Greinar miðvikudaginn 23. ágúst 1995

Forsíða

23. ágúst 1995 | Forsíða | 80 orð

Dáleiðsluhundurinn Óskar á flótta

SKOSKA lögreglan leitar að hundi, sem getur dáleitt fólk og hljóp í burtu þegar eigandi hans var að búa hann undir sýningu í tengslum við Edinborgarhátíðina. Uppselt var á sýninguna, sem átti að vera á mánudag, og henni var frestað vegna hvarfsins. Hundurinn heitir Óskar og er sagður eini hundurinn í heiminum sem getur dáleitt fólk. Meira
23. ágúst 1995 | Forsíða | 305 orð

Engin merki um hættu á innrás

WILLIAM Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ekkert benti til þess að Írakar væru að undirbúa innrás í Jórdaníu eða Kúveit en bandaríska stjórnin hefði flutt þangað hermenn og herskip til að fyrirbyggja innrás. Meira
23. ágúst 1995 | Forsíða | -1 orð

Grunaður um aðild að sprengjutilræðum

SÆNSKA lögreglan hefur handtekið Alsírbúa, sem grunaður er um að vera einn af forsprökkum GIA, samtaka sem hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðum í París. Sænska lögreglan hefur ekki gefið upp nafn mannsins, en í frönskum fréttum er hann sagður vera Abdelkrim Deneche, öðru nafni Abdessabour. Meira
23. ágúst 1995 | Forsíða | 323 orð

Tugir þúsunda flýja úr flóttamannabúðum

STJÓRNARHERMENN frá Zaire ráku þúsundir rúandískra flóttamanna úr landi í gær og um 60 þúsund aðrir lögðu á flótta úr flóttamannabúðum. Hermennirnir söfnuðu flóttafólki saman í Mugungabúðunum, nærri bænum Goma, neyddu það um borð í rútur og flutningabíla og fluttu það að landamærum Rúanda. Meira

Fréttir

23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

20 kynningarfundir með frambjóðendum

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ efnir til 20 kynningarfunda með frambjóðendum til formannskjörs á næstu vikum. Fyrstu kynningarfundirnir, þar sem alþingismennirnir og frambjóðendurnir Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon kynna viðhorf sín og svara fyrirspurnum, verða á Hótel Ísafirði á miðvikudagskvöld og í Félagsheimilinu á Patreksfirði fimmtudagskvöld. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 496 orð

23 punda ferlíki úr Vatnsdalsá í Vatnsfirði

EINN stærsti lax sumarsins veiddist fyrir nokkrum dögum í Vatnsdalsá í Vatnsfirði vestur á Barðaströnd. Þetta var 23 punda hrygna sem tók maðk og veiðimaðurinn, Þorsteinn Árnason, gerði gott betur og náði þremur löxum til viðbótar, tveimur 8 punda og einum 6 punda. Lítt þekkt á Meira
23. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 247 orð

Aðalskrifstofurnar í Sólborgarhús

HÚSAKYNNI í hluta Sólborgarhúsanna hafa verið endurinnréttuð fyrir Háskólann á Akureyri og þangað mun skólinn flytja aðalskrifstofur sínar um næstu mánaðamót. Það rými sem þá losnar í skólahúsinu við Þingvallastræti verður nýtt undir skrifstofur fyrir kennara sem ráðnir hafa verið að skólanum. Kennsla hefst í Háskólanum á Akureyri mánudaginn 28. ágúst næstkomandi. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 411 orð

Afpantaði eggjaduft vegna hárra tolla

SAMSÖLUBAKARÍ hefur hætt við að kaupa til landsins eggjaduft til kökugerðar, en varan var komin til landsins. Jóhannes Björnsson, framleiðslustjóri hjá Samsölubakaríi, sagði þetta gert vegna þess að hár tollur hefði verið lagður á duftið í sumar við aðild Íslands að GATT. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 800 orð

Alþjóðleg ráðstefna um jöklafræðiÆvistarf við jöklarannsóknir

Alþjóðleg ráðstefna um jöklafræðiÆvistarf við jöklarannsóknir RANNSÓKNIR á jöklum, gerð þeirra og eðli hefur verið viðfangsefni Tony Gows í meira en 35 ár. Meira
23. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 183 orð

Aukin iðnaðarframleiðsla

IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA í ríkjum Evrópusambandsins jókst um 0,4% á tímabilinu mars til maí miðað við fyrstu þrjá mánuði ársins, að sögn hagtölustofnun sambandsins Eurostat. Lítil sem engin aukning í tveimur af stærstu aðildarríkjunum dró hins vegar heildina niður. Iðnaðarframleiðsla stóð í stað í Þýskalandi og jókst einungis um 0,1% í Bretlandi. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Á fimmta þúsund gestir á skógræktardegi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: "Skógræktardagur aðildarfélaga Skógræktarfélags Íslands, sem efnt var til 12. ágúst sl., var haldinn á 30 stöðum víðsvegar um land og tókst í alla staði vel. Dagurinn var haldinn í tilefni á Náttúruverndarári Evrópu 1995 og var dagskrá félaganna með fjölbreyttum hætti. Samkvæmt upplýsingum heimsóttu á milli 4­4. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 369 orð

Borgin niðurgreiðir vist hjá dagmæðrum

BORGARRÁÐ samþykkti í gær breytingar á niðurgreiðslum til dagmæðra og einka- og foreldrarekinna leikskóla. Breytingarnar taka gildi þann 1. september næstkomandi. Í fyrsta lagi voru samþykktar niðurgreiðslur til allra barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára sem eru hjá dagmæðrum. Greiðslan miðast bæði við aldur barnsins og lengd vistunar. Reykjavíkurborg mun því greiða 6. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Deilur um göngugötu

FJÖRUGAR umræður urðu í bæjarstjórn Akureyrar í gær um það hvort opna ætti göngugötuna í hjarta bæjarins fyrir bílaumferð eins og verslunareigendur hafa óskað. Fylkingar meirihluta og minnihluta riðluðust og skoðanir voru mjög skiptar. Afgreiðslu málsins var hins vegar frestað. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Erlendir ferðamenn eyða meiru

GJALDEYRISTEKJUR af ferðaþjónustu fyrstu sex mánuði ársins voru rúmlega 1,5 milljörðum hærri en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu námu 7.685 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, en 6.137 milljónum á sama tíma í fyrra. Þannig hækkuðu tekjurnar um 25%, en erlendum gestum fjölgaði um 4%. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 275 orð

Farið með málið sem þjófnaðarmál

VARÐSKIPIÐ Ægir stöðvaði seglskútuna Söru í gær, en henni var stolið úr Reykjavíkurhöfn aðfaranótt mánudags. Skútan var þá stödd 69 sjómílur suður af Selvogi. Um borð voru tveir menn og er annar þeirra fyrrum eigandi skútunnar, en hún var seld á uppboði fyrir þremur árum. Ægir kemur með skútuna til Reykjavíkur í dag. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 274 orð

Ferðamönnum kynntar hættur jökulsins

HELGI Pétursson hjá Samvinnuferðum-Landsýn segir að þátttakendum í fjallaferðum sé afhentur listi þar sem upptalinn er nauðsynlegasti útbúnaður í slíkar ferðir. Þar sé talað um vind- og vatnsþétta jakka og buxur, hlýjan undirfatnað, ullarsokka, peysur, trefla, húfur og vatnshelda hanska og gönguskó fyrir snjó og göngur, sólgleraugu og fleira. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 292 orð

Fé í hættu vegna gæsaskytterís

BÆNDUR í Hrunamannahreppi eru margir mjög óánægðir með hve gæsaskyttum hefur fjölgað á Hrunamannaafrétti á síðari árum, einkum eftir að skotveiði var heimiluð eftir 20. ágúst en fé er á afréttinum fram undir miðjan septembermánuð. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Félagsmálaráðherra vill bætt boðskipti vinnumiðlana

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra mun kalla forstöðumenn helstu vinnumiðlana á landinu til sín til fundar næstkomandi mánudag þar sem fjallað verður um hvernig samhæfa megi störf þeirra og bæta boðskipti, en hann segist vera mjög óánægður með hvað vinnumiðlanirnar skili litlum árangri. Meira
23. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Fíkniefnamálum hefur fjölgað

FLEIRI fíkniefnamál hafa komið til kasta rannsóknarlögreglunnar á Akureyri á þessu ári miðað við á sama tíma í fyrra, ekki síst nú í sumar. Ef til vill má setja þetta í samhengi við aukinn ferðamannastraum en Daníel Snorrason fulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni vill ekki gera mikið úr því en staðfestir að um nokkra aukningu sé að ræða í þessum málaflokki. Skipt á skóm Meira
23. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 108 orð

Fjallalamb með kjötkynningu

ILMURINN af grilluðu lambakjöti lokkaði viðskiptavini að Kaupfélagi Langnesinga á föstudaginn var en Fjallalamb hf. bauð þar upp á sínar afurðir á borði fyrir utan verslunina. Á föstudagseftirmiðdögum eru allir svangir, ekki síst unglingar sem eru að koma úr bæjarvinnu og rann grilluð rifjasteik ljúflega niður. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 299 orð

Fjölgun 18% fyrir gildistöku

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kveðst ekki telja að nýjar reglur Félagsmálastofnunar Reykjavíkur hafi valdið útgjaldaaukningu stofnunarinnar sem sögð er nálgast 100 milljónir króna. Reglurnar hafi tekið gildi 1. maí sl. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 652 orð

