Greinar þriðjudaginn 4. júlí 1995

Forsíða

4. júlí 1995 | Forsíða | 215 orð | ókeypis

Danir heita rannsókn geislunarslyss

DANIR hétu á mánudag að kanna að fullu bótakröfur verkamanna, sem kveðast hafa orðið fyrir geislun þegar þeir hreinsuðu upp leifar bandarískrar sprengjuvélar af gerðinni B-25, sem hrapaði með kjarnorkusprengjur innan borðs árið 1968. Meira
4. júlí 1995 | Forsíða | 46 orð | ókeypis

Lada í heyskapinn

TVEIR rússneskir bændur setja hey á toppgrind aldurhniginnar Lada-bifreiðar á býli annars þeirra um 50 km frá Moskvu. Sjálfseignarbændur í Rússlandi hafa átt erfitt uppdráttar frá falli Sovétríkjanna og samyrkjubúa og hafa þeir neyðst til að taka í þjónustu sína ýmsis óhefðbundin landbúnaðartæki. Meira
4. júlí 1995 | Forsíða | 235 orð | ókeypis

Óeirðir í Belfast eftir tíu mánaða hlé

BRETAR létu í gær lausan hermann, sem dæmdur hafði verið í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða ungling í Belfast, og við það brutust út mestu óeirðir í borginni frá því samið var um vopnahlé við Írska lýðveldisherinn (IRA) fyrir 10 mánuðum. Meira
4. júlí 1995 | Forsíða | 189 orð | ókeypis

Segja Kanadamenn ekki virða grálúðusamkomulag

KANADAMENN voru gagnrýndir harðlega í gær fyrir að standa ekki við sinn hluta samkomulagsins um grálúðuveiðar í Norður-Atlantshafi og stefna því þar með í voða. EMMA Bonino, yfirmaður sjávarútvegsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagði í gær að ESB væri þegar farið að hrinda í framkvæmd ákvæðum um eftirlit og hvernig samkomulaginu skuli framfylgt, Meira
4. júlí 1995 | Forsíða | 88 orð | ókeypis

Sýrlend-ingar slakaá kröfum

ÍSRAELAR sögðu í gær að Sýrlendingar hefðu látið af kröfu um að ráðstafanir í öryggismálum verði gagnkvæmar í samningum ríkjanna. Um leið lögðu ráðamenn í Damaskus fram tillögu um afvopnun sem hluta af allsherjar friðarsamkomulagi. Meira
4. júlí 1995 | Forsíða | 288 orð | ókeypis

Tvísýnt um úrslit í leiðtogakjöri

TVÍSÝNT var í gærkvöldi hvort John Major, forsætisráðherra Bretlands, tækist að bera sigur úr býtum í fyrstu umferð leiðtogakjörs Íhaldsflokksins, sem fram fer í dag. Einungis John Redwood hefur boðið sig fram gegn Major. Meira

Fréttir

4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 470 orð | ókeypis

24 voru vistaðir í fangageymslum

UM HELGINA eru bókfærð 533 tilvik. Af þeim eru 211 áminningar vegna ýmissa umferðarlagabrota en lögreglumenn fylgdust sérstaklega með umferðinni á föstudags- og laugardagskvöld. Fáa þurfti að kæra fyrir of hraðan akstur, eða 10, en 15 þeirra ökumanna, sem lögreglumenn stöðvuðu í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

300 unglingar á slysavarnamóti

UM ÞRJÚ HUNDRUÐ unglingar tóku þátt í tíunda landsmóti unglingadeildar Slysavarnafélags Íslands, sem haldið var á Reyðafirði um helgina. Bókleg og verklegskyndihjálp Að sögn Skúla Hjaltasonar, sem sat í undirbúningsnefnd mótsins, var samheldni einkunnarorð þess, en mótið var í umsjá slysavarnamanna frá Norðfirði, Eskifirði, Reyðafirði, Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum. Meira
4. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 471 orð | ókeypis

50 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðarbæjar haldið hátíðlegt

Í TILEFNI 50 ára afmælis Ólafsfjarðarbæjar verða mikil hátíðahöld dagana 7.­16. júlí og viðhafnarsvipur á bænum. Að hátíðardagskránni hefur unnið afmælishátíðarnefnd undir forystu Sigurðar Björnssonar. Forseti Íslands mun heimsækja Ólafsfjörð í tilefni afmælisins laugardaginn 8. júlí. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

61% Svía á móti ESB

TVEIR af hverjum þremur Svíum myndu hafna aðild að Evrópusambandinu (ESB) ef haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu á nýjan leik, að því er fram kemur í skoðanakönnun, sem birtist í gær. Ekki eru nema sjö mánuðir síðan Svíar samþykktu inngöngu í ESB. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur frá og með 1. júlí ráðið sér aðstoðarmann, Hilmar Þór Hiflmarsson. Hilmar lauk cand. econ, prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands vorið 1987, M.A. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 227 orð | ókeypis

A-Evrópuríki ekki til Madrid

ÓLÍKLEGT er, að austur- og miðevrópsku ríkjunum, sem áhuga hafa á Evrópusambandsaðild, verði boðin þátttaka í næsta leiðtogafundi ESB í Madríd í desember, að sögn forsætisráðherra Spánar, Felipe Gonzalez. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 577 orð | ókeypis

Allt fullt af verkefnum

SIGURGEIR Jónasson ljósmyndari í Vestmannaeyjum hefur myndað fyrir Morgunblaðið í rúmlega 35 ár og skipta myndirnar sem hann hefur birt í blaðinu þúsundum. Undan farin 10 ár hefur hann einnig haft umboð fyrir blaðið í Eyjum og segir hann að líf hans snúist um Moggann frá morgni til kvölds. "Maður er búinn að vera margfaldur í roðinu fyrir blaðið í langan tíma," segir hann. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 292 orð | ókeypis

Athugasemd

Á SÍÐUSTU dögum júnímánaðar komu ítrekað fréttir í fjölmiðlum um stórfelldan tekjuauka. Tilefni fréttarinnar var ný reglugerð sem gefin var út af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra varðandi greiðslur á láglaunabótum, orlofs og desemberuppbótum til lífeyrisþega. Nærri heill miljarður átti samkvæmt fréttinni að ganga til lífeyrisþega vegna loforða ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð | ókeypis

Áhugi vex á íslenskunámi

TUTTUGASTI og fyrsti fundur sendikennara í íslensku erlendis var haldinn í háskólanum í Helsinki nýlega. Nú starfa 14 íslenskir sendikennarar í 8 löndum Evrópu. Á fundinum gerðu sendikennararnir grein fyrir íslenskukennslu hver við sinn háskóla og þeirri kynningu á íslenskri menningu sem fram fer í löndunum arfa með þeirra fulltingi. Meira
4. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 69 orð | ókeypis

Átta sækja um stöðu skólastjóra

ÁTTA umsóknir bárust um stöðu skólastjóra við Oddeyrarskóla á Akureyri, en umsóknarfrestur rann út nýlega. Þeir sem sóttu um eru Dagný Annasdóttir, Akureyri, Gréta Ólafsdóttir, Akureyri, Gunnar Jónsson, Akureyri, Halldór Gunnarsson, Lundi, Öxarfirði, Helena Pálsdóttir, Þelamerkurskóla, Sverrir Þórisson, Þelamerkurskóla og Úlfar Björnsson, Akureyri. Einn umsækjenda óskaði nafnleyndar. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 920 orð | ókeypis

Best að geta skilað jörðinni í þokkalegu ástandi Páll Pálsson, bóndi og fréttaritari Morgunblaðsins, og Inga Ásgrímsdóttir á

PÁLL Pálsson er nú farinn frá Borg ásamt Ingu Ásgrímsdóttur konu sinni og er það mikill viðburður fyrir þau og sérstaklega fyrir Ingu sem þar hefir varið öllum sínum dögum. Þar fæddist hún, dóttir hjónanna Önnu Stefánsdóttur og Ásgríms Þorgrímssonar, sem þar bjuggu rausnarbúi um 60 ára skeið. Bannað að vinna Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Brak úr flugvél í troll

Hjólabúnaður, hjólbarði og 6 metra langur biti úr flugvél komu í troll Sigurbjargar ÓF1 þar sem hún var á grálúðuveiðum á Jökuldýpi, tæplega 100 km vestur af Reykjanesi. Að sögn Friðþjófs Jónssonar, skipstjóra, eru flugvélarhlutarnir áræðanlega úr mjög stórri flugvél en hjólið er 1 metri á hæð. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

Brúargólfið steypt

Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Golli Brúargólfið steypt BRÚARGÓLFIÐ á Höfðabakkabrúnni við gatnamót Vesturlandsvegar átti að steypa í nótt og loka Vesturlandsvegi af þeim sökum fram til kl. 7 í morgun. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Dúdajev fús til að segja af sér

DZHOKHAR Dúdajev, leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjníju, sagðist í gær reiðubúinn að draga sig í hlé ef það dygði til þess að Rússar viðurkenndu fullveldi Tsjetsjníju. Fréttastofan Itar-Tass hafði það eftir Arkadíj Volskíj, varaformanni rússnesku samninganefndarinnar, sem freistar þess að semja um friðsamlega lausn deildunnar um Tsjetsjníju, Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

Einbýlishús skemmdist mikið í eldi

MIKLAR skemmdir urðu á einbýlishúsi við Holtsbúð í Garðabæ í eldi, sem þar kviknaði aðfaranótt sunnudags. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Tilkynnt var um eldinn úr leigubíl skömmu fyrir klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags og kom slökkviliðið í Hafnarfirði á staðinn. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Ekki komist hjá fræðilegum deilum

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra telur að ekki verði komist hjá fræðilegum deilum í líkingu við ágreining um aldur Miðhúsasilfursins. "Aðalatriðið er að málefnalega sé tekið á ágreiningsefnum og þau leidd til lykta með fræðileg viðhorf í huga," sagði Björn. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Ekki óskað eftir segulbandsupptökunni

SKRIFSTOFA forseta Íslands ætlar ekki að óska eftir því að fá segulbandsupptöku með viðtali blaðakonu tævanska dagblaðsins United Daily News við forseta Íslands. Sveinn Björnsson, forsetaritari, segir að með yfirlýsingu um að rangt sé haft eftir forsetanum í viðtalinu sé afskiptum skrifstofunnar af málinu lokið. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 460 orð | ókeypis

Ég er svo forvitinn um fólk

ÞAÐ hefur verið í nógu að snúast hjá Pétri Kristjánssyni, fréttaritara á Seyðisfirði, en hann hefur undanfarið verið að leggja lokahönd á skipulagningu hins nýja Tækniminjasafns Austurlands. Pétur flutti til Seyðisfjarðar fyrir 11 árum og er kvæntur Þóru Ingólfdóttur, hjúkrunarforstjóra sjúkrahússins á staðnum. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 313 orð | ókeypis

Fékkst ekki úr tolli

VERSLUNINNI Bónus barst í gærmorgun 100 kíló af kalkúnalærum frá Danmörku sem heimilt er að flytja til landsins eftir gildistöku GATT-samkomulagsins, en kjötið fékkst ekki tollafgreitt síðdegis sökum þess að heilbrigðisvottorð skorti. "Þarna er um soðið kjöt að ræða og því á ekki að vera nein fyrirstaða á að fá innflutningsleyfi fyrir kjötinu. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 221 orð | ókeypis

Finni í embætti umboðsmanns?

FINNINN Jacob Söderman virðist sigurstranglegastur í kjöri Evrópuþingsins á umboðsmanni ESB, sem fram fer í næstu viku. Sex manns keppa um embættið, en það hefur tekið þingið nærri því ár að finna rétta manninn í starfið. Nái Söderman kjöri, verður hlutverk hans að gæta hagsmuna evrópskra borgara gagnvart stofnunum ESB. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

Fleiri og stærri verk boðin út á næstunni

ÍSTAK hf. átti lægsta tilboðið í viðhaldsframkvæmdir á einu húsa ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi sem nýlega var boðið út. Tuttugu og fjögur íslensk verktakafyrirtæki sóttust eftir því að bjóða í verkið sem fjármagnað er af Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Níu þeirra uppfylltu öll skilyrði útboðsins. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 13,5 milljónir. Tilboð Ístaks hf. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 1277 orð | ókeypis

Flokkur á barmi taugaáfalls Fréttaskýrendur reyna að ná áttum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, en fyrsta umferðin fer fram í

FYRSTA umferðin í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins fer fram í dag. Frambjóðendurnir tveir, John Major og John Redwood, kepptust hvor um sig í gær við að tryggja sér stuðning þeirra þingmanna sem ekki hafa gert upp hug sinn. Báðir ávörpuðu fund 92-hópsins, sem er þrýstihópur hægrisinna í flokknum. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 433 orð | ókeypis

Forsetinn segir rangt haft eftir sér

FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Íslands, segir í yfirlýsingu að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali sem birtist á mánudag í stærsta dagblaði Tævan, United Daily News. Í fréttaskeyti Reuters-fréttastofunnar er haft eftir henni að Lee Teng-hui forseti Tævan sé velkominn í einkaheimsókn til Íslands, þrátt fyrir mótmæli Kínverja. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 782 orð | ókeypis

Fréttaritarar Morgunblaðsins

Jón Gunnlaugsson Akranesi Sími 4312329 Hóf störf 1983 Davíð Pétursson Skorradal Sími 4370005 Hóf störf 1983 Áslaug Guðmundsdóttir Þverá Sími 4356609 Hóf Störf 1995 Bernhard Jóhannesson Reykholtsdal Sími 4351169 Hóf störf 1983 Theodór Kr. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 400 orð | ókeypis

