Greinar miðvikudaginn 26. júlí 1995

Forsíða

26. júlí 1995 | Forsíða | 332 orð

Alsírskir öfgahópar grunaðir

ÞRJÁR konur og einn karl létust og 62 særðust, þar af 14 alvarlega, er sprengja sprakk í lest á St. Michel-lestarstöðinni í París í gær. Sprengingin varð á háannatíma, um kl. 17.30 að staðartíma, en þá er jafnan gífurleg umferð um stöðina, sem er í Latínuhverfinu. Meira
26. júlí 1995 | Forsíða | 485 orð

Karadzic og Mladic ákærðir fyrir þjóðarmorð

STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna vegna Júgóslavíu fyrrverandi ákærði í gær Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfirmann herafla þeirra, fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Talsmaður SÞ í New York, Ahmad Fawsi, sagði að þrátt fyrir þetta myndu samtökin halda áfram að ræða við þessa menn eins og aðra fulltrúa deiluaðila um leiðir til að koma á friði. Meira
26. júlí 1995 | Forsíða | 152 orð

Verðfall á fjármálamarkaði á Tævan

KÍNVERSKI herinn gerði í gær tilraunir með tvær eldflaugar, sem beint var að ímynduðu skotmarki í hafinu norður af Tævan, og hefur þá skotið alls sex flaugum frá bækistöðvum í Suðaustur-Kína. Þykja tilraunirnar sýna, að Tævan sé að mestu varnarlaust fyrir hugsanlegri árás frá Kína og höfðu þær þau áhrif í gær, að verðfall varð á verðbréfamarkaðnum í Taipei. Meira

Fréttir

26. júlí 1995 | Miðopna | 1688 orð

Andvígur úreldingarstefnu

EGILL Jónsson segist vilja gangast fyrir umbótum í starfsemi Byggðastofnunar. Hann telur að stofnunin sé of upptekin af peningaumsýslu og lánastarfsemi sem sé arfleifð liðins tíma og vill draga úr því en þess í stað efla og styrkja ráðgjafar- og þróunarstarf á vegum stofnunarinnar. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 743 orð

Athugasemdir smábátasjómanna flækja kerfið

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist ætla að taka til jákvæðrar skoðunar athugasemdir smábátasjómanna, en forystumenn þeirra gengu í gær á hans fund og óskuðu eftir því að hann beitti sér fyrir breytingum á nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra um veiðar krókabáta. Davíð lagði áherslu á að málið væri á forræði sjávarútvegsráðherra. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Aukafjárveiting samþykkt

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra um 35 millj. kr. aukafjárveitingu til hjartaaðgerða á Landspítala. Ingibjörg sagði að með þessari aukafjárveitingu yrði hægt stytta biðlista verulega. Meira
26. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 182 orð

Aukin bjartsýni eftir stjórnarskrárbreytingu

TYRKNESKA þingið samþykkti um síðustu helgi breytingar á stjórnarskrá landsins sem höfðu það að markmiði að auka lýðræði og efla mannréttindi í landinu. Framkvæmdastjórn ESB fagnaði þessu og sagði samþykktina auka líkurnar á því að af tollabandalagi Tyrklands og ESB yrði á næsta ári. Meira
26. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Á 114 km hraða í innanbæjarakstri

UNGUR ökumaður, 18 ára gamall var sviptur ökuleyfi eftir að hafa ekið bíl sínum á 114 kílómetra hraða innanbæjar á Akureyri í gærdag. Annar ökumaður var stöðvaður á 99 kílómetra hraða í innanbæjarakstri, sá heldur sínu ökuskírteini en fær væntanlega ríflega sekt. Meira
26. júlí 1995 | Miðopna | 965 orð

Á BAKVIÐ FORTJALDIÐ MYANMAR Herstjórnin í Búrma kallar landið Myanmar og hefur ákveðið að á næsta ári verði gert átak í

VELKOMIN til Búrma, öðru nafni Myanmar, lands pagóðanna og hrísgrjónaakranna; landsins sem er ósnortið af skelfingum neysluhyggjunnar sem hefur drekkt svo mörgum Asíulöndum í mengunarskýi og stórborgarsturlun. Herstjórar landsins hafa ákveðið að næsta ár verði opinberlega Ár heimsóknar til Myanmar og það er sú mynd sem maður sér í ferðamannabæklingunum. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 331 orð

Ábendingar um hentugar leiðir ekki að fullu virtar

FYRSTI dagurinn sem Höfðabakki var lokaður allri umferð vegna framkvæmda við brúna við Vesturlandsveg leið í gær. Að mati Lögreglunnar í Reykjavík virtu vegfarendur ekki að fullu ábendingar Vegagerðarinnar um hentugar leiðir úr og í íbúða- og atvinnuhverfi. Lögreglan hafði nokkurn viðbúnað og stýrði umferð þar sem hún var mest. Meira
26. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 266 orð

Átta skip á fimm dögum

FJÖGUR skemmtiferðaskip voru samtímis á Akureyri í gær og er þetta í annað sinn í sumar sem svo mörg skemmtiferðaskip eru saman komin við Akureyrarhöfn. Reyndar kom fimmta skipið, sem áætlað var að kæmi í dag skömmu fyrir miðnætti þannig að á sama sólarhringnum voru skipin fimm sem höfðu viðkomu í höfninni Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri sagði að um væri að ræða toppviku hvað viðkomu Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 248 orð

Bankamaður í fangelsi

Alls var um 1.810 þúsund krónur að ræða. Maðurinn framseldi tékkana sjálfur og framseldi í nafni útgerðarfyrirtækisins en fénýtti andvirði þeirra í eigin þágu til greiðslu skulda. Málið kom til rannsóknar á árinu 1994. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 1113 orð

Bátnum skotið sjálfvirkt fyrir borð

EINS OG komið hefur fram í fréttum hefur lengi verið deilt um ágæti Sigmundsbúnaðarins svokallaða, sjósetningar- og losunarbúnaðar fyrir gúmmíbjörgunarbáta, og réttmæti þess að skylda öll skip til að hafa búnaðinn um borð. Síðan í marzmánuði sl. er Sigmundsbúnaðurinn eini sleppibúnaðurinn sem viðurkenndur hefur verið af Siglingamálastofnun og uppfyllir þar með ákvæði reglugerðar þar að lútandi. Meira
26. júlí 1995 | Landsbyggðin | 84 orð

Borgarhólsskóli stækkaður

Húsavík-Viðbygging við Borgarhólsskóla á Húsavík er einn af þremur stærstu gjaldliðum til framkvæmda á vegum Húsavíkurbæjar á yfirstandandi ári og er ætlað að til þess verði varið 35 millj. kr. Þetta er 2. áfangi viðbyggingarinnar við skólahúsið sem fyrst var tekið í notkun árið 1960 og hefur verið stækkað eftir því sem íbúum bæjarins hefur fjölgað. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 421 orð

Breyting í fjarskiptamálum björgunarsveita

FJARSKIPTARÁÐ Landsbjargar og Slysavarnarfélags Íslands gekkst fyrir lagfæringu á fjögurra ára gömlum endurvarpa á Snæfjalli við Ísafjarðardjúp og uppsetningu nýs á Hornatám nærri Trostansfirði síðastliðinn fimmtudag. Meira
26. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 163 orð

Brittan í Bandaríkjunum

SIR LEON Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lauk í gær opinberri heimsókn sinni til Washington. Brittan ræddi meðal annars við Mickey Kantor, viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar, sem sést með honum á myndinni, Meira
26. júlí 1995 | Landsbyggðin | 178 orð

Bundið slitlag lagt á flugbrautirnar

VERIÐ er að leggja bundið slitlag á flugvöllinn í Bíldudal en flugbrautin er nálægt 1.000 metrar að lengd. Framkvæmdirnar hófust í júlí og er áætlað að því ljúki öðrum hvorum megin við verslunarmannahelgina. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Byggðastofnun afgreiddi tillögurnar

BYGGÐASTOFNUN hefur afgreitt tillögur Vestfjarðanefndar um víkjandi lán til fyrirtækja í Vesturbyggð. Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir að tillögurnar hafi verið samþykktar á stjórnarfundi 12. júlí sl. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Danskir lögreglumenn farnir

DANSKIR rannsóknarlögreglumenn sem komu til landsins í tengslum við rannsókn á líkamsárás í Hróarskeldu í mars sl. eru farnir úr landi. Fimm Íslendingar úr hópi sem var í slátraraskóla í Hróarskeldu í vetur, voru yfirheyrðir hér á landi. Niðurstaða ferðar Dananna hingað mun vera sú að enginn Íslendinganna sé talinn viðriðinn málið. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

Doktor í ónæmisfræði

Friðrika Þóra Harðardóttirvarði doktorsritgerð sína við Yale- háskólann í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum 13. mars síðastliðinn. Titill ritgarðarinnar er "Specificity of positive selection in T lymphocyte development" og fjallar hún um sérhæfni í þroskun T-eitilfruma. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Drunur fylgdu skriðunum

FYRSTU skriðurnar úr Kaldbakshorni féllu síðdegis á sunnudag, um kl. 15.30. Að sögn Ívars Magnússonar sem staddur var í sumarbústað sínum í Kaldbaksvík, nokkru innar en þar sem skriðurnar féllu, fylgdu þeim talsverðar drunur. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

EES-reglur um sjónpróf til skoðunar

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ bíður nú svars frá Sigþóri P. Sigurðarsyni hjá Gleraugnagalleríinu vegna athugasemda frá félagi augnlækna við það að hann geri sjónpróf í verslun sinni. Sigþór er menntaður í sjóntækjafræðum í Danmörku en samkvæmt íslenskum lögum er honum ekki heimilt að gera sjónpróf. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 422 orð

Einar Karl sakaður um að vinna fyrir Margréti

AUKINN hiti er nú kominn í kosningabaráttu stuðningsmanna Steingríms J. Sigfússonar og Margrétar Frímannsdóttur vegna formannskjörsins í Alþýðubandalaginu. Óánægja hefur komið upp meðal stuðningsmanna Steingríms sem telja að Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri flokksins, hafi notað flokksskrifstofu Alþýðubandalagsins við að afla Margréti stuðnings. Meira
26. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 186 orð

Endurskoða dóma

HERFORINGJASTJÓRNIN í Nígeríu kom saman í gær til að ræða um og milda hugsanlega dóma yfir 40 mönnum, sem sakaðir voru um samsæri gegn stjórninni. Voru þeir dæmdir í leynilegum réttarhöldum en dómunum hefur verið harðlega mótmælt utanlands sem innan. Meira
26. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 245 orð

ESB-markaðurinn opinn

EVRÓPUSAMBANDIÐ færir fyrir því rök í skýrslu, sem gefin var út í gær, að hinn innri markaður þess sé mjög opinn gagnvart umheiminum samanborið við önnur helstu viðskiptasvæði heims. Komast skýrsluhöfundar að þeirri niðurstöðu að markaðir Bandaríkjanna og Japan séu lokaðri en markaður ESB. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fíkniefnaneytendur handteknir

LÖGREGLAN á Ísafirði handtók fimm ungmenni með 11 grömm af hassi og 22 grömm af amfetamíni sl. sunnudag. Við yfirheyrslu viðurkenndi fólkið kaup á 50-60 grömmum af amfetamíni, svipuðu magni af hassi og nokkrum töflum af alsælu. Þau höfðu neytt mikils hluta efnisins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni hélt fólkið því fram að þau hefðu verið svikin í viðskiptum við sölumenn. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 262 orð

Flugumferðarstjórar vilja miða sig við flugmenn

FYRSTI samningafundurinn í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins verður haldinn hjá ríkissáttasemjara í dag. Samninganefnd ríkisins segist ekki hafa umboð til annars en að semja um 6,4% launahækkun, en flugumferðarstjórar vilja ræða málið á öðrum grundvelli. Meira
26. júlí 1995 | Landsbyggðin | 253 orð

Flugvélasmiðir fagna uppsveiflu

Flugvélasmiðir fagna uppsveiflu Blönduósi-Félagið Flugsmíð, sem er félagsskapur þeirra manna sem smíða eða setja saman sínar eigin flugvélar, efndi til fyrsta flugdags félagsins á Blönduósi laugardaginn 22. júlí sl. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Framrás hf. með lægsta tilboðið

INNAN skamms tekur Vegagerðin á Suðurlandi ákvörðun um það hvaða tilboði skuli tekið í lagningu slitlags á tveggja kílómetra vegarkafla á Meðallandsvegi frá Suðurlandsvegi að Tungulæk. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í þessum mánuði en að þeim ljúki í september. 70% af kostnaðaráætlun Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Getum ekki fallist á forréttindi strandríkja

EVRÓPUSAMBANDIÐ lagði í gær fram tillögur til breytingar á umdeildu ákvæði í drögum að úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ákvæði þetta, 21. grein samningsdraganna, er helsta þrætueplið á úthafsveiðiráðstefnu SÞ sem nú stendur yfir í New York. Þar er mælt fyrir um eftirlit með sáttmálanum. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 301 orð

Gjaldskrá á sundur- liðun símtala lækkuð

SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur látið skilja að gjaldskrá símaþjónustu í einkarétti og á samkeppnissviði Pósts og síma þannig að nú þurfa þau fyrirtæki sem eru á samkeppnissviði að kaupa grunnþjónustuna sem er innan einkaréttarsviðs Pósts og síma. Þá hefur gjaldskrá vegna sundurliðunar á símtölum verið lækkuð og næturtaxti í GSM-kerfinu verið færður til sama tíma og í almenna símakerfinu. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 205 orð

