Greinar fimmtudaginn 24. ágúst 1995

Forsíða

24. ágúst 1995 | Forsíða | 157 orð

Fólk hneppt í þrældóm

FULLTRÚAR kristilegra samtaka, sem eru nýkomnir frá Súdan, segja að vopnaðir múslimar úr norðurhlutanum hafi hneppt fjölda manna í þrældóm í árásum á þorp kristinna ættbálka í suðurhlutanum. Fulltrúarnir fóru með flugvél í afskekkt hérað í suðvesturhluta Súdans frá Kenýu þótt stjórnin í Khartoum hefði bannað útlendingum að fara á svæðið. Meira
24. ágúst 1995 | Forsíða | 37 orð

Gíslar sýndir í Kasmír

AÐSKILNAÐARSINNAR í Kasmír hafa sent indverskum yfirvöldum myndir af fjórum vestrænum gíslum til að sanna að þeir séu enn á lífi. Indverskur lögreglumaður heldur hér á einni myndanna. Meira
24. ágúst 1995 | Forsíða | 220 orð

Hafði fjarvistarsönnun

SÆNSKA lögreglan sagði í gær að Alsírbúinn, sem var handtekinn í Stokkhólmi vegna sprengjutilræðisins í París 25. júlí, hefði líklega verið í Svíþjóð þennan dag. Maðurinn væri ekki lengur í haldi vegna tilræðisins heldur vegna gruns um brot á innflytjendalöggjöfinni. Lögreglan lagði til við dómsmálaráðuneytið að manninum yrði vísað úr landi. Meira
24. ágúst 1995 | Forsíða | 86 orð

Hamas-liðar handteknir

ÍSRAELSKAR öryggissveitir hafa handtekið tvo liðsmenn Hamas- hreyfingarinnar sem eru grunaðir um að hafa skipulagt sprengjutilræði í rútu í Jerúsalem fyrr í vikunni og í Tel Aviv í júlí. 30 Hamas-menn voru handteknir ásamt forsprökkunum tveimur, Nasser Issa og Hatem Ismail. Talið er að þeir hafi fengið tvo menn til að gera sjálfsmorðsárásir í Ísrael. Meira
24. ágúst 1995 | Forsíða | 258 orð

Hermenn ræna og rupla í búðunum

HERMENN í austurhluta Zaire fóru í gær ránshendi um búðir sem 130.000 flóttamenn frá Rúanda og Búrúndí hafa flúið vegna nauðungarflutninga hersins. Hermennirnir tóku í burtu svefndúka og dýnur, sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hafði séð flóttafólkinu fyrir, og brutu niður kofa til að safna eldivið. Meira
24. ágúst 1995 | Forsíða | 61 orð

Loksins rigning í Lundúnum

LUNDÚNABÚAR fengu í gær fyrstu rigninguna í margar vikur eftir langvinnustu þurrka í 75 ár. Á mörgum svæðum í Bretlandi hafa yfirvöld orðið að grípa til vatnsskömmtunar vegna þurrkanna og fuglafræðingar segja að á annað þúsund álfta hafi drepist af völdum mikils gerlagróðurs í ám og vötnum. Myndin er af ferðamönnum með regnhlífar á Picadilly Circus. Meira
24. ágúst 1995 | Forsíða | 94 orð

Ný sendinefnd skipuð

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ákvað í gær að senda Richard Holbrooke aðstoðarutanríkisráðherra með nýja samninganefnd til landa gömlu Júgóslavíu til að freista þess að koma á friði. Clinton skipaði fjóra menn í nefndina í stað þriggja stjórnarerindreka sem fórust þegar brynvarin bifreið þeirra rann út af fjallvegi á leið til Sarajevo á laugardag. Meira

Fréttir

24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 99 orð

3000 km villa hjá tyrkneskum flugfarþega

TYRKINN Mekhmet Bas ætlaði að fljúga frá Istanbúl til Frakklands, en í staðinn endaði hann í Nizhní Novgorod í miðju Rússlandi, næstum því 3000 km frá áætluðum áfangastað. Fréttastofan Ítar-Tass greindi frá þessu í gær. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

60 ára afmæli kirkjunnar í Garpsdal

HALDIÐ verður upp á 60 ára afmæli Garpsdalskirkju sunnudaginn 27. ágúst nk. með messu í kirkjunni þar sem sr. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey og fyrrum prestur safnaðarins, predikar. Helgaður verður minningarsteinn í kirkjugarði. Að athöfn lokinni er kirkjugestum boðið að þiggja afmæliskaffi í Vogalandi. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Aðalfundir búgreinafélaga

AÐALFUNDUR Landssambands kúabænda verður haldinn að Hvanneyri mánudaginn 28. ágúst og þriðjudaginn 29. ágúst næstkomandi og verður GATT-samningurinn og afleiðingar hans í brennidepli, en þeir Óskar H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf. og Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands munu flytja erindi um málið. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 375 orð

Aðild Eystrasaltsríkja ólíkleg

LÍKLEGT þykir að Eystrasaltslöndin Litháen, Eistland og Lettland tapi baráttu sinni fyrir því að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Nokkur NATO-ríki hafa lagt að þeim að leggja meiri áherslu á inngöngu í Evrópusambandið til að sleppa úr skugga Rússlands, að sögn vestrænna stjórnarerindreka. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Afmælishátíð á Kaffi Reykjavík

VEITINGA- og skemmtistaðurinn Kaffi Reykjavík opnaði í sögufrægu húsi að Vesturgötu 2, fimmtudaginn 24. ágúst 1994 og heldur því upp á eins árs afmæli sitt um þessar mundir. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð frá 24. ágúst til 31. ágúst. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 190 orð

Artic Air Tours yfirtekur starfsemi Emerald

NÝTT félag, Artic Air Tours, hefur verið stofnað til að taka yfir starfsemi Emerald Air með leiguferðir milli Íslands og Bretlandseyja. Er áformað að nýja flugfélagið fari fyrsta leiguflugið milli Keflavíkur og Gatwick-flugvallar í Bretlandi á morgun, föstudag, en flogið verður reglubundið tvisvar sinnum í viku milli þessara staða, þriðjudaga og föstudaga. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Aukin eftirspurn eftir vinnuafli

EFTIRSPURN eftir starfsfólki á vinnumarkaði hefur verið vaxandi undanfarið, að sögn Benjamíns A. Árnasonar hjá ráðningarstofunni Ábendi hf. Hann segir að bæði sé um árstíðabundna eftirspurn að ræða, en einnig hafi framboð á vinnu aukist miðað við í fyrra og hjá Ábendi væri t.d. um 40% aukningu að ræða miðað við árið í heild. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Áhersla lögð á valddreifingu

MARGRÉT Frímannsdóttir sagði á fyrsta fundi frambjóðenda til formanns í Alþýðubandalaginu á Ísafirði í gær, að flokkurinn væri ekki trúverðugur málssvari verkalýðshreyfingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon sagði vinstrimenn þurfa að endurskoða markmið sín. Meira
24. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Bensínsala hjá Hagkaupi

Á FUNDI sínum sl. þriðjudag staðfesti bæjarstjórn Akureyrar samþykkt skipulagsnefndar þess efnis að heimila staðsetningu bensínafgreiðslustöðvar á bílastæði Hagkaups að Furuvöllum 17. Átta bæjarfulltrúar veittu samþykki sitt en þrír sátu hjá. Í bókun skipulagsnefndar eru ítrekaðir allir þeir fyrirvarar sem áður hafi verið gerðir. Leyfi til leikskóla synjað Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Bensínstyrkur staðgreiðsluskyldur

LÍFEYRISÞEGAR sem fá greiddan bensínstyrk frá Tryggingastofnun munu, frá 1. september næstkomandi, þurfa að greiða staðgreiðsluskatt af styrknum hafi þeir ekki nægilega hátt hlutfall skattkorts frá Tryggingastofnun. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Brotist inn í tvo báta

BROTIST var inn í tvo báta sem lágu við Eyjabakka í Grindavík í fyrrinótt, Grindvíking og Albert. Um borð Alberti var lyfjakista tæmd og þjófarnir tóku einnig logsuðutæki og slípirokk sem þeir notuðu til að reyna að brjóta upp hurð á Grindvíkingi. Svo virðist sem rafmagn hafi slegið út og hindrað frekari framgang þeirra. Meira
24. ágúst 1995 | Smáfréttir | 115 orð

DREGIÐ hefur verið í Sumarhappdrætti heyrnarlausra 1995.

DREGIÐ hefur verið í Sumarhappdrætti heyrnarlausra 1995. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1.­5. Vöruúttekt hjá Smith & Norland, hver vinningur á 30.000 kr.: 2530, 2083, 582, 2218, 912. 6.­15. Vöruúttekt hjá Smith & Norland, hver vinningur á 20.000 kr.: 2369, 85, 1322, 163, 1148, 416, 913, 1141, 312, 1475. 16.­25. Meira
24. ágúst 1995 | Smáfréttir | 75 orð

DREGIÐ var úr Krónupotti Bónus Radíó, Grensásvegi 11, Reykjaví

DREGIÐ var úr Krónupotti Bónus Radíó, Grensásvegi 11, Reykjavík, í sumar en í hann fóru nöfn fjölmargra fermingarbarna sem fermdust nú í vor. Vinningshafi er Almar Viðarsson frá Akranesi en honum gafst kostur á að kaupa sér Samsung- hljómtækjastæðu, Samsung- sjónvarp með textavarpi, Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Egilsstaðaflugvöllur varavöllur Færeyja

Egilsstöðum, Morgunblaðið- Vél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways lenti á Egilsstöðum á sunnudag vegna ófærðar í Færeyjum. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn með farþega af ýmsu þjóðerni en mest frá Danmörku. Vélin hafði um tveggja tíma viðdvöl og tók eldsneyti áður en hún hélt af stað aftur til Færeyja. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Endurvarpi á Kristínartinda

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF Líf tók þátt í flytja fólk og búnað á Kristínartinda í Skaftafelli til þess að setja þar upp endurvarpa fyrir VHF. Það voru félagar í björgunarsveitinni Kára í Öræfum og landverðir í þjóðgarðinum sem gengu frá endurvarpanum en hann bætir úr sambandsleysi talstöðva á svæðinu. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 217 orð

Enn von um lausn gíslanna fjögurra

SEGULBANDSUPPTAKA með röddum gíslanna fjögurra, sem enn eru í haldi íslamskra skæruliða í Kasmír, var gerð opinber í gær ásamt ljósmyndum af þeim. Indverskum yfirvöldum barst upptakan og ljósmyndirnar á þriðjudag, en gerði hvort tveggja fyrst opinbert í gær. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Farið eftir tollalögum

BJÖRN Hermannsson tollstjóri sagði að í þessu máli hefði verið farið í einu og öllu eftir þeim reglum sem giltu um vöruinnflutning til landsins, og í þessu tilfelli hefði verið um slíkan flutning að ræða. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 885 orð

Fer ekki héðan án skútunnar minnar

MATHIEU Morverand, sem varðskipið Ægir færði til hafnar í gærmorgun ásamt félaga hans eftir að þeir höfðu tekið skútuna Söru úr Reykjavíkurhöfn aðfaranótt mánudagsins, segir að hann muni fara þess á leit við forstjóra Samskips hf. í dag að fyrirtækið standi straum af kostnaði við að kaupa skútuna af núverandi eigendum, en þeir hafa lýst sig reiðubúna til að selja hana náist samningar um verð. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fíkjutrjám og jukkum stolið

BROTIST var inn í gróðrarstöðina Snæfell við Heiðmörk í Hveragerði og þaðan stolið 19 stórum plöntum, 14 fíkjutrjám og 5 jukkum. Plönturnar eru frá 1 metra á hæð og þær stærstu 4 metri. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 50 orð

Fjárfellir í frosthörkum

MIKLIR kuldar hafa undanfarnar þrjár vikur valdið búsifjum í Santa Cruz-héraði í Argentínu. Rúmleg 100 þúsund búfjár hefur drepist af þessum völdum, til dæmis í bænum Rio Turbio. Snjókoma hefur einnig verið óvenju mikil. Veðurfræðingar hafa varað við því að horfur séu á áframhaldandi snjókomu og hvassviðri. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Flugmálastjórn með í fjölþjóðlegum hæðarmælingum

FLUGMÁLASTJÓRN hefur undirritað fjölþjóðasamning um þátttöku Íslands í hæðarmælingaverkefni vegna flugvéla sem fljúga yfir N- Atlantshaf. Auk Íslands eiga fimm ríki aðild að samningnum: Bandaríkin, Kanada, England, Danmörk og Portúgal, en hann er gerður á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) sem annast eftirlit með samningnum. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Forsetabíll Alþingis

ALÞINGI hefur fest kaup á bíl fyrir Ólaf G. Einarsson forseta Alþingis og er þetta í fyrsta sinn sem Alþingi kaupir bifreið. Þetta er í samræmi við lög um starfskjör forseta Alþingis. Bíllinn er af gerðinni Audi A6 með 2,6 lítra, V-6 vél, sjálfskiptur með vökvastýri og ABS-hemlalæsivörn. Hann kostar 3.380.000 kr. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 444 orð

Frampartar og læri uppistaða kjötfjalls

KJÖTFJALLIÐ í landinu virðist einkum myndað úr frampörtum og lambalærum, sem stafar af því að neysla á súpukjöti og saltkjöti hefur dregist verulega saman. Sala á lambahryggjum gengur hins vegar mun betur. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 102 orð

Frelsa Kínverjar Wu?