Fór til Íslands til að ná í skútuna

FRAKKINN Mathieu Morverand, sem sigldi á seglskútunni Söru út úr Reykjavíkurhöfn aðfaranótt mánudags, kom hingað til lands í síðustu viku í þeim tilgangi að taka skútuna og fara með hana til Frakklands, að því er móðir hans segir. Hún segir að Morverand hafi farið til Íslands í andstöðu við foreldra sína. Meira
23. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 234 orð

Frakkar efla öryggisgæslu

FRANSKA lögreglan efldi öryggisgæslu sína í frönskum stórborgum í gær eftir að meintur forsprakki hreyfingar múslimskra öfgamanna í Alsír var handtekinn í Stokkhólmi. Tollverðir aðstoðuðu lögreglumenn, sem stöðvuðu ferðamenn og leituðu að sprengjum í farangri þeirra í helstu lestastöðvum landsins. Meira
23. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 179 orð

Fundi með Bonino aflýst

EMMA Bonino, sem Íslendingum er kunnust fyrir að fara með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, er nú stödd í Serbíu, en hún fer einnig með málefni hjálparstarfs Evrópusambandsins og er í nafni þess embættis í erindagjörðum í fyrrverandi Júgóslavíu. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 420 orð

Fyrstir í heiminum með alstafrænt símakerfi

ÍSLAND er fyrsta landið í heiminum til að taka í notkun alstafrænar símstöðvar fyrir alla símnotendur landsins en síðustu símnotendurnir tengdust stafræna kerfinu í gær. Allir notendur íslenska símakerfisins eru komnir með samband við stafrænar stöðvar og er Ísland fyrsta landið sem nær þessum áfanga. Meira
23. ágúst 1995 | Miðopna | 1657 orð

Heildartekjuskattsbyrði einstaklinga um 20%

Tekjuskattur fyrirtækja og einstaklinga Heildartekjuskattsbyrði einstaklinga um 20% Á undanförnum árum hafa stjórnvöld lækkað tekjuskatthlutfall fyrirtækja en hækkað tekjuskatt einstaklinga. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 212 orð

HM-miða- sala kærð til RLR

FRAMKVÆMDANEFND HM '95 hefur kært Halldór Jóhannsson, sem sá um sölu aðgöngumiða á leiki heimsmeistarakeppninnar í handknattleik hér á landi, til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Nefndin óskar eftir að meintur fjárdráttur Halldórs verði rannsakaður, þar sem hann hafi ekki staðið skil á 20 milljónum króna. Meira
23. ágúst 1995 | Miðopna | 1063 orð

Ísland taki upp flóttamannakvóta

ÁRLEGUR kvóti upp á 20-30 flóttamenn til Íslands væri mjög æskilegur," segir Hans Thoolen, umdæmisstjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum, sem staddur er hér á landi í tilefni af samráðsfundi háttsettra norrænna embættismanna um málefni flóttamanna (NHSF). Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 38 orð

Launavísitalan hækkar

LAUNAVÍSITALAN hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan er 139,7 stig og er þá miðað við meðallaun í júlí. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3.055 stig í september. Meira
23. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 239 orð

Lausar stofur reist-ar við barnaskólann

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til samninga við Pál Alfreðsson á grundvelli tilboðs hans í lausar kennslustofur við Barnaskóla Akureyrar. Tilboð Páls nemur 8,6 milljónum króna. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 447 orð

Leggja fram nýtt hlutafé í Softis hf.

HLUTHAFAR í Softis hf., sem vinnur að þróun og sölu á Louis- hugbúnaðinum ákváðu að auka hlutafé félagsins á aðalfundi þess í gær. Aflvaki Reykjavíkur hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. munu leggja fram stóran hluta hins nýja hlutafjár. Softis hefur undirritað viljayfirlýsingu við tvö erlend fyrirtæki um notkunarrétt og dreifingu á hugbúnaðinum. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 184 orð

Mánaberg heim með metafla

MÁNABERGIÐ frá Ólafsvík er væntanlegt til hafnar á föstudag með mesta afla sem komið hefur til lands í ár úr Smugunni, 337 tonn af fullunnum þorski. Í fyrra fékk Snæfugl SU svipað aflamagn eða um 7 tonnum minna, en verðmætið var þá einnig um 80 milljónir króna. Meira
23. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Mikið af karfa að undanförnu

NÆG vinna hefur verið í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa hf. í sumar og síðustu vikurnar er það karfinn sem hefur flætt um borðin. Á tímabili var gripið til þess ráðs að hefja vinnslu klukkan 4 á morgnana og vinna fram á kvöld á tvískiptum vöktum. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 396 orð

Minni vatnsnotkun þrátt fyrir fleiri íbúa

Þrír menn vinna við lekaleit Vatnsveitunnar. Yngvinn og Gunnar Johnsen vinna að lekaleitinni sjálfri en Steinar Antonsson sér um undirbúning að leitinni. Yngvinn segir að fullkomin tölva sé notuð við Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 329 orð

Minnsti halli í fimm ár

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir vel geta farið svo að halli borgarsjóðs nemi um einum milljarði króna á þessu ári, eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir að stefni í. Allar stofnanir borgarinnar séu hins vegar að áætla útkomu sína um þessar mundir og því verði ekki hægt að slá neinum tölum föstum fyrr en í byrjun næsta mánaðar. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Mjólkurbíll valt þegar vegarkantur gaf sig

MJÓLKURBÍLL frá Mjólkurbúi Flóamanna valt þegar vegarkantur heim að bænum Götum í Mýrdal gaf sig. Bílstjórinn slapp ómeiddur frá óhappinu og þakkaði hann það því að hann var spenntur í bílbelti. Í bílnum voru um 6.000 lítrar af mjólk og tókst að bjarga mestu af mjólkinni með dælingu yfir í annan mjólkurbíl. Meira
23. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 76 orð

Ný byggingarvöruverslun á Neskaupsstað

NÝ byggingarvöruverslun hefur verið opnuð á Neskaupstað í kjölfar gjaldþrots Kaupfélagsins Fram. Það er Guðmundur Sveinsson, fyrrum starfsmaður byggingarvörudeildar kaupfélagsins, sem stofnsett hefur verslunina Byggt og flutt. Guðmundur keypti byggingarvörulagerinn af þrotabúi kaupfélagsins. Þá er Byggt og flutt með afgreiðslu fyrir Samskip. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 820 orð

Ofmat þrek þriggja þátttakenda í ferðinni

BENEDIKT Kristinsson, leiðsögumaður hjá Samvinnuferðum-Landsýn, sem bar hitann og þungan af því að koma ferðamönnunum ofan af Kverkjökli sl. sunnudag og mánudagsnótt segir að þrír þættir hafi lagst á eitt um að gera ferðina að þeim hrakningum sem raun varð á. Þar nefnir hann glerhálan skriðjökullinn, ofsaveður og að hann hafi ofmetið þrek þriggja þátttakenda áður en haldið var af stað. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ófyndin ganga á bíl

23 ÁRA ölvuð kona var handtekin aðfaranótt laugardags eftir að hún hafði gert sér lítið fyrir og gengið yfir bifreið sem var kyrrstæð á Klapparstíg við Laugaveg. Konan gaf þá skýringu á hegðan sinni að hún hefði verið að metast við vinkonu sína um hvor gæti verið fyndnari og þá hefði henni dottið þetta í hug. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Prinsessan farin

ANNAÐ færeysku skipanna sem legið hafa í Hafnarfjarðarhöfn undanfara tvo mánuði, lét úr höfn á laugardag. Það var Atlantic Princess sem fór frá Hafnarfirði á laugardag en skipverjar höfðu þá unnið í heila viku við að standsetja skipið. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Reykblys hreinsuð af Skjaldbreið

REYKBLYS sem fundust við gíginn í Skjaldbreið fyrir skömmu tilheyra björgunarþyrlusveit varnarliðsins. Áhöfn þyrlu varnarliðsins hreinsaði upp afganga af blysunum í gærmorgun, að ósk varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Meira
23. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 362 orð

Rússar vilja frekari friðarviðræður

RÚSSAR sögðu í gær að fyrstu alvarlegu átökin milli rússneskra hermanna og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna í þrjár vikur merktu ekki að allsherjarstríð væri yfirvofandi í Tsjetsjníju. Haft var eftir Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, að Rússar vildu frekari friðarviðræður við Tsjetsjena en áskildu sér rétt til að refsa þeim sem gerðust sekir um "ögranir". Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Safnaðarferð Árbæjarsafnaðar

SÍÐSUMARFERÐ Árbæjarsafnaðar verður farin sunnudaginn 27. ágúst. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 9 árdegis og haldið austur að Hruna í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Guðsþjónusta verður í Hrunakirkju kl. 11 árdegis. Staðarprestur, sr. Halldór Reynisson, predikar en prestar Árbæjarsafnaðar þjóna fyrir altari. Kirkjukór Árbæjarsóknar syngur. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sáttafundur á morgun

SAMKOMULAG hefur ekki náðst í kjaradeilu ríkisins og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði. FÉLAGSKONUR í Framtíðinni samþykktu verkfallsboðun fyrir hálfum mánuði, en verkfallið hefst aðfaranótt 26. ágúst nk. ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Síðasti samningafundur var haldinn fimmtudaginn 17. ágúst en þá slitnaði upp úr viðræðum. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sjúkraflug til Póllands

ÍSLANDSFLUG fer í dag utan til Póllands með 47 ára Pólverja, sem hér veiktist skyndilega, fékk blóðtappa í heila og liggur nú í dái. Þetta er fyrsta sinni, sem flogið er slíkt sjúkraflug til Póllands. Meira
23. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 412 orð

Skoðanakönnun meðal bæjarbúa?

