Greinar þriðjudaginn 29. ágúst 1995

Forsíða

29. ágúst 1995 | Forsíða | 250 orð

Dregið verður úr eftirliti með flugfarþegum

BANDARÍSK stjórnvöld hyggjast aflétta tolla- og innflytjendahömlum sem settar eru á milljónir erlendra ferðamanna árlega. Er þetta gert á sama tíma og ótti manna við hryðjuverk og eiturlyfjasmygl hefur aukist mjög. Meira
29. ágúst 1995 | Forsíða | 115 orð

Ekki búizt við miklum breytingum

STJÓRN íhaldsmanna í Frakklandi mun að sögn efnahagssérfræðinga ekki taka neinum umtalsverðum breytingum eftir afsögn hins róttæka frjálshyggjumanns í fjármálaráðuneytinu, Alains Madelins, á föstudag, eftir aðeins þriggja mánaða setu á ráðherrastóli. Meira
29. ágúst 1995 | Forsíða | 449 orð

Mannskæðasta árásin í Bosníu í hálft annað ár

ÞRJÁTÍU og sjö létu lífið og 85 særðust er öflugum sprengjum var varpað á fjölfarnar götur í Sarajevo í gærmorgun. Er árásin sú mannskæðasta sem gerð hefur verið frá því að sprenging á útimarkaði skammt frá kostaði 68 manns lífið fyrir hálfu öðru ári. Meira
29. ágúst 1995 | Forsíða | 178 orð

"Mikilvægasta ráðstefna SÞ"

FÁNI Sameinuðu þjóðanna var í gær dreginn að húni yfir alþjóðlegu ráðstefnuhöllinni í Peking þar sem kvennaráðstefna samtakanna fer fram. Gertrude Mongella, framkvæmdastjóri ráðstefnunnar, lýsti henni sem fjölmennustu og mikilvægustu ráðstefnunni í sögu Sameinuðu þjóðanna. Meira
29. ágúst 1995 | Forsíða | 164 orð

Samþykkt að skilja ríki og kirkju að

EFTIR áratuga þóf samþykkti sænska kirkjuþingið í gær tillögur ríkisstjórnarinnar um aðskilnað ríkis og kirkju. Þar með getur sænska þingið samþykkt lög um efnið í haust, en aðskilnaðurinn kemst á 1. janúar árið 2000. Hann hefur í för með sér að enginn verður sjálfkrafa skráður í kirkjuna, heldur verður að skrá nýfædd börn í hana. Meira

Fréttir

29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 153 orð

30­40 þúsund bækur á haustmarkaði Bókavörðunnar

HAUSTMARKAÐUR Bókavörðunnar hefst í dag, þriðjudag. Þar verða til sölu allar tegundir bóka, tímarita, blaða, smáprent, íslenzkar bækur og erlendar, innbundnar og óbundnar, það verða héraðasögur, ættfræðirit, gamlar guðfræðibækur, tímarit og ritraðir, íslenzkar ævisögur, íslenzk og norræn fræði, saga Íslands og heimsins, náttúrufræði heimspeki, sálarfræði, félagsfræði, uppeldisfræði, guðspeki, Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 246 orð

Afkoma fyrirtækja batnaði verulega

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi, sem hlutfall af tekjum 973 fyrirtækja úr flestum atvinnugreinum, hefur hækkað úr 0,8% árið 1993 í 4,0% árið 1994 eða um 3,2 prósentustig. Þetta kemur fram í úrvinnslu Þjóðhagsstofnunar úr ársreikningum fyrirtækjanna. Þá hefur eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna hækkað úr 17,7% í 19,7%. Afkomubatinn varð mestur innan sjávarútvegs. Meira
29. ágúst 1995 | Miðopna | -1 orð

Afkoma versnaði um 20% á 12 árum

SKILAVERÐ til mjólkurframleiðenda hefur lækkað frá árinu 1983 um 20,5% og skilaverð á nautakjöti til bænda hefur á sama tíma lækkað um 40%. Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, segir að slæm afkoma mjólkurframleiðenda birtist m.a. í því að aðeins eitt fjós verði byggt á Íslandi í ár. Meira
29. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 209 orð

Afmælishald í söfnum bæjarins

NÚ ER Listasumar '95 brátt á enda en lok þess hafa verið miðuð við afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Ýmislegt verður gert til að minnast afmælisins og ber þar helst að nefna afhjúpun styttu af Jóni Sveinssyni, Nonna, við Nonnahús. Þá verða flest söfn bæjarins opin eins og undanfarin ár og aðgangur ókeypis. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 780 orð

Alþjóðaforseti LionshreyfingarinnarÖtult starf í þágu mannúðar og friðar í 78 ár

Alþjóðaforseti LionshreyfingarinnarÖtult starf í þágu mannúðar og friðar í 78 ár Lions-hreyfingin hefur nú starfað í meira en 78 ár og er alþjóðahreyfing með um 1,4 milljónir meðlima í flestum löndum heims. Á Íslandi eru um 2.500 manns starfandi í Lions-, Lionessu- og Leo-klúbbum. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 293 orð

Ákveðið skref fram á við og stefnt að lyktum málsins

RÆTT var um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík um 62 þúsund tonna afkastagetu á ári á stjórnarfundi Alusuisse-Lonza í Zurich í gær. Að sögn Rannveigar Rist, upplýsingafulltrúa ÍSAL, var því frestað að taka ákvörðun um stækkun en framkvæmdastjórn fyrirtækisins falið að halda áfram frekari athugunum á ýmsum atriðum sem enn eru ófrágengin í hugsanlegum samningum. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Á köldum klaka hlaut verðlaun

Á KÖLDUM klaka eða "Cold Fever", kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, bar sigur úr býtum í keppninni um Rosebud- verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg sem lauk á sunnudag. Verðlaunin, sem draga nafn sitt af frægu kvikmyndasögulegu tákni í "Citizen Kane" eftir Orson Welles, eru leikstjóraverðlaun Channel 4 sjónvarpsstöðvarinnar. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 440 orð

Bandaríkjaforseti fordæmi kínverska gúlagið

HARRY Wu, kínversk-bandaríski andófsmaðurinn sem var rekinn frá Kína í síðustu viku, sagðist um helgina vona að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, myndi leggja áherslu á mannréttindamál þegar hann færi til fundar við forseta Kína. Wu gagnrýndi Hillary Clinton, eiginkonu Bandaríkjaforseta, fyrir að ætla að fara á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um málefni kvenna, sem haldin verður í Peking. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 280 orð

Bankinn hefur hlutabréf meðeigenda sinna að veði

CHASE Manhattan Bank hefur ákveðið að leggja 2,6 milljarða króna í rekstur Íslenska útvarpsfélagsins, með lánafyrirgreiðslu við fyrirtækið, eigendur þess og með kaupum á hlutabréfum. Bankinn hefur hlutabréf meðeigenda sinna að veði. Endurgreiðslur lánanna miðast við rekstur fyrirtækisins undanfarin ár, að teknu tilliti til hugsanlegs samdráttar vegna nýrrar samkeppni á sjónvarpsmarkaðnum. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 393 orð

Breikkun talin vera fullnægjandi í fimmtán ár

SKIPULAG ríkisins hefur auglýst tillögu um tvöföldun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ og getur allur almenningur gert athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd og skýrslu um mat á umhverfisáhrifum hennar til 2. október nk. Meira
29. ágúst 1995 | Miðopna | 2080 orð

Chase Manhattan í Stöð 2

GENGIÐ hefur verið frá samningum um endurfjármögnun bandaríska bankans Chase Manhattan Bank á stórum hluta skulda Íslenska útvarpsfélagsins hf. sem rekur Stöð 2, Bylgjuna, Stjörnuna og Fjölvarp. Meira
29. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Dagskrá í Davíðshúsi

ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 29. ágúst kl. 20.30 verður flutt dagskrá um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í Davíðshúsi á Akureyri. Vaka- Helgafell stendur að þessari kvölddagskrá í samvinnu við Akureyrarbæ á afmæli bæjarins í tilefni af því að forlagið gefur nú út Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar í fjórum bindum á hundrað ára afmæli skáldsins, en Davíð var heiðursborgari Akureyrar. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 379 orð

Dræm sala á utanhúss málningu í vætutíðinni

SALA á utanhússmálningu hefur verið dræm á suðvesturhorni landsins í sumar, enda hafa rigningar komið í veg fyrir málningarvinnuna. Talsmenn málningarverksmiðja binda vonir við að septembermánuður verði þurr, svo húseigendur geti málað. Sala á innanhússmálningu hefur aukist nokkuð og virðist sem sumir taki þann kostinn að prýða húsið a.m.k. að innan, þegar ekki viðrar til útivinnunnar. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 393 orð

Ekki verið að efna til skattahækkana

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að undirbúningur að gerð fjárlaga sé erfiðari en ætlað var í fyrstu vegna þess að útlit sé nú fyrir að hagvöxtur á næsta ári verði minni en ráðgert hafði verið. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 371 orð

Evrópsk þjóðernisvitund?