KÍNVERSK stjórnvöld hyggjast rétta í máli kínversk- bandaríska andófsmannsins Harrys Wus á næstu dögum með það að markmiði að láta hann lausan, að sögn The Los Angeles Times. Blaðið hefur eftir háttsettum, Meira
24. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Fundað um húsnæðismál

STARFSHÓPUR sem menntamálaráðherra skipaði um byggingamál Háskólans á Akureyri mun koma saman til fundar á næstu dögum til að fjalla um framtíðarskipulag á Sólborgarsvæðinu. Í hópnum sitja Þorsteinn Gunnarsson, Jakob Björnsson, Þórhallur Arason og Örlygur Geirsson. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Fyrirlestur um Árna og handritin

UNDANFARIN sumur hefur Norræna húsið sett saman fyrirlestraröð um Ísland, land og þjóð, menningu, listir, sögu, náttúru og fleira. Fyrirlestrar þessir verða á fimmtudagskvöldum kl. 20 og einkum ætlaðir Norðurlandabúum. Fyrirlestrarnir verða fluttir á einhverju Norðurlandamálanna. Fyrirlesturinn 24. ágúst er seinasti fyrirlesturinn í opnu húsi þetta sumarið. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 38 orð

Fyssa

VATNSLISTAVERKIÐ Fyssa var formlega afhent í Grasagarðinum í Laugardal í gær. Verkið er eftir listakonuna Rúrí, en hún hlaut á síðasta ári fyrstu verðlaun í samkeppni Vatnsveitunnar um gerð vatnslistaverks sem staðsett yrði í Laugardalnum. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 609 orð

Gagnrýni sögð réttmæt

FJÖLDI tölvuáhugamanna hefur sent Morgunblaðinu tölvupóst til að andmæla notkun blaðsins á orðinu Alnet í stað enska heitisins Internet, og er það sagt ótækt af ýmsum ástæðum. Sigrún Helgadóttir formaður orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands segir gagnrýni þessa réttmæta en torvelt sé að finna heppilegt heiti. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 431 orð

Geysileg veiði í Vopnafjarðaránum

MIKIL veiði hefur verið í Vopnafjarðaránum að undanförnu og nýjar göngur verið að ganga inn með vaxandi straumi. Einkum hefur veiðin verið lífleg í Selá, en hinar tvær, Hofsá og Vesturdalsá, hafa einnig verið mjög góðar auk þess sem sjóbleikja hellist nú inn í Vesturdalsá í meira magni en undanfarin ár. Meira
24. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Girnilegt grænmeti

Hildur Arna hefur verið að rækta grænmeti í skólagörðunum á Akureyri í sumar og tekið upp jafnt og þétt eftir því sem tegundirnar þroskast. Útlit er fyrir góða uppskeru og ljóst að grænmetið er búbót fyrir mörg heimili. Meira
24. ágúst 1995 | Miðopna | 2234 orð

Gluggi inn í framtíðina

ÆÐIÐ í kringum Windows 95 er erfitt fyrir þá að skilja sem ekki hafa reynslu af Windows og DOS á einmenningstölvu. Af ýmsum orsökum, sem raktar verða síðar, hefur ríkt eins konar vopnaður friður á milli tölvunotenda sem nota Windows og tölvunnar; þ.e. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Hálf öld frá stofnun Gídeonfélagsins

UM þessar mundir eru liðin 50 ár frá stofnun Gídeonfélagsins á Íslandi. Í tilefni af 50 ára afmælinu hefur m.a. verið gefin út bók, sem ber nafnið "Það er ég sem sendi þig". Höfundur texta bókarinnar er sr. Meira
24. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 195 orð

Hjólað sér til heilsubótar

Húsavík-Heilsuefling á Húsavík, Völsungur og áhugamenn um ferðamál, stóðu fyrir hjólreiðadegi á Húsavík fyrir skömmu í þeim tilgangi að auka notkun reiðhjóla ef menn treystu sér ekki til að ganga því það væri bæði heilnæmari og umhverfisvænni ferðamáti en bíllinn sem menn hefðu notað fullmikið í þeirri veðurblíðu sem verið hefur á Húsavík undanfarnar vikur. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Hlutabréfasjóðir sameinast

Á fjórða þúsund hluthafar eru í nýjum hlutabréfasjóð, Hlutabréfasjóðnum hf. sem varð til við sameiningu Hlutabréfasjóðs VÍB hf. og Hlutabréfasjóðsins hf. Samningar þessa efnis voru undirritaðir í gær. Nýi sjóðurinn verður langstærsti sjóður landsins með 1.200 milljóna króna heildareignir. Markaðshlutdeild verður nálægt 45%, en heildarhlutabréfaeign verður um 600 milljónir á markaðsvirði. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 334 orð

Hróp gerð að Rao

HRÓP voru gerð að P.V. Narashima Rao, forsætisráðherra Indlands, í gær þegar hann kom á vettvang þar sem tvær lestir skullu saman á sunnudag með þeim afleiðingum að 350 manns létu lífið. Hópur reiðra Indverja stóð fyrir framan sjúkrahús eitt og varð að lauma forsætisráðherranum inn um bakdyr til að hann gæti heimsótt 60 manns, sem þar liggja og berjast fyrir lífi sínu. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ingólfur valdi samgöngurnar

EIN af ástæðum þess að Ingólfur Arnarson kaus að setja bú sitt niður í Reykjavík árið 874 var sú, að samgöngur þaðan eru mjög góðar. Þetta kemur fram í kynningu Reykjavíkurborgar á alnetinu. Ef marka má kynninguna hreifst fyrsti landnámsmaðurinn af því, Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

Íslenski kvótinn í tveimur túrum

KAMBARÖST SU 200 frá Stöðvarfirði lóðaði á mikið af fiski 30 mílum vestan við Smuguna. Telur hann líklegt að þorskurinn sé á leið í Smuguna og segir að það beri saman við fréttar af veiðum færeyskra skipa sunnan við Smuguna. Kambaröst fyllti sig á 5 sólarhring og er á leið heim með 180 tonn af ísfiski. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Jöklaferðir ætla að kaupa sína veðurspá

MAGNÚS Jónsson veðurstofustjóri segir að veðurspá fyrir tiltekið svæði sem felur í sér vöktun á svæðinu og viðvaranir til þeirra sem á þeim þurfa að halda kosti um 2.000 kr. á dag. Tryggvi Árnason hjá Jöklaferðum hf. segir að fyrirtækið muni leita eftir samningum við Veðurstofuna um sérstakar veðurspár fyrir það svæði á Vatnajökli þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Meira
24. ágúst 1995 | Miðopna | 41 orð

Kampakátur kaupandi

Fyrsti kaupandi Windows 95, nítján ára Nýsjálendingur, hampar forritinu, en hann keypti það í verslun í Auckland árla morguns. Vegna tímabelta voru Nýsjálendingar þeir fyrstu sem kost áttu á að kaupa stýrikerfið og var örtröð í tölvuverslunum þar í landi. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 430 orð

Klofningur torveldar frið

INNBYRÐIS klofningur í röðum uppreisnarmanna í Tsjetsjníu og rússneskra ráðamanna gerir aðilum erfitt um vik að koma á friði í héraðinu. Rússneska blaðið Sevodnja segir í gær að Tsjetsjenar séu klofnir og hafi engan einn leiðtoga. Ráðamenn í Moskvu séu heldur ekki á eitt sáttir um hver næstu skref í héraðinu skuli verða. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Leiðrétting

"Í Morgunblaðinu 22. ágúst 1995 er grein um flugvélina TF-ISP (Katalínuflugbátinn sem kallaður hefur verið "Pétur gamli") og sagt frá væntanlegum hátíðarhöldum á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn vegna þess að 50 ár eru liðin síðan þessi flugvél braut blað í íslenskri flugsögu með sinni fyrstu ferð milli landa með farþega og íslenska áhöfn. Meira
24. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 139 orð

Lionsklúbburinn reisir upplýsingaskilti

Bolungarvík-Lionsklúbbur Bolungarvíkur hefur sett upp upplýsingaskilti fyrir Bolungarvíkurkaupstað. Upplýsingaskiltið er hið vandaðasta og gefur glöggar upplýsingar um staðsetningu fyrirtækja og stofnana í bænum. Meira
24. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Listasumar

Kombó í Deiglunni Í KVÖLD, fimmtudaginn 24. ágúst, skemmtir Kombó Ellenar Kristjáns í Klúbbi Listasumars og Karólínu í Deiglunni á Akureyri. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er aðgangur ókeypis. Kombóið byrjaði að starfa saman fyrir um tveimur árum og hefur gefið út einn geisladisk. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 289 orð

Líran í ERM fyrir áramót?

GENGI ítölsku lírunnar er komið í jafnvægi á ný og farin að nálgast þau mörk sem gera aðild lírunnar að Gengissamstarfi Evrópu (ERM) mögulega á ný. Telja sérfræðingar J.P. Morgan líklegt að líran verði komin inn í ERM fyrir áramót. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Málinu vísað til umboðsmanns Alþingis

TVÆR mæður sem lögðu fram stjórnsýslukæru vegna synjunar á umsókn sona þeirra um að hefja nám við Menntaskólann í Reykjavík hafa vísað málinu til umboðsmanns Alþingis. Menntamálaráðuneytið felldi þann úrskurð að ekki væri ástæða til að taka hinar kærðu ákvarðanir rektors MR til endurskoðunar eins og kærendur gerðu kröfu um. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

NATO veitir styrki til rannsókna

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ mun að venju veita nokkra ferðamannastyrki til rannsókna í aðildarríkjum bandalagsins. Markmið styrkveitinganna er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á málefnum sem snerta Atlantshafsbandalagið gog er stefnt að útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 373 orð

Neita um vegabréfsáritanir

KÍNVERJAR sögðust í gær áskilja sér rétt til að neita að gefa vegabréfsáritanir til umsækjenda sem teldust vera ógn við ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna, sem haldin verður í Kína í næsta mánuði. Segjast Kínverjar þó einungis hafa hafnað mjög fáum umsóknum. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Nýr yfirlæknir Sjúkrahúss Skagfirðinga

ÓLAFUR R. Ingimarsson hefur verið ráðinn yfirlæknir við Sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðárkróki frá 1. júlí sl. Ólafur er fæddur á Sauðárkróki 30. janúar 1950, sonur hjónanna Engilráðar Sigurðardóttur og Ingimars Bogasonar. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 365 orð

Opnar söluskrifstofu í Kóreu

SILFURTÚN hf. áformar að opna sölu- og markaðsskrifstofu í Kóreu í byrjun næsta mánaðar. Tilgangurinn er að bæta þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins á þessu markaðssvæði jafnframt því sem skrifstofan verður notuð til aukinnar markaðssetningar í Austur- og Suðaustur-Asíu. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Ógnaði manni með hnífi

