Greinar þriðjudaginn 27. júní 1995

Forsíða

27. júní 1995 | Forsíða | 95 orð

63 milljarðar fyrir sæti hjá SÞ

STJÓRNVÖLD á Tævan sögðust í gær reiðubúin að gefa milljarð bandaríkjadala, um 63 milljarða króna, í sjóð handa þróunarríkjunum ef ríkið fengi sæti hjá Sameinuðu þjóðunum. Tævan missti sæti sitt hjá SÞ árið 1971 í hendur kommúnistastjórninni í Kína en fram til þess tíma krafðist stjórn Tævans að hún nyti viðurkenningar sem stjórn alls Kína. Meira
27. júní 1995 | Forsíða | 234 orð

Grunar Súdani um aðild

HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gær, að hugsanlega hefðu stjórnvöld í Súdan staðið að baki banatilræðinu, sem honum var sýnt í Addis Ababa í Eþíópíu í gærmorgun. Var hann að koma til leiðtogafundar Einingarsamtaka Afríkuríkjanna í borginni þegar nokkrir menn, hugsanlega níu talsins, réðust á egypsku bílalestina með skothríð. Meira
27. júní 1995 | Forsíða | 84 orð

Reuter Aðgerðum lögreglu mótmælt

PALESTÍNSKUR drengur gerir hróp að ísraelskum hermönnum á götum Hebron í gær. Mikil ólga er á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna vegna hungurverkfalls palestínskra fanga. Þrír menn létust og 50 særðust er ísraelskir lögreglumenn skutu á mótmælendur í Nablus á sunnudag sem kröfðust lausnar fanganna. Meira
27. júní 1995 | Forsíða | 357 orð

Talið minnka möguleika Majors

JOHN Redwood lýsti því yfir í gær að hann hygðist bjóða sig fram í kjöri á leiðtoga breska Íhaldsflokksins, gegn John Major, forsætisráðherra. Framboð Redwoods er talið draga talsvert úr líkunum á því að Major haldi leiðtogasætinu. "[Michael] Heseltine mun alveg áreiðanlega fara fram í annarri umferð [leiðtogakjörsins]. Meira
27. júní 1995 | Forsíða | 346 orð

Umsátrinu um Sarajevó verði aflétt án tafar

FORSETI Frakklands, Jaques Chirac, tilkynnti seint í gærkvöldi að Evrópusambandið (ESB) krefðist þess að Bosníu-Serbar léttu tafarlaust umsátrinu um Sarajevó, og að opnaður yrði landvegur að strönd Adríahafsins. Meira

Fréttir

27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 139 orð

55 ár í jafnar tekjur kynjanna

ENN er rúmlega hálf öld í launajafnrétti kvenna og karla í Bretlandi, að því er fram kom í blaðinu The Times í gær. Að sögn blaðsins eru það niðurstöður opinberrar rannsóknarstofnunar, að heildar tímakaup kvenna sé aðeins um 79% af kaupi karla. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

65 ára afmælis SUS minnzt á Þingvöllum

SEXTÍU og fimm ára afmælis Sambands ungra sjálfstæðismanna var minnzt síðastliðinn laugardag, er stjórn og trúnaðarmenn SUS komu saman á Þingvöllum. Lagður var blómsveigur að minnisvarða Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, konu hans og dóttursonar. Þar flutti Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður SUS, ávarp. Meira
27. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 417 orð

Aðalskóli í Reykjahlíð og skólasel á Skútustöðum

SVEITARSTJÓRN Skútustaðahrepps hefur samþykkt tillögu um skipan skólamála í Mývatnssveit sem vænst er að um náist samkomulag. Tillaga var kynnt á fundi sem sveitarstjórn boðaði til á sunnudag með fimm manna nefndum foreldra sunnan og norðan vatns, stjórn foreldrafélaga, skólanefnd og kennurum. Meira
27. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Að leik við lækinn

FJÖLDI fólks leggur leið sína í Kjarnaskóg, útivistarsvæði Akureyringa á degi hverjum. Börnin eru þar sennilega í meirihluta að sumarlagi og hefur lækurinn sem rennur í gegnum skóginn mikið aðdráttarafl yngstu kynslóðarinnar. Þessir krakkar voru að leik við lækinn í gærdag. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 206 orð

Alþingishúsið opið almenningi

ÞINGMENN taka á móti gestum í Alþingishúsinu nk. laugardag í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fyrsta fundi hins endurreista Alþingis. Hinn 8. mars 1843 gaf Kristján konungur VIII út tilskipun um endurreisn Alþingis. Hið nýja þing skyldi skipað 20 þjóðkjörnum fulltrúum og sex konungkjörnum. Þingið kom saman til fyrsta fundar 1. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 80 orð

Annasamt hjá Major

LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkjanna 15 komu saman til fundar í Cannes í Frakklandi í gær en auk þess sitja fundinn fulltrúar 11 Austur-Evrópu- og Miðjarðarhafsríkja. Búist hafði verið við, að baráttan gegn atvinnuleysi og ástandið í Bosníu yrðu aðalmálin en líklegt er, að John Major, forsætisráðherra Bretlands, og sá slagur, sem hann stendur nú í, muni setja sinn svip á samkomuna. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 570 orð

Á 204 km hraða á bremsulausum bíl

TILKYNNT voru 38 umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Í 5 tilvikum urðu meiðsli á fólki og í einu tilviki er grunur um að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis. Sendibílstjórar í fólksflutningum Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Á 204 km hraða á hemlalausum bíl

22 ára gamall maður var staðinn að því aðfaranótt sunnudags að aka hálfhemlalausum bíl á 204 kílómetra hraða. Maðurinn ók inn í radargeisla lögreglunnar á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna. Hann var að koma af dansleik á Suðurlandi og var með fjóra farþega í bílnum. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á um það bil 170 km/klst hraða. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Átta félög af tíu hafa samþykkt

ÁTTA verkalýðsfélög af tíu hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga við starfsmenn álversins í Straumsvík. Félag matreiðslumanna og Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar koma saman til fundar í dag. Starfsmenn í eftirtöldum verkalýðsfélögum í álverinu í Straumsvík hafa samþykkt samningana: Verkamannafélaginu Hlíf, Félagi járniðnaðarmanna, Bíliðnaðarfélaginu, Félagi blikksmiða, Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Beiðni um framsal frá Bretum

BRESK yfirvöld hafa óskað eftir framsali Jeffreys Force, manns um fertugt sem situr í fangelsi hér á landi fyrir fíkniefnamisferli, en er eftirlýstur fyrir vopnað rán í Bretlandi. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í lok maí reyndist maðurinn, sem dæmdur var til 18 mánaða fangelsisvistar hér á landi í nóvember sl. fyrir fíkniefnasmygl, vera með falsað vegabréf. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 491 orð

Berserkslegt útlit varðmanns bendir til íslensks uppruna

"LEWIS-taflmennirnir eru örugglega annað hvort frá Noregi eða Íslandi og rannsóknir á Íslendingasögunum benda til þess að þeir séu frekar þaðan komnir," sagði dr. Mike Spearman, safnvörður við þjóðminjasafn Skotlands í Edinborg í samtali við Morgunblaðið. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 321 orð

Betri merkingar fækka slysum

NÝ og breytt reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra gekk í gildi 10. maí síðastliðinn. Helstu breytingarnar felast í fjölgun þjónustumerkja og nýrri vegmálningu til að aðgreina akstursstefnur. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 255 orð

Biskup Íslands sögumaður

BISKUP Íslands, Ólafur Skúlason, heldur í dag til Ísraels til að taka þátt í gerð nýrrar íslenskrar heimildamyndar sem tekin er að mestu leyti á söguslóðum Biblíunnar. Biskup er sögumaður myndarinnar sem skiptist í um 20 þætti og dreift víða. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 621 orð

Borga með sér til að vinna sjálfboðastarf

Í ÞJÓÐGARÐINUM í Skaftafelli vinnur þessa dagana hópur breskra sjálfboðaliða við viðgerðir á göngustígum. Hér eru á ferðinni félagar í sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd, British Trust of Conservation Volunteer (BTCV), en á þeirra vegum hafa komið hingað 8-12 manna hópar árlega frá 1984, sem vinna hér hálfan mánuð í senn. Meira
27. júní 1995 | Landsbyggðin | 310 orð

Byggingarkostnaður áætlaður um 52 milljónir króna

Ísafirði-Á laugardag var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við grunnskóla Súðavíkur en hin nýja bygging mun í framtíðinni hýsa leikskóla staðarins auk þess sem grunnskólinn og tónlistarskólin munu fá þar aðstöðu. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Bændurnir keyrðu fram á dýrbítinn

STÓR HUNDUR af schaefer- kyni drap og særði 17 kindur á bænum Hömrum í Grímsnesi síðastliðinn fimmtudag. Sjö þeirra, sex lambær og einn gemsi, voru svo illa bitnar að lóga þurfti þeim og óvíst er um að hinar nái sér og tvær drukknuðu í Hvítá. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð

Doktor í efnaverkfræði

SVAVA Ósk Jónsdóttir hefur hefur varið doktorsritgerð í efnaverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet. Í doktorsritgerðinni er nýrri aðferð lýst til að ákvarða víxlverkunarstuðla til að reikna fasajafnvægi fyrir lífrænar lausnir. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Doktor í íþróttafræðum

ERLINGUR Jóhannsson varði 30. maí sl. doktorsritgerð í íþróttafræðum við Íþróttaháskólann í Osló. Doktorsritgerðin fjallar um glúkósa og glúkósa-flutningsprótein í vöðvum. Ritgerðin byggist á rannsóknum sem voru gerðar í samvinnu við háskólann í Osló og einnig við Waterloo- háskóla í Ontario í Kanada. Erlingur Jóhannsson er 34 ára gamall. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Doktor í rafmagnsverkfræði

KRISTINN Kristinsson hefur varði nýlega doktorsritgerð sína í rafmagnsverkfræði við Háskólann í Bresku Kolumbíu í Vancouver, í Kanada. Ritgerðin er á sviði aðhæfðra stýrikerfa og fjallar um hvernig stýra má framleiðslu á pappír með notkun á hornréttum margliðum, Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Doktorsvörn

STEINUNN Kristín Filippusdóttir Le Breton, íslenskukennari við háskólann í Caen varði nýlega doktorsritgerð sína við Sorbonne- háskólann í París. Ritgerðin fjallar um áhrif latneskrar helgisagnaritunar á íslenska sagnaritun til forna. Meira
27. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

Draumasumarvinnan

ÞAU vinna við það í sumar að þjálfa og temja hross, félagarnir Sigrún Brynjarsdóttir, Erlendur Ari Óskarsson og Heimir Gunnarsson. Þau voru á ferðinni í gærdag með rúmlega 30 hross. "Það verður að halda þeim í formi, leyfa þeim að blása aðeins," sagði Erlendur Ari en í gær var farið úr hesthúsahverfinu við Lögmannshlíð inn að bænum Teigi í Eyjafjarðarsveit. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 829 orð

Dökkt útlit eftir að upp úr slitnaði

Verkfall yfirmanna á farskipum hófst í gær og í samantekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að deiluaðilar eru svartsýnir á lausn eftir að upp úr viðræðum slitnaði síðdegis. Talið er að verkfallið geti haft alvarlegar afleiðingar á erlendum mörkuðum ef það dregst á langinn. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 403 orð

Engin breyting á aðstoð ráðuneytis

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að Sophia Hansen fari ekki með rétt mál þegar hún segir í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag að hann hafi ætlað að ræða forræðismál hennar við utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO fyrir skömmu. Hann segir að Sigurður Pétur Harðarson, stuðningsmaður Sophiu, hafi óskað eftir því að svo yrði gert en hann hafi sjálfur engu lofað. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Féll af vinnupalli

MAÐUR um sjötugt féll af vinnupalli við sumarbústað í landi Bjarnastaða í Hvítársíðu á sunnudag. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið úr Reykholtsdal til Borgarness þangað sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti hann í Borgarspítalann. Þar var lent upp úr klukkan níu. Maðurinn mun hafa verið með áverka á hálsi og baki. Meira
27. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Féll út úr bílnum

MAÐUR, sem var farþegi í bifreið, var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri síðdegis á sunnudag eftir að hann féll út úr bílnum. Atvikið átti sér stað við hringtorg á Hörgárbraut. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra lögreglunnar á Akureyri hafði maðurinn í hyggju að opna glugga á bílnum en í ógáti opnaði hann dyrnar og féll við það út úr bílnum. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 698 orð

Fólk gerir kröfur um breytta framleiðsluhætti

Samtök norrænna búvísindamanna halda um þessar mundir ráðstefnu í Háskólabíói í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er Norrænn landbúnaður í nýrri Evrópu. Ráðstefnugestir eru skráðir 580 og þar af koma 490 erlendis frá. Ríkharð er formaður Íslandsdeildar samtakanna. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 517 orð

Fyrsta flug íslenskrar vélar til Berlínar

FYRSTA ferð íslenskrar flugvélar til Berlínar í Þýskalandi var farin síðastliðinn föstudag þegar flugfélagið Atlanta hóf þangað áætlunarferðir sem farnar verða til sumarloka. Flugstjóri í ferðinni var Arngrímur Jóhannsson, sem á og rekur flugfélagið Atlanta ásamt Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu sinni, og aðstoðarflugstjóri var Hafþór Hafsteinsson. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 389 orð

Fyrstu skipin hafa stöðvast vegna verkfallsins

VERKFALL yfirmanna á kaupskipaflotanum hófst á hádegi í gær. Aukinnar svartsýni gætir um lausn deilunnar á næstunni eftir að slitnaði upp úr óformlegum viðræðum deiluaðila í húsnæði ríkissáttasemjara síðdegis í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs sáttafundar. Meira
27. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Galleríið Helliskistan

