænum Taormina. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 321 orð

Úthlutun úr minningarsjóði Katrínar Friðjónsdóttur

ÞANN 25. apríl sl. var í fyrsta sinn úthlutað styrk úr Minningarsjóði Katrínar Friðjónsdóttur, sem stofnaður var í háskólabænum Uppsölum í Svíþjóð við ótímabært lát Katrínar árið 1990. Dr. Katrín Friðjónsdóttir, sem fædd var árið 1945 á Seyðisfirði, var dóttir Friðjóns Stefánssonar rithöfundar, sem lést 1971, og konu hans, Maríu Þorsteinsdóttur. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 236 orð

Vart kemur tilgreina að hætta dagskrárgerð

PÉTUR Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins segir í athugun hvað sé því samfara að taka upp nauðsynlegt bókhald svo hlíta megi úrskurði Samkeppnisráðs sem nýbúið er að kveða upp. Hann er þess efnis að stofnuninni beri að aðskilja framleiðsludeildir dagskrárefnis hjá RÚV frá öðrum deildum og segir Pétur að fjórar vikur gefist til þess að kanna hvort áfrýja eigi úrskurðinum. Meira
2. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 350 orð

Velta tvöfölduð og helm- ingsfjölgun starfsmanna

REKSTUR AKO-plasts/Pob verður aðskilinn og nýtt hlutafélag stofnað um plasthlutann í starfsemi fyrirtækisins og mun Plastprent hf. í Reykjavík leggja fram helming hlutafjár í nýja hlutafélagið á móti núverandi eigendum. Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins tvöfaldist og eins verður starfsmönnum fjölgað um helming. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

Verkfall boðað hjá Ísal

VERKFALL starfsmanna Ísal í Straumsvík verður boðað í dag frá og með 10. júní, að sögn Gylfa Ingvarssonar aðaltrúnaðarmanns. Verkfallið er boðað með viku fyrirvara en samningar gera ráð fyrir að heimilt sé að draga úr rekstrinum og stöðva hann á tveimur vikum. Þannig að komi til verkfalls stöðvast reksturinn 24. júní. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Vorhátíð í Æfingaskóla

VORHÁTÍÐ Æfingaskóla KHÍ var haldin laugardaginn 13. maí sl. og stóð foreldrafélagið fyrir henni. Margt var til skemmtunar t.d. leiktæki frá ÍTR, fiskveiði, flóamarkaður, bakarí, hjólreiðaþrautir, körfubolti, blöðrur og hinar ýmsu veitingar voru á boðstólum. Góð mæting var af hálfu foreldra, nemenda og kennara og virtust allir skemmta sér hið besta. Meira
2. júní 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá "Riksteatern" eða Þjóðleikhúsinu sænska: ATHYGLI mín hefur verið vakin á því, að grein um íslenskt menningarlíf, sem Súsanna Svavarsdóttir skrifaði að okkar ósk í tímaritið "teatern", hefði valdið deilum á síðum Morgunblaðsins. Meira
2. júní 1995 | Miðopna | 1119 orð

Þjóðir með hagkvæmustu veiðarnar halda velli Íslensk fiskveiðistjórnun og hagkvæmni hennar, eignarhald í sjávarútvegi og

Um fátt hefur verið meira deilt hér á landi en fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða en þó flestir verið sammála um að á einhvern hátt verður að stjórna veiðunum því auðlindin er takmörkuð. Meira
2. júní 1995 | Erlendar fréttir | 350 orð

(fyrirsögn vantar)

PAVEL Gratsjev, varnarmálaráðherra Rússlands, sagðist í gær hafa tekið við afsagnarbeiðni Alexanders Lebeds, hershöfðingja, sem er sagður ætla að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Lebed hefur verið áberandi og umdeildur hermaður, og oft orðaður við forsetaembættið sem arftaki Borís Jeltsíns. Meira

Ritstjórnargreinar

2. júní 1995 | Leiðarar | 574 orð

RÚSSAR TAKA ÞÁTT Í FRIÐARSAMSTARFI

RÚSSAR TAKA ÞÁTT Í FRIÐARSAMSTARFI ÐILD Rússlands að Friðarsamstarfi Atlantshafsbandalagsins markar tímamót í samskiptum austurs og vesturs. Örfá ár eru síðan sveitir NATO og Varsjárbandalagsins stóðu andspænis hver annarri í Evrópu, gráar fyrir járnum. Meira
2. júní 1995 | Staksteinar | 350 orð

»Takmörk fullveldis MORGUNBLAÐIÐ birti í nóvember 1958 útdrátt úr grein eftir W.J. Li

MORGUNBLAÐIÐ birti í nóvember 1958 útdrátt úr grein eftir W.J. Lindal dómara, sem birzt hafði í tímaritinu The Icelandic Canadian og nefndist í íslenzkri þýðingu Fullveldi þjóða og takmörk þess. Útdrátturinn var birtur í tilefni þeirra umræðna, sem þá fóru fram um aðildina að Atlantshafsbandalaginu, en hann stendur fyrir sínu í umræðum nú á dögum um þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Meira

Menning

2. júní 1995 | Menningarlíf | 148 orð

Draumar listamanns, draumar Íslands

DAÐI Guðbjörnsson listmálari heldur um þessar mundir sýningu í Minden í Þýskalandi. Sýningin hefur vakið athygli og hlotið góða dóma. Í Mindener Tageblatt 8. maí birtist lofsamleg umsögn um sýninguna eftir Heike Schmidt. Meira
2. júní 1995 | Fólk í fréttum | 95 orð

Endurfundir 30 ára gagnfræðinga

NÝLEGA komu saman í Naustinu nemendur úr Hagaskóla sem luku þar námi fyrir þrjátíu árum eða 1965. Að venju voru rifjaðar upp gamlar og góðar stundir, oft í gamansömum tón, og veislunni stýrði Ingólfur Margeirsson. Þá má geta þess að sumir lögðu mikið á sig til þess að taka þátt í þessum endurfundum og komu erlendis frá. Meira
2. júní 1995 | Myndlist | 354 orð

Ferðalög

Soffía Sæmundsdóttir Opið frá 14-18 alla daga til 19. júní. Aðgangur ókeypis. EINÞRYKKIÐ á miklu fylgi að fagna hér á landi nú um stundir, þótt ekki gangi það endilega undir því nafni. En einþrykk á tréplötu telst ekki trérista, frekar en einþrykk á koparplötu koparæting og er komið mál að minna á það. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 118 orð

Frásagnargleði og hlátur

SKÁLDSAGAN Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason kom nýlega út í Svíþjóð í þýðingu Johns Swedenmarks. Útgefandi er Bonniers. "Það er langt síðan ég hef getað mælt jafn heilshugar með bók", skrifar gagnrýnandinn Maria Gumeson í Uppsala Nya Tidning. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 144 orð

"Heilagur andi" við Hamarinn

ÞÓRA Þórisdóttir opnar á morgun, 3. júní, kl. 16.00, myndlistarsýningu í tilefni hvítasunnunnar, með yfirskriftinni "Heilagur andi". Sýningin er haldin í listhúsinu við Hamarinn, Strandgötu 50, Hafnarfirði. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 181 orð

Karlakórinn Heimir í Borgarfirði og á Suðurlandi

KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði verður á tónleikaferðalagi dagana 8.­11. JÚNÍ NK. Áætlað er að halda ferna tónleika. Fyrstu tónleikarnir verða í Logalandi, Borgarfirði, fimmtudaginn 8. júní og hefjast kl. 21.00. Föstudaginn 9. júní heldur kórinn tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju í Vestmannaeyjum, sem hefjast kl. 20.30. Laugardaginn 10. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 63 orð

Landsbankakórinn á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. LANDSBANKAKÓRINN, kór starfsmanna Landsbankans í Reykjavík, lagði land undir

LANDSBANKAKÓRINN, kór starfsmanna Landsbankans í Reykjavík, lagði land undir fót um síðustu helgi, fór til Húsavíkur og söng þar í sal Tónlistarskólans fyrir fullu húsi. Kórinn söng einnig fyrir aldraða í sal Hvamms. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 149 orð

Landsmót samtaka íslenskra skólalúðrasveita

LANDSMÓT samtaka íslenskra skólalúðrasveita verður haldið í Neskaupstað dagana 2.-4. júní næstkomandi og er nú í fyrsta skipti haldið á Austurlandi. Landsmót eru haldin annað hvert ár og er tilgangur þeirra að efla kynni meðal ungs fólks með sömu áhugamál og leyfa öðrum að heyra hvað það hefur fram að færa. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 402 orð

Maður verður að þora að stinga sér

ÞÓRÐUR G. Halldórsson lagahöfundur hefur sent frá sér nótnaheftið Látið vaða [á nótum]. Þar er að finna 25 lög sem flest eru samin á síðustu tveimur árum. Ljóðin eru flest eftir Þórð sjálfan en meðal annarra sem leggja hönd á plóginn eru Halldór Laxness og Loftur Guðmundsson. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 120 orð

New York - Nýló

SUMARSÝNING Nýlistasafnsins 1995 opnar á laugardag 3. júní kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina New York - Nýló/10 eyjarskeggjar í Ameríku. Eftirfarandi myndlistarmenn taka þátt í sýningunni; Ana Rosa Rivera Marrero, Annex Burgos, Arnaldo Morales, Carmen Olmo, Charles Juhasz-Alvarado, Hrafnhildur Arnardóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Magnús Sigurðarson, Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 211 orð

