Greinar fimmtudaginn 20. júlí 1995

Forsíða

20. júlí 1995 | Forsíða | 121 orð

Ekki vilja allir frið

VIKTOR Tsjernómyrdín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í viðtali við rússneska ríkissjónvarpið í gær að hann hefði ástæðu til að ætla að öfl í Rússlandi vildu ekki binda enda á deiluna um Tsjetsjníju. Meira
20. júlí 1995 | Forsíða | 192 orð

ESB vill fund um löndunarbannið

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, hefur farið fram á fund fljótlega um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum en sambandið hefur harðlega mótmælt því, að síldarskipum frá ESB-ríkjum skuli vera bannað að landa í Noregi og á Íslandi. Er litið á það sem brot á samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Meira
20. júlí 1995 | Forsíða | 209 orð

Góðar horfur í efnahagslífinu

ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í gær að efnahagshorfur í landinu væru góðar og spáði auknum hagvexti á síðara misseri þessa árs. Kvað hann þó ekki unnt að útiloka einhvern afturkipp en taldi líkur á honum mjög litlar. Meira
20. júlí 1995 | Forsíða | 35 orð

Ítölsk tíska

HELSTU tískukóngar Ítalíu efndu til glæsilegrar sýningu á sköpunarverkum sínum á spænsku tröppunum í Róm í gærkvöldi. Var það gert í tilefni af tískusýningunni Alta Moda, en henni lauk í gær . Meira
20. júlí 1995 | Forsíða | 505 orð

Serbar segjast hafa náð Zepa á sitt vald

BOSNÍU-Serbar lýstu því yfir í gærkvöldi að þeir hefðu náð bænum Zepa á sitt vald og að fulltrúar íbúa bæjarins, sem flestir eru múslimar, hefðu gefist upp á fundi með Ratko Mladic hershöfðingja. Zepa er annað griðasvæði múslima í Bosníu, sem Serbar hertaka, en þeir hafa sótt að bænum frá því á föstudag. Talið er að á bilinu 10-16 þúsund óbreyttir borgarar séu í Zepa. Meira

Fréttir

20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Afli fyrir 600 millj. síðustu tvær vikur

FRYSTITOGARAR í viðskiptum við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa landað undanfarnar tvær vikur tæplega 4 þúsund tonnum af fiski, mestmegnis karfa og grálúðu. Verðmæti aflans er á bilinu 500-600 milljónir króna. Þetta er óvenjumikið magn á svo skömmum tíma en alls eru þetta 23 skip sem hafa landað aflanum. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Alhvít jörð við Öskju

JÖRÐ var alhvít á tjaldstæðinu við Öskju sl. sunnudagsmorgun, tjöld þakin snjó og hiti var undir frostmarki. Að sögn Kára Kristjánssonar landvarðar eru slík kuldaköst ekki óalgeng á sumrin. Askja sjálf er í 1100 metra hæð yfir sjávarmáli og þar snjóaði enn í gær. Tjaldstæðin við Öskju eru í 900 metra hæð og snjó tekur yfirleitt fljótt upp þar ef snjóar á annað borð. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 500 orð

Allt að 20 íslenzkir aðilar hljóta styrk

ALLT AÐ 20 umsóknir um styrkveitingu við vísindaleg rannsóknarverkefni, sem íslenzkir aðilar eiga aðild að, hefur nú verið ákveðið að hljóti styrk úr Fjórðu rammaáætlun ESB. Fjórða rammaáætlun Evrópusambandsins er áætlun um stuðning við vísindaleg rannsóknarverkefni í þeim Evrópulöndum, sem aðild eiga að EES. Auk ESB-landanna eiga því Ísland og Noregur einnig aðild að rammaáætluninni. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Annar ekki umferð

FYRIRHUGUÐ er breikkun Vesturlandsvegar/Miklubrautar frá Höfðabakka að Skeiðarvogi og er áætlað að framkvæmdir hefjist nú í haust og standi yfir til síðari hluta árs 1996. Úrskurður skipulagsstjóra vegna mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Há óhappatíðni Meira
20. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 186 orð

Á degi píslarvottanna

AUNG San Suu Kyi, sem í síðustu viku var látin laus eftir tæp sex ár í stofufangelsi, leggur blóm að grafhýsi föður síns, Aung San, sjálfstæðishetju Búrma. Í gær var dagur píslarvottanna í Búrma, þar sem þess var minnst að 48 ár voru liðin frá því Aung San og átta aðrir sem börðust fyrir sjálfstæði landsins voru ráðnir af dögum. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Babú !

Jón Karl Snorrason FORNBÍLAKLÚBBURINN frá Reykjavík var á ferð um Norðurland á dögunum og gistu ferðalangarnir m.a. tvær nætur á Siglufirði. Klúbbfélagar fengu að taka í þennan forláta slökkvibíll, sem er kanadískur Chevrolet af árgerð 1941, en hann er í eigu Síldarsafnsins við Róaldsbrakka. Meira
20. júlí 1995 | Miðopna | 636 orð

Blair í boði Murdochs

TONY Blair, formaður breska Verkamannaflokksins, sagði í ávarpi á ráðstefnu sem haldin er á Hayman-eyju við Ástralíu á vegum fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdochs, að þörf væri á breyttum samskiptum flokks síns og dagblaða í Bretlandi. Margir stuðningsmanna flokksins telja að þau samskipti hafi kostað flokkinn sigur í síðustu þingkosningum. Meira
20. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 567 orð

Búist við harðri gagnrýni á alríkislögregluna

YFIRHEYRSLUR hófust í gær á Bandaríkjaþingi vegna umsáturs og síðar árásar er liðsmenn alríkislögreglunnar, FBI, gerðu á aðsetur Branch Davidian- sértrúarsafnaðarins í Waco í Texas fyrir rúmum tveim árum. Talið er að 82, þar af mörg börn, hafi farist í eldi sem kom upp í bækistöðvunum þegar ráðist var gegn söfnuðinum. Yfirvöld segja að fólkið hafi sjálft kveikt í og framið þannig fjöldasjálfsvíg. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Byssusmiðja Agnars opnar á ný

BYSSUSMIÐJA Agnars opnar á ný eftir endurbætur að Kársnesbraut 100 næstkomandi mánudag, en á föstudag býður eigandinn, Agnar Guðjónsson byssusmiður, viðskiptavinum að þiggja léttar veitingar í tilefni opnunarinnar á milli klukkan 16 og 18. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Doktor í stærðfræði

Í MAÍ síðastliðnum lauk Ágúst Sverrir Egilsson doktorsprófi í stærðfræði frá Kaliforníuháskóla, Berkeley. Doktorsritgerð Ágústs ber titilinn "On embedding a stratified symplectic space in a smooth Poisson manifold" og er á sviði Poisson rúmfræði. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Englaspil í Ævintýra- Kringlunni

HELGA Arnalds kemur í heimsókn í dag, fimmtudag, kl. 17, með brúðuleikhúsið sitt Tíu fingur. Hún flytur brúðuleiksýninguna Englaspil en Helga hefur sjálf samið þáttinn og hannað brúðurnar, leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir. Englaspil fjallar um vináttuna og þar koma við sögu púki og engill sem kann ekki að fljúga. Meira
20. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 109 orð

ESB verst japanskri tölvutækni

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins tilkynnti í gær, þriðjudag, að hún íhugi að framlengja aðgerðir gegn undirboðsverði á innfluttum japönskum tölvuminniskubbum. ESB er með því að bregðast við beiðni sambands evrópskra rafeindahlutaframleiðenda (EECA) frá 1994, þar sem sambandið lýsir þungum áhyggjum evrópska framleiðenda af því ef aðgerðirnar gegn undirboðum yrðu látnar niður falla. Meira
20. júlí 1995 | Landsbyggðin | 169 orð

Fallegir garðar verðlaunaðir á Selfossi

UMHVERFISNEFND Selfossbæjar hefur afhent viðurkenningar fyrir snyrtilega garða og umhverfi fyrirtækja. Afhent voru skrautrituð og skreytt viðurkenningarskjöl ásamt garðplöntu. Í máli formanns nefndarinnar, Halldórs Páls Halldórssonar, kom fram að val nefndarinnar hefði verið erfitt því mjög margir fallegir og vel hirtir garðar eru á Selfossi. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fangelsi fyrir að skjóta á mann á kamri

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt 24 ára gamlan mann í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa skotið úr haglabyssu í hurð á kamri við gangnamannakofa á Skeiðaafrétti í ágúst í fyrra. Meira
20. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Flaututónlist á sumartónleikum

ÖNNUR tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi verður nú föstudag, laugardag og sunnudag. Í annarri tónleikaröðinni leika Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau á flautur og flytja efnisskrá með verkum eftir Joseph Haydn, Ludwig van Beethoven, Johann Sebastian Bach, Georges Migot, Wolfgang Amadeus Mozart og Atla Heimi Sveinsson. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Forsætisráðherrar funda

FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna munu halda reglubundinn fund í bænum Iluissat eða Jakobshavn á Grænlandi 14-16. ágúst næstkomandi. Davíð Oddsson forsætisráðherra mun sækja fundinn. Þar verða einnig forsætisráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, en Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, kemst ekki á fundinn og mun Ole Norrback, Evrópu- og Norðurlandamálaráðherra, Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fundur um Kínaráðstefnuna

HINGAÐ til lands er komin Gertrud Mongella, framkvæmdastjóri Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking, sem fram fer í haust. Kvenréttindafélagið og undirbúningsnefnd ráðstefnunnar hér á landi hafa ákveðið að efna til fundar með henni í kjallara Hallveigarstaðar laugardaginn 22. júlí kl. 11­12. Meira
20. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Gefa tæki til psoriasismeðferðar

KIVANISKLÚBBURINN Kaldbakur á Akureyri færði á dögunum Félagi exem- og psoriasissjúklinga á Akureyri að gjöf ljósatæki. Þetta tæki er einkum hentugt til að meðhöndla psoriasis á höndum, iljum og höfði, þar sem erfiðast hefur verið að eiga við sjúkdóminn en allmargir sjúklingar munu hafa beðið komu þessa tækis. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Gott verð á Grálúðu

GRÁLÚÐU veiði hefur verið fremur dræm að undanförnu, en 6 togarar eru nú að veiðum á Hampiðjutorginu, 90 mílur vestur af Látrabjargi. Skipin hafa verið að fá eitt og hálft tonn af grálúðu að meðaltali í hali eftir 5 til 6 tíma tog. Meira
20. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 187 orð

Gæsluliðar áfram í Bosníu

LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, hét því í gær að úkraínskir hermenn í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu yrðu ekki kallaðir heim þótt þeir séu hart leiknir á griðasvæðunum í Zepa og Gorazde. Meira
20. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 312 orð

Hefðu notað sprengjuna

JAPANIR hefðu ekki hikað við að beita kjarnorkuvopnum gegn Bandaríkjunum í síðasta stríði hefðu þeir ráðið yfir þeim. Kom þetta fram í gær hjá Tatsusaburo Suzuki, japönskum eðlisfræðiprófessor, en hann tók þátt í kjarnorkuvopnarannsóknum í Japan fyrir stríð. Hann hélt því hins vegar fram, að sprengjunum hefði þá aðeins verið varpað á hernaðarmannvirki en ekki á borgir. Meira
20. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 456 orð