Fuglarnir eins og myndastyttur þegar að þeim var komið

"AÐKOMAN var hryllileg. Íbúðin var í rúst. Fyrst sá maður ekki fuglana því þeir stóðu eins og myndastyttur hér og þar," segir maður einn í Vesturbænum, en hann og fjölskylda hans urðu fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu á laugardag að sex starar komust inn í íbúð þeirra á fyrstu hæð og settu allt á annan endann í árangurslausri leit sinni að útgönguleið. Meira
4. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 74 orð | ókeypis

Færeyskur djass í Eyjafirði

Í KVÖLD, þriðjudagskvöld, verður djasskvöld í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit. Á þessum djasstónleikum leikur Stórband Tórshavnar Mussikskúla frá Þórshöfn í Færeyjum undir stjórn Eiríks Skála. Stórsveitin er hér á landi á tónleikaferðalagi og lék nýverið á djasshátíðinni á Egilsstöðum. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Gáfu Hringnum hálfa milljón

KVENFÉLAGINU Hringnum barst þann 22. júní 1995 gjöf í Barnaspítalasjóð Hringsins að fjárhæð krónum fimmhundruð þúsund frá Minningarsjóði Sigríðar Halldórsdóttur og Jóhanns Ögmundar Oddssonar. Sjóðurinn var stofnaður af fjölskyldum þeirra og reglu I.O.G.T. Sjóði þessum hefur nú verið slitið og andvirði hans látið renna til styrktar byggingu Barnaspítala Hringsins. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Gleymdist að urða hræin

HESTSHRÆ og þrjú selshræ, sem fundust í malargryfjum milli Garðs og Sandgerðis á sunnudag, hafa verið grafin í jörð. Gryfjurnar eru um kílómetra frá þjóðvegi en þangað liggur vegur. Fólk sem átti leið þarna um kom auga á hræin og lét vita um þau. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð | ókeypis

Grjóthrun á Óshlíðarvegi

Bolungarvík, Morgunblaðið -Að minnsta kosti þrjú stór björg féllu á Óshlíðarveg skömmu fyrir miðnætti á sunnudagskvöld, vegurinn lokaðist þó ekki af þeim sökum en skemmdir urðu nokkrar á veginum og var hann því hættulegur vegfarendum. Meira
4. júlí 1995 | Landsbyggðin | 178 orð | ókeypis

Grunnskólinn fær tíu nýjar skólastofur

Þorlákshöfn-Þegar Grunnskólanum í Þorlákshöfn var slitið í vor voru tíu nýjar skólastofur formlega teknar í notkun. Þetta er veruleg aukning á húsrými skóla sem ekki er með nema liðlega 250 nemendur. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

Harður árekstur

TVEIR fólksbílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Reykjanesbraut, skammt vestan Kúagerðis, á sunnudagsmorgun. Bílinn, sem ekið var í átt til Reykjavíkur, var kominn yfir á öfugan vegarhelming þegar áreksturinn varð. Að sögn lögreglu er talið að ökumaður hans hafi sofnað. Fernt var í hinum bílnum og voru þrír fluttir á slysadeild Borgarspítalans. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 353 orð | ókeypis

Heimtar að dagblöð birti yfirlýsingu

ÓÞEKKKTUR morðingi, hinn svonefndi "Unabomber", veldur nú miklum áhyggjum í Bandaríkjunum en hann hefur hótað að koma fyrir sprengjum í farþegaflugvélum og krafist þess að dagblöð birti margra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu gegn iðnaðarsamfélaginu. Lögregla í Bandaríkjunum telur manninn hafa undanfarin ár staðið fyrir 16 sprengjutilræðum sem orðið hafa þrem mönnum að bana og slasað 22. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Heitasti sumardagur í borginni

Morgunblaðið/Júlíus Heitasti sumardagur í borginni HÖFUÐBORGARBÚAR létu ekki segja sér tvisvar að njóta sólarinnar á heitasta degi sumarsins í gær. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 550 orð | ókeypis

"Hér er rosasamt og gæftir litlar"

"FRÉTTIR hvaðanæva af landinu mun og eigi skorta í blað vort. Símfréttir munu við og við birtast frá öllum stærri bæjum og kauptúnum landsins, og úr sveitum, þegar þess gefst kostur." Þannig hljóðaði boðskapur Vilhjálms Finsens, stofnanda Morgunblaðsins, þegar hann fylgdi blaðinu úr hlaði 2. nóvember 1913 eða fyrir tæpum 82 árum. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 447 orð | ókeypis

Hráefni ofurtollað en fullunnin vara ekki

KJÖRÍS í Hveragerði getur ekki brugðist við innflutningi á ís, sem varð heimill frá 1. júlí, með því að kaupa hráefni erlendis þar sem hráefni til ísgerðar mun bera allt að 514% tolla á þessu ári en fullunninn ís, umfram lágmarksaðgang, verður tollaður um 30% auk 110 kr. álags á hvert kíló. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 235 orð | ókeypis

Hungur blasir við íbúum Sarajevo og Bihac

MIKLAR hörmungar kunna að vera fyrir dyrum í Sarajevo og Bihac þar sem hjálpargögn eru á þrotum og ekkert útlit fyrir að úr rætist, að sögn talsmanna flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Bosníu-Serbar hafa aðeins hleypt einni bílalest til Sarajevo á rúmum mánuði og flug með matvæli og hjálpargögn hefur legið niðri í þrjá mánuði. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 727 orð | ókeypis

Íslandsheimsóknin eitt ævintýri

ÍMAÍMÁNUÐI sl. var á ársfundi Þjóðræknisfélags Vestur-Íslendinga í Kanada kjörinn nýr forseti félagsins. Til að gegna þessu virðingarembætti næsta árið a.m.k. varð fyrir valinu Vestur-Íslendingurinn Laurence S.G. Johnson, sem á ættir sínar að rekja til Skagafjarðar og austur á Seyðisfjörð. Hinum nýja forseta var boðið til Íslands á vegum utanríkisráðuneytisins m.a. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 307 orð | ókeypis

Íslenska keppnisliðið í 48 klst. á ferðalagi

FIMM piltar ásamt tveimur fararstjórum eru væntanlegir til Canberra eftir 40 klst. ferðalag á miðvikudagsmorgun til þáttöku í 26. Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Keppnisliðið var valið með forkeppni í öllum framhaldsskólum landsins í febrúar og úrslitakeppni 14 hinna efstu í Háskóla Íslands í mars. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 226 orð | ókeypis

Kalkúnar fengust ekki úr tolli

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur í dag dreifingu á súkkulaðihjúpuðum ís frá Frakklandi en fyrirtækið hefur keypt inn 4,2 tonn af þessari vöru og áformar að flytja inn meira á næstunni. Sending af kalkúnalærum, sem Bonus fékk frá Danmörku fékkst ekki tollafgreidd á þeim forsendum að heilbrigðisvottorð skorti. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 274 orð | ókeypis

Kalla sendiherra frá Íran

NORSKA stjórnin hefur ákveðið að kalla heim sendiherra Noregs í Íran, Birger Bye, þar sem írönsk stjórnvöld neita enn að ógilda dauðadóm yfir breska rithöfundinum Salman Rushdie. Sendiherrann var kallaður heim tímabundið 16. janúar. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð | ókeypis

Kennt til BS-prófs við rekstrardeild

MENNTAMÁLARÁÐHERRA gaf nýverið út breytingu á reglugerð fyrir Háskólann á Akureyri. Breytingin á reglugerðinni varðar fyrirkomulag náms í rekstrardeild skólans, en deildarfundur rekstrardeildar hefur unnið að skipulagsbreytingum á náminu sem staðfestar eru í þessari nýju reglugerð. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 299 orð | ókeypis

Kurlað á göngustíga

HÓPUR reykvískra ungmenna á aldrinum 16 til 19 ára vinnur að því leggja göngustíga í Öskjuhlíð og nota þau trjákurl til ofaníburðar. Tré og trjágreinar sem til falla eru kurluð niður og síðan er kurlið borið á göngustígana. Kurlið er mjúkt og þykir skokkurum þægilegt að hlaupa á því. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 167 orð | ókeypis

Kveðja frá ritstjórum

Fréttaritarar Morgunblaðsins hafa frá fyrsta fari verið helztu tengsl blaðsins við landsbyggðina og hefur starf þeirra ávallt verið ómetanlegur þáttur í ritstjórn þess. Til þessara starfa hafa valizt margir ágætir fréttamenn sem hafa sinnt þörfum blaðsins og lesenda þess, jafnframt því sem þeir hafa verið einn mikilvægasti hlekkur byggðalaganna við þjóðlífið allt og samtíð okkar. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Kvöldganga um Viðey

KVÖLDGANGA á þriðjudagskvöldum er fastur liður í sumardagskránni í Viðey. Í kvöld verður gengið um Austureyna. Gengið verður austur á Sundbakka og hann skoðaður. Komið verður við í skólahúsinu sem þar er. Þar er nú ljósmyndasýning frá lífi og starfi fólksins á Sundbakka fyrr á árum. Af Sundbakka verður gengið með suðurströndinni heim að Viðeyjarstofu. Farið verður úr Sundahöfn kl. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 57 orð | ókeypis

Látið fréttaritara vita

MIKILVÆGT er fyrir fréttaritara að halda sem bestu sambandi við íbúa staðanna sem þeir þjóna og reyna þeir það eins og best þeir geta. Þeir frétta þó ekki alla hluti. Því er mikilvægt að fólk láti fréttaritara sína vita strax um alla fréttnæma atburði. Það hjálpar þeim og Morgunblaðinu að þjóna lesendum blaðsins. Meira
4. júlí 1995 | Miðopna | 1193 orð | ókeypis

Leita fornra kirkja og býla frá landnámi

STÆRSTU rannsóknirnar verða á Bessastöðum og á Hofstöðum í Garðabæ, en einnig verður unnið áfram að rannsóknum í Viðey. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur vinnur að forrannsókn í Hlíðardal en þar telur hann fullvíst að sé að finna landsnámsbýli. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 429 orð | ókeypis

Ljósmyndun blundaði í mér

ALFONS Finnsson á Ólafsvík hefur tekið myndir fyrir Morgunblaðið í um 5 ár. "Þetta hafði alltaf blundað í mér," segir hann um upphaf þess að hann fór að taka myndir. Hann tók myndir fyrir Ólsarann, en það var blað sem eitt sinn var gefið út á Ólafsvík og var Sigurður M. Egilsson ritstjóri þess. "Síðan bara þróaðst þetta," segir Alfons. "Þetta er orðin della núna. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 190 orð | ókeypis

Loðnubræðsla komin í fullan gang

GÓÐ veiði hefur verið á loðnumiðunum suðaustur af Kolbeinsey og lönduðu fjölmörg skip í gær. Grindvíkingur GK kom með fullfermi, 955 tonn, til hafnar á Siglufirði í gærmorgun og var myndin tekin við það tækifæri. Landað hafði verið 3.275 tonnum á Siglufirði um 10 leytið í gærkvöldi og enn var verið að landa. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Mannabein í humartroll á Selvogsbanka

MANNABEIN kom upp með humartrolli vélbátsins Jóns Trausta er hann var að toga á Selvogsbanka um 30 sjómílur suður af Þorlákshöfn á laugardag. Um er að ræða mjaðmagrindarbein sem rannsóknarlögreglan á Selfossi tók í sína vörslu þegar báturinn kom inn til Þorlákshafnar. Eftir að beinin hafa verið athuguð nánar verður þeim komið i vígða jörð. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 656 orð | ókeypis

Margt sem kom manni á óvart

"ÞETTA byrjaði með því að við fórum að senda myndir í Verið, og síðan þróaðist þetta þannig að við vorum beðin um að vera fréttaritarar," segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir á Höfn í Hornafirði, en hún og eiginmaður hennar Snorri Aðalsteinsson eru fréttaritarar Morgunblaðsins þar á bæ. Þau hafa verið fréttaritarar síðan í febrúar 1994 og eru því meðal þeirra nýrri í hópnum. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 741 orð | ókeypis

Með nefið í öllu og á kunningja alls staðar

"GÓÐUR fréttaritari sem hefur áhuga á starfi sínu hefur nefið í öllu í samfélaginu. Hann þekkir alla og á enga vini," segir Úlfar Ágústsson á Ísafirði. "Ég á enga vini og hef ekki efni á því vegna þess að ég er fréttaritari Morgunblaðsins. En ég á kunningja alls staðar." Úlfar hefur verið fréttaritari Morgunblaðsins frá árinu 1976. Einnig hefur hann rekið verslunina Hamraborg í 26 ár. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 671 orð | ókeypis

Með púlsinn á bæjarlífinu

"MAÐUR er með púlsinn á bæjarlífinu og því sem er að gerast hjá fólki," segir Sigurður Jónsson um starf sitt sem fréttaritari á Selfossi. Hann hefur gengt starfinu í um 10 ár og síðast liðin átta ár hefur hann einnig verið formaður Okkar manna, félags fréttaritara á Morgunblaðinu. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 172 orð | ókeypis

Mestu eldar í sögu Ísraels

REIÐHJÓL sonarins var um það bil hið eina sem slapp heillegt þegar heimili Yehuda Schriers og fjölskyldu hans varð eldi að bráð við þjóðveginn milli Jerúsalem og Tel Aviv í Ísrael á sunnudag. Mestu eldar í sögu landsins geisuðu í skóglendi í grennd við höfuðborgina, og slösuðust 37 manns. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð | ókeypis