GALLERÍIÐ Helliskistan var nýlega opnað að Brekkugötu 7 á Akureyri. Helliskistan er ævintýralegt gallerí með íslenskar vörur á boðstólnum, en fjórir aðilar leggjast á ett með að bjóða gestum sínum upp á fjölbreytt úrval af gjafavöru eftir íslenska hönnuði unna úr grjóti, rekavið, keramiki, leðri og fiskroði. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Garðhola æðarfuglsins

eittÆÐARFUGLINN, sem gerði sér hreiður skammt frá Gálgakletti í Gálgahrauni, vandaði sannarlega staðarvalið. Það er engu líkara en æðarkollan hafi viljað hafa fallegan garð í kringum hreiðrið, þar sem hún lá á eggjunum sínum fimm, er hún valdi því stað í miðri lyngtó í hrauninu. Meira
27. júní 1995 | Landsbyggðin | 86 orð

Garðyrkjunemar frá Hollandi í heimsókn

Sólbyrgi-Þrjátíu hollenskir nemar frá garðyrkjuskólanum Den Boos voru á ferð um Borgarfjörðinn fyrir skemmstu og fengu að skoða gróðurhúsin á Kleppjárnsreykjum. Garðyrkjustöðvarnar í Hollandi eru stærri og tæknivæddari, ræktunartíminn er lengri og uppskeran þar af leiðandi meiri á fermetra. Meira
27. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Gilitrutt í Grófargili

GILITRUTT heitir verslun sem opnuð var í Kaupvangsstræti 23, Grófargili á Akureyri um helgina. Það eru fjórir aðilar sem standa að þessum verslunarrekstri, Saumastofan Hab á Árskógsströnd, sem er með flísfatnað, Hagar hendur í Eyjafjarðarsveit, með margs konar handverk, Prjónastofa Sigríðar í Ólafsfirði með prjónavörur og Bára Höskuldsdóttir á Árskógsströnd með pastelmyndir, Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 348 orð

Gjaldþrota og sæta gagnrýni úr ýmsum áttum

ÞESS var minnst í San Francisco í gær að þá voru liðin 50 ár frá því að stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður þar í borg en hann tók gildi 24. október. Áhyggjur vegna fjárhagserfiðleika samtakanna, gagnrýni á skriffinnsku og bruðl og vaxandi andúð á áherslum í starfinu sem einkum hefur verið mikil meðal repúblikana á Bandaríkjaþingi, setja svip sinn á tímamótin. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 318 orð

Hafa verið sammála minnihlutanum í mörgum málum

ALÞÝÐUFLOKKURINN í Hafnarfirði hefur ákveðið að ganga fyrst til viðræðna við Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson, tvo af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, um myndun meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Besti grundvöllurinn Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 289 orð

Húseigendatrygging hefði ekki dugað til

JÓN Ólafsson, eigandi þriggja hæða steinhúss sem hrundi á Hólmavík sl. föstudag, hafði ekki tryggt hús sitt. Hann segir að engu hefði breytt þótt hann hefði keypt húseigendatryggingu því hún hefði ekki náð yfir tjón af þessu tagi. Húsið er ónýtt og segir Jón að það verði rifið. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Hver voru álög Gláms á Gretti?

MEÐALEINKUNN á samræmda prófinu í íslensku í vor var lægri en hún hefur verið síðustu ár. Einungis tveir unglingar af rúmlega 4.200 sem þreyttu prófið fengu hæstu einkunn fyrir úrlausnir sínar. Prófið tekur á öllum helstu þáttum íslenskukunnáttu, svo sem stafsetningu, málfræði, málnotkun, bókmenntum og ritgerðarsmíð. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ísland er í 7. sæti

ÍSLAND er í sjöunda sæti í opnum flokki á Evrópumótinu í brids eftir 21 umferð af 31. Ísland vann Rússa 25-2 og Hvít-Rússa 17-13 í gær en tapaði 10-20 fyrir Hollandi. Íslenska liðið hefur 354 stig en efstir eru Ítalir með 380 stig, næstir eru Svíar með 378 stig. Ísraelsmenn eru með 375 stig og Holland er með 371 stig. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 390 orð

Kveðst saklaus af tilræðinu í Oklahoma

TIMOTHY McVeigh, sem grunaður er um sprengjutilræðið í Oklahomaborg í apríl sl, sem kostaði 167 manns lífið, kveðst munu lýsa yfir sakleysi sínu við réttarhöld í málinu. Þetta kemur fram í samtali sem blaðamaður Newsweek átti við hann og birt var í gær. Í viðtalinu vill McVeigh ekki spá fyrir um dómsniðurstöðuna en segir nær útilokað að hann fái sanngjarna málsmeðferð. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 115 orð

Kvenréttindakonur krefjast breytinga

ÞRÝSTIHÓPUR Evrópskra kvenna (European Women's Lobby) krefst þess að ákvæði, sem tryggi svörtum konum og farandverkakonum jafnrétti, verði sett inn í stofnsáttmála Evrópusambandsins á ríkjaráðstefnu sambandsins, sem hefst á næsta ári. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Kvöldgangan um Viðey

VIKULEGA þriðjudagskvöldgangan um Viðey verður að þessu sinni farin um Vestureyna. Farið verður með Viðeyjarferjunni Maríusúð úr Sundahöfn kl. 20.30. Gangan sjálf tekur innan við tvo tíma þannig að komið verður í land aftur upp úr kl. 22.30. Nauðsynlegt er að vera vel búinn til fótanna. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Lítið veiðist í Smugunni

FJÖGUR íslensk skip hafa verið að veiðum í Smugunni en veiði hefur verið lítil. Tvö skipanna eru nú á heimleið vegna lélegrar veiði. Sævaldur Gunnarsson, útgerðarstjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, sagði að skipin væru að fá upp í eitt tonn í hali. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

Magnús hefur einn óskorað umboð

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing, sem dagsett er 25. júní 1995: "Stjórn fulltrúaráðs ásamt varaformönnum Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði lýsa því yfir að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson, hefur einn óskorað umboð flokksins til forystu í viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 125 orð

Misrétti í orðabókum

MÁLFRÆÐINGUR við Oslóarháskóla er byrjaður á herferð gegn norskri tungu, sem hann segir gera lítið úr konum, að sögn blaðsins The European. Málfræðingurinn, Ruth Vatvedt Fjeld, segir að mörgum orðum sem tengist konum sé með skipulegum hætti haldið frá norskum orðabókum, vegna þess að enginn taki kvennamenningu alvarlega. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 276 orð

Morðhótanir og skothríð

KJöRNEFNDIR á Haítí lofuðu því í gær að kjósendum sem ekki gátu neytt atkvæðisréttar síns um helgina vegna hótana eða öngþveitis við kjörstaði, myndi gefast tækifæri til þess í gær. Á sunnudag fóru fram kosningar, hinar fyrstu frá því að Jean-Bertrand Aristide, forseti landsins, komst til valda að nýju eftir valdarán hersins. Meira
27. júní 1995 | Miðopna | 1055 orð

Nauðsynleg nýsköpun í atvinnulífi

LÍKT og á Íslandi byggir atvinnulíf í Ástralíu á nýtingu náttúruafurða. Helstu útflutningsmarkaðir hafa brugðist undanfarin ár og því hefur verið þörf á að leita nýrra leiða til að renna stoðum undir atvinnulífið og efla nýsköpun. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Ná verulegri verðhækkun á saltfiski

NOKKRIR norskir saltfiskframleiðendur hafa nú tekið upp gæðastaðla SÍF við framleiðslu sína og jafnframt selja þeir fiskinn undir merkjum SÍF, en norsks uppruna hans er þó getið. Norðmenn áttu í erfiðleikum á saltfiskmörkuðunum í vetur og hefur verðið lækkað frá því í fyrra. SÍF hefur hins vegar gengið mun betur og því leita norsku framleiðendurnir þessarar úrlausnar. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

NIB lánar Granda 600 milljónir

NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB, hefur veitt Granda hf. 600 milljóna króna lán til átta ára. Þetta er stærsta lán sem bankinn hefur veitt íslensku almenningshlutafélagi og fer það að mestu til að fjármagna endurbætur á togurunum Engey og Snorra Sturlusyni. Stærsta lán.. Meira
27. júní 1995 | Smáfréttir | 100 orð

NÝLEGA barst háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítala, A-5,

NÝLEGA barst háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítala, A-5, gjöf frá Minningarsjóði Sóleyjar Eiríksdóttur. Gjöfin er veggmynd úr steinleir sem heitir Æfing og er unnin af Sóleyju árið 1987. Sóley átti við erfið veikindi að stríða og þurfti að dvelja langdvölum á deildinn á sl. ári. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Ný plata frá Sálinni hans Jóns míns

ÚT ER komin geislaplata með Sálinni hans Jóns míns. Platan ber nafnið Sól um nótt og er sjötta breiðskífa hljómsveitarinnar. Hljómsveitin kvaddi sér nýlega hljóðs að nýju eftir tveggja ára hlé. Þetta eru fyrstu hljóðritanir Sálarinnar sem út koma í rúmlega tvö og hálft ár eða síðan platan Þessi þungu högg kom út síðla hausts 1992. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

Nýtt vegarstæði Borgarfjarðarvegar samþykkt

SKIPULAG ríkisins hefur samþykkt fyrirhugaða lagningu Borgarfjarðarvegar um Selfljót en vegurinn fer um svæði sem er á náttúruminjaskrá vegna lífríkis og votlendis. Samþykktin nær til byggingar nýrrar brúar yfir Selfljót, sem mun leysa af hólmi brú sem byggð var árið 1936 og brú yfir Knarrará. Samráð verði haft við ábúanda og veiðifélag Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 309 orð

Oleksy vill sérstakan fund um væntanleg ESB-ríki

FORSÆTISRÁÐHERRA Póllands, Jozef Oleksy, hefur lagt til að leiðtogar ESB haldi sérstakan fund um málefni þeirra ríkja sem sækjast eftir inngöngu í sambandið. Hingað til hafa 10 ríki gert aukaaðildarsamning við ESB. Meira
27. júní 1995 | Landsbyggðin | 208 orð

Opinn dagur í Víðivallaskógi

Geitagerði- Aldarfjórðungur var liðinn 25. júní sl. frá því að trjágróðri var fyrst plantað með það að markmiði að byggja upp nytjaskógrækt á vegum Fljótdalsáætlunarinnar eftir að gengið hafði verið frá samningi við fimm bændur í hreppnum. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 79 orð

Óttuðust Æðsta sannleik

HIRONOBU Kiyohara flugstjóri (t.v.) og Ryoji Nagai flugvélstjóri þotu japanska flugfélagsins ANA, sem rænt var í síðustu viku, sátu fyrir svörum um flugránið á blaðamannafundi í gær í Tókíó. Sögðust þeir hafa farið að öllu með gát er maðurinn orðaði hótanir sínar þar sem þeir hefðu talið hann vera félaga í sértrúarsöfnuðinum Æðsta sannleik. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 655 orð

Ráðherra segist hafa valið þann hæfasta

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ráðið Guðmund R. Sighvatsson skólastjóra Austurbæjarskóla. Guðmundur fékk tvö atkvæði sjálfstæðismanna í skólamálaráði, en Sigrún Ágústsdóttir þrjú atkvæði fulltrúa R-listans. Fræðslustjórinn í Reykjavík mat umsóknir sjö aðila svo að þrír þeirra væru hæfir til að gegna stöðunni, Guðmundur, Sigrún og Erna Sveinbjarnardóttir. Meira
27. júní 1995 | Landsbyggðin | 328 orð

Ráðstefna um atvinnumál kvenna haldin á Ísafirði

Ísafirði-Ráðstefna um atvinnumál kvenna var haldin í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á laugardag. Nær áttatíu þátttakendur voru á ráðstefnunni, mestmegnis konur og komu þær víðsvegar af landinu. Á ráðstefnunni flutti fjöldi manns ávörp, þ.ám. Meira
27. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Rímur og sálmar á Söngvökum

SÖNGVAKA verður í Minjasafnskirkjunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöld. Slíkar söngvökur verða haldnar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum, fram til 10. ágúst. Á Söngvökunum eru birt sýnishorn íslenskrar tónlistarsögu svo sem rímur, tvíundarsöngur, sálmar og eldri og yngri sönglög. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 408 orð

Segja Mubarak ekki sleppa í annað sinn

HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, slapp heilu og höldnu frá banatilræði, sem honum var sýnt í gær í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, en þangað kom hann til að sitja leiðtogafund Einingarsamtaka Afríkuríkja. Létu fimm menn skothríðina dynja á bíl Mubaraks en lífverðir hans felldu strax þrjá þeirra. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 173 orð

Segja valdaskeið Gonzalez á enda

ÁHRIFAMESTA dagblað á Spáni, El País, birti á sunnudag leiðara á forsíðu og hvatti til þess að þingkosningum yrði flýtt. Blaðið, sem hefur stutt ríkisstjórn sósíalista, segir að tími Felipe Gonzalez forsætisráðherra sé að líða og finna verði eftirmann hans á næstu mánuðum. Stjórnarandstæðingar hafa krafist kosninga strax vegna ýmissa hneykslismála. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 944 orð

Seinagangur Hæstaréttar?

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Hrafni Bragasyni, forseta Hæstaréttar: "Nokkur opinber umræða hefur orðið undanfarna daga um dómsmál vegna hörmulegs dráttarvélaslyss sem ung stúlka lenti í fyrir um átta árum. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 175 orð

Skotar fá sex millj. kr. sekt

SKIPSTJÓRAR og útgerðir tveggja skoskra báta, tvílembinga, voru nýlega dæmdir í Noregi í sekt er nemur nær sex milljónum ísl. króna fyrir smáfiskadráp. Voru þeir að sögn Fiskaren teknir á Víkingabanka í janúar en smáfiskinum var hent fyrir borð. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Skógræktarfélag Íslands fær 8 millj.

