Greinar fimmtudaginn 10. ágúst 1995

Forsíða

10. ágúst 1995 | Forsíða | 170 orð

Ástralar rannsaka "stolnu kynslóðina"

ÁSTRALAR hófu í gær rannsókn á viðtækum tilraunum ástralskra stjórnvalda til að láta frumbyggja landsins samlagast siðum og háttum meirihlutans með því að splundra fjölskyldum og taka börn frá foreldrum sínum. Stefna þessi var við lýði allt fram á miðjan sjöunda áratuginn. Meira
10. ágúst 1995 | Forsíða | 143 orð

Gervitungl sögð gefa góða raun

SPÁNVERJAR hafa hert eftirlit með fiskveiðiflota sínum með því að nýta gervitungl sem staðsetja nákvæmlega einstaka báta, sögðu eftirlitsmenn í gær að kerfið hefði gefið góða raun. Spánverjar komu fyrir gervitunglabúnaði í 124 fiskibátum í lok maí í samræmi við átaksverkefni Evrópusambandsins. Nú eru þeir að rannsaka hversu nytsamleg þessi nýja tækni er. Meira
10. ágúst 1995 | Forsíða | 530 orð

Serbar hóta að beita valdi sæki Króatar áfram

UPPREISNARMENN Serba í Króatíu afhentu friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í gær vopn sín og bættust í hóp flóttamanna, sem streyma nú tugþúsundum saman frá Krajina-héraði. Bardögum er þar með að mestu lokið í Króatíu, en hæpið er að friður náist þar sem áður var Júgóslavía. Utanríkisráðherra Serbíu hótaði í gær að beita valdi léti her Króata ekki staðar numið. Meira
10. ágúst 1995 | Forsíða | 180 orð

Velferðarvíxillinn framlengdur

FRANSKA stjórnin hefur á prjónunum risastórt útboð á ríkisskuldabréfum í því skyni að fjármagna hallann á velferðar- eða tryggingakerfinu. Á jafnframt að freista þess að stokka kerfið upp og einfalda en útgjöld til þess vaxa stöðugt og það verður æ þyngri byrði á ríkissjóði. Upphaflega átti tryggingakerfið að standa undir sjálfu sér með sínum föstu tekjuþáttum. Meira

Fréttir

10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

5 km hlaup Sri Chinmoy

5 KM hlaup Sri Chinmoy fer fram í kvöld og hefst kl. 20 við Ráðhús Reykjavíkur. Keppt verður í flokkum karla og kvenna 49 ára og yngri og 50 ára og eldri. Allir þátttakendur fá verðlaunapening en veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og auk þess fá 7 fyrstu karlar og konur sérstök verðlaun. Þátttökugjald er 500 kr. og hefst skráning kl. 18.30 við Ráðhúsið. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 800 orð

AF ÍSLENSKU EINKALÍFI

Leikstjóri og handritshöfundur: Þráinn Bertelsson. Framleiðendur: Þráinn Bertelsson og Friðrik Þór Friðriksson. Hljóðupptaka: Þorbjörn Erlingsson. Hljóðhönnun: Kjartan Kjartansson. Búningar og förðun: Guðrún Þorvarðardóttir. Leikmynd: Guðjón Sigmundsson. Klipping: Steingrímur Karlsson. Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Lýsing: Guðmundur Bjartmarsson. Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 45 orð

Andóf gegn erlendum neysluvörum

ÞJÓÐERNISSINNAÐIR hindúar bera eld að auglýsingaspjaldi með mynd af Pepsi-flösku í Nýju Delhi í gær. Hófu þeir þar herferð gegn fjölþjóðafyrirtækjum sem selja erlendar neysluvörur á Indlandi. Segja þjóðernissinnarnir að erlendar vörur séu ógnun við pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði Indlands. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 296 orð

Atvinnuþátttaka eldri karla hefur minnkað síðustu ár

ATVINNUÞÁTTTAKA karla á aldrinum 65­74 ára minnkaði úr 64% í 48% á tveimur árum frá árinu 1992 til 1994 að því er fram kemur í nýútkomnu yfirlitsriti Hagstofu Íslands um vinnumarkaðinn á árinu 1994. Fram kemur að þetta skýri að mestu lítilsháttar minnkandi atvinnuþátttöku karla í heild. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 742 orð

Ágreiningur tafði ekki ákvarðanir

SIGRÍÐUR Hrönn Elíasdóttir fyrrverandi sveitarstjóri og formaður almannavarnanefndar í Súðavík kveðst telja að gagnrýni Rögnu beinist fremur að almannavarnarkerfinu í heild sinni og uppbyggingu þess en einstaklingum. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Batman-leikur Gátumannsins

DREGIÐ hefur verið í Batman-leik Gátumannsins sem birtist í sérblaðinu Dagskrá fimmtudaginn 27. júlí sl. Nöfn 100 krakka voru dregin út og fá þeir á næstu dögum í pósti frá Sam-bíóunum miða sem gildir fyrir tvo á kvikmyndina Að eilífu Batman, sem sýnd er í Sam-bíóunum, Nýja Bíói í Keflavík og Borgarbíói á Akureyri. Einnig fá allir krakkarnir húfu eða bol. Rétt svör voru: 1. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 910 orð

Deilt um iðgjöld tryggingafélaganna

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda vísaði þeim skýringum tryggingafélaganna á bug í gær að iðgjöld af ökutækjum væru 50-100 prósent hærri á Íslandi en á Norðurlöndum vegna hærri slysatíðni og slysabóta hér á landi. "Við sættum okkur ekki við að Íslendingar þurfi að greiða svona há iðgjöld. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 255 orð

Deilt um vatn og öryggismál

SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Palestínumanna á hernumdu svæðunum, héldu í gær áfram viðræðum í Taba í Egyptalandi og var talið líklegt að samkomulag næðist í gærkvöldi. Deilt er um framvæmd samninganna um aukna sjálfsstjórn Palestínumanna og segir Peres að erfiðustu viðfangsefnin séu vatnsréttindi og öryggismál. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Drukknaði í Laugardalslaug

LITLA telpan, sem drukknaði í Laugardalslaug á mánudag, hét Anna Sophie Find. Hún var þriggja ára, búsett í Dragør í Danmörku. Telpan kom með móður sinni og bróður hingað til lands á sunnudag, til að hitta föður sinn. Hann er skipverji á danska rannsóknarskipinu Thetis, sem liggur í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt upplýsingum skipherrans heldur fjölskyldan af landi brott í dag. Meira
10. ágúst 1995 | Miðopna | 1250 orð

Dybkjær vill Noreg og Ísland inn

LONE Dybkjær, einn af fulltrúum Dana á þingi Evrópusambandsins (ESB, eiginkona Poul Nyrups Rasmussens forsætisráðherra og sjálf fyrrverandi ráðherra, flutti fyrirlestur um reynslu sína af þingstörfunum í Norræna húsinu á þriðjudag og svaraði fyrirspurnum. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 274 orð

Eitur í tebolla eða símtóli?

HÓPUR áhrifamanna í rússnesku viðskiptalífi hratt í gær af stokkunum leit að morðingja Ívans Kíveledís, sem var formaður samtaka þeirra. Mennirnir segjast ekki bera neitt traust til lögreglunnar, sem "er of hrædd við samkeppnina til að aðhafast nokkuð eða í of miklum tengslum við undirheimalýðinn," eins og talsmaður hópsins sagði. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 789 orð

Engum mismunað við úthlutun

JÓNAS Þórisson ritari stjórnar Samhugar í verki vísar á bug gagnrýni þeirri sem birtist í grein Rögnu Aðalsteinsdóttur í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, og segir að sjóðsstjórn hafi unnið eftir bestu samvisku og án utanaðkomandi þrýstings. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 274 orð

ESB þrýstir á símavernd

HJÁ RÁÐHERRARÁÐI Evrópusambandsins er nú til umfjöllunar ný tilskipun um vernd símaleyndar. Eftir langan aðdraganda gekk fyrir skömmu í gildi ESB-tilskipun um almenna upplýsingavernd. Að sögn embættismanna í Brussel þrýsta Spánverjar, sem nú eru í forsæti fyrir ESB, á um að gengið verði frá skyldri löggjöf, sem nái yfir vernd símaleyndar. Meira
10. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Ferð á Hreppsendasúlur Ferð á Hreppsendasúlur

SKIPULÖGÐ gönguferð upp á Hreppsendasúlur verður farin næsta laugardag, 12. ágúst. Farið verður af stað frá Hreppsendaá kl. 11.00. Þetta er þriðja ferðin í röð skipulegra gönguferða sem Ferðamálaráð Ólafsfjarðar og Skíðadeild Leifturs standa fyrir á þessu sumri. Hreppsendasúlur eru í 1.057 metra hæð yfir sjávarmáli og er útsýni þaðan afar gott. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 181 orð

Fischler segir Austurríki ekki ná sér á strik

FRANZ Fischler, Austurríkismaðurinn sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir Austurríki ekki hafa náð sér á strik sem aðildarríki Evrópusambandsins. Fischler segir í viðtali við austurríska dagblaðið Kurier að Austurríki hrjáist af pólitískum deilum innanlands, og þær verði að leysa til þess að ríkið geti tekið sér forystuhlutverk í ESB. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 323 orð

Frjómælingar í júlí

NIÐURSTÖÐUR frjómælinga í júlí liggja nú fyrir. Þær eru sýndar í töflu hér á eftir ásamt hliðstæðum gildum fyrir sumarið 1988­1994. Tölurnar tákna fjölda frjókorna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í júlímánuði. Hér eru aðeins teknar með helstu tegundir. Undir "annað" falla nítján mismunandi frjógerðir. Frjómagn í Reykjavík í júlí (frjó/m) Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 206 orð

Frumbyggjar atyrða Frakka

FORSÆTISRÁÐHERRA Ástralíu, Paul Keating, og helst leiðtogi frumbyggja í landinu, fordæmdu í gær ritstjóra franska blaðsins Le Figaro fyrir að segja mótmæli Ástrala við því að Frakkar efni til kjarnorkutilrauna í Suður-Kyrrahafi tilraun til að bæta fyrir "þjóðernishreinsanir" á frumbyggjum. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Garðskagaveg ur samþykktur

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða lagningu Garðskagavegar eftir að hafa farið yfir gögn sem lögð voru fram af hálfu framkvæmdaraðila og lagt mat á hugsanleg umhverfisáhrif. Framkvæmdin felur annars vegar í sér lagningu vegar, Garðskagavegar milli hringtorga, sem liggja mun milli Reykjanesbrautar og núverandi vegar til Garðs með tveimur hringtorgum, Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 368 orð

Geta loks hætt sér út úr húsi

MIKILL fögnuður ríkir í Bihac, griðasvæði múslima í Norðvestur- Bosníu. Umsátri Serba um svæðið og borgina í þrjú löng ár er lokið og fólk getur aftur hætt sér út úr húsi án þess að óttast byssukúlu ofan úr hæðunum. "Þetta er í fyrsta sinn í langan, langan tíma, að fólk getur gengið um áhyggjulaust," segir maður nokkur og bendir á rústir og skemmd hús allt um kring. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hafði mök við sofandi konu

KONA kærði nauðgun í Hafnarfirði um helgina. Maður sem handtekinn var vegna málsins hefur játað að hafa haft mök við konuna sofandi. Maðurinn hafði ekið konunni og sambýlismanni hennar heim af dansleik. Eftir að sambýlisfólkið var sofnað vaknaði konan við það að maðurinn var að hafa mök við hana. Gerningsmaðurinn flúði af staðnum en lögregla handtók hann á sunnudag. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hátíð tveggja Alþýðubandalagsfélaga