BRÉF verslunareigenda og hagsmunaaðila við göngugötuna á Akureyri um opnun götunnar fyrir bílaumferð varð að þverpólitísku hitamáli í bæjarstjórn Akureyrar í gær. Þótt málið hafi verið til umræðu um nokkra hríð sáu flestir ef ekki allir bæjarfulltrúar ástæðu til að viðra skoðanir sínar á bæjarstjórnarfundinum og ljóst er að þær skoðanir eru skiptar. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð

Staðgreiðsluskatti frestað

"ÉG LÝSI ánægju minni með að fjármálaráðherra skuli hafa tekið tillit til ábendinga okkar og frestað gildistöku ákvæðis um staðgreiðslu skatta af atvinnuleysisbótum," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ákveðið hefur verið að greiðslunum verði haldið tímabundið utan staðgreiðslu, þó ekki lengur en til næstu áramóta. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 178 orð

Stöðugt verð á loðnumjöli

VERÐ á loðnumjöli er nokkuð stöðugt um þessar mundir og hærra en á sama tíma í fyrra. Lýsisverðið er mjög hátt. Markaðurinn er sveiflukenndur og fljótur að bregðast við góðum afla eða aflabresti. Ef íslenskum loðnuskipstjórum tekst að finna loðnu og veiðar hefjast um næstu mánaðamót gæti lýsisverð lækkað en verði bið á að loðnuveiðar hefjist gæti mjölverðið hækkað. Meira
23. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Svíar missa flugið í ESB"

UM LEIÐ og Carl Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, batt enda á vikukosningatörn flokksins, sagði hann að með stefnulausa jafnaðarmenn við stýrið og forsætisráðherra, sem væri að segja af sér, stæðu Svíar illa í Evrópusamstarfinu. Jafnaðarmenn hefðu mestan áhuga á styrktarkerfum í stað alvöru atvinnutækifæra. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 261 orð

Svona fyrirtæki ætti að fá sérstaka veðurspá

TRAUSTI Jónsson veðurfræðingur segir að enginn vafi sé á því að menn hefðu átt að vita að veður yrði afar slæmt á Vatnajökli þegar 26 manna hópur erlendra ferðamanna með íslenskum fararstjóra fór á jökulinn sl. sunnudag. Hann segir að á jöklinum bresti slík veður oft á og nú þegar ferðir af þessu tagi séu orðnar tíðari séu meiri líkindi til þess að hópar lendi í hremmingum. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ted Turner svarar Geir Harde

GEIR HAARDE alþingismaður hefur fengið bréf frá Ted Turner, forstjóra sjónvarpsstöðvarinnar CNN, þess efnis að kynning á sjónarmiðum þeirra sem hlynntir eru hvalveiðum sé í athugun hjá fyrirtækinu. Meira
23. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 74 orð

Teygjustökk á Egilsstöðum

Egilsstöðum-Héraðsbúum gafst kostur á að taka þátt í teygjustökki nú um helgina á Egilsstöðum. Heimamenn sýndu þessari uppákomu mikinn áhuga og fjölmargir létu vaða og stukku, en stokkið var úr 40 m hæð. Að sjálfsögðu var sumarblíða þennan dag eins og flesta daga ágústmánaðar. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Tíu sækja um stöðu leikhússtjóra

SIGURÐUR HRÓARSSON mun láta af starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins 1. september 1996. Nýr leikhússtjóri mun starfa við hlið hans frá áramótum, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 15. ágúst sl. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Tómstundaskólinn tekur við Mími

TÓMSTUNDASKÓLINN hefur tekið við Málaskólanum Mími, sem Stjórnunarfélag Íslands hefur rekið síðan 1984. Skólann stofnaði Einar Pálsson árið 1947. Á þriðja hundrað nemendur stunduðu nám í ensku, þýsku og spænsku á síðasta námsári. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Tvær tíkur týndar

TVÆR Irish Setter tíkur fóru frá húsi í Mosfellsdal á þriðjudag í síðustu viku og hefur sést til þeirra á Þingvöllum og í Hveragerði. Kolbrún Ólafsdóttir, eigandi þeirra, segir að hún hafi miklar áhyggjur af tíkunum, þar sem þær séu greinilega rammvilltar. Hún beinir þeim tilmælum til fólks að það láti lögregluna vita sjái það tíkurnar. Meira
23. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Útlit fyrir vaxandi atvinnuleysi

Í BYRJUN ágúst voru 422 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar, 167 karlar og 255 konur. Þetta er svipað og um sömu mánaðamót á síðasta ári þegar 425 voru á skrá. Ástandið batnaði hins vegar töluvert á milli mánaða en í byrjun júlí voru 489 án atvinnu í bænum. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 482 orð

Vatn kemst inn um rennilás vélsleðagallanna

TRYGGVI Árnason hjá Jöklaferðum hf. á Höfn í Hornafirði segir að fjölmargar hættur séu samfara ferðum á jökul. Tryggvi segir að fyrst beri að nefna hættur af völdum sprungna í jöklinum. "Ef menn fylgja ekki settum reglum á vélsleðunum og leiðsögumennirnir hafa ekki stjórn á hópnum leynast víða hættur vegna sprungna í jöklinum. Meira
23. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 380 orð

Veðrið setti svip sinn á hátíðahöldin

Hellu-Við upphaf Töðugjalda '95 á Gaddstaðaflötum við Hellu sl. föstudag braust sólin fram úr skýjum en hún hafði ekki látið sjá sig á Suðurlandi síðan um verslunarmannahelgi. Mörg þúsund manns voru við hátíðarhöldin í mikilli blíðu á laugardeginum, en á sunnudeginum gerði hávaðarok og rigningu og aflýsa varð nokkrum dagskráratriðum og flytja önnur í hús. Meira
23. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 330 orð

Viðræður Ísraela og PLO hafnar á ný

FORSETI Ísraels, Ezer Weizman, hvatti í gær til þess að friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna yrðu endurskoðaðar. Viðræður þessara aðila, sem var frestað vegna sprengjutilræðisins í Jerúsalem á mánudag, hófust aftur í gær. Meira
23. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 212 orð

Vilja að IRA afvopnist

MEIRIHLUTI íbúa Norður- Írlands er hlynntur því að Írski lýðveldisherinn (IRA) láti vopn sín af hendi áður en stjórnmálaarmur IRA, Sinn Fein, fái aðild að viðræðum um framtíð Norður-Írlands. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, er birt var í gær. Alls sögðust 65% vera hlynnt því að Bretar stæðu fast á þessari kröfu. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 280 orð

Vísindamenn tóku ákvörðun um seiðasleppinguna

FULLTRÚAR Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem hefur umsjón með Elliðaánum, skýrðu borgarráði í gær frá stöðu mála, en kýlaveiki greindist í laxi í ánum um síðustu helgi. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsveitustjóri segir að ekkert bendi til að kýlaveikin hafi breiðst út frá Elliðaánum. Meira
23. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

(fyrirsögn vantar)

Jakob Frímannsson jarðsettur Útför Jakobs Frímannssonar fyrrverandi kaupfélagsstjóra KEA, bæjarfulltrúa og heiðursborgara Akureyrarabæjar var gerð frá Akureyrarkirkju í gær. Mikið fjölmenni var við útförina. Meira

Ritstjórnargreinar

23. ágúst 1995 | Leiðarar | 566 orð

leiðari ÁBYRGÐ GAGNVART FERÐAMÖNNUM Ó

leiðari ÁBYRGÐ GAGNVART FERÐAMÖNNUM ÓPUR erlendra ferðamanna var hætt kominn í Kverkfjöllum á sunnudag er aftakaveður gerði á jöklinum, þar sem hann var staddur. Kalla þurfti út fjölmennt lið björgunarsveitarmanna af þeim sökum. Meira
23. ágúst 1995 | Staksteinar | 371 orð

Staksteinar»Ódanskt! LÖGMAÐURINN Anders Torbøl skrifar lesendabréf

LÖGMAÐURINN Anders Torbøl skrifar lesendabréf til Berlingske Tidende og segir herferðina gegn Frakklandi í Danmörku jaðra við skoðanakúgun og vera ákaflega ódanska. Hirðfífl í sirkus hleypidómanna Meira

Menning

23. ágúst 1995 | Menningarlíf | 306 orð

Afhendir Þjóðarbókhlöðu nótnahandrit til varðveislu

MAGNÚS Blöndal Jóhannsson tónskáld afhenti handritadeild Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns frumhandrit af verkum sínum til varðveislu sl. þriðjudag. Bjarki Sveinbjörnsson, sem leggur stund á doktorsnám í tónvísindum, hefur haft umsjón með því að safna saman handritunum. Segir hann að handrit séu af 66 verkum Magnúsar og brotum úr verkum. Meira
23. ágúst 1995 | Menningarlíf | 174 orð

Aida fær slæma dóma

ÚTGÁFA Naxos útgáfufyrirtækisins á óperunni Aidu eftir Verdi með Kristjáni Jóhannssyni í einu aðalhlutverkanna, fær slæma dóma hjá gagnrýnendum breska dagblaðsins Independent. Gagnrýnendur blaðsins, sem eru tveir, segja Aidu kærkomið verkefni fyrir hugmyndaríkan hljóðupptökustjóra en engin tilraun hafi verið gerð til að koma töfrum Verdis til skila. Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 182 orð

Danza í kröppum dansi

LEIKARINN Tony Danza er þekktur fyrir að vernda fjölskylduna fyrir ásókn fjölmiðlamanna. Um síðustu helgi kann hann þó að hafa gengið of langt í þeirri viðleitni. Danza, sem er 44 ára að aldri, sýndi að hann hefur ekki misst snerpuna með aldrinum. Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 79 orð

"Desperado"

NÝJASTA mynd leikstjórans Roberts Rodriguez ber heitið "Desperado". Aðalhlutverk hennar leika spænski leikarinn frægi Antonio Banderas og mexíkóska leikkonan Salma Hayek. Margt fyrirmanna mætti til frumsýningar myndarinnar síðastliðinn mánudag og má þar nefna leikstjórann Quentin Tarantino, sem reyndar leikur í myndinni. Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 210 orð

Englendingurinn sem fór upp hæðina...