Í MAASTRICHT-sáttmálanum er talað um "æ nánara bandalag þjóða Evrópu" og sumar af þeim hugmyndum sem nefndar eru í sáttmálanum virðast ganga út frá því að til sé eitthvað sem kalla má "sameiginlega evrópska vitund", sem sé nógu sterk til að í nafni hennar sé hægt t.d. að ætlast til af hermönnum að þeir leggi líf sitt í sölurnar fyrir evrópska utanríkis- og öryggisstefnu. Meira
29. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 415 orð

Fagfélag stofnað til að standa vörð um verkmenntir

SÍÐASTLIÐINN föstudag komu fata- og textílkennarar í framhaldsskólum landsins saman til fundar í Punktinum á Akureyri í þeim tilgangi að stofna formlegt félag starfandi kennara í þessum greinum. Undirbúningsfundur hafði áður verið haldinn og fulltrúar hópsins fóru á fund Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra til að vekja athygli á stöðu greinarinnar innan skólakerfisins. Meira
29. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 324 orð

Fegurstu garðarnir valdir

GARÐASKOÐUNARNEFND á vegum Garðyrkjufélags Akureyrar hefur nú ákveðið hvaða garðar í bænum hljóta viðurkenningar árið 1995, en slíkar viðurkenningar eru veittar annað hvert ár. Með þessu framtaki vill Garðyrkjufélagið hvetja bæjarbúa til að stuðla að fegrun bæjarins. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fimmfaldur lottópottur

FIMMFÖLD vinningsupphæð verður í lottóinu næsta laugardag. Enginn var með fimm tölur réttar í lottói sl. laugardag og flyst því vinningsupphæðin, 13.339.440 kr., yfir á fyrsta vinning 2. september nk. Þrír skiptu með sér bónusvinningnum sl. laugardag og fékk hver þeirra 319.600 kr. í sinn hlut en vinningur fyrir fjórar tölur réttar var 7.650 kr. Meira
29. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 194 orð

Fjárhús og hlaða brunnu til kaldra kola

SLÖKKVILIÐINU á Stórutjörnum barst tilkynning um eldsvoða í Sandvík í Bárðardal um kl. 22 síðastliðið laugardagskvöld. Þegar slökkviliðið var komið á staðinn hálftíma síðar voru fjárhúsin fallin og ljóst að fáu yrði bjargað. Öll húsin eru meira eða minna ónýt, hey er mikið skemmt og sýnt að þarna hefur orðið stórtjón. Þá brunnu tveir hundar inni. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Fjölbýlishús í byggingu skemmdist í bruna

ELDUR kom upp í nýbyggingu fjölbýlishúss við Flétturima í Grafarvogi á sunnudagsmorgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en talsverðar skemmdir urðu á húsinu. Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins virðist sem eldur hafi verið lagður í byggingarefni, sem geymt var í kjallaranum. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 255 orð

Flóttafólk neitar að fara til Rúanda

RÚANDÍSKU flóttamennirnir í Zaire neituðu langflestir í gær að verða við beiðni Sameinuðu þjóðanna um að fara af sjálfsdáðum til Rúanda. Óttast er að her Zaire hefji nauðungarflutninga á fólkinu að nýju renni viðræður, sem fara fram í Genf í dag, út í sandinn. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Friðarkerti olli eldi

ELDUR kviknaði á svölum timburhúss við Bakkastíg aðfaranótt sunnudags og reyndist sökudólgurinn vera friðarkerti, sem staðið hafði á plaststóli á svölunum. Nágrannar héldu eldinum í skefjum þar til lögregla kom á vettvang. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Frjáls sala á mjólkurkvóta gagnrýnd

EFASEMDIR komu fram á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær um frjálsa sölu á mjólkurkvóta þar sem kaupfélög og sveitarfélög væru farin að taka þátt í kvótakaupum og töldu margir fundarmanna að það hefði átt mikinn þátt í að halda uppi kvótaverði. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Gatt og grænmetið

UMRÆÐUFUNDUR um framkvæmd Gatt-samningsins og verðlag á íslensku grænmeti verður þriðjudaginn 29. ágúst á Flúðum, með þátttöku garðyrkjubænda, fulltrúum afurðasölufyrirtækja þeirra, kaupmönnum, fulltrúa frá Manneldisráði og landbúnaðarráðuneytinu. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Góð berjaspretta í Reykhólasveit

BERJASPRETTA virðist ætla að verða góð. Þó mun frostbragð finnast af aðalbláberjum í giljum þar sem kalt loft hefur streymt niður, en ofar í brekkunum virðast ber vera góð. Krækiber eru nú að verða fullsprottin og er að sjá að mikið sé um þau. Hins vegar eru gæsirnar duglegar að fara í berjamó og eru fljótar að hreinsa það land sem þeim líkar. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 275 orð

Grænlensk rækjuskip í vandræðum

GRÆNLENSK rækjuskip hafa orðið vör við mikið af loðnu austur af Grænlandi, suður af Angmagssalik. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru dæmi um að skipin hafi fengið upp í átta tonn af loðnu í rækjutroll með fimmtíu millimetra riðli. Íslensk veiðiskip hafa ekki veiðirétt á þessu svæði. Meira
29. ágúst 1995 | Fréttaskýringar | 146 orð

Hallsteinn ungi

Hallsteinn Heimisson er yngsti meðlimur kvæðafélags Iðunnar, nýorðinn 12 ára. Hann flutti kvæði á hagyrðingamótinu, bæði um sjálfan sig og vin sinn Andrés Valberg. Stakan um Andrés er svona: Valberg karlinn yrkir enn áfram lengi vakir. Gjarnan eru gamlir menn gríðarlega spakir. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 415 orð

Hef ekki enn áttað mig á árangrinum

"ÉG HEF enn ekki haft tíma til að átta mig á þessum árangri. Nú er sólarhringur frá því að keppninni lauk og ég fer að setjast niður og reyna að gera mér grein fyrir hvað er framundan," sagði Ásdís María Franklín, sautján ára menntaskólastúlka frá Akureyri sem hafnaði í 3. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

Héldu snark í eldi vera rigningu

"ÉG HELD það sé frekar ástæða til að gleðjast yfir því að við erum öll lifandi fremur en að syrgja sumarbústaðinn," segir Sigurlaug Guðmundsdóttir, sem horfði á sumarbústað sinn í Þelsmörk skammt frá Vík í Mýrdal brenna til kaldra kola aðfaranótt sl. sunnudags. Sigurlaug hafði lagt þriggja ára vinnu ásamt vinum sínum og vandamönnum í að byggja upp bústaðinn sem var ótryggður. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 36 orð

Hvert skal halda?

EKKI voru allir keppendur vissir um hvert skyldi halda í torfærukeppni í Grindavík um helgina. Í það minnsta vildi jeppi Þórs Pálssonar hvorki til hægri né vinstri þar sem stýrisbúnaður hafði bilað. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Íslensk stúlka við Mururoaeyjar

ÍSLENSK stúlka, Sigríður Ragna Sverrisdóttir, er í áhöfn þýska seglskipsins S/S Dagmar Aaen, sem ásamt um 20 öðrum skipum tekur þátt í hópsiglingu til Mururoa-eyja í mótmælaskyni við fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir Frakka þar. Sigríður, sem er 24 ára gömul, hefur verið í áhöfn skipsins frá 17. apríl síðastliðnum, en leiðangursstjóri um borð er Þjóðverjinn Arved Fuchs. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 213 orð

Kennarar í 10. bekk semji ekki samræmdu prófin

UMBOÐSMAÐUR barna, Þórhildur Líndal, hefur sent frá sér álitsgerð þar sem þeirri tillögu er beint til menntamálaráðherra að í reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa verði kveðið á um að kennarar sem hafa með höndum kennslu í 10. bekk grunnskóla megi ekki á sama tíma taka þátt í gerð samræmdra prófa. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

Lax frá Kollafirði í Brynjudalsá og Hellisá

LAX frá Laxeldisstöðinni í Kollafirði var í júlí síðastliðnum settur í Hellisá á Síðu og í Brynjudalsá í Hvalfirði, en að sögn Jónasar Jónassonar, tilraunastjóra stöðvarinnar, hafa ekki ennþá fundist nein merki um að kýlapest hafi borist með fiskinum í árnar. Meira
29. ágúst 1995 | Leiðréttingar | 47 orð

LEIÐRÉTT Ómarkviss aðstoð Morgunblaðið b

Morgunblaðið birti sl. laugardag (bls. 30) grein eftir Ragnheiði Önnu Friðriksdóttur um fornám í Menntaskólanum í Kópavogi, "Sigur eftir erfið ár í skólakerfinu". Þau mistök urðu í birtingu að kaflafyrirsögn misritaðist, "Ómerkileg kennsla" í stað Ómarkviss kennsla, sem vera átti. Þetta leiðréttist hér með. Meira
29. ágúst 1995 | Fréttaskýringar | 1103 orð

Ljóðadans á vörum

Hagyrðingamótið um helgina var líflegt og flugu botnar og fyrripartar á milli gesta. Gunnar Hersveinn fékk það staðfest að skensið er í fyrirrúmi þegar hagyrðingar koma saman. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 119 orð

Lýsa stuðningi við Scharping

LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi, Rudolf Scharping, fékk í gær eindregna stuðningsyfirlýsingu frá æðstu mönnum Jafnaðarmannaflokksins sem frambjóðandi flokksins til embættis kanslara í kosningunum sem fara fram 1998. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Mjólkursamlagið á Höfn lagt niður

STJÓRN Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði samþykkti í síðustu viku að stefna að því að óbreyttum forsendum að leggja mjólkursamlag félagsins niður frá og með 1. september 1996. Þessi ákvörðun var tekin eftir að viðræður milli KASK og Kaupfélags Héraðsbúa um samstarf um slátrun og mjólkurvinnslu sigldu í strand. Árleg framleiðsla um 1,7 millj. Meira
29. ágúst 1995 | Smáfréttir | 72 orð