Norræna ráðstefna um orðabókafræði

NORRÆN ráðstefna um urðabókafræði, sú þriðja sinnar tegundar, verður haldin í Reykjavík dagana 7.­10. júní nk. Ráðstefnan er haldin á vegum Orðabókar Háskólans, Orðmenntar, félags orðabókarfólks á Íslandi, Norræna orðabókafræðifélagsins og Norrænnar málstöðvar. Skráðir þátttakendur eru um 130 talsins, frá öllum Norðurlöndunum. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 260 orð

Nútímaskáldin endurvakin

Á SJÖUNDA áratugnum vareinfaldasta og ódýrasta leiðin til að kynna sér nýjustu strauma og stefnur í ljóðlist á ensku, að festa kaup á "Nútímaskáldum" Penguin- útgáfunnar. Í hverri bók voru kynnt þrjú ljóðskáld, sem mörg hver áttu eftir að gera garðinn frægan, þeirra á meðal Kingsley Amis, R.S. Thomas og Lawrence Durrell. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 712 orð

Ótæmandi auðlegð fegurðar

HUGMYNDIR Svía um Ísland hafa mótast mjög af bók málarans og rithöfundarins Alberts Engström (1869-1940) um Ísland sem hann kallaði Åt H¨acklefj¨all. Bókina samdi Engström eftir Íslandsferð 1911. Ferðafélagi hans var Thorild Wulff, grasafræðingur og landkönnuður, en hann tók ljósmyndir og kvikmyndaði íslenskt landslag og þjóðlíf. Í dag kl. Meira
2. júní 1995 | Fólk í fréttum | 125 orð

Regnboginn sýnir myndina Litla úrvalsdeildin

REGNBOGINN frumsýnir gamanmyndina "Little Big League" eða Litla úrvalsdeildin. Myndin segir á stórskemmtilegan hátt frá því þegar hinn 12 ára Billy erfir heilt hafnarboltlið í atvinnumannadeildinni og ákveður að gerast sjálfur þjálfari þrautreyndra og píndra leikmanna eða með hans eigin orðum "Kannski er vandamálið ykkar það að þið hafið gleymt því hve skemmtilegur leikurinn er. Meira
2. júní 1995 | Fólk í fréttum | 129 orð

Sagabíó forsýnir myndina um Brady- fjölskylduna

SAGABÍÓ forsýnir í kvöld, föstudaginn 2. júní, kl. 11.15 fjölskyldumyndina "The Brady Bunch Movie" eða Brady-fjölskyldan. Myndin fjallar um Brady-fjölskylduna frjálslyndu sem aflaði sér geysilegra vinsælda með uppátækjum sínum og frjálslyndi í amerísku sjónvarpi á áttunda áratugnum. Nú er stórfjölskyldan snúin aftur og ekkert hefur breyst, nema allt í kringum þau. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 163 orð

Saga í ljóðrænum raunsæisstíl

VERÐLAUNASKÁLDSAGAN Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson kom nýlega út í Danmörku í þýðingu Eriks Skyum- Nielsens. Útgefandi er Vindrose. Gagnrýnandinn John Chr. Jørgensen skrifar í Politiken að Englar alheimsins séu "meistaravek þroskaðs listamanns í ljóðrænum raunsæisstíl. Framsetning sögunnar er skýr og tær og býr yfir sársaukafullri reynslu. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 516 orð

Sjaldgæfur tónlistarviðburður

EMIL Friðfinnsson hornleikari og Þórarinn Stefánsson píanóleikari gangast fyrir tvennum tónleikum um hvítasunnuhelgina. Verða hinir fyrri í Tónlistarskólanum á Akureyri á morgun kl. 17 en hinir síðari í Norræna húsinu á sama tíma á mánudag. Horntónleikar eru sjaldgæfur tónlistarviðburður og félagarnir skora því á fólk að láta þetta tækifæri ekki ganga sér úr greipum. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 69 orð

"Sjö fiskar af fjöllum" á Akranesi STEINUNN Guðmundsdóttir, roðlistakona hefur opnað sýninguna "Sjö fiskar af fjöllum" í

STEINUNN Guðmundsdóttir, roðlistakona hefur opnað sýninguna "Sjö fiskar af fjöllum" í Listahorninu á upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi. Myndirnar eru unnar með akrýl á ýsuroð. Steinunn er fædd á AKureyri 1953 og lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands 1978. Þetta er þriðja einkasýning hennar, en auk þess hefur hún tekið þátt í tveimur samsýningum. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 82 orð

"Skin og skúrir" á Stokkseyri

ELFAR Guðni opnar málverkasýningu í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri á morgun, laugardag, kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina "Skin og skúrir". Á sýningunni verða myndir unnar með blandaðri tækni, olíu, tússi, olíupasteli og ein mynd er máluð á gamlan panel sem rifin var úr gömlu húsi á Stokkseyri. Þetta er 27. einkasýning Elfars og jafnframt sú áttunda í Gimli. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 93 orð

Sumaropnun í Listasafni Sigurjóns FRÁ og með þriðjudeginum 6. júní hefst sumaropnun Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á

FRÁ og með þriðjudeginum 6. júní hefst sumaropnun Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi. Sýningartíminn lengist sem hér segir: á laugardögum og sunnudögum verður safnið opið milli kl. 14 og 18 og á virkum dögum er safnið opið á kvöldin frá mánudegi til og með fimmtudagskvölds milli kl. 20 og 22. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 296 orð

Thors-þing í Listhúsinu

FÉLAG áhugamanna um bókmenntir heldur árlegt vorþing sitt í Listhúsinu í Laugardal laugardaginn 3. júní kl. 9.15. Þingið verður að þessu sinni helgað verkum Thors Vilhjálmssonar. Félag áhugamanna um bókmenntir hefur nokkur undanfarin ár staðið fyrir málþingum um bókmenntir á vorin. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 71 orð

Ultradjass í Stykkishólmi

STARF tónlistarskóla Stykkishólms hefur verið öflugt í vetur eins og undanfarin ár og í haust var stofnuð djass-hljómsveit innan skólans. Það var tónlistarkennarinn David Enns sem stóð fyrir því. Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 227 orð

Verk Gerðar í Gerðarsafni

ÞANN 3. júní kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Gerðar Helgadóttur (1928­1975) myndhöggvara í Gerðarsafni í Kópavogi. Á henni eru verk sem gefa yfirlit yfir þróunina í þrívíddarlist Gerðar frá því að hún lauk námi. Einnig eru á sýningunni allmargir glergluggar. Meira
2. júní 1995 | Fólk í fréttum | 107 orð

Vorkvöld í Reykjavík

BANDALAG kvenna stóð fyrir mannfagnaði fyrir skömmu undir yfirskriftinni "Vorkvöld í Reykjavík". Þar komu saman konur úr ýmsum kvennasamtökum og félögum víða af landinu. Þórey Guðmundsdóttir flutti ávarp, Karlakvartettinn Út í vorið söng nokkur lög, Jóhannes Kristjánsson fór með gamanmál, Kvennakórinn Vox Feminea tók lagið, Meira
2. júní 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Þýsk listakona á Kaffi 17 NÚ STENDUR yfir sýning á verkum Elke Mohrmann á Kaffi 17. Elke, sem er þýsk listakona, er búsett á

NÚ STENDUR yfir sýning á verkum Elke Mohrmann á Kaffi 17. Elke, sem er þýsk listakona, er búsett á Íslandi. Hún sýnir leir- og pastelmyndir. Efnið sem hún notar í verk sín er jarðvegur og útfellingar á hálitasvæðum, s.s. brennisteinn, kísill, járnoxíð o.s.frv. Meira

Umræðan

2. júní 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Amalgam - "bara svolítið ofnæmi"

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ efndi nýlega til fréttamannafundar og fyrirlestrahalds um amalgam- vandamálið, sem hefur vakið almenning til umhugsunar og grunsemda um að ekki sé allt með felldu um þetta eiturefni í tönnum okkar. Meira
2. júní 1995 | Velvakandi | 596 orð

Auðlindin

TÆKNIN við fiskveiðar er orðin slík að nýliðunin í heimshöfunum hefur engan veginn undan. Skipin geta borið allt, leitartækin sjá allt og veiðarfærin veiða allt. Hér er ég að tala um frystiskip. Á vissum svæðum er nú þegar búið að útrýma festu kviku, t.d. við Kanada. Á öðrum stöðum er búið að hreinsa verulega til. Ekki síst hér við Ísland. Sama mun gerast víðar á næstu árum. Meira
2. júní 1995 | Velvakandi | 856 orð

Handboltinn á tímamótum

NÚ þegar heimsmeistaramótinu í handbolta (HM '95) er lokið, sem var einhver skemmtilegasti íþróttaviðburður sem undirritaður hefur fylgst með, er rétt að líta yfir farinn veg, frá sjónarhóli áhorfandans. Keppnin sjálf og umgjörðin um hana var öll til fyrirmyndar og eiga framkvæmdaaðilar og stjórn HSÍ þakkir skildar fyrir vel unnin störf. En nú að handboltanum. Ég fór þrisvar í höllina. Meira
2. júní 1995 | Aðsent efni | 394 orð

Holl hreyfing til heilsubótar

EITT af merkjum sumarkomunnar hér á landi er vaxandi fjöldi fólks, ungs sem gamals, sem sést ganga, skokka eða hlaupa út um víðan völl, ýmist á götum, gangstígum eða á útivistarsvæðum. Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins er orðið árlegur viðburður, sem notið hefur síaukinna vinsælda fólks á öllum aldri frá því fyrst var hlaupið fyrir sjö árum. Nú er komið að Heilsuhlaupinu á ný. Meira
2. júní 1995 | Velvakandi | 397 orð

ÍKVERJI hefur heyrt margar ánægjuraddir með sígildu út

ÍKVERJI hefur heyrt margar ánægjuraddir með sígildu útvarpsstöðvarnar tvær sem í boði eru nú um stundir. Ástæða er til að taka undir með þessu fólki. Um langa hríð var gamla gufan eina útvarpsrásin sem bauð upp á sígilda tónlist en nú hefur valið aukist til muna hjá þeim sem unna slíkri tónlist og er það vel. Meira
2. júní 1995 | Aðsent efni | 571 orð

Skokkarar landsins sameinumst!