Alþýðubandalagsfélögin á Suðurlandi og Reykjanesi gangast fyrir sumarhátíð fyrir alla fjölskylduna 12.­13. ágúst að Laugarvatni. Dagskrá hefst kl. 14 á laugardeginum með gönguferð um nágrenni Laugarvatns undir leiðsögn Hreins Ragnarssonar. Á sama tíma verða leikir fyrir börn. Hátíðin verður formlega sett kl. 17.30 með ávörpum og kl. 19 verður sest að málsverði. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Hjólað í kringum gamla Seltjarnarnesið

ÁHUGAFÓLK um almenningshjólreiðar í borgarlandinu stendur fyrir könnunarferð á aðstæðum til að hjóla eins og kostur er með ströndinni umhverfis gamla Seltjarnarnesið. Öllum er heimilt að taka þátt í þessu og hjóla alla leiðina eða hluta hennar með vönum hjólreiðamanni. Ekkert þátttökugjald. Mæting er kl. 20 í kvöld, fimmtudagskvöld, í porti Hafnarhússins við Tryggvagötu. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hlini Kóngssonur í Ævintýra- Kringlunni

FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir í dag, fimmtudaginn 10. ágúst, kl. 17 leiksýninguna um Hlina Kóngsson í Ævintýra-Kringlunni. Sýningin er einföld í uppsetningu en markmiðið er að virkja ímyndunarafl barnanna. Leikmynd og búningar eru í lágmarki en leikararnir leika sjálfir tré, steina og margt fleira. Miðaverð á leiksýninguna er 450 kr. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 264 orð

Hlutur í Andakílsárvirkjun seldur Akranesi

BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar samþykkti í gær samhljóða að selja Akranesbæ 26,45% hlut sveitarfélagsins í Andakílsárvirkjun fyrir um 120 milljónir króna. Að sögn Guðmundar Guðmarssonar, forseta bæjarstjórnar Borgarbyggðar, eiga allir aðrir eigendur virkjunarinnar, sem eru þrettán sveitarfélög í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, forkaupsrétt að hlutnum, en ekki er búizt við að þau nýti hann. Meira
10. ágúst 1995 | Miðopna | 567 orð

"Hvort eð er í lyfja-vímu"

MORGUNBLAÐIÐ hafði tal af móður 24 ára manns sem vistaður er á Kleppi vegna geðklofa en hún vill ekki láta nafns síns getið. "Hann er það veikur að hann var lagður inn á aðra deild, sem ég tel ekki til batnaðar. Á deild 12, þar sem hann var, er leitast við að aðstoða fólk til sjálfshjálpar. Nú er búið að ráðstafa honum inn á aðra deild þar sem er fullorðið fólk og langdvalarsjúklingar. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 293 orð

Hyggjast efla samstarf sitt

"ÞAÐ VAR tími til kominn að við hittumst," varð Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í Reykjavík að orði þegar hún hitti embættissystur sína í Ráðhúsinu í gær, Lisbeth L. Petersen, býráðsformann Þórshafnar í Færeyjum. Býráðsformaðurinn, sem einnig situr á lögþingi Færeyja, gerði stuttan stans í Reykjavík á leið sinni til Julianehåb í Grænlandi á fund vestnorræna þingmannaráðsins. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

Iðja hefur greitt frá árinu 1985

SJÚKRASJÓÐUR Iðju, félags verksmiðjufólks, hefur frá árinu 1985 greitt dagpeninga í allt að 30 daga vegna veikinda barna, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur sjúkrasjóður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur haft þennan hátt á frá 1. júlí síðastliðnum. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 271 orð

JAKOB FRÍMANNSSON

JAKOB Frímannsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri KEA og heiðursborgari Akureyrar, lést þann 8. ágúst síðastliðinn á Akureyri, 95 ára að aldri. Jakob fæddist þann 7. október árið 1899 á Akureyri og var hann sonur hjónanna Frímanns Jakobssonar trésmíðameistara og Sigríðar Björnsdóttur. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 54 orð

Jerry Garcia látinn

JERRY Garcia, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar Grateful Dead, lést á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í San Francisco fundu starfsmenn eiturefna- og áfengismeðferðarheimilis í Kaliforníu lík Garcias skömmu fyrir miðnætti. Garcia, sem var 53 ára að aldri, þjáðist af sykursýki og hafði átt við heilsuleysi að stríða undanfarin ár. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 1222 orð

Kalla þurfti tvisvar á sjúkrabíl

KRISTJÁN Ögmundsson, forstöðumaður Laugardalslaugarinnar, sem var í fríi þegar slysið átti sér stað, sagðist ekki telja að þrjá laugarverði þyrfti til að gæta laugarinnar eins og kom fram í máli Herdísar Storgaard í Morgunblaðinu í gær. Meira
10. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 616 orð

Kálfar af tveimur nýjum holdanautakynjum í Hrísey

Í HRÍSEY eru fæddir kálfar undan tveimur nýjum holdanautakynjum, sem hingað eru komnir með fósturvísaflutningum frá Danmörku. Fyrir um þremur mánuðum fæddust tvö naut af Aberdeen Angus-kyni og mánuði seinna fæddust átta kálfar af Limousin-kyni. Landssamband kúabænda sér nú um Sóttvarnastöðina í Hrísey og kallar hana nautastöð Landssambands kúabænda. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Kertum fleytt gegn kjarnorku

KERTUM var fleytt á Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi, þegar þess var minnst að í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 525 orð

Komast ekki áfram á yfirfullum vegunum

VANDAMÁLIN vegna flóttamannastraumsins í Bosníu versnuðu enn í gær þegar fólk komst ekki lengur leiðar sinnar á yfirfullum vegum í steikjandi sólarhita. Liggur leið flestra til Banja Luka á yfirráðasvæði Serba en þar búa einnig Króatar og múslimar. Eru mörg dæmi um, að þetta fólk sé nú einnig komið á vergang þar sem það hefur verið rekið burt til að rýma fyrir serbnesku flóttamönnunum. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Landverðir mótmæla lagningu Fljótsdalslínu

LANDVERÐIR í Herðubreiðarlindum ætla í dag að reisa þrjú 3 metra há stauravirki með línum á milli í Neðra-Lindahvammi, í því skyni að mótmæla fyrirhugaðri lagningu Fljótsdalslínu 1 frá Fljótsdalsvirkjun í Fljótsdal að Veggjafelli í Ódáðahrauni. Meira
10. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 267 orð

Lestarferð á hestum

Vaðbrekku, Jökuldal-Lestarferð á hestum var farin frá torfbænum á Sænautaseli út á Vopnafjörð á dögunum. Lestarferðin var farin í tengslum við Vopnaskak, en liður í þeirri hátíð var Burstarfellsdagur sem er búdagur á Burstarfelli en lestarferðin áði þar. Meira
10. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 177 orð

Listasumar

TÓNLEIKAR verða á vegum Klúbbs Listasumars og Karólínu í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. ágúst og hefjast þeir kl. 22.00 Fram koma þeir Hilmar Jensson, gítarleikari, Chris Speed saxófónleikari og Jim Black trommuleikari. Chris og Jim eru Íslendingum að góðu kunnir og hafa þrisvar áður leikið hér á landi, síðast á RúRek '94. Meira
10. ágúst 1995 | Miðopna | 937 orð

MANNÚÐIN KOSTAR PENINGA

FJÁRMAGN til launagreiðslna vegna hjúkrunar á geðdeild Landspítala hefur verið dregið saman um um 6-7% ár hvert frá 1992 og telur Þórunn S. Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri að með áframhaldandi niðurskurði á fjármunum sé verið að hverfa nokkra áratugi aftur í tímann í geðheilbrigðisþjónustu. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 250 orð

Milljónum tonna af grænmeti og ávöxtum fargað

RÚMLEGA þremur milljónum tonna af ávöxtum og grænmeti var fargað í Evrópusambandsríkjunum á árabilinu 1992-1993 á grundvelli hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu. Þar af var um milljón tonn af eplum. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Opin áheyrnarprufa á morgun

HÆFILEIKAPRUFA fyrir skemmtidagskrána Dínó lifir enn - Dean Martin hátíð sem fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum 17. ágúst nk. fer fram föstudaginn 11. ágúst kl. 16 í Þjóðleikhúskjallaranum. Skipuleggjendur hátíðarinnar leita að listafólki sem lagt getur lið við að heiðra þennan mikilsvirta söngvara, leikara og spéfugl. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 369 orð

Óskað eftir viðræðum um heimildir til verktöku

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands hefur fyrir hönd Íslenska álfélagsins óskað eftir viðræðum við fulltrúa starfsmanna í álverinu í Straumsvík um heimildir til verktöku ákveðinna þátta í starfsemi álversins ef til stækkunar þess kemur. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Rómantískur göngutúr forsætisráðherrahjónanna

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana og eiginkona hans Lone Dybkjær fóru í rómantíska gönguferð um hraunið í Dimmuborgum í skoðunarferð sinni um Norðurland í gær. Hér haldast þau í hendur við "dyr" kirkjunnar í Dimmuborgum. Aflýsa þurfti ferð hjónanna til Vestmannaeyja í gærmorgun vegna veðurs. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Samið um neyðarnúmer

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að ganga til samstarfs við Slökkvilið Reykjavíkur, Slysavarnafélag Íslands, Securitas hf., Vara hf. og Sívaka hf. um rekstur neyðarsímanúmers, en fyrrgreindir aðilar hafa lagt fram tilboð í rekstur slíkrar þjónustu. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 380 orð

Samstaða vill sameiningu

PÓLSKA stéttarfélagið Samstaða hefur hvatt hina sundruðu hægriflokka landsins til að sameinast um einn frambjóðanda í forsetakosningunum í haust til að koma í veg fyrir að fyrrum kommúnisti vinni sigur. Stjórn Samstöðu hefur ákveðið að styðja einungis einn frambjóðanda í kosningunum. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 443 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

PÁLL ÓSKAR og MILLJÓNAMÆRINGARNIR halda stórdansleik í Perlunni laugardagskvöld. Þetta er síðasti dansleikur Páls Óskars með Milljónamæringunum en við af honum tekur portúgalski söngvarinn Numo og verður hann kynntur til leiks þetta kvöld. Meira
10. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 268 orð

Skilaboðin frá Nagasaki

TOMIICHI Murayama, forsætisráðherra Japan, leggur blómsveig að Friðarstyttunni, minnismerki um fórnarlömb atómsprengjunnar sem varpað var á japönsku borgina Nagasaki 9. ágúst 1945. Að baki Murayamas eru ættingjar fórnarlambanna. Minningarathöfn fór fram í Nagasaki í gær. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 178 orð

Skotið upp í loft

TEYGJUSKOT heitir nýtt afbrigði af teygjuhoppi (bungi jump) sem landsmenn fengu fyrst að reyna á tónlistarhátíðinni Uxa '95 á Kleifum við Kirkjubæjarklaustur. Teygjuskoti má líkja við teygjustökk. Sams konar teygju og notuð er í teygjuhoppi er krækt í þátttakanda sem stendur á jörðunni. Því næst er strekkt á teygjunni og eftir að búið er að ná fullri spennu er losað um þátttakandann. Meira
10. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 273 orð