MAÐUR var handtekinn á Selfossi í gær fyrir að hóta öðrum manni með hnífi. Sá sem fyrir hótuninni varð hafði auga með húsi nágranna síns sem er á ferðalagi og varð var við mann reyna að komast inn um útidyrnar. Hann fór til hans og spurði hvaða erindi hann ætti í húsið. Þá dró ofbeldismaðurinn upp hníf og skipaði honum að hypja sig í burtu hvað hann gerði. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð

Óskað eftir áliti um vanhæfi

VARNARMÁLASKRIFSTOFA utanríkisráðuneytisins hefur óskað eftir áliti embættis ríkislögmanns vegna ásakana starfsmannahalds Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli um meint vanhæfi Kaupskrárnefndar, en nefndin úrskurðar um launakjör íslenskra starfsmanna Varnarliðsins og tekur hún mið af viðmiðunarhópum á almennum vinnumarkaði. Kaupskrárnefnd hefur m.a. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Ósætti í Danmörku um hugmyndina

HUGMYNDINNI um vinnuhóp innan Evrópusambandsins um utanríkismál hefur skotið upp víða og er nú rædd í Danmörku. Slíkur hópur hefur verið kallaður vísir að utanríkisráðuneyti ESB. Flokkur Niels Helveg Petersens utanríkisráðherra, Róttæki vinstriflokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til hugmyndarinnar. Meira
24. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Prjón og hönnun í Punktinum

HANDVERK-reynsluverkefni, Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Punkturinn halda kynningu og litskyggnusýningu á prjónahönnun og peysuframleiðslu finnska textílhönnuðarins Sirkka Könönen í Punktinum á Gleráreyrum á Akureyri föstudaginn 25. ágúst. Meira
24. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Rafveitan lækkar gjaldskrána

ENDURSKOÐUÐ fjárhagsáætlun Rafveitu Akureyrar 1995 hefur verið afgreidd frá bæjarstjórn. Samkvæmt henni hækka rekstrartekjur um 31,4 milljónir króna og rekstrargjöld um 8,5 milljónir. Tekjur Rafveitunnar verða þá 100 milljónum kr. hærri en gjöldin og ljóst að fjárhagsstaða veitunnar er traust. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Rebbarnir fengu veisluna

NÝLEGA skeði það við Haffjarðará að þegar veiðimaður kom að bíl sínum við eyðibýlið Heiðarbæ sá hann að tveir ungir refir voru skammt frá bílnum og störðu á lax sem félagi mannsins hafði skilið eftir. Voru rebbarnir svo uppteknir af því að glápa á laxinn að þeir viku með tregðu í burtu. Sterkur vindur hafði borið þeim lyktina af laxinum og æst í þeim löngun í góðan málsverð. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 788 orð

Rétturinn er barnsins

Íslensk ættleiðing er félagsskapur fólks sem hefur ættleitt og vill ættleiða börn erlendis frá. Félagið var stofnað árið 1978 þegar tvö félög sem áður störfuðu á þessum vettvangi sameinuðust. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 165 orð

Samkoma og kaffisala í Kaldárseli

ÁRLEG samkoma og kaffisala sumarstarfs KFUK og KFUM í Hafnarfirði verður í sumarbúðunum í Kaldárseli ofan Hafnarfjarðar sunnudaginn 27. ágúst. Samkoman hefst kl. 14.30 og segja starfsmenn sumarsins frá starfinu. Einnig flytur Friðrik Hilmarsson, sem sæti á í stjórn starfsins, hugvekju. Að samkomunni lokinni hefst kaffisalan og verður hægt að fá kaffi og meðlæti til kl. 22 um kvöldið. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Seiðin talin

RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson er nú í árlegum seiðatalningarleiðangri. Skipið fór út 8. ágúst, suður um land og er nú á Húnaflóa, að sögn Sveins Sveinbjörnssynar leiðangursstjóra. Sveinn segist ekki geta gefið upplýsingar um rannsóknirnar fyrr en undir mánaðarmót, að loknum leiðangri. Áætlað er að skipið komi til hafnar 30. ágúst. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 1011 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

SPAUGSTOFAN kemur fram fimmtudaginn 24. ágúst í Hvammstanga og hefst dagskráin kl. 21. Föstudaginn 25. Miðgarður kl. 21, laugardaginn 26. Ólafsfjörður kl. 14, Siglufjörður kl. 21, sunnudagur 27. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 312 orð

Slætti lokið er bóndinn kom að

"ÞEGAR ég kom að túninu á sunnudag var þegar búið að slá og heyið allt horfið, utan 3-4 rúllur. Þetta er hreinn og klár þjófnaður og ég kærði málið til lögreglunnar," sagði Kristinn Þór Egilsson, bóndi á Hnjóti í Örlygshöfn, í samtali við Morgunblaðið. Sr. Hannes Björnsson sagði að héraðsnefnd Barðastrandarprófastsdæmis hefði jörðina á leigu, þar á meðal þetta tún, og hefði heimilað slátt á Meira
24. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 339 orð

Straumur norður á skömmum tíma

HITAMUNUR dags og nætur er nú orðinn mikill eða 10-20 stig víða á Norðurlandi. Hásumarið er liðið og haustbragur kominn á ferðaþjónustuna. Á Akureyri virðist ferðamannasumarið hafa verið stutt en gott og sérstaklega var mikil gróska í ferðaþjónustunni frá því um 20. júlí til 20. ágúst þegar veðurblíðan hélst nánast stöðug og seiddi til sín ferðalanga úr volkinu á Suðvesturlandi. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Sundbakkahelgi í Viðey

FRAMUNDAN er Sundbakkahelgi í Viðey. Hún er haldin á hverju sumri og þá er Viðeyingafélagið með opið hús og kaffisölu austur á Sundbakka, en svo er nefndur austurhluti eyjarinnar, gegnt Gufunesi. Saga hans er merkur þáttur í atvinnusögu Íslendinga í upphafi 20. aldar. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Súðavík að rísa

GRUNNUR að fyrsta húsinu í nýrri byggð í Súðavík var steyptur í gær. Það er Garðar Sigurgeirsson byggingameistari sem reisir húsið. Hús, sem hann byggði á síðasta ári í gömlu byggðinni, verður flutt á grunninn. Bygging hússins var langt komin þegar snjóflóð féll á byggðina. Framkvæmdir voru þá stöðvaðar og ákveðið að færa húsið á öruggari stað. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sýningu um hippa að ljúka

NÚ fer sýningunni, Það er svo geggjað, sem sett var upp á Árbæjarsafni 1992 og fjallar um tímabilið 1968­72, senn að ljúka. Í tilefni þess verður 27. ágúst tileinkaður sýningunni og verður m.a. boðið upp á leiðsögn um hana kl. 14­16. Rokkóperan "Jesus Christ Superstar" naut vinsælda á þessum árum og þótti ógnun við hin ríkjandi gildi. Á sunnudaginn kl. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Sökklar að fyrsta húsinu steyptir í gær SÖKKLAR að fyrsta húsinu í nýrri Súðavík voru steyptir í gær. Framkvæmdir við byggðina

SÖKKLAR að fyrsta húsinu í nýrri Súðavík voru steyptir í gær. Framkvæmdir við byggðina eru nú að komast í fullan gang og verða grunnar að 12 húsum steyptir á næstu dögum. Fyrri áfanga gatnaframkvæmda er lokið og seinni áfanganum verður lokið í næsta mánuði. Almenn bjartsýni ríkir í Súðavík, en íbúar þar hafa beðið í allt sumar eftir að fá að hefja framkvæmdir. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Trimmað að Reykja-lundi á laugardag

REYKJALUNDARHLAUPIÐ '95 verður haldið laugardaginn 26. ágúst. Hlaupið hefur verið haldið sjö síðastliðin ár og tekist afar vel. Í fyrra tóku hátt í þúsund manns þátt í þessu trimmi. Hér er um almenningshlaup að ræða sem Reykjalundur gengst fyrir í samvinnu við SÍBS, Búnaðarbankann og Íslandsbankann í Mosfellsbæ. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Túnfiskveiðar 600 mílum suður af Íslandi

JAPANSKI túnfisktogarinn Shinei Maru Nr. 85 kom til hafnar í Reykjavík í gær. Skipið kom til landsins til að taka olíu og vistir. Að sögn Tetsuo Kubo skipstjóra voru þeir að veiðum um 600 mílur suður af landinu en vanalega séu þeir að túnfiskveiðum suður af Nýfundnalandi og í Miðjarðarhafinu. Þeir væru hinsvegar að reyna fyrir sér norðar núna. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

Tvær preststöður auglýstar

BISKUP Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Setbergsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Setbergsprestakall er á norðanverðu Snæfellsnesi og er Grundarfjörður þekktasta byggðin innan þess. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 401 orð

Tyrkneskir þingmenn smeykir við Hasip Kaplan

TYRKNESKI þingmaðurinn Uluç Gürkan segist þeirrar skoðunar að Sophia Hansen eigi að skipta um lögmann þar sem Hasip Kaplan lögmaður hennar noti mál hennar í pólitískum tilgangi. Sigurður Pétur Harðarson, stuðningsmaður Sophiu, vísar því á bug og segir að Kaplan sé mjög fær lögmaður og njóti virðingar víða í Evrópu vegna starfa sinna í þágu mannréttinda. Meira
24. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 527 orð

Uppljóstranir um áflog og ýfingar í Hvíta húsinu

MARLIN Fitzwater var blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta í tíu ár (1982-1992) og nú er að koma út bók eftir hann, þar sem skyggnst er bak við tjöldin. Í bókinni er lýst ágreiningi og rifrildum, hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í innsta hring í Hvíta húsinu og hvernig þeir ganga stundum alls ekki. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Upplýsingar um Perthes sundurleitar

FORELDRAR Perthesveikra barna funduðu fyrir skömmu og ræddu stofnun sérstaks foreldrafélags. Þar kom fram að fólki þykir upplýsingar um orsakir og afleiðingar sjúkdóminn og um réttindi barnanna og fjölskyldna þeirra mjög sundurlausar. Meira
24. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Úrskurði um hávaða áfrýjað

LÖGMAÐUR Hótel KEA hefur áfrýjað til stjórnar Hollustuverndar ríkisins þeim úrskurði Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar að forsvarsmönnum hótelsins beri að gera ráðstafanir til að draga úr hávaða vegna dansleikjahalds. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 219 orð

Útivist unga fólksins styttist

UNGLINGUM, sem safnast saman fram á nótt í miðbæ Reykjavíkur, hefur fjölgað undanfarið, líkt og gerist á hverju hausti áður en skólar byrja. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að búast megi við að kvöldferðum unglinganna fækki eftir 1. september, en þá tekur við "vetrartími" í útivist barna og ungmenna. 12 ára börn og yngri mega þá vera á ferli til kl. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 360 orð

Verða að rýma húsnæði í eigu borgarinnar

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að fyrirtækið Vikur hf. sem leigt hefur húsnæði í eigu borgarinnar í gömlu loðnubræðslunni við Klett síðan 1993, hafi ekki staðið í skilum með leigu og fyrirheit forsvarsmanna þess hafi ekki verið efnd. Fyrirtækið eigi því að rýma húsnæðið hið fyrsta. Meira
24. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

Yfirheyrð um öryggismál -brotist inn skömmu síðar

BROTIST var inn á heimili konu í Reykjavík um síðustu helgi og stolið m.a. sjónvarpi og myndbandstæki. Nokkrum dögum áður hafði maður hringt í konuna, kynnt sig sem starfsmann öryggisþjónustunnar Vara og spurt hana í þaula um öryggismál heimilisins. Meira
24. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Yfirlögregluþjóns beðið

ENN hefur ekki verið gengið frá ráðningu yfirlögregluþjóns á Akureyri en stefnt var að því að ráða í stöðuna í lok síðustu viku. Nýr yfirlögregluþjónn á að taka til starfa 1. september. Þær upplýsingar fengust hjá Sigurði Tómasi Magnússyni í dómsmálaráðuneytinu í gær að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra væri að fara yfir umsóknir um stöðuna en ekki væri búið að velja mann í embættið. Meira
24. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 139 orð