Námskeið í bútasaumnum VERSLUNIN Virka heldur kynningu miðvikudagskvöldið 30. ágúst kl. 20 á því sem kennt verður á námskeiðum

VERSLUNIN Virka heldur kynningu miðvikudagskvöldið 30. ágúst kl. 20 á því sem kennt verður á námskeiðum fyrirtækisins í Mörkinni 3 í vetur. Fólk getur þá komið og séð hlutina sem kenndir verða. Í vetur verður meðal annars í bútasaumnum teppanámskeið fyrir byrjendur og annað í skurðartækni fyrir lengra komna. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Nokkuð um meinlaus útbrot í lófum og iljum

NOKKUÐ hefur verið um að fólk leitaði til Læknavaktarinnar í Reykjavík með börn sem eru með útbrot í munni, lófum og á iljum. Að sögn Magnúsar R. Jónassonar, yfirlæknis á Heilsugæslustöðinni í Fossvogi, er sjúkdómurinn meinlaus og sýnist oft meiri en hann í rauninni er. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Nýir kostir í sjúkraþjálfun

NÝTT styrkmælinga- og æfingatæki hefur verið tekið í notkun í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Með tækinu sem heitir KIN COM er mögulegt að mæla og þjálfa vöðvastyrk um alla stóra útlimaliði sem og beygju og réttu í bol líkamans. Hægt er að velja um fjölmörg æfingakerfi, m.a. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 207 orð

Nýi ökuskólinn að hefja annað starfsár sitt

UM ÞESSAR mundir er Nýi Ökuskólinn að hefja sitt annað starfsár. Skólinn er í húsnæði flutningafyrirtækisins E.T. í Klettagörðum 11 og er staðsetning skólans einkar heppileg með tilliti til allrar verklegrar kennslu og sýnikennslu. Meira
29. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 149 orð

Ók undir kyrrstæðan heyvagn

MJÖG harður árekstur varð við Hlíðarbæ norðan Akureyrar laust fyrir kl. 14.30 síðastliðinn laugardag. Þá lenti fólksbíll undir heyvagni og gjöreyðilagðist en ökumaðurinn þótti sleppa ótrúlega vel miðað við aðstæður. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 358 orð

Óttast frekari tilræði

MISHEPPNAÐ sprengjutilræði við hraðlest í Frakklandi um helgina í kjölfar tveggja sprengjutilræða í París í júlí og ágúst hafa valdið ótta um að frekari tilræði séu yfirvofandi í Frakklandi. Tuttugu og fimm kílóa gashylkissprengja fannst ósprungin við brautarteina sem hraðlestir (TGV) fara um nærri borginni Lyon um helgina. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Pajero- jeppa stolið

MITSUBISHI Pajero-jeppa var stolið af bílastæði við Stjörnubíó á föstudagskvöld, 25. ágúst, milli kl. 21 og 23. Bíllinn, sem er styttri útgáfan af Pajero, ber númerið R-80357 og er hvítur, með rauðum röndum á hliðum. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 721 orð

Ráðherra segir lögum verða breytt

FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis telur að eftir að hafa kynnt sér málefni stofnunarinnar og það "erfiða ástand sem þar hefur ríkt um nokkurt skeið" þurfi að endurskoða lög og reglugerðir, einkum 3. grein laga um brunamál og brunavarnir, Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 51 orð

Reuter Keisarans minnst

STÚLKA heldur á ljósmynd af Boris þriðja, síðasta keisara Búlgaríu, við messu sem haldin var í einni af stærstu kirkjum höfuðborgarinnar Sofíu í tilefni þess að 52 ár voru liðin frá dauða hans. Búlgarskir konungssinnar hafa hvatt Simeon annan, son keisarans, til að bjóða sig fram í væntanlegum forsetakosningum. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 329 orð

Ræddu við gísl í Kashmír STJÓRNVÖLD á Ind

STJÓRNVÖLD á Indlandi greindu frá því í gær að náðst hefði talsamband við einn vestrænu gíslanna sem skæruliðar í Kashmír-héraði hafa í haldi. Þetta er í fyrsta sinn sem náðst hefur beint samband við gísl frá því þeir voru teknir höndum fyrir tveim mánuðum. Að sögn embættismanns var rætt við Bandaríkjamanninn Donald Hutchins, sem staðfesti að hinir gíslarnir þrír væru við góða heilsu. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 325 orð

Segir friðarviðræðum stefnt í voða

MICHAEL Ancram, breskur ráðherra málefna Norður-Írlands, hafnaði í gær kröfu Alberts Reynolds, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, um að Bretar létu af kröfum sínum um að Írski lýðveldisherinn (IRA) leggði niður vopn áður en friðarviðræðum yrði haldið áfram. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 250 orð

Skírt á rússneska vísu

LÍTIL stúlka hlaut rússneska skírn í Bessastaðakirkju sl. laugardag. Pítírím erkibiskup, einn af æðstu mönnum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, kom hingað til lands gagngert til að skíra vikugamla frænku sína, dóttur Jóns Ólafssonar og Xeníu Ólafsson. Var litlu stúlkunni gefið nafnið Anastasía. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Skólastarf að hefjast

BRÁTT munu skólar landsins iða af lífi á ný eftir þriggja mánaða sumarleyfi. Kennarar hófu fyrir nokkru undirbúning að starfseminni í vetur, en sjálft skólastarfið hefst víðast í kringum 1. september. Óvenju stór árgangur sex ára barna hefur skólagöngu í haust, eða tæplega 4.500 börn. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Staðfestir velgengni landans

Formaður VMSÍ kynnti sér hagi Íslendinga í Hanstholm Staðfestir velgengni landans "MÉR fannst mest áberandi sá stöðugleiki sem er í Danmörku varðandi lán til kaupa á íbúðarhúsnæði. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 582 orð

Talsverð ölvun en lítið um pústra

UM HELGINA var tilkynnt um 37 innbrot til lögreglunnar. Lögreglumenn kærðu 113 ökumenn fyrir að aka of hratt og 18 ökumenn og farþegar voru kærðir fyrir að nota ekki bílbelti. Skráð eru 54 umferðaróhöpp eftir helgina og 60 sinnum þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af fólki vegna kvartana um hávaða og ónæði utan dyra sem innan. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Telja lán til Emerald tapað fé

GUÐMUNDUR Þorsteinsson, fulltrúi í stjórn Lífeyrissjóðs bænda, sagði á aðalfundi Landssambands kúabænda, að allt benti til að hlutafé og lánveiting lífeyrissjóðsins til Emerald Air sé sjóðnum glatað fé. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 246 orð

Tólf fangar frelsaðir

TÓLF af hættulegustu glæpamönnum Danmerkur tókst á sunnudaginn að brjótast út úr Vridsløselille-fangelsinu vesturhluta Kaupmannahafnar með aðstoð vitorðsmanns, sem ók stórri gröfu í gegn um fangelsisvegginn. Fangarnir sátu þá að grillveizlu í fangelsisgarðinum. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Upphaf viðræðna um sameiningu

JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði á fjölsóttum fundi á vegum Alþýðubandalagsins í Reykjavík í gær að hann vildi líta á fundinn sem upphafið að samtölum þar sem á það yrði látið reyna hvort jafnaðarmenn gætu sameinast. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, tók undir þetta og kvað stjórnarandstöðuna hafa tíma fram til miðs árs 1997 til að ná saman. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 266 orð

Utanríkisráðherrarnir leysi fiskveiðideiluna

PER Aasen, fyrrum ritstjóri og sendiherra Noregs á Íslandi, telur nauðsynlegt að finna sem fyrst lausn á deilu Íslendinga og Norðmanna. Eigi það að takast, verði að fela utanríkisráðherrum landanna það hlutverk og því verði norski sjávarútvegsráðherrann, Jan Henry T. Olsen, að víkja til hliðar. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 379 orð

Veiðileyfasalar segja eftirliti ábótavant

Viðvera sótthreinsunarfulltrúa í Leifsstöð stytt Veiðileyfasalar segja eftirliti ábótavant ÁKVEÐIÐ var í vor að stytta viðverutíma starfsmanns sem sér um sótthreinsun búnaðar erlendra stangveiðimanna í Leifsstöð á vegum landbúnaðarráðuneytisins. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 163 orð

Viðræðurnar strandaðar

EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, lýsti því yfir í gær, mánudag, að viðræðurnar um nýjan fiskveiðisamning ESB við Marokkó væru strandaðar og að hún leggði til að ESB endurmæti samskipti sín við hið norðurafríska land. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 941 orð

Vinnuveitandi greiði augnskoðun og gleraugu

SAMKVÆMT reglum EES-samningsins, sem tóku gildi fyrir tæpu ári, ber vinnuveitanda að greiða augnskoðun og sérstök gleraugu fyrir starfsmenn við skjávinnu, þurfi hann á slíkum gleraugum að halda vegna vinnu sinnar. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 479 orð

Víðidalsá svört af sjóbleikju

FEIKNARLEG sjóbleikjuveiði hefur verið á silungasvæðinu í Víðidalsá. Ragnar Gunnlaugsson, bóndi á Bakka í Víðidal, segir að veiðin hafi verið meiri en í mörg ár og eru menn þó góðu vanir á þessum slóðum. Þá hefur laxveiði gengið vonum framar á aðalsvæði árinnar. Meira
29. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 133 orð