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga ensku gamanmyndina um Englendinginn sem fór upp á hæðina en kom niður af fjallinu. Með aðalhlutverk fara Hugh Grant, Colm Meaney og Tara Fitzgerald. Leikstjóri er Chris Monger. Meira
23. ágúst 1995 | Menningarlíf | 201 orð

Fjölbreytt dagskrá hjá Sinfóníuhljómsveitinni á næsta starfsári

STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst með svokölluðum upphafstónleikum utan venjulegrar dagskrár þann 14., 15. og 16. september næstkomandi. Einleikarar á þeim tónleikum verða Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Einar Einarsson. Hljómsveitarstjóri verður Enrique Batiz. Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 178 orð

Flissandi í vinnunni

LEIKARINN Benicio Del Toro, sem er frá Puerto Rico, segir að góður andi hafi ríkt við tökur á myndinni "The Usual Suspects" sem frumsýnd verður í Bretlandi á næstunni. Hláturrokur leikaranna urðu jafnvel vandamál við tökur á einu mikilvægasta atriði myndarinnar, þar sem glæpamönnunum er raðað upp til sakbendingar. "Menn flissuðu ótt og títt. Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 131 orð

Frökk og frönsk

FRANSKA leikkonan Geraldine Pailhas var valin úr hópi 5.000 umsækjanda til að leika á móti Johnny Depp í myndinni "Don Juan DeMarco". Hún er 24 ára gömul og ólst upp í Marseille, þar sem hún lærði ballettdans þar til hún fékk hlutverk í tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar "The Gipsy Kings". Eftir það var leiðin til frægðar greið og hún er nú orðin ein vinsælasta leikkona Frakka. Meira
23. ágúst 1995 | Menningarlíf | 163 orð

Hreykinn af þjóðerni sínu

MARTIN Næs skáld og landsbókavörður í Færeyjum hefur sent frá sér greina- og ræðusafn sem hann kallar Hvør eigur flaggknappin? Í bókinni sem er 170 síður og gefin út af forlaginu Sprotin er einkum fjallað um menntamál, þjóðerni og skáldskap. Menning ekki síður en íþróttir Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 566 orð

Kobbi kviðrista fundinn?

LEYNDARDÓMURINN um Kobba kviðristu hefur heillað glæpasálfræðinga jafnt sem almenning í meira en 100 ár. Tugir kenninga hafa komið fram um það hver þessi frægasti raðmorðingi allra tíma í raun og veru var. Nú hefur enn ein bókin um Kobba komið út. Meira
23. ágúst 1995 | Menningarlíf | 209 orð

Listamenn fá afnot af húsi í Hveragerði

MYNDLISTARMÖNNUM og rithöfundum stendur nú til boða að sækja um dvöl í elsta íbúðarhúsinu í Hveragerði, Varmahlíð. Gestalistamenn fá afnot af húsinu án endurgjalds en því fylgir 45 fm vinnustofa. Íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og tækjum og Hveragerðisbær mun standa straum af kostnaði vegna rafmagns og hita. Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 89 orð

Litríkur leikari

ROBIN Williams hefur leikið í 22 kvikmyndum og tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Hann þykir vera einstaklega góð eftirherma, en eftirminnilegustu hlutverk hans eru í myndum eins og "Dead Poets Society", þar sem hann lék einstaklingshyggjusinnaðan prófessor, "Good Morning Vietnam" þar sem hann var í hlutverki litríks útvarpsmanns og "Mrs. Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Óháðir tónleikar

ÓHÁÐ listahátíð stendur yfir þessa dagana. Í tengslum við hana voru tónleikar haldnir á Ingólfstorgi síðastliðinn laugardag. Byrjuðu þeir snemma dags og stóðu fram á kvöld. Flestar helstu "neðanjarðarsveitir" landsins komu fram við ágætar undirtektir áhorfenda á þessu milda sumarkvöldi. Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 87 orð

"Röddin" heiðruð

"EILÍFA röddin", Frank Sinatra, verður áttræð þann 12. desember næstkomandi. Sinatra á langan og stormasaman feril að baki, en er enn við þokkalega heilsu, þótt honum gangi verr en áður að muna söngtextana. Þann 19. nóvember næstkomandi verður tekinn upp sjónvarpsþáttur honum til heiðurs. Meira
23. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 114 orð

Sjálfsmorðstilraun Gahans mistekst

DAVID Gahan, söngvari hljómsveitarinnar Depeche Mode, reyndi að fremja sjálfsmorð síðastliðinn fimmtudag. Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili hans og kom í ljós að hann hafði skorið á slagæð vinstri handar. "Hann fékk fimm sentimetra langan skurð á úlnliðinn," segir lögreglumaðurinn Joel Brown. "Hann var ekki í lífshættu. Meira
23. ágúst 1995 | Menningarlíf | 76 orð

Spinna tónlist

Á ÓHÁÐRI listahátíð í Iðnó í kvöld verður uppákoma sem ber yfirskriftina Spuni. Þar koma saman ýmsir listamenn og spinna tónlist útfrá fyrirfram gefnum formum. Gestir og gangandi geta tekið þátt í spunanum og mega þá gjarnan taka með sér hljóðfæri en einhver slík verða á staðnum. Meira
23. ágúst 1995 | Menningarlíf | 156 orð

Suomi Duo í Úmbru

SÝNING finnsku leirlistarkvennanna Hilkku Jarva og Marjukku Pietiainen verður opnuð í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu fimmtudaginn 24. ágúst kl. 17. Hilkka Jarva var einn af frumkvöðlum að stofnun leirlistavinnustofunnar Pot Viapori á eyjunni Sveaborg, rétt utan við Helsingfors, árið 1972 og hefur starfað þar síðan. Meira
23. ágúst 1995 | Tónlist | 689 orð

Þegar í hnúkana tekur

Martin Souter lék á Klais orgel Hallgrímskirkju verk eftir J. S. Bach, Guilmant, Debussy, Vierne og Widor. Sunnudaginn 20. ágúst, 1995. "EKKI linnir ferðunum um Fljótsdalinn enn" segir í gömlu kvæði eftir séra Stefán Ólafsson, er var prestur í Vallanesi austur. Meira

Umræðan

23. ágúst 1995 | Velvakandi | 319 orð

Auglýst eftir vitnum HALLGRÍMUR Hjálmar Garðarsson hringdi og vildi

HALLGRÍMUR Hjálmar Garðarsson hringdi og vildi auglýsa eftir vitnum að óhappi sem varð á milli mótorhjóls og rauðs sendibíls á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarbrautar föstudaginn 16. júní. Ef einhver hefur orðið vitni að atburðinum vinsamlegast hafið samband við Hallgrím í síma 896 2560. Lýst eftir vitnum OLGA Þorsteinsdóttir hringdi og vildi auglýsa eftir vitnum. Meira
23. ágúst 1995 | Aðsent efni | 470 orð

Ákall um aðstoð við fólk í neyð

FLÓTTAMANNASTOFNUN Sameinuðu þjóðanna hefur sent beiðni til ríkisstjórna 30 landa um að taka nú þegar á móti 5.000 flóttamönnum frá lýðveldum fyrrum Júgóslavíu og vera í viðbragðsstöðu vegna 50 þúsunda að auki. Ýmsar þjóðir hafa þegar brugðist við þessu ákalli og ákveðið að taka við fleiri flóttamönnum en þær hafa áður skuldbundið sig til. Meira
23. ágúst 1995 | Velvakandi | 407 orð

Áskorun um meiri gróðureyðingu

HINN 16. ágúst barst á ljósvakanum sú frétt frá Bændasamtökunum að þar hafi verið samþykkt að skora á ríkisstjórnina að vinna ennþá meira að markaðsmálum og útflutningi á kjöti og að nýta betur gróður landsins til matvælaframleiðslu. Meira
23. ágúst 1995 | Aðsent efni | 811 orð

Faggildingin er enn einn áfangi

Í JANÚAR þegar fyrsti bíllinn var skoðaður hjá Aðalskoðun hf. var brotið blað í 66 ára sögu bifreiðaeftirlits á Íslandi. Þegar Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti fyrirtækinu faggildingarskjal, um miðjan ágústmánuð, sem staðfestingu á því að um væri að ræða óháða, hlutlausa og hæfa skoðunarstofu á sviði almennrar skoðunar var brotið annað blað. Meira
23. ágúst 1995 | Velvakandi | 396 orð

