Greinar sunnudaginn 16. júlí 1995

Forsíða

16. júlí 1995 | Forsíða | 487 orð

Deilt um vitneskju dönsku stjórnarinnar

NIELS Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi utanríkismálanefnd danska þingsins frá því á föstudag að Bandaríkjaher hefði geymt kjarnorkuvopn í flugstöðinni í Thule á Grænlandi. Fyrir tveimur vikum sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkjamenn hefðu einungis flogið með kjarnavopn yfir danskt landsvæði. Meira
16. júlí 1995 | Forsíða | 362 orð

Gangurinn lengdur fyrir brúðirnar

SAFNAÐARNEFND kaþólskrar kirkju í bænum Waltham í Hampshire í Englandi hefur ákveðið að lengja gang kirkjunnar vegna ítrekaðra kvartana brúðhjóna. Verður gangurinn lengdur úr rúmlega þrettán metrum í rúma þrjátíu metra og er kostnaðurinn við breytingarnar rúmar ellefu milljónir króna. Meira
16. júlí 1995 | Forsíða | 275 orð

Lýst eftir tillögum Frakka

BRESK stjórnvöld vísuðu í gær harðlega á bug ásökunum Frakka um að þau reyndu að halda uppi friðþægingarstefnu í málefnum Bosníu. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur krafist þess að gripið verði til hernaðaraðgerða til að bjarga múslimum á griðasvæðum SÞ í Srebrenica, Zepa og Gorasde. Meira
16. júlí 1995 | Forsíða | 174 orð

Ræðum við Bandaríkjastjórn

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að full samstaða hafi verið um það á Íslandi að hér kæmu aldrei kjarnorkuvopn og algjört bann við því að kjarnorkuvopn færu hér um. Þetta mál hafi verið rætt margoft við bandarísk stjórnvöld. "Ég hef enga ástæðu til að ætla það að þetta hafi verið brotið," sagði Halldór. Meira

Fréttir

16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 197 orð

13 kílóum af æðardúni stolið

STULDUR á 13 kílóum af æðardúni úr geymslu við nýja dúnhreinsunarstöð á Miðhúsum í Reykhólasveit uppgötvaðist á föstudag. Dúnninn var í eigu tveggja hlunnindahafa og er tæplega 400 þúsunda króna virði. Meira
16. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 174 orð

Annasamt hjá stríðsglæpadeild

BRESK stjórnvöld hafa ákveðið að draga Siemion Serafinowicz fyrir rétt vegna stríðsglæpa í heimsstyrjöldinni síðari, en hins vegar munu sex aðrir Bretar ekki verða lögsóttir vegna meintrar aðildar að stríðsglæpum nasista. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 792 orð

Ákvæði um skylduáskrift að RÚV úrelt

SAMTÖKIN Frjálst val eru samtök fólks sem er ósátt við fyrirkomulagið á skylduáskrift allra útvarps- og sjónvarpstækjaeigenda að Ríkisútvarpinu. Samtökin voru stofnuð í febrúar 1994 að frumkvæði "húsmóður í Grafarvoginum" eins og segir í nýju fréttabréfi samtakanna. Þessi framtakssama húsmóðir er Kristín A. Jónsdóttir, sölustjóri ferðamála hjá SKÝRR. Meira
16. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 381 orð

Bosníu-Serbar ná Srebrenica á sitt vald

BOSNÍU-Serbar náðu Srebrenica í austurhluta landsins á sitt vald á þriðjudag og fluttu um 30.000 íbúa borgarinnar á brott. Flóttafólk fullyrti að serbneskir hermenn hefðu nauðgað stúlkum og skotið unga menn til bana. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð

Einn af fjórum mönnum með kort

MÁL lundaveiðimanna í Álsey er í rannsókn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Afli þeirra, um 1.400 fuglar, var gerður upptækur í fyrrakvöld þegar komið var með hann til Heimaeyjar vegna gruns um að þeir hefðu ekki veiðikort. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 317 orð

Engin opinber afstaða Íslands til árása Serba

ÍSLENSK stjórnvöld hafa ekki tekið ákveðna afstöðu til þess hvernig bregðast skuli við við árásum Bosníu-Serba á griðasvæði Sameinuðu þjóðanna á svæði múslíma. Frakkar hafa hvatt til þess að vestræn ríki sendi herlið til að stöðva Bosníu-Serba. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur koma til greina að beita valdi til að verja griðasvæði SÞ. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Flugleiðavél nam neyðarmerki

FLUGVÉL Flugleiða á leið til Stokkhólms nam merki frá sjálfvirkum neyðarsendi um áttaleytið í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bentu staðarákvarðanir til þess að neyðarsendirinn væri um 180 sjómílur norðnorðaustur af Færeyjum. Meira
16. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 235 orð

Frakkar segja þá hafa hafnað evrópskri samvinnu

FRÖNSK stjórnvöld hneyksluðust á föstudag á þeirri ákvörðun Breta að kaupa 67 bandarískar herþyrlur af Apache-gerð fyrir fjóra milljarða dollara fremur en evrópsku Tiger- þyrluna, sem smíðuð er hjá fransk- þýskri samsteypu. Það eru McDonnell Douglas-verksmiðjurnar, sem smíða Apache-þyrluna, en GKN Westland-verksmiðjurnar í Bretlandi verða helsti verktakinn við framleiðsluna. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 331 orð

Framkvæmdir hefjast að nýju eftir helgi

TILLÖGUR til úrbóta í umferðarmálum í nágrenni nýs leikskóla fyrir 80 börn á lóð við Laugarnesskóla á horni Gullteigs og Hofteigs voru kynntar á borgarafundi í Laugarneshverfi í fyrradag. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, formanns Dagvistar barna, mæltust þær vel fyrir og sagði hann að framkvæmdir við byggingu leikskólans hæfust að nýju eftir helgi. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Fyrirlestur um bandarískar skáldkonur

CASSIE Premo bókmenntafræðingur frá Emory-háskóla í Georgíu í Bandaríkjunum flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. júlí kl. 20.00 í stofu 101 í Odda. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 198 orð