Víkur fyrir Hashimoto

UTANRÍKISRÁÐHERRA Japans, Yohei Kono, lýsti í gær yfir að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Frjálslynda lýðræðisflokknum, LPD, stærsta flokkinum á japanska þinginu. Þar með er talið öruggt að Ryutaro Hashimoto, viðskiptaráðherra muni leiða flokkinn í næstu kosningum. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Þjóðvaki vill breytt vinnubrögð í útvarpsráði ÞINGFLOKKUR Þjóðvaka telur að afleggja eigi þau vinnubrögð að hið pólitískt kjörna

ÞINGFLOKKUR Þjóðvaka telur að afleggja eigi þau vinnubrögð að hið pólitískt kjörna útvarpsráð gefi umsagnir um ráðningar einstakra undirmanna á fréttastofu og dagskrárdeildum, segir í fréttatilkynningu frá þingflokki Þjóðvaka. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Þriðjudagsganga í Viðey

KVÖLDGÖNGURNAR í Viðey á þriðjudagskvöldum halda vinsældum sínum og í kvöld verður gengið um norðurströndina frá eystri túngarðinum sem er rétt austan við Stofuna og yfir að þeim vestari en hann liggur þvert yfir Eiðið sem tengir Vesturey og Austurey. Meira
29. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Þrír umsækjendur hættu við vegna lágra launa

STAÐA við heimspekideild Háskóla Íslands var nýlega auglýst laus til umsóknar á alþjóðavettvangi. 24 umsóknir bárust, en af þeim fjórum umsækjendum sem dómnefndin taldi hæfasta hafa þrír dregið umsóknir sínar til baka. Allir þrír nefndu lág laun íslenskra háskólakennara sem ástæðu, segir í ályktun heimspekideildar Háskólans. Meira
29. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

(fyrirsögn vantar)

Afmæli Akureyrarkaupstaðar Það er viðeigandi að birta þessa fallegu mynd af Minjasafnskirkjunni á Akureyri í dag. Akureyri á 133 ára kaupstaðarafmæli í dag, þriðjudaginn 29. ágúst, en bærinn fékk kaupstaðarréttindi á því herrans ári 1862. Þótt þetta teljist varla stórafmæli verður dagsins minnst með ýmsu móti. Meira

Ritstjórnargreinar

29. ágúst 1995 | Leiðarar | 589 orð

AÐSTÆÐUR FJÖLSKYLDUFÓLKS

Leiðari AÐSTÆÐUR FJÖLSKYLDUFÓLKS RÁ áramótum hafa 643 íslenskir ríkisborgarar flutt úr landi umfram aðflutta og frá árinu 1990 eru brottfluttir Íslendingar 1.031 umfram aðflutta. Það er ekkert nýtt, að fólk leiti eftir störfum erlendis, þegar illa árar hér heima. Meira
29. ágúst 1995 | Staksteinar | 313 orð

»Ríkisbankar eru tímaskekkja! NIÐURLAGSORÐ forystugreinar Alþýðublaðsins sl.

NIÐURLAGSORÐ forystugreinar Alþýðublaðsins sl. föstudag: "Á tímum alþjóðlegra fjármagnsmarkaða eru íslenzku ríkisbankarnir tímaskekkja. Endanlegt markmið þeirra breytinga sem nú standa fyrir dyrum á bankakerfinu hlýtur að vera það að ríkið dragi sig smám saman út úr bankarekstri." Hlutafélagabankar Meira

Menning

29. ágúst 1995 | Kvikmyndir | 342 orð

Apaköttur, apaspil...

Leikstjóri Frank Marshall. Handritshöfundur John Patric Shanley, byggt á samnefndri metsölubók eftir Michael Crichton. Kvikmyndatökustjóri Alan Davieu. Tónlist Jerry Goldsmith. Aðalleikendur Dylan Walsh, Laura Linney, Ernie Hudson, Joe Don Baker, Tim Curry. Bandarísk. Paramount 1995. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 114 orð

Ástin endurvakin

SYLVESTER Stallone, kurfaldinn þrekni, virðist hafa fundið hamingjuna hjá Jennifer Flavin, gamalli elsku sinni. Þau voru saman í fimm ár, en skildu að skiptum síðastliðið haust. Þá sagði Stallone meðal annars: "Ég held það sé enginn möguleiki á því að við tökum saman á ný - skaðinn er skeður. Hún er mjög viðkvæm. Ég mun ávallt elska hana en hún á betra skilið". Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 116 orð

Betra seint en aldrei

EFTIR 30 ára "útlegð" hafa gullplötur Bítlanna fyrir "A Hard Days Night" og "Something New" komið fyrir almenningssjónir. Árið 1965 höfðu Bítlarnir selt eina milljón eintaka "A Hard Days Night" smáskífunnar og "Something New" plötunnar í Bandaríkjunum. Fyrir vikið fengu Liverpool-drengirnir gullplötur sem sendar voru til Bretlands. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 102 orð

Bikarinn boðinn velkominn

EINS og flestum er kunnugt urðu KR-ingar bikarmeistarar í knattspyrnu á sunnudaginn. Stuðningsmenn liðsins fögnuðu af miklum krafti, enda ekki á hverjum degi sem bikarinn vinnst. Hérna sjáum við svipmyndir af fagnaðarlátunum. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Coelho framlengir dvöl sína hér á landi

BANDARÍSKI sviðsgrínarinn, Dorothea Coelho, hefur fengið afar góðar viðtökur í Íslandsferð sinni sem stendur yfir um þessar mundir. Hún hefur nú ákveðið að framlengja dvöl sína fram á fimmtudag og kemur fram einu sinni enn í Loftkastalanum næstkomandi miðvikudagskvöld. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 130 orð

Cosby gefst ekki upp

BILL Cosby hefur til þessa ekki gengið vel á kvikmyndatjaldinu, þrátt fyrir velgengni í sjónvarpi. Seinasta stóra hlutverk hans var árið 1990 í myndinni "Ghost Dad" sem gekk ekki vel í miðasölu. Nú hefur hann ákveðið að freista gæfunnar á ný og leika á móti Robin Williams í "Jack". Myndin fjallar um dreng hvers líkami eldist fjórum sinnum hraðar en hugurinn. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 109 orð

Cruise íhugar næsta leik

TOM Cruise hefur nýlokið við að leika í myndinni "Mission: Impossible" sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum. Nú standa yfir samningaviðræður um að hann leiki í spennumyndinni Auga fyrir auga, eða "Eye For an Eye". Kemur til greina að hann leiki forystumann sérvalinnar foringjasveitar sem reynir að koma í veg fyrir hryðjuverk. Meira
29. ágúst 1995 | Menningarlíf | 94 orð

Dagskrá Óháðrar listahátíðar DAGSKRÁ óháðu listahátíðarinnar þá fjóra daga sem eftir eru, er eftirfarandi: Í kvöld kl. 20.30

DAGSKRÁ óháðu listahátíðarinnar þá fjóra daga sem eftir eru, er eftirfarandi: Í kvöld kl. 20.30 verða tónleikar með verkum eftir Lárus Halldór Grímsson, Báru Grímsdóttur, David Ellis og Alice Gomes. Flytjendur Geir Rafnsson, Arna Kristín, Þorsteinn Gauti og Daníel Þorsteinsson. Aðgangseyrir 850 krónur. Meira
29. ágúst 1995 | Menningarlíf | 293 orð

Dýrt vatnslistaverk

VATNSLISTAVERKIÐ Fyssa eftir myndlistarmanninn Rúrí sem afhjúpað var síðastliðinn miðvikudag í grasagarðinum í Laugardal kostar Vatnsveituna, sem lét reisa verkið, a.m.k. tvöfalt meira en upphaflega var áætlað eða 16 milljónir króna. 30 myndlistarmenn sendu inn tillögur í samkeppni um verkið. Í forvali voru sex listamenn valdir til að útfæra tillögur sínar og fékk hver þeirra 100. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 262 orð

Fráskilin og fögur

LEIKKONAN góðglaða, Amanda De Cadenet, skildi nýlega við eiginmann sinn til þriggja ára, John Taylor. Taylor, sem er í hljómsveitinni vinsælu Duran Duran, er 35 ára, heilum 12 árum eldri en Amanda. Meira
29. ágúst 1995 | Myndlist | 617 orð

Gler og Goð

Dröfn Guðmundsdóttir og Birgitta Jónsdóttir. Opið alla daga kl. 12-18 til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis STÖÐLAKOT hýsir þessa dagana verk þeirra Drafnar Guðmundsdóttur og Birgittu Jónsdóttur, en þessar listakonur hafa hér tekið höndum saman til að sýna ólíka þætti úr myndlistinni, sem þær hafa verið að vinna að. Meira
29. ágúst 1995 | Menningarlíf | 326 orð

Hefð brotin

SÍÐUSTU þriðjudagstónleikar sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verða í kvöld kl. 20.30. Þá flytja Margrét Kristjánsdóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari verk eftir Beethoven, Clöru Schumann og L. Janácek. Í viðtali við blaðamann sögðu Margrét og Nína Margrét að þær hafi lengi langað til að flytja þessa dagskrá. "Við munum flytja Þrjár rómönsur op. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 40 orð

Kátar dísir

ÞESSAR fegurðardrottningar eru kátar og fallegar, enda væri annað óeðlilegt. Dora Nellys Duran, til hægri, óskar sænsku þokkadísinni Kristen Elizabeth Hengerford til hamingju með titilinn ungfrú táningur 1995. Duran, sem er frá Dóminíska lýðveldinu, varð í öðru sæti. Meira
29. ágúst 1995 | Menningarlíf | 719 orð