INKONA Víkverja fór fyrir skömmu í sumarfrí til útlanda og er nú

INKONA Víkverja fór fyrir skömmu í sumarfrí til útlanda og er nú ósátt við þær upplýsingar, sem hún fékk fyrir ferðina. Hún leitaði ásjár Flugleiða og keypti þar farseðil, flug og bíl fyrir tvo til Z¨urich. Fjögurra vikna ferðin gekk afar vel og vinkonan var hin ánægðasta. Meira
23. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1228 orð

Nýir tímar

ÍSLENSKT atvinnulíf stendur frammi fyrir nýjum aðstæðum og búháttabreytingar eru framundan. Nýjar aðstæður má rekja til þriggja meginþátta: Breytinga í efnahagslífi iðnríkjanna, aukinna viðskiptatengsla Íslands við önnur lönd og breytinga á starfsskilyrðum íslenskra fyrirtækja. Meira
23. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1244 orð

Um sparnað í heilbrigðiskerfinu

NOKKUR umræða hefur verið upp á síðkastið um kostnað við heilbrigðisþjónustuna, m.a. í kjölfar viðtals við landlækni, frétta af aðgerðum til lækkunar lyfjakostnaðar, sumarlokana sjúkrahúsa, fækkunar starfsmanna hjá Ríkisspítölunum auk annarra aðgerða. Lítið hefur farið fyrir tillögum um hvernig hægt væri að ná árangri í að lækka rekstrarkostnað heilbrigðiskerfisins. Meira
23. ágúst 1995 | Velvakandi | 349 orð

Öryggisbúnaður ­ Sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið

NÚ gerist æ algengara að í viðbót við beltin séu bílar búnir líknarbelgjum, sem komið er fyrir í stýrishjóli ökumannsmegin, en fyrir ofan hanskahólf farþegamegin. Verði bíllinn fyrir höggi af ákveðnum þunga spretta þessir belgir upp á sekúndubroti og grípa ökumann og farþega, sem þá ná ekki að slengjast á framrúðu, stýrishjól eða mælaborð. Meira

Minningargreinar

23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 644 orð

Björn I. Gunnlaugsson

Fallinn er frá mikill dugnaðar- og ágætismaður, vinsæll og vinmargur. Mönnum finnst skarð fyrir skildi. Löngu og gæfuríku ævistarfi í Bandaríkjunum er nú lokið. Bangsi hlaut vináttu og sæmd mikla hjá samstarfsmönnum í verslunarflota Bandaríkjanna. Öll stríðsárin sigldi hann stórskipum hlöðnum vopnum og sprengjum austur yfir Atlantshaf. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 360 orð

Björn I. Gunnlaugsson

Björn Illugi Gunnlaugsson, lést þann 17. október 1994, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein, og kom því andlát hans okkur ekki að óvörum. Birni eða Bangsa skipstjóra, eins og hann var kallaður og konu hans Ásu, kynntumst við árið 1988, þegar við fluttum til Miami í Flórída. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 376 orð

Björn I. Gunnlaugsson

Björn Illugi Gunnlaugsson eða Bangsi, eins og hann var kallaður, reyndist mér ákaflega vel og urðum við góðir vinir frá fyrstu kynnum. Árið 1983 fluttist ég út til Flórída til að búa með bróðursyni Bangsa, Eyjólfi Kristóferssyni. Þau tvö ár sem ég bjó í Flórída sýndu þau hjón, Ása og Bangsi, mér ávallt mikla gestrisni, þó svo ég væri stundum daglegur gestur á heimili þeirra. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 388 orð

Björn I. Gunnlaugsson

Í septemberlok, árið 1959, kynntist ég Bangsa frænda, Ásu konu hans og Ingrid dóttur þeirra hjóna. Eitthvað mikið stóð til, og átta dögum síðar vorum við á leið til Ameríku til þess að setjast þar að í fyrirheitna landinu þar sem Bangsi frændi var búinn að búa í um tuttugu ár. Það var stór fjölskylda sem þau Ása og Bangsi fylgdu til Ameríku. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 52 orð

BJÖRN I. GUNNLAUGSSON

BJÖRN I. GUNNLAUGSSON Björn I. Gunnlaugsson skipstjóri fæddist í Reykjavík 18. október 1918. Hann lést 17. október síðastliðinn á Northridgesjúkrahúsinu í Fort Lauderdale í Flórída og fór útför hans fram frá Christ Lutheran Church í Fort Lauderdale 19. október. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 512 orð

Guðmann Kristbergsson

Horfinn er af sjónarsviðinu góður drengur á besta aldri, Guðmann Kristbergsson, hljómlistarmaður, iðnverkamaður og fræðimaður í Reykjavík. Guðmann fæddist á Eyjarfelli við Geysi í Haukadal í Biskupstungum 27. sept. 1943. Foreldrar hans voru hjónin Kristbergur Jónsson og Guðdís Sigurðardóttir. Kristbergur var Tungnamaður langt aftur í ættir. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 440 orð

Guðmann Kristbergsson

Guðmann vinur minn er horfinn á braut allrar veraldar. Ekki kom mér á óvart lát hans. Hann hefur átt við vanheilsu að stríða undanfarið. Ég kynntist Manna, eins og við vinirnir kölluðum hann, fyrir rúmum þrem áratugum og stofnuðum við þá hljómsveit saman. Upp frá því hefur vinskapur okkar haldist óslitið. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 148 orð

GUÐMANN KRISTBERGSSON

GUÐMANN KRISTBERGSSON Guðmann Kristbergsson fæddist á Eyjarfelli við Geysi í Haukadal í Biskupstungum 27. sept. 1943 og lést í Reykjavík 12. ágúst sl. Foreldrar Guðmanns voru Kristbergur Jónsson, f. 28. nóv. 1908 á Laug í Biskupstungum, d. 14. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 1309 orð

Helga Oddsdóttir

Þeim fækkar óðum sem fæddust á fyrstu árum þessarar aldar og lögðu alla sína krafta fram við að byggja upp það þjóðfélag sem við nútíma kynslóð lifum í. Þá var kjörorðið Íslandi allt. Ein af þeim var hálfsystir mín Helga Oddsdóttir. Hún lifði tímana tvenna en ekki átakalaust. Helga fæddist í sárri fátækt foreldra sinna, þeirra Guðrúnar Kristjándóttur og Odds Bergsveins Jenssonar 25. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 387 orð

Helga Oddsdóttir

Amma okkar, Helga Oddsdóttir, fæddist þann 25. október árið 1904 og var hún frumburður hjónanna Guðrúnar Kristjánsdóttur og Odds Bergsveins Jenssonar. Í nóvember árið 1905 eignaðist amma bróður sem skírður var Alfons. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 506 orð

Helga Oddsdóttir

Helga Oddsdóttir er látin, rúmlega níræð að aldri. Helga fæddist í Magnússkógum í Hvammssveit. Foreldrar hennar komu þangað í húsmennsku vestan úr Reykhólasveit frá Klukkufelli, þar sem systir Odds, Jensína, bjó, en þar höfðu þau kynnst og gengið í hjónaband. Í Magnússkógum bjó þá Ingibjörg Sigríður, systir Odds, og maður hennar, Halldór Guðmundsson bóndi. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 326 orð

HELGA ODDSDÓTTIR

HELGA ODDSDÓTTIR Helga Oddsdóttir fæddist 25. október 1904 í Magnússkógum, Dalasýslu. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli 13. ágúst 1995. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Kristjánsdóttir og Oddur Bergsveinn Jensson. Guðrún var fædd 21. janúar 1878 og lést 12. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 614 orð

Kjartan Skúlason

Sumir menn eru sem opin bók. Saga þeirra og eðli eru með þeim hætti, að þeir eru öðrum auðlesnir. Aðrir eru flóknari gerðar. Þeir eru þeirrar náttúru, að þeim mun lengri, sem kynnin af þeim verða, þeim mun fleiri spurningar vakna um innsta kjarna þeirra. Kjartan Skúlason, sem hér er kvaddur nokkrum fátæklegum orðum, fyllti síðari flokkinn. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 492 orð

Kjartan Skúlason

Ég var ekki gamall, þegar ég heyrði Birtingaholt nefnt. Þetta nafn var nefnt á sérstakan hátt, með virðingu og hlýhug. Mér var ljóst, að Birtingaholt væri merkur og góður staður og þar byggi gott fólk, sem foreldrum mínum þótti vænt um. Allt frá þeim dögum hefur verið ljómi yfir þessu bæjarnafni í huga mínum. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 276 orð

Kjartan Skúlason

Skarð er fyrir skildi hjá söfnuði Dómkirkjunnar í Reykjavík því þar er í dag kvaddur hinstu kveðju Kjartan Skúlason. Skyndilegt fráfall hans kom okkur flestum á óvart. Þó vissum við, að lengi hafði hann ekki gengið heill til skógar. Hinn slyngi sláttumaður sveiflar orfi sínu, blóm og grös falla fyrir beitta ljánum hans. Þannig er lífið: vor, gróandi og sláttutíð. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 154 orð

KJARTAN SKÚLASON

KJARTAN SKÚLASON Kjartan Skúlason fæddist í Hruna 29. maí 1919. Hann andaðist í Borgarspítalanum 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Kjartans voru Elín, dóttir sr. Kjartans Helgasonar og Sigríðar Jóhannesdóttur í Hruna og Skúli, sonur Ágústs Helgasonar og Móeiðar Skúladóttur í Birtingaholti. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Þórður Þórðarson