Halli sveitarfélaga tvöfaldast milli ára

SKÝRSLA Hagstofu Íslands um fjármál sveitarfélaga, Sveitarsjóðareikningum 1993, sýnir að samanlagður halli sveitarfélaga árið 1993 nam 5,7 milljörðum króna og reyndist tvöfalt meiri en árið áður. Hallinn svaraði til um 15% af heildartekjum sveitarfélaganna á árinu. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 406 orð

Handtekin með 78 gr. af fíkniefnum

LÖGREGLAN á Ísafirði yfirheyrði um helgina níu manns vegna ýmissa lögbrota, þ.ám. fíkniefnakaupa og -neyslu, innbrots, skemmdarverka, bílþjófnaðar og fleira. Lögreglumenn á eftirlitsferð í Ísafjarðardjúpi sl. laugardagskvöld sáu þar bifreið á ferð sem þeir könnuðust við að hafa tekið skráningarnúmer af skömmu áður. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 430 orð

Heimilt að flytja inn magn sem samsvarar 3% af neyslu

Í DAG tekur gildi reglugerð landbúnaðarráðuneytisins um úthlutun á tollkvótum fyrir osta, ýmsar tegundir grænmetis og unnar kjötvörur, en samkvæmt henni verður ekki heimilt að flytja inn unnar kjötvörur fyrr en eftir 1. september nk. Þá verður leyfilegt að flytja inn 26 tonn af kjötvörum til áramóta, sem eru um 3% af neyslu á soðnum kjötvörum hérlendis á umræddu tímabili. Meira
26. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Hljóðfærum stolið úr bíl

BROTIST var inn í bifreið hljómsveitarinnar Byltingar þar sem hún stóð við verkstæði á Árskógsströnd í fyrrinótt og stolið þaðan þremur gíturum. Að sögn lögreglu á Dalvík var stórum steini kastað inn um rúðu bílsins og náð í hljóðfærin í gegnum hana. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 241 orð

Hundrað Kópavogsbúar skrá sig

UM EITT hundrað manns hafa tilkynnt búsetu í Kópavogi á undanförnum dögum, að sögn Sigurðar Geirdal bæjarstjóra. Bæjarráð ályktaði á dögunum að kanna þyrfti hversu margir íbúar væru skráðir í tilteknum hverfum og segir Sigurður það greinilega hafa virkað sem hvata á íbúa til að láta skrá sig. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Innbrotahrina í bíla

BROTIST hefur verið inn í á þriðja tug bíla á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tvo sólarhringa. Einkum sækjast þjófarnir eftir útvarps- og hljómflutningstækjum, sem talið er að þeir eigi auðvelt með að finna kaupendur að. Þá var úr einum bílnum stolið tölvu og úr öðrum bókalager sölumanns sem metinn er á um 200 þúsund krónur. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 388 orð

Keypti eignir sínar af þjófunum

JÓHANN Þórir Jónsson, eigandi Skákprents, hefur náð til baka mestöllu af þeim tölvum og hugbúnaði sem stolið var í innbroti í fyrirtæki hans fyrir síðustu helgi með því að kaupa búnaðinn af þeim sem stóðu að innbrotinu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrir menn sem þekktu til í undirheimum borgarinnar hefðu tekið sig saman um að hjálpa sér við að ná þýfinu til baka. Meira
26. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 190 orð

Kindur af riðusvæði fundust í Upsadal

KINDUR frá bænum Þverá í Skíðadal sem fluttar voru án vitundar bónda út í Ólafsfjarðarmúla í liðinni viku fundust í Upsadal ofan við Dalvík og við Sauðanes á sunnudag. Kindurnar sem settar voru á beit út í Múla voru fluttar af riðusvæði á ósýkt svæði. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Leiðrétting

ÞAU leiðu mistök urðu í frétt á bls. 6 í gær um nýja reglugerð um stjórn fiskveiða, að ummæli Arnar Pálssonar í miðjum aftasta dálki voru eignuð Ara Eðvald. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
26. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 23 orð

Listasumar

Listasumar DAGSKRÁ verður um Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi í Davíðshúsi við Bjarkarstíg í kvöld, miðvikudagskvöldið 26. júlí kl. 21.00. Aðgangseyrir er 600 krónur. Meira
26. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 349 orð

Mest lagt upp úr viðskiptanjósnum

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið bandarísku leyniþjónustunni CIA fyrirmæli um að breyta áherslum sínum í njósnum. Í stað þess að leggja mesta áherslu á pólitísk og hernaðarleg leyndarmál erlendra ríkja er nú njósnurum CIA sagt að einbeita sér að viðskipta- og efnahagsnjósnum. Meira
26. júlí 1995 | Smáfréttir | 26 orð

MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 26. júlí mun Kvartettinn Krafla tro

MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 26. júlí mun Kvartettinn Krafla troða upp á Jazzbarnum. Þennan kvartett skipa: Jóel Pálsson saxófónn, Kjartan Valdemarsson píanó, Þórður Högnason bassi og Matthías Hemstock trommur. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Minningarsjóður Sveins Más Gunnarssonar

Í TILEFNI af fráfalli Sveins Más Gunnarssonar barnalæknis 13. júlí sl. hefur ekkja hans, Lára Ingibjörg Ólafsdóttir, stofnað minningarsjóð í hans nafni. Sveinn Már Gunnarsson var fæddur árið 1947. Meira
26. júlí 1995 | Landsbyggðin | 60 orð

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Fjórir fræknir

ÞESSIR fræknu veiðimenn á Seyðisfirði eru góðir vinir og svo skemmtilega vill til að þeir heita allir sama millinafni. Þeir Garðar Þór Jósefsson, Bergur Þór Kristjánsson, Guðmundur Þór Magnússon og Jón Þór Guðbjörnsson kváðust oft reyna sig við veiðar, við misjafnt gengi, enda mikið af forvitnum erlendum ferðamönnum á Seyðisfirði, sem hræddu fiskanna stundum frá stöngum þeirra. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 366 orð

Neyddist til að kafa eftir gúmmíbátnum

MANNBJÖRG varð þegar Hilmir BA-48, sem er tveggja ára 4 tonna trefjaplastbátur frá Patreksfirði, sökk um 15 mílur norðvestur af Blakksnesi laust eftir hádegið í gær. Einn maður var um borð og komst hann í gúmmíbjörgunarbát eftir að hafa kafað niður að bátnum til að losa hann frá trillunni. Skipverjar á Elsu EA-60 björguðu manninum og komu með hann til Patreksfjarðar. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 717 orð

Norræni sumarháskólinnUmfangsmikið mót á Nesjavöllum

Norræni sumarháskólinnUmfangsmikið mót á Nesjavöllum Norrænt samstarf á sér langa sögu. Einn þáttur þess er samstarf á háskólasviðinu. Meira
26. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 331 orð

Ný stjórnarskrá rædd UMRÆÐUR hófust í gær á þingi Georgíu u

UMRÆÐUR hófust í gær á þingi Georgíu um nýja stjórnarskrá sem kveður á um valdamikinn forseta og sjálfstjórn fyrir héruð aðskilnaðarsinna. Eduard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu og fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefur beitt sér mjög fyrir stjórnarskránni, Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Olía slapp í Elliðaár

OLÍUMENGAÐ vatn barst úr olíugildru við Reykjanesbraut út í vesturkvísl Elliðaánna á mánudagskvöld. Að sögn verkstjóra hjá Gatnamálastjóra er olíugildra þessi við lögn sem tekur við regnvatni af Reykjanesbraut og götum í Blesugróf. Frá gildrunni liggur affall út í vesturkvísl Elliðaánna sem rennur til sjávar vestan Geirsnefs. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 27 orð

Poul Nyrup í opinberri heimsókn

Poul Nyrup í opinberri heimsókn FORSÆTISRÁÐHERRA Danmerkur Poul Nyrup Rasmussen og eiginkona hans frú Lone Dybkjær eru væntanleg í opinbera heimsókn til landsins dagana 7­11. ágúst næstkomandi. Meira
26. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 567 orð

Rússar vilja að refsiaðgerðum gegn Serbíu verði aflétt

RÚSSAR vilja að efnahagslegum refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Serbíu/Svartfjallalandi verði aflétt að fullu og telja að það séu mistök af hálfu öryggisráðsins að draga þá ákvörðun á langinn. Þetta kom fram að loknum viðræðum Andrejs Kozyrevs, utanríkisráðherra Rússlands, og Slobodans Milosevic Serbíuforseta í Belgrad sem lauk í gær. Meira
26. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 62 orð

Rússneskir sérsveitarmenn á "Glæpasýningu '95"

FÉLAGAR í sérsveitum rússneska innanríkisráðuneytisins sýna hér bardagalistir sínar á "Glæpasýningunni '95" í Lúbertsí skammt frá Moskvu. Þessir sérþjálfuðu menn þóttu bera af öðrum á sýningunni sem askur af þyrni. Einkarekin öryggisþjónustufyrirtæki héldu sýninguna í samvinnu við lögreglustofnanir Rússlands. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Rætt um framtíð MR

RÍKISSTJÓRNIN ræddi í gær um framtíð Menntaskólans í Reykjavík og væntanlega uppbyggingu á menntaskólareitnum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði að fyrir lægi tillaga um nýtingu á reitnum. Ásókn í skólann væri mjög mikil og fyrir lægi að hann skilaði góðum nemendum og væri mjög hagkvæmur í rekstri fyrir ríkið. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 235 orð

Sameiginleg vatnsveita til skoðunar

SVEITARFÉLÖGIN Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður eru að láta athuga þá möguleika að sameinast um vatnsveitu. Verið er að skoða hvar er hægt að ná vatni, hvað kostar að koma fyrir lögnum og hvert gjaldið þyrfti að vera til neytenda á svæðinu, að sögn Gunnars Birgissonar, forseta bæjarstjórnar Kópavogs. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Sjónvarpsveisla í Borgarkringlunni

UM síðustu helgi og þá næstu stendur yfir sjónvarpsveisla í Borgarkringlunni. Vinningarnir eru sex Salora litsjónvörp með fjarstýringu og textavarpi frá Fálkanum. Allt sem þarf að gera er að versla fyrir 1.500 kr., eða meira í einhverri af verslunum Borgarkringlunnar og biðja afgreiðsluaðila um miða í happapottinn. Meira
26. júlí 1995 | Landsbyggðin | 145 orð

Skemmtun fyrir alla í rúma viku

VOPNAFJARÐARDAGAR hefjast á Vopnafirði og Bakkafirði næstkomandi laugardag. Hátíðin stendur til 6. ágúst með tilheyrandi vopnaskaki og skemmtilegheitum. Dagskráin hefst með opnun sýningar á verkum Sigfúsar Halldórssonar listmálara og tónskálds og leikur listamaðurinn frumsamin lög en Friðbjörn Jónsson tekur lagið. Síðan rekur hver viðburðurinn annan, m.a. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 200 orð

Skógarfoss og Selnes hljóta viðurkenningu

TVÖ skip í eigu skipafélaganna Eimskip og Nesskip hljóta í ár viðurkenningu fyrir þátttöku í leitar- og björgunarkerfi bandarísku strandgæslunnar, AMVER. Parker W. Borg sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi veitti viðurkenninguna fyrir hönd yfirmanns bandarísku strandgæslunnar. Haldin var athöfn í sendiherrabústaðnum sl. Meira
26. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 208 orð

Stríði hótað utan Tsjetsjníju

FRIÐARVIÐRÆÐUM Rússa og Tsjetsjena í Grosní var frestað í þrjá daga í gær til að samninganefndirnar gætu íhugað drög að samningi um hermál. Haft var eftir Dzokhar Dúdajev, leiðtoga Tsjetsjníju, að hann væri enn vongóður um að friðarviðræðurnar bæru árangur en að Tsjetsjenar myndu halda áfram baráttu sinni fyrir sjálfstæði á öðrum svæðum í Rússlandi ef þörf krefði. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Stúlkur og piltar fái sömu örorkubætur

Á SJÖUNDA þúsund undirskriftir hafa safnast í söfnun sem starfsfólk Samvinnuferða-Landsýnar stendur fyrir til að mótmæla því að stúlkur sem hlutu örorku fyrir 1. júlí 1993 fá dæmdar 25% lægri bætur en piltar með samskonar örorku, samkvæmt skaðabótalögum sem giltu þá. Meira
26. júlí 1995 | Landsbyggðin | 256 orð

Útihátíð er hvílir á aldargömlum merg

UNDIRBÚNINGUR Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum stendur nú sem hæst en hún verður haldin í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina að venju. Verið er að leggja lokahönd á byggingar í dalnum og bálkösturinn á Fjósakletti stækkar dag frá degi. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 212 orð

Vanskil jukust um 600 millj. milli ára

VANSKIL við Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna meðlaga jukust um rúmar 600 millj. króna milli áranna 1993 og 1994 og námu vanskilin 5.077 millj. kr. um síðustu áramót. Til samanburðar námu óinnheimtar kröfur í árslok 1993 samtals um 4.446 millj. kr. Þessi vanskil hafa safnast upp frá því stofnunin hóf starfsemi í byrjun árs 1972. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 451 orð

Vantar bæði lax og veiðimenn

ÞVÍ fer fjarri að alls staðar sé nóg af laxi. Tregt hefur verið í Vopnafirði og Þistilfirði þótt Hofsá sé komin í 120­130 laxa. Það þykir ekki mikið miðað við það sem best gerist á þeim bæ. Önnur harmsaga er vestur í Dölunum þar sem afar slök veiði hefur verið í Miðá. Veiðimenn sem þar luku veiðum 18. júlí veiddu engan lax og sögðu aðeins tvo bókaða og hafði þó veiðin staðið í nærri mánuð. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 560 orð