Kóngur rís og konur magna seið

ÓHÁÐ listahátíð stóð fyrir tveimur ljóða- og tónlistarkvöldum í Iðnó á fimmtudagskvöld og sunnudagskvöld. Dagskráin á fimmtudagskvöldið nefndist Kóngur rís og hafði karlmennskuna að grunnþema. Allir þátttakendur voru karlmenn þótt þeir hafi reyndar lagt misjafnlega mikið upp úr því í efnisskrá sinni. Meira
29. ágúst 1995 | Myndlist | 573 orð

Kraftaverk og kynjafiskar

Valdimar Bjarnfreðsson Opið alla daga til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis Á ÞAÐ hefur löngum verið bent, að svonefndir einfarar í myndlistinni, naivistar, séu framar öllu frásagnamenn í þeirri list sem birtist í myndum þeirra; þar sé aðeins að finna brothætta túlkun á frjóum sagnaheimum og þá bernsku lífssýn, sem fyllir tilveru þeirra. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 111 orð

Kynslóðirnar mætast

DAMON Albarn, söngvari hljómsveitarinnar Blur, hefur sagst sækja innblástur til gömlu karlanna í Kinks. Sem kunnugt er samdi Ray Davies flest lög Kinks á sínum tíma, en hljómsveitin var upp á sitt besta á sjöunda áratugnum. Blur er ein vinsælasta hljómsveit Bretlands þessa dagana og Ray hefur sagt það vera mikinn heiður fyrir sig að vera fyrirmynd meðlima hennar. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 89 orð

Liðug og laus

LEIKKONAN Gloria Reuben, sem leikur harðgifta konu í ER- sjónvarpsþáttunum, býr ekki við sama stöðugleika í einkalífinu. Hún er þrítug og einhleyp. "Ég er mjög einhleyp. Ég á ekki kærasta og fer ekki einu sinni reglulega á stefnumót. Trúðu mér, ég hef velt mikið fyrir mér af hverju ég á við þetta vandamál að stríða," segir hún. Meira
29. ágúst 1995 | Menningarlíf | 231 orð

Ný frönsk-íslensk orðabók

NÝ FRÖNSK-ÍSLENSK orðabók kom út í gær hjá bókaforlaginu Erni & Örlygi hf., 42 árum eftir að síðast kom út frönsk-íslenk orðabók. Þessi bók er í orðabókaflokknum Orðabækur samtímans. Fransk- íslenska orðabókin er gefin út með tilstyrk menntamálaráðuneytisins, franska bókmenntasjóðsins, frönsku málnefndarinnar og franska utanríkisráðuneytisins. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Pamela í Feneyjum

STÚLKAN góða, Pamela Anderson, naut nýlega lífsins á Feneyjaströndum, þar sem hún dvaldi í sumarleyfi. Hún mátti þó ekki sýna af sér sína venjulegu kæti, þar sem hún er nú ófrísk á nýjan leik eftir að hafa misst fóstur fyrr í sumar. Engu að síður lét hún eftir sér að leika við hundinn sinn, Star. Meira
29. ágúst 1995 | Menningarlíf | 405 orð

Snákahviss á tónleikum

Í KVÖLD eru tónleikar á dagskrá Óháðrar listahátíðar. Verk tónskáldsins Lárusar Halldórs Grímssonar verða áberandi því flutt verða fjögur verka hans, þar af eitt verk sem Lárus hefur nýlokið við og heyrist nú í fyrsta skipti. Einnig verða flutt verk eftir tónskáldin Báru Grímsdóttur, Paul Smadbeck, David Ellis og Alice Gomes. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 109 orð

Sofðu unga ástin mín

HUGMYNDAAUÐGI kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum hefur á stundum verið lofuð, enda hafa verið framleiddar myndir um nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna. Um þessar mundir virðast þeir þó þjást af ritstíflu, þar sem orðið svefn, eða "sleep" kemur fyrir í titlum ófárra mynda. Meira
29. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 99 orð

Vestrahetjur heiðraðar

FYRIR skemmstu voru "The Golden Boot"-verðlaunin afhent í Los Angeles. Þau hljóta leikarar og listamenn fyrir framlag til vestragerðar í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Gamla tvíhleypan, James Coburn, hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í sígildum vestrum, svo sem "The Magnificent Seven". Hann tók á móti verðlaununum með konu sína, Paulu, sér við hlið. Meira

Umræðan

29. ágúst 1995 | Velvakandi | 356 orð

Athugasemd um Pál Eggert Ólason PÉTUR Pétursson, þulur, hringdi, sag

PÉTUR Pétursson, þulur, hringdi, sagðist hafa lesið grein í Lesbók sl. laugardag, eftir Jón Ólaf Ísberg. Greinin er lofsverð en skylt er að hafa það sem sannara reynist. Í fyrsta lagi er rangt farið með nafn myndhöggvarans. Hann hét Brynjólf Bergslien og var mikill vinur Íslendinga. Meira
29. ágúst 1995 | Velvakandi | 370 orð

Einlitur áróður engum til gagns

EKKI get ég orða bundist yfir þeim einlita áróðri sem neglt gúmmí hlýtur undir ökutækjum þessa lands, sem um gatnakerfi Reykjavíkur og samliggjandi þéttbýliskjarna fá. Eftir að ég las grein Ragnheiðar Sigurðardóttur, Steinavör 2, Steljarnarnesi, í Morgunblaðinu 19. ágúst sl. Meira
29. ágúst 1995 | Velvakandi | 638 orð

Eru geimverur hér allt í kringum okkur?

ÞANNIG er að ég ákvað að gerast stofnfélagi í Félagi áhugamanna um fljúgandi furðuhluti fyrir um ári. Nýlega sat ég síðan fyrsta aðalfund félagsins. Fylltist ég af endurnýjuðum áhuga fyrir þessu málefni. Meira
29. ágúst 1995 | Aðsent efni | 963 orð

Frjáls áskrift betri dagskrá

SAMTÖKIN Frjálst val, áhugahópur um valfrelsi í fjölmiðlum, voru stofnuð til að þrýsta á mjög eðlilega kröfu og einfalda, að fá að velja frjálst það efni sem það kaupir en sleppa öðru. Þessi krafa var lögð fram því margir eru þeirrar skoðunar að skylduáskrift að RÚV væri brot á þeim grundavallarrétti sem nútímamenn krefjast í lýðræðisþjóðfélagi. Meira
29. ágúst 1995 | Aðsent efni | 569 orð

Góða ferð til Kína

Hugmyndir um mannréttindi eru afar ólíkar sem skýrist m.a. af því að fólk elst upp við ólíkar aðstæður. Sú umræða sem fram hefur farið um Kína og þá ráðstefnu er þar er fyrirhuguð hefur að hluta til fjallað um skoðun manna á því að það sé brot á mannréttindum að hjón í Kína fái aðeins að eignast eitt barn. Eins og oft vill brenna við vantar sjálfstæða umræðu um orsök ástandsins. Meira
29. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1250 orð

Landsmenn takið eftir

Í VIÐTALI í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins fimmtudaginn 3. ágúst síðastliðinn kom fram hjá forstjóra Ríkisspítala Davíð Á. Gunnarssyni að á næstunni yrði farið að athuga hvaða þjónustu sjúkrahúsin ættu að veita; og forgangsraða síðan þjónustunni svo mæta megi niðurskurði spítalanna, sem er krafa frá landsfeðrum þjóðarinnar. Meira
29. ágúst 1995 | Velvakandi | 353 orð

Ljót framkoma

MIG LANGAR til að segja smásögu af óhappi sem ég varð fyrir í Borgarkringlunni þriðjudaginn 22. ágúst sl. Málið var að ég var að ganga þar út um dyrnar og heyrði svona skvaldur í unglingum og er bara gott um það að segja á þessum síðustu og verstu tímum sem mörgum finnst vera. En sagan er ekki öll. Meira
29. ágúst 1995 | Velvakandi | 429 orð

RAKFARIR Emerald Air og stofnun Arctic Air sýna annars

RAKFARIR Emerald Air og stofnun Arctic Air sýna annars vegar, að alltaf finna einhverjir hjá sér þörf fyrir að skapa valkost gagnvart Flugleiðum í flugi á milli Íslands og annarra landa en hins vegar, að það er vonlaust að gera það án þess að sterkur fjárhagslegur bakhjarl sé til staðar. Meira
29. ágúst 1995 | Aðsent efni | 406 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Á sunnudag komu til hafnar Southella, Brúarfoss og Reykjafoss. Í gær kom japanski togarinn Ryuo Maru nr. 28, Nuka Artica kom og fór samdægurs. Þá fór skútan Roald Amundsen í gær,Ásbjörn fór á veiðar. Meira
29. ágúst 1995 | Velvakandi | 554 orð

Rjúpan okkar

Rjúpan okkar Frá Sigurði Magnússyni: ÞESSA fyrirsögn er að finna í "Bréfi til blaðsins" í Morgunblaðinu 14. júní 1995. Síðustu setningarnar hljóða svo: Hlutverki rjúpunnar við að metta illa haldna Íslendinga er lokið. Nú er hennar hlutverk að vekja aðdáun og væntumþykju. Meira
29. ágúst 1995 | Aðsent efni | 986 orð

Samkeppni og olíuverslun

Frjáls samkeppni er fyrirbæri sem stendur á brauðfótum hérlendis þrátt fyrir tilraunir til að setja fastmótaðar samkeppnisreglur að erlendri fyrirmynd. Umræðan um kaup Olíufélagsins á hlutabréfum í Olíuverslun Íslands er enn eitt dæmið um hve íslenskt viðskiptalíf er illa upplýst um þær hömlur sem nútíma samkeppnisreglur setja fyrirtækjum og því ástæða til að stinga niður penna til að vekja Meira
29. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1029 orð

Skóli ­ til hvers?