Skógardagur í Kjarnaskógi

SKÓGARDAGUR verður haldinn í Kjarnaskógi á laugardag, 12. ágúst næstkomandi og hefst dagskráin við Kjarnakot kl. 14.00 þegar þar verður opnuð skógræktarsýning sem opin verður allan daginn. Fjölmargt verður í boði á skógardeginum og mun formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, Vignir Sveinsson m.a. kynna dagskrána í ávarpi sínu í upphafi skógardagsins eða kl. 14.15. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 200 orð

Skógarferð í Heiðmörk

SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands heldur upp á skógræktardaginn 12. ágúst næstkomandi í tengslum við náttúruverndarár Evrópu 1995, sem Íslendingar eru þátttakendur í. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem skógræktarfélögin halda sameiginlegan skógræktardag og verður boðið upp á skipulagða dagskrá á 32 stöðum víðs vegar um land. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Slysið í Kjós í rannsókn

RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík vinnur að rannsókn banaslyssins sem varð við Meðalfell í Kjós sl. föstudag þar sem fimm ára telpa lést þegar húsbíll valt. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var bíllinn aðeins skráður fyrir einn farþega auk ökumanns og var ekki í honum öryggisbúnaður fyrir aðra en ökumann og farþega í framsæti. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 694 orð

Spennandi og ögrandi verkefni eru framundan

GUÐMUNDUR Einarsson verkfræðingur tekur við sem framkvæmdastjóri kísilmálmframleiðslu Elkem í Noregi 1. september næstkomandi. Elkem er stærsti framleiðandi kísilmálms í heiminum með 25-30% markaðarins. Sú deild fyrirtækisins sem Guðmundur kemur til með að stýra veltir um 13 milljörðum á ári. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Starfsfólk Alþingis fær 9,5% hækkun

NÝR kjarasamningur forsætisnefndar Alþingis við félög starfsmanna Alþingis og Ríkisendurskoðunar hefur verið undirritaður. Í honum felst 9,5% launahækkun og gildir hann til 30. júní 1997. Karl M. Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis, sagði samninginn mjög í anda samninga fjármálaráðherra við ýmis félög ríkisstarfsmanna. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Stöðvaður á 141 km hraða

LÖGREGLUMENN á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast um helgina líkt og kollegar þeirra víðsvegar um landið. Haldið var uppi stöðugu eftirliti á þjóðvegum Vestfjarða auk þess sem sérstakt eftirlit var með þeim stöðum sem auglýst höfðu dansleikjahald. Lítið var um umferðaróhöpp á Vestfjörðum þrátt fyrir að töluvert hafi verið um hraðakstur. Meira
10. ágúst 1995 | Miðopna | 35 orð

Sumarlokanir 1995

Eins og áður: Deild 166 vikurDeild 2552 vikurDeild 33A6 vikurDagdeild barna og ungl.6 vikurLegudeild barnalokuð um helgarIðjuþjálfun Landspítala6 vikurViðbótalokanir vegna niðurskurðar 1995 Deild 126 vikurDeild 266 vikurDeild 33C6 vikurLegudeild barna6 vikurIðjuþjálfun Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 751 orð

Sveitarstjórinn segir hreinsunarstarf hafa verið nauðsynlegt

NAUÐSYN var á að hreinsa til í Súðavík eftir flóðið með þeim hætti sem gert var, enda lá flóðið á helstu og einu samgönguæð staðarins að sögn Jóns Gauta Jónssonar sveitarstjóra Súðavíkur, aðspurður um gagnrýni Rögnu Aðalsteinsdóttur á sk. Langeyrarhaug. Hann innihélt meðal annars muni úr húsum þeirra sem fórust í flóðinu. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 632 orð

Úr dagbók lögreglunnar

AÐ VENJU var viðbúnaður mikill fyrir þessa miklu ferðahelgi. Umferðareftirlit eins öflugt og kostur var, enda á annað hundrað kærur eftir þessa fjóra daga, auk þeirra sem lögregla hafði tal af, án þess að leggja fram kæru eða formlega áminningu. Þar af voru 17 teknir grunaðir um ölvun við akstur, en einn þeirra lenti í umferðaróhappi, þó án þess að nokkur meiddist. Meira
10. ágúst 1995 | Smáfréttir | 49 orð

ÚTISKÁKMÓT Skákfélags Hafnarfjarðar verður haldið laugardaginn 12. ág

ÚTISKÁKMÓT Skákfélags Hafnarfjarðar verður haldið laugardaginn 12. ágúst kl. 13. Mótið mun fara fram að Fjarðargötu 13­15 við verslunarmiðstöðina Miðbæ, Hafnarfirði. Verði ekki hægt að tefla úti verður mótið flutt inn í verslunarmiðstöðina. Aðalfundur Skákfélagsins verður síðan sunnudaginn 13. ágúst kl. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Varnarlið sagt brjóta samninga

KRISTJÁN Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis fullyrðir að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hafi virt að vettugi úrskurð kaupskrárnefndar þess efnis að laun þungavinnuvélamanna verði leiðrétt í samræmi við kjarasamninga sem gerðir voru í febrúar. Meira
10. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 55 orð

Veðurblíða í Öræfum um verslunarmannahelgina

Hnappavöllum-Mikil veðurblíða var í Öræfum um verslunarmannahelgina eins og víða á landinu. Var þar því mikill ferðamannastraumur þó ekki væri nein útihátíð. Alls borguðu 4600 manns fyrir gistingu í þjóðgarðinum í Skaftafelli yfir helgina en það er algjört aðsóknarmet. Auk þess var mikill fjöldi á tjaldstæðum annars staðar í sveitinni. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Verkfall boðað 25. ágúst

STJÓRN og trúnaðarmannaráðs verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði samþykkti í gærkvöldi að boða til verkfalls, sem hefst á miðnætti 25. ágúst, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Innan vébanda Framtíðarinnar eru um 200 konur, starfsstúlkur á Sólvangi, St. Jósefsspítala og Hrafnistu. Meira
10. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 147 orð

Vopnaskak með íslenskuna að vopni

Vopnafirði-Mikið fjölmenni, eða um 500 manns, mætti á hagyrðingamót sem haldið var í íþróttahúsinu á Vopnafirði og voru margir komnir langt að, bæði austan af fjörðum og norðan úr landi. Meira
10. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 235 orð

Öllum fastráðnum konum sagt upp

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Ritur hf. á Ísafirði hefur fest kaup á nýrri forhreinsivél fyrir rækju, eða svokölluðum "kvennabana" og hefur öllu fastráðnu kvenfólki hjá fyrirtækinu verið sagt upp störfum í kjölfar þessarar ákvörðunar. Ráðgert er að hin nýja vél verði tekin í notkun í innan tveggja mánaða. Tvær sambærilegar vélar munu þegar vera komnar í notkun við Djúp, hjá Básfelli hf. Meira

Ritstjórnargreinar

10. ágúst 1995 | Leiðarar | 944 orð

Farsinn í Höfða

leiðari Farsinn í Höfða F MARKA má viðbrögð ýmissa stuðningsmanna núverandi borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík er engu líkara en það teljist til einskonar helgispjalla að gagnrýna ákvarðanir hans, svo að ekki sé nú talað um stjórnunarhætti borgarstjórans sjálfs. Meira
10. ágúst 1995 | Staksteinar | 330 orð

Samtrygging

Samtök atvinnurekenda og launþega hafa verið ófeimin við að lýsa andstyggð sinni á fyrirhugaðri endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu. Þetta segir í grein í Vísbendingu. Umbætur Greinin í Vísbendingu ber fyrirsögnina "Samtrygging í hættu". Þar segir m.a. Meira

Menning

10. ágúst 1995 | Bókmenntir | 627 orð

Af Skógargerðisfólki

Ritstjóri og aðalhöfundur:Indriði Gíslason.Þjóðsaga hf, 1995 - 416 síður. Í MÖRG undanfarin ár hefur mikið komið á prent af ættfræðiritum, einkum niðjatölum, enda eru það vinsælar bækur. Langsamlega flest eru niðjatölin og hafa þau færst í allmjög staðlað form, veglegar bækur með miklu af myndum. Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 519 orð

Á leið til Jerúsalem

Ýmis kórlög og þjóðlagaútsetningar. Hamrahlíðarkórinn u. stj. Þorgerðar Ingólfsdóttur. Háteigskirkju, laugardaginn 5. ágúst. YNGRI deild Hamrahlíðarkórsins, er samanstendur af 63 félögum á aldrinum 16-23 ára, mun á förum til Ísraels sem fulltrúi Norðurlanda á alþjóðlega kóramótið Zimriya. Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 829 orð

Breytt ásýnd hlutanna Finnlandssænski rithöfundurinn Christer Kihlman segir að heimspólitískar hræringar síðastliðin ár hafi

"ÞEGAR ég var ungur hafði ég háleitar hugmyndir um hlutverk höfundarins. Ég taldi að hann gæti haft áhrif á þjóðfélagið, gæti breytt heiminum en nú hef ég misst trúna á það. Höfundurinn verður sífellt óþarfari í samfélaginu." Það er finnlandssænski rithöfundurinn, Christer Kihlman, sem lýsir þannig skoðun sinni á hlutverki höfundarins í þjóðfélaginu. Meira
10. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 181 orð

Cyndi í sviðsljósið á ný

CYNDI Lauper er komin í sviðsljósið aftur eftir margra ára þögn. Hún gerði garðinn frægan á síðasta áratug með lögum eins og "Girls Just Want to Have Fun", "Time after Time" og "True Colours" og var henni og Madonnu gjarnan stefnt saman. Árið 1985 voru þær stöllur t.d. á forsíðu vikuritsins "Newsweek" þar sem því er spáð að Cyndi verði stjarna en Madonna eins smells kona. Meira
10. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 82 orð

Elvis lifir!

AÐDÁENDUR Elvis Presleys koma, svo þúsundum skiptir, til Memphis á ári hverju til að minnast rokkkóngsins en hann lést 16. ágúst fyrir átján árum. Búist er við að um 40 þúsund manns heiðri minningu hans að þessu sinni. Meira
10. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 85 orð

Hasarmyndir skopstældar

TIL stendur að gera skopstælingu af hasarbíómyndum á borð við "Die Hard" og James Bond myndirnar. Leslie Nielsen, Nicolette Sheridan og Andy Griffith verða í aðalhlutverkum en auk þess eru uppi hugmundir um að fá Elizabeth Hurley til að leika hlutverk í myndinni. Myndi hún þá túlka persónu sem líktist Miss Moneypenny úr James Bond myndunum en fær nafnið Miss Demeanor. Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 732 orð

Heimskórinn á Listahátíð

JAN Jensen, formaður og stofnandi World Festival Qhoir eða Heimskórsins, var staddur hér á landi nýlega til viðræðna og undirbúnings tónleika kórsins á Listahátíð í Reykjavík næsta sumar. Blaðamaður hitti hann og Steinar Birgisson að máli af þessu tilefni en Steinar og kona hans Hafdís Magnúsdóttir eru talsmenn og stofnendur kórsins hér á landi. Meira
10. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 82 orð

Hver fær milljónirnar?

ANNA Nicole Smith, fyrrum Playboystúlka, stendur í ströngu þessa dagana. Stjúpsonur hennar E. Smith Marshall gerir tilkall til eigna nýlátins föður síns og hefur hann, ásamt eiginkonu sinni, varið drjúgum hluta ársins í að fá staðfestingu dómstóla á erfðarétti sínum. Ekkjan unga giftist margmilljónernum J. Howard Marshall í júní í fyrra. Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Ísraelskur hönnuður

SÝNING á verkum ísraelska listhönnuðarins Yaron Ronen verður opnuð í gallerí Greip laugardaginn 12. ágúst. Ronen útskrifaðist frá Bezalel- listháskólanum í Jerúsalem 1993 en hefur kennt og starfað þar í borg síðan. Á sýningunni verða ýmsir nytjahlutir, svo sem pennar, klukkur, skálar o.fl. sem hann hefur hannað og smíðað á undanförnum mánuðum. Sýningin stendur til 20. Meira
10. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 89 orð

Keanu Reeves í nýrri mynd

NÝJASTA kvikmynd Keanu Reeves, "A Walk in the Clouds" var frumsýnd 8. ágúst í Los Angeles. Hér koma þau til frumsýningarinnar, Reeves, leikstjóri myndarinnar, Alfonso Arau, sem er Mexíkómaður og spænska leikkonan Aitana Sanchez-Gijon. Kvikmyndin verður sýnd við opnun 43. kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastian á Spáni þann 14. september. Þar keppir hún við fjölda mynda s.s. Meira
10. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 146 orð

Larry Hagman á skurðarborðinu

LARRY Hagman var nýlega skorinn upp vegna krabbameins í lifur en hann bíður þess að fá nýja lifur frá líffæragjafa. Að sögn læknis við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin var gerð var tilgangur hennar sá að koma í veg fyrir að krabbameinið breiddist út til annarra líffæra og til að "vinna tíma" meðan beðið er eftir nýju lifrinni. Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 366 orð

Léttur en litlaus söngur

Heidelberger Madrigalchor, undir stjórn Gerald Kegelmann´ ásamt Margréti Bóasdóttur og Douglas A. Brotchie fluttu tónverk eftir Monteverdi, Frescobaldi, Schütz, Hjálmar H. Ragnarsson, Brahms og Mendelssohn. Sunnudaginn 6. ágúst, 1995. Meira
10. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 142 orð

Með írskan hreim

"ÞAÐ telst leikara í Bandaríkjunum ekki til tekna að tala ensku með hreim," segir leikarinn Gabriel Byrne og hefur ekki áhuga á að tala öðru vísi en með írska hreimnum sínum. "Ég er Íri og svona tala ég. Ef persónan sem ég leik segir ekki "Ég er frá Pittsburgh" finnst mér að ég geti talað með mínum eigin hreim." Byrne segir að þetta gæti verið verra. Meira
10. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 168 orð

Mel Gibson heiðraður

ÁKVEÐIÐ hefur verið að heiðra Mel Gibson á árlegum dansleik bandaríska kvikmyndaiðnaðarins 29. september næstkomandi. Þar með kemst hann í hóp mætra manna sem fengið hafa sama heiður og má þar nefna Steven Spielberg, Martin Scorsese, Bette Midler og Robin Williams. Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 130 orð

Nýjar bækur

Nýjar bækur ÚT ER komin bókin Það er ég sem sendi þig. Um er að ræða afmælisrit í tilefni 50 ára afmælis Gídeonfélagsins á Íslandi 1995. Sr. Sigurður Pálsson framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags tók bókina saman. Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 203 orð

Orgel í Hallgrímskirkju

TÓNLEIKARÖÐIN Sumarkvöld við orgelið heldur áfram sunnudaginn 10. ágúst en þá er það danskur organisti, Kartsen Gyldendorf, sem leikur á tónleikum sem hefjast kl. 20.30 í Hallgrímskirkju. Á efnisskránni eru þrjú verk. Fyrst leikur hann tvö verk eftir dönsk tónskáld: Barokkverkið Prelúdíu í e-moll eftir Dietrich Buxtehude og Commotio, op. 58 eftir Carl Nielsen en það var samið árið 1931. Meira
10. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 43 orð

Roseanne verður léttari

Roseanne eignaðist sitt fimmta barn, sextán marka dreng, á sunnudaginn var. Roseanne og einn af lífvörðunum hennar, Ben Thomas, gengu í heilagt hjónaband á Valentínusardeginum í fyrra og í nóvember síðastliðnum fór hún í glasafrjóvgun sem bar greinilega tilætlaðan árangur. Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 731 orð

Samleikur frá eylöndum

HJÖRLEIFUR Valson fiðluleikari og Urania Menelau hafa verið á tónleikaferð um landið að undanförnu. Þau halda tónleika á Selfossi í kvöld sem verða þeirra sjöttu og næstsíðustu að þessu sinni en þau ætla að bjóða upp á aukatónleika í Neskirkju á Seltjarnarnesi á sunnudaginn kemur kl.17. Þeir verða öllum opnir. Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 1006 orð

Sláttumaðurinn slyngi meðal áhrifavalda

SÝNINGIN leggur undir sig alla sali safnsins enda um yfirgripsmikla sýningu að ræða. Verk íslenskra, norskra, danskra, sænskra og finnskra meistara málaralistarinnar frá síðustu aldamótum eru hér samankomin og ber sýningin yfirskriftina: Ljós úr norðri. Norrænn tilfinningahiti Meira
10. ágúst 1995 | Menningarlíf | 109 orð

Tónlistarhelgi á Flúðum

HÓTEL Flúðir gengst fyrir tónlistarhelgi á Flúðum nú um helgina, undir heitinu "Vertu með á nótunum". Hefst dagskráin í kvöld, fimmtudagskvöld með jazzkvöldi kl. 21.00, undir heitinu "Á léttu nótunum". Meira
10. ágúst 1995 | Kvikmyndir | 330 orð

Það gerðist í París

Framleiðandi og leikstjóri: Billy Crystal. Aðalhlutverk: Crystal, Debra Winger, Joe Mantegna, William Hickey. Castle Rock Entertainment. 1995. RÓMANTÍSKAR gamanmyndir af gamla skólanum þeirra Cary Grants, Spencer Tracy og Katharine Hepburn hafa mjög verið í tísku í Bandaríkjunum að undanförnu og Gleymdu París með Billy Crystal er ein af þeim. Meira

Umræðan

10. ágúst 1995 | Velvakandi | 574 orð

Auðvitað voru kjarnorkuvopn á Íslandi

UNDARLEG en hefðbundin er umræðan um hvort kjarnorkuvopn hafi verið í fórum Bandaríkjamanna á Íslandi eða ekki. Allir Íslendingar vita undir niðri og ræða sín á milli í einkasamtölum að við sjálfir höfum alls engar forsendur til þess að hafna þessari staðreynd eins Jóakims-frænda-lega og íslenski utanríkisráðherran gerir svo afdráttarlaust á baksíðu Moggans hér um daginn. Meira
10. ágúst 1995 | Aðsent efni | 925 orð

Bætt fæðingarorlof ­ Alþingi vísar veginn

ATHYGLI vakti í vor þegar samþykkt voru á Alþingi lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. Í þessum lögum er á meðal annars kveðið á um fæðingarorlof. Í byrjun júlí ritaði starfsmaður Skrifstofu jafnréttismála, Ingólfur V. Gíslason, grein í Morgunblaðið þar sem hann fjallar um þennan hluta laganna og fagnar því sérstaklega að skírskotað skuli til réttinda feðra. Meira
10. ágúst 1995 | Aðsent efni | 769 orð

Endurskoðun lífeyriskerfisins

SAMKVÆMT frétt í Morgunblaðinu 27. júlí sl. verður innan skamms skipuð enn ein lífeyrissjóðanefndin. Meginverkefni hennar verður að leggja fram tillögur er miða að því að treysta starfsgrundvöll lífeyrissjóðanna, finna leiðir til að auka valfrelsi og samkeppni í lífeyrismálum, Meira
10. ágúst 1995 | Aðsent efni | 825 orð

Er íslensk ferðaþjónusta í lausu lofti?

Er íslensk ferðaþjónusta í lausu lofti? Endurmeta þarf hugtakið ferðaþjónusta, segir Oddný Þóra Óladóttir, og byggja upp gagnagrunn sem nýtist við framtíðarskipulag atvinnuvegarins. NÚ ER háannatími í íslenskri ferðaþjónustu. Meira
10. ágúst 1995 | Aðsent efni | 471 orð

Íslenskur landbúnaður og skýrsla OECD

ÞEGAR ég tók við embætti landbúnaðarráðherra á vordögum 1991 voru uppi deilur í þjóðfélaginu um það hversu mikill markaðsstuðningurinn væri við íslenskan landbúnað. Nauðsynleg talnagögn lágu ekki fyrir og því var hægt að teygja og toga þetta þrætuefni í allar áttir. Af þeim sökum réð ég hagfræðingana Bolla Héðinsson og Eirík Einarsson til þess að bæta úr þessu. Meira
10. ágúst 1995 | Velvakandi | 349 orð

Jón Sigurðsson og frjáls verslun

Jón Sigurðsson og frjáls verslun Hallgrími Sveinssyni: ÞEGAR verslunarmenn halda hátíð og reyndar öll íslenska þjóðin er vert að rifja upp að Jón Sigurðsson var helsti baráttumaður frálsrar verslunar á Íslandi. Var hann um tíma verslunarþjónn í Reykjavík og kynntist þá glöggt af eigin reynd, hvílíkt álag var á versluninni. Meira
10. ágúst 1995 | Aðsent efni | 214 orð

Óskað röksemda

Helgi HálfdanarsonÓskað röksemda Í MORGUNBLAÐINU 9. þ.m. sendir Jóna Margeirsdóttir mér nokkur orð. Þar lætur hún að því liggja, að ég hafi verið að gera að gamni mínu með tillögu þar í blaðinu um sameiningu embætta forseta og biskups. Ég skal leyfa henni að halda um það hvað sem hún vill. Meira
10. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1329 orð

Sjálfvirkur sleppibúnaður fyrir gúmmíbjörgunarbáta

ERINDI L.Í.Ú. til samgönguráðuneytisins, dags. 28. apríl s.l., þar sem farið er fram á frestun og endurskoðun á ákvæðum 2. - 5. tl. 7. gr. reglugerðar nr. 189/1994 um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa, hefur orðið þeim Sigmari Þ. Sveinbjörnssyni og Árna Johnsen tilefni til greinarskrifa í Mbl. 28. og 29. júlí s.l. Meira
10. ágúst 1995 | Velvakandi | 366 orð

skrifara hringdi nýlega maður sem var ekki ánægður með m

skrifara hringdi nýlega maður sem var ekki ánægður með móttökur sem hann fékk í banka einum á höfuðborgarsvæðinu þegar hann fór um mánaðamótin að borga reikninga fjölskyldunnar sem voru bæði á nafni hans og eiginkonunnar. Hljóðuðu reikningarnir upp á 270.000 krónur og þar af voru reikningar í nafni eiginkonunnar um 80.000 krónur. Meira
10. ágúst 1995 | Velvakandi | 186 orð

Um Búddhamunka KONRÁÐ Friðfinnsson hringdi með eftirfarandi: Ei

KONRÁÐ Friðfinnsson hringdi með eftirfarandi: Eins og menn vita þá eru til mörg trúarbrögð í heiminum og sumir menn tilbiðja Búddha. Það vakti athygli mína í fréttum nýverið að nokkrir búddhamunkar báðust fyrir, fyrir framan risastórt líkneski af þeim sem þeir tilbiðja og þeir voru að biðja líkneskið fyrirgefningar vegna þess að þeir vildu þrífa það. Meira
10. ágúst 1995 | Aðsent efni | 430 orð

Um danskan ráðherraling og Errósafn

KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR sagði mér eitt sinn frá því að Danir ættu menntamálaráðherra sem lifði í listasögunni fyrir verk sem menn kynnu honum ómælda óþökk fyrir. Ráðherrann kom í veg fyrir að Carl Dreyer gerði kvikmyndina um ævi Jesú Krists. Án þessa óhappaverks væri ráðherrann öllum gleymdur. Meira
10. ágúst 1995 | Velvakandi | 301 orð

Umferðarmenning í Reykjavík!

MIG LANGAR til að segja nokkur orð í sambandi við þá umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu, í sambandi við há iðgjöld hjá tryggingafélögunum. Það er með ólíkindum hvernig fólk hagar sér í umferðinni, það eru allar umferðarreglur brotnar sem hægt er að brjóta, og bara göslast áfram með því hugarfari, Meira
10. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1006 orð

Umhverfisrask við Bláa lónið

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins úrskurðaði fyrir skömmu um vegalagningu að nýju byggingasvæði fyrir meðferðar- og ferðastarfsemi sem reka á við Bláa lónið. Um er að ræða tvo vegi og eru hugmyndir framkvæmdaaðila um vegastæðin samþykktar nær skilyrðislaust m.t.t. umhverfisáhrifa. Meira
10. ágúst 1995 | Velvakandi | 413 orð

Um Santiago de Compostela

SANTIAGO de Compostela liggur á norðvesturenda Spánarskaga. Sagt er að lærisveinar heilags Jakobs á Spáni hafi farið til Jerúsalem og tekið með sér líkamsleifar heilags Jakobs og haft í heiðri í Compostela. Við fall Rómaveldis og hnignun kristninnar á Spáni á 5. öld féll greftrunarstaður postulans í gleymsku, en fannst aftur í byrjun 9. aldar. Meira
10. ágúst 1995 | Velvakandi | 532 orð

Verum jákvæðari

Verum jákvæðari Gunnari Ólafssyni: ÉG HEFI stundum skrifað smápistla í Morgunblaðið þegar mér hefur ofboðið nánasarháttur og umkvörtunartónn landans. Meira
10. ágúst 1995 | Aðsent efni | 695 orð

Vestnorræn samvinna á tímamótum

MARGVÍSLEGT samstarf og samvinna milli vestnorrænu þjóðanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Íslands hefur aukist til muna sl. 10­15 ár. Skipulegt samstarf hefur verið fest í sessi milli þjóðanna, bæði sem hluti af Norrænni svæðasamvinnu, en einnig á grundvelli sjálfstæðra samvinnuverkefna þessara landa, óháð öðru norrænu samstarfi. Meira

Minningargreinar

10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 238 orð

Anna Metúsalemsdóttir

Okkur systkinin langar að minnast móður okkar með fáeinum orðum. Margs er að minnast frá langri ævi hennar en efst í huga okkar er hlýja hennar og umhyggja við okkur. Barnabörnin og barnabarnabörnin voru henni mjög kær og þau minnast góðu stundanna sem þau áttu hjá henni. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 101 orð

ANNA METÚSALEMSDÓTTIR

ANNA METÚSALEMSDÓTTIR Anna Metúsalemsdóttir Kjerúlf fæddist á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal 20. maí 1914. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 29. júlí. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Metúsalem Jónsson Kjerúlf. Börn þeirra voru 17 og eru nú 5 eftir á lífi. Þann 21. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 100 orð

Anna Metúsalemsdóttir Mig langar til að kveðja elsku ömmu mína með nokkrum orðum. Amma hugsaði alltaf svo vel um mig í hvert

Mig langar til að kveðja elsku ömmu mína með nokkrum orðum. Amma hugsaði alltaf svo vel um mig í hvert sinn sem ég kom til hennar. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til þín. Eins og til dæmis þegar þú, amma, varst að baka kleinur, þá fékk ég að hjálpa þér. Eins varst þú þolinmóð að kenna mér á spil og oft sátum við lengi og spiluðum. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 249 orð

Auðunn H. Kristmarsson

Þegar við heyrðum að hann Auðunn hefði látist í bílslysi var okkur verulega brugðið. Hvað var Almættið eiginlega að hugsa? Var svona mikil þörf fyrir efnilegan ungling annars staðar? Hvers vegna var svona hæfileikaríkum einstaklingi kippt snögglega frá fjölskyldu, vinum og framtíðinni? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 784 orð

Auðunn Hlíðkvist Kristmarsson

Þegar okkur bárust þær fréttir að hann Auðunn okkar hafi látist af slysförum urðum við öll harmi slegin. Við spyrjum okkur hvers vegna er hann tekinn frá okkur aðeins 14 ára gamall og nýfermdur? Hvers vegna er tilveran svona grimm? Þessu fáum við aldrei svarað. Drengur sem átti sannarlega bjarta framtíð fyrir sér. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 187 orð

Auðunn Hlíðkvist Kristmarsson

Það er snemma morguns ­ fuglarnir syngja og ungur piltur leggur af stað í vinnuna. Hann á framtíðina fyrir sér og lífið leikur við hann. En skjótt skipast veður í lofti ­ ungi pilturinn verður fyrir bíl og lætur lífið. Það ríkti sorg í litlu bæjarfélagi þann daginn og ríkir enn. Einn af ungu og efnilegu íþróttamönnum bæjarins horfinn yfir móðuna miklu. Auðunn H. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 50 orð

AUÐUNN HLÍÐKVIST KRISTMARSSON

AUÐUNN HLÍÐKVIST KRISTMARSSON Auðunn Hlíðkvist Kristmarsson fæddist 11.2.1981 á Akranesi. Hann lést í Borgarnesi 2.8. síðastliðinn. Foreldrar hans eru Íris Hlíðkvist Bjarnadóttir, fædd 12.11.1961 og Kristmann Jóhann Ólafsson, fæddur 24.11.1959. Bróðir Auðuns er Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, fæddur 27.1.1986. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 121 orð

Auðunn Hlíðkvist Kristmarsson Elsku besti frændi minn hann Auðunn er nú farinn frá mér. Hann sem var hjá mér þremur dögum fyrir

Elsku besti frændi minn hann Auðunn er nú farinn frá mér. Hann sem var hjá mér þremur dögum fyrir slysið að leika við mig, og ég réð mér ekki fyrir kæti þegar þeir komu í heimsókn til mín Auðunn og Bjarni. Ég skríkti og hljóp um allt og vildi fá þá í fjörið. Þremur dögum seinna er hann tekinn frá mér. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 1019 orð

Ásgeir Erlendsson

NÚ ER genginn góður drengur og merkur Íslendingur, Ásgeir Erlendsson vitavörður á Hvallátrum f. 13.9. 1909, d. 23.7. 1995 og hafði átt við erfið veikindi að stríða síðastliðin ár. Ásgeir bjó og starfaði sem vitavörður alla sína tíð á Látrabjargi og var þjóðkunnur maður af starfi sínu og persónuleika. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 33 orð

ÁSGEIR ERLENDSSON

ÁSGEIR ERLENDSSON Guðmundur Ásgeir Erlendsson bóndi og vitavörður var fæddur á Hvallátrum í Rauðasandshreppi 13. september 1909. Hann lést í Borgarspítalanum 23. júlí sl. og fór útför hans fram frá Breiðavíkurkirkju 29. júlí. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 275 orð

Ásgeir Samúelsson

Ásgeir Samúelsson fyrrverandi yfirflugvirki stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og að loknu prófi hóf hann nám í rafvirkjun. Tveim árum seinna eða í október 1945 fór hann ásamt nokkrum öðrum Akureyringum til Bandaríkjanna og hóf flugvirkjanám við Cal- Aero Technical Institute í Glendale í nágrenni Los Angeles. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 267 orð

Ásgeir Samúelsson

Fyrir rúmum mánuði stóðum við yfir moldum Brands Tómassonar yfirflugvirkja Flugfélags Íslands hf. og síðar Flugleiða hf. Og nú nánasta samstarfsmanns hans um fjögurra áratuga skeið, Ásgeirs Samúelssonar deildarstjóra verkstæða Flugleiða hf. Ásgeir heillaðist af flugi eins og margir ungir menn eftir síðari heimsstyrjöldina. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 317 orð

Ásgeir Samúelsson

Þegar ég kom til Íslands, tvítugur að aldri, og fluttist inn á heimili Ásgeirs sem verðandi tengdasonur hans, kom það greinilega fram, að honum var þessi ráðahagur ekki að skapi. Honum leist illa á að dóttir hans giftist útlendingi og byggi ef til vill erlendis þaðan í frá. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 335 orð

Ásgeir Samúelsson

Þeim fækkar óðum landnemunum í Smáíbúðahverfinu svokallaða í Reykjavík. Með ljúfsárum trega horfir maður á dánartilkynningar og myndir af samferðafólki og vinum sem hverfa á braut. Lífið var ungt og vor í lofti þegar ungir menn og konur reistu sér hús af stórhug og ótrúlegri bjartsýni í Smáíbúðahverfinu. Fyrst var sótt um lóð. Bið eftir svari var tvísýn og spennandi. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 128 orð

ÁSGEIR SAMÚELSSON

ÁSGEIR SAMÚELSSON Ásgeir Samúelsson fæddist á Akureyri 29. ágúst 1926. Hann lést á heimili sínu 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Svava Sigurðardóttir og Samúel Kristbjarnarson. Systkini Ásgeirs, sem öll eru á lífi, eru Sigurður, Kristín, Guðrún, Pálmi Viðar og Kristján. Ásgeir kvæntist 30. des. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 352 orð

Geirný Tómasdóttir

Nú þegar að kveðjustund er komið finn ég í hjarta mínu þörf fyrir að festa á blað nokkrar línur í minningu minnar ástkæru ömmu, Geirnýjar Tómasdóttur. Geirný amma var ásamt afa mínum Jóni það fólk sem gaf mér einna mest í lífi mínu. Ungur að árum átti ég mitt skjól á Dragaveginum hjá þeim um lengri og skemmri tíma. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 658 orð

Geirný Tómasdóttir

Við viljum í nokkrum orðum minnast tengdamóður okkar Geirnýjar Tómasdóttur sem lést á Hrafnistu 29. júlí síðastliðinn. Kynni okkar voru sérstök að því leyti að við systkinin erum gift þremur börnum hennar. Fyrstu persónulegu kynni af Geirnýju voru þegar Halli og Gugga, sem eru elst okkar "höfðu verið saman" um tíma og ætluðum í útilegu með vinahópi. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 141 orð

GEIRNÝ TÓMASDÓTTIR

GEIRNÝ TÓMASDÓTTIR Geirný Tómasdóttir var fædd í Reykjavík 1. september 1912. Hún lést á Hrafnistu 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Þormóðsson og Guðbjörg Magnúsdóttir. Börn þeirra voru: Guðrún Sumarrós sem lést í frumbernsku, Valný sem lést 1993, Geirný sem nú er kvödd og yngst er Hjörný sem lifir systur sínar. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 185 orð

Guðni Ingi Lárusson

VIÐ viljum minnast afa okkar Guðna Inga eða afa í Keflavík eins og við kölluðum hann þegar við systkinin bjuggum á Akureyri hjá móður okkar og afi bjó einn áður en hann kynntist konu sinni, Heiðu Aðalsteinsdóttur. Héldum við eitt sinn jólin saman á Akureyri og er okkur það mjög minnisstætt hvað hann var hress og skemmtilegur með munnhörpuna sína spilandi jólalögin og rekandi upp sinn hrossahlátur. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 33 orð

GUÐNI INGI LÁRUSSON

GUÐNI INGI LÁRUSSON Guðni Ingi Lárusson fæddist í Krossnesi í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 30. júlí 1931. Hann lést á heimili sínu 24. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Njarðvíkurkirkju 1. ágúst. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 408 orð

Hörður Haraldsson

Mikill aldursmunur okkar Harðar bróður míns eða 17 ár olli því fremur öðru að við vorum ekki ýkja náin systkini. Við höfðum þó alltaf samband hvort við annað og vissum ætíð hvort af annars högum. Hörður var alla ævi mikill sjúklingur og oft mjög þjáður. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 437 orð

HÖRÐUR HARALDSSON

HÖRÐUR HARALDSSON Hörður Haraldsson fæddist á Eyrarbakka á Svalbarðsströnd í Suður-Þingeyjarsýslu 25. janúar 1921. Hann lést á Vífilsstaðaspítala að kvöldi 2. ágúst. Foreldrar hans voru Haraldur Gunnlaugsson síldareftirlitsmaður og verkstjóri, f. á Stóru-Borg í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýlu 4. desember 1898, d. 2. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 348 orð

Katrín M. Jóhannesson Lange

Mig langar með örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar Katrínar Jóhannesson. Hún var yngsta dóttir hjónanna Jörgens Lange og Guðrúnar Einarsdóttur. Meðan Katrín var á fyrsta ári fluttist fjölskyldan búferlum til Danmerkur og bjó fyrst til að byrja með á æskuheimili Jörgens á Svinø skammt frá Middelfart á Fjóni, Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 148 orð

KATRÍN M. JÓHANNESSON LANGE

KATRÍN M. JÓHANNESSON LANGE Katrín Magnea Jóhannesson Lange fæddist í Reykjavík 11.4. 1932. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jörgen Lange, f. 11. ágúst 1903, d. 12. ágúst 1989, og Guðrún Einarsdóttir, f. 2. desember 1905, d. 23. ágúst 1974. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 33 orð

Katrín M. Jóhannesson Lange Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs

Katrín M. Jóhannesson Lange Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Barnabörn. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 707 orð

Sólveig Vilhjálmsdóttir

Elskuleg systurdóttir mín, Sólveig Vilhjálmsdóttir, er látin. Fram í hugann streyma minningar og ég hverf 48 ár aftur í tímann og minnist eftirvæntingar og gleði yfir fæðingu lítils barns - fyrsta barnabarns foreldra minna, Sólveigar og Ingimars, og fyrsta systkinabarns míns, sem veitti mér þann virðulega titil að verða móðursystir. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 171 orð

Sólveig Vilhjálmsdóttir

Solla eins og hún var kölluð var einstakur gleðigjafi og alltaf þegar við hittumst var brosið hennar á sínum stað. Þegar ég hugsa til baka og minnist hennar hlýnar mér um hjartarætur og finnst mér hún hafi gert okkur öll að betri manneskjum. Solla var fyrsta barnabarn foreldra minna og svo gerði hún mig að föðursystur og fannst mér það mjög merkilegt. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 665 orð

Sólveig Vilhjálmsdóttir

Með þessum fáu orðum langar mig til að minnast mágkonu minnar, Sólveigar Vilhjálmsdóttur, sem jarðsungin verður í dag frá Lágafellskirkju. Samband okkar Guðbjargar systur hennar hafði ekki staðið lengi, þegar mér var sýndur sá heiður að vera boðið að koma með "upp á Skálatún" í heimsókn til Sollu. Ég var tæplega tvítugur og hafði aldrei haft kynni af fólki eins og henni. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 254 orð

Sólveig Vilhjálmsdóttir

Sólveig elsta systir mín er látin. Það eru sterkar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég minnist hennar. Hlýja og ástúð fylgdu henni. Þótt hún byggi á Skálatúni frá átta ára aldri var hún alltaf nálæg. Solla kom oft heim um helgar og í sumarleyfi. Hver hátíð byrjaði á ferð upp að Skálatúni að sækja Sollu. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 343 orð

Sólveig Vilhjálmsdóttir

Í Úlfarsfelli í Mosfellssveit eru klettar eða hamrar ofan grasi gróinnar hlíðar gegnt Esju og Faxaflóa. Þessi hluti fellsins heitir Hamrahlíð. Þar neðar er mikið land og fagurt, er teygir sig allt til sjávar. Á þessu undirlendi hafa verið bújarðir að fornu og nýju. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 757 orð

Sólveig Vilhjálmsdóttir

Það var á sumardegi fyrir 40 árum er undirrituð starfaði á Skálatúnsheimilinu, að átta ára gömul stúlka kom í fylgd foreldra sinna. Stúlkan var komin til þess að dvelja á heimilinu. Stúlkan var fædd með Down's syndrom, og á Skálatúni átti hún að fá þá þjálfun og kennslu er í boði var. Stúlkan var Sólveig, sem kvödd er í dag. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 122 orð

SÓLVEIG VILHJÁLMSDÓTTIR

SÓLVEIG VILHJÁLMSDÓTTIR Sólveig Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1947. Hún lést á heimili sínu í Skálatúni í Mosfellsbæ 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigríður Ingimarsdóttir húsfreyja og Vilhjálmur Árnason hrl. Systkini Sólveigar eru: 1) Guðrún, hjúkrunarfræðingur, gift Pétri Björnssyni, ræðismanni. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 181 orð

Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir

Minningarnar eru margar og góðar sem við eigum um hana Villu ömmu, sem við kveðjum nú. Minningar um góða ömmu sem alltaf átti tíma og þolinmæði. Það var fastur liður í tilverunni að koma við í Eskihlíðinni ef leiðin lá í bæinn. Alltaf var jafngott að spjalla við ömmu yfir kaffibolla og kleinu og heyra tifið í gömlu veggklukkunni. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 773 orð

Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir

Í dag er til moldar borin Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir er lést 31. júlí, södd lífdaga, þá rétt búin að ná níræðis aldri. Þessi 90 ár lifði hún með reisn hinnar stoltu konu sem aldrei lét bugast þótt æviárin væru ekki öll dans á rósum. Hún var stolt af ætterni sínu, enda komin af Reykjaætt á Skeiðum í móðurætt, og frændrækin var hún með afbrigðum. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | -1 orð

Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir

Elsku amma mín; mér datt ekki í hug þegar ég kom og kvaddi þig áður en ég fór út, að við myndum ekki hittast aftur. Ég trúi því varla ennþá að þú sért farin. Að ég geti ekki lengur komið í heimsókn til þín og farið með þér í göngutúr um gangana á Hrafnistu eða bara spjallað um daginn og veginn eins og við gerðum svo oft. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 337 orð

Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir

Ekkert varir að eilífu. Ekkert er óbreytanlegt. Ekkert verður eins og það var. En við skynjum ekki alltaf breytingarnar fyrr en við missum. Litlu manneskjurnar sem rugguðu á fallega hestinum hans afa í Eskihlíðinni og þáðu heitt súkkulaði og pönnsur hjá henni Villu ömmu, þeim fannst að svona hlyti lífið að vera og verða um ókomna tíð. Meira
10. ágúst 1995 | Minningargreinar | 138 orð

VILHELMÍNA ÞÓRDÍS VILHJÁLMSDÓTTIR

VILHELMÍNA ÞÓRDÍS VILHJÁLMSDÓTTIR Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1905. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. júlí 1995. Foreldrar hennar voru hjónin Þórdís Þorsteinsdóttir frá Reykjum á Skeiðum og Vilhjálmur Vigfússon, þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Meira

Viðskipti

10. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 338 orð

Nokia til orrustu við risa í símtækjastríði vestra

FINNSKA símafyrirtækið Nokia hefur lagt til orrustu í stríði um milljarða dollara pantanir í farsíma fyrir ný, þráðlaus PCS-netkerfi (Personal Communications Services). Nokia hefur fengið pöntun upp 10 milljóna dollara í stafræn símtæki frá fyrirtækinu American Personal Communications (APC), handhafa leyfis fyrir ef til vill 8 milljónir notenda í Washington D.C. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Sterkt jen dregur úr hagnaði Sony

STERK staða jensins hefur líklega dregið verulega úr hagnaði Sony og það mun koma í ljós þegar afkoma fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi verður kynnt í vikunni að sögn sérfræðinga. Tölur Sony verða fyrsta vísbendingin um ástand og horfur í rekstri annarra skyldra fyrirtækja í Japan, en mörg þeirra skýra ekki frá afkomu sinni nema tvisvar á ári. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 97 orð

Toshiba selur stafræna myndavél

TOSHIBA-fyrirtækið ráðgerir sölu á fyrstu myndavél heims með innbyggðum fjarskiptabúnaði að þess sögn. PROSHOT kallast þessi nýjung og er stafræn myndatökuvél með mótaldi og fjarskiptahugbúnaði til að senda myndir um síma. Í vélinni er 16 megabita geislaminni, tveggja megabæta gagnageymsla og hljóðnemi. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Útgáfa Windows 95 verður ekki stöðvuð

BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir að grípa til aðgerða gegn Microsoft til að koma í veg fyrir brot á samkeppnisreglum fyrir 24. ágúst þegar sala á hugbúnaðarkerfinu Windows 95 hefst. Meira

Daglegt líf

10. ágúst 1995 | Ferðalög | 247 orð

Allt til alls á Tálknafirði

TÖLUVERÐUR straumur ferðamanna hefur verið til Tálknafjarðar í sumar og hefur ferðafólk ýmist valið að gista á tjaldstæðinu eða í svefnpokagistingu í grunnskólanum. Aðstaðan sem boðið er uppá er hin besta, enda allt á sama stað, svefnpokagistingin, tjaldstæðið með heitu rennandi vatni í uppþvottinn, sundlaugin, eldunaraðstaða og þvottavél fyrir ferðafólkið. Meira
10. ágúst 1995 | Ferðalög | 103 orð

FERDALÖG format 90,7

FERDALÖG format 90,7 Meira
10. ágúst 1995 | Neytendur | 543 orð

Hjálm á höfuð

MARGAR gerðir af öryggishjálmum eru nú á markaði og eru þeir yfirleitt hannaðir með ákveðið og afmarkað notagildi í huga, reiðmennsku, hjólreiðar, skíðamennsku eða íshokkí, svo nefnd séu dæmi. Slysavarnafélag Íslands gaf nýlega út bækling þar sem fjallað er um hjálma og lögð áhersla á að þeir séu settir rétt á höfuð, svo þeir komi að sem mestu gagni. Meira
10. ágúst 1995 | Neytendur | 303 orð

Hvers vegna frjósa tölvur?

TÖLVUR eiga það til að detta út og frjósa, notandanum til mikillar skelfingar og gremju. Blaðamaður neytendasíðu leitaði til Douglas Brotchie, forstöðumanns Reiknistofnunar Háskólans, eftir skýringum. Hann segir enga eina skýringu á því að tölvur frjósi. Eins og flestir vita geta legið margar ástæður að baki að bíll fari ekki í gang, þannig er farið með tölvurnar. Meira
10. ágúst 1995 | Neytendur | 95 orð

Nýjar sósur frá Vogabæ

VOGABÆR setti nýlega á markað þrjár nýjar sósur, m.a. Diet-pítusósu. Í fréttatilkynningu frá Vogabæ kemur fram að hún er eggjalaus og þar af leiðandi mjög kólesterólskert. "Hún er nýjung fyrir þá sem hafa eggjaóþol og hafa aldrei getað smakkað slíkar vörur. Auk þess er sósan 50% fituminni en venjuleg pítusósa frá fyrirtækinu. Meira
10. ágúst 1995 | Neytendur | 96 orð

Scala íspinnar í heimilispakkningum

KJÖRÍS hefur sett á markað Scala íspinna í heimilispakkningum, en þrír íspinnar eru í hverjum pakka. Scala íspinnar eru húðaðir með Nóa-Síríus rjómasúkkulaði og möndlum og eru framleiddir úr íslensku hráefni. "Hugmyndin var sú að svara innflutningi útlenda íssins sem sláturfélagið flytur inn, en þeir selja ísinn í heimilispakkningum. Meira
10. ágúst 1995 | Neytendur | 533 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
10. ágúst 1995 | Ferðalög | 229 orð

Sumarkvöld í Neðstakaupstað

Í sumar hafa verið haldin skemmtikvöld í Tjöruhúsi í Neðstakaupstað. Kvöldin nefnast Sumarkvöld í Neðstakaupstað og voru haldin á hverju fimmtudagskvöldi frá 29.júní. Kvöldin hafa verið bæði fyrir heimamenn og gesti. Heimamenn hafa verið ánægðir með þessi kvöld og verið stærsti hluti gesta. Hvert kvöld hafði ákveðið viðfangsefni sem var rammi kvöldsins. Meira
10. ágúst 1995 | Neytendur | 104 orð

Yfirlitsmynd af allri filmunni

MEÐ nýrri myndframköllunarvél hjá Hans Petersen hf. geta viðskiptavinir nú fengið yfirlitsmyndir með filmuframkölluninni. Vélin sem er af Noritsu-gerð er útbúin háþróuðum myndlesara til að lýsa myndirnar og litlum sjónvarpsskjá sem sýnir skjámyndir af filmunni svo hægt er að gera lagfæringar áður en myndirnar eru prentaðar. Meira

Fastir þættir

10. ágúst 1995 | Dagbók | 111 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 10. ágúst, er sjötugurJón Ingibergur Herjólfsson, Heiðargerði 28, Vogum. Hann tekur á móti gestum á morgun föstudaginn 11. ágúst í Kirkjugerði 15 kl. 19. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 10. Meira
10. ágúst 1995 | Dagbók | 143 orð

Ljósm. ÁG Emstrur

Ljósm. ÁG EmstrurSVISSLENDINGUR slapp í land úr Innri-Emstruá nýlega er hann varað koma úr Hvannagili suður Emstrur. Í Íslandshandbókinni segir:"Emstrur er gróðurlítið afréttarland Hvolhreppinga, norðvestan Mýrdalsjökuls. Meira
10. ágúst 1995 | Dagbók | 400 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Dettifoss að utan,

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Dettifoss að utan, Stapafell kom og fór samdægurs. Reykjafoss og Múlafoss fóru á strönd, Viðey fór á veiðar og kornskipið Carolina fór utan. Búist var við aðLaxfoss færi út í gærkvöldi. Meira
10. ágúst 1995 | Fastir þættir | 981 orð

Þröstur náði síðasta áfanganum

29. júlí ­ 4. ágúst. ÞRÖSTUR Þórhallsson á nú aðeins eftir að uppfylla stigalágmark FIDE til að verða útnefndur níundi stórmeistari Íslands í skák. Þröstur sigraði á Péturs Gautsmótinu í Gausdal í Noregi sem lauk á föstudaginn og náði þar þriðja og síðasta áfanga sínum. Þröstur náði einmitt áfanganum á þessu sama móti árið 1991. Þann næsta hreppti hann á móti í Englandi í fyrra. Meira

Íþróttir

10. ágúst 1995 | Íþróttir | 44 orð

4. deild Léttir - UMFA5:3 Guðmundur Þór

4. deild Léttir - UMFA5:3 Guðmundur Þórðarson 4, Þórir Örn Ingólfsson - Gunnlaugur Bjarnason 2, Lúðvík Arnarson. Hamar - Ármann0:4 - Arnar Sigtryggsson, Lúðvík Steinarsson, Magnús Jónsson, Tosic. Víkingur Ó - TBR3:1 Sigurður Henrisson, Guðmundur J. Óttarsson, Gunnar Ragnarsson - Jón Zimsen. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 112 orð

Anna Lára í tólfta sæti

Anna Lára Steingrímsdóttir hafnaði í 12. sæti á heimsmeistaramóti 16 til 18 ára í kappróðri, sem fram fór í Póllandi um helgina en keppendur voru 21 í hennar flokki. Eftir að Anna Lára hafði sigrað sinn riðil í undankeppninni og hún beint í úrslit en hefði annars lent í milliriðlum. "Ég var að keppa í stóru móti helgina áður og "toppaði" þá en var að koma niður. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 179 orð

Boulmerka hélt sínu striki

ÓLYMPÍUMEISTARINN í 1.500 metra hlaupi kvenna Hassiba Boulmerka gerði sér lítið fyrir í gær og sigraði í úrslitum 1.500 metra hlaups kvenna á heimsmeistartmótinu í Gautaborg og kom sá sigur fáum á óvart. Hún átti þó í hörkubaráttu við bresku stúlkuna Kelly Holmes á lokasprettinum, en gaf hvergi eftir og kom fyrst í mark á 4:02,42 mín., en breska stúlkan var á 4:03,04 mín. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 166 orð

Enginn fallið á lyfjaprófi Á FYRSTU þr

Á FYRSTU þremur keppnisdögunum HM í Gautaborg voru 82 íþróttamenn teknir í lyfjapróf. Enginn þeirra féll eftir því sem forráðamenn alþjóða frjálsíþróttsambandsins upplýstu í gær. Kemur Kanada á óvart? BANDARÍSK sveit hefur sigraði í 4×100 m boðhlaupi karla í öll fimm skiptin keppt hefur verið í heimsmeistarakeppninni í frjálsíþróttum. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 308 orð

Eric Cantona vill fara

Franski knattspyrnukappinn Eric Cantona hjá Manchester United bað stjórn félagsins að leysa sig undan samningi en var neitað. Óskin kom í kjölfarið á því að enska knattspyrnusambandið bað Manchesterliðið um útskýringar hvers vegna Cantona, sem er í banni fram í október vegna árásar á áhorfanda, lék fyrir luktum dyrum æfingaleik gegn Rochester 25. júlí. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 675 orð

"Er miklu betri en þetta og því mjög óánægður"

VÉSTEINN Hafsteinsson kastaði lengst 58,12 metra í gær og komst ekki í úrslit í kringlukasti á heimsmeistaramótinu. Hann varð í ellefta sæti í sínum riðli og í tuttugasta og öðru sæti samanlagt. Fyrsta kast Vésteins mældist 57,44 m, síðan kom kast upp á 58,12 og það þriðja gerði hann ógilt. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

Fjörugar lokamínútur í Ólafsfirði

Leiftur og Keflavík mættust á Ólafsfjarðarvelli í kvöldblíðunni í gær. Þetta var frestaður leikur úr fyrri umferðinni og spilaðist þannig að Leiftursmenn voru aðeins 2-3 mínútum frá því að skjótast upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að jafna í lokin og halda sætinu. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 345 orð

Grevenmacher - KR3:2 Op Flohr-leikvöllurin

Op Flohr-leikvöllurinn í Luxemborg, Evrópukeppni bikarhafa, forkeppni - fyrri leikur, miðvikudagur 9. ágúst 1995. Aðstæður: Logn, sól og yfir 20 stiga hiti - völlurinn góður. Mörk Grevenmachen: Jungblut 2 (7. - með lúmsku skoti, 52. - með skalla), Alves Silva (58.- með skalla). Mörk KR: Mihajlo Bibercic (50.), Þormóður Egilsson (80.). Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 440 orð

HM í Gautaborg

Kringlukast Undankeppnin - kasta þurfti 62 m til að komast í úrslit, ef það náðist ekki, fóru tólf þeir best áfram (feitletraðir): 1. RIÐILL 1.Dmitry Shevchenko (Rússl.) 64.80 2.Vasily Kaptyukh (H-Rússl.) 62.80 3.Robert Weir (Bretlandi) 62.50 4. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 23 orð

Í kvöld KNATTSPYRNA 2. d

KNATTSPYRNA 2. deild karla: Þróttarvöllur:Þróttur - ÍR19 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - Stjarnan19 Akureyri:ÍBA - Haukar19 Kópavogur:Breiðablik - Valur19 KR-völlur:KR - Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 104 orð

Knattspyrna

Frakkland Bastia - Mónakó2:1 Drobnjak (52.), Faye (77.) - Anderson (60.). 7.000. Metz - Montpiller1:0 Isaias (11.) 12.000. Lille - Guingamp0:3 -Rouxel (62.), Dallet (81.), Barret (85.). 6.000. París St Germain - St. Etienne4:0 Djorkaeff 2 (30., 76.), Dely Valdes (32. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 202 orð

"Leikmenn mínir hræddir"

Í blöðunum á Írlandi er sagt að ósigur Shelbourne, sem Akranes vann 3:0, sé þeirra stærsti í Evrópukeppni og leikurinn á Akranesi nánast formsatriði. Þar segir einnig að íslensku liðin séu ekki lengur "stigaþjófar" - það hafi greinilega sést í leiknum. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 289 orð

Markaregn í Lúxemborg

"VIÐ lékum langt undir getu. Eftir að við jöfnuðum, bökkuðum við á fáráðlegan hátt og gáfum þeim gullin tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir [3:1]. Nú er að bíta á jaxlinn, seinni hálfleikurinn er eftir heima," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, eftir að KR-ingar höfðu mátt sætta sig við tap, 3:2, fyrir Gravenmacker frá Luxemborg í Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 127 orð

Marsh hleypur síðasta sprettinn NOKKURT

NOKKURT babb kom í bátinn hjá liðstjórum bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins þegar þeirra besti 100 m spretthlaupari, Dennis Mitchel, meiddist í undanrásum 100 m hlaupsins á laugardaginn. Hann átti að hlaupa síðasta sprettinn í 4×100 m boðhlaupinu um næstu helgi, en af því verður ekki. Miklar vangaveltur hafa verið síðustu dag hver tæki sæti Micthells í sveitinni. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 598 orð

Mjög mikilvægt að hafa hlaupið í undanúrslitum

Guðrún Arnardóttir hljóp á 57,29 sekúndum í undanúrslitum 400 metra grindahlaupsins á HM í gær en daginn áður hafði hún hlaupið á 58,57. Keppt var í tveimur átta manna riðlum og varð Guðrún sjötta í þeim seinni og með 12 besta heildartímann. Ein var dæmd úr leik í hvorum riðli, þannig að tvær voru með lakari tíma en Guðrún. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 153 orð

Of stutt maraþonhlaup MARAÞONHLAUP kve

MARAÞONHLAUP kvenna var fyrsta keppnisgrein heimsmeistaramótsins sl. laugardag og þar sigraði Manuela Machado frá Portúgal mjög örugglega. Hins vegar fær hún og aðrir keppendur ekki tíma sína staðfesta því hlaupið var 400 metrum of stutt. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 163 orð

Okurleiga á ÓL í Atlanta '96

BORGARSTJÓRINN í Atlanta í Bandaríkjunum þar sem næstu Ólympíuleikar fara fram - 1996, Bill Campell, er æfareiður útí íbúðareigendur í borginni sem ætla að hækka leiguna verulega þegar kemur að leikunum og lofaði því að borgaryfirvöld hefðu ekki sagt sitt síðasta orð. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 86 orð

Ræsibúnaður í ólagi á HM

Ræsibúnaður í ólagi á HM ÁÐUR EN HM hófst var tekinn í gagnið nýr ræsibúnaður á keppnisvellinum og er hann í fullkomnu lagi. Hafa spretthlaupar verið mjög óánægðir með hversu lengi þeir hafa þurft að bíða í startblokkunum og hefur það m.a. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 266 orð

Stórkostlegt sigurhlaup Johnsons

Michael Johnson náði í gær fyrra markmiði sínu sem hann setti sér fyrir heimsmeistaramótið í Gautaborg þegar hann sigraði í úrslitum 400 metra hlaupsins. Johnson, sem hljóp frekar rólega á sinn mælikvarða í undanhlaupunum, setti allt á fullt í úrslitahlaupinu í gær og sigraði með miklum yfirburðum. Hann kom í mark á öðrum besta tíma sem náðst hefur á þessari vegalengd, 43,39 sek. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 143 orð

Það var á 7 mín. sem Lúxemborgar voru með knöttinn á miðju

Það var á 7 mín. sem Lúxemborgar voru með knöttinn á miðjum vallarhelmingi KR-inga og virtist sókn þeirra hættulaus. Jungblut náði lúmsku skoti frá vítateigshorni - sendi knöttinn í hornið fjær. KR-ingar fengu hornspyrnu, sem Hilmar Björnsson tók á 50 mín. Meira
10. ágúst 1995 | Íþróttir | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Gassi og félagar mörðu sigurPAUL Cascoigne lék með nýju félögum sínum hjá skoska liðinu Rangers gegn Famagusta frá Kýpur á Ibrox í gærkvöldií Evrópkeppni meistaraliða. Rangers marði 1:0 sigur meðmarki frá Gordon Durie. Meira

Úr verinu

10. ágúst 1995 | Úr verinu | 497 orð

Boðin læknishjálp úr portúgölskum skipum

KAMBARÖST SU 200 frá Stöðvarfirði kom til heimahafnar á mánudag með 158 tonna afla eftir sextán daga veiðiferð í Smugunni. Einar Ásgeirsson, skipstjóri, segir að þeir hafi verið viku að veiðum og veiðin verið ágæt og jöfn allann tímann. Hann segir að fiskurinn sé misjafn en væntanlega fari hann batnandi þegar líður á haustið. Meira
10. ágúst 1995 | Úr verinu | 125 orð

Sautján leita loðnunnar

ENGINN loðna hafði fundist í gærmorgun en loðnuflotinn var þá dreifður yfir stórt svæði norður af landinu og einnig voru skip að leita á djúpslóð fyrir vestan land. Sautján íslensk loðnuskip eru nú við leit á miðunum. Meira
10. ágúst 1995 | Úr verinu | 62 orð

Spilmótorinn hífur í land

TOGARINNA Klakkur frá Grundarfirði er kominn til heimahafnar eftir hálfsmánaðar túr. Skipið var aðeins að veiðum í 3 daga en varð þá frá að hverfa vegna bilunar í spilmótor. Myndin var tekin þegar spilmótorinn var hífður í land undir öruggri stjórn Hrólfs Hraundal. Skipið fer væntanlega aftur út á morgun, og þá á úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Meira

Viðskiptablað

10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 110 orð

Dregið úr Netfangaskrá

DREGIÐ var nýlega um hvaða fyrirtæki í Netfangaskránni 1995 fengi Tulip margmiðlunartölvu frá Nýherja. Tölvuna hlaut Grétar Friðriksson hjá Fiskmarkaðinum í Hafnarfirði. Netfangaskrá 1995 er gefin út af Miðlun hf. í samvinnu við ICEPRO, nefnd sem stuðlar að einföldun og samræmingu í viðskiptum á Íslandi. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 542 orð

Fjármagnsmarkaður í deiglu

ÍSLENSKUR fjármagnsmarkaður hefur tekið stakkaskiptum undanfarinn áratug eða svo, og ekki er enn séð fyrir endann á þessu breytingaskeiði. Þó verða útlínur þess fjármagnsmarkaðar sem hér hefur verið að myndast sífellt skýrari. Hann líkist sífellt meir því sem þekkist í öðrum vestrænum löndum, enda gegnir þessi markaður lykilhlutverki í aðlögun alls þjóðfélagsins að vestrænu hagkerfi. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 83 orð

Fær umboð fyrir Evora

TÖLVUÞJÓNUSTA Húsavíkur sem hefur síðastliðin 5 ár sérhæft sig í sölu og þjónustu á tölvum og tölvuvörum fyrir Einar J. Skúlason, Tæknival og Nýherja á Húsavík og nágrannsveitum hefur nýverið fengið einkaumboð til sölu og dreifingar á þýsku Evora snyrtivörulínunni undir nafninu Evora Ísland. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 184 orð

Grænmeti, dilkakjöt og orlofsferðir hækka vísitölu neysluverðs

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í ágúst 1995 er 173,5 stig og hækkaði um 0,4% frá júlí 1995. Án húsnæðis er vísitala í ágúst 177,3 stig og hækkaði um 0,5% frá júlí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 393 orð

Hagnaðurinn 42 milljónir

REKSTUR Búnaðarbanka Íslands fyrstu sex mánuði þessa árs skilaði 42 milljóna hagnaði, miðað við 35 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta var nánast sá sami og á sama tímabili 1994, eða 77 milljónir króna. Framlag í afskriftareikning útlána lækkaði úr 336 milljónum í 266 milljónir, en þóknun af erlendum viðskiptum dróst saman um 35 milljónir króna. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 268 orð

Hagnaður Marels 25 milljónir á fyrri árshelmingi

REKSTRARTEKJUR Marels hf. á fyrri helmingi þessa árs voru 502,5 milljónir króna og hagnaður af rekstri fyrirtækisins eftir skatta var 25,1 milljón. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels, segir allt útlit fyrir að markmið fyrirtækisins um að rekstrartekjurnar verði yfir einum milljarði króna í ár náist. Heildartekjur á síðasta ári voru 765 milljónir. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 121 orð

Hlöllabátar Skyndibitastaðurinn H

Skyndibitastaðurinn Hlöllabátar hefur auglýst eftir aðila til að taka við leigusamningi fyrirtækisins í Kringlunni. Frekari samdráttur er á döfinni hjá fyrirtækinu, sem hefur vaxið ört undanfarin ár. Flugleiðir Stjórnarfundur verður haldinn hjá Flugleiðum í dag. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 136 orð

Iceland business komið út

Tímaritið Iceland Business er komið út öðru sinni á þessu ári. Í þessu nýja tölublaði er fjallað um innreið íslenskra fyrirtækja á markaði í Austur-Evrópu, rætt við fulltrúa Útflutningsráðs Íslands í Moskvu og Berlín og forvitnast um aðferðir og árangur í samvinnu og samskiptum við hina erlendu aðila. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 1480 orð

Markaðssetning á upplýsingahraðbrautinni

Veraldarvefurinn er nú í auknum mæli notaður til markaðssetningar enda nær hann til gríðarlega margra neytenda á mörkuðum víða um heim. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér hvernig íslensk fyrirtæki gætu nýtt sér möguleika vefsins. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 613 orð

Ný norræn ferðaskrifstofa

FERÐASKRIFSTOFAN Íslands- og Skandinavíuferðir tók nýlega til starfa. Ferðaskrifstofan, sem gengur einnig undir nafninu Come-2 Iceland, er hluti af keðju ferðaskrifstofa á Norðurlöndum sem heita Come-2 Scandinavia en þær ferðaskrifstofur eru í eigu Júlíusar Pálssonar, annars af eigendum Íslands- og Skandinavíuferða. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 162 orð

Nýtt forrit fyrir gleraugnaverslanir kynnt á Egilsstöðum

RÁÐGJAFI frá þýska gleraugnaframleiðandanum Carl Zeiss kynnti á dögunum nýja útgáfu af fullkomnum tölvuhugbúnaði fyrir gleraugnafyrirtæki hjá gleraugnaversluninni Birtu hf. á Egilsstöðum. Forritið var fyrst kynnt fyrir fjórum vikum í Þýskalandi og er Birta fyrst íslenkra fyrirtækja til að fá þennan hugbúnað. Allir söluaðilar Carl Zeiss munu fá slíkan hugbúnað og geta veitt samsvarandi ráðgjöf. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 2326 orð

Rífandi ávöxtun á hlutabréfamarkaði Fjármál á fimmtudegi Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað um 40% samtals árin 1994 og

Þann 27. júlí sl. varð hlutabréfaverð á Íslandi hærra en það hafði orðið síðan í ágústmánuði árið 1991. Hlutabréfavísitala sem mælir meðalverð á hlutabréfum í stærstu almenningshlutafélögum á Íslandi nær aftur til janúar 1987 en fyrir þann tíma er naumast hægt að reikna meðalverð þótt skráningar á formlegum viðskiptum nái aftur til haustsins 1985. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 890 orð

Söluhagnaður stærsta hluthafans nemur 246 milljónum króna

SÖLUHAGNAÐUR eigenda 49,53% hlutafjár í Íslenska útvarpsfélaginu sem Útherji hyggst kaupa eða leysa til sín í lok mánaðarins er að öllum líkindum á bilinu 685-820 millj. króna. Heildarhlutafé þessara seljenda er um 274 milljónir að nafnverði en söluverð þess nemur um 1.097 milljónum króna. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 255 orð

Um hvað snýst Windows95?

BÚIST er við, að Windows95 muni kosta nokkuð á sjötta þúsund kr. í Bandaríkjunum og Bretlandi en helstu eiginleikar þess eru: Auðvelt í notkun: Með Windows95 er stefnt að því, að notkun þess verði eðlilegri og næstum því sjálfvirk. Aðalskjámyndin hefur verið endurhönnuð til að sýna einfaldara skjáborð. Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 418 orð

Viðburðir í Reykjavík á Alnetinu

AUGLÝSINGASTOFA Reykjavíkur hefur fyrir allnokkru sett upp öflugan gagnagrunn á Internetinu eða Alnetinu eins og farið er að kalla það upp á íslensku, og hefur hann hlotið nafnið Íslandsgátt eða "The Icelandic Connection". Meira
10. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 944 orð

Windows95 af stokkunum með gífurlegri kynningu

NIÐURTALNINGIN fyrir Windows95 er hafin og ef allt gengur eftir mun þetta nýja stýrikerfi fyrir einkatölvur frá Microsoft verða afhjúpað 24. ágúst nk. Áætlað er, að auglýsinga- og kynningarkostnaðurinn því samfara muni verða rúmlega 60 milljarðar kr. og kostnaðurinn við prófanir, framleiðslu og dreifingu þessa hugbúnaðar er meiri en dæmi eru um síðan tölvubyltingin gekk í garð. Meira

Ýmis aukablöð

10. ágúst 1995 | Dagskrárblað | 1077 orð

Heimakær g´afumaður

BANDAR\ISKI leikarinn Tommy Lee Jones kemur gjarnan fyrir sem hinn dæmigerði læv´si harðhaus sem ekki er gott að treysta. \I kvikmyndum eins og Natural Born Killers og Fl´ottamanninum var hann ekki allur þar sem hann var s´eður, reyndar einn af g´oðu körlunum ´s´ðarnefndu myndinni, þ´o það hafi ekki verið lj´ost fyrr en undir lokin, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.