Mér bárust þau sorgartíðindi til Svíþjóðar að þú, Doddi frændi minn, værir dáinn. Nú langar mig að minnast þín með nokkrum orðum. Margt rifjast upp þegar ég lít til baka. Þú komst svo oft í heimsókn til okkar og okkur systkinunum þótti öllum mjög vænt um þig. Ég minnist þess að ef ég sá þig ekki í nokkra daga saknaði ég þín. Þú varst eins og einn af fjölskyldunni. Alltaf til staðar. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 100 orð

Þórður Þórðarson

Elsku Þórður! Nú þegar þú ert farinn langar okkur systurnar að þakka þér fyrir. Við Bídó kynntumst þér þegar við fluttum á Njálsgötuna fyrir átján árum. Á hverjum degi fórum við niður til þín og þú lékst við okkur. Þú sagðir okkur sögur og sýndir okkur myndir og svo þegar þú varst orðinn þreyttur gafstu okkur peninga til að kaupa gott. Þú varst svo góður og þú varst besti vinur okkar. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 579 orð

Þórður Þórðarson

Í dag er til moldar borinn mágur minn, Þórður Þórðarson, Njálsgötu 35. Hann lést á heimili sínu 14. ágúst sl. Þórður, eða Doddi eins og hann var alltaf kallaður, var Reykvíkingur, fæddur þar og bjó þar alla ævi. Hann ólst upp vestur á Grímsstaðarholtinu fram á fullorðinsár. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 136 orð

ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON

ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON Þórður Þórðarson var fæddur 5. desember 1921 í Reykjavík og lést 14. ágúst 1995 sl. á heimili sínu. Þórður var næstelstur sjö barna hjónanna Magneu Vilborgar Magnúsdóttur frá Skildinganesi, f. 6. ágúst 1899, d. 7. september 1959 og Þórðar Jónssonar járnsmíðameistara frá Hlíðarhúsum, f. 21. Meira
23. ágúst 1995 | Minningargreinar | 83 orð

Þórður Þórðarson Það er svo undarlegt að hugsa sér tilveruna án Dodda frænda. Hann var okkur systkinunum svo mikils virði. Ég

Það er svo undarlegt að hugsa sér tilveruna án Dodda frænda. Hann var okkur systkinunum svo mikils virði. Ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem þú veittir okkur. Ó, sofðu væran, sæll er hver ei vaknar, til sorga og kvíða, lifðu í draumi rótt, í engla draumi - sæll er hver ei saknar, sælla er að dreyma um ljós en vaka í nótt. Meira

Viðskipti

23. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 452 orð

5 ára óverðtryggð ríkisbréf á markað

FJÁRMÁLARÁÐHERRA kynnti í gær breytingar á útgáfu verðbréfa ríkissjóðs. Veigamestu breytingarnar eru þær, að óverðtryggð 5 ára ríkisbréf munu leysa verðtryggð 5 ára spariskírteini af hólmi um næstkomandi mánaðarmót. Þá mun ríkissjóður bjóða ný spariskírteini til 20 ára í september, en hingað til hafa slík skírteini verið boðin til 10 ára lengst. Meira
23. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Computer 2000 fær dreifingarleyfi

COMPUTER 2000 á Íslandi hefur samið við Microsoft um rétt til dreifingar á Microsoft hugbúnaði. Viggó Viggóson, markaðsstjóri fyrirtækisins segir þetta vera mikilvægt skref. Computer 2000 hafi dreift Microsoft hugbúnaði hér á landi frá áramótum en nú hafi lagaleg staða þess verið tryggð. Meira
23. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Hydro Texaco leitar eftir íslensku fjármagni

ALMENNT skuldabréfaútboð danska olíufélagsins Hydro Texaco A/S hefst hér á landi næstkomandi fimmtudag og hefur Kaupþing hf. umsjón með útboðinu. Að sögn Sigurðar Einarssonar, forstöðumanns hjá Kaupþingi, er tilgangur útboðsins að fjármagna hlutabréfakaup fyrirtækisins í Olís fyrr á þessu ári. Meira
23. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 166 orð

Nathan og Olsen fær umboð frá KÓS

NATHAN og Olsen hf. hefur tekið við rekstri dagvörudeildar Kristjáns Ó. Skagfjörð hf. Vilhjálmur Fenger, framkvæmdastjóri Natan og Olsen, segir það stefnu fyrirtækisins að auka hagkvæmni í rekstri dreifikerfis með auknu vöruúrvali. Meðal erlendra umboða sem Nathan og Olsen tekur við af KÓS eru Ja/Mont sem m.a. framleiðir Vania dömubindi og ýmsar pappírsvörur, Grocery Int., sem framleiðir m.a. Meira

Daglegt líf

23. ágúst 1995 | Ferðalög | 493 orð

Framtíðin í Strandasýslu

Í ÁRNESHREPPI og Kaldrananeshreppi í Strandasýslu er eins og tíminn hafi staðið í stað síðustu tuttugu ár. Breytingar eru erfiðar því allir hafa nóg að gera við að draga fram lífið. En Dora Lubecki frá Háskólanum í Berlín telur nauðsynlegt að gripið verði í taumana, annars geti heilsársbyggð liðið undir lok á stórum hluta svæðisins. Meira
23. ágúst 1995 | Ferðalög | 501 orð

Hrísey ­ perla Eyjafjarðar

Hrísey- HRÍSEY er vaxandi ferðamannastaður enda eru samgöngur góðar út í eyjuna. Akstur frá Akureyri og til Árskógsstrandar þaðan sem ferjan fer tekur aðeins þrjátíu mínútur og sigling með Sævari ekki nema stundarfjórðung. Ferjan fer frá klukkan sjö á morgnana og til 23 á kvöldin á tveggja stunda fresti frá Hrísey alla daga vikunnar. Meira
23. ágúst 1995 | Ferðalög | 150 orð

Milli fjarða með Hafnargönguhópnum

Í KVÖLD, miðvikud. 23. ágúst bregður Hafnargönguhópurinn sér aftur í aldir og þræðir gamla alfaraleið sem var upp á sitt besta 1895, úr Grófinni suður í Skerjafjörð og þaðan til baka nýjan og að hluta ófullgerðan göngustíg. Lagt verður af stað kl. 20 úr Hafnarhúsportinu og gengið upp Duusbryggju yfir Bólvirkið og gegnum Bryggjuhúsið. Meira

Fastir þættir

23. ágúst 1995 | Dagbók | 158 orð

ÁRA afmæli. Í dag miðvikudaginn 23. ágúst er Kolbrú

ÁRA afmæli. Í dag miðvikudaginn 23. ágúst er Kolbrún Jónsdóttir starfsmaður Vátryggingafélags Íslands fimmtug. Eiginmaður hennar er Jón G. Sigurðsson. Þau munu taka á móti gestum á heimili sínu að Hlíðarbyggð 27, Garðabæ, föstudaginn 25. ágúst milli kl. 17 og 19. ÁRA afmæli. Meira
23. ágúst 1995 | Fastir þættir | 835 orð

Magnús Örn nálægt áfanga

11-19. ágúst 1995 TVEIR ungir og efnilegir íslenskir skákmenn luku keppni á sunnudag á geysilega fjölmennu opnu skákmóti í Berlín. Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari, 18 ára, hlaut sex vinninga af níu mögulegum, en Magnús Örn Úlfarsson, 19 ára fimm og hálfan vinning. Meira
23. ágúst 1995 | Dagbók | 216 orð

Messa í Grunnavík

Messa í GrunnavíkMESSAÐ var á Stað í Grunnavík sunnudaginn 13. ágúst sl. og vorukirkjugestir um hundrað og fimmtíu manns, m.a. burtfluttir Grunnvíkingar og afkomendur þeirra. Prestur var sr. Meira
23. ágúst 1995 | Dagbók | 438 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Dettifoss

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Dettifossog Daniel D sem fór samdægurs. Þá fóruReykjafoss, Viðey, Akurey og Nordland Saga. Japanski túnfiskbáturinn Shinei Maru var enn væntanlegur og Jón Baldvinsson kemur til hafnar fyrir hádegi. Meira

Íþróttir

23. ágúst 1995 | Íþróttir | 111 orð

55 leikmenn í leikbann

Aganefnd KSÍ dæmdi í gær 55 leikmenn í bann vegna áminninga eða brottvísunar. Enginn leikmaður úr 1. deild var dæmdur í bann en átta leikmenn úr 2. deildinni og einn úr eldri flokki karla. Ágúst Hauksson, Þrótti fer í bann, Guðmundur Torfason úr Fylki einnig og þeir Sigurjón Þ. Ólafsson, Víkingi, Ragnar B. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 539 orð

Almsick með tvö gull

Franziska van Almsick frá Þýskalandi er þegar búin að hirða tvö gull á Evrópumeistaramótinu í sundi, sem fram ferí Vín í Austurríki. Hún mun líklega ekki láta þar staðar numið því hún hefur fimm gull til viðbótar að verja - vann sex gull og eitt silfur á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Sheffield í Englandi fyrir tveimur árum. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 82 orð

Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks sendi Einar Þór Daníelsson

Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks sendi Einar Þór Daníelsson frá miðju upp vinstri kantinn á Ásmund Haraldsson, sem lék aðeins áfram og sendi síðan þvert fyrir markið á Mihajlo Bibercic á auðum sjó sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Á 67. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 274 orð