FYRIR níu árum bjó ég í Danmörku og var ekki með langa afrekaskrá í íþróttum. Á fyrsta degi í háskólanum þar sá ég mjög sérstakan Dana. Það var stúlka með langar lakkaðar neglur í pilsi, á háhæluðum skóm, með litríkan klút og sítt svart hár og stríðsmáluð. Mér varð starsýnt á þessa stúlku sem féll ekki alveg inn í mynstur hinna heimspekideildarnemanna og gaf mig á tal við hana við fyrsta tækifæri. Meira
2. júní 1995 | Aðsent efni | 752 orð

Ungmennafélögin og umhverfismál

Í TENGSLUM við landsmót Ungmennafélags Íslands sem haldið var að Laugarvatni sl. sumar ákváðu Ungmennafélag Íslands og umhverfisráðuneytið að bindast samtökum um að vinna að bættri umgengni um hafið, strendur, ár og vötn landsins. Átakið hófst formlega með fræðsluþingi sunnudaginn 26. febrúar í vetur og í kjölfarið fylgdu fræðsluþing í öllum landshlutum. Meira
2. júní 1995 | Velvakandi | 203 orð

Úrgangsdekk til vegagerðar

Í EINU dagblaðanna var sagt frá því um daginn að hjá Sorpu væri verið að urða 60 þúsund notuð bíldekk og að notuð dekk væru almennt séð vandamál í heiminum. Af þessu tilefni langar mig að benda mönnum á grein sem birtist í bílablaðinu Bílnum, nánar tiltekið í 5. tbl. í fyrra (ritið er til á bókasöfnum). Meira

Minningargreinar

2. júní 1995 | Minningargreinar | 457 orð

Hákon Kristinsson

"Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænt um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni." Þetta eru orð spámannsins. Fyrir rúmu ári greindist Hákon með illkynja sjúkdóm. Fyrir honum, og fjölskyldu hans biðu erfiðir tímar og mikil barátta. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 648 orð

Hákon Kristinsson

Látinn er Hákon Kristinsson, kaupmaður og framkvæmdastjóri verslunarinnar Stapafells í Keflavík. Ég kynntist Hákoni er ég vorið 1960 réðst til starfa hjá Sparisjóðnum í Keflavík, að námi loknu. Þar hafði viðskipti fyrirtæki tveggja ungra útsjónarsamra dugnaðarforka, verslunin Stapafell sem þeir Hákon og Matthías Helgason höfðu stofnað og ráku í sameiningu. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 317 orð

Hákon Kristinsson

Mig langar til að minnast hér í nokkrum orðum ástkærs bróður míns sem lést 23. maí síðastliðinn. Það er sárt að sjá á eftir systkini sínu og minningar frá liðnum tímum koma fram í hugann. Við vorum fjögur systkinin sem ólumst upp í Landsveitinni við ástríki foreldra, nærveru afa og ömmu því á þeim tímum voru jafnan þrír ættliðir á heimili okkar. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 557 orð

Hákon Kristinsson

Vinalegur, traustur og gamansamur. Þannig kom Hákon mér fyrst fyrir sjónir. Seinna kynntist ég kraftinum, áræðninni og framtaksseminni. Hákon var fæddur í Haga í Holtum, en fluttist tveggja ára með foreldrum sínum að Skarði á Landi. Hann stundaði nám við héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og svo við Samvinnuskólann, hjá Jónasi frá Hriflu og Guðlaugi Rósenkrans. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 144 orð

HÁKON KRISTINSSON

HÁKON KRISTINSSON Hákon Kristinsson fæddist í Haga í Holtum 17. nóvember 1928. Hann lést 23. maí sl. Foreldrar hans voru Kristinn Guðnason, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, og Sigríður Einarsdóttir, ljósmóðir. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 251 orð

Jónas G. Halldórsson

Að morgni 25. maí hringdi pabbi í mig og sagði mér að afi minn, eða "langi" eins og börnin mín kölluðu hann, hafi verið flutur á Borgarspítalann kvöldið áður, mikið veikur. Að kvöldi 26. maí var hann allur. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka og þá sérstaklega uppvaxtarárin á Siglufirði, en þar bjuggu amma og afi lengst af. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 307 orð

Jónas G. Halldórsson

Föstudaginn 26. maí var ég hjá þér á spítalanum. Þú varst mikið veikur, elsku afi. Sama kvöld hringdi mamma í mig og sagði mér að þú værir dáinn. Við eigum margar góðar minningar saman. Mér verður strax hugsað til Siglufjarðar. Níu ára gömul fluttist ég suður með fjölskyldu minni en hugurinn var alltaf heima á Sigló. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 457 orð

Jónas G. Halldórsson

Afi okkar Jónas Halldórsson hefur kvatt okkur. Það gerði hann á sinn hógværa og hljóða hátt á fallegum vordegi þegar veðrið var líkt því sem það gerist best heima á Siglufirði. Þar gerðust ævintýr bernsku okkar. Ef til vill ekki svo stórkostleg í augum ókunnugra en okkur voru þau verðmæti sem endast munu allt lífið. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 157 orð

Jónas G. Halldórsson

Elsku langi okkar, nú ertu dáinn og kominn til Guðs og búinn að hitta ömmu Stínu sem við náðum því miður ekki að kynnast, en þú varst með svo fallega mynd af henni á borðinu þínu og svo hefur pabbi sagt okkur sögur af ömmu sinni. Það var gaman að hitta þig núna um páskana þegar við komum til Íslands, þú baðst okkur um að koma með hljóðfærin okkar og spila fyrir þig. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 157 orð

JÓNAS G. HALLDÓRSSON

JÓNAS G. HALLDÓRSSON Jónas G. Halldórsson fæddist á Seyðisfirði 9. janúar 1910. Hann lést á Borgarspítalanum 26. maí sl. Foreldrar hans voru Halldór Benediktsson, póstur á Seyðisfirði, og kona hans Jónína Hermannsdóttir, og ólst hann upp í stórum systkinahópi. Eiginkona Jónasar var Kristín Steingrímsdóttir frá Ísafirði. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 114 orð

Jónas G. Halldórsson Elsku langi. Okkur systurnar langar að minnast þín líka með minningargrein. Þú varst alltaf svo góður við

Elsku langi. Okkur systurnar langar að minnast þín líka með minningargrein. Þú varst alltaf svo góður við okkur þegar við komum í heimsókn til þín á elliheimilið. Við munum líka þegar þú gistir hjá okkur. Þú varst hjá okkur um sl. jól og Sunnu fannst leiðinlegt að þú svafst á meðan við tókum upp pakkana því það var pakki til þín. En þú varst svo þreyttur. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 345 orð

Jónas Halldórsson

Tengdafaðir minn Jónas Halldórsson er fallinn frá. Við fráfall hans er mér efst í huga þakklæti fyrir áratugalanga vináttu hans. Ég kynntist honum fyrir rúmum 40 árum er ég átti því láni að fagna að kvænast elstu dóttur hans, Hermínu. Hann sýndi mér strax traust sem ég mat mikils og gaf mér vináttu sína, sem aldrei bar skugga á og aldrei verður fullþökkuð. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 550 orð

Már Egilsson

Við útför Más Egilssonar verður mér hugsað til löngu liðinna daga í Menntaskólanum Í Reykjavík. Ég settist í hann haustið 1948, þá hafði Már þegar verið tvo vetur í honum, allt frá haustinu 1946, að hann, einn í hópi 30 glæsilegra ungra námsmanna, náði nægilegri hárri aðaleinkunn til að geta sezt í 1. bekk, á aldarafmæli skólans. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 226 orð

Már Egilsson

Við undirritaðir, vinir og spilafélagar Más Egilssonar, drúpum nú höfði í þakklæti og virðingu. Við áttum samleið með Má í blíðu og stríðu í meira en fjörutíu ár og margar samverustundirnar eru okkur ógleymanlegar. Flestir fundir okkar voru gleðifundir, fyrst ungra manna, síðan blandaðir alvarlegri málum fullmótaðra fjölskyldumanna og loks fór að síga á síðari hluta ævinnar hjá okkur öllum. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 192 orð

Ólöf Ísfeld

Margra ánægjustunda minnist ég úr Vesturbænum, þegar ég lít til baka. Blíða, umhyggja og góðmennska lýsa Ollu best. Heimili Ollu og Stjána var alltaf opið fyrir mér og ég notfærði mér það óspart í mörg ár. Mest dvaldi ég ásamt Möggu dóttur hennar í eldhúsinu að aðstoða við bakstur og ekki amaðist hún við því, þótt það hafi gengið á ýmsu þar. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 210 orð

Ólöf Ísfeld

Þegar við hugsum til baka þá fyllist hjörtu okkar af þakklæti til ömmu fyrir allar liðnar samverustundir. Brosið hennar bjarta var alltaf til staðar. Hún hugsaði vel um okkur öll og vildi allt fyrir okkur gera. Alltaf var mikið um að vera hjá ömmu og afa í Safamýrinni. Þau voru lífleg og skemmtileg. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 453 orð

Ólöf Ísfeld

Þegar við missum einhvern af því samferðarfólki hér á jörðu sem okkur hefur þótt vænt um er eðlilegt að fyllast trega og söknuði. Hugur okkar hvarflar að því liðna og því sem við fengum að njóta. Þegar ég kveð nú Ólöfu Ísfeld fylla minningarnar hugann og þá ber þar hæst þakklæti fyrir allt sem hún var mér. Við Olla kynntumst fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég giftist bróðursyni hennar. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 407 orð