SKÓGRÆKTARFÉLAGI Íslands barst fyrir stuttu höfðingleg gjöf úr dánarbúi Vestur-Íslendingsins Aðalsteins Kristjánssonar frá Bessahlöðum í Öxnadal. Aðalsteinn fæddist 1878 en lést 1949. Hann hafði í erfðaskrá sinni ánafnað mestum hluta eigna sinna til eflingar skógræktar á Íslandi og til stofnunar kennarastóls í náttúruvísindum við Háskóla Íslands. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 288 orð

Stoltenberg afneitar hlutdrægni

THORVALD Stoltenberg, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, neitaði því í gær, að hann væri hlynntur Serbum. Meint ummæli hans á umræðufundi í Noregi fyrir mánuði hafa valdið reiði meðal múslima og Króata í Bosníu. Þar er hann sagður hafa sagt, að Bosníu-Króatar og múslimar væru að upplagi Serbar. Þeir fyrrnefndu hefðu aðeins skipt um trú í tímanna rás. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 251 orð

Stóraukið sætaframboð til Kanaríeyja

FLUGLEIÐIR fyrirhuga að auka flug til Kanaríeyja næsta vetur um 40% frá því sem var síðasta vetur. Samvinnuferðir-Landsýn leita nú samstarfs við annað flugfélag og hafa rætt við Atlanta um flug til Kanaríeyja. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Tekið verði á málefnum Fósturskólans

ÞINGFLOKKUR Kvennalistans hefur sent frá sér ályktun þar sem hann skorar á menntamálaráðherra að taka nú þegar á málefnum Fósturskóla Íslands. Í ályktuninni segir að nú í vor hafi enn einu sinni borist þær fréttir að skólinn hafi orðið að hafna fjölda umsókna um skólavist, Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tekin með alsælu

FÍKNIEFNALÖGREGLAN handtók á föstudag þrjá karla og konu, 20-27 ára, sem höfðu alsælu og fleiri fíkniefni í fórum sínum. Fólkið hefur ekki áður komið við sögu í fíkniefnamálum. Í þremur húsleitum, þar á meðal á vinnustað eins hinna handteknu, fundust 45 töflur af alsælu, 5-6 grömm af amfetamíni og 30 töflur af ephedríni, sem er örvandi lyf, svo og lítilræði af hassi. Meira
27. júní 1995 | Miðopna | -1 orð

Tæknilega erfiður iðnaður í örum vexti

HUGMYNDIN að baki því að reisa magnesíumverksmiðju hér á landi byggist á því að markaður fyrir magnesíum sé í örum vexti og framtíðarhorfur í greininni afar vænlegar. Orka er stærsti kostnaðarliður framleiðslunnar, eða um 40%. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Upplagseftirlit Verslunarráðs yfir tímarit

FASTEIGNABLAÐINU var samkvæmt upplagseftirliti dreift ókeypis í 60.000 eintökum tímabilið janúar til apríl. Tímaritinu var dreift í 10.000 eintökum að meðaltali á tímabilinu maí til desember í fyrra, en var ?á selt í lausasölu og ókeypis til helminga hvert upplag, samkvæmt óstaðfestum upplýsingum frá útgefanda. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 376 orð

Úr samræmdu á sjóinn

Á VARÐSKIPIÐ Ægi voru mætt um miðjan dag í gær sex ungmenni, sem nýlokið hafa grunnskólaprófi. Þetta voru fimm drengir og ein stúlka, klædd einkennisbúningum gæzlunnar og tilbúin til að takast á við sjómennskuna næstu þrjár vikurnar. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Verðlaunasætið í augsýn

Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17. júní til 1. júlí Vilamoura. Morgunblaðið. VERÐLAUNASÆTIÐ í opna flokknum á Evrópumótinu í brids er í augsýn eftir að íslenska liðið nýtti tækifærin vel um helgina. Kvennaliðinu gengur eftir vonum en ólíklegt er þó að það blandi sér í hóp efstu þjóða. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Vitni vantar

VITNI vantar að ákeyrslu á gangandi stúlku aðfaranótt 18. júní sl. og árekstri á Vatnsmýrarvegi 30. maí sl. Stúlkan var á gangi eftir Suðurgötunni upp úr kl. 4 að morgni 18. júní og var ekið á hana á móts við hús númer 22. Ökumaðurinn fór af vettvangi. Um var að ræða bifreið af Toyota-gerð með Ö-númeri. Meira
27. júní 1995 | Erlendar fréttir | 164 orð

Westendorp vill forðast mistökin frá Maastricht

CARLOS Westendorp, Evrópumálaráðherra Spánar og formaður hugleiðingarhópsins svokallaða, sem á að leggja tillögur fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins á næsta ári, segist vilja forðast mistökin, sem gerð voru við samþykkt Maastricht-samkomulagsins. "Mistökin voru þau að útskýra ekki hvað við vorum að gera fyrr en eftir á, þegar samningurinn hafði verið undirritaður. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 422 orð

Þyrlan vakti athygli í Eyjum og Reykjavík

NÝ þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti í Vestmannaeyjum laust fyrir kl. hálf tvö á föstudag og var það fyrsti viðkomustaður þyrlunnar hér á landi. Á flugvellinum í Eyjum biðu hennar Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra og Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ásamt fleirum. Meira
27. júní 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Þýfið brann

ELDUR kom upp í tölvu í íbúð í Austurbænum um miðnætti á föstudagskvöld og var maður fluttur úr íbúðinni með reykeitrun. Tveir menn voru í íbúðinni og var annar þeirra fluttur á sjúkrahús mneð reykeitrun. Að sögn lögreglu leikur grunur á að mennirnir hafi tekið tölvuna ófrjálsri hendi en um var að ræða fullkomna tölvu, sem talin er um 200 þús. kr. virði. Meira

Ritstjórnargreinar

27. júní 1995 | Leiðarar | 628 orð

SAMRÆMDU PRÓFIN OG STAÐA ÍSLENZKUNNAR IÐURSTAÐA samræmdra

SAMRÆMDU PRÓFIN OG STAÐA ÍSLENZKUNNAR IÐURSTAÐA samræmdra prófa grunnskólanema í vor hefur vakið athygli fyrir þær sakir að meðaleinkunn í ensku hækkaði verulega frá seinasta ári, en meðaleinkunnin í íslenzku lækkaði. Í fyrra var enskueinkunnin að meðaltali 6,5 en er nú 7,4. Meðaleinkunnin í íslenzku lækkar hins vegar úr 6,4 í 5,3. Meira
27. júní 1995 | Staksteinar | 286 orð

Sjónvarpshænsnafóður!

Íslendingar kaupa sælgæti, gosdrykki, tóbak, súkkulaðikex og sjónvarps-hænsnafóður á benzínstöðvum, segir Jónas Kristjánsson í DV. "Uppistaðan í þessum vörum eru þrjú fíkniefni, níkótín, kakó og sykur, sem samanlagt eru stærsti kosnaðarliður heilbrigðisþjónustunnar í landinu." Fíkniefnaog ruslfæði Meira

Menning

27. júní 1995 | Fólk í fréttum | 61 orð

30 ára fermingarafmæli

HÓPURINN sem séra Hreinn Hjartarson fermdi árið 1965 kom nýlega saman í Ólafsvík í tilefni 30 ára fermingarafmælis. Fermingarbörnin hittust á Hóteli Höfða í Ólafsvík og gerði sér glaða stund. Þá var gengið um bæinn og rifjaðar upp gamlar stundir. Að lokinni skemmtun í Höfða var haldið á stórdansleik á félagsheimilinu Klifi, þar sem Stjórnin hélt uppi fjörinu. Meira
27. júní 1995 | Tónlist | 597 orð

Á Jónsmessunótt

Dómkórinn. Stjórnandi Marteinn Hunger Friðriksson. Orgelleikari Hrönn Helgadóttir. Föstudagur 23. júní 1995. JÓNSMESSUNÓTT hefur mátt hýsa margar hugmyndir, allt frá því að fæðing Jóhannesar skírara var heimsfræg á Jónsemssu, á Jónsmessu taki kýr að tala, selir kasti hamnum, dögg Jónsmessunæturinnar hafi lækningamátt, Meira
27. júní 1995 | Fólk í fréttum | 85 orð

Björk blómstrar í útlandinu

BJÖRK Guðmundsdóttir er á forsíðum nýjustu tölublaða þriggja stórra tímarita í Evrópu. Fyrst skal telja norska tímaritið "Beat", þar sem tekið er langt viðtal við íslensku stórstjörnuna. Einnig er plata hennar, "Post" gagnrýnd og fær hæstu mögulegu einkunn, fimm "bé" af fimm mögulegum. Meira
27. júní 1995 | Menningarlíf | 629 orð

Blásturskona

Í KOFA í skóglendi N-Jótlands í Danmörku situr kona með fínleg skæri og svartan pappír og töfrar fram ævintýralegar myndir undir fuglasöng, fjarri öllu því sem kallast nútíma þægindi. Þetta er vinnustofa Gunhildar Skovmand þar sem hún dvelur nokkra mánuði á ári og vinnur að list sinni. Meira
27. júní 1995 | Fólk í fréttum | 67 orð

Dýra-líf hjá Lipstikk

HLJÓMSVEITIN Lipstikk hélt útgáfutónleika sína á Tveimur vinum síðastliðið föstudagskvöld. Tilefnið var önnur plata sveitarinnar, Dýra-líf, sem tekin var upp í Stúdíói Hljóðhamri og framleidd af Páli Borg. Margmenni var á staðnum og var góður rómur gerður að leik hljómsveitarinnar. Meira
27. júní 1995 | Menningarlíf | 258 orð

Elstu listaverk sem fundist hafa

RANNSÓKNIR franskra og breskra vísindamanna hafa leitt í ljós að hellnamyndir, sem fundust í Chauvet-hellinum í suðausturhluta Ardéche-héraðs í Suður- Frakklandi, séu a.m.k. 30.340 ára gamlar. Vísindamennirnir segja að myndirnar geti í mesta lagi verið 32.410 ára gamlar en elstu hellnamyndir sem menn þekktu fyrir þennan merka fund í Chauvet-hellinum voru 27.110 árum yngri en þær. Meira
27. júní 1995 | Fólk í fréttum | 42 orð

Elvis Presley tilbeðinn

AÐDÁENDUR kóngsins hafa stofnað eigin söfnuð og kirkju. Kirkjan heitir "The Presleytarian Church of Elvis The Devine". Tilbiðjendur hins eilífa Elvisar snúa í áttina til Las Vegas einu sinni á dag og fara í pílagrímsferðir til Gracelands, heimilis kóngsins. Meira
27. júní 1995 | Menningarlíf | 134 orð

"Fimm ættliðir" í Amsterdam

SÝNINGIN "5 ættliðir" var opnuð í Gallerí Boekie Woekie, Berenstraat 16 í Amsterdam 17. júní síðastliðinn. Eru það Gísli Jónsson listmálari fæddur 1878 dáinn 1944 og afkomendur hans, þau Ingveldur Gísladóttir fædd 1913, Margrét Guðmundsdóttir fædd 1936, Rúna Þorkelsdóttir fædd 1954 og Reynir Harðarson fæddur 1973. Meira
27. júní 1995 | Fólk í fréttum | 106 orð

Giftu sig á Þjórsárbökkum

NOKKUÐ er um að fólk komi hingað til lands í þeim tilgangi að gifta sig við óvenjulegar aðstæður, til að mynda úti í Bláa lóninu, uppi á jökli og víðar. Þýska parið á myndinni lét fulltrúa sýslumannsins í Árnessýslu, Svein Sveinsson, pússa sig saman á Jónsmessukvöld. Athöfnin fór fram á bökkum Þjórsár og voru brúðhjónin gefin saman á hestbaki. Meira
27. júní 1995 | Fólk í fréttum | 45 orð

Glaðir steggir

HELGINA áður en Vernharður Guðnason kvæntist var honum haldin svokölluð steggjagleði. Farið var með piltinn niður á Lækjartorg, þar sem félagar hans af b-vakt Slökkviliðsins í Reykjavík tóku á móti honum. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli um meðferð þá er drengurinn hlaut. Meira
27. júní 1995 | Kvikmyndir | 417 orð

Gömul kynni endurnýjuð

Leikstjóri: John McTiernan. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Jeremy Irons, Samuel L. Jackson. Buena Vista International. 1995. FYRSTA "Die Hard" myndin setti stefnuna fyrir þær hasarmyndir sem á eftir komu eins og "Cliffhanger" og "Speed". Meira
27. júní 1995 | Fólk í fréttum | 89 orð

Jónsmessunæturdraumar

AÐFARANÓTT síðastliðins laugardags var haldin Jónsmessuhátíð í Húsdýragarðinum. Á Jónsmessunótt skipta selir um ham og húsdýr tala. Engum sögum fer af einræðum búfjár eða hamskiptum sela, en engu að síður skemmti mannfólkið sér vel. Varðeldur var kveiktur og eldgleypir mætti á staðinn. Meira
27. júní 1995 | Menningarlíf | 189 orð

Karlakórinn Hreimur 20 ára

KARLAKÓRINN Hreimur heldur um þessar mundir upp á tuttugu ára afmæli sitt. Í byrjun maí var öllum kórfélögum boðið upp á árshátíð og tónleika og á þjóðhátíðardaginn voru svo tónleikar í Ýdölum fyrir íbúa sýslunnar þar sem sungið var fyrir fullu húsi. Hreimur hefur tekið virkan þátt í sönglífi sýslunnar. Meira
27. júní 1995 | Menningarlíf | 86 orð

Lokatónleikar í kvöld

LOKATÓNLEIKAR Tónlistarhátíðarinnar í Borgarleikhúsinu í tilefni af 100 ára afmæli Pauls Hindemiths og 150 ára afmæli Gabriels Fauré verða í kvöld kl. 21. Á efnisskránni eru kammerverk og sönglög eftir Paul Hindemith. Meira
27. júní 1995 | Myndlist | 318 orð

Minnismiðar

Lino Fiorito. Chris Moylan. Opið milli 6-8 og eftir samkomulagi til 25. júní. Aðgangur ókeypis. AÐ skrifa um myndlistarsýningar í heimahúsum hefur trauðla mikinn tilgang, jafnvel þótt það sé hjá landsþekktum myndlistarmönnum. Meira
27. júní 1995 | Fólk í fréttum | 99 orð

Morgundýrð

BRESKA poppsveitin Oasis er um þessar mundir að klára vinnslu á næstu plötu sinni sem kemur til með að heita "Morning Glory". Platan er unnin í Rockfield-hljóðverinu í Englandi og er áætlað að hún komi út í september. Orðrómur er um að meðlimir Oasis eigi í deilum við eigendur Oasis-verslana í Bretlandi, sem telji sig eiga einkarétt á nafninu. Meira
27. júní 1995 | Myndlist | 1116 orð

Norðlenskur listasproti

Gefin út af fjölskyldu listamannsins RÝNIRINN hefur fengið upp í hendurnar bók um listamanninn Ingvar Hauk Stefánsson á Akureyri, en lífshlaup hans var um margt sérstætt. Bókin er gefin út í tilefni sýningar verka hans í Listasafni Akureyrar, sem stendur til 25 júní, og er útgefandi fjölskylda hans í samvinnu við listasafnið. Meira
27. júní 1995 | Menningarlíf | 163 orð

Norskur karlakór í Langholtskirkju

Í BOÐI Karlakórsins Fóstbræðra mun karlakór frá Noregi, Aalesunds Mandssangforening halda tónleika í Langholtskirkju, fimmtudagskvöldið 29. júní kl. 20. Á efnisskránni eru meðal annars ný og eldri norsk þjóðlög auk nokkura íslenskra. Söngmenn í kórnum eru 41 talsins. Einsöngvari með kórnum er Kyrre Kristiansen og stjórnandi er John Skarbövik. Meira
27. júní 1995 | Myndlist | 429 orð

Samsvörun og jafnvægi

Þorri Hringsson. Opið alla daga nema mánudaga frá 14­18 til 2. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ verður vart um villst er inn í listhúsið Greip er komið, að Þorri Hringsson hefur sitthvað numið af föður sínum. Á það einkum við um þau óvæntu sjónarhorn hvunndagsins er hann sækir myndefni til, og sem gerð eru að mikilsverðum opinberunum með brögðum listar. Meira
27. júní 1995 | Kvikmyndir | 361 orð

SÉR GREFUR GRÖF...