Mikil aðsókn að hússtjórnarnámskeiðum

HÚSSTJÓRNARSKÓLANUM í Reykjavík var slitið 27. maí. Skólinn hefur verið rekinn þannig undanfarin ár að á haustönn hafa verið haldin námskeið í fatasaumi, matreiðslu, útsaum og vefnaði. Þessi námskeið hafa staðið mislengi frá einum degi upp í sjö vikur. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 364 orð | ókeypis

Mohajirar fallast á friðarviðræður

ÆÐSTIKLERKUR í Karachi var skotinn í Khalilia-moskunni í gær. Mikil ólga er í borginni og hafa 34 látið lífið í átökum þjóðernisfylkingar Mohajir (MQM) og lögreglu, það sem af er mánuðinum. Talsmenn MQM hafa fallist á að ganga til friðarviðræðna við yfirvöld og er vonast til þess að þær hefjist í dag. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Nauðlenti á veginum við Geysi

FLUGMANNI lítillar eins hreyfils flugvélar tókst giftusamlega að nauðlenda á veginum um 5 km frá Geysi í Haukadal. Vélarbilun hafði orðið í vélinni og við nánari skoðun á jörðu niðri kom í ljós að ventill í vélinni hafði gefið sig. Umferð var lítil þegar lendingin átti sér stað og því auðveldara um vik en ella. Í lendingunni rakst annar vængur vélarinnar á umferðarmerki. Meira
4. júlí 1995 | Landsbyggðin | 101 orð | ókeypis

Náttúrustofa Austurlands opnuð

Neskaupstað, Morgunblaðið- Náttúrustofa Austurlands var formlega opnuð nú á dögunum við athöfn í Egilsbúð. Til máls tóku við athöfnina Hermann Níelsson, stjórnarformaður Náttúrustofunnar, Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Neskaupstað, starfandi forstöðumaður stofunnar, dr. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 295 orð | ókeypis

Nýr meirihluti tekur viðEP í Hafnarfirði í dag einróma samþykktur

NÝR meirihluti Alþýðuflokks og tveggja bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna tekur við á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í dag. Ingvar Viktorsson verður bæjarstjóri og Ellert Borgar Þorvaldsson forseti bæjarstjórnar. Málefnasamningurinn var einróma samþykktur á fulltrúaráðsfundi Alþýðuflokks í gærkvöldi. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 934 orð | ókeypis

Nýtt útlit á netinu Morgunblaðið á Internetinu hefur nú fengið nýjar heimasíður. Guðni Einarssonkynnti sér hvað liggur að baki

NÝTT útlit síðna Morgunblaðsins birtist nú lesendum þess á Internetinu. Þessi breyting er til þess að gera blaðið aðgengilegra lesendum. Nýju síðurnar voru hannaðar í Myndasmiðju Austurbæjar hf. Að sögn Barkar Arnarsonar, eins eigenda Myndasmiðjunnar, var reynt að fara nýjar leiðir í hönnuninni í stað þess að ausa úr sömu brunnum og fjöldi síðuhönnuða hefur gert. Meira
4. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 272 orð | ókeypis

Nýtt þjónustuhús á tjaldsvæðinu

AÐSÓKNARMET var sett á tjaldsvæðinu á Akureyri nú í nýliðnum júnímánuði og gistinætur urðu alls 2557 talsins. Að jafnaði hafa gistinætur í þessum mánuði verið á bilinu 1.400 til 1.800. Þjónusta við gesti á tjaldsvæðinu hefur verið að aukast á liðnum árum og í gær var formlega tekið í notkun nýtt þjónustuhús á efra svæði þess. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 312 orð | ókeypis

Nær engin von til að finna fleiri á lífi

NÆR engin von er nú talin til þess að fleiri finnist á lífi í rústum verslunarhúss sem hrundi á fimmtudag í Seoul í Suður-Kóreu. Í gær höfðu engir fundist á lífi í tvo sólarhringa og telja menn nú fullvíst að þau hundruð manna, sem enn er saknað, séu látin. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 944 orð | ókeypis

Oft er betra að segja sína meiningu

ÞEGAR ég byrjaði var maður bara að senda fréttirnar í bréfum, símskeytum og jafnvel símtölum," segir Árni Helgason í Stykkishólmi, en hann hefur verið fréttaritari frá árinu 1943. "Nú getur maður sent fréttir með símbréfi og öllu mögulegu öðru. Þróunin hefur verið gífurleg, sérstaklega að koma fréttunum frá sér." Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 266 orð | ókeypis

Rætt um samstarf við Grænlendinga

FERÐAMÁLAYFIRVÖLD á Grænlandi koma síðar í þessum mánuði til viðræðna við forsvarsmenn Ferðaskrifstofunnar Addís, sem hefur sérhæft sig í fjallaferðum á jeppum, um samstarf um slíkar ferðir á Grænlandi. Arngrímur Hermannsson hjá Addís segir að til standi að stofna fyrirtæki um þennan rekstur og síðar verði stefnt að því að bjóða upp á jeppaferðir yfir Grænlandsjökul. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð | ókeypis

Síbrotamaður í gæsluvarðhald

SÍBROTAMAÐUR um tvítugt var sl. föstudag úrskurðaður í 45 daga gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur maðurinn ítrekað komið við sögu mála vegna innbrota og fleiri brot. Hann var dæmdur í Héraðsdómi í síðustu viku en var eftir það staðinn að innbroti og var þess vegna "stoppaður af" með gæsluvarðhaldsúrskurði til 14. ágúst. Meira
4. júlí 1995 | Landsbyggðin | 159 orð | ókeypis

Skátastarf í Skorradal

Grund, Skorradal- Uppbygging Skátafélags Akraness við skála félagsins Skátafell í landi Stóru- Drageyrar í Skorradal og framkvæmdaáform til aldamóta verða studd með fjárframlögum Akraneskaupstaðar og gjörningur, þessu til staðfestingar, undirritaður fyrstu viku júnímánaðar. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð | ókeypis

Skuldagluggi þjóðarinnar

SKULDAGLUGGINN var opnaður við Kjötbúr Péturs í Austurstræti í gær. Skuldaglugginn er skjár sem sýnir hversu hratt skuldir ríkis- og sveitarfélaga hækka. Hækkunin er nú rúmlega 400 krónur á sekúndu. Viðstaddir opnunina var fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar en það er Samband ungra sjálfstæðismanna sem stendur að skjánum. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Skullu saman á blindhæð

TVEIR bílar rákust saman á blindhæð í Heiðmörk á laugardagskvöld. Farþegi í öðrum bílnum slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði áttu hlut að máli pallbíll og splunkunýr fólksbíll, sem aðeins hafði verið keyrður 500 km. Pallbílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og lentu bílarnir saman á blindhæðinni. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 378 orð | ókeypis

Sleipt að aka í fjöruborðinu

TORFI R. Andrésson, hópferðabílstjóri, sem hefur með höndum ferðir á milli suðurfjarða Vestfjarða og Ísafjarðar yfir sumartímann, fór í óvenjulega ökuferð á fimmtudag í síðustu viku, er hann ók fyrstur manna hópferðabíl sínum með átta farþega fyrir Sléttanes sem skilur að Arnarfjörð og Dýrafjörð. Leið þessi er mjög erfið yfirferðar og varla fyrir nema velútbúna jeppa, a.m.k. Meira
4. júlí 1995 | Landsbyggðin | 287 orð | ókeypis

Sólskin og hiti voru besta afmælisgjöfin

Seyðisfirði- Hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar heppnuðust vel og var þeim slitið við hátíðlega athöfn síðastliðið sunnudagskvöld. Sólskin og hiti einkenndu veðurfar á staðnum og smárigningarskúr á laugardagsmorgun frískaði upp loftið og varð til þess að gróðurinn fékk langþráða vætu. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 258 orð | ókeypis

SS flytur inn ís frá Frakklandi

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur í dag dreifingu á erlendum ís sem fyrirtækið hefur flutt til landsins, en um er að ræða ísfyllt tilbrigði við súkkulaðistangir frá Mars, Bounty, Snickers, Twix og Galaxy. Einn gámur er þegar kominn til landsins með um 4,2 tonn af ís framleiddum í Frakklandi en fleiri gámar eru væntanlegir á næstunni. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð | ókeypis

Stararnir stjarfir af hræðslu

ÆVAR ÖRN Pedersen, fuglafræðingur, segir ástæðu þess að stararnir, sem sagt er frá hér á síðunni, hafi líkst myndastyttum þegar að þeim var komið vera sennilega þá að þeir hafi verið hræddir við köttinn. Þekkt sé að fulgar verði stjarfir þegar hætta steðji að þeim, hvort sem hættan stafi af ferfætlingum eða stærri fuglum. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 193 orð | ókeypis

Stjórnarskipti í Tælandi

ÞINGKOSNINGAR voru í Tælandi á sunnudag og vann helsti flokkur stjórnarandstæðinga, Tælenski þjóðarflokkurinn undir forystu Banharns Silpa-archa, mikinn sigur. Hann hlaut 92 af alls 391 þingsætum. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 891 orð | ókeypis

Teiknar upp kirkjugarða og skráir legstæði Sigurður Pétur Björnsson, Silli, fréttaritari á Húsavík, hefur verið fréttaritari

ÞAÐ er mitt mesta lán hvað ég er vinnuglaður," segir Sigurður Pétur Björnsson, fréttaritari á Húsavík. Hann lét af störfum sem útibússtjóri Landsbanka Íslands á Húsavík fyrir átta árum, þegar hann varð sjötugur, en hefur ekki setið auðum höndum síðan. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 500 orð | ókeypis

Tíu ár frá stofnun Okkar manna

TÍU ár eru á þessu ári liðin frá stofnun Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Fréttaritararnir eru hátt í 100 talsins og starfa um allt landið. Í þessum blaðauka eru fréttaritararnir kynntir og sagt frá störfum þeirra og félagsins með viðtölum og á annan hátt. Meira
4. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 219 orð | ókeypis

Tollvörugeymslurnar sameinaðar

ALMENNA tollvörugeymslan hf. á Akureyri og Tollvörugeymslan hf. í Reykjavík voru sameinaðar nú um mánaðamótin og munu framvegis starfa sameiginlega undir merki TVG. Hluthafar Almennu tollvörugeymslunnar hf. eru með breytingunni orðnir hluthafar í Tollvörugeymslunni hf. í Reykjavík. Sambærilegur rekstur Meira
4. júlí 1995 | Landsbyggðin | 53 orð | ókeypis

Tvær brýr breikkaðar á þjóðvegi 1

NÚ ER unnið að fullum krafti við að breikka tvær litlar brýr á þjóðvegi 1 við Kvísker í Öræfum. Það er mjög gott þegar mjóum steyptum brúm fækkar því af þeim er töluverð slysahætta. Það er vinnuflokkur Jóns Valmundssonar brúarsmiðs úr Vík sem vinnur þetta. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 343 orð | ókeypis

Umsvifin aukist jafnt og þétt

TÍU ár verða í desember næstkomandi liðin frá því Morgunblaðið opnaði skrifstofu á Akureyri. Í fyrstu, eða fram á vor 1986 var Skapti Hallgrímsson blaðamaður einn að störfum á skrifstofunni en um mánaðamótin maí júní kom til starfa fólk sem sinnti ýmsum störfum, afgreiðslu, dreifingu og auglýsingum svo eitthvað sé nefnt. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Valt í fram úr- akstri

ÞRÍR voru fluttir undir læknishendur eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi um klukkan hálfátta á föstudagskvöld. Áreksturinn varð með þeim hætti að aka átti fólksbifreið af gerðinni Chevrolet Monza framúr Mazda-skutbifreið með tjaldvagn í eftirdragi. Báðum bílunum var ekið í austurátt. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 403 orð | ókeypis

Varavöllur kafbátarleitarvéla líklega á Egilsstöðum

"ÉG reikna með að Bandaríkjamenn muni samþykkja að nýta Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll fyrir kafbátaleitarflugvélar. Allt sem verður til þess að draga út kostnaði við rekstur þeirra hér á landi er af hinu góða og jafnframt myndi þetta styrkja reksturinn á Egilsstöðum, " sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
4. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 326 orð | ókeypis

Verðlaunahafar í ljósmyndasamkeppni

OKKAR menn hafa tvisvar efnt til ljósmyndasamkeppni fréttaritara Morgunblaðsins, annars vegar fyrir árin 1991-92 og hins vegar fyrir árin 1993-94. Í fyrri keppninni bar Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum sigur úr býtum fyrir myndina Eldhafið. Ágúst Blöndal í Neskaupstað varð hlutskarpastur í síðari keppninni með myndina Frækilegt björgunarafrek. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 440 orð | ókeypis

Versta staða bolfiskvinnslunnar í 15 ár

EINAR Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki segir að vegna gengisfalls bandaríkjadals og sterlingspunds sé staða hefðbundinnar bolfiskvinnslu nú verri en nokkru sinni undanfarin 15 ár, eða þann tíma sem hann hefur reiknað út framlegð í vinnslunni. Meira
4. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 269 orð | ókeypis

Vilja tryggja samgöngur landnema á yfirráðasvæðum PLO

RÁÐAMENN í Ísrael og fulltrúar Frelsissamtaka Palestínu, PLO, könnuðu í gær leiðir til að hefja á ný viðræður um aukin yfirráð stjórnar Yassers Arafats á hernumdu svæðunum. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels og Arafat reyndu á laugardag og sunnudagsmorgun að ná samkomulagi. Fundirnir báru ekki árangur en þeir ætluðu að hittast á ný í gær eða dag. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 513 orð | ókeypis