Fyrsti Rollsinn skráður hér

FYRSTI Rollsinn sem skráður er til notkunar hér á landi kom til landsins fyrir skömmu. Eigandi hans er Sonja Zorrilla, sem er íslensk en hefur lengi verið búsett í Bandaríkjunum. Hún segir að flestir vegfarendur snúi sér við til að horfa á hann og þó helst þeir sem sjálfir eru á dýrum og fínum bílum. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 370 orð

Heildarafli skertur um 4,6% Í FYRSTA sinn sí

Í FYRSTA sinn síðan 1988 felur ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár ekki í sér niðurskurð á þorskveiðiheimildum. Hins vegar eru aflaheimildir skertar í flestum öðrum fisktegundum og heildarafli skerðist um 4,6%, talið í þorskígildum. Þetta þýðir að útflutningstekjur af sjávarafurðum munu dragast saman um 3,6 milljarða króna á næsta ári. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

Hvíldar- og hressingarvika fyrir krabbameinssjúklinga

BERGMÁL, vina- og líknarfélag, býður krabbameinssjúklingum til hvíldar- og hressingardvalar í Hlíðardalsskóla í Ölfusi vikuna 9.­16. ágúst nk. þeim að kostnaðarlausu. Boðið er upp á björt og vistleg herbergi, og vandað verður til fæðuvals, segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

LÍÚ vill fresta sleppibúnaðarskyldu

LANDSSAMBAND íslenzkra útvegsmanna hefur skrifað samgönguráðuneytinu bréf, þar sem farið er fram á lengri frest á gildistöku ákvæða í reglugerð um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta. Bréfið er nú til umfjöllunar hjá ráðuneytinu. Vilja framlengja frestinn Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 975 orð

LÍÚ vill frest á sleppibúnaðarskyldu

LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna sendi í júní sl. samgönguráðuneytinu bréf, þar sem m.a. er farið fram á framlengingu þess frests, sem ráðuneytið hafði auglýst á gildistöku ákvæða um að skipaeigendur séu skyldugir til að útbúa skip sín með losunar- og sjósetningarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta. Samkvæmt auglýsingu frá samgönguráðuneytinu 6. janúar sl. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ný fjölmiðlunartækni prófuð

PÓSTUR og sími, Háskóli Íslands og Nýherji hf. eru aðilar að fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni á sviði gagnvirkrar margmiðlunar. Verkefnið nefnist AMUSE og er styrkt af fjórðu rammaáætlun Evrópusambandsins. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

SKurt Wolfensberger, framkvæmdastjóri álsviðs Alusuisse Vonandi ják

KURT Wolfensberger, framkvæmdastjóri álsviðs Alusuisse- Lonza, A-L, vonast til að endanleg ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík liggi fyrir í lok ágúst. Sérfræðingar í Sviss og á Íslandi vinna nú hörðum höndum við að ná niður fjárfestingarkostnaðaráætluninni. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Slys við Dettifoss

89 ÁRA gömul bresk ferðakona fótbrotnaði í skoðunarferð við Dettifoss á föstudag og var hún flutt til Akureyrar í aðgerð. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er aðgengi mjög slæmt að þessum vinsæla ferðamannastað, en konan datt á illfærum göngustíg. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Útaf í lausamöl

BÍLL lenti utan vegar og valt eftir að hafa runnið til í lausamöl við Sauðárkrók í gærmorgun. Tveir menn voru í bílnum en þeir sluppu lítið meiddir. Mennirnir eru erlendir knattspyrnumenn, sem leika með knattspyrnuliðinu Leiftri. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki má rekja slysið til þess að mennirnir eru ekki vanir að aka á íslenskum vegum og vöruðu sig ekki á lausamölinni. Meira
16. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 361 orð

Vel fylgst með verðmætaflutningum

ÖRYGGISVERÐIR fyrirtækisins Securitas hafa orðið varir við að óviðkomandi menn fylgist grannt með verðmætaflutningum fyrirtækisins. Að sögn Árna Guðmundssonar, deildarstjóra öryggisgæsludeildar fyrirtækisins, Meira

Ritstjórnargreinar

16. júlí 1995 | Leiðarar | 808 orð

EINKAREKSTUR OGFRJÁLS SAMKEPPNI

leiðari EINKAREKSTUR OGFRJÁLS SAMKEPPNI IGREIN hér í blaðinu í gær segir Bergþór Halldórsson, yfirverkfræðingur Pósts og síma:"Í þeirri umræðu, Meira
16. júlí 1995 | Leiðarar | 2151 orð

ReykjavíkurbréfIREYKJAVÍKURBRÉFI FYRIR hálfum mánuði var meðal annars

IREYKJAVÍKURBRÉFI FYRIR hálfum mánuði var meðal annars vikið að því hvernig markaðsvæðing og alþjóðavæðing takmörkuðu valdsvið stjórnmálamanna. Stundum hefur þetta tvennt farið hönd í hönd ­ markaðsvæðingin hefur oft komið að utan. Heimurinn skreppur æ hraðar saman með bættum samgöngum, fjarskiptum og fjölmiðlun og upplýsingastreymið á milli ríkja og heimsálfa eykst í sífellu. Meira

Menning

16. júlí 1995 | Menningarlíf | 417 orð

Ofið í bandgrindum

VEFNAÐUR ýmiskonar verður í sviðsljósinu í Árbæjarsafni í dag kl. 15 þegar finnska listakonan Barbro Gardberg sýnir margvísleg bönd ofin í bandgrindum og spjöldum og íslenskir vefarar fræða fólk um vefnað. Að auki verður sýndur refilssaumur og kniplað að hætti heldri kvenna um síðustu aldamót. Barbro Gardberg er vel þekkt á Norðurlöndunum fyrir kunnáttu sína í bandvefnaði. Meira
16. júlí 1995 | Menningarlíf | 105 orð

Smáhús Gunnars NÚ STENDUR yfir sýning á smáhúsum Gunnars Kárasonar í Ólasmiðju á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin er liður í 65