FYRIR tveimur árum skrifaði ég greinaflokk í Lesbók Morgunblaðsins um nýja skólann á Íslandi, sem var stofnaður með lögum um grunnskóla 1974. Ég rek þar stuttlega aðdragandann að setningu laganna, greini hugmyndafræðina, sem skólinn byggist á, bendi á helstu gallana, sem hafa komið fram og tilgreini nokkur úrræði, Meira
29. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1151 orð

Um Héraðsskólann á Laugarvatni

DAGANA 17. júní til 2. júlí fóru fram listadagar á Laugarvatni sem voru nefndir einu nafni Gullkistan. Þar voru sýnd verk eftir 104 myndlistarmenn, auk þess sem um 40 tónlistarmenn, leikarar og skáld komu fram í ólíkum dagskráratriðum. Meira

Minningargreinar

29. ágúst 1995 | Minningargreinar | 626 orð

Ásgeir Erlendsson

Ásgeir Erlendsson Valmennið Ásgeir Erlendsson hefir lokið jarðvistinni. Mér hlotnaðist sú gæfa að kynnast honum, ekki einu sinni, heldur tvisvar á ævinni. Í fyrra skiptið fyrir hartnær fjórum áratugum er ég kom með Magnúsi Sigurðssyni til Breiðuvíkur og kvikmyndaði hluta myndar sem gerð var um unglingaheimilið í Breiðuvík, en Látrabændur, Meira
29. ágúst 1995 | Minningargreinar | 33 orð

ÁSGEIR ERLENDSSON

ÁSGEIR ERLENDSSON Guðmundur Ásgeir Erlendsson bóndi og vitavörður var fæddur á Hvallátrum í Rauðasandshreppi 13. september 1909. Hann lést á Borgarspítalanum 23. júlí síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Breiðavíkurkirkju 29. júlí síðastliðinn. Meira
29. ágúst 1995 | Minningargreinar | 312 orð

Jóna Guðbjörg Tómasdóttir

Elsku Jóna frænka, þetta er aðeins smá ágrip um uppruna okkar, þeirra sem eftir eru. Því nú ert þú farin, sú síðasta úr systkinahópnum og frá ákaflega sterkum og litríkum ættlegg. Ég er ein af þeim lánsömu að vera úr ykkar ætt, með öllum þeim styrk, skapi, þreki og ánægju og frammáanda sem einkenndi ykkur systkinin. Þetta er yndislegur hópur. Meira
29. ágúst 1995 | Minningargreinar | 30 orð

JÓNA GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR

JÓNA GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR Jóna Guðbjörg Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1904. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn. Útför Jónu var gerð frá Dómkirkjunni 24. ágúst. Meira
29. ágúst 1995 | Minningargreinar | 237 orð

Ólafía Ólafsdóttir

Í dag verður hún Óla amma lögð til sinnar hinstu hvíldar. Jafnvel þó ljóst væri að hverju stefndi, að amma myndi fara fljótlega, getur maður aldrei undirbúið sig undir áfallið þegar kallið kemur. Alltaf heldur maður í vonina. Við kringumstæður sem þessar horfir maður til baka og minnist góðra stunda. Meira
29. ágúst 1995 | Minningargreinar | 208 orð

ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR

ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR Ólafía Aðalheiður Ólafsdóttir fæddist að Álfgeirsvöllum í Lýtinsstaðahreppi í Skagafirði 8. janúar 1907. Hún lést á Umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 22. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Elínborg Ólafsdóttir frá Bessastöðum í Miðfirði og Ólafur Sigfússon bóndi í Álftagerði. Meira
29. ágúst 1995 | Minningargreinar | 37 orð

Ólafía Ólafsdóttir Óla mín, þakka þér langa og góða samfylgd. Þakka þér ljómann sem rís úr djúpi minninganna á kveðjustund.

Óla mín, þakka þér langa og góða samfylgd. Þakka þér ljómann sem rís úr djúpi minninganna á kveðjustund. Óska þér allsnægta á þroskabraut eilífðarinnar. Bið hinn æðsta mátt að vefja þig friði sínum. Þinn mágur, Stefán. Meira
29. ágúst 1995 | Minningargreinar | 348 orð

Páll Magnússon

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) "En hvað þið hafið stækkað mikið síðan síðast, drengirnir mínir," sagði afi alltaf þegar hann kom í heimsókn til okkar. Meira
29. ágúst 1995 | Minningargreinar | 335 orð

PÁLL MAGNÚSSON

PÁLL MAGNÚSSON Páll Magnússon pípulagningameistari var fæddur í Reykjavík 20. desember 1922. Hann lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. ágúst sl. Foreldrar Páls voru hjónin Magnús G. Guðmundsson skipstjóri, f. 13.9. 1894, d. 29.7. 1945, og Svava Sigurðardóttir, f. 11.2. 1893, d. 20.2. 1966. Systkini Páls voru Sigríður M. Meira

Viðskipti

29. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 142 orð

Chase sameinast Chemical

BANDARÍSKU stórbankarnir Chase Manhattan og Chemical Bank greindu í gær frá því að þeir hygðust sameinast með því að skiptast á hlutabréfum. Eignir hinnar nýju fjármálastofnunnar, sem mun bera nafn Chase, munu nema 300 milljörðum dollara og hlutafé hennar verður 20 milljarðar dollara. Meira
29. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Ný matvöruverslun í Mjódd

NÝ MATVÖRUVERSLUN verður væntanlega opnuð í Mjóddinni um eða eftir helgi þar sem verslunin Kjöt og fiskur var áður. Samningar eru nú á lokastigi milli Ólafs Torfasonar, kaupmanns í Garðakaupum, og Arnarborgar hf., eiganda húsnæðisins. Meira
29. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 428 orð

Reynt að skera á öll "tengsl" við Emerald

ARCTIC AIR hefur sótt um svo kallað A-leyfi til reksturs ferðaskrifstofu til Samgönguráðuneytisins. Að sögn Gísla Arnar Lárussonar hefur félagið gengið frá öllum tryggingum sem til þarf og bíður málið nú afgreiðslu ráðuneytisins. Meira
29. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 330 orð

Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 2,5 milljarða króna

VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR við útlönd var hagstæður um 2,5 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs samkvæmt bráðabirgðatölum frá Seðlabanka Íslands. Þar er um að ræða 2,3 milljarða lakari stöðu en á fyrri árshelmingi 1994. Meira

Fastir þættir

29. ágúst 1995 | Dagbók | 136 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 29. ágúst, er níutíu og fimm ára Jóhann Klemens Björnsson, fyrrum bóndi á Brunnum í Suðursveit, Kirkjubraut 28, Höfn í Hornafirði. Eiginkona hans var Sigurborg Gísladóttir, frá Uppsölumsem lést árið 1982. Þau eignuðust þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi. Meira
29. ágúst 1995 | Fastir þættir | 56 orð

Gestur númer 10.000

TÍU þúsundasti gestur á Súperstar- sýningu Leikfélags Reykjavíkur mætti á sýningu rokkóperunnar síðastliðið laugardagskvöld. Sú heppna hét Sigríður Sigurðardóttir og afhenti Páll Óskar Hjálmtýsson henni blómvönd. Einnig var henni afhentur geisladiskur með lögunum úr Súperstar, en hljómsveitarstjórinn, Jón Ólafsson, sá um það. Meira
29. ágúst 1995 | Fastir þættir | 630 orð

Hannes Hlífar að komast gott í form

13.-23. ágúst 1995 HANNES Hlífar Stefánsson, stórmeistari, varð í öðru til fimmta sæti á opna hollenska meistaramótinu í skák sem lauk í Amsterdam fyrir helgina. Enski stórmeistarinn Julian Hodgson sigraði örugglega með níu vinninga af ellefu mögulegum, en þeir Hannes Hlífar, Eric Lobron, Þýskalandi, John Van der Wiel, Hollandi, og Mikhaelevsky, Ísrael, Meira
29. ágúst 1995 | Fastir þættir | 261 orð

Hefur hug á því að verða lögfræðingur

Nafn: Bjarni Þórarinn Brynjólfsson. Aldur: 14 ára. Heima: Vestur-Landeyjum. Skóli: Grunnskóli Þorlákshafnar. Hvernig finnst þér skólinn? Hann er bara allt í lagi, kennararnir eru ágætir og það er fínt að læra þarna. Meira
29. ágúst 1995 | Fastir þættir | 137 orð

Í húsdýragarðinum

Á dögunum áttum við leið um Húsdýragarðinn og hittum þar unga stúlku sem var þar með vinkonum sínum. Hún heitir Helga Guðmundsdóttir og er þrettán ára. Hún var í Fossvogsskóla en í haust hefur hún nám í Réttarholtsskólanum. Við spurðum hana hvað henni fyndist um sumarið. Meira
29. ágúst 1995 | Fastir þættir | 803 orð