Víða hörkugöngur - Erfitt í Vopnafirði

Lax gengur nú af krafti í flestar á sunnanlands og vestan og einnig er bærilega líflegt eða batnandi ástand í ám á vestanverðu Norðurlandi. Enn er hins vegar hálfgert vorástand í hinum frægu laxveiðiám Vopnafjarðar og veiðin eftir því, aðeins örfáir fiskar komnir úr Hofsá og enginn úr Selá. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Víkingaskipin að öllu leyti handsmíðuð

ÞRJÚ víkingaskip, á vegum alþjóðlegu víkingahátíðarinnar í Hafnarfirði, voru sjósett í Sundahöfn í gær. Þau eru dönsk að uppruna, handunnin að öllu leyti, og mun smíði þeirra vera eins nálægt upprunalegu víkingaskipunum og mögulegt er. Tryggingaverðmæti skipanna liggur á bilinu 60­70 milljóna króna. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 897 orð | ókeypis

Yfirburðasigur Ítala á Evrópumótinu í brids

Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17. júní til 1. júlí Albufeira. Morgunblaðið. ÍTALIR unnu Evrópumótið í brids í með yfirburðum á laugardag. 16 ár eru nú liðin frá því Ítalir unnu síðast Evrópumót en áratugina þar á undan voru ítalskir spilarar nánast áskrifendur að Evrópumeistaratitlinum. Íslenska liðið varð í 8. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 532 orð | ókeypis

Yfirlýsing vegna rannsóknar silfursjóðsins frá Miðhúsum

Með því að nafn mitt hefur verið nefnt í umfjöllun fjölmiðla um rannsókn silfursjóðsins frá Miðhúsum vil ég koma eftirfarandi á framfæri: 1. Nokkru eftir að ég kom til starfa í Þjóðminjasafninu sumarið 1992 fékk ég vitneskju um að fræðimenn, innlendir og erlendir, hefðu efasemdir um áreiðanleik silfursjóðsins, sem fannst á Miðhúsum, árið 1980. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 298 orð | ókeypis

Yfirlýsing vegna sátta í Langholtskirkju

Vegna sátta sóknarnefndar og starfsfólks Langholtkirkju og séra Flóka Kristinssonar. Við ofanrituð hörmum mjög þá neikvæðu umfjöllun sem málefni Langholtskirkju hafa hlotið og vafasamar staðhæfingar um málefni og einstaklinga. Það hafa aldrei verið efasemdir um að sóknarprestur hafi forystu um helgihlad og innra starf kirkjunnar. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð | ókeypis

Þyrlan sótti slasaðan mann

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti slasaðan mann í Kerlingarfjöll skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Maðurinn mun hafa dottið af vélsleða og slasast á baki. Þyrlan lenti við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan hálftvö. Á sunnudag var flak flugvélarinnar TF-VEN, sem fórst í Geitahlíð við Kleifarvatn á föstudag, sótt með þyrlunni og flutt til Reykjavíkur. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Ökumenn taki tillit

LÖGREGLAN í Kópavogi beinir þeim tilmælum til ökumanna, sem leið eiga um Reykjanesbraut og Kringlumýrarbraut þar sem unnið er að gatnaframkvæmdum, að fara eftir merkingum og aka varlega. Í dag eru gatnaframkvæmdir á Reykjanesbraut norðan Arnarnesvegar í norðurátt og verður umferð beint á suðurakrein. Á Kringlumýrarbraut eru framkvæmdir frá Nesti í Fossvogi að Bústaðavegi. Meira
4. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 31 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Í Morgunblaðinu í dag er átta síðna blaðauki, sem nefnist Okkar menn. Þar er fjallað um fréttaritara Morgunblaðs á landsbyggðinni í tilefni 10 ára afmælis félags þeirra, Meira

Ritstjórnargreinar

4. júlí 1995 | Staksteinar | 346 orð | ókeypis

»Eystrasaltsríkin og NATÓ ALÞÝÐUBLAÐIÐ segir í forystugrein að Íslend

ALÞÝÐUBLAÐIÐ segir í forystugrein að Íslendingar eigi að tala máli Eystrasaltsþjóðanna innan NATÓ og leggja til að þeim verði veitt full aðild að þeim samtökum. Ógeidd skuld Alþýðublaðið segir í forystugrein: "Hrammur Sovétsins kramdi til ólífis sjálfstæði þriggja smáþjóða við Eystrasalt þegar herir Stalíns tóku Eistland, Meira
4. júlí 1995 | Leiðarar | 578 orð | ókeypis

LEIDARI SJÁVARÚTVEGUR OG UTANRÍKISSTEFNA IÐTAL Morgunblaðs

LEIDARI SJÁVARÚTVEGUR OG UTANRÍKISSTEFNA IÐTAL Morgunblaðsins við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í fyrradag sýnir, að barátta fyrir fiskveiðiréttindum okkar á norðurslóðum og annars staðar utan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar er að verða helzta viðfangsefni íslenzkra utanríkismála. Meira

Menning

4. júlí 1995 | Menningarlíf | 217 orð | ókeypis

Afmælisdiskur frá Seyðisfirði

SEYÐFIRÐINGAR fagna 100 ára afmæli kaustaðarins um þessar mundir og kom meðal annars út geisladiskur af því tilefni fyrir skemmstu. Diskurinn heitir Seyðisfjörður 100 ára og á honum eru lög og textar eftir Seyðfirðinga. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 114 orð | ókeypis

Alþingishúsið skoðað

SÍÐASTLIÐINN laugardag gafst hinum almenna borgara kostur á að sækja Alþingishúsið heim. Húsið var opið í tilefni af því að 150 ár eru nú liðin frá fyrsta fundi hins endurreista Alþingis. Skipulagðar voru gönguferðir með starfsmönnum Alþingis þar sem saga þess var sögð. Alþingismenn létu margir hverjir sjá sig. Meira
4. júlí 1995 | Menningarlíf | 185 orð | ókeypis

Áhrif Clöru á Brahms og Schumann

GUÐNI Franzson klarinettuleikari og Gerrit Schuil píanóleikari halda tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld kl. 20.30. Brahms og Schumann eiga verkin á tónleikunum. Schumann var giftur Clöru Wieck sem var píanóleikari og tónskáld, en jafnframt dóttir læriföður Schumanns. Brahms var einhleypur en kynni hans af Schumann-hjónunum höfðu dúpstæð áhrif á líf hans. Meira
4. júlí 1995 | Menningarlíf | 655 orð | ókeypis

Borgarævintýri Borgin er margslungin og býr yfir mörgum skemmtilegum sögum, enda í örri þróun og vexti. Þóroddur Bjarnason

ÍSUMAR stendur Vinnuskóli Reykjavíkur fyrir viðamiklu fræðslustarfi fyrir unglinga. Yfirskrift þess er "Reykjavík-Borgin mín" og er tilgangurinn að unglingarnir kynnist borginni sinni og fái betri tilfinningu fyrir henni. Yfirumsjón með verkefninu hafa þau Ása Hauksdóttir og Guðmundur Guðmundsson hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Markviss fræðsla Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 216 orð | ókeypis

Brúðguminn bakaði 14 hæða brúðkaupstertu

JÓHANNES Felixson, bakari sem gekk að eiga brúði sína Þórunni Björku Guðlaugsdóttur á laugardag, lét sig ekki muna um að baka þessa veglegu brúðartertu sem er upp á fjórtán stalla, alls 3ja metra há. Hann nefnir hana "englaköku djöflanna" og segir að hún sé gómsæt súkkulaðikaka og borin fram með þeyttum rjóma. Meira
4. júlí 1995 | Menningarlíf | 86 orð | ókeypis

Djasshátíð Egilsstaða

Egilsstöðum-Djasshátíð Egilsstaða var sett á fimmtudagskvöld. Við það tækifæri lék Tórshavner Stórband frá Færeyjum. Ennfremur kom Arnís djasskórinn fram það kvöld. Hátíðin er haldin í Valaskjálf og stendur í fjóra daga. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og koma margir góðir listamenn fram. Meira
4. júlí 1995 | Menningarlíf | 147 orð | ókeypis

"Dægurflugur" í Greip

GUÐNI Harðarson opnar myndlistarsýningu í Gallerí Greip að Hverfisgötu 82, fimmtudaginn 6. júlí kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina "Dægurflugur". Til sýnis verða nýjar akrýlmyndir um dægurtónlist eftir vaxandi eða stórar stjörnur, t.d. Sheryl Crow, Black, Madonna, Rolling Stones, John Lennon o.fl. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 68 orð | ókeypis

Eyjahátíð

EYJAMENN eru þekktir fyrir að halda hópinn. Það sannaðist síðastliðið laugardagskvöld þegar þeir fjölmenntu út í Viðey. Tilefnið var svokölluð Vestmannaeyjagrillhátíð. Þar var grillað, eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna. Einnig var sungið og farið í leiki. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 110 orð | ókeypis

Fornbílasýning í Árbæjarsafni

Síðastliðinn sunnudag stóð Fornbílaklúbbur Íslands fyrir eðalvagnasýningu á Árbæjarsafni. Ýmsir fornbílar voru sýndir, svo sem slökkviliðsbílar og pallbílar. Flestir voru þeir frá árunum 1920-1960. Samhliða sýningunni var boðið upp á kaffi og lummur í gamla Árbænum, ásamt því sem gullsmiður og netagerðarmaður sýndu iðn sína. Jafnt ungir sem aldnir skemmtu sér vel. Meira
4. júlí 1995 | Tónlist | 491 orð | ókeypis

Franskt skapgerðarbarokk

Louis Coupperin: Svíta í d-moll. François Couperin: Þættir úr Deuxime Ordre. Armand-Louis Couperin: La Turpin; Menuet I/II; La Chéron; L'Affigée; La Du Breuil. Françoise Lengellé, semball. Skálholtskirkju, laugardaginn 1. júlí kl. 15. Meira
4. júlí 1995 | Menningarlíf | 104 orð | ókeypis

Fresturinn útrunninn

FRESTUR fyrir umsóknir um menningarborg Evrópu árið 2000 er útrunninn. Ríkisstjórn Íslands lagði inn umsókn fyrir hönd Reykjavíkurborgar og er Reykjavík þar komin í hóp borganna Avignon, Helsinki, Prag, Bologna og Rotterdam auk annarra. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 67 orð | ókeypis

Fyrirsætan Madonna

MADONNA situr fyrir á þessari mynd ljósmyndaranna Pierre og Gilles, en myndir þeirra þykja vera frumlegar og óvenjulegar. Myndefnið er gjarnan frægt fólk, svo sem Mick Jagger, Liza Minelli, Elísabet Taylor og Kylie Minogue. Myndin birtist í auglýsingu fyrir japanskt fyrirtæki og byggir á japanskri þjóðsögu. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 297 orð | ókeypis

Geggjaðar Döðlur

Fyrsta breiðsk´fa gleðisveitarinnar Daðla, Bara rugl. Döðlur eru Nap´oleon, raddir og hristur, Aboss Invictus, raddir og flauta, Gunni bank, raddir, Hægri öfg- ari, raddir og l´uður, Hale Johnson, g´tar, Skari b´oner, bassi, og Biggi br´utal, trommur. Gleðisveitin Döðlur gefur ´ut. 1.699 kr., 20,33 m´n. Meira
4. júlí 1995 | Myndlist | 616 orð | ókeypis

Handgerðir hlutir

Pirkko Rantatorikka Opið þriðjud.-laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 11. júlí. Aðgangur ókeypis FRÁ örófi alda hefur myndlistin lengstum mótast mest af tveimur þáttum. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 31 orð | ókeypis

Hasselhof gerir það ekki endasleppt

DAVID Hasselhoff flíkar hér sundskýlu þeirri sem hann klæðist í sjónvarpsþáttunum vinsælu Strandvörðum. Þættirnir eru þó frægari fyrir aðalkvenstjörnu sína, hina brjóstgóðu Pamelu Anderson. Meira
4. júlí 1995 | Menningarlíf | 61 orð | ókeypis

Kórstjórnendanámskeið DAGANA 21. - 25. ágúst næstkomandi verður haldið í Skálholti námskeið fyrir kórstjórnendur.