ÓLÖF ÍSFELD

ÓLÖF ÍSFELD Þórunn Ólöf Kristjánsdóttir Ísfeld fæddist í Húsavík eystri 6. apríl 1916. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Júlía Steinsdóttir, f. 1891, og Jens Kristján Guðmundsson Ísfeld, f. 1880. Systkini hennar voru: Séra Jón Kr. Ísfeld, f. 1908, d. 1993, Lilja Kr. Ísfeld, f. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 155 orð

Selma Rún Robertsdóttir

Selma Rún hefur kvatt þennan heim, þessi sólargeisli sem hafði svo geislandi bjart bros sem bræddi hjörtu okkar allra. Hún var svo uppnumin og heilluð af því sem var að gerast í kringum hana og var miðdepill þeirra sem í kringum hana voru. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 249 orð

Selma Rún Robertsdóttir

Lífið tók óvænta stefnu hjá Ólöfu systur minni og manni hennar Roberti, er þau eignuðust Selmu Rún löngu fyrir tímann. Hún hlaut mikla líkamlega fötlun í vöggugjöf og var mikið á sjúkrahúsi þann stutta tíma sem hún lifði, sem þó var ótrúlega langur. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 202 orð

Selma Rún Robertsdóttir

Við minnumst Selmu litlu með fallega brosið með mikilli eftirsjá, en erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni þó árin væru fá. Selma kom reglulega í heimsókn til okkar með mömmu sinni. Hún þroskaðist og dafnaði betur en jafnvel bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Líklega má þar að miklu leyti þakka henni eigin þrautseigju og baráttuvilja. Hún var dugleg stelpa. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 148 orð

Selma Rún Robertsdóttir

Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Í dag kveð ég með söknuði litlu vinkonu mína Selmu Rún. Það er ljúft að minnast hennar, hún var sem lítill sólargeisli sem slökkt er nú á, og brosið hennar yljaði mér ætíð um hjartarætur. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 725 orð

Selma Rún Robertsdóttir

Þú komst of fljótt og ætlaðir ekki að dvelja, stormar lífsins blésu í kringum þig ákaft, og kröftug voru veðraskiptin í lífi þínu. Þú komst sem mikill kennari inn í líf okkar, þú sameinaðir og þroskaðir tættar sálir. Þú talaðir ekki með orðum, en bláu og greindarlegu augun þín sögðu meira en orðagjálfur margra spekinganna. Líkaminn mikið fatlaður en hugurinn hreinn og óflekkaður. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 55 orð

SELMA RÚN ROBERTSDÓTTIR

SELMA RÚN ROBERTSDÓTTIR Selma Rún Robertsdóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1993. Hún lést á Landspítalanum 29. maí sl. Foreldrar hennar eru Ólöf de Bont Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, f. í Reykjavík 13.12. 1953, og Robert de Bont, húsasmiður, f. í Hollandi 13.5. 1950. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 172 orð

Selma Rún Róbertsdóttir

Ég veit um lind, sem ljóðar. Svo ljúft að raunir sofna, um lyf sem læknar sárin og lætur sviðann dofna. Um lítið blóm, sem brosir svo blítt, að allir gleðjast, um rödd, sem vekur vonir, þá vinir daprir kveðjast. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 256 orð

Selma Rún Róbertsdóttir

Það er sárt að kveðja lítið barn, en í dag kveð ég Selmu Rún. Ég sé Selmu Rún ekki framar, en minningarnar um hana munu fylgja mér. Leiðir okkar lágu saman þegar þessi litla hnáta, með sitt ómótstæðilega bros, hóf leikskólagöngu sína á Múlaborg, haustið 1993. Mér þótti hún ósköp brothætt þegar hún kom, og þennan fyrsta vetur var hún lengi frá vegna veikinda. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 183 orð

Sigurást Kristbjörg Friðgeirsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar langömmu minnar, Sigurástar Friðgeirsdóttur. Sterkustu minningar mínar um ömmu eru tengdar barnæsku minni. Það sem kemur fyrst upp í hugann er þegar ég gekk upp á Laufás með ömmu í Dagsbrún. Mér þótti alltaf mjög langt að ganga þangað þar sem Laufás var svolítið út úr bænum. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 652 orð

Sigurást Kristbjörg Friðgeirsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Sigurástar Friðgeirsdóttur, en hún verður lögð til hvílu í dag. Amma í Laufási, eins og hún var alltaf kölluð af okkur krökkunum, bjó öll uppvaxtarár mín í Laufási á Hellissandi og var sannarlega höfðingi heim að sækja. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 632 orð

Sigurást Kristbjörg Friðgeirsdóttir

Æ, tak þú Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðar-verndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. (Matthías Jochumsson). Sólin er sest og dagur kominn að kvöldi í lífi ömmu minnar ástkærrar. Hún kvaddi þennan heim laugardaginn 27. maí sl. Farsælu og miklu lífsstarfi hennar er nú lokið. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 198 orð

SIGURÁST KRISTBJÖRG FRIÐGEIRSDÓTTIR

SIGURÁST KRISTBJÖRG FRIÐGEIRSDÓTTIR Sigurást Kristbjörg Friðgeirsdóttir fæddist á Brimilsvöllum í Vallnahreppi á Snæfellsnesi 11. ágúst 1899. Hún andaðist að Hrafnistu í Reykjavík 27. maí. Hún var elsta dóttir hjónanna Jóhönnu Hansdóttur og Friðgeirs Friðrikssonar. Ólst hún upp á Brimilsvöllum í stórum systkinahópi til 12 ára aldurs. Meira
2. júní 1995 | Minningargreinar | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

2. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 156 orð

ESB vill aðild að fundum í bíladeilu

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur gripið inn í bíladeilu Bandaríkjanna og Japans með formlegri beiðni um að fá að taka þátt í viðræðum um hana. Beiðnin kom fram í bréfi frá Jean- Pierre Leng, sendiherra ESB hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), til viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna í Genf, Booth Gardner, Meira
2. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 290 orð

Kaupir frystihús og kvóta af Gunnarstindi

BÚLANDSTINDUR hf. á Djúpavogi mun taka við rekstri frystihússins í Breiðdalsvík á morgun, laugardaginn 3. júní, samkvæmt samkomulagi sem stjórnir fyrirtækjanna hafa gert sín á milli. Samkomulagið felur í sér að Búlandstindur hf. kaupir þær eignir Gunnarstinds sem eru á Breiðdalsvík og helming aflaheimilda bv. Kambarastar og bv. Hafnareyjar. Frá og með laugardegi verður starfsemi Gunnarstinds hf. Meira
2. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Kerkorian dregur til baka tilboð í Chrysler

KIRK Kerkorian hefur dregið til baka tilboð upp á 22.8 milljarða dollara í Chrysler -- sem var hafnað -- en kveðst munu halda áfram að þrýsta á um að fyrirtækið hækki verð hlutabréfa sinna. Tracinda-fyrirtæki Kerkorians í Las Vegas, sem óvænt bauð 55 dollara á hlutabréf 12. apríl, segir hlutabréf sín í Chrysler ekki til sölu. Meira
2. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 254 orð

Penninn í samstarf við Steelcase Strafor

PENNINN húsgögn hefur hafið samstarf við stærsta fyrirtæki heims á sviði skrifstofuhúsgagna, Steelcase Strafor í Bandaríkjunum. Bæði verður um að ræða innflutning á skrifstofubúnaði og framleiðslu á húsgögnum hér innanlands undir merki Steelcase. Hefur Penninn samið við Trésmiðju Kaupfélags Árnesinga um að annast framleiðslu og samsetningu á húsgögnum. Meira
2. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 110 orð

SHB hefur áhuga á SKOP

ANNAR stærsti banki Svíþjóðar, Handelsbanken, kveðst hafa sótt um leyfi stjórnvalda til að kaupa eignir SKOPBank í Finnlandi. Finnsk blöð hermdu í apríl að Handelsbanken og hollenzki bankinn ABN AMRO NV ættu í viðræðum um að taka við stjórn SKOPBank af Ríkisábyrgðasjóði Finnlands, GGF. Seinna bar ABN AMRO það til baka. Meira
2. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Tekjur hækkuðu um 51%

SAMKVÆMT upplýsingum Seðlabanka Íslands voru tekjur af erlendum ferðamönnum í janúar til mars samtals 3.243 milljónir króna samanborið við 2.147 milljónir á sama tímabili árið 1994 og er hækkun 51%. Af þessu eru fargjaldatekjur 1.179 milljónir og hækkar sá liður um 22% frá sama tímabili í fyrra. Eyðsla ferðamanna í landinu eykst um 75%, úr 1. Meira

Fastir þættir

2. júní 1995 | Fastir þættir | 181 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Sunnlending

Kjördæmamót Bridssambands Íslands var haldið á Egilsstöðum í samvinnu við Bridssamband Austurland helgina 20.-21. maí. Spilað var í tveimur deildum, tvöföld umferð, alls 6 umferðir með 20 spila leikjum. Spilað varí Hótel Valaskjálf við mjög góðar aðstæður og móttökur voru mjög góðar hjá heimamönnum. Keppnin var jöfn og spennandi í báðum deildum og endaði þannig: 1. Meira
2. júní 1995 | Fastir þættir | 30 orð

(fyrirsögn vantar)

HLUTAVELTA. Þessar brosmildu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar MS-félagi Íslands. Alls söfnuðu þær 880 krónum og rann allur ágóði til samtakanna. Þær heita Halldóra, Edda, Lilja, Tinna, Dögg og Eva María. Meira
2. júní 1995 | Fastir þættir | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