Leikstjóri Danny Boyle. Handritshöfundur John Hodge. Tónlist Simon Boswell. Kvikmyndatökustjóri Brian Tufano. Aðalleikendur Kerry Fox, Christopher Eccleston, Ewan McGregor, Keith Allen. Bresk. Film 4/Columbia TriStar 1994. Meira
27. júní 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Spánskur seiður í Kaupmannahöfn

ÞAÐ nægir að bregða sér til Kaupmannahafnar til að fá nasasjón af ólgandi menningarlífi Barcelónu og Katalóníu. Fram til 8. júlí er Barcelóna efst á blaði víða um Kaupmannahöfn. Mest er um samtímalist og ungt fólk að ræða, bæði leikrit, dans, uppákomur, ljósmyndir, tónlist, innsetningar og myndbandslist. Meira
27. júní 1995 | Menningarlíf | 585 orð

Sumartónleikar í Skálholtskirkju 20 ára

Í SKÁLHOLTI hefst 20 ára afmælishátíð Sumartónleikanna næstkomandi laugardag, 1. júlí, í Skálholtskirkju. Boðið verður upp á tónleika fimm helgar í júlí- og ágústmánuði og eins og áður verður ókeypis aðgangur að öllum tónleikunum. Frumflutt verða verk eftir þrjú íslensk tónskáld og munu verk barokkmeistaranna verða leikin á upprunaleg hljóðfæri. Meira

Umræðan

27. júní 1995 | Velvakandi | 380 orð

arátta Sophiu Hansen fyrir því að fá dætur sínar heim er

arátta Sophiu Hansen fyrir því að fá dætur sínar heim er átakanleg. Það er kominn tími til að þessi kona hljóti meiri stuðning, þótt hún hafi vissulega fengið mikinn stuðning frá landsmönnum. Kostnaður hennar við þessa baráttu er gífurlegur og það er óhugsandi með öllu, að hún geti staðið undir þeim kostnaði ein eða fjölskylda hennar. Meira
27. júní 1995 | Velvakandi | 223 orð

Auðvitað snúast tryggingar um fólk!

FYRIR nokkrum árum sást í íslenskum skemmtiþætti atriði þar sem maður nokkur hafði lent í því að bárujárnsplata kom inn um stofuglugga hans. Þessi plata eyðilagði það sem í stofunni var svo maðurinn leitaði til síns tryggingafélags. Þar var honum sagt að þetta fengist ekki bætt ... en ef platan hefði farið út um gluggann þá væri allt í góðum höndum. Meira
27. júní 1995 | Aðsent efni | 349 orð

Bændur kaupi ábyrgðartryggingu

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands fer þess á leit við yður vegna skrifa í blaði yðar að eftirfarandi grein eða athugasemd verði birt í blaðinu við fyrsta mögulega tækifæri. Að undanförnu hefur mál Málfríðar Þorleifsdóttur verið til umræðu en hún slasaðist alvarlega er hún festist í drifskafti dráttarvélar, sem notuð var sem aflgjafi færibands á heyhleðsluvagni. Meira
27. júní 1995 | Aðsent efni | 1107 orð

Frábær fjárfestingarkostur

Á SÍÐARI hluta árs 1993 ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég krafðist þess að hafist yrði handa við framkvæmdir við mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og á fleiri stöðum. Gatnamót þessi hafa lengi verið stórkostleg slysagildra og þar orðið alvarleg umferðarslys í hverjum einasta mánuði undanfarin ár sem kostað hafa hundruð milljóna króna. Meira
27. júní 1995 | Aðsent efni | 684 orð

Friður um Austurbæjarskóla

UM NOKKURT skeið hefur verið glímt við erfiðleika í Austurbæjarskólanum. Ágreiningur innan skólans hafði ekki verið jafnaður við stjórnarskiptin hinn 23. apríl síðastliðinn. Til að greiða fyrir farsælli niðurstöðu tókst samkomulag milli menntamálaráðuneytisins og fráfarandi skólastjóra. Kom það í minn hlut að ræða við hann. Meira
27. júní 1995 | Velvakandi | 481 orð

Leitar að ættingjum SVEINN Eiríksson frá Kanada er að leita ættingja

SVEINN Eiríksson frá Kanada er að leita ættingja sinna hérlendis. Hann biður þá sem þekkja til frænku hans, Helgu Zakaríasdóttur, sem líklega lést í Reykjavík árið 1967, að hafa samband við sig. Sveinn verður staddur á Íslandi frá 10. ágúst til 24. ágúst til þess að hitta þá ættingja sem hann hefur þegar haft upp á. Meira
27. júní 1995 | Aðsent efni | 754 orð

Mál er að mæla, Hrólfur sæll!

MAÐUR að nafni Helgi Hálfdanarson hefur verið að skrifa greinar í Morgunblaðið um náttúru karla og kvenna og heldur því fram, að ekki megi dæma kynferði manna af ytri gerð þeirra einni saman. Hans kenning er sú, að þótt margar konur séu sem betur fer kvenlegar bæði að líkamsbyggingu og náttúru, hafi aðrar að vísu sköpulag kvenna en náttúru karla og sæki í karlmannleg störf, Meira
27. júní 1995 | Velvakandi | 579 orð

Óskhyggjan og alvaran

NÝ RÍKISSTJÓRN og ný fiskistefna breytir sýnilega engu í skipulagi þorskveiðanna, nema kannski því, að nú á ekki lengur að senda trillukarla í nýja fangelsið á Litla-Hrauni, svo sem áður stóð til. Formaður þeirra þakkar innvirðulega hinum miskunnsömu stjórnvöldum fyrir líknina. Meira
27. júní 1995 | Velvakandi | 865 orð

Skólastarf á Íslandi og í Danmörku

MIKIL umræða hefur átt sér stað um nauðsyn á mikilli uppstokkun á skólakerfinu á Íslandi. Helstu rök sem færð eru fyrir því eru einkum tvenn. Í fyrsta lagi að við séum langt á eftir nágrannalöndum okkar og þar sé skóladagurinn bæði lengri og samfelldari. Hin rökin eru breyttar þjóðfélagsaðstæður og að skólinn þurfi að sjá um aukna gæslu nemenda. Meira
27. júní 1995 | Velvakandi | 808 orð

Um samskipti fólks

SUMIR SEGJA, að samskipti fólks séu æ meir að taka á sig form kaldra viðskipta. Séu að verða ópersónuleg og köld. Sumir kenna hraða og tímaskorti um þetta, allir þurfi að flýta sér, og þess vegna séu samskipti og jafnvel kveðjur ópersónulegar og flausturslegar. Meira
27. júní 1995 | Aðsent efni | 1178 orð

Vonlaus stríðsrekstur

AÐ MEÐALTALI fæðast 274 mannverur og 97 deyja sérhverja mínútu á jörðinni og fjölgar því um 177, eða um 10.620 á klukkustund, eða um 254.800 á sólarhring, eða um röskar 93.000.000 árlega. Nú nemur fjöldi jarðarbúa nálægt 5.800.000.000, og ætti því að hafa náð um 11.600.000. Meira

Minningargreinar

27. júní 1995 | Minningargreinar | 316 orð

Aðalsteinn Tryggvason

Nú hefur hann Aðalsteinn kvatt okkur í síðasta sinn. Áður en hann fór í fríið til Spánar, kom hann í Norræna húsið að líta eftir eins og svo oft áður og við glöddumst með honum yfir því að nú fengi hann að hvíla sig með fjölskyldunni, enda kominn tími til að hann tæki sér gott frí. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 449 orð

Aðalsteinn Tryggvason

Nú er horfinn af sjónarsviðinu ein af litríkari persónum í rafverktakastéttinni og í félagsskap okkar rafverktaka. Um Aðalstein Tryggvason hefði verið hægt að segja að hann var í blóma lífsins þegar hann féll frá þó svo að hann væri á 82. aldursári. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 287 orð

Aðalsteinn Tryggvason

Aðalsteini föðurbróður mínum var gefið ríkulega af þeirri náðargáfu sem iðjusemin er. Hans lífsviðhorf var, að það sem ekki starfar, það visnar og deyr. Þegar hjartað skyndilega gaf sig var hann ennþá í fullu starfi við iðn sína á áttugasta og öðru aldursári. Nýlega þegar hann kom til að hjálpa mér að festa upp ljós, settumst við niður og hann sagði mér frá lífshlaupi sínu. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 27 orð

AÐALSTEINN TRYGGVASON

AÐALSTEINN TRYGGVASON Aðalsteinn Tryggvason fæddist í Reykjavík 31. júlí 1913. Hann lést í Reykjavík 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. júní. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 689 orð

Friðrik L. Margeirsson

Gamall og góður vinur minn, Friðrik L. Margeirsson, fyrrv. skólastjóri á Sauðárkróki, er látinn. Enda þótt ég viti, að þeir muni mæla eftir hann, sem unnu lengst með honum og voru í næsta nágrenni við hann nær alla ævi hans, langar mig til þess að minnast Friðriks með örfáum orðum að leiðarlokum. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 790 orð

FRIÐRIK L. MARGEIRSSON

Allt frá því er við Friðrik L. Margeirsson hófum nám í íslenskum fræðum við fótskör lærifeðranna Alexanders Jóhannessonar, Árna Pálssonar, Björns Guðfinnssonar og Sigurðar Nordals haustið 1942, hefir hann verið meðal nánustu og kærustu vina minna. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 319 orð

Friðrik Margeirsson

Að loknum erfiðum vetri og þegar kalt vor hefur látið undan hlýjum sumarvindum þá kveðjum við Friðrik Margeirs. Fráfall hans var skyndilegt, einhver slappleiki gerði vart við sig en ekki var of mikið úr því gert, heldur gengið til verka og hestarnir fengu sína vanalegu umhugsun. En undan var ekki komist og eftir stutta sjúkrahúsvist kvaddi Friðrik þennan heim. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 487 orð

Friðrik Margeirsson

Eftir því sem árin færast yfir, fjölgar þeim samferðamönnum sem kveðja. Nú horfum við á bak einum slíkum. Fyrir röskum fjörutíu árum hóf ég nám í Miðskólanum á Sauðárkróki þar sem Friðrik Margeirsson var íslensku- og sögukennari. Þremur árum síðar vorum við útskrifuð úr landsprófi en Friðrðik var þá orðinn skólastjóri og vorum við skólasystkinin fyrsti hópurinn sem hann útskrifaði. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 514 orð

Friðrik Margeirsson

Með Friðriki Margeirssyni er genginn sá maður er hvað mest áhrif hefur haft á skólastarf unglinga á Sauðarkróki í tæp 30 ár á farsælan hátt. Ég var nemandi hans í byrjun áttunda áratugarins. Í minningunni ber hæst sú virðing er við nemendur bárum fyrir honum. Framkoma hans við nemendur einkenndist einnig af virðingu og hlýhug. Þessi ár hafa þó örugglega einkennst af vissu rótleysi og miklum erli. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 35 orð

FRIÐRIK MARGEIRSSON

FRIÐRIK MARGEIRSSON Friðrik L. Margeirsson, fv. skólastjóri, fæddist á Ögmundarstöðum í Skagafirði 28. maí 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 12. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 24. júní. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 128 orð

Jóhanna Smith

Ég vil minnast nokkrum orðum hennar Jóhönnu sem féll frá langt um aldur fram. Þó svo að ég hafi ekki þekkt Jóhönnu lengi þá á ég um hana góðar minningar. Henni kynntist ég fyrir nokkrum árum þegar hún kom til starfa í unglingaráði Knattspyrnudeildar Vals. Það var strax tekið eftir því að þar var kominn dugnaðarforkur, sem var fullur af eldmóði og áhuga. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 26 orð

JÓHANNA SMITH

JÓHANNA SMITH Jóhanna Smith fæddist í Reykjavík 5. mars 1955. Hún andaðist á Landakotsspítala 5. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 14. júní. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 446 orð

Karl Heiðar Egilsson

Í dag verður til moldar borinn elskulegur vinur minn og velgjjörðarmaður Karl Heiðar Egilsson aðeins 64 ára að aldri. Ég er harmi slegin yfir andláti hans þó svo að hann hafi átt við langvarandi veikindi að stríða eða í hartnær 30 ár. Maður er víst aldrei undir það búinn þegar að ástvinirnir eru kvaddir á brott. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 188 orð