DAGANA 21. - 25. ágúst næstkomandi verður haldið í Skálholti námskeið fyrir kórstjórnendur. Aðalleiðbeinandinn er bandarískur kennari við Westminster Choir College í Princeton, Mark Anderson, en hann kemur hingað fyrir tilstilli Sue Ellen Page. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 44 orð | ókeypis

Kvennahlaupið í Namibíu

EINS og kunnugt er stóð Íþróttasamband Íslands fyrir Kvennahlaupi þann 18. júní síðastliðinn. Sama dag tóku 50 íslenskar konur þátt í Kvennahlaupinu í Namibíu ásamt nokkrum innfæddum. Kvennahlaupið í Namibíu vakti mikla athygli í þarlendum fjölmiðlum, enda um margt sérstæður viðburður. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 101 orð | ókeypis

Körfuboltafár

LEIKARARNIR Dan Aykroyd, Daniel Stern og Damon Wayans leika í gamanmyndinni "Celtic Pride", sem byrjar í framleiðslu þann 15. september næstkomandi. Myndin fjallar um tvo einlæga aðdáendur bandaríska körfuboltaliðsins Boston Celtics sem ræna besta leikmanni mótherja þess í úrslitunum. Meira
4. júlí 1995 | Kvikmyndir | 405 orð | ókeypis

Lífið er Abbalag

Leikstjóri og handritshöfundur: P. J. Hogan. Aðalhlutverk: Toni Collette, Bill Hunter og Rachel Griffiths. Ciby 2000. 1994. Ástralir eru lunknir gamanmyndamenn eins og við þekkjum m.a. af Krókódíla Dundee en nýverið af klæðskiptingagríninu um Pricillu og eyðimerkurdrottningarnar og þessari hér, Brúðkaup Muriel. Meira
4. júlí 1995 | Menningarlíf | 50 orð | ókeypis

Móðir mín í kví, kví

SÝNINGIN "Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar" stendur um þessar mundir yfir í Ásmundarsafni. Röng mynd fylgdi gagnrýni Eiríks Þorlákssonar á dögunum og birtist sú rétta hér, af verkinu "Móðir mín í kví, kví" frá árinu 1943, um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 283 orð | ókeypis

Ólíkt hafast þær að

KONURNAR tvær í lífi Hughs Grant eru ólíkar. Divine Brown, vændiskonan sem nýlega var handtekin ásamt honum fyrir ósiðlegt athæfi á almannafæri, hefur selt blaðinu News of the World sögu sína af atburðinum. Pörustúlkan fékk sem svarar níu og hálfri milljón króna, sem þættu eflaust góð árslaun hér á landi. Hugh Grant fékk hins vegar ekkert fyrir sinn snúð. En stúlkunni veitti ekki af. Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 50 orð | ókeypis

Pele í Washington

EDSON Arantes do Nascimento vinnur um þessar mundir hörðum höndum að uppbyggingarstarfi íþrótta í Brasilíu. Hann er betur þekktur undir nafninu Pele og er almennt talinn hafa verið besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann er nú íþróttamálaráðherra Brasilíu. Hér sést hann ásamt þungavigtarboxaranum Riddick Bowe í Washington. Meira
4. júlí 1995 | Tónlist | 500 orð | ókeypis

Sembalorgia

J.S. Bach: Konsert f. 3 sembala og strengjasveit í C-dúr BWV 1064. Vivaldi/Bach: Konsert f. 4 sembala og str.sv. í a-moll BWV 10651. Helga Ingólfsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Elín Guðmundsdóttir og Málfríður Konráðsdóttir (í 1), sembalar, auk Bachsveitarinnar í Skálholti, að þessu sinni Rut Ingólfsdóttir og Lilja Hjaltadóttir, fiðlur, Sara Buckley, víóla, Örnólfur Kristjánsson, Meira
4. júlí 1995 | Myndlist | 1368 orð | ókeypis

Sumarsýning

Opið frá 10-18 alla daga. Til 10. september. Aðgangur 300 krónur. ÞAÐ telst hárrétt framkvæmd að kynna listaverkaeign borgarinnar í öllu rými Kjarvalsstaða yfir hásumarið, og ætti að vera árviss viðburður, verðskulda drjúga athygli borgarbúa og gesta hennar. Meira
4. júlí 1995 | Menningarlíf | 336 orð | ókeypis

Verk Vermeers fengið að láni"

Á ÍRSKA listasafninu í Dyflinni hangir nú uppi mynd, sem hefur í tvígang verið fengin að láni" á síðustu tólf árum. Í fyrra skiptið var að verki hópur félaga úr Írska lýðveldishernum, í síðara skiptið menn eins helsta guðföðurins" í Dyflinni, Martin Cahill. Myndin sem um ræðir er eftir hollenska málarann Vermeer og kallast Kona skrifar bréf". Meira
4. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 343 orð | ókeypis

Þriggja hlj´oma pönk

Ugludjöfullinn, breiðsk´fa Niturbasanna. Niturbasarnir eru Ingþ´or Sigurðarson trommuleikari, \Oskar Karlsson bassaleikari, \Astþ´or J´onsson söngvari og Unnsteinn Guðj´onsson g´tarleikari. Öll lög eru eftir Unnstein utan tvö sem \Astþ´or semur, eitt sem höfundur þess er ´okunnur og eitt sem hlj´omsveitin semur saman. Aþþol gefur ´ut. 38,27 m´n. 1.999 kr. Meira

Umræðan

4. júlí 1995 | Velvakandi | 440 orð | ókeypis

AÐ VAR mjög við hæfi að sýna í sjónvarpinu á sunnudagsk

AÐ VAR mjög við hæfi að sýna í sjónvarpinu á sunnudagskvöld heimildamynd um stjórnmálaferil Bjarna Benediktssonar. Eftir viku er aldarfjórðungur liðinn frá sviplegu andláti hans, eiginkonu hans og dóttursonar þeirra. Meira
4. júlí 1995 | Velvakandi | 505 orð | ókeypis

Aftslátt á utanlandsferðir fyrir öryrkja Anna Kristín hringdi til Ve

Anna Kristín hringdi til Velvakanda: "Ég er m.a. astma- og gigtarsjúklingur sem hef heilsufarslega mjög gott af sólríku loftslagi. Ég fór í vetur í hlýja ferð og var í sex vikur. Eftir smátíma úti var ég eins og ný manneskja. Stöðugir verkir um allan líkamann hurfu smátt og smátt í hitanum. Einnig hættu hóstakjölturnar. En það er dýrt að ferðast og ég er ennþá að borga þá ferð. Meira
4. júlí 1995 | Aðsent efni | 1046 orð | ókeypis

Getur sveitarfélag orðið gjaldþrota?

ÁRSREIKNINGUR Kópavogsbæjar fyrir árið 1994 hefur nú verið lagður fram og verður afgreiddur 27. júní. Þessi reikningur er staðfesting á þeirri fjármálaóreiðu eða kannski ætti frekar að nota orðið fjárfestingarfyllirí, sem meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur rekið í Kópavogi, frá því að hann tók við völdum í júní 1990. Meira
4. júlí 1995 | Aðsent efni | 540 orð | ókeypis

Íþróttir gegn vímu

FÍKNIEFNI eru einn helsti vágestur samtímans. Neysla unglinga á fíkniefnum er vaxandi vandamál og um margt virðist samfélagið hjálparvana í baráttunni gegn þeim. Ný efni skjóta rótum og verða sífellt hættulegri. Hvað er til ráða? Hvernig á að bregðast við? Forvarnir hvers konar og upplýsingar koma helst upp í hugann. Meira
4. júlí 1995 | Velvakandi | 624 orð | ókeypis

Í önnum dagsins

FYRIR stuttu barst mér í hendur ný bók, Í önnum dagsins 3. bindi,eftir Sigurð Gunnarsson fyrrv. skólastjóra. Bókin er gefin út af eigin forlagi, sem nefnist Skógar, en það er heiti æskuheimilis höfundar Skóga í Öxarfirði. Bókin er 5. bindi í þessu ritsafni Sigurðar Gunnarssonar, að auki á hann talsvert óprentað í handriti. Meira
4. júlí 1995 | Aðsent efni | 1033 orð | ókeypis

Karlmenni og klappstýrur

"MÉR FINNST ekki að stelpur þurfi að læra þetta," sagði ung kona í kennslustund í framhaldsskóla fyrir nokkrum árum. Námsefnið var félagsfræði og kennarinn var að útskýra hugtök eins og verðbólgu og viðskiptahalla. Unga konan var fyrirsæta og henni fannst ekkert sjálfsagðara en að láta strákunum eftir að vasast í leiðindahlutum eins og efnahagsmálum. Meira
4. júlí 1995 | Velvakandi | 336 orð | ókeypis

Norsar hóta að eyða Íslandssíldinni aftur

TUTTUGU og fimm ár eru liðin síðan Norsar eyddu nær alveg þeim hluta íslenzku vorgotssíldarinnar (Clupea harengus), sem hrygndi við Noreg, með seiðadrápi í norsku fjörðunum, aðallega á sjötta og sjöunda áratugnum. Árið 1951 áætlaði Olav Aasen stofnstærð Íslandssíldarinnar 50 milljón tonn, en 22 milljón tonn árið 1954. Meira
4. júlí 1995 | Aðsent efni | 1416 orð | ókeypis

Rasisti ­ eða grínisti?

NÝ OG reynslulítil fréttastúlka, Kolfinna Baldvinsdóttir, hefur ráðist á mig og Fjölva fyrir "rasisma" og hatur á Aröbum. Tilefnið er grínaktug setning á kápunni á galsafenginni gamansögu, sem ég gaf út fyrir fimm árum. Framkoma stúlkunnar er allt í senn; lágkúruleg, heimskuleg og dónaleg og standa gamanyrði mín engan veginn undir ásökunum hennar. Meira
4. júlí 1995 | Aðsent efni | -1 orð | ókeypis

Sífelldar hótanir og látlaust sérhagsmunapot Bæjarfulltrúi hefur ítrekað, segir Magnús Gunnarsson, blandað saman persónulegum

MARGIR dyggir sjálfstæðismenn í Hafnarfirði og víðar hugleiða vafalaust þessa dagana hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir það uppgjör sem fer fram innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Í mínum huga var það því miður óumflýjanlegt. Hér á eftir mun ég nefna opinskátt nokkur dæmi um þau vandamál sem fylgt hafa samstarfinu við Jóhann G. Meira
4. júlí 1995 | Aðsent efni | 1026 orð | ókeypis

Skipulag dýralækninga

Í Morgunblaðinu 29. júní er grein og viðtöl við Sigurð Inga Jóhannsson, talsmann sjálfstætt starfandi dýralækna, Árna M. Mathiesen, alþingismann og dýralækni, og Brynjólf Sandholt, yfirdýralækni, um endurskipulagningu dýralæknaþjónustunnar í landinu. Ég er viss um að við sem störfum í faginu hefðum heldur viljað heyra um þessi mál frá yfirdýralækni beint, en lesa um þau í Morgunblaðinu. Meira
4. júlí 1995 | Velvakandi | 370 orð | ókeypis

Spara bæjarfélögin almenningsvagna á álagstímum?

ÉG undirrituð vil lýsa furðu minni á lélegri þjónustu almenningsvagna BS þann 17. júní síðastliðinn, sem ég veit að bæjarráð viðkomandi bæjarfélaga þar sem vagnarnir ganga eru með puttana í. Ég, systir mín, mágur og fjögur börn þeirra, þar á meðal eitt í barnavagni, ætluðum til Reykjavíkur þetta kvöld, nánar tiltekið kl. 21.26 frá skiptistöðinni í Kópavogi. Þarna biðu u.þ.b. Meira
4. júlí 1995 | Velvakandi | 225 orð | ókeypis

Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið

Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Meira
4. júlí 1995 | Aðsent efni | 1363 orð | ókeypis

Viðbúnaður ­ hamfarir

STJÓRN veitustofnana Reykjavíkurborgar hélt opinn fund í Perlunni 14. júní til að ræða viðbúnað hita-, raf- og vatnsveitu vegna náttúruhamfara. Er borgarstjórn Reykjavíkur að leggja út á nýja braut í samskiptum við borgarana og er fleiri fundum heitið. Þessi nýlunda gladdi marga og var fjölmennt á athyglisverðum fundi. Nokkrir töldu betra að ræða slík mál á lokuðum fundum. Meira
4. júlí 1995 | Aðsent efni | 1417 orð | ókeypis

Viðhorf til alnæmis ­fyrr og nú

Í byrjun níunda áratugarins fóru fréttir að berast utan úr heimi um óþekktan og ónæmisbælandi sjúkdóm sem fyrst og fremst virtist leggjast á homma. Þáverandi formaður Samtakanna '78, félags lesbía og homma á Íslandi, segir að félagsmenn hafi fyrst lesið í amerískum blöðum árið 1981 um eitthvert krabbamein sem legðist á homma. Meira
4. júlí 1995 | Aðsent efni | 833 orð | ókeypis

Vinnudeilur

Á VINNUMARKAÐINUM ríkir ólga eins og svo oft áður. Kjarasamningar flestra hafa verið lausir og enn eina ferðina er verið að semja um þvílíkar eymdarbætur að betra hefði verið heima setið en eyða í þær orku. Hver samningurinn er öðrum aumari og eftirköstin þekkjum við öll; kjararýrnun sem nemur oftast margfalt þeim hundraðköllum sem við fáum í vasann af góssinu. Meira

Viðskipti

4. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 130 orð | ókeypis

Er NAFTA tálsýn eða tækifæri fyrir Ísland?