Helmut Kohl ásælist "grænu" atkvæðin

KRISTILEGIR demókratar (CDU) í Þýskalandi hyggjast nú grípa til aðgerða í umhverfismálum til að draga úr áhrifum flokks Græningja og næla sér í stuðning kjósenda, sem er annt um slík mál. Helmut Kohl kanslari hélt á þriðjudag fund með flokksbræðrum sínum og þar var tekin ákvörðun um að þrýsta á um ýmsar aðgerðir til að sýna að flokknum er alvara í umhverfismálum. Meira
20. júlí 1995 | Landsbyggðin | 208 orð

Hjólað fyrir heilsuna

HJÓLREIÐAKEPPNI Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands og Íþróttafélagsins Hamars í Hveragerði fer fram sunnudaginn 23. júlí og hefst keppnin kl. 14. Er þetta í fyrsta sinn sem keppni af þessu tagi er haldin en tilefnið er 40 ára afmæli Heilsustofnunar NLFÍ. Hjólreiðafólk getur valið á milli tveggja vegalengda og enda báðar í Hveragerði. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Hraðbankanotkun jókst um 150%

HRAÐBANKANOTKUN viðskiptavina Íslandsbanka hefur að sögn Sigurveigar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, aukist um 150% frá því í maí í fyrra og heildarfærslum á ávísanareikninga hefur fjölgað um rúm 5% á sama tíma. Aukin notkun debetkorta Meira
20. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 618 orð

Hæglátur forsætisráðherra bíður færis

ÞRÁTT fyrir að það orð fari af Viktor Tsjernómyrdín, forsætisráðherra Rússlands, að hann fari sér jafnan hægt hefur að undanförnu sópað að honum í hlutverki líklegasta arftaka forsetans, Borís Jeltsíns, og það hefur ýtt undir vangaveltur sem jafnan skjóta upp kollinum þegar efasemdir vakna um heilsuhreysti Kremlarleiðtoga. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Íslenskur mjólkuriðnaður ­ leikstjóri mánaðarins

NÚ STENDUR yfir verðlaunasamkeppni ungs fólks á vegum Íslensks mjólkuriðnaðar um bestu mjólkurauglýsinguna 1995, "Mjólkin í sinni mynd". Í hverjum mánuði er dreginn út leikstjóri mánaðarins úr hópi þeirra sem sent hafa inn tillögu að mjólkurauglýsingu og kom það í hlut Elísabetar Gunnarsdóttur, 12 ára, að vera útnefnd leikstjóri júnímánaðar. Hún hlýtur því að gjöf sérstakan leikstjórastól. Meira
20. júlí 1995 | Landsbyggðin | 172 orð

Kiwanisklúbburinn Ölver gefur rennibraut

Í TILEFNI af 20 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn gaf klúbburinn 700.000 kr. upp í kaup á rennibraut í sundlaugina. Af sama tilefni fékk Grunnskólinn í Þorlákshöfn 100.000 kr. til kaupa á tölvu auk árlegra viðurkenninga sem veittar eru 10. bekkingum. Leikskólinn Bergheimar 50.000 kr. til kaupa á leiktækjum. Meira
20. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 65 orð

Kohl og Gonzalez funda

HELMUT Kohl Þýskalandskanslari og Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, áttu fund saman í Santiago de Compostela, höfuðborg Galisíu í gær. Bosníudeilan var helsta umræðuefni fundarins en einnig ræddu þeir hvaða verkefni væru framundan í Evrópusambandinu næstu mánuði, meðan Spánverjar fara með formennskuna í ráðherraráðinu. Meira
20. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 180 orð

Listasumar

Gítar og kontratenór Á TÓNLEIKUM Gítarhátíðar 1995 í Akureyrarkirkju í kvöld flytja Einar Kristján Einarsson gítarleikari og Sverrir Guðjónsson kontratenór fjölbreytta dagskrá tónverka allt frá 16. öld og fram á okkar daga. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 808 orð

Læknisfræðilegt örorkumat betra en fjárhagslegt

JÓN Erlingur Þorláksson er fæddur á Ytra-Álandi í Þistilfirði árið 1926, varð stúdent frá MA árið 1948 og lauk námi í tryggingastærðfræði og tölfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1956. Hann var fulltrúi á Hagstofu Íslands til 1961 og framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs fiskiskipa frá þeim tíma til 1986. Hann rekur nú sjálfstæða tryggingafræðiskrifstofu, sem annast m.a. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 274 orð

Lögin orðin gömul og úrelt

Í UNDIRBÚNINGI er endurskoðun á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, en þau lög eru meira en 40 ára gömul. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, segir að lögin séu orðin úrelt enda séu þau frá þeim tíma þegar opinberir starfsmenn höfðu hvorki verkfalls- né samningsrétt. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 206 orð

Lögreglan fylgist með spilasölum

LÖGREGLUMENN hafa undanfarið farið í leiktækja-, spila- og knattborðssali í Reykavík til að kanna hvort reglum um aldursmörk sé framfylgt. Samkvæmt lögreglusamþykkt er börnum innan 14 ára ekki heimill aðgangur að knattborðum, spilakössum og leiktækjum nema í fylgd forráðamanna. Miðað er við fæðingarár. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

Minni innflutningur Rússaþorsks

INNFLUTNINGUR á Rússaþorski er ívið minni á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Á þessu ári hafa verið flutt inn um 3.750 tonn, að verðmæti um 709 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra höfðu verið flutt inn tæp 4 þúsund tonn, að verðmæti um 800 milljónir króna. Hjá fyrirtækinu Marbakka hafa verið flutt inn 945 tonn fyrstu sex mánuði ársins. Meira
20. júlí 1995 | Landsbyggðin | 220 orð

Minningargjöf um Magnús Gíslason á Stað

MARGT samferðafólk Magnúsar heitins Gíslasonar á Stað kom saman á Stað um síðustu helgi, til að heiðra minningu hans og einnig til að gefa fjölskyldunni minningargjöf, en eitt ár er liðið frá andláti Magnúsar. Margir kunningjar Magnúsar dvöldu um helgina á Stað og á sunnudagsmorgun var haldið til kirkju. Þar annaðist sr. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 572 orð

Mokveiði á nýju svæði

Mjög góð silungsveiði hefur verið á köflum í Blöndulónunum, talsvert norðan Hveravalla á Kjalvegi, í sumar. Í fyrsti skipti í sumar er reynt að halda utan um veiðiskapinn, selja veiðileyfi og útbúa aðstöðu fyrir veiðimenn. Mikill fiskur er á svæðinu sem er talsvert víðfemt, mest bleikja, en einnig reytingur af urriða. Fiskurinn er mjög vænn, mikið 2-4 punda. Net og stöng... Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Morgunblaðið/Jón

Morgunblaðið/Jón Eldgleypir á Austurvelli Sumrinu fylgja ýmiskonar skemmtilegar og óvæntar uppákomur. Vegfarendum á Austurvelli varð heldur betur skemmt á dögunum þegar þeir rákust á fjöllistamann sem m.a. spúði eldi. Krakkarnir fylgdust dolfallin með eldinum stíga úr koki mannsins og eflaust hefur fullorðnum þótt nóg um. Meira
20. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Morgunverðarhlaðborð

VEITINGASTAÐURINN Lindin við Leiruveg býður nú upp á morgunverðarhlaðborð alla morgna og hafa veitingamenn m.a. kynnt fararstjórum, hópferðabílstjórum og íþróttahópum sem leið eiga um Akureyri þessi hlaðborð en staðurinn er rétt við þjóðveg 1, á leiðinni út úr bænum sé haldið í austurátt. Þá verður einnig í sumar boðið upp á kaffihlaðborð síðdegis alla daga. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna, samband ungra jafnaðarmanna, samband ungra framsóknarmanna, Kvennalistinn, Þjóðvaki og Verðandi munu efna til mótmælastöðu við kínverska sendiráðið í dag kl. 17.30 og munu fulltrúar hreyfinganna afhenda kínverska sendiherranum ályktun við þetta tækifæri. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 239 orð

Norðmenn kærðir fáist ekki önnur svör

KÅRE Bryn, skrifstofustjóri í norska utanríkisráðuneytinu, segir Íslendinga hafa fengið þau svör, sem norsk stjórnvöld muni gefa við mótmælum þeim, sem sendiherra Íslands í Brussel setti fram á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar á þriðjudag vegna meðferðar norskra stjórnvalda á togaranum Má SH 127. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 842 orð

Ný Borgarfjarðarbraut í óþökk íbúa

ÞAÐ eru fyrst og fremst ábúendur á Stóra-Kroppi og Ásgarði sem telja sig verða fyrir skakkaföllum ef nýi vegurinn verður lagður að tillögu Vegagerðarinnar. Allt undirlendi á Stóra-Kroppi er neðan gamals sýsluvegar sem liggur um landið. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 307 orð

Nýtt deiliskipulag kynnt fyrir Elliðaárdal

TILLAGA að nýju deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal var kynnt á fundi borgarráðs á þriðjudaginn var. Gert er ráð fyrir þremur nýbyggingum auk bílskúra en samþykki skipulagsnefnd tillögurnar munu þær leiða líklega til þess að erfðafestu á þremur lóðum í dalnum verður sagt upp. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 41 orð

Olía fór í sjóinn

MENGUNARSLYS varð í Sundahöfn í gærmorgun við Ms. Brúarfoss. Óhappið varð þegar verið var að dæla olíu úr drentanki í söfnunartank. Brák lá við síðu skipsins og var hún hreinsuð upp með sérstökum hreinsunarbúnaði í eigu Reykjavíkurhafnar. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

Óvæntur fundur í grjóthleðslu

BRJÓSTNÆLA frá 10. öld fannst nýlega við fornleifauppgröft að Hofstöðum í Garðabæ og er þetta með merkari fornleifafundum síðari ára að sögn Ragnheiðar Traustadóttur sem hefur umsjón með uppgreftrinum. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 623 orð

Rannsóknir á spatti, viðamesta rannsókn á íslenska hestinum til þessa

Á ÞESSU ári tóku stjórnvöld þá ákvörðun að Búnaðarskólinn að Hólum skyldi vera miðstöð íslenskrar hrossaræktar og eins og segir í tilkynningu ráðuneytis þar um: "hefur verið ákveðið að við Bændaskólann á Hólum verði miðstöð kennslu og hvers konar rannsókna er varða hrossarækt og reiðmennsku ásamt heilbrigði og frjósemi hrossa. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

Reisugilli í Skógarhlíð

REISUGILLI var haldið í Skógarhlíðinni í Reykjavík í gær en þar er Karlakór Reykjavíkur að byggja myndarlegt tónlistarhús. Húsið hefur verið í byggingu undanfarin 4-5 ár en fyrsta skóflustungan var tekin árið 1986, á sextíu ára afmæli kórsins. Gera kórfélagar sér vonir um að geta farið að æfa í nýja húsinu að ári. Um sextíu og fimm karlar æfa og syngja með Karlakór Reykjavíkur. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 196 orð