Verkfall staðið í fjóra mánuði

VERKFALL leikara hjá Ríkisútvarpinu hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði, eða frá 29. mars síðastliðnum og hefur engin hreyfing verið á samningaviðræðum milli deiluaðila seinustu vikur. Leikarar höfnuðu tilboði því sem RÚV lagði fram 8. maí sl. Meira
26. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Víkingurinn vinsæli

FJÖLDI ferðalanga staldrar við hjá víkingnum sem komið hefur verið fyrir framan við Leikfangamarkaðinn í göngugötunni í Hafnarstræti og þeir eru margir sem stilla sér upp við hlið hans og láta smella af sér ljósmynd. Meira
26. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Örfirisey - Langanes

Í kvöldgöngu Hafnargönguhópsins í kvöld, miðvikudag, verður val um að ganga út í Örfirisey eða inn í Laugarnes og til baka. Brugðið verður á leik í byrjun göngunnar. Farið frá ankerinu í Hafnarhúsinu kl. 20. Allir eru velkomnir í gönguferð með Hafnargönguhópnum. Meira

Ritstjórnargreinar

26. júlí 1995 | Leiðarar | 709 orð

leiðariMIKLIR HAGSMUNIR Í HÚFI IKLIR hagsmunir eru í

leiðariMIKLIR HAGSMUNIR Í HÚFI IKLIR hagsmunir eru í húfi fyrir heimsbyggðina að samkomulag náist á lokafundi úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York, sem hófst í fyrradag. Samkomulag um bindandi alþjóðasamning um veiðar á úthafinu er ein forsenda þess að takast megi að byggja upp og vernda það forðabúr, sem fiskimið á úthöfunum eru. Meira
26. júlí 1995 | Staksteinar | 395 orð

Staksteinar»Upplýsingasamfélag Í FRÉTTABRÉFI ráðgjafanefndar um upp

Í FRÉTTABRÉFI ráðgjafanefndar um upplýsinga- og tölvumál (RUT), sem starfar á vegum fjármálaráðuneytisins, er fjallað um upplýsingasamfélag framtíðarinnar. Kapphlaup um bita af kökunni Meira

Menning

26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 73 orð

Blues-bræður snúa aftur

EKKJA leikarans Johns Belushi hefur, ásamt Dan Aykroyd, ákveðið að gerðir skuli teiknimyndaþættir um Blues-bræður. Aykroyd og Belushi léku Blues bræðurna á sínum tíma í þáttunum "Saturday Night Live" og kvikmyndinni "Blues Brothers" á árinu 1980. Dan hefur tekið að sér að leika rödd Elwoods Blues í þáttunum, en bróðir Johns heitins, James Belushi, sér um rödd Jakes Blues. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 109 orð

Brando í Ástralíu

MARLON Brando, leikarinn búsældarlegi, hyggst halda til Ástralíu í septembermánuði næstkomandi. Þar mun hann leika í fantasíu-hryllingsmynd sem byggð er á Eyju doktors Moreau, eða "The Island of Dr. Moreau", smásögu rithöfundarins H.G. Wells. Meira
26. júlí 1995 | Bókmenntir | 1165 orð

Dansiðkun í tvær aldir

Brot úr íslenskri menningarsögu eftir Sigríði Valgeirsdóttur og Mínervu Jónsdóttur. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, 1994. Dansinn hefur fylgt mannkyninu lengur en flestar aðrar athafnir þess. Eins og önnur dýr hefur frummaðurinn tjáð hugarástand sitt, tilfinningar og langanir með svipuðu móti og aðrar skepnur, þ.e. hreyft sig með reglubundnum hætti. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 69 orð

Danssýning í Perlunni

LISTADANSFLOKKUR Æskunnar hélt sýningu í Perlunni um síðustu helgi. Flutt voru sjö verk úr ýmsum áttum. Þátttakendur voru tveir dansarar úr Sænska ballettskólanum, Hildur Óttarsdóttir og Katrín Á Johnson, auk fjögurra dansara úr Listdansskóla Íslands, Tinnu Grétarsdóttur, Hildar Elínar Ólafsdóttur, Kristínar Unu Friðjónsdóttur og Hönnu Kristínar Skaftadóttur. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 44 orð

Elia Kazan

HÉR er mynd af leikstjóranum Elia Kazan, en hann var aðalpersóna greinarinnar "Bak við kvikmyndatjöldin" sem birtist í gær, 25. júlí. Á myndinni sést hann leiðbeina Karli Malden og Vivien Leigh. Röng mynd kom í hennar stað. Beðist er velvirðingar á því. Meira
26. júlí 1995 | Menningarlíf | 463 orð

"Grand finale" TÓNLIST Akureyrarkirkja

GÍTARHÁTÍÐ á Akureyri lauk um síðustu helgi með tvennum tónleikum. Á laugardag fluttu nemendur á námskeiði, þar sem finnski gítarleikarinn Timo Korhonen leiðbeindi, verk frá ýmsum tímabilum og virtust flestir hafa haft gott af leiðsögn Korhonens. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 63 orð

Hafnardagar

HAFNARDAGAR voru haldnir um síðustu helgi niðri við Reykjavíkurhöfn. Ýmislegt var til skemmtunar og má þar nefna lestarferðir um hafnarsvæðið og sýningu Slökkviliðsins í Reykjavík. Haldin var flugeldasýning á laugardaginn og enduðu hátíðarhöldin með dansleik. Meira
26. júlí 1995 | Menningarlíf | 86 orð

Handverksfólk að störfum

VIKUNA 25.­29. júlí er sýning í húsi Heimilisiðnaðarfélagsins á Laufásvegi 2, á verkum Sigríðar Óskarsdóttur glerlistakonu. Þetta er í framhaldi af þeirri nýbreytni að opna húsið handverksfólki og bjóða því sölu- og sýningaraðstöðu. Sigríður starfar sem handmenntakennari en hefur unnið við glerlist hin síðustu ár. 1.­23. Meira
26. júlí 1995 | Menningarlíf | 232 orð

Höfundarréttur lengdur í sjötíu ár

Á SUMARÞINGI var lagt fram til kynningar frumvarp til breytingar á höfundarlögum þar sem m.a. er lagt til að höfundarréttur verðilengdur um tuttugu ár,úr fimmtíu árum í sjötíu.Þetta þýðir að ekki mágefa út verk látins höfundar fyrr en sjötíuárum eftir dauða hansnema með leyfi erfingja. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 117 orð

Keaton og Midler stilla saman strengi sína

LEIKKONURNAR Diane Keaton og Bette Midler hafa ákveðið að leika í myndinni "The First Wives Club". Hún fjallar um þrjár konur sem taka höndum saman um að hefna sín á fyrrverandi eiginmönnum sínum. Líklegt þykir að Goldie Hawn taki að sér hlutverk þriðju eiginkonunnar, en leikstjóri er Hugh Wilson. Meira
26. júlí 1995 | Menningarlíf | 40 orð

Kirsuberjagarðurinn í Salzburg

ÞÝSKA leikkonan Jutta Lampe sést hér í hlutverki Ranjevkaju á lokaæfingu uppfærslu þýska leikstjórans Peters Steins á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsékov. Leikritið er sett á svið í tengslum við Salzburg-hátíðina sem nú er haldin í 75. skiptið. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 89 orð

Le Bon fær æruna aftur

SIMON Le Bon, söngvari hljómsveitarinnar Duran Duran, hefur þegið afsökunarbeiðni frá ítalska blaðinu "Novella 2000", sem birti frétt um að hann hefði átt í ástarævintýri með ítalskri konu í Róm árið 1993. Le Bon kærði blaðið á sínum tíma en nú hefur náðst sátt í málinu. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 95 orð

Líf og fjör

AÐ VENJU flykktist fólk á skemmtistaði borgarinnar um síðustu helgi. Miðbærinn iðaði af fólki í ýmsum erindagjörðum. Óðal og Kaffi Reykjavík voru engar undantekningar. Hér sjáum við fólk skemmta sér þar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meira
26. júlí 1995 | Menningarlíf | 979 orð

Með glampa í augum

AUÐUR hefur lokið tveimur af þeim þremur árum sem námið við háskólann tekur og hefur á þeim tíma sungið í sjö óperuuppfærslum í skólanum ásamt því að koma reglulega fram á ljóðatónleikum. Blaðamaður tók hús á henni á dögunum en hún er nú stödd hér á landi. Hún ætlar að syngja á fernum ljóðatónleikum hér á næstunni, í Stykkishólmi þann 26. júlí, Borgarnesi 27. Meira
26. júlí 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Minningar frá Kaupmannahöfn?

LUMA ekki einhverjir íslenskir eldri borgarar á minnisstæðri reynslu frá Danmörku? Það er von aðstandenda danskrar ritgerðarsamkeppni. Efnið er Kaupmannahöfn 1920-1950 og frásagnir sem tengjast borginni á því tímabili. Ritgerðarsamkeppnin er liður í dagskrá evrópsku menningarhöfuðborgarinnar á næsta ári og er haldin á vegum Borgarskjalasafns Kaupmannahafnar. Meira
26. júlí 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Of margar bækur á of stuttum tíma?

ÞAÐ ER ekki aðeins að bækur á geisladiskum og tölvunetum veki upp spurningar um framtíð bókarinnar. Aðrir sviptivindar leika um bækur og bókaútgáfu þessi árin. Það er af sem áður var, þegar bókaútgáfa var viðfangsefni heldri manna, þar sem næstum þótti ófínt að ræða um peninga. Meira
26. júlí 1995 | Menningarlíf | 101 orð

Orgeltónar á hádegi í Hallgrímskirkju

Á FIMMTUDÖGUM og laugardögum eru orgeltónar á hádegi í Hallgrímskirkju. Það eru félagar í Félagi íslenskra organleikara sem leika á fimmtudögum. Fimmtudaginn 27. júlí er það Kjartan Sigurjónsson organisti Seljakirkju, sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. Kjartan leikur Ciaconna í f- moll eftir Pachelbel, Benedictusop. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 428 orð

Reykjavík um sumarnótt

Í FERÐADÁLKI The Sunday Times þann 9. júlí síðastliðinn er meðal annars að finna umfjöllun um höfuðborg vor Íslendinga, Reykjavík. Höfundur hennar er hinn þekkti ferðaskríbent Richard Elms. Honum er tíðrætt um langar sumarnætur: "Ef þú leggst upp í rúm og ferð að sofa, geta þykk gluggatjöld talið þér trú um að nóttin sé skollin á, Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 235 orð

Sorg í Þýskalandi

SÍMALÍNUR í Þýskalandi hafa logað undanfarið vegna brotthvarfs Robbie Williams úr bresku hljómsveitinni Take That, sem er gífurlega vinsæl þar í landi. Hinir ýmsu aðilar hafa komið upp sérstökum símalínum vegna brotthvarfs Robbies og geta vonsviknir aðdáendur hringt í þær og deilt sorgum sínum. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Stikað á Ströndum

HÓPUR Hornstrandafara á vegum Ferðafélags Íslands lenti í hremmingum á göngu sinni um Hornstrandir í byrjun júlí þegar hann varð veðurtepptur í tvo sólarhringa í gamla læknishúsinu á Hesteyri. Þótt snjór, frost og matarleysi hafi aukið á heimskautaveikina svo um munaði hjá sumum, komu allir aftur og enginn þeirra dó, eins og segir í kvæðinu. Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 1051 orð

Svo gengur maður syngjandi inn í byltinguna

UNDANFARIÐ hefur dálítið sérkennilegur maður birst hér og þar og komið mörgum nokkuð á óvart. Skyndilega verður umhverfið annað í hugum manna og ekki laust við að þeim finnist þeir staddir í bakherbergi á írskri krá. Þetta er þjóðsagnapersónan Leo Gillespie í eigin persónu. Það er auðvelt að ná sambandi við Leo. Heimilisfangið er "hérna". Meira
26. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 87 orð

Traustur og sposkur

LEIKARINN góðkunni, Sam Neill, er einn sárafárra heimsþekktra ný-sjálenskra leikara. Nýjasta mynd hans heitir Sveitalíf eða "Country Life" og er leikstýrt af Michael Blakemore. Neill er aðeins 47 ára en á yfir 30 myndir að baki, meðal annarra Júragarðinn, Píanó, "Sirens" og nýlega lék hann í myndinni "Restoration", sem er væntanleg á næstunni. Meira
26. júlí 1995 | Menningarlíf | 39 orð

Vatnslitamyndir á Vopnafirði

SIGFÚS Halldórsson opnar sýningu í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 29. júlí kl. 16.30. Sýningin er opin daglega frá kl. 10­12 og 16­19 til 6. ágúst. Á sýningunni eru 25 vatnslitamyndir og er myndefnið sótt í umhverfi Vopnafjarðar. Meira
26. júlí 1995 | Kvikmyndir | 303 orð

Þunnur þrettándi

Leikstjóri: Sam Weisman. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Randy Quaid, Paul Reiser og Rob Reiner. 20th Century Fox. 1995. GAMANMYNDIN Raunir einstæðra feðra er enn ein ameríska fjölskylduvellumyndin sem hér er sýnd á skömmum tíma en þær eiga það tvennt sameiginlegt að fjalla um brýn fjölskylduvandamál á yfirmáta væminn hátt og að eiga ekkert erindi út fyrir landsteinana. Meira

Umræðan

26. júlí 1995 | Aðsent efni | 1185 orð

Amalgam er stærsta kvikasilfursuppsprettan

SAMKVÆMT niðurstöðum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, leka að meðaltali 3­17 míkrógrömm af kvikasilfursgufum úr amalgamtannfyllingum (silfurfyllingum) í munni á einum sólarhring. Við fáum hins vegar einungis 2,3 míkrógrömm af methylkvikasilfri daglega úr fiski og sjávarréttum. Meira
26. júlí 1995 | Velvakandi | 399 orð

Á að hefta útbreiðslu lúpínu?