Þá var ekki spurt

Húsavík-"Þá var ekki spurt hvort línan óprýddi landslagið, þegar þessi staur var settur niður en hann mun hafa staðið á Hólasandi í tæp 90 ár eða síðan 1906 er landsímalínan var lögð frá Seyðisfirði norður um land og til Reykjavíkur," sagði Jón Pétursson, bóndi og póstur í Árhvammi, Laxárdal. Meira
24. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 371 orð

Ætlum að fá gæðastimpil ESB

STEFNT er að því að sláturhús Sláturfélags Suðurlands fái löggildingu sem útflutningssláturhús og uppfylli ýtrustu kröfur ESB um hollustuhætti og heilbrigði. Framkvæmdir hafa staðið yfir í sláturhúsinu frá því í maí og miða þær allar að því að bæta aðstæður í húsinu til útflutnings á fersku kjöti. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um 40 milljónir króna. Meira

Ritstjórnargreinar

24. ágúst 1995 | Leiðarar | 810 orð

ATVINNULEYFI FYRIR ÚTLENDINGA

leiðari ATVINNULEYFI FYRIR ÚTLENDINGA áll Pétursson, félagsmálaráðherra, hefur tekið þá afstöðu að fara sér hægt í veitingu atvinnuleyfa til útlendinga og rökstyður hana með því, að á meðan nokkur þúsund Íslendingar gangi atvinnulausir sé eðlilegt, að þeir gangi fyrir um vinnu í eigin landi. Meira
24. ágúst 1995 | Staksteinar | 358 orð

Staksteinar»Evrópuraunir Miðflokksins Sænski Miðflokkurinn hefur ák

Sænski Miðflokkurinn hefur ákveðið að nota óvenjulegt slagorð í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningarnar í næsta mánuði. Eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti þess. Aulalegt njá Meira

Menning

24. ágúst 1995 | Menningarlíf | 580 orð

Heiðarleikinn er lykillinn að hláturtaug mannsins

DOROTHEA Coelho er grínisti. Hún stendur á sviði og segir gamansögur. Hún virðist raunar ekki gera mikinn greinarmun á hinu hefðbundna leiksviði og leiksviði lífsins sem við stöndum öll á daginn út og inn; er sífellt með gamanyrði á vör, veltir upp skoplegum hliðum á öllum hlutum - og hlær og hlær. Hún er eins og fædd í hlutverkið. Meira
24. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 60 orð

Hringnum lokað

DJASSTRÍÓ Hilmars Jenssonar lauk tónleikaferð sinni um landið með tónleikum á Jazzbarnum síðastliðið fimmtudagskvöld. Meðlimir þess eru Hilmar Jensson, sem leikur á gítar, Chris Speed saxófónleikari og Jim Black trommuleikari. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SÓLEY, Áslaug og Brynja sjást hér ásamt honum Skúla. Meira
24. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 226 orð

Íhaldssamur leikari

ANDY Garcia er ekki venjuleg kvikmyndastjarna. Hann er lítið fyrir allt umstangið sem fylgir leikferli í Hollywood og vill helst ekki baða sig mikið í sviðsljósinu. Ferill hans hófst með hlutverki í myndinni "8 Million Ways To Die", þar sem hann lék fíkniefnabarón. Honum þótti farast það svo vel úr hendi að lengi vel fékk hann ekki öðruvísi hlutverk. Meira
24. ágúst 1995 | Menningarlíf | 243 orð

Kóngur rís

SKÁLDSKAPUR í ræðu, tónum og leik er á dagskrá Óháðrar Listahátíðar í kvöld kl. 20.30 í Iðnó. Fram koma rithöfundarnir Bragi Ólafsson, Hallgrímur Helgason, Sigfús Bjartmarsson, Sindri Freysson og Þorvaldur Þorsteinsson auk hljómsveitarinnar Súkkats og leikarans Vals Freys Einarssonar sem flytur tvo frumsamda einleiki í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar, Barnamanninn og Götumannninn. Meira
24. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Leikhúslög í Iðnó

ÓHÁÐ listahátíð er í fullum gangi þessa dagana. Á föstudaginn var söng söngkonan Yngveldur Ýr Jónsdóttir leikhúslög í Iðnó, höfuðstöðvum hátíðarinnar, við undirleik Bjarna Jónatanssonar. Gestirnir, sem voru fjölmargir, gáfu sér tíma til fyrirsætustarfa er ljósmyndari Morgunblaðsins mætti á staðinn. Meira
24. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 374 orð

Lifur fundin?

AÐ SÖGN fjölmiðla í Los Angeles gekkst Larry Hagman, sjónvarpsgoðsögnin sem lék J.R. Ewing í Dallas, undir lifrarígræðslu í gærmorgun. Aðgerðin, sem vonast er til að bjargi lífi hans, fór fram á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Meira
24. ágúst 1995 | Bókmenntir | 671 orð

Lunkin en langdregin

eftir Ingólf Steinsson. Tunga 1995 - 246 bls. HVER er hann annars þessi ég? Þetta er eitt helst leiðarhnoðað í þessari fyrstu skáldsögu kennarans og tónlistarmannsins Ingólfs Steinssonar. Ekkert sérstaklega frumleg spurning en alltaf jafn knýjandi. Aðalpersóna sögunnar er Eyjólfur Eiríksson, sonur kennara og kommúnista í þorpi austur á landi. Meira
24. ágúst 1995 | Menningarlíf | 227 orð

Menning á dönskum dögum

Á DÖNSKUM dögum sem haldnir voru í Stykkishólmi helgina 18.­20. ágúst var fjölbreytt dagskrá á listasviðinu. Fjórar listsýningar voru auk tónleika og listagallerí var opið. Hólmfríður Hildimunardóttir, sem er rúmlega 80 ára, sýndi muni sem hún hefur unnið á síðustu árum úr hörpudiski og skeljum. Þar kemur fram ótrúlega fallegt og fínlegt handbragð hjá þessari gömlu konu. Meira
24. ágúst 1995 | Menningarlíf | 152 orð

Námskeið í hleðslulist

NÁMSKEIÐ verður haldið í hleðslulist og gerð landslagslistaverka í Grindavík næstu vikur eða til 21. september. Þá verður uppskeruhátíð haldin á jafndægri á hausti og blótað í hofinu. Unnið verður áfram að byggingu hofsins og umhverfi þess. Geta má þess að hofið er helgað einingu jarðarinnar, jarðarbúa og lífsins á jörðinni. Það er hof Urðar. Meira
24. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 77 orð

O'Donnell í Klefanum

LEIKARINN ungi Chris O'Donnell hefur samið um að leika í spennumyndinni Klefanum eða "The Chamber". Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Johns Grishams. Hún fjallar um hvítan kynþáttahatara sem dæmdur er til dauða fyrir morð á tveimur ungum gyðingum. Hann ræður ungan lögfræðing (O'Donnell) sem hvorugur veit að er barnabarn hans. Meira
24. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 172 orð

Par áratugarins

ANTONIO Banderas og Melanie Griffith eru talin vera Hollywood- par áratugarins. Þau voru viðstödd frumsýningu myndarinnar "Desperado" síðastliðinn mánudag og daginn eftir héldu þau upp á 10 ára afmæli sonar Melanie, Alexanders, í Disneylandi. Meira
24. ágúst 1995 | Menningarlíf | 130 orð

Skemmtun í tali og tónum

SÓLRÚN Bragadóttir óperusöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari skemmtu Húsvíkingum sl. föstudagskvöld með eftirminnilegu tali og tónum. Þau höfðu ekki hefðbundið tónleikaform á þessari skemmtun, heldur skýrðu fyrir áhorfendum þau ljóð og lög, sem þau fluttu og settu fram sínar hugmyndir um þau á sinn hátt. Meira
24. ágúst 1995 | Menningarlíf | 101 orð

Trompet og orgel á hádegistónleikum

Á VEGUM sumartónleika Hallgrímskirkju verða síðustu hádegistónleikar sumarsins í kirkjunni fimmtudaginn 24. ágúst og laugardaginn 26. ágúst. Tónleikarnir hefjast kl. 12 báða dagana og standa í hálfa klukkustund. Að þessu sinni koma fram trompettleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju. Meira
24. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 101 orð

Töðugjöld á Hellu

MIKIÐ fjölmenni var á Töðugjöldum á Hellu síðastliðna helgi og lék veðrið við gestina á föstudag og laugardag. Margt var til skemmtunar, allt frá plægingakeppni og ýmiss konar atriðum á vegum bænda til leiksýningar og harmonikkuballs með kráarstemningu. Margar þúsundir manna litu við á Gaddstaðaflötum á hátíðinni. Meira
24. ágúst 1995 | Menningarlíf | 301 orð

Vatnslistaverkið Fyssa

FORMLEG afhending vatnslistaverksins Fyssu fór fram í Grasagarðinum í Laugardal í gær. Fyssa er verk listakonunnar Rúríar, en hún hlaut á síðasta ári fyrstu verðlaun í samkeppni Vatnsveitunnar um gerð vatnslistaverks sem staðsett yrði í Laugardalnum. Orðið Fyssa er samstofna orðinu foss og byggist grunnhugmynd verksins á þeim reginöflum sem sífellt eru að verki í náttúru Íslands. Meira
24. ágúst 1995 | Menningarlíf | 294 orð

Vetrarstarf Kórs Langholtskirkju

UM ÞESSAR mundir er Kór Langholtskirkju að hefja vetrarstarfið. Kórinn byrjar starfsárið með því að taka þátt í styrktartónleikum Orgelsjóðs Langholtskirkju í byrjun október. Á þeim tónleikum verður slegið á létta strengi, en auk kórsins koma fram fjölmargir flytjendur, m.a. Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks D. Kristinssonar. Meira

Umræðan

24. ágúst 1995 | Aðsent efni | 889 orð

Aðild Íslands að Evrópusambandinu ekki hafnað

Aðild Íslands að Evrópusambandinu ekki hafnað Það er því mjög gróft hjá blaðamanni Morgunblaðsins, Kjartani Magnússyni, að túlka setninguna á þann veg að aðild Íslands að Evrópusambandinu hafi verið hafnað af ungu sjálfstæðisfólki, segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir og spyr, Meira
24. ágúst 1995 | Velvakandi | 476 orð

ESTFJARÐAKJÁLKINN hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn, þar á

ESTFJARÐAKJÁLKINN hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn, þar á meðal margar fagrar náttúruperlur, sem vert er að leggja leið sína til og skoða í ró og næði. Einn hængur er þó á að slík ferðalög verði náttúruunnendum á venjulegum fólksbílum til þess yndisauka sem búast mætti við. Það er ástand þjóðveganna sem víða er vægast sagt ansi bágborið. Meira
24. ágúst 1995 | Velvakandi | 276 orð

Graig Sherhold er látinn VELVAKANDI var beðinn um að koma þessari ti

VELVAKANDI var beðinn um að koma þessari tilkynningu á framfæri þar sem sífellt berast nafnspjöld frá fyrirtækjum til þessa drengs. Graig Sherhold var 17 ára gamall drengur í Bandaríkjunum sem var með krabbamein og átti þá æðstu ósk að komast í Heimsmetabók Guiness sem sá sem hefur safnað flestum nafnspjöldum. Meira
24. ágúst 1995 | Velvakandi | 535 orð

Hljómlistarfólk og hagsmunabarátta

LISTAFÓLK og verk þess er eitt af mikilvægustu undirstöðum menningar hverrar þjóðar. Andlit hennar gagnvart öðrum þjóðum. Það er ómissandi þáttur í andlegri uppbyggingu og gefur lífinu gildi sköpunar og gleði. Það er áhrifavaldur í samskiptum þjóða. Ísland býr sérstaklega vel hvað varðar listafólk á öllum sviðum, en best er allt og fjölbreytilegast, sem að hljómlist lýtur. Meira
24. ágúst 1995 | Aðsent efni | 583 orð