Á von á hörkuleik

SKAGAMENN leika í kvöld klukkan 18 á Akranesi seinni leik sinni í Evrópkeppni félagsliða gegn írska liðinu Shelbourne. Fyrri leik liðanna sem háður var ytra lauk með 3:0 sigri ÍA og hafa þeir því vænlega stöðu fyrir leikinn í kvöld. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 95 orð

BJÖRGÓLFUR Guðmundsson

BJÖRGÓLFUR Guðmundssonformaður KR sveif um ganga Laugardalsvallar eftir sigur sinna manna á Grevenmacher. Hann var ekki í vafa um hvernig lið hann vildi í næstu umferð: "Ég vil fá þá bestu strax. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 343 orð

Eigum möguleika

Við erum brattir FH-ingar þrátt fyrir slaka stöðu í deildinni og komum í þennan leik með fullri einbeitingu og ætlum okkur áfram í keppninni. Við vorum klaufar í fyrri að komast ekki áfram og við nögum okkur enn í handarbökin vegna þess og ætlum ekki að láta það endurtaka sig, sagði Ólafur H. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 421 orð

Fyrsti Evrópusigur KR

KR-INGAR unnu sinn fyrsta sigur í Evrópukeppni á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar þeir lögðu Grevenmacher frá Lúxemborg að velli, 2:0, í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa og þar sem úrslit úr fyrri leiknum voru 2:3, eru Vesturbæingar komnir í næstu umferð. Úrslit voru sanngjörn en leiknum sjálfum svipaði til miðlungs fyrstu deildarleiks á Íslandi. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 168 orð

Hlynur kom Örebro áfram

Íslensku knattspyrnumennirnir Guðni Bergson og Hlynur Birgisson skorðu báðir mark fyrir lið sín í gærkvöldi. Guðni og félagar hjá Bolton tómu á móti Newcastle í úrvalsdeildinni ensku og urðu að sætta sig við að tapa 1:3 á heimavelli. Les Ferdinand skoraði tvívegis fyrir Newcastle, fyrst á 17. mínútu og síðan gerði hann þriðja mark liðsins á 84. mínútu. Lee gerði annað markið á 77. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 728 orð

ÍBV - Fram3:2 Hásteinsvöllur, 1. deildarkeppnin, þriðjudagu

Hásteinsvöllur, 1. deildarkeppnin, þriðjudagur 22. ágúst 1995. Aðstæður: Vestan gola og þurrt, gerist varla betra á Hásteinsvelli í Eyjum. Völlurinn mjög góður. Mörk ÍBV: Leifur Geir Hafsteinsson (4.), Tryggvi Guðmundsson (37.). Mark Fram: Þorbjörn Atli Sveinsson (11.). Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 20 orð

Í kvöld

Knattspyrna Evrópukeppnin Akranes:ÍA - Shelbourne18 Hafnarfj.:FH - Glenavon18 1. deild kvenna Akureyri:ÍBA - ÍBV18.30 Kópav.:Breiðab.- Haukar18.30 Valsvöllur:Valur - Stjarnan18. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 258 orð

Ísland í 46. sæti FIFA

ÍSLENSKA landsliðið féll niður um sex sæti á styrkleika alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, við tapið gegn Svisslendingum. Liðið er nú í 46 sæti á listanum - var í 40 sæti í júlí - eftir jafntefli í Svíþjóð og Sigur á Ungverjum, 49 sæti í júní, 42 sæti í maí og 39 sæti um sl. áramót. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 63 orð

Íslenskir róðramenn í

RÓBERT Örn Arnarson og Ármann K. Jónsson kepptu á tvíæringi á heimsmeistarakeppninni í róðri, sem hófst í Tampere í Finnlandi í gær. Þeir félagar kepptu í undanrásum í 2000 m róðri í gær og komu síðastir í mark [7.21,38 mín.] - af þeim þrjátíu, sem tóku þátt. Anthony Edwards og Bruce Hick frá Ástralíu fengu bestan tíma, 6.39,83 mín. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 487 orð

Karl Ómar kærður

KARL Ómar Karlsson, íþróttakennari og kylfingur í Golfklúbbi Eskifjarðar, hefur verið kærður til Golfsambands Íslands fyrir að þiggja laun fyrir golfkennslu. Áhugamannanefnd GSÍ tekur málið fyrir eftir viku og þá kemur í ljós hvort hann missir áhugamannaréttindin. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 67 orð

Kólumbía vill hlaupa í skarði

LANDSLIÐ Kólumbíu er tilbúið að leika vináttulandsleik gegn Englandingum á Wembley, en þegar ljóst var að Englendingar höfðu ákveðið að hætta við leik gegn Króatíu á Wembley. Terry Venables, landsliðseinvaldur Englands, er spenntur fyrir leik gegn Kólumbíumönnum. "Þeir eru með eitt sterkasta landslið Suður- Ameríku og það væri tilvalið að byrja leik gegn þeim á keppnistímabilinu. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 138 orð

KR - Grevenmacher2:0

Laugardalsvöllur, forkeppni Evrópukeppni bikarhafa, þriðjudaginn 22. ágúst 1995. Aðstæður: Gola, um 12 stiga hiti og völlurinn góður. Mörk KR: Mihajlo Bibercic (45.), Salih Heimir Porca (67.). Gult spjald:Gerry Jungblut (1.) fyrir brot, Alves-Silva Lidio (39.) fyrir brot, Elmar Klodt (73.) fyrir brot. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 388 orð

Meistaratitlar mjög á reiki

ÚRSLIT réðust í Íslandsmótinu í kvartmílu á laugardaginn, þegar þriðja og síðasta umferðin fór fram. Keppt var í sjö flokkum, en mótið var haldið til minningar um Jón Kr. Gunnarsson mótorhjólaökumann sem fórst í bílslysi fyrir skömmu. Hann hafði verið framarlega í keppnisakstri á mótorhjólum. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 319 orð

Ókeypis fyrir börn og konur

FH-ingar hafa ákveðið að konur og börn fái frítt á Evrópuleikinn í Kaplakrika í kvöld en þá taka FH-ingar á móti Glenavon í seinni leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Leikur hefst klukkan 18. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 230 orð

Sá sterkasti

STERKASTI maður heims, Magnús Ver Magnússon, bætti tveimur skrautfjöðrum í hatt sinn í stórum erlendum aflraunamótum á dögunum - fyrst í Skotlandi og síðan í Þýskalandi um sl. helgi. Magnús Ver stefnir hraðbyri á að verja titil sinn í keppninni sterkasti maður heims á Bahamaeyjum í október. "Ég tel mig eiga góða möguleika á að verja titilinn á Bahamaeygjum. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 465 orð

Stuð á Eyjamönnum sem eru í þriðja sæti

EYJAMENN skutust í þriðja sæti 1. deildarinnar með 2:1 sigri á Fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Sigur Eyjamanna var sanngjarn og eru þeir nú í ólíkri stöðu miðað við undanfarin ár þegar þeir hafa barist við fall en nú þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af falldraugnum. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 138 orð

Vissum um veikleikana

Við spiluðum betur nú en í útileiknum enda vissum við af veikleikum þeirra eftir fyrri leikinn: að þeir væru sterkari líkamlega og fastir fyrir en seinir í hlaupum enda áttu þeir lítið svar við þversendingum okkar fyrir markið," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR eftir leikinn og var þokkalega ánægður. Meira
23. ágúst 1995 | Íþróttir | 141 orð

Vonuðumst til að fá að ráða ferðinni

Við vonuðumst til að fá að ráða ferðinni og höfðum góðar gætur á sóknarmönnum þeirra," sagði Alfons Jochem þjálfari Grevenmacher eftir leikinn. "Fyrri hálfleikur hjá okkur gekk upp og KR átti varla færi en á 46. mínútu gerum við mistök sem þeir nýta sér svo að í síðari hálfleik þurftum við að gera meira. KR komst þá inní leikinn enda vorum við þá ekki í aðstöðu til að stjórna. Meira

Úr verinu

23. ágúst 1995 | Úr verinu | 393 orð

Ágætur túr hjá Guðbjörginni

GUÐBJÖRG ÍS er væntanleg til hafnar á Ísafirði árdegis í dag með tæplega 60 milljón króna aflaverðmæti eftir rúmlega mánaðar veiðiferð. Að sögn Ásgeirs Guðbjartssonar, skipstjóra, voru þeir að veiðum um 800 mílum suður að Reykjanesi í 20 daga og fengu þar um 600 tonn af karfa upp úr sjó. "Þetta gekk ágætlega og ég er þokkalega ánægður með túrinn. Við fengum allt upp í 70 tonn í hali. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 399 orð

Dýrasta tegundin er í Norður-Atlantshafi

FLESTAR tegundir túnfisks halda sig í heitum sjó við miðbaug. Verðmætasta tegundin, bláuggi, gengur þó í svalari sjó í Norður-Atlantshaf og hefur sést hér við land. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Goodman Shipping Ltd. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 162 orð

Ekki von á verðhækkun í bráð

FISKVERÐ hefur haldist lágt í Evrópu vegna mikils framboðs af ódýrum Eystrasaltsþorski í vor. Seafood International spáir ekki verðhækkun í bráð vegna þess að enn er ódýr Rússaþorskur úr Barentshafi á boðstólum. Dæmi eru um að flök af Eystrasaltsþorski hafi verið seld allt niður í 2 dollara kílóið. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 109 orð