NÚ STENDUR yfir sýning á smáhúsum Gunnars Kárasonar í Ólasmiðju á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin er liður í 65 ára hátíðarhöldum Sólheima. Gunnar er fæddur á Klúku í Eyjafirði 17. september 1931. Hann flutti sex ára á Sólheima, þar sem hann ólst upp hjá Sesselju Sigmundsdóttur. Meira
16. júlí 1995 | Menningarlíf | 664 orð

Sönglagið í öndvegi

Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundarson hafa í fyrsta sinn í sameiningu sett saman efnisskrá sem inniheldur eingöngu íslensk sönglög. Verður hún kynnt í Listasafni Íslands á mánudagskvöld. Orri Páll Ormarsson tók hús á listafólkinu sem býr sig jafnframt undir Bandaríkjaferð. Meira
16. júlí 1995 | Menningarlíf | 1028 orð

Öðruvísilandið

NORSKA skáldið Rolf Jacobsen orti ljóð sem hann kallaði Öðruvísilandið. Ljóðið hefur öðlast nýtt líf vegna Evrópuumræðu, ekki síst í fyrra þegar Norðmenn gengu til kosninga um þátttöku í Evrópusambandinu. Í ljóðinu verður Noregur Tíbet Evrópu þar sem fólk hnappast saman í þröngum dölum lengst í norðri. Meira

Umræðan

16. júlí 1995 | Velvakandi | 550 orð

Enn kraftaverk!

BENNY Hinn er orðinn eins og þjóðsagnapersóna. Menn tala um hann og verk hans á hinum ólíkustu stöðum. Reyndar er lækningamáttur hans dreginn í efa og landlæknir hefur engar haldbærar sjúkraskýrslur um verk prédikarans. Engu að síður þá ætlar Benny Hinn að mæta til leiks aftur og bjóða upp á 3 samkomur og það í sjálfri Laugardalshöllinni. Meira
16. júlí 1995 | Velvakandi | 1028 orð

Éttu það sem úti frýs

HVER er sinnar gæfu smiður. Við Íslendingar eigum fjölda svona spakmæla, fundin upp og notuð af mismunandi vitrum mönnum. En það eru oft ljón í veginum eða ef til vill Jón í veginum. Ljónin ráðast ekki á neinn nema þeim sé ógnað eða þegar þau eru svöng. En hver er þá þessi Jón. Hann getur verið hver sem er. Meira
16. júlí 1995 | Velvakandi | 419 orð

ÍKVERJI hitti fyrir skömmu veitingamann í miðbæ Reykjavíkur. Ha

ÍKVERJI hitti fyrir skömmu veitingamann í miðbæ Reykjavíkur. Hann hafði áhyggjur af stöðu veitingahúsanna, sem hann vildi bæta. Veitingamaðurinn benti á að í miðbæ Reukjavíkur og reyndar víðar í borginni væru rekin mötuneyti fyrir starfsmenn stórra fyrirtækja, þar sem maturinn væri verulega niðurgreiddur af vinnuveitendum. Meira
16. júlí 1995 | Velvakandi | 134 orð

Misrétti á milli kynja

NÝLEGA dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur stúlku bætur sem voru 75% af þeim bótum sem piltur hefði fengið við sömu aðstæður. Þessi dómur vekur bæði furðu og reiði, að ekki sé meira sagt. Hvað er að gerast? Ég ætla að vona að fólk sitji ekki þegjandi undir þessum úrskurði. Meira

Minningargreinar

16. júlí 1995 | Minningargreinar | 201 orð

Ásta Ólafsdóttir

Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Það eru alveg sérstaklega hlýjar og skemmtilegar minningar tengdar henni Ástu hans Óla, en þannig töluðum við alltaf um hana. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 768 orð

Ásta Ólafsdóttir

Við kveðjum þær hverja af annarri konurnar sem voru fæddar í sveitum landsins í kringum 1920, fóru í vist til vandalausra börn að aldri og héldu svo á unglingsárunum suður að freista gæfunnar. Leið fæstra þeirra lá til mennta heldur unnu þær öðrum af þeirri samviskusemi og vandvirkni sem þeim hafði verið innrætt af foreldrum sínum við öll algeng sveitastörf innan húss og utan. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 278 orð

Ásta Ólafsdóttir

Kveðja frá venslafólki Þegar Ásta Ólafsdóttir, húsfreyja í Grænutungu 7 í Kópavogi, hverfur frá okkur sem vorum henni nákomin minnumst við hennar með kæru þakklæti og hlýjum hug. Um áratugi hefur heimili hennar og eiginmanns hennar, Ólafs Jónssonar bróður okkar, verið opið okkur systkinunum og fjölskyldum okkar. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 436 orð

Ásta Ólafsdóttir

Mig langar með þessum fátæklegu orðum að minnast yndislegrar konu, hennar Ástu tengdamóður minnar. Klökkur lít ég til baka, og rifja upp mín góðu kynni af þeim hjónum Ástu og Óla. Fólk túlkar tilgang þessa jarðlífs á ýmsan veg, þegar ég lít yfir lífsferil Ástu, er þar svo margt lærdómsríkt. Heiðarleiki, kærleiki, agi og dugnaður. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 202 orð

ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR

Ásta Ólafsdóttir var fædd í Holtahólum á Mýrum í Hornafirði 30. maí 1921. Hún lést í Borgarspítalanum 9. júlí 1995. Foreldrar hennar voru hjónin í Holtahólum, Anna Pálsdóttir, f. 16.3. 1888, d. 14.11. 1974 og Ólafur Einarsson, f. 26.2. 1885, d . 25.3. 1952 . Systkini Ástu voru sjö: Vilborg, f. 24.3. 1911; Páll, f. 22.3. 1912, d. 1982; Guðrún, f. 8.1. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 448 orð

Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir

MIG langar til að minnast elsku ömmu minnar G. Lilju Þorkelsdóttur í örfáum orðum. Ég var það gæfusöm að fá að búa hjá ömmu og afa fyrstu æviár mín og njóta ástar og umhyggju þeirra sem var óþrjótandi. Eftir það hændist ég mjög að þeim og það voru ófáar stundirnar sem ég var hjá ömmu og afa í Reykjahlíðinni. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 341 orð

Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir

Árið 1969 kvæntist Hannes sonur okkar Ólöfu dóttur Lilju og Stefáns og þar með hófust kynni okkar og Lilju, sem urðu alla tíð mjög góð. Lilja var sérstök kona, hún var ákaflega trygglynd og sannur vinur vina sinna. Sem áður er getið fæddist hún að Vegamótum en fluttist með foreldrum sínum að Reynisstað í Vestmannaeyjum og ólst þar upp með systkinum sínum. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 153 orð

GUÐMUNDÍNA LILJA ÞORKELSDÓTTIR

Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir var fædd á Vegamótum í Vestmannaeyjum 14. júní 1908. Hún lést á Skjóli 9. júlí sl. Lilja var dóttir hjónanna Oktavíu Guðmundsdóttur og Þorkels Sæmundssonar, en þau voru bæði ættuð úr Fljótshlíð. Systkini Lilju eru Haraldur, Olga, Ísleifur, Þórarinn og Skúli og eru nú öll látin nema Olga og Skúli. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 243 orð

Hólmar Magnússon

Mig langar til að minnast afa Hólmars í nokkrum orðum. Ég man þegar ég kom að heimsækja afa Hólmar í vinnuna, hvernig hann átti alltaf smá tíma aflögu til þess að spjalla við mig. Þá löbbuðum við um nágrennið, jafnvel niður í fjöru eða sátum uppi á kaffistofu og drukkum te. Þá sagði afi mér m.a. frá Skagafirðinum þar sem hann ólst upp eða frá sjómennsku sinni. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 384 orð

Hólmar Magnússon

Afi okkar, Hólmar Magnússon eða "Holli afi" eins og við kölluðum hann er látinn. Hann hafði gengist undir mjaðmaskiptaaðgerð þremur dögum áður og allt virtist ganga að óskum þegar kallið kom eins og hendi væri veifað. Áður hafði verið skipt um hina mjöðmina með góðum árangri þannig að við bundum vonir við að þessi aðgerð mundi bæta líf hans verulega. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 165 orð

HÓLMAR MAGNÚSSON

HÓLMAR MAGNÚSSON Hólmar Magnússon fæddist á Sauðárkróki 14. október 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson og Helga Magnúsdóttir. Systkini hans voru Ingvar og Málfríður og eru þau bæði látin. Eftirlifandi eiginkona hans er Oddný Þorvaldsdóttir, f. 9.1. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 157 orð

Ingvi Júlíusson

Nú er ástkær tengdafaðir minn, Ingvi Júlíusson, dáinn. Við vitum öll að ferð okkar hér tekur enda, samt er alltaf erfitt að sætta sig við þá staðreynd, þegar fólk sem manni þykir vænt um deyr svo snögglega. Ljúfar minningar frá þessum 12 árum, sem ég þekkti hann, verða sorginni yfirsterkari. Hjartagæska hans og væntumþykja til mín og barna minna er ógleymanleg. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 286 orð

Ingvi Júlíusson

Okkur starfsmenn Vegagerðarinnar á Akureyri langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar og samstarfsfélaga, Ingva Júlíussonar. Ingvi var búinn að vinna ýmis störf hjá Vegagerðinni, allt frá unglingsaldri, áður en hann gerðist ýtustjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri 1947. Vegagerðin var þá að eignast sínar fyrstu ýtur og vélskóflur. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 483 orð

Ingvi Júlíusson

Þegar faðir minn kvaddi mig upp úr hádegi á sunnudegi, þar sem hann var að flýta sér í gönguferð um útivistarsvæði Akureyringa, Kjarnaskóg, ásamt móður minni og vinafólki, grunaði mig ekki að þetta yrði okkar síðasta símtal. Hann eldhress sem endranær og átti erfitt með að viðurkenna að Elli kerling hefði á honum nokkurn áhuga, enda vorum við að skipuleggja næstu veiðiferð. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 399 orð

INGVI JÚLÍUSSON

INGVI JÚLÍUSSON Ingvi Júlíusson fæddist að Hallandsnesi á Svalbarðsströnd 6. október 1923. Hann varð bráðkvaddur á Akureyri 9. júlí sl. Foreldrar hans voru Herdís Þorbergsdóttir, f. 16. nóv. 1891, d. 14. des. 1965, frá Litlu-Laugum í Reykjadal og Júlíus Jóhannesson, f. 9. júní 1893, d. 25. júlí 1969, frá Sigluvík á Svalbarðsströnd. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 477 orð

Jórunn Þórðardóttir

Minningin um hjónin að Bergstaðastræti 24 er órjúfanlegur hluti ljúfustu bernskuminninga minna. Þar bjuggu Jórunn móðursystir mín og maður hennar, Einar Jónsson, yfirprentari. Að utan hefur ýmsum eflaust fundist húsið lítið, jafnvel þótt það væri á tveimur hæðum. Að innan var þetta hins vegar stórt hús, að minnsta kosti hafði það margan fjársjóð að geyma. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 477 orð

JÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR

Hún amma okkar er látin, komið er að kveðjustund. Á þessum tímamótum í lífi okkar barnabarnanna viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Við vitum að nú hefur amma fengið hvíldina eftir erfið veikindi, komin til afa og nýtur samvista við hann, hamingjusöm og ánægð því söknuður ömmu var mikill þegar afi dó. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 186 orð

JÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR Jórunn Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 18. nóvemb

JÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR Jórunn Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1910, dóttir hjónanna Sesselju J.Jónsdóttur, f. 6. júlí 1875, d. 9. sept. 1971 og Þórðar Gíslasonar frá Stóra-Botni, f. 14. júlí 1875, d. 28. júní 1958. Systkini Jórunnar voru: Kristján f. 1902, Sigríður f. 1906, Jórunn f. 1907, Gísli f. 1909, og Guðbjörg f. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 733 orð

Margrét Steingrímsdóttir

Þegar mér barst andlátsfregn Margrétar Steingrímsdóttur varð mér á að segja, Guði sé lof. Fari hún í friði. Svo undarleg geta örlögin orðið, að hugsanir okkar verða óskiljanlegar. Mér koma í hug þau orð prédikarans, að öllu sé afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hafi sinn tíma. Að fæðast hafi sinn tíma og að deyja hafi sinn tíma. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 693 orð