KARL HEIÐAR EGILSSON

KARL HEIÐAR EGILSSON Karl Heiðar Egilsson fæddist í Hafnarfirði 25. júlí 1930. Hann lést á heimili sínu að kvöldi 16. júní sl. Foreldrar hans voru Egill Hjálmarsson og Aðalbjörg Halldórsdóttir en Karl ólst upp frá eins og hálfs árs aldri hjá fósturforeldrum sínum í Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 122 orð

Karl Heiðar Egilsson Mig langar með nokkrum fátæklegum orðum að minnast pabba míns, Karls Heiðars Egilssonar. Á stundu sem

Mig langar með nokkrum fátæklegum orðum að minnast pabba míns, Karls Heiðars Egilssonar. Á stundu sem þessari hlaðast upp minningar, allar góðar, um þig elsku pabbi. Alltaf varstu boðinn og búinn til að aðstoða fjölskylduna og vini, og hve stoltur þú varst af mömmu og dætrunum þínum fjórum. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 308 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

Hún elsku Polla amma okkar er látin. Orðatiltækið segir að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, en í okkar augum er það ekki svo um hana ömmu okkar. Þar vissum við svo sannarlega hvað við áttum þegar við misstum. Það er margt sem rifjast upp þegar við byrjum að hugsa um ömmu Pollu. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 745 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

Þegar ég var aðeins lítil hnáta, sex ára gömul, flutti ég úr grónu hverfi í Reykjavík ­ úr húsi afa og ömmu ­ suður í Kópavog þar sem byggð var rétt að hefjast. Mér leist ekki meira en svo á þessi umskipti í mínu lífi, þótti best að vera í ömmu- og afahúsi þar sem ég gat rambað inn og út að vild. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 663 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

Hún Polla mágkona mín er látin. Hún hefur orðið undir í glímunni við illskeyttan sjúkdóm. Reyndar hét hún Halldóra Kristín Leopoldína, en Polla var nafnið sem fylgdi henni alls staðar meðal vina hennar og þeir voru margir. Hún var þannig hún Polla, að fólk laðaðist að henni, vegna lífsgleði hennar og hlýju, einkum til allra þeirra sem minna máttu sín. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 29 orð

LEOPOLDÍNA BJARNADÓTTIR

LEOPOLDÍNA BJARNADÓTTIR Leopoldína Bjarnadóttir fæddist á Bæ í Trékyllisvík á Ströndum 26. október 1918. Hún lést á Borgarspítalanum 8. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram 16. júní. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 403 orð

Leópoldína Bjarnadóttir

Orð verða fátækleg þegar skrifa á um konu eins og hún Polla móðursystir okkar var. Hún var skemmtileg og hjálpfús, handlagin til allra verka, og fróðleiksbrunnur ljóða, en um fram allt var hún góð kona. Við systurbörn hennar minnumst hennar með þakklæti fyrir alla hennar hlýju og góðvild okkur til handa. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 497 orð

María Þorsteinsdóttir

Mannabörn eru merkileg, segir Nóbelsskáldið og þessi undrun og gleði yfir lífinu minnir á Maríu Þorsteinsdóttur, og gerir hana minnisstæða. Hún sem átti, þrátt fyrir allt, bjartsýni og hrifnæmi unglingsins alveg fram í andlátið. María var Skagfirðingur að ætt og uppruna, fædd 24. maí 1914 á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 29 orð

MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR

MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR María Þorsteinsdóttir fæddist á Hrólfsstöðum í Skagafirði 24. maí 1914. Hún lést í Reykjavík 4. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. júní. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 272 orð

María Þorsteinsdóttir - viðb

Sú sorgarfrétt barst mér fyrir nokkrum dögum að María Þorsteinsdóttir væri látin. Lengi hafði ég ætlað mér að hafa tal af henni og forvitnast um hagi hennar. En það fórst fyrir og nú er það orðið of seint. Með Maríu er fallin frá merkiskona sem ég mun ævinlega minnast. Ég kynntist Maríu og Friðjóni, manni hennar, um 1960 þegar ég var að hefja nám í Leipzig í Þýskalandi. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 470 orð

María Þorsteinsdóttir - viðb

Fregning um andlát Maríu Þorsteinsdóttur hefði ekki átt að koma mér á óvart því hún var orin 81 árs gömul. Samt sem áður brá mér við að heyra af andláti hennar það var svo stutt síðan ég hitti hana hressa og káta. María bar aldur sinn svo vel að við sem störfuðum með henni í Kvennalistanum hugsuðum sjaldan um að þar færi gömul kona. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 237 orð

Sigríður (Dolla) Sigurðardóttir

Í dag er til moldar borin elskuleg vinkona mín, Dolla, eins og hún var ávallt kölluð. Ég kynnist Dollu fyrst heima á Ísafirði, þegar hún kom þangað í Húsmæðraskólann, og hélt vinskapur okkar áfram þegar ég kom til Reykjavíkur og við urðum bekkjarsystur í Verslunarskóla Íslands. Á þeim árum bundumst við sönnum tryggðarböndum. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 143 orð

SIGRÍÐUR (DOLLA) SIGURÐARDÓTTIR

SIGRÍÐUR (DOLLA) SIGURÐARDÓTTIR Sigríður Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík hinn 15. febrúar 1923. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Stefánsdóttir saumakona og Sigurður Ágústsson óðalsbóndi á Höfn í Húnavatnssýslu. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 814 orð

Þórður Kristjánsson

Þórður Kristjánsson ég þakka vil þær stundir sem áttum við saman vináttuböndin bjuggum við til varð úr því allt þetta gaman. Þetta upphafserindi í afmælisbrag sem ég flutti Þórði Kristjánssyni vini mínum fyrir um þrjátíu og fimm árum síðan á fertugsafmæli hans, á vel við sem upphafsorð í þessum fátæklegu minningarorðum. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 530 orð

Þórður Kristjánsson

Nú, þegar frændi minn og kær vinur okkar fjölskyldunnar, er fallinn frá eftir langvarandi erfið veikindi, ber margs að minnast. Það var árið 1959 sem þau hjón festu kaup á húsnæði í Rauðagerði 8 af okkur Jóni Hjaltested vélstjórum. Húsið var þá í byggingu en þegar framkvæmdum lauk og við vorum öll flutt inn í íbúðir okkar og börnum fór að fjölga voru samtals fimmtán börn í húsinu. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 342 orð

Þórður Kristjánsson

Í örfáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns Þórðar Krisjánssonar sem lést á Vífilsstaðaspítala 17. júní síðasliðinn eftir erfiða legu. Hann var lagður inn á spítalann 12. mars 1988 svo nærri má geta að löng hefur stundin oft verið. Ég kynntist Þórði sumarið 1981 en þá fórum við Gunnar og Ingi ásamt honum og Þóru vestur á firði. Meira
27. júní 1995 | Minningargreinar | 193 orð

ÞÓRÐUR KRISTJÁNSSON

ÞÓRÐUR KRISTJÁNSSON Þórður Kristjánsson fæddist á Bíldudal 12. október 1919. Hann lést á Vífilsstöðum 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Sigurður Magnússon, skipstjóri Bíldudal, f. 2.9. 1883 í Krossadal í Tálknafirði, og Guðmundína Árnadóttir, f. 15.9. 1886 í Reykjavík. Meira

Viðskipti

27. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 408 orð

Frjáls þjónusta á flugvöllum vekur styr

SKIPTAR skoðanir virðast uppi meðal flugfélaga og flugvalla í Evrópu um tillögu um að leyfa samkeppni í flugvallaþjónustu, að því er fram kom við vitnaleiðslur á Evrópuþinginu í dag. Samband evrópskra flugfélaga, AEA, fagnaði drögum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að reglum um aðgang að flugafgreiðslumarkaði í aðildarlöndum ESB. Meira
27. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Fróði og Frjálst framtak flytja

FRÓÐI hf. hóf í gær starfsemi í nýjum höfuðstöðvum í svokölluðu Héðinshúsi, að Seljavegi 2 í Reykjavík. Undanfarin 10 ár hefur fyrirtækið verið staðsett á tveimur stöðum; á Bíldshöfða og í Ármúla. Fyrirtækið Frjálst framtak, sem er 25 ára um þessar mundir, mun einnig flytja úr Ármúla á Seljaveg. Á myndinni sjást nýju höfuðstöðvarnar á Seljavegi. Meira
27. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 192 orð

Microsoft á Japansmarkaði

MICROSOFT og japanska hugbúnaðarfyrirtækið Softbank hafa ákveðið að koma á fót sameignarfyrirtæki til þess að selja hugbúnað fyrir tölvuleiki. Fyrirtækið, Gamebank Corp., mun dreifa hugbúnaði er byggist á væntanlegum Windows 95 notendaskilum Microsofts og hagur hins bandaríska hugbúnaðarrisa mun því vænkast á vaxandi heimilistölvumarkaði í Japan. Meira
27. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Mun minni verðbréfaviðskipti við útlönd

KAUP á verðbréfum frá útlöndum námu rúmlega 1 milljarði króna fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við um 5 milljarða árið áður og hafa því dregist saman um 4 milljarða. Samdrátturinn stafar líklega að því að raunvextir innlendra verðbréfa hafa hækkað á undanförnum mánuðum, auk þess sem talsverð verðlækkun varð á erlendum verðbréfum í fyrra, að því er segir í Hagtölum mánaðarins. Meira
27. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 256 orð

NIB lánar Granda 600 milljónir

NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB, hefur veitt Granda hf. 600 milljóna króna fjárfestingarlán til átta ára. Þetta er stærsta lán sem NIB hefur veitt íslensku almenningshlutafélagi til þessa og fer það að mestu til að fjármagna endurbætur á togurunum Engey og Snorra Sturlusyni. Meira
27. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 314 orð

Varað við tilboðum í erlend rit

VERSLUNARRÁÐ Íslands varar stjórnendur íslenskra fyrirtækja og forstöðumenn opinberrar stjórnsýslu við tilboðum erlendra aðila um skráningar og auglýsingar í hvers kyns skrár og handbækur, útgefnum erlendis. Verslunarráð segir að hrina tilboða af þessu tagi hafi gengið yfir undanfarnar vikur. Meira
27. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 162 orð

Þín verslun við Seljabraut

KJÖT og fiskur hefur selt matvöruverslun sína að Seljabraut í Breiðholti til Miðbúðarinnar hf. Var verslunin opnuð undir nafninu "Þín verslun" í síðustu viku. Miðbúðin hf. er í eigu Símonar Sigurpálssonar og Þóru Bragadóttur og fjölskyldna þeirra. Þóra og Símon eru síður en svo nýgræðingar á matvörumarkaðnum en þau ráku áður verslunina 10-10 í Hraunbæ. Meira

Fastir þættir

27. júní 1995 | Fastir þættir | 341 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Norðurlandamó

NORÐURLANDAMÓT spilara yngri en 25 ára hófst sunnudaginn 25. júní í Bodö í Noregi. Ísland sendi lið í flokk 20­25 ára og eftirtaldir spilarar eru í liðinu: Steinar Jónsson, Magnús E. Magnússon, Ragnar T. Jónasson og Tryggvi Ingason. Fyrirliði er Sveinn R. Eiríksson. Spiluð er tvöföld umferð, 10 leikir alls og eru 24 spil í hverjum leik. Sunnudaginn 25. Meira
27. júní 1995 | Fastir þættir | 839 orð

Kasparov sigraði í New York

20.­23. júní GARY Kasparov, PCA heimsmeistari, sigraði á Intel-atskákmótinu í New York sem lauk fyrir helgina. Hann lagði Ívantsjúk frá Úkraínu örugglega að velli í úrslitum, vann báðar skákirnar. Aðalspennan var í undanúrslitaviðureign Kasparovs og unga Rússans Kramniks, en þeir hafa marga hildi háð á mótum með stuttan umhugsunartíma. Meira
27. júní 1995 | Fastir þættir | 685 orð

Kryddjurtaræktun

FÁTT jafnast á við að fara út í garð á hlýjum degi og klippa brúsk af kryddi í salatið og jafnvel kippa með nokkrum fíflablöðum úr grasflötinni. Löngu fyrir Krists burð var byrjað að nota kryddjurtir í lækningaskyni og við helgisiði eða galdra. Á miðöldum voru munkar með kryddjurtagarða við klaustur sín og notuðu jurtirnar til lækninga. Meira
27. júní 1995 | Dagbók | 511 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til hafnar Kyndill

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til hafnar Kyndill og grænlenski togarinn Paamiut. Í gærkvöld fóru út Ásbjörn RE, Carolina og rússneska rannsóknarskipið Akademic Ioffesem kom í morgun. Meira
27. júní 1995 | Dagbók | 143 orð

Sjösofendadagur

SjösofendadagurDAGUR sjösofenda er í dag og segir í Sögu Daganna að hann séhelgaður og kenndur við sjö velættaða kristna grískættaða unglingasem sváfu í tvær aldir til að losna undan ofsóknum Desíuar keisaraum miðja 3. Meira

Íþróttir

27. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ÍA 6 6 0 0 12 2 18KR 6 4 0 2 8 6 12BREIÐABLIK 6 3 1 2 10 9 10LEIFTUR 6 3 0 3 11 9 9KEFLAVÍK 5 2 2 1 4 3 8ÍBV 6 2 1 3 17 10 7FH Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD KARLA

3. DEILD KARLA LEIKNIR 6 5 0 1 13 4 15DALVÍK 6 3 3 0 10 4 12VÖLSUNGUR 5 3 1 1 13 7 10ÆGIR 6 3 1 2 10 8 10BÍ 6 2 3 1 7 7 9ÞRÓTTUR N. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 68 orð

3. deild karla Fjölnir - Þróttur N1:2

3. deild karla Fjölnir - Þróttur N1:2 Steinar Ingimundarson - Matthías Hilmarsson, Vilberg Jónsson. Bikarkeppni KSÍ - konur 16 liða úrslit Leiftur - KR0:15 Olga Færseth 5, Helena Ólafsdóttir 4, Inga Dóra Magnúsdóttir 2, Anna Jónsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Ólöf Indriðadóttir, Snjólaug Birgisdóttir. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD A HAMAR -VÍKVERJI