Á hádegisverðarfundi Amerísk- íslenska verslunarráðsins fimmtudaginn 6. júlí nk. verður fjallað um NAFTA, fríverslunarsamtök Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, og væntanlega þróun þeirra. Sérstaklega verður vikið að því hvort NAFTA kunni að vera raunverulegt tækifæri fyrir Íslendinga, en um það eru skiptar skoðanir. Meira
4. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 182 orð | ókeypis

Hærra verð á brauði til hungraðra

HÆKKANDI verð á hveiti og mjöl getur leitt til hækkunar á brauðverði í einhverjum fátækustu löndum heims. Brauð er niðurgreitt í nánast öllum löndum heims - í rikum löndum af stórmörkuðum, sem vilja laða til sín viðskiptavini og í fátækum löndum af ríkisstjórnum, sem vilja að fólk fái nóg að borða. Meira
4. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 442 orð | ókeypis

Lykill að nýjum markaði

ALGIRDAS Brazauskas, forseti Litháen, lagði hornstein að nýrri lyfjaverksmiðju, ILSANTA UAB, að viðstöddum Davíð Oddssyni og fleiri gestum laugardaginn 1. júlí síðastliðinn. Eins og fram hefur komið í fréttum er verksmiðja þessi að þremur fjórðu hlutum í eigu Íslenska heilsufélagsins hf., Lyfjaverslunar Íslands hf. og Íslenskra aðalverktaka sf. Meira
4. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 182 orð | ókeypis

Mál og menning breytir

BREYTINGAR hafa verið gerðar á yfirstjórn Máls og menningar. Árni Einarsson, sem gegnt hefur framkvæmdastjórastöðu hjá bókaútgáfunni mun taka við stjórn verslana Máls og menningar, en Sigurður Svavarsson, sem séð hefur um skólabókaútgáfu hjá fyrirtækinu, mun taka við framkvæmdastjórastöðunni. Þessar breytingar munu eiga sér stað þann 1. september næstkomandi. Meira
4. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 195 orð | ókeypis

Minni hagvöxtur

VERULEGA dró úr hagvexti í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi og hann er helmingi minni en á síðustu þremur mánuðunum 1994 að sögn viðskiptaráðuneytisins í Washington. Verg landsframleiðsla jókst um 2,7% til marzloka miðað við 5,1% á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Meira
4. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 433 orð | ókeypis

Orkufyrirtækin ekki á jafnréttisgrundvelli

AÐALSTEINN Guðjohnsen, rafmagnsstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, gagnrýnir núverandi ráðslag ríkisvaldsins gagnvart Landsvirkjun í ávarpi sínu í ársskýrslu Rafmagnsveitunnar sem er nýkominn út. Aðalsteinn telur að áhrif Reykjavíkurborgar séu minni en eignarhluti segir til um og að sama skapi hafi ríkisvaldið þar meiri áhrif. Meira
4. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 70 orð | ókeypis

TWA biður enn um þrotaskipti

TRANS WORLD flugfélagið hefur formlega beðið um gjaldþrotaskipti í annað skipti á fjórum árum, en að þessu sinni leggur félagið fram áætlun um endurskipulagningu, sem lánardrottnar þess hafa þegar samþykkt. Meira

Fastir þættir

4. júlí 1995 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

Langaði alltaf að verða söng- og leikkona

EIN skærasta stjarnan í poppheiminum á Íslandi í dag er án efa Heiðrún Anna Björnsdóttir. Hún tók þátt í uppsetningu söngleiksins Hársins sem sýndur var í fyrra og hefur síðan leikið í kvikmyndum, verið fyrirsæta á Ítalíu og svo hefur hún auðvitað sungið. Hún er núna söngkona hljómsveitarinnar Cigarette og segir okkur hér frá æsku sinni á Seltjarnarnesinu. Meira
4. júlí 1995 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

Passar börn í sumar

JÓNA Þórðardóttir er 14 ára stúlka sem býr í Njarðvík og í sumar vinnur hún við að passa börn. Þegar hún er ekki að því þá tekur hún til hendinni í unglingavinnunni. "Ég er að passa þrjú börn og það er misjafnt hvað það eru margir klukkutímar á dag. Foreldrar þeirra vinna vaktavinnu svo ég er ekki alltaf að passa. Meira
4. júlí 1995 | Dagbók | 399 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Astra

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Astra og fór samdægurs. Í gær komu Hoffell, Írafoss, Trinket og japanski togarinn Anyo Maru. Lettarnir Rytas og Mikelbaka komu og liggja í Kollafirði. Í dag er væntanlegt tankskipiðFrancesco d' Alcio ogKyndill fer. Meira
4. júlí 1995 | Fastir þættir | 629 orð | ókeypis

Skáksambandið 70 ára

23. júní 1925 ÞANN 23. júní síðastliðinn voru liðin sjötíu ár frá fyrsta aðalfundi Skáksambands Íslands, sem talinn er stofndagur sambandsins. Hann var haldinn á Blönduósi þann 23. júní 1925. Skákáhugamenn fögnuðu á afmælisdaginn og var húsfyllir í húsakynnum Skáksambands Íslands og Skákskólans að Faxafeni 12. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti SÍ, stýrði dagskránni. Meira
4. júlí 1995 | Fastir þættir | 283 orð | ókeypis

Sunnudagur 2. júlí 1995: STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur

Sunnudagur 2. júlí 1995: STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í viðureign tveggja stórmeistara á hollenska meistaramótinu í ár. Gennadi Sosonko (2.535) var með hvítt en Jeroen Piket (2.625) var með svart og átti leik. 17. - Rbd5! 18. Dc2 (18. exd5 - Bxc3 gekk auðvitað ekki) 18. Meira
4. júlí 1995 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

Útvarp í Hafnarfirði

Í FÉLAGSMIÐSTÖÐINNI Vitanum er um þessar mundir rekin útvarpsstöð sem næst því miður ekki nema í Hafnarfirði og Garðabæ. Allir starfsmenn stöðvarinnar eru unglingar og sjá þeir að öllu leyti um dagskrárgerð. Einn af þeim sem er þarna að störfum er Valur Grettisson, 15 ára. Meira
4. júlí 1995 | Dagbók | 127 orð | ókeypis

Vinaskógur

VinaskógurAÐ LOKNUM aðalfundi Norræna garðyrkjusambandsins gróðursettu formenn aðildarfélaganna á Norðurlöndum eitt tré fyrir höndsíns félags í Vinaskógi. Meira

Íþróttir

4. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

2. DEILD KARLA STJARNAN

2. DEILD KARLA STJARNAN 6 4 1 1 13 5 13ÞRÓTTUR 6 4 1 1 13 7 13FYLKIR 6 4 1 1 11 7 13SKALLAGR. 6 4 0 2 10 6 12ÞÓR Ak. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

3. DEILD KARLA LEIKNIR

3. DEILD KARLA LEIKNIR 7 5 1 1 16 7 16VÖLSUNGUR 7 5 1 1 16 7 16DALVÍK 7 3 4 0 13 7 13ÆGIR 7 3 1 3 10 10 10ÞRÓTTUR N. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

4. DEILD A LÉTTIR 7

4. DEILD A LÉTTIR 7 5 1 1 24 13 16AFTURE. 7 5 1 1 18 9 16ÁRMANN 7 4 1 2 19 9 13VÍKVERJI 8 3 3 2 11 10 12VÍKINGUR Ó. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

4. DEILD B REYNIR S. 6

4. DEILD B REYNIR S. 6 4 1 1 22 12 13GRÓTTA 5 4 0 1 14 3 12ÍH 5 3 0 2 15 14 9NJARÐVÍK 6 3 0 3 11 10 9SMÁSTUND 3 1 1 1 8 5 4ÖKKLI 5 1 0 4 7 18 3BRUNI 6 1 0 Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

4. DEILD C KS 6 6

4. DEILD C KS 6 6 0 0 33 3 18TINDASTÓLL 5 3 1 1 11 4 10MAGNI 5 3 1 1 12 8 10HVÖT 5 2 0 3 22 10 6SM 5 2 0 3 12 13 6NEISTI 5 1 0 4 6 22 3ÞRYMUR 5 0 0 5 Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

4. DEILD D SINDRI 6

4. DEILD D SINDRI 6 5 1 0 32 6 16NEISTI 7 3 1 3 19 15 10KBS 4 3 0 1 15 5 9KVA 5 3 0 2 13 6 9UMFL 6 2 0 4 6 30 6EINHERJI 3 0 1 2 3 9 1HUGINN 5 0 1 4 7 Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 1031 orð | ókeypis

A-flokkur gæðinga (einkunnir úr forkeppni):

Haldið á Fornustekkum, 29. júní - 2. júlí A-flokkur gæðinga (einkunnir úr forkeppni): 1. Seimur frá Víðivöllum fremri Freyfaxa, f: Hervar 963, Skr., m: Maddóna, eigendur Jósep Valgarð og Þorvaldur Jósepsson, knapi Þórður Þorgeirsson, 8,69. 2. Jörfi frá Höfðabrekku, Hornfirðingi, f: Sörli 876, Stykkish., m: Dögg, Korpúlfsst. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 250 orð | ókeypis

Aldrei lent í öðru eins

Jóhannes R. Jóhannesson varð í 5. sæti á Evrópumóti áhugamanna í snóker sem lauk í gær á Írlandi. Jóhannes tapaði 3:6 í 8- manna úrslitum fyrir Julian Logue frá Norður-Írlandi. "Ég hef aldrei lent í öðru eins og aldrei fengið annað eins spil í andlitið," sagði Jóhannes R. í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

ANDRI Marteinsson,

ANDRI Marteinsson, fyrrum landsliðsmaður, kom inná í síðari hálfleik í lið Þórsara. Andri, sem hætti sem þjálfari Fölnis í síðustu viku, skipti í Þór á laugardag og má búast við að hann eigi eftir að styrkja lið Þórs það sem eftir lifir sumars. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 284 orð | ókeypis

Augnabliks þögn FÆREYINGAR útvörpuðu leiknum beint til Færeyja og sá skelleggur þulur um það. Hann talaði látlaust og þagnaði

FÆREYINGAR útvörpuðu leiknum beint til Færeyja og sá skelleggur þulur um það. Hann talaði látlaust og þagnaði aðeins einu sinni en það var þegar boltanum var skotið upp á svalirnar hjá honum og hann varð að beygja sig. 80 krakkar í skrúðgöngu Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 62 orð | ókeypis

Á 8. mínútu náði Ólafur Þórðarsonboltanum

Á 8. mínútu náði Ólafur Þórðarsonboltanum á miðjum vellinum, tók á sprett og rakti boltann upp völlinn þar til hann var 25 metrar fyrir utan vítateig en þrumaði þá upp í efra markhornið, glæsilegt mark. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, fengu Íslendingar hornspyrnu. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 256 orð | ókeypis

Ánægð en pínu svekkt

"AUÐVITAÐ er ég pínu svekkt að hafa ekki náð Íslandsmetinu, en það kemur bara næst," sagði Sunna Gestsdóttir eftir sjöþrautarkeppnina. "Ég byrjaði mjög vel og bætti mig í þremur fyrstu greinunum og var alveg við mitt besta í 200 m hlaupinu. Svo meiddi ég mig í spjótkastinu en ákvað að láta reyna á hvort öklinn héldi. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 463 orð | ókeypis

DANIELA Bartova

DANIELA Bartova frá Tékklandi setti um helgina heimsmet í stangarstökki er hún stökk 4,14 metra á móti í Englandi og bætti þar með gamla metið um tvo sentimetra. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 89 orð | ókeypis

Edwards aftur yfir 18 metra

Jonathan Edwards, þrístökkvarinn frá Bretlandi sem stökk tvisvar sinnum yfir átján metra múrinn í þrístökki á Evrópukeppni landsliða í Frakklandi fyrir rúmri viku endurtók leikinn um helgina. Á móti í Bretlandi stökk hann 18,03 m, en eins og í Frakklandi þá var meðvindur of mikill eða 2,9 m/sek en má mest vera tveir metrar. Öll eru stökkin mun lengri, heimsmetinu, sem er 17,97 m. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 343 orð | ókeypis

EM í fjölþraut Tugþraut karla: Liðakeppni. Árangur þriggja telur. Ísland21.354 stig (Jón Arnar Magnússon, Ólafur Guðmundsson,

Tugþraut karla: Liðakeppni. Árangur þriggja telur. Ísland21.354 stig (Jón Arnar Magnússon, Ólafur Guðmundsson, Friðgeir Halldórsson, Theódór Karlsson. Lettland20.216 stig (Rojs Piziks, Ronalds Blums, Jurgis Liep¨anieks) Danmörk20.184 stig (Poul Gundersen, Thor Rasmussen, Niels Uth, Sören W. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 134 orð | ókeypis

Evrópukeppnin LEIKUR UM 7. SÆTI: R

LEIKUR UM 7. SÆTI: Rússland - Frakkland108:89 Sergei Ivanov 20, Dimitri Domani 18, Igor Kudelin 18 - Yann Bonato 20, Moustapha Sonko 17, Antoine Rigaudeau 13 LEIKUR UM 5. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 169 orð | ókeypis

Formula 1

Franski kappaksturinn í Magny á sunnudaginn. Keyrðir voru tæpir 306 kílómetrar í 72 hringjum. 1. Michael Schumacher (Þýskal.), á Benetton1.32,28 Meðalhraði 186,332. 2. Damon Hill (Bretl.) á Williams32,59 3. David Coulthard (Bretl.) á Williams 1.02,826 4. Martin Brundle (Bretl.) á Ligier1.03,.29 5. Jean Alesi (Frakklandi) á Ferrari1. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 395 orð | ókeypis

Forysta Schumachers eykst

Heimsmeistarinn í kappakstri, Michael Schumacher frá Þýskalandi, jók forystu sínu um 11 stig í keppni um heimsmeistaratitil ökumanna í Formúla 1 á sunnudaginn þegar hann sigraði í franska kappakstrinum í Magny. Hann er nú kominn með 46 stig og hefur fjórum sinnum fagnað sigri í ár. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 470 orð | ókeypis

Frjálsíþróttir

Í gær var stigamót alþjóða frjálsíþróttasambandsins í París og urðu helstu úrslit þessi: 400 metra hindrunarhlaup karla: 1. Derrick Adkins (Bandar.) 47,87 2. Stephane Diagana (Frakkl.) 48,16 3. Samuel Matete (Sambíu) 48,79 4. Sven Nylander (Svíþjóð) 48,83 400 metra grindarhlaup kvenna: 1. Marie-Jose Perec (Frakkl. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 245 orð | ókeypis

Fyrirfram ákveðið!