Kvikmyndagerð kröfuhart fag

FLESTIR hafa gaman af því að fara í bíó og sjá góða kvikmynd. Það þykir sérstakur hvalreki ef íslensk kvikmynd er frumsýnd. Einn af frægustu kvikmyndaleikstjórum okkar er Hrafn Gunnlaugsson, mynd hans "Hin helgu vé" var nýlega sýnd í ríkissjónvarpinu. Hrafn segir okkur hér frá unglingsárum sínum. Meira
29. ágúst 1995 | Dagbók | 182 orð

Laugarvatn

Ljósm. Íslandshandbókin ÁG LaugarvatnGOTT SUMAR hjá Hótel Eddu Menntaskólanum að Laugarvatnisagði í frétt í laugardagsblaði Morgunblaðsins. Laugarvatn ermenntasetur að vetri og ferðamannastaður að sumri. Meira
29. ágúst 1995 | Fastir þættir | 36 orð

Nonnastyttan afhjúpuð

STYTTA Nínu Sæmundsson af Jóni Sveinssyni, Nonna, verður afhjúpuð við Nonnahús, Aðalstræti 54, á afmælisdegi Akureyrar, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 17. Allir eru velkomnir að athöfninni og er aðgangur ókeypis í Nonnahús þennan dag. Meira
29. ágúst 1995 | Fastir þættir | 530 orð

Tuttugu ára hjónaband í vaskinn vegna spilaskulda

EINFALDIR hlutir, eins og það að spila á spil, geta orðið mjög flóknir og valdið hatrömmum deilum. Slúðurritið Sun, sem flytur oft furðulegar og vafasamar fréttir, segir frá miðaldra hjónum sem skildu vegna spilaskulda eiginmannsins við eiginkonuna. Meira

Íþróttir

29. ágúst 1995 | Íþróttir | 85 orð

1.000 vatna Rallið

Jyvaskyla, Finnlandi: Úrslit í 1.500 km rallkeppni í Finnlandi sem stóð í þrjá daga: 1. Tommi Makinen (Finnlandi) Mitsubishi Lancer 4:39.25 2. Marcus Gronholm (Finnlandi) Toyota Celica +9.31 3. Jarmo Kytolehto (Finnlandi) Opel Astra +20.41 4. Per Svan (Svíþjóð) Opel Astra +21. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 605 orð

Agaður leikur gerði útslagið

Við vorum með leikinn í okkar höndum í fyrri hálfleik og áttum að vera búnir með hann í hálfleik. Staðan átti að vera svona 3:0 og vítið í upphafi síðari hálfleiks átti að klára leikinn en svona er fótboltinn," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR-inga eftir leikinn. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 334 orð

Baresi til bjargar

Kaup AC Milan á Roberto Baggio og George Weah sönnuðu gildi sitt gegn Padova á sunnudaginn þegar ítalska deildarkeppnin hófst. Þeir félagar voru keyptir til að hressa uppá markaskorun hjá liðinu og á 6. mínútu tók Baggio fríspark utan teigs, skaut inní vítateig Padova þar sem Weah stökk yfir Bandaríkjamanninn Alexi Lalas og skoraði með skalla. Milan hafði öll tök í leiknum en á 34. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 95 orð

Bikarkeppni í fjölþraut Haldið að Laugarvatni. Tugþraut: Bjarni Þór Traustason, FH6.239 Theodór Karlsson, UMSS6.039 Seinn

Bikarkeppni í fjölþraut Haldið að Laugarvatni. Tugþraut: Bjarni Þór Traustason, FH6.239 Theodór Karlsson, UMSS6.039 Seinn Þórarinsson, FH5.636 Sjöþraut: Þórunn Erlingsdóttir, UMSS3.495 Silja Úlfarsdóttir, FH3.367 Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS3. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 55 orð

Björgvin lék á 77 höggum

BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili lék alla þrjá hringina á Evrópumóti áhugamanna á Spáni á 77 höggum. Birgir Leifur Hafþórsson úr Leyni lék hins vegar illa, bæði á föstudag og laugardag og kom inn á 82 höggum á laugardaginn. Þeir félagar komust ekki áfram og fylgdust því með köppunum leika á sunnudeginum. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 41 orð

Blak

Norðurlandamót stúlknalandsliða - 18 ára og yngri, haldið í Nyköping í Svíþjóð. Færeyjar - Svíþjóð0:3 Ísland - Danmörk0:3 Leikir um 5. sætið: Ísland - Færeyjar0:3 Færeyjar - Ísland0:3 Röð: 1. Finnland. 2. Noregur. 3. Danmörk. 4. Svíþjóð. 5. Ísland og Færeyjar. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 440 orð

Einar vann, en Gísli fékk bikarinn

ÍSLANDSMEISTARINN Einar Gunnlaugsson vann keppni í flokki sérútbúinna jeppa í torfærukeppni í Grindavík á laugardaginn. Keppnin var úrslitakeppni í bikarmóti torfæruökumanna, önnur tveggja sem gilti til bikarmeistara. Gísli G. Jónsson tryggði sér bikarmeistaratitlinn í flokki sérútbúinna jeppa, með því að ná þriðja sæti. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 578 orð

EM í sundi

Haldið í Vín í Austuríki: KARLAR: 200 metra flugsund: 1. Denis Pankratov (Rússlandi) 1.56,34 2. Konrad Galka (Póllandi) 1.59,50 3. Chris-Carol Bremer (Þýskal.) 1.59,96 6. Denis Silantiev (Úkraníu) 2.00,35 7. James Hickman (Bretlandi) 2.00,41 5. Oliver Lampe (Þýskalandi) 2.00,66 4. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 1039 orð

England

Úrvalsdeildin: Bolton - Blackburn2:1 (De Freitas 21., Stubbs 80.) - (Holmes 61.) 20.253 Coventry - Arsenal0:0 20.065 Everton - Southampton2:0 (Limpar 35., Amokachi 43.) 33.668 Leeds - Aston Villa2:0 (Speed 3., White 88.) 35.086 Man. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 205 orð

Flest gull til Rússa

Evrópumeistaramótinu í sundi lauk á Vín í Austurríki á sunnudaginn án þess að fleiri met féllu. Rússar fengu flest gullverðlaun, 17 alls, 2 silfur og 4 brons en Þjóðverjar fengu langflest í heildina, 13 gull, 13 silfur og 11 brons. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 295 orð

Fyrsti útisigur Örebro

KNATTSPYRNAFyrsti útisigur Örebro Þrátt fyrir sneypulegan endi á Evrópukeppninni í síðustu viku létu leikmenn Örebro engan bilbug á sér finna í 17. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar um helgina er þeir sigruðu Frölunda 1:2 á útivelli. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 337 orð

GOLF Sveitakeppni öldunga Grafarholtsvöllur: Karlar án forgjafar: Golfklúbburinn Keilir493 Golfklúbbur Suðurnesja501

Grafarholtsvöllur: Karlar án forgjafar: Golfklúbburinn Keilir493 Golfklúbbur Suðurnesja501 Golfklúbburinn Leynir504 Með forgjöf: Golfklúbbur Reykjavíkur458 Golfklúbbur Suðurnesja460 Golfklúbburinn Keilir462 Konur án forgjafar: Golfklúbburinn Keilir347 Golfklúbbur Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 103 orð

Guðni og félagar lögðu meistara Blackburn

GUÐNI Bergsson og samherjar í Bolton fögnuðu 2:1 sigri gegn meisturum Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Óvíst var hvort fyrirliðinn Alan Stubbs gæti leikið vegna meiðsla en hann var með, stóð sig vel og gerði sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok. "Það var ánægjulegt að sigra meistarana," sagði Guðni við Morgunblaðið. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 163 orð

Heimir Guðjónsson átti eina af sínum frábæru sendingum fram

Heimir Guðjónsson átti eina af sínum frábæru sendingum fram hægri kantinn þar sem Hilmar Björnsson náði að skjóta sér framhjá Þórhalli Víkingssyni og leika inn í vítateiginn. Birkir hikaði í úthlaupinu, hélt varnarmanninn hafa boltann en Hilmar virtist ekki í góðu jafnvægi, en náði engu að síður skoti úr þröngri stöðu og skoraði laglega. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 677 orð

Hvernig fannst KR-ingnumMIHAJLO BIBERCICað skora sigurmarkið? Viss um að ég næði að skora

MIHAJLO Bibercic var hetja KR-inga í bikarúrslitaleiknum gegn Fram á Laugardalsvelli. Hann fékk fjölmörg marktækifæri sem hann átti oftar en ekki þátt í að skapa. Hann misnotaði vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og hann skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok og það er það sem máli skiptir þegar upp er staðið. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 121 orð

Ingi Björn tekur við FH-liðinu

ÓLAFUR Jóhannesson sagði í gær upp starfi sem þjálfari 1. deildar liðs FH í knattspyrnu karla. Við starfi Ólafs tók Ingi Björn Albertsson og stjórnaði hann sinni fyrstu æfingu síðdegis í gær. Nú þegar fimm umferðir eru eftir á Íslandsmótinu er FH-liðið í neðsta sæti deildarinnar með átta stig. Þetta voru fjórðu þjálfaraskiptin í 1. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 71 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - Breiðablik18.30 Vestmannaeyjar:ÍBV - Valur 18.30 KR-völlur:KR - ÍBA18.30 Stjörnuv.:Stjarnan - Haukar18.30 3. deild: Dalvík:Dalvík - Leiknir R.18. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 336 orð