Ægi Geirdal: Það hreinsunarátak sem hafið er gegn Alaska-lúpínunni vekur, að því er virðist, almenna furðu. Þetta er jurt, sem fengin var til landsins til þess að bjarga berangri íslenskrar náttúru. Meira
26. júlí 1995 | Velvakandi | 478 orð

bráðskemmtilegu viðtali sem birtist hér í Morgunblaðinu

bráðskemmtilegu viðtali sem birtist hér í Morgunblaðinu sl. sunnudag við Jón Kjartansson bónda á Stóra-Kroppi kynntist lesandinn alveg nýrri hlið á íslenska bóndanum. Víkverji gat ekki að sér gert að hugsa sem svo, hvort bændur þyrftu ekki á fleiri slíkum málsvörum stéttarinnar að halda. Meira
26. júlí 1995 | Aðsent efni | 738 orð

EMS hraðflutningar Pósts og síma

FYRIR nokkru þurfti ég með miklum flýti að koma sendibréfi til Englands. Lá þar nokkuð við og fór ég með bréfið á þá póststofu sem merkt er 105. Þar naut ég þægilegrar þjónustu og greiddi fyrir EMS hraðpóstsendingu kr. 2.700 (tvö þúsund og sjö hundruð krónur). Meira
26. júlí 1995 | Aðsent efni | 684 orð

Hver líður ­ Hver bíður?

NÚ FYRIR skemmstu skrifaði Ólafur Ólafsson landlæknir grein í Morgunblaðið um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu sem var sannarlega tímabær. Landspítalinn, spítali allra landsmanna, er nú með rekstrarhalla, sem yfirvöld virðast ekki ætla að bæta. Eins og fólk hefur heyrt í fjölmiðlum að undanförnu er stefnt að því að skerða kjör hjúkrunarfræðinga á skurð- og svæfingadeild. Meira
26. júlí 1995 | Aðsent efni | 1306 orð

Hvers eiga sumar mæður þessa lands að gjalda?

MISRÉTTI fæðingarorlofs kemur víðar fram en á milli kynja og alþingismanna. Mæður þessa lands eru beittar miklu misrétti. Þegar foreldrum fæðist barn á móðirin rétt á fæðingarorlofi og greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins. Þar með er ekki öll sagan sögð ­ ekki er sama að vera Jón eða séra Jón í þessu annars góða kerfi okkar Íslendinga. Meira
26. júlí 1995 | Aðsent efni | 844 orð

Kerling vann

Nýlega var ég á ferð í Bretlandi, á gömlum slóðum, en þar í landi bjó ég um nokkurra ára skeið. Um það leyti sem ég flutti aftur til Íslands, var Margaret Thatcher að taka við völdum af Callaghan, og orti þá Vésteinn Ólason, vinur minn þessa vísu: Bretar flugu í þráðvef þann, er Thatcher spann. Illa kom við Callaghan, er kerling vann. Meira
26. júlí 1995 | Velvakandi | 475 orð

"...og svo kom blessað vorið"

BÆNDURNIR eru löngu farnir að huga að heyvinnutólum, sumir hverjir hafa lokið slætti, dagfarsprúðar húsmæður og garðforkar hafa þegar séð afrakstur haust- og vetrarlauka, og rósir, dalíur og pelargóníur blómstra nú í görðum. Blessað vorið kom og svo kom sumarið líka. Meira
26. júlí 1995 | Velvakandi | 436 orð

Opið bréf til Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra

Jóhanni F. Guðmundssyni: Langt er umliðið síðan þú varst svo vingjarnlegur að senda mér línu í Mbl. varðandi bréf mitt um það ranglæti, sem ríkir varðandi lög sem banna afskriftir bifreiða í einkaeign og þá hvernig innheimtur er eignaskattur af bifreiðum, sem metnar eru til framtals á því verði, sem þær voru keyptar á, Meira
26. júlí 1995 | Aðsent efni | 867 orð

Samkeppni eða "samkeppni"

EFTIR lestur síðustu greinar Bergþórs Halldórssonar, yfirverkfræðings hjá Pósti og síma, sá ég að sjónarmið mín í fyrri grein minni "Samkeppni eða ríkisforsjá" höfðu greinilega ekki komist til skila. Til þess að réttlæta þátttöku stofnunarinnar í sölu á notendabúnaði nefnir Bergþór sem dæmi að farsímar hafi fyrst farið að lækka í verði þegar stofnunin byrjaði að selja ákveðna farsímategund. Meira
26. júlí 1995 | Aðsent efni | 469 orð

Tryggjum jafnrétti!

Nýgengnir dómar í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa vakið upp deilur um misjafnan rétt karla og kvenna til bótagreiðslna frá tryggingafélögum. Dómarnir tóku mið af hálfs árs gömlum hæstaréttardómi sem ákvarðaði að þegar bætur vegna skertra vinnugetu væru annars vegar gæti í ákveðnum tilfellum verið eðlilegt að dæma konum lægri bætur en körlum. Meira
26. júlí 1995 | Aðsent efni | 692 orð

Varanleg mismunun og óvirðing við réttindi stúlkubarnsins

Á UNDANFÖRNUM dögum hefur umræðan um kvenréttindaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verið í brennidepli og verður svo vonandi áfram. Í kjölfar sýningar Ríkissjónvarpsins á bresku heimildarmyndinni "Herbergi dauðans" vakna margar spurningar um gildi þessarar ráðstefnu. Meira
26. júlí 1995 | Aðsent efni | 777 orð

Þetta er allt hinum að kenna!

FJÁRMÁL Kópavogskaupstaðar hafa verið nokkuð í fjölmiðlum að undanförnu. Ástæðan er í sjálfu sér afar einföld, því bærinn er nú orðinn skuldsettasta sveitarfélag á landinu. Undirritaður hefur verið að gera bæjarbúum grein fyrir hinni fjármálalegu stöðu bæjarins og til þess einungis notað umsagnir löggiltra endurskoðenda bæjarreikninga svo og skoðanamanna bæjarins. Meira

Minningargreinar

26. júlí 1995 | Minningargreinar | 340 orð

Bergþóra Áslaug Árnadóttir

Bergþóra Áslaug Árnadóttir fædd 17. nóvember 1916 að Klauf í Eyjafirði, Íslandi, Evrópu, var hún amma vön að segja sem stelpa er hún var spurð að nafni. Já, nú er hún Begga amma farin og minningarnar um liðnu stundirnar streyma fram. Mikið var nú gott að eiga ömmu að í næsta húsi, "Gamla apótekinu", og núna síðustu árin í Dalsgerði hjá Lillu dóttur sinni og fjölskyldu. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 234 orð

Bergþóra Áslaug Árnadóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Bergþóra Áslaug Árnadóttir

Okkur systurnar langar til að minnast ömmu okkar í nokkrum orðum. Það var alltaf spennandi að koma til ömmu á Akureyri. Sem börn fórum við alltaf í heimsókn á sumrin með mömmu og pabba og vorum þá alltaf dálítinn tíma. Húsið í Aðalstræti 4 var sveipað dulúð og gaman var að sjá ömmu birtast í dyrunum. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 134 orð

BERGÞÓRA ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR

BERGÞÓRA ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR Bergþóra Áslaug Árnadóttir fæddist að Klauf í Eyjafirði 17. nóvember 1916. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. júlí sl. Eiginmaður hennar var Björn Magnússon, fæddur 14. nóvember 1902, dáinn 10. apríl 1974. Börn þeirra eru: Guðrún María, f. 6.7. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 793 orð

Gyða Helgadóttir

Gyða Helgadóttir, frá Melshúsum í Hafnarfirði lést aðfaranótt 19. júlí sl. Mín fyrstu kynni af Gyðu voru á þann veg að hún bauð mér í kaffi. É þáði en fann fljótlega að í sykurkarinu var salt. Ég hugsaði mig stutt um og sagði svo, "Gyða, getur verið að það sé salt í sykurkarinu?" Hún sannreyndi að svo var, og krossaði sig í bak og fyrir og bað mig margfaldlegrar afsökunar á mistökum sínum. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 132 orð

Gyða Helgadóttir

Elsku amma Gyða! Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Með því hverfur svo margt en eftir sitja ljúfar minningar. Þú hefur alltaf skipað stóran sess í mínu lífi. Ég bjó hjá þér í Melshúsum öll mín menntaskólaár og batt sú sambúð okkur sterkum böndum. Þú stóðst alltaf fyrir ákveðnum virðuleika og hugrekki sem varð mér að leiðarljósi. Þú varst hin steka kona, óbrjótanleg, en samt svo viðkvæm. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 150 orð

GYÐA HELGADÓTTIR

GYÐA HELGADÓTTIR Gyða Helgadóttir fæddist í Melshúsum í Hafnarfirði 17.9.1914. Hún lést á St. Jósefsspítala aðfaranótt 19.7.1995. Foreldrar hennar voru Guðrún Þórarinsdóttir frá Fornaseli á Mýrum og Helgi Guðmundsson frá Hellu í Hafnarfirði. Gyða var yngst 5 systkina. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 475 orð

Sigurjón Guðjónsson

Fréttin um að góði vinurinn minn, dr.teol. Sigurjón Guðjónsson, væri látinn, fyllti huga minn af sorg. Hann var fulltrúi þess besta í íslensku kirkju- og menningarlífi. Með honum er genginn helsti sálmasérfræðingur þessa lands og eitt af bestu sálmaskáldunum. Séra Sigurjón var lifandi dæmi um það besta í íslenskri menningararfleið. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 181 orð

Sigurjón Guðjónsson

Nú er hann afi okkar horfinn yfir móðuna miklu. Minningarnar um hann eru margar og góðar. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann afi fór í strætó upp í Árbæ, til þess að kenna okkur barnabörnunum að lesa, kom hann þá alltaf með brúnan bréfpoka fullan af ferskum ávöxtum, sem við borðuðum svo að loknum lestri, og seinna meir gátum við alltaf leitað til hans ef við þurftum á hjálp að halda við námið, Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 253 orð

Sigurjón Guðjónsson

Margar góðar minningar eigum við systkinin frá sumardvöl okkar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hjá móðursystur okkar Guðrúnu og séra Sigurjóni. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur borgarbörnunum að komast til þeirra í sveitina. Þegar sonur þeirra, Hrafnkell, var lítill, var okkur systrum falið að gæta hans, en hann var yndislegur krakki og þeim hjónum mikill gleðigjafi. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 1686 orð

Sigurjón Guðjónsson

Sigurjón Guðjónsson fædddist í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð hinn 16. septembermánaðar 1901, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar frá Hlíðarendakoti og Guðrúnar Magnúsdóttur frá Teigi í Fljótshlíð, þá búandi í Hlíðarendakoti, en síðan lengi í Vatnsdal í Fljótshlíð. Þar ólst Sigurjón upp á stóru og mannmörgu heimili, einkasonur, en systurnar voru fjórar. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 204 orð

SIGURJÓN GUÐJÓNSSON

SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Sigurjón Guðjónsson fæddist í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð 16. september 1901. Hann lést í Reykjavík 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Jónsson og Guðrún Magnúsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Sigurjóns er Guðrún Þórarinsdóttir. Hún fæddist 22. febrúar 1906. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 386 orð

Sigurpáll Eiríkur Garðarsson

Já, nú er hann Palli farinn, farinn á betri stað, þar sem kærleikur og eining ríkja. Það er skrýtið að hafa hann ekki lengur. Það fór ekki mikið fyrir honum, en hann var alltaf þarna, en nú er hann farinn og kemur ekki aftur. Við kynntumst Palla fyrst fyrir 11 árum er hann og móðir okkar hófu sambúð. Þau voru saman allt til enda, gegnum súrt og sætt. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 75 orð

SIGURPÁLL EIRÍKUR GARÐARSSON

SIGURPÁLL EIRÍKUR GARÐARSSON Sigurpáll Eiríkur Garðarsson var fæddur á Akureyri 26. nóvember 1934. Hann lést í Reykjavík 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurbjörnsdóttir og Garðar Pálsson. Sigurpáll átti tvo bræður, Grétar og Hafstein, og systurina Hafdísi. Sambýliskona Sigurpáls var María Haukdal. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 473 orð

Símon Þóroddur Símonarson

Mig langar að minnast móðurbróður míns, Símonar Þóroddar Símonarsonar vélstjóra, nokkrum orðum. Hann lést í Reykjavík 16. júlí sl. eftir margra ára veikindi 69 ára gamall. Símon Þóroddur var tvíburi og voru hann og Kristín móðir mín yngst í hópi barna þeirra Ingibjargar Gissurardóttur og Símonar Símonarsonar, sem lengst af bjuggu á Þorfinnsgötu 8. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 225 orð