Margrét Steingrímsdóttir

Þegar ég heyri talað af lítilli virðingu um lágreist torfhús liðinna kynslóða og af enn minni virðingu um það mannlíf sem þar þreifst, verður mér oft hugsað til lítillar sögu, sem amma mín sagði mér þegar ég var á unglingsaldri. Gest bar að garði á Végeirsstöðum, þar sem þau bjuggu, afi minn og amma, sem leiguliðar. Þetta mun hafa verið sumarið 1913, þegar móðir mín var rúmlega ársgömul. Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 206 orð

MARGRÉT STEINGRÍMSDÓTTIR

Margrét Steingrímsdóttir var fædd á Víðivöllum í Fnjóskadal 27. mars 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar Margrétar voru Tómasína Ingibjörg Tómasdóttir (f. 27. apríl 1884, d. 25. janúar 1971) og Steingrímur Þorsteinsson, bóndi og kennari og síðar afgreiðslumaður (f. 30. desember 1881, d. 27. nóvember 1962). Meira
16. júlí 1995 | Minningargreinar | 681 orð

SVEINN ÁSGEIRSSON OG HELGI SÆMUNDSSON

SVO ber til að seytjánda júlí eiga tveir menn afmæli, sem hvor um sig hefur unnið sér til ágætis nokkuð á liðinni ævi. Þetta eru þeir Helgi Sæmundsson, ritstjóri og Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Helgi er sjötíu og fimm ára, en Sveinn er sjötíu ára. Meira

Daglegt líf

16. júlí 1995 | Bílar | 221 orð

Ávöxtur BMW og Rolls-Royce

FYRSTI ávöxtur af samstarfi BMW og Rolls-Royce verður næsta kynslóð Rolls-Royce Silver Spur/Bentley Turbo R sem væntanlegur er á markað síðla árs 1997. Grind bílsins verður gjörbreytt en samskonar fjöðrunarbúnaður verður að framan. Að aftan verður nýr fjölliðafjöðrun. Meira
16. júlí 1995 | Bílar | 576 orð

Baleno - duluren leynir á sér

SUZUKI Baleno er nýr á fólksbílamarkaði hérlendis og fyrsti bíllinn í millistærðarflokki sem japönsku Suzuki verksmiðjurnar hafa smíðað. Bíllinn er boðinn í tveimur útfærslum, 3ja og 5 hurða, með 1,3 eða 1,6 lítra vélum og með eða án sjálfskiptingar. Verðið er frá 1.089.000 kr., sem hlýtur að teljast vel sloppið fyrir jafnvandaðan og ríkulega búinn bíl og Baleno. Meira
16. júlí 1995 | Bílar | 256 orð

Chrysler Voyager sérútbúinn

JÖFUR hf., umboðsaðili Chrysler á Íslandi, hefur afhent fjölnotabíl sérútbúinn fyrir fatlaða. Bíllinn er af gerðinni Chrysler Voyager og hafa verið gerðar miklar breytingar á honum til þess að fatlaðir geti sem auðveldast gengið um og stjórnað bílnum. Meira
16. júlí 1995 | Bílar | 338 orð

Ferrari F130 með V12, 520 ha vél

BÍLL fyrir þá sem eru haldnir bíladellu á efsta stigi og vita ekki aura sinna tal hlýtur að vera Ferrari F130. Uppfylli menn fyrri tvö eigindin er aðeins ein stór þraut óleyst, þ.e.a.s. hvar eigi að aka bílnum svo eiginleikar hans fái notið sín til fulls. Það verður líklega hvergi gert nema á lokuðum brautum því 4,7 lítra, 60 ventla, V12 vélin skilar hvorki meira né minna en 520 hestöflum. Meira
16. júlí 1995 | Bílar | 251 orð

Ford spáir Galaxymikilli velgengni

SALA er hafin í Evrópu á Galaxy, nýjum fjölnotabíl frá Ford. Bíllinn er smíðaður í sameiginlegri verksmiðju Ford og Volkswagen í Palmela í Portúgal en VW afbrigðið heitir Sharan. Talsmenn Ford spá því að Galaxy velti Renault Espace úr sessi sem mest selda fjölnotabílnum í Evrópu. Meira
16. júlí 1995 | Bílar | 1064 orð

Golf Syncro VR6 - hentugastur á hraðbrautum

GOLF VR6 Syncro frá Volkswagen versksmiðjunum þýsku er með viljugri ökutækjum sem fjallað hefur verið um hér á bílasíðum en verksmiðjurnar hafa nýlega farið að bjóða þennan aldrifsbíl með stærri vél en fáanleg hefur verið til þessa. Meira
16. júlí 1995 | Bílar | 396 orð

Honda smíðar smájeppa

HONDA ætlar að blanda sér í slaginn í sölu á smájeppum með framleiðslu á einum slíkum sem ráðgert er að frumsýna á bílasýningunni í Tókíó í október. Bíllinn er fernra dyra og lengri og hærri en RAV4 frá Toyota en aðeins þrengri. Bíllinn verður með nýrri 2ja lítra álvél með tveimur ofanáliggjandi knastásum. Lamborghini Diablo Jota Meira
16. júlí 1995 | Bílar | 170 orð

Nýr fjölnotabíll Toyota næsta sumar

TOYOTA hyggst setja á markað nýjan fjölnotabíl næsta sumar sem svar við mikilli velgengni Honda Odyssey sem selst gríðarlega vel í Japan. Bíll Toyota verður fyrst kynntur í Japan og síðan í Evrópu þar sem Odyssey er seldur undir heitinu Shuttle. Meira
16. júlí 1995 | Bílar | 410 orð

Söguleg afhending á Bobcat vinnuvélum

FJÓRAR vinnuvélar af gerðinni Bobcat voru afhentar eigendum sínum með viðhöfn sl. föstudag. Það voru verktakafyrirtækin Garðaprýði hf., Björn og Guðni sf., fyrirtæki Walters Leslie í Keflavík og Jón Jónsson í Bobcat-leigunni sem keyptu vélarnar, en Erik Schreidmüller, sölustjóri Bobcat í Norður-Evópu, afhenti þeim tækin. Afhendingin fór fram hjá Vélum og þjónustu hf. Meira