KENNSLA »Finnum lausn áður enallir kylfingar teljastvera atvinnumenn

Undanfarin ár hefur, með reglulegu millibili, komið upp sú staða hjá kylfingum hér á landi að menn þurfa að gera upp við sig hvort hinn eða þessi kylfingurinn sé atvinnumaður eða ekki. Samkvæmt reglum Royal Andrews telst sá atvinnumaður sem þiggur laun fyrir að leiðbeina öðrum, með þeirri undantekningu þó að heimilt er að leiðbeina unglingum án þess að teljast atvinnumenn. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 269 orð

KR - Fram2:1

Laugardalsvöllur, Úrslitaleikur bikarkeppni KSÍ - karlar, sunnudaginn 27. ágúst 1995. Aðstæður: Eins og þær gerast bestar. Andvari og sól og fínn völlur. Mörk KR: Hilmar Björnsson (38.), Mihajlo Bibercic (86.). Mark Fram: Ríkharður Daðason (65.). Gul spjald: Nökkvi Sveinsson, Fram (20. brot). Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 436 orð

KR-ingar voru betri

Birkir Kristinsson, markvörður Fram, var án efa besti maður liðsins eins og svo oft áður. Hann varði meðal annars vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. "Ég var nokkurn veginn með það á hreinu hvoru megin hann myndi skjóta. Ég er búinn að sjá nokkra leiki þar sem hann hefur tekið vítaspyrnur og ég var alla vega búinn að ákveða í hvort hornið ég færi, og það gekk sem betur fer upp. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 203 orð

KRISTJÁN Finnbogason

KRISTJÁN Finnbogasonmarkvörður KR-inga varð bikarmeistari þriðja árið í röð á sunnudaginn. Hann var í marki KR í fyrra en árið þar áður í marki Skagamanna. KRISTJÁN Jónsson lék sinn 200. leik fyrir Fram á sunnudaginn. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 694 orð

Leeds og Newcastle eru með fullt hús stiga

LEEDS og Newcastle hafa ekki tapað stigi í ensku deildinni og eru einu liðin sem eru með fullt hús að þremur umferðum loknum. Leeds stöðvaði sigurgöngu Aston Villa um helgina en Newcastle sigraði Sheffield Wednesday og er í efsta sæti á markatölu. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 105 orð

Leó Örn í hópinn í stað Geirs?

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik heldur til Austurríkis á morgun þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari hafði í gærkvöldi ekki gengið frá vali á landsliðinu fyrir ferðina en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gefa Geir Sveinsson og Patrekur Jóhannesson ekki kost á sér til ferðarinnar. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 102 orð

Létt hjá ÍR-ingum

Hraðmót Vals í körfuknattleik fór fram um helgina og sigruðu ÍR-ingar Njarðvíkinga nokkuð auðveldlega í úrslitum 106:80. Í lið ÍR vantaði Jón Örn Guðmundsson og Eggert Garðarsson en Njarðvíkingar voru án Rondey Robinsons. "Það er gaman að vinna en við höldum okkur samt á jörðinni," sagði Gunnar Sverrisson aðstoðarþjálfari ÍR um mótið. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 166 orð

Miðherji Raith Rovers meiddist

STEVE Crawford, miðherji Raith Rovers, meiddist og varð að fara af velli í leik liðsins við Celtic í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar. Rovers hafði betur þegar liðin mættust síðast - í úrslitaleik skosku deildarkeppninnar í vor - en að þessu sinni vann Celtic 1:0 og skoraði Hollendingurinn Pierre van Hooydonk seint í leiknum. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 112 orð

Morten Olsen rekinn frá Köln

MORTEN Olsen, fyrrum fyrirliði danska landsliðsins, þjálfari hjá Köln, var rekinn frá liðinu á sunnudaginn, eftir að Köln hefði mátt þola tap, 3:4, í vítaspyrnukeppni fyrir áhugamannaliðinu Beckum. Olsen varð að yfirgefa leikvöll Beckum undir lögregluvernd, þar sem æstir stuðningsmenn Köln veittust að honum. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 970 orð

Ójafnt en spennandi

KR-INGAR urðu á sunnudaginn bikarmeistarar annað árið í röð, er þeir sigruðu Fram 2:1 í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta var nokkuð furðulegur leikur því Vesturbæingar voru miklu betri lengst af en engu að síður var mikil spenna því úrslitin réðust ekki fyrr en skömmu fyrir leikslok er Mihajlo Bibercic skoraði sigurmarkið. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 185 orð

Rússar til liðs við Gróttu og KR

Handknattleikslið Gróttu, sem leikur nú í 1. deild, er komið með Rússa í herbúðir sínar og mun hann leika sem leikstjórnandi og skytta. Hann heitir Juri Sapowski og lék með Krasnotas, sama liði og stjörnumaðurinn Dimitij Filipov. Hann er 198 sentimetrar á hæð, 26 ára gamall og lék 20 landsleiki fyrir Rússland á árunum 1992 til 1994. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 268 orð

Schumacher vann, var síðan víttur

Þjóðverjinn Michael Schumacher vann belgíska Formula 1 kappaksturinn á sunnudaginn. Hann var síðan áminntur af alþjóða bílaíþróttasambandinu fyrir gáleysislegan akstur, var talin hafa brotið á Damon Hill, helsta andstæðing sínum í heimsmeistaramótinu. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 105 orð

Siglingar

Íslandsmótinu í þremur flokkum báta lauk um fyrri helgi á Skerjafirði Refsistig:Optimist-Aflokkur 1.Ólafur Víðir Ólafsson, Ými3 2.Hafsteinn Ægir Geirsson, Brokey6 3.Sveinn Benediktsson, Brokey22 Optimist-B-flokkur: 1. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 396 orð

SKONDIÐ

SKONDIÐ atvik gerðist í sveitakeppninni í golfi í Leirunni um fyrri helgi. Þannig var að veiðibjölluungi var að skoða golfbolta sem lá á braut og tók hann í gogginn og flutti út fyrir brautina á ósláanlegan stað. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 175 orð

SNÓKERSnókermenn sækja

Billiard- og snókersamband Íslands kaus nýja stjórn í síðustu viku og var Björgvin Hólm Jóhannesson kosinn formaður. Hann segir forgangsverkefni og lykillin að uppgangi snóker og billiards á Íslandi að fá snóker viðurkenndan sem íþrótt en erindi þess efnis liggur fyrir hjá Íþróttasambandi Íslands. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 122 orð

Sprenging í miðborg Helsinki

BÍLASPRENGJA sprakk í miðborg Helsinki klukkan hálf eitt í morgun að staðartíma. Lögregluþjónn særðist lítillega í sprengingunni, sem skildi eftir sig stórt gat í jörðinni, að sögn Tommis Melenders, fréttamanns finnsku fréttastofunnar STT. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 329 orð

Stjörnumenn tryggðu sér 1. deildarsæti Þróttarar á fallhættusvæði

STJARNAN tryggði sér sæti í 1. deild með því að leggja Þróttara að velli, 2:1. Fylkir hafði áður tryggt sér 1. deildarsæti á föstudaginn. Við töpuðum á afleitri byrjun. Ætlunin var að láta hart mæta hörðu en menn voru ekki tilbúnir þegar til kom," sagði Kristinn Atlason, sem stjórnaði liði Þróttar í fjarveru Ágústs Haukssonar, sem var í banni. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 151 orð

Úti er ævintýri

KEPPNISTÍMABILI hestamanna lauk um helgina með Lokaspretti '95 sem haldinn var öðru sinni í Varmadal í Kjalarneshreppi. Mikil þátttaka var á mótinu, mun meiri en gert var ráð fyrir. Lauk mótinu því ekki fyrr en á tíunda tímanum á laugardagskvöld og mátti vart tæpara standa því dimmt var orðið þegar síðustu verðlaunapeningarnir voru afhentir. Meira
29. ágúst 1995 | Íþróttir | 120 orð

Zenga ekki meira með á árinu

WALTER Zenga, fyrrum landsliðsmarkvörður Ítalíu og nú leikmaður Sampdoria, náði ekki að hefja keppnistímabilið í ítölsku deildinni og verður ekki meira með á þessu ári vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu með liði sínu á föstudaginn. Liðbönd í hné gáfu sig og segir læknir liðsins að hann verði ekki með í fjóra til sex mánuði. Meira

Úr verinu

29. ágúst 1995 | Úr verinu | 392 orð

Á heimleið með um 100 milljóna túr úr Smugunni

MÁLMEY SK 1 er á leið úr Smugunni með metafla, um 442 tonn af frystum flökum. Að sögn Gísla Svans Einarssonar, útgerðastjóra Fiskiðjunar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki, er áætlað aflaverðmæti um 105 milljónir króna. Afli í Smugunni hefur tregast mikið síðustu daga. Meira
29. ágúst 1995 | Úr verinu | 477 orð

Báðum aðilum tryggður aukinn fiskur til vinnslu

SNÆFELLSBÆR og Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri hafa stofnað sameiginlegt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki ásamt fleiri aðilum í Snæfellsbæ. Fyrirtækið heitir Snæfellingur og mun það fyrst í stað sjá um útgerð togarans Más SH og reka rækjuvinnslu í Snæfellsbæ. Um 50 manns munu vinna við rækjuvinnsluna, en afla Más verður fyrst í stað landað hjá fiskvinnslustöðbum KEA á Dalvík og í Hrísey. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.