SÍMON ÞÓRODDUR SÍMONARSON

SÍMON ÞÓRODDUR SÍMONARSON Símon Þóroddur Símonarson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1926. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10 b, 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Gissurardóttir, húsmóðir, f. 30. ág. 1888 á Reykjum í Ölfusi, d. 20. nóv. 1977, og Símon Símonarson bifreiðastjóri, f. 9. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 116 orð

Símon Þóroddur Símonarson Margra ára þjáningarfullri baráttu Símonar afa við Altzheimer- sjúkdóminn er lokið. Nú á sorgin sinn

Margra ára þjáningarfullri baráttu Símonar afa við Altzheimer- sjúkdóminn er lokið. Nú á sorgin sinn tíma, spurningar um tilgang, allt það sem ekki varð og aldrei verður. Við munum alltaf minnast afa sem þúsundþjalasmiðsins sem allt lék í höndunum á, afa sem hafði óþrjótandi þolinmæði til að sinna ærslum okkar og leikjum, afa sem aldrei gafst upp fyrr en allt var reynt. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 399 orð

Sveinn Már Gunnarsson

Það er erfitt að setjast niður og skrifa í minningu manns sem fellur frá svo ótímabært og í blóma lífsins. Það verður áleitin spurningin hvers vegna nú, þegar lífið og tilveran virtust brosa við honum. En þanig er lífið og enginn veit sitt skapadægur fyrr en upp rennur. Við sem þessar línur ritum áttum Svein Má að vini og vinnufélaga. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 264 orð

Sveinn Már Gunnarsson

Við viljum með lítilli grein minnast föður okkar Sveins Más Gunnarssonar. Hann var fæddur í Reykjavík 16. mars 1947 og því aðeins 48 ára þegar hann lést úr krabbameini. Þetta hefur verið erfiður vetur vegna erfiðra og langvarandi veikinda hans frá því í haust. Þeirri baráttu er nú lokið. Hann kvæntist móður okkar Elsu Kristínu Vilbergsdóttur haustið 1969. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 345 orð

Sveinn Már Gunnarsson

Nokkur kveðjuorð. Nú er minn góði vinur Sveinn Már Gunnarsson barnalæknir allur, hann andaðist á heimili sínu þann 13. júlí síðastliðinn, langt fyrir aldur fram, aðeins 48 ára gamall. Ég var svo lánsamur, að vera samsíða Sveini frá því í barnaskóla og allt til loka menntaskóla. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 396 orð

Sveinn Már Gunnarsson

Hann Sveinn Már er dáinn. Ég trúi því ekki ennþá en ég veit að minning hans mun lifa. Fyrsta minning mín um hann var þegar ég var sex ára, þá stóð hann í dyrunum á íbúðinni okkar í Engihjallanum með fullan faðm af rauðum rósum handa mömmu og, eins og alltaf, með brosið á sínum stað. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 379 orð

Sveinn Már Gunnarsson

Mér? Mér líður vel. Þannig háði Sveinn Már dauðastríð sitt til hinztu stundar af æðruleysi og eðlislægri nærfærni við aðra. Sjálfur hafði hann greint sitt banvæna mein 10 mánuðum áður en yfir lauk. Sveinn kvaddi jarðneskt líf á heimili sínu árla morguns 13. júlí síðastliðinn. Yfir ásjónu hans ríkti kyrrð og friður. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 204 orð

Sveinn Már Gunnarsson

Ótrúlegt er hve lífstíminn er fallvaltur. Góður maður er farinn héðan, allt of fljótt miðað við lífsgleði og gott starfsþrek. Alltaf var hann fullur af orku til að gera allt það sem hann gat til að liðsinna þeim sem í erfiðleikum áttu og allt það sem hægt var að gera til að leysa úr vandamálum til að skapa betri líðan. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 288 orð

Sveinn Már Gunnarsson

Ævi manna er ekki einungis mislöng, hún er einnig æði misjöfn. Sumir eru þess megnugir að koma meiru af góðu og gagnlegu til leiðar á stuttri ævi sem aðrir ná ekki á langri lífsgöngu. Því er sárt að horfa á bak manni í blóma lífsins fullum af vilja og þreki til enn fleiri góðra verka. Það er þó örlítil huggun í harmi að minningin lifir heil og sönn þó maðurinn hverfi. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 154 orð

Sveinn Már Gunnarsson

Vinur okkar og starfsfélagi til margra ára, Sveinn Már Gunnarsson læknir, er nú fallinn frá í blóma lífsins. Okkur sem eftir stöndum setur hljóð í söknuði og sorg en minningarnar koma fram í hugann. Þessar minningar eru ljúfar og við lifum í þeim að nýju þær góðu stundir sem við áttum með Sveini Má. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 209 orð

SVEINN MÁR GUNNARSSON

Sveinn Már Gunnarsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1947. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jóhanna G. Sveinsdóttir og Gunnar N. Jónsson vélvirki. Systir hans er Margrét Sigurborg, kennari, sem er gift Baldvini Reynissyni, véliðnfræðingi. Sveinn Már var kvæntur Láru Ingibjörgu Ólafsdóttur, tannlækni. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 114 orð

Sveinn Már Gunnarsson Ég minnist og þakka ánægjulegt samstarf okkar Sveins Más Gunnarssonar barnalæknis undanfarin tíu ár. Við

Ég minnist og þakka ánægjulegt samstarf okkar Sveins Más Gunnarssonar barnalæknis undanfarin tíu ár. Við kynntumst vegna starfa okkar með fötluðum börnum og sameiginlegs áhuga á velferð þeirra. Samvinna okkar varð fljótlega mikil og þróaðist yfir í vináttu í starfs- og kynningarferðum. Sveinn Már bar mikla umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 214 orð

Torfi Bryngeirsson

Einn allra mesti afreksmaður í KR, Evrópumeistari í langstökki, Íslandsmeistari í stangarstökki og frábær spretthlaupari, Torfi Bryngeirsson er fallinn frá. Aðeins mánuði á eftir Evrópumeistaranum og KR-ingnum Gunnari Huseby. Torfi fékk í vöggugjöf skap og viljafestu, sem gerði hann að öðrum ólöstuðum einn allra besta íþróttamann Íslands. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 158 orð

Torfi Bryngeirsson

Okkur langar með nokkrum orðum að kveðja Torfa Bryngeirsson. Leiðir okkar lágu saman fyrir um sjö árum þegar hann flutti heim til móður okkar í Akurgerðið. Mamma og Torfi áttu saman margar góðar stundir og ferðuðust gjarnan til útlanda en voru einnig mjög dugleg við að fara upp í sumarbústaðinn í Kjósinni þar sem Torfi vann ötull við að laga, Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 1595 orð

Torfi Bryngeirsson

Með fáeinum orðum langar mig að kveðja frænda minn Torfa Bryngeirsson og þakka honum samfylgdina. Í raun finnst mér þó ákaflega óraunverulegt að eiga ekki eftir að hitta hann eða heyra til hans framar, svo óvænt og snemma kom hans kall. Við vorum systkinasynir og síðast hitti ég hann við útför föður míns hinn 15. júní sl. Torfi var þá hress að vanda, röddin hvell og skýr. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 752 orð

Torfi Bryngeirsson

Oft bregður fólki við andlátsfregnir vandamanna eða vina en einkum þó þegar enginn hefur verið aðdragandi þar að og ekki til annars vitað en viðkomandi hafi verið heill heilsu. Mér kom því mjög á óvart er ég frétti að Torfi Bryngeirsson fornvinur minn frá Búastöðum í Vestmannaeyjum væri andaður. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 297 orð

Torfi Bryngeirsson

Þeir Torfi Bryngeirsson og Gunnar Huseby voru gjarnan nefndir í sömu andránni. Þeir ólust báðir upp í sama félaginu, KR, þeir voru samferða á keppnisferli sínum og þeir skrifuðu báðir nöfn sín á spjöld sögunnar þegar þeir urðu Evrópumeistarar í frjálsum íþróttum á árinu 1950. Þeir Torfi og Gunnar hafa einnig orðið samferða yfir landamærin. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 205 orð

TORFI BRYNGEIRSSON

TORFI BRYNGEIRSSON Torfi Bryngeirsson var fæddur að Búastöðum í Vestmannaeyjum 11. nóvember 1926, sonur hjónanna Lovísu Gísladóttur og Bryngeirs Torfasonar skipstjóra, sem ættaður var frá Stokkseyri. Torfi var meðal fremstu frjálsíþróttamanna í Evrópu um og eftir 1950 og Íslandsmeistari í langstökki og stangarstökki. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 105 orð

Torfi Bryngeirsson Elsku afi, nú ert þú farinn frá okkur en minningarnar um þig fara ekki. Þegar þú komst á morgnana til okkar

Elsku afi, nú ert þú farinn frá okkur en minningarnar um þig fara ekki. Þegar þú komst á morgnana til okkar með snúða og kókómjólk og réttir Hlín pokann, því enginn mátti taka við pokanum nema hún. Er þú sagðir "Blessaður nafni", og Torfi litli svaraði snöggt "Ég heiti ekki nafni, ég heiti Torfi Bryngeirsson. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 135 orð

Þórhildur Kristinsdóttir

Elsku Olla amma. Við kveðjum þig í dag með miklum söknuði, við vitum að þú munt alltaf vera með okkur og minnumst allra góðra stunda sem við systurnar höfum átt saman með þér hvort sem þú varst að spila við okkur eða spjalla, alltaf gafst þú þér nægan tíma. Heimsókn til þín í Bólstaðarhlíð þar sem alltaf var borið fram veisluborð og góðu pönnukökurnar þínar. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 128 orð

ÞÓRHILDUR KRISTINSDÓTTIR

ÞÓRHILDUR KRISTINSDÓTTIR Þórhildur Kristinsdóttir fæddist í Krossavík, Þistilfirði, N-Þing., 29. janúar 1913. Hún lést 15. júlí sl. á Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Þórhildur giftist Hjalta Friðgeirssyni frá Hóli í Presthólahreppi, N- Þing., árið 1939, f. 10.12. 1911, dáin 30.5. 1981. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 214 orð

Þórunn Hafstein

Hún amma okkar er dáin. Hún hefur nú fengið frið fyrir erfiðum og langvarandi veikindum, sem hrjáðu hana í lifanda lífi. En þrátt fyrir það að hún hafði ekki verið heil heilsu undanfarna áratugi og þó einkum undanfarin 6-7 ár, var hvergi á henni bilbug að finna. Hún var gestrisin með afbrigðum og hafði unun af því að taka á móti fólki í kaffi. Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 401 orð

Þórunn Kristjana Hafstein

Staddur á Akureyri í sumarleyfi, heyrðist á öldum ljósvakans, að Þórunn Hafstein væri öll, en hún hafði látist í Landspítalanum 19. júlí sl., fórnarlamb langvinnrar hjartabilunar. Hún var eiginkona móðurbróður míns, Steinars Kristjánssonar, skipstjóra, og yngst fjögurra glæsilegra dætra Júlíusar Havsteen, sýslumanns Þingeyinga, og Þórunnar Jónsdóttur Havsteen, en hinar eru Ragnheiður, látin, Meira
26. júlí 1995 | Minningargreinar | 82 orð

ÞÓRUNN KRISTJANA HAFSTEIN

ÞÓRUNN KRISTJANA HAFSTEIN Þórunn Kristjana Hafstein fæddist á Húsavík 20. mars 1922. Hún lést á hjartadeild Landsspítalans 19. júlí sl. Hún var dóttir sýslumannshjónanna Þórunnar og Júlíusar Havsteen. Var hún næstyngst 8 systkina og eru 4 eftirlifandi. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Steinari Kristjánssyni 9. Meira

Viðskipti

26. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 393 orð

Búast við samruna Olíufélagsins og Olís

FORRÁÐAMENN Skeljungs hf. telja að framundan séu jafnvel ennþá stærri breytingar á rekstrarumhverfi olíufélaganna en verið hafi á undanförnum misserum. Mikil vinna stendur nú yfir hjá félaginu við nýtt upplýsingakerfi sem felur í sér algjöra uppstokkun á skipulagi þess. Þetta kemur fram í leiðara fréttabréfs Skeljungs sem er að koma út. Þar er bent á að fyrir liggi að Olíufélagið hf. Meira
26. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 260 orð

EuroDisney með jákvæða afkomu

EURO Disney skýrði í gær frá fyrsta hagnaði sínum síðan skemmtigarðurinn var opnaður fyrir þremur árum nálægt París. Hagnaður fyrirtækisins á þremur mánuðum til júníloka nam 170 milljónum franka eða 35.36 milljónum dollara. Fyrirtækið var rekið með 546 milljóna franka tapi á sama tíma í fyrra þegar dregið hafði úr aðsókn og óttazt var að garðinum yrði lokað. Meira
26. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Kaiser leggur fé í álver í Kína

KAISER Aluminium-fyrirtækið hefur tilkynnt að það muni leggja 60 milljónir dollara í sameignarfyrirtæki í áliðnaði Kínverja. Kaiser Aluminum tekur að sér að stækka Lianhai-bræðslu fyrirtækisins China National Nonferrous Metals Industry samkvæmt samningi, sem gerir ráð fyrir fyrstu stórfelldu einkavæðingu áliðnaðar í Kína. Meira
26. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Lopapeysur á Bandaríkjamarkað á ný

HANDPRJÓNASAMBAND Íslands hefur gengið frá samningum við bandarísku póstverslunina L.L. Bean um sölu á íslenskum lopapeysum í Bandaríkjunum. Að sögn Bryndísar Eiríksdóttur, framkvæmdastjóra Handprjónasambandsins, er um ákveðna tilraun að ræða nú og ráða viðbrögð neytenda í Bandaríkjunum því hvert framhaldið verður. Meira
26. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Verðbólga í ESB 3,3%