Rýmra fyrir börn og foreldra

BARNADEILD Landakots var flutt í endurnýjað húsnæði á 5. hæð Borgarspítalans í gær. Árni V. Þórsson, yfirlæknir, sagði að undirbúningur flutninganna hefði tekið nokkrar vikur. Hins vegar færi nánast allur flutningurinn fram á einum degi. Meira
20. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Sauðfé flutt af riðusvæði án vitundar bónda

NOKKRAR kindur úr Skíðadal, sem er inn af Svarfaðardal, hafa verið fluttar þaðan og settar á beit út í Múla. Þær hafa verið fluttar án vitneskju bóndans, sem á þær, af svæði þar sem riða hefur iðulega komið upp að undanförnu og út á svæði sem talið hefur verið hreint. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 388 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

GUÐMUNDUR Rúnartrúbador, spilar og syngur í veitingahúsinu A. Hansenföstudags- og laugardagskvöld. HLJÓMSVEITIN Léttir til verður á Rauða ljóninu föstudag og laugardag. DALVÍK. Meira
20. júlí 1995 | Landsbyggðin | 135 orð

Skógræktarfélagið fær eina milljón að gjöf

Laxamýri­Aðalfundur Skógræktarfélags Reykhverfinga var haldinn um helgina en tíu ár eru liðin síðan félagið var endurreist. Á fundinum kom fram tillaga um að stofna minningarsjóð um Jón Árnason bílstjóra frá Þverá, sem gaf félaginu eina milljón króna eftir sinn dag, en hann lést á sl. ári. Tilgangur sjóðsins yrði að efla skógrækt í hreppnum m.a. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 244 orð

Skútustaðaskóli verði náttúrufræðslusetur

HUGMYNDIR eru uppi hjá sveitarstjórn Skútustaðahrepps að þegar Skútustaðaskóli verði ekki lengur notaður til reglulegs grunnskólahalds og allt skólastarf verði flutt í Reykjahlíðarskóla verði skólahúsið að Skútustöðum notað til nýrrar atvinnustarfsemi. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Slösuð stúlka sótt að Glym

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti slasaða stúlku að Glym í Hvalfirði um tíuleytið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Slökkviliðsins féll stúlkan úr klettum nálægt fossinum. Var fallið 3-4 metrar og lenti hún að hluta í Botnsá. Hún var með meðvitund en kvartaði undan eymslum í baki. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 341 orð

Smíðaði stærstu blokkflautu í heimi

STEFÁN GEIR KARLSSON tók í gær við viðurkenningarskjali frá Heimsmetabók Guinnes, þar sem staðfest var að blokkflauta sem hann smíðaði væri sú stærsta í heimi. Blokkflautan er fimm metra löng, tæpur metri í þvermál þar sem hún er sverust og vegur um eitt tonn með undirstöðu. Flautan er í eigu Reykjavíkurborgar og stendur nú við sundlaugina í Árbæ. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 315 orð

Steingrímur J. Sigfússon tilkynnir framboð til formennsku

"MITT framboð er ekki í neinum tengslum við vangaveltur um hugsanleg framboð annarra einstaklinga til varaformannsembættis. Ég tel óheppilegt ef gerðar verða tilraunir til þess að fram komi blokkir eða pör. Ég lít svo á að hér sé um algerlega aðskildar kosningar að ræða og hvað mig sjálfan snertir er mitt framboð ekki í neinum tengslum við vangaveltur um slíkt," segir Steingrímur J. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Strætógjald í leiguakstri fyrir blinda

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hefja tímasetta tilraun um breytt fyrirkomulag á ferðaþjónustu fyrir blinda. Frá næstu mánaðamótum til áramóta gefst blindum kostur á að ferðast með leigubílum fyrir verð eins strætómiða eða 100 krónur. Strætisvagnar Reykjavíkur sem starfrækja Ferðaþjónustu fatlaðra hafa gert samning við Blindrafélagið um að félagið taki að sér að sjá um ferðaþjónustu við blinda. Meira
20. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 340 orð

Svíar í fyrsta sinn fulltrúar ESB

SÆNSKA sendiráðið tók 1. júlí síðastliðinn við umboði forsætisnefndar Evrópusambandsins hér á landi af franska sendiráðinu. Spánn er nú í forsæti ráðherraráðs sambandsins, en þar sem ekki er spænskt sendiráð hér á landi féll þetta hlutverk því sænska í skaut. Þetta er í fyrsta sinn sem sænskt sendiráð gegnir þessu hlutverki fyrir Evrópusambandið. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Tveir slysalausir sólarhringar

EKKERT umferðarslys varð í Reykjavík í tvo sólarhringa, frá mánudagsmorgni til miðvikudagsmorguns. Það telst til tíðinda því slysalausir dagar í umferðinni í Reykjavík eru ekki margir. Minniháttar óhöpp voru í færra lagi, 11 fyrri sólarhringinn og 12 þann síðari. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Vatnsleki í mannlausri íbúð

LÖGREGLAN var kölluð til aðstoðar skömmu eftir miðnætti í fyrrakvöld vegna vatnsleka úr mannlausri íbúð við Sólvallagötu. Lásasmiður var fenginn til að aðstoða við inngöngu í íbúðina. Í ljós kom að sírennsli var í klósettkassa og klósettið stíflað þannig að vatnið flóði út á gólf. Starfsmenn tryggingafélags voru kallaðir á vettvang en tjónið var talið minniháttar. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Vatnsverð hækkar um 15% frá áramótum

SAMKOMULAG hefur tekist milli samninganefnda Reykjavíkur og Kópavogs um 15% hækkun á endurgjaldi fyrir vatn sem Kópavogsbær kaupir af Vatnsveitu Reykjavíkur. Frá og með 1. janúar 1995 hækkar vatnsverðið úr 6,09 kr. í 7 kr. á rúmmeter en hækkar að nýju um áramót í 8,10 kr. Borgarráð hefur samþykkt samkomulagið fyrir sitt leyti en beðið er staðfestingar bæjarráðs Kópavogs. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Veiðibanni á loðnusvæðum framlengt

Sjávarútvegsráuneytið hefur framlengt veiðibanni á loðnusvæðunum til og með 8. ágúst. Er þetta gert að tillögu Hafrannsóknarstofnunar. Loðnusvæðunum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar fyrir norðan land var lokað með skyndilokun fyrir viku síðan vegna hás hlutfalls smáloðnu í afla loðnuskipa. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 443 orð

Verðið að endurskoða afstöðu ykkar síðar

ANEURIN Rhys-Hughes, fráfarandi sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi og í Noregi, segir það ekki vera raunhæfa afstöðu að ætla að fresta allri Evrópuumræðu fram yfir ríkjaráðstefnu ESB. Óháð því sem sagt væri nú yrðu menn að endurskoða afstöðu sína síðar. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 271 orð

Viðræður við Landsvirkjun um raforkuverð

VIÐRÆÐUR eru að hefjast á ný milli fulltrúa fiskvinnslunnar og Landsvirkjun um raforkukaup fiskvinnslustöðvanna. Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir fiskvinnsluna nú greiða sexfalt hærra verð fyrir raforkuna en Járnblendiverksmiðjan í Grundartanga og vilji ná raforkukostnaðinum niður um 200 milljónir kr. á ári. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 369 orð

Yfir 24 milljónir safnast í þjóðarátaki stúdenta

LOKAHRINA þjóðarátaks stúdenta fyrir Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er nú að hefjast en það hefur nú þegar skilað safninu gjöfum og framlögum sem metin eru á yfir 24 milljónir króna. Rúmar tvær milljónir króna hafa bæst við þá upphæð sem stúdentar afhentu við opnun Þjóðarbókhlöðu 1. desember sl. Meira
20. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 204 orð

Þyrla Bandaríkjahers bilar í Skaftafelli

BANDARÍSK herþyrla, sem er hér á landi vegna heræfinga Bandaríkjahers, bilaði í gærmorgun í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Festingabolti á hlíf yfir mótor þyrlunnar sogaðist inn í hann þannig að hverfilblöð skemmdust. Ekki er hægt að gera við hana fyrr en varahlutir koma frá Bandaríkjunum og verður hún því að vera um sinn í umsjá landvarðar og björgunarsveitarmanna. Meira

Ritstjórnargreinar

20. júlí 1995 | Leiðarar | 610 orð

leiðariPRÓFSTEINN Á STOFNANIR EFTA TGERÐ togarans Más hefu

leiðariPRÓFSTEINN Á STOFNANIR EFTA TGERÐ togarans Más hefur kært framferði norskra stjórnvalda gagnvart togaranum, er honum var meinað að fá neyðaraðstoð í norskri höfn, til Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel. Meira
20. júlí 1995 | Staksteinar | 331 orð

»Norðurlönd og landamærin SÆNSKI þingmaðurinn Elver Jonsson, sem á sæti í forsætisnefnd N

SÆNSKI þingmaðurinn Elver Jonsson, sem á sæti í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, skrifar grein í tímaritið Nordisk Kontakt, um framlag Norðurlandanna til landamæralausrar Evrópu. Að flytja landamæri með friðsamlegum hætti Meira
20. júlí 1995 | Leiðarar | 2151 orð

ReykjavíkurbréfIREYKJAVÍKURBRÉFI FYRIR hálfum mánuði var meðal annars

IREYKJAVÍKURBRÉFI FYRIR hálfum mánuði var meðal annars vikið að því hvernig markaðsvæðing og alþjóðavæðing takmörkuðu valdsvið stjórnmálamanna. Stundum hefur þetta tvennt farið hönd í hönd ­ markaðsvæðingin hefur oft komið að utan. Heimurinn skreppur æ hraðar saman með bættum samgöngum, fjarskiptum og fjölmiðlun og upplýsingastreymið á milli ríkja og heimsálfa eykst í sífellu. Meira

Menning

20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 97 orð

Að eilífu Batman í Sambíóunum og Borgarbíói

"BATMAN forever", eða Að eilífu Batman, verður forsýnd um helgina í Sambíóunum og Borgarbíói, Akureyri. Þetta er þriðja myndin um afrek hetjunnar svartklæddu. Þessi mynd fjallar um baráttu Batmans við tvo erkiþrjóta sem báðir eiga það sameiginlegt að hafa undarleg útlitseinkenni svo ekki sé meira sagt. Batmann leikur Val Kilmer. Meira
20. júlí 1995 | Tónlist | 360 orð

Akurlendi íslenskra sönglaga

Einsöngur Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundarson flytja íslensk söngverk. "ÍSLENSKA einsöngslagið" hefur fyrir tilstilli Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara verið endurmetið og tónleikar, þar sem einsöngvarar hafa eingöngu tekið til meðferðar íslensk söngverk, hafa verið mjög vel sóttir, svo að mikilvægi þess, Meira
20. júlí 1995 | Tónlist | 575 orð