Barna- og fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. apríl sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Karlsdóttur Guðrún Jónsdóttir og Þorgrímur Björnsson. Heimili þeirra er á Vífilstöðum, Garðabæ. Meira
2. júní 1995 | Fastir þættir | 1671 orð

(fyrirsögn vantar)

FERMINGAR Á HVÍTASUNNUFERMINGAR Á HVÍTASUNNUFERMING í Barðskirkju annan hvítasunnudag kl. 13. Prestur sr. Gísli Gunnarsson. Fermd verða: Einar Þórarinn Númason, Reykjarhóli 2. Iðunn Ósk Óskarsdóttir, Stóru-Þverá. Jóhann Ásmundur Lúðvíksson, Sigríðarstöðum. Meira

Íþróttir

2. júní 1995 | Íþróttir | 133 orð

Armenia Bielefeld vill Eyjólf Sverrisson

"ÞAÐ er rétt að þýska liðið Bielefeld hefur haft samband við mig og spurt hvort ég væri tilbúinn að koma til félagsins. Ég sagði forráðamönnum félagsins að ég myndi athuga málið og hef ekkert heyrt frá þeim síðan," sagði Eyjólfur Sverrisson, leikmaður með tyrkneska liðinu Besiktas. Bielefeld, sem komst upp í 2. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 309 orð

Arnfernee Hardaway hetja Orlando

ORLANDO Magic sigraði Indiana Pacers 108:106 í fimmta leik félaganna í úrslitum Austurhluta NBA deildarinnar í fyrrinótt. Viðureignin var jöfn líkt og þær fyrri milli þessara liða í úrslitakeppninni og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 304 orð

Arnór heiðraður fyrir leikinn "Ég var sto

"Ég var stoltur að taka á móti blómvendinum," sagði Arnór Guðjohnsen, leikmaður Örebro, sem var kallaður fram á völlinn fyrir leik Svíþjóðar og Íslands til að taka við viðurkenningu frá sænska blaðinu Expressen, sem valdi hann knattspyrnumann Svíþjóðar 1994. Þá má geta þess að fyrir leikinn var tilkynnt í hátalarakerfi vallarins, hverjir væru heiðursgestir. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 33 orð

Arnór varheiðraður

ARNÓR Guðjohnsenvar heiðraður fyrir leikinn í Stokkhólmi í gær;tók við blómvendi ogstyttu frá dagblaðinuExpressen, sem valdihann knattspyrnumann ársins í Svíþjóðí fyrra, en ekki hafðigefist tækifæri til aðafhendi Arnóri viðurkenninguna fyrr en nú. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 198 orð

Ásmundur aftur í KR og Sebastían í Aftureldingu ÁSMUNDUR Einarsson markvörður sem lék með Aftureldingu á síðasta keppnistímabil

ÁSMUNDUR Einarsson markvörður sem lék með Aftureldingu á síðasta keppnistímabil hefur ákveðið að ganga ný til liðs við sína fyrri félaga í KR, en þar lék hann áður. Ásmundur var í vor valinn efnilegasti leikmaður 1. deildar karla af leikmönnum og þjálfurum 1. deildarfélaganna. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 113 orð

Christie fimmti HEIMS- og Óly

HEIMS- og Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi karla Linford Christie hóf utanhússtímabilið ekki með neinum glæsibrag á móti í Frakklandi í gærkvöldi. Hann varð að gera sér að góðu fimmta sætið í 200 metra hlaupi á 20,80 sek. Sigurvegari varð Frankie Fredericks frá Namibíu á 20,41 sek. Belginn Patrick Stevensson varð annar á 20,58 sek. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 223 orð

Erfitt hjá Edberg

Svíinn Stefan Edberg hefur átt erfitt uppdráttar á Opna franska meistaramótinu. Michael Stich vann hann 7-6, 6-3 og 6-2 í annarri umferð í gær og hefur þá unnið hann í tíu af 15 leikjum þeirra. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 230 orð

EYDÍS Konráðsdóttir

EYDÍS Konráðsdóttir sigraði í tveimur einstaklingsgreinum á Smáþjóðaleikunum í gær og var í sigursveit Íslands í 4x200 metra skriðsundi. Hún hefur unnið til gullverðlauna í öllum fjórum greinunum sem hún hefur keppt í. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

"Ég var öruggur um að skora"

ÍSLENDINGAR fengu fyrsta stig sitt í undankeppni Evrópukeppni landsliða í gærkvöldi, er þeir gerðu jafntefli, 1:1, gegn Svíum á Råsunda-vellinum í Stokkhólmi. Arnar Gunnlaugsson gerði mark Íslands með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu strax á upphafsmínútum leiksins. Svíar jöfnuðu svo úr vítaspyrnu sem dómarinn færði þeim á silfurfati. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 101 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRSigurður í þriðja sæti í S

Sigurður Einarsson varð í þriðja sæti í spjótkasti á Bruce Jenner-mótinu, sem fór fram í San Jose í Bandaríkjunum um síðustu helgi en mótið er eitt stigamóta alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Sigurður kastaði 76,46 m, en sigurvegarinn, Tom Pukstys frá Bandaríkjunum, kastaði 80,28 m og Edgar Baumann frá Paraguay 77,06 m. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

Getum leikið betur

Ég er ánægður með úrslitin, en ekki leik okkar. Við getum leikið miklu betur en við gerðum hér. Mér fannst vanta meira sjálfstraust hjá leikmönnum - þeir hopuðu oft fljótt og of aftarlega. Svíar voru meira með knöttinn og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Það hafði sín áhrif á leik okkar, hvað við skoruðum fljótt í leiknum - ég hefði viljað fá markið seinna. Vítaspyrnudómurinn var út í hött. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 590 orð

Golf Tommy Armour mótið Keppnin fór fram hjá Golfklúbbnum Keili 27. maí. Helstu úrslit: Karlar án forgjafar: 1. Kristján R.

Tommy Armour mótið Keppnin fór fram hjá Golfklúbbnum Keili 27. maí. Helstu úrslit: Karlar án forgjafar: 1. Kristján R. Hansson, GK72 2. Ásgeir Guðbjartsson, GK77 3. Ómar Örn Ragnarsson, GB78 Konur með forgjöf: 1. Björk Ingvarsdóttir, GK66 2. Lilja G. Karlsdóttir, GK73 3. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 163 orð

Guðmundur formaður landsliðsnefndar HSÍ

ÞORGILS Óttar Mathiesen hefur óskað eftir því að hætta sem formaður landsliðsnefndar HSÍ og hefur verið ákveðið að Guðmundur Ingvarsson, sem setið hefur í landsliðsnefnd, taki við en málið verður afgreitt á næsta stjórnarfundi. Þá verður einnig lagt til að Jón H. Karlsson komi inn í nefndina og að Davíð Sigurðsson, Pálmi Matthíasson og Stefán Carlsson verði áfram. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 58 orð

Hjólreiðar

Ítalska keppnin Staðan að loknum nítjánda hluta: 1. Pascal Richard, Sviss4:01,11 klst. 2. Rodolfo Massi, Ítalíusami tími 3. Nelson Rodriguez, Kólombíusami tími 4. H. Buenahora, Kólombíu10 sek á eftir. 5. Massimo Ghirortto, Ítalíu1:08 mín. 6. Marcello Siboni, Ítalíu 1:08 mín. 7. Thomas Davy, Frakklandi 1:08 mín. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 323 orð

Í kvöld

Knattspyrna 2. deild karla Akureyrarv.:Þór - HK20Fylkisv.:Fylkir - ÍR20Garðsv.:Víðir - KA20Stjörnuv.:Stjarnan - Víkingur R.20Þróttarv.:Þróttur - Skallagr.203. deild karla Húsavíkurv.:Völsungur - Selfoss20Leiknisv. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 124 orð

Íslendingar fengu aukaspyrnu fjórum metrum frá vítateig

Íslendingar fengu aukaspyrnu fjórum metrum frá vítateig Svía, þegar brotið var á Arnari Gunnlaugssyni á fjórðu mín. Svíar stilltu upp varnarvegg rétt innan vítateigs - fyrir framan Rúnar Kristinsson og Arnar Gunnlaugsson. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 81 orð

Íslendingar sanka að sér verðlaunum

ÍSLENSKA íþróttafólkið sankar að sér verðlaunum á Smáþjóðaleikunum. Eftir að keppni er lokið í 40 greinum hafa íslensku keppendurnir hlotið 19 gullverðlaun, 8 silfur og 12 brons, alls 39 verðlaunapeninga en næst kemur lið Kýpur með 8 gull, 12 silfur og 11 brons, eða 31 verðlaunapening. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 194 orð

Knattspyrna Æfingalandsleikir Belgrad: Júgóslavía - Rússland1:2Dejan Petkovic (34.) - Valery Karpin (vsp. 33.), Vladimir

Æfingalandsleikir Belgrad: Júgóslavía - Rússland1:2Dejan Petkovic (34.) - Valery Karpin (vsp. 33.), Vladimir Beschastnykh (41.). 40.000. Helsingi: Finnland - Danmörk0:1Beck (74.). 7.112. Frakkland Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 192 orð

Magic hefur sigrað í öllum fimm leikjunum

SJÖTTI leikur Orlando og Indiana fer fram í Orlando í nótt og vinni heimamenn hafa þeir tryggt sér sæti Austurdeildar í úrslitaleiknum um NBA titlinn. Indiana á á brattann að sækja því Orlando hefur sigraði í öllum fimm leikjum liðanna á þessu keppnistímabili sem fram hafa farið í Orlando. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 327 orð