Þetta var ákveðið fyrirfram," kölluðu 20 þúsund áhorfendur í íþróttahöllinni í Aþenu þegar Júgóslavar tóku við bikarnum fyrir Evrópumeistaratitilinn í körfuknattleik. En það voru fleiri en áhorfendur og leikmenn Litháen sem sökuðu Bandaríkjamanninn George Toliver, annan dómara leiksins, fyrir að hafa dæmt eftir pöntun æðstu manna Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 168 orð | ókeypis

Fyrsti sigur ÍR-inga

ÍR-ingar tóku á móti HK í Breiðholtinu á sunnudaginn og unnu sanngjarnan sigur 5:2. Heimamenn mættu mun frískari til leiks og áttu í litlum erfiðleikum með að brjóta vörn HK á bak aftur. 27. mínútu kom fyrsta markið og var þar Alan Mulamuhic að verki er hann potaði boltanum í markið eftir sendingu Guðjóns Þorvaldssonar. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 149 orð | ókeypis

Garðveisla á sextándu SKONDIÐ atvi

SKONDIÐ atvik átti sér stað á opnu móti Golfklúbbs Suðurnesja á sunnudaginn. Á miðju móti, þar sem 122 keppendur tóku þátt, kom erlend fjölskylda gangandi með nokkrar töskur og teppi undir hendinni og rölti inná völlinn. Kylfingarnir störðu agndofa á og menn héldu að sér höndum, þó ekki væri nema vegna slysahættu. Ferðalangarnir röltu sem leið lá á 16. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 508 orð | ókeypis

Gott langstökk GÓÐUR árangur náðist í langs

GÓÐUR árangur náðist í langstökki kvenna, sem var fyrsta kvennagreinin í blíðunni á sunnudaginn. Vala Flosadóttir bætti sig mest allra, um 67 sentimetra, en Charlotte Beiter frá Danmörku bætti sig einnig verulega, eða um 27 sentimetra og landa hennar Anja Lindholm bætti sig einnig. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Hinrik hætti við keppni að ósk formanns L.H.

HINRIK Bragason varð við tilmælum Guðmundar Jónssonar formanns Landsambands hestamanafélaga um að taka ekki þátt í skeiðinu á fjórðungsmótinu eins og hann hugðist gera. Beiðni formannsins er til komin vegna kæru á hendur Hinriki í Gýmismálinu svokallaða. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 635 orð | ókeypis

Hvernig fer hin efnilegaSUNNA GESTSDÓTTIRað þjálfaralaus á Blönduósi?Bréfaskólanám í frjálsíþróttum

ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan Guðrún Sunna Gestsdóttir fór að láta verulega að sér kveða í frjálsíþróttum hér á landi, en eftir að hún gerði það hefur hún verið áberandi og fróðir menn telja að hún eigi eftir að verða enn meira áberandi, enda er stúlkna gríðarlega efnileg. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 339 orð | ókeypis

Intertoto-keppnin 1. riðill: Karlsruhe (Þý

1. riðill: Karlsruhe (Þýskal.) - Århus (Danm.) 3:0 Gornik Zabrze (Póll.) - FC Basel (Sviss) 1:2 Staðan: FC Basel 22003:16 Karlsruhe 11003:03 Aarhus 21014:43 Sheffield Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 27 orð | ókeypis

Í kvöld 1. deild kvenna

1. deild kvenna Akureyri:ÍBA - KR20 Ásvellir:Haukar - Stjarnan20 Kópavogur:Breiðablik - ÍA20 Valsvöllur:Valur - ÍBV20 4. deild Ármannsv. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 107 orð | ókeypis

Jakobína meistari í 20. sinn

Jakobína meistari í 20. sinn Jakobína Guðlaugsdóttir varð um helgina Vestmannaeyjameistari í golfi kvenna í 20. sinn, en fyrsta Eyjatitilinn vann hún árið 1969. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 984 orð | ókeypis

Jón Arnar fór aftur yfir 8.000 stig

ÍSLENSKA landsliðið í tugþraut náði um helgina langþráðum draumi, að komast úr annarri deild Evrópubikarkeppninnar í þá fyrstu. Sveitin sigraði í þeim riðli sem fram fór á Laugardalsvelli og mun því keppa við mun sterkari þjóðir í 1. deild að ári. Konurnar urðu hins vegar í öðru sæti, á eftir dönsku stúlkunum. Keppnin tókst í alla staði mjög vel og ekki skemmdi veðrið fyrir. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 515 orð | ókeypis

Júgóslavar urðu Evrópumeistarar

JÚGÓSLAVAR urðu á sunnudaginn Evrópumeistarar í körfuknattleik er þeir sigruðu Litháa 96:90 í æsispennandi úrslitaleik, þar sem litlu munaði að allt syði uppúr á lokamínútunum er Litháar ætluðu að neita að fara inná völlinn til að mótmæla dómgæslunni sem þeir töldu halla mjög á sig. Króatar urðu í þriðja sæti, unnu Grikki 73:68. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 127 orð | ókeypis

Kæra Stjörnunnar afgreidd í dag

KNATTSPYRNAKæra Stjörnunnar afgreidd í dag Knattspyrnudeild Stjörnunnar lagði í gær inn kæru til aganefndar KSÍ vegna þess að þeir telja að Ágústi Haukssyni, þjálfara Þróttar, hafi verið óheimilt að stjórna liði sínu gegn Stjörnunni í 2. deild karla á sunnudagskvöldið. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 31 orð | ókeypis

Markahæstir Hjörtur Hjartarson, Skallagr.6 Gum

Hjörtur Hjartarson, Skallagr.6 Gumundur Steinsson, Stjarnan5 Einar Örn Birgisson, Víkingi4 Guðjón ÞorvarðarsonÍR4 Heiðar Sigurjónsson, Þrótti4 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, KA4 Guðmundur Torfason, Fylki3 Gunnar Gunnarsson, Þrótti3 Hreiðar Bjarnson, Þrótti3 Sindri Grétarsson, Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 425 orð | ókeypis

MEÐALVEGUR »Lykilatriði að leik-menn hafi gamanaf verkefni sínu

Knattspyrnan á að vera gleðileikur. Hún er skemmtun og knattspyrnumenn eiga fyrst og fremst að vera skemmtikraftar; fólk kemur á völlinn í þeim tilgangi að eiga ánægjulega stund. Ekki til að láta sér leiðast. Það sama má auðvitað segja um aðrar íþróttir. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 156 orð | ókeypis

Mettilraunin mistókst EITT af því se

EITT af því sem átti að trekkja á mótið var mettilraun afrekshestsins Neista frá Hraunbæ sem átti að gera atlögu að sextán ára gömlu meti Léttis frá Stórulág í 800 metra brokki. Það er skemmst frá því að segja að ekki tókst að hnekkja metinu sem er í kringum ein mínúta og 23 sekúndur. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 254 orð | ókeypis

Mörg stig í sjónmáli

Það má segja að maður hafi komi í mark á síðustu dropunum," sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi þegar hann kom í mark í síðustu greininni í tugþraut, 1.500 m hlaupi og ljóst var að hann hafði hlaupið undir fimm mínútum. "Ég er nokkuð ánægður með flestar greinarnar, nema þá langstökkið og hástökkið. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 681 orð | ókeypis

Níur og tíur í kynbótadómum

TÖLTIÐ kemur sterkt út á Austurlandi í ár, voru skilaboð ráðunautanna á fjórðungmótinu en jafnframt bentu þeir á að herða þyrfi tökin í ræktun fagurrar og sterkrar byggingar hrossanna en þar kreppir skóinn fyrst og fremst í austlenskri hrossarækt. Eins og fram hefur komið voru það hryssurnar sem héldu uppi stemmningunni í kynbótasýningu mótsins. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 289 orð | ókeypis

Óli Þór í fimm leikja bann

Óli Þór Magnússon hefur verið settur í 5 leikja bann og árs farbann af stjórn Keflavíkurliðsins eftir að hann lenti í handalögmálum við tollvörð á Keflavíkurflugvelli við komu liðsins frá Skotlandi á laugardaginn. "Mér þykir þetta mjög leitt og get ekki afsakað þessa framkomu og mun hlýta þessu banni," sagði Óli Þór við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 176 orð | ókeypis

Ómar og Örn stóðu sig vel

Fimm ungir kylfingar frá Íslandi tóku þátt í opna hollenska meistaramótinu fyrir 21 árs og yngri, en mótinu lauk um helgina. Ómar Halldórsson úr Golfklúbbi Akureyrar náði mjög góðum árangri, varð í 5. sæti á 303 höggum en keppendur voru 120 talsins og 41 komst áfram eftir tveggja daga keppni. Einnig var keppt í liðakeppni þar sem þrír voru saman og tveir töldu. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 367 orð | ókeypis

Seimur var stjarna mótsins

MÓTSGESTUM á nýafstöðnu fjórðungsmóti austfirskra hestamanna sem haldið var á Fornustekkum í Hornafirði bar flestum saman um að hrossin á mótinu hafi verið mun betri en búist var við og er hiklaust hægt að taka undir það. Hrossin voru fá á mótinu og er það í góðu samræmi við hrossafjöldann í fjórðungnum. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 88 orð | ókeypis

Sé ekki eftir einni einustu krónu

"ÉG sé ekki eftir einni einustu krónu sem við höfum eytt í þennan leik, þetta er góður og glæsilegur dagur fyrir knattspyrnuna hér á Austurlandi," sagði Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri á Neskaupstað, í blíðskaparveðri eftir leikinn. "Þetta er vítamínsprauta fyrir knattspyrnuna og við munum búa lengi að þessu starfi KSÍ. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 99 orð | ókeypis

Sigurbjörn vann sig upp á jökul

SIGURBJÖRN Bárðarson fór ekki alveg erindisleysu á Hornafjörð þótt honum tækist ekki að höndla hundrað þúsund krónurnar í töltkeppninni því hann sigraði í bæði 150 og 250 metra skeiði og hlaut tvær fríar jöklaferðir auk gullpeninga að launum. Þátttaka í kappreiðum mótsins var annars mjög dræm eins og hefur jafnan viljað vera um þessr mundir. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 212 orð | ókeypis

Síðasta met Aouita fallið

Noureddine Morceli frá Alsír setti heimsmet í 2.000 m hlaupi á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í París í gærkvöldi. Þessi snjalli hlaupari sló þar með síðasta metið sem hinn kunni hlaupari Said Aouita átti. Morceli kom í mark á 4:47,88 mín., gamla metið sem Aouita átti frá 1987, 4:50.81, var einnig sett í París. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 425 orð | ókeypis

Snilldartilþrif og Þróttarar komnir á toppinn

"VIÐ sáum á móti Val í bikarnum að við gátum þetta. Þjálfari Stjörnunnar sagði fyrir stuttu að Fylkir og Stjarnan væru aðal liðin í deildinni, en við sýndum og sönnuðum í dag að við erum það líka" sagði Gunnar Gunnarsson Þróttari eftir að Þróttur hafði lagt topplið 2. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 486 orð | ókeypis

Sólarlandastemmning

BÆJARBÚAR á Neskaupstað og reyndar frá öllum næstu fjörðum, fjölmenntu á sunnudaginn á vináttulandsleik Íslendinga og Færeyinga í knattspyrnu, en það var fyrsti landsleikur í knattspyrnu sem leikinn er á Austurlandi. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 274 orð | ókeypis

Stúlkurnar fleiri og betri

LÁRA Magnúsdóttir var tvímælalaust maður mótsins í yngri aldursflokkum. Hún sigldi hesti sínum Garpi frá Gerði af miklu öryggi í gegnum forkeppni og úrslit og stóð uppi sem hinn öruggi sigurvegari. Í úrslitum fékk hún fyrsta sæti á línuna fyrir bæði gangtegundir og ásetu. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 420 orð | ókeypis

Suðurnesjamaraþon Hlaupið fór fram á laugardaginn. Efstu keppen

Hlaupið fór fram á laugardaginn. Efstu keppendur í hverjum flokki: 10 KÍLÓMETRAR Stúlkur 16 ára og yngri: 1 Hildur Einarsdóttir53.01 2 Tiffany Nelson55.04 3 Lilja Íris Gunnarsdóttir56.03 4 Anna Valborg Guðmundsdóttir56.54 5 María Jóna Jónsdóttir62. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 192 orð | ókeypis

Sveinn og Tenór "stálu" sigrinum, senunni og pen

HIN háu verðlaun í töltkeppni mótsins, hundrað þúsund krónur hleyptu, vissulega mikilli spennu í leikinn. Fyrirfam var reiknað með baráttu Sigurbjörns Bárðarsonar á Oddi frá Blönduósi og Sveins Jónssonar á Tenór frá Torfunesi sem komu gagngert austur til að "sækja" hundrað þúsund krónurnar. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 110 orð | ókeypis

Tarango sektaður um 976 þús.