Íþróttir

16. júlí 1995 | Íþróttir | 487 orð

Nýir markaskelfar tóku við

STÚLKURNAR í Breiðablik eru á góðri siglingu í fyrstu deild kvenna og hafa einungis tapað einu stigi í fyrri umferðinni. Valur hefur reyndar leikið það eftir en leikið einum leik færra. Blikar gerðu 66 mörk í fyrra og fengu á sig 6 án þess að tapa leik en nú þegar fyrri umferð er lokið, hefur liðið skorað 39 mörk en fengið á sig fjögur. Meira
16. júlí 1995 | Íþróttir | 293 orð

Vel lukkuð ferð þroskaheftra á alþjóðaleikana

Þroskaheftir héldu á alþjóðasumarleikana, Special Olympics, í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum fyrstu vikuna í júlí og tókst ferðin í alla staði mjög vel. Íþróttasamband fatlaðra sendi 28 keppendur til leiks í sundi, knattspyrnu, borðtennis, frjálsíþróttum, keilu og lyftingum en alls tóku 7.000 íþróttamenn þátt í leikunum, ásamt rúmlega 45 þúsund sjálfboðaliðum. Meira

Sunnudagsblað

16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 148 orð

7000 hafa séðLitlar konur

Alls hafa um 7000 manns séð Litlar konur í Stjörnubíói að sögn Karls O. Schiöth bíóstjóra. Þá sáu 11.500 Vinda fortíðar, 6.500 hafa séð Beethoven og um 3000 breska tryllinn Í grunnri gröf. Sýningar hófust á riddaramyndinnni "First Knight" í Stjörnubíói og Sambíóunum um þessa helgi en Einkalíf Alexanders eftir Þráinn Bertelsson verður frumsýnd í Stjörnubíói þann 9. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 3062 orð

AÐEINS ÞAÐ BESTA ER NÓGU GOTT Eftir Súsönnu Svavarsdóttur

RÓSA V. Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri prent- og fyrirtækisins Ásútgáfan og Ásprent/POB á Akureyri. Hún er fædd 25. júní 1947 og alin upp á Skógarströndinni á Snæfellsnesi. Hún er gagnfræðingur að mennt og vann við bókband þar til hún fluttist til Akureyrar 1977. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 736 orð

Andlega sinnuð stórstjarna

ÞAÐ er aðeins tvennt sem virðist eiga hug stórleikarans Richard Gere allan, en það er kvikmyndaleikur og trúarleg málefni. Hann hefur í 20 ár verið búddatrúar og hefur það leitt til fjölda ferða hans til Indlands þar sem hann hefur verið með Dalai Lama, hinum útlæga leiðtoga Tíbets, en hann er andlegur leiðtogi og vinur Geres. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 704 orð

Ástarorkan

HUGSUN er raunsönn sköpun. Við erum hér til þess að skapa, til þess að raungera okkur sjálf með hugsun. Það sýnir dásamlegt samband milli manns og jurtar, hvernig má skoða og mæla hugsun með aðstoð einfalds lífsforms. Þegar við elskum, sleppum við lausri hugarorku okkar og flytjum hana til þess sem við elskum. Stærsti ábyrgðarhluti okkar er að elska. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 597 orð

Ástarsaga í Camelot

ÍKVIKMYNDINNI First Knight er sögð hin epíska miðaldasaga um ástarþríhyrninginn í kastalanum Camelot, þeirra Artúrs konungs, riddarans Lancelot og lafði Guinevere. Lancelot er hinn óttalausi stríðsmaður sem engum er bundinn og enga óvini á. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 147 orð

Batmansk´fa

KVIKMYNDAPLÖTUR eru eðlilega ætlaðar til að vekja athygli ´a viðkomandi kvikmynd, en þegar best tekst til er platan eiguleg ´ sj´alfu s´er. Það virðist hafa gengið eftir með Batman Forever- sk´funni sem kom ´ut fyrir skemmstu. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 917 orð

"Byltingin ljúfa" er miskunnarlaus Átökin í ítölskum stjórnmálum eru hörð, og eins og fréttaskýrandi The Wall Street Journal

VEÐUR virðast tekin að skipast í lofti í hinni svonefndu uppreisn gegn spillingu í ítölsku stjórnmála- og viðskiptalífi. Meint illmenni eru komin í hlutverk fórnarlamba, og orðspor góðu mannanna virðist hafa flekkast. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 200 orð

DIRE STRAITS\A T\ONLEIKUM

ÆVINT\YRIÐ um hlj´omsveitina sem sl´o ´ gegn ´a einni n´ottu er alltaf viðkunnanlegt, en iðulega fjarri sanni. Til að mynda t´ok það eina vinsælustu hlj´omsveit s´ðustu ´ara, Dire Straits, drj´uga stund að koma s´er ´a framfæri og fyrsta plata sveitarinnar virtist ekki til st´orræðanna. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 198 orð

Eins og saumaklúbbur alla daga

MÉR líkar mjög vel hérna. Þetta fer fram úr mínum björtustu vonum. Staðurinn er miklu betri en ég átti von á og það er bjart yfir þessu öllu," segir Jónína Pálsdóttir frá Reykjavík sem flutti fyrir tveimur mánuðum til L¨uderitz ásamt eiginmanni sínum Guðjóni Kolbeinssyni og tveimur börnum, fjögurra og níu ára, gömlum. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 160 orð

Fólk

Nýjasta mynd Þráins Bertelssonar verður frumsýnd þann 9. ágúst nk. í Stjörnubíói. Hún heitir Einkalíf Alexanders og fer fjöldi þekktra leikara með helstu hlutverk, m.a. Egill Ólafsson, Tinna Gunnlaugdóttir og sonur þeirra Ólafur Egilsson. Aðrir leikarar eru m.a. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 1325 orð