VERÐBÓLGA í Evrópusambandinu jókst í 3,3% í júní á ársgrundvelli að sögn Eurostat, tölfræðistofnunar ESB. Í maí mældist verðbólgan 3,2%. Verðbólga í ESB í heild hefur verið nokkuð stöðug í þrjú ár," sagði Eurostat. Verðbólgan í júní var minnst í Finnlandi eða 0,9%, en í Grikklandi jókst hún í 9,7%. Meira
26. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Westinghouse ásælist CBS-sjónvarpið

RÁÐAMENN Westinghouse-rafmagnsvörufyrirtækisins og CBS- sjónvarpsins ræddust við í New York á föstudag um væntanlegt 5 milljarða dollara tilboð Westinghouse í sjónvarpsnetið. Fundurinn kemur í kjölfar þreifinga mánuðum saman og viðræður Westinghouse og CBS kunna að standa í margar vikur áður en samkomulag næst samkvæmt góðum heimildum. Meira

Daglegt líf

26. júlí 1995 | Ferðalög | 219 orð

Bátsferðir með klettaströnd Arnarstapa

TVEIR ungir reykvíkingar, þeir Jón Tryggvason og Fjalar Sigurðarson, hafa í sumar boðið ferðamönnum sem leið eiga um Arnarstapa bátsferðir meðfram klettaströndinni á Stapa. Hugmyndin að þessari útgerð kviknaði við tökur á sjónvarpsmyndinni Laggó sem sýnd var í ríkissjónvarpinu um jólin. Meira
26. júlí 1995 | Ferðalög | 160 orð

Farþegaskip á Seyðisfirði

BRESKA farþegaskipið Explorer kom til Seyðisfjarðar um helgina. Þetta er annað farþegaskipið sem kemur þangað í sumar. Um borð voru 68 farþegar og um 60 manna áhöfn. Farþegar eru flestir rosknir ferðamenn í ævintýraferð á norðurslóðir, meðalaldurinn talinn vera um 60 ár. Fjörður hf. Meira
26. júlí 1995 | Ferðalög | 49 orð

Ferðir í vikunni

Ferðafélag Íslands Farin verður kvöldferð á Hólmsheiði miðvikudagskvöld kl. 20. Gengið verður í 2 klukkustundir um heiðalönd og vatnasvæði austan Reykjavíkur. Brottför verður frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Einnig verður farin sumarleyfisferð í Aðalvík dagana 27. júlí til 1. ágúst. Gönguferðir og tjaldað að Látrum. Meira
26. júlí 1995 | Ferðalög | 475 orð

FERÐIRum helgina HIÐ

"Langa ferð" Hins íslenska náttúrufræðifélags verður farin austur í Öræfi og þaðan í dagsferð til Hornafjarðar. Lagt verður að stað kl. 9 að morgni föstudagsins 28. júlí frá BSÍ og ekin Landmannaleið í Skaftártungur og þaðan að Hofi í Öræfum og gist þar tvær nætur. Meira
26. júlí 1995 | Ferðalög | 135 orð

Verð á gistingu

Algengt er að útlendir ferðamenn kvarti yfir dýrum mat og drykk hérlendis, en segi gistingu í ódýrari flokkum á sanngjörnu verði. Tjaldstæðin eru ódýrust, kosta 400-500 kr. á nóttu fyrir fullorðna. Meira
26. júlí 1995 | Ferðalög | -1 orð

Ævintýraferðir um Ísland

Ný forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála, Vilborg Guðnadóttir, var klófest á dögunum og beðin um að koma smá skipan á ruglingslegar hugmyndir um stuttar og langar ferðir um landið. Nýjar og spennandi fyrir þá sem vita orðið allt um sumarbústað sinn eða Meira

Fastir þættir

26. júlí 1995 | Fastir þættir | 110 orð

AV-riðill:

SÓLFAR og sumarfrí setja svip sinn á sumarbrids þessa dagana. Miðvikudaginn 19. júlí spiluðu 25 pör í Þönglabakka 1 og urðu úrslit þannig: NS-riðill: Páll Þór Bergsson ­ Sveinn R. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 139 orð

AV-riðill:

Föstudaginn 21. júlí var spilaður mitchell tvímenningur með 20 pörum í sumarbridsi. Leikar fóru þannig: NS-riðill: Jakob Kristinsson ­ Jakobína Ríkharðsdóttir275Halldór M. Sverrisson ­ Sveinn R. Meira
26. júlí 1995 | Dagbók | 60 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 26. júlí, er áttræðSteinunn Þórðardóttir, Suðurgötu 16, Akranesi. Hún tekur á móti gestum laugardaginn 29. júlí nk. milli kl. 14 og 17 á Kirkjubraut 40 (í sal verkalýðsfélaganna). ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 26. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 98 orð

Frá ömmu og barnabörnunum

KOMIÐ þið blessuð og sæl. Ég er amma og var að passa tvö barnabörn mín um tíma. Í rigningunni í júní teiknuðu börnin fallegar myndir, sem ég sendi til ykkar. Arnar Freyr teiknaði sig og vini sína á 17. júní (amma hjálpaði við gerð fána). Ólína Ýr teiknaði sig og vinkonu sína. Arnar Freyr Valsson, 3 ára, Faxabraut 39d, 230 Keflavík. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 145 orð

Fuglasaga frá Hvammstanga

EINU sinni var fugl sem bjó til hreiður. Hann verpti fimm eggjum. Úr þeim komu ungar. Þegar þeir urðu stórir lærðu þeir að fljúga og flugu úr hreiðrinu. Höfundur Hildur Valsdóttir, ? ára, 531 Hvammstanga. Til útskýringar: Fuglinn, sem Hildur segir frá, gerði sér hreiður í búrinu inn af eldhúsinu heima hjá henni. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 100 orð

Fæðing Birtu

EINU sinni voru hjón og þau langaði mjög svo að eignast barn. Dag einn þurfti konan að fara til læknis og þá kom í ljós að hún var ófrísk. Hún hringdi strax í manninn sinn og hann kom. Níu mánuðir liðu og nú þurfti hún að fara á sjúkrahúsið. Síðan eignuðust þau litla stúlku. Hún var skírð Birta og var með ljósgult hár og blá augu. Endir. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 84 orð

Gufuleg mynd

EITTHVAÐ er það sem er ógreinilegt á myndinni, hún er ekki bara tilgangslaus strik. Myndinni er ætlað að skerpa athyglisgáfu ykkar. Horfið gaumgæfilega á hana og þá á mynd að koma í ljós - eða með öðrum orðum, myndin ætti að skýrast! En af hverju er myndin? Það er mál málanna. Reynið ykkur og sýnið sjálfum ykkur þolinmæði og umburðarlyndi. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 532 orð

Helgi Áss með fullt hús á helgarmóti TR

Helgarskákmót Taflfélags Reykjavíkur félagsheimilinu í Faxafeni 12, 21.-23. júlí. HELGI Áss Grétarsson, stórmeistari, vann allar skákir sínar á helgarmóti TR og hlaut 7 vinninga. Þátttaka á mótinu var góð, 44 þátttakendur mættu til leiks og engu virtist skipta þótt skemmtikvöld skákáhugamanna færi fram samhliða helgarmótinu á föstudagskvöld. Þar var annar eins hópur mættur. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 52 orð

Lausnir

SVONA ykkur að segja heitir strákurinn Rögnvaldur. Það er ansi langt í bolludaginn, en myndin er af hinu nauðsynlega verkfæri bolluvendi. Þegar allt kemur til alls er það eitt stykki kúreki á hestinum sínum Skjóna, sem er svona gufulegur áður en þið tókuð til óspilltra málanna og komuð mynd á kappann. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 164 orð

Lífið

Hvað er lífið án ástar? Þá er lífið ekki fínt og flott. En gott er að eiga vin þegar allt annað bjástrar,að eiga vin er rosa gott. Höfundur Þóra Dögg Júlíusdóttir, 12 ára, Klukkurima 91, 112 Reykjavík. Vináttu og ást er nauðsynlegt að eiga ef okkur á að líða vel, ekki satt, og hún Þóra Dögg veit það greinilega. Þakka þér fyrir vísuna. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 241 orð

Pennavinir

HALLÓ og hæ. Ég heiti Fanney og er 11 ára. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 10-14 ára, bæði stráka og stelpur. Áhugamál margvísleg. Svara öllum bréfum. Fanney Friðriksdóttir Dvergholti 13 270 Mosfellsbær Kæri Moggi. Ég óska eftir pennavinum , bæði strákum og stelpum, á aldrinum 8-11 ára, sjálf er ég 9 ára. Kær kveðja. Meira
26. júlí 1995 | Dagbók | 280 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun komuReykjafoss

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun komuReykjafoss og Arnar II til hafnar. Í dag erDettifoss væntanlegur og skemmtiferðaskipiðArkona sem fer samdægurs. Þá fer Laxfoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom Látravíkin til löndunar. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 78 orð

Skiptimarkaðurinn

KÆRI Myndasögu-Moggi! Ég safna öllu með Hugh Grant. Í staðinn get ég látið plaköt með Andrés Önd, Take that og alls konar dýraplaköt, límmiða með Turtles, Andrési Önd og félögum, Tom Cruise, Marilyn Monroe, Mel Gibson, Michael Jackson og alls konar aðra límmiða. Ég get líka látið servíettur. P.S. Þakka fyrir gott blað og vona að þið birtið þetta. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 116 orð

Víst er eitthvað á myndinni

HAUKUR er eins og hálfs árs og hann á heima í Dvergholti 13, 270 Mosfellsbær. Honum þykir mjög gaman að teikna. Kannski er ekkert að sjá á myndinni því hann teiknar bara eitthvað (því hann veit ekki hvað blóm er og svoleiðis). En ég hjálpaði honum aðeins að færa blaðið, láta hann hafa liti og opna lokin á litunum. Kær kveðja, Haukur myndlistarkarl og stóra systir hans. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 107 orð

Þekjuspilið

ÞIÐ þurfið einn tening og nokkra liti, túss-, vax- eða blýantsliti ef þið ætlið í þennan leik. Klippið myndirnar hvora frá annarri og leggið fyrir framan ykkur - það eru tveir sem geta spilað í einu. Einn kastar teningnum og litar einn eða fleiri fleti á myndinni sinni, en heildarsumma talnanna sem eru litaðar í hverri umferð má ekki vera hærri en talan uppi á teningnum. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 164 orð

Þrautir frá Norðurlandi

STUTTKLIPPTUR strákur í gulum gallabuxum, grænni ullarpeysu, svörtum rúllukragabol og brúnum strigaskóm uppreimuðum er sæll á svipinn og er það engin furða - hann var beðinn um að sitja fyrir á mynd eftir Lindu Hrönn Þórarinsdóttur, Hvanneyrarbraut 53 á Siglufirði. Meira
26. júlí 1995 | Fastir þættir | 68 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞESSA fínu mynd af þremur krökkum teiknaði Steinunn Jóna Hauksdóttir, 6 ára, Vorsabæ 4, !!! Reykjavík. Ömmu hennar, sem gleymdi að kynna sig, fannst myndin svo fín, að hún ákvað að senda hana til Myndasagna Moggans. Við þökkum Steinunni Jónu og ömmu hennar hjartanlega fyrir. Meira

Íþróttir

26. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA BREIÐABLIK 8 7 1 0 51 4 22VALUR 8 7 1 0 27 7 22KR 9 6 0 3 31 14 18STJARNAN 9 5 1 3 26 9 16ÍA 9 4 1 4 25 20 13HAUKAR 9 1 1 7 4 54 4 Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD A

4. DEILD A LÉTTIR 13 9 3 1 46 24 30ÁRMANN 13 8 3 2 36 19 27AFTURE. 12 6 1 5 23 19 19VÍKVERJI 12 5 3 4 18 15 18VÍKINGUR Ó. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD B

4. DEILD B GRÓTTA 9 6 1 2 27 10 19REYNIR S. 8 6 1 1 28 15 19ÍH 9 6 0 3 26 18 18NJARÐVÍK 9 5 0 4 23 14 15SMÁSTUND 7 2 2 3 17 18 8ÖKKLI 8 2 0 6 11 29 6 Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD C

4. DEILD C KS 8 8 0 0 39 4 24TINDASTÓLL 8 5 1 2 24 7 16MAGNI 7 4 2 1 18 10 14HVÖT 8 4 1 3 35 12 13SM 8 2 0 6 15 28 6NEISTI 7 2 0 5 11 26 6 Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD D

4. DEILD D SINDRI 9 8 1 0 41 9 25KVA 7 4 1 2 30 7 13KBS 7 4 0 3 19 11 12NEISTI 9 3 3 3 21 17 12EINHERJI 9 3 2 4 13 16 11UMFL 9 2 0 7 7 53 6 Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 171 orð

ANTHONY Karl Gregory

PÉTUR Guðmundsson kúluvarpari hætti fyrir fáeinum misserum síðan að kasta með snúningsatrennu eins og hann hafði gert í nokkur ár og tók upp það sem kalla má hefðbundnari stíl. Nú hefur Pétur aftur tekið upp snúningsstílinn og gefið hinn upp á bátinn. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 141 orð