BANDARÍSKI tennisleikarinn Jeff Tarango hætti í miðjum leik gegn Alexander Mronz á laugardaginn og það með talsverðum látum. Gerði hann hróp að dómara leiksins, Frakkanum, Bruno Rebeuh og sakaði hann um að vera spilltann. Kona Tarango gerði illt verra á blaðamannafundi skömmu síðar er hún sló dómarann. Í gær var Tarango síðan sektaður um 976. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 214 orð | ókeypis

Tveir nýliðar

Ólafur Þórðarson, lék sinn 60. landsleik og var fyrirliði: "Það var mjög gaman að koma hingað. Við mættum miklum velvilja, móttökurnar voru góðar og það er gott að geta gefið krökkunum hér einhvern neista. Leikurinn var léttari en ég átti von á en það var fínt að setja mark í þessum sextugasta landsleik. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 285 orð | ókeypis

Tvö rauð spjöld á lofti

Fylkismenn gerðu góða ferð í Garðinn í gærkvöldi og unnu heimamenn í Víði 1:2 í baráttuleik. Með sigri halda Árbæingar sig í toppi deildarinnar, hafa jafnmörg stig og Þróttur frá Reykjavík og Stjarnan, 13, en lakari markatölu. Leikurinn byrjaði fjörlega og Víðismenn fengu upplagt færi á fyrstu mínútu til að skora en tókst ekki. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 355 orð | ókeypis

Úrslit

Ísland - Færeyjar2:0 Neskaupstaðavöllur, Vináttulandsleikur, sunnudaginn 2. júlí 1995. Aðstæður: Stórkostlegt veður, sól, logn og 20 stiga hiti. Völlur slakur en nothæfur. Mörk Íslands: Ólafur Þórðarson (8.), Gunnar Oddsson (48.). Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Enginn. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 141 orð | ókeypis

Vel heppnað mót hjá fámennu félagi F

FRAMKVÆMD fjórðungsmótsins á Fornustekkum þótti takast nokkuð vel. Það sem kannski vekur mesta athygli er að það er fámennt hestamannafélag, Hornfirðingur, sem stendur eitt og sér að framkvæmd mótsins. Dagskrá var nokkuð létt í vöfum og hefði að líkindum mátt hespa mótinu af á þremur dögum í stað fjögurra. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 96 orð | ókeypis

Vel tæknivætt mót TÆKNIBÚNAÐUR mótsi

TÆKNIBÚNAÐUR mótsins vakti verðskuldaða athygli þeirra sem höfðu afnot af honum með einum eða öðrum hætti. Tölvukerfið sem notað var í gæðingakeppninni þótti til að mynda mjög vel aðgengilegt. Hægt var að prenta út stöðuna í miðri keppninni eða sundurliðaðar einkunnir hvers keppanda á augabragði. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 244 orð | ókeypis

Víkingar meira með knöttinn

"ÞETTA var góður leikur hjá okkur nema hvað við bökkuðum of mikið. Þeir voru meira með boltann en náðu ekki neinum færum," sagði Hjörtur Hjartarson úr Skallagrími eftir 2:0 sigur liðsins á Víkingum í 2. deild á sunnudaginn. Víkingar réðu meiru á miðjunni og sóttu en gekk afleitlega upp við mark gestanna, sem áttu þó sín færi uppúr skyndisóknum upp kantana. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 380 orð | ókeypis

Þórssigur á erkifjendunum í KA

ÞÓRSARAR lögðu erkifjendurna í KA að velli, 3:1, er liðin mættust á sunnudagskvöldið í rúmlega 20 stiga hita, sólskini og logni. Eftir slakt gengi í upphafi mótsins hefur liðið verið á uppleiðs í síðustu leikjum og var sigurinn á KA mjög mikilvægur. Að sama skapi var sárt fyrir KA-menn að sjá á eftir stigunum þremur til Þórsara í baráttunni í deildinni. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 231 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Frakklandskeppnin: Keppnin hófst á sunnudag og í gær hjóluðu kapparnir 235 km leið frá Perros til Guirec. Fyrstir urðu: 1. Mario Cipollini (Ítalíu) Mer. Uno5.26,35 2. Giovanni Lombardi (Ítalíu) Polti, 3. Djamolidine Abdoujaparov (Úsbekistan) Novell, 4. Fabio Baldato (Ítalíu) MG Technogym, 5. Frederic Moncassin (Frakkl.) Novell, 6. Bo Hamburger (Danmörku) TVM, 7. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 6 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

GETRAUNIR:X1X 221 2XX X1X1 LOTTÓ:1522262736/10 » Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 87 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

HJÓLREIÐAR Reuter Hvert á ég að fara?ÞAÐ þarf að beita öllum ráðum til að tefjast sem minnst þegar menn taka þátt í hjólreiðakeppni einsog Frakklandskeppninni sem hófst um helgina. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 718 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Meistaramót GV Meistaraflokkur karla: Þorsteinn Hallgrímsson73747081 298 Júlíus Hallgrímsson71758180 307 Sigbjörn Þ. Óskarsson76757682 309 1. Meira
4. júlí 1995 | Íþróttir | 218 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Wimbledon Hér á eftir fara helstu úrslit á sjöunda degi Wimbledon mótsins í tennis.Einliðaleikur karla, 4. umferð: 1-Andre Agassi (Bandar.) - Alexander Mronz (Þýskal.) 6-3 6-3 6-3 2-Pete Sampras (Bandar.) - Greg Rusedski (Bretlandi) 6-4 6-3 7-5 3-Boris Becker (Þýskal. Meira

Fasteignablað

4. júlí 1995 | Fasteignablað | 37 orð | ókeypis

Aðgengileg- ar lagnir

ÞAÐ er til millileið milli þess að múra allar lagnir inn í veggi, óaðgengilegar til eftirlits og viðhalds og leggja allar lagnir sýnilegar og aðgengilegar, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagna fréttir. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 382 orð | ókeypis

Baðherbergi byggð á nýjum hugmyndum LagnafréttirÍ baðherberginu reynir mjög á samvinnu þess sem hannar lagnir og útlitshönnuðar,

OFT ER fullmikið sagt þegar fullyrt er að hugmynd sé ný, en sá sem ekki hefur kynnst henni fyrr leyfir sér að fullyrða að svo sé. Í baðherberginu reynir meira á samvinnu tæknilegs hönnuðar, þess sem hannar lagnir annarsvegar og útlitshönnuðar, þess er hannar útlit og velur tæki, sem oftast er arkitekt hússins eða innanhússarkitekt í samvinnu við húseiganda. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 725 orð | ókeypis

Erfiður markaður fyrir stórar og dýrar eignir

SALA á stórum og dýrum íbúðum hefur verið treg á höfuðborgarsvæðinu undanfarin 3 til 4 ár. Er svo komið, að í mörgum tilvikum er markaðurinn fyrir þessar íbúðir svipaður og hann hefur verið fyrir íbúðir víða á landsbyggðinni síðastliðinn átatug og rúmlega það. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 517 orð | ókeypis

Fjörutíu milljónir settar á hús NLFÍ við Laugaveg

HÚS Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) að Laugavegi 20B er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Þetta er bárujárnsklædd timburbygging, byggð á árunum 1903 og er heildarflötur hennar um 570 ferm. Á götuhæð eru þrjú verzlunarpláss, á 2. hæð eru skrifstofur og matstofa NLFÍ og á 3. hæð og í risi eru íbúðir. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 409 orð | ókeypis

Líf færist í víetnamskan fasteignamarkað

LÍF færist í vaxandi fasteignamarkað höfuðborgar Víetnams þegar þrjár fyrstu nýtísku skrifstofubyggingar borgarinnar verða opnaðar á næstu sex mánuðum til að mæta vaxandi eftirspurn alþjóðafyrirtækja. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 162 orð | ókeypis

Lóðir á nýju svæði í Setbergslandi

Í Hafnarfirði eru nú til úthlutunar lóðir á nýju svæði við Lindarberg í Setbergslandi fyrir fimmtán einbýlishús og tíu parhús. Eiga þessar lóðir að verða tilbúnar til afhendingar í september nk. Töluverð ásókn hefur verið í lóðir í Setbergslandi, en þar eru nú aðeins til sex byggingarhæfar lóðir annars staðar en í þessu nýja hverfi. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 955 orð | ókeypis

Lóðir við fjölbýlishús mætti skipuleggja betur

FJÖLBÝLISHÚS eru búsetuform sem orðið hefur æ algengara á síðustu áratugum. Fyrstu nútíma fjölbýlishús í Reykjavík voru reist rétt fyrir 1940. Síðan hafa komið til sögunnar fjölmörg fjölbýlishús af ýmsu tagi og mishá. Eitt eiga þessi hús flest sameiginlegt, lóðirnar fyrir utan þau eru nánast eins, grasflatir, stéttar og ef vel ber í veiði, fáein tré. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 597 orð | ókeypis

Margir vilja taka sumarhús á leigu

TÖLUVERÐ eftirspurn hefur verið eftir sumarhúsum þeim, sem Suðurgarður hf. á Selfossi hefur til útleigu. Enn sem komið er, eru þar þó fyrst og fremst Íslendingar að verki, því að enn er ekki farið að kynna þessa leigumiðlun að neinu marki erlendis. Nú er unnið að gerð kynningarbæklings, sem koma á út í lok ágúst og verður honum dreift um Evrópu í haust. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 180 orð | ókeypis

Nýbyggð einbýlishús á hættusvæði í Súðavík verða flutt

ÞEGAR ekið er í gegnum Súðavík vekja athygli fjögur einbýlishús, tvö nánast fullgerð og tvö önnur í byggingu. Það er kannski ekki í frásögur færandi að húsbyggingar eigi sér stað í þorpinu, nema fyrir það að húsin standa innan svæðisins, sem snjóflóðin féllu á í janúar síðastliðnum. Tvö húsanna eru í einkaeign og hin tvö í hinu svonefnda félagslega kerfi. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 193 orð | ókeypis

Rafmagnsvatnshitarar í sumarhús

RAFMAGNSHITARAR fyrir sumarhús, þar sem heitt vatn er ekki til staðar, geta komið sér vel. Undanfarin ár hefur fyrirtækið Rj. Verkfræðingar flutt inn slíka vatnshitara og að sögn Herdísar Rafnsdóttur, verkfræðings hjá fyrirtækinu, hefur reynslan af þeim verið góð. Þessir hitarar eru frá fyrirtækinu Clage í Þýzkalandi. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 39 orð | ókeypis

Sala stórra eigna

SALA á stórum og dýrum íbúðum hefur verið treg. En ef greiðslugeta íbúðareigenda minnkar og þeim reynist nauðsynlegt að selja, er afar miklvægt að það takist sem fyrst, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 181 orð | ókeypis

Skápar til lofts

ELDHÚSIN þurfa ekki alltaf að vera með hefðbundnu sniði, það er að segja með röð neðri skápa og efri skápa. Innréttingin á myndinni er ný en í gömlu húsi og var reynt að láta andblæ fyrri ára halda sér. Í gömlum húsum var algengt að skápar næðu vel til lofts en kosturinn við það er sá að menn þurfa ekki að príla upp á borð til að þurrka ryk og fitu af efri skápunum. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 194 orð | ókeypis

Tarmac með hagnað á ný

TARMAC, stærsta byggingafyrirtæki Bretlands, skilaði hagnaði á ný í fyrra og gerir sér góðar vonir um batnandi hag á þessu ári þrátt fyrir óvissu á nokkrum sviðum. Hagnaður fyrir skatta 1994 nam 107.2 milljónum punda samanborið við tap upp á 43.1 milljón 1993. Rekstrarhagnaður jókst í 139.3 milljónir úr 92.8 milljónum. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 309 orð | ókeypis

Unnu tólf vinninga á Byggingadögum

BYGGINGADAGAR Samtaka iðnaðarins 1995 voru haldnir helgina 13. og 14. maí og tókust einstaklega vel. Fjöldi manns sótti fyrirtækin heim þessa helgi og gafst gestum tækifæri til að skoða og bera saman það nýjasta á markaðnum. Alls staðar var vel tekið á móti gestum og einnig var skemmtilegur og léttur leikur í gangi með glæsilegum vinningum. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 253 orð | ókeypis

Uppsveiflu spáð í Kanada

HÁLFGERÐ deyfð er yfir fasteignamarkaði í Kanada ef á heildina er litið. Nýafstaðinn samdráttur kom harðast niður í Ontario, þar sem fasteignir lækkuðu um 40% í verði á árunum 1989 til 1994. Nú er verðið orðið stöðugra og það ætti að hækka á þessu ári. Meira
4. júlí 1995 | Fasteignablað | 206 orð | ókeypis

Útlit fjölbýlis- húsalóða

FALLEG lóð við fjölbýlishús eykur söluverðmæti íbúðanna og getur flýtt verulega fyrir sölu þeirra, þegar þess þarf með. Þetta kemur fram í viðtali um fjölbýlishúsalóðir við Pétur Jónsson landslagsarkitekt hér í blaðinu í dag. Að hans mati mætti skipuleggja lóðir fjölbýlishúsa miklu betur en nú er gert. Meira

Úr verinu

4. júlí 1995 | Úr verinu | 480 orð | ókeypis

Mokveiði á loðnunni austur af Kolbeinsey

FYRSTA loðna sumarsins veiddist á sunnudag en Örn KE fékk þá góðan afla austur af Kolbeinsey. Loðnuskipin voru flest að veiðum um 20-40 sjómílur austur af Kolbeinsey en útlit er fyrir að loðnan sé á hreyfingu vestur á bóginn, að sögn skipstjóra. Flest loðnuskipin voru á landleið í gær með fullfermi. Meira
4. júlí 1995 | Úr verinu | 192 orð | ókeypis

Samherji kaupir Helgu II

ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Samherji hf. á Akureyri hefur keypt fiskveiðiskipið Helgu II af Ingimundi hf. í Reykjavík og fær Samherji skipið afhent í september næstkomandi. Vegna kaupanna á Helgu II verða þrjú skip í útgerðarflota Samherja seld og úreld. Helga II er útbúin til loðnuveiða og togveiða og fylgir skipinu aflahlutdeild þess í loðnu, sem nemur 3,6% af úthlutuðum afla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.