4. DEILD A HAMAR -VÍKVERJI 1: 3VÍKINGUR Ó. -GG 4: 3 LÉTTIR 6 5 1 0 23 10 16AFTURELDING 5 4 0 1 13 6 12VÍKVERJI 6 3 1 2 10 9 10ÁRMANN 5 3 0 2 11 9 9VÍKINGUR Ó. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD A LÉTTIR -TBR 3:

4. DEILD A LÉTTIR -TBR 3: 0HAMAR -VÍKVERJI 1: 3VÍKINGUR Ó. -GG 4: 3ÁRMANN -HAMAR 8: 0 LÉTTIR 6 5 1 0 23 10 16ÁRMANN 6 4 0 2 19 9 12AFTURE. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD B NJARÐVÍK -BRUNI

4. DEILD B NJARÐVÍK -BRUNI 4: 1REYNIR S. -ÖKKLI 9: 2 GRÓTTA 4 4 0 0 14 2 12REYNIR S. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD C TINDASTÓLL -HVÖT

4. DEILD C TINDASTÓLL -HVÖT 2: 1NEISTI -MAGNI 2: 3 KS 5 5 0 0 26 3 15TINDASTÓLL 4 3 0 1 10 3 9MAGNI 4 3 0 1 11 7 9HVÖT 5 2 0 3 22 10 6SM 4 2 0 2 1 Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD D NEISTI -HUGINN

4. DEILD D NEISTI -HUGINN 1: 1KVA -KBS 2: 1EINHERJI -SINDRI 1: 1UMFL -SINDRI 0: 6 SINDRI 5 4 1 0 20 6 13KBS 4 3 0 1 15 5 9NEISTI 6 2 1 3 13 15 7KVA Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 664 orð

Aldursflokkamótið Haldið í Sundlaug Akureyrar frá föstudegi til

Haldið í Sundlaug Akureyrar frá föstudegi til sunnudags. Þrír efstu í hverri grein sveina, meyja, pilta og stúlkna. Ekki var tekinn tími í greinum hnokka og hnáta. 200 m skriðsund sveina: Guðmundur Ó. Unnarsson, UMFN2.24,57 Jóhann Pétursson, Keflavík2.29,31 Stefán Björnsson, UMFN2. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 40 orð

Andri hættur með Fjölni

ANDRI Marteinsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks Fjölnis. Andri hefur verið spilandi þjálfari hjá Fjölni en meistaraflokksráð knattspyrnudeildar Fjölnis hefur ekki getað uppfyllt viss ákvæði í samningnum við Andra þrátt fyrir eindreginn vilja til þess. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 141 orð

Aston Villa vann kapphlaupið um Milosevic

ASTON Villa tryggði sér júgóslavneska landsliðsmanninn Savo Milosevic, 21 árs, í gær, þegar liðið borgaði Partizan Belgrad 3,5 millj. punda fyrir hann. Aston Villa, sem hefur keypt leikmenn fyrir samtals 11,5 millj. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 207 orð

Auðun Helgason, varnarmaður FH, glopraði frá sér knettinu

Auðun Helgason, varnarmaður FH, glopraði frá sér knettinum rétt utan við vítateiginn til Ratislaws Lazoriks og hann var ekki lengi að færa sér það í nyt, því hann var á auðum sjó. Lazorik lék inní teiginn og skaut framhjá Stefáni í marki FH og í netið á 23. mín. Hallsteinn Arnarson tók hornspyrnu frá vinstri á 65. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 433 orð

AUGNABLIK »Ógleymanlegar hátíðarstundir hjá þeim yngri - og eldriÍþ

Íþróttir veita mörgum ánægjulegar og ógleymanlegir stundir, jafnt iðkendum sem áhorfendum. Það er fáu líkt að vera með á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum - hvert sem hlutverkið er, og fleira mætti nefna. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 146 orð

Áttum von á meiri keppni um stigin

Ægir varð stigameistari félaga á Aldursflokkamótinu sjöunda árið í röð. Liðið fékk rúm 60 þúsund stig en Ármann varð í öðru sæti með rúm 45 þúsund stig. "Við áttum von á harðari keppni um stigin sögðu þau Svavar Sigurmundsson og Elín Sveinbjörnsdóttir, fyrirliðar Ægis í mótinu en þau hafa bæði mikla reynslu af unglingamótum. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 342 orð

ÁVÍSANAHEFTI

ÁVÍSANAHEFTI enska knattspyrnuliðsins Aston Villa hefur ekki safnað ryki niðri í skúffu á sl. dögum, því í síðustu viku keypti Brian Little framkvæmdastjóri Gareth Southgate fyrirliða Crystal Palace, Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 138 orð

Bikarinnn til "Gladbach"

BORUSSIA Mönchengladbach fagnaði sínum fyrsta titli í sextán ár, þegar leikmenn liðsins lögðu 2. deilædarliðið Wolfsburg að velli, 3:0, í úrslitaleik bikarkeppninnar þýsku á Ólympíuleikvanginum í Berlín á laugardaginn. Það voru Svínn Martin Dahlin, Stefan Effenberg og Heiko Herrlich sem skoruðu mörk "Gladbach" á 14., 61. og 86. mín. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 58 orð

Birgir Guðbjörnsson með Blika

BIRGIR Guðbjörnsson, fyrrum landsliðsmaður úr KR, hefur verið ráðinn þjálfari nýliða Breiðabliks í úrvalsdeildarkeppninni í körfuknattleik. Birgir, sem er ekki ókunnugur þjálfun, tekur við starfi Pálmars Sigurðssonar, sem þjálfaði og lék með Blikum síðasta vetur. Pálmar mun áfram leika með liðinu. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 92 orð

Blikar fara á Skagann í bikarnum

DREGIÐ var í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni kvenna í gær. Þar ber hæst að Skagastúlkur fá Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í heimsókn og Stjarnan úr Garðbæ tekur á móti KR- ingum. Valsstúlkur, sem eru ósigraðar í fyrstu deildinni það sem af er sumri, hafa hlotið 10 stig, fá Hauka í heimsókn, en Hafnarfjarðarliðið hefur eitt stig í deildinni. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 295 orð

BLÖÐ í Englandi

BLÖÐ í Englandi hafa sagt frá því að Manchester United hafi áhuga að fá Roberto Baggio til liðs við sig og einnig hefur nafn Búlgarans Hristo Stoichkov verið nefnt. United seldi tvo leikmenn í sl. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 243 orð

Christie er sá sigursælasti LINFOR

LINFORD Christie sigraði í 100 og 200 m hlaupi í Evrópubikarkeppninni um helgina, og hefur þar með sigrað í níu einstaklingsgreinum í keppninni, fleirum en nokkur annar í sögu keppninar. Metið setti hann reyndar á laugardag er hann fagnaði áttunda sigrinum, í 100 metrunum, en bætti svo um betur daginn eftir. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 54 orð

Daði Dervic sendi glæsilega inn fyrir vörn Valsmanna

Daði Dervic sendi glæsilega inn fyrir vörn Valsmanna á 57. mínútu, Hilmar Björnsson skaust milli varnarmanna á hárréttum tíma, þannig að hann var ekki rangstæður og vippaði laglega rétt utan vítateigslínu yfir Lárus markvörð, sem þaut á móti honum út í teiginn. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 394 orð

Einvígi hjá Helga og Sigurði

HELGI Þórisson og Karen Sævarsdóttir urðu á laugardag klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja. Karen hafði mikla yfirburði í kvennaflokki og sigraði sjöunda árið í röð en Helgi háði einvígi við Sigurð Sigurðsson á lokahringnum. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 166 orð

Ekki vanir þessum aðstæðum

Fyrri hálfleikurinn var okkur erfiður vegna þess að við lékum gegn nokkuð sterkum vindi og þeir fengu nokkur færi. Í síðari hálfleik náðum við öllum völdum á vellinum og skoruðum tvö mörk," sagði Joel Muller, þjálfari Metz eftir að lið hans hafði sigrað Keflavík á sunnudaginn. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 66 orð

EM í fjölþrautum í Laugardal

TVEIR riðlar í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum fara fram á Laugardalsvellinum um næstu helgi. Karlaliðið er í riðli með Írlandi, Danmörku og Lettlandi í tugþraut. Jón Arnar Magnússon, Ólafur Guðmundsson, Friðgeir F. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 594 orð

Er ökuþórinnGUÐBERGUR GUÐBERGSSONlangbestur í rallíkrossinu?Eiginkonan enn betri ökumaður

GUÐBERGUR Guðbergsson vann þriðju rallíkrosskeppnina í röð á sunnudag og er að stinga aðra af í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Guðbergur rekur meðal annars Porscheþjónustuna á Íslandi, sem hann telur reyndar bara áhugamál, og er einn af þeim sem reka rallíkrossbrautina við Krýsuvíkurveg. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 1176 orð

Evrópubikarkeppnin

Úrvalsdeild Keppt var í Villeneuve d'Ascq í Frakklandi á laugardag og sunnudag: 100 m hlaup karla: 1. Linford Christie, Bretlandi10,05 2. Andrey Grigoryev, Rússl.10,27 3. Ezio Madonia, Ítalíu10,32 3. Matias Ghansah, Svíþjóð10,32 5. Marc Blume, Þýskal.10,37 6. Jordi Mayoral, Spáni10,46 7. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 379 orð

Evrópukeppni landsliða Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik

Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik fer fram í Aþenu þessa dagana og er að verða ljóst hvaða þjóðir komast í 8-liða úrslit. Júgóslavar taka nú í fyrsta skipti þátt, eftir bannið sem satt var á þá. Laugardagur: Frakkland - Tyrkland90:76 Antoine Rigaudeau 23, Jim Bilba 18, Hughes Occansey 16, Yann Bonato 16 - Ibrayim Kutluay 18, Omer Buyukaycan 16, Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 374 orð

Feðgarnir fyrstir og efstir

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón E. Ragnarsson sigruðu örugglega á Mözdu 323, 4x4, í Bílahallarrallinu sem fram fór á laugardaginn. Þeir komu fyrstir úr öllum sérleiðum og voru með 1 mínútu og 35 sekúndum í minni refsitíma en næstu menn og það er talinn öruggur sigur. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 299 orð

Fjölnismenn meistarar í fyrsta sinn

TÓLFTA pollamótið sem Týr gengst fyrir í Vestamannaeyjum fór fram um helgina í misjöfnu veðri. Fresta varð setningu mótsins á miðvikudagskvöldið vegna rigningar en síðan var þokkalegasta veður og um 900 pollar úr sjötta aldursflokki spörkuðu mikið og gerðu tæplega þúsund mörk í keppninni. Fjölnir sigraði í keppni A-liða á pollamótinu í Vestmannaeyjum, en mótinu lauk á sunnudaginn. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 93 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRReuter Lengstu þrístökk sögunnar

JONATHAN Edwards frá Bretlandi náði þeim árangri um helgina að stökkva lengra en nokkur annar hefur gert. Hann stökk tvívegis lengra en sögur herma að menn hafi gert áður, en þetta gerði Edwards í þrístökkskeppni Evrópubikarkeppninnar í Frakklandi. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 163 orð

Gerði þrjú mörk á afmælinu

Róbert James Seagle, fyrirliði C-liðs Keflavíkur átti níu ára afmæli á sunnudaginn og hélt upp á daginn með því að gera þrjú af fimm mörkum liðsins er það vann Fylki í úrslitaleik. "Við lékum til úrslita við Fylki og ég fékk bestu afmælisgjöfina sem ég gat hugsað mér, við unnum 5:0 og ég gerði "hat-trick. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 259 orð

Getum ekki annað en verið ánægð

"ÞETTA mót er það langstærsta sem við höfum tekið að okkur. Aldursflokkamótið var síðast haldið á Akureyri fyrir tíu árum síðan en þetta er stærsta mótið frá upphafi. Við getum ekki annað en verið ánægð með mótshaldið. Við höfum fengið gott veður og keppendur hafa verið mjög jákvæðir," sagði Jón Már Héðinsson, formaður sunddeildar Óðins. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 435 orð

Glæsitilþrif í Hvaleyrinni

BJÖRGVIN Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir, tryggðu sér meistaratitlana hjá Keili á laugardaginn með því að leika frábærlega lokahringinn. Björgvin var sex höggum á eftir Ásgeiri Guðbjartssyni fyrir hringinn en náði að vinna upp forskot hans og gott betur með því að leika á 64 höggum, átta færra en Ásgeir sem varð að sætta sig við annað sætið. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 249 orð

Golfmót í Borgarnesi Opna Aquarius mótið fór fram á Hamarsvellinum í Borgarnesi 18. júní. Leiknar voru 18 holur. Með forgjöf:

Golfmót í Borgarnesi Opna Aquarius mótið fór fram á Hamarsvellinum í Borgarnesi 18. júní. Leiknar voru 18 holur. Með forgjöf: Guðmundur Daníelsson, GB72 Benedikt Jónsson, GMS72 Leifur Kristjánsson, GK73 Án forgjafar: Helgi Dan Steinsen, GL75 Haraldur Már Stefánsson, GB76 Ingi Rúnar Gíslason, Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 328 orð

Guðbergur ósigrandi

Guðbergur Guðbergsson sigraði á Porsche 911 í þriðju rallíkrosskeppni sumarsins í brautinni við Krýsuvíkurveg á sunnudaginn og hefur sigrað í öll skiptin í sumar. "Þetta er of létt, raunar alltof létt og leiðinlegt. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 198 orð

Hafði varað við þríhyrningspili þeirra

Við renndum nokkuð blint í sjóinn um andstæðinga okkar fyrir leikinn og vorum því ákveðnir í að leika okkar bolta til að byrja með og sjá til. Fyrri hálfleikurinn heppnaðist nokkuð vel hjá okkur, en við bökkuðum kannski of mikið í þeim síðari," sagði Þórir Sigfússon, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið gegn Metz. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 71 orð

Heimir hættur með ÍR-inga

HEIMIR Karlsson, sagði upp sem þjálfari 2. deildar liðs ÍR í knattspyrnu á sunnudaginn. Við starfi hans hjá ÍR hefur tekið Bragi Björnsson. Ástæðu uppsagnarinnar sagði Heimir vera að hann væri að flytja til Englands þar sem sín biðu spennandi verkefni. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 194 orð