NIALL Quinn

NIALL Quinn, framherji írska landsliðsins og nú Manchester City, er líklega á förum til Sporting Lissabon í Portúgal. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 85 orð

Ólafur tók vel á í fyrsta heila leiknum

ÓLAFUR Adolfsson, miðvörðurinnstóri og sterki úr ÍslandsmeistaraliðiSkagamanna, var í fyrsta skipti íbyrjunarliði landsliðsins í gærkvöldi,en stóð engu að síður vel fyrir sínuog bar enga virðingu fyrir hinumfrægu framherjum sænska bronsliðsins frá HM. Hér á hann í höggivið Martin Dahlin, og ekki er annaðað sjá en Skagamaðurinn hafi betur. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 335 orð

Óþarfa basl gegn Möltu

ÍSLENSKA karlalandsliðið sigraði Möltu næsta örugglega í gær, 3:0 eftir að hafa lent í basli í fyrstu hrinunni. Öruggur sigur eins og búist var við. Það byrjaði ekki gáfulega hjá íslenska liðinu því í fyrstu hrinu komust Möltubúar í 5:12 áður en íslenska liðið hrökk í gang og gerði næstu tíu stig og sigraði 15:12. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 185 orð

PAUL Ince

PAUL Ince hjá Manchester United er ekki á förum frá félaginu en orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki. Inter Milan á Ítalíu hefur ítrekað reynt að bjóða í Ince og einnig Eric Cantona, en báðir hafa skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 403 orð

Skjaldbaka í félagslitum BRASILÍSKIR fótboltafí

BRASILÍSKIR fótboltafíklar hafa verið varaðir við og eiga handtöku á hættu ef þeir koma með gæludýrin sín á leiki. Aðvörunin var gefin út eftir að stuðningsmenn Flamengo mættu á kappleik og til að halda upp á kaup á nýjum liðsmanni, sem heitir Edmundo en er kallaður "dýrið", mættu sumir með gæludýr. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 366 orð

Smáþjóðaleikarnir Malta - Ísland54:74

Smáþjóðaleikarnir í Lúxemborg - landsleikur kvenna, fimmtudaginn 1. júní 1995. Gangur leiksins 0:2, 2:8, 5:11, 8:16, 13:18, 16:18, 18:18, 21:27, 28:27, 28:31, 32:31, 33:34, 35:37, 39:37. 39:39, 42:42, 42:49, 45:53, 48:69, 54:71 54:74. Stig Íslands: Olga A. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 155 orð

Sundsambandið vildi ekki senda Laine

ÞÝSKI þjálfarinn Martin Rademacher, sem átti að vera aðalþjálfari íslenska sundfólskins, forfallaðist daginn áður en íslenski hópurinn hélt á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg. Ástæðan var sú að móðir hans liggur mikið veik og fór hann því beint til Þýskalands sl. laugardag. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 144 orð

Svíar treysta á sigur Íslands

"ÉG varð fyrir miklum vonbrigðum með að við náðum ekki að leggja Íslendinga að velli. En draumur okkar um að komast til Englands er ekki úti - nú treystum við á Íslendinga, þeir koma til með að leggja bæði Tyrki og Svisslendinga að velli í Reykjavík," sagði Tommy Svensson, landsliðsþjálfari Svía, eftir 1:1 jafnteflisleikinn í Stokkhólmi í gærkvöldi. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 132 orð

Svíþjóð - Ísland1:1 Råsunda lei

Råsunda leikvangurinn í Stokkhólmi, Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, fimmtudaginn 1. júní 1995. Aðstæður: Eins og best verður kosið, sól og 25 stiga hiti. Mark Íslands: Arnar Gunnlaugsson (4.). Mark Svíþjóðar: Thomas Brolin (17. - vítaspyrna). Gult spjald: Guðni Bergsson (17. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 648 orð

Tennis

Opna franska Einliðaleikur karla - 2. umferð: Corretja (Spáni) sigraði Guy Forget (Frakkl.) 6-2 6-3 6-3 11-Alberto Berasategui (Spáni) sigraði Marcelo Rios (Chile) 6-4 7-5 6-7 (3-7) 3-6 6-1. 1-Andre Agassi (Bandar.) sigraði Todd Woodbridge (Ástralíu) 7-5 6-1 6-0. Mikael Tillstrom (Svíþjóð) sigraði Bernd Karbacher (Þýskal. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 218 orð

Tennisfólkið hefur lokið keppni

TENNISFÓLKIÐ okkar hefur lokið keppni að þessu sinni. Hrafhildur Hannesdóttir og Stefanía Stefánsdóttir komust í aðra umferð í tvíliðaleik en duttu þar út gegn stúlkum gegn Mónakó, töpuðu illa 6:0 og 6:0. Reynir þriðji eftir fyrri dag Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 166 orð

Theódór áfram hjá Víkingum

THEÓDÓR Guðfinnsson framlengdi í gærkvöldi samning sinn við Víkinga til eins árs, um þjálfun kvennaflokks félagsins í handknattleik. Valsmenn voru á höttunum eftir honum til að taka við þjálfun Íslandsmeistaraliðs félagsins í karlaflokki í stað Þorbjörns Jenssonar, sem er eins og kunnugt er tekinn við þjálfun landsliðsins. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 516 orð

Tvenn bronsverðlaun í borðtennis

Guðmundur P. Stephensen og Ingólfur Ingólfsson og Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir urðu í þriðja sæti í tvíliðaleik í borðtennis á Smáþjóðaleikunum í gær. Strákarnir unnu Möltu og Lichtenstein en töpuðu fyrir Kýpur naumlega 18:21 og 17:21 en áttu aldrei möguleika gegn öflugum Lúxemborgurum, töpuðu 11:21 og 9:21. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 58 orð

Vítið sem Svíar fengu

"ÞETTA var engin vítaspyrna - ég varundrandi þegar dómarinn benti á vítapunktinn. Boltinn hafnaði á brjóstkassanum ámér," sagði Rúnar Kristinsson, óhress eftirleikinn er hann var spurður um vítið semSvíar gerðu jöfnunarmark sitt úr. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 154 orð

"Þetta er geysilegur sigur fyrir okkur"

Ég er uppi í skýjunum - að ná jöfnu við bronslið Svía frá heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum, er geysilegur sigur fyrir okkur. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að heppnin var með okkur - Svíar fengu fleiri tækifæri til að gera út um leikinn, áttu skot sem hafnaði á þverslá. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 481 orð

Þórdís og Vésteinn bæði á efsta þrep

ÞÓRDÍS Gísladóttir sigraði í hástökki og Vésteinn Hafsteinsson í kringlukasti á fyrsta degi frjálsíþrótta á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í gærkvöldi. Þórdís stökk 1,80 metra og var að sigra í hástökki á Smáþjóðaleikum í fjórða skipti, eða í öll skiptin sem hún hefur tekið þátt. Vésteinn kastaði kringlunni 59,60 metra og var töluvert frá sínu besta en setti vallarmet. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 739 orð

Þrefalt hjá Eydísi

EYDÍS Konráðsdóttir stóð vel fyrir sínu í þeim þremur greinum sem hún keppti í í gær. Hún gat raunar varla gert betur, stúlkan því hún sigraði í þeim öllum og setti Íslandsmet ásamt stöllum sínum í 4×200 metra skriðsundi. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 503 orð

Þögnin var eins og á sumarkvöldi í Ásbyrgi

EF hægt hefði verið að ljósmynda þögnina sem varð á Råsunda-leikvanginum í Stokkhólmi, eftir aðeins fjórar mínútur af leik Svíþjóðar og Íslands í gærkvöldi, hefði sú mynd verið valin fréttamynd ársins í heiminum - það var eins og vera á tjaldstæði í Ásbyrgi, þegar knötturinn sveif um loftið eins og hunangsfluga og hafnaði í "flugnanetinu." Ég á ekki nema eitt orð yfir þögnina - stórkostlegt. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 383 orð

Ætlum okkur gullið

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik sigraði Möltu með 20 stiga mun, 74:54, á Smáþjóðaleikunum í gær og tryggði sér þar með rétt til að leika til úrslita við Lúxemborg í dag. Fyrri hálfleikur var slakur hjá íslenska liðinu og hafði Malta yfir í hálfleik, 37:39. Í síðari hálfleik sýndu íslensku stúlkurnar yfirburði sína. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

» Friðrik Diego ReykjavíkurmeistariFRIÐRIK Diego sigraði Þorgeir Guðmundsson 5-4 í oddaleikum Reykjavíkurmeistaratitilinn í pílukasti en keppnin fórfram í fimmta sinn. Sigurður Hjörleifsson varð í þriðja sætieftir keppni við Rúnar Gunnarsson. Meira
2. júní 1995 | Íþróttir | 33 orð

(fyrirsögn vantar)

Fasteignablað

2. júní 1995 | Fasteignablað | 1888 orð

Byggingarlínan opnar íslenzkum byggingariðnaði dyr út um allan heim

ÞVÍ er gjarnan haldið fram, að íslenzkir byggingaraðilar og byggingavöruframleiðendur standist fyllilega samanburð við erlenda aðila, en kunni ekki að sama skapi að vekja athygli á sér og framleiðslu sinni. Þetta hafi komið mörgum í koll í vaxandi samkeppni erlendis frá. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 282 orð

Fallegt einbýlis- hús við Reynilund

HJÁ Fasteignamarkaðnum er nú til sölu fallegt, einlyft einbýlishús við Reynilund 5 í Garðabæ. Þetta er steinsteypt hús, um 288 ferm. með tvöföldum bílskúr og sólskála. Húsið stendur á fallegri, ræktaðri lóð. Eigendur eru Sigfús J. Johnsen og Kristín Þorsteinsdóttir. Á þessa eign eru settar 19 millj. kr., en á henni hvíla engar veðskuldir. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 195 orð