Einar reynir við lágmarkið

Ekkert varð af tilraun Einars Vilhjálmssonar spjótkastara í gærkvöldi, til að reyna við lágmarkið í spjótkasti fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum, sem hefst í Gautaborg í Svíþjóð í næstu viku. Einar ætlaði að keppa á kastmóti ÍR sem hófst á Laugardalsvelli í gærkvöldi, og freista þess að ná lágmarkinu, en þar sem rigndi hætti Einar við. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 86 orð

FRJÁLSAR Mjög góður

ÍRSKA stúlkan Sonia O'Sullivan hljóp fyrstkvenna undir fjórum mín. í 1.500 m hlaupií ár, í Mónakó í gærkvöldi, á síðasta stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins fyrirheimsmeistaramótið. Hún hljóp á 3.58,85 ogfagnar árangrinum hér á myndinni. Noureddine Morceli frá Alsír var aðeins hársbreiddfrá því að setja þriðja heimsmetið í mánuðinum er hann hljóp 1.500 m á 3. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 756 orð

Frjálsíþróttir

Í gær fór fram í Mónakó stigamót alþjóða frjálsíþróttasambandsins og voru úrslit sem hér segir: 100 m hlaup karla: Donovan Bailey (Kanada) 10,05 Ato Boldon (Trinidad) 10,10 Bruny Surin (Kanada) 10,14 Jon Drummond (Bandar,) 10,15 Dennis Mitchell (Bandar,) 10,18 Michael Green (Jamaika) 10,19 Maurice Greene (Bandar, Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 425 orð

Golf

Opnið mót hjá GR um sl. helgi Með forgjöf Stefán Sæmundsson, GOB69 Hólmfríður Kristinsdóttir, GR69 Ragnar Gunnarsson, GR70 Án forgjafar: Einar Logi Þórisson, GR74 Stefán Sæmundsson, GOB78 Haukur Örn Björnsson, GR82 Næst holu: Á 2. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 122 orð

Guðmundur Hreiðarsson ökklabrotinn

GUÐMUNDUR Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari og varamarkvörður Breiðabliks ökklabrotnaði á æfingu síðastliðinn laugardag og verður úr leik næstu sex vikurnar. "Við vorum að byrja á æfingu og áður en farið var að hita upp þá var ég einn að leika mér með bolta og missteig mig svo illa að ég heyrði smell frá ökklanum," sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 68 orð

Hver tekur við Wales? NEVILLE Southal

NEVILLE Southall, markvörður Everton og landsliðs Wales í knattspyrnu, er einn þeirra sem sótt hafa um starf landsliðsþjálfara Wales. Mike Smith var rekinn um daginn og verður um hlutastarf að ræða. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 64 orð

Jón Otti vítabani JÓN Otti Jónsso

JÓN Otti Jónsson, markvörður Fjölnis í 3. deild, hefur fengið viðurnefnið "vítabani" þar sem hann hefur nú varið fjögur vítaskot í röð á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Í upphafi mótsins fékk Jón Otti mark á sig úr vítaspyrnu en skellti svo í lás, varði fyrst í leik gegn Völsungi frá Húsavík, Haukum, BÍ og nú um helgina í leik gegn Hetti frá Egilsstöðum. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 381 orð

KR slapp fyrir horn

KR-stúlkur geta prísað sig sælar með að sleppa með þrjú stig í Vesturbæinn eftir stórskemmtilega viðureign gegn Stjörnunni í Garðabænum í 1. deild kvenna í gærkvöldi. KR gerði tvö mörk og þrátt fyrir harða hríð Garðbæinga tókst þeim aðeins að setja eitt mark og þar við sat. Úrslitin gera það að verkum að liðin skiptust á sætum, KR er nú í 3. sæti en Stjarnan í fjórða. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 173 orð

Landsmótið á Strandavelli verður það fjölmennasta til þessa

LANDSMÓTIÐ í golfi, sem hefst á Strandavelli við Hellu á sunnudaginn, verður það fjölmennasta sem haldið hefur verið. Skráningu lauk á sunnudaginn og alls skráðu sig 345 kylfingar en fjölmennasta landsmótið til þessa var á Akureyri í fyrra, en þá kepptu 318 kylfingar. Talsverður fjöldi kylfinga er á biðlista en nokkuð var um að menn væru seinir fyrir að láta skrá sig. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 136 orð

Lane fulltrúi Evrópu í úrslitum HM í holukeppni

BARRY Lane frá Bretlandi sigraði í svæðakeppni Evrópu í holukeppni í golfi í gær. Um er að ræða undankeppni fyrir heimsmeistaramótið, þar sem Lane hefur nú tryggt sér þátttökurétt. Keppt var í Thame á Englandi í gær og gerði Lane sér lítið fyrir og sigraði Þjóðverjann Bernhard Langer í undanúrslitum, 3 og 1 og síðan Spánverjann Seve Ballesteros 4 og 3 í úrslitaleiknum. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 494 orð

Morcelli hársbreidd frá meti í 1.500 m

ALSÍRBÚINN Noureddine Morcelli slær ekki slöku við á hlaupabrautinni. Fyrir þrettán dögum setti hann glæsilegt heimsmet í 1.500 metra hlaupi í Nice í Frakklandi og í gærkvöldi hjó hann mjög nálægt því á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins fáeinum kílómetrum austar við Miðjarðarhafsströndina, í Mónakó. Morcelli var einungis 15/100 úr sekúndu frá metinu og hljóp á 3:27,52 mínútum. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 371 orð

Ná tapliðin að hefna sín?

SÍÐARI umferð 1. deildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með fimm leikjum. Breiðablik tekur á móti ÍA í Kópavogi, Valsmenn á móti Eyjamönnum að Hlíðarenda, Leiftur fær Fram í heimsókn, Keflvíkingar mæta nágrönnunum úr Grindavík og KR sækir FH heim í Kaplakrika. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 114 orð

Svíar með á HM

"ÉG veit ekki annað en Hinrik Bragason verði með á HM og í dag [í gær] fékk ég það staðsfest að Svíar ætla að mæta líka með sitt keppnislið," sagði Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Hestaíþróttasambands Ísland í gærkvöldi. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 452 orð

Umdeilt mark Geoffs Hursts var ekki mark

BRESKIR vísindamenn halda því fram að þeir hafi nú sannað, með nýrri tækni, að umdeilt mark sem Geoff Hurst gerði fyrir England í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu gegn Þjóðverjum á Wembley árið 1966, hafi alls ekki verið mark. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2:2, en Hurst náði forystu með markinu umdeilda eftir tíu mínútur af framlengingu. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 212 orð

Uruguay meistari í Suður Ameríku

Íannað sinn á skömmum tíma er sóknarmaðurinn Tulio örlagavaldur í liði heimsmeistara Brasilíu í knattspyrnu. Hann skoraði mjög vafasamt jöfnunarmark gegn Argentínumönnum í átta liða úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í síðustu viku, mark sem færði Brasilíu vítaspyrnukeppni sem þeir sigruðu í. Um helgina snéri gæfan við honum bakinu. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 194 orð

Wang Junxia sett út í kuldann WANG Ju

WANG Junxia frá Kína, heimsmethafinn í 10.000 metra hlaupi kvenna, og hinn strangi þjálfari hennar Ma Junren eru ekki í kínverska hópnum sem heldur á heimsmeistarakeppnina í frjálsíþróttum í Gautaborg í Svíþjóð í næsta mánuði. Að sögn kínverska frjálsíþróttasambandsins tókst Junxia illa upp í undirbúningsmótum í Kína í maí. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 743 orð

Þjóðverjar mæta með harðsnúið lið á HM í Sviss

LOKIÐ er skráningum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku og liggur því fyrir hvaða einstaklingar og hestar muni etja kappi við liðsmenn íslenska liðsins. Fyrst og fremst beinast augu manna að liði Þjóðverja sem hafa til þessa verið helstu keppinautar íslendinga í baráttunni um gullin á þessum mótum. Meira
26. júlí 1995 | Íþróttir | 103 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild kvenna: Stjarnan - KR1:2 Katrín Jónsdóttir (70.) - Anna Jónsdóttir (3.), Helena Ólafsdóttir (48.). Haukar - ÍA1:5 Eva Björk Ægisdóttir - Laufey Sigurðardóttir 2, Ingibjörg Ólafsdóttir 3 Valur - ÍBA3:0 Guðrún Sæmundsdóttir 2, Bergþóra Laxdal. 2. Meira

Úr verinu

26. júlí 1995 | Úr verinu | 351 orð

Aftur líf í höfninni

MEIRA líf hefur færst í höfnina í Bolungarvík eftir að Aðalbjörn Jóakimsson í Hnífsdal keypti meirihluta hlutafjár í Ósvör hf. og færði landanir skipa á vegum fyrirtækis síns, rækjuverksmiðjunnar Bakka hf., til Bolungarvíkur. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 692 orð

Bandaríkin stórauka fiskútflutning til Asíu

BANDARÍKJAMENN eru ekki aðeins miklir kaupendur sjávarafurða víðs vegar að, heldur flytja þeir einnig mikið út. Hefur Japan lengi verið stærsti markaðurinn en á síðustu árum hafa markaðir fyrir bandarískar sjávarafurðir verið að opnast annars staðar í Austur-Asíu. Eru ástæðurnar aðallega tvær, í fyrsta lagi stóraukin neysla á fiski og öðru sjávarfangi og í öðru lagi minnkandi veiði. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 161 orð

Bretar kaupa mjölið frá Perú

INNFLUTNINGUR Breta á fiskimjöli fyrst þrjá mánuði þessa árs, er rúmlega 21.000 tonnum minni en á sama tíma í fyrra, en innflutningurinn nú nemur um 80.000 tonnum. Nokkrar sviptingar hafa einnig orðið á hlutdeild þjóðlanda í þessum innflutningi. Þetta tímabil í fyrra voru Ísland og Perú sman á toppnum með 21.000 tonn, en Perú trónir nú á toppnum með 30. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 89 orð

DRÆM GRÁLÚÐUVEIÐI

LÍTILL afli hefur fengist á grálúðumiðunum djúpt út af Strandagrunni, eins og í Víkurál og á annarri grálúðuslóð. Klakkur SH frá Grundarfirði fékk þar 1-2 tonn í hali þó lengi væri togað. Aftur á móti eru skipverjar ánægðir með verðið. Þeir fengu 146 kr. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 24 orð

EFNI

EFNI Viðtal 3 Flutningur SH til Akureyrar Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál 6 Bandaríkin stórauka fisksölu til Asíu Greinar 7 Garðar B Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 198 orð

Fáum hæsta verðið í Bretlandi

INNFLUTNINGUR Breta á þorski fyrstu þrjá mánuði ársins var svipaður og á sama tímabili í fyrra. Alls fluttu þeir inn tæp 25.000 tonn nú, en 27.000 í fyrra. Í fyrra kom mest af þorskinum frá Noregi, 6.900 tonn og 6.500 héðan frá Íslandi. Þá voru Danir í þriðja sæti með 4.000 tonn og Rússar fjórðu með 3.600 tonn. Nú hafa þær breytingar orðið á, að mest af þorskinum kaupa Bretar héðan, 5. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 74 orð

Fyrsti Smugufarmurinn

ÍSFISKTOGARINN Már frá Ólafsvík er á heimleið úr Smugunni með 200 tonn af þorski. Verður þetta fyrsti farmurinn sem kemur úr Smugunni í sumar, þó ekki sé fullfermi, því þau skip sem þaðan hafa komið hafa ýmist verið tóm eða með sára lítinn afla. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 579 orð

Grálúðukvóti umfram tillögur fiskifræðinga

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ ákvað að úthluta 20 þúsund tonnum af grálúðu til íslenskra skipa á næsta fiskveiðiári en Hafrannsóknastofnun hafði lagt til að heildaraflinn á hafsvæðinum við Ísland, Austur-Grænland og Færeyjar, þar sem stofninn er sameiginlegur, færi ekki yfir það mark á öllu svæðinu. Á síðasta ári voru veidd 9. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | -1 orð

Grindvíkingar muna ekki lélegri vertíð

Grindavík -Humarvertíðin í Grindavík hefur verið með lélegra móti í ár og muna menn reyndar ekki eftir að hún hafi verið svona léleg áður. Þetta hefur haft mikil áhrif á atvinnulífið í Grindavík því humarveiðar hafa verið aðalatvinna sumarsins þar. Léleg byrjun kom öllum á óvart Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 45 orð

HEITUR POTTUR Á HAMPIÐJUTORGINU

GRÁLÚÐUVEIÐIN á Hampiðjutorginu hefur gengið heldur treglega í sumar. Bjartsýnir skipverjar á Guðbjörginni ÍS, þeir Jakob Flosason, Höskuldur Bragason og Sigurður Sverrir Svavarsson, notuðu snapið og góða veðrið, fylltu fiskikar af heitum sjó og skelltu sér í bað í sólinni. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 175 orð

Húsvíkingar kaupa rækjutogara

HÖFÐI HF. á Húsavík hefur fest kaup á grænlenska rækjutogaranum QAASIUK II frá NUUK á Grænlandi og undirritað samning, sem aðeins á eftir að verða staðfestur af viðkomandi stjórnum fyrirtækis, seljenda Qajaq Trawl a.s. Nuuk og kaupanda Höfða hf. á Húsavík. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 223 orð

Hörmung á humarvertíð

HUMARVERTÍÐIN hefur brugðist. Ástæðan er frestun vertíðar og verkfall á besta veiðitíma og eftir það hefur veiðin einnig reynst lakari en undanfarin ár. Hjá Borgey í Hornafirði er búist við að aðeins 20% aflans á síðasta ári náist og er talað um að útflutningsverðmæti upp á hundruð milljóna fari forgörðum. Í Grindavík hefur léleg veiði mikil áhrif á atvinnu skólafólks. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 572 orð

Mælirinn er fullur

ÞÆR ERU með ýmsu móti sendingarnar, sem okkur útgerðarmönnum smábáta berast. Gott dæmi um ósköpin er eftirfarandi kafli úr bréfi frá Fiskistofu: Ágæti útgerðarmaður. Þann 15. júní sl. voru samþykkt á Alþingi lög nr. 83/1995, um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða. Helstu nýmælin, sem varða veiðar krókabáta sérstaklega, eru þau að frá og með því fiskveiðiári er hefst þann 1. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 364 orð

Nótaskip frá Chile á markað hérlendis

B.P. SKIP hf. hafa boðið útgerðarmönnum nýsmíðar á nótaskipum frá Chile í samstarfi við þýska aðila. Skipin eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður í samvinnu við íslenska og þýska aðila og er mögulegt að taka eldri skip upp í sem greiðslu. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 341 orð

Nýjar áherslur í Fiskvinnsluskóla

GERT hefur verið samkomulag við Flensborgarskólann í Hafnarfirði um að hafa umsjón með námi Fiskvinnsluskólans næstu tvö árin sem tilraunaverkefni. "Þetta heitir nýtt nám á sviði fiskiðnaðar og er tveggja ára nám," segir Gissur Pétursson, deildarsérfræðingur í Sjávarútvegsráðuneytinu, sem hefur með mennta- og fræðslumál að gera. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 156 orð

Nýr sölumaður hjá OLÍS hf.