Hlíðum Margréti þó hún sé stelpa

Þeir félagar Birgir Rafn Gunnarsson og Jón Otti Sigurðsson úr B-liði Fjölnis, eru báðir níu ára og voru að undirbúa sig fyrir leikinn um bronsið á sunnudaginum þegar Morgunblaðið náði tali af þeim. "Við ætlum okkur að sigra í leiknum um þriðja sætið. Við vitum ekki gegn hverjum við leikum en það skiptir ekki máli, við ætlum að sigra," sögðu þeir félagar. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 189 orð

Hristo Stoichkov fer frá Barcelona

Samningaviðræður á milli Hristos Stoichkov og Barcelona runnu út í sandinn í gær og er leikmaðurinn til sölu fáist rétt tilboð í hann. Johan Cruyff þjálfari Barcelona sagðist í gær vera feginn því að botn væri kominn í þann farsa sem samningamálin við Stoichkov hefðu verið. "Þegar hann fer frá okkur verður einu vandamáli færra á Nou Camp. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 190 orð

Intertoto

Fyrstu leikirnir í Evrópukeppni félagsliða, Intertoto, sem er getraunakeppni í Evrópu, fóru fram um helgina. Keflavík tekur þátt í keppninni, eins og kunnugt er og leikur í áttunda riðli ásamt Metz, Linzer frá Linz í Austurríki og skoska liðinu Partick Thistle. 1. RIÐILL: Århus - KS Gornik (Póllandi)4:1 FC Basel - Sheff. Wed.0:0 2. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 39 orð

Í kvöld Knattspyrnakl

Knattspyrnakl.20 1. deild kvenna Ásvellir:Haukar - Breiðablik Vestm'eyjar:ÍBV - ÍBA Stjörnuvöllur:Stjarnan - Valur 2. deild kvenna: Fjölnisvöllur:Fjölnir - Selfoss Sauðárkr. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 210 orð

Jón þjálfar Valsliðið

Jón Kristjánsson handknattleikskappi var um helgina ráðinn þjálfari Íslandsmeistara Vals í handknattleik til eins ár. Jón hefur verið leikmaður með Val sl. sjö ár og á þeim tíma fimm sinnum orðið Íslandsmeistari. Þetta er í fyrsta skipti sem Jón þjálfar hjá Valsmönnum. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 163 orð

Júlíus Gunnarsson fer ekki utan

"ÞAÐ er orðið ljóst að ég verð hér heima næsta vetur," sagði Júlíus Gunnarsson, handknattleiksmaður úr Val, en á tímabili í vor leit út fyrir að hann færi utan til náms og handknattleiksiðkunar. "Ég útiloka það ekki að ég verði annarsstaðar en hjá Val á komandi tímabili. Það hafa félög úr ýmsum áttum hér innanlands haft samband við mig og ég er núna að skoða möguleikana. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 747 orð

Keflavík - Metz1:2 Keflavíkvöllur 25. júní, Evrópukeppni f

Keflavíkvöllur 25. júní, Evrópukeppni félagsliða, Intertoto. Aðstæður: Sunnan strekkingur, bjart og 10 gráðu hiti. Völlurinn slakur. Mark Keflavíkur: Kjartan Einarsson (8.). Mörk Metz: Jocelyn Blanchard (55., 73.). Gult spjald: Cyril Serredszum (86.) - fyrir töf. Rautt spjald: Enginn. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 55 orð

Keflvíkingar sigurvegarar hjá C-liðum

»Morgunblaðið/Sigfús KEFLVÍKINGAR urðu sigurvegarar keppni C-liða, unnuFylki 5:0. Meistararnir fráKeflavík eru í fremri röð frávinstri Pálmi Ketilsson,Finnur M. Erlendsson,Sverrir Örn Leifsson, RóbertJames Speagle, GuðmundurÁ. Þórðarson, Davíð ÖrnHallgrímsson og Davíð ÖrnÓskarsson. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 293 orð

Keflvíkingar til Skotlands

KEFLVÍKINGAR mæta Partick Thistle í Evópukeppni félagsliða, Intertoto næsta laugardag. Þeir fara með áætlunarflugi til London á föstudagsmorguninn. Í London stoppa þeir stutt við því þeir fljúga þaðan til Glasgow í Skotlandi þar sem þeir munu taka æfingu um kvöldið á heimavelli Partick og leika svo gegn þeim um miðjan dag á laugardeginum. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 176 orð

Kenny Dalglish hækkar í tignKENNY D

KENNY Dalglish, sem stýrði Blackburn Rovers til Englandsmeistaratignar í knattspyrnu í vor, er hættur sem þjálfari liðsins. Að eigin ósk hefur hann verið hækkaður í tign hjá félaginu - hættir daglegum afskiptum af liðinu sjálfu og kallast héðan í frá yfirmaður knattspyrnumála. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 92 orð

Kjartan Einarsson fékk fallega stungusen

Kjartan Einarsson fékk fallega stungusendingu inn fyrir vörn Metz á 8. mín. og skaut frá vítateigshorni vinstra megin föstu skoti yfir markvörðinn Songo'o og í netið. Á 55. mín. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 474 orð

KRISTÓFER Sigurgeirsson,

KRISTÓFER Sigurgeirsson,sem hefur dvalist í herbúðum Frölunda í Svíþjóð, er á heimleið og gengið frá félagaskiptum á ný til Breiðabliks. Kristófer hefur átt við meiðsli að stríða og lítið getað leikið með Frölunda. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 299 orð

Langar að bæta met Eydísar og Ragnheiðar

KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir hjá ÍA gerði sér lítið fyrir og setti tvö meyjamet á Aldursflokkamóti Íslands. Kolbrún setti metin í 50 og 100 metra baksundi og hreppti fjögur gullverðlaun í einstaklingsgreinum á mótinu. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 405 orð

Leiftursmenn betri í rokinu

LEIFTUR siglir nú hraðbyri upp stigatöfluna eftir 2:1 sigur á ÍBV í Ólafsfirði sl. sunnudagskvöld. Nýliðarnir voru mun sterkari í leiknum og lítið sást til hinna sókndjörfu Eyjamanna sem hafa yljað áhangendum sínum með markaveislum á heimavelli. Hugsanlega gleyma þeir að taka skotskóna með sér í land. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 166 orð

Loks sigur Örebro á IFK eftir 26 ár

Arnór Guðjohnsen kom heldur betur við sögu þegar Örebro náði að leggja IFK Gautaborg að velli í fyrsta skipti í 26 ár í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, 1:0. Arnór, sem átti þrumuskot sem Thomas Ravelli rétt náði að verja í fyrri hálfleik, fiskaði síðan vítaspyrnu sem var misnotuð - Ravelli varði. Örebro fékk aðra vítaspyrnu í 72. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 516 orð

Maður tekur alltaf lýsi til að verða sterkari

Vigfús Adolfsson úr FH var valinn besti markvörður pollamótsins enda eins og köttur á milli stanganna. "Ég stefni alltaf að því að vera bestur og það var vikilega gaman að verða fyrir valinu. Ég var valinn í landslið mótsins svo mig dreymdi um að eiga möguleika í titilinn besti markvörðurinn," sagði markmaður mótsins. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 39 orð

Markahæstir í 1. deild karla

Ólafur Þórðarson, ÍA5 Rastislaw Lazorik, Breiðabliki5 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV5 Sumarliði Árnason, ÍBV4 Antony Karl Gregory, Breiðabliki3 Haraldur Ingólfsson, ÍA3 Hörður Magnússon, FH3 Jón Þór Andrésson, Leiftri3 Mihajolo Bibercic, KR3 Ríkharður Daðason, Fram3 Rútur Snorrason, Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 443 orð

Meðalmennskan í hávegum höfð í Krikanum

EFTIR góða byrjun á Íslandsmótinu og sigur í tveimur fyrstu leikjunum virðist allur botn vera dottinn úr FH-liðinu. Liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar þeir tóku á móti Breiðabliki í Kaplakrika á sunnudagskvöldið. Lokatölur urðu 2:4, Blikum í vil og hafa FH-ingar nú fengið á sig sextán mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjunum. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 528 orð

Meistaramót Íslands

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum 14. og 25. júní. 100 m hlaup, karlar: Jón Arnar Magnússon, UMSS10,92Jóhannes Már Marteinsson, ÍR11,10Friðrik Arnarson, Á11,23Ólafur Sveinn Traustason, FH11,36Kristján Friðjónsson, UBK11,46Jónas Páll Jónasson, ÍR11,64Bjarni Þór Traustason, FH11, Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 372 orð

Meistaramót klúbbanna

Meistaramóti Keilis lauk á laugardaginn. Fella varð út fyrsta dag mótsins vegna veðurs og voru því aðeins leiknar 54 holur í nokkrum flokkum. Meistaraflokkur karla Björgvin Sigurbergsson727564211Ásgeir Guðbjartsson726972213Guðmundur Sveinbjörns756973217Björn Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 116 orð

Mót í Kanada

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði þriðja og síaðsta leik sínum á boðsmóti í Kanada, en því lauk á föstudagskvöld. Í síðasta leiknum töpuðu íslensku konurnar fyrir þeim frönsku með 18 mörkum gegn 22, staðan í leikhléi var 9:11, Frökkum í vil. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 503 orð

Njarðvíkingar prúðir

ÞAÐ er mjög eftirsóknarvert að komast á pollamótið í Eyjum, en þar komast aðeins 24 lið að hverju sinni. Flest félög ríghalda í sæti sín og koma ár eftir ár og svo eru önnur félög á biðlista og bíða jafnvel árum saman eftir að koma liðum að. Í ár féll Grótta úr leik og það voru Njarðvíkingar sem voru svo heppnir að komast inn. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 81 orð

Noregur Úrslit í 1. deild um helgina: Stabaek - Hoedd3

Noregur Úrslit í 1. deild um helgina: Stabaek - Hoedd3:1 Viking - VIF Fotball5:0 Brann - Start4:0 Rosenborg - Bodoe/Glimt3:3 Kongsvinger - Molde0:2 Ham-Kam - S Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 632 orð

Nóg af færum en aðeins eitt mark

ÞAÐ fór ekki á milli mála að KR var betra liðið í viðureigninni við Val á KR-velli á sunnudag. Heimamenn voru meira með knöttinn, fengu mun fleiri færi og svo fór að þeir sigruðu, 1:0. Sanngjarn sigur, en frammistaða KR-liðsins var engu að síður ekkert til að hrópa hátt húrra fyrir. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 92 orð

Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson, ÍA.

Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson, ÍA. Milan Jankovic, Grindavík. Páll Guðmundsson, Leiftri. Alexander Högnason, Haraldur Ingólfsson, Zorin Miljkovic, ÍA. Albert Sævarsson, Þorsteinn Guðjónsson, Þorsteinn Jónsson, Grindavík. Hallsteinn Arnarson, FH. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 121 orð

Páll Guðmundsson tók hornspyrnu á 36. mínútu, boltinn va

Páll Guðmundsson tók hornspyrnu á 36. mínútu, boltinn var skallaður út í teig þar sem Sigurbjörn Jakobsson rak vinstri fótinn þéttingsfast í hann. Knötturinn stefndi í bláhornið og lenti þar í varnarmanni ÍBV, sem stóð á línu, og hrökk af honum í netið. Páll Guðmundsson tók eina af sínum hættulegu hornspyrnum á 50. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 225 orð

SALIH Heimir Porca

SALIH Heimir Porca komst ekki í lið KR gegn Val. Hann sat á varamannabekknum. FRIÐRIK Friðriksson, markvörður ÍBV, var tíðum utan teigs í seinni hálfleik í og nánast í stöðu aftasta varnarmanns því Ólafsfirðingum gekk illa að koma boltanum fram fyrir miðju. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 92 orð

Shearer semur við Blackburn til 1999

ALAN Shearer, markakóngurinn mikli hjá Englandsmeisturum Blackburn Rovers í knattspyrnu, hefur ákveðið að skrifa undir nýjan samning til fjögurra ára við félagið; samning sem gildir fram í júní 1999. "Menn hafa sagt mig á leiðinni hingað og þangað en enginn virðist hafa gert ráð fyrir að ég yrði hugsanlega hér áfram," sagði Shearer í gær, þegar tilkynnt var um ákvörðun hans. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 569 orð

Skagamenn halda sínu striki

SKAGAVÉLIN skilaði sínum þremur stigum í hús í Grindavík með sigri á Grindvíkingum. Fyrri hálfleikur var leikinn á innsoginu en í seinni hálfleik fór hún að malla og skilaði því sem þurfti. Heimamenn hleyptu þó smá spennu í leikinn í lokin en sigur Skagamanna var sanngjarn. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 350 orð

Styrktaraðilinn lagði meistarana

BANDARÍKJAMAÐURINN Rick Reimers varð um helgina fyrsti erlendi kylfingurinn til að sigra á miðnæturmóti Golfklúbbs Akureyrar sem lauk aðfararnótt laugardags. Reimers lék 36 holurnar á 151 höggi, einu fleira en Sigurpáll Sveinssonn. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 629 orð

Sunna skaut Guðrúnu og Geirlaugu ref fyrir rass

GUÐRÚN Sunna Gestsdóttir frá Blönduósi skaut hlaupadrottingunum úr Ármanni, Guðrúnu Arnardóttir og Geirlaugu Geirlaugsdóttur ref fyrir rass í 200 m hlaupi á Meistaramóti Ísland, þegar hún fagnaði sigri - kom fyrst í mark á 24,78 sek. Íslandsmethafinn Guðrún Arnardóttir, sem á metið 24,18 sek. - sett á Meistaramótinu í fyrra, kom í mark á 24,93 sek. og Geirlaug á 25,19 sek. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 128 orð

Sunnudagur til sigurs JONATHAN Edwa

JONATHAN Edwards sem "flaug" 18,43 metra í þrístökki í Frakklandi um helgina, er kristinnar trúar, tekur trú sína mjög alvarlega, og neitaði lengi vel að keppa á sunnudögum. Missti m.a. af heimsmeistaramótinu 1991 af þeim sökum þar sem þrístökkskeppnin fór fram á sunnudegi. Síðan hefur honum snúist hugur og náði löngu stökkunum nú á sunnudaginn. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 530 orð