Fullbúið skrifstofuhúsnæði á Bíldshöfða

Hjá fasteignasölunni Huginn er til sölu eða leigu skrifstofuhúsnæði að Bíldshöfða 18. Að sögn Þórðar Jónssonar hjá fasteignasölunni Huginn er þetta steinsteypt hús, byggt 1983. Þetta er fullbúið skrifstofuhúsnæði, mjög snyrtilegt og vel fyrir komið samkvæmt upplýsingum Þórðar. Næg bílstaði eru við húsið. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 25 orð

Gott garðhús

Gott garðhús Gott garðhús er gulls ígildi fyrir garðeigendur. Hér má sjá eitt slíkt sem virðist sameina gott notagildi, fallegt útlit og jafnframt vera lítið fyrirferðar. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 131 orð

Hús á vinsælum stað

TIL sölu er Þrastargata 11 hjá fasteignasölunni Borgum. Að sögn Ægis Breiðfjörð er þetta lítið, steinsteypt einbýlishús, hæð og ris. Grunnflöturinn er um 116 fermetrar. Á neðri hæð eru stofur, eldhús, snyrting og þvottahús," sagði Ægir ennfremur. Á efri hæð eru tvö herbergi og gott baðherbergi. Allar innréttingar eru mjög góðar og vandaðar. Húsið er mjög nýlegt, byggt 1990. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 430 orð

Hæstu turnar heims í Austur-Asíu

SEARS-turninn í Chicago er 443 metra hár og hefur verið hæsta bygging heims í 21 ár, en á næstu árum hverfur hann í skugga hærri turna í Austur-Asíu. Á næsta ári verður lokið við að reisa tvo 450 metra háa turna, svokallaða Petrónuturna í Kuala Lumpur í Malajsíu. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 228 orð

Hönnunarsamkeppni um félagslegar íbúðir

ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til hugmyndasamkeppni um grunnhönnun á félagslegum íbúðum í tilefni af fjörutíu ára afmælis húsnæðismálastjórnar og Húsnæðisstofnunar ríkisins hinn 20. maí sl. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá Húsnæðisstofnun ríkisins. Á síðustu árum hefur talsverð umræða farið fram í húsnæðismálastjórn um hönnun og gerð félagslegra íbúða. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 167 orð

Leitun á jafn vönduðum eignum

Við Flétturima 2 og 4 eru til sölu íbúðir hjá fasteignasölunni Fjárfestingu. Að sögn Sigurðar Jónssonar hjá Fjárfestingu eru þetta íbúðir í þriggja hæða fjölbýlishúsi sem teiknað er af Einari V. Tryggvasyni arkitekt, en byggt af Atla Eríkssyni sf. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 303 orð

Liverpool til sölu

HÚSEIGN Liverpool að Laugavegi 18B er nú til sölu hjá fasteignasölunni Hóli. Hér er um að ræða 1.817 ferm. verzlunar- og skrifstofuhúsnæði í steinsteyptu húsi, sem er fimm hæðir og kjallari. Húsið var byggt í þremur áföngum á árunum 1955-1960 af Páli Sæmundssyni, en hönnuður þess var Hannes Kr. Davíðsson arkitekt. Verðhugmynd fyrir allt húsið er 95 millj. kr., en ekkert hvílir á því. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 800 orð

Ljúfir tónar í svitabaði

Síðastliðið sunnudagskvöld héldu tveir fremstu fiðlusnillingar okkar tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði og leikmaður á sviði tónlistar getur aðeins þakkað fyrir sig og lýst hrifningu sinni, enda er þetta ekki vettvangur til að fjalla um listir. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 385 orð

Merkishús í nýjum búningi

FYRIR skömmu hóf veitingastaðurinn Astro göngu sína í húsinu Austurstræti 22 eftir miklar og gagngerar breytingar á húsinu. Rekstraraðilar eru þeir Helgi Björnsson og Hallur Helgason, en eigandi hússins er Jón Bjarnason. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 1052 orð

Norsk byggð

SKEMMTILEGT er að virða fyrir sér byggðalög og bæi á Norðurlöndunum. Hvert landanna fyrir sig ber sitt ákveðna svipmót. Fljótt á litið virðist mér sem stærsta hlutfall timburhúsa sé í Noregi. Hér er ég ekki að vitna til neinnar könnunar heldur er um eigin ágiskun að ræða. Mér finnst fallegt að virða fyrir mér norska bæi og byggðalög. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 35 orð

Notaleg skreyting

Ef fólk vill koma upp hjá sér notalegri skreytingu í eldhúsinu er þetta tilvalin hugmynd. Efniviðurinn er diskaþurrka sem saumaðar eru á útklipptar myndir af kaffikönnum. Slík sjón yljar kaffielskum mönnum vafalaust innan rifja. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 654 orð

Reglulegt viðhald íbúðarhúsnæðis

Það á við um íbúðarhúsnæði eins og flest annað, að reglulegt viðhald eykur endingartíma og stuðlar að lægri endurbótakostnaði. Umræður um viðhald, endurbætur og endurnýjun á eldra íbúðarhúsnæði hafa aukist að undanförnu. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 22 orð

Sjónvarp í fataskáp

Sjónvarp í fataskáp Það getur verið þægilegt að hafa sjónvarp í svefnherbergi sínu. Hér er sjónvarpið byggt inn í fataskápinn á einfaldan máta. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 28 orð

Skeljar í stað flísa

Skeljar í stað flísa Hér má sjá að hægt er að nota ýmislegt annað en flísar fyrir ofan vaska. Hér gegna skeljar úr fjörunni hlutverki flísa með talsverðum myndarbrag. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 24 orð

Smekkleg gluggatjöld

Smekkleg gluggatjöld Hér ræður léttleikinn ríkjum og frumleikinn að auki. Gluggatjöldin eru hengd upp í böndum og til skreytingar eru speglar í umgjörðum úr s Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 22 orð

Snyrtimennska í fyrirrúmi

Snyrtimennska í fyrirrúmi Oft gengur erfiðlega að hafa snyrtimennskuna í fyrrúmi í þvottahúsinu. Þetta fyrirkomulag sem hér er sýnt ætti að auðvelda þ Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 170 orð

Styrkir 25 verkefni með rúml. 20 millj.

ÞANN 17. maí sl. fór fram afhending á styrkjum þeim, sem húsnæðismálastjórn veitir nú árlega til margvíslegrar tækniþróunar og framfara í byggingar- og húsnæðismálum. Samtals bárust 43 umsóknir og hafa aldrei verið fleiri. Eru þær fjölbreytilegar og bera glöggan vott um þá miklu gósku, sem virðist vera fyrir hendi á byggingarsviðinu. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 388 orð

Vandað tveggja íbúða hús við Silungakvísl

Til sölu er hjá fasteignasölunni Laufási tveggja íbúða hús við Silungakvísl á Ártúnsholti. Að sögn Magnúsar Axelssonar í Laufási er um að ræða glæsilegt hús sem stendur á brekkubrún með stórfenglegu útsýni yfir höfuðborgina og nágrenni. Meira
2. júní 1995 | Fasteignablað | 47 orð

Vel nýtt pláss

Undir stigum er oft pláss sem æskilegt er að nýta. Hér má sjá hvernig hægt er að leysa það á hagstæðan máta. Sjónvarp og hljómflutningstæki hafa hér fengið sitt rúm og skáphurðir settar fyrir svo loka megi fyrir herlegheitin ef þau eru ekki í notkun. Meira

Úr verinu

2. júní 1995 | Úr verinu | 228 orð

Borgarplast gefur sjálfstýringu við siglingahermi

BORGARPLAST hf. hefur nú gefið Útvegssviði Verkmenntaskólans á Akureyri, sem starfrækt er á Dalvík, sjálfstýringu til að nota við siglinga- og fiskveiðihermi, sem verið er að setja upp við skólann. Fé til kaupa á herminum fékkst hjá hinu opinbera, en nú er verið að safna fjár til kaupa á nauðsynlegum tækjum, sem þurfa að fylgja herminum. Meira
2. júní 1995 | Úr verinu | 345 orð

Tæki til meðhöndlunar á fiski í blöndunni Q one

VÉLSMIÐJAN Klaki sf. í Kópavogi vinnur að þróun og framleiðslu búnaðar til að vökvameðhöndla ýmsar sjávarafurðir, bæði í vinnslustöðvum í landi og í vinnsluskipum. Bröste í Danmörku hefur keypt tvær sjálfvirkar vélar af þessu tagi og mun kynna á sjávarútvegssýningunni í Bella Center í Kaupmannahöfn ásamt "Q one" efnablöndunni sem fyrirtækið framleiðir. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 543 orð

Amman-Beirut-Amman meðMiddle East og Royal Jordanian

ROYAL Jordanian renndi úr hlaði á mínútunni. Á leið út á brautina var farið framhjá nokkrum vélum Iraqi Airways. Þær standa þarna nokkrar, auðar og yfirgefnar og harðlæstar. Hafa ekki flogið síðan í stríðinu því það er eitt af mörgu sem Írökum hefur verið bannað; að halda uppi flugsamgöngum til síns eigin lands. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 79 orð

Ferð á Hróar-skeldurokk-hátíðina

EFNT er til hópferðar á Hróarskeldurokkhátíðina í Danmörku dagana 28.júní-2.júlí á vegum ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða/Landsýnar. Þetta er í 25. skipti sem hátíðin er haldin og þar koma fram ýmsir þekktir tónlistarmenn að venju. Meðal þeirra eru The Cranberries, Van Halen, Page & Plant, Dizzy Mizz Lizzy og fleiri. Verð á mann, miðað við staðgreiðslu, er 39.910 kr. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 119 orð

