Greinar miðvikudaginn 19. júlí 1995

Forsíða

19. júlí 1995 | Forsíða | 192 orð

Aðeins undirskrift Berlusconis eftir

Hópur fjárfesta undir forystu al- Waleed bin Talal, prins frá Saudi Arabíu, sagði í gær að Silvio Berlusconi, fyrrum forseti Ítalíu, hefði í gær undirritað samninga um að selja fimmtung fjölmiðlaveldis síns. Sjálfur sagði Berlusconi hins vegar að ekki hefði enn verið formlega gengið frá kaupunum. Meira
19. júlí 1995 | Forsíða | 280 orð

Boðar nýjar tillögur um Tsjetsjníju

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kom í gær fram í sjónvarpi í fyrsta sinn frá því hann var lagður á sjúkrahús fyrir rúmri viku. Hann kvaðst hafa fengið hjartaáfall en sagði að sér liði nú betur. Hann lýsti því ennfremur yfir að hann hefði fundið leið til að leysa deiluna um uppreisnarhéraðið Tsjetsjníju. Meira
19. júlí 1995 | Forsíða | 381 orð

Bosníuher hótar að nota friðargæsluliða sem skjöld

HERMENN Bosníustjórnar vörðust í gær þungri sókn Bosníu-Serba að griðasvæði Sameinuðu þjóðanna í bænum Zepa og hótuðu að beita fyrir sig úkraínskum friðargæsluliðum, sem þeir tóku í gíslingu í gær, ef Atlantshafsbandalagið gripi ekki til aðgerða. Nú er vika liðin frá því að griðasvæðið í Srebrenica féll og enn sitja Vesturlönd á rökstólum. Meira
19. júlí 1995 | Forsíða | 82 orð

Eistar hafna rússnesku

EISTAR höfnuðu í gærkvöldi umsókn stjórna tveggja héraða, þar sem rússneskumælandi íbúar eru í yfirgnæfandi meirihluta, um að rússneska yrði gerð að opinberu tungumáli. Rúmlega 95% íbúa í Narva og Sillimae í norðausturhluta Eistlands tala rússnesku, en stjórnvöld í Tallinn sögðu að þeir myndu ekki fá undanþágu frá landslögum, Meira
19. júlí 1995 | Forsíða | 109 orð

Franskir útflytjendur uggandi

ÁHYGGJUR franskra útflytjenda, einkum vínframleiðenda, af minnkandi sölu vegna fyrirhugaðra kjarnorkusprenginga franska hersins í Suður-Kyrrahafi aukast dag frá degi. Óttast þeir ekki síst um markaðinn í Japan en þegar er farið að gæta samdráttar í Eyjaálfu. Meira
19. júlí 1995 | Forsíða | 61 orð

Jólasveinar á ströndinni

ÞÁTTAKENDUR frá fimmtán löndum sitja nú 32. heimsþing jólasveina, sem haldið er í Danmörku. Tilkall Finna, sem ákváðu að sniðganga ráðstefnuna, til jólasveinsins hefur valdið deilum á þinginu. Í gær var hins vegar ákveðið að láta allar erjur lönd og leið og héldu rauðklæddir jólasveinar einn og átta á ströndina fyrir utan Kaupðmannahöfn til að njóta blíðviðrisins. Meira

Fréttir

19. júlí 1995 | Landsbyggðin | 156 orð

15 gámar settir upp á Suðurnesjum

Keflavík­Komið hefur verið af stað átaki á Suðurnesjum sem er tilraunaverkefni til söfnunar á pappír til endurvinnslu. Af þessu tilefni kom Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra til Njarðvíkur til að fylgja þessu verkefni úr hlaði. En komið hefur verið upp 15 gámum til söfnunar á pappír víðs vegar um Suðurnes og eru þeir sérstaklega merktir. Meira
19. júlí 1995 | Óflokkað efni | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA BREIÐABLIK -´IBA 12: 0 ´IBV -STJARNAN 0: 1 KR -HAUKAR 5: 0 ´IA -VALUR 2: 3 Meira
19. júlí 1995 | Óflokkað efni | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA FYLKIR -ÞR´OTTUR 1: 1 ´IR -KA 3: 0 STJARNAN 8 6 1 1 17 6 19 FYLKIR 8 5 2 1 16 8 17 Þ´OR Ak. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

4-5% halli á ísfiskveiðum

VEIÐAR skipa sem ísa afla um borð eru reknar með 4-5% halla samkvæmt lauslegu mati Þjóðhagsstofnunar, miðað við rekstrarskilyrði á miðju ári. Rekstrarhallinn er í krónum talinn tæpur einn milljarður króna miðað við heilt ár. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

6,9 millj. fengust upp 359 millj. kr. kröfur

AF 359 króna heildarkröfum í þrotabú Niðursuðuverksmiðjunnar hf. á Ísafirði fengust 6,9 milljónir kr. greiddar við skiptalok. Bú Niðursuðuverksmiðjunnar hf. á Ísafirði var tekið til gjaldþrotaskipta í október 1992. Veðkröfur í búið námu samtals 12,4 milljónum króna. Af þeim greiddust rúmar 6,9 milljónir eða um 56%. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Aðstoðarmaður samgönguráðherra

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur ráðið Ármann Kr. Ólafsson stjórnmálafræðing sem aðstoðarmann sinn. Ármann er Akureyringur, fæddur 17. júlí árið 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Ármann verið framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Nonna og Manna hf. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Af 466,4 millj. fengust 207,4 millj. greiddar

FORGANGSKRÖFUR í þrotabú Hraðfrystihúss Ólafsvíkur fengust greiddar að fullu við búskipti og 41% almennra krafna. Bú Hraðfrystihússins var tekið til gjaldþrotaskipta í júní 1991. Forgangskröfur námu 24,4 milljónum króna og greiddust þær að fullu. Upp í almennar kröfur, sem námu 442 milljónum króna, greiddust rúmar 183 milljónir króna eða 41%. Skiptum lauk 19. júní sl. Meira
19. júlí 1995 | Miðopna | 1018 orð

Aflagjald er undirstaða fiskveiðistjórnunar

STJÓRNVÖLD í Namibíu fylgja markvissri stefnu við uppbyggingu fiskistofna í lögsögu landsins eftir takmarkalausa rányrkju undangenginna ára. Í grein Ómars Friðrikssonarkemur fram að Namibíumenn úthluta aflakvótum til útgerðarfyrirtækja og innheimta aflagjald af hverju tonni. Á arðurinn að standa undir kostnaði við eftirlit með veiðum og hafrannsóknum. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 321 orð

Aldrei kvartað yfir lágu verði

"VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur kvartað yfir ójafnri samkeppnisaðstöðu fyrirtækja sem selja farsíma allt frá því að Póstur og sími fór inn á farsímamarkaðinn," segir Herbert Guðmundsson félagsmálastjóri Verslunarráðs Íslands. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 236 orð

Borgarráð samþykkir opið útboð Rimaskóla

BORGARRÁÐ samþykkti í gær erindi stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar þess efnis að auglýst verði opið útboð vegna 3. áfanga framkvæmda við Rimaskóla. Málinu var vísað til skólamálaráðs til afgreiðslu en ráðið mun íhuga hvenær og með hvaða hætti útboð fari fram. Meira
19. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 295 orð

Chirac viðurkennir aðild Frakka að helförinni

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hefur viðurkennt að Frakkland beri ábyrgð á flutningum á 76.000 gyðingum í útrýmingarbúðir þýskra nasista í síðari heimsstyrjöldinni, að sögn International Herald Tribune. Franskir ráðamenn hafa hingað til neitað því að franska ríkið beri ábyrgð á atburðunum. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 211 orð

Ekkert bendir til hins sama hér

"VIÐ höfum nú þegar óskað eftir upplýsingum um þetta mál frá Bandaríkjamönnum," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra vegna þeirra upplýsinga sem fram hafa komið um kjarnorkuvopn Bandaríkjahers í Thule-herstöðinni á Grænlandi á árunum 1958 til 1965. Meira
19. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Ennþá fátt um ferðamenn

ENN er töluverður snjór á Leirdalsheiði og alls ekki fært í Fjörður. Að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur, sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, hefur af þessum sökum verið fátt um ferðamenn á Grenivík, en um leið og leiðin út í Fjörður opnist fjölgi þeim stórlega. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 209 orð

Farmurfældi hest

STÚLKA meiddist lítilsháttar þegar hún datt af hestbaki um sjöleytið í fyrrakvöld. Óhappið varð við Vesturlandsveg í Kollafirði á móts við bæinn Naustanes þegar flutningabíl á Norðurleið var ekið framhjá. Hluti farms á þaki, járnplötur og eitthvað fleira, mun hafa losnað af og hesturinn fælst við það. Stúlkan kvartaði undan eymslum í öxl og var flutt með einkabíl á slysadeild. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fjölmenni á samkomu Benny Hinn

SAMKOMA bandaríska predikarans Benny Hinn var haldin í Laugardalshöll í gærkvöldi. Að sögn Steindórs Guðmundssonar húsvarðar voru gestir 3.500-4.000, en Laugardalshöllin tekur rúmlega 5.000 manns. Meðal gesta var hr. Ólafur Skúlason, biskup Íslands. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Flugdagur á Blönduósi

FYRSTI flugdagur Flugsmíðar, félags áhugamanna um heimasmíði flugvéla, verður á Blönduósflugvelli 22. júlí kl. 13.30. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá verður: Flug heimasmíðaðra flugvéla, listflug á svifflugu, flugmódelflug, svifdrekaflug, fallhlífastökk, listflug á vélflugu og hringflug. Kynning verður á starfsemi Flugmálastjórnar. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Forsendur þeirra brostnar ef kaupmáttur rýrnar

BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að samtökin muni kanna í haust hvort forsendur kjarasamnings sem var samþykktur í vor sé brostinn. ASÍ var fyrst til að semja í vetur og komið hefur í ljós að þau stéttarfélög sem sömdu síðar fengu meiri hækkanir en félagsmenn ASÍ. Meira
19. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 171 orð

Fórnarlömbin beðin afsökunar

TOMIICHI Murayama, forsætisráðherra Japans, birti í gær yfirlýsingu þar sem hann biðst formlega afsökunar á framferði Japanshers gagnvart konum undirokaðra þjóða í síðari heimsstyrjöld. Talið er að um 200.000 konur, einkum frá Kóreu en einnig Filippseyjum, Indónesíu, Kína og Hollandi, hafi verið neyddar til að gerast kynlífsambáttir hermannanna. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Friðarhlaup til Reykjavíkur

Í ÁR fer fram hið Alþjóðlega friðarhlaup í fimmta sinn, en það er haldið á tveggja ára fresti og fór fyrst fram 1987. Hlaupið verður frá Akureyri til Reykjavíkur, með viðkomu á Ólafsfirði, Hofsósi, Sauðárkróki og Blönduósi. Hlaupið verður út Snæfellsnesið og farið yfir jökulinn. Hlaupið hefst laugardaginn 22. júlí kl. 12.30 á Akureyri, og endar í Reykjavík sunnudaginn 30. júlí kl. 15. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Guðmundur G. Þórarinsson stjórnarformaður Ríkisspítala

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Guðmund G. Þórarinsson, verkfræðing og fyrrverandi alþingismann, stjórnarformann Ríkisspítala, frá 1. ágúst. Guðmundur var stjórnarformaður Ríkisspítala í heilbrigðisráðherratíð Guðmundar Bjarnasonar á árunum 1987 til 1991. Alþingi kýs stjórnarnefnd Ríkisspítala til fjögurra ára. Meira
19. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Gönguferðir í Ólafsfirði

SKÍÐADEILD Leifturs í Ólafsfirði og Ferðamálaráð Ólafsfjarðar gangast fyrir skipulögðum gönguferðum í Ólafsfirði um hverja helgi í sumar. Fyrsta ferðin verður farin laugardaginn 22. júlí. Farið verður með fararstjóra frá Ytri-Á á Kleifum klukkan 11.00. Gengið verður eftir auðfarinni ærslóð yfir í Fossárdal, sem er ysti dalur Ólafsfjarðar. Þangað er um klukkutíma gangur. Meira
19. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 306 orð

Hafnarmálin efst á baugi

Á GRENIVÍK hefjast á næstunni framkvæmdir við hafnargarð, en þar var boðið út verk við að styrkja garðinn og lengja. Að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur, sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, verður garðurinn styrktur og lengdur um 70 metra. Alls bárust 11 tilboð í verkið og mun Völur hf. í Reykjavík annast það. Tilboð Valar hljóðaði upp á 32.788. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 696 orð

Hallfreðar saga í Freudísku ljósi

MARIANNE E. Kalinke hefur komið til Íslands á hverju ári í tíu ár. Hún er prófessor í germönskum málum og samanburðarbókmenntum við Illinois háskóla í Bandaríkjunum og hefur sérstakan áhuga á íslenskum fornbókmenntum. Segir hún Ísland vera sér nokkurs konar orkubrunnur sem henni sé nauðsynlegt að sækja í á hverju sumri til að búa sig undir næsta vetur. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hátíðarhelgi á Ísafirði

HELGINA 21.­23. júlí verður "Hátíðarhelgi" á Ísafirði í tilefni 50 ára afmælis Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. Formaður félagsins er Einar S. Einarsson. Á föstudeginum verður götumarkaður á Silfurtorgi og sigling um Ísafjarðardjúp. Á laugardeginum verður gönguferð um eyrina (á Ísafirði) með leiðsögn. Gönguferðin endar svo í Neðstakaupstað þar sem m.a. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Helgarskákmót í TR

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti um næstu helgi, 21.­23. júlí, og er teflt í félagsheimilinu í Faxafeni 12. Keppnisfyrirkomulag er þannig, að tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar verða með 30 mínútna umhugsunartíma, en fjórar síðari með 1 klst. á 30 leiki og síðan 30 mínútur til viðbótar til að ljúka skákinni. 1. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 465 orð

Hítará að rísa úr öskustónni

ÁGÆTAR göngur hafa verið í Hítará á Mýrum síðustu daga og gefur það fyrirheit um að áin sé loks að rísa úr öldudal síðustu ára. Fyrrum var áin mjög gjöful, en eitthvað hefur verið í ólagi síðustu ár. Líflegar göngur Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 261 orð

Hjólreiðahátíð á Austurlandi

Hjólreiðahátíð var haldin um síðustu helgi á Egilsstöðum og víðar. Verslunin Austfirsku Alparnir stóð fyrir hátíðinni sem fór fram með þrennu lagi. Á laugardag var haldið Íslandsmót í fjallahjólreiðum í Hallormsstaðarskógi. Á sunndag var bikarmót í götuhjólreiðum, hjólað frá Egilsstöðum til Neskaupstaðar, og síðdegis var Fjölskylduhjólreiðakeppni á Egilsstöðum. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

HJÖRDÍS BRAGA SIGURÐARDÓTTIR

HJÖRDÍS Braga Sigurðardóttir, sem búsett var í Aspen í Colorado sl. 35 ár, lést 17. júlí sl., 69 ára að aldri. Hjördís fæddist í Reykjavík 28. maí árið 1926, dóttir hjónanna Guðnýjar Jónsdóttur og sr. Sigurðar Einarssonar. Hjördís gekk í Kvennaskólann og vann við verslunarstörf áður en hún flutti til Aspen í Colorado árið 1960, ásamt eiginmanni sínum Úlfari Skæringssyni. Meira
19. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 330 orð

Hópur landnema vill flytjast á brott

HÓPUR Ísraela segist tala máli mörg hundruð landnema á vesturbakka Jórdanar og í Gólanhæðum þegar hann kveðst reiðubúinn að flytjast á brott frá þessum svæðum ef Ísraelsstjórn muni veita fólkinu fjárstuðning til þess að það geti sest að annarstaðar í Ísrael. Meira
19. júlí 1995 | Landsbyggðin | 125 orð

Húkka hafbeitarlaxa

HAFBEITARLAXAR sem skila sér í laxeldisstöðina Vogavík í Vogum á Vatnsleysuströnd eru sumir illa á sig komnir, með sár inn að hrygg og innyflin út, að sögn Viktors Guðmundssonar, starfsmanns hjá Vogavík. Laxarnir hljóta áverkana í Helguvíkurhöfn, Keflavíkurhöfn og í smábátahöfninni Grófinni í Keflavík en þar hafa þeir komið við á leið sinni til Voga. Meira
19. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 130 orð

Hvatt til lýðræðisþróunar í Búrma

RÁÐHERRARÁÐ Evrópusambandsins samþykkti á dögunum yfirlýsingu í tilefni af því að Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðislegrar stjórnarandstöðu í Búrma, var sleppt úr haldi. EFTA-ríkin studdu einnig yfirlýsinguna með vísan til pólitísks samráðs innan evrópska efnahagssvæðisins. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Hæsta dæmda hryssan kastar folaldi

HIN landskunna hryssa Rauðhetta í Kirkjubæ kastaði rauðblesóttu hestfolaldi í gær. Sonurinn ungi er undan verðlaunastóðhestinum Trostan frá Kjartansstöðum en sá stóð ofarlega á landsmótinu í fyrra með 8,36 í aðaleinkunn. Rauðhetta er hæst dæmda kynbótahryssan á Íslandi fyrr og síðar, og hlaut 8,81 í aðaleinkunn á landsmótinu í fyrra þar af 9,23 fyrir hæfileika. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 370 orð

Iðgjöldin lækkuðu aðeins óverulega

VÁTRYGGINGARIÐGJÖLD vegna þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF- SIFjar, lækkuðu, að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, ekki nema óverulega við það að flytja vátrygginguna frá Sjóvá-Almennum hf. til Nicholson Leslie Aviation (NLA) í nóvember 1993. Meira
19. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 197 orð

Íhuga að hætta greiðslum til fórnarlamba Banda

Íhuga að hætta greiðslum til fórnarlamba Banda Blantyre, Malaví. The Daily Telegraph. MIKILL vandi blasir við nýrri ríkisstjórn í Malaví vegna kröfu þúsunda Malavíbúa um bætur sökum pyntinga og fangelisvistar sem þeir sættu er dr. Hastings Banda var við völd. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Jón Ingi Einarsson formaður Viðlagatryggingar

BÚIÐ er að mynda nýja stjórn Viðlagatryggingar Íslands en iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Jón Inga Einarsson skólastjóra Laugalækjarskóla, formann nefndarinnar. Kjörin af Alþingi í stjórn eru Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Keflavík, Hrafnkell A. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Keppa í ólympíukeppninni í stærðfræði

FJÓRIR íslenskir unglingar taka þátt í alþjóðlegu ólympíukeppninni í stærðfræði í Kanada 19.­20. júlí. Keppendur eru: Einar Guðfinnsson, Menntaskólanum í Reykjavík, Georg Lúðvíksson, Menntaskólanum í Reykjavík, Hannes Helgason, Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Kári Ragnarsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Lárus H. Meira
19. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Kvíarstæðið senn tilbúið

ÞESSA dagana er unnið að frágangi kvíarstæðisins þar sem hinni nýju flotkví Akureyrarhafnar verður komið fyrir, norðan við hús Slippstöðvarinnar nyrst á Oddeyri. Verið er að ganga frá festingum fyrir flotkvína, en það er fyrirtækið Stapar hf. í Mosfellsbæ sem vinnur að því að reka niður mikil stálrör, sem flotkvíin verður fest í. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 802 orð

Köldu vori og rysjóttu sumri kennt um Talsvert minni garðplöntusala hefur verið norðanlands í sumar en áður og fór sala síðar af

DREGIÐ hefur úr sölu út á land, einkum til Norður- og Vesturlands, og eru dæmi þess að unglingum í sumarvinnu hjá garðplöntufyrirtækjum hefur verið sagt upp störfum. Svo virðist að smærri og nýrri fyrirtæki fari verr út úr slæmu árferði en rótgróin eða stór fyrirtæki, en þess ber að geta að samkeppni í greininni hefur aukist verulega undanfarin ár. Meira
19. júlí 1995 | Miðopna | 1598 orð

Laxveiðin sums staðar mun meiri en spáð var

Vorið kom seint í ár og veturinn var venju fremur harðskeyttur og vildi helst aldrei víkja. Flest í náttúrunni er háð árferði á einn eða annan hátt og áhugamenn um laxveiði vissu í hvað stefndi er vorið og sumarkoman létu á sér standa. Guðmundur Guðjónsson skoðaði ástand og horfur í laxveiðimálum á landinu. Meira
19. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Listasumar

Bak við hina bláu jökla... KVÖLDSTUND í Davíðshúsi undir heitinu "Bak við hina bláu jökla er brúðurin hans" hefst klukkan 21.00 í kvöld. Þar flytja Hólmfríður Benediktsdóttir söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari dagskrá í tali og tónum og fjalla um konur í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi Gítartónleikar Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 178 orð

Margt hægt að lesa úr beinum

FORNLEIFANEFND Íslands hefur heimilað bandarískum fornleifafræðingum uppgröft á þremur stöðum í Mosfellsdal. Vonast er til að fornleifafræðingarnir, sem væntanlegir eru í haust, varpi ljósi á þætti er tengjast félagsgerð og líkamlegu ástandi Íslendinga á miðöldum. Meira
19. júlí 1995 | Landsbyggðin | 163 orð

Markaðsdagur á Selfossi

Selfossi-Mikil umferð var um hlöðin á Selfossi síðastliðinn laugardag þegar haldinn var markaðsdagur með tilheyrandi uppákomum. Í hvert sinn sem haldinn er markaðsdagur á Selfossi fylgja ýmsir viðburðir sem lífga upp á stemmninguna. Þetta kann fólk greinilega að meta og þá ekki síst börnin sem láta sig ekki vanta þegar íspinnar eða svaladrykkir eru í boði. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 297 orð

Málshöfðun gegn ríkinu undirbúin

SKRIFSTOFA jafnréttismála hefur lýst eftir karli til að höfða mál gegn fjármálaráðuneytinu vegna þess kynjamisréttis sem skrifstofan telur ríkja varðandi töku fæðingarorlofs. Sigurður Torfi Guðmundsson, bústjóri Tilraunastöðvarinnar á Keldum, hefur gefið sig fram og er hann um þessar mundir að undirbúa kæruna. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Morgunblaðið/Golli

Morgunblaðið/Golli Ráðherra fylgist með þyrlu að störfum BANDARÍSK herþyrla var í Skaftafelli í gær, í tengslum við heræfinguna sem nú stendur yfir, og var þyrlan notuð við að flytja 200 malarsekki á fellið þar sem leggja á göngustíga. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Morgunblaðið/RAX Fuglaskoðun í Eyjum

Bjargveiðimenn í Álsey í Vestmannaeyjum voru í gær önnum kafnir við fuglaskoðun og rannsóknir, en á þessum tíma ársins er í mörg horn að líta hjá þeim. Dytta þarf að húsum, flesum og bringjum, bjargfestum og svo er að bregða háfi á loft og matseldin tekur sinn tíma, talstöðvaspjall og jóraspjall í veiðihúsum. Á myndinni eru veiðimenn að rannsaka lunda, f.v. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Námskeið um norræna söguvitund

NORRÆNA félagið og sögukennarafélagið halda námskeið í Norðurlandasögu fyrir sögu- og samfélagsfræðikennara dagana 24.-26. ágúst á vegum Endurmenntunarstofnunar. Sérstakur gestakennari, Christer Kärlegaard lektor í kennaraháskólanum í Malmø, mun flytja fyrirlestur um þessi efni en hann hefur skrifað fjölda bóka um evrópska og norræna vitund. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Níu sækja um prestaköll og stöður

UMSÓKNARFRESTUR um þrjú laus prestaköll og tvær stöður við biskupsembættið er útrunninn. Um Bjarnanesprestakall í Skaftafellsprófastsdæmi sækja, séra Hannes Björnsson sóknarprestur á Patreksfirði, séra Jón Hagbarður Knútsson í Reykjavík og séra Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur í Grundarfirði. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 287 orð

Notkun farsíma bönnuð á Landspítalanum

NOTKUN farsíma hefur verið bönnuð tímabundið í öllum byggingum Landspítalans. Þórður Helgason, forstöðumaður eðlisfræði- og tæknideildar Ríkisspítalanna, segir að bannið gildi á meðan ekki sé nákvæmlega ljóst hvaða áhrif símtækin hafi á lækningatæki. Meira
19. júlí 1995 | Landsbyggðin | 250 orð

Nýr veitingastaður í Sandgerði

Sandgerði­Anton Narvaéz hefur opnað nýjan veitingastað í Sandgerði. Hann keypti gamalt hús í hálfgerðri niðurníðslu, sem áður hýsti t.d. vélsmiðju, fiskverkun og snókerstofu. Hann gerði húsið upp að utan sem innan og innréttaði það í suður- amerískum stíl, en Anton er einmitt ættaður frá Chile. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Óli og Óli

18. ALHEIMSMÓT skáta verður haldið í Hollandi dagana 1.­11. ágúst nk. Að beiðni mótshaldara verður starfsemi skáta í björgunarstörfum kynnt, en frá því 1932 hafa hjálparsveitir skáta sinnt björgunarstörfum á Íslandi. Erlendis er það óvenjulegt að skátar í sjálfboðaliðsstarfi sjái um björgunarstörf þar sem venjan er að her eða aðrir opinberir aðilar þjóni þessum þætti. Meira
19. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 360 orð

Rússar vilja aðild að WTO

RÚSSAR hafa sótt um aðild að WTO, Alþjóðaviðskiptastofnuninni, og leggja áherslu á, að afgreiðslunni verði hraðað. Flestir búast þó við, að það muni taka allt að tvö eða þrjú ár og japanski fulltrúinn hjá WTO sagði, að "himinn og haf" skildu enn á milli umsóknarinnar og aðildarinnar. Meira
19. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 185 orð

Santer lýsir ánægju með sigur Majors

FORSETI framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jacques Santer, lét þau orð falla í viðtali við þýzka blaðið Börsenzeitung í gær, þriðjudag, að staðfesting Johns Majors í formannssæti brezka Íhaldsflokksins væri góðs viti fyrir framhald viðræðnanna um hina sameiginlegu evrópsku mynt og þátttöku Breta í þeim. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Stakk af á ofsahraða

LÖGREGLA veitti eftirtekt bifhjóli sem ekið var á ofsahraða eftir Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku í fyrrakvöld. Lögreglumenn hófu þegar eftirför en þegar ökumaður bifhjólsins varð þess var jók hann hraðann og reyndi að komast undan. Um tíma var lögreglubílnum ekið á 180 km hraða en samt dró í sundur með honum og hjólinu. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 435 orð

Stikkprufukönnun á íbúaskráningu ákveðin

NÝJUSTU tölur yfir þróun íbúafjölda í Kópavogi hafa vakið upp þann grun, að margir sem búa í bænum séu ekki skráðir þar til heimilis. Bæjarstjórn Kópavogs hefur brugðizt við þessu með því að ákveða að gera stikkprufukannanir á skráningu íbúa á vissum svæðum í bænum. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Stjórnvöld hóta að kæra Norðmenn til EFTA

ÍSLENSK stjórnvöld hyggjast kæra norsk stjórnvöld fyrir EFTA-dómstólnum láti þau ekki af þeirri stefnu sinni að meina íslenskum skipum sem eru við veiðar í Smugunni að leita eftir þjónustu í Noregi. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sumarhátíð SÁÁ í Galtalækjarskógi um næstu helgi

SUMARHÁTÍÐIN "Úlfaldinn 95" verður haldinn í Galtalækjarskógi helgina 21.­23. júlí næstkomandi á vegum SÁÁ. Þetta er í annað skipti sem SÁÁ stendur að þessari útihátíð. "Úlfaldinn 95" er opinn öllum sem vilja njóta útiveru og félagsskapar án vímuefna. Sumarhátíðin er haldin á svæði templara í Galtalækjarskógi. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 256 orð

Takmarkaður opnunartími í íbúðabyggð

NEFND, sem skipuð var á síðasta ári af borgarráði til úrbóta í vínveitingamálum, lagði nýverið fram tillögur sínar til borgarráðs. Í þeim kemur m.a. fram að ráðið skuli beina þeim tilmælum til dómsmálaráðuneytis og lögreglustjóra að einungis verði heimilt að veita vínveitingastöðum í íbúðabyggð afgreiðsluleyfi til kl. 23.30 virka daga og til kl.01.00 um helgar. Meira
19. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 197 orð

Tefldu um veg yfir Lágheiði

Á DAGSKRÁ afmælishátíðar í Ólafsfirði á laugardaginn var var skákkeppni þar sem Halldór Blöndal samgönguráðherra og Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæjarstjórnar tefldu. Um það var rætt fyrir keppnina að þeir ætluðu að tefla um veg yfir Lágheiði. Ef Halldór tapaði ætti hann að sjá til þess að nýr vegur yrði lagður. Meira
19. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Timo Korhonen á gítarhátíð

GÍTARHÁTÍÐ á Akureyri hefst með tónleikum í Akureyrarkirkju í kvöld. Aðalkennari Gítarhátíðar, Timo Korhonen frá Finnlandi, leikur á þessum tónleikum. Gítarhátíð á Akureyri er jöfnum höndum gítarnámskeið (Master Class) og röð fimm tónleika þar sem megináhersla er lögð á að flytja gítartónlist af margvíslegu tagi. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Tímabil kvöld- og helgartaxta lengt

GERÐAR verða breytingar á gjaldflokkum Pósts og síma vegna símtala í GSM-farsímakerfinu frá og með 1. ágúst nk. Tímabil kvöld- og helgartaxta, lægri gjaldflokks í GSM-kerfinu, verður lengt en tímabil dagtaxta, hærri gjaldflokks, stytt að sama skapi. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Tívolí við höfnina

TÍVOLÍ opnaði síðastliðinn föstudag við Reykjavíkurhöfn og verður hér á landi út mánuðinn. Þar er boðið upp á margvíslega skemmtun, þar á meðal hringekju, þeyti, sjóræningjaskip og Parísarhjól. Það eru Bretar sem standa fyrir tívolíinu, en þeir hafa sett það upp á hafnarbakkanum undanfarin fjögur ár. Meira
19. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 228 orð

Túnis gerir samning við ESB

TÚNIS varð á mánudag fyrst ríkjanna við sunnanvert Miðjarðarhaf til að ná samkomulagi við ESB um efnahagssamvinnu, sem litið er á sem fyrsta áfanga í átt að fríverzlunarsamningi. Utanríkisráðherra Túnis, Habib Ben Yahia, sagði við undirritun samkomulagsins í Brussel, að það væri næsta skrefið í viðleitninni til að opna markaðinn og koma á meiru frjálsræði í efnahagslífi lands síns. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Tvíburamót

DAGANA 15.­16. júlí var haldin fjölskylduhátíð í Logalandi, Borgarfirði. Þetta var árleg útilega Tvíburafélagsins. Saman voru komnar fjölskyldur sem allar áttu tvíbura. Margt var sér til gamans gert, t.d. reiptog, pokahlaup og aðrir leikir en hápunkturinn fyrir börnin var pylsuveisla og poppveiðitúr. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Týnd pyngja

COLIN Richards, formaður Alþjóða víkingasambandsins, hefur haft samband við Morgunblaðið og beðið um að lýst verði eftir pyngju sem hann týndi þegar hann var á víkingahátíðinni í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 348 orð

Undanþágureglur settar um víkingaskip í Noregi

NORSKA siglingamálastofnunin gaf hinn 5. júlí síðastliðinn út bráðabirgðafyrirmæli til skipaeftirlitsins þar í landi um undanþágur frá gildandi kröfum um útgáfu haffærisskírteina eða siglingarleyfa vegna takmarkaðra farþegaflutninga. Meira
19. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 385 orð

Vangaveltum um mynd af Jeltsín vísað á bug

TALSMENN Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sögðu í gær ekkert hæft í vangaveltum um að ljósmynd af forsetanum, sem sögð er hafa verið tekin eftir að hann var fluttur á sjúkrahús vegna hjartakvilla, hefði í reynd verið tekin fyrir rúmum þrem mánuðum. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Vinstri beygja við Álfabakka

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að gerð vinstri beygju frá Reykjanesbraut að Álfabakka. Samþykktin er í samræmi við sameiginlega niðurstöðu viðræðunefndar borgarráðs um málefni Mjóddarinnar. Það var Framfarafélagið í Mjódd sem fyrir hönd rekstraraðila þjónustu- og verslunarfyrirtækja og eigenda atvinnuhúsnæðis á svæðinu sem lagði beiðnina fyrir ráðið. Meira
19. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 731 orð

Yfir 120 ökumenn kærðir eða áminntir

LÖGREGLUMENN þurftu um helgina að hafa afskipti af 56 ölvuðum einstaklingum er ekki kunnu fótum sínum forráð. Meiðsli á fólki urðu í 6 tilvikum. Tuttugu og fimm ökumenn, sem lögreglumenn stöðvuðu í eftirliti, eru grunaðir um ölvunarakstur. Kæra þurfti 61 ökumann fyrir að aka of hratt um götur borgarinnar og jafnframt veita 44 öðrum áminningu af þeim sökum. Meira
19. júlí 1995 | Óflokkað efni | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Þegar Kristinn var búinn að jafna sig eftir hlaupið sagði hann blaðamanni að tvær stelpur hefðu heitið á hann fyrrgreindri máltíð ef hann ynni hlaupið. Annars hafði Kristinn í nógu að snúast á landsmótinu. Meira

Ritstjórnargreinar

19. júlí 1995 | Leiðarar | 694 orð

KRÓNUR OG AURAR LÍF OG HEILSA

LeidariKRÓNUR OG AURAR LÍF OG HEILSA FGREIÐLUMÁTI heilbrigðisgeirans á brýnni þörf hjartasjúlkinga á biðlista eftir hjartaaðgerðum er embættismönnum og stjórnmálamönnum til háborinnar skammar. Meira
19. júlí 1995 | Staksteinar | 344 orð

Pólitísk forsjá fjármagns

"ÍSLENZKT fjármagnskerfi hefur lengi verið undir pólitískri forsjá," segir í Vísbendingu. "Ýmsar hömlur hafa verið á viðskiptum eða þau verið undir beinni stjórn pólitíkusa, t.d. vextir, en einnig hefur stór hluti fjármagnskerfisins, bankar og sjóðir, verið í opinberri eigu." Fjármunir glutrast niður Meira

Menning

19. júlí 1995 | Menningarlíf | 45 orð

Af skáldkonum Íslands ­ brotabrot

Í KVÖLD kl. 20.30 verður öðru sinni dagskrá í Norræna húsinu í umsjá Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu, þar sem kynntur verður skáldskapur eftir nokkrar efnilegustu ungu skáldkonur Íslands. Dagskráin verður flutt á íslensku og sænsku. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Meira
19. júlí 1995 | Menningarlíf | 99 orð

Áfram veginn í Ísafold

NÝLEGA opnaði Grafíkfélagið Áfram veginn verkstæði og sölugallerí að Þingholtsstræti 5, á 3. hæð, í Eldgömlu Ísafold, þar sem áður var Ísafoldarprentsmiðja. Í þessu húsi er nú verið að byggja upp miðstöð listsköpunar, hönnunar og handverks. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 144 orð

Ber Grant vitni?

DIVINE Brown, vændiskonan fræga, ætlar að lýsa yfir sakleysi sínu þegar mál hennar verður tekið fyrir dómstóla næstkomandi þriðjudag. Sem kunnugt er flæktist hún nýlega í ósiðlegt athæfi með breska leikaranum Hugh Grant. Nú gæti svo farið að Hugh yrði að bera vitni gegn Brown. Víst er að ef svo verður munu réttarhöldin verða fjölmiðlamatur í meira lagi. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 110 orð

Bon Jovi kemur á óvart

IÐNAÐARROKKARINN Jon Bon Jovi hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir kvikmyndaleik, en hann lék nýlega í fyrstu mynd sinni, sem ber heitið "Moonlight & Valentino". Bon Jovi leikur tilfinninganæman húsamálara sem fær ekkju til að halda lífinu áfram eftir að eiginmaður hennar deyr. Jon hefur komið gagnrýnendum á óvart með frammistöðu sinni í myndinni og fengið mikið lof frá þeim. Meira
19. júlí 1995 | Menningarlíf | 203 orð

Bretar syrgja Sir Spender

SIR Stephen Spender, eitt virtasta skáld Bretlands á þessari öld, lést á sunnudag á sjúkrahúsi í London, 86 ára. Spender, sem lét sig hinar ýmsu bókmenntagreinar varða, var hjartveikur síðustu árin. Hann vann að bók um æskuár sín er hann lést, auk þess sem hann las ljóð sínn inn á band. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 86 orð

Brosnan leitar hinnar einu réttu

BRESKI leikarinn Pierce Brosnan, sem leikur James Bond í nýjustu Bond-myndinni, Gullauga eða "Goldeneye", hefur átt margar vinkonur síðastliðið ár. Hann hefur margoft sagt í viðtölum að hann leiti hinnar einu sönnu og vilji gjarnan eignast mörg börn. Nýjasta kærasta Brosnans heitir Keely Shaye- Smith og nýlega dvöldu þau í Malibu yfir helgi. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Busey djúpt sokkinn

DÓMARI við dómstól í Los Angeles segist ætla að fella niður ákærur á hendur leikaranum Gary Busey ef hann fer í tveggja ára meðferð við fíkniefnavanda sínum. Busey tók of stóran skammt af kókaíni í maímánuði síðastliðnum. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 56 orð

Cantona reynir fyrir sér í kvikmyndum

ÞAÐ fór aldrei svo að knattspyrnukappinn Eric Cantona hæfi ekki kvikmyndaleik. Hann lék nýlega í frönsku myndinni Hamingjan býr í enginu, sem Etienne Chatiliez leikstýrir. Eric leikur ástfanginn rúgbíleikara, Lionel að nafni. Meðal annarra, sem leika með honum í myndinni, er franska leikkonan Sabine Azerna, sem fáir Íslendingar kannast við. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 360 orð

Ekki gjafmildur á bros

HANN er 46 ára gamall og var fyrsti leikarinn sem fékk verðlaun í Cannes fyrir aukahlutverk. Hann hefur verið kvæntur sömu konunni í 25 ár og telst það til tíðinda í Hollywood, borg skammvinnra hjónabanda. Kvikmyndin Pulp Fiction eftir Quentin Tarantino ritaði nafn hans skýrum stöfum í kvikmyndasöguna. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 66 orð

Frægt fólk í Simpsonþáttunum

ÞAÐ verður enginn skortur á frægum röddum í Simpson þáttaröðinni sem byrjað verður að sýna í Bandaríkjunum á næstunni. Mickey Rooney og McCartneyhjónin leika sjálf sig, auk þess sem Glenn Close mun ljá móður Hómers rödd sína. Linda og Paul McCartney munu gefa Lísu Simpson ráð þegar hún ákveður að gerast grænmetisæta. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 35 orð

Gere í Rússlandi

RICHARD Gere gefur rússneskum aðdáanda eiginhandaráritun, en Gere er þessa dagana staddur í Moskvu í tilefni kvikmyndahátíðar þar í borg. Gere er formaður dómnefndar þessarar alþjóðlegu hátíðar sem stendur yfir í 10 daga. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 50 orð

Graf heldur tískusýningu

TENNISSTJARNAN Steffi Graf hefur verið í fréttum nýlega vegna skattamála. Hún lætur það ekki á sig fá. Í gær hélt hún tískusýningu í Berlín. Hér sést hún ásamt fyrirsætum kynna nýjustu "Steffi Graf-tískuna". Hún tók þátt í að hanna fatnaðinn, sem verður settur á markað næstkomandi vor. Meira
19. júlí 1995 | Menningarlíf | 149 orð

Hádegistónar í Hallgrímskirkju

Á FIMMTUDÖGUM og laugardögum eru orgeltónar á hádegi í Hallgrímskirkju. Á morgun er það Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti, sem leikur kl. 12­12.30. Efnisskrá hans skiptist í tvennt. Annars vegar leikur hann sálmaforleik eftir Bach, meðal annars þrjá mismunandi sálmaforleiki við sálminn Hver sem ljúfan Guð lætur ráða. Meira
19. júlí 1995 | Tónlist | 586 orð

Í gömul fingraför

Thierry Mechler leikur verk eftir J.S. Bach, Vidor, Vierne, Tournemire, Andres og leikur af fingrum fram.Sunnudagurinn 16. júlí 1995. "SUMARKVÖLD við orgelið" var að þessu sinni uppfært af frönskum orgelleikara, Thierry Mechler (f. 1962). Hann hóf tónleikana á "dórisku" tokkötunni og fúgunni (BWV 538), eftir J.S. Bach. Meira
19. júlí 1995 | Menningarlíf | 113 orð

Íslenskar fléttur

NORRÆNA húsið í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands hefur sett upp sýningu á íslenskum fléttum í anddyri Norræna hússins. Sýndar eru um 40 tegundir af runnafléttum, blaðfléttum og hrúðurfléttum. Lifandi eintök eru af nokkrum tegundum, af öðrum eru sýndar litmyndir. Ýmsar upplýsingar um tegundirnar fylgja. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 80 orð

Janet ritskoðuð

JANET Jackson verður að breyta umslagi plötu sinnar, "Janet", ef hún vill setja hana á markað í Singapore. Kvikmyndaeftirlit Singapore hefur gert athugasemdir við umslagið, sem sýnir Janet bera að ofan og tvær karlmannshendur hylja brjóst hennar. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Jósep frumsýndur

SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór fram frumsýning á söngleiknum Jósep og hans undraverða skrautkápa í Tjarnarbíói. Það er Ferðaleikhúsið sem stendur að þessari uppfærslu á fyrsta söngleik Andrews Lloyds Webbers og Tims Rice. Fjölmennt var og voru þessar myndir teknar í hléi. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Kirk skrifar skáldsögu

GAMLA goðsögnin Kirk Douglas var að gefa út skáldsöguna Síðasti tangó í Brooklyn, eða "Last Tango in Brooklyn". Kirk vonast til að hún seljist eins og heitar lummur. Eiginkona hans, Anne, er að minnsta kosti afar ánægð með ritverk eiginmanns síns og segir bókina vera þá bestu sem hún hafi lesið hingað til. Annars finnst hjónunum gott að slappa af yfir stafakrossgátu annað veifið. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 39 orð

Liam og Natasha eignast son

ÍRSKI leikarinn Liam Neeson, sem nýlega lék í hálandamyndinni "Rob Roy", og kona hans, leikkonan Natasha Richardson, eignuðust fyrsta barn sitt fyrir skömmu. Það var drengur og var honum gefið nafnið Micheál Richard Antonio. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 251 orð

Margt er skrýtið í kýrhausnum

MEL Blanc, sem ljáði Kalla kanínu rödd sína, hafði ofnæmi fyrir gulrótum. Í Alaska er ólöglegt að sjá elg út um glugga flugvélar. Karli IV konungi Frakklands var meinilla við að ferðast með hestvögnum. Karl var sannfærður um að hann sjálfur væri gerður úr gleri og var hræddur um að hristingurinn bryti hann. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 51 orð

Ný rokksveit

MARC Appleton, söngvari hljómsveitarinnar Blueburn, þykir vera með eindæmum líkur rokkgoðinu David Bowie. Blueburn er ný rokksveit sem gagnrýnendum þykir lofa góðu. Nýjasta smáskífa sveitarinnar heitir "Got To Know You". "Flest lögin okkar eru þrungin tilfinningum," segir Appleton.Um þessar mundir er hljómsveitin að spila á ýmsum stöðum í Lundúnum. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 80 orð

Palminteri illskeyttur

LEIKARINN og leikskáldið Chazz Palminteri hefur tekið að sér aðalhlutverk kvikmyndarinnar Djöfullegur, eða "Diabolique", en upptökur á henni eru í þann mund að hefjast. Hann leikur fjöllyndan skólastjóra sem eiginkona (Sharon Stone) og hjákona (Isabelle Adjani) hyggjast myrða. Kathy Bates leikur lögreglukonu sem reynir að leysa málið. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 179 orð

Sinéad ófrísk

ÍRSKA söngkonan Sinéad O'Connor hefur neyðst til að hætta þáttöku sinni í "Lollapalooza" tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum. Stúlkan er ólétt og átti í erfiðleikum með söng vegna stöðugrar ógleði. Hitabylgjan sem nú skelfir Bandaríkjamenn gerði hlutina ekki léttari. "Hitinn er mér óbærilegur. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 123 orð

Sjö

MORGAN Freeman og Brad Pitt leika í spennumyndinni Sjö, eða "Seven", sem væntanleg er í kvikmyndahús Bandaríkjanna í september. Þeir leika lögreglumenn sem hafa það hlutverk að koma í veg fyrir að fjöldamorðingi fremji sjöunda morðið sitt. Handritshöfundur er Andrew Kevin Walker. Hann segir að lögreglumennirnir, sem Pitt og Freeman leika, séu ólíkir. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 55 orð

Slater og Paxton í nýrri spennumynd

CHRISTIAN Slater og Bill Paxton hafa ákveðið að leika í spennumynd sem enn hefur ekki fengið nafn en fjallar um frönsku útlendingahersveitina. Handritshöfundar eru Stephen Cromwell og Nick Paine. Umboðsmaður Paxtons segir að áhugi umbjóðanda hans á útlendingahersveitunum hafi orðið til þess að hugmyndin að kvikmyndinni kviknaði. Meira
19. júlí 1995 | Myndlist | 550 orð

Stafræn minning

Opið kl. 14-18 alla daga til 30. júlí. Aðgangur ókeypis SEGJA má að ungt myndlistarfólk sem er að hefja sinn feril standi frammi fyrir tveimur meginkostum varðandi hvert það vill leita í sinni listsköpun: Að fylgja í fótspor sinna kennara og starfa í anda þess sem nefna má hina akademísku list hvers tíma, eða kasta kennslunni fyrir róða og hasla sér eigin völl, Meira
19. júlí 1995 | Menningarlíf | 606 orð

Sumartónleikar á Norðurlandi í níunda sinn

Að þessu sinni hefjast Sumartónleikar á Norðurlandi eilítið seinna en verið hefur og tónleikaraðirnar verða fjórar, þ.e.a.s. um fjórar helgar í stað fimm áður. Meginástæða þess er hin viðamikla viðgerð sem fram fer á orgelinu í Akureyrarkirkju, sem er og hefur verið eins konar þungamiðja tónleikahaldsins. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 61 orð

Sunde á grænni grein

TRÚBADORINN sterki, Øystein Sunde, hafði ágætis tekjur á síðastliðnu ári, enda seldist nýjasta plata hans vel. Plötufyrirtæki Øysteins, "Spinner Records A/S", halaði inn alls 40 milljónir íslenskra króna árið 1994. Fyrirtækið á hann ásamt konu sinni, Guðrúnu Grydeland, og skömmtuðu þau sér 1,5 milljónir íslenskra króna í laun. Eins og allir vita er Øystein af norsku bergi brotinn. Meira
19. júlí 1995 | Menningarlíf | 132 orð

Sverrir Haraldsson sýnir í Heklumiðstöðinni

OPNUÐ hefur verið í Heklumiðstöðinni Brúarlundi í Landsveit málverkasýning þar sem getur að líta sýnishorn af verkum Sverris Haraldssonar, bónda og listmálara í Selssundi á Rangárvöllum. Á sýningunni eru 6 málverk, olía á striga, sem flest eru unnin nú nýverið. Sýningin er á kaffistofu miðstöðvarinnar, en þar er jafnframt sýnd kvikmynd um eldjfallið. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 245 orð

Sönn ást

ÁSTIN á sér engin landamæri. Bernadina Bracamontez, 15 ára stúlka, er ástfangin í fyrsta skipti. Sá heppni heitir Scotty Wolfe og er 71 ári eldri, eða 86 ára. Brúðkaupið fer fram á næstunni. Scotty á 28 hjónabönd að baki, en Bernadina kærir sig kollótta. "Ég elska Scotty. Mér er alveg sama hversu mörg hjónabönd hann á að baki. Þrátt fyrir að ég sé 29. eiginkona hans er hann 1. Meira
19. júlí 1995 | Menningarlíf | 158 orð

Tervakoskikórinn í Ýdölum

Laxamýri. Morgunblaðið. EFTIR þriggja daga dvöl finnska karlakórsins frá Tervakoski efndi karlakórinn Hreimur til kvöldvöku og sameiginlegra tónleika í Ýdölum. Karlakórsmenn höfðu ferðast víða um Þingeyjarsýslur enda var verið að endurgjalda heimsókn Hreimsmanna til Finnlands á sl. ári. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 27 orð

Tívolíið mætt

TÍVOLÍIÐ er komið í bæinn. Síðastliðið föstudagskvöld opnaði tívolíið á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Að venju fengu tívolímenn góðar viðtökur, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 126 orð

Útför ekkju Brezhnevs

VIKTORÍA Brezhneva, ekkja Sovétleiðtogans sáluga, var borin til grafar í Moskvu um helgina. Prestur úr rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni jarðsöng hana, en slíkar athafnir hefðu ekki tíðkast í valdatíð eiginmanns hennar, Leoníds Brezhnevs. Brezhneva lést á þriðjudag af sykursýki. Hún var 87 ára gömul. Meira
19. júlí 1995 | Tónlist | 412 orð

Við orgelið

15. júlí ÞRIÐJA tónleikahelgi Sumartónleikanna í Skálholtskirkju hófst á einu Passakalíu Bachs, en það virðist hafa verið eins konar kækur Passakalíuhöfunda að skrifa bara eina slíka og sú þá orðið vinsæl á tónverkaskrám, Buxthehude, Bach, Páll. Líklega er orgelið í Skálholtskirkju of raddafátækt fyrir Passakalíu Bachs, a.m.k. Meira
19. júlí 1995 | Menningarlíf | 200 orð

Vættir landsins

TRÚIN á álfa, huldufólk og drauga ýmiskonar hafa fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar og enn þann dag í dag virðast menn taka slíkum verum sem sjálfsögðum í umræðum sín á milli. Sigurður Grímsson kvikmyndagerðarmaður hefur gert heimildarmyndina "Vættir landsins" um þetta efni. Meira
19. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 114 orð

Williams hættir í Take That

TÁNINGAGOÐIÐ Robbie Williams hefur tilkynnt úrsögn sína úr hljómsveitinni Take That. Take That hefur verið ein vinsælasta hljómsveit Bretlands síðustu ár og átt sex topplög á breska vinsældalistanum í röð. "Við skiljum í algjörri vinsemd. Mér finnst bara að tími sé kominn til að ég reyni fyrir mér einn míns liðs," sagði Robbie, sem er 21 árs gamall. Meira

Umræðan

19. júlí 1995 | Aðsent efni | 862 orð

Athugasemdir varðandi bókina Indæla Reykjavík

Í tilefni af grein Helga Þorsteinssonar í Morgunblaðinu 7. þ.m. um bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings, Indæla Reykjavík, leyfi ég mér að stinga niður penna. Ég hafði fyrir útkomu Morgunblaðsgreinarinnar blaðað í bókinni og varð satt að segja undrandi á þeim villum og misskilningi sem í henni er að finna varðandi þann litla hluta byggðarinnar sem ég og kona mín þekktum sérstaklega til á Meira
19. júlí 1995 | Aðsent efni | 550 orð

Bætur til stúlkunnar voru dæmdar jafnháar og verið hefði í tilviki pilts

VEGNA fjölmiðlaumræðu sem átt hefur sér stað um forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. júní sl. í máli ungrar stúlku sem dæmdar voru bætur vegna afleiðinga umferðarslyss viljum við undirritaðir lögmenn stúlkunnar koma að eftirfarandi athugasemdum. Meira
19. júlí 1995 | Velvakandi | 501 orð

Ferðamaður fótbrotnar

NÍRÆÐ kona fótbrotnaði. Henni varð fótaskortur á göngustíg við Dettifoss. Hún kom að fossinum í hópi ferðamanna, undir leiðsögn. Fararstjórinn vakti athygli á slysinu. Hann átaldi harðlega þá sem bera ábyrgð á því að fólk fer að fossinum, því aðkoman væri varasöm og til skammar. Fararstjórinn taldi réttast að fella skoðunarferðir að Dettifossi úr ferðaáætlunum. Meira
19. júlí 1995 | Aðsent efni | 38 orð

Ferhyrningar

HVERJIR þessara stórmerkilegu ferhyrninga eru eins? Gefið ykkur allan þann tíma sem þið þurfið hvert og eitt. Ef þið eruð ekki alveg viss, er kannski svar að finna einhvers staðar annars staðar í Myndasögunum. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Meira
19. júlí 1995 | Velvakandi | 323 orð

Hveraleirinn er dýrmætt efni

ÍSLENSKI hveraleirinn er sjaldgæft og dýrmætt efni í náttúru Íslands. Sannað er að hann hefur ýmis jákvæð áhrif á húðina, en hann mýkir og hreinsar hana. Auk þess er hann sótthreinsandi og virkur á móti gelgjubólum og maurakláða. Hann hefur verið notaður í leirböð um nokkurt skeið við Leirböðin í Laugardalslaug. Meira
19. júlí 1995 | Velvakandi | 35 orð

Kveðja til Helga Sæm Jóni úr Vör: Vondsleg okkar veröld er, vá sem fyrr í kvöldsins skini. Helgi minn, ég þakka þér, að þig hef

Kveðja til Helga Sæm Jóni úr Vör: Vondsleg okkar veröld er, vá sem fyrr í kvöldsins skini. Helgi minn, ég þakka þér, að þig hef ég lengi átt að vini. JÓN ÚR VÖR, Fannborg 7, Kópavogi. Meira
19. júlí 1995 | Aðsent efni | 1134 orð

Kvennaráðstefnan í Kína

Í BYRJUN september hefst fjórða kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kína. Ráðstefnan verður í tvennu lagi eins og hinar fyrri. Annars vegar verður opinber ráðstefna þar sem fulltrúar ríkisstjórna ganga frá nýrri framkvæmdaáætlun sem ætlað er að bæta stöðu kvenna, Meira
19. júlí 1995 | Velvakandi | 434 orð

LENSKT mál nefnist þáttur í morgunútvarpi Ríkisútvarpsin

LENSKT mál nefnist þáttur í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins sem Víkverji hlustar gjarnan á, þegar hann hefur tækifæri til. Í gærmorgun var þátturinn í umsjón Baldurs Sigurðssonar og framan af þætti gat Víkverji alls ekki áttað sig á því hvert umsjónarmaður stefndi með upptalningu sinni, Meira
19. júlí 1995 | Velvakandi | 451 orð

Opið bréf Gottskálks Ólafssonar

Í HELGARPÓSTINUM 7. júlí sl. var fjallað um atvik er gerðist við tolleit í Leifsstöð við komu knattspyrnuliðs Keflavíkur, eftir leik liðsins í undankeppni Evrópukeppni félagsliða. Sér undirritaður enga ástæðu til að tíunda atvik þess máls. Meira
19. júlí 1995 | Aðsent efni | 298 orð

Stjörnuspá 19.7. Afmælisbarn dagsins: Þú lætur ekkert stöðva þig í leit að

Stjörnuspá 19.7. Afmælisbarn dagsins: Þú lætur ekkert stöðva þig í leit að bættum kjörum fjölskyldunnar. Farðu leynt með fyrirætlanir þínar varðandi viðskipti. Einhver sem ekki vill þér vel gæti reynt að spilla fyrir þér. Þú þarft að hjálpa ástvini við að leysa smá vandamál í dag. Síðdegis hleypur gamall vinur undir bagga með þér. Meira
19. júlí 1995 | Aðsent efni | 1123 orð

Vísitasía biskups

NÝLEGA er lokið vísitasíu biskups í gömlu Reykjavík, en Reykjavíkurprófastsdæmi vestra nær frá Seltjarnarnesi inn að Elliðaám. Í því eru tíu sóknarkirkjur og nokkru fleiri prestar og er það fjölmennasta prófastsdæmi landsins. Meira
19. júlí 1995 | Velvakandi | 103 orð

Yndislegt við Hvaleyrarvatn KONA hringdi til Velvakanda og

KONA hringdi til Velvakanda og sagðist hafa farið upp að Hvaleyrarvatni sl. helgi. Þar er búið gera mikið til að flikka upp á svæðið, setja göngustíga og gróðursetja og allur frágangur er til sóma. Þarna var einnig búið að setja upp skilti þar sem hundar eru bannaðir, en engu að síður var þarna fólk með hunda út um allt. Henni finnst að fólk eigi að sjá sóma sinn í því að fara eftir settum reglum. Meira

Minningargreinar

19. júlí 1995 | Minningargreinar | 268 orð

Friðjón Eyþórsson

Þau hörmulegu tíðindi bárust mér laugardaginn 8. júlí sl. að Friðjón mágur minn hefði farist í svifflugi þá um daginn. Friðjón var þjálfaður svifflugmaður til margra ára og eyddi jafnan talinu þegar ég spurði hann um áhættuna. Hann var svifflugmaður af ástríðu. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 444 orð

Friðjón Eyþórsson

Á fannhvítum skafli í fjallhárri hlíð fót minn ég hvíli og stundarkorn bíð, lít yfir byggðina og bæinn. (Páll Ólafsson) Síminn hringir. "Mamma", (rödd Maríönnu frá Ítalíu) "það varð slys heima. Pabbi er dáinn." Ég fraus við símann. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 139 orð

FRIÐJÓN EYÞÓRSSON

FRIÐJÓN EYÞÓRSSON FRIÐJÓN Eyþórsson var fæddur á Akureyri 9. maí 1932. Hann lést af slysförum 8. júlí sl. Foreldrar hans voru Laufey Helga Sveinsdóttir, f. 6. júní 1913, d. 10. júlí 1979, hún var austfirskrar ættar, og Eyþór Tómasson, f. 16. des. 1906, d. 29. nóv. 1988, hann var af Bústaðaætt úr Skagafirði. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 935 orð

INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR

Stundum hrekk ég dálítið ónotalega við, þegar aldur einstaklinga ber á góma. Rétt fyrir mánaðamótin síðustu var ég á ferðalagi um Austurland með fjölmennum hópi eldri borgara úr Borgarfjarðarprófastsdæmi. Var ég einn af fararstjórum þessa bráðfjöruga, lífsglaða og fróðleiksþyrsta hóps, sem þarna naut lífsins í austfirski sumarblíðu, eins og hún getur fegurst orðið. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 423 orð

Jóna Einarsdóttir

Jóna Guðrún Einarsdóttir er látin, hún var búin að eiga við erfiðan sjúkdóm að stríða í mörg ár, án þess að um varanlegan bata gæti orðið að ræða. Lát hennar kom því ekki eins á óvart þótt ástvinamissir sé alltaf sár. Jóna giftist eftirlifandi eiginmanni sínum mági mínum, Guðjóni Guðmundssyni rennismið frá Auðsholti í Biskupstungum, 23. desember 1950. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 733 orð

Jóna Einarsdóttir

Laugardaginn 8. júlí lést á sjúkradeild Hvítabandsins eftir margra ára erfið veikindi kær vinkona mín, Jóna Einarsdóttir, 67 ára að aldri. En guði sé lof þá átti hún einstaklega góðan mann sem gerði allt sem í hans valdi stóð til að henni mætti líða sem bærilegast þessi ár sem annars. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 111 orð

JÓNA EINARSDÓTTIR

JÓNA EINARSDÓTTIR Jóna Guðrún Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1927. Hún lést á hjúkrunarheimili Hvítabandsins 8. júlí síðastliðinn. Jóna var dóttir hjónanna Einars Jónssonar prentara og Marzilíu Jónsdóttur. Systir hennar er Drífa Árnadóttir Seiwell, búsett í Bandaríkjunum, en tvær systur Jónu létust í æsku. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 204 orð

Sigríður Jensdóttir

Sigríður Jensdóttir var sérstæð kona sem verður minnisstæð þeim sem henni kynntust. Sigríður var húsmóðir og þriggja barna móðir en á sumrin var hún ráðskona í vegavinnuflokki manns síns, Kristleifs Jónssonar, um áratugaskeið. Dugnaður hennar og kjarkur naut sín vel í ráðskonustarfinu. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 397 orð

Sigríður Jensdóttir

Móðir okkar ólst upp á Eyrarbakka til 11 ára aldurs, en þá fluttist hún með foreldrum sínum til Stokkseyrar. Skólaganga mömmu var stutt barnaskólavera, en vitnisburður þaðan ber vott um næmar námsgáfur. Á þessum árum beið alþýðustúlku ekki löng seta á skólabekkjum, þrátt fyrir ákafa löngun, heldur vinna og brauðstrit. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 155 orð

Sigríður Jensdóttir

Móðursystir okkar Sigríður Jensdóttir er látin á 85. aldursári. Sigga var mjög andlega hress, en sjónin var orðin mjög lítil og það háði henni verulega. Hún fylgdist mjög vel með öllu sem var að gerast, og hafði sínar skoðanir á hlutunum. Það var engin lognmolla þar sem Sigga frænka fór, því hún var ævinlega hress og kát. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 173 orð

SIGRÍÐUR JENSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JENSDÓTTIR Sigríður Jensdóttir, fæddist á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka 27.8. 1910. Hún lést 11.7. 1995 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Ólafsdóttir Jónssonar, f. 1872, d. 1939, og Jens Sigurður Sigurðsson Ásmundssonar, vegaverkstjóri og sjómaður, f. 1867, d. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 85 orð

Sigríður Jensdóttir Nú hefur hjartað hennar ömmu minnar blómstrað í síðasta sinn hér á jörðinni og nú síðast til að undirbúa

Nú hefur hjartað hennar ömmu minnar blómstrað í síðasta sinn hér á jörðinni og nú síðast til að undirbúa okkur vini sína og fjölskyldu fyrir fráfall sitt. Innst inni vissi amma að ævikvöld hennar var senn á enda. Henni fannst hún hafa vakað nóg frameftir og ekki vottaði fyrir hræðslu við að yfirgefa þennan heim. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 497 orð

Sigríður Jónsdóttir

Þegar aldin og kær frænka kveður þennan heim er eðlilegt að staldra við og líta til baka og hugsa um það, sem á dagana hefur drifið í samskiptum við hana og fjölskyldu hennar um langt árabil. Hún Sigríður Jónsdóttir gekk ekki eingöngu undir gæluheitinu Sigga frænka af því að blóðböndin lágu saman eða til aðgreiningar frá öðrum konum sem báru sama nafn og hún í fjölskyldunni, Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 355 orð

Sigríður Jónsdóttir

Frá sumu fólki geislar meiri jákvæður lífskraftur en öðru. Sigríður Jónsdóttir frá Varmadal var í hópi hinna fyrrnefndu. Henni fylgdi ætíð andblær einlægrar lífsgleði og smitandi bjartsýni sem létti samferðafólkinu lífsgönguna. Til hennar var gott að leita í stormviðrum lífsins. Það fór hver maður betri og bjartsýnni af hennar fundi. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 286 orð

Sigríður Jónsdóttir

Sigríður föðursystir mín missti mann sinn 1971 og hugsum við ávallt til hans með hlýhug og minnumst heimsókna þeirra hjóna og barna þeirra í Varmadal á sumrin, þá oftast á sunnudögum, og tók þá fjölskyldan úr Reykjavík þátt í heyskapnum hér. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 174 orð

Sigríður Jónsdóttir

Sigga mín, með þessum línum langar mig að kveðja þig og þakka þér fyrir, hvað þú tókst vel á móti mér þegar ég kom inn í líf foreldra minna. Þú saumaðir alla kjólana á mig, þegar ég sem ung stúlka vildi vera í fallegum fötum og fylgja tískunni enda fylgdist þú vel með öllum tískustraumum utan úr heimi, sem var ekki mjög algengt á þeim tíma. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 286 orð

Sigríður Jónsdóttir

Aldur er afstæður þegar maður minnist Siggu frænku, sem við kveðjum í dag. Venjulega var hún kölluð Sigga frænka, jafnvel af óskyldum vinum. Minningarnar hrannast upp og nú sit ég hér og tárast en ég veit að það er vegna þeirra góðu stunda, í gleði eða sorg, sem við höfum átt saman með yndislegri konu, fjölskylduvini og frænku. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 263 orð

Sigríður Jónsdóttir

Það er sárt að vita að það er ekki lengur hægt að koma við á Hjarðarhaganum hjá ömmu Siggu. Skrafa saman yfir kaffibolla og fá fregnir af vinum og ættingjum, heyra skemmtisögur úr bæjarlífinu, blaða í tískublöðum og spá í nýjustu tískuna í París eða Róm. Skoða mismunandi fatnað og velta fyrir sér hvaða snið séu klæðilegust. Amma var saumakona. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 321 orð

Sigríður Jónsdóttir

Með nokkrum orðum vil ég minnast elskulegrar ömmu minnar. Amma Sigga var engin venjuleg amma. Hún var stórkostleg kona. Hún var ekki bara amma mín heldur ein sú besta vinkona sem ég hef átt. Ef eitthvað bjátaði á leitaði ég oft til hennar. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 164 orð

Sigríður Jónsdóttir

Merk kona er látin, Sigríður Jónsdóttir. Merk vegna mannkosta sinna. Þegar um jafn skemmtilega og glaðværa konu er að ræða er ekki ótrúlegt að aldrei hugsuðum við stöllur út í það, að einhverntímann yrði Sigga ekki lengur á sínum stað, hvort sem var á Bjarnarstígnum eða Hjarðarhaganum. Hún var fastur punktur í tilveru okkar frá því við smástelpur kynntumst henni og þar til yfir lauk. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 132 orð

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Sigríður Jónsdóttir fæddist 25. júlí 1909 að Varmadal, Kjalarnesi í Kjósarsýslu. Hún lést í Landakotsspítala 9. júlí sl. Foreldrar hennar voru Jón Þorláksson bóndi og Salvör Þorkelsdóttir. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 1290 orð

Sólveig Eyjólfsdóttir

Inn í djúpa, græna kyrrð Fljótsdalsins allt að Skriðuklaustri barst mér fréttin af andláti Sólveigar Eyjólfsdóttur. Fyrir fáeinum vikum hafði mér borist kærkomin kveðja frá Sólveigu er hún hringdi heim á Kvisthagann til að þakka mér fyrir minningargrein um Valgerði Tryggvadóttur. Það var henni líkt. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 27 orð

SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR

SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR Sólveig Eyjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1911. Hún lést á Landspítalanum 29. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 6. júlí. Meira
19. júlí 1995 | Minningargreinar | 657 orð

SVEINN ÁSGEIRSSON Kveðja frá Blindrafélaginu á sjötugsafmælinu 17. júlí

Þegar fólk fyllir sjöunda áratuginn, verður það mönnum oft tilefni til að staldra við og líta yfir farinn veg viðkomanda, án þess þó að ætla að ævistarfi afmælisþega sé á einhvern hátt lokið. Í fyrradag, þann 17. júlí, varð Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur sjötugur. Hann er á ýmsan hátt margslunginn, fjölhæfur og frábær persónuleiki, sem vert er að minnast. Meira

Viðskipti

19. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Ál á metverði

ÁL á heimsmarkaði hafði ekki verið hærra í fimmm mánuði á mánudag og látinn var í ljós uggur um dræmt framboð síðar á árinu. Verð á áli til afhendingar eftir þrjá mánuði komst í $1.951 dollar tonnið, sem var 37 dollara hækkun frá því á föstudag, en lækkaði síðan í 1.893 dollara við lokun. Meira
19. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Hagkaupsverslun opnuð í Garðabæ

HAGKAUP hefur tekið á leigu verslunarhúsnæðið á Garðatorgi 1 þar sem verslunin Garðakaup hefur verið til húsa. Er að því stefnt að Hagkaupsverslun verði opnuð í húsnæðinu í október eða nóvember. Samningurinn var undirritaður með þeim fyrirvara að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta við torgið fallist á að Orkan hf. setji upp bensíndælur við húsið. Meira
19. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Leeson og yfirmönnum kennt um hrun Baringsbanka

MISTÖKUM stjórnenda, sem tóku ekki eftir óleyfileguum viðskiptum Nicks Leesons bankastarfsmanns í Singapore, er kennt um gjaldþrot Baringsbanka í febrúar samkvæmt opinberri skýrslu. Englandsbanki er einnig gagnrýndur fyrir dómgreindarskort, en sagt er að engin þörf sé á víðtækum breytingum á eftirliti hans með viðskiptabönkum. Meira
19. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Sala og hagnaður Microsoft eykst

MICROSOFT hefur skýrt frá því að hagnaður og sala hafi aukizt á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins, en síðustu þrír mánuðirnir hafi verið tiltölulega tíðindalitlir, þótt Windows 95 komi á markað í næsta mánuði. Meira
19. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 238 orð

Skandia býður fasteignalán

SKANDIA hf. býður nú einstaklingum og fyrirtækjum fasteignalán til allt að 25 ára gegn traustu fasteignaveði. Um er að ræða jafngreiðslulán sem bera vexti á bilinu 7 - 8,5% umfram verðtryggingu en vaxtakjör umsækjenda eru metin eftir veðsetningu og áhættumati. Þetta eru svipuð kjör og Handsal hf. veitir á langtímalánum sínum, sem kynnt voru fyrir rúmum mánuði. Meira
19. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Stór hluti tekna fer til annarra þarfa

TEKJUR Keflavíkurflugvallar námu alls um 1.423 milljónum króna á síðasta ári en þar af fá flugvöllurinn og flugstöðin til ráðstöfunar tæplega 525 milljónir eða 37% tekna. Til flugmálaáætlunar, þ.e. framkvæmda á öðrum íslenskum flugvöllum, renna 348 milljónir, en 550 milljóna hagnaður Fríhafnarinnar rennur beint í ríkissjóð. Meira

Daglegt líf

19. júlí 1995 | Ferðalög | 447 orð

Bjóða kaffi og hákarl í "fjósinu"

ALGENGAST er að nautgripir taki til sín fæðu í fjósum, en undantekningar eru frá öllum reglum. Það sanna hjónin Gísli Pálsson og Vigdís Ágústsdóttir, á Hofi í vatnsdal. Þau hafa opnað veitingaskála í fjósinu á bænum, sem hefur staðið autt í nokkur ár. Ætlun þeirra er að taka á móti hópum ferðamanna, sem um dalinn fara, eldra fólki, útlendingum og hestamönnum. Meira
19. júlí 1995 | Ferðalög | 195 orð

Hótel Djúpavík 10 ára í sumar

HÓTEL Djúpavík verður tíu ára í sumar og að sögn Evu Sigurbjörnsdóttur hótelstýru verður ýmislegt gert í tilefni afmælisins. Helgina 22.-23. júlí verður ljósmyndasýning Friðriks Friðrikssonar og er myndefnið sótt í umhverfi Djúpuvíkur og sveitina í nágrenninu. Sýningin verður í allt sumar. Meira
19. júlí 1995 | Ferðalög | 163 orð

Ljósmyndasamkeppni FÍ

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til ljósmyndasamkeppni um myndir sem tengjast ferðalögum um náttúru Íslands og er öllum heimil þátttaka. Fjölskyldur geta verið með eða minni hópar og tekið þátt í þessu í sameiningu. Viðfangsefni eru 12 og verður að skila inn mynd í hverjum flokki. Ekki er gerð krafa um að myndirnar séu allar teknar á sömu filmu né að þær séu allar teknar á þessu sumri. Meira
19. júlí 1995 | Ferðalög | 152 orð

Sorpflokkun í Kverfjöllum

Hafnar eru framkvæmdir við stækkun Sigurðarskála í Kverkfjöllum og mun viðbótarbygging verða reist nú í haust. Stækkuninni er ætlað að rýma 60 manns í borðsal auk 20 svefnplássa. Mikill straumur ferðamanna liggur í Kverkfjöll og er stöðug aukning þannig að þetta verður kærkomin breyting á aðstöðu. Það eru Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðafélag Húsavíkur sem sjá um byggingaframkvæmdir. Meira
19. júlí 1995 | Ferðalög | 86 orð

Vífilsganga HGH

Í KVÖLD, 19. júlí, fer Hafnargönguhópurinn 4. áfanga sinn á leið upp að Vífilsfelli. Mæting er kl. 20 við ankerið í Hafnarhúsportinu. Þaðan er ekið með rútu að Vífilsstöðum. Val er um að ganga suður fyrir Vífilsstaðavatn eða frá vesturenda Hlíðarinnar og upp með Vífilsstaðahlíðinni. Undir lokin hittast hóparnir og taka upp nestið á skemmtilegum stað. Meira

Fastir þættir

19. júlí 1995 | Dagbók | 184 orð

Álverið

Álverið NOKKUÐ hefur verið rætt um fyrirhugaða stækkun Álversins aðundanförnu og m.a. hefur verið gerð skýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna þess. Álverið er við Straumsvík sem er vík fyrir sunnan Hafnarfjörð í landi Hafnarfjarðar. Þar var verslunarhöfn á miðöldum og sigldu þýskir kaupmenn þangað. Meira
19. júlí 1995 | Dagbók | 154 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. júlí, er sjötíu og fimm ára, Samúel J.L. Valberg, húsgagnabólstrari, Kambsvegi 34, Reykjavík. Hann er kvænturGuðnýju K. Valberg og verða þau hjónin að heiman í dag, afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. Meira
19. júlí 1995 | Fastir þættir | 887 orð

Kurteisi skiptir máli

Í ÚTVARPSÞÆTTI fyrir skömmu velti verðandi fjölmiðlafræðingur fyrir sér viðmóti íslenskra kvenna og leitaði eftir viðhorfum ungra karla á skemmtistöðum m.a. um hvort íslenskrar konur væru kynþokkafullar. Hinum íslensku "herramönnum" vafðist tunga um tönn, varfærnasta svarið var að íslenskar konur væru einstakar, þær gerðu það sem þeim sýndist og virtust kæra sig og kollótta um hvað aðrir segðu. Meira
19. júlí 1995 | Dagbók | 412 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru Bjarni Sæmundsson

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru Bjarni Sæmundsson ogSnorri Sturluson. Í gær komu Viðey, Rifsnes FH, Reykjafoss, Dröfn, Árni Friðriksson og Ottó N. Þorláksson sem fór samdægurs. Þá fór Reykjafoss. Í dag koma Skógarfoss, Bakkafoss, Vigri og út fara Árni Friðriksson, Freri, Akurey, Viðey. Meira

Íþróttir

19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA BREIÐABLIK 8 7 1 0 51 4 22VALUR 7 6 1 0 24 7 19STJARNAN 8 5 1 2 25 7 16KR 8 5 0 3 29 13 15ÍA 8 3 1 4 20 19 10HAUKAR 8 1 1 6 3 49 4 Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA STJARNAN 8 6 1 1 17 6 19FYLKIR 8 5 2 1 16 8 17ÞÓR Ak. 8 5 0 3 15 13 15SKALLAGR. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 118 orð

Ekkert keppnisbann -engin dómaramótmæli

LJÓST er nú að engin breyting verður á áformum Hinriks Bragsonar um að keppa á Eitli frá Akureyri á HM. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru engin áform um keppnisbann í vændum hvorki af hálfu íslenskra aðila né Alþjóðasambands eigenda íslenskra hesta (F.E.I.F.) Samtökunum voru sendar skýringar á stöðu málsins og bent á að ekki væri lagagrundvöllur fyrir keppnisbanni af neinu tagi. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 103 orð

Fá bræðurnir ekki að leika í Evrópukeppninni?

Ekki hefur enn náðst samkomulag á milli ÍA og Feyenoord um að tvíburnarnir Arnar og Bjarki Guynnlaugssynir leika með Skagamönnum í sumar. Nú strandar á því að hollenska félagið vill ekki heimla þeim bræðrum að leika með ÍA í Evrópukeppninni í knattspyrnu því ef þeir leyfðu það myndu Feyenoord þar með fyrirgera rétti sínum eða hugsanlegra kaupanda þeirra bræðra frá því að nota þá í sömu Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 96 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRHeimsmet

BREINN Jonathan Edwards sló í gær tíu ára gamalt heimsmet Bandaríkjamannsins Wille Banks í þrístökki þegar hann stökk 17,98 metra á móti á frjálsíþróttamóti á Spáni. Gamla metið var 17,97 metrar. Þetta var í þriðja sinn sem Edwards stekkur lengra en met Banks, en í fyrsta skiptið sem hann fær árangur sinn staðfestann. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Golfáhugi í Hólminum

Golfkeppni Unglingalandsmótsins fór fram á tveimur völlum, á Skagaströnd og Blönduósi. Þeir sem hófu leik á Blönduósi á föstudaginn, spiluðu daginn eftir á Skagaströnd og svo öfugt. Sveit USAH lék á fæstum höggum en Snæfellingar fengu flest verðlaun. Ólafur Guðmundsson er 13 ára kylfingur frá Stykkishólmi. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í piltaflokki, 13-14 ára, án forgjafar. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 36 orð

Golf Púttklúbbur Ness

Púttklúbbur Ness Meistaramót Púttklúbbs Ness var haldið fyrir skömmu, leiknar voru 36 holur. Konur: Þórhildur Magnúsdóttir72 Hulda Valdimarsdóttir72 Kristín Halldórsdóttir72 Karlar, yngri: Karl Sölvason69 Kristján Hákonarson70 Theodór Jónsson71 Karlar, Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Gullinu jafnt skipt en silfrið var heimamanna

Það var vel tekið á í knattspyrnunni sem fram fór á nýju og glæsilegu íþróttasvæði Blönduósinga. Heimamenn í USAH voru mjög naskir á að næla sér í silfurverðlaun eða í þremur flokkum af fimm. Leikið var á fjórum völlum í einu svo það var nóg um að vera. Þriðji flokkur spilaði á aðalvellinum, sem er orðinn með þeim bestu á landinu, að sögn kunnugra, en liðin í 4. og 5. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Hestarnir skemmtilegastir ÞAU Sibba á Me

ÞAU Sibba á Merði, Jóna á Þræði og Einar á Kiljan tóku þátt í hestaíþróttum á landsmótinu og höfðu gaman af. Þau höfðu lokið keppni á laugaraginn og voru að spóka sig í blíðunni í Húnaveri er blaðamaður hitti þau að máli. Þau búa öll í sveit rétt hjá Egilstöðum og kepptu því fyrir hönd UÍA. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 227 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin Í gær var hjólaður fimmtándi áfanginn í Frakklandskeppninni í hjólreiðum - 206 km frá Saint Girons til Cauterets Pont d'Espagne. Fyrstur varð R. Virenque frá Frakklandi á 6 klst, 20 mín. og 48 sek. (Næstu menn koma í mín á eftir) 2. Claudio Chiappucci (Ítalíu) Carrera1,17 3. H.Buenahora (Kólumbíu) Kelme 1,18 4. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Inga Gerða vinnur alltaf ÞAÐ var gaman

ÞAÐ var gaman að sjá hversu vinsæl glíman er að verða alls staðar á landinu og ekki bara hjá strákunum. Þær stöllur Inga Gerða, Brynja og Soffía eru allar úr Mývatnssveitinni og keppa því fyrir HSÞ. Þær sögðu ástæðuna fyrir miklum fjölda stelpna í glímu vera átak sem Glímusamband Íslands hefur staðið fyrir í grunnskólum landsins undanfarin ár. Inga sigraði í stelpnaflokki, Brynja varð í 3. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 138 orð

Ítali lét lífið í Frakklandskeppninni

ÍTALSKI hljólreiðamaðurinn Fabio Castarelli lést í gær af völdum höfuðáverka sem hann hlaut eftir að hafa fallið af hjóli sínu í beygju í 15. áfanga Frakklandskeppninnar. Castarelli hjólaði á kantstein í beygju, féll af og var líkt og flestir keppendur ekki með hjálm til varnar. Hann var strax fluttur með þyrlu á næsta sjúkrahús en lést þrjátíu mínútum eftir að þangað var komið. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 22 orð

Knattspyrna 2. deild karla: Akureyri:Þór A.- Fylkir20 Borgarnes:Skallagr.- Stjarnan20 Kópavogsv.:HK - Víðir20

2. deild karla: Akureyri:Þór A.- Fylkir20 Borgarnes:Skallagr.- Stjarnan20 Kópavogsv.:HK - Víðir20 Valbjarnarv.:Þróttur - Vík.20 2. deild kvenna: Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 135 orð

Kristbjörg með tvö

Kristbjörg Ingadóttir heldur áfram að hrella markverðina í 1. deild kvenna og í gærkvöldi skoraði hún tvö mörk í 3:2 sigri Vals á Skagastúlkum á Skipaskaga. Hefur hún nú skorað í fimm leikjum af þeim sjö sem Valsliðið hefur leikið og það sem meira er, tvennu í þeim öllum. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 47 orð

Skíðamenn synda norður fyrir heimskautsbaug!

Ídag 19. júní ætla landsliðsmenn Skíðasambandsins að synda frá Ólafsfjarðarhöfn og út í Grímsey, norður fyrir heimskautsbaug. Ætlunin er að safna áheitum og dreifa 100 bolum, sem eru sérhannaðir fyrir þetta verkefni. Lagt verður upp frá höfninni í Ólafsfirði kl. 20.00 í kvöld.. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Snæfellingar sigursælir

UM helgina fór fram í Húnaþingi annað Unglingalandsmót UMFÍ. Keppendur voru um 1.600 og annar eins fjöldi foreldra og fararstjóra fylgdu þeim. Keppt var í átta greinum og fóru þær fram víðs vegar um héraðið. Flautað var til leiks í fjölmennustu greinunum strax um hádegisbil á föstudag. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Tvær pizzur og kók!

Þegar Kristinn Ólafsson frá Blönduósi var kominn fyrstur í mark í 60 m hlaupi stráka hrópaði hann hástöfum: "Yeeeesss, tvær pizzur og kók!" Þegar Kristinn var búinn að jafna sig eftir hlaupið sagði hann blaðamanni að tvær stelpur hefðu heitið á hann fyrrgreindri máltíð ef hann ynni hlaupið. Annars hafði Kristinn í nógu að snúast á landsmótinu. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 1197 orð

Unglingalandsmót UMFÍ

Haldið á Blönduósi og nærsveitum um síðustu helgi. Helstu úrslit. Sund 100 m bringusund telpna: Anna Valb. Guðmundsdóttir, UMFN1.22,9Berglind Jónsdóttir Beck, ÚÍA1.27,0Gígja Hrönn Árnadóttir, UMSK1.27,4100 m bringusund drengja: Arnar Felix Einarsson, UMSK1.29,2Sigurgísli Melberg Pálsson, UMSK1. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 247 orð

Valsstúlkur fylgja Blikum sem skugginn

Í GÆRKVÖLDI voru þrír leikir í 1. deild kvenna og að þeim loknum er ljóst að Valsstúlkur ætla ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni við Breiðablik á toppi deildarinnar. Valsstúlkur sigruðu Akranes með þremur mörkum gegn tveimur á Skipaskaga í og eru nú þremur stigum á eftir Blikum og eiga leik inni. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 345 orð

Þrótti dæmdur ósigur í dómstól KSÍ

DÓMSTÓLL KSÍ hnekkti í gær úrskurði héraðsdóms Reykjaness í máli Umf. Stjörnunnar gegn Knattspyrnufélagsins Þrótti, sem dæmdi að úrslit skyldu standa en Þróttur vann leikinn 4:2 í Garðabænum. Í dómsorði dómstóls KSÍ sagði meðal annars: "Leikur Umf. Stjörnunnar og Knattspyrnufélagsins Þróttar í 2. deild karla á Íslandsmótinu, sem fram fór á Stjörnuvelli 2. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Æfa á Kjalarnesi

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu á Blönduósi alla helgina en þar fór körfuboltakeppn Landsmótsins fram og voru keppendur dyggilega studdir af fjölmörgum áhorfendum. Keflvíkingar voru atkvæðamestir, hlutu tvenn gull af fimm en lið Fjölnis úr Grafarvoginum í Reykjavík stóð sig einnig með miklum ágætum. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 175 orð

Öruggt hjá ÍR

ÍR-ingar sigruð KA nokkuð örugglega, 3:0, í 2. deild karla í knattspyrnu á ÍR-velli í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en ÍR-ingar tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og var sigur þeirra sanngjarn er upp var staðið. Vörn ÍR var góð og KA átti í hinu mesta basli með hana. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Það er meira en að segja það að halda mót af þeirri stærðargráðu sem Unglingalandsmót UMFÍ er. Íbúatala héraðsins margfaldaðist þann tíma sem mótið stóð og því var í mörg horn að líta hjá mótsstjórninni. Stjórnstöð Unglingalandsmótsins var staðsett í félagsheimilingu á Blönduósi og þar var alltaf nóg að gera við að leysa smávandamál sem alltaf skjóta upp kollinum á mótum sem þessum. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 40 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild kvenna ÍBV - Stjarnan0:1 - Steinunn H. Jónsdóttir (52.). ÍA - Valur2:3 Laufey Sigurðardóttir 2 (57., 88.). - Kristbjörg Ingadóttir 2 (60., 78.), Guðrún Sæmundsdóttir (29.). KR - Haukar5:0 Guðlaug Jónsdóttir 2, Helena Ólafsdóttir 2, Olga Færseth 1. Meira
19. júlí 1995 | Íþróttir | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

19. júlí 1995 | Úr verinu | 171 orð

Áhugi á umskipun á frystri loðnu hér

ÚTGERÐIR norskra loðnuskipa hafa spurzt fyrir um möguleika á því að umskipa frystri loðnu í íslenzkum höfnum. Íslenzkt fyrirtæki hefur kannað þetta mál fyrir Norðmennina og sent þeim niðurstöður, sem Norðmenn eiga eftir að taka afstöðu til. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 192 orð

Bretar kaupa minna af fiski

INNFLUTNINGUR á ferskum fiski til Bretlands fyrstu þrjá mánuði þessa árs verð rúmum 2.000 tonnum minni en árið áður, en alls var hann nú 19.171 tonn. Í þessum samdrætti munar mestu um að við Íslendingar seldum Bretum nú aðeins um helming þess magns, sem fór héðan þangað í fyrra. Nú fóru héðan aðeins um 2.600 tonn, en 5.200 í fyrra. Stærstir í þessum viðskiptum við Breta eru Írar með 8. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 130 orð

Bætur fyrir minni kvóta 2,5 milljarðar

STJÓRNVÖLD á Nýja Sjálandi hafa greitt kvótaeigendum í landinu rúmlega 2,5 milljarða ísl. kr. í bætur fyrir kvótaskerðingu á síðustu fimm árum og í september fá þeir um 700 millj. kr. að auki. Á móti þessu kemur, að kvótahafar skulda hinum opinbera um 800 millj. kr. fyrir að hafa farið fram úr heimildum en bæturnar voru greiddar til um 900 fyrirtækja og einstaklinga. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 28 orð

EFNI Fiskveiðar 3 Galdurinn að dreyma réttur konurnar Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6

Galdurinn að dreyma réttur konurnar Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Eftirspurn eftir rækju vex en framleiðslan minnkar Greinar 7 Kristinn Snævar Jónsson Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 850 orð

Eftirspurn eftir rækju vex en framleiðslan minnkar

FYRIR tveimur eða þremur árum voru markaðshorfur fyrir rækju ákaflega góðar og augljóst þótti, að eftirspurnin myndi aukast hröðum skrefum. Var þá talið, að auðvelt yrði að anna henni með auknu eldi en reynsla síðustu tveggja ára hefur breytt þeirri mynd allnokkuð. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 172 orð

ELZTI BÁTURINN Í NOTKUN Á ÍSLANDI

SÍLDIN frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi er elztu bátur hér á landi, sem enn er í notkun. Óvíst er um aldur Síldarinnar, en vitað er að hún var til árið 1860 og er því að minnsta kosti orðin 135 ára gömul. Báturinn hefur svokallað Bolungarvíkurlag og er hann smíðaður fyrir sjó og veðurlag á Vestfjörðum. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 240 orð

Fá bætur fyrir kvótaskerðingu

STJÓRNVÖLD á Nýja Sjálandi hafa greitt kvótaeigendum í landinu rúmlega 2,5 milljarða ísl. kr. í bætur fyrir kvótaskerðingu á síðustu fimm árum og í september fá þeir um 700 millj. kr. að auki. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 148 orð

Framleiða mjöl úr rækjuhratinu

RÆKJUMJÖLSVERKSMIÐJAN hf. á Hvammstanga hefur nú tekið til starfa, með þátttöku nýrra aðila, rækjuvinnslum og sveitarfélögum á Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki og einnig stendur Fóðurverksmiðjan Laxá á Akureyri að rekstri verksmiðjunnar. Ráðist var í nokkrar endurbætur á vélbúnaði verksmiðjunnar og einnig hefur húsnæðið verið lagfært. Vinnsla hófst um 10. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 971 orð

Galdurinn er að dreyma réttu konurnar

Guðfinnur KE 19 er 30 tonna stálbátur, smíðaður á Seyðisfirði árið 1974. Hann er gerður út frá Sandgerði og er á rækjuveiðum yfir sumartímann og fram í október en þá er farið á net. Fjórir menn eru í áhöfn og hafa þeir fengið mjög góðan rækjafla í sumar. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 208 orð

Hvalatalning stendur yfir

HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur staðið fyrir hvalatalningu síðastliðinn mánuð allt í kringum Ísland og á nærliggjandi hafssvæðum. Þetta eru talningar sem stundaðar eru í samvinnu við Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga á vettvangi vísindanefndar NAMCO eða Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 107 orð

Ítalir auka fiskkaup

INNFLUTNINGUR á fiski til Ítalíu var alls 582.000 tonn á síðasta ári en út fluttu þeir aðeins 98.000 tonn. Jókst þó útflutningurinn um 12% en innflutningurinn um enn meira. Fiskur er nú kominn í þriðja sæti hvað varðar innflutning á matvöru til landsins. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 1272 orð

"Kvótakerfið er grundvöllurinn"

Sigurður Friðriksson hefur verið mörg ár á rækjunni og gengið vel og eins hefur hann fiskað mikið á netunum á veturna. Guðfinnur KE er aðeins þrjátíu tonna bátur þannig að Sigurður hefur fiskað margfalt upp í þá kvóta sem honum hafa verið úthlutaðir. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 159 orð

Lítið til af þorskblokk

BIRGÐIR af þorskblokk í Bandaríkjunum eru nú með minnsta móti. í Maímánuði síðastliðnum voru aðeins rúmlega 2.100 tonn af þorskblokk í brigðum þar vestra og hafa þessar birgðir aðeins einu sinni verið minni í maí í tæpan áratug. Það var reyndar í fyrra, þegar þær voru aðeins tæplega 1.700 tonn. Birgðir þessar urðu langmestar í maí 1988, nærri 16.500 tonn. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 1722 orð

Minni fiskibátar eru þjóðhagslega hagkvæmir "Áherzlur hafa því líklega einnig breytzt að einhverju leyti að því er varðar

Um hagkvæmni flotans UMRÆÐAN undanfarið um stjórnun fiskveiða og ákvörðun aflakvóta hefur að miklu leyti snúist um það hjá hverjum beri að skerða veiðiheimildir og hvernig. Minna hefur farið fyrir rökræðum um það hvernig hagkvæmast er að koma afla að landi jafnframt því að verðmætasköpunin í landinu verði sem mest úr afurðum úr honum. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 388 orð

Mjölsvinnslan gengur vel um borð í Sigli SI

ÚTGERÐ verksmiðjutogarans Siglis hefur gengið vel að undanförnu. Á þessu árið hefur skipið aflað um 4.000 tonna af úthafskarfa og unnið úr um 5.000 tonnum af afurðum, meðal annars loðnu. Unnar afurðir, heilfrystur karfi, eru því um 1.700 tonn. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 86 orð

MOKVEIÐI Á KARFANUM

MOKVEIÐI hefur verið á karfa innan landhelginnar suðvestur af landinu allt frá því að sjómannaverkfalli lauk. Reyndar hafa veiðarnar verið eitthvað mismiklar, en oftast nær hafa togararnir verið að taka stór hol, allt upp í 15 til 20 tonn, sem þykir gott á hefðbundnum karfaveiðum. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 139 orð

Norskum sjómönnum fer ört fækkandi

SJÓMÖNNUM í Noregi fer fækkandi. Milli áranna 1993 og 1994 fækkaði þeim um hvorki meira né minna en 2.626. í fyrra voru norskir sjómenn alls 16.442 en 19.068 árið áður og er þá aðeins átt við fiskimenn. Reyndar er fækkunin að mestu tilkomin vegna breyttrar skráningar sjómanna, en hún miðast við lífeyrisgreiðslur. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 120 orð

Nýir ráðherrar

VIÐ uppstokkun í bresku stjórninni eftir leiðtogakjörið í Íhaldsflokknum hefur nýr maður tekið við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af William Waldegrave. Heitir hann Douglas Hogg, lögfræðingur að mennt og er ekki sagður hafa neina reynslu af sjávarútvegsmálum. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 44 orð

ÓHEMJU RÆKJUVEIÐI

SIGURÐUR Friðriksson,skipstjóri á Guðfinni KE, eftir vel heppnað rækjuhal á Eldeyjarsvæðinu. Sigurður og áhöfn hans hafa mokfiskað að undanförnu. Aflinn er kominn vel á annað hundrað tonn og þætti það gott hjá mun stærra skipi, en Guðfinnur KE er aðeins 30 tonn. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 162 orð

Pönnusteikt smálúðuflök með hvítlauksostasósu

HVAMMSTANGI fagnar um þessar mundir 100 ára verzlunarafmæli. Því er ekki úr vegi að sækja soðninguna þangað, en frá Hvammstanga er nokkur útgerð og fiskvinnsla, aðallega rækjuvinnsla. Á Hvammstanga er veitingahúsið Vertshúsið og þar eldar Gísli Jónsson fyrir matargesti. Soðning dagsins er frá honum komin. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 335 orð

Rólegt á Hattinum

TÓLF íslensk skip voru á veiðum í flæmska hattinum, rækjumiðunum við Nýfundnaland, í gær. Nokkur skip í viðbót voru á leið á miðin, en Brimir var á leiðinni aftur í land. Afli hefur verið misjafn en einhver skip eru bín að gera það þokkalegt. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 256 orð

Rússaþorskur stefnir í 150.000 tonn í Noregi

RÚSSAÞORSKI er landað í Noregi sem aldrei fyrr. Á fyrra helmingi þessa árs voru það 73.110 tonn en til samanburðar má nefna, að á sama tíma fyrir ári hafði verið landað 49.831 tonni og á síðasta ári fór Rússaþorskurinn í fyrsta sinn yfir 100.000 tonn. Nú er ástæða til að ætla, að hann fari í 150.000 tonn en það þýddi, að Norðmenn fengju um 500.000 tonn af þorski til vinnslu. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 309 orð

Sjávarleður í samstarf við norska fisksútun

LOÐSKINN hf. á Sauðárkróki hefur í fimm ár unnið að þróunarverkefni við sútun á fiskiroði eða fiskileðri eins og það er gjarnan nefnt. Verkefnið er unnið í samvinnu við Rannsóknarráð ríkisins en Loðskinn hf. hefur séð um framkvæmd þess. Í lok síðasta árs var stofnað nýtt fyrirtæki utan um þessa framleiðslu og er það kallað Sjávarleður en eigendur þess eru Loðskinn hf. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 199 orð

Vilhjálmur ráðinn til SH

VILHJÁLMUR Jens Árnason, heimspekingur, hefur verið ráðinn upplýsinga- og kynningarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Vilhjálmur er rúmlega þrítugur, borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Meira
19. júlí 1995 | Úr verinu | 62 orð

Vilja burt úr ESB

GRÁLÚÐUSTRÍÐIÐ milli Kanada og Evrópusambandsins, ESB, hefur meðal annars haft þau áhrif, að portúgalskir sjómenn krefjast þess margir, að landið gangi úr sambandinu. Finnst þeim sem það hafi brugðist hagsmunum sínum og eru ýmsir frammámenn í fiskiðnaðinum sömu skoðunar. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

19. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 304 orð

Írar verðlaunuðu Samvinnuferðir-Landsýn

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn var heiðrað í gær af írska ferðamálaráðinu, Irish Tourist Board, fyrir vænt framlag til írskra ferðamála. Viðurkenningin er veitt ár hvert þeim fyrirtækjum sem þykja leggja mest til írskrar ferðaþjónustu hverju sinni. Að þessu sinni var það Samvinnuferðir-Landsýn sem hlaut viðurkenninguna en það hefur á síðastliðnum fjórum árum flutt 20. Meira

Lesbók

19. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 560 orð

Sumarsmellur

Höfundur tónlistar: Andrew Lloyd- Webber. Höfundur texta: Tim Rice. Þýðandi: Þórarinn Hjartarson. Leikstjóri: Kristín G. Magnús. Búningar og leikmynd: Kristín G. Magnús. Hattagerð: Helga Rún Pálsdóttir. Ljósahönnuður: Lárus Björnsson. Danshöfundur: David Greenall. Leikarar: Eggert Arnar Kaaber, Hrafnhildur Björnsdóttir, Guðjón Bergmann, Nuno Miguel Carrilha, Helgi Kristinsson, Soffía S. Meira

Ýmis aukablöð

19. júlí 1995 | Dagskrárblað | 613 orð

GAMANMYND

Glæstir tímar (Belle Epoque) Leikstjóri og handritshöfundur Fernando Trueba. Aðalleikendur Jorge Sanz, Fernando Fernan Gomez, Ariadna Gil, Penelope Cruz. Spánn 1993. Háskólabíó 1995. 110 mín. Öllum leyfð. Meira
19. júlí 1995 | Dagskrárblað | 112 orð

Óperuspjall Óperuspjall Ríkisútvarpsins á laugardag

Óperuspjall Ríkisútvarpsins á laugardagskvöldum leysir þáttinn Óperukvöld af hólmi í sumar. Í Óperuspjalli fær umsjónarmaður til sín gesti, íslenska óperusöngvara og óperuáhugamenn, sem segja frá kynnum sínum af óperu kvöldsins. Margir íslenskir söngvarar hafa haslað sér völl á erlendri grund og vaxandi fjöldi íslenskra söngvara hefur atvinnu af því að syngja við óperuhús í Evrópu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.