FYRSTU Íslendingarnir komu til landsins fyrir fimm árum á vegum Þ

FYRSTU Íslendingarnir komu til landsins fyrir fimm árum á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og höfðu nokkrir þeirra fjölskyldur sínar með sér. 14 Íslendingar eru um þessar mundir við störf í landinu á vegum Þróunarsamvinnustofnunar en þróunarverkefnin hafa leitt af sér aukin viðskipti og fyrirtækjasamstarf og starfar nú fjöldi Íslendinga við uppbyggingu sjávarútvegs landsmanna Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 738 orð

Góðar hugsjónir

Heyrst hefur að hugsjónir séu úreltar. Þær heyri sögunni til og séu jafnvel hættulegar. Það er meðal annars vegna þess að sumir hafa verið tilbúnir að drepa eða kúga til að sjá hugsjónir sínar rætast. Slíkir menn koma óorði á hugsjónahugtakið. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 1323 orð

Grundvöllur að fjölmiðlun framtíðar

AMUSE-verkefnið er styrkt af fjarskiptasviði fjórðu rammaáætlunar Evrópusambandsins (ACTS). Sú lína er lögð fyrir fjórðu rammaáætlunina að áhersla verði lögð á hagnýtingu tækninnar en í þriðju rammaáætluninni var meiri áhersla lögð á fræðilega þætti og þróun nýs búnaðar. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 267 orð

Grundvöllurinner Kristur!

Fimmti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð, 16. júlí. Úr fyrra Korintubréfi postulans. -- "EFTIR þeirri náð, sem Guð hefur veitt mér, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll, er annar byggir ofan á. En sérhver athugi, hvernig hann byggir. Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 378 orð

Hafa launþegar fengið sinn skerf?

EFNAHAGSBATINN hefur ekki komið fram í umtalsverðum launahækkunum venjulegs launafólks. 2.700 króna lágmarkshækkunin fyrir skatta sem ASÍ/VSÍ-samningarnir í febrúar fólu í sér skiptu engum sköpum um kaupgetu almennings og viðmælendur Morgunblaðsins töldu ekki að þar væri að finna aðalskýringuna á aukinni einkaneyslu. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 2772 orð

HVAÐ VARÐ UM EFNAHAGSBATANN?

HVAÐ VARÐ UM EFNAHAGSBATANN? Í viðtölum við tugi atvinnurekenda í ólíkum atvinnugreinum komst Pétur Gunnarsson að því að efnahagsbatinn hefur að miklu leyti farið í að styrkja innviði fyrirtækjanna í landinu sem leggja grunn að efnahagsbata f Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 111 orð

Í BÍÓ

Gagngerar endurbætur hafa nú verið unnar á kvikmyndahúsinu Regnboganum og má þá segja að öll kvikmyndhúsin í Reykjavík hafi gert endurbætur á sölum sínum enda eru þær nauðsynlegar þar sem annarstaðar og í kvikmyndaborg eins og Reykjavík eru gerðar miklar kröfur til bíóanna. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 114 orð

ÍSLENSKA NÝBYGGÐIN NAMIBÍA

Það vekur óneitanlega undrun að heyra samræður á íslensku í farþegarými Boeing 747 þotu namibíska flugfélagsins Air Namibia, í 42 þúsund feta hæð yfir Afríku, en ef betur er að gáð ætti þetta þó ekki að koma svo mjög á óvart. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 2889 orð

Íslenskt lambakjöt á borð Ameríkumanna

UNDANFARNAR vikur hefur neytendum í New York gefist kostur á að kaupa íslenskt lambakjöt í 30 matvöruverslunum. Óhætt er að segja að fólki hafi líkað kjötið vel þrátt fyrir það að kjötið sé á mun hærra verði en lambakjöt frá Nýja Sjálandi og Ástralíu svo að ekki sé talað um bandarískt lambakjöt. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 1208 orð

Jesús á Álfaborginni

Jesús á Álfaborginni Borgarfjörður eystra á nú 100 ára verslunarafmæli og er bók væntanleg um þá sögu. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 609 orð

Kjarkurinn til að gera nýtt

Bryndís Snjólfsdóttir er frá Djúpavogi en hefur búið á Borgarfirði eystra í 14 ár og unnið í steiniðjunni Álfasteini í 10 ár. Hún á fjögur börn með manni sínum Helga Arngrímssyni, framkvæmdastjóra Álfasteins. Bryndís tók nýlega þátt í hönnunarsamkeppni á vegum Drekans á Egilsstöðum, sem er sýning á starfsemi fyrirtækja á Austurlandi, og hlaut fyrstu verðlaun. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 1990 orð

MEÐ FUGLUM OG FÓLKI í Flatey Flatey á Skjálfanda fór í eyði árið 1967, en nokkur ár eru nú liðin síðan nokkrir gamlir

FYRIR gamla Flateyinga er vorkoman kærkomin því þá vita þeir, sem best þekkja, að sá tími nálgast að hægt verður að sækja eyjunna heim og njóta þeirrar friðsældar, sem eyjalífið býður upp á í sínu besta skarti. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 133 orð

Meira af"Reservoir Dogs"

Það færist mjög í vöxt að gefa út það sem kallað er sérstök útgáfa leikstjórans af tilteknum myndum. Þær innihalda meira efni en upprunalega útgáfan leyfði og meiri uppfyllingu. Má nefna myndir eins og "Aliens", "Blade Runner" og Dansar við úlfa í þessu samhengi. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 409 orð

Mikil uppsveifla í sjávarútvegi

EINAR Aðalsteinsson er yfirverkstjóri í fyrirtækinu Northern Fishing Industries í Walvis Bay, sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtækið sem starfrækt er í Namibíu. Tveir íslenskir skipstjórar starfa um borð í ísfisktogurum sem fyrirtækið gerir út. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 99 orð

Mun ganga með barn dóttur sinnar

TÆPLEGA fimmtug bresk kona hefur tekið að sér að ganga með og fæða barn dóttur sinnar, að sögn blaðsins The Mail on Sunday. Edith Jones, sem er 49 ára, mun því í raun fæða barnabarn sitt. Tveim fósturvísum verður komið fyrir í legi hennar og þess vegna gæti svo farið að Jones eignaðist tvíbura fyrir dóttur sína, Suzanne Langston, sem er tvítug og fæddist án legs. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 1963 orð

NiðurlægingVesturlanda

ÞAÐ SKAL enginn segja mér að Serbum verði leyft að stjórna Evrópu," sagði Charles Millon, varnarmálaráðherra Frakka, skömmu eftir að hann gaf bandamönnum 48 stunda frest á föstudag til að taka ákvörðun um það hvort Vesturlönd eigi að grípa til hernaðaraðgerða til að stöðva árásir Serba á griðasvæðin í norðausturhluta Bosníu. Friðþægingarstefna Vesturlanda Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 120 orð

Nýsjálendingur í Hollywood

Lee Tamahori, sem gerði nýsjálensku myndina Eitt sinn stríðsmenn sem Regnboginn sýnir, er þegar farinn að vinna í Hollwyood eins og flestir þeir leikstjórar í heiminum sem vekja athygli fyrir myndir sínar. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 274 orð

Opinber óreiða

MARGIR viðmælenda Morgunblaðsins sögðu að stöðug útgjaldaþensla ríkis og sveitarfélaga væri orðin ein alvarlegasta ógnun við efnahagslífið á Íslandi. Hér fara á eftir nokkur sýnishorn ummæla: "Aðalvandamálið er að ríkið tekur allt of mikið til sín. Það eru illa nýttir peningar. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 712 orð

Ráðgera að aka til Íslands

HJÓNIN Friðrik Már Jónsson og Birna Guðbjörg Hauksdóttir, sem búa með fjórum börnum sínum í bænum Swakopmund í Namibíu, voru meðal fyrstu Íslendinganna sem fluttu til landsins á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands fyrir fimm árum. Yngsta barnið var aðeins níu mánaða gamalt þegar fjölskyldan tók sig upp frá Siglufirði og fluttist til Afríkuríkisins haustið 1990. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 830 orð

Regnbogi á jörðinni!

HAFIÐ þið nokkurn tíma séð regboga á jörðinni? Það upplifði Gáruhöfundur sumardaginn eina, sunnudaginn 2. júní. Stórkostlegt að sjá slíkt alveg óvænt og einstakt. Því þótt maður hafi langa ævi ferðast vítt og breitt um Ísland, upp til fjalla og jökla og um byggðir, má alltaf finna sérkennileg ný náttúruundur, ef skygnst er um og vikið út af þjóðbrautum og fyrri ferðaleiðum. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 463 orð

Svartur hasareftir Arnald Indriðason

ÞEIR sem sóttu hvað harðast bíóin hér á áttunda áratugnum muna sjálfsagt vel eftir svertingjahasarmyndunum ("blaxploitation") sem hreinlega flæddu inn í landið og fjölluðu um hetjuleg ævintýri ofurhuga á borð við Shaft og Kleópötru Jones. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 141 orð

Söluátak

SPORMENN hafa yfir að r´aða miklu safni t´onlistar af öllum gæðaflokkum og gerðum og gera n´u ´atak ´að kynna það sem þegar hefur verið gefið ´ut. Liður ´ þv´ er s´erstakt sölu´atak ´a fjölmörgum titlum, "Dúndurdiskar", sem boðnir verða ´a l´agu verði til frambúðar. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 558 orð

\Utit´onleikar ´a Kleifum

VERSLUNARMANNAHELGIN er mikill gleðit´mi fyrir ungmenni sem streyma ´a ´utih´at´ðir v´ða um land. Þær h´at´ðir vilja oft verða svallh´at´ðir og þ´o jafnan s´e mikið l´atið með hverjir verði að spila hvar þ´a m´a segja að þegar glaumurinn s´e mestur gæti eins verið alsj´alfvirkur glymskratti ´a sviðinu. Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 411 orð

Vættatal

Hér eru taldir upp nokkrir vættir á Borgarfirði eystra og stuðst við bókina Íslenskt vættatal eftir dr. Árna Björnsson. Þeir sem hafa áhuga á að lesa betur um vættina finna tilvísanir í bók Árna. Borghildur Meira
16. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 176 orð

(fyrirsögn vantar)

\OH\AÐ listah´at´ð er ´ aðsigi og hluti af henni er sem jafnan ´slensk rokk- og poppt´onlist. 19. ´ag´ust næstkomandi verða þannig haldnir miklir t´onleikar ´a Ing´olfstorgi, þar sem fram koma allar helstu b´lsk´urssveitir landsins ´ bland við r´aðsettari. Meira

Ýmis aukablöð

16. júlí 1995 | Dagskrárblað | 125 orð

Háskalegt framhjáhald

SJÓNVARPIÐ kl. 22.15 Á sunnudagskvöld sýnir Sjónvarpið bresku sjónvarpsmyndina Stundargaman eða A Casual Affair en hún er byggð á atburðum sem áttu sér stað á Norður-Írlandi fyrir nokkrum árum. Foringi í hernum hélt fram hjá konu sinni með ungri stúlku sem einnig gegndi herþjónustu. Meira
16. júlí 1995 | Dagskrárblað | 105 orð

Seyðisfjörður í heila öld

RÁS 1 kl. 14.00 Fyrir réttum hundrað árum, þegar Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi, var hann einn af stærstu bæjum landsins og vaxandi. Á þessum hundrað árum hafa skipst á skin og skúrir í sögu bæjarins, sem nýlega hélt upp á hundrað ára afmælið með miklum hátíðahöldum. Meira
16. júlí 1995 | Dagskrárblað | 277 orð

Sunnudagur 16.7. OMEGA 14.00

Sunnudagur 16.7. OMEGA 14.00 Benny Hinn 15.00 Biblíulestur 15.30 Lofgjörðartónlist 16.30 Prédikun frá Orði lífsins 17.30 Livets Ord/ Ulf Ekman 18.00 Lofgjörðartónlist 20.00 Praise the Lord, blandað efni 22. Meira
16. júlí 1995 | Dagskrárblað | 157 orð

Uppvaxtarár á erfiðum tímum

STÖÐ 2 kl. 20.50 Hér er á ferðinni kvikmynd frá leikstjóra ,Sex, lies and videotape" um ungan dreng sem verður að taka á öllu sem hann á til að komast af við heldur kuldalegar aðstæður í kreppunni miklu við upphaf fjórða áratugarins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.