Greinar laugardaginn 22. júlí 1995

Forsíða

22. júlí 1995 | Forsíða | 167 orð

Gíslar særðir í Kasmír

SKÆRULIÐAR í Kasmír, sem halda fimm Vesturlandabúum í gíslingu, sögðu í gær að tveir gíslanna hefðu særst, þegar til skotbardaga kom milli þeirra og indverskra hermanna. Al-Faran-samtökin sögðu í yfirlýsingu að til harðra átaka hefði komið í gærmorgun við indverska hermenn og hefðu þau staðið í 25 mínútur. Meira
22. júlí 1995 | Forsíða | 415 orð

Hóta Bosníu-Serbum hörðum loftárásum

VESTURLÖND hótuðu Bosníu- Serbum í gær hörðum loftárásum Atlantshafsbandalagsins og sögðu eftir neyðarfund 16 ríkja í London að gripið yrði til aðgerða réðust Bosníu-Serbar að Gorazde, einu griðasvæða Sameinuðu þjóðanna í austurhluta Bosníu. Meira
22. júlí 1995 | Forsíða | 170 orð

Mörg hundruð manns flýja elda á Grikklandi

MÖRG hundruð manns flúðu í gær heimili sín skammt fyrir utan Aþenu vegna mikilla skógarelda, sem yfirvöld fá ekki neitt við ráðið. Eldurinn kviknaði snemma í gærmorgun skammt frá Penteli-fjalli í útjaðri Aþenu. Hvasst var í veðri og eldurinn breiddist hratt úr. Samkvæmt fréttaskeytum náði hann yfir 15 km svæði og höfðu bæði skóglendi og mannvirki orðið honum að bráð. Meira
22. júlí 1995 | Forsíða | 240 orð

Samkomulag næst í Grosní

BANGAMENN Rússa og Tsjetsjena sögðust í gær hafa náð samkomulagi í grundvallaratriðum um stöðu uppreisnarhéraðsins Tsjetsjníju, sem hefur verið helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum í Grosní. Meira

Fréttir

22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 227 orð

327 styrkjum úthlutað

NÝLEGA úthlutaði Rannsóknarráð Íslands úr Vísindasjóði og Tæknisjóði í fyrsta sinn eftir sameiningu Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins, en sú sameining fór fram um síðastliðin áramót. Samtals var úthlutað 327 styrkjum að heildarupphæð 337,7 milljónir króna. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 980 orð

Aðalvandinn hversu hægt gengur

Ég hef ekki áhyggjur af ályktun ráðstefnunnar, heldur aðgerðunum í kjölfar hennar. Að því sem þjóðir heims hafa komið sér saman um til bæta stöðu kvenna, verði hrint í framkvæmd," segir Gertrud Mongella, framkvæmdastjóri Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Peking í Kína í september en hún er stödd hér á landi í tveggja daga heimsókn. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 436 orð

Almenningur efast um heilindi repúblikana

NEFND öldungadeildar Bandaríkjaþings hélt áfram yfirheyrslum vegna Whitewater-málsins í gær. Sjálfsvíg Vincents Foster, sem var aðstoðarráðgjafi Bills Clintons forseta í lögfræðilegum efnum, fyrir tveim árum er mikilvægur þáttur í yfirheyrslunum en Foster er nú talinn hafa átt við andlega erfiðleika að stríða. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 416 orð

Áhugi á náttúrulegum vörum að aukast

HÉR Á landi eru nú staddir John Catsimatidis, eigandi Red Apple Company, og Simeon Mike Vouyiouklis, eigandi Louis Food Service Corporation, en fyrirtæki þeirra hafa undanfarið keypt íslenskt lambakjöt og lax til sölu í gegnum fyrirtæki sín í New York. Red Apple rekur 55 verslanir á svæðinu, en Louis Food Service er fyrst og fremst innflutnings- og dreifingarfyrirtæki. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Bandarískir fjölmiðlar áhugasamir um Ísland

Í SUMAR munu níu bandarískar sjónvarpsstöðvar taka upp efni af ýmsu tagi á Íslandi og miðað við reynslu síðustu ára má búast við að á þessu ári birtist í bandarískum blöðum 50-60 greinar sem fjalla um landið. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum sýna Íslandi mun meiri áhuga nú en fyrir nokkrum árum. Þá birtust að jafnaði 5-6 greinar um Ísland á hverju ári í bandarískum blöðum. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 300 orð

Beðið um betri samning en Norðmenn fengu

EFTA-NEFND Evrópusambandsins mun á mánudag fjalla um kröfur Íslands um tollfrjálsan innflutningskvóta af síldarafurðum. Íslenzk stjórnvöld sætta sig ekki við tilboð Evrópusambandsins um 4.000 tonna kvóta, sem er meðaltal síldarinnflutnings íslenzkra aðila til Svíþjóðar og Finnlands síðastliðin þrjú ár. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er gerð krafa um talsvert hærri kvóta. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

Borað eftir heitu vatni í Krýsuvík

BORUN holu eftir heitu vatni er nýlokið í Krýsuvík og þykir ljóst að mikil orka er í henni. Vatnið á að nota til að hita upp hús í Krýsuvík og jafnvel framleiða rafmagn. Holan er 322 metra djúp og er vatnið í henni líklega 200 til 230 gráðu heitt. Hráorkan sem holan gefur er u.þ.b. 10 megawött en ekki liggur enn fyrir hve mikið af orkunni nýtist. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 54 orð

Breytingar í Hanoi

VÍETNAMSKAR konur hvíla lúin bein fyrir framan röð af nýbyggðum húsum í úthverfi Hanoi. Sum húsanna verða nýtt undir hótelrekstur. Byggingakranar gnæfa yfir götur og torg víða um borgina, og bera þess glöggt vitni að höfuðborg Víetnam tekur nú örum breytingum, líkt og margar aðrar borgir í Asíu hafa gert. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Brotist inn í tvö hús í Hafnarfirði

BROTIST var inn í tvö hús í Hafnarfirði í fyrrinótt og aðfaranótt fimmtudags. Aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í íbúðarhús við Vesturbraut. Farið var inn um glugga á neðri hæð hússins en fólk var sofandi á efri hæð. Þjófurinn hafði ýmis tæki á brott með sér. Í fyrrinótt var farið inn um glugga í mannlaust íbúðarhús við Suðurgötu. Þaðan var stolið geisladiskum og peningum. Meira
22. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Brúðkjólaleiga opnuð á dögunum

FYRIRTÆKIÐ SaumaKúnst, sem stofnað var fyrir tæpu ári, hefur fært út kvíarnar því nú nýlega hófst á þess vegum brúðkjólaleiga. Það eru þær Birgitte Bengtsson klæðskeri og Þórunn Sigurðardóttir kjólameistari sem eiga og reka fyrirtækið SaumaKúnst, en það hefur boðið upp á fjölbreytta þjónustu eins og hönnun og saum á fatnaði, viðgerðir og breytingar á fatnaði, Meira
22. júlí 1995 | Miðopna | 2933 orð

Deilurnar um kjarnavopn á Íslandi

Margsinnis hefur komið til umræðna og deilna á Íslandi á undanförnum áratugum um það, hvort kjarnorkuvopn hafi verið geymd í Keflavíkurstöðinni. Í samantekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að íslenskir utanríkisráðherrar hafa hver á fætur öðrum lýst þeirri stefnu stjórnvalda á hverjum tíma að óheimilt sé að flytja kjarnavopn til landsins. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 35 orð

DÖNSK 17 manna harmonikkuhljómsveit er stödd hér á landi og ætl

DÖNSK 17 manna harmonikkuhljómsveit er stödd hér á landi og ætlar að skemmta landanum næstu daga. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar verða í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudag. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Gitte Sivkjær. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 850 orð

Efnaðir eftirlaunaþegar sækja til Íslands

Fyrir fáeinum árum birtust 5-6 greinar á ári um Ísland í bandarískum fjölmiðlum. Nú er þær tífalt fleiri og umfjöllun í öðrum fjölmiðlum hefur aukist mikið. Þennan árangur má að margra dómi ekki síst þakka starfi Landkynningarskrifstofu Íslands í New York. Að rekstri hennar standa Ferðamálaráð, Félag íslenskra ferðaskrifstofa, Flugleiðir og Samband veitinga- og gistihúsa. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 269 orð

EFTA-ríkin verða að fylgja bókstaf reglnanna

NORSK stjórnvöld hafa krafizt upplýsinga frá ráðherraráði Evrópusambandsins um leynilegar samþykktir aðildarríkja ESB og framkvæmdastjórnar sambandsins um túlkun eða "skilning" á einstökum tilskipunum ráðherraráðsins. Norðmenn telja að í þessum samþykktum felist oft undanþágur frá reglunum. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 256 orð

EMU leysir engan vanda

BANDARÍSKI hagfræðingurinn Paul Krugman er þeirrar skoðunar að Svíum muni ekki takast að ná niður atvinnuleysi á það lága stig sem einkenndi efnahagslíf landsins áratugum saman. Krugman hefur löngum verið sá hagfræðingur, sem sænskir jafnaðarmenn hafa haft í mestum metum, og lét hann þessi ummæli falla á efnahagsþingi sem Jafnaðarmannaflokkurinn hélt í Visby í vikunni. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 550 orð

Engin sáttatilraun gerð

"FULLYRÐING Davíðs Péturssonar um að núverandi vegarstæði sé veðravíti, er gjörsamlega órökstudd. Það hafa aldrei fokið bílar út af þessum vegi og það hafa ekki orðið fleiri slys á þessum vegarkafla en almennt gerist á íslenskum vegum," segir Jón Kjartansson, bóndi á Stóra-Kroppi, í samtali við Morgunblaðið í framhaldi af fréttum um deilur um vegarstæði nýrrar Borgarfjarðarbrautar. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Ferjuflug að aukast

TALSVERÐUR fjöldi var af ferjuflugvélum á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi og að sögn Guðjóns Atlasonar, starfsmanns Flugþjónustunnar, eða um 25 talsins. Sér Flugþjónustan um að afgreiða þessar vélar, selja þeim eldsneyti, gera flugáætlanir, gefa flugmönnum upp veðurspá svo eitthvað sé nefnt. Flestar hafa vélarnar orðið um 30-40, sem er afar óvenjulegt. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 433 orð

Fjárhagur þröngur mjög víða

NEFNDIN kynnti sér m.a. nýlegar kannanir Félagsvísindastofnunar og Húsnæðisstofnunar á húsnæðisaðstæðum, skuldum heimila og vanskilum við byggingalánasjóðina, auk þess sem Seðlabanki Íslands vinnur nú að úttekt á skuldastöðu einstaklinga og heimila hjá innlánsstofnunum, Húsnæðisstofnun og lífeyrissjóðum. Þar kom m.a. fram að 1. janúar sl. Meira
22. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Fyrsta orlofshúsið í Kjarnabyggð

FYRSTA orlofshúsinu í Kjarnabyggð, nýju orlofshúsasvæði skammt norðan við Kjarnaskóg á Akureyri, var komið fyrir í gærdag. Alls verða um 10 samskonar hús sett upp í fyrsta áfanga uppbyggingar svæðisins sem lokið verður við í sumar, en í allt er gert ráð fyrir að húsin verði ríflega 30. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 381 orð

Færeyingar geta lært mikið af Íslendingum

"FÆREYINGAR hafa jafnan leitað til Íslands til að fá aðstoð og góð ráð í ferðamálum. Það er ljóst að við getum lært mikið af Íslendingum vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í Færeyjum," segir Sámal Petur í Grund, ráðherra samgöngu-, ferða-, kirkju- og menningarmála í færeysku landsstjórninni. Meira
22. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 23 orð

Hlutavelta

HlutaveltaARNÓR Orri Harðarson, Kristín Þorgeirsdóttir og Baldvin D. Rúnarsson á Akureyri héldu á dögunum hlutaveltu og afhentu Rauðakrossinum afraksturinn um eitt þúsund krónur. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 302 orð

Hlutur krókabáta í sjóstangaveiði kannaður

EIGENDUR krókabáta í Ólafsvík sem tóku þátt í sjóstangaveiðimóti þar í gær á sama tíma á banndegi verða ekki kærðir eða sviptir veiðileyfi, að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Ráðuneytið er að vinna að lausn þessara mála. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 102 orð

Hvítur hnúfubakur

AFAR fágætur hvítur hvalur hefur sést í grennd við Byron-höfða sem er um 550 km norðan við Sydney í Ástralíu og er talið að hann hafi verið á leið frá Suðurskautslandinu til æxlunarstöðva við Ástralíustrendur. Hefur hvalurinn, sem mun vera hnúfubakur, þegar verið nefndur Moby Dick eftir samnefndum hval í frægri skáldsögu Bandaríkjamannsins Hermans Melville. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 1084 orð

Kalla á lagabreytingar og samvinnu stofnana

SAMRÁÐSNEFNDIN var sett á fót að ósk Rannveigar Guðmundsdóttur félagsmálaráðherra á seinasta ári og hefur Páll Pétursson félagsmálaráðherra óskað eftir því að nefndin sitji áfram og geri frekari tillögur til lausnar greiðsluvanda heimilanna. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Kaupstaður verður bær

NAFNI Vestmannaeyjakaupstaðar hefur verið formlega breytt í Vestmannaeyjabæ en að sögn bæjaryfirvalda er í raun aðeins verið að staðfesta málvenju sem hefur verið lengi. "Einn starfsmaður bæjarins benti okkur á að ekki var samræmi í því hvernig nafn bæjarins var skrifað. Meira
22. júlí 1995 | Landsbyggðin | 47 orð

Kjötið metið á Húsavík

ALLT kjöt sem á innlendan markað fer er skoðað af dýralækni og metið af kjötmatsmanni. Á meðfylgjandi mynd eru Þórarinn Jónsson og Guðrún Margrét Sigurðardóttir að meta stórgripakjöt og fullvissa sig um að skepnan hafi verið heilbrigð, svo kjötið geti farið í sölu. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 267 orð

Líkur á að flokkur Murayamas bíði afhroð

HORFUR eru á að japanski Sósíalistaflokkurinn bíði afhroð í kosningum til efri deildar þingsins á morgun. Kosið verður um helminginn af 252 sætum í deildinni, og samkvæmt skoðanakönnunum munu rúmlega 30 af 43 þingmönnum Sósíalista missa sæti sín. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 252 orð

Maó hugði á sápuger

LITLU munaði að Maó Tsetung, stofnandi kínverska alþýðulýðveldisins og leiðtogi þess í tæpa þrjá áratugi, yrði sápugerðarmaður, að sögn kínversks dagblaðs. Þá íhugaði Maó einnig að verða lögregluþjónn, lögfræðingur og stundaði um skamma hríð nám í viðskiptafræðum eftir að hann lauk herþjónustu. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 156 orð

Marokkó endurnýjar aðildarumsókn

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, heimsótti Marokkó fyrr í vikunni. Í boði, sem haldið var til heiðurs forsetanum, lýsti Hassan konungur því yfir að Marokkó hygðist endurnýja umsókn sína um fulla aðild að Evrópusambandinu og bað Chirac um stuðning. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 37 orð

Málefni kvenna

ÞINGKONA þjóðernissinna, Tatjana Búlgakova, reynir að breiða yfir plastbrjóst sem þingmaðurinn Vjatsjeslav Maratsjev bar á fundi í Dúmunni í gær. Þar var verið að ræða málefni kvenna. Maratsjev er þekktur fyrir skrípalæti á þinginu. Meira
22. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju á morgun kl. 11.00. Gestir Sumartónleika á Norðurlandi, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir flautuleikarar, leika í athöfninni. Guðsþjónusta verður í Minjasafnskirkjunni sama dag kl. 14.00. Björg Þórhallsdóttir syngur í athöfninni. Kaffisala verður í Zontahúsinu að lokinni guðsþjónustu. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Metmælingar á grasfrjói

NIÐURSTÖÐUR frjómælinga vikuna 14.-20. júlí sýna að einungis þann 19. júlí fóru frjókorn grasa yfir 30 í rúmmetra og er þetta í fyrsta skipti sem svo mikið af grasfrjói mælist í sumar. Frjótala lægri en 10 frjókorn á rúmmetra þykir lág. Hinar tvær frjótegundirnar sem eru mældar eru birki og súra. Frjókorn grass mældust á bilinu 6 frjókorn á rúmmetra upp í 33. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 433 orð

Neitar því að hafa tengst árásum á ETA

FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, kvaðst í gær ekki ætla að verða við kröfum um að hann segði af sér og boðaði þegar í stað til kosninga vegna ásakana um að hann væri viðriðinn ólöglega starfsemi sveita sem börðust gegn Aðskilnaðarhreyfingu Baska (ETA) á síðasta áratug. Dagblaðið El Paíslýsti þessum ásökunum sem "pólitískri sprengju" en Gonzalez sagði þær "algjöran tilbúning". Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 1214 orð

Ógleymanlegt ævintýri

HJÓNIN Hallfríður og Henry Schneider áttu gullbrúðkaupsafmæli á dögunum. Þau eru búsett í Bandaríkjunum og ákváðu í tilefni afmælisins að koma til föðurlands Hallfríðar, ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum Hallfríður segist hafa fengið hugmyndina að ferðalaginu fyrir um fimm árum. Börn hennar höfðu komið til landsins en ekki tengdabörn eða barnabörn. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Ók á lögreglubifreið og veitti mótspyrnu

ÖLVAÐUR og réttindalaus ökumaður var handtekinn í gærkvöldi eftir að lögreglan hafði veitt honum eftirför frá myndbandaleigu við Höfðabakka að Fífurima í Grafarvogi. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, sinnti engum stöðvunarmerkjum lögreglunnar, en eftirförinni lauk þegar hvít Mazda mannsins lenti á lögreglubílnum. Reyndi maðurinn þá að komast undan á hlaupum. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 396 orð

Ómetanlegu efni stolið

BROTIST var inn í fyrirtækið Skákprent í Dugguvogi í fyrrinótt og þaðan stolið tölvubúaði og ýmsum óbætanlegum gögnum. Að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar, eiganda Skákprents, virðist sem innbrotsþjófarnir hafi verið búnir að undirbúa innbrotið því þeir brutu sér leið inn í húsið og beint inn í það herbergi þar sem búnaðurinn var. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Pallur vörubíls skall niður með fullfermi

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti seinni partinn í gær mann austur í Hrunamannaafrétt. Maðurinn slasaðist þegar pallur vörubíls sem hann var að vinna í skall niður þegar verið var að hella möl úr pallinum. Eitthvað gaf sig í lyftuútbúaði pallsins, sem skall niður með fullfermi af möl. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Peningavinningar

BÚNAÐARBANKINN veitir þremur til fjórum sparifjáreigendum peningavinninga á þriggja mánaða fresti næstu tólf mánuði. Þessir vinningar, sem eru þeir fyrstu sinnar tegundar, eru liður í sérstöku átaki til að hvetja til sparnaðar og kynna fjölbreyttari ávöxtunarmöguleika en áður hafa verið í boði hjá bankanum. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 543 orð

Ráðherra óttast búfjársjúkdóma

EKKI verður tekin afstaða til beiðni verslunarinnar Bónus um innflutning á sænskum kjúklingum eða annarra innflytjenda hrárrar kjötvöru fyrr en fyrsta lagi í lok ágúst þegar reglugerð um málið á að vera til. Ákvörðun gæti einnig beðið fram í miðjan september nk. þegar lokið á vera við úthlutun tollbóta, að sögn Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 389 orð

Reynt að flytja 13 tonna bryndreka til landsins

TIL stendur að flytja inn breskan sex hjóla Sarazen-bryndreka frá 1951, sem búið er að gera upp með risastóru 5 þúsund watta söngkerfi, fyrir tónleikana við Kirkjubæjarklaustur um verslunarmannahelgina. Bryndrekar af þessari gerð eru um 13 tonn, með 215 hestafla Rolls Royce-vél og voru meðal annars notaðir í stríðum sem Bretar háðu í Aden og Kenýa upp úr 1960. Meira
22. júlí 1995 | Landsbyggðin | 197 orð

Ritun Byggðasögu Skagafjarðar að hefjast

AÐ FRUMKVÆÐI Héraðsnefndar Skagafjaðar hefur verið sett á laggirnar nefnd til þess að annast útgáfu á Byggðasögu Skagafjarðar.. Auk héraðsnefndarinnar eru það Sögufélag Skagfirðinga, Kaupfélag Skagfirðinga og Búnaðarsamband Skagfirðinga sem standa að útgáfunni, og leitað hefur verið til Hjalta Pálssonar, skjalavarðar á Sauðárkróki, varðandi það að ritstýra verkinu. Meira
22. júlí 1995 | Landsbyggðin | 227 orð

Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til

MITT í svellkuldagarranum geyslaði sólarhlýja í brjóstum þeirra góðu gesta sem fylltu kirkjuna í Unaðsdal sunnudaginn 16. júlí, þá er hin glæsilega fermingarathöfn fór þar fram á tveimur börnum þeirra Elínar Kjartansdóttur frá Unaðsdal og manns hennar Hrafnkels Þórðarsonar læknis í Hankeland sjúkrahúsinu í Bergen, Meira
22. júlí 1995 | Smáfréttir | 47 orð

RÖSKVA, samtök félagshyggjufólks við HÍ, heldur sumarhátíð lauga

RÖSKVA, samtök félagshyggjufólks við HÍ, heldur sumarhátíð laugardaginn 22. júlí og verður farin hópferð að Búðum á Snæfellsnesi þar sem slegið verður upp tjöldum og gist næturlangt. Ferðast verður með langferðabifreið sem leggur af stað frá Odda, húsi Félagsvísindadeildar, kl. 13.30 á laugardeginum. Ferðin kostar 1.900 kr. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 410 orð

SÍF eykur veltu þrátt fyrir minni útflutning

VELTA SÍF hf. fyrstu 6 mánuði ársins var 3,6 milljarðar króna og jókst um 5,9% miðað við sama tímabil í fyrra. Útflutningur dróst hins vegar saman um 5,7% að magni. Rekstur dótturfyrirtækis SÍF, Nord Morue í Frakklandi, hefur gengið mjög vel. Veltuaukning er um fjórðungur frá sama tímabili í fyrra, en veltan hafði þá aldrei verið meiri. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Sjaldgæfur prins í Eyjum

Erfitt getur verið að ná mynd af sjaldgæfum fuglaafbrigðum í návígi en hér getur að líta lundaprins sem tekinn var í Álsey, vestur af Stórhöfða, í Vestmanneyjum. Það kostaði hvorki meira né minna en fjögurra daga yfirlegu að ná myndinni en hún mun vera sú fyrsta sinnar tegundar þar sem sjá má venjulegan lunda og lundaprins hlið við hlið. Prinsar eru mishvítir að lit. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 739 orð

Stefnir í 950 milljóna króna halla á árinu

KOSTNAÐUR vegna reksturs sjúkrahúsa, sjúkra- og lífeyristryginga stefnir í að fara 950 milljónir fram úr fjárlögum ársins að sögn Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Ingibjörg segir að gera megi ráð fyrir að halli sjúkrahúsanna verði 400 milljónir, sjúkratrygginga 300 milljónir og lífeyristrygginga 250 milljónir. Davíð Á. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 213 orð

Stytta Þorláks helga afhjúpuð

STYTTA Þorláks helga var afhjúpuð við athöfn í Kristskirkju sl. fimmtudag. Þorlákur helgi var sjötti biskupinn í Skálholti, en hann sat á biskupsstóli frá 1178 til 1193. Þorlákur var tekinn í tölu dýrlinga á Alþingi árið 1198, en Jóhannes Páll páfi gerði hann að verndardýrlingi Íslendinga fyrir ellefu árum. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 31 orð

Tekin á 141

Tekin á 141 UNG stúlka var tekin fyrir að aka á 141 km hraða í gærdag á veginum undir Hafnarfjalli. Vorur þrír farþegar í bílnum og mikil umferð var á veginum. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Tengjast ekki heræfingunni Norður-Víkingur 95

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ sendi út í gær yfirlýsingu, þar sem tekið var fram að þau verkefni sem unnin eru fyrir íslenskar stofnanir og samtök með aðstoð bandarískrar risaþyrlu, sbr. malarflutning til göngustígagerða í Skaftafelli og flutningur á fágætum steinum í Borgarfirði eystra, tengjast ekki heræfingunni Norður-Víkingur 95. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 206 orð

Tólf deyja á Spáni og mengun vex

HITABYLGJA í Andalúsíu í suðurhluta Spánar hefur orðið ellefu manns að bana, aðallega öldruðu fólki. Dauðsfall 46 ára skokkara í Madrid er einnig rakið til hitans. Hitinn hefur verið yfir 40 stigum frá því á sunnudag og stundum jafnvel náð 50 stigum í borgunum Sevilla og Cordoba. Meira
22. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 254 orð

Umferð bíla verði leyfð að nýju

EIGENDUR verslana og hagsmunaaðilar við göngugötuna í Hafnarstræti hafa farið fram á það við bæjaryfirvöld á Akureyri að akstur bifreiða um göngugötuna verði heimilaður í tilraunaskyni um ákveðinn tíma. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Umferð tafðist um klukkustund

HARÐUR árekstur varð á mótum Þrengslavegar og Suðurlandsvegar í Svínahrauni síðdegis í gær og tafðist umferð um svæðið í um klukkustund. Tveir voru í hvorum bíl og voru farþegar beggja bifreiðanna fluttir á sjúkrahús. Meira
22. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 335 orð

Upplognar sakir ÍTALSKU

ÍTALSKUR mafíumeðlimur, sem njósnaði fyrir lögregluna, veitti falskar upplýsingar sem leiddu til handtöku og fangelsunar fyrrum Evrópuþingmanns, Enzo Tortora. Haft er eftir mafíumeðlimnum að hann hafi gert sér grein fyrir að það sem hann sagði hefði komið sér vel fyrir dómarana sem rannsökuðu málið. Tortora var kunnur sjónvarpsmaður. Meira
22. júlí 1995 | Landsbyggðin | 547 orð

"Úr bóta er þörf"

Hornafjörður-Frárennslismál við Hornafjörð eru í miklum ólestri. Allt frárennsli sem fer frá íbúum Hafnar fer óhreinsað að öllu leyti út í Hornafjörð og ná lagnir sums staðar rétt út fyrir göturnar niður í fjöru. Einungis á einum stað í plássinu, á svokölluðu Leirusvæði, er frárennslið leitt í rotþró áður en það fer út á leirurnar. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Yfirlýsingu ráðherra um tónlistarhús fagnað

AÐALFUNDUR Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands, haldinn 19. júní sl. fagnar sérstaklega yfirlýsingum, sem nýskipaður menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hefur gefið á opinberum vettvangi um nauðsyn þess, að byggt verði tónlistarhús í Reykjavík, segir í fréttatilkyningu. Það er nýlunda að stjórnmálamaður komi að málum á þennan hátt. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Þriðji áfangi Fornalundar opnaður

BM-VALLÁ opnar þriðja áfanga Fornalundar á morgun kl. 13 eftir gagngerar endurbætur. Frá því að 2. áfangi var opnaður á síðasta ári hafa þúsundir gesta lagt leið sína í Fornalund. Verið er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir vígslu þriðja áfanga sem verður með margvíslegum viðbótum, t.d. lystihús að evprópskri fyrirmynd, sem Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur hannað. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 447 orð

Þverá og Norðurá í fjögurra stafa tölur

Fyrstu laxveiðiárnar hafa rofið þúsund laxa múrinn og eru það þær ár sem í allt sumar hafa verið með mestu veiðina, Þverá og Norðurá. Litlu munar á ánum, en Þverá hafði svo nauma forystu þegar þetta er ritað að ógerlegt er að fullyrða að forystan sé enn fyrir hendi þegar þetta birtist lesendum, enda eru tölur í laxveiðiánum fljótar að breytast. Meira
22. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 569 orð

Ætla að óska eftir fundi með forsætisráðherra

"ÉG finn það á félagsmönnum að mælirinn er orðinn fullur. Á þá voru sett lög sem þeir eiga mjög erfitt með að sætta sig við og þeir hafa orðað það þannig að nú sé greinilega verið nudda salti í sárin eða jafnvel sparka í menn liggjandi. Meira
22. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

(fyrirsögn vantar)

NEMENDUR á árlegri gítarhátíð sem nú stendur yfir á Akureyri leika á tónleikum í Deiglunni kl. 18.00 í dag, laugardag. Aðgangur er ókeypis. Á morgun sunnudag leikur "Hollenski sígauninn" gítarleikarinn Eric Vaarzon Morel m.a flamenco í Deiglunni kl. 20.30. Sumartónleikar verða í Akureyrarkirkju. Flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir leika kl. 17.00. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júlí 1995 | Leiðarar | 620 orð

leiðariAÐ FYRIRBYGGJA GREIÐSLUVANDA AMRÁÐSNEFND félagsmála

leiðariAÐ FYRIRBYGGJA GREIÐSLUVANDA AMRÁÐSNEFND félagsmálaráðuneytisins um greiðsluvanda heimilanna hefur nú skilað áfangaskýrslu með tillögum til úrbóta. Af skýrslunni er ljóst að vandinn er umtalsverður. Í byrjun ársins voru á átjánda þúsund lántakenda í húsnæðiskerfinu í vanskilum með rúmlega tvo milljarða króna. Meira
22. júlí 1995 | Staksteinar | 399 orð

»Tíminn og skattarnir KOMIÐ er að þeim mörkum að skatthlutfall verður ekki hækkað frekar

KOMIÐ er að þeim mörkum að skatthlutfall verður ekki hækkað frekar frá því sem nú er, segir Tíminn í forystugrein. Hátt skatthlufall megi hins vegar ekki nota til að réttlæta skattsvik í almennri umræðu. Umræðum blandað saman Meira

Menning

22. júlí 1995 | Menningarlíf | 169 orð

Aðallinn í óperu

SKRAUTLEGUR lífsferill hertogaynjunnar af Argyll hefur orðið einu efnilegasta tónskáldi Breta af yngri kynslóðinni, Thomas Ades, efniviður í óperu, sem sýnd er í London um þessar mundir. Óperan Powder Her Face" hefur fengið ágætar viðtökur, að því er segir í The European. Meira
22. júlí 1995 | Menningarlíf | 145 orð

AF NÓGU er að taka fyrir aðdáendur Williams Shakesp

AF NÓGU er að taka fyrir aðdáendur Williams Shakespeares á Internetinu. Þar er að finna öll verk hans, fjölda upplýsingagrunna um þau og spurningar og svör úr leikritunum. Flestir ættu að ráða við spurninguna: Hver sagði: Að vera eða' ekki vera"? Margir myndu án efa lenda í vandræðum með að svara því á hve mörgum dögum Rómeó og Júlía gerist og þeir eru vafalítið mjög Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 56 orð

Bullock með ofnæmi

Bullock með ofnæmi SANDRA Bullock, sem lék meðal annars í myndinni "Speed", olli miklu uppnámi á tökustað nýjustu myndar sinnar nýverið. Verið var að taka upp reiðatriði þegar hún átti allt í einu mjög erfitt með andardrátt. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 46 orð

Chamberlain í Þyrnifuglum á ný

RICHARD Chamberlain, sem lék aðalhlutverk sjónvarpsþáttanna um Þyrnifuglana á sínum tíma, hefur ákveðið að snúa aftur í hlutverki föður Ralphs. Ráðgert er að byrja tökur á nýrri þáttaröð bráðlega. Þættirnir voru sýndir í Ríkissjónvarpinu á níunda áratugnum og nutu talsverðra vinsælda. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 121 orð

Charlie Sheen játar

VÆNDISKONUR virðast vera vinsælar hjá leikurum í Hollywood. Leikarinn Charlie Sheen, sem þekktur er fyrir leik sinn í myndum eins og "Platoon" og Flugásum, hefur játað að hafa átt viðskipti við vændisþjónustu Heidi Fleiss, alls 20 sinnum á tímabilinu 1991-1993. Þetta kom fram í vitnisburði hans í réttarhöldum yfir vændisdrottningunni. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 60 orð

Costner kominn með nýja

Costner kominn með nýja NÚ, níu mánuðum eftir að Kevin Costner skildi við Cindy Costner, konu sína til sextán ára, hefur hann fundið nýja ástmey. Hún heitir Maria Snyder og er fyrrum fyrirsæta fyrir snyrtivörufyrirtækið Yves Saint Laurent. Hún er nú tískuhönnuður á Manhattan. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 145 orð

Dóttir rokkarans

Dóttir rokkarans LEIKKONAN Liv Tyler er mikið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum þessa dagana þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í einni mynd, sem í þokkabót fékk hræðilega dóma og litla aðsókn. Ástæðan er sú að hún er dóttir Stevens Tylers, söngvara rokksveitarinnar frægu, Aerosmith. Meira
22. júlí 1995 | Menningarlíf | 75 orð

Draugar og söguhetjur

SUNNUDAGINN 23. júlí kl. 20 er dagskrá í Norræna húsinu sem ber heitið "Spøgelser, sagahelte og gamle guder". Danski rithöfundurinn Charlotte Blay mun flytja erindi um Ísland, söguna og leyndardóma landsins. Hún mun einnig sýna litskyggnur. Meira
22. júlí 1995 | Tónlist | 828 orð

Eilífðarkeðjur

Alfred Schnittke: Kórkonsert; Minnesang (frumhljóðritun). Kór danska ríkisútvarpsins u. stj. Stefans Parkmans. Chandos CHAN 9126. Upptaka: DDD, Hljómleikahúsi DR, Kaupmannahöfn, 1/6/1992. Lengd: 58:50. Verð: 1.899 kr. Meira
22. júlí 1995 | Tónlist | 650 orð

Frábærlega fluttir íronískir tregasöngvar

Sverrir Guðjónsson kontratenór og Einar Kr. Einarsson gítarleikari fluttu verk eftir Luis Milan, Enrique de Valderrábano, Philip Rosseter, John Dowland, Tobias Hume, Claude de Sermisy, Jean- Baptiste Besar, Carl Michael Bellman, John Speight, Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Benjamin Britten, Francis Routh og Aaron Copland.Fimmtudagurinn 20. júlí kl. 20.30. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 36 orð

Friðarbarátta

TÍSKUHÖNNUÐURINN Gattinoni lætur sitt ekki eftir liggja í baráttunni fyrir friði í heiminum. Hann hannaði þennan kjól og borðann sem sýningarstúlkan heldur á. Hvort tveggja var til sýnis á ítölsku "Alta Moda" tískusýningunni í vikunni. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 364 orð

Frönsk og falleg

FRANSKA leikkonan Sophie Marceau hóf feril sinn árið 1981 í frönsku metsölumyndinni "La Boum". Hún var aðeins 13 ára að aldri. Síðan hefur hún leikið í mörgum myndum. "Þær hafa ekki allar verið meistaraverk," segir hún. Núna er hún vinsælasta leikkona Frakklands og ber reglulega sigurorð af Deveneuve og Adjani í vinsældakosningum þar í landi. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 55 orð

Gamlir feður ræða saman

LEIKSTJÓRINN vinalegi Roman Polanski og gamli úlfurinn Jack Nicholson hittust nýlega yfir kaffibolla í franska bænum Arles. Viðræðuefnið gæti vel hafa verið barneignir, þar sem þeir eru báðir hamingjusamir feður. Polanski á tveggja ára dóttur, Marlene, og Nicholson á tvö börn, dótturina Lorraine, sem er fimm ára, og soninn Raymond, þriggja ára. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 60 orð

Gangur frægðarinnar

MEÐAL leikara í kvikmyndaborginni Hollywood þykir það sérstakt stöðutákn að fá sína eigin stjörnu í gangstétt eina þar í borg. Á stjörnunni traðkar svo á hverjum degi fjöldi ferðamanna, vændiskvenna og eiturlyfjasala. Hérna sjáum við nokkrar stjörnur setja mark sitt á tilveru þessa fólks. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 48 orð

Gibson heppinn

LEIKARINN góðkunni Mel Gibson fékk fiðring í magann þegar hann frétti af útreiðarhnjaski ofurmennisins Christophers Reeves, sem olli varanlegri lömun hans. Hann lenti nefnilega í svipuðu hnjaski fyrir skömmu, við upptökur á hálandamyndinni Braveheart. Tilviljun ein réð því að hann hlaut ekki sömu örlög og ofurmennið góðhjartaða. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 123 orð

Ímyndarveik

RENÉE Zellweger byrjaði leikferil sinn með litlum hlutverkum í myndum eins og "Dazed and Confused" og "Reality Bites", sem teknar voru í Texas, heimafylki hennar. Síðan fékk hún hlutverk í myndunum "Love" og "45". Fáir sáu þessar myndir, en margir í kvikmyndaiðnaðinum hrifust af frammistöðu hennar. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 140 orð

Jennifer fram í sviðsljósið á ný

MARGIR muna eftir leikkonunni Jennifer Beals úr dansmyndinni "Flashdance". Hvorki meira né minna en 12 ár eru liðin síðan hún lék í myndinni, sem var mjög vinsæl á sínum tíma. Eftir "Flashdance" lét hún sig algjörlega hverfa úr sviðsljósinu. Um leið og tökur hættu fór hún í háskóla. En nú snýr hún aftur í myndinni Djöfull í bláum kjól, eða "Devil in a Blue Dress". Meira
22. júlí 1995 | Myndlist | 482 orð

"Ljósár"

Kristín PálmadóttirOpið á opnunartíma List- & kaffihússins til 30. júlí. Aðgangur ókeypis. LÍKT OG um fleiri unga myndlistarmenn síðari ára, finnur Kristín Pálmadóttir samsemd sína í hughrifum frá náttúruformum og sjálfu ljósinu, sem upphafspunkti lífsins. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Meindýr hjá Murphy EINS og

EINS og aðrar stórstjörnur hefur Eddie Murphy til umráða stóran og vel búinn húsvagn þegar hann er við tökur á kvikmyndum. En um daginn neitaði hann að koma inn fyrir dyr glæsivagns síns, því hann sagði að þar væri rottugangur. Hópur meindýraeyða var snarlega sendur á vettvang og grandskoðaði hvern krók og kima í húsvagninum. Meira
22. júlí 1995 | Menningarlíf | 128 orð

Rammi seldur á 2,3 milljónir

SÖFNUNARÁRÁTTA getur tekið nýja stefnu, í heimi safnarans, eins og berlega kom í ljós fyrir skömmu á uppboði hjá Christie's fyrir skömmu. Rammar eru að verða munaðarvara. Á uppboði hjá Christie's í síðustu viku seldust 225 rammar á að meðaltali um 238.700 kr. ísl. Fóru margir á tvö- og jafnvel þreföldu því verði sem sett var upp og sá dýrasti seldist á um 2,3 milljónir. Meira
22. júlí 1995 | Menningarlíf | 128 orð

RARIK- kórinn fær silfurverðlaun í Sviss

RARIK-kórinn hlaut nýverið silfurverðlaun í alþjóðlegri keppni verkalýðskóra í Bern í Sviss, IDOCO Chor und Musikfest, sem nú var haldin í 11 sinn. Alls tóku á fimmta tug kóra þátt í keppninni og voru þeir víðs vegar að úr Evrópu. Á dagskrá RARIK- kórsins voru sex lög: "Stemmur og Maístjarnan" eftir Jón Ásgeirsson; og "Come again" lag frá 16. öld eftir John Dowland. Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 80 orð

Robert Patrick í Nektardansi

ROBERT Patrick hefur tekið að sér að leika fyrrum eiginmann Demi Moore í myndinni "Striptease", eða Nektardansi, en framleiðsla hennar hefst 5. september næstkomandi. Persóna Patricks er ekki ánægð með lifibrauð Moore, sem vinnur fyrir sér með nektardansi. Meira
22. júlí 1995 | Menningarlíf | 124 orð

Selebrant Singers

CELEBRANT Singers er sönghópur skipaður 10 söngvurum og 12 hljóðfæraleikurum sem ferðast víða um heim. Þessi líflegi sönghópur er nú staddur hér á landi í sjötta sinn og ferðast víða og syngur trúarsöngva hér á landi til 26. júlí nk. Celebrant Singers hefur ferðast um á Vestfjörðum undanfarna daga þar sem haldnar hafa verið söngsamkomur m.a. Meira
22. júlí 1995 | Menningarlíf | 72 orð

Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir í Galleríi Sævars Karls

FÖSTUDAGINN 21. júlí opnaði Sólveig Aðalsteinsdóttir sýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Sýningin nefnist Vötn og eru verkin unnin með vatnslit á gler. Sólveig hefur sýnt verk sín hérlendis og erlendis frá árinu 1979 og tekur um þessar mundir þátt í tveimur samsýningum hér á landi, Íslenskri myndlist á Kjarvalsstöðum og Botngróðri, Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 66 orð

Sænskt rokk

SÆNSKA rokkhljómsveitin Abel och kaninerna spilaði á Tveimur vinum síðastliðið föstudagskvöld. Hún er frá Gautaborg og er skipuð Carita Jonsson, Tommy Johansson, Pelle Bolander, Benke Stahlén og Bo Ingvarsson. Mikið fjör var á staðnum og vakti sveitin athygli fyrir þétta spilamennsku. Morgunblaðið/Halldór Meira
22. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 49 orð

Umræðuefni

SÍÐASTLIÐINN fimmtudag fór fram frumsýning á myndinni Umræðuefni eða "Something To Talk About". Aðalhlutverk er í höndum leikaranna Dennis Quaid, Hailey Aull (10 ára), Juliu Roberts og Kyru Sedgwick. Hér sjást leikararnir á frumsýningunni; Dennis heldur á Hailey meðleikkonu sinni og Kyra er í fylgd með leikaranum Kevin Bacon. Meira
22. júlí 1995 | Menningarlíf | 184 orð

Uppvaxtarsaga blómabarns

ÚT ER komin Undir heggnum, uppvaxtarsaga blómabarns, eftir Ingólf Steinsson. Ingólfur hefur starfað jöfnum höndum sem kennari og tónlistarmaður. Hann hefur samið lög og texta um árabil, m.a. með hljómsveitinni Þokkabót. Undir heggnum er fyrsta bók Ingólfs. Á bókarkápu segir: "Drengurinn vex úr grasi í upphafi kalda stríðsins. Meira

Umræðan

22. júlí 1995 | Aðsent efni | 1403 orð

Afleiðingar lokunar á deildum í geðdeild Landspítala

Stjórnmálamenn ákveða niðurskurð fjárlaga og hvar hann á að fara fram hverju sinni. Slík ákvörðun hlýtur ætíð að vera viðkvæm. Margs þarf að gæta, m.a. áhrifa niðurskurðarins á líf og tilveru fólks. Ekki síst á þetta við þegar um er að ræða niðurskurð til heilbrigðismála en þar hefur hann m.a. komið hart niður á starfsemi Landspítalans. Meira
22. júlí 1995 | Aðsent efni | 1445 orð

Ballett um saltfisk

Í SUÐVESTUR-Frakklandi rekur SÍF fiskverkunarstöð sem heitir Nord Morue. Þar vinna milli 145­150 franskir verkamenn og konur. Í þessa verksmiðju flytur SÍF í miklum mæli blautverkaðan saltfisk. Þar er hið íslenska hráefni síðan þurrkað með frönsku rafmagni og öll vinnsla og pökkun fer fram með frönsku vinnuafli. Meira
22. júlí 1995 | Aðsent efni | 1487 orð

Fjárhagsvandi Ríkisspítala séður frá sjónarhóli sviðsstjóra kvenlækningasviðs

Í ÁRSBYRJUN 1995 tók gildi nýtt stjórnskipurit fyrir Ríkisspítala. Starfsemi Ríkisspítala er nú skipt í sex lækningasvið með tveimur sviðsstjórum hvert (fulltrúar lækninga- og hjúkrunarþátta), fjögur rannsóknar- og tæknisvið með einum sviðsstjóra hvert auk stjórnunar- og fræðasviða (sjá mynd). Meira
22. júlí 1995 | Velvakandi | 490 orð

Leiðréttingar við skrif Valdimars Kristinssonar í Morgunblaðinu 11. júlí sl.

UMFJÖLLUN Valdimars Kristinssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, um Íslandsmótið í hestaíþróttum er vægast sagt ósanngjörn og ósmekkleg. Greinin byggist upp á ágiskunum þar sem hann segir að mótið sé fjármagnað með háum skráningargjöldum. Þetta er ekki rétt, skráningargjöld hafa farið lækkandi undanfarin ár og hafa aldrei verið lægri en nú. Meira
22. júlí 1995 | Aðsent efni | 1360 orð

Ríkisrekstur á upplýsingamarkaði

Í MORGUNBLAÐINU hafa að undanförnu birst greinar um ríkisrekstur og frjálsa samkeppni á upplýsingamarkaði. Greinarnar eru eftir Bergþór Halldórsson yfirverkfræðing hjá Pósti og síma (15. og 18. júlí) og Kristján Gíslason framkvæmdastjóra Radíómiðunar hf. (20. júlí). Þá hefur Morgunblaðið í tvígang fjallað um þetta efni í leiðara (16. og 20. júlí). Meira
22. júlí 1995 | Aðsent efni | 1611 orð

Samkeppni eða ekki samkeppni

ÞAÐ VAR ekki ætlun mín í upphafi þegar ég skrifaði grein í blaðið að tvær framhaldsgreinar fylgdu í kjölfarið, en þar sem Morgunblaðið beinlínis óskar eftir því í leiðara að ég upplýsi lesendur blaðsins um ákveðin atriði og svo hitt að mér þykir umræðuefnið áhugavert ákvað ég að skrifa þriðju greinina. Meira
22. júlí 1995 | Velvakandi | 750 orð

Smáleiðbeining hefði sparað mikil óþægindi

VIÐ HJÓNIN höfðum rætt áhuga okkar á að fara til Danmerkur í sumar og heimsækja vini okkar á Jótlandi, en ekkert hafði verið ákeðið, þegar sonur okkar bendir okkur á auglýsingu í Morgunblaðinu frá Úrvali-Útsýn um ódýra ferð til Billund 5.-14. júlí fyrir kr. 17.300 á mann (m.flugv.sk. 19.900). Meira
22. júlí 1995 | Velvakandi | 397 orð

UNNINGJAKONA Víkverja, sem stendur í íbúðakaupum ásamt

UNNINGJAKONA Víkverja, sem stendur í íbúðakaupum ásamt manni sínum, sagði skrýtna reynslusögu af húsnæðiskerfinu. Þegar sótt er um húsbréfalán, þarf kaupandi íbúðar að skila upplýsingum um tekjur sínar, til að sýna fram á að hann hafi næga greiðslugetu til að borga af láninu. Meira
22. júlí 1995 | Velvakandi | 510 orð

Úrelding aldraðra

FYRIR rúmu ári varð ég fyrir því óláni að lenda í umferðarslysi. Bíllinn var dæmdur ónýtur og borgaður út. Ég fékk mér lögmann til að sjá um þetta mál fyrir mig og nú 14 mánuðum eftir slysið liggur niðurstaðan fyrir. Þegar ég sá uppgjörið varð ég bæði undrandi og sár og skildi nú betur hvers vegna þessi mikla umræða um hin nýju skaðabótalög er svo fyrirferðarmikil í dag. Meira
22. júlí 1995 | Aðsent efni | 643 orð

Þjóðhátíðarræða Davíðs

ÞJÓÐHÁTÍÐARRÆÐA Davíðs Oddssonar forsætisráðherra kom mörgum á óvart og vakti að sjálfsögðu mikla athygli. Hann sagði eitthvað á þá leið, að störf Alþingis og þess fólks sem þar starfaði lægju sífellt undir gagnrýni, sem eðlilegt væri, enda engin mannanna verk fullkomin. Meira

Minningargreinar

22. júlí 1995 | Minningargreinar | 497 orð

Axel Reinhold Kristjánsson

Þá hefur frændi minn Axel fengið hvíldina. Hann lést sama mánaðardag og sonur hans fyrir 28 árum, á Borgarspítalanum eftir stutta sjúkralegu. Allt frá því að ég man eftir mér hafa frændi minn Axel Reinhold og Ágústa kona hans búið í Norðurmýrinni og lengst af á Flókagötu 7. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 272 orð

Axel Reinhold Kristjánsson

Þegar ég sest niður til að skrifa fáein kveðjuorð til frænda míns, Axels Reinholts, þá er mér efst í huga hvað hann var góður og vandaður maður. Hann stóð við allt sem hann sagði og skuldaði engum neitt, var frændrækinn og mjög ættfróður. Hann ferðaðist mikið um landið sitt, meðal annars í símavinnu á Suðurlandi og þekkti til flestra sveitabæja. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 233 orð

Axel Reinhold Kristjánsson

Móðurbróðir minn Axel Reinhold Kristjánsson er látinn og langar mig að minnast hans með fáeinum orðum. Reinhold eins og ég kallaði hann, er ég var strákur, ólst upp við Laugaveginn, nánar tiltekið númer 52. Átti hann margar minningar frá þeim tíma og hafði ég mjög gaman af því að fá hann til þess að rifja þær upp. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 179 orð

AXEL REINHOLD KRISTJÁNSSON

AXEL REINHOLD KRISTJÁNSSON AXEL Reinhold Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 27. apríl 1912. Hann lést á Borgarspítalanum 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Þórunn Björnsdóttir, f. 28. júlí 1876, d. 25. ágúst 1926, húsfrú, og Kristján Benediktsson, f. 16. nóv. 1884, d. 11. des. 1950, trésmíðameistari. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 123 orð

Axel Reinhold Kristjánsson Ég sit hér með penna í hönd og veit varla hvað ég á að skrifa um hann afa minn, því svo margt kemur

Ég sit hér með penna í hönd og veit varla hvað ég á að skrifa um hann afa minn, því svo margt kemur í huga minn. En efst í huga mínum eru samt ferðirnar í sveitina á sumrin, en á leiðinni sungum við meðal annars lagið "Inn milli fjallanna" og fleiri lög. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 206 orð

Bjarni Ólafsson

Við bræðurnir viljum í örfáum orðum minnast ástkærs afa okkar. Sem drengir hlökkuðum við alltaf til að fara í heimsókn til afa og ömmu í Króki. Þar var okkur alltaf tekið með ást og hlýju og okkur leið alltaf vel þegar við vorum þar. Þar var sama hversu vitlausar hugmyndir sem við fengum, allt var látið eftir okkur. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 497 orð

Bjarni Ólafsson

Það eru forréttindi að hafa kynnst honum tengdaföður mínum og notið þess velvilja og hlýju sem hann ávallt sýndi mér og mínu fólki. Bjarni í Króki lifði nærri alla þessa öld og þekkti því í raun tímana tvenna. Hann einkenndu viðhorf þeirrar kynslóðar sem byggði upp það samfélag sem við búum við í dag: Bjartsýni, æðruleysi, trú á landið og framtíðina. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 103 orð

BJARNI ÓLAFSSON

Bjarni Ólafsson fæddist á Vindási í Kjós 1. janúar árið 1906. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson og Helga Bjarnadóttir. Bjarni var sjötti í röðinni af níu börnum þeirra hjóna. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 318 orð

Bogi Þ. Finnbogason

Andlát Boga vinar okkar bar snöggt og óvænt að. Við bjuggumst við honum heim aftur eftir aðgerðina sem hann gekkst undir. Við áttum eftir að samgleðjast honum í tilefni af 75 ára afmælinu hans, sem var hinn 4. júlí sl., en þann dag voru þau hjónin, hann og Dagný, norður í landi í faðmi fjölskyldunnar og áttu yndislegar stundir saman. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 1131 orð

Bogi Þ. Finnbogason

Þrettán ára gamall byrjaði Bogi til sjós og átján ára var hann orðinn skipstjóri á skipi föður síns Svaninum. Svanurinn hafði þá verið endurbyggður eitthvað og stækkaður úr átta tonnum í á milli níu og tíu tonn. Fyrsta veiðiferðin var með reknet norður að Hrísey, en þangað hafði Bogi aldrei komið áður, svo hann þekkti ekkert miðin á þessum slóðum. Samt heppnaðist þessi ferð hans vel. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 422 orð

Bogi Þ. Finnbogason

Elsku Bogi minn. Það var leitt að ég náði ekki að kveðja þig eða þakka þér fyrir hversu vel þú tókst á móti Agli syni mínum í vor. Hann, ellefu ára gamall, var svo ákveðinn í því að hann ætlaði að heimsækja frændfólkið sitt í Eyjum, afabróður sinn, þó svo hann hefði aðeins stuttan tíma á fótboltaferðalagi og rataði ekki um Eyjarnar. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 303 orð

Bogi Þ. Finnbogason

Flestar minningar okkar systra um Boga tengjast æskuárunum fyrir gosið í Vestmannaeyjum árið 1973. Þá bjó fjölskylda okkar við Austurveg 4, á móti Laufási, ættarsetrinu sem amma Elínborg og afi Þorsteinn byggðu. Bogi og Dagný frænka bjuggu á efri hæðinni ásamt börnum sínum en amma og afi bjuggu niðri. Dyr Laufáss stóðu ætíð opnar og gengum við út og inn sem þar væri okkar annað heimili. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 271 orð

Bogi Þ. Finnbogason

Örfá orð að leiðarlokum, kæri frændi. Samverustundirnar allt of fáar, ná yfir vel hálfa öld. Fyrstu minningarnar frá Eskifirði eru tengdar þér. Raddir ykkar sjómanna utan af firðinum, skellir og vélahljóð berast að landi í mjúkri þokunni. Lítil "gæska" í fangi frænda að skoða kóp sem flækst hafði í neti. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 422 orð

Bogi Þ. Finnbogason

Ljúfa Anna, láttu mig vissu fá. Þú ein getur læknað mín hjartasár. Í kvöld er ég sigli á sænum í svala ljúfa blænum, æ, komdu þá svo blíð á brá út'í bátinn mér einum hjá. (ÓK. höf.) Kenndir þú frænku litlu að söngla og þegar hún hafði lært sönginn héldum við æ síðan litla söngtónleika er við hittumst. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 786 orð

Bogi Þ. Finnbogason

Föstudagsmorguninn 14. júlí sl. barst mér sú harmafregn að Bogi vinur minn Finnbogason hefði látist á Borgarspítalanum í Reykjavík kvöldið áður. Nokkrum dögum fyrr var Bogi sendur í rannsókn til Reykjavíkur, en ég held að það hafi ekki hvarflað að neinum að hann kæmi ekki fljótlega heim aftur, hress og kátur. En enginn veit sitt skapadægur. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 187 orð

BOGI Þ. FINNBOGASON

BOGI Þ. FINNBOGASON Bogi Þ. Finnbogason fæddist á Eskifirði 4. júlí 1920. Hann lést á Borgarspítalanum 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Þorleifsdóttir og Finnbogi Erlendsson útvegsmaður. Börn þeirra voru sjö, sex synir og ein dóttir. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 71 orð

Bogi Þ. Finnbogason Aðeins örfá orð til að minnast míns góða vinar, Boga Finnbogasonar. Ég kynntist Boga árið 1960, þegar ég

Aðeins örfá orð til að minnast míns góða vinar, Boga Finnbogasonar. Ég kynntist Boga árið 1960, þegar ég réðst í skipsrúm hjá honum. Strax tókst með okkur góð vinátta, sem hefur haldist alla tíð síðan. Hann var sérstaklega ljúfur í allri umgengni og góður við menn og málleysingja. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 346 orð

HERBERT JÓNSSON

ÉG VAR fyrsta barnabarn afa og ömmu og hef ég alltaf átt hjá þeim mitt annað heimili. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa um allar þær góðu stundir sem ég átti með afa. Allar sundferðirnar og fyrstu sundtökin sem hann kenndi mér ungri. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 29 orð

HERBERT JÓNSSON

HERBERT JÓNSSON Herbert Jónsson fæddist á Akureyri 26. apríl 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 9. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 18. júlí. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 161 orð

Ingimundur Hjálmarsson

Ingimundur Hjálmarsson fluttist á 15. ári til Seyðisfjarðar með foreldrum sínum, þar sem við kynntumst. Ingimundur var bílstjóri og keyrði hann Loðmfirðinga mikið, m.a. á framsóknarhátíðir á Hallormsstað. Við Ingimundur vorum báðir miklir lombermenn og spiluðum oft heilu næturnar og var þá alltaf glatt á hjalla. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 32 orð

INGIMUNDUR HJÁLMARSSON

INGIMUNDUR HJÁLMARSSON Ingimundur Hjálmarsson fæddist í Hátúni í Seyluhreppi í Skagafirði 17. september 1907. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seyðisfjarðarkirkju 24. júní. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 459 orð

Jón Örn Sæmundsson

Það óvænta er alltaf að gerast, síminn hringir og flutt er sú fregn, að Nonni Sæm sé látinn. Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir örfáum dögum vorum við stödd á niðjamóti Lambanesættar. Þar var Nonni mættur ásamt börnum sínum og systrum og fjölskyldum þeirra. Allt frá því ég man fyrst eftir mér var frændi minn aldrei langt undan. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 190 orð

JÓN ÖRN SÆMUNDSSON

JÓN ÖRN SÆMUNDSSON Jón Örn Sæmundsson fæddist á Siglufirði 13. maí 1938. Hann lést 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jónína Guðbjörg Braun (d. 1994) og Sæmundur Jónsson, sem lifir son sinn. Þau voru búsett á Siglufirði. Systkini Jóns Arnar eru Stefanía, f. 1936, búsett í Skagafirði, Jórunn Gunnhildur, f. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 826 orð

Karl Jónsson

Það var sólríkur sumardagur, eins og þeir gerast fallegastir í Eyjum. Þennan dag gengu þau saman til hvílu hann og sólin. Hann í hinsta sinn í jarðlífinu en hún aðeins í skamman tíma. Hún kemur upp aftur að morgni hlý og björt til þess að veita okkur birtu og yl utanfrá. Hann kemur líka aftur, oft aftur, hlýr og bjartur eins og hann hefur alltaf verið. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 621 orð

Karl Jónsson

Lífsbaráttan hjá þeim sem byggt hafa Heimaey, sótt þaðan sjó, aflað fugls og eggja ofan sem neðan brúna bjarga, nytjað hvern grænan blett til beitar eða slægna, hefur fóstrað atgervisfólk. Beiting árinnar, högun segla, færni í að fara um björg bundinn í vað eða klifra með stuðning af bandi, leikni í að leggja báti að uppgönguflá í útey, voru athafnir lífsbaráttunnar, Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 509 orð

Karl Jónsson

Að kvöldi 12. júlí sofnaði Kalli frændi minn í hinsta sinn. Og hjarta mitt fylltist söknuði og trega. En fram í hugann streyma minningar, sem birta mér myndir af þrekvöxnum eldri manni með roða í kinnum og bros á vör. Hann var bróðir afa, þessi glaðbeitti maður og betri frænda var vart hægt að hugsa sér. Kalli bjó alla ævi í Vestmannaeyjum. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 91 orð

KARL JÓNSSON

KARL JÓNSSON Karl Jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 15.7. 1909. Hann lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 12.7. sl. Móðir hans var Sigríður Bergsdóttir, f. 15.6. 1879 á Steinum undir Eyjafjöllum, d. 11.2. 1963 í Vestmannaeyjum. Faðir hans var Jón Einarsson, f. 5.4. 1885 á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, d. 26.2. 1978 í Vestmannaeyjum. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 731 orð

Konráð Már Eggertsson

Að lokinni langri samleið vil ég minnast Konráðs frænda míns með nokkrum orðum en við vorum systrasynir og svo til jafnaldrar. Við ólumst upp á nágrannabæjum til fermingaraldurs, aðeins Vatnsdalsáin á milli. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 483 orð

Konráð Már Eggertsson

Í dag er til foldar borinn Konráð Már Eggertsson frá Haukagili. Kynni mín af Konráði hófust árið 1975 er ég kom í Haukagil ásamt Ágústínu tilvonandi eiginkonu minni, verðandi tengdasonur á heimilinu. Fann ég fyrir mjög sterkum persónuleika Konráðs, hann var maður sem var fljótur að ávinna sér viringu annarra og allt hans fas var þannig að eftir honum var tekið. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 275 orð

Konráð Már Eggertsson

Fyrstu kynni okkar Konráðs voru þegar stofnað var félag ungra sjálfstæðismanna. Við vorum kosnir í stjórn félgsins. Ég fann strax hvað hann var traustur og ábyggilegur maður. Við störfuðum í pólitíkinni fram á gamals aldur. Þess skal getið að eftir að við fluttum á Flúðabakkann fórum við saman á kjörstað til að kjósa flokkin okkar. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 198 orð

KONRÁÐ MÁR EGGERTSSON

KONRÁÐ MÁR EGGERTSSON Konráð Már Eggertsson fyrrverandi bóndi og hreppstjóri á Haukagili í Vatnsdal í A-Húnvatnssýslu, lést á heimili sínu á Blönduósi laugardaginn 15. júlí síðastliðinn, 84 ára að aldri. Konráð fæddist 17. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 93 orð

Konráð Már Eggertsson Hann afi okkar er látinn og viljum við minnast hans með þessum orðum. Hann var okkur yndislegur afi. Við

Hann afi okkar er látinn og viljum við minnast hans með þessum orðum. Hann var okkur yndislegur afi. Við minnumst þess þegar við komum í heimsókn á Blönduós og heilsuðum afa, þá sagði hann alltaf, sæl frænka mín, með bros á vör. Við minnumst þess líka þegar afi varð áttræður og öll fjölskyldan var samankomin á Haukagili, hvað allir voru glaðir, þó sérstaklega hann afi okkar. Meira
22. júlí 1995 | Minningargreinar | 76 orð

Konráð Már Eggertsson Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Meira

Viðskipti

22. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 70 orð

25% minni hagnaður Apples

APPLE-tölvufyrirtækið hefur tilkynnt að hagnaður þess á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 25% þrátt fyrir aukna sölu á Macintosh-tölvum. Að sögn Apples minnkuðu tekjur fyrirtækisins á þremur mánuðum til júníloka í 103 milljónir dollara úr 138.1 milljón fyrir ári. Tekjur á hlutabréf minnkuðu í 84 sent úr 1,16 dollurum. Meira
22. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 108 orð

4,3% hækkun launavísitölu á árinu

VÍSITALA byggingarkostnaðar mældist 204,6 stig miðað við verðlag um miðjan júlí og hefur hún hækkað um 0,15% frá því í júní. Undanfarna 3 mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,5% sem jafngildir 2,0% verðbólgu á ári. Undanfarna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,4%. Launavísitala júnímánaðar mældist 139,6. Meira
22. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 283 orð

Hveiti og gull hækka í verði en lágt verð á olíu og áli

HORFUR á svalara veðri og vætu eftir hitabylgju í miðvesturríkjum Bandaríkjanna dró nokkuð úr hækkun á hveitiverði á heimsmarkaði um miðja vikuna, en framreiknað verð í Chicago hækkaði þó á ný. Verð á hveiti er með því hæsta í tíu ár vegna uggs um að hitarnir í Bandaríkjunum kunni að draga úr uppskeru á sama tíma og hveitibirgðir á heimsmarkaði hafa ekki verið minni í 20 ár. Meira
22. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 417 orð

Hætta viðskipum við flugfélagið

TVÆR ferðaskrifstofur, Ferðaskrifstofa Íslands og Ferðaskrifstofan Alís, hafa ákveðið að hætta tímabundið viðskiptum við flugfélagið Emerald Air vegna óánægju með þjónustu þess. Laufey Jóhannsdóttir, eigandi Ferðaskrifstofunnar Alís, Meira
22. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Óbreytt samstarf

EKKERT mun verða af auknu samstarfi Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line A/S, eins og fyrirhugað hafði verið. Þá mun ekkert verða af því að Eimskip kaupi hlut í skipafélaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Eimskips. Meira
22. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 336 orð

Reglulegur sparnaður með gjaldeyris- og verðbréfareikningum

BÚNAÐARBANKINN hefur hleypt af stokkunum sérstöku átaki til að hvetja fjölskyldur og einstaklinga til að notfæra sér sparnaðarþjónustu bankans. Meðal annars verða peningavinningar, svokallaðir sparivinningar, dregnir reglulega út næsta árið úr hópi þeirra viðskiptavina sem stundar reglulegan sparnað hjá bankanum. Meira

Daglegt líf

22. júlí 1995 | Ferðalög | 114 orð

Annir á Brúarási

Egilsstöðum-Í barnaskólanum að Brúarási í Jökuldal er rekin ferðaþjónusta á sumrin. Helga Jónsdóttir sér um reksturinn og er þetta fjórða sumarið hennar. Starfsemin er vaxandi og hefur verið mikið að gera í sumar, fjölgunin liggur bæði í hópum erlendra ferðamanna og einnig í heimsóknum Íslendinga. Meira
22. júlí 1995 | Neytendur | 319 orð

Appelsína og nýtt tríó vinsælustu Trópí-safarnir

NÝIR Trópí-ávaxtasafar hafa komið í hillur verslana í sumar og hlotið góðar viðtökur. Trópítríó í litlum fernum er nú næstvinsælasti safinn frá Sól á eftir appelsínusafanum sem hér hefur fengist í 23 ár. Sól hf hrærði upp í ávaxtasöfunum í vor; breytti umbúðum, setti á markað tríó og rautt greip og skipti út ananassafanum. Meira
22. júlí 1995 | Ferðalög | 232 orð

Aukning í ferðaþjónustu á Jökuldal

Morgunblaðið-Vaðbrekku. JökuldalFERÐAÞJÓNUSTA er að aukast á Jökuldal og nágrenni, enda ekki að öðru að hverfa þar sem nær eingöngu er stundaður sauðfjárbúskapur á Jökuldal og lega sveitarinnar býður ekki uppá mikla fjölbreytni í atvinnutækifærum. Í Brúarási, um einn kílómetra frá nýju Jökulsárbrúnni hjá Fossvöllum, er rekin ferðaþjónusta bænda. Meira
22. júlí 1995 | Ferðalög | 653 orð

Fjörutíu þúsund manns hafa sótt Skíða skólann í Kerlingarfjöllum.

NÚ hafa um 40 þús. Íslendingar sótt skólann og margir tekið þar fyrstu skíðasporin. En hvernig datt mönnum í hug að stofna skíðaskóla um hásumarið upp á öræfum? Valdimar kveðst hafa lesið Fjallamenn eftir Guðmund Einarsson þegar hann var í menntaskóla. Þar sé sagt frá klifurnámskeiði í Kerlingafjöllum og hve það sé gott skíðasvæði. Meira
22. júlí 1995 | Neytendur | 38 orð

Grillsneiðar ekki á 4.999 kr. heldur 499 kr.

MEINLEG prentvilla læddist í tilboð Nóatúns á þurrkrydduðum framhryggjarsneiðum sl. fimmtudag. Sagt var að kílóið af þeim væri á 4.999 kr. Hið rétta er að grillsneiðarnar kosta 499 krónur kílóið. Meira
22. júlí 1995 | Neytendur | 583 orð

Í heimsókn hjá (hugmynda)ríku fólki

Morgunblaðið-Hvolsvelli Á HVOLSVELLI búa hjón á fertugsaldri sem hafa komið sér einkar vel fyrir í snotru einbýlishúsi við Krókatún. Hjá þeim blasir sköpunargleði og hugmyndaauðgi hvarvetna við. Hugtakið ríkidæmi kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar maður kemur til þeirra Brynju Döddu Sverrisdóttur og Hafþórs Bjarnasonar. Meira
22. júlí 1995 | Ferðalög | 108 orð

Nýtt gistiheimili opnar á Siglufirði

Morgunblaðið-SiglufjörðurÁLFHILDUR Stefánsdóttir hefur opnað nýtt gistiheimili á Aðalgötu á 10 Siglufirði sem ber nafnið Hvanneyri. Á gistiheimilinu eru 18 herbergi, eins og tveggja manna, og er hægt að leigja þau með eða án sængurfata. Gestir hafa aðgang að rúmgóðu eldhúsi sem búið er öllum helstu þægindum. Meira
22. júlí 1995 | Neytendur | 158 orð

Ný verslun og konditorí í Borgarnesi

Nýverið opnaði brauðgerð Kaupfélags Borgfirðinga Borgarnesi - KBB - bakaríverslun og konditorí á jarðhæð húss brauðgerðarinnar sem er við Egilsgötu. Að sögn Ásgeirs Þórs Tómassonar bakarameistara, sem tók við brauðgerð KBB í vor, er með opnun verslunarinnar verið að reyna að ná á beinni hátt til fólksins. Sagði Ásgeir að brauðgerðin byði nú einnig upp á alla almenna veisluþjónustu. Meira
22. júlí 1995 | Ferðalög | 411 orð

Vegahandbókin í breyttri mynd

Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU er Fjósaklettur. Hann er undan Gufunesi á Viðeyjarsundi og örugglega ekki allir borgarbúar sem hafa veitt honum eftirtekt. Við borgarmörkin neðan Lækjarbotna eru tröllabörnin, gamlir gervigígar eða hraunkatlar við veginn sem vert er að skoða. Í túninu Ægisíðu sem er á vesturbakka Rangár eru 11 manngerðir hellar og einn mjög stór. Meira
22. júlí 1995 | Neytendur | 378 orð

Ýmsar tegundir dönsku ostanna uppseldar

ÞAÐ var örtröð við kæliborðið þar sem dönsku ostarnir voru í Hagkaup í Kringlunni í gær og þeir sem stöldruðu við til að skoða virtust almennt kaupa nokkra osta til að smakka. Viðskiptavinir veltu einnig töluvert fyrir sér verði miðað við íslensku ostana. Um 40 mismunandi tegundir voru fluttar til landsins, engir brauðostar heldur einungis rjómaostar, gráðostar og aðrir sælkeraostar. Meira
22. júlí 1995 | Neytendur | 414 orð

Það jafnast fátt á við fersk bragðmikil jarðarber

Á SUMARDEGI finnst mörgum gott að gæða sér á ferskum og bragðmiklum jarðarberjum. Það hefur líka verið hagstætt verð á þeim undanfarið, 250 g öskjur hafa jafnvel farið niður í 79 kr. sem venjulega eru á nokkur hundruð krónur og því sjálfsagt að nýta tækifærið. Auk þess sem berin eru góð á bragðið eru þau næringarrík en hitaeiningasnauð. Meira

Fastir þættir

22. júlí 1995 | Dagbók | 100 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 23. júlí, verður níræðurKári Tryggvason, rithöfundur, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. Eiginkona hans er Margrét Björnsdóttir. Þau taka á móti gestum í sal þjónustukjarna Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1A á morgun, afmælisdaginn kl. 16. Meira
22. júlí 1995 | Dagbók | 65 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 1. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ólöf Björk Björnsdóttir og Grettir Sigurðarson. Heimili þeirra er í Krókabyggð 12, Mosfellsbæ. Brúðarmeyjar voru Birna Sif Magnúsdóttir og Rannveig Jónsdóttir. Meira
22. júlí 1995 | Dagbók | 189 orð

Grasvíðir í Surtsey

Ljósm. Borgþór Magnússon Grasvíðir í Surtsey ÞRJÁR háplöntutegundir fundust nýlega í Surtsey sem ekki hafaverið þar áður en þær eru hvítmaðra, mýrasef og grasvíðir. Fundurgrasvíðisins er talinn markverðastur, þar sem þetta er í fyrsta sinnsem víðitegund finnst í Surtsey. Meira
22. júlí 1995 | Fastir þættir | 496 orð

Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt. 5).

Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt. 5). »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á messu í Laugarneskirkju kl. 11.00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA:Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN:Messa kl. 11.00. Meira
22. júlí 1995 | Fastir þættir | 650 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 806. þáttur

806. þáttur Eignarfall í samsetningum orða táknar alls ekki alltaf hvers "eign" eitthvað sé. Guðsþjónusta er ekki þjónustan sem "guð á", auk heldur ekki þjónusta sem hann lætur í té, heldur er það "þjónusta við guð" (sbr. lat. genetivus obiectivus). Meira
22. júlí 1995 | Fastir þættir | 701 orð

Kristölluð hvönn og blóm

L LENGI hefi ég haft hug á að kristalla fjólur og rósablöð, en aldrei hefur orðið úr framkvæmdum. Þó hefi ég oft gert það við hvönn og sítrónumelissu með góðum árangri ­ því ætti hitt að vera erfiðara? Engar eru rósirnar í garði mínum, en nóg af fjólum, bæði þrenningarfjóla og svo Týsfjóla sem er ljósblá og hvít. Ég sníkti einfalda rós af runna í garði kunningjakonu minnar. Meira
22. júlí 1995 | Dagbók | 343 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Örfirisey

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Örfirisey á veiðar og Skógarfossfór út. Farþegaskipið Europa kemur fyrir hádegi í dag og fer samdægurs. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom þýski togarinnFornax af veiðum og Hofsjökull sem fór samdægurs. Meira

Íþróttir

22. júlí 1995 | Íþróttir | 681 orð

Allt lagt undir í dag

AÐ LOKNUM fyrri keppnisdegi í 1. deild í Bikarkeppni FRÍ leiðir FH sveitin með einu stigi hefur hlotið 125 stig, en Ármenningar hafa hlotið 124 stig. Þessar sveitir hafa nokkra sérstöðu því sveit HSK er í þriðja sæti með 93 stig og UMSS er í fjórða sæti hefur hlotið 83 stig. Alls keppa átta sveitir í fyrstu deild. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 240 orð

BANDARÍSKA

BANDARÍSKA, tennisdrottningin Chris Evert var á dögunum tekin í raðir frægustu tennisleikara sögunar er hún fékk inngöngu í "Tennis Hall of Fame". Evert sigraði 18 sinnum á einhverju af hinum stóru mótum á nítján ára ferli sínum og var í efsta sæti heimslistans í sex ár. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 140 orð

Bergþóra setti þrjú

Valur sigraði í ÍBA 1:6 í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna á Akureyrarvelli í gær og eru þar með komnar í úrslit og mæta annað hvort Breiðabliki eða KR. Bergþóra Laxdal gerði þrennu fyrir Val í leiknum, en staðan í hálfleik var 0:4. Ragnheiður Víkingsdóttir, þjálfari Vals, sagðist ánægð með að vera komin með liðið í úrslit. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 335 orð

Blikastúlkur náðu jöfnu gegn norsku meisturunum

Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaknattspyrnu gerðu jafntefli, 2:2, í fyrsta leik sínum gegn norsku meisturunum, SK Örn frá Þrándheimi, á Norðurlandamóti meistaraliða í Þrándheimi í fyrrakvöld. Þessi árangur íslensku stúlknanna er athyglisverður því í norska liðinu voru sex stúlkur sem léku með landsliði Norðmanna sem varð heimsmeistari fyrir nokkrum vikum síðan. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 63 orð

FÉLAGSLÍFNýr tennisvöllur Tennisk

Nýr tennisvöllur Tennisklúbbur Víkings í Traðarlandi opnar um helgina tvo gervigrastennisvelli en klúbburinn hefur líka yfir að ráða tveimur völlum með gúmmíefni. Æfingamót Búnaðarbankans fyrir börn og unglinga mun standa yfir alla helgina. Einnig verður skemmtimót fyrir alla sem vilja haldið milli klukkan 11 og 14 í dag. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 594 orð

Frjálsíþróttir

Bislettleikarnir Mótið fór fram á Beslett-leikvanginum í Osló í gærkvöldi. Helstu úrslit: Kringlukast kvenna:metrar 1. Ilke Wyludda (Þýskal.) 68,54 2. Mette Bergman (Noregi) 68,24 3. Nicoleta Grasu (Rúmeníu) 62,56 5.000 m hlaup kvenna:mín. 1. Lynn Jennings (Bandar.) 15:18.30 2. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 92 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRMorgunblaðið/Árni Sæberg

FRJÁLSÍÞRÓTTIRMorgunblaðið/Árni Sæberg FH leiðir með minnsta munBIKARKEPPNI FRÍ hófst á Laugardalsvelli í gær og verður síðari keppnisdagur í dag. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 109 orð

Golf

Íslandsmót öldunga Mótið fer fram á Akureyri og að loknum tveimur keppnisdögum er staðan þessi: Konur, án forgjafar Inga Magnúsdóttir, GK182 Kristín Pálsdóttir, GK186 Ágústa Guðmundsdóttir, GKG192 Rósa Gunnarsdóttir, GA192 Anna F. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 68 orð

GOLF Reuter Spennand

Reuter Spennandi á St. Andrews ÞRÍR kylfingar eru efstir eftir fyrstu tvo dagana á opnabreska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Bandaríkjamaðurinn John Daly, sem hértekur kúluna upp eftir gott pútt á 17. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 86 orð

GUÐMUNDUR Hreiðarsson

GUÐMUNDUR Hreiðarsson, markvörður, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Bjarna Jóhannssonar hjá 1. deildarliði Breiðabliks. Hann tók við sem aðstoðarmaður Bjarna af Magnúsi Jónssyni, sem var ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Fram. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 62 orð

Hakeem í bandaríska landsliðið HA

HAKEEM Olajuwon, besti körfuknattleiksmaður heims, getur leikið með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári, samkvæmt ákvörðun sem Alþjóða körfuknattleikssamandsins, FIBA, sendi frá sér í gær. Hakeem, stjarna meistara Houston í NBA-deildinni, er fæddur í Nígeríu og lék með unglingalandsliði Nígeríu í Afríkukeppninni þegar hann var 17 ára. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 359 orð

Heimsmeistararnir í basli með Bandaríkjamenn

Heimsmeistarar Brasilíu í knattspyrnu átti í hinu mesta basli með baráttuglaða leikmenn Bandaríkjana í úndanúrslitum Ameríkukeppninnar í fyrrakvöld. Það var varnarmaðurinn Aldair sem gerði eina mark leiksins fyrir Brasilíumenn á 12. mínútu leiksins eftir mistök Brads Friedel, markvarðar Bandaríkjamanna. Þetta eru sömu úrslit og í viðureign landanna í HM í fyrrasumar. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 104 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin 18. áfangi í Frakklandskeppninni var hjólaður í gær, alls 166 km. Úrslit voru sem hér segir: klst. Lance Armstrong (Bandar.) Motorola3.47,53 Andrea Ferrigato (Ítalíu) Telekom-ZG33 sek. á eftir Vyacheslav Ekimov (Rússl.) Novell44 Jean-Cyril Robin (Frakkl.) Festina44 Maarten Den Bakker (Holl. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 125 orð

Ísland aftur í 14. sæti

ftur varð 14. sætið hlutskipti Íslendinga á Evrópumóti unglinga í golfi, sem fram fór í Woodhall á Englandi og aftur voru það Finnar sem unnu Íslendingana í leik um 13. sætið og til að kóróna það unnu Finnarnir með sama mun og í fyrra, 2:3. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 99 orð

Kanchelskis á förum til Everton

ÚKRAÍNUMAÐURINN Andrei Kanchelskis, framherji Manchester United, er á leið til Everton samkvæmt fréttum í Englandi. Hann er sjálfur búinn að samþykkja að leika með bikarmeisturunum og er tilbúinn að skrifa undir fjögurra ára samning við liðið. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 180 orð

Keppir Guðrún ekki á HM í frjálsum?

"ÉG ER ekki ánægð með það form sem ég er í núna og því er ég á báðum áttum hvort ég keppni á heimsmeistaramótinu í næsta mánuði," sagði Guðrún Arnardóttir, fjálsíþróttakona úr Ármanni í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. "Þetta er mikið sálarstíð sem ég á í núna, hvort ég á að fara út eða ekki. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 259 orð

Kiptanui nálægt heimsmeti

Moses Kiptanui frá Kenýa var nálægt því að bæta eigið heimsmet í 3.000 metra hlaupi á Bislett leikunum í Osló í gærkvöldi. Hann hljóp á 8.03,36 mín. en metið er 8.02,08 mín. og setti hann það í Rieti á Ítalíu í september 1992. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 131 orð

Knattspyrna Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: ÍBA - Valur1:6 Lillý Viðarsdóttir - Bergþóra Laxdal 3, Íris Eysteinsdóttir, Hjördís

Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: ÍBA - Valur1:6 Lillý Viðarsdóttir - Bergþóra Laxdal 3, Íris Eysteinsdóttir, Hjördís Símonardóttir, sjálfsmark 3. deild karla: Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 41 orð

Leiðrétting

Í frásögn af ÍBV og ÍA í 1. deild karla í blaðinu gær var ranglega farið með föðurnafn varamarkvarðar ÍA sem kom inn á í leiknum og varði m.a. vítaspyrnu. Hann heiti Árni Gautur Arason og er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 170 orð

Opna breska meistaramótið Öðrum keppnisdegi á opna breska meistar

Opna breska meistaramótið Öðrum keppnisdegi á opna breska meistaramótinu lauk í gær og er staðan þessi: 138 -Brad Faxon (Bandar.) 71 67, Katsuyoshi Tomori (Japan) 70 68, John Daly (Bandar.) 67 71 139 -Ben Crenshaw (Bandar.) 67 72, Costantino Rocca (Ítalíu) 69 70, John Cook (Bandar.) 69 70, Mark Brooks (Bandar. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 90 orð

Ragnar úr leik í bili

RAGNAR Margeirsson, knattspyrnumaður með Keflavík meiddist í leik gegn KR í fyrrakvöld og í fyrstu var talið að hann hefði rífið vöðva í kálfa. Eftir skoðun kom í ljós að svo var ekki, heldur væg tognun í kálfanum og sagði Ragnar í gær vonast til þess að verða klár í slaginn að nýju gegn KR í undanúrslitum bikarkeppninnar 31. júlí. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 97 orð

Ravelli fer hvergi

PORTÚGALSKA knattspyrnuliðið Sporting Lissabon hefur verið á höttunum á eftir sænska landsliðsmarkverðinum Thomasi Ravelli og boðið félagi hans IFK Gautaborg um 90 milljónir íslenskra króna fyrir kappann. En stjórnarmenn Gautaborgarliðsins segja þvert nei, þeir vilja ekki sleppa Ravelli og segja að eins og mál standi nú geti þeir ekki fengið jafngóðan markvörð. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 253 orð

Staðan að skýrast

TVÖ kvartmílumót fóru fram um síðustu helgi í tilefni af tuttugu ára afmæli Kvartmíluklúbbsins. Það síðara gilti til Íslandsmeistara, en þrjú mót gilda til meistara á keppnistímabilinu. Keppt var í sex flokkum og skýrðist staðan nokkuð í Íslandsmótinu en einu móti er ólokið. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 127 orð

UM HELGINA Knattspyrna Lau

Knattspyrna Laugardagur: 2. deild kvenna: Djúpivogur:Neisti D - Enherji14 Fáskruðsfjörður:KBS - Sindri14 Reyðarfjörður:KVA - Höttur14 4. deild karla: Gervigrasið:Víkverji - Vík. Ó. 14 Grýluv. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

VÖLSUNGUR

VÖLSUNGUR 10 7 2 1 18 7 23LEIKNIR 10 6 1 3 22 11 19ÆGIR 10 6 1 3 18 12 19DALVÍK 10 4 6 0 18 9 18ÞRÓTTUR N. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 1403 orð

Því fylgja skyldur að vera í landsliði

VEGNA greinar Bryndísar Ólafsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu 15. júlí sl., vill stjórn og landsliðsnefnd Sundsambands Íslands (SSÍ) leiðrétta og svara ýmsu sem í greininni kemur fram. Bryndís byrjar á að rifja upp viðtal sem Stöð 2 tók við hana snemma árs 1993. Þáverandi stjórn SSÍ hafði ekkert við skoðanir Bryndísar að athuga. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 99 orð

Örgryte vill vill fá Eyjólf

Í SÆNSKA dagblaðinu Gautborgar póstinumvar sagt frá því í gær að forráðamenn Örgryte hefðu mikinn áhuga á því að fá Eyjólf Sverrisson til liðs við sig. Forráðamenn blaðsins vildu ekki ekki tjá sig um frétt blaðsins, en blaðið hefur þetta samkvæmt öruggum heimildum. Meira
22. júlí 1995 | Íþróttir | 6 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

22. júlí 1995 | Úr verinu | 472 orð

Lítið framboð á fiski veldur hækkandi verði

TAKMARKAÐ framboð á fiski er helzta skýringin á háu fiskverði hérlendis, til dæmis á fiskmörkuðum, á sama tíma og afurðaverð fer lækkandi. Lækkun afurðaverðs er fyrst og fremst tilkomin vegna lækkandi gengis dollars og punds og er hráefnisverð í vinnslunni nú komið upp í 62% af kostnaði við vinnsluna. Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. Meira
22. júlí 1995 | Úr verinu | 144 orð

Málþing um fiskveiðisögu

HÓPUR sagnfræðinga frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Færeyjum, Svíþjóð, Bretlandi, Hollandi og Kanada vinnur nú að undirbúningi að ritun fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs. Norræni menningarsjóðurinn veitti fé til undirbúningsvinnunnar og kemur hópurinn saman til málþings, sem haldið verður í Vestmannaeyjum dagana 27.­30. júlí næstkomandi. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

22. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 90 orð

Markaðstorgið opnar á ný

MARKAÐSTORGIÐ í Tívolíhúsinu í Hveragerði hefur hafið starfsemi á ný og fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Markaðstorgið undanfarnar helgar. Það er Eiríkur Óskarsson, eigandi Kambakjöts í Hveragerði, sem hefur tekið Tívolíhúsið á leigu til 15. september. Starfsemin verður með svipuðum hætti og var s.l. sumar. Meira

Lesbók

22. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1272 orð

Að Sir Stephen látnum

STEPHEN Spender er eitt helzta skáld á enska tungu. Hann er að ég held yngri en Auden og hefur ekki verið krýndur kórónu höfuðskálds eins og þessi ódrepandi unnandi íslenzkrar menningar. Auden segir í einu ljóða sinna að nafn sitt sé komið úr íslenzku, Auðunn. Meira
22. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 848 orð

Fundin ljóð og berfætt skáld

ÞVÍ VERÐUR varla neitað að bresk bókmenntablöð og tímarit hafa ýmislegt fram að færa sem gaman er að kynnast. Verði lestrarefnið þreytandi á köflum má hafa skemmtun af hinni dæmigerðu ensku illkvittni sem orðið hefur að vinsælli íþrótt hjá breskum bókmenntamönnum og þætti líklega óviðeigandi hér á landi og teldist til skemmdarverka og stráksskapar meðal háalvarlegra Skandínava. Meira
22. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 526 orð

Lifandi saga alþýðufólks

ÍSLENDINGAR eru ættfróðir menn, á því leikur engin vafi. Hér eru enda gefnar út fjölmargar bækur um ættfræði og ekki eru mannamótin færri sem tileinkuð eru þessum áhuga landsmanna. Flest þessara ættfræðirita eru þurr talning á niðjum tiltekinna ættfeðra og -mæðra, fæðingardegi þeirra og fæðingarstað, búsetu og e.t.v. starfsheita. Meira
22. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1037 orð

Ótrúleg framsýni

Hálf öld er liðin frá stofnun Tónskáldafélags Íslands. Á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og tónskáld meðal annars breyst úr óþekktum fyrirbærum í atvinnumenn. Orri Páll Ormarsson kynntist sögu félagsins þegar hann hitti formann þess og varaformann að máli. Meira
22. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 9 orð

Ótrúleg framsýni/4

Ótrúleg framsýni/4 Að Sir Stephen látnum/5 Ó, þetta hræðilega Meira
22. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 118 orð

Tíuþúsund Mónulísur

TÍUÞÚSUND passamyndir stara á gesti nýs safns í La Coruna á Spáni. Sé staðið nærri myndunum virðast þær aðeins óskiljanlegt samsafn misgóðra andlitsmynda en færi gestir sig nokkur skref aftur á bak, kemur í ljós kunnuglegt andlit Monu Lisu. Verkið, Gioconda Sapiens, er til sýnis í nýjasta safni Spánar, Húsi mannsins. Meira
22. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 382 orð

yrkja, format 95,7UM HELGINA

yrkja, format 95,7UM HELGINA MENNING/LISTIR Meira
22. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

Þjáðist Picasso af mígreni?

VERK meistarans Pablos Picassos eru í sífelldri endurskoðun þeirra sem telja að ekki hafi allt verið dregið fram í dagsljósið sem vert sé að vita um málarann. Nú hefur hollenskur taugasérfræðingur,Michel Ferrarivið Leiden háskólasjúkrahúsið,lagt fram þákenningu að Picasso hafi þjáðstaf mígreni. Meira
22. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 257 orð

Þýskur organleikari í Hallgrímskirkju

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 23. júlí leikur þýski orgelleikarinn Hans Uwe Hielscher á fjórðu orgeltónleikum tónleikaraðarinnar "Sumarkvöld við orgelið" í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og verkin hafa ekki verið flutt áður í Hallgrímskirkju. Meira

Ýmis aukablöð

22. júlí 1995 | Dagskrárblað | 243 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.Vegamót Dýrin í tjörninni. Þýðandi: Nanna Gunnarsdóttir. Leikraddir: Hallmar Sigurðsson og Ólöf Sverrisdóttir. (6:20)Söguhornið Ásta Valdimarsdóttir les sögu eftir Áslaugu Jensdóttur. Meira
22. júlí 1995 | Dagskrárblað | 140 orð

Órói við Franska spítalann

RÁS 1 kl. 10.20 Áttundi þáttur um mál Ólafs Friðrikssonar og fóstursonar hans er á dagskrá Rásar 1 kl. 10.20 í dag. Liðsmenn Ólafs hafa nú beðið lægri hlut fyrir Jóhanni skipherra Jónssyni og borgarasveit hans. Nathan Friedmann er hafður í haldi á Franska spítalanum við Lindargötu. Vinir Ólafs ráðgera að leysa Nathan úr prísundinni og koma honum undan og er Haukur Björnsson þar í forystu. Meira
22. júlí 1995 | Dagskrárblað | 262 orð

ö9.00Í bangsalandi 9.25Dynkur

9.25Dynkur 9.40Magdalena 10.05Í Erilborg 10.30T-Rex 10.55Úr dýraríkinu 11.10Brakúla greifi 11.35Unglingsárin (Ready or Not III)(3:13) 12.00Íþróttir á sunnudegi 12. Meira
22. júlí 1995 | Dagskrárblað | 250 orð

ö9.00Morgunstund 10.00Dýrasögur 10.15Trillurnar þrjár

10.00Dýrasögur 10.15Trillurnar þrjár 10.45Prins Valíant 11.10Siggi og Vigga 11.35Ráðagóðir krakkar (Radio Detectives II) (9:26) 12.00Sjónvarpsmarkaðurinn 12. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.