Tvenn varnarmistök

MEÐ sunnan strekking í bakið áttu Keflvíkingar í fullu tré við franska liðið Metz í fyrri hálfleik í viðureign liðanna í Keflavík á sunnudaginn og náðu á þeim tíma að skora eina mark sitt í leiknum. En í síðari hálfleik þegar liprir franskir leikmenn höfðu vindinn í bakið léku þeir eins og sá sem valdið hefur. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 482 orð

Tvö lengstu þrístökk sögunnar

JONATHAN Edwards, 29 ára Breti, stal senunni í Villeneuve d'Ascq í Frakklandi um helgina er hann stökk tvívegis mun lengra heimsmetinu í þrístökki - lengst 18,43 m - er úrvalsdeild Evrópubikarkeppninnar fór fram. Edwards fær árangurinn reyndar ekki skráðan sem met, þar sem meðvindur var of mikill, en sýndi svo ekki verður um villst að hann er til alls líklegur. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 133 orð

Tvö víti varin

Kristján Magnússon, sem leikur með A-liði Aftureldingar úr Mosfellsbæ, gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni sem liðið lenti í í leik um 5. sætið gegn Val. "Ég náði að verja tvö víti í vítakeppninni og það var alveg einstök tilfinning og dugði okkur til að vinna þannig að við urðum í fimmta sæti, en það er besti árangur sem við höfum náð, Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 493 orð

Um "siðleysi" í bikarkeppni

Morgunblaðinu barst eftirfarandi frá Herði Hilmarssyni fyrir helgina: "Ég vona að rangt sé haft eftir kollega mínum Bjarna Jóhannssyni, þjálfara Breiðabliks, í viðtalsgrein í Mbl. í dag 21.6. (bls. 2 C). Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 264 orð

Veðjað fyrir 500 milljónir

Wimbledon tennismótið hófst í gær og voru úrslit samkvæmt bókinni. Öll stærstu nöfnin í tennisíþróttinni komust áfram í aðra umferð. Haft er eftir forsvarsmönnum veðbanka á Englandi að reiknað sé með því að breska þjóðin leggi um það bil 500 milljónir íslenskra króna undir á hina ýmsu keppendur. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 91 orð

Veðrið setti svip sinn á Meistaramótið

VEÐRIÐ setti svip á Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Búist hafði verið við ágætum árangri í spretthlaupunum, en mótvindur kom í veg fyrir slíkt. Guðrún Sunna Gestdóttir frá Blönduósi kom fyrst í mark í einvígi hennar við hlaupadrottninguna Guðrúnu Arnardóttur úr Ármanni og Geirlaugu Geirlaugsdóttur í 200 metra hlaupi. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 145 orð

Vinkonur og keppinautar

JÓHANNA Ýr Jóhannsdóttir og Vilborg Magnúsdóttir eru vinkonur en jafnframt miklir keppinautar. Báðar eru þær í stúlknaflokki, æfa með Ungmennafélaginu Selfossi og þeirra sterkasta grein er baksundið. Rúmri sekúndu munaði á þeim í 100 m baksundi og það var Jóhanna, á myndinni fyrir ofan, sem hafði betur. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

Vítaspyrna var dæmd eftir að knötturinn barst í h

Vítaspyrna var dæmd eftir að knötturinn barst í hönd Þorsteins Guðjónssonar á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Haraldur Ingólfsson sendi Albert Sævarsson markvörð Grindavíkur í vinstra hornið og skoraði með öruggu skoti í hægra markhornið Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 395 orð

Yfirburðir New Jersey algjörir

LEIKMENN New Jersey Devils léku við hvern sinn fingur og sigruðu Detroid, 5:2, í fjórða leiknum í röð gegn Dertroit í úrslitakeppninni um Stanleybikarinn í íshokký. Þar með sigruðu þeir í einvíginu með miklum yfirburðum eða með fjórum vinningum gegn engum og hömpuðu bikarnum í fyrsta skipti í sögu félagsins. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 254 orð

Þrír bræður í úrslitahlaupi

BRÆÐURNIR Ólafur Sveinn, Bjarni Þór og Björn Traustasynir tóku þátt í úrslitahlaupinu í 100 m. Þetta var í fyrsta skipti í sögu Meistaramótsins, að þrír bræður hlaupi úrslitahlaup. Þeir eru synir Trausta Sveinbjörnssonar, fyrrum spretthlaupari úr Breiðabliki, sem var tímavörður í hlaupinu. Einar Vilhjálmsson aftur með Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 84 orð

Þrumuveður "flautaði" bikarúrslitaleik af

ÞRUMUVEÐUR kom í veg fyrir að hægt var að ljúka bikarúrslitaleik Deportivo La Coruna og Valencia, sem var flautaður af eftir 79 mín. 100 þús. áhorfendur voru á leiknum, sem fer fram Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Staðan var 1:1 þegar flautað var af og þurfa liðin að leika á ný í kvöld, þær ellefu mín. sem eftir eru og framlengingu ef með þarf. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 226 orð

Ætla að gera enn betur á næsta móti

DRENGJASVEIT Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og sigraði í 4 X 100 m fjórsundi þar sem sveitin var fjórum sekúndum frá metinu í þeirri grein. Sveitin var skipuð þeim Rúnari Má Sigurvinssyni, Sævari Sigurjónssyni, Steinari Erni Steinarssyni og og Eyjólfi Alexanderssyni. "Mesta keppnin við Ægi og SH en við höfðum betur á lokasprettinum," sagði Eyjólfur. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 114 orð

Örn með fimm gull

Örn Arnarson frá Sundfélagi Hafnarfjarðar setti drengjamet í 400 metra skriðsundi á fyrsta keppnisdaginn á aldursflokkamótinu. Hann synti á 1:06,76 og bætti fyrra met um rúmar tvær sekúndur. "Þetta var fyrsta tilraunin við metið í þessu sundi og ég var orðinn býsna þreyttur eftir fyrri 200 metrana. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 33 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Frosti Þröngt á þingi í upphitunÞAÐ var oft þröngt á þingi íSundlaug Akureyrar þegarkeppendur á Aldursflokkamóti Íslands hituðu sig uppfyrir keppnisgreinarnar.Keppendur voru um 360talsins og hafa ekki veriðfleiri á AMÍ frá upphafi. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 6 orð

(fyrirsögn vantar)

GETRAUNIR:X12 1X2 1XX X12X LOTTÓ:35203135/2 » Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 72 orð

(fyrirsögn vantar)

» Ánægðar með mótiðBIRNA Hallgrímsdóttir ogAnna Bergljót Thorarenseneru þrettán ára gamlar ogæfa sund með Breiðablik ogkeppa undir merkjumUMSK. Þær sögðust verahæstaánægðar með mótið."Okkur hefur gengið ágætlega og það er gaman aðkoma hingað til að keppa. Meira
27. júní 1995 | Íþróttir | 321 orð

(fyrirsögn vantar)

SUNDFÉLAG Hafnarfjarðar hreppti flest gullverðlaun á Aldursflokkamótinu á Akureyri. Félagar í SH unnu til tíu gullverðlauna og munaði mest um árangur þeirra Arnar Arnarsonar og Ómars Snævars Friðrikssonar sem voru mjög sigursælir á mótinu. ÍA fékk átta gullverðlaun og UMFN og Ægir sex hvort. Ungmennafélag Njarðvíkur gat hins vegar státað af flestum verðlaunum, 22 talsins. Meira

Fasteignablað

27. júní 1995 | Fasteignablað | 992 orð

Á byggingastað

MÉR finnst ávallt skemmtilegt og heillandi að koma á byggingastað. Ég held að það hafi góð áhrif á menn að vera að byggja ný hús. Þarna ganga flestir ákveðið til verka og eru yfirleitt fljótir að ljúka þeim verkþáttum sem þeir eru að vinna að. Smiðir reisa veggjamót, eða veggjagrindur sé um timburbyggingu að ræða. Meira
27. júní 1995 | Fasteignablað | 742 orð

Ármannsfell byggir 60 permaformíbúðir

ÁRMANNSFELL hf. hyggst á næstu tveimur árum byggja 60 permaformíbúðir í átta fjölbýlishúsum við Lækjarsmára 54-76 í Kópavogi. Í fyrsta áfanga verða reist tvö hús, annað með átta íbúðum en hitt með fjórum. Íbúðirnar verða ýmist 2ja, 3ja eða 4ra herbergja og er áformað að afhenda þær fyrstu fullbúnar í nóvember-desember á þessu ári. Meira
27. júní 1995 | Fasteignablað | 422 orð

Boðið upp á 75% lán af kaupverði

FASTEIGNASÖLURNAR Laufás og Fasteignamarkaðurinn hf. auglýsa nú einstaka hluta Globushússins að Lágmúla 5 til sölu. Það vekur athygli við þessa sölu að boðið er upp á allt að 75% kaupverðs að láni. Lánveitandi mun vera ónefnd bankastofnun og er lánstíminn til allt að 15 ára. Meira
27. júní 1995 | Fasteignablað | 731 orð

Er rennslisstilling ofnhitakerfa nauðsynleg?

ÞAU voru nýflutt inn, ung, dugleg og bjartsýn þrátt fyrir mikið strit við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Margt var enn ógert, en flest þægindi þó komin, auðvitað af nýjustu og bestu gerð. Þar á meðal hitakerfi, lakkmálaðir ofnar beint úr smiðju, hver ofn með sjálfvirkum ventli, sem stýrði hitanum. Meira
27. júní 1995 | Fasteignablað | 235 orð

Gott einbýlishús við Bjargartanga

TÖLUVERT framboð er á góðum einbýlishúsum. Fasteignasalan Gimli auglýsir nú glæsilegt einbýlishús við Bjargartanga í Mosafellsbæ. Húsið er á tveimur hæðum, um 245 ferm. alls og með möguleika á séríbúð á neðri hæð. Innbyggður bílskúr fylgir húsinu. Ásett verð er 16,4 millj. kr. Meira
27. júní 1995 | Fasteignablað | 1432 orð

Hlýleikinn alls ráðandi í innanhússhönnuninni nú

Innanhússhönnun er eitt af því sem setur svip sinn á byggingarlist nútímans. Áður fyrr datt fáum í hug að nokkur nauðsyn væri á að fá sérmenntaða manneskju til þess að teikna innréttingar og raða húsmunum inn á heimili. Nú er öldin önnur og fáum dettur annað í hug en fá innanhússhönnuð til þess að teikna innréttingar í ný og gömul hús. Meira
27. júní 1995 | Fasteignablað | 188 orð

Meiri hreyfing á sumarhúsum

NÚ er tími sumarhúsanna. Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar auglýsir nú til sölu góðan sumarbústað við Lögberg, sem er 54 ferm. með 10 ferm. svefnlofti og stórri verönd. Bústaðurinn er í um 18 km. fjarlægð frá Reykjavík. Á hann eru settar 3,8 millj. kr. Meira
27. júní 1995 | Fasteignablað | 313 orð

Timburhús í gamla bænum í Hafnarfirði

ÞAÐ er ekki oft, sem virðuleg timburhús í gamla bænum í Hafnarfirði koma í sölu. Árni Gunnlaugsson hrl. auglýsir nú til sölu húsið að Hverfisgötu 6B. Húsið er byggt 1908, en stækkað og settir á það kvistir 1960. Í því eru tvær 5 herbergja íbúðir, hvor um 70 ferm og auk þess er rúmgóður kjallari undir öllu húsinu. Meira
27. júní 1995 | Fasteignablað | 253 orð

Vanskil fasteignaveðbréfa 742 millj. í maílok

VANSKIL fasteignaveðbréfa 3 mánaða og eldri voru 742,3 millj. kr. í maílok. Kemur þetta fram í nýútkomnu fréttabréfi verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins og svarar það til 1,14% af höfuðstól fasteignaveðbréfa. Vanskil höfðu þá lækkað um 108,4 millj. kr. frá mánuðinum þar á undan. Meira

Úr verinu

27. júní 1995 | Úr verinu | 98 orð

Eyvindur vopni til Þorákshafnar

MEITILLINN HF. í Þorlákshöfn hefur keypt Eyvind Vopna NS af Tanga hf. á Vopnafirði. Skipið heitir nú Klængur ÁR 2. Skipið er smíðað á Seyðisfirði 1983 og er 178 brúttórúmlestir. Átta manns eru í áhöfn og skipstjóri er Hjörtur Jónsson. Skipið verður gert út á fiskitroll. Að sögn Péturs Olgeirssonar, framkvæmdastjóra Meitilsins, var skipið afhent 31. Meira
27. júní 1995 | Úr verinu | 65 orð

Grásleppuhrognin sigtuð

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN við Faxaflóa hefur gengið mun betur en í fyrra og svipaða sögu er að segja af Breiðafirði. Í heild virðist afraksturinn vera í meðallagi síðustu ára. Bjarni Jakobsson, grásleppukarl í Reykjavík, sem hér er að sigta hrognin, vill ekki gefa upp hve margar tunnur hann er kominn með, en segir að þetta hafi gengið mun betur en í fyrra. Meira
27. júní 1995 | Úr verinu | 363 orð

Styrkja til smábáta að vænta eftir mánaðamót

ÚTHLUTUN styrkja Byggðastofnunar til smábáta á aflamarki hefur dregist undanfarna mánuði en nú sér fyrir endann á þeirri bið, því styrkjanna er að vænta upp úr mánaðamótum. Styrkirnir eru hugsaðir til að draga úr áhrifum minnkandi aflaheimilda á afkomu bátanna. Styrkveitingin hefur dregist á langinn vegna fyrirspurnar LÍÚ um hvort litlir bátar yfir tíu tonnum kæmu til greina í styrkveitingunni. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

27. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 233 orð

Yfirlit: Suð

Yfirlit: Suður af Færeyjum er 1035 mb hæð sem fer heldur minnkandi og þokast vestur. Grunnt og minnkandi lægðardrag suðvestur af landinu þokast austnorðaustur. Við Hvarf er 1008 mb lægð sem hreyfist lítið. Spá: Suðvestlæg átt, víðast kaldi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.