Finnskur arkitekt hlaut 17 milljónir í verðlaun fyrir hönnun sína

DÖNSKU Carlsberg arkitektaverðlaunin voru veitt nýlega og að þessu sinni var það finnski arkitektinn Juha Leiviská sem fékk 1,5 milljónir DKR (nálægt 17 milljónum ÍKR) í verðlaun fyrir hönnun sína. Margrét Danadrottning veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru veitt. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 271 orð

Fjölskyldufræðingar stofna fagfélag

NÝLEGA var stofnað Félag háskólamenntaðra fjölskyldufræðinga. Í mörg ár hafa sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, læknar og fleiri sem eru í sálgæslu sinnt fjölskyldum í vanda. Ekkert samheiti hefur verið til fyrir þá sem taka fjölskyldur í meðferð og því hafa mörg hjón eða einstaklingar í erfiðleikum ekki vitað hvert ætti að leita eftir aðstoð. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 707 orð

Framleiðendur tölvuleikja eyða tugum milljóna í að þróa ljóta ofbeldisleiki

"MIKIÐ ofbeldi er í barnatímum sjónvarps og 94% af efni sem börnum er boðið uppá innihalda ofbeldi. 80% þeirra sem beita ofbeldi í barnatímum eru karlar. Það eru aðallega gamalmenni, konur og minnihlutahópar sem verða fyrir barðinu á ofbeldisseggjunum. Afleiðingar þess sjást nær aldrei." Þessar upplýsingar eru úr bandarískri rannsókn sem gerð var 1992 í Bandaríkjunum og Evrópu. Dr. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 83 orð

Færri útlendingar komu í maí

FÆRRI útlendingar komu til Íslands í maí nú en í fyrra og er þetta fyrsti mánuður ársins 1995 þar sem komum útlendinga fækkar. Nú komu 13.665 erlendir gestir hingað en voru 14.846 í maí í fyrra. Íslendingum fjölgaði hins vegar um rösklega 900. Flestir erlendu gestanna voru frá Þýskalandi eða 2.229 og næstir voru Bandaríkjamenn 2.053, Svíar 1.968 og Danir 1.899. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 138 orð

Gulrætur og beta-karótín HINIR staðfö

HINIR staðföstu, sem gæða sér fremur á gulrótum, brokkólí eða öðrum beta-karótínríkum fæðutegundum í stað sætinda á milli mála, ættu að gleðjast yfir nýjustu upplýsingum í bandaríska heilsuritinu Prevention. Þar er haft eftir Dr. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1010 orð

Hafmeyjur selja mel-ónur við þjóðveginn

BÍLSTJÓRINN minn er í ástarsorg. "Við vorum vön að gera brjálaða hluti, kærastan mín og ég. Ég gæti trúað að hún væri norn. Eða skyggn. Hún er bara 16 en ég 21. Hún er byrjuð með öðrum, það er óþolandi. Hann er í hernum, ég skil ekki hvernig hún getur verið með hermanni. Ætti ég að hringja í hana. Ég hringdi þrisvar í gær." -Blessaður láttu það vera. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 147 orð

Handbók yfir300 gisti-staði komin út

ÁNING ­ gististaðir á Íslandi 1995 er komin út og er það handbók með upplýsingum um nær 300 gististaði á landinu og hvar þeir eru, og stuttleg lýsing á hverjum og einum. Handbókin er einnig á ensku og þýsku. Hún mun liggja frammi á ýmsum þeim stöðum sem ferðamenn koma á, má þar nefna upplýsingamiðstöðvar, ferðaskrifstofur og ýmsir áningarstaðir. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 249 orð

Hægt að spara tugi milljóna króna í stóreldhúsum

ENDURSKIPULEGGJA mætti mörg stóreldhús í sjúkrahúsum og víðar með það að markmiði að spara umtalsvert í rekstri og gera fæðið mun hollara að mati Ingu Þórsdóttur dósents í næringarfræði við Háskóla Íslands. Til stuðnings þessari fullyrðingu sinni bendir Inga á niðurstöður af 3ja ára rannsóknastarfi sínu sem hlutastarfsforstöðumaður í eldhúsinu á Landsspítalanum á árunum 1991-1993. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 168 orð

Íslandoft á dýrulistunum

ÞAÐ eru ekki nýjar fréttir að hvergi í heiminum sé bjór jafndýr og á Íslandi eftir aðskiljanlegum verðkönnunum í ferðablöðum og víðar að dæma. Í breska ferðaritinu Business Traveller sem er víðlesið birtist í hverjum mánuði tafla yfir hvar dýrast/ódýrast sé að kaupa einhvern tiltekinn hlut og jafnan teknir 12 staðir. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 139 orð

Kínverjar tak-marka gælu-dýrafjölda

KÍNVERSK stjórnvöld hafa nú sett lög sem banna að fjölskylda haldi fleiri en eitt gæludýr. Þess skuli einnig gætt að hafa dýrin alltaf í bandi. Þegar lögin verða komin til framkvæmda geta menn sem óhlýðnast þessu átt von á þungum sektum og því að fá alls ekki að hafa gæludýr um einhvern ákveðinn tíma. Frá þessu segir í blaði japanska flugfélagsins ANA. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 632 orð

Kúnstbróderaði mynd af hvítum fálka eftir málverki, sem birtist í Lesbók

FÁLKAR eru Unni Guðjónsdóttur, 82ja ára, ekki hugleiknari en aðrar dýrategundir, en tengjast þó óbeint fyrstu minningum hennar úr foreldrahúsum. Þar á bæ hékk ætíð blýantsteikning af íslenska fálkanum upp á vegg. Þegar Unnur var 5 ára voru foreldrar hennar látnir og hún fór í fóstur til föðursystur sinnar. Í pússi sínu hafði hún erfðagóssið; fálkamyndina og sófaborð. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 331 orð

Málverk hennar þykja býsna góð fjárfesting

TOVE Jansson er fleira til lista lagt en skrifa barnabækur með heimspekilegu ívafi, um múmínálfa og hemúl, og myndskreyta þær, því hún þykir fjarska góður listmálari og hefur málað um 500 myndir á 60 ára starfsævi sinni. Nýlega var sagt frá því í flugblaðinu Scanorama að málverk eftir Tove Jansson væru seld á verðbilinu 65-350 þúsund krónur og væru býsna góð fjárfesting. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 353 orð

Poxað á hverju horni

POX er nýjasta söfnunarárátta 5-16 ára krakka og poxkeppnir haldnar út um borg og bæ. Leikurinn felst í að skiptast á poxi, hringlaga myndum, 4,15 sm í þvermál. Aðferðin er einföld; leikmenn stafla myndum sínum í bunka og nota svokallaða sleggju til að kasta á bunka mótspilarans og vinna þær myndir sem snúast við. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 169 orð

Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllumhefur starf síðla júnímánaðar

FYRSTU námskeið Skíðaskólans í Kerlingafjöllum í ár verða 27. og 30. júní en alls verða þar 17 námskeið í sumar, þar af sjö um helgar. Auk hefðbundinnar svigkennslu verður kennt á gönguskíði fyrri hluta sumars og einnig á snjóbretti sem hvað vinsælust eru nú. Þetta er 35. sumarið sem skólinn starfar því hann var stofnaður 1961. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 957 orð

Sólarleikur við sjóndeildarhringinn

NÝ FERÐAÞJÓNUSTA Sólarleikur við sjóndeildarhringinn Í STARFI sem leiðsögumaður fer ekki hjá því að maður kynnist ólíku fólki á ferðum sínum og lendi í mismunandi aðstæðum. Það rifjast upp fyrir mér skemmtilegt atvik sem gerðist á Laugum í Reykjadal í júlí s.l. sumar. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1151 orð

SSeldi bílinn og hélt á vit ævintýranna

EFLAUST hefur marga Íslendinga dreymt um að sigla um suðræn höf á skemmtiferðaskipi í öllum þeim lúxus", sem nútíma fley hafa upp á að bjóða. Sumir láta dagdrauma duga en nokkrir hafa látið drauminn rætast. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 978 orð

Sturla Birgisson valinn matreiðslumeistari ársins 1995

UM síðustu helgi var valinn matreiðslumeistari ársins og það var Sturla Birgisson, matreiðslumaður í Perlunni, sem hlaut titilinn. Í öðru sæti varð Örn Garðarsson, matreiðslumaður hjá Glóðinni í Keflavík, og í 3. sæti Ingvar Svendsen, matreiðslumaður á Lækjarbrekku. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og fór hún fram í þrjá daga í Matreiðsluskólanum okkar í Hafnarfirði. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 259 orð

Sumar við höfnina

MIKIÐ verður um að vera við Reykjavíkurhöfn í sumar. Fastir liðir verða sjóferðir með s/s Árnesi um hafnarsvæðin undir leiðsögn kunnáttumanna um náttúrulíf og sögu. Farið verður einu sinni til tvisvar hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst í sumar. Þá verður gestum og gangandi boðið að skoða sælífsker á Miðbakka og eimreið Reykjavíkurhafnar verður til sýnis. Meira
2. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 885 orð

Þau eru að gera jarðvegsbæti og læra að flokka sorp

NEMENDUR 6-N í Lauganesskóla hafa fengið óvenju lifandi kennslu í tengslum við athyglisverða tilraun í umhverfismálum, sem átt hefur sér stað undanfarið eitt og hálft ár innan bekkjarins. Hugmyndin kom frá Sigríði Pétursdóttur kennara, sem sá til þess að komið var fyrir tveimur mismunandi safnkössum á lóð skólans, einum opnum og öðrum lokuðum, sem nemendur setja lífrænan úrgang í. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.