Hornablástur og ráðdeildarsemi

NÝLEGA urðu mikil mótmæli vegna nafngiftar í bæ einum hér á landi. Mótmælin voru með kröftugasta móti og þeyttu bæjarbúar bílflautur og lýstu heitri andstöðu við nýja nafnið. Þetta er svo sem eðlilegt enda kenna menn sig gjarna við nafn heimabæjar síns. Meira
24. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1138 orð

Í tilefni frumvarps til sóttvarnarlaga og sofandi umræðu um alnæmi

FRAM hefur verið lagt á Alþingi frumvarp til sóttvarnarlaga. Furðu hljótt hefur verið um þetta frumvarp. Í því er m.a. annars gert ráð fyrir að hægt verði að svipta einstakling frelsi ef hann fer ekki eftir settum umgengnisreglum. Meira
24. ágúst 1995 | Aðsent efni | 500 orð

Mývatnssveitin á að vera eign okkar allra

Í JÚNÍMÁNUÐI var enn einu sinni sagt frá því í fjölmiðlum að bændur í Mývatnssveit hefðu rekið fé á afrétt of snemma að mati Landgræðslunnar, þar sem gróður væri næstum enginn kominn og svæðið yrði því fyrir skemmdum. Það er að verða árviss ósómi í fallegustu sveit landsisn. Meira
24. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1192 orð

Opin og lýðræðisleg vinnubrögð hjá stjórn SVR

Í GREIN sem birtist í Morgunblaðinu 17. þessa mánaðar eftir Jens Ólafsson, sem unnið hefur sem sumarafleysingarmaður hjá SVR, er fjallað með þeim hætti um málefni Strætisvagna Reykjavíkur að nausynlegt er að leiðrétta margvíslegan misskilning sem fram kemur í greininni. Þegar Reykjavíkurlistinn tók við stjórn SVR má segja að hálfgert stríðsástand hafi ríkt innan fyrirtækisins. Meira
24. ágúst 1995 | Aðsent efni | 907 orð

Reglur annarra ríkja um skaðabætur fyrir líkamstjón

AÐ UNDANFÖRNU hafa átt sér stað umræður um iðgjöld íslensku vátryggingafélaganna af bílatryggingum og samanburður á fjárhæð þeirra við fjárhæð iðgjalda af sams konar vátryggingum erlendis. Tilefnið var athugun FÍB, sem sýndi hærri iðgjöld hér á landi en í nágrannaríkjunum. Meira
24. ágúst 1995 | Aðsent efni | 585 orð

Rúsínur frá Kaliforníu verða seint íslenskar

UNDANFARIÐ hefur birst í hinum ýmsu dagblöðum röð auglýsinga frá þekktri sælgætisgerð á höfuðborgarsvæðinu og er birting þeirra tengd 25 ára starfsafmæli fyrirtækisins. Það var þó ekki útlit þeirra heldur textinn sem óneitanlega fékk marga til að staldra við. Í auglýsingunni stóð: "Innflutningur hjálpar ekki íslenskum heimilum. Við höfum reynsluna af EFTA. Veljum íslenskt. Meira
24. ágúst 1995 | Velvakandi | 643 orð

Stöndum undir nafni, Vestfirðingar

VESTFIRÐINGUR, þetta nafn á að endurspegla kraft og þor, kjark og áræði hvað sem á dynur, en ekki þó síst hæfni til að taka réttar ákvarðanir á réttri stundu í takt við náttúru Vestfjarða sem enga linkind leyfir og allra síst eirir neinu sem beygir af í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og sigrast á erfiðleikum. Meira
24. ágúst 1995 | Aðsent efni | 682 orð

Verðmætasköpun og lífskjör

Nýlega var birt ný skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, um stuðning við íslenskan landbúnað, annars vegar um bein framlög og hins vegar svokölluð reiknuð markaðsvernd, en með því er átt við mismun á verði íslenskra búvara og heimsmarkaðsverði sömu vara. Meira
24. ágúst 1995 | Velvakandi | 224 orð

Þakkir til íslenskra stjórnvalda og björgunarsveita á Vestfjörðum

RÆÐISMANNSSKRIFSTOFA Spánar hefur verið beðin um að koma eftirfarandi þakklæti og athugasemd á framfæri við íslensk yfirvöld og leitarmenn björgunarsveita á Vestfjörðum frá spænsku ferðamönnunum sem leitað var að á Drangajökli í júlí sl. Hr. Juan Gascón Vallés og Maria Pilar Doz Mora vildu þakka öllum þeim sem leituðu þeirra á Drangajökli í óveðri sem gekk þar yfir dagana 6.­7. júlí sl. Meira

Minningargreinar

24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 228 orð

Aðalheiður Fanney Jóhannsdóttir

Hún elsku amma okkar hefur nú kvatt okkur eftir erfið veikindi. Við vitum að nú hefur hún fengið hvíldina sem var kærkomin. Við kveðjum hana með söknuði í hjarta því hún gaf okkur svo mikið. Við viljum í örfáum orðum fá að þakka henni fyrir allar þær yndislegu samverustundir sem við áttum með henni. Barnabarnbörnin áttu hug hennar allan hin síðari ár. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 765 orð

Aðalheiður Fanney Jóhannsdóttir

Þegar árin líða og fullum þroska er náð gefast æ fleiri tilefni til að líta um öxl og spyrja spurninga. Hver er ég? Hvað hefur mótað mig? Öll eigum við okkar minningar tengdar persónum sem hafa mótað okkur, skilið eitthvað eftir í hjarta okkar, eitthvað sem við búum að alla tíð síðan. Verðmæti sem fylgja okkur hvert á land sem er. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 76 orð

AÐALHEIÐUR FANNEY JÓHANNSDÓTTIR

AÐALHEIÐUR FANNEY JÓHANNSDÓTTIR Aðalheiður Fanney Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 1. maí 1908. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 10. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Helga Bjarnadóttir og Jóhann Árnason. Aðalheiður átti fjögur systkini. Eru það Helgi, látinn, Árni, Sigurjóna og Guðríður. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 97 orð

ANNA LILJA EINARSDÓTTIR

ANNA LILJA EINARSDÓTTIR Anna Lilja Einarsdóttir var fædd í Reykjavík 24. júlí 1963. Hún lést á Long Island 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einara Magnúsdóttir og Einar Ásgeirsson en þau búa í Maryland í Bandaríkjunum. Bróðir Önnu Lilju heitir Ásgeir, fæddur 26. mars 1962, og er hann giftur Tricia Ásgeirsson. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 736 orð

Björn Gunnlaugsson

Í dag fer fram í Dómkirkjunni minningarathöfn um frænda minn, Björn I. Gunnlaugsson, sem lést heima hjá sér í Flórída sl. haust. Fær hann síðan að hvíla í íslenskri mold við hlið móður sinnar, föður og fóstru. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 38 orð

BJÖRN I. GUNNLAUGSSON

BJÖRN I. GUNNLAUGSSON Björn I. Gunnlaugsson skipstjóri fæddist í Reykjavík 18. október 1918. Hann lést 17. október síðastliðinn í Northridge-sjúkrahúsinu í Fort Lauderdale í Flórída og fór útför hans fram frá Christ Lutheran Church í Fort Lauderdale 19. október. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 915 orð

Georg Gíslason

Georg Gíslason var fæddur í Vestmannaeyjum 24. ágúst 1895, sonur sæmdarhjónanna Gísla Lárussonar og Jóhönnu Árnadóttur sem allan sinn búskap bjuggu í Stakkagerði í Vestmannaeyjum. Gísli var sonur Lárusar, bónda og hreppstjóra Jónssonar á Búastöðum í Vestmannaeyjum og konu hans Kristínar Gísladóttur. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 294 orð

Jóna Guðbjörg Tómasdóttir

Elsku amma mín er búin að kveðja þennan heim. Hún kvaddi með stuttum fyrirvara þrátt fyrir háan aldur. Allt til hins síðasta var hún skýr og fylgdist með hvað fjölskyldumeðlimir voru að aðhafast. Sérstaklega spurði hún um Bjarka Ágúst, yngsta langömmubarnið, sem kvaddi hana með fingurkossi skömmu fyrir andlátið. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 110 orð

JÓNA GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR

JÓNA GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR Jóna Guðbjörg Tómasdóttir fæddist á Bræðraborgarstíg 35 í Reykjavík 14. ágúst 1904. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 192 orð

Óli Kr. Guðmundsson

Ljúfar minningar streyma um hugann þegar ég hugsa um þig, Óli minn. Bernskustöðvar okkar voru þér svo kærar. Þú varst yngstur af okkur systkinunum og varst sem sólargeisli alla tíð. Hugur þinn hneigðist fljótt til náms. Námið sóttist þér vel. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 672 orð

Óli Kr. Guðmundsson

Kvaddur er í dag kær æskuvinur minn Óli Kr. Guðmundsson læknir frá Löndum á Miðnesi, 70 ára að aldri. Ég átti því láni að fagna að eiga hann að vini allt frá frumbernsku, en við vorum jafnaldrar og aðeins einn bær skildi á milli æskustöðva okkar, sem heitir nú á máli innfæddra Hvalsneshverfi, enda þótt byggðahverfi þetta heyri nú undir Sandgerðisbæ. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 110 orð

ÓLI KR. GUÐMUNDSSON

ÓLI KR. GUÐMUNDSSON ÓLI Kr. var fæddur í Löndum á Miðnesi 27. mars 1925. Hann andaðist sunnudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Eftirlifandi eiginkona Óla er Halla Hallgrímsdóttir. Þau hjónin eignuðust sjö dætur. Óli lauk læknisnámi og varð viðurkenndur sérfræðingur í handlækningum 1962 og í almennum skurðlækningum í Svíþjóð 1974. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 404 orð

Ragnar Jónatansson

Mig langar til að minnast í fáum orðum mágs míns, Ragnars Jónatanssonar, sem lést 3. ágúst sl. Það vill nú verða þannig að þó við vitum um sjúkdóma, sem hrjá þá, sem við þekkjum, þá kemur dauðinn alltaf jáfnmikið á óvart. Þess vegna kom það eins og högg þegar Beta hringdi og sagði lát mannsins síns. Ragnar hafði farið í heimsókn til dóttur þeirra, sem býr á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 208 orð

RAGNAR JÓNATANSSON

RAGNAR JÓNATANSSON Ragnar Jónatansson fæddist 2. nóvember 1932 á Miðgörðum í Kolbeinsstaðahreppi. Hann lést á heimili dóttur sinnar á Jörva í Kolbeinsstaðahreppi þ. 3. ágúst sl. Hann var jarðsunginn á Ingjaldshóli 12. ágúst sl. Foreldrar hans voru hjónin Jónatan Lífgjarnsson og Margrét Stefanía Lárusdóttir. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 556 orð

Steinunn Jónsdóttir

Það var fyrir rúmum þrjátíu árum að ég varð svo lánsöm að fá að kynnast Steinunni og síðar að tengjast henni sem tengdadóttir hennar. Við höfðum því átt samleið í gleði og í sorg í svo mörg ár, er kallið kom svo undrafljótt þann 18. þessa mánaðar. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 491 orð

Steinunn Jónsdóttir

Ávallt er því þannig varið að okkur bregður í brún þegar okkur eru færðar fréttir um að ástvinur sé ekki lengur á meðal okkar. Við eigum okkar trú og vitum að sá sem kvaddur er, er hjá þeim sem gefur okkur lífið eilífa. En um leið og við fréttum af því að ástvinur hefur verið numinn á brott koma allar góðu minningarnar upp í hugann. Þannig minningar sóttu að mér 18. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 112 orð

STEINUNN JÓNSDÓTTIR

STEINUNN JÓNSDÓTTIR Steinunn Jónsdóttir fæddist 20. janúar 1915 á Miðfelli í Hrunamannahreppi. Hún lést í Borgarspítalanum 18. ágúst síðastliðinn. Steinunn var dóttir hjónanna Jóns Þórðarsonar bónda að Miðfelli í Hrunamannahreppi og konu hans, Guðfinnu Andrésdóttur. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 415 orð

"Tilvera okkar er undarlegt ferðalag," segir í kvæði Tómasar, því einir

"Tilvera okkar er undarlegt ferðalag," segir í kvæði Tómasar, því einir fara og aðrir koma. Þannig endurnýjar lífið sig og við fáum ekki neinu ráðið um brottfarar- og komutíma þessa. Anna Lilja fæddist á Íslandi fyrir rétt rúmum þrjátíu árum en fluttist til New York með foreldrum sínum og bróður er hún var á öðru ári. Meira
24. ágúst 1995 | Minningargreinar | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

24. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 250 orð

Fokker flugvélaverksmiðjurnar á fallanda fæti

HOLLENSKU flugvélaverksmiðjunar Fokker neyddust til þess á fimmtudag að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hið þýska móðurfyrirtæki þeirra, Daimler-Benz, myndu ekki setja fyrirtækið í gjaldþrot eftir að það birti tölur um afkomuna fyrir tveimur dögum þar sem fram kom að mettap hefði orðið á rekstrinum. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Nýtt nám í vetur í vátryggingamiðlun

PRÓFNEFND vátryggingamiðlara mun í vetur standa fyrir tveggja anna námi fyrir þá sem hyggjast fá leyfi til vátryggingamiðlunar. Námið er skyldunám fyrir þá sem ekki uppfylla skilyrði um þekkingu sem sett eru fyrir leyfi til vátryggingamiðlunar og skiptist það í þrjá hluta. Áætlað er að kennsla hefjist í fyrsta hluta þann 13. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Sony í samstarf við BBC

JAPANSKA fyrirtækið Sony tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að ganga til samstarf við breska ríkisútvarpið og -sjónvarpið (BBC), breska símann (British Telecommunications) og fleiri fyrirtæki um að hefja stafrænar sjónvarpsútsendingar á Bretlandi. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Ætlað að þróa og innleiða nýtt gjörvakort

BANDARÍKIN eru skrefi nær viðskiptum og verslun þar sem peningar koma hvergi við sögu. Fjórtán bankar og fjármálastofnanir þar vestra skýrðu frá því í síðustu viku að þau ætluðu að stofna í sameiningu fyrirtæki til að þróa og gefa út fyrsta debetkortið til nota á landsvísu í stað reiðufjár þegar verslað er fyrir lægri upphæð en 20 dollara eða 1300 krónur. Meira

Daglegt líf

24. ágúst 1995 | Neytendur | 65 orð

6 ára fá bitabox frá Osta og smjörsölunni

FORELDRUM tæplega 4200 íslenskra 6 ára barna hefur verið sent í pósti bitabox fyrir börnin í skólann. Með fylgir bæklingurinn "Heil og sæl" sem gefinn var út af markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins til stuðnings við samsetningu á skólanesti, morgunverði og léttum hádegisverði. Er Osta og smjörsalan með þessum hætti að kynna að hollt matarræði sé grundvöllur góðs námsárangurs. Meira
24. ágúst 1995 | Ferðalög | 125 orð

Afmæli í Básum

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist er 20 ára á árinu eins og sagt hefur verið frá. Af því tilefni verður afmælishátíð í Básum á Goðalandi á laugardaginn. Farnar verða lengri og skemmri gönguferðir um nágrennið og síðdegis er gestum og gangandi boðið til kaffihlaðborðs. Lagt verður af stað í Bása á föstudagskvöldið en einnig er ferð frá BSÍ kl. 9 á laugardagsmorgun. Meira
24. ágúst 1995 | Ferðalög | 94 orð

Aftur kom Dostojevsky

Grundarfjörður - Fjodor Dostojevsky, 21 þús. tonna skemmtiferðaskip hafði tvívegis viðkomu hér í Grundarfirði í sumar. Um borð voru mestmegnis Þjóðverjar og Austurríkismenn, rúmlega 500 farþegar í hvort skipti. Meira
24. ágúst 1995 | Ferðalög | 468 orð

Ásgarður, nýtt ferðaþjónustuþorp í sveitasæluanda

Í GRÓÐURSÆLLI hlíð Hvolsfjalls hefur myndast lítið ferðaþjónustuþorp á sl. fimm árum og kallast nú Ásgarður. Þar stendur hæst 60 ára gamalt skólahús sem hefur öðlast nýtt hlutverk sem gistiheimili og veitingastaður og þar hjá standa fimm sumarhús sem eru leigð út til ferðamanna, íbúðarhús og tréskurðar- og sérsmíðaverkstæði. Húsin mynda e.k. Meira
24. ágúst 1995 | Ferðalög | 45 orð

Ferð í Stokkseyrarfjöru

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Náttúrulækningafélags Íslands stendur fyrir ferð nk. laugardag, 26. ágúst, í Stokkseyrarfjöru í þeim tilgangi að tína þörunga, söl og annan sjávargróður til manneldis. Leiðbeinandi verður Ólöf Hafsteinsdóttir matvælafræðingur. Meira
24. ágúst 1995 | Neytendur | 480 orð

Kíló af papriku á allt að 800 kr.

KÍLÓIÐ af gulri, rauðri og appelsínugulri papriku er á um 700 krónur þessa dagana. Sökum sólarleysis hefur lítið framboð verið af þessum litum af íslenskri papriku að undanförnu og því verðið hátt. Kjósi kaupmenn að flytja inn paprikur eru 30% verðtollar og síðan eru innheimtir verndartollar eða svokallaður magntollur sem er 397 kr. af hverju paprikukílói. Meira
24. ágúst 1995 | Neytendur | 61 orð

Ostabúð í Hagkaup

Um mánaðarmótin september/ október verður opnuð lítil ostabúð í Hagkaup Kringlunni. Boðið verður upp á úrval innlendra osta og ýmsir möguleikar skoðaðir með innflutning á ostum. Þá verður hægt að kaupa þar ostabakka fyrir veislur og ýmsa rétti með osti. Að sögn forráðamanna hjá Hagkaup er ætlunin að bjóða upp á ostabúð eins og þær gerast bestar erlendis. Meira
24. ágúst 1995 | Neytendur | 123 orð

Snyrtivörur á útsölu

No7 snyrtivörur frá breska lyfja- og snyrtivöruframleiðandanum Boots fást nú með afslætti í flestum snyrtivöruverslunum og apótekum landsins. Aðalbjörg Reynisdóttir hjá B. Magnússyni hf. sagði þetta vera í fyrsta skipti sem haldnar væru útsölur á No7 snyrtivörum, og henni væri ekki kunnugt um dæmi slíks varðandi aðrar snyrtivörutegundir. Meira
24. ágúst 1995 | Neytendur | 462 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
24. ágúst 1995 | Ferðalög | 67 orð

Sveppatínsluog skógarferð

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag og Ferðafélag Íslands efna til sveppatínslu- og skógarskoðunarferð í Heiðmörk. Ferðafélag Íslands sér um ferðina. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni (austanverðri) kl. 13 laugardaginn 26. Meira
24. ágúst 1995 | Neytendur | 116 orð

Tanja tatarastelpa í Kringlunni

TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni, á 3. hæð í Kringlunni, kl. 17 í dag, fimmtudag. Tanja tatarastelpa hefur áður komið í heimsókn í Ævintýra-Kringluna og hefur frá ýmsu að segja. Líf tatara er að flestu leyti frábrugðið lífi Íslendinga en í leikþættinum fá börnin að skyggnast inn í heim Tönju og fjölskyldu hennar. Meira

Fastir þættir

24. ágúst 1995 | Dagbók | 101 orð

ÁRA afmæli. Fimmtug er í dag 24. ágúst Sigríður

ÁRA afmæli. Fimmtug er í dag 24. ágúst Sigríður Karlsdóttir skólafulltrúi, Víðivangi 22, Hafnarfirði. Hún er erlendis á afmælisdaginn, en tekur á móti gestum ásamt manni sínum Jóhanni Ólafi Ársælssyni sunnudaginn 27. ágúst í Gaflinum milli kl. 15 og 18. ÁRA brúðkaupsafmæli. Meira
24. ágúst 1995 | Fastir þættir | 220 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Góð mæting í

SL. HELGI var haldið stórmót í brids á Sauðárkróki. Keppnin hófst á föstudag með 16 sveita bikarkeppni sem lauk með sigri Suðurlands-video eftir spennandi úrslitaleik við sveit Gunnars Þórðarsonar. Í sveit Suðurlands-video spiluðu Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ámannsson, Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson. Meira
24. ágúst 1995 | Fastir þættir | 225 orð

BRIDS Umsjón Arnór G.Ragnarsson Sveinn R. Þorvaldsso

Fimmtudaginn 17. ágúst spiluðu 38 pör Mitchell-tvímenning í sumarbrids. Úrslit urðu þannig. N - S-riðill: Guðjón Bragason - Sveinn R. Þorvaldsson494Björn Theodórsson - Gylfi Baldursson478Hanna Friðriksd. - Guðrún D. Meira
24. ágúst 1995 | Fastir þættir | 83 orð

B-riðill:

B-riðill: Þórhildur Magnúsdóttir - Halla Ólafsdóttir134Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir128Bragi Salomonsson - Valdimar Lárusson125Meðalskor108 Sunnudaginn 20. ágúst spiluðu 19 pör í tveimur riðlum. Meira
24. ágúst 1995 | Dagbók | 190 orð

Kverkfjöll

Ljósm. SS Kverkfjöll ERLENDIR ferðamenn lentu í hrakningum í Kverkfjöllum þegar mikið hvassviðri skall á sl. sunnudag. Meira
24. ágúst 1995 | Dagbók | 277 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Daniel D, Nordland Saga, Múlafoss og Laxfoss. Japanski báturinn Shinei Maru sem beðið hefur verið eftir kom til hafnar kl. 19 í gærkvöld. Hafnarfjarðarhöfn. Í gær fór Lagarfoss frá Straumsvík. Meira

Íþróttir

24. ágúst 1995 | Íþróttir | 60 orð

1.000 vínflöskur í verðlaun

SÁ leikmaður sem verður fyrstur til að skora mark í ítölsku 1. deildarkeppninni, sem hefst á sunnudaginn, fær 1.000 flöskur af gómsætu léttvíni í verðlaun. Undanfarin ár hefur vínfyrirtæki gefið þessi verðlaun og hafa leikmenn eins og Paolo Rossi, Pólverjinn Zbigniew Boniek og Þjóðverjinn Rudi Völler þurft að höndla góða upptakara eftir að hafa skorað fyrsta markið. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA BREIÐABLIK 12 10 2 0 62 5 32VALUR 11 8 3 0 33 10 27KR 11 7 0 4 33 17 21STJARNAN 12 6 2 4 29 12 20ÍA 11 6 1 4 33 21 19ÍBA 12 2 1 9 9 4 Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 205 orð

Anderlecht úr leik

Austur-Evrópsk lið unnu góða sigra í Evrópukeppninni í gærkvöldi og ber þar hæst 1:1 jafntefli Ferencvaros frá Ungverjalandi gegn belgísku meisturunum í Anderlecht en Ungverjar unnu fyrri leikinn 1:0 svo að Belgarnir eru úr leik og tap Gautaborgar fyrir Legia Warsaw frá Póllandi. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 321 orð

ANDREAS MÖLLER

ANDREAS MÖLLER var fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu í vináttuleik gegn Belgum í gærkvöldi í Br¨ussel. Ástæaðn er sú að J¨urgen Klinsmann er meiddur og J¨urgen Kohler sem var fyrirliði áður vill ekki taka við bandinu eftir að nafnbótin var tekin af honum og afhent Klinsmann. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 173 orð

Aston Villa virðist á góðri siglingu

Aston Villa er eitt fjögurra liða í úrvalsdeildinni ensku sem er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar, en liðið vann Tottenham 0:1 í gær og hefur því sex stig eins og Newcastle, Wimbledon og Leeds. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 412 orð

Auðvelt hjá Skagamönnum

SKAGAMENN unnu auðveldan sigur á írska liðinu Shelbourne í síðari viðureign liðanna á Akranesi í gær. Þeir sigruðu 3:0 og komust því í 1. umferð á markatölunni 6:0 og er það stæsti sigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni frá upphafi. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 83 orð

Bartova bætir enn heimsmetið

DANIELA Bartova frá Tékklandi gerir það ekki endasleppt í stangarstökki þessa dagana. Í fyrrakvöld bætti hún heimsmet sitt í greininni um einn sentimetra, stökk 4,21 m á móti í Linz í Austurríki. Gamla metið átti hún sjálf og það setti hún á síðasta föstudag á móti í Köln - 4,20 m. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 202 orð

Besti leikur okkar upp á síðkastið

Við ætluðum okkur alltaf að vinna þennan leik," sagði Sigurður Jónsson, leikmaður ÍA eftir leikinn í gær. "Við vissum að þeir myndu leika á fullu til að byrja með og við ákváðum því að byrja leikinn varfærnislega og gera engin mistök. Smátt og smátt tókum við leikinn í okkar hendur og unnum sannfærandi sigur. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 36 orð

Eftir fyrirgjöf Glenavon frá vinstra horni á 77. mínútu, stökk

Eftir fyrirgjöf Glenavon frá vinstra horni á 77. mínútu, stökk Stefán Arnarson upp og virtist grípa knöttinn en Glenn Ferguson stökk upp með honum og Stefán missti knöttinn. Uppúr þvögunni skoraði síðan Samuel Johnston af stuttu færi. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 347 orð

EM í sundi

Evrópumeistaramótið í Vín í Austurríki. Þriðjudagur: 100 m skriðsund kvenna: 1.Franziska van Almsick (Þýskal.) 55,34 2.Mette Jacobsen (Danmörku) 56,02 3.Karen Pickering (Bretlandi) 56,05 4.Claudia Franco (Spáni) 56,61 5.Martina Moravcova (Slóvakíu) 56,73 6. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 306 orð

England Úrvalsdeildin: Coventry - Man. City2:1 (Telfer 12., Dublin 86.) - (Rosler 82.) 15.957 Everton - Arsenal0:2 - (Platt 70.,

Úrvalsdeildin: Coventry - Man. City2:1 (Telfer 12., Dublin 86.) - (Rosler 82.) 15.957 Everton - Arsenal0:2 - (Platt 70., Wright 87.) 35.775 Man. United - West Ham2:1 (Scholes 50., Keane 67.) - (Bruce 56. sjálfsmark) 31.966 Nott'm Forest - Chelsea0:0 27. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 329 orð

FH - Glenavon0:1

Kaplakriki, forkeppni Evrópukeppninnar, miðvikudaginn 23. ágúst 1995. Aðstæður: Örlítil gola, þurrt og 13 stiga hiti. Völlurinn góður. Mark Glenavon: Samuel Johnston (67.). Gult spjald: Hjá Glenavon Lee Doherty (10.) fyrir brot, hjá FH Hrafnkell Kristjánsson (80.) fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 92 orð

Finninn Sievinen sprækur

FINNAR eru ánægðir með frammistöðu sinna manna á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Vín, sérstaklega þó framgang Jani Sievinen, sem hefur verið til mikillar fyrirmyndar. Í gær varð hann Evrópumeistari í 400 metra fjórsundi, synti á 4.14,75 og á þriðjudaginn kom hann öllum á óvart með því að sigra í 200 metra skriðsundi. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 482 orð

Getum sjálfum okkur um kennt

FH-ingar eru úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 0:1 tap gegn Glenavon frá Norður- Írlandi á Kaplakrika í gærkvöldi en fyrri leiknum, sem fram fór ytra, lauk með markalausu jafntefli. Hafnfirðingum hefði því ekki dugað að jafna því Glenavon hefði komist áfram með marki á útivelli. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 93 orð

Liðin í meistaradeildinni

LIÐIN átta sem komst áfram í Evrópukeppni meistaraliða í gærkvöldi - Grasshoppers frá Sviss, Glasgow Rangers frá Skotlandi, Legia Warsaw frá Póllandi, Steaua Búkarest frá Rúmeníu, Dynamo Kiev frá Úkraínu, Rósenborg frá Noregi, Ferencvaros frá Ungverjalandi, Panathinaikos frá Grikklandi - verða í meistaradeild Evrópu ásamt þeim liðum sem sátu yfir; Evrópumeistarar Ajax, Juventus, Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 221 orð

Misstum trúna

Það var ótrúlega fúlt að tapa þessu og áður en markið þeirra kom var ég búinn að grípa boltann," sagði Stefán Arnarson markvörður FH eftir leikinn. "Við byrjuðum vel en misstum trúna þegar á leið og það er eins og sumarið hefur verið hjá okkur - allt á móti okkur. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 197 orð

Níu ára heimsmet féll í flugsundi

Níu ára gamalt heimsmet í 100 metra flugsundi karla var slegið í gær á Evrópumótinu í sundi sem fram fer í Vín í Austurríki þessa dagana. Þar var að verki Denis Pankratov frá Rússlandi þegar hann synti á 52,32 sekúndum en fyrra metið, 52,84, átti Pablo Morales frá Bandaríkjunum, sett í Orlando á Flórída 1986. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 63 orð

Rush og Southall aðstoða Go

BOBBY Gould, hinn nýji landsliðsþjálfari Wales, hefur beðið gömlu refina Neville Southall og Ian Rush um að aðstoða sig við að undirbúa liðið fyrir vináttulandsleik gegn Moldavíu þann 6. september. Gould segist vilja rífa Walse upp úr þeim öldudal sem það hafi verið í undanfarin ár og treystir þeim Southall og Rush til að miðla af gríðarlegri reynslu sinni. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 108 orð

Sigurður Jónsson vann knöttinn á 45. m

Sigurður Jónsson vann knöttinn á 45. mín. rétt innan vítateigs Shelbourne og lék fram hjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum, skaut síðan laglegum snúningsbolta í stöng og inn með skoti rétt utan vítateigs. Á 58. mín. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 68 orð

Tvö lið áfram

TVÖ íslensk félagslið eru komin áfram í Evrópukeppninni í knattspyrnu en eitt er úr leik. KR-ingar byrjuðu með 2:0 sigri á Grevenmacher frá Lúxemborg í Laugardalnum á þriðjudaginn og Akurnesingar unnu Shelbourne frá Norður-Írlandi 3:0 á Skipaskaga í gærkvöldi á meðan FH-ingar töpuðu 0:1 fyrir Glenavon frá Norður-Írlandi í Hafnarfirði. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 314 orð

Valsstúlkur misstu stig

VALSSTÚLKUR gerðu í gærkvöldi þriðja jafntefli sitt í sumar í 1. deild kvenna, að þessu sinni 1:1 gegn Stjörnunni á Hlíðarendavelli. Á sama tíma sigruðu aðalkeppninautar þeirra um Íslandsmeistaratitilinn, Breiðablik, lið Hauka 4:0 á Kópavogsvelli. Bæði Breiðablik og Valur höfðu fyrir kvöldið í gær tapað fjórum stigum í 1. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 469 orð

Örebro líklega úr leik

ÖREBRO komst á þriðjudagskvöldið áfram í 1. umferð UEFA keppninnar í knattspyrnu eftir að hafa náð jöfnu 1:1 á útivelli gegn Luxemburgska liðinu Avenir Beggen. Leik liðanna í Svíþjóð lauk með markalsusu jafntefli. Það var Hlynur Birgisson sem gerði markið á 87. mínútu með skoti af stuttu færi eftir skalla frá Mathias Jonsson. Bjargaði Hlynur sem kom inná á 76. Meira
24. ágúst 1995 | Íþróttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

24. ágúst 1995 | Íþróttir | 4 orð

(fyrirsögn vantar)

24. ágúst 1995 | Íþróttir | 214 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞÝSKA knattspyrnusambandið ætlar að rannsaka hvort Kaiserslautern hafi boðið Uli Stein fé fyrir að tapa leik er hann lék í marki HSV árið 1987. Stein, sem er fertugur og leikur með Arminia Bielefeld í 2. Meira

Úr verinu

24. ágúst 1995 | Úr verinu | 378 orð

Grandi kominn með 6% botnfiskkvótans

FLEST stærstu útgerðarfélögin hafa verið að auka hlut sinn í botnfiskkvótanum. Fimm kvótahæstu útgerðirnar fá 20,6% botnfiskkvótans á næsta fiskveiðiári en sömu útgerðir voru með tæplega 18% á því ári sem nú er að ljúka. Svipuð þróun kemur fram þegar litið er á lista 10 eða 20 kvótahæstu fyrirtækjanna. Tvö sjávarútvegsfyrirtæki eru með langmestan kvóta eins og undanfarin ár, Grandi hf. Meira
24. ágúst 1995 | Úr verinu | 445 orð

Telja mikið af fiski á leið í Smuguna

KAMBARÖST SU 200 frá Stöðvarfirði er á leið úr Smugunni með 180 tonn af þorski sem fékkst í 16 holum á 5 sólarhring. Einar Ásgeirsson skipstjóri segist hafa lóðað á mikið af fiski 30 sjómílum fyrir vestan Smuguna. Telur hann líklegt að hann sé á leið í Smuguna og segir að það beri saman við fréttir af færeyskum skipum sem séu í miklum afla sunnan við Smuguna. Meira

Viðskiptablað

24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 307 orð

Alnetið í viðskiptalegum tilgangi

ÚT ER komið tólfta ritið í Ritröð Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands og Framtíðarsýnar hf. Ritið heitir: Internet, í viðskiptalegum tilgangi og er höfundur Marínó G. Njálsson tölvunarfræðingur og skipulagsstjóri Iðnskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá Framtíðarsýn segir að því sé haldið fram að um 80% af tíma stjórnenda fari í að skiptast á upplýsingum. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 760 orð

Auglýsendur verða að sanna kosti vöru sinnar

SAMKEPPNISSTOFNUN fékk á árinu 1994 82 mál til umfjöllunar þar sem reyndi á ákvæði samkeppnislaga nr. 8/1993 um óréttmæta viðskiptahætti. Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi um auglýsingar sem samkeppnisyfirvöld fundu að en þau koma fram í ársskýrslu stofnunarinnar sem er nýkomin út. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 606 orð

Álmarkaður í jafnvægi

MEÐAN enn virðast ýmiss ljón í vegi þess að gengið verði frá samningum um stækkun álversins í Straumvík, er greinilegt að mikil uppbygging er að hefjast í áliðnaði víða annarsstaðar í heiminum. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 135 orð

Breytingar hjá IceMac

GUNNLAUGUR Ingvarsson, fyrrum framkvæmdastjóri og annar af aðaleigendum IceMac hf. hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu. Kaupandi er meðeigandi Gunnlaugs, Reynir Arngrímsson viðskiptafræðingur ásamt fjölskyldu sinni. Gunnlaugur hefur þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu og hefur Reynir tekið við stöðu framkvæmdastjóra að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 253 orð

Breytingar hjá Olís

Auður Ósk Þórisdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður bókhaldsdeildar Olís. Auður lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1987 á endurskoðunarsviði og hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 1991. Hún starfaði hjá Endurskoðun hf. frá árinu 1987 fram til 1. júní sl. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 130 orð

Dregur úr hagnaði Volvo

VOLVO greindi í gær frá afkomutölum sínum fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður fyrir skatta nam 5,33 milljörðum sænskra króna samanborið við 9,02 milljarða sænskra króna á síðasta ári. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 158 orð

Eimskip breytir

KRISTJÁN Jóhannsson, kynningarstjóri Eimskips, hefur verið ráðinn forstöðumaður innanlandsdeildar fyrirtækisins. Hann tekur við starfinu 1. september nk., en þá verða gerðar breytingar á verksviði, skipulagi og þjónustu innlandsdeildarinnar. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 201 orð

Fjárlög afgreidd á methraða

FINNSKA ríkisstjórnin hefur afgreitt fjárlagafrumvarp næsta árs á methraða, þ.e.a.s. aðeins tveim dögum. Fimm flokka stjórn Paavos Lipponens (jafn.) forsætisráðherra tókst að ná samkomulagi um fjárlagafrumvarp sem raunar hljóðar á minni upphæð en ríkisfjárlög þessa árs. Samt sem áður munu skuldir ríkissjóðs vaxa um 40 milljarða finnskra marka á næsta ári. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 343 orð

Fyrsti hallinn í 152 ár

ÍFYRSTA skipti í 152 ára sögu Tívolís í Kaupmannahöfn stefnir í taprekstur garðsins í ár. Ástæðan er kalt vor og sumarbyrjun, en einnig breyttur smekkur og hve dýr Tívolíferð er fjölskyldunni, miðað við hvað annað væri hægt að fá fyrir peningana. Lækningin á að felast í ódýrum dögum, fleiri skemmtitækjum og ókeypis tónleikum á stóra útisviðinu. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 1492 orð

Grýtt leið LOUIS á markaðinn Softis hf. hefur unnið að þróun LOUIS hugbúnaðarins í fimm ár og er nú að setja fullan kraft í

Softis var stofnað árið 1990 og frá stofnun hefur markmið fyrirtækisins verið að þróa og markaðssetja LOUIS hugbúnaðinn sem á að einfalda tölvuforritun. LOUIS byggist á hugmyndinni um aðskilnað og síðan tengingu á vinnslu og notendaviðmóti í tölvukerfum. Stefna Softis er að fullþróa LOUIS tæknina á sem flestum sviðum tölvumarkaðarins og koma henni á markað sem víðast. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 154 orð

Hagnaður af rekstri Lyfjaverslunar

LYFJAVERSLUN Íslands hf. skilaði 31 milljónar króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Að sögn Þórs Sigþórssonar er um betri afkomu að ræða en á sama tíma í fyrra en hann segir þær tölur þó ekki vera fyllilega sambærilegar þar sem um er að ræða Lyfjaverslun ríkisins í því tilfelli. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 349 orð

Heildareignir 1.200 milljónir

HLUTABRÉFASJÓÐURINN hf. og Hlutabréfasjóður VÍB hf. hafa sameinast undir nafni Hlutabréfasjóðsins hf., samkvæmt samningi sem var undirritaður í gær. Hið nýja sameinaða félag verður langstærsti hlutabréfasjóður landsins með heildareignir upp á um 1.200 milljónir króna. Markaðshlutdeild verður nálægt 45%. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 122 orð

Inflúensubóluefni lækkar í útboði

RÍKISKAUP efndu nýlega til útboðs á bóluefni við inflúensu fyrir næsta vetur. Um var að ræða útboð fyrir Heilsugæslustöðina í Reykjavík ásamt öðrum heilsugæslustöðvum í Landssamtökum heilsugæslustöðva. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 75 orð

Kynningarfulltrúi til RKÍ

GARÐAR Guðjónsson hefur verið ráðinn í starf kynningarfulltrúa Rauða kross Íslands. Í starfinu felst umsjón með útgáfu á vegum RKÍ, tengsl við fjölmiðla og kynning á starfsemi félagsins. Garðar útskrifaðist frá Norsk journalisthögskole árið 1989 og hefur starfað að blaðamennsku, kynningar- og ritstörfum á undanförnum árum. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 1125 orð

Lána með hugvitið eitt til tryggingar

Með nýjum lögum um Iðnþróunarsjóð hefur hlutverki hans verið breytt og leggur hann nú mesta áherslu á áhættulánastarfsemi. Þorsteinn Víglundsson ræddi við Þorvarð Alfonsson framkvæmdastjóra sjóðsins um þessar breytingar og þá kúvendingu sem orðið hefur í útlánastefnu sjóðsins. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 123 orð

Nýherji með nýjar tölvur

NÝHERJI hf. hefur gert samning við hollenska fyrirtækið Aashima um sölu á TRUST tölvum og tölvuvörum hér á landi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu hafa þessar vélar verið þekktar á markaðnum á hinum Norðurlöndunum og í flestum Evrópulöndum í nokkur ár. Vélar þessar eru einkum ætlaðar heimilum og smærri fyrirtækjum en geta einnig gagnast sem vinnslustöðvar fyrir fyrirtæki. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | -1 orð

Og það er Windows95 Til hamingju Microsoft og takk fyrir að gera Pésann loksins að alvöru vinnuumhverfi, segir Marinó G.

Biðin er á enda. Í dag er stundin runnin upp, Windows95 er komið í heiminn. Þessa dags hefur verið beðið með óþreyju. Ekkert, leyfi ég mér að fullyrða, hefur fengið jafnmikla umfjöllun áður en það hefur orðið að markaðsvöru. Aldrei í sögu hugbúnaðargerðar hefur nokkurt kerfi gengið í gegnum eins miklar prófanir. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 104 orð

Orðabók Aldamóta með tengsl við Alnetið

Í nýútkomna útgáfu 2.02 af Orðabók Aldamóta, sem Bókaútgáfan Aldamót gefur út, hafa verið sett inn tengsl við Alnetsforritið Netscape sem notað er til þess að ferðast um alnetið. Í frétt frá Aldamótum segir að með tengslunum við Netscape geti Alnets notandinn flýtt verulega fyrir skilningi sínum á enskum skjátextum. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 372 orð

Sjómannaverkfallið kostaði Granda 60 milljónir króna

HAGNAÐUR Granda hf. nam 140 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra skilaði fyrirtækið 104 milljón króna hagnaði. Rekstrartekjur á fyrri árshelmingi 1995 námu 2.025 milljónum og eru það óbreyttar tekjur frá fyrri hluta síðasta árs. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Granda, er þetta viðunandi afkoma. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 249 orð

Stefnt að opnun lokaðs álvers

ÁSTRALSKA álfyrirtækið Capral Aluminium Ltd. greindi í gær frá því að það áformaði að taka notuð álver í notkun á ný. Capral hét áður Alcan Australia en breytti um nafn eftir að það sleit tengslum við hið kanadíska móðurfyrirtæki sitt Alcan Aluminium Ltd. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 317 orð

Telja Softis arðvænlegan fjárfestingarkost

AFLVAKI hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf., sem hafa gefið skilyrt loforð fyrir hlutafjárkaupum í Softis hf., telja fyrirtækið arðvænlegt og að rétt sé að stuðla að því að það geti sett aukinn kraft í markaðssetningu LOUIS hugbúnaðarins. Hvort félag um sig mun fjárfesta fyrir 7,5 milljónir króna að kaupverði í Softis. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 214 orð

Um 60 stofnendur skráðir að Þýsk-íslenska verslunarráðinu

32 þýsk fyrirtæki og 29 íslensk hafa skráð sig stofnendur að Þýsk- íslenska verslunarráðinu. Í fréttatilkynningu frá Verslunarráði Íslands segir að þar með liggi ljóst fyrir að ráðið verði sett á laggirnar í október nk. og muni fljótlega eftir það opna þjónustuskrifstofu hjá Verslunarráði með sérstöku starfsliði. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 406 orð

Um 80 milljón króna hagnaður

HAGNAÐUR af rekstri Skeljungs hf. á fyrri helmingi þessa árs nam 80 milljónum króna en ekki liggja fyrir samanburðarhæfar tölur frá því á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu rúmlega 3 milljörðum króna á tímabilinu, en rekstrargjöld voru tæpir 2,9 milljarðar króna. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 941 orð

Vannýttir möguleikar

ÁRNI var einn af fyrstu starfsmönnum ESA í Brussel og vann m.a. að uppbyggingu stofnunarinnar og mótun vinnureglna í samkeppnisdeild stofnunarinnar þar sem hann starfaði. Þann tíma sem hann gegndi þessu starfi áttu sér stað miklar hræringar í Evrópumálum. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 812 orð

Verður níunda stærsta lyfjafyrirtæki heims

SAMRUNI sænska lyfjafyrirtækisins Pharmacia og hins bandaríska Upjohn er enn ein hreyfingin í átt að stærri og öflugri lyfjafyrirtækjum. Áætluð velta nýja fyrirtækisins, Pharmacia & Upjohn, er um 500 milljarðar íslenskra króna og starfsmenn eru 34.500. Hlutabréf fyrirtækjanna tveggja verða metin jafnt. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 1444 orð

Víða leitað fanga

UM SÍÐUSTU mánaðamót skýrði Morgunblaðið frá því að Seðlabanki Íslands hefði undirritað samning við Evrópska fjárfestingarbankann, EIB, í Lúxemborg um lán að fjárhæð 40 milljónir ekna, sem svarar til um 3,4 milljarða íslenskra króna. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 161 orð

Þorsteinn til OECD

ÞORSTEINN Þorgeirsson hagfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá OECD í París. Starf hans mun felast í gerð árlegra skýrslna um stöðu, horfur og efnahagsstjórn í Finnlandi og Noregi. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 207 orð

(fyrirsögn vantar)

AUGLÝSINGAR sem arðbært og árangursríkt markaðstæki er yfirskrift ráðstefnu sem Samtök íslenskra auglýsingastofa, SÍA efna til 15. september nk. á Hótel Sögu.Í frétt frá SÍA segir að nærri lagi sé að ætla að hér á landi sé fjórum milljörðum varið árlega til auglýsinga og kynningarmála. Meira
24. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

Stórmarkaði Kjöts og fisks í Mjódd hefur verið lokað vegna fjárhagserfiðleika. Eigandinn, Björn Sveinsson, segir lokunina tímabundna en ekki sé ljóst hvort hann haldi rekstrinum áfram eða annar aðili taki við. Stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu fylgjast vel með stöðu mála í Mjódd. Reykjavík Meira

Ýmis aukablöð

24. ágúst 1995 | Dagskrárblað | 612 orð

Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson SBÍÓBORGIN

Tveir með öllu Líklega besta svertingjahasarmynd sem komið hefur hingað í langan tíma. Formúluafþreying að sönnu en skemmtigildið er ósvikið. Meðan þú svafst Ósköp sæt gamanmynd um óvenjuleg ástarmál piparmeyjar. Einkennist fullmikið af almennu dáðleysi til að komast uppúr meðalmennskunni. Meira
24. ágúst 1995 | Dagskrárblað | 591 orð

Á Rourke sér viðreisnar von?

MICKEY Rourke tókst á sérkennilegan hátt að glutra niður leikferli sínum á fáeinum árum með lélegum myndum og ofsafenginni framkomu í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi. Hann varð sjúskaðri og útlifaðri með hverju árinu sem leið og hrósið sem hann hafði fengið fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Diner, Rumble Fish, Angel Heart og Barfly breyttist í níð gagnrýnenda. Meira
24. ágúst 1995 | Dagskrárblað | 662 orð

DRAMA

Litla Odessa (Little Odessa) Leikstjóri og handritshöfundur James Gray. Aðalleikendur Tim Roth, Vanessa Redgrave, Edward Furlong, Moira Kelly, Maximillian Schell. Bandarísk. New Line Cinema 1995. Myndform 1995. 90 mín. Aldurstakmark 16 ára. Meira
24. ágúst 1995 | Dagskrárblað | 404 orð

Kvikmyndir taka sinn toll

BRAD Pitt hefur verið líkt við James Dean þótt bæði honum og hörðustu aðdáendum þess síðarnefnda þyki samlíkingin hæpin. "Þessi samanburður gerir mér órótt í geði, en ég hugsa þó lítið um slíkt," segir Pitt, seinasta kyntákn draumaverksmiðjunnar í Hollywood. "Ég held ekki að ég líkist James Dean og ég veit fátt um hann. Meira
24. ágúst 1995 | Dagskrárblað | 405 orð

Lélegur lygari - að eigin sögn

ALAN Bates var ein skærasta stjarna í breskri kvikmyndagerð á 7. áratuginum og máttarstólpi í myndum á borð við "A Kind of Loving", "The Go-Beetween" og "Women in Love". Hann leikur aðalhlutverkið í nýjum breskum sakamálamyndaflokki, Ferðum Olivers, sem hóf göngu sína í Sjónvarpinu seinasta þriðjudag, Meira
24. ágúst 1995 | Dagskrárblað | 1676 orð

Mikki mús fíleflist

KAUP DISNEY á ABC er önnur stærsta yfirtaka á fyrirtæki í sögu Bandaríkjanna, en óhaggað met er yfirtakan á tóbaks- og matvælafyrirtækinu RJR Nabisco á seinasta áratug, sem kostaði kaupandann, Kohlberg Kravis Roberts, 25 milljarða dala. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.