Flök með fleski og lauksósu

FJÖLDI fiskrétta er í Nýju matreiðslubókinni sem Halldóra Eggertsdóttir og Sólveig Benediktsdóttir tóku saman. Í annarri útgáfu frá 1961 er uppskrift að steiktum fiskflökum með fleski og lauksósu. Í réttinn þarf: 1 kg flök Salt 250 gr reykt eða salt flesk 50 gr smjörlíki l mjólk 50 gr. hveiti 50 gr. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 124 orð

Gestir frá Mósambik

FORSTÖÐUMAÐUR Hafrannsóknarstofnunar Mósambik, dr. Imelda Sousa, kom til landsins í gærkvöldi og verður fram á helgina. Með henni í för er Raoul Dias, skipaskoðunarstjóri landsins. Þróunarsamvinnustofnun Íslands skipuleggur heimsóknina en hún hefur ákveðið að leggja Hafrannsóknarstofnuninni í Mósambik til skip sitt Feng. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 694 orð

Glæsileg vinnsla í gömlu húsi

SUÐURNES hf. í Keflavík tóku til starfa síðastliðið haust í gömlu og hrörlegu húsnæði sem hefur ekki verið í notkun síðan Hraðfystihús Keflavíkur var þar með starfsemi síðast, 1987. Það er Stakksvík hf. sem á húsnæðið og hefur gert á því miklar endurbætur en Suðurnes hf. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 253 orð

Greinir á um skiptaprósentu

FYRRVERANDI skipverji á rækjufrystiskipinu Sunnu frá Siglufirði hefur krafist launa sem hann telur sig eiga inni hjá útgerðinni. Gert var upp við hann samkvæmt samningi útgerðar og áhafnar en sjómaðurinn telur að sá samningur hafi verið ólöglegur. LÍÚ hefur, fyrir hönd útgerðarinnar, hafnað kröfum sjómannsins og ætlar að verja málið fyrir dómstólum. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 183 orð

Heldur lægra verð á alilaxi

VERÐ á alilaxi á Evrópumarkaði er heldur lægra en á sama tíma á síðasta ári, að því er fram kemur í Seafood International. Verðið er þó heldur hærra en framleiðendur áttu von á í ljósi mikillar framleiðslu og spádóma um frekari aukningu. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 108 orð

Í útgerð rækjubáta í Mexíkó

ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglufirði og Grandi hf. í Reykjavík eiga helming hlutafjár í útgerðarfélaginu Pesquera Siglo í Guyamas í Mexíkó en það hyggur á útgerð tíu rækjubáta í Kaliforníuflóanum. Mexíkóskur útgerðarmaður á helming hlutafjár á móti íslensku fyrirtækjunum. Þormóður rammi leggur fram 28% hlutafjár og Grandi 22%. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 296 orð

Kaupa hlut Eiríks í Básafelli

Ísafirði - Samningaviðræður um kaup tveggja eigenda rækjuverksmiðjunnar Básafells hf. á Ísafirði á hlut meðeiganda síns, Eiríks Böðvarssonar, eru vel á veg komnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ráðgert að skrifað verði undir samning um kaupin um næstu helgi. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 771 orð

Markaðurinn bíður frétta af loðnuveiðum við Ísland

MARKAÐUR fyrir loðnumjöl er nokkuð stöðugur um þessar mundir og er verðið hærra en á sama tíma í fyrra. Lýsisverðið er mjög hátt. Markaðurinn er hins vegar sveiflukenndur og er fljótur að bregðast við góðum afla eða aflabresti. Nú er mjög litið til loðnuveiða við Ísland. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 963 orð

Matartími hjá þorskinum

DR. BJÖRN Björnsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun vinnur að rannsóknum á fóðrun á villtum þorski á Stöðvarfirði. Verkefnið hófst í fyrrasumar þegar fóður var gefið úr báti úti á firðinum í þrjár vikur. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 185 orð

Norðmenn auka útflutning um 20%

NORÐMENN fluttu út tæp 652 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrstu fimm mánuði þessa árs og er það 20% meira en sömu mánuði á síðasta ári. Mest munar um aukinn útflutning á alilaxi, 27% meira hefur verið flutt út af ferskum og 66% meira af frosnum alilaxi. Meira en helmingur sjávarafurðanna fer til landa Evrópusambandsins, eða liðlega 356 þúsund tonn. Er það 14% meira en í fyrra. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 89 orð

Nýr forstjóri Íshúsfélags

NÝR framkvæmdastjóri tekur við Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. á næstunni og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru líkur á því að það verði Björgvin Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ósvarar hf. í Bolungarvík. Jóhannes G. Jónsson, sem lengi hefur verið framkvæmdastjóri Íshúsfélags Ísfirðinga, hefur samkvæmt upplýsingum blaðsins óskað eftir leyfi frá störfum vegna veikinda. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 491 orð

Segir maður ekki alltaf að það sé tregt?

"HANN er tregur," sagði Páll Vilhjálmsson á krókabátnum Margréti þegar hann lagðist að bryggjunni í Brekkuþorpi. Upp úr bátnum komu 365 kg og spurður að því hvort það teldist tregt svaraði Páll: "Segir maður ekki alltaf tregt þegar maður er spurður?" Fimm bátar eru gerðir út frá Mjóafirði, þar af eru fjórar litlar trillur og einn 11 tonna bátur, Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 1484 orð

Smábátar gegn stjórnmálamönnum

EFTIR AÐ hafa skrifað nokkrar greinar í Verið yfir árin ákvað ég að hvíla mig, hvað þá vegna sumargjafar stjórnmálamanna í vor til smábátaútgerðarmanna. Í stað þess að skrifa í Verið ákvað ég að skrifa grein um vandamál íslenskra útgerðarmanna smábáta í víðlesið erlent blað og er ég nú að vinna að henni. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 306 orð

Starfsfólk ÍS skiptir um störf

NOKKRIR starfsmenn Íslenskra sjávarafurða hf. hafa að undanförnu færst til í störfum hjá fyrirtækinu. Nokkrir eru kynntir hér á eftir, samkvæmt upplýsingum í fréttabréfi ÍS, en aðrir síðar. Elín Þ. Þorsteinsdóttir , sem starfað hefur hjá ÍS frá því í byrjun árs 1991, er farin í ársleyfi frá störfum. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 267 orð

Stefnir í metár

UM ÞRETTÁN bátar frá Suðurnesjum gera út á dragnót í Faxaflóann á sumrin. Veiði hefur verið góð í sumar og gott verð fengist fyrir kolann. Það er oft líf í tuskunum þegar bátarnir koma að landi á kvöldin. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 343 orð

Stríðstæki til öryggis í íslenska smábáta

CYCLOPS-umboðið á Íslandi hefur hafið sölu á nýju öryggistæki fyrir smábáta, Cyclops-radarsvara. Notkun tækisins gerir smábáta sýnilega með ratsjám annarra skipa í allt að 15 sjómílna fjarlægð. Sú tækni sem radarsvarinn byggist á var upphaflega þróuð sem varnartækni í hernaði og var notuð í þyrlum í Falklandseyjastríðinu til að beina ratsjárstýrðum Exocet-eldflaugum frá breskum herskipum. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 281 orð

Stuðlar grálúðu og karfa nærri tvöfaldast

Í VERÐMÆTASTUÐLUM fyrir næsta fiskveiðiár hefur orðið mikil hækkun á mati karfa og grálúðu. Grálúðan verður 1,70 þorskígildi en er 0,88 á þessu fiskveiðiári og karfinn verður 0,80 þorskígildi á móti 0,46 í ár. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 448 orð

Stundum eirðarlaus þegar aðrir fiska

"ÉG VERÐ stundum eirðarlaus þegar aðrir róa, sérstaklega ef vel fiskast. Verð stressaður á því að geta ekki verið að fiska en hef orðið að bæla þessar tilfinningar niður," segir Birgir Albertsson útgerðarmaður Mardísar. Hann hefur gert hlé á veiðimennskunni til að vinna við tilraunaverkefnið með Birni Björnssyni. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 431 orð

Vefengir gildi sérsamnings við áhöfn

FYRRVERANDI skipverji á rækjufrystiskipinu Sunnu frá Siglufirði hefur krafist launa sem hann telur sig eiga inni hjá útgerðinni. Gert var upp við hann samkvæmt samningi útgerðar og áhafnar en sjómaðurinn telur að sá samningur hafi verið ólöglegur. LÍÚ hefur, fyrir hönd útgerðarinnar, hafnað kröfum sjómannsins og ætlar að verja málið fyrir dómstólum. Meira
23. ágúst 1995 | Úr verinu | 108 orð

Verkefnisstjóri fiskvinnslunáms

GÍSLI Erlendsson rekstrartæknifræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri matvælanáms með sérstakri áherslu á fiskiðnað. Náminu er ætlað að leysa af hólmi starfsemi Fiskvinnsluskólansí Hafnarfirði. Fer það fram í húsnæði skólans en undir yfirumsjón Flensborgarskólans. Meira

Viðskiptablað

23. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 282 orð

Murdoch tvöfaldar hagnaðinn

FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKI Ruperts Murdoch í Bretlandi, News International, fagnaði í gær stóraukinni sölu dagblaða og auknum hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta rúmlega tvöfaldaðist og nam 778,7 milljónum punda frá ársbyrjun til 30. júní samanborið við 360,9 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.