OLÍS ráðið Sigurð Brynjólfsson til starfa við sölu á efnavörum og hreinsiefnum hjá félaginu en Sigurður hefur starfað hjá Sjöfn á Akureyriundanfarin ár. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 158 orð

Rækju- og hörpuskelsúpa

HVAMMSTANGI fagnar um þessar mundir 100 ára verzlunarafmæli. Því er ekki úr vegi að sækja soðninguna þangað, en frá Hvammstanga er nokkur útgerð og fiskvinnsla, aðallega rækjuvinnsla. Á Hvammstanga er veitingahúsið Vertshúsið og þar eldar Gísli Jónsson fyrir matargesti. Soðning dagsins er frá honum komin. Nú býður hann upp á skelfisksúpu, en nægilegt framboð af skelfiski er á Hvammstanga. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 1163 orð

Skipið hækkaði um 80 milljónir króna á ári "Kannski má segja að við höfum verið að kaupa kvóta og fengið ágætis skip í

SOFFANÍAS Cecilsson hf. hefur keypt Silfurnes SF og hefur skipið fengið nafnið Sóley SH 150. Silfurnes hét áður Hrísey og þar áður Harpa. Skipinu fylgja 954 þorskígildistonn og var kaupverðið 283 milljónir króna. Eftir þessi kaup hefur fyrirtækið yfir að ráða um 2.300 þorskígildum. Skipið var keypt frá Hornafirði og er þetta önnur tilraun fyrirtækisins til að kaupa það. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 346 orð

Staðan versnar til muna á mörkuðum

"ÞAÐ GENGUR hjá okkur eins og öðrum," segir Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði. "Þetta er engin vertíð og ástandið er mjög slæmt. Staða okkar versnar til muna á mörkuðum, þegar veiðin hrynur svona eins og í ár. Við gætum verið að tala um nokkur hundruð milljónir króna í töpuðum útflutningstekjum. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 2078 orð

Styrkir starfsemi fyrirtækisins

STARFSEMI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefst á Akureyri síðla sumars undir stjórn Gylfa Þórs Magnússonar, eins af framkvæmdastjórum SH. Fyrst í stað flytur 21 starfsmaður norður og fylgja þeim 24 makar og börn. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 324 orð

Svipuð framleiðsla SH þrátt fyrir verkfall

HEILDARFRAMLEIÐSLA Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrstu sex mánuði ársins var 2% minni en á sama tímabili á síðasta ári. Árið 1994 var metár í sögu SH og voru framleidd 58.655 tonn fyrri helming ársins. Heildarframleiðslan á sama tíma í ár nam 57.375 tonnum. Stjórnendur SH segjast nokkuð ánægðir með þessa útkomu. "Árið í fyrra var eitt besta ár í sögu SH. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 158 orð

Vatnið ekki nógu gott

FISKVINNSLAN í Noregi hefur haft rúmt ár til að uppfylla kröfur EES-samningsins um hreinlæti og annað, sem lýtur að framleiðslunni, en eins og staðan er nú, eru horfur á að mörg fyrirtækjanna verði útilokuð frá Evrópusambandsmarkaðnum þegar fresturinn rennur út um næstu áramót. Meira
26. júlí 1995 | Úr verinu | 1154 orð

"Væri gaman að vera tuttugu árum yngri"

GUÐJÖRG ÍS 46 er án nokkurs vafa eitt glæsilegasta og öflugasta skipið í íslenska fiskiskipaflotanum. Ásgeir Guðbjartsson, eða Geiri á Guggunni eins og hann er gjarnan kallaður, er löngu orðinn landsfrægur aflaskipstjóri en hann hefur verið skipstjóri síðan 1948 og í fjörutíu ár hjá Hrönn hf. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

26. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 39 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 24. júní sl. í Áskirkju í Fellum af sr. Bjarna Guðjónssyni, Anna Heiða Óskarsdóttir og Bergsteinn Brynjólfsson. Með þeim á myndinni eru synir þeirra Óðinn Breki og Emil Atli. Heimili þeirra er í Hafrafelli, Fellum. Meira

Ýmis aukablöð

26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 213 orð

17.30Fréttaskeyti 17.35Leiðarljós

17.30Fréttaskeyti 17.35Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Anna Hinriksdóttir. (195) 18.20Táknmálsfréttir 18.30Draumasteinninn (Dreamstone) Teiknimyndaflokkur um baráttu illra afla og góðra um yfirráð yfir hinum kraftmikla draumasteini. Þýðandi: Þorsteinn Þórhallsson. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 295 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Myndasafnið Filip mús, Forvitni Frikki, Blábjörn, Sammi brunavörður og Rikki. Nikulás og Tryggur Erfiðir tímar. Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Leikraddir: Guðbjörg Thoroddsen og Guðmundur Ólafsson. (47:52) Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 204 orð

Barnastjörnubrask

STÖÐ 2 kl. 21.20 Gamanmyndin Með Mikey (Life with Mikey), sem Stöð 2 sýnir, fjallar um Michael nokkurn Chapman, öðru nafni Mikey. Hann var eitt sinn barnastjarna en lifir nú á fyrri frægð og rekur umboðsstofu fyrir verðandi barnastjörnur ásamt bróður sínum. En Mikey nennir varla að standa í þessu og vildi miklu frekar vera úti með strákunum eða halda "lokuð" hæfnispróf fyrir sætar leikkonur. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 118 orð

Brandarakarl í hálfa öld

SJÓNVARPIÐ kl. 22.05 Gamanleikarinn góðkunni, Billy Crystal, leikur aðalhlutverkið í föstudagsmynd Sjónvarpsins og er jafnframt leikstjóri og framleiðandi. Hann setur sig í spor brandarakarlsins Buddy Young Jr. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 193 orð

Fylgst með lífshlaupi sjö vinkvenna

STÖÐ 2 kl. 20.50 Kvikmyndin Knipplingar fjallar á opinskáan hátt um vinskap sjö kvenna, sigra þeirra og sorgir. Myndin hefst í fertugsafmæli sem vinkonurnar halda fyrir Natalie. En í ljós kemur að Natalie þarf fremur á huggun en gleðilátum að halda því hún er nýbúin að missa vinnuna. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 293 orð

Föstudagur 28.7. OMEGA 7.00 Þi

Föstudagur 28.7. OMEGA 7.00 Þinn dagur með Benny Hinn 7.30 Kenneth Copeland, fræðsluefni 8.00 Morgunstund 8.15 Lofgjörð 10.00 Morgunstund 10.15 Lofgjörð 19.30 Endurtekið efni 20.00 700 Club erlendur viðtalsþáttur. 20. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 743 orð

FÖSTUDAGUR 28. júlí

6.45Veðurfregnir 6.50Bæn Séra Miyako Þórðarson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Hanna G. Sigurðardóttir og Leifur Þórarinsson. 7.30 Fréttayfirlit 7.45 Konan á koddanum Ingibjörg Hjartardóttir rabbar við hlustendur. 8.00Gestur á föstudegi 8. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 118 orð

Georg og félagar

RÁS 2 kl. 14.35 Þeir félagarnir Georg Magnússon og Hjálmar Hjálmarsson halda áfram könnunarleiðangri sínum um mannlegt samfélag og náttúru í skemmtiþætti sínum Þetta er í lagi sem er á dagskrá Rásar 2 á laugardögum klukkan 14.35. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 138 orð

Hasar á heimavelli

SJÓNVARPIÐ kl. 20.40 Í kvöld hefst í Sjónvarpinu ný syrpa í bandaríska gamanmyndaflokknum um Grace Kelly og hamaganginn á heimili hennar. Þegar leiðir skildi með Grace og áhorfendum í febrúar sl. fannst þessari þriggja barna móður hún eiga tvo kosti eftir átta ára hjúskap, að halda áfram í vansælu hjónabandi eða snúa við blaði og hefja nýtt líf í litlum bæ sem einstæð móðir. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 141 orð

Hláturinn lengir lífið

STÖÐ 2 kl. 18.00 Á næstu vikum verða sýndir á Stöð 2 sérstakir þættir þar sem fjallað er um eðli gamanleiksins og það hvernig grínistar koma fólki til að hlæja. Fyrsti þátturinn fjallar um fræg tvíeyki, grínista sem hafa alla tíð starfað tveir og tveir saman og hefðu varla komist af einir síns liðs þótt oft séu þessi sambönd stormasöm. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 294 orð

Laugardagur 29.7. OMEGA 7.00

Laugardagur 29.7. OMEGA 7.00 Morris Cerullo, fræðsla 7.30Kenneth Copeland, fræðsla 16.00Kenneth Copeland 16.30 Orð á síðd. 16.45 Dagskrárkynning 17.00 Hallo Norden 17.30 Kynningar 17.45 Orð á síðd. 18. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 682 orð

LAUGARDAGUR 29. júlí

6.45Veðurfregnir 6.50Bæn Séra Miyako Þórðarson flytur. Snemma á laugardagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 8.55 Fréttir á ensku 9. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 126 orð

Leifturdans

STÖÐ 2 kl. 21.05 Síðasta þemamynd mánaðarins á Stöð 2 er Leifturdans (Flashdance) frá 1983. Myndin fjallar um Alex Owens sem túlkar mannlífsmyndir úr stórborginni í sínum sérstaka leifturdansi. Hún er hæfileikarík en á við ofurefli að etja. Hana dreymir um að verða atvinnudansari en flest er henni mótdrægt. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | -1 orð

Riddarar hafsins

SJÓNVARPIÐ kl. 19.00 Líffræðingar nefna þá Homarus Gammarus, sælkerar kysu eflaust fremur að tala um hnossgæti þegar humar ber á góma, þennan kunna íbúa sjávarbotnsins. Lifandi er hann svartur eða brúnn, jafnvel dimmblár en rauður þegar kemur að matseldinni. Tegundir hans eru um 8.000 og margar í útrýmingarhættu því veruleg hætta er á ofveiði vegna mikillar eftirspurnar eftir humarfiski. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 259 orð

Sunnudagur 30.7. OMEGA 14.00

Sunnudagur 30.7. OMEGA 14.00 Benny Hinn 15.00 Biblíulestur 15.30 Lofgjörðartónlist 16.30 Prédikun frá Orði lífsins 17.30 Livets Ord/ Ulf Ekman 18.00 Lofgjörðartónlist 20.00 Praise the Lord, blandað efni 22. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 681 orð

SUNNUDAGUR 30. júlí

8.07Morgunandakt: Séra Birgir Snæbjörnsson flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni -Rondó í C-dúr K 373 fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Itzhak Perlman leikur með Fílharmóníusveit Vínarborgar; James Levine stjórnar. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 310 orð

ö16.45Nágrannar 17.10Glæstar vonir 17.30Myrkfæl

17.10Glæstar vonir 17.30Myrkfælnu draugarnir 17.45Frímann 17.50Ein af strákunum 18.15Chris og Cross (4:6) 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 Fréttir og veður 20. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 500 orð

ö9.00Í bangsalandi 9.25Dynkur

9.25Dynkur 9.40Magdalena 10.05Í Erilborg 10.30T-Rex 10.55Úr dýraríkinu 11.10Brakúla greifi 11.35Unglingsárin (Ready or Not III) (4:13) 12.00Íþróttir á sunnudegi 12. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | 456 orð

ö9.00Morgunstund 10.00Dýrasögur 10.15

10.00Dýrasögur 10.15Trillurnar þrjár 10.45Prins Valíant 11.10Siggi og Vigga 11.35Ráðagóðir krakkar (Radio Detectives II) (10:26) 12.00Sjónvarpsmarkaðurinn 12. Meira
26. júlí 1995 | Dagskrárblað | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Vegamót Er tunglið úr osti? Þýðandi: Nanna Gunnarsdóttir. Leikraddir: Hallmar Sigurðsson og Ólöf Sverrisdóttir. (7:20) Söguhornið Hulda Runólfsdóttir segir sögu. Teikningar eftir Guðnýju Björgu Richards. (Frá 1986.) Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.