Allt og ekkert

Höfundur og stjórnandi: Atli Heimir Sveinsson. Flytjendur: María Ellingsen, upplestur, Guðni Franzson, klarinett, Margrét Bóasdóttir, sópran, Heiðrún Hákonardóttir, sópran, Íris Erlingsdóttir, sópran, Kristjana Stefánsdóttir, sópran, Ann Toril Lindstad, orgel, Hilmar Örn Agnarsson, orgel, Guðrún Óskarsdóttir, sembal, Árni Heimir Ingólfsson, sembal, Kolbeinn Bjarnason, bassaflauta, Meira
20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Brando ánægður á Írlandi

BÚIST er við því að tökur hefjist brátt á kvikmyndinni "Divine Rapture", en þeim hafði verið hætt vegna fjárhagsvandræða. Tökustaður er Írland. Aðalstjarna myndarinnar, sjálfur Marlon Brando, segir að honum finnist svo gott að vera þar að hann ætli að sækja um írskan ríkisborgararétt. Ráðgert var að tökur hæfust á ný í gær. Meira
20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 131 orð

Bústinn sækir bústinn heim

TOM Arnold, fyrrum eiginmanni leikkonunnar Roseanne, er enn hlýtt til hennar. "Við giftum okkur eftir að hafa verið vinir í sjö ár," segir hann. Þrátt fyrir að hann kvænist 22 ára háskólanema um næstu helgi getur hann ekki gleymt leikkonunni bústnu. "Ég er ekki ástfanginn af henni en ég ber vinarhug til hennar. Meira
20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 86 orð

Connery í fullu fjöri

ÞRÁTT fyrir að vera ekkert unglamb lengur er skoski hálandakonungurinn Sean Connery síður en svo hættur kvikmyndaleik. Nú eru samningaviðræður á lokastigi um að hann taki að sér aðalhlutverk Klettsins, eða "The Rock". Connery leikur vandræðagemsa, frægan fyrir tilraunir sínar til að brjótast út úr víggirtum fangelsum. Meira
20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 48 orð

Divine í sviðsljósinu

PÖRUSTÚLKAN Divine Brown, réttu nafni Stella Marie Thompson, mætir til réttarhalda vegna kynna sinna við Hugh Grant. Hún lýsti yfir sakleysi sínu við réttarhöldin, sem fóru fram í gær, en ekki næstkomandi þriðjudag, eins og stóð í blaðinu í gær. Hún var þögul allan tímann. Meira
20. júlí 1995 | Kvikmyndir | -1 orð

Ein gála er glaðnaði af rommi

Leikstjóri: Mira Nair. Aðalhlutverk: Marisa Tomei, Alfred Molina, Anjelica Huston, Chazz Palminteri. The Samuel Goldwyn Company. 1995. SAMKVÆMT nýlegri frétt í Morgunblaðinu er Perezfjölskyldan ein ástæðan fyrir slæmu gengi The Samuel Goldwyn Company og að það er nú til sölu. Ekki kemur það sérstaklega á óvart. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 115 orð

Englar alheimsins hljóðbók

ÚT ER komin hjá Hljóðbókaklúbbnum verðlaunaskáldsagan Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, en fyrir hana hlaut höfundurinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Englar alheimsins er fimmta skáldsaga Einars Más,en hann hefur einnig sent frá sér fjórar ljóðabækur,smásagnasafn ogtvær barnabækur, Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 137 orð

Fjörustillur í Hafnarfirði

GUÐMUNDUR Ármann opnar sýningu verkum sínum í Gallerí Listhúsi 39 við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 22. júlí klukkan 14. Á sýningu Guðmundar Ármanns eru grafíkmyndir, dúkristur og einþrykk sem hann hefur gert á árunum 1991-1995. Myndefnið er fjörulíf og sýninguna kallar hann Fjörustillur. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Frumkvöðlar íslenskrar myndlistar

JÚLÍANA Gottskálksdóttir flytur fyrirlesturinn "Pionärerna i det islandske bildkonst". Hún fjallar um fyrstu kynslóð íslenskra listamanna, sem öll telst frumkvöðlar í íslenskri myndlist. Það er myndhöggvarinn Einar Jónsson og málararnir Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval ásamt Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 216 orð

Full ástæða til að fagna

SHURA Tsjerkassíj, síðastur rómantísku píanósnillinganna, er ekki síður þekktur fyrir það hversu hjátrúarfullur hann er en fyrir snilli sína. Dæmi um það er að þegar hann stígur upp á svið skiptir það öllu máli að hægri fóturinn snerti sviðið á undan þeim vinstri. Meira
20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 131 orð

Fædd fyrir hvíta tjaldið

"ÉG REYNI ekki að vera sæt, ég er bara ég sjálf," segir vinsælasta barnastjarna Bandaríkjanna, Tina Majorino. Tina er aðeins tíu ára gömul, en hefur þegar leikið í fjórum myndum, "When a Man Loves a Woman" ásamt Meg Ryan og Andy Garcia, "Corrina, Corrina" með Whoopi Goldberg, "Andre" og núna seinast stórmyndinni "Waterworld" ásamt Kevin Costner og Dennis Hopper. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 77 orð

Gallerí Greip

LAUGARDAGINN 22. júlí kl. 16 verður opnuð í Gallerí Greip sýning á verkum eftir Snædísi Úlriksdótturhúsgagnahönnuð. Á sýningunni verða húsgögn sem Snædís hefur unnið að á síðustu mánuðum. Snædís lauk mastersnámi frá Royal College of Art í London 1993 og hefur rekið "studio" þar í borg síðan. Þetta er fyrsta einkasýning Snædísar en hún hefur tekið þátt í samsýningum í Bretlandi. Meira
20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 115 orð

Gleymdir leikarar

EINS og margir muna vafalaust eftir var kvikmyndin "St. Elmo's Fire" afar vinsæl á sínum tíma. Tíu ár eru nú liðin frá frumsýningu myndarinnar, sem fjallaði um líf sjö ungmenna. Athyglisvert er að af þessum sjö leikurum er aðeins ein leikkona verulega þekkt tíu árum seinna. Það er engin önnur en Demi Moore, sem brátt hefur leik sinn í myndinni Nektardans. Meira
20. júlí 1995 | Myndlist | -1 orð

Héðan og þaðan

Opið virka daga frá 13-18. Sunnudaga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 2 ágúst. Aðgangur ókeypis. "UNDARLEGT ferðalag" er nafn ljósmyndasýningar í listhúsinu Úmbru, sem fransk-ungverski leiðsögumðurinn Phillippe Patay stendur að. Hann hefur er svo er komið hlotið íslenzkt ríkisfang og gengst af lífi og sál upp í starfi sínu sem leiðsögumaður. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 356 orð

Íslenska mafían

ÍSLENSKA mafían heitir nýtt leikrit eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem byggt er á tveimur síðustu skáldsögum þess fyrrnefnda, Heimskra manna ráðum og Kvikasilfri. Verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu um næstu jól í leikstjórn Kjartans en um 15 leikarar fara með hlutverk í sýningunni. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 52 orð

Jóhannes Geir sýnir í Núpsskóla

SÝNING á málverkum og litkrítarmyndum eftir Jóhannes Geir Jónsson listmálarastendur yfir áHótel-Eddu,Núpsskóla, Dýrafirði, og verðuropin til ágústloka. Myndirnar erutil sölu. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 253 orð

Mál og menning fær útgáfuréttinn á Tómasi

MÁL og menning hefur fengið útgáfuréttinn á verkum Tómasar Guðmundssonar skálds. Að sögn Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra Máls og menningar var það að frumkvæði erfingja Tómasar að forlagið tæki að sér útgáfumál skáldsins framvegis. Almenna bókafélagið hefur hingað til haft útgáfuréttinn á verkum Tómasar. Mikill heiður Meira
20. júlí 1995 | Kvikmyndir | 310 orð

Riddarar tíunda áratugarins

Leikstjóri Jerry Zucker. Handritshöfundur William Nicholson. Tónlist Jerry Goldsmith. Kvikmyndatökustjóri David Greenberg. Aðalleikendur Sean Connery, Richard Gere, Julia Ormond, Ben Cross, Sir John Gielgud. Bandarísk. Columbia 1995. Meira
20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 117 orð

Seymour lætur gott af sér leiða

"ÉG ER alveg steinhissa," sagði Jane Seymour nýlega, eftir að ein vatnslitamynda hennar hafði selst á1,5 milljónirkróna á uppboði til styrktar dauðvonabörnum. Málverk hennarhefur einnigverið valið tilað prýðagreiðslukort. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 94 orð

Sumarnámskeið Myndlistarskóla Kópavogs

MYNDLISTARSKÓLI Kópavogs hélt sumarnámskeið í júní, sem er nýjung í starfi skólans. Nemendur voru á öllum aldri, börn, unglingar og fullorðnir. Námskeiðið var vel sótt og voru nemendur ýmist úti eða inni við að mála, teikna og móta, eftir því sem veður leyfði. Námskeiðið stóð yfir í eina viku. Meira
20. júlí 1995 | Bókmenntir | 1608 orð

Tröllin í hjarta og heila

eftir Henrik Ibsen. Einar Bragi þýddi og gaf út 1995. 599 og 518 bls. ÆTLI nokkurt leikritaskáld seinni alda hafi verið áhrifaríkara með skrifum sínum en Henrik Ibsen? Mér er til efs um það. Enda þótt hann hafi verið útkjálkamaður í Evrópu og sögusvið flestra verka hans sé norskt smábæjarsamfélag við sjávarsíðuna hafa verk hans höfðað til heimsbyggðarinnar. Meira
20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 52 orð

Waterworld fær ágætis dóma

NÝJASTA mynd leikarans Kevins Costners, Waterworld, var sýnd gagnrýnendum nýlega. Kostnaður við myndina fór algjörlega úr böndunum og endaði í 11 milljörðum króna. Það virtist hafa neikvæð áhrif á viðhorf gagnrýnendanna til myndarinnar, sem engu að síður fékk þokkalega dóma. Myndin verður frumsýnd vestra þann 28. júlí næstkomandi. Meira
20. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 43 orð

Wyman heldur veislu

GAMLI rokkhesturinn Bill Wyman, fyrrum bassaleikari Rolling Stones, fagnaði á þriðjudaginn sex ára afmæli veitingastaðar síns, "Sticky Fingers" í Lundúnum. Meðal gesta voru ofurfyrirsæturnar Elle McPherson og Samantha Fox, auk gamla silfurrefsins Bobs Geldofs. Eiginkona Wymans, Suzanne, var einnig á staðnum. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 73 orð

Þorsteinn í Eden

ÞORSTEINN Eggertsson opnar málverkasýningu í Eden, Hveragerði, laugardaginn 22. júlí kl. 14. Á sýningunni eru 30 verk flest nýleg (níu gerð á þessu ári) og ýmist unnin í olíu, olíupastel eða með blandaðri tækni. Flestar myndanna eru til sölu en sýningunni lýkur 31. júlí næstkomandi. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 129 orð

Þrek og tár

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir nýtt leikverk eftir Ólaf Hauk Símonarson í september. Verkið heitir Þrek og tár og verður í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar en tónlistarstjórn annast Egill Ólafsson sem einnig fer með eitt hlutverkanna í leiknum. Meira
20. júlí 1995 | Menningarlíf | 122 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁRBÓK Ferðafélags Íslands 1995, Á Hekluslóðum, er nýlega komin út. Árbókin sem er sú 68. frá uphafi ritraðarinnar, 1928 kemur út annað árið í röð í stærra broti en áður. Á Hekluslóðum fjallar um eldfjallið Heklu og nágrenni þess. Árbókin er 272 bls. Meira

Umræðan

20. júlí 1995 | Aðsent efni | 939 orð

Aldraðir eru ekkert vandamál

Séð úr stjórnsýsluturninum Það eru allar kosningar um garð gengnar, en engu að síður vill svo til að tvo daga í röð, 12. og 13. júlí, birtust fróðlegar og lærðar greinar í Morgunblaðinu um málefni aldraðra, báðar úr ráðuneyti heilbrigðismála og höfundar eru Jón Sæmundur Sigurjónsson hagfræðingur (Lífeyrisaldur) og Hrafn Pálsson deildarstjóri. Meira
20. júlí 1995 | Aðsent efni | 2852 orð

FISKLEYSISGUÐINN

HAFRANNSÓKNASTOFNUN á aldarfjórðungsafmæli á þessu ári og heldur uppá það með 150 þús. tonnum, en tók við úr stjórnleysinu 453 þús. tonnum 1971, en það ár lagði Hafrannsókn fram tillögur sínar um samdrátt í afla og svæðafriðun fyrir ungfisk. Meira
20. júlí 1995 | Velvakandi | 328 orð

Guð í kvenkyni?

INGIBJÖRG R. Magnúsdóttir skrifaði hér í blaðið miðvikudaginn 12 júlí um hvort rétt gæti verið að tala um Guð í kvenkyni og biðja Móðir vor í staðinn fyrir Faðir vor. Okkur þótti þetta góð hugleiðing og viljum leggja orð í belg, enda tölum við um Guð í kvenkyni og finnum að það hefur góð áhrif á okkur. Meira
20. júlí 1995 | Velvakandi | 374 orð

Indíánar Vestur-Kanada

INGÓLFUR Guðbrandsson ferðamálafrömuður skrifaði nýlega grein í Mbl. um töfra Vestur- Kanada. Þykir okkur í Vináttufélagi Íslands og Kanada það gleðiefni. Þó er undirrituðum, sem lærði mannfræði í Kanada, annt um að skýra betur það sem hann segir um indíána Vesturstrandarinnar. Það er rétt hjá Ingólfi að indíánarnir eru eina fólkið í Kanada sem ekki er aðflutt. Meira
20. júlí 1995 | Velvakandi | 451 orð

íkverji hefur undanfarið verið að lesa bók bandaríska blaðamanns

íkverji hefur undanfarið verið að lesa bók bandaríska blaðamannsins Bobs Woodwards um fyrsta ár Bills Clintons í embætti Bandaríkjaforseta. Í bókinni er einkum fjallað um hvernig forsetanum og mönnum hans gekk að búa til og hrinda í framkvæmd efnahagsáætlun sem bæði átti að örva efnahagslífið og hemja fjárlagahallann sem þar í landi nær stjarnfræðilegum stærðum. Meira
20. júlí 1995 | Velvakandi | 631 orð

Ofbeldiskennslan frá Lynghálsinum og nýi dagskrárstjórinn

UM DAGINN tók við störfum nýr dagskrárstjóri á Stöð 2. Það ku enginn annar vera en leiklistar- og bókmenntamaðurinn Páll Baldvin Baldvinsson sjálfur. Það er sami maðurinn og verið hefur innkaupastjóri þessarar sömu sjónvarpsstöðvar þar sem hinar mjög svo miður smekklegu kvikmyndir hafa undanfarin ár verið sýndar, flestu hugsandi fólki til verulegra áhyggna. Meira
20. júlí 1995 | Aðsent efni | 991 orð

Samkeppni eða ríkisforsjá

SÍÐASTLIÐINN laugardag birtist grein í Mbl. eftir Bergþór Halldórsson, yfirverkfræðing hjá Pósti og síma, sem hann nefnir "Einkarekstur eða opinber rekstur". Greinin er athyglisverð fyrir margra hluta sakir en þó helst fyrir það að afstaða eins háttsettasta manns innan Pósts og síma til einkareksturs er afhjúpuð. Meira
20. júlí 1995 | Aðsent efni | 970 orð

Símanúmerin

Í GREININNI er lýst númerakerfi með fyrsta staf 0 fyrir þjónustu, 1­8 fyrir heimasíma og 9 fyrir útisíma (farsíma og slíkt). Kerfið felur í sér að lengja gömlu númerin í 7 stafi með svæðistölu (1 fyrir Reykjavík), þannig að engin ný tala bætist framan við neitt númer (nema símatorg) og álag á símstöðvarnar verður óbreytt. Úr útinúmerum er felld niður talan 8. Meira

Minningargreinar

20. júlí 1995 | Minningargreinar | 511 orð

Elísabet Björgvinsdóttir

Á þessari stundu, er ég sest niður til að skrifa minningargrein um Elísabetu frændkonu mína, fyllist hugur minn þakklæti yfir að hafa átt þess kost að eiga með henni samleið af og til á langri ævi. Við ólumst upp hvor í sínum landsfjórðungi og því var það ekki fyrr en á unglingsárunum að kynni tókust með okkur. En aftur á móti var ég alin upp við það að oft var á hana minnst og fjölskyldu hennar. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 912 orð

Elísabet Björgvinsdóttir

Á kveðjustund er ljúft að minnast mætrar konu, Elísabetar Björgvinsdóttur frá Efra-Hvoli, sem í dag verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, Þorláks Helgasonar verkfræðings, á grundinni grænu syðst í Fossvogskirkjugarði, þar sem athafnasvæði Vita- og hafnamálastjórnar blasir við sjónum handan vogarins. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 796 orð

Elísabet Björgvinsdóttir

Austur undir Hvolsfjalli stendur reisulegt, járnvarið, gult timburhús, með rauðu þaki. Þetta er Efri- Hvoll í Hvolhreppi. Hús þetta, sem var með stærstu íbúðarhúsum í sveit, var reist sumarið 1909 af Björgvini Vigfússyni, þá nýskipuðum sýslumanni Rangæinga. Björgvin og kona hans, Ragnheiður Einarsdóttir, voru bæði ættuð af Austurlandi. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 294 orð

ELÍSABET BJÖRGVINSDÓTTIR

ELÍSABET BJÖRGVINSDÓTTIR Elísabet Björgvinsdóttir fæddist á Stórólfshvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 5. júní 1908 og átti heima á Efrahvoli í sömu sveit 1909-41. Hún lést á Hvítabandinu við Skólavörðustíg í Reykjavík 12. júlí sl. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 495 orð

Guðbjörg Eiríksdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast yndislegrar ömmu minnar Guðbjargar Eiríksdóttur. Ég var ekki há í loftinu þegar pabbi svaraði spurningu minni: Af hverju á ég alveg eins nafn og amma? Það að vera alnafna ömmu minnar þótti mér afar merkilegt, Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 500 orð

Guðbjörg Eiríksdóttir

Ég átti því láni að fagna að verða einn af þeim, sem fékk að kynnast heiðurskonunni Guðbjörgu Eiríksdóttur, eða ömmu Buggu, eins og hún var jafnan kölluð af barna- og barnabarnabörnum sínum. Guðbjörg var einstök kona. Þrátt fyrir erfiða ævi, háan aldur og misjafna heilsu, var hún ætíð glaðlynd, og hrókur alls fagnaðar, hvort sem það var á mannamótum eða í faðmi fjölskyldunnar. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 277 orð

Guðbjörg Eiríksdóttir

Amma var fædd að Bjarnastöðum í Selvoginum en fluttist ung með móður sinni og systkinum að Fremri-Hálsi í Kjós. Oft sagði amma mér frá þeim tíma er hún bjó að Hálsi, m.a. frá því þegar hún labbaði til Reykjavíkur. Það þótti mér vera þrekvirki. En þegar maður eldist og þroskast þá skilur maður að það eru til aðrir hlutir sem geta reynst þyngri á vogarskálinni. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 111 orð

GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR

GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Guðbjörg Eiríksdóttir fæddist 7. september 1900 á Bjarnastöðum í Selvogi. Hún lést á heimili sínu 8. júlí sl. Foreldrar hennar voru Eiríkur Freysteinsson og Jóhanna Þorsteinsdóttir. Guðbjörg átti fjögur alsystkin, Þorstein, Sigurmann, Kristvald og Þuríði. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 252 orð

Hjálmar Guðmundsson

Góður vinur og gamall samstarfsmaður er genginn. Hjálmari Guðmundssyni kynntist ég fyrst í Miðbæjarskólanum 1948, en þar hafði hann ráðist til kennslu árið 1946. Árvekni og samviskusemi einkenndu öll störf hans við skólann. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 86 orð

HJÁLMAR GUÐMUNDSSON

Hjálmar Guðmundsson kennari fæddist í Reykjanesi í Grímsnesi í Árnessýslu, 16. janúar 1915. Hann lést á Landspítalanum 13. júlí sl. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi þar, síðar á Melum í Melasveit í Borgarfirði, f. 1. október 1888, Guðjónssonar bónda á Reykjanesi, Finnssonar, og konu hans Ingibjargar, f. 20. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 434 orð

Jónas Pálsson

Fimmtudagurinn 13. júlí rann upp með sólskini og blíðu. Mikil eftirvænting ríkti á heimili mínu, því dóttir mín varð sjö ára þennan dag og von var á gestum í afmælisboð. Þegar fyrstu gestirnir voru að koma inn um dyrnar hringdi síminn. Ég greip símtólið og heilsaði glaðlega systur minni á Húsavík, sem ég hélt að vildi óska okkur til hamingju með daginn. En erindið var annað. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 300 orð

Jónas Pálsson

Mig langar að minnast Jónasar föðurbróður míns með örfáum orðum. Það eru margar ljúfar minningar sem ég á um hann. Jónas var mjög hjartahlýr maður og það var alveg sama hvort við hittumst fyrir nokkrum dögum eða mörgum mánuðum, alltaf var eins og við hefðum hist í gær. Alltaf tók hann utan um mig og kyssti og lét mér líða þannig að mér fannst ég vera sérstök. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 175 orð

JÓNAS PÁLSSON

JÓNAS PÁLSSON Jónas Pálsson var fæddur á Raufarhöfn 12. nóvember 1947. Hann lést 13. júlí sl. á Raufarhöfn. Foreldrar hans eru Ingibjörg Sigurrós Sigurðardóttir, f. 2.6. 1914, d. 22.11. 1972 og Sófus Páll Helgason, f. 9.11. 1907. Páll býr á Raufarhöfn á 88. aldursári. Systkini Jónasasr eru Helgi Sigurður, bjó á Húsavík, f. 13.2. 1934, d. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 238 orð

Kristín Jónsdóttir

Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast Kristínar Jónsdóttur eða Stínu hans Hinna eins og ég jafnan kallaði hana, en hún lést aðfaranótt 8. júlí eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það má með sanni segja að með Stínu sé horfin af sjónarsviðinu einstök heiðurskona og sem gædd var sterkum persónutöfrum. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 214 orð

Kristín Jónsdóttir

Hún Stína okkar, eða Nína mín eins og sonur minn kallaði hana, er látin en hún mun aldrei hverfa úr huga okkar. Stína var afskaplega hlý og sterk persóna og það var gott að eiga hana að. Þær voru ófáar stundirnar sem við vinkonurnar sátum saman að kvöldi, prjónuðum, sögðum kjaftasögur og drukkum kaffi eða kók. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 602 orð

Kristín Jónsdóttir

Síðla árs 1949 varð mikill happadagur í lífi fjölskyldunnar á Miklubraut 48, þeirra hjóna Jóns Sigtryggssonar og Jórunnar Tynes og sona þeirra Jóns Arnar, Ingva Hrafns, Óla Tynes og Sigtryggs, sem þessar línur ritar. Þennan dag tóku hjónin Kristín og Hinrik Eiríksson á leigu hluta kjallarans á Miklubraut 48 og bjuggu þar næstu árin. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 70 orð

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Kristín Jónsdóttir var fædd 14.6. 1923 í Stíflisdal í Þingvallasveit. Hún lést á Landspítalanum 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson bóndi á Fremra-Hálsi í Kjós og Ingibjörg Eyvindsdóttir. Kristín var elst átta systkina, þau eru: Sigríður, Ósk, Einar, Haraldur, Jenný, Ása og Ingibjörg. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 129 orð

Vignir Már Birgisson

Elsku litli frændi minn, Vignir Már, er látinn. Mikill sársauki og harmur umlukti mig þegar mér var tjáð þessi harmafregn. Vignir Már hefði orðið sex mánaða nú 6. júlí. Hann fæddist þremur mánuðum fyrir áætlaðan fæðingartíma en dafnaði vel, þyngdist og stækkaði, enda vel um hann hugsað. Kall guðs bar þó fyrr að en nokkurn gat órað fyrir. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 30 orð

VIGNIR MÁR BIRGISSON

VIGNIR MÁR BIRGISSON Vignir Már Birgisson fæddist á Landspítalanum 6. janúar 1995. Hann lést á heimili sínu 3. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjallakirkju 13. júlí. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 251 orð

Þuríður Auðunsdóttir

Elsku amma, þú sem hefur lifað í nær heila öld ert nú farin frá okkur og eigum við eftir að sakna þín mikið. Það er sárt að geta ekki lengur komið til þín í Skipholtið en þangað var alltaf gott að koma enda tókstu ævinlega vel á móti okkur. Hvergi voru pönnukökurnar og kleinurnar betri en hjá þér. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 296 orð

Þuríður Auðunsdóttir

Amma í Skipholti er dáin. Nú er hún horfin, hún sem var alltaf miðpunktur alls í fjölskyldunni. Í Skipholtinu kom fjölskyldan iðulega saman. Þar voru alltaf hinar mestu kræsingar á borðum, svo sem peruterta, brúnkaka, kleinur, pönnsur og fleira. Við systurnar eigum margar góðar minningar úr Skipholtinu. Okkar fyrsta jólaminning er aðfangadagskvöld í Skipholtinu. Meira
20. júlí 1995 | Minningargreinar | 72 orð

ÞURÍÐUR AUÐUNSDÓTTIR

ÞURÍÐUR AUÐUNSDÓTTIR Þuríður Auðunsdóttir fæddist á Eyvindarmúla í Fljótshlíð 6. júní árið 1900. Hún lést á Landspítalanum 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Auðunn Jónsson og Sigríður Jónsdóttir. Þuríður kvæntist Skúla Magnússyni árið 1930 og eignuðust þau fjórar dætur: 1)Sigríði, gift Konráð Axelsyni. Meira

Viðskipti

20. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 392 orð

Fjölgunin í millilandaflugi 12%

FARÞEGUM í millilandaflugi fjölgaði um 12% árið 1994 miðað við árið þar á undan og hefur farþegum verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum árum. Aukningin í fyrra er þó umtalsvert meiri en árin þar á undan, en farþegum hefur fjölgað um 3% að meðaltali undanfarin 5 ár. Meira

Daglegt líf

20. júlí 1995 | Neytendur | 180 orð

Egils Bergvatn í 0,5 lítra flöskum

ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hf. hefur sett á markað Egils Bergvatn í 0,5 lítra plastflöskum. Egils Bergvatn hefur hingað til eingöngu fengist í 33 cl glerflöskum og aðallega á veitingahúsum þar sem það hefur hlotið mikið lof, bæði útlendinga og Íslendinga. Meira
20. júlí 1995 | Neytendur | 234 orð

Hólf fyrir verðmæti eða hjartfólgna gripi

VERÐMÆTI sem geymd eru í geymsluhólfum íslenskra banka eru ekki endilega gullstangir, djásn og peningabúnt. Þótt starfsmönnum sé ekki kunnugt um innihald þeirra þykir þeim líklegt að þar séu einkum verðbréf og ýmis persónuleg skjöl, sem ekki hafa peningagildi, en eru eigendum mikils virði og kæmi illa ef færu á flæking. Meira
20. júlí 1995 | Neytendur | 305 orð

Hvert á að skila dósum og flöskum

ÍSLENDINGAR eru duglegir við að skila tómum gosdrykkjaumbúðum, áldósum og plastflöskum, og glerjum undan bjór og áfengi. 82% þess sem keypt er kemur aftur tómt til Endurvinnslunnar hf. Mest beint þangað í Knarrarvog 4, en einnig töluvert til stórmarkaða, þar sem úttektarmiði varnings eða peninga fæst fyrir umbúðirnar. Meira
20. júlí 1995 | Neytendur | 594 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

20. júlí 1995 | Fastir þættir | 257 orð

Bastilludagurinn í Fjörgyn

Klúbburinn "Allt annað", sem starfræktur er í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Reykjavík, fór í ferð til Frakklands á dögunum. Annars staðar á opnunni eru gullkorn sem krakkarnir skrifuðu hjá sér á meðan á dvöl þeirra ytra stóð. Fararstjórar í ferðinni voru Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir og Kristín Sigurðardóttir. Meira
20. júlí 1995 | Fastir þættir | 127 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

Meðalskor var 270. Föstudaginn 14. júlí mættu svo 18 pör og þá urðu úrslit þannig: N/S-riðill: Sveinn R. Þorvaldsson - Páll Þ. Bergsson265Una Árnadóttir - Kristján Jónasson242Ingunn Bernburg - Gunnþórunn Meira
20. júlí 1995 | Fastir þættir | 120 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Önnur umferð bikarkeppninnar

ÖNNUR umferð Bikarkeppni Bridssambands Íslands stendur nú yfir og lýkur nk. sunnudag 23. júlí. Sjö leikjum af 16 er lokið og eru úrslit þeirra eftirfarandi: Sv. Roche, Reykjavík, vann sveit Flugleiða innanlands, Sauðárkróki 83­68 Imp. Sv. Estherar Jakobsd. Reykjavík vann sveit Sigurjóns Harðarsonar, Hafnarf. 152­102 Imp. Sv. Valdimars Elíassonar, Hafnarf. Meira
20. júlí 1995 | Fastir þættir | 221 orð

Er ekki dekurrófa

Nafn: Birgitta Ösp Atladóttir Heima: Keflavík Aldur: 13 ára Skóli: Holtaskóli Hvernig finnst þér skólinn? Mér finnst hann bara ágætur, sérstaklega frímínúturnar og diskótekin. Hvað finnst þér um félagslíf unglinga? Mér finnst það fínt, en mér finnst útivistarreglan leiðinleg. Meira
20. júlí 1995 | Fastir þættir | 134 orð

Geir er forstöðumaður Vitans í Hafnarfirði

Kostir unglinga: HELSTU kostir unglinga finnast mér vera hvað þeir eru opnir fyrir öllu nýju og eru tilbúnir til að takast á við hvað sem er. Samanber það sem við erum að gera í félagsmiðstöðinni, þegar við starfsfólkið viljum að eitthvað sé gert eru þau undantekningalaust tilbúin til að taka þátt. Meira
20. júlí 1995 | Fastir þættir | 532 orð

Gullkorn úr Frakklandsferð

FÖSTUDAGINN 2. júní fór ég með klúbbnum mínum "Allt annað" til Frakklands. Loksins eftir mikla eftirvæntingu í marga daga og mikil óhöpp síðustu daga var ég loksins á leiðinni á flugvöllinn. Þar hitti ég alla hina krakkana og um þrjúleytið kvöddum við mömmu og pabba og tékkuðum okkur inn. Svo fórum við í gegnum vegabréfsskoðunina en maðurinn vildi ekki einu sinni sjá vegabréfið. Meira
20. júlí 1995 | Dagbók | 339 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Árni Friðriksson.

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Árni Friðriksson. Skemmtiferðaskipið Academic Ioffe kom til hafnar í gærmorgun og Brimi SU var væntanlegur til hafnar í gærkvöld eða nótt. Í dag erMælifellið, Stella Polux og norska skipiðKato væntanleg til hafnar fyrir hádegi. Meira
20. júlí 1995 | Fastir þættir | 732 orð

Stjörnur og stórfiskar Fannst fullorðna fólkið vitlaust

NÝ ANDLIT eru alltaf að koma fram á sjónarsviðið í fjölmiðlaheiminum. Kolfinna Baldvinsdóttir var annar af stjórnendum þáttarins Fiskur án reiðhjóls, sem Stöð 2 var með á dagskrá vikulega síðastliðinn vetur, og núna starfar hún á fréttastofu sömu stöðvar. Hún er lærður sagnfræðingur og okkur lék forvitni á að vita hvernig unglingur hún var. Meira
20. júlí 1995 | Fastir þættir | 38 orð

Það er spurning?Finnst þér að Íslendi

Hjörtur 16 ára Að sjálfsögðu. Finnbogi 16 ára Já hiklaust. Thelma 15 ára Já, með mótmælagöngu. Fjóla 16 ára Já, til dæmis með því að senda bréf. Meira
20. júlí 1995 | Dagbók | 151 orð

Þakkir til unga fólksins

FILIPPÍA Kristjánsdóttir hringdi til Velvakanda með eftirfarandi: Ég get ekki látið vera að senda þakklæti mitt til þeirra sem sjá um að hirða landið hér í kringum Seljahlíð, þar sem ég er nú búsett. Það er gleðilegt að sjá hversu unga fólkið vinnur bæði vandlega og með áhuga sem sést á vinnubrögðunum. Meira

Íþróttir

20. júlí 1995 | Íþróttir | 49 orð

2. deild kvenna: KS - Dalvík4:1 Siglufjarðarstúlku

2. deild kvenna: KS - Dalvík4:1 Siglufjarðarstúlkur eru svo gott sem komnar í úrslit. Leiðrétting Villa var í frásögn af leik ÍR og KA í blaðinu gær. Sagt var að Ásbjörn Jónsson hafi skorað annað mark ÍR, það var rangt því Guðjón Þorvarðarson gerði markið. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 373 orð

Evrópukeppnin á næsta leiti

Evrópukeppni unglinga í borðtennis hefst í Haag í Hollandi í næstu viku, 25. júlí og stendur til 3. ágúst. Fyrir Íslands hönd keppa Guðmundur E. Stephensen og Markús Árnason í piltaflokki 14 ára og yngri. Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir keppa í flokki stúlkna 15-17 ára og Adam Harðarson, Ólafur Stephensen og Björn Jónsson keppa í flokki drengja 15-17 ára. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 107 orð

Feyenoord segir nei!

HOLLENSKA félagið Feyenoord neitar tvíburunum, Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum, um leyfi til að leika með ÍA í í Evrópukeppninni. "Við vorum fyrst og fremst að sækjast eftir að fá að nota tvíburana í Evrópukeppninni og því eru þetta mikil vonbrigði fyrir okkur. Það er ljóst að þeir leika ekki með okkur í næsta leik gegn ÍBV [í kvöld]. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 80 orð

FÉLAGSLÍF Skagamenn fjölmenna til Eyja

Stuðningsmenn ÍA ætla að fjölmenna til Eyja í kvöld og hvetja sína menn. Farið verður með Flugleiðum kl. 17, upplýsingar í síma 431-3311. Fyrirækja- og hópakeppni ÍFA Fyrirtækja- og smáhópakeppni í knattspyrnu verður haldin í sumar á vegum Íþrótta fyrir alla. Mótið hefst 24. júlí og á að standa í mánuð. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 225 orð

Fylkir með tak á Þór

Fylkismenn, sem löngum hafa haft gott tak á Þórsurum, héldu uppteknum hætti og unnu í toppbaráttu 2. deildar, 2:3, á Akureyrarvelli. "Ég er mjög ánægður með sigurinn í þessum leik og hann var sanngjarn," sagði Magnús Pálsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. Þórsarar voru heldur sprækari í upphafi leiks og skoruðu m.a. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Góðhestareiðin mæltist vel fyrir

Öðru hverju leggja hestamenn höfuðið í bleyti og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Það gerðu hjónin Svanhvít Kristjánsdóttir og Einar Öder Magnússon og gat að líta afrakstur af hugarsmíð þeirra á Murneyrarmótinu. Reyndist það vera ný keppnisgrein sem kynnt var undir heitinu Góðhestareið. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 110 orð

Heimir í leikbann

AGANEFND KSÍ kom saman til fundar á þriðjudagskvöld og úrskuraði í leikbönn. Einn leikmaður 1. deildar karla, Heimir Guðjónsson, var úrskuraður í eins leiks bann vegna sex gulra spjalda. Leikbannið tekur gildi á hádegi á morgun og getur hann því leikið með KR gegn Keflavík í kvöld. Sex leikmenn úr 2. deild karla voru úrskuraðir í eins leiks bann á fundinum. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 484 orð

Hestamót Sleipnis og Smára Haldið á Murneyri 15. - 16. júlí

Haldið á Murneyri 15. - 16. júlí Einkunnir eru úr forkeppninni: Sleipnir- A-flokkur 1. Vikivaki frá Selfossi, f: Djákni, Kirkjubæ, m: Leira 4519, Þingdal, eigandi og knapi Svanhvít Kristjánsdóttir, 8,42. 2. Þór frá Selfossi, f: Fönix 903, Vík, m: Blesa, Reyni, eigandi Elín Árnadóttir, knapi Brynjar Jón Stefánsson, 8,36. 3. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 175 orð

Jafntefli í Kópavogi

Víðsmenn sóttu HK í Kópavoginn í blíðskaparveðri þar sem allar aðstæður voru til fyrirmyndar. Var þar um baráttuleik að ræða sem fór svo að liðin sættust á skiptan hlut að leikslokum, 2:2. HK menn sóttu mun meira framan af og uppskáru mark á 25. mínútu. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 65 orð

Knattspyrna

Knattspyrna 2. deild karla: Þór - Fylkir2:3 Hreinn Hringsson (60.), Sveinn Pálsson (89.) - Kristinn Tómasson (20., 84.), Þórhallur Dan Jóhannesson (81.). Skallagrímur - Stjarnan0:3 - Baldur Bjarnason (9.), Birgir Sigfússon (82., 85.). HK - Víðir2:2 Ólafur Már Sævarsson (25. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 12 orð

Knattspyrna 1. deild karla: Keflavík:Keflavík-KR20 Vestmannaeyjar:ÍBV-ÍA20 Kaplakriki:FH-Leiftur20

1. deild karla: Keflavík:Keflavík-KR20 Vestmannaeyjar:ÍBV-ÍA20 Kaplakriki:FH-Leiftur20 Kópavogur:Breiðablik-Grindavík20 Valsvöllur:Valur-Fram20 4. deild: Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 141 orð

"Magic" snýr ekki aftur

EARWIN "Magic" Johnson gaf út í þá yfirlýsingu í gær að hann myndi ekki leika að í nýju í NBA. Töluverð eftirvænting hefur verið í Bandaríkjunum síðustu vikur eftir að hann og þjálfari Lakers létu hafa eftir sér að möguleika væri fyrir því hann goðið snéri að nýju til leiks með Lakers næsta á keppnistímabil. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 432 orð

Með forystu á Lukkutröllinu

Kópavogsbúinn Sigurður Þ. Jónsson hefur forystu í keppninni um Íslandsmeistaratitlinn í flokki götujeppa, en næsta keppni er á Akranesi á laugardaginn. Sigurður mætir í keppnina með fimm stiga forskot á Gunnar Guðmundsson, sem verður vafalaust grimmur eftir sigur í bikarmeistaramóti á Egilsstöðum fyrir skömmu. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 528 orð

Sá gamli erfiður

Opna breska meistaramótið í golfi hefst í dag á gamla vellinum á St Andrews í Skotlandi og er þetta í 25. sinn sem mótið fer þar fram. Ákveðið hefur verið að gera 17. holuna, Götuholuna, erfiðari en venjulega og finnst flestum kylfingum samt nóg um. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 129 orð

Sedov látinn

YOURI Sedov, fyrrum þjálfari meistaraflokks Víkings í knattspyrnu, varð bráðkvaddur í Moskvu í mars á þessu ári, 67 ára að aldri. Hann lék með Spartak í Moskvu og var í sovéska landsliðinu í 13 ár samfellt en sneri sér að þjálfun eftir það. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 194 orð

Sigmar aftur heim til Eyja

"EFTIR tvö ár með KA fannst mér tími til kominn að fara heim. Ég er mjög spenntur fyrir því að leika með ungu strákunum í ÍBV-liðinu og þeir hafa gott af því að hafa einn "gamlan" með," sagði Sigmar Þröstur Óskarsson, handknattleiksmarkvörður, en hann hefur ákveðið að snúa aftur heim til Vestmannaeyja og leika með ÍBV eftir að hafa leikið með KA sl. tvo vetur. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 227 orð

STIG Inge Bjornebye

STIG Inge Bjornebye landsliðsmaður Noregs í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við Liverpool til ársins 1998. Roy Evans stjóri Liverpool var mjög ánægður með frammistöðu Norðmannsins í fyrra og segir að hann eigi eftir að verða enn betri þegar fram líða stundir. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 283 orð

Stjörnuskin í Borgarnesi

Stjarnan trónir nú á toppi 2. deildar eftir sigur á Skallagrími 3:0 í Borgarnesi í gærkvöldi. Leikurinn var mun jafnari en tölurnar gefa til kynna og var mjög spennandi. Það var ekki fyrr en í lokin að Stjörnumenn innsigluðu sigurinn með tveimur mörkum eftir að hafa leitt 1:0 í hálfleik. Heimamenn fengu fyrsta færið í leiknum strax á 3. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 103 orð

Stúlknaliðið á NM

Arna Steinsen landsliðsþjálfari hefur valið knattspyrnulandslið stúlkna 16 ára og yngri til þátttöku á Norðurlandamótinu hefst í Svíþjóð í kvöld en þá leikur íslenska liðið við Noreg. Mótið, sem er eina verkefni liðsins, stendur yfir í 5 daga. Auk Íslands og Noregs keppa Holland, Finnland, Svíþjóð og Danmörk. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 413 orð

Topparnir héldu sínu

GÆÐINGARNIR í efstu sætum héldu sínu í úrslitum á sunnudag á sameiginlegu hestamóti Sleipnis og Smára á Murneyri um helgina. Þrátt fyrir mikinn fjölda hrossa í gæðingakeppninni tókst að ljúka mótinu á tveimur dögum en keppt var á tveimur völlum samtímis í forkeppninni. Þótt mótið sé sameiginlegt er gæðingakeppni félaganna aðskilin og því um tvöfalda úrslitakeppni að ræða. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 372 orð

Víkingar nýttu færin

VÍKINGAR unnu góðan sigur á Þrótturum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi, með tveimur mörkum gegn einu. Pétur Pétursson þjálfari Víkinga gerði nokkuð róttækar breytingar á liðinu fyrir leikinn og hvort það hafi gert gæfumuninn eða fundur liðsins með Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi og þjálfara kvöldið áður, skal ósagt látið. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 324 orð

Þróttarar ekki sáttir

Þróttarar eru mjög ósáttir við niðurstöðu dómstóls KSÍ, sem hnekkir úrskurði héraðdóms Reykjaness, og úrskurðar Stjörnuna sem sigurvegara í leiknum en sem kunnugt er vann Þróttur hann 4:2. Þeir hyggjast reyna að áfrýja til dómstóls ÍSÍ en lögmaður þeirra er að skoða málið og hefur 14 daga frá dómi til að áfrýja. Meira
20. júlí 1995 | Íþróttir | 4 orð

(fyrirsögn vantar)

Fasteignablað

20. júlí 1995 | Fasteignablað | 1885 orð

Ný langtímalán hleypa lífi í sölu á stærri eignum

VAXANDI eftirspurn er nú eftir hinum nýju langtímalánum, sem Verðbréfafyrirtækið Handsal bauð fyrst fram í síðasta mánuði. Nú er Fjárfestingafyrirtækið Skandía einnig farið að bjóða fram slík lán og fleiri kunna að fylgja í kjölfarið. Meira

Úr verinu

20. júlí 1995 | Úr verinu | 845 orð

40 prósenta skerðing á heildarafla á Suðureyri

"Það er alveg augljóst mál hvers konar klúður er á ferð," segir Sveinbjörn Jónsson, trillusjómaður frá Suðureyri við Súgandafjörð, um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem samþykkt var á síðasta vorþingi og tekur gildi í byrjun næsta árs. Sveinbjörn segir að mönnum sé boðið upp á tvo kosti. Meira
20. júlí 1995 | Úr verinu | 178 orð

Hrefnukjöt fyrir 130 milljónir

HREFNUVEIÐUM Norðmanna á þesus ári er lokið. Alls veidust 214 hrefnur, sem gáfu af sér 327,5 tonn af kjöti og 116,5 tonn af skipi, samtals að verðmæti um 130 milljónir íslenzkra króna. Upphaflegur hrefnukvóti Norðmanna var 310 hvalur, en hann var síðan lækkaður niður í 232, en alls veidduts 214 dýr. Slæmu veðri er fyrst og fremst um það kennt að ekki veiddist meira. Meira

Viðskiptablað

20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 981 orð

Afgreiðslutími verslana í Evrópu SjónarhornMikil umræða fer fram í mörgum Evrópulöndum um afgreiðslutíma verslana.Magnús

Í mörgum Evrópulöndum fara nú fram mjög harðar umræður um breytingar á núverandi opnunar- eða afgreiðslutíma verslana, t.d. í Hollandi er meirihluti kaupmanna á móti því að lengja afgreiðslutímann sem er núna 55 tímar á viku, sem þýðir það að þeir loka kl. 18:30 virka daga og kl. 18:00 á laugardögum, en hafa lokað á sunnudögum. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 428 orð

Athugasemd frá SR-mjöli

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hlyni Jónssyni Arndal, framkvæmdastjóra fjármálasviðs SR-mjöls hf.: "Í viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag birtist súlurit sem sýndi hækkanir á hlutabréfum í nokkrum stærstu fyrirtækjum landsins frá síðustu áramótum. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 389 orð

Bóksalar vilja fast útsöluverð á bækur

FÉLÖG bókaútgefenda og bóksala vinna nú sín á milli að tillögum um nýjar viðskiptareglur á bókamarkaðnum. Kveikjan að þessum umræðum nú eru þær hræringar sem áttu sér stað á bókamarkaði fyrir síðustu jól en eins og kunnugt er seldu stórmarkaðirnir Bónus og Hagkaup jólabækur með miklum afslætti. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 154 orð

Eigendaskipti á Sprengisandi

HIÐ íslenska hamborgarafélag hf. hefur tekið við rekstri veitingastaðarins Sprengisands við Bústaðaveg af Jarlinum hf. Ragnar Tómasson, talsmaður Jarlsins, segir veitingastaði fyrirtækisins hafa gengið vel en þung fjárfesting í fasteign sett því stólinn fyrir dyrnar. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 630 orð

Er France Télécom að missa af lestinni?

JACQUES Chirac hafði ekki verið nema nokkra daga í embætti Frakklandsforseta þegar hann var minntur á hve erfitt það yrði að einkavæða France Télécom, franska ríkissímafyrirtækið. 30. maí sl. fóru 100.000 starfsmenn þess í verkfall til að leggja áherslu á andstöðu sína við hvers konar hugmyndir um einkavæðingu og fækkun starfa. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 85 orð

ESB hafnar norrænu gervihnatta sjónvarpi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafnað bráðabirgðaáætlunum um norrænt gervihnattasjónvarp, en hvetur til áframhaldandi viðræðna og góðar horfur eru á að samþykki fáist að lokum að sögn danska fjarskiptafyrirtækisins Tele Danmark. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 154 orð

Iðnfyrirtæki löðuð til Suðurnesja

FJÁRFESTINGARSKRIFSTOFA Iðnaðarráðuneytisins og Útflutningsráðs hefur gert samning við Hitaveitu Suðurnesja og fleiri aðila á Suðurnesjum um leit að hugsanlegum erlendum iðnaðarfyrirtækjum sem gætu nýtt orku, gufu og heitt vatn á svæðinu. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 378 orð

Innflutningur á bandarískum matvörum takmarkaður?

GILDANDI reglugerð um merkingar á matvælum samkvæmt EES- staðli mun takmarka innflutning á bandarískum matvörum um áramót. Þá fellur úr gildi undanþága frá reglugerðinni og vilja innflytjendur að bandarískar og evrópskar merkingarreglur verði gerðar jafngildar hér á landi. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 850 orð

Internetið og skortur á bandvídd TölvurInternetið hefur náð fótfestu og það er öllum fyrir bestu að viðurkenna þá staðreynd,

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir í nýlegu viðtali að íslensk stjórnvöld hafi ekki brugðist við möguleikum tölvutækninnar sem skyldi. Það eru ungir sjálfstæðismenn sem ræða við ráðherrann, sem kemur með ákaflega skemmtilega lýsingu á ástandinu hér á landi, þegar hann segir: "Þetta snýst ekki um stöðu Pósts og síma eða annarra ríkisfyrirtækja, Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 1801 orð

Kaupmaðurinn á planinu Olís vinnur nú að endurnýjun bensínstöðva og eftir breytingarnar verður stóraukin áhersla lögð á bætta

ÁRATUGUM saman lutu olíuviðskipti á Íslandi forræði ríkisins sem sá um gerð viðskiptasamninga við Sovétríkin. Með verðlagshöftum og ákvæðum um flutningsjöfnun voru olíufélögin síðan skylduð til að selja bensín á sama verði um land allt. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 286 orð

Kostnaður viðskiptavina hefur lækkað um 7%

NOTKUN debetkorta sem greiðslumiðils hefur aukist gríðarlega undanfarið ár og í maí síðastliðnum voru skráðar fleiri debetkortafærslur en ávísanafærslur á ávísanareikninga hjá Íslandsbanka. Fyrir réttu ári nam fjöldi debetkortafærslna um 1% af heildarfærslum á ávísanareikninga, hjá bankanum, en hlutur ávísana var 99% á sama tíma. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 683 orð

Lífrænt ræktuð bleikja

BLEIKJUELDI á Íslandi er hraðvaxandi atvinnugrein, sem hófst fyrir alvöru árið 1987 með örfáum búum en nú eru þau orðin rúmlega sextíu. Árið 1988 var slátrað 2,5 tonnum, í fyrra 390 tonnum og í ár er áætlað að 470 tonnum verði slátrað. Að sögn Óskars Ísfeld, ráðunautar hjá Búnaðarfélagi Íslands, er enginn lífrænn staðall til fyrir fiskeldi í heiminum. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 605 orð

Mikill áhugi meðal fyrirtækja

VERSLUNARRÁÐ og Iðnþróunarsjóður hafa auk fleiri aðila ákveðið að ráðast í sameiginlegt átak til að afla erlendra hluthafa og samstarfsaðila og verður allt að tíu völdum íslenskum fyrirtækjum gefinn kostur á þátttöku. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri átaksins, segir að íslensk fyrirtæki hafi nú þegar sýnt því mikinn áhuga og að færri komist að en vilji. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 176 orð

Rit um utanríkisverslun

NÝLEGA kom út á vegum Hagstofu Íslands bókin Utanríkisverslun 1994 eftir tollskrárnúmerum. Útgáfa Hagstofunnar á efni um utanríkisverslun er með nýju sniði fyrir árið 1993. Í stað einnar árbókar, Verslunarskýrslur, gefur Hagstofan nú út tvö rit undir heitinu Utanríkisverslun. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 129 orð

RíkisvíxlarMEÐALÁVÖXTUN ríkisvíxla hélst ó

MEÐALÁVÖXTUN ríkisvíxla hélst óbreytt eða 6,89% í útboði Lánasýslunnunar í gær en ávöxtun ríkisbréfa lækkaði úr 9,75% í 9,58%. Alls bárust 44 tilboð í ríkisbréf að fjárhæð 930 milljónir og 21 tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 1.711 milljónir. Tekið var tilboðum í ríkisbréf fyrir 668 milljónir og í ríkisvíxla fyrir 1.096 milljónir. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 142 orð

Sameining Sabena Swissair samþykkt

ESB hefur samþykkt kaup Swissair á 49,5% hlut í belgíska flugfélaginu Sabena. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varð að samþykkja sameininguna og sagði í yfirlýsingu að hún bryti ekki í bága við evrópsk samkeppnislög. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 424 orð

Sjávarútvegur þarf að firra sig betur gengisáhættu

BOLLI HÉÐINSSON, hagfræðingur í Búnaðarbankanum, segir mikið vanta á að sjávarútvegsfyrirtæki nýti sér þau tæki sem séu fyrir hendi á gjaldeyrismarkaði til að draga úr gengisáhættu. Innflutningsfyrirtæki hafi aftur nýtt sér framvirk viðskipti í vaxandi mæli. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 112 orð

Stórgróði hjá pappírsfyrirtæki

HAGNAÐUR brezka pappírs- og umbúðafyrirtækisins David S. Smith jókst um 136% í tæplega 100 milljónir punda á tólf mánuðum til aprílloka og fyrirtækið telur næstu tólf mánuði lofa góðu, þótt umsvif verði heldur minni Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 905 orð

Til atlögu við einokun Lítið flugfélag á Keflavíkurflugvelli býður risanum birginn og hyggst brjóta á bak aftur einokun

Lítið flugfélag á Keflavíkurflugvelli býður risanum birginn og hyggst brjóta á bak aftur einokun Flugleiða á flugafgreiðslu. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér málið. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 506 orð

Torgið»Viðskiptatruflanir S

SAMKVÆMT gildandi reglugerð um matvælamerkingar er óheimilt að flytja inn mat í neytendapakkningum nema þær beri merkingar samkvæmt EES-stöðlum. Reglugerðin öðlaðist gildi í ársbyrjun 1993 en gildistöku merkingarákvæðanna hefur verið frestað tvívegis gagnvart bandarískum vörum. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 173 orð

Tvær nýjar bensínstöðvar á Snæfellsnesi

OLÍUFÉLÖGIN þrjú opnuðu fyrir skömmu sameiginlega bensínstöð í Ólafsvík. Stöðin er tæplega 200 fermetrar á stærð og hýsir jafnframt verslanir með bíla- og ferðavörur, smárétti og sælgæti auk myndabandaleigu, segir í frétt. Nýja stöðin leysir af hólmi 35 ára gamla stöð sem var rifin nokkrum dögum fyrir opnun hinnar nýju stöðvar. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 414 orð

Tölvur munu rústa atvinnugreinum

ÞEGAR farið verður að nota heimilistölvuna til að sjá um bankaviðskiptin og tryggingar fjölskyldunnar fyrir lok þessarar aldar kann það að leggja heilar atvinnugreinar í rúst samkvæmt skýrslu óháðs ráðgjafafyrirtækis í Bretlandi, INTECO. Meira
20. júlí 1995 | Viðskiptablað | 120 orð

Visa valdi Tulip-tölvur

NÝHERJI hf. gekk nýlega frá samningi við VISA Ísland um sölu á 40 Tulip-einmenningstölvum fyrir um 7,5 milljónir króna. Um er að ræða Tulip Vision Line- tölvur með 486DX 4/100, Pentium 75 og Pentium 90 MHz- örgjörvum. Jafnframt gafst starfsfólki VISA kostur á að eignast Tulip-tölvu á sérstöku tilboðsverði. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

20. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 787 orð

Vörur merktar sem ódýrar ekki alltaf hagstæðustu kaupin

Að sögn Önnu Birnu Halldórsdóttur hjá Samkeppnisstofnun er í 21. grein samkeppnislaga talað um að ekki megi veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. Síðan er það túlkun Samkeppnisstofnunar að efsta Meira

Ýmis aukablöð

20. júlí 1995 | Dagskrárblað | 1161 orð

LUCASVELDIÐ SNÝR AFTUR

SÚ SPURNING sem hvað heitast hefur brunnið á vörum kvikmyndahúsagesta um allar jarðir síðasta áratuginn er hvort og hvenær George Lucas hygðist halda áfram gerð Stjörnustríða, eins vinsælasta og vandaðasta kvikmyndabálks sögunnar. Eftir 12 ára hlé þurfa börn á öllum aldri ekki að velkjast